Gæti Íran hafs styrkt stöðu sína eftir vel heppnaða árás á stærstu olíuhreinsunarstöð Saudi-Arabíu?

Hreinsistöðin við Abqaiq er ekkert smáræði, ef marka má tölur -- þá eru 5% heimsframleiðslu á olíu, hreinsað á þessum stað.
Eins og sést á fréttamyndbandi voru eldarnir ekkert smáræði!

Abqaiq–Khurais attack: Saudi Arabian officials stated that the attacks forced the shutdown of the facilities, cutting the country's oil production from 9.8 to about 4.1 million barrels of oil a day, losing 5.7 million barrels of oil a day or about 5% of the daily global production.

Fyrst að þarna fer um 5% allrar heimsframleiðslu - er þetta ekki smá viðkvæmur punktur

Eins og sést á korti er Íran miklu nær Yemen!

Image result for attacks on Abqaiq map

Líkur virðast ekki miklar Húthar frá Yemen hafi raun staðið að baki!

Við vtum ekki enn hvaða áhrif árásin hefur á heims-olíuverð, en ef Abqaiq stöðin kemst ekki fljótt í gang -- þá gætu áhrifin verið umtalsverð.

Tæknilega geta einhver lönd reynt að brúa bil með því að selja byrgðir, t.d. Bandaríkin -- mig grunar framleiðslu-aukning sé aðeins flóknari aðgerð, en að skrúfa frá krana.

  1. Þarna blasir við velheppnuð írönsk aðgerð, en ég reikna með því að Íranar hljóti að hafa staðið að baki -- þó Húthar séu til í að lísa yfir ábyrgð, svo Íranar geti neitað öllu, svokallað - deniability.
  2. Spurningin hvað þetta þíðir?
  • Ég lít svo á, Íran hafi sýnt styrk sinn -- sýnt fram a augljósa veikleika olíu-iðnaðar SA.
  • SA tapar tekjum, ef Abqaiq verður niðri töluverðan tíma.
  • Hærra heimsmarkaðsverð - væntanlega dregur úr neyslu í Bandar., Íran sýnir fram á að hugsanlega geti Íran -- ógnað sigurmöguleikum Donalds Trumps 2020.

Spurningin er því hvað gerir Trump? Munum fyrir helgi rak hann - Bolton.
--Einn möguleiki er einfaldlega sá, að Íran hafi styrkt samningsstöðu sína.
--Málið skapi þrýsting á Donald Trump, að hefja samninga við Íran sem fyrst.
Ég skil brottrekstur Boltons þannig -- DT sé nú afhuga stríði við Íran.
Ef þ.e. rétt skilið, þá gæti það verið rétt spil hjá Íran að auka þrýsting.
Þannig bæti þeir samningsstöðu sína, að sína fram á þeir geti ógnað 2020.

Beinar árásir á Íran mundu án vafa ræsa stríð við Persaflóa!
Vart þarf að spyrja þá rýkur heimsolíuverð upp og það mikið.
Efnahagslegar afleiðingar í Bandar. ofan á tjón þegar komið til vegna viðskiptastríðs við Kína -- án mikils vafa kreppa í Bandaríkjunum, og DT geti sagt bless til vona um sigur 2020.
--Ég les þannig í brottrekstur Boltons, að DT sé afhuga stríði vegna efnahags áhættunnar sem því fylgdi, og bælandi áhrifum stríðs því á sigurlíkur 2020.

  1. Ef þetta er allt rétt skilið, getur verið að árásin flýti fyrir ákvörðun DT að hefja samninga við Íran.
  2. Með því að skapa aukinn þrýsting, batni samningsstaða þeirra.

M.ö.o. að Íran kunni -- hard-ball.

 

Niðurstaða

Donald Trump hefur virst mér merkilega hljóður þessa helgi. Eins og hann sé óvenju íhugull. Vilji íhuga stöðu sína áður en hann hefur upp raust. Ég sá m.ö.o. á sunnudag ekkert Twít frá honum um árásina á Abqaiq olíustöðina. Sem er óvenjulegt, því yfirleitt er hann ekki lengi að tjá sig um stóra atburði.
Hann þarf auðvitað að íhuga vendilega hvernig hann bregst við.
Staðan er þannig virðist mér að það væri mögulegt að hleypa af stað stríði, með einni misheppnaðri aðgerð.
Ég virkilega held að brottresktur Bolton í sl. viku sé vísbending þess DT hafi tekið stríð við Íran af kortinu -- sem gæti skírt þessa bið eftir viðbrögðum DT að þessu sinni.

Kannski er þetta tækifæri til að bjóða upp á viðræður.
Íran hafi sýnt styrk sinn - þannig styrkt sinn heiður/stöðu.
--Ef ég geri ráð fyrir því Trump sé ákveðinn í því að forðast stríð, sé afar fátt sem hann geti gert Íran frekar til refsingar en hann þegar hefur gert sem ekki mundi auka stríðslíkur frekar.

Það er þá kannski málið að bjóða forseta Írans til Camp-David.

 

Kv.


Erdogan nýverið virtist hóta þjóðernis-hreinsunum gagnvart sýrlenskum Kúrdum - eða til vara senda milljón flóttamenn til Evrópu

Hótanirnar koma fram í ræðu sem Erdogan hélt þann 5. sept. sl.:

  1. We are taking steps to make the Syrian lands, between the east of River Euphrates and the Iraqi border, more secure
  2. We are determined to de facto start the safe zone establishment in the east of Euphrates, until the final week of September. It is ideal that we do this together with our American friends but if we do not build common ground, we shall begin on our own. Our aim is to settle at least 1 million Syrians in the safe zone along the 450km long borderline.
  3. This either happens or otherwise we will have to open the gates,
  4. To date, the EU has allocated 5.6 billion euros ($6.2 billion) out of the 6 billion ($6.6 billion) that was agreed, with the remaining balance due to be allocated shortly.

Menn senda auðvitað ekki milljón manns inn á afar takmarkað landsvæði þ.s. fyrir býr fólk.
Án þess að hrekja það fólk sem er fyrir - eitthvert annað.

  1. Magnað hvernig afstaða Erdogans til Kúrda virðist hafa snúist upp í fullkomið hatur gagnvart þeim - síðan flokkur tyrkneskra Kúrda vann kosningasigur 2015.
  2. Sá sigur um tíma ógnaði áætlun Erdogans - að færa völd forsætisráðherra yfir til embættis forseta, þar með að halda völdum yfir Tyrklandi - með því að færa sig yfir til embættis forseta, frá því að hafa lengi verið forsætisráðherra landsins.

Síðan 2015 -- hefur Erdogan hafið stríð gegn Kúrdum innan Tyrklands - óttast að þar hafi tínt lífinu tugir þúsunda Kúrda; en engin leið er fyrir utanaðkomandi að vita.
--Því Erdogan beitir lögreglu og dómstólum grimmt gegn sérhverjum er gerir tilraun til að rannsaka málið -- klassíska ásökun, samúð með hryðjuverkamönnum, menn fá hiklaust 10 ár í fangelsi, fyrir það eitt - að vilja rannsaka hvað raunverulega er í gangi.
--Enginn fjölmiðill fær að birta nokkuð um það innanlands-stríð, blaðamenn og ritstjórar miskunnarlaust handteknir - dæmdir, sama gildi um erlenda blaðamenn.

  • Þannig fjölmiðlar erlendir sem innlendir - geta ekki fylgst með.

Annað sem hefur gerst síðan 2015 - ítrekaðar árásir Erdogans á svæði sýrlenskra Kúrda, þar af á tveim svæðum hefur Tyrklands-her gert innrásir, hrakið sýrlenska Kúrda þegar á brott þaðan.
--Tyrkland rekur síðan þá takmarkað svokallað - öruggt svæði, en heimtar að fá að stækka það -- og halda hreinsunum á Kúrdum áfram að því er best verður séð.

  • Hann greinilega hyggst þvinga ESB lönd til að styðja slíkar þjóðernis-hreinsanir séu víkkaðar út - - gegn hótun um að senda þeim milljón Sýrlendinga.
  • Hann líklega þorir ekki að fyrirskipa hernaðarárás frekar á svæði Kúrda innan Sýrlands, meðan Bandaríkin enn - verja þau svæði.

Stuck in Syria, Turkey’s Erdogan makes but new threats

ErdoÄŸan’s aggression against Turkey’s Kurds—it’s personal

Bandaríkin sættu sig við -- takmarkað svæði undir stjórn/eftirliti Tyrkja!

The depth of the zone will not be 32km, as Ankara demanded, but 5-14km. 

En hingað til hindra vilja Erdogans í því að stækka það. Eins og Erdogan sjálfur sagði, vill hann -- senda milljón flóttamanna frá Sýrlandi inn á það takmarkaða svæði.
Ítreka ábendingu, erfitt að sjá hvernig það geti gerst án þess að hrekja Kúrda af þeim sömu svæðum -- sbr. þjóðernishreinsanir.
--Vart þarf að benda á að líklega þíddi þetta ef Tyrkir fengu heimidl til verks, að tyrkneskur her færi um með báli og brandi, murkaði líftóruna úr sveitum Kúrda er ólíklega gæfu svæði eftir - bardagalaust, auðvitað dræpu í leiðinni óþekktan fjölda almennra borgara - orsakaði óþekkt tjón á byggðum svæðum.

Bandaríkin hafa eðlilega hafnað þessu fram til þessa.
Donald Trump sagði ekki fyrir löngu síðan - ef Tyrkland réðist inn á svæði varin af Bandaríkjunum, mundi Trump tryggja að efnahag Tyrkland væri lagður í rúst.

  1. Það væru ákaflega slæm verðlaun til Kúrda, hafa staðið sig vel gegn ISIS.
  2. Að vera síðan þjóðernishreinsaðir.

Mjög einfalt, enginn mundi nokkru sinni treysta Bandaríkjamönnum.
Ef Bandaríkin leyfðu slíkt.
--Ef Bandaríkin vilja einhverntíma síðar geta gert bandalag við hóp á átakasvæði.
--Þau þurfa þau að hindra vilja Erdogans!

Þá alveg burtséð frá hve slæm samskiptin við Tyrkland hugsanlega verða.
En, hvort sem er, hvernig getur nokkur treyst Erdogan?

 

Niðurstaða

Erdogan virðist vera að smám saman þróast yfir í að vera grimmur harðstjóri. En ég kem ekki auga á hvað annað Kúrdar gerður honum -- en það að tyrkneskir Kúrdar um hríð töfðu áætlun hans um að færa vald forsætisráðherra stærstum hluta yfir á embætti forseta. Sem Erdogan í dag gegnir - seinna þvingaði Erdogan fram aðrar kosningar, stríð hans þá þegar hafið gegn Kúrdum innan Tyrklands -- hindraði að virðist stóran fjölda Kúrda í því að kjósa, að auki höfðu flestir leiðtogar þeirra verið handteknir - og dæmdir fyrir meinta samúð með hryðjuverkamönnum.
--Sá glæpur undir erdogan virðist geta verið hvað sem er, sem hentar Erdogan. T.d. líklega nóg að hafa líst yfir áhyggjum yfir líðan almennings í Kúrdahéröðum.
--Fyrir utan þetta, hafa lög sem vernda svokallaðan - heiður forsetans - verið gerð það grimm, að það virðist ekki hægt að gagnrýna Erdogan persónulega, án þess að lenda í fangelsi - nýlega var stjórnmálamaður dæmdur í fangelsi, fyrir athugasemdir sem viðkomandi sendi inn á netið um Erdogan -- frá 2012 sem sagt árum áður en Erdogan varð forseti.

  • Þannig, hann er þá einnig farinn að beita þeim lögum -- afturvirkt.
  • Sem væntanlega þíði, sérhver sem einhverntíma hafi gagnrýnt Erdogan, geti hvenær sem er verið hent í fangelsi -- viðkomandi fékk 10 ár.

Erdogan í kjölfar hreinsana innan Tyrklands virðist hafa gert dómstóla landsins að pólitísku tæki - sem sé miskunnarlaust beitt til að lama gagnrýni, og óháð eftirlit með gerðum stjórnvalda Tyrklands.

En hatur Erdogans á Kúrdum, er virðist persónulegt, sé sennilega það allra ljótasta í fari Erdogans.

 

Kv.


Er útbreiðsla neikvæðra vaxta sönnun þess að frjálslynd hagkerfi virka ekki, vísbending um yfirvofandi hrun vestrænna hagkerfa?

Var þátttakandi í umræðu á erlendum vef. Fékk athugasemd aðila, sem greinilega er þeirrar skoðunar -- að útbreiðsla neikvæðra vaxta, sé sterk vísbending þess að Vestræn hagkerfi virki ekki lengur - að það þurfi að kúpla frá frjálslyndri hagfræði til að forða yfirvofandi hruni.
Mig grunar þetta sé sennilega nokkuð vinsæl kenning á netinu!

 

Að mínum dómi er útbreiðsla neikvæðra vaxta - þvert á móti vísbending þess að frjálslynda hagkerfið er að virka!

Fyrst að fatta hvað er að baki.

  1. Í sinni einföldustu mynd, eru verð fyrir ávöxtun í fjölda Vestrænna ríkja að hríðlækka!
  2. Vegna þess að of mikið fjármagn er að leita sér ávöxtunar.
  3. M.ö.o. meira fjármagn, en framboð af ávöxtunar-tækifærum.

Þannig, að mínum dómi sé þetta klassíska spurningin um verð á markaði.

Að mínum dómi geti enginn umtalverður vafi verið að ástæða þessa ástands.
Að meira fé leitar eftir ávöxtun - en efnahagslegur grundvöllur sé fyrir.
--Sem sé klárlega af hverju vextir eru orðnir neikvæðir, í vaxandi mæli það.

  • Sé fólksfjöldaþróun!

Vestræn lönd séu að verða eldri - þ.e. hlutfall aldraðra og vinnandi fólks í eldri kanntinum, fari vaxandi -- samtímis fækkar í nýjum hópum inn á vinnu-markað.

Það þíði, sífellt vaxandi hlutfall íbúa!

  1. Annaðhvort vill ávaxta sitt pund - frekar en að fjárfesta eða eyða.
  2. Eða er þegar kominn á elli-lífeyri.

Þetta ástand, dragi úr hagvaxtargetu - því hlutfallslega færri vilja fjárfesta eða verja fé -- samtímis, vaxi sífellt þörfin fyrir að ávaxta fé.

Eðlilega verður e-h að láta undan, það eru vextirnir - í þetta sinn!

  1. Með neikvæðu vöxtunum má segja, markaðurinn sé að aðlaga andvirði þess fjármagns er leitar ávöxtunar.
  2. Niður að því framboði á ávöxtun sem hagkerfið eigi til.
  • Í raun, niðurfærsla á andvirði þess fjármagns!

Það mun auðvitað hafa afleiðingar - að fjármagnið sætti sig við nettó tap.
Þær afleiðingar verða líklega frekar í formi - reiðs múgs af öldruðum.
--Þegar síðar þeir átta sig á, að það sem stendur undir þeirra elli-launum, verði niðurfært að andvirði -- auðvitað þeirra kjör.

Ég sé ekki fyrir mér -- efnahagskreppu.
En það verða væntanlega hressilegar þjóðfélags-deilur!
--Hinn bóginn sé líklega engin leið framhjá því, að virðislækka kröfuna!

Það stafi af því - hún sé klárlega yfir þanþoli hagkerfanna.
Því ósjálfbær - það sé það sem markaðurinn tjái með neikvæðu vöxtunum.
--Niðurfærsla eignanna, leiði aftur fram efnahagslega sjálfbærni.

  • En leiði sennilega fram, harkalega þjóðfélagsdeilu!

Kreppan er þá þjóðfélags-kreppa, frekar en efnahags-kreppa!

 

Niðurstaða

Skv. mínum skilningi, þá sé framundan raun niðurfærsla mikils magns peningalegra eigna. Það fari greinilega ekki fram með verðbólgu, eins og oft gerðist í gamla daga -- fyrir tíma hins opna hagkerfis, heldur með hinum vaxandi neikvæðu vöxtum.

Þegar menn sakna hins gamla lokaða hagkerfis, bendi ég á að lausnir þess er það stóð frammi fyrir þeim vanda - að loforð til fólksins voru of dýr til að hagkerfið réði við þau loforð; voru yfirleitt verðbólga!

Neikvæðir vextir séu sennilega ef maður hugsar út í það - benign - aðferð í samanburði.
En ekkert sem sé efnahagslega ósjálfbært geti gengið upp til lengdar.
Allt slíkt þurfi alltaf að leiðrétta með einhverjum hætti.

--Það sé allt og sumt sem ég tel neikvæðu vextina vera, slíka leiðréttingu.
--Aðferðin sé nýstárleg, en þegar maður íhugar málið - ekki endilega órökrétt leið að markmiðinu að niðurfæra fjárhaglegar eignir niður að því sem sé efnhagslega sjálfbært.

 

Kv.


Innan 50 daga í embætti Boris Johnson kominn í vonlitla stöðu! Andstæðingar hans með stjórn á Brexit, Boris nær valdalaus!

Það verður að líta á áætlun Borisar Johnson að senda þingið í 5-vikna frý. Sem ein stærstu pólitísku mistök forsætisráðherra í seinni tíma sögu Bretlandseyja. En stað þess að leiða til sigurs og undirgefni andstæðinga.

Leiddi það hjörð andstæðinga sem fram á þann dag hafði verið margklofin hjörð.
Sameinaðist um eitt markmið -- að taka völdin af Boris.

Það virðist hafa tekist:

  • Andstæðingar hans tóku völdin yfir dagskrá þingsins sl. mánudagskvöld.
    Skv. breskum reglum, þíði það að þeir geta nú stoppað öll þingmál Borisar, með því einu að hafna því að taka málið á dagskrá.
  • Boris síðan, rak 21 þingmann Íhaldsflokksins - er höfðu gengið til liðs við andstæðinga hans í atkvæðagreiðslunni sl. mánudagskvöld.

Sú aðgerð virðist hafa veikt stjórnin frekar - því nú er hún án þingmeirihluta.

Boris og Jo Johnson!

Image result for boris johnson

 

 

 

 

Fregnir bárust síðan af því bróðir Borisar hefði sagt sig úr flokknum, þar með frá ráðherra-embætti er hann hafði.

Það virðist stefna í algert hrun Íhaldsflokksins í Skotlandi - næst þegar kosið verður, því ein þeirra sem sagði sig út flokknum, var leiðtogi Íhaldsmanna í Skotlandi, er leiddi kosningasigur þeirra þar síðast.

Reiknað með að skoski sjálfstæðisflokkurinn taki flest þeirra þingsæta.
Sá flokkur er mun líklegri en ekki - að styðja andstæðinga Borisar.
Ef til kosninga kemur og eftir þær er enginn flokkur með hreinan meirihluta.
Þannig að þurfi að mynda samsteypu- eða minnihlutastjórn með stuðningi.

  • Þetta er mesta hrakfalla-saga sem mig rekur mynni til, í tilviki bresks forsætisráðherra!

Hef ekki vitað nokkurn breskan forsætisráðherra í þetta þröngri stöðu eftir innan við 50 daga í embætti!

Labour set to reject Boris Johnson’s fresh push for snap election

Financial-Times fjallar þarna um tilraunir Borisar að þvinga fram kosningar!
En hann virðist hafa nær engin spil í hendi eftir!

  1. Einn möguleikinn sem þeir veltu upp, var að hann legði til vantraust á eigin ríkisstjórn -- en ef ríkisstj. í fellur í slíku þarf að kjósa.
    Auðvitað geta andstæðingar pent hafnað að taka slíka tillögu frá honum á dagskrá.
  2. Sú hugmynd virðist sækja á meðal andstæðinga Borisar - að þingið sjálft óski formlega eftir því við ESB, að Brexit sem annars verður 31/10 verði frestað.
    Hinn nýi þingmeirihluti ætti að geta gert slíkt.
    ESB mundi líklega veita frestinn, ef formlega er óskað eftir honum.
  3. Síðan yrði boðað til kosninga - eftir 1/11.

Það sem menn horfa á, að þá væri Boris búinn að klúðra loforði sem hann veitti - Farage, Brexit-flokki hans -- að koma Bretlandi út síðasta lagi 31/10.
Menn reikna með því - þetta skapi deilur meðal Brexitera.
Harðir Breixterar verði ósáttir við Boris, þeir kjósi frekar Brexit-flokkinn en íhaldsflokkinn.
--Slíkt mundi auka líkur á kjöri þingmanna er væru á annarri línu en Boris og Brexiterar, þ.s. kosningakerfi Bretlands geri það ólíklegt atkvæði til Brexit-flokksins leiði til kjörinna þingmanna, þannig fleiri atkvæði til þeirra - er líklega leiddu til færri til Íhaldsflokksins, þíddu þá -- fækkun Brexitera á þingi.

Síðan væri hann búinn að sitja nær áhrifalaus í vikur - mundi veikja ímynd hans.
Forsætisráðherra með ímynd sem veikur og ráðalaus, trekkir ef til vill síður að.

  • Hugmyndin virðist sú, að vænlegra geti verið að kjósa eftir 1/11.

Svo fremi ESB hafi samþykkt beiðnina um viðbótar frest á Brexit.

 

Niðurstaða

Undanfarna daga hefur veröldin orðið vitni að sennilega hraðasta stjörnuhrapi bresks forsætisráðherra í manna-minnum. Boris á innan við 50 dögum, orðinn nær áhrifalaus - án valda. Andstæðingar hans á þingi búnir að taka yfir stjórnina á Brexit.

Nún virðast plottin snúast um að finna óhagstæðasta hugsanlega kjördag fyrir Boris.
Samtímis og stefni í að þingið sendi beiðni til Brussel um viðbótar frest á Brexit.

Ég hélt ég sægi ekki forsætisráðherra meira niðurlægðan en Theresu May.
En Boris virðist ætla að takast að slá hana út með undraverðum hraða.

 

Kv.


Andstæðingar Boris Johnson innan þingsins virðast hafa lagt í rúst áætlun harða Brexitera að hóta Hard-Brexit í tilraun til að kalla meint bluff ESB í samningum!

Með aðstoð uppreisnar-þingmanna meðal Íhaldsflokksins, hefur myndast nýr þingmeirihluti innan breska þingsins -- að virðist gegn ríkisstjórn Borisar Johnson, á mánudagskvöld hafði sá nýi meirihluti sigur á þeim þingmönnum Íhaldsflokksins sem héldust hollir ríkisstjórninni.

  1. Það sem gerðist er að ríkisstjórnin -- missti stjórn á dagskrá þingsins.
  2. Það þíðir, að þessi nýi meirihluti -- getur neitað ríkisstjórninni, um að taka - Hard-Brexit á dagskrá, þar með að greiða atkvæði um slíka tillögur.

Þar með virðist útspil ríkisstjórnarinnar, að ætla að semja við ESB að nýju.
Með hótun um - Hard-Brexit í bakhöndinni, hrunið.

Conservative rebels defeat Johnson’s Brexit strategy

A total of 21 Tory MPs, led by former chancellor Philip Hammond...backed moves to pass an emergency law to stop a no-deal Brexit"

Þetta er engin smáræðis uppreisn.
Þessir einstaklingar eru væntanlega hataðir meðal Brexit-sinna.

Þó Financial-times meti þá hafa kastað ferlinum frá sér, gæti það verið þeir hafi grætt fylgismenn utan Íhaldsflokksins með sínum atkvæðum.

Hver veit hvað það þíðir - en kannski tekur ferill þeirra aðra stefnu frekar en vera búinn.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort Boris leitat við að knýja fram kosningar.
En um daginn, hótaði hann kosningum -- yrði hann blokkeraður á þinginu.

En það sé ekki hægt að slíta þinginu nema 2/3 þingmanna samþykki.
Þannig að Boris yrði þá að semja um -- kjördag.

Ósennilegt að andstæðingar hans yrðu tilbúnir í annan kjördag en þann sem veitir svigrúm fyrir -- nýtt kjörið þing til að taka afstöðu til Brexit.
--Sem sagt, vel fyrir 31/10 nk.

  • Hætta fyrir Boris að enda -- lame duck.

Kannski vænlegra að veðja á kosningar -- vinna allt eða tapa öllu.

 

Niðurstaða

Atburðir mánudagsins á breska þinginu virðast henda áætlunum Brexit-sinna um Brexit upp í háaloft. Þar sem nýr ríkjandi meirihluti þingsins greinilega hafnar - hörðu-Brexit. Ætlar að hafna því að taka nokkra slíka tillögu til atkvæðagreiðslu.
Virðist nálgun ríkisstjórnar Borisar Johnson hrunin!

Óvíst er hvort meirihluti sé fyrir því að fella ríkisstjórnina með vantrausti.
En kannski er það næsta skref hins nýja þingmeirihluta, ef þeir geta komið sér saman um slíka tillögu. Ef það gerðist gæti verið að Corbyn gerði tilraun til að mynda minnihlutastjórn - kannski er líklegra þingi yrði slitið. Kemur í ljós.

 

Kv.


Boris Johnson hótar kosningum 14/10 nk. Hann stendur frammi fyrir óhlýðni innan Íhaldsflokksins. Hópi þingmanna er plottar gegn honum með engum öðrum en Corbyn

Ég verð að álykta að plottið sem snýst um að -- þingið taki af forsætisráðherra, umráð yfir dagskrá mála á þinginu - sé raunveruleg ógn við stöðu hins nýja forsætisráðherra!
En ef það tekst, að taka umráð yfir dagskrá þingsins af ríkisstjórninni - þá gæti t.d. þingið pent neitað að taka mál á dagskrá sem Boris vill!

Image result for boris johnson pm

  1. Augljósa hótunin væri, að neita að taka á dagskrá -- Hard-Brexit.
    En sú hótun er hvorki meira né minna, kjarni plotts ríkisstjórnarinnar er kemur að hugmynd ríkisstjórnarinnar um það - hvernig á að semja við Brussel.
  2. Ef þetta tekst, væri yfirlýst taktík nýju ríkisstjórnarinnar - hrunin áður en hún kemst til framkvæmda!

Boris Johnson threatens to call October 14 election

Áður hafði Boris hótað að reka þá sem hafa innan flokksins hafið skipulega óhlýðni gegn honum.
En vandinn við það, svo margir eru þeir - að ef Boris ræki þá, mundi ríkisstjórnin snarlega missa meirihluta sinn á þingi.

  • En getur Boris staðið við hótun um - þingslit?

Mér er sagt á vef Financial-times að -- Verkamannaflokkurinn, mundi geta -- blokkerað a.m.k. tímabundið - yfirlýsingu um þingslit.
Vegna þess að slík yfirlýsing þurfi skv. reglum breska þingsins - 2/3 meirihluta.

Boris gæti líklega fengið fram þingslit.
En ekki fyrr en hann hefur samið við Verkamannaflokkinn -- um kosningadag.

Ég geri ráð fyrir að Verkamannaflokkurinn gæti sæst á 14/10 nk. þ.s. Brexit verður ekki fyrr en um mánaðamótin í lok sama mánaðar.
Þannig að tæknilega gæti nýr þingmeirihluti tekið ákvörðun í tæka tíð!

 

 

Niðurstaða

Það er ekki mikið meira um þetta að segja - fylgjast með fréttum. En ef plott andstæðinga Borisar tekst, þá mundi Boris leggja allt undir í kosningabaráttu.
Slík kosning væri um Brexit eða ekki Brexit - de facto önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.
Ég geri þá ráð fyrir að Boris eigi þess engan annan kost en að kosning fari fram -- á 11. stundu fyrir Brexit. Þannig, að kjósendur fái þá lokatækifæri til að ákvarða framtíð Bretlands.

Í mínum augum er kosning hin sanngjarna leið. En alls óvíst er að Brexit njóti stuðnings meirihluta Breta. En svo margt er öðruvísi í dag, en Brexiterar lofuðu er þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram. Í ljósi afstöðu stjórnarinnar - Brexit hvað sem það kostar. Er staðan mjög mikið með öðrum hætti, en Brexiterar lofuðu kjósendum.

Ég get ekki samþykkt -- umboð sé teyjanlegt út í það óendanlega.
Á hinn bóginn, fá kjósendur þá tækifæri til að velja aftur.
Ef Boris hefur betur -- væri umboð hans ótvírætt.

Ekki útiloka fyrifram að kjósendur skipti um skoðun.

 

Kv.


Enn eitt ríkisgjaldþrot Argentínu -- Groundhog Day

Við lesningu á greiningum á ástandi Argentínu árin sem Macri hefur stjórnað frá 2015. Þá birtist mynd af landi er stóð efnahagslega á brauðfótum. Eftir niðurfærslu skulda, stóðu þær sannarlega í ca. 40% af þjóðarframleiðslu - mestu í eigu útlendinga, 70% í bandarískum dollurum.
--Hallarekstur ríkisins var mikill - rúm 30% íbúa taldist fátækir.

Argentina - the crisis in six charts

  • Eins og sést, hallareksturinn brjálæðislega mikill.

Government deficit

Verulegur hluti halla-rekstrarins, stafaði af -- margvíslegum niðurgreiðslum á brýnum nauðsynjum, sem fyrri forseti frú Kirchner hafði sett inn.
Þær niðugreiðslur voru vinsælar -- en afar kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð.

Macri skar þær nokkuð niður - það skapaði óvinsældir, hefur aukið nokkuð fátækt, minnkað neyslu. Þetta olli einnig nokkuð hækkaðri verðbólgu, því minnkaðar niðugreiðslur þíddi þær vörur hækkuðu í verði - og er hluti samdráttar í hagvexti þ.s. hækkanirnar bældu neyslu.

Hinn bóginn voru þetta samt - nauðsynlegar aðgerðir, því niðurgreiðslurnar voru stór hluti vandans, sem viðheldur skuldastöðu ríkisins í síhækkandi skulda-spíral, því endurteknum gjaldþrotum. Hagvöxtur búinn til - til skamms tíma þannig, er ósjálfbær auðvitað.
-----------------
Hinn bóginn bendir allt til þess að næst ríkisstjórn og forseti, muni hækkar niðurgreiðslurnar að nýju -- til þess að kaupa sér skammtímavinsældir, á kostnað ríkisins!

From Dry Run Election to Quasi Default :Opposition presidential candidate Alberto Fernandez told Dow Jones today that the country was in a virtual default and that he was unwilling to support the government’s debt plan. By contrast, he would look to boost consumption and wouldn’t ask permission from the IMF to do it.

Algerlega galin stefna, en vart hægt að sjá annað en að -- hraðinn á uppsöfnun skulda vaxi frekar við slíkar ákvarðanir.

  1. En þrátt fyrir nokkurn niðurskurð.
  2. Hafa skuldir ríkisins samt hækkað hratt undir Macri - standa nú nærri 90% af GNP.

--Eftir að hafa í rúm 40% við valdatöku - rétt að benda á að við fyrra gjaldþrot Argentínu kringum 2000, hafði stórfelld afskrift farið fram.
--Vextir á þessum skuldum voru líklega háir - vegna uppsafnaðs vantrausts.

Alveg mögulegt að það hafi kostað svipað miðað við þjóðartekjur að borga af þeim, eins og það kostar Ítalíu miðað við þjóðartekjur að borga af 130% skuldum þess lands. Það þarf einungis að vextir Argentínu séu 3-svar sinnum hærri að meðaltali.

Rétt að taka fram, að þ.s. mikið af þessu er í dollar -- skiptir gengisfall Pesósins um rúm 50% á sl. ári miklu máli í þessari hækkun skuldanna samanborið við landsframleiðslu.
Hinn bóginn, er viðvarandi hallarekstur að sjálfsögðu - stórum hluta hin ástæðan.
Þ.e. hallarekstur sem Kirchner tók í arf frá fyrri ríkisstjórn!

  • Stórum hluta um það gengisfall, virðist hafa ráðið að á sl. ári hóf Seðlab.Bandar. að hækka vexti að nýju - eftir þeir höfðu staðið í núll um nokkurt árabil.
  • Það hafi leitt til þess, fjármagn leitaði frá mörgum löndum - Argentína virðist hafa orðið verst úti.

--Þetta var óheppni fyrir Macri, ekki atriði sem hann gat stjórnað.
En auðvitað, þeir brauðfætur sem Argentína stendur á, viðvarandi hallarekstur og hættuleg skuldasöfnun, einnig stór ástæða fyrir því einnig -- af hverju fjárfestar misstu svo snöggt áhugann á Argentínu.

  1. Ef á að kenna Macri um e-h, er það að hafa ekki verið mun harðari í umbótum.
  2. Þær voru það varfærnar, að hallareksturinn hélt áfram vera mikill - skuldasöfnun samt hröð, en þó skar hann nægilega mikið -- til þess að fá marga íbúa upp á móti sér.

Hinn bóginn, sé ég ekki hvernig sú útkoma að Perónistar komist aftur til valda, standi án vafa við loforð að auka enn við halla-reksturinn.
--Geti leitt til annars, en -- enn eins messy þjóðargjaldþrots Argentínu.

  • Málið er, Macri tekur við ósjálfbæru búi.
  • Tekst ekki að snúa því við gera það sjálfbært.

Við tekur sá flokkur sem skapaði það ástand, og ætlar sér greinilega að kæra sig kollótta, þó landið sé kaffært eina leiðina enn -- miðað við svör forsetaframbjóðanda Perónista.
--Er allt Macri og AGS að kenna!

Greinilega ekkert athugavert við að keyra ríkissjóð á stórfelldum hallarekstri - viðhalda viðskiptahalla -- og ástandi er rökrétt leiðir fram, þjóðargjaldþrot ca. á 20 ára fresti.

  • Útflutningurinn í dag virðist stærstum hluta vera maís og soija.
    --Ekki lengur sem áður var, nautakjöt.

Land sem fær enga fjárfestingu að utan, á afar litla von.
Fast að virðist í fátæktargildru -- sjálfskapaðri.

Yfirlýsing Standard&Poors: Argentina Downgraded To 'SD' On Maturity Extension Of Short-Term Debt; Long-Term Issue Ratings Lowered To 'CCC-'.

This has immensely stressed debt dynamics amid a depreciating exchange rate, a likely acceleration in inflation, and a deepening economic recession. - The heightened vulnerabilities of Argentina's credit profile stem from the quickly deteriorating financial environment, the absence of confidence in the financial markets about policy initiatives under the next administration--elections are not until October--and the inability of the Treasury to roll over short-term debt with the private sector.

Þeir meta sem sagt skuldir Argentínu -- mjög viðkvæmar, líkur á því að endurgreiðsla fari ekki fram háar. Mér skilst að 100 ára skuldabréf Argentína seldi fyrir tveim árum -- standi nú í 40% af upphaflegu söluvirði.

 

Niðurstaða

Argentína land sem virtist einu sinni hafa allt með sér, eitt auðugasta land í heimi - í dag með 40% íbúa sem skilgreinast fátækir, verðbólgu eina ferðina á leið í að verða stjórnlaus. Hratt versnandi skuldastöðu vegna hallarekstrar sem ríkisstjórn sem líklega fellur fljótlega fékk í arf frá fyrri ríkisstjórn -- fyrir stjórnarflokkur tekur líklega aftur við, og virðist ljóst að sér einungis það sem lausn að auka enn hraðann á söfnun skulda með því að auka hallarekstur enn frekar. Miðað við orð frambjóðanda Persónista, ætlar hann að kenna fráfarandi forseta og AGS um allt -- og láta sem ekkert sé athugavert við brjálæðislegan hallarekstur.
Síðan má reikna með - er yfirvofandi gjaldþrot landsins fer fram, þá verði þjóðinni sagt að allt sé að kenna því vonda fólki sem keypti af argentínska ríkinu skuldabréf. Og auðvitað eina ferðina enn, verður þeim aðilum boðið -- að megnið af þeim bréfum verði afskrifuð.
--Mér virðist niðurstaðan sú, að aðilar eigi að hætta að fjármagna sukk stjórnvalda þessa lands, með kaupum þeirra bréfa - þó þau séu boðin gegnt háum vöxtum.
--En það virðist alltaf enda í næsta gjaldþroti ca. 20 árum síðar. Og eina ferðina enn verði þeir sem keyptu skuldabréf, snuðaðir að stærstum hluta um sína eign.

Ef enginn mundi kaupa, hvernig gætu Persónistar haldið sömu hringavitleysunni áfram?

Kv.


Ákvörðun Boris Johnson að í heilar 5 vikur verði tekið þinghlé í Bretlandi virðist árás á lýðræðisfyrirkomulag Bretlands

Það er hægt að rífast aftur og bak - og fram, hvað er lýðræði. En þingmenn eru einnig kjörnir af kjósendum. Þeir ekki síður en ríkisstjórnin -- hafa umboð kjósenda. Rétt að taka fram að ríkisstjórn Bretlands þess fyrir utan, hefur ekki - öruggan þingmeirihluta. Þarf að taka því að njóta stuðnings annars flokks, til að ná málum í gegn.
Rétt auk þess að taka fram, að síðast þegar kosið var til þings - var loforð stjórnarflokksins, að ná sem bestri niðurstöðu í samningum við ESB.

Hard-Brexit þar af leiðandi, eins og nýja ríkisstjórnin keyrir á það.
Er ef út í það er farið, gegn kosningaloforðum Íhaldsflokksins.
Því vel rökstyðjanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki umboð kjósenda til slíkrar ákvörðunar!

Boris Johnson’s suspension of parliament is an affront to democracy

Uproar as Boris Johnson shuts down parliament to protect Brexit plan

  1. Þinghléið á að gilda frá 2. viku í september til 14. október.
  2. 17. október á að vera leiðtogafundur innan ESB - draumur Borisar að þá fái hann sitt fram, og hafi rétt svo nægan tíma til að fá þingið til að greiða atkvæði um þann -drauma-samning.-
  3. 30. október fellur Bretland út úr ESB án samnings, ef ekki semst fyrir þann tíma eða ESB veitir framlengingu á Brexit.

Þetta skilur eftir mjög stuttan tíma fyrir þingið, ef eins og líklega fer -- för Borisar til Brussel verður árangurs-laus.

--Þinghléið er óvenjulegt, vegna lengdar.
--En einnig tímasetningin, mikilvægasta mál seinni áratuga í Bretlandi í gangi.

Tilgangurinn virðist vera á, hindra þingið í því að trufla ríkisstjórnina, meðan hún segist ætla að gera tilraun til að semja við ESB.
Plott Borisar - að hámarka trúverðugleika Hard-Brexit hótunar segir hann, ef þingið truflar þá minnkar sá trúverðugleiki!

Vandinn við þetta er - að þ.e. lýðræðislegur réttur þingmanna, að einmitt gera sitt til að taka þátt í þeirri atburðarás sem er í gangi -- ekki síður en ríkisstjórnarinnar sjálfrar.
Bretland er þingbundið stjórnarfar -- forsætisráðherra er ekki einræðisherra kjörinn 4-hvert ár.

  • Það sem blasir við er að líklega hefði þingið fellt -- Hard-Brexit.

Þ.s. ítrekað hefur komið fram að þingið er sammála um að vera andvígt þeirri útgáfu.
Það versta sem þá gerðist er, að Brexit gæti dregist frekar á langinn.

--Í því skyni að gera tilraun til að hafa betur í hæpnu - gambli.
--Þá ætlar Boris að svipta þingmenn sínum lýðræðislega rétti til að hafa áhrif á Brexit yfir þetta mikilvæga tímabil.

Að sjálfsögðu mundi þingið hafa áhrif á hugsanlegar viðræður Borisar við ESB.
En þ.e. einnig þess lýðræðislega réttkjörni réttur!

  1. Málið er að ég stórfellt efa að Boris þvingi ESB til undangjafar með Hard-Brexit hótun sinni.
  2. Þannig að þessi aðferð hans, þess í stað stórfellt auki líkur á þeirri útkomu.

Ég efa að meirihluti Breta sé raunverulega fyrir -- Brexit hvað sem það kostar.
En Hard-Brexit mun sannarlega kosta mjög verulega í lífskjörum Breta.

 

Niðurstaða

Það sem Boris Johnson er að reyna virðist mér augljóst tilræði við þingbundið stjórnarfar. Mjög varasamt fordæmi, að víkja þinginu til hliðar - stjórna með tilskipunum á meðan. En Boris er ekki sá eini er gæti hugsanlega nýtt sér slíkt fordæmi. Aðrir koma aftir hann.

Ef marka má fréttir, ætlar fjöldi þingmanna að gera tilraun til að koma ríkisstjórninni frá með yfirlýsingu um vantraust. Ríkisstjórnin hefur látið í það skína, að stjórnin muni samt sitja.

If MPs pass a no-confidence vote next week, then we won’t resign, -- We won’t recommend another government. We’ll dissolve parliament call an election between November 1 and 5.

Ef atkvæðagreiðslan í nk. viku fer gegn ríkisstjórninni, sjálfkrafa skv. breskum lögum er þingi slitið eftir 14 daga. Það væri þannig séð frábært tækifæri fyrir breskt lýðræði.

Ef Boris mundi hafa betur, væri hann með óskorað umboð. Á hinn bóginn, hefði þjóðin einnig tækifæri til að skipta um skoðun. Slíkar kosningar væru í eðli sínu önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit - þ.s. Brexi mundi klárlega skyggja á allt annað.

Greitt væri atkvæði um framtíð Bretlands, engar kosningar gætu verið mikilvægari í bresku samhengi.

 

Kv.


Stealth orrustuvél virðist loksins við það að komast í notkun í Rússlandi!

Framleiðsla á að hafa hafist seint í júlí á þessu ári, þ.e. því hugsanlegt að fyrstu framleiðslu-eintök séu komin í formlega notkun. Vegna vandræða við þróun hreyfla hefur að virðist verið ákveðið að vélin verði fyrst í stað framleidd með eldri gerð hreyfla í uppfærðri mynd. En stefnt að því að sá hreyfill sem fyrirhugað er að verði notaður taki yfir í framleiðslu síðar!

Samanburður á Su57 og F22

Sukhoi Su57

SU57 Sch.jpg

Lockheed Martin F22 Raptor

Höfum í huga að það getur verið flókið að átta sig á hvað er betra/verra.

  1. Skv. óháðum sérfræðingum - virðist Rússland hafa valið að fókusa stealth eiginleika að framan-verðu, sætta sig við að þeir eiginleikar séu lakari frá öðrum sjónarhornum.
  2. Su57 virðist hafa getu til að bera stærri vopn - annaðhvort langdræga eldflaug til að skjóta niður stærri flugvélar, eða stóra stýriflaug til að beita gegn skipum. Með því að rými til slíks staðsett milli hreyfla virðist stærra, lokað rými.
  3. Það geti bent til þess að fókus Rússa sé annar en Bandaríkjamanna, sem virðast hafa fókuað á - stealth - og verið til í að vélin hefði mjög takmarkaða getu til vopnaburðar.
    --En fókus F22 virðist á - air superiority - eingöngu.

Ef ég ætti að tjá tilfinningu mína - er F22 líklega meira - stealthy.
En hvað sem því líður, þá væntanlega getur Su57 komist mun nær t.d. bandarískum skipum, eða t.d. AVACS radar-vélum, áður en radar nær að nema hana - en eldri rússn. vélar.

Það auðvitað einnig, gerir henni væntanlega mögulegt að komast einnig nær F35 --

F-35A off the coast of Northwest Florida

áður en flugmaður slíkrar vélar nær að sjá hina rússnesku. Auðvitað svo fremi að rússneska vélin nái að sjá F35 vélina fyrst.

Rússar segja Su57 liprari í loftinu en F22. Vegna þess að vendi-knýr þeirra hreyfla sem stendur til að verði á endanum notaðir -- þó fyrstu vélarnar verði framleiddar með öðrum eldri hreyflum -- sé stýranlegur í fleiri áttir.

Hinn bóginn til þess að það skipti máli, þarf rússneska vélin fyrst að finna bandarísku vélina.
Báðar virðast hafa svipaðan hámarks-hraða, svokallaður - super cruise - hraði svipaður einnig.
Rússneska vélin er yfir langdrægari væntanlega vegna stærri eldsneytistanka. Munurinn er þó ekki mikill.

--Rétt að benda á að bandaríska vélin var framleidd á árunum 2006-2011, 187 framleiddar.
--Það eru m.ö.o. 13 ár síðan F22 var fyrst tekin í notkun.

Bandaríkin hafa ekki metið að þörf sé fyrir fleiri framleiddar vélar.
Hugmyndir um að smíða nýjar útgáfur af henni, hafa ekki verið fjármagnaðar.
En vélar í notkun hafa þó verið margsinnis tæknilega uppfærðar.

  • Skv. lögum er allur útflutningur á F22 bannaður.
  • Meðan Rússar hyggjast selja Su57 sem víðast.

Þ.e. sennilega óhjákvæmilegt fyrir Rússa - enda hagkerfi þeirra dvergur miðað við Bandaríkin, m.ö.o. þeir þurfa örugglega á peningunum að halda, fyrir prógrammið.
--Líklega þíðir það að mun fleiri Su57 verða fyrir rest framleiddar.

Einungis ef Rússar lentu í slag við Bandaríkin, gæti það gerst að F22 og Su57 tækjust á.
Mun meiri líkur á að F35 og Su57 lendi saman.

Enda ætla Rússar að selja þær væntanlega sem víðast.
Meðan Bandaríkin ætla sér það sama með F35.

  1. Rétt að benda á, F35 er töluvert smærri vél, er með einn hreyfil.
  2. Hún hefur greinilega minni hraða, líklega ekki eins lipur í loftinu og töluvert minna drægi.

Hinn bóginn, skiptir það ekki rosalegu máli - fyrr en rússnesk smíðuð vél getur fundið hana.

  • Rússneska vélin virðist ekki hafa eins öflugan infrarauðan búnað og F35, en á F35 horfir búnaðurinn í allar áttir - meðan að á rússnesku vélinni fókusar hann fram, á smáum turni við hliðina á stjórnklefanum.
  • Rússneska vélin hefur mjög öflugan radar er getur skipt ört um tíðni til að minnka líkur á - jamming - auk þess að vera öflugur, afl einnig minnkar líkur á - successful jamming.

Gallinn við að beita radar - er sá að þ.e. sama og segja -- hér er ég.
M.ö.o. ef Su57 vél væri að leita að F35 vél, og hefði ekki enn fundið F35 vélina - kveikti á radarnum, samtímis hefði F35 vélin ekki heldur enn fundið Su57 vélina. Mundi flugmaður F35 vélarinnar sjá Su57 vélina nákvæmlega hvar hún er strax og radarbylgjurnar eru numdar af þar til gerðum nemum. Ef F35 vélin væri í nægilegri fjarlægð - vegna þess að hún er - stealth - vél þarf sú fjarlægð ekki endilega vera mjög mikil, mundi radar Su57 vélarinnar líklega samt ekki sjá hana! Í slíku tilviki mundi F35 vélin líklega skjóta Su57 niður.

Hinn bóginn, greinilega á flugmaður Su57 betri möguleika á - kill.
En flugmaður nokkurra af hinum eldri gerðum rússnesk smíðuðum enn í notkun.

  • Indland var um hríð samstarfsaðili í Su57 prógramminu, en hætti því á sl. ári - opinber skýring að - stealth - eiginleikar væru ónógir.

Þó ímsir velti því upp að annað hafi hugsanlega komið til, að Rússar hafi að mati Indverja ekki boðið Indlandi, næga möguleika til að framleiða sjálfir - Rússar hafi á enda ekki verið til í að heimila Indlandi að framleiða hana sjálfir.
--Indverjar séu enn að leita að framtíðarvél fyrir Indland, samtímis vill byggja upp flugvélaiðnað.

 

Niðurstaða

Það er auðvitað óþekkt hversu gott - stealth - Su57 raunverulega er. Ekki ástæða til annars en að taka fullyrðingar frá Rússlandi - með saltkornum. Þeir vilja auðvitað selja sem víðast, eins og sölumönnum háttar - gætu verið nokkrar íkjur á ferð.

Spurningin hvaða - stealth - vél er betri. Þegar menn eru að tala um þann feluleik sem framtíðar loftbardagar fela væntanlega í sér. Þá væntanlega verða gæði - stealth - eiginleika jafnvel lykilatriði. Þegar vopn sem vélar bera, eru líklega það öflug. Að sá sem fyrst sér er líklega nærri alveg öruggur að skora fyrsta - kill.

Drægi er sennilega mikilvægt, rússneska vélin er langdræg. En vél skýtur ekki niður þ.s. hún sér ekki - það gildi burtséð frá hvaða vél á í hlut.

--Mig grunar að F35 þrátt fyrir allt, hafi enn forskot vegna infrarauðs myndavélabúnaðar, er gerir mögulegt að sjá andstæðing óháð hvaða átt sá nálgast.
--Án þess að radar sé beitt, og samtímis miða með þeim búnaði án þess að radar sé beitt.

Kannski síðar mun Rússland uppfæra sína vél með jafn góðum infrarauðum leitarbúnaði.
En það er atriði sem síðari tími leiðir í ljós, og auðvitað eru Kanar stöðugt að uppfæra þær vélar sem þeir hafa þegar framleitt - og selja uppfærslur einnig til allra þeirra sem hafa keypt af þeim.

Staðan er því alltaf á hreyfingu!

 

Kv.


Trump virðist ekki ætla að kæla viðskiptastríðið við Kína

Þetta má lesa út úr Twítum eftir hann yfir helgina!

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23 As usual, the Fed did NOTHING! It is incredible that they can “speak” without knowing or asking what I am doing, which will be announced shortly. We have a very strong dollar and a very weak Fed. I will work “brilliantly” with both, and the U.S. will do great...

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23 ....My only question is, who is our bigger enemy, Jay Powell or Chairman Xi?

--Ákvað að setja þetta hinn, því samanburður Trump á Xi og Powell er svo spes.
--Það fyrir það, að bandar. seðlab. lækkaði ekki vexti fyrir helgina!

Skv. yfirlýsingum seðlab.Bandar. undanfarið - er viðskiptastríðið ógn við hagvöxt.
Sem bendir til þess - að ef Trump hefur áhyggjur af hagvexti.
Gæti hann sjálfur kælt niður viðskiptastríðið!
--Hinn bóginn, virðist Trump ekki á þeim buxunum!

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23 Our Country has lost, stupidly, Trillions of Dollars with China over many years. They have stolen our Intellectual Property at a rate of Hundreds of Billions of Dollars a year, & they want to continue. I won’t let that happen! We don’t need China and, frankly, would be far....

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23....better off without them. The vast amounts of money made and stolen by China from the United States, year after year, for decades, will and must STOP. Our great American companies are hereby ordered to immediately start looking for an alternative to China, including bringing..

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23....your companies HOME and making your products in the USA. I will be responding to China’s Tariffs this afternoon. This is a GREAT opportunity for the United States. Also, I am ordering all carriers, including Fed Ex, Amazon, UPS and the Post Office, to SEARCH FOR & REFUSE,....

Ég er fullkomlega ósammála Trump varðandi fyrirbærið viðskiptahalli:

  1. Málið er að innflutningur - stjórnast stærstum hluta af neyslu í því landi sem flytur inn.
  2. Þannig séð, sé þetta fyrirbæri neysla umfram framleiðslugetu eigin hagkerfis.
  3. Mér finnst persónulega - kjánalegt að tala um viðskiptahalla sem, tap/jafnvel þjófnað.
    --Eins og bandar.hagkerfið virkaði eins og fyrirtæki.
  4. Þetta sé - val bandar. neytenda, milljóna frjálsra einstaklinga, sem ekkert utanaðkomandi stjórnar -- nema þeirra kaupgeta; er ráðist af þeirra launum og hins vegar gengi Dollars.
  5. Málið er að þegar bandar. hagkerfinu gengur vel -- styrkist dollarinn alltaf, og innflutningur því vex.
    --Þetta hafi alltaf verið þannig síðan dollarinn var búinn til í fyrsta sinn.
  6. Kaldhæðna er því, með áherslu á hagvöxt -- hlaut gengi dollars að hækka, þar með viðskiptahalli Bandar. að vaxa.
    --Þetta sýna einmitt hagtölur í Bandar. Nefnilega að þrátt fyrir tolla, er viðskiptahalli Bandar. í ár - meiri en á sl. ári.
  • Rétt að nefna, atvinnuleysi i dag er komið niður fyrir 4% --> Ef Kínaa hefur verið að stela störfum, eins og sumir tala um --> Er algerlega á tæru, miðað við lágar atvinnuleysistölu nú í Bandar.
  • Að það væri ekki mannskapur á lausu innan Bandar. til þess að maanna þau framleiðslustörf - sem fullnægja þeirri eftirspurn sem er flutt inn frá Kína!

Þetta virðist algerlega blasa við - að ábending mín sé rétt, að það sem knýi viðskiptahallann í Bandaríkjunum, sé eftirspurn bandar. neytenda -- sem sé umfram framleiðslugetu eigin hagkerfis.
Það sé m.ö.o. ekki mögulegt að fullnægja henni, innan ramma Bandar. sjálfra!
--Eins og Trump virðist greinilega samt gera kröfu til.

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23...For many years China (and many other countries) has been taking advantage of the United States on Trade, Intellectual Property Theft, and much more. Our Country has been losing HUNDREDS OF BILLIONS OF DOLLARS a year to China, with no end in sight....

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23....Sadly, past Administrations have allowed China to get so far ahead of Fair and Balanced Trade that it has become a great burden to the American Taxpayer. As President, I can no longer allow this to happen! In the spirit of achieving Fair Trade, we must Balance this very....

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23...unfair Trading Relationship. China should not have put new Tariffs on 75 BILLION DOLLARS of United States product (politically motivated!). Starting on October 1st, the 250 BILLION DOLLARS of goods and products from China, currently being taxed at 25%, will be taxed at 30%...

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23...Additionally, the remaining 300 BILLION DOLLARS of goods and products from China, that was being taxed from September 1st at 10%, will now be taxed at 15%. Thank you for your attention to this matter!

Eins og þarna kemur fram, virðist Trump hafa hækkað tolla á Kína -- aðeins.
Sem svar við tolli sem Kína lagði á Bandaríkin -- er var svar við tolli sem Trump hafði lagt á Kína á undan. Væntanlega á eftir að koma fram svar Kína -- við þessari síðustu hækkun Trumps.

  1. Trump ítrekar þarna - hómílíu um ósanngjarna viðskiptasamninga!
  2. Ég ítreka punkt minn - að bersýnilega miðað við innan við 4% atvinnuleysi.
  3. Séu ekki til nægilega margir starfandi Bandaríkjamenn.
  4. Til að fullnægja þeirri eftirspurn - sem leitar út fyrir landsteina.

--Því virðist mér Trump vera heimta það ómögulega!
Bendi á að eina tæknilega lausnin, væri að flytja inn fleira fólk.
En Trump, er einmitt að berjast við að minnka aðstreymi fólks sem vill vinna innan Bandar.

Fyrir utan þá lausn, sem væri að krassa bandaríska hagkerfinu.
En það mundi virka sannarlega til þess, að minnka viðskiptahallann!

  • En kannski gerist það einmitt, að tollastríðið flýti fyrir næstu kreppu innan Bandaríkjanna!

 

Niðurstaða

Mín sín á tolla-stríð ríkisstjórnar Bandaríkjanna, með áherslu á þá sýn að viðskiptahalli sé sönnun þess að viðskiptasamningar Bandaríkjanna séu ósanngjarnir -- m.ö.o. að aðrar þjóðir græði á þeim; m.ö.o. viðskiptahallinn sé tap Bandaríkjanna!

Er sú að sú sýn í grundvallar-atriðum misskilji fyrirbærið viðskiptahalla!

Ítreka að það virðist ekki hreinlega vera nægilega margt starfandi fólk innan Bandaríkjanna, til að fullnægja allri þeirri eftirspurn sem er til staðar þar í landi.
Ef maður tekur mið af núverandi stöðu á vinnumarkaði með innan við 4% atvinnuleysi.

Þess í stað sé málið það, að eftirspurnin innan Bandaríkjanna sé slík, að hún sé umfram framleiðslugetu Bandaríkjanna sjálfra -- það sé hreinlega ekki pláss fyrir alla þá framleiðslu innan Bandaríkjanan sjálfra!

Það er auðvitað ein leið til að segja, bandarísku þjóðina lyfa um efni fram!
--Þessi halli hefur ekki verið efnahagslega hættulegur hingað til.
--Vegna þess að öll viðskiptin fara fram í dollurum, sem Bandar. búa sjálf til.
Bendi á að bandar. bankar selja síðan úr landi, mikið af þeim skuldabréfum er verða til, er bandar. almenningur tekur margvísleg lán - m.a. til að borga fyrir neyslu.

Þ.e. ekki bara bandar. ríkið sem býr til erlenda skuldastöðu.
--Það má eiginlega segja, viðskiptahallann birtingarmynd þess að lífskjör innan Bandaríkjanna, séu í reynd umfram getu bandar. hagkerfisins.

  • Kannski til lengri tíma litið þurfa þau að fara niður.
    --En það væri ekki vinsæl ábending.
  • Því það geti vel verið að á einhverjum enda sé skuldasöfnun þjóðarbúsins ekki sjálfbær, þó hún sé öll í eigin gjaldmiðli.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur
  • Dollar karfa verdfall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 866097

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 312
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband