Grænlandsdraumar Trumps vitfyrring eða misskiling speki?

Rétt að hafa í huga að Grænland hefur í raun um áratugaskeið verið nokkurs konar bandarískt -protectorate- þ.s. Danmörk mundi í reynd í stríðsátökum fyrst og fremst leggja áherslu á varnir Danmerkur. Meðan að herstöð Bandaríkjanna á N-Grænlandi þaðan sem rekin er flugsveit, og er staðsett ákaflega öflug radarstöð er horfir yfir pólinn, hefur síðan í kringum 1950 verið þungamiðja varnarvígbúnaðar á Grænlandi.

Túle-herstöðin nyrst á Grænlandi!

File:Aerial Picture Of Thule Air Base.jpg

Bandaríkin virðast í seinni tíð hafa vaxandi áhyggjur af aðgengi að verðmætum málmum.
Grænland virðist hafa málma í jörðu í verulegu magni, þá einmitt af því tagi sem teljast til sjaldgæfra og afar verðmætra tegunda!

Á Grænlandi eru afar gömul berglög yfir milljarð ára gömul í tilvikum!

Geological map and mineral occurrences in southern Greenland. Source: Bureau of Minerals and Petroleum , Goverment of Greenland.

Greenland, mineral & exploration outlook

Eins og þarna kemur fram, er fjöldi rannsóknar-verkefna í gangi, þ.s. leitað er málma í vinnanlegu magni - af fulltrúum málmleitarfyrirtækja.
Ef vinnanlegt magn finnst, sem talið er vinnanlegt með hagkvæmum hætti.
Virðist mér að líkur væru góðar að vinnsla mundi hefjast.
Enda möguleikar þá á að Grænland geti haft tekjur af.
--Það virðist ekki augljóst, að Trump þurfi að hafa nokkrar áhyggjur.

Bandaríkin geta beitt áhrifum sínum, að augljóslega getur Danmörk ekki varið Grænland gegn ásælni öflugra 3-ju ríkja, og þrýst á að t.d. kínversk fyrirtæki fái ekki verkefni í Grænlandi.

T.d. virðist að þrýstingur Bandaríkjanna á Dani, hafi verið megin ástæða þess - að Grænland hætti á sl. ári við verkefni, þ.s. kínverskur aðili ætlaði að reisa flugvelli.

  1. Punkturinn er sá, að það blasir ekki endilega við að Bandaríkin þurfi að eiga Grænland.
  2. Þar sem að veikleiki Dana, að þeir eru algerlega háðir Bandaríkjunum um varnir þess, ætti rökrétt að þíða - að Danir ættu ávalt að vera til í að beita sér fyrir hagsmuni Bandar. innan Grænlands í þeim tilvikum, sem utanaðkomandi 3-ja land sem Bandar. vilja ekki sjá koma sér fyrir á Grænlandi, ber víurnar í Grænland eða Danmörku.

Bandaríkin geta auðvitað vel haft efni á að kaupa Grænland!
Þar sem að landið hefur sjálfræði - þyrfti að senda Grænlendingum sjálfum tilboð!
Comment - sem ég sá á vefnum part grín og alvara, var stungið upp á milljón dollurum per haus.
Vegna fámennis íbúa Grænlands, væri það ekki nema nokkur prósent af því sem Bandar. verja til hermála á einu ári.

  • Megin spurningin: Er hvort nokkur þörf sé fyrir Kana að eiga Grænland?
    --Þ.s. Danir rökrétt væru Könum alltaf svo þægir, þ.s. þeir eiga allt undir Könum þegar að Grænlandi kemur.
  • Mér hefur virst að fyrirkomulagið sé þægilegt fyrir Kana, þ.e. Danir reka Grænland - Kanar reka herstöð, sjá um varnir Grænlands.
    --Þó Grænland hafi heimastjórn, njóti hún verulegs fjárstuðnings af hálfu Danmerkur.

Danir séu m.ö.o. enn með Grænland -- on US sufferance.

 

Niðurstaða

Ég tek fram að sjálfsagt sé það mögulegt fyrir Dani - Grænlendinga og Bandaríkjamenn, að semja sín á milli um að -- forsjá yfir Grænlandi færist yfir til Bandaríkjanna. Og það þarf ekki endilega vera slæm útkoma fyrir Grænlendinga -- það fari eftir því akkúrat hvernig mundi semjast. Það geti vel verið að Bandar. mundu setja meiri kraft í málmleit og hugsanlega vinnslu á Grænlandi. Ef semdist með hagstæðum hætti fyrir Grænlendinga um það hvernig tekjum þeirra af slíkri vinnslu yrði háttað, gæti útkoman bætt hag landsmanna þar.
--Hinn bóginn er það algerlega óvíst, fer eftir hvernig semdist.

Hinn bóginn eins og ég bendi á, séu Danir rökrétt Könum það þægir, þ.s. þeir eiga allt undir því að Kanar verji Grænland -- fyrir 3-ju löndum.
--Að líklega sé alger óþarfi fyrir Kana að breyta núverandi ástandi í Grundvallaratriðum.

Áhugi Kínverja á Grænlandi, geti bent til þess að vaxandi áhugi á Grænlandi sé ekki einungis til staðar í Bandaríkjunum. Danir mega auðvitað ekki vera steinsofandi í þeim málum.
--Það gæti auðvitað hugsanlega verið að Könum þyki Danir ekki nægilega á varðbergi.

Sem gæti legið að baki þeim óvænta áhuga á að kaupa Grænland er hafi sprottið fram skyndilega.

 

Kv.


Trump segist íhuga skattalækkanir - hafnar því að stefni í kreppu!

Umræða innan Bandaríkjanna um hugsanlega kreppu hefur verið í vexti nokkrar sl. vikur, eftir að hagtölur sýndu mun minni hagvöxt á 2. ársfjórðungi þessa árs, og tölur frá fyrirtækjum sýndu mun lakari rekstrarhorfur -- fyrir liðlegri viku urðu verulegar verðbréfalækkanir út af þessu.

Frétt frá CNN: Takið eftir orðum Trumps sjálfs!

  1. Hann segist vera íhuga að lækka skatta á launatekjur -- en í hinu orðinu segir hagkerfið sterkt.
  2. Hann getur ekki staðist freystinguna að hníta í Seðlab.Bandar -- segir að ef hann spilaði með, væntanlega ef hann lækkaði vexti frekar - jafnvel hæfi prentun; þá hefðu Bandaríkin frábæran vöxt.
  3. Hann m.ö.o. ítrekað heimtar að vextir séu lækkaðir enn frekar, ásakar seðlabankann fyrir að standa ekki nægilega með hagkerfinu -- en þó hafnar hann því að nokkur ástæða sé til að hafa áhyggjur af efnahagsmálum.

--Ég held það sé frekar augljóst, að hann hafi áhyggjur!

We're looking at various tax rate deductions but I'm looking at that all the time ... that's one of the reasons we're in such a strong economic position. We're, right now, the No. 1 country anywhere in the world by far as an economy,

Óneitanlega sérstök setning -- hagkerfi númer eitt, í hvaða skilningi?

Payroll tax is something that we think about and a lot of people would like to see that, and that very much affects the workers of our country, -- not looking to do anything at this moment...

Vandamál Trumps er auðvitað að Demókratar í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings munu hafna öllum slíkum skattalækkunarhugmyndum.

 

Niðurstaða

Það sem klárlega skín í gegn að ráðgjafar Trumps og Trump hafa áhyggjur af þeim möguleika að það hægi frekar á hagvexti í Bandaríkjunum á næstunni, þó svo Trump í hinu orðinu tönnslist stöðugt á því að efnahagurinn sé frábær -- grefur hann sjálfur undan þeirri sýn, með því reglulega sl. 2-3 mánuði heimta að seðlabanki Bandaríkjanna - kyndi frekar undir hagkerfinu.
Nú talar hann fyrir skattalækkunum, þó hann hafi enga möguleika til að koma þeim hugmyndum í gegnum þingið -- m.ö.o. hljómar þetta ekki eins og menn sem hafa engar áhyggjur.

Auðvitað hefur Trump áhyggjur af kosningum 2020.
Hann er ekki með það sterka fylgisstöðu að hann sé viss um sigur.
Og ef bjartsýni minnkar þá hefur hann það ekki lengur með sér.
--Þó það hægi frekar á hagkerfinu er þó ekki víst það sé á leið í kreppu.
--Rétt þó að benda á að Þýskaland skv. nýlegum tölum er komið í mínus.

Það virðast vísbendingar að viðskiptastríðið sé eftir allt saman að skaða efnahaginn, tja eins og margir hagfræðingar vöruðu við.
--Trump gæti því með viðskipta-átökum verið að naga greinina undan sínum endurkjörs möguleikum.

 

Kv.


Langur armur Sáms frænda virðist ekki ná til Gibraltar! Beiðni bandarískra stjórnvalda um lögtak á írönsku olíuskipi hafnað!

Deilan um olíuskipin tvö tók áhugaverða stefnu fyrir sl. helgi, er dómur í Gibraltar hafnaði lögtaki sem bresk stjórnvöld höfðu áður gert í írönsku olíuskipi og fært það til hafnar í Gibraltar. Tæknilega hefur íranska skipið getað siglt, en hefur þess í stað býður eftir nýrri áhöfn og skiptstjóra.
--Það sem virðist hafa gerst er að Panama þar sem skipið var skráð, afskráði það líklega vegna þrýstings bandarískra stjórnvalda - það virðist hafa leitt til þess að sá aðili er rak skipið og skaffaði áhöfn, hefur ekki lengur áhuga á því: Grace 1 no longer Panama-registered.
--Bandarísk yfirvöld síðan heimtuðu að skipið yrði gert upptækt fóru formlega þess á leit við yfirvöld í Gibraltar fyrir helgi, en nú virðist því formlega svarað með neitun!

Gibraltar rejects US request to seize Iranian tanker

Gibraltar rejects US request to detain ship

Gibraltar rejects US legal bid to seize Iranian tanker

The government said it had considered the US’s requests with great care in order to be able to assist the United States in every way possible...EU law, however, does not help in facilitating Gibraltar in giving the US mutual legal assistance,

Gibraltar’s authorities said Washington’s request to seize the Grace 1 related to the US’s punitive measures but said there were no - equivalent sanctions against Iran in Gibraltar

--Sem sagt, þó svo að tilteknar refsiaðgerðir gildi í Bandaríkjunum.
--Gildi þær ekki í Gibraltar, því ekki hægt að framfylgja beiðni bandarískra stjórnvalda.

Bresk stjórnvöld hafa fullyrt að mál hafi fylgt réttum löglegum ferlum.
M.ö.o. að þau hafi ekki haft nokkur afskipti af málinu!

Ég skal samt segja, að það sé freystandi að túlka mál svo að bresk stjórnvöld séu að tjalda-baki að leitast við að leysa málið sem tengist skipunum tveim - skipinu sem bresk stjórnvöld létu taka og er enn í Gibraltar, og breska skipinu sem írönsk stjórnvöld létu taka í Hormus-sundi.

--En hver veit, kannski er það eins og bresk stjórnvöld segja, að málið hafi fylgt ferlum í samræmi við lög, m.ö.o. engin opinber afskipti hafi haft áhrif á ákvörðun dómara.

  1. Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvað á endanum gerist, eftir að Íranar loks geta komið nýrri áhöfn og skiptstjóra til að sigla með skipið.
  2. En það má ímynda sér þann möguleika, að bandarísk skip taki skipið eftir að það siglir út fyrir lögsögu Gibraltar - færi það til hafnar t.d. í flotastöð sem Bandaríkin reka á Spáni.

Mig grunar að Íranar bíði þess hvort skipið fær að sigla óáreitt burt.

 

Niðurstaða

Freystandi á álykta að bresk stjórnvöld séu að gera tilraun til að losna úr óþægilegri klemmu. Hinn bóginn hef ég engar upplýsingar til að beinlínis kasta rýrð á fullyrðingar breskra stjórnvalda, að ákvarðanir dómara á Gibraltar hafi verið þeirra eigin - m.ö.o. opinber afskipti hafi ekki verið til staðar.

Hvað sem satt er þar um, er áhugavert að sjá beiðni bandarískra stjórnvalda um lögtak pent hafnað, með vísun til þess að lagaheimildir skorti til að framfylgja þeirra beiðni.

Mig grunar að dramað um skipin tvö eigi enn einhverjar sögur eftir.

 

Kv.


Er Xi Jinpin að undirbúa blóðbað í HongKong? Gerfihnattamyndir sína kínverskan liðssafnað nærri HongKong

Alþjóða-fjölmiðlar hafa birt myndir sem sýna að kínverskur her er að safna liði í borginni Shenzhen nærri HongKong. Stór leikvangur í Shenzhen virðist notaður.

This satellite image appears to show Chinese security force vehicles inside the Shenzen Bay sports centre.

Þetta virðist staðfesta ótta margra að Xi Jinping hyggist brjóta með valdi niður fjölmenn götumótmæli í HongKon er staðið hafa yfir í 3 mánuði -- fram til þessa hefur lögreglan í HongKon ekki tekist að brjóta þau niður.

Margir óttast, að skotvopnum verði beitt, fyrst að herlið sé kallað til verks.

Satellite photos show Chinese armoured vehicles on border of Hong Kong

Satellite Photo Shows China's Military Buildup in Response to Hong Kong Protests

China masses troops in stadium near Hong Kong

Mögnuð þessi tækni sem leyfir fjölmiðlum að nálgast myndir úr gerfihnöttum hvaðan sem er.
Sú tækni þíðir að sjálfsögðu að þ.e. ekki lengur hægt að fela slíkan liðssafnað, ef fyrir beru lofti. Að nota leikvang, er nokkurs konar - feluleikur klárlega. En augað uppi í geimnum sér.

Ég endurtek þ.s. ég bloggaði síðast: Væru mistök hjá Xi Jinping að beita kínverska hernum gegn mótmælum í Hon-Kong!.

Að ég hugsa að Xi Jinping sé að gera mistök!

  1. Eins og ég benti á, þá hefur Donald Trump hingað til ekki tekist að fá bandamenn Bandaríkjann í Evrópu og Asíu, til að ganga til liðs við viðskiptastríð sitt við Kína.
  2. En enginn vafi er að blóðbaði í HongKong yrði mjög illa tekið í lýðræðisríkjum Evrópu og Asíu -- álit á Kínastjórn mundi bíða stórfelldan hnekki í samtímis V-Evrópu og meðal lýðræðisríkja Asíu.

Það sé a.m.k. hugsanlegt að í kjölfarið tækist Trump að sannfæra þær þjóðir að ganga til liðs við sig gegn Kína í viðskiptastríði.

Bandaríkin klárlega einsömul eru ekki nægilega sterk, til að brjóta efnahag Kína á bak aftur.
En með V-Evrópu og bandamenn sína í Asíu í liði með sér -- gæti slíkt verið hægt.

  • A.m.k. ljóst, að efnahagslega séð yrði áfall Kína stórt, ef V-Evrópa og bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu -- mundu slást í för í því viðskiptastríði gegn Kína.

Þess vegna meina ég að Xi - verði sekur um alvarleg mistök, ef hann skipar hernum að láta blóðið renna á götum HongKong.

 

Niðurstaða

Því miður virðist margt benda nú til þess að blóðbað í HongKong sé yfirvofandi. Ef Xi skipar hernum að skjóta á óvopnaða borgara, þá á hann alla þá fordæmingu sem hann fær skilið.
Xi gæti tekist þ.s. áður virtist fátt benda til að af yrði, að sannfæra V-Evrópu og bandamenn Bandaríkjanna í Asíu, að ganga til liðs við Donald Trump í viðskiptastríði við Kína.
Til samans er nefnilega hugsanlegt að Bandaríkin ásamt bandamönnum geti brotið Kína.
A.m.k. yrði efnahagslegt áfall Kína án vafa stórfellt, þegar það hingað til hefur greinilega virst vera viðráðanlegt með Bandaríkin ein í viðskiptastríðinu gegn Kína.

 

Kv.


Væru mistök hjá Xi Jinping að beita kínverska hernum gegn mótmælum í Hon-Kong!

Tek fram að engin vitneskja er til staðar að Xi hyggist beita hernum. Hinn bóginn, vakti Jima Anderlini hjá Financial Times athygli á því að kínverskir ríkismiðlar viðhafa þessa dagana ákaflega neikvæða umfjöllun um þá fjölmennu mótmælahreyfingu sem er bersýnilega til staðar í HongKong, er hefur viðhaldið nú stöðugum fjöldamótmælum í liðlega 3. mánuði.
Allar tilraunir lögreglu HongKong að berja þau niður hafa komið fyrir ekki!
--Anderlini ályktar að Xi hljóti að líta mótmælin - beina áskorun á sitt vald. Skoðun Anderlini er sú, að meiri líkur en minni séu á því að Xi beiti hernum!

Hong Kong’s future hangs by a thread

Image result for hong kong protests

Af hverju mistök?

Bendi á að það er algert lykilatriði fyrir Xi - að Donald Trump takist ekki að sannfæra bandalagsþjóðir Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu, að ganga til liðs við ríkisstjórn Bandaríkjanna í viðskiptastríði Bandaríkjanna við Kína.
Meðan Bandaríkin eru í reynd ein í þeim átökum, hefur Kína lítt efnahagslega að óttast.
En ef V-Evrópa, Japan o.flr. ríki bættust við. Yrði sú staða allt önnur.
--Ásamt bandamönnum sínum, gætu Bandaríkin raunverulega brotið Kína efnahagslega.
--Án þeirra, séu líkur þess nær engar!

En það getur ekki verið nokkur vafi, að ef þúsundir jafnvel tugir þúsunda létu lífið í herför gegn mótmælum í HongKong, mundi það skapa mikla úlfúð meðal almennings í löndum V-Evrópu og meðal lýðræðisríkja sem til eru í Asíu - gegn Xi Jinping.
--Sú andstöðubylgja gæti einfaldlega orðið það sterk, að stjórnvöld V-Evrópuríkja og hugsanlega einnig bandalagsríkja Bandaríkjanna í Asíu, væru nauðbeygð vegna almennings álits - að styðja aðgerðir Bandaríkjanna.

Tjón Kína í efnahagslegum skilningi, gæti orðið óskaplegt - ef bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu, gengu í lið með Donald Trump.

Hversu óvinsæll Donald Trump sé í V-Evrópu og hugsanlega meðal bandalagsríkja Bandar. í Asíu, þá yrðu óvinsældir Xi til mikilla muna mun meiri - ef Xi léti blóðið renna stríðum straumum í HongKong.

Hugsanlega nægilega miklar, til að bylgja almennings álits - þvingaði ríkisstj. þeirra landa til að skipa sér við hlið Trumps gagnvart Kína.

 

Niðurstaða

Mig grunar að það gæti reynst vera herfilegur afleikur hjá Xi, ef hann mundi láta verða að því að beita hernum gegn stórfelldum fjöldamótmælum í HongKong. Þar sem ef verulegur fjöldi mundi láta lífið segjum þúsundir jafnvel tugir þúsunda, þá sé ég ekki hvernig það gæti haft aðra útkomu en þá að skapa bylgju mótmæla gegn Kínastjórn í löndum V-Evrópu, og líklega einnig í lýðræðislöndum Asíu. Það væri a.m.k. hugsanlegt að svo sterk yrði sú bylgja, að þau lönd mundu ganga í lið með Donald Trump gagnvart Kína.
Eins og ég bendi á, ef slíkt gerðist gæti það dugað til þess að brjóta Kína stórum hluta efnahagslega niður! En meðan Trump hefur ekki bandalagríki Bandaríkjanna með í för í viðskiptastríðinu við Kína, geti Kína langsamlega líklegast haldið sjó.
Þannig væri það líklega mistök eða afleikur hjá Xi, ef hann léti blóð mótmælenda renna stríðum straumum í HongKong.

 

Kv.


Hagtölur í Bandaríkjunum og Kína virðast ekki benda til yfirvofandi sigur Trumps í viðskiptastríði

Skv. birtum tölum á 2-ársfjórðungi þessa árs: US-China trade war data belie Donald Trump’s bragging.

Hagvöxtur í Bandaríkjunum Q2 var: 2,1%.
Í Kína mældist hagvöxtur Q2: 6,2%.
--Í báðum löndum hefur hagvöxtur minnkað nokkuð upp á síðkastið.
--Möguleiki að viðskiptastríð hafi þar um einhver mælanleg áhrif.

Tölur um utanríkisviðskipti eru enn áhugaverðari:
Frá júlí 2018 - júlí 2019, mælist aukning í innflutningi frá Kína til Bandaríkjanna!

...Chinese exports to the US grew by $4bn, or 1 per cent...

Á sama tíma, varð verulegur samdráttur í innflutningi Kína frá Bandaríkjunum.

US exports to China slumped by $33bn, or 21 per cent of the total.

Þetta heitir á mannamáli - að viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína, hafi snarlega vaxið.
Þetta er augljós stórfelld aukning á viðskiptahalla!

In this year’s first seven months, the surplus stood at $168bn in China’s favour.

Kína hefur á meðan, lækkað tolla á varning frá Evrópu - Japan - S-Kóreu og Kanada. Greinileg tilraun Kína til að - hvetja þau lönd til að láta vera að veita aðgerðum Bandar.stjórnar stuðning.

While Trump shows other countries nothing but his tariff stick, China has been offering carrots...Beijing has repeatedly cut its duties on imports from America’s commercial rivals, including Canada, Japan and Germany.

Á sama tíma hafa þau sömu lönd, verið beitt þrýstingi af Bandaríkjastjórn að breyta viðskiptum Bandaríkjunum í hag.
--Skv. þessu virðist mér viðbrögð Kína ekki heimsk.

Huawei fyrirtækið virðist hafa tekist að auka sína hnattrænu markaðshlutdeild í snjallsímum á Q2 - þó það geti auðvitað verið skammtímahreyfing.

--------------------

Punkturinn í þessu er að ekki er unnt að lesa út úr þessum tölum, yfirvofandi líklega uppgjöf Kína. Hinn bóginn auðvitað, hefur Trump hótað að innleiða tolla á allt innflutt frá Kína. En á móti, virka tollar þannig -- að neytendur í landi sem tollar greiða þá.

Þó verið geti að ef Trump hækkar sína tolla, að þeir fari að hafa áhrif á hegðan bandarískra neytenda, þá er svo hátt hlutfall vinsælla tækja sem fólk kaupir samsett af verksmiðjum innan Kína -- að óvíst sé að neytendur hafi í reynd val.

Meðan að neytendur geta ekki, svissað í vöru annars staðar frá.
Þá borga þeir hina álögðu tolla í hærri verðum!

--Það getur vel verið að tollastefnan sé þegar farin að hægja á neyslu innan Bandar. En neytendur þurfa þá að mæta hærri kostnaði með sparnaði einhvers staðar.

 

Niðurstaða

Tollastríð eru að sjálfsögðu ekki - auðvinnanleg. Með því að beita bandalagsríki sín einnig þrýstingi um að færa viðskipti í átt til hagsbótar fyrir Bandaríkin. Þá tryggði Trump líklega að þau ríki mundu ekki ganga í lið með Bandaríkjunum í þeirra tollastríði við Kína.

Það virðist alveg klárt, að Kína er a.m.k. ekki enn undir nokkrum þeim þrýstingi að Kína sé ómögulegt að halda sjó. Jafnvel þó hagvöxtur Kína bognaði eitthvað til viðbótar ef Trump stighækkar sína tolla -- virðist afar ósennilegt að Kína takist ekki að viðhalda hagvexti ofan við þann ca. 3% vöxt sem Bandar. sáu á sl. ári og Trump líkti við afrek stórmenna.

Fyrir bragðið sé ég engar verulegar líkur á því að Trump takist ætlunarverk sitt, að þvinga Kína til einhvers konar uppgjafar -- eiginlega nánast fullkomlega óhugsandi.

Líklega komi það í hlut næsta forseta að semja um málin.

 

Kv.


Fjölmennustu mótmæli í Rússlandi sem ég man eftir í langan tíma

Ef marka má sjálfstæða aðila sem fylgdust með mótmælum í Moskvu, voru ca. 50þ. manns, meðan yfirvöld segja fjölda viðstaddra hafa verið ca. 20þ.
--Hinn bóginn er það algengt að tölum af slíku tagi beri ekki saman.

Skipuleggjendur mótmæla vilja yfirleitt að sem flestir hafi mætt.
Meðan yfirvöld gjarnan sjá hag í því að gera sem minnst úr slíkum atburðum.
--Fjöldinn m.ö.o. líklega yfir 20þ. - hugsanlega e-h verulega minna en 50þ.

Ég vitna stöku sinnum í rússneska fjölmiðla - en frásagnir þeirra geta verið áhugaverðar.

Russia-Today: Moscow braces for new thousands-strong protests over city council election

Rússneski ríkisfjölmiðillinn er rökrétt ekki gagnrýninn á eigin eiganda!
Hans hlutverk er einfaldlega að birta sjónarmið rússn. yfirvalda!
--Áhugaverði hlutinn er sá hvaða lög gilda um mótmæli í Rússlandi!

  1. Eins og ég skil frásögn RT - eru mótmæli bönnuð í Rússlandi.
    --Sem að sjálfsögðu er ólíkt því sem við þekkjum hér.
  2. Ef einhver kallar það mistúlkun af minni hálfu.
    --Bendi ég á, að í RT kemur skírt fram, að sækja þarf um heimild.
  3. Punkturinn er augljós, ef sérstaka heimild þarf fyrir því að mótmæla.
    --Eru mótmæli greinilega bönnuð.
  4. En klárlega er einungis þörf á að fá heimild, ef annars liggur bann fyrir.
    --Eins og kemur skírt fram hjá RT, þá voru mótmælendur handteknir í fyrri mótmælum, því heimild hafði ekki verið veitt.
  • Hinn bóginn er áhugaverð spurning, af hverju heimild var veitt í þetta skipti en ekki áður? Ég leyfi fólki að velta því fyrir sér.

Under Russian laws, organizers of mass gatherings have to negotiate its venue and maximum turnout with the authorities. Demonstrating outside of the agreed location is considered unlawful.

One of the organizers, Lyubov Sobol, is a member of an unregistered party led by Alexey Navalny...He was arrested on July 24 and sentenced to 30 days in jail for organizing one of the unauthorized rallies.

Eins og þarna kemur fram - er þetta mjög ólíkt t.d. íslenskum lögum skv. stjórnarskrá þ.s. heimild til mótmæla, er skilyrðislaus.
--Á Íslandi þarf ekki heimild fyrir mótmælum.
--Hvar sem er má skipuleggja þau, og er ekki handtekinn fyrir það eitt að skipuleggja mótmæli.

The protests began over the registration of candidates for the 45 seats on the city council, with the election scheduled for September. The Electoral Commission disqualified 57 independent candidates, citing irregularities such as fraudulent signatures, whereas it accepted 233 others.

Skemmtilega ónákvæm frásögn - en allir frambjóðendur er fara fyrir gagnrýnum hópum, virðast hafa verið -- blokkeraðir með þeim einfalda hætti, að vera neitað um skráningu.
--Ef menn vissu það ekki áður þá sýnir þetta að kerfið er ekki lýðfrjálst.

A crowd of protesters in Russia, some holding flags or signs.

50,000 demonstrate in Moscow in third weekend of protests for fair elections

Eins og kemur fram í LosAngelesTimes túlkuðu rússnesk yfirvöld vægt sagt neikvætt, aðvörun frá sendiráði Þýskalands til þýskra ferðamanna - að forðast þá staði í Moskvu þ.s. mótmæli voru fyrirhuguð!

We underlined that we consider the publication of the route ... as promoting participation in an illegal event [the protest] and calling for action which constitutes interference in the internal affairs of our country -- the Russian Foreign Ministry said in a statement.

Ég átta mig ekki á því, hvernig þýska sendiráðið gat varað þýska ferðamenn með öðrum hætti, en að birta á korti hvar fyrirhuguð mótmæli áttu að fara fram.
--En skv. túlkun rússn. yfirvalda, var sendiráðið að auglýsa atburðinn.

  • Frekar kostuleg viðbrögð.

En þau eru einnig áhugaverð, bendir til taugaspennu meðal yfirvalda.

Rússnesk yfirvöld mótmæltu einnig sambærilegri aðvörun frá sendiráði Bandaríkjanna í Mosku, aftur kem ég ekki auga á hvaða aðferð til að vara fólk við þeim svæðum sem fyrirhuguð mótmæli áttu fara fram er skilvirkari en sú að sýna það á korti, en skv. mótmælum yfirvalda var sú aðferð einnig frekleg afskipti af rússn. innanlandsmálum í tilviki bandar. sendiráðsins.

  • Þessi taugaveiklun rússn. yfirvalda er áhugaverð.

 

Niðurstaða

Mótmælahreyfingin sem er til staðar er líklega ekki ógn við yfirvöld. Í því ljósi virðist mér sem hvert annað grín þegar aðvörun tveggja sendiráða til eigin borgara - er túlkuð sem frekleg afskipti af innanríkismálum landsins.
--Slík viðkvæmni að sjálfsögðu vísbending um taugaveiklun.

Það er áhugavert að mótmæli virðast bönnuð í Rússlandi.
Nema gegn sérstakri heimild!
--Sem þíðir að meginreglan er greinilega, bann!

Sem er að sjálfsögðu þveröfug regla t.d. við þ.s. tíðkast á Íslandi.
Þ.s. meginreglan er sú, mótmæli eru heimiluð.
--Yfirvöld geta reynt að banna einhverja staði, eða takmarka aðgengi að svæðum, en þá geta skipuleggjendur kært slíkt strax, þau mál fá alltaf flýtimeðferð innan réttarkerfisins.

  • Bann undantekning - ekki regla.
  • Meðan í Rússlandi - bann er reglan, heimild undantekning.

Frelsið er sem sagt, undantekningin - ekki reglan!

 

Kv.


Trump getur fært peninga eyrnamerktir hermálum til að reisa landamæravegg, segir hæstaréttur Bandaríkjanna! Skapar Trump með því hugsanlega varasamt fordæmi?

Þetta var áhugavert spurning semn rétturinn svaraði, því það var fyrirfram alla ekki augljóst að Donald Trump mætti gera þetta - það kemur af því peningar eyrnamerktir hermálum eru auðvitað eyrnamerktir hermálum skv. samþykktum fjárlögum -- fjárlög eru lög eftir allt saman.
--Það var því opin spurning hvort DT væri ekki að seilast yfir valdsvið sitt, eftir allt saman er 3-skipting valds í Bandaríkjunum, og þingið hefur vald yfir peningum ríkisins.

  • Ég ætla ekki að spekúlera hvort pólitík réð einhverju um ákvörðun réttarins.
  • En atkvæði dómaranna 5/4 féllu skv. mati á þeim dómurum sem taldir eru hægri sinnaðir vs. ívið til vinstri við meirihlutann.
    --Þannig að vel getur verið að dómurinn sé orðinn pólitískur.
    --Þetta var a.m.k. spurning er þurfti svars við.

Supreme Court Says President Trump Can Use Pentagon Funds for Border Wall:The case before the Supreme Court involved just the $2.5 billion in Defense Department funds, which the administration says will be used to construct more than 100 miles (160 kilometers) of fencing. One project would replace 46 miles (74 kilometers) of barrier in New Mexico for $789 million. Another would replace 63 miles (101 kilometers) in Arizona for $646 million. The other two projects in California and Arizona are smaller.

Eins og þarna kemur fram, er einungis lítill hluti svokallaðs veggjar sem þessir peningar fjármagna! M.ö.o. lítið brotabrot af 3000km.

  1. Donald Trump er langt í frá búinn að fjármagna vegginn.
  2. Nema auðvitað, hann líti á svar réttarins -- sem heimild til þess að færa mun meira fé en þessa tiltölulega lágu upphæð, er einungis dugar fyrir litlu brotabroti.

En Trump gæti litið svo á að rétturinn hafi í raun heimilað honum - að hér eftir færa fé til veggjarins að vild af fé ætlað til hermála! Skv. hans yfirlýsingu um - neyðarástand.

Og kannski getur hann komist upp með það, í krafti hins nýja talið vera hægri sinnaður meirihluti hæsttaréttar.

  1. Kannski kemur það næst - að Trump færir til fé frá hermálum að vild héreftir, án þess að tala við þingið. Skv. yfirlýsingu um neyðarástand.
  2. Ef hann kemst upp með það, þá líklega væri hann búinn að færa nokkurt vald til forseta-embættisins.
  3. Hinn bóginn, þarf hann að muna - hann getur ekki treyst því næsti forseti verði ekki demókrati.
  4. Punkturinn er: Ef Trump skapar þarna fordæmi. Nýtist það ekki bara honum. Heldur næstu forsetum einnig.
  5. Hann getur auðvitað ekki fyrirfram vitað, að t.d. ef Demókrati yrði næst kjörinn, sá mundi ekki beita slíku fordæmi -- til að fjármagna gæluverkefni fyrir Demókrata, gegn vilja hugsanlegs framtíðar Repúblikanaþingmeirihluta.

Trump kvartar t.d. nýlega yfir -- vinstri-sinnuðum Demókrötum, ef maður ímyndar sér frekar vinstri sinnaður krati næði kjöri.
--Þá væntanlega mundi sá verða líklegur að nýta sér slíkt fordæmi, þá í það sinnið gegn vilja Repúblikana á þingi.

  • Þetta er þ.s. forsetar þurfa að hugsa um - ef þeir opna nýjar glufur, að þær geta nýst öðrum en honum sjálfum, og gætu sannarlega í framtíð verið notaðar með hætti er hugnuðust honum og öðrum Repúblikönum ekki.

Svo það verður forvitnilegt að sjá hvernig Donald Trump hagnýtir sér á næstunni, þ.s. hann gæti hugsanlega álitið -- víkkaða valdheimild. Ef hann kemst upp með það, væri fordæmið skapað.

Ef við gefum okkur DT færir peninga að vild, leysir það langt í frá öll vandamál við veginn!

En stórt vandamál eru líklegir að verða, landeigendur meðfram landamærum við Mexíkó.
T.d. er þekkt á Rio-grande eða Mikla á meðfram nokkrum hluta.

Ég held það eigi vera nokkurs konar - enskismanns land allra næst nýju landamæramörkunum -- þá þarf að kaupa upp landa sem víða er í einka-eign.

Ef einhverjar deilur eru líklegar að tefja mál, eru það deilur við landeigendur.
Þær gætu orðið það tafsamar að veggnum væri ekki lokið 2024 ef maður ímyndaði sér DT nái endurkjöri.

 

Niðurstaða

Það sem mér finnst forvitnilegast um niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna, er hvort Donald Trump muni á næstunni - líta svo á að skv. honum geti hann fært til fé að vild í vegginn sinn af fé eyrnamerkt til hermála skv. fjárlögum.

Ef hann kemst upp með slíkt, mundi skapast fordæmi sem mundi nýtast nk. forseta og forsetum.

Ekki skal gera ráð fyrir sigri DT 2020 -- ef það yrði vinstri sinnaður Demókrati, þá væri fordæmi Trumps ef hann skapar slíkt fordæmi -eins og ég ímynda mér- óneitanlega hugsanlega vel nýtilegt - ef eins og líklega mál mundu fara, meirihluti Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings, blokkerar hugmyndir slíks forseta til að fjármagna verkefni sem slíkur forseti hefði áhuga á. Eftir allt saman, gætu það verið verkefni er ekki hugnast Repúblikönum.

Þá gæti sama aðferð nýst - sbr. lísa yfir neyð, skv. fordæmi Trumps, síðan taka fé eyrnamerkt til hermála! Mig grunar að vinstri sinnaður Demókrati mundi sannarlega geta nýtt slíkt fordæmi Trump, og væri jafnvel fremur líklegur að gera slíkt ef á reyndi - sem leið til að komast framhjá blokkerandi meirihluta innan þingsins.

 

Kv.


Spurning hvort Barnier lítur hótun Borisar Johnson að Bretland labbi út án samnings - bluff?

Skv. fréttum hafnaði Michael Barnier megin kröfu Borisar Johnson á stundinni hann frétti af henni. Barnier tjáði skýra höfnun sína í e-mail til helstu diplómata sambandsins!

Image result for barnier boris

  1. PM Johnson has stated that if an agreement is to be reached it goes by way of eliminating the backstop. This is of course unacceptable and not within the mandate of the European Council.
  2. As suggested by his rather combative speech, we have to be ready for a situation where he gives priority to the planning for 'no deal', partly to heap pressure on the unity of the EU27.
  3. No deal will never be the EU’s choice, but we all have to be ready for all scenarios.
  4. Mr Barnier urged EU member states not to peel off in the face of Mr Johnson's demands, saying they should -- remain calm, stick to our principles and guidelines and show solidarity and unity to the 27

Ef ég skil plott Borisar rétt, virðast hann og samráðherrar líta svo á ef Hard-Brexit sé haldið stíft fram sem - plan B.
--Þá muni ESB gefa eftir.

M.ö.o. að nýja ríkisstj. Bretlands haldi að -- Barnier og samninganefnd ESB sé með - bluff.

Hinn bóginn virðast mér viðbrögð Barniers geta bent til þess, hann álíti framsetningu hinnar nýju ríkisstjórnar Bretlands -- bluff.

--Ef báðir álíta hinn - bluffa. Rökrétt gefa hvorugir eftir.
--Þetta er klassísk - game-theory. Eða - prisoners dilemma.

Michel Barnier blasts Boris Johnson's 'unacceptable' demand to ditch Irish backstop

 

Er það sennilegt að Boris sé með - bluff?

Höfum í huga, Barnier varð þess vitnis í - 3 skipti, breska þingið felldi Brexit-samning Theresu May.
--Þegar breska þingið framkv. atkvæðagreiðslur til að skoða sinn hug í tíð May.

Þá - felldi þingið allar útgáfur!
M.ö.o. - engin af valmöguleikunum þingmenn íhuguðu, fékk meirihluta.

  • Þar með talið, möguleikinn - Hard-Brexit.

Barnier auðvitað eins og ég, man eftir þessari innri skoðun breska þingsins á afstöðu sitjandi þingmanna!

  1. Þetta þíðir á mannamáli, Barnier getur talið sig hafa ástæðu að ætla.
  2. Ef Boris Johnson fer með fyrir þingið tillögu um útgöngu án samnings.
  3. Þá líklega felli breska þingið þá tillögu.

--En þ.e. breska þingið sem á endanum ræður þessu ekki ríkisstj. Bretlands.

Enginn getur 100% öruggt vitað fyrirfram að þingið greiði atkvæði með sama hætti, og er það var að skoða hug sinn með atkvæðagreiðslum -- um nokkrar mismundandi ályktanir.

Hinn bóginn, fyrst að sama þing hefur áður fellt ályktun um Hard-Brexit með sæmilega öruggum meirihluta.
--Virðast a.m.k. líkur á að það muni einnig fella formlega tillögu um Hard-Brexit.

Boris stæði þá frammi fyrir sama vanda og May!

--Líklega mundi ESB aftur veita Bretlandi framlengingu á Brexit, ath. - aðgerð sem ESB getur gert einhliða.

 

Niðurstaða

Við skulum sjá hvort - gísk mitt reynist rétt vera. En tilfinning mín lesandi skrif Barniers, meining Barniers sé sú menn skuli anda með nefinu, og tal hans á þann veg að ESB ætti vera tilbúið fyrir allar sviðsmyndir - tek ég sem að Barnier ætli að taka ríkisstjórn Bretlands á orðinu, lofa henni að láta reyna á hvort takist að fá samþykki breska þingsins fyrir Hard-Brexit.

Miðað við niðurstöðu fyrri atkvæðagreiðsla þingsins með núverandi þingmönnum, þá held ég að líkurnar séu ekki slæmar að hótun ríkisstjórnar Bretlands reynist vera bluff.

--Kenning mín er sú að Barnier ætli að lofa Boris að hengja sjálfan sig í eigin ól þannig séð.

 

Kv.


Boris Johnson með skipun BREXITERA í helstu ráðherrasæti virðist gera HARD-BREXIT nær örugga útkomu, nema Boris fái harðan skell í nk. þingkosningum!

Flestir Bretlandi sem ræða um hinn nýja forsætisráðherra og ríkisstjórn hans, telja að Boris stefni líklega á þingkosningar fljótlega. Ástæðan er svo, Boris eins og May er líklegur að lenda í vanda með þingið. Eins og Boris sjálfur benti á í upphafsræðu sinnar, hafði þingið hafnað samningi May þrisvar. Hinn bóginn, er sannleikurinn sá að Boris gæti lent í nákvæmlega sama vandanum.
--Ef maður ímyndar sér þingmenn kjósi skv. sannfæringu sinni, þá virðist ekki meirihluti fyrir HARD-BREXIT, m.ö.o. að þingið mundi líklega hafna slíku boði ríkisstjórnarinnar.
--Eftir allt saman er það þingið sem er skv. breskri stjórnskipan -- sovereign.
Þannig hefur það verið frá 17. öld eftir borgarastríð milli konungssinna og þingsinna.

Hin nýja ríkisstjórn Bretlandseyja!

Chancellor of the exchequer — Sajid Javid replaces Philip Hammond
Home secretary — Priti Patel replaces Sajid Javid
Foreign secretary — Dominic Raab replaces Jeremy Hunt
Brexit secretary — Stephen Barclay (no change)
Business secretary — Andrea Leadsom replaces Greg Clark
Leader of the Commons — Jacob Rees-Mogg replaces Mel Stride
Defence secretary — Ben Wallace replaces Penny Mordaunt
Health and social care secretary — Matt Hancock (no change)
Justice secretary — Robert Buckland replaces David Gauke
Chancellor of the Duchy of Lancaster — Michael Gove replaces David Lidington
Transport secretary — Grant Shapps replaces Chris Grayling
International development secretary — Alok Sharma replaces Rory Stewart
Work and pensions secretary — Amber Rudd (no change)
Culture secretary — Nicky Morgan replaces Jeremy Wright
Housing secretary — Robert Jenrick replaces James Brokenshire
Northern Ireland secretary — Julian Smith replaces Karen Bradley
Scottish secretary — Alister Jack replaces David Mundell
Welsh secretary — Alun Cairns (no change)
Conservative party chairman — James Cleverly replaces Brandon Lewis

Skerpir línurnar óneitanlega!

Fyrir þá sem vita ekki hvað svokallað - Backstop er: What is the Irish border backstop?.

Það eru ímsar ástæður af hverju ESB heimtaði þá útkomu.

  1. Ekki síst vegna þess menn hræðast hugsanlega að vandræðin svokölluð á A-Írlandi gætu snúið aftur, ef snögglega mynduðust -- hörð landamæri milli A-Írlands og Írlands.
  2. Backstoppið þíðir í fáum orðum, að landamærin myndast þess í stað milli A-Írlands og Bretlands.
  3. Hitt atriðið, engin tímamörk.

BREXIT-erar eru yfirleitt þjóðernissinnaðir. Þess vegna eru þeir mjög andvígir þessu atriði.
En það var sett inn skv. kröfu ríkisstjórnar Írlands, og nýtur skilst mér víðtæks stuðnings innan ESB. Rökin um hugsanlega hættu á nýju borgarastríði a.m.k. hluti ástæðu.

  • Málið er að líklega eina leiðin til að losna við Backstoppið, er að Bretland fari út án samnings.
  • Hinn bóginn, gæti sú útkoma leitt til nýrra átaka á A-Írlandi.

Fólk þarf að muna, að það var IRA (Irish Republic Army) fylking róttækra kaþólikka sem stóð stórum hluta fyrir þeim átökum. IRA hefur alltaf viljað A-Írl. hluta Írlands. Barátta IRA fyrst var sjálfstæði Írlands meðan það enn var undir Bretum - síðan er sjálfstæðinu fylgdi skipting Írlands, færðist barátta IRA yfir í baráttu fyrir sameiningu Írlands.
--Þess vegna er hætta klárlega á nýjum átökum í tilviki HARD-BREXIT.

Það virðist sennilegt IRA hefði samúð innan írska lýðveldisins eins og áður.
IRA fékk einnig oft stuðning frá Bandar. þ.e. Bandaríkjamönnum af írskum rótum.
--Þ.e. ekki sérdeilis ólíklegt að útkoman yrði átök að nýju.

  • Þetta er a.m.k. hluti af hverju ESB líklega mun ekki samþykkja kröfu Borisar um afnám Backstoppsins.

Líklega fer Boris bónleiður til Brussel!
Sennilega þvingar niðurstaðan Boris til að halda þingkosningar!
En Boris líklega getur ekki komið HARD-BREXIT í gegnum núverandi þing!
Til þess að endurtaka ekki vandræði Theresu May, tekur hann líklega slaginn!

Þingkosningar sem ég met líklegri en ekki, yrðu lokatækifæri - Remainers!

Út frá sjónarhóli - Remainers. Er það ekki alslæmt að Boris hafi skipað eingöngu BREXITERA í sína ríkisstjórn. Vegna þess, að það skýri línurnar.

Kosningin snerist þá eingöngu um - HARD BREXIT eða ekki!
Yrði - de facto, ný þjóðaratkvæðagreiðsla um BREXIT þar af leiðandi.

Jeremy Corbyn hefur ekki a.m.k. enn tekist að draga skýrar línur um afstöðu síns flokks.
Þetta hefur leitt til þess að margir - remainers, vantreysta Corbyn.

Hinn bóginn gæti kosning orðið að risastóru tækifæri fyrir - Frjálslynda flokkinn.
--Margir störðu á kosningaútkomu svokallaðs BREXIT flokks í kosningum til Evrópuþings.

Færri tóku eftir því að -- Frjálslyndi flokkurinn var nr. 2 í kosningunni.
Síðan er rétt að taka fram, miklu færri greiddu þá atkvæði, en munu greiða atkvæði í kosningum til breska þingsins.

  1. Sú kosning gæti samt bent til þess, að Frjálslyndi flokkurinn gæti komið mjög sterkt inn. Þegar maður gerir ráð fyrir að - Remainer kjósendur flokkist um hann.
  2. Margir gleyma því að þjóðaratkvæðagreiðslan fór 48% gegn.

Þá vissu kjósendur ekki nákvæmlega hvað þeir mundu fá út úr viðræðum við ESB.
Það virðist a.m.k. einhverjar líkur á, að þegar kjósendur standa frammi fyrir -- harðri lendingu út úr ESB, að einhverjir skipti um skoðun.

  1. Kosningin gæti því orðið mjög söguleg, hvort sem Boris mundi vinna eða tapa.
  2. Því í báðum tilvikum gæti Frjálslyndi flokkurinn endað með flr. þingmenn en Verkamannaflokkurinn.

--Vegna þess sem ég geri ráð fyrir verði - hópun Remainer kjósenda um Frjálslynda!
--Þetta  væri lokatækifæri þeirra kjósenda að snúa málinu við.

Segjum að - jaðarmöguleiki gæti verið óvæntur sigur Frjálslyndra yrði það stór.
Að hægt væri að mynda - remainer ríkisstjórn.
--Það væri áhættan sem Boris tæki.

Segjum að Boris mundi tapa.
Þá mundi væntanlega ekki blasa við honum löng formannstíð.
--Boris skv. því legði allt undir!

Niðurstaða

Ég held þrátt fyrir allt sé HARD-BREXIT nú mun líklegri en ekki, þó sú útkoma sé ekki fullkomlega örugg. Vegna þess að Boris líklega geti ekki treyst á að fá þingmeirihluta fyrir því sem væntanlega yrði tillaga til þingsins frá stjórninni að taka Bretland út úr ESB án samnings - þannig að sú tillaga fengi brautargengi. Vegna þess að Boris líklega vill ekki verða Theresa May - taka 2. Þá held ég að Boris fari fljótlega í þingkosningar.
--Í tilraun til að fá fram þing sem tilbúið væri að samþykkja HARD-BREXIT.

Þá yrði kosningin í reynd að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um BREXIT.
En það mál mundi algerlega í þeirri kosningu skyggja á allt annað óhjákvæmilega.

Ég reikna með því sem líklegu, að svo afdrifarík yrði sú kosning, að flokkakerfið á Bretlandi mundi riðlast. Líklega verða svokölluð -new alignment- kjósenda um Frjálslynda Flokkinn.

  • Það yrði þá eina áhugaverða spurningin, hversu góða kosningu sá flokkur mundi fá, þegar ég geri ráð fyrir að - remain kjósendur mundu safnast um þann flokk.

--Möguleikinn er sennilega þó einungis jaðarmöguleiki, að svo góða kosningu fengi hann að stefnan um BREXIT byði hnekki.
--Bendi á, að ef svo færi - hefði þá sá flokkur skýrt umboð til að keyra fram slíka stefnu.

Allt yrði þá undir í þeirri kosningu, fyrir Boris - hans persónulega pólitíska líf.
Ef hann vinnur, færi HARD-BREXIT fram!
--Þ.e. sennilega til muna líklegri möguleikinn, þó hinn sé til staðar samt sem áður!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur
  • Dollar karfa verdfall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 329
  • Frá upphafi: 866099

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 309
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband