Eftir fall Afrin hótaði Erdogan frekari árásum á hagsmuni Bandaríkjanna innan Sýrlands

Eftir 8 vikna bardaga um Afrin hérað féll Afrin borg sl. sunnudag, í kjölfar þess að sveitir Kúrda drógu sig snögglega frá Afrin borg -- í stað þess að berjast um hana. Enginn vafi er að bardagar um borgina hefðu leitt til þess að hún hefði endað sem rústahrúga. Litlar líkur virðast á að Tyrklandsher hefði haldið aftur af sér!

Turkish-backed forces loot Syrian town of Afrin

Erdogan vows to take Turkish military campaign deeper into Syria

Turkish forces and Syrian allies drive Kurds from Afrin

A fighter tows looted items in a trailer.

Hersveitir sem Tyrklandsher styðja rupluðu og rændu í kjölfar falls Afrin borgar!

Á mánudag hótaði Erdogan því, að halda sókninni áfram - og sækja inn á önnur svæði undir stjórn sýrlenskra Kúrda - en skv. hótunum Erdogans er tilgangur Tyrklandshers að gereyða sveitum Kúrda í Sýrlandi, hvorki meira né minna.

Hinn bóginn, þá snerist hótun Erdogan á mánudag, um sókn til bæjarins Manbij - þ.s. um 2.000 bandarískir sérsveitarmenn eru staðsettir.

Eru nú vangaveltur um það, hvort Erdogan ætlar sér vísvitandi að láta á það reyna, hvort sérsveitamennirnir hörfa eða það kemur hugsanlega til beinna bardaga þeirra á milli og Tyrklandshers.
--Það væri mjög áhugaverður "brinkmanship."

  1. Kannski að Erdogan haldi að Trump sé í raun og veru rola, sem lippast niður ef stigið er nægilega harkalega á skottið á Bandaríkjunum!
  2. En mig grunar að Erdogan gæti misreiknað stöðu sína!

En það hljómar sem svo að Erodgan ætli að þvinga Bandaríkin, til að velja milli Kúrda og Tyrklands. Að sjálfsögðu hefur Tyrkland lengi verið mikilvægt, en á sama tíma ríkir í dag veruleg gagnkvæm tortryggni.

Síðan, þá virðist Erdogan hvorki meira né minna en ætlast til þess, að Bandaríkin hypji sig úr Sýrlandi. En Erdogan virðist ekki ætla sér að hersytja svæði Kúrda innan Sýrlands lengi, ef Tyrklandsher mundi sigrast á sveitum Kúrda -- það vaknar augljós grunur um óformlegt samstarf við Íran, en Íran hefur ekki hreift við neinum mótmælum þegar kemur að aðgerðum Tyrklandshers. Og Sýrlandsstjórn hefur í reynd lítt haft sig frammi.

Það sé freystandi að skilja þetta þannig, að Tyrkland mundi draga sig síðan til baka - og Íran ásamt leyfum hers Assads, taka svæðið aftur yfir -- er mundi færa þau svæði beint yfir til Írans. Sem klárlega mundi ganga þvert á stefnu Trumps, að veikja stöðu Írans, í staðinn yrði staða Írans á svæðinu sterkari en nokkru sinni áður.

Hafandi það yfirlýsta markmið Trumps í huga, að veikja Íran - yfirlýsingar hans á þá leið að Íran sé hið ílla í Mið-austurlöndum; þá virðist mér minnka líkur þess að Trump gefi eftir gagnvart Erdogan.

  • Það vekur auðvitað upp þá spurningu, hvort að endalok bandalags Tyrklands og Bandaríkjanna, séu yfirvofandi.
    --Hvort bandarískar hersveitir mundu beita sér gegn Tyrklandsher, ef Tyrklandsher gerir tilrauni til að ráðast gegn þeim svæðum þ.s. bandarískar sérsveitir eru með stöðvar.
    --En rétt er að nefna að ekki fyrir mjög löngu, réðust bandarískar hersveitir á bandalagshersveitir Sýrlandsstjórnar, er þær gerðu tilraun til að stugga við bandalagshersveitum Bandaríkjanna innan Sýrlands -- óþekktur fj. Rússa sagður hafa látið lífið, jafnvel svo margir sem 200.

--Hafandi þetta allt í huga, virðist mér Erdogan geta verið að taka nokkra áhættu, ef hann lætur vera af hótun sinni að sækja í átt að Manbij.

 

Niðurstaða

Erdogan virðist halda að Donald Trump sé veikgeðja, og að Tyrkland geti þvingað Bandaríkin til að hypja sig frá Sýrlandi - með því að halda sókn Tyrklandshers áfram gegn YPG hersveitum Kúrda. Þær hersveitir hörfuðu frá Afrin borg á sunnudag, og virðast hafa hörfað til fjalla -- sem getur þítt að átök um Afrin hérað umbreytist í skærustríð.

Ef Bandaríkin hverfa frá Sýrlandi, mundu áhrif Bandaríkjanna í Sýrlandi verða að engu. Erdogan heldur því fram, að tilgangur Tyrklands sé ekki - innrás. Heldur þ.s. hann kallar að eyða hryðjuverkasveitum, þá meinar hann hersveitir Kúrda innan Sýrlands.

Ef maður tekur hann á orðinu, mundi Tyrklandsher hverfa frá Sýrlandi eftir að hafa gengið milli bols of höfuðs á hersveitum Kúrda þar -- sem væru léleg laun fyrir að hafa reynst mjög virkir í bardögum gegn ISIS. En Tyrkland kýs að líta þær hersveitir megin ógnina við Tyrkland.

Að hverfa frá Sýrlandi upp á þau býti, þíddi að Bandaríkin yrðu ekki einungis áhrifalaus innan Sýrlands - heldur að svikin við Kúrda mundi einnig þíða, að í framtíðinni yrðu sambærilegir hópar mun tregari til að vinna með Bandaríkjunum. Og auðvitað, að ef Tyrkland stæði við að hverfa aftur á brott. Mundi allt Sýrland verða að írönsku áhrifasvæði.

Sú útkoma gengi fullkomlega á skjön við stefnu Trumps, að veikja Íran.
Að sjálfsögðu virkaði Trump afar linur ef hann léti Erdogan komast upp með að svæla Bandaríkin frá Sýrlandi.

Þegar allt þetta er haft í huga, virðist mér veruleg hætta á átökum milli hersveita Tyrklands og bandarískra hersveita -- og í kjölfarið hruni bandalags Bandaríkjanna og Tyrklands.
--Erfitt að sjá annað en að það líklega einnig þíddi endalok veru Tyrklands í NATO.

  • Pútín mundi auðvitað líta hvort tveggja sigur Rússland, þ.e. endalok bandalags Bandar. og Tyrklands. En einnig ef Bandaríkin mundu láta Tyrkland svæla sig frá Sýrlandi.
    --Málin eru greinilega að verða spennandi milli Bandar. og Tyrklands.
    --Ég treysti mér engan vegin að veðja um það hvor útkoman sé líklegri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband