Er Trump - Bush á sterum?

Í ljósi ráðningar John Bolton sem Þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, er að mínu viti unnt að segja Trump hafa tekið öll tvímæli um það, að Trump er full alvara með harðlínustefnu sína í utanríkismálum.

En ráðning Boltons í stað McMaster hershöfðingja, er mjög áhugaverð vegna þeirrar stöðu sem Bolton hafði í ríkisstjórn George Bush yngra!

Image result for bolton mc master

En rétt er að muna að það voru tveir Bush forsetar, þ.e. sá sem sat frá 2000 - 2008 og faðir hans er var forseti Bandaríkjanna þegar járntjaldið féll á sínum tíma, og múrinn kom niður milli A-Berlínar og V-Berlínar -- og hann einnig fékk sitt stríð gegn Saddam Hussain.

Það áhugaverð er að í kjölfar stríðsins 1990-1991 gegn Saddam Hussain, var George Bush eldri mjög gagnrýndur af hluta bandarískra hægri manna - fyrir að hafa ekki eins og þeir gjarnan sögðu, klárað málið.

En Bush eldri fylgdi þá takmörkum yfirlýsingar Öryggisráðsins á sínum tíma, er takmarkaði stríðið við landamæri Íraks -- m.ö.o. bandaríski herinn rak íraska herinn frá Kúvæt, og lét við það standa. Þó rétt sé að hafa í huga, að íraskir herinn varð fyrir gríðarlegum skakkaföllum.
--Þetta var m.ö.o. "löglegt stríð" öfugt við "ólöglegt stríð."

M.ö.o. það fylgdi ályktun öryggisráðsins, sem heimilaði þetta stríð.
En því fylgdi ekki heimild um innrás í Írak.

--Þetta lýsti Bush eldri, m.ö.o. hann fylgdi reglunum.
--Fyrir utan, var hann að sjálfsögðu varaður við því að óvissa gæti skapast um stjórnun Íraks, ef Saddam Hussain væri steypt.

  • Síðan risu upp hópar bandarískra hægri manna, sem fóru mikinn um meint - mistök Bush eldri.
    --En þá sögðu menn alltaf -Bush- og það vissu allir hvað menn meintu.

Í dag meina menn nær alltaf - son hans, Bush yngri.

Meðal þeirra hægri manna, sem deildu á Bush eldri fyrir að hafa ekki steypt Saddam Hussain, var -- Donald Trump sjálfur!
Þó hann í dag þræti fyrir að hafa stutt innrásina 2003, hið ólöglega stríð, þá sannarlega gerði hann það.

  1. Ég held það sé alveg ljóst að ef hann hefði einhverja óbeit á þeim sem stóðu fyrir innrásinni 2003 -- væri hann ekki að ráða John Bolton.
  2. En hann ræður hann, vegna þess að þeir hafa svipaðar skoðanir.

--En málið var, að það átti einnig við 2003 -- þó pólitískt þægilegra hafi verið fyrir Trump 2016 að þykjast hafa verið á móti stríðinu, auðvitað vegna þess að þá voru nær allir sammála því að það hafi verið slæm hugmynd.

 

Hvað á ég við - Trump sé Bush á sterum?

Menn þurfa að muna, um hvað prógramm Ný-íhaldsmanna snerist 2003.

  1. Þeir töldu Bandaríkin mesta heimsveldi heims, og að rétt væri að Bandaríkin sýndu mátt sinn í verki svo eftir væri tekið.
  2. Þeim datt auðvitað ekki annað í hug, en að Bandaríkin færu frægðar för -- með sönnun mátt og megin Bandaríkjanna, átti að sýna öðrum ríkjum fram á yfirburði Bandaríkjanna.

--Þetta var í raun og veru "America first" stefna.
--En hún hafði fókus á hernaðarsviðinu.

Trump er í raun og veru með - nánast sömu hugsun, nema með fókus á alþjóðaviðskipti.
Hann eins og ný-íhaldsmenn Bush, álítur að rétt sé að sýna veldi Bandaríkjanna, með ákveðnum aðgerðum.
Hann einnig eins og þeir, virðist ekki efast um að sigur verði unninn - og veldi Bandaríkjanna standi sterkar á eftir.

  • Hugsunin er nánast nákvæmlega sú hin sama!
  1. Aftur á að flengja heiminn til hlýðni.
  2. Í þetta sinn, með því að beita viðskiptastríðum.

Höfum í huga, að Bush tókst -- bara á við Írak!

Trump ætlar sér að takast á við -- Kína. Jafnvel fleiri ríki til.

  1. Kína í dag er í sumum mældum stærðum stærra en Bandaríkin, þá á ég við hagstærðir -- ekki mannfjölda.
  2. Ef við tölum um hve mörg tonn Kína flytur inn af hráefnum vs. hve mörg tonn það flytur út af iðnvarningi -- þá er Kína þegar stærra hagkerfi en Bandaríkin.
  3. Að auki þá er heildar magn hnattrænna viðskipta Kína í tonnum talið - stærra en sama magn hjá Bandaríkunum.

Rétt er að ryfja upp hvernig Bishmark - eða járn kanslarinn, vann sína slagi.
En hann var snjall í utanríkismálum sem og öðru, og hann fór ekki í stríð fyrr en hann hafði tryggt fyrirfram - - að það yrði ekki stærra en hann gerði ráð fyrir.

--Hann fylgi m.ö.o. Sun Zu reglunni, þ.e. að vinna eins og mögulegt er, stríðið fyrirfram.

  1. Ef Trump ætlaði að fylgja þeirri reglu, mundi hann tryggja sig að átökin mundu einungis standa við Kína - að önnur lönd yrðu a.m.k. hlutlaus.
  2. Hinn bóginn, rétt að muna að Bishmark fór líka einungis í stríð sem hann var viss að Þýskaland gat unnið.

--En málið er, að ég er engan veginn viss að Bandaríkin - vinni viðskiptastríð við Kína.

 

Trump er í raun og veru að takast á við miklu stærri bita en Bush!

Vandi Trumps er einnig sá - að Trump er lítill dyplómati. Hann t.d. setti stáltoll sinn á allt stál til Bandaríkjanna -- er síðan að vonast að því virðist að geta notað undanþágur frá þeim tolli sem einhvers konar svipu.

  1. Hinn bóginn, þá er Kína orðið að mjög mikilvægum markaði fyrir Evrópu -- ég held að Kína sé sem markaður í öðru sæti eftir Bandaríkjamarkaði.
  2. Ég kem því engan veginn auga á að Evrópa græddi nokkuð á því, að taka þátt í viðskiptastríði með Trump.

--Fyrir utan, að ef menn eru að kvarta yfir því að Kína - fari ekki alveg eftir viðskiptareglum, þá leggja menn þann punkt í rúst sjálfir með því að ætla sér sjálfir að brjóta alþjóðlegar viðskiptareglur.

--Kína er með ágætis svigrúm til að refsa Bandaríkjunum á móti, einmitt vegna fj. bandarískra fyrirtækja er starfa innan Kína - og auðvitað má ekki gleyma að Kína er orðið stór markaður fyrir bandarískan landbúnað, merkilegt nokk.

En málið er líka, Kína er stórt í viðskiptum alls staðar utan Bandaríkjanna.
Heilt yfir er allur markaður Evrópu þ.e. ESB plús lönd í Evrópu utan ESB, stærri en Bandaríkjamarkaður -- Kína líklega hefur áfram fullan aðgang að þeim markaði.
Og auðvitað, Kína er í dag sterkt í S-Ameríku, á Indlandi, Asíulöndum öðrum og jafnvel Afríku.

M.ö.o. öllum heimsálfum!
--Ég á ekki von á því þessir markaðir lokist fyrir Kína.

 

Hvað sýnir þá Trump ekki fram á það sama og Bush?

Það sem Bush sýndi fram á, voru takmarkanir áhrifa Bandaríkjanna - að hvað þau gátu áorkað, afrekað - væri takmarkað.

Ég held að Trump muni sýna fram á það nokkurn veginn sama, á sviðum viðskipta!

  1. Trump fari líklega í viðskiptastríð við Kína - kannski fleiri lönd, jafnvel ESB.
  2. En á sama tíma, er ég fremur viss að hin löndin muni ekki fara í viðskiptastríð sín á milli.

Það sem þá birtist - tel ég, er takmörkun þess sem Bandaríkin geta áorkað.
Því í dag tel ég Asíusvæðið það sterkt, ásamt öðrum heimshlutum.

--Að heimurinn mundi geta lifað við viðskipta-átök Bandaríkjanna og Kína.
--Án þess að það mundi valda heimskreppu.

Svo fremi sem það helst sem ég tel líklegt - að viðskiptastríð breiðist ekki út milli annarra landa.

Svo lengi, sem það er bara Bandaríkin sem eru í viðskiptastríði.
Önnur lönd einungis bregðast við aðgerðum Bandaríkjanna.
En láta viðskipti sín á milli verða fyrir eins litlum truflunum á sama tíma og þau geta.

--Þá sé ég ekki heimskreppu í kortunum.

  • Það gæti verið áhugaverð lexía fyrir Bandaríkin - að heimurinn mundi líklega geta lifað við slíkt viðskiptastríð.
  • Og að líklega, vegna þess að viðskipti Kína við önnur lönd en Bandaríkin eru mun meiri, þó Bandaríkin séu líklega stærsta einstaka viðskiptaland Kína -- þá sennilega dugi viðskiptastríð við Bandaríkin ekki til þess að valda kreppu í Kína.

 

Afleiðingarnar yrðu fyrst og fremst slæmar fyrir Bandaríkin sjálf!

Æfingar Trumps líklega mundu pyrra mörg lönd - en það versta væri, að Bandaríkin mundu líta veik út; þegar þau hefja átök sem þau líklega geta ekki unnið.

Bishmark hóf aldrei átök fyrr en hann hafði einangrað andstæðinginn, var viss um sigur -- sbr. Sun Zu reglan.

En Trump - eins og Bush yngri greinilega gerði - virðist hafa uppþandar hugmyndir um styrk Bandaríkjanna, nánast barnalega fullvissu um það eins og Bush gerði - að Bandaríkin vinni alltaf fyrir rest.

Bush tókst einungis á við Írak -- það reyndist miklu erfiðari biti en hann og hans ný-íhaldsmenn dreymdu.
En málið er, að ég er þess handviss að Trump - er einnig að stórfellt ofmeta getu Bandaríkjanna í viðskiptastríði við Kína.

  1. Bandaríkin muni standa veikari á eftir.
  2. Eins og þau gerðu í tilviki Bush.

--En þannig fer alltaf, ef menn ofmetnast og hefja síðan það sem menn ráða ekki raunverulega við.

 

Niðurstaða

Málið með ráðningu Boltons er, að mér virðist Trump með því sýna að hann lærði í raun og veru ekki þá lexíu sem hann hefði þurft að hafa lært af Íraksstríðinu 2003. En sú lexía sem hann hefði þurft að hafa lært var sú, að Bandaríkin eru mun sterkari með bandamönnum sínum - en án þeirra.

Síðan hefði hann átt að hafa stúderað sögu járn kanslarans, sem einungis hóf stríð eftir að fyrst hafa vandlega einangrað sinn fyrirhugaða andstæðing með bandalögum.
--Tökum fram, að Bishmark datt aldrei í hug að ráðast á Rússland.

En það væri ágætis samlíking við það sem Trump ætlar sér að takst á hendur, en þegar kemur að viðskiptastríðum á það hið sama við og um önnur stríð -- að stærð og geta andstæðingsins sem þú velur þér skiptir miklu máli.

Sem og auðvitað hvort þú hefur einhverja bandamenn í þínu liði.

--Ég kem ekki auga á að bandamenn Bandaríkjanna muni líklegir vera að fylgja honum inn í viðskiptaátök við Kína - þannig að Bandaríkins standi þá að þeim, einsömul.

Ég m.ö.o. sé engan líklegan sigur í kortunum - þ.e. líklegast standi viðskiptastríðið án niðurstöðu út forsetatíð Trumps - síðan komi það í hlut næsta forseta að semja um frið.
Það yrði án efa án þess að Bandaríkin hefðu grætt nokkuð hið minnsta á því, grunar mig.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 846659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband