Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna - virðist formlega hafið, með yfirlýsingu Kína um tolla á innflutning Kínverja á bandarískum landbúnaðarvörum

Að Kína mundi setja toll á landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum var eiginlega augljóst:

  1. Trump fékk mörg atkvæði í landbúnaðarríkjum Bandaríkjanna, þannig að slíkir tollar setja þrýsting á marga sem studdu Trump.
  2. Landbúnaðarvörur virðast verðmætasti innflutningurinn frá Bandaríkjunum.

Hafandi í huga að tollar Trumps eiga að vera að verðmæti 50-60 milljarða Dollara.
Þá er höggið af móttollum Kína - tiltölulega smávægilegt.

Trump to unveil China tariff list this week, targeting tech goods

China hits U.S. goods with tariffs

Trump trade adviser does not see U.S.-China tariff response 'spiral'

En kenning Trump stjórnarinnar - um vísan sigur, snýr einmitt að þeim mikla mun í verðmætum milli innflutnings Bandaríkjanna frá Kína vs. innflutnings Kína frá Bandaríkjunum.

Hinn bóginn, er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið.

En Kína getur -tæknilega séð- gert mun meira.

  1. Stórar slemmur væri starfsemi bandarískra fyrirtækja starfandi í Kína - einkum tæknirisa.
  2. Kína stjórn gæti vel farið að beita þau fyrirtæki þrýstingi!

En athygli vekur verðfall á WallStreet - sem leitt var af verðfalli bréfa í stórum bandarískum hátæknifyrirtækum -- kannski eru markaðir að byrja að hafa áhyggjur af því, að átök Bandaríkjanna og Kína gæti hugsanlega skaðað hagsmuni þeirra fyrirtækja!

Wall Street tumbles on tech sector, trade worries

--Stærsta hótunin í því samhengi væri - fullkomin yfirtaka!
--Að starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína, væri með valdi færð yfir til kínverskra aðila.

  1. Spurning hvort líklegt að slíkri hótun væri beitt, en það mætti hugsa sér að þegar kínverskir aðilar og bandarískir stjórnarerindrekar ræða deiluna -- þá má reikna með því miðað við afstöðu Trump stjórnarinnar, að þar telji menn sig með mun sterkari spil.
    --En Bandaríkin geta auðvitað hótað frekari tollum, þ.e. á flr. vöruflokka.
  2. Talsmenn Kína stjórnar, geta þá beitt hótunum um aðgerðir gegn starfsemi bandar. fyrirtækja innan Kína -- það má þó velta því fyrir sér hversu viðkvæm stjórnin í Washington væri gagnvart slíkri hótun.

En tæknifyrirtækin hafa ekki beinlínis verið helstu bandamenn Trump stjórnarinnar.
Það mætti jafnvel ímynda sér, að Trump og co mundu ímynda sér, að slík yfirtaka leiddi til þess að bandarísku tæknifyrirtækin yrðu að - snúa heim, þannig séð.

En tap þeirra yrði að sjálfsögðu óskaplegt - t.d. Apple.

Það væri auðvitað stór tækni-yfirtaka slík aðgerð, og ef hún færi fram - leiddi hún líklega til langvarandi sambandsslita - Washington og Peking.
--Ég efa þar af leiðandi Kína noti þetta, nema að Kína telji sig ekki geta -- samið við Washington.

  1. En líklegast virðist, að Kína-stjórn muni fyrst bjóða margvíslegar litlar eftirgjafir.
  2. En Kínastjórn á enn mörg ríkisfyrirtæki, og getur skipað þeim t.d. að kaupa bandarískt stál - og hugsanlega eitthvað flr. bandarískt.

--Hinn bóginn, augljóslega -- gæti Kína stjórn hvenær sem er síðar meir hætt slíku.

  1. Spurningin er eiginlega um það, hvert er akkúrat markmið Washington.
  2. Um það, hverjar líkur á samkomulagi eru.

En ef Washington vill þurrka út viðskipta-hallann við Kína - er hann líklega alltof stór til þess, að Kína-stjórn geti með einhverjum fiffi, sjálf þurrkað hann út.
En meirihluti viðskiptalífs Kína er í dag einkarekinn, og því takmörkunum háð hve mikið Kína-stjórn getur náð fram, með kaupum þeirra ríkisfyrirtækja sem Kína stjórn á.

Útflutningurinn til Bandar. er líklega of mikill magni, til að aðrir markaðir geti snögglega tekið við honum öllum - eða að stórum hluta.
--Þ.e. líka spurning, hvort - þriðju lönd mundu geta framleitt með skömmum fyrirvara í þá hugsanlegu holu á bandar. markaði, ef maður ímyndaði sér að Kína stjórn væri virkilega fær um að fyrirskipa kínverka iðnaðinum, að minnka framleiðslu til Bandar.

  1. Og þ.e. einnig spurning, hvort Kína mundi þá yfir höfuð vilja semja í slíku tilviki.
  2. Því, þó minna hagstætt sé að selja til Bandar. með tollum, gæti það samt verið skárra - en að samþykkja samkomulag af slíku tagi.

--Punkturinn er sá, að það blasir ekki við mér - að Trump mundi geta sannfært Kína um að afnema viðskiptahallann, ef maður ímyndar sér að Kína stjórn sé fær um það stórfelld inngrip í viðskiptalíf innan Kína.
--Því sennilega, sé meiri gróði samt fyrir Kína, að selja til Bandar. með tolla, en að samþykkja slíkt samkomulag.

  1. Hinn bóginn, ef mál enduðu þannig - þ.e. með hætti sem mætti kalla, án samkomulags eða m.ö.o. viðvarandi ástand viðskiptastríðs.
  2. Þá væntanlega gilti það einnig, að aðgengi bandar. fyrirtækja að kínv. markaði - yrði afar miklum takmörkunum háð.

Þó Kína per haus sé enn miklu fátækara, vegna óskaplegs fjölmennis - er innan Kína líklega hærri fjöldi raunverulegra neytenda, en innan Bandaríkjanna!

  1. Því má ekki heldur gleyma, að Kína hefur einnig markaði utan Bandaríkjanna.
  2. En Kína er sterkt eiginlega í dag, í öllum heimsálfum.

Samanlagt er auðvitað markaður annars staðar í heiminum mun verðmætari.

  1. Það má því velta fyrir sér, hvort það er því ekki gegnt hagsmunum Kína - að ganga langt til samkomulags við Bandaríkin.
  2. Því, ef Kína það geri - mætti vera að einhver önnur stór lönd, gætu hugsanlega séð slíkt samkomulag, sem fyrirmynd/fordæmi.

--Það gæti hugsanlega verið of stór áhætta fyrir Kína.

  • Það getur raunverulega þítt - að sá þungi eða "leverage" sem Washington geti beitt, sé í raun og veru ekki nándar nærri eins mikill - og Washington virðist halda.
  • En talsmenn Washington virðast telja, Bandaríkin svo mikilvæg - að Kína verði að semja.

En Kína þarf einnig að horfa til annarra markaða - annarra landa!
M.ö.o. það gæti verið hugsanlega varasamt fyrir Kína að skapa þær hugsanlegu fyrirmyndir/fordæmi fyrir aðra, sem það gæti reynst vera -- ef Kína veitti Bandaríkjunum stóra tilslökun.

Það geti þítt, að hótanir Trumps um að loka Bandaríkjamarkaði, hafi ekki nándar nærri þá miklu vikt eða þunga - sem Trump og Lighthizer virðast halda.

 

Niðurstaða

Mikið af þessu eru auðvitað vangaveltur mínar - en ég virkilega samt held að það skipti miklu máli í samhenginu, að á sviði viðskipta er Kína heimsveldi. Það þíðir að hagsmunir þess teygja sig á viðskiptasviðinu um heim allan, eins og hagsmunir Bandar. á hernaðarsviðinu teygja sig um heim allan.

Það væntanlega þíði, að Kína verði nauðbeygt að íhuga deiluna við Trump stjórnina, í samhengi sinna -- hnattrænnu hagsmuna.

Það sé út af því, sem mig grunar að raunverulegt tangarhald Trumps og Lighthizers á Kína - með hótunum um hugsanlega sífellt fleiri og hærri refsitolla, sé ef til vill ekki eins mikið og þeir félagar virðast halda.

Því Kína líklega verði þegar samið er við Washington, að íhuga áhrif sérhvers þess sem rætt er í samhengi sinna hnattrænu hagsmuna - m.ö.o. eins og ég álykta.

Setji það líklega verulegar takmarkanir við því, hversu langt Kína stjórn líklega treystir sér að teygja sig til móts við núverandi landstjórnendur Bandaríkjanna.

Það getur þítt, að möguleikar til samkomulags séu litlir sem engir, nema að Washington einhverntíma í ferlinu - framkvæmi stórt bakk.
--Ætli Trump og Lighthizer gætu hugsað sér slíkt, eftir hástemmdar yfirlýsingar?

M.ö.o. virðast mér líkur á viðskiptastríði svo lengi sem Trump er á valdastóli.
Það komi þá væntanlega í hlut næsta forseta að semja að nýju.

 

Kv.


Trump hótar Mexíkó slitum á NAFTA - nema Mexíkó stöðvi flæði ólöglegra innflytjenda og ólöglegra eiturlyfja yfir landamæri Bandaríkjanna!

Það áhugaverða er að Trump virðist búinn að tapa hinum langa slag um fjármögnun veggjarins við landamæri Mexíkó sem hann háði svo lengi á þingi - en fyrir mánaðamót undirritaði hann samkomulag þingflokkanna tveggja, þó hann hefði áður hótað að beita neitunarvaldi.
--Mótbárur hans voru þær sömu og þær höfðu verið sl. mánuði, að tillögur flokkanna væru ekki nægilega öflugar þegar kæmi að innflytjendamálum, og að veggurinn hans fengi ekki nægilegt fjármagn.
--Síðan undirritaði Trump eigi að síður frumvarpið -- þarna er greinilega stór eyða, sem menn geta haft sínar getgátur um!

Trump says DACA deal for young immigrants is off:"Trump last month threatened to veto a spending bill because it did not address the fate of Dreamers and did not fully fund his border wall but he ultimately signed the bill."

Hafandi í huga hve skeleggur Trump var mánuðina á undan síðan sl. haust eftir að deilur um fjárlög hófust - er hann ítrekaði hafnaði frumvarpi þingflokkanna, nokkurn veginn af sömu ástæðum.
--Svo langt gekk málið, að það kom til stutt svokölluð stöðun á alríkinu, en þá sömdu flokkarnir um nokkurra vikna frest, meðan samið væri um málið.

Svo virðist að flokkarnir hafi eina ferðina enn, samið sín á milli.
Af hverju Trump virðist -- lyppast niður í það sinnið, veit ég ekki.
--En augljósa getgátan getur verið, að ljóst hafi verið að 2/3 meirihluti hafi myndast.
--Þá geta þingflokkarnir samþykkt frumvarpið aftur og forsetinn getur ekkert gert.
--Ef mál voru þannig komin að slíkur aukinn meirihluti hafði myndast, var orðið ljóst að Trump gæti ekki náð lengra með málið - á þinginu.

 

Ég er að velta fyrir mér hvort þ.e. örvæntingarfull tilraun Trumps að hóta Mexíkó út af NAFTA?

Twít Trumps um helgina - ca. klukkutími líður frá "Happy Easter" að næsta.

  1. "HAPPY EASTER!"
  2. "Border Patrol Agents are not allowed to properly do their job at the Border because of ridiculous liberal (Democrat) laws like Catch & Release. Getting more dangerous. “Caravans” coming. Republicans must go to Nuclear Option to pass tough laws NOW. NO MORE DACA DEAL!"
  3. "Mexico is doing very little, if not NOTHING, at stopping people from flowing into Mexico through their Southern Border, and then into the U.S. They laugh at our dumb immigration laws. They must stop the big drug and people flows, or I will stop their cash cow, NAFTA. NEED WALL!"
  4. "These big flows of people are all trying to take advantage of DACA. They want in on the act!"

Fyrst uppryfjun hvað "DACA" er - en um er að ræða prógramm sem Obama bjó til, sem heldur utan um ólöglega innflytjendur sem komu sem börn til Bandaríkjanna.
Rétt að benda á skv. vestrænni réttvísi eru börn alltaf saklaus og óábyrg sinna gerða, er því bannað með öllu skv. þeirri grunn reglu allra Vestrænna lagahefða, að refsa börnum ef þau fremja þ.s. augljóslega er lögbrot -- er þá rætt frekar við foreldri eða forráðamenn.
--Þannig, að þegar foreldrar skilja börn sín eftir í Bandaríkjunum, skapast lagaflækja því skv. grunni sjálfrar lagahefðar landsins - er ekki hægt að refsa börnunum sjálfum.
--Það væntanlega gildir einnig síðar, eftir viðkomandi er ekki lengur barn - ef glæpurinn var framinn sem viðkomandi græddi á "þannig séð" fór fram er sá eða sú var barn.

Þegar Trump á sl. ári gerði tilraun til að slá af "DACA" prógrammið, þá hélt hann því alltaf fram - að hans vilji stæði til þess að þessir einstaklingar fengu áfram að dvelja í landinu.
--En margir þeirra þ.s. þeir komu sem börn til Bandar. þekkja í reynd ekkert annað land, hafa vinnu - hafa gengið í gegnum skóla, eru fúnkerandi hluti bandar. samfélags, o.s.frv.

  • Hinn bóginn, líta andstæðingar innflytjenda samt á þetta sem ólöglega innflytjendur - sem tæknilega séð er - rétt.
  • Hinn bóginn vilja þeir einnig reka þetta fólk úr landi.

--En það sennilega rekst á grunn lagahefðarinnar - því brottrekstur fyrir að hafa komið ólöglega yfir landamærin -- vísar til glæps sem viðkomandi gat ekki borið ábyrð á sem barn.
--Og líklega má ekki skv. þeirri lagahefð, refsa viðkomandi fyrir - þó sá sé ekki barn lengur, þ.s. það sem máli skipti líklega, sé að sá var barn er þetta henti - brottvísun með vísun á þann glæp væri þá skv. því klárlega slík tilraun til refsingar og skv. ofangreindu líklega stjórnarskrárbrot.

Demókratar hafa verið með dómsmál í gangi, gegn tilvísun Trump - tilraun Trumps til að slá af DACA. Skv. tveim dómum fyrr á þessu ári, er DACA eigi að síður virkt - og Trump má ekki reka fólkið úr landi.
--Það "stay" eins og þ.e. kallað - gildir meðan dómstólar fjalla um lögmæti þess að ætla stefna að því að vísa þessu fólki úr landi.

  1. Miðað við hver vestræn lagahefð er - er ekki endilega líklegt að Trump vinni það dómsmál.
  2. Kannski hefur Trump loks áttað sig á þessu - þá hefur hann kannski fyrir þær ástæður, þessa nýju tilraun - að beita NAFTA sem svipu í staðinn!

Það klárlega setur samninga um framlengingu NAFTA í uppnám, ef Trump heldur þessari nýju tengingu til streitu.
En kannski er það í takt við hans nýjustu stefnu, sbr. tolla á stál - yfirvofandi viðskiptastríð við a.m.k. Kína, kannski ESB einnig - jafnvel enn flr. lönd.

Að Trump vaði enn á þennan nýja "tangent."
--Á þessari stundu er líklega hver ágiskun eins góð og hver önnur.
--Að enginn viti á þessum punkti, neitt meir en kemur fram í þessum twítum.

 

Niðurstaða

Rétt að nefna að í Mexíkó er í gangi hörð kosningabarátta fyrir forsetakosningar nk. haust. Vinstrimaðurinn sem er hærri í könnunum, fer stórum um það að hann ætli ekki heimila Trump að vaða yfir landið.
--En punkturinn í að nefna það er sá, að pólitískt séð getur það þítt að forseti Mexíkó geti ekki tekið afstöðu, sem getur virst vera eftirgjöf gagnvart Trump.
--Í þeirri pólitísku stöðu innan Mexíkó sem sé til staðar.

Trump sé m.ö.o. líklega að núa þau mál -rangt- þannig séð, hvernig hann talar væntanlega sé beint vatn á myllu þjóðernissinnaðra Mexíkóa - þeir hafi alltaf haft ákveðna minnimáttarkend gagnvart Bandaríkjunum, auk þess að vissrar fórnarlambshugsunar gæti.

Punkturinn sé sá, að ef Trump setur fram skýra kröfu að Mexíkó taki það að sér, sem Trump sjálfur virðist sjá nú loks sjálfur - að hann sé ekki fær um að tryggja heima fyrir innan Bandaríkjanna, en Trump virðist hafa beðið ósigur á þingi í "immigration" málinu.

Þá geti vel verið að forseti Mexíkó sé það bundinn af innanlandspólit. stöðu, að hann sé ófær um annað - en láta Trump slíta NAFTA skv. þeirri kröfu.

Það gæti þítt, að Bandaríkin lendi í viðskiptastríði - að auki við núverandi NAFTA lönd, til viðbótar við viðskiptastríð við Kína - hugsanlega einnig ESB, kannski Japan.
--Það væri þá afar hátt hlutfall viðskipta Bandaríkjanna undir.

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki neitt - en Trump hefur sl. 2-3 vikur verið á hreyfingu með sín mál, og maður ætti ekki að fyrirfram ákveða heldur, að yfirlýsingar Trumps á Twitter - skipti ekki máli.

 

Kv.


Óvíst að fundur Kim Jong Un og Donalds Trump leysi kjarnorkudeiluna

Skv. fréttum virðist leiðtogi NK og Bandaríkin hafa mjög ólíkar hugmyndir um hvað átt er akkúrat við með "denuclearification" sem mætti nefna - afkjarnorkuvæðingu.

Hugmynd stjórnvalda í Washington virðist í þá átt, að gereyða öllum mannvirkjum sem notuð hafa verið þar á meðal kjarnorkuverum, og auðvitað sama gildi um eldflaugaprógramm NK að gereyða öllum mannvirkjum sem og verksmiðjum sem framleiða eldflaugar - - m.ö.o. gera það nær ómögulegt fyrir NK að endurræsa sín prógrömm aftur síðar.

Í forsetatíð Bills Clinton 1993-2003, var önnur kjarnorkukrísa, og hún var leyst á endanum með samkomulagi -- sem ekki gekk það langt að rífa mannvirki, en eldflaugum var eytt og NK þurfti að heimila eftirlits-menn SÞ, sem fylgdust með því að innsigli á mannvirkjum væri óhreifð og höfðu eftirlit með eyðingu kjarnakleifra efna sem og langdrægra eldflauga sem til voru á þeim tíma.

Í forsetatíð George W. Bush, 2001-2009, tókst NK að yfirgefa þetta samkomulag og hefja kjarnorkuvæðingu og eldflaugavæðingu að nýju -- án þess að Bush forseti brigðist við með þeim hætti sem dygði.
--Virðist sem að ríkisstjórn Bush hafi þá ekki haft afl eða fókus til skilvirkra viðbragða, samtímis og sú ríkisstjórn Bandaríkjanna var að glíma við Talibana í Afganistan og skærustríð í Írak í kjölfar innrásarinnar 2003.
--Rétt að nefna, að Pútín einnig um svipað leiti notfærði sér -getuleysi- Bush stjórnarinnar þegar Bandaríkjaher var önnum kafinn á öðrum slóðum -- og réðst á Georgíu sem þá var vaxandi mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjann, í innrás Rússlands gereyddi Rússlandsher að mestu ríkisher Georgíu - og hersat landið um hríð að hluta -- viðbrögð Bush stjórnarinnar voru aftur í því máli, vanmáttug.

Í ljósi þessarar forsögu má væntanlega skilja það, af hverju Washington nú krefst algerrar af-kjarnorkuvæðingar sem má einnig kalla algera af-eldflaugavæðingu a.m.k. þegar kemur að langdrægum eldflaugum -- sem þá mundi einnig fela í sér gereyðingu allra mannvirkja sem notuð hafa verið til framleiðslu hvort sem er kjarnorkusprengja eða langdrægra eldflauga.
--En ef það væri gert, yrði það nær ómögulegt síðar meir fyrir NK -- að hefja með litlum fyrirvara aftur kjarnorkuvæðingu og eldflaugavæðingu.

  1. Hinn bóginn, gæti stíf krafa Washington leitt til -- einskis samkomulags.
  2. Því væntanlega, getur Washington ekki mætt móttkröfu Pyongiang -- um trúverðugar öryggis tryggingar fyrir landið.
  • Það er þó spurning, hvort Donald Trump getur eftir sínar ítrustu kröfur, til að ná t.d. sambærilegu samkomulagi við NK - og Bill Clinton náði á sínum tíma, eftir mikinn þrýsting einnig þá á NK af hálfu ríkisstjórnar Bills Clinton.
    --Sjálfsagt muna margir ekki eftir þeirri eldri kjarnorkudeilu í dag.

Differing views of 'denuclearization' complicate North Korea talks

Russia sees Xi-Kim meeting as important step to resolve Korean crisis

China says Kim pledges denuclearization during friendly visit

Ef marka má fréttir Reuters virðist stuðningur í Kína og Rússlandi, við sambærilega nálgun og náðist fram á sínum tíma í tíð Bills Clinton.

Og forseti SK virðist til í að sætta sig við slíka lendingu, ef það þíddi að sú mikla spenna á Kóreuskaga sem hefur verið sl. ár mundi þá fjara út - málin róast.

  1. Hinn bóginn, ef Donald Trump heldur ítrustu kröfum til streitu -- gæti aftur litið út fyrir hugsanlegt stríð Bandaríkjanna og NK.
  2. Og nýverið hefur Donald Trump gert breytingar á sinni ríkisstjórn -- tveir haukar eru nú í mikilvægum ráðherrastöðum, þ.e. John Bolton nú í stöðu Þjóðar-öryggisráðgjafa, en Bolton hefur beinlínis hvatt til kjarnorkuárása á NK - til að eyða getu þess ríkis til að vera ógn við Bandaríkin, ef ekki reynist mögulegt með öðrum hætti að stöðva NK.
    --Vart þarf vonandi að nefna, að kjarnorkurárásir á NK - gætu dreift geislavirkum skýjum um allan skagann, eiginlega nær öruggt - en enn verra, geislavirkni gæti dreifst yfir landamærin við Kína -- vart þarf að nefna að það gæti leitt til átaka við Kína.
  3. Trump einnig hefur skipað - Mike Pompeo utanríkisráðherra, og sá er litlu minni haukur en John Bolton.
  • Hafandi í huga að Trump sjálfur hefur nefnt möguleikann á kjarnorkuárás af fyrra bragði á NK -- þá er mjög áhugavert að Trump skuli hafa skipað tvo einstaklinga í þetta mikilvægar stöður, sem líklegir væru að styðja slíkar aðgerðir.

Hafandi það í huga, þá gæti -ekkert samkomulag- leitt til stríðs.
Og það stríð, gæti leitt til stríðs við Kína!
--En rétt að nefna að síðast þegar Bandaríkin voru með her í NK - fór her Kína yfir landamæri NK við Kína, og réðist að her Bandaríkjanna þar -- bróðurpartur svokallaðs Kóreustríðs var í reynd stríð Bandaríkjanna og Kína. Í dag ræður Kína yfir kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum sem Kína gerði ekki í tíð Kóreustríðs. Landher Kína sem og flugher er hvoru tveggja einnig miklu öflugari í dag en þá.

Sannarlega hef ég bent á það atriði, að Pompeo - Bolton og Trump eru einnig miklir Írans haukar.
En Trump hefur greinilega fókusað á undan á NK, og hann greinilega vill lausn á því máli - áður en hann hugsanlega snýr sér að Íran.

--Mér virðist það sama eiga við og ég sagði um hugsanleg áhrif ráðningar Trumps inn í sína ríkisstjórn, að það auki einnig stríðshættu við NK.
--Það væntanlega einnig þíðir aukna stríðshættu við Kína. En þeir sömu einstaklingar, að auki eru -- Kína haukar. Eiginlega eru Pompeo og Bolton -- haukar gagnvart sérhverjum mótherja Bandaríkjanna, þar á meðal Rússlandi.

Þegar sérstaklega kemur að Bolton -- á orðið "ofstæki" fullkomlega við.

 

Niðurstaða

Ég held að alls ekki sé enn ástæða að afskrifa stríð Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, þrátt fyrir fyrirhugaðan fund Kim Jong Un og Donalds Trump, og tal landstjórnanda NK um - afkjarnorkuvæðingu. En það virðist ósennilegt að Kim samþykki svo róttæka og algera afvæðingu sem ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist líkleg að krefjast miðað við orð talsmanna ríkisstjórnarinnar í Washington.

Þá gæti fundurinn endað án niðurstöðu, deilan blossað upp aftur af fullum þunga.
En nú er Trump búinn að ráða tvo afar róttæka einstaklinga í mikilvægar stöður innan ríkistjórnar sinnar - þ.e. t.d. alveg öruggt miðað við hans fyrri orð, að Bolton mundi styðja það að Bandaríkin hæfu af fyrra bragði stríð gagnvart NK. Pompeo gæti verið til í það einnig.

Hafandi í huga að á sl. ári nefndi Trump sjálfur slíkt sem möguleika, og hann er greinilega fókusaður á NK - á undan hugsanlegri deilu við Íran.

Þá gæti verið mjög rík ástæða að tala um hættu á nýju Kóreustríði, ef fundurinn milli Trumps og Kims fer út um þúfur. Og eins og ég benti á, er stríð við Kína alls ekki útilokað í ljósi sögunnar, ef Bandaríkin ákveða að hefja stríð hugsanlega með beitingu kjarnorkuvopna til þess að eyða norðurkóreanska ríkinu.
--En ég sé ekki hvernig Kína getur leitt hjá sér beitingu kjarnorkuvopna á Kóreuskaga, né heldur hvernig Kína gæti leitt hjá sér fulla innrás bandarísks landhers í NK.

Aðvaranir Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (ætli Trump skipti honum ekki út) frá sl. ári að stríð yrði "catastrophic" eiga sannarlega við. En NK mundi án nokkurs hins minnsta vafa beita þeim kjarnorkuvopnum sem NK ætti, í slíkri lokavörn.
Þannig ef bæði Bandaríkin og NK beita kjarnavopnum -- farast sennilega milljónir manna.
Og geislavirk ský ferðast um allan skagann og einnig út fyrir hann -- þau geta borist til Japans, til Kína og hugsanlega til Rússlands -- fer eftir vindáttum.
--Kannski jafnvel til allra ríkjanna samtímis, ef margar kjarnorkusprengingar verða víða um skagann.

Viðbrögð umheimsins við slíku yrði alger hryllingur, ég sé ekki að nokkur stuðningur við aðgerðir Bandaríkjastjórnar ef þær væru þetta hryllilegar yrði til staðar.

 

Kv.


Viðbrögð Vesturlanda við eiturárás í Bretlandi sem talin er hafa verið framin af flugumönnum rússneskra stjórnvalda eru hörð!

Ég er á því persónulega að eini aðilinn sem líklegur er að hafa framið árásina á Skripal feðgynin með eitri sem nefnist - Novichok. Sé að sjálfsögðu Rússland!
Sendiherrar Rússlands, hafa gjarnan bent á hina og þessa, sem tæknilega gætu framið slíka árás - þó fjarstæðukennt sé hið minnsta að þeir aðilar hefðu ástæður til slíks.
--Skársta kenningin, var auðvitað um rannsóknarstofu breska hersins - sem gæti verið fær um að búa til slíkt eytur; þó kenningin um það af hverju í ósköpunum Bretar ættu að standa í slíku sjálfir, hljómi afar þversagnakennd svo meir sé ekki sagt.

  • Pútín aftur á móti hefur skýr mótíf eða ástæðu!
  1. Sergei Skripal var auðvitað svikari við Rússland - sannarlega var hann náðaður af Medvedev á sínum tíma, til þess að fangaskipti gætu farið fram við Vesturlönd - þegar Rússland í forsetatíð Medvedev og Vesturlönd skiptust á fangelsuðum njósnurum.
  2. En þ.e. ekki hin minnsta ástæða að ætla að Pútín hafi fyrirgefið Skripal.
    --Og það er rétt að nefna, að Skripal skv. heimildum erlendrar pressu, var reglulega með fyrirlestra fyrir breska leyniþjónustumenn, þ.s. hann lýsti starfi rússneskra njósnastofnana - skv. hans þekkingu á því starfi, enda hafði hann lengi starfað innan þeirra.
    --Það má vel vera að þekking Skripal í ljósi þess, að hann var að handgenginn MI5 í Bretlandi, hafi beint sjónum rússneskra yfirvalda enn frekar að honum.
  3. Síðan, er rétt að nefna þann möguleika - að morðtilraunin á Skripal feðgynunum, hafi verið skilaboð til þeirra fjölmörgu rússneskra athafnamanna, sem kjósa að flytja fé sitt til breskra banka - í öruggt skjól þar fyrir rússneskum stjórnvöldum.
    --En tæknilega sannarlega, gerir sá fjártilflutningur rússneska athafnamenn að mögulegri ógn fyrir rússnesk stjórnvöld.
    --Morðtilraunin á Skripal feðgynunum, gæti í og með hafa verið skilaboð til þessara þegna Rússlands, að ef þeir stíga út fyrir strikið -- geti löng hönd rússneskra stjórnvalda náð til þeirra.
  4. En rétt er að ryfja upp, að sögulega séð hafa Rússar í Bretlandi verið rússneskum stjórnvöldum skeinuhættir -- en Karl Marx og Lenín, dvöldust lengi í London.
    --Þó að plott þeirra hafi lengi vel ekki ógnað alvarlega stjórnvöldum Rússlands.
    --Þá á endanum, tókst þessum Rússum erlendis, að skipuleggja velheppnað valdarán.

Hafandi þetta í huga, hafa stjórnvöld Rússlands skýrar ástæður.

U.S., EU to expel more than 100 Russian diplomats over UK nerve attack

US leads international expulsions of Russian diplomats

Það virðist skv. fréttum að stjórnvöld Vestrænna ríkja hafi komist að þeirri niðurstöðu, að eini aðilinn sem líklegur sé að hafa staðið að baki - eiturárásinni á Skripal feðgynin, séu stjórnvöld Rússlands.

Og ég verð að vera fullkomlega sammála þeirri niðurstöðu!

 

Niðurstaða

Ég held þó að aðgerðir Vestrænna ríkja muni í engu hafa áhrif á hegðan rússneskra stjórnvalda, sem ætíð tala um - meint Rússahatur þegar stjórnvöld Rússlands eru gagnrýnd.
--Talið um Rússahatur er að sjálfsögðu enn einn brandari rússneskra stjórnvalda.

En það er ekki frekar Bandaríkjahatur t.d. að gagnrýna núverandi stjórnvöld í Washington - en þ.e. Rússlands hatur að gagnrýna landstjórnendur í Kreml.

Málið er að ásökunin um Rússahatur eða Rússlandshatur - er lýsandi fyrir óskaplegan hroka þeirra sem sitja í Kreml, þegar þeir taka gagnrýni á sig persónulega -- sem hatur á gervallri rússnesku þjóðinni. Slík túlkun er að sjálfsögðu algerlega út í hött.

Ég meina, þegar Pútín talar um Rússahatur þegar hann er persónulega gagnrýndur -- hljómar hann eins og Loðvík konungur af Frakklandi á 18. öld þegar sá sagði "ríkið það er ég."
--Nema, Pútín virðist ganga skrefinu lengra í hroka, er hann virðist segja "þjóðin það er ég."

Þetta tal um Rússahatur þegar Kremlverjar eru gagnrýndir er virkilega þetta fáránlegt!
Það er eins og Pútín, geti ekki aðgreint persónulega gagnrýni við sig frá gagnrýni á rússnesku þjóðina -- vegna þess að hann virðist telja sig jafngilda hennar, eins og Loðvík taldi sig jafngilda öllu franska ríkinu.

Ps: Bendi auk þessa á:

  1. Bretar eru efnahagslega orðnir háðir því að þessir hópar auðugra Rússa komi til Bretlands með peningana sína - að þeir eins og er orðið nokkuð um kaupi sér sumarhús eða "dacaa" í Bretlandi -- Rússarnir eyða miklum peningum í Bretlandi, og breskum fjármálastofnunum gagnast það, að þessir auðugu Rússar kjósa að varðveita fé sitt í Bretlandi.
  2. Það síðasta sem þeir rökrétt vilja gera þ.e. Bretar, er að ógna þessum Rússum - valda þeim óröryggi, þvert á móti vilja þeir þ.e. Bretar rökrétt að þessum auðugu Rússum lýði sem allra best í Bretlandi.
  • Þannig að það gengur að mínu mati gegn skýrum hagsmunum Breta - að ráðast að rússneskum einstaklingi í Bretlandi -- fyrir utan að þeir þ.e. Bretar höfðu enn gagn af Skripal.
    --Ég hafna því algerlega þeirri ásökun er oft heyrist frá stuðningsmönnum Rússa, að Bretar sjálfir hefðu líklega gert þetta.
    --Það sé klárlega af og frá að slíkt sé sennileg.

Kv.


Er Trump - Bush á sterum?

Í ljósi ráðningar John Bolton sem Þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, er að mínu viti unnt að segja Trump hafa tekið öll tvímæli um það, að Trump er full alvara með harðlínustefnu sína í utanríkismálum.

En ráðning Boltons í stað McMaster hershöfðingja, er mjög áhugaverð vegna þeirrar stöðu sem Bolton hafði í ríkisstjórn George Bush yngra!

Image result for bolton mc master

En rétt er að muna að það voru tveir Bush forsetar, þ.e. sá sem sat frá 2000 - 2008 og faðir hans er var forseti Bandaríkjanna þegar járntjaldið féll á sínum tíma, og múrinn kom niður milli A-Berlínar og V-Berlínar -- og hann einnig fékk sitt stríð gegn Saddam Hussain.

Það áhugaverð er að í kjölfar stríðsins 1990-1991 gegn Saddam Hussain, var George Bush eldri mjög gagnrýndur af hluta bandarískra hægri manna - fyrir að hafa ekki eins og þeir gjarnan sögðu, klárað málið.

En Bush eldri fylgdi þá takmörkum yfirlýsingar Öryggisráðsins á sínum tíma, er takmarkaði stríðið við landamæri Íraks -- m.ö.o. bandaríski herinn rak íraska herinn frá Kúvæt, og lét við það standa. Þó rétt sé að hafa í huga, að íraskir herinn varð fyrir gríðarlegum skakkaföllum.
--Þetta var m.ö.o. "löglegt stríð" öfugt við "ólöglegt stríð."

M.ö.o. það fylgdi ályktun öryggisráðsins, sem heimilaði þetta stríð.
En því fylgdi ekki heimild um innrás í Írak.

--Þetta lýsti Bush eldri, m.ö.o. hann fylgdi reglunum.
--Fyrir utan, var hann að sjálfsögðu varaður við því að óvissa gæti skapast um stjórnun Íraks, ef Saddam Hussain væri steypt.

  • Síðan risu upp hópar bandarískra hægri manna, sem fóru mikinn um meint - mistök Bush eldri.
    --En þá sögðu menn alltaf -Bush- og það vissu allir hvað menn meintu.

Í dag meina menn nær alltaf - son hans, Bush yngri.

Meðal þeirra hægri manna, sem deildu á Bush eldri fyrir að hafa ekki steypt Saddam Hussain, var -- Donald Trump sjálfur!
Þó hann í dag þræti fyrir að hafa stutt innrásina 2003, hið ólöglega stríð, þá sannarlega gerði hann það.

  1. Ég held það sé alveg ljóst að ef hann hefði einhverja óbeit á þeim sem stóðu fyrir innrásinni 2003 -- væri hann ekki að ráða John Bolton.
  2. En hann ræður hann, vegna þess að þeir hafa svipaðar skoðanir.

--En málið var, að það átti einnig við 2003 -- þó pólitískt þægilegra hafi verið fyrir Trump 2016 að þykjast hafa verið á móti stríðinu, auðvitað vegna þess að þá voru nær allir sammála því að það hafi verið slæm hugmynd.

 

Hvað á ég við - Trump sé Bush á sterum?

Menn þurfa að muna, um hvað prógramm Ný-íhaldsmanna snerist 2003.

  1. Þeir töldu Bandaríkin mesta heimsveldi heims, og að rétt væri að Bandaríkin sýndu mátt sinn í verki svo eftir væri tekið.
  2. Þeim datt auðvitað ekki annað í hug, en að Bandaríkin færu frægðar för -- með sönnun mátt og megin Bandaríkjanna, átti að sýna öðrum ríkjum fram á yfirburði Bandaríkjanna.

--Þetta var í raun og veru "America first" stefna.
--En hún hafði fókus á hernaðarsviðinu.

Trump er í raun og veru með - nánast sömu hugsun, nema með fókus á alþjóðaviðskipti.
Hann eins og ný-íhaldsmenn Bush, álítur að rétt sé að sýna veldi Bandaríkjanna, með ákveðnum aðgerðum.
Hann einnig eins og þeir, virðist ekki efast um að sigur verði unninn - og veldi Bandaríkjanna standi sterkar á eftir.

  • Hugsunin er nánast nákvæmlega sú hin sama!
  1. Aftur á að flengja heiminn til hlýðni.
  2. Í þetta sinn, með því að beita viðskiptastríðum.

Höfum í huga, að Bush tókst -- bara á við Írak!

Trump ætlar sér að takast á við -- Kína. Jafnvel fleiri ríki til.

  1. Kína í dag er í sumum mældum stærðum stærra en Bandaríkin, þá á ég við hagstærðir -- ekki mannfjölda.
  2. Ef við tölum um hve mörg tonn Kína flytur inn af hráefnum vs. hve mörg tonn það flytur út af iðnvarningi -- þá er Kína þegar stærra hagkerfi en Bandaríkin.
  3. Að auki þá er heildar magn hnattrænna viðskipta Kína í tonnum talið - stærra en sama magn hjá Bandaríkunum.

Rétt er að ryfja upp hvernig Bishmark - eða járn kanslarinn, vann sína slagi.
En hann var snjall í utanríkismálum sem og öðru, og hann fór ekki í stríð fyrr en hann hafði tryggt fyrirfram - - að það yrði ekki stærra en hann gerði ráð fyrir.

--Hann fylgi m.ö.o. Sun Zu reglunni, þ.e. að vinna eins og mögulegt er, stríðið fyrirfram.

  1. Ef Trump ætlaði að fylgja þeirri reglu, mundi hann tryggja sig að átökin mundu einungis standa við Kína - að önnur lönd yrðu a.m.k. hlutlaus.
  2. Hinn bóginn, rétt að muna að Bishmark fór líka einungis í stríð sem hann var viss að Þýskaland gat unnið.

--En málið er, að ég er engan veginn viss að Bandaríkin - vinni viðskiptastríð við Kína.

 

Trump er í raun og veru að takast á við miklu stærri bita en Bush!

Vandi Trumps er einnig sá - að Trump er lítill dyplómati. Hann t.d. setti stáltoll sinn á allt stál til Bandaríkjanna -- er síðan að vonast að því virðist að geta notað undanþágur frá þeim tolli sem einhvers konar svipu.

  1. Hinn bóginn, þá er Kína orðið að mjög mikilvægum markaði fyrir Evrópu -- ég held að Kína sé sem markaður í öðru sæti eftir Bandaríkjamarkaði.
  2. Ég kem því engan veginn auga á að Evrópa græddi nokkuð á því, að taka þátt í viðskiptastríði með Trump.

--Fyrir utan, að ef menn eru að kvarta yfir því að Kína - fari ekki alveg eftir viðskiptareglum, þá leggja menn þann punkt í rúst sjálfir með því að ætla sér sjálfir að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur.

--Kína er með ágætis svigrúm til að refsa Bandaríkjunum á móti, einmitt vegna fj. bandarískra fyrirtækja er starfa innan Kína - og auðvitað má ekki gleyma að Kína er orðið stór markaður fyrir bandarískan landbúnað, merkilegt nokk.

En málið er líka, Kína er stórt í viðskiptum alls staðar utan Bandaríkjanna.
Heilt yfir er allur markaður Evrópu þ.e. ESB plús lönd í Evrópu utan ESB, stærri en Bandaríkjamarkaður -- Kína líklega hefur áfram fullan aðgang að þeim markaði.
Og auðvitað, Kína er í dag sterkt í S-Ameríku, á Indlandi, Asíulöndum öðrum og jafnvel Afríku.

M.ö.o. öllum heimsálfum!
--Ég á ekki von á því þessir markaðir lokist fyrir Kína.

 

Hvað sýnir þá Trump ekki fram á það sama og Bush?

Það sem Bush sýndi fram á, voru takmarkanir áhrifa Bandaríkjanna - að hvað þau gátu áorkað, afrekað - væri takmarkað.

Ég held að Trump muni sýna fram á það nokkurn veginn sama, á sviðum viðskipta!

  1. Trump fari líklega í viðskiptastríð við Kína - kannski fleiri lönd, jafnvel ESB.
  2. En á sama tíma, er ég fremur viss að hin löndin muni ekki fara í viðskiptastríð sín á milli.

Það sem þá birtist - tel ég, er takmörkun þess sem Bandaríkin geta áorkað.
Því í dag tel ég Asíusvæðið það sterkt, ásamt öðrum heimshlutum.

--Að heimurinn mundi geta lifað við viðskipta-átök Bandaríkjanna og Kína.
--Án þess að það mundi valda heimskreppu.

Svo fremi sem það helst sem ég tel líklegt - að viðskiptastríð breiðist ekki út milli annarra landa.

Svo lengi, sem það er bara Bandaríkin sem eru í viðskiptastríði.
Önnur lönd einungis bregðast við aðgerðum Bandaríkjanna.
En láta viðskipti sín á milli verða fyrir eins litlum truflunum á sama tíma og þau geta.

--Þá sé ég ekki heimskreppu í kortunum.

  • Það gæti verið áhugaverð lexía fyrir Bandaríkin - að heimurinn mundi líklega geta lifað við slíkt viðskiptastríð.
  • Og að líklega, vegna þess að viðskipti Kína við önnur lönd en Bandaríkin eru mun meiri, þó Bandaríkin séu líklega stærsta einstaka viðskiptaland Kína -- þá sennilega dugi viðskiptastríð við Bandaríkin ekki til þess að valda kreppu í Kína.

 

Afleiðingarnar yrðu fyrst og fremst slæmar fyrir Bandaríkin sjálf!

Æfingar Trumps líklega mundu pyrra mörg lönd - en það versta væri, að Bandaríkin mundu líta veik út; þegar þau hefja átök sem þau líklega geta ekki unnið.

Bishmark hóf aldrei átök fyrr en hann hafði einangrað andstæðinginn, var viss um sigur -- sbr. Sun Zu reglan.

En Trump - eins og Bush yngri greinilega gerði - virðist hafa uppþandar hugmyndir um styrk Bandaríkjanna, nánast barnalega fullvissu um það eins og Bush gerði - að Bandaríkin vinni alltaf fyrir rest.

Bush tókst einungis á við Írak -- það reyndist miklu erfiðari biti en hann og hans ný-íhaldsmenn dreymdu.
En málið er, að ég er þess handviss að Trump - er einnig að stórfellt ofmeta getu Bandaríkjanna í viðskiptastríði við Kína.

  1. Bandaríkin muni standa veikari á eftir.
  2. Eins og þau gerðu í tilviki Bush.

--En þannig fer alltaf, ef menn ofmetnast og hefja síðan það sem menn ráða ekki raunverulega við.

 

Niðurstaða

Málið með ráðningu Boltons er, að mér virðist Trump með því sýna að hann lærði í raun og veru ekki þá lexíu sem hann hefði þurft að hafa lært af Íraksstríðinu 2003. En sú lexía sem hann hefði þurft að hafa lært var sú, að Bandaríkin eru mun sterkari með bandamönnum sínum - en án þeirra.

Síðan hefði hann átt að hafa stúderað sögu járn kanslarans, sem einungis hóf stríð eftir að fyrst hafa vandlega einangrað sinn fyrirhugaða andstæðing með bandalögum.
--Tökum fram, að Bishmark datt aldrei í hug að ráðast á Rússland.

En það væri ágætis samlíking við það sem Trump ætlar sér að takst á hendur, en þegar kemur að viðskiptastríðum á það hið sama við og um önnur stríð -- að stærð og geta andstæðingsins sem þú velur þér skiptir miklu máli.

Sem og auðvitað hvort þú hefur einhverja bandamenn í þínu liði.

--Ég kem ekki auga á að bandamenn Bandaríkjanna muni líklegir vera að fylgja honum inn í viðskiptaátök við Kína - þannig að Bandaríkins standi þá að þeim, einsömul.

Ég m.ö.o. sé engan líklegan sigur í kortunum - þ.e. líklegast standi viðskiptastríðið án niðurstöðu út forsetatíð Trumps - síðan komi það í hlut næsta forseta að semja um frið.
Það yrði án efa án þess að Bandaríkin hefðu grætt nokkuð hið minnsta á því, grunar mig.

 

Kv.


Trump rekur McMaster herforingja úr stöðu þjóðaröryggisráðgjafa - ræður í staðinn John Bolton, sem varði innrás George Bush inn í Írak á sínum tíma, og WMD fullyrðingar Bush að auki!

Ráðning Boltons eru mjög áhugaverð skilaboð til umheimsins, vegna þeirrar forsögu að Bolton var í tíð Bush yngra sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum. Sem slíkur, varði hann ákvörðun Bush að hefja árásarstríð gegn Saddam Hussain. Og auðvitað, hann varði fullyrðingar Bush stjórnarinnar gagnvart Írak og Saddam Hussain - sem reyndust algert kjaftæði!

Trump replaces McMaster, taps Bolton as national security adviser

Image result for bolton mc master

Harðlínumaðurinn John Bolton og General McMaster!

Ég hugsa að best sé að líkja Bolton - við Cheney sem margir litu valdameiri en Bush sjálfan á sínum tíma, hið minnsta var hann gríðarlega augljóslega áhrifamikill þegar kom að mikilvægum ákvörðunum er tengdust Íraks stríðinu.

  1. Eins og ég nefndi um daginn, er Trump skipaði Mike Pompeo í stað Tillersons í stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna!
  2. Þá sagði ég, að mér virtist sú ráðning auka líkur á stríði milli Bandaríkjanna og Írans.
  • En nú bætir enn í -- því Bolton er í engu síður Íran haukur, en Pompeo og Trump sjálfur.

Bolton hefur lagt til - hernaðarárásir á Norður-Kóreu í forvarnarskyni, eins og Trump sjálfur hótaði á sl. ári.

Bolton - hefur fordæmt 6-velda kjarnorkusamkomulagið við Íran, sagt það mistök - alveg með sama hætti og Pompeo, ásamt Trump sjálfum.

Rétt að ryfja upp, að Bush á sínum tíma íhugaði stríð gegn Íran -- en er á reyndi, tók ekki slíka ákvörðun. Þetta kom fram í endurmynningum hans er komu út eftir að Obama tók við sem forseti. Skv. þeirri frásögn, hafði Pentagon búið til áætlun, sem kvað á um - snögga innrás, að herliðið mundi dveljast einungis nægilega lengi til að eyðileggja tiltekin mannvirki tengd kjarnorkuáætlun Íran; og síðan hverfa úr landi.
--Hinn bóginn, hafi sú áætlun þagað þunni hljóði um, hvað svo mundi gerast.

  1. En eins og ég hef áður á bent, sé ég ekki að sú ákvörðun að segja upp kjarnorkusamkomulaginu - skilaði nokkurri annari útkomu en þeirri, að Íran mundi aftur ræsa þá kjarnorkuáætlun.
  2. Pentagon lagði til innrás í tíð Bush, ef Bush tæki ákvörðun um stríð - vegna þess að Íran hafði þá komið mikilvægustu mannvirkjum fyrir í neðanjarðarbyrgjum grafin undir fjöll, þ.s. þau mannvirki eru algerlega örugg gagnvart öllum tegundum lofthernaðar.

--Ég sé enga ástæðu til að efast um mat Pentagon frá tíð Bush, að eina leiðin ef eyðileggja ætti kjarnorkuáætlun Írans, væri innrás.

Nú þegar Bolton hefur bæst við -- er ríkisstjórn Bandaríkjanna orðin að sannkölluðu, harðlínuteymi.

Einungis varnarmálaráðherrann er eftir meðal aðila -- sem varað hafa við ákvörðunum um hernaðarárásir, en rétt er að ryfja upp að James Mattis sagði á sl. ári, að stríð gegn Norður-Kóreu yrði "catastrophic."

  • Hafandi það í huga, gæti maður allt eins reiknað með því, að Trump -- skipti Mattis út fljótlega, fyrir varnarmálaráðherra -- sem fylgi línu Trumps.

 

Niðurstaða

Trump virðist hreyfa sig hratt undanfarið - en sama dag og Trumps setti fram yfirlýsingu um stórfelldar tolla-aðgerðir gegn Kína, sem eiga taka gildi eftir 60 daga eða 2 mánuði. Og einungis viku eftir að Trump skipaði Pompeo í stað Tillersons sem utanríkisráðherra. Ræður Trump annan harðlínumann í ríkisstjórn sína, John Bolton.

Hafandi í huga að Bolton var einn af hvatamönnum innrásarinnar í Írak þegar ríkisstjórn George Bush sat á sínum tíma, og varði ásakanir um "Weapons of Mass Destruction" sem reyndust kjaftæði. Þá virðist mér í ljósi haturs Trumps á Íran, að Pompeo er einnig Íran hatari - að ráðning Írans hatarans Bolton greinilega auki stríðshættu milli Bandaríkjanna og Írans.

Eins og ég sagði um daginn: Skipan Mike Pompeo nýs utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gæti aukið líkur á stríði Bandaríkjanna við Íran. Er ég taldi ráðningu Pompeo auka á stríðshættu gagnvart Íran. Þá er ég á því að ráðning Boltons auki enn á þá stríðshættu.

En viðbrögð Írans við uppsögn 6-velda samkomulagsins eru augljós, að ræsa að nýju kjarnorkuáætlun sína. Trump - Pompeo og Bolton, geta þá ryfjað upp innrásaráætlun þá er George Bush lét Pentagon vinna í sinni tíð. Áætlun sem Bush lét ekki fylgja fram er á reyndi.

Í ljósi sameiginlegs haturs þessara manna á Íran, sérstaklega í því ljósi að Bolton var "cheerleader" fyrir Íraks innrásina - þá verð ég að meta þá stríðshættu verulega.

--Það skildi ekki verða svo fyrir rest, að Trump sem í kosningabaráttunni þóttist hafa verið á móti Íraks stríðinu - þó sannanir séu raunverulega til um að það hafi ekki verið rétt - muni hefja enn stærra og skaðlegra stríð en Bush?

--Það á sama tíma, og hann mun einnig hafa hafið viðskiptastríð við Kína.

 

Kv.


Trump virðist ætla að hefja formlegt viðskiptastríð við Kína á fimmtudag

Ekki liggur enn fyrir akkúrat hvaða refsitollar Trump ætlar að leggja á Kína - en miðað við yfirlýsingar, þá ætlar Trump að beina sjónum að yfirfærslu á tækni til Kína frá bandarískum fyrirtækjum.
--En Kínastjórn hefur í fortíðinni, gjarnan krafist þess að fyrirtæki til að fá að starfa í Kína, að þau deili þekkingu sinni með kínverskum aðila.
--Síðan hefur lengi brunnið við, að kínversk fyrirtæki virða ekki eign Vestrænna fyrirtækja á "patentum" og hugmyndum.

  1. Hinn bóginn, hefur sá praxis viðgengist lengi.
  2. Ef Trump ætlar sér að refsa fyrir allar slíkar aðgerðir gagnvart bandarískum fyrirtækjum í fortíðinni -- þá væntanlega erum við að tala um allsherjar viðskiptastríð.

Trump will announce trade actions on China on Thursday

US threatens new trade curbs on China over IP abuse

 

Stjórnvöld í Washington segja fyrirhugaðar aðgerðir -- beinast að tilteknum skotmörkum!

Hinn bóginn hafa þau ekki enn verið látin uppi -- en einhverntíma á fimmtudag mun tilkynning stjórnvalda í Washington berast til fjölmiðla.

Fyrir utan refsitolla, virðast miklar líkur á að réttur kínverskra fyrirtækja til fjárfestinga innan Bandaríkjanna - verði skertur á sviðum er verða skilgreind, mikilvæg fyrir öryggi Bandaríkjanna!

Það sama gildir þar um, að ekki liggur enn fyrir - hversu vítt slíkt verður skilgreint.

  1. Afar líklegt virðist, að Kína muni svara með aðgerðum gegn bandarískum fyrirtækjum innan Kína.
  2. Sem og eigin tollum á móti á bandarískan útflutning til Kína.

Lighthizer -- virðist veifa sem gulrót til Evrópu, og annarra bandalagsríkja Bandaríkjanna.
Að hugsanlega verði þau lönd -- undanþegin stáltollum sem stjórnvöld í Washington kynntu fyrir skömmu!
--Ef bandalagsríki Bandaríkjanna, taka þátt i viðskipta-aðgerðum gagnvart Kína.

Hinn bóginn, efa ég að einhver umtalsverður áhugi sé til staðar meðal Evrópulanda og Asíuþjóða sem eru í bandalagi við Bandaríkin - um þátttöku í viðskiptastríði gegn Kína.

En rétt er að hafa í huga, að ESB lönd hafa lagt mikið á sig nokkur sl. ár, að auka útflutning til Kína -- er Kína orðið einn mikilvægasti markaður margra Evrópulands.

Og mér finnst afar ósennilegt, að þau vilji rugga þeim bát!

Lönd eins og Japan - S-Kórea, Malasía, Indónesía og Ástralía -- hafa einnig verið með vaxandi áherslu á að auka viðskipti við Kína.
--Er t.d. Kína stærsta viðskiptaland Ástralíu.

Mig grunar því einnig sterklega, að Bandaríkjastjórn fari bónleið til bandamanna sinna á Kyrrahafssvæðinu.

  1. Það liggur að sjálfsögðu ekki fyrir, hvers skaðlegt viðskiptastríð verður fyrir Bandaríkin sjálf.
  2. En það mun ráðast af fjölda refsitolla Bandaríkjanna - vs. hvaða viðskipta-aðgerðir Kína stendur síðan fyrir á móti.

En líklegt virðist að viðskiptastríð Bandaríkjanna við Kína. Muni auka almenna spennu í samskiptum þjóðanna.
--Það þíðir auðvitað, að viðskiptastríð mun sjálfsögðu auka líkur á Köldu-stríði.

Vegna þess að ég á ekki von á því, að Bandaríkjastjórn fái mikla svörun við beiðni um þátttöku í viðskipta-aðgerðum gagnvart Kína.
--Þá grunar mig að verulega miklar líkur séu á, að viðskiptastríðið verði fyrst og fremst milli Bandaríkjanna og Kína.

En að flest önnur lönd - muni halda sig utan þeirra viðskiptaátaka.

  1. Ef það verður reyndin, mun sú útkoma gera stöðu Kína í slíkum viðskiptaátökum verulega sterka.
  2. En þ.s. Kína á í miklum viðskiptum einnig við Evrópu - önnur Asíulönd, Afríku og S-Ameríku.

Þá verður viðskiptastríðið væntanlega skaðlegt fyrir efnahag Bandaríkjanna og efnahag Kína.
En á sama tíma ekki það skaðlegt - að annaðhvort landið sé þvingað klárlega til að gefa eftir!

  • Það getur þítt, að viðskiptastríðið gæti staðið lengi án niðurstöðu!

 

Niðurstaða

Ef maður gerir ráð fyrir því að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, verði að mestu án þátttöku - þriðju ríkja. En mér virðist það sennilegasta útkoman!

Þá verður efnahagsskaði hvors um sig líklega ekki það stór, að sá skaði þvingi hvort landið fyrir sig augljóslega til eftirgjafar.

Hinn bóginn, þá getur samt eigið tjóna Bandaríkjanna hægt á hagvexti innan Bandaríkjanna.
Hagvaxtarskaði Kína verður án efa einhver einnig, en væntanlega eru viðskipti Kína við aðra heimshluta nægilega umfangsmikil til þess - að ekki sé hætta á því líklega að sá hagvaxtarskaði verði veruleg ógn við áframhald hagvaxtar innan Kína.

Megin áhrifin gætu orðið sú - að íta bandarískum fyrirtækjum út úr Kína.
Samtímis því, að kínverskar vörur verða dýrari innan Bandaríkjanna, en ekki endilega þó svo að það leiði til þess að bandarískir neytendur hætti að kaupa þær vörur.
--En bandarískir neytendur ættu þó rökrétt að minnka þau kaup nokkuð -- hversu sterk þau áhrif verða fari eftir hve háir refsitollar Trumps verða.

Megin áhrif viðskiptastríðsins gætu orðið þau - að binda endi á fjárfestingar bandarískra fyrirtækja innan Kína og þeirra starfsemi þar.
Samtímis og bandarísk stjórnvöld mundu væntanlega á móti loka á kínverskar fjárfestingar.

Það auðvitað þíddi -- að önnur lönd, þar á meðal bandalagslönd Bandaríkjanna!
Mundu hirða þann markað innan Kína -- sem Bandaríkjastjórn þannig gæfi líklega eftir.

--Gagnkvæm viðskiptatengsl Bandaríkjanna og Kína gætu þá orðið fyrir minnkun.
--Hve mikilli kemur í ljós.

 

Kv.


Eftir fall Afrin hótaði Erdogan frekari árásum á hagsmuni Bandaríkjanna innan Sýrlands

Eftir 8 vikna bardaga um Afrin hérað féll Afrin borg sl. sunnudag, í kjölfar þess að sveitir Kúrda drógu sig snögglega frá Afrin borg -- í stað þess að berjast um hana. Enginn vafi er að bardagar um borgina hefðu leitt til þess að hún hefði endað sem rústahrúga. Litlar líkur virðast á að Tyrklandsher hefði haldið aftur af sér!

Turkish-backed forces loot Syrian town of Afrin

Erdogan vows to take Turkish military campaign deeper into Syria

Turkish forces and Syrian allies drive Kurds from Afrin

A fighter tows looted items in a trailer.

Hersveitir sem Tyrklandsher styðja rupluðu og rændu í kjölfar falls Afrin borgar!

Á mánudag hótaði Erdogan því, að halda sókninni áfram - og sækja inn á önnur svæði undir stjórn sýrlenskra Kúrda - en skv. hótunum Erdogans er tilgangur Tyrklandshers að gereyða sveitum Kúrda í Sýrlandi, hvorki meira né minna.

Hinn bóginn, þá snerist hótun Erdogan á mánudag, um sókn til bæjarins Manbij - þ.s. um 2.000 bandarískir sérsveitarmenn eru staðsettir.

Eru nú vangaveltur um það, hvort Erdogan ætlar sér vísvitandi að láta á það reyna, hvort sérsveitamennirnir hörfa eða það kemur hugsanlega til beinna bardaga þeirra á milli og Tyrklandshers.
--Það væri mjög áhugaverður "brinkmanship."

  1. Kannski að Erdogan haldi að Trump sé í raun og veru rola, sem lippast niður ef stigið er nægilega harkalega á skottið á Bandaríkjunum!
  2. En mig grunar að Erdogan gæti misreiknað stöðu sína!

En það hljómar sem svo að Erodgan ætli að þvinga Bandaríkin, til að velja milli Kúrda og Tyrklands. Að sjálfsögðu hefur Tyrkland lengi verið mikilvægt, en á sama tíma ríkir í dag veruleg gagnkvæm tortryggni.

Síðan, þá virðist Erdogan hvorki meira né minna en ætlast til þess, að Bandaríkin hypji sig úr Sýrlandi. En Erdogan virðist ekki ætla sér að hersytja svæði Kúrda innan Sýrlands lengi, ef Tyrklandsher mundi sigrast á sveitum Kúrda -- það vaknar augljós grunur um óformlegt samstarf við Íran, en Íran hefur ekki hreift við neinum mótmælum þegar kemur að aðgerðum Tyrklandshers. Og Sýrlandsstjórn hefur í reynd lítt haft sig frammi.

Það sé freystandi að skilja þetta þannig, að Tyrkland mundi draga sig síðan til baka - og Íran ásamt leyfum hers Assads, taka svæðið aftur yfir -- er mundi færa þau svæði beint yfir til Írans. Sem klárlega mundi ganga þvert á stefnu Trumps, að veikja stöðu Írans, í staðinn yrði staða Írans á svæðinu sterkari en nokkru sinni áður.

Hafandi það yfirlýsta markmið Trumps í huga, að veikja Íran - yfirlýsingar hans á þá leið að Íran sé hið ílla í Mið-austurlöndum; þá virðist mér minnka líkur þess að Trump gefi eftir gagnvart Erdogan.

  • Það vekur auðvitað upp þá spurningu, hvort að endalok bandalags Tyrklands og Bandaríkjanna, séu yfirvofandi.
    --Hvort bandarískar hersveitir mundu beita sér gegn Tyrklandsher, ef Tyrklandsher gerir tilrauni til að ráðast gegn þeim svæðum þ.s. bandarískar sérsveitir eru með stöðvar.
    --En rétt er að nefna að ekki fyrir mjög löngu, réðust bandarískar hersveitir á bandalagshersveitir Sýrlandsstjórnar, er þær gerðu tilraun til að stugga við bandalagshersveitum Bandaríkjanna innan Sýrlands -- óþekktur fj. Rússa sagður hafa látið lífið, jafnvel svo margir sem 200.

--Hafandi þetta allt í huga, virðist mér Erdogan geta verið að taka nokkra áhættu, ef hann lætur vera af hótun sinni að sækja í átt að Manbij.

 

Niðurstaða

Erdogan virðist halda að Donald Trump sé veikgeðja, og að Tyrkland geti þvingað Bandaríkin til að hypja sig frá Sýrlandi - með því að halda sókn Tyrklandshers áfram gegn YPG hersveitum Kúrda. Þær hersveitir hörfuðu frá Afrin borg á sunnudag, og virðast hafa hörfað til fjalla -- sem getur þítt að átök um Afrin hérað umbreytist í skærustríð.

Ef Bandaríkin hverfa frá Sýrlandi, mundu áhrif Bandaríkjanna í Sýrlandi verða að engu. Erdogan heldur því fram, að tilgangur Tyrklands sé ekki - innrás. Heldur þ.s. hann kallar að eyða hryðjuverkasveitum, þá meinar hann hersveitir Kúrda innan Sýrlands.

Ef maður tekur hann á orðinu, mundi Tyrklandsher hverfa frá Sýrlandi eftir að hafa gengið milli bols of höfuðs á hersveitum Kúrda þar -- sem væru léleg laun fyrir að hafa reynst mjög virkir í bardögum gegn ISIS. En Tyrkland kýs að líta þær hersveitir megin ógnina við Tyrkland.

Að hverfa frá Sýrlandi upp á þau býti, þíddi að Bandaríkin yrðu ekki einungis áhrifalaus innan Sýrlands - heldur að svikin við Kúrda mundi einnig þíða, að í framtíðinni yrðu sambærilegir hópar mun tregari til að vinna með Bandaríkjunum. Og auðvitað, að ef Tyrkland stæði við að hverfa aftur á brott. Mundi allt Sýrland verða að írönsku áhrifasvæði.

Sú útkoma gengi fullkomlega á skjön við stefnu Trumps, að veikja Íran.
Að sjálfsögðu virkaði Trump afar linur ef hann léti Erdogan komast upp með að svæla Bandaríkin frá Sýrlandi.

Þegar allt þetta er haft í huga, virðist mér veruleg hætta á átökum milli hersveita Tyrklands og bandarískra hersveita -- og í kjölfarið hruni bandalags Bandaríkjanna og Tyrklands.
--Erfitt að sjá annað en að það líklega einnig þíddi endalok veru Tyrklands í NATO.

  • Pútín mundi auðvitað líta hvort tveggja sigur Rússland, þ.e. endalok bandalags Bandar. og Tyrklands. En einnig ef Bandaríkin mundu láta Tyrkland svæla sig frá Sýrlandi.
    --Málin eru greinilega að verða spennandi milli Bandar. og Tyrklands.
    --Ég treysti mér engan vegin að veðja um það hvor útkoman sé líklegri.

 

Kv.


Trump fór mikið um helgina gegn rannsókn sérstaks saksóknara Robert Mueller á Twitter

Spurningar vöknuðu eðlilega hvort hann sé að undirbúa brottrekstur Muellers -- tvít helgarinnar:

  1. "As the House Intelligence Committee has concluded, there was no collusion between Russia and the Trump Campaign. As many are now finding out, however, there was tremendous leaking, lying and corruption at the highest levels of the FBI, Justice & State. #DrainTheSwamp"
  2. "The Fake News is beside themselves that McCabe was caught, called out and fired. How many hundreds of thousands of dollars was given to wife’s campaign by Crooked H friend, Terry M, who was also under investigation? How many lies? How many leaks? Comey knew it all, and much more!"
  3. "Wow, watch Comey lie under oath to Senator G when asked “have you ever been an anonymous source...or known someone else to be an anonymous source...?” He said strongly “never, no.” He lied as shown clearly on @foxandfriends."
  4. "Spent very little time with Andrew McCabe, but he never took notes when he was with me. I don’t believe he made memos except to help his own agenda, probably at a later date. Same with lying James Comey. Can we call them Fake Memos?"
  5. "Why does the Mueller team have 13 hardened Democrats, some big Crooked Hillary supporters, and Zero Republicans? Another Dem recently added...does anyone think this is fair? And yet, there is NO COLLUSION!"
  6. "The Mueller probe should never have been started in that there was no collusion and there was no crime,"

--Trump í fyrsta lagi, vitnar í nefndarálit meirihluta Repúblikana frá þingnefnd sem heldur utan um samskipti við leyndar- og njósna- og öryggisstofnanir Bandaríkjanna. Hlutleysi þeirrar umfjöllunar er auðvitað ekki hafið yfir vafa.
--Trump ræðst síðan að fyrrum næstráðanda FBI - sem hann ákvað að reka fyrir helgi, opinberlega fyrir að hafa ekki hindrað óþægilegan leka í fjölmiðla -- skv. meintri ásökun á hann að hafa vitað um hann fyrirfram og sagt ósatt um það í vitnaleiðslu. Um það atriði, virðist standa orð gegn orði.
--Síðan nefnir hann starfsmann FBI - hans eiginkona er vitað að er pólitískt tengd Demókrataflokknum. Auðvitað kastaði það rírð á hlutleysi viðkomandi. Mueller vék þeim starfsmanni úr rannsóknarteyminu man ég ekki betur er vakið var athygli á tengslum eiginkonu þess starfsmanns.
--Síðan heldur Trump því fram að Comey hafi logið því að hafa aldrei sjálfur verið - leki. Trump virðist þar vitna í einhverja umfjöllun á FoxNews. Hvernig Fox ætti að hafa vitneskju um slíkt er auðvitað annar handleggur. Ég efa að Comey hafi rætt við Fox um slíkt.
--Síðan gagnrýnir hann McCabe frekar virðist leitast við að kasta rírð á hans vinnubrögð, sé þó ekki hvernig hann veit að hann hafi ekki skrifað niður vinnublað - en McCabe gæti auðvitað skrifað "memo" um leið og fundi með Trump væri lokið.
--Síðan þessi skrítna fullyrðing um meinta 13 Demókrata - væntanlega er hann þar að ásaka allt rannsóknarteymi Muellers fyrir að vera Demókratar -- en hvaða upplýsingar þar um Trump telur sig hafa, nefnir hann klárlega ekki.
--Og að lokum, segir Trump það hreint út að þessi rannsókn hefði aldrei átt að hafa hafist í fyrsta lagi.

En ef starfsmenn Muellers væru skráðir Demókratar - væri það væntanlega löngu komið fram í gögnum, enda væri slík skráning opinbert gagn.
Slíkir starfsmenn eiga hvorki að vera skráðir Demókratar né Repúblikanar.
--Það auðvitað þíðir, að auðvelt er að fullyrða.
--Þegar menn hafa ekki skráningu á annan hvorn veg.
En í Bandaríkjunum er unnt þegar menn skrá sig á kjörskrá að skrá sig sem annaðhvort Demókrata eða Repúblikana, óháður eða neita að taka nokkuð slíkt fram.

Let Mueller do his job

Trump lashes out in verbal assault at Muller probe

 

Orð Trumps auðvitað magna vangaveltur hvort Trump ætlar að reka Mueller!

Republican Senator Jeff Flake - "I don’t know what the designs are on Mueller, but it seems to be building toward that (firing him), and I just hope it doesn’t go there, because it can’t. We can’t in Congress accept that," - "So I would expect to see considerable pushback in the next couple of days urging the president not to go there."

AshLee Strong, a spokeswoman for Republican House Speaker Paul Ryan, said: "As the speaker has always said, Mr. Mueller and his team should be able to do their job."

Síðan varð senna milli lögfræðings Trumps og þekkts Repúblikana þingmanns.

"On Saturday, Trump’s personal lawyer John Dowd urged the Justice Department official overseeing Mueller, Rod Rosenstein, to "bring an end to alleged Russia Collusion investigation manufactured by McCabe’s boss James Comey.""

Það eru vægt sagt áhugaverð afskipti.

"Republican U.S. Representative Trey Gowdy criticized Dowd in an interview with Fox News Sunday." - "I think the president’s attorney, frankly, does him a disservice when he says that and when he frames the investigation that way," Gowdy said. "If you have an innocent client, Mr. Dowd, act like it.""

Svar þingmannsins er áhugavert!

  1. En freystandi að taka því þannig - að ef Trump er saklaus hafi hann ekkert að óttast.
  2. Væntanlega meining Gowdy sú, að lögfræðingurinn ætti að fagna tækifæri til þess að láta rannsóknina hreinsa mannorð skjólstæðings síns.

En augljós pyrringur Trumps vekur auðvitað þær augljósu spurningar - hvort hann sé þetta pyrraður vegna þess, að hann óttast að gögn leiði annað fram en hans persónulega sakleysi.

--En ég sé enga skynsama ástæðu til að óttast hlutdrægni FBI eða Muellers sérstaklega!
--Mér virðist moldviðrið augljóslega pólitískt sem sem beinist gegn Mueller.

 

Niðurstaða

Það hljómar eins og Trump sé að undirbúa brottrekstur Muellers.

Hinn bóginn kem ég ekki auga á nokkur augljós rök sem benda til þess að rannsóknin gegn Trump sé af pólitískum rótum.

  1. Bendi á að Comey var klárlega ópólitískur í nálgun á rannsókn á Hillary Clinton. En það getur enginn með skynsemi haldið því fram - að þegar Comey ræsti rannsókn á E-mailum hennar að nýju -- vikum fyrir kosningar. Að þá hafi hann verið að gera henni greiða.
  2. Augljóslega, skaðaði sú seinni rannsókn möguleika hennar til að ná kjöri, og er Comey lokaði rannsókn örfáum dögum fyrir kosningar - var örugglega enginn möguleiki fyrir hana að laga þann skaða.
  • Punktur, að það má alveg halda því fram - að Comey hafi stuðlað að kjöri Trumps. En fólk þarf að muna að það munaði litlu á milli þeirra í tilteknum fylkjum þ.s. barist var fram á síðustu klukkustund.
  • Allt skynsamt fólk ætti að geta séð, að ef Comey hefði verið að starfa fyrir Demókrata á laun, hefði hann aldrei startað rannsókninni aftur - en það var hans ákvörðun sem æðsti yfirmaður.
  • Fyrir utan, að ef FBI væri gegnsýrt af Demókrötum, hefði stofnunin líklega aldrei hafið rannsókn á E-mailum Clintons í fyrsta lagi.

Hvorir um sig Comey og Mueller voru skráðir Repúblikanar, áður en þeir gerðust yfirmenn FBI - en þá að sjálfsögðu hættu þeir að skrá sig sem slíkir, enda mætti ella efast um þeirra hlutleysi.

FBI er auðvitað stór stofnun, þar eru að sjálfsögðu bæði Repúblikanar og Demókratar innan dyra.
Engin stofnun getur verið 100% hlutlaus!

Hinn bóginn væri augljós hætta á því, að ef pólitískt sprottnar nornaveiðar færu fram innan veggja!
Að þá væri allt traust til stofnunarinnar eyðilagt.

En þessar stofnanir fúnkera ekki nema að þær séu sæmilega óhlutdrægar.
Fram að þessu kem ég ekki auga á nokkrar skýrar vísbendingar þess að þær séu hlutdrægar.

  1. Hinn bóginn - þá er unnt að halda því fram, að aðrdróttanir Trumps um hlutdrægni, sé ætlað að veikja stöðu þeirra honum persónulega hugsanlega í hag.
  2. Væntanlega, þá svo að með þeim hætti - sé hann að lágmarka sitt persónulega tjón, gagnvart þeim möguleika að útkoman verði honum í óhag.

--Hinn bóginn, er slíkt ákaflega óábyg nálgun, ef Trump er vísvitandi að skaða mikilvægar grunn stofnanir Bandaríkjanna -- til þess að tryggja sína persónulegu hagsmuni.

--Manni rennur til hugar sá illi grunur, að Trump hugsanlega beinlínis óttist þessa rannsókn núna -- hann telji sig m.ö.o. vita að Mueller hafi einhver hugsanleg óþægileg gögn.

En í desember er vitað Mueller hafði samband við Deutche Bank.
Það er því alveg mögulegt að Trump hafi eitthvað að óttast!

 

Kv.


Bandaríska móðurfyrirtæki Toys "R" Us virðist vera endanlega gjaldþrota!

Skv. fréttum eru verslanir fyrirtækisins í Bretlandi og Bandaríkjunum að loka, auk þessa miklar líku á að verslanir þess víða um Evrópu - loki einnig.
--Ekki hafa borist fregnir af því hvort verslanir þess á Íslandi muni einnig loka.

All Toys "R" Us shops to shut in Britain

Toys 'R' Us plans to close all U.S. stores; 33,000 jobs at risk: source

Related image

Ástæður gjaldþrots virðast liggja í því börn séu verulegu leiti hætt að vilja venjuleg leikföng!

Stafræn leiktæki virðast hafa tekið yfir markaðinn að verulegu leiti - hefðbundnir leikfangaframleiðendur og verslanir, séu því í vaxandi vandræðum.

Í ofanálag, hafi leikfangasala færst verulega yfir á vefinn, til stórra vefsíðna eins og Amazon.com.

Þessi trend leggjast saman, og virðast hafa minnkað mjög traffík í verslunum fyrirtækisins, gert því ómögulegt að standa við umtalsverðar skuldir.

Vegna dökkra horfa í verslun af þessu tagi - hafi kröfuhafar valið frekar að selja eignir fyrirtækisins, í von um að innheimta eitthvað af skuldum með þeim hætti.

Reiknað er með því að fjöldi sérhæfðra leikfangaframleiðenda, muni hverfa í kjölfarið á hruni Toys "R" Us -- meira að segja Mattel muni verða fyrir verulegu höggi.

--Markaðurinn virðist raunverulega hafa breyst!

 

Niðurstaða

Hrun sennilega stærstu leikfangasölukeðju heimsins, virðist sýna hvernig tæknibreytingar breyta markaðnum. Eins og fyrir nú all nokkrum árum, Kodak fyrirtækið hrundi þegar starfrænar myndavélar komu fram - og síðar að markaðurinn fyrir starfrænar myndavélar hrundi þegar myndavélar voru seldar sem hluti af símum - og Nokia símafyrirtækið hrundi þegar snjallsímar fóru sigurför um heiminn. Þá virðist útbreiðsla stafrænna leikfanga með snertiskjám, vera að taka yfir markaðinn með leikföng - og vera að ryðja í vaxandi mæli hefðbundnum leikföngum.
--Að auki bætist við, ógnin frá netverslun fyrir verslun með hefðbundnu sniði.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 401
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 374
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband