23.1.2022 | 19:40
Ætlar Pútín að ráðast inn í Úkraínu eða ekki? Eftir að viðræður milli Pútíns og NATO fóru út um þúfur. Er spurningunni enn ósvarað!
Við höfum a.m.k. eitt svar - NATO hafnaði öllum kröfum Pútíns.
Sannarlega er það akkúrat svarið við þeirri tilteknu spurningu ég reiknaði með.
Enda virtist mér á tæru að það væri gersamlega ómögulegt fyrir NATO.
Að samþykkja nokkra af hinum framsettu kröfum!
- Ef maður einungis skoðar hvernig NATO tekur ákvarðanir.
Þá verða öll ríkin vera sammála! - Það þíðir, að til að samþykkja kröfu.
Þarf að náðst samstaða um slíkt. - Ergo - ef engin samstaða næst.
Þíðir það, engar kröfur nást fram.
Þannig að ég velti fyrir mér hvort það var ekki hreinlega.
Innra samstöðuleysi NATO -- er leiddi þá niðurstöðu fram!
-----------
Það var einmitt kenning sem ég setti fram fyrir fundinn með NATO.
Að það gæti akkúrat verið útkoman.
Að kröfum Pútíns, væri hafnað meira vegna þess, að NATO hefði enga samstöðu.
En þess, að allar NATO þjóðir væru sammála um e-h tiltekið atriði.
Áhuga vekur einstök NATO lönd eru hafin að vopna Úkraínu!
Það er einmitt það form stuðnings NATO landa ég fastlega reikna með.
Það er, áhugasöm NATO lönd -- styðji og vopni Úkraínu.
Samtímis og það verða einnig NATO lönd, er skipta sér lítt af málum.
- Bretland lýsti því nýlega yfir, að 2.000 skrið-dreka-flaugar hefðu verið sendar til Úkraínu.
- Rétt fyrir þessa helgi, tilkynntu nokkrar þjóðir í A-Evrópu, um yfirvofandi vopnasendingar til Úkraínu.
- Bandaríkin, hafa tilkynnt að -- 100 tonn af vopnum.
Verði send til Úkraínu nk. daga.
Mér skilst að flutningavélar fljúgi nú milli Bandar. og Úkraínu.
Ég taldi algerlega fullvíst að NATO mundi styðja Úkraínu.
Og það virðist vera að staðfestast!
Þf ekki endilega fullkomna NATO samstöðu, að slíkur stuðningur skipti máli!
Ég hugsa að það sé alveg nóg - að E-Evrópulönd, Bretland + Bandaríkin, styðji Úkraínu.
- Hinn bóginn er hægt að líta á núverandi stöðu.
- Sem nokkurs konar form af samninga-viðræðum.
- Fregnir berast af því, að meira rússneskt herlið streymi að landamærum.
- Á sama tíma, berast fregnir af - vopnun Úkraínu.
Það má líta þannig á, að - Pútín vs. NATO.
Séu að efla sína samningsstöðu - með sínum hvorum hætti.
Pútín með meira herliði - NATO lönd með því að styrkja Úkraínuher.
Ég ætla ekki að - fullyrða að það sé rétt túlkun.
En þetta er a.m.k. möguleg sýn á núverandi atburðarás.
Eins og fyrr, getur Pútín pent verið að undirbúa innrás!
Það passar alveg við mikla liðsflutninga + fjölmenna liðssöfnun.
Og enn liggur svarið ekki fyrir.
- Og enn er ég ekki einu sinni viss.
Að Pútín sjálfur hafi tekið ákvörðun.
Niðurstaða
Eitt virðist þó nær víst, að ef Pútín hefur stríð.
Fær Úkraína líklega nægilega mikið af vopnum, til að viðhalda mótspyrnu.
Enn er það fullkomlega óvíst hvernig her Úkraínu mundi reiða af.
Sannarlega 2014 kom í ljós að sá her var illa búinn og í hræðilegu ástandi.
Hinn bóginn, hefur Vestræn fjármögnun og Vestræn vopna-aðstoð.
Styrkt her Úkraínu mikið síðan það ár, auk þess að stöðugir bardagar við rússneskar sveitir í A-Úkraínu -- hefur búið til fjölmennan hóp bardagareyndra hermanna.
Þar fyrir utan, hefur Rússland - enga tæknileg yfirburði yfir her Úkraínu.
Hinn bóginn er her Rússlands í heild mikið stærri.
En á móti kemur, að Rússland mundi aldrei senda allt sitt herlið til Úkraínu.
Rússland líklega mundi aldrei tæma Suður-svæðið þ.s. Múslímar eru fjölmennir, út af ótta við hugsanlega nýjar uppreisnir þar - Rússland vill væntanleg auk þessa viðhalda herliði nærri A-Asíu svæðinu til að viðhalda stöðugleika þar, og mundi örugglega aldrei færa allt herlið er stendur gagnvart NATO til Úkraínu.
--Þetta ber að hafa í huga, sem eru rök fyrir því að Úkraína eigi möguleika.
Síðan koma viðbótar sjónarmið, hvort hagkerfi Rússlands ræður við afar kostnaðarsamt stríð - sérstaklega ef NATO löndum með vopnasendingum tekst að viðhalda getu hers Úkraínu til að verjast framrás hugsanlegrar rússneskrar innrásar.
Þá meina ég, ef slíkt stríð dregst á langinn!
Flestir er ræða slíkt, telja Rússland ráða við stutt stríð.
En ekki mörg ár af mjög umfangsmiklum kosntaðarsömum átökum.
- Síðan er það eitt atriði - ég óttast að hugsanlega sé Pútín að mála sig út í horn. Ég meina, koma sér í þá stöðu, hann geti ekki bakkað frá því að ráðast inn.
- En ítrekaðar kröfur sem NATO er þegar búið að hafna, áframhaldandi liðsflutningar - og vopnasendingar NATO á sama tíma. Auka stöðugt spennuna.
Ég gæti ímyndað mér, að Pútín gæti komið sér í þá innanlands pólitísku stöðu í Rússlandi, að það að bakka -- væri too big loss of face.
Þannig að hann hæfi nýtt stríð, þrátt fyrir fulla vitneskju að NATO lönd.
Muni tryggja Úkraínu nægar vopnasendingar til að viðhalda getu landsins til að halda stríðinu áfram, þrátt fyrir fjölmenna innrás!
--Það mundi að sjálfsögðu leiða til mjög mikilla blóðsúthellinga á báða bóga.
- En draumur þeirra NATO landa er styddu Úkraínu.
- Væri augljóslega, að her Rússlands yrði fyrir slíku tjóni.
- Að innrásin yrði að - stórtjóni fyrir Pútín.
Það mætti ímynda sér, að ef það blasti við, að Rússland væri eiginlega búið að tapa stríðinu -- gæti það hugsanlega leitt til falls Pútíns.
--Líklegast gæti verið svokölluð palace coup.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.1.2022 | 16:32
Öflugasta sprengigos á Jörðinni í 100 ár í Tongaeyjaklasanum - gæti sprengingin hafa verið á við þrjár til fjórar Hiroshimasprengjur?
Eldfjallið sem orsakaði sprengi-gosið virðist vera mörgu líkt, Öskju.
Það er, um að ræða eldstöð þ.s. svokölluð askja eða caldera er til staðar.
Askja, Hunga-Tonga-Hunga-Haapai, eldfjallsins er - 6km. víð.
Í sprengingunni, hvarf miðja eyjarinnar sem sést á myndinni.
Einungis urðu eftir endar hennar beggja vegna.
Hunga-Tonga-Hunga-Haapai -- eldfjallið
Botn öskju á 150m. dýpi.
Enginn veit nákvæma örsök sprengingarinnar en óskaplega öflug var hún.
Vídeó frá Japönsku veðurstofunni, sýnir umfang sprengi-skýs!
Skv. Jarðfræðingi er rætt var við á vef: The Conversation:
Why the volcanic eruption in Tonga was so violent, and what to expect next
- We visited in 2016,... Mapping the sea floor, we discovered a hidden caldera 150m below the waves ...
- Small eruptions (such as in 2009 and 2014/15) occur mainly at the edge of the caldera, but very big ones come from the caldera itself.
- These big eruptions are so large the top of the erupting magma collapses inward, deepening the caldera.
- Looking at the chemistry of past eruptions, we now think the small eruptions represent the magma system slowly recharging itself to prepare for a big event.
- We found evidence of two huge past eruptions from the Hunga caldera in deposits on the old islands. We matched these chemically to volcanic ash deposits on the largest inhabited island of Tongatapu, 65km away, and then used radiocarbon dates to show that big caldera eruptions occur about ever 1000 years, with the last one at AD1100.
- With this knowledge, the eruption on January 15 seems to be right on schedule for a big one.
- The latest eruption has stepped up the scale in terms of violence. The ash plume is already about 20km high. Most remarkably, it spread out almost concentrically over a distance of about 130km from the volcano, creating a plume with a 260km diameter, before it was distorted by the wind.
- This demonstrates a huge explosive power one that cannot be explained by magma-water interaction alone. It shows instead that large amounts of fresh, gas-charged magma have erupted from the caldera.
- The eruption also produced a tsunami throughout Tonga and neighbouring Fiji and Samoa. Shock waves traversed many thousands of kilometres, were seen from space, and recorded in New Zealand some 2000km away.
- All these signs suggest the large Hunga caldera has awoken.
- A warning...each of the 1000-year major caldera eruption episodes involved many separate explosion events.
- Hence we could be in for several weeks or even years of major volcanic unrest from the Hunga-Tonga-Hunga-Haapai volcano. For the sake of the people of Tonga I hope not.
- Þetta er stórgos af tagi er verður einu sinni per 1000 ár.
- Stórgosin einkennast af risa-sprengingum, jafnvel nokkrum sprengingum.
- Litlu gosin sl. áratugi, hafi verið undirbúningur fyrir stórgosið.
- Sprengi-skýið náði 260km ummáli, áður en form þess fór að aflagast af vindi.
Eins og videóið sýnir -- nær það því ummáli á óskaplegum hraða.
Ógnarstærð þess á nokkrum sekúndum, gæti bent til sprengikrafts á við.
--Nokkrar Hiroshima-sprengjur.
Niðurstaða
Risa-sprengi-gos af þessu tagi, eru sem betur fer afar sjaldgæfir atburðir.
Því þau eru óskaplega hættuleg fyrirbæri.
Því skárst að hafa þau sem fjærst byggðum bólum.
--Menn geta reynt að ímynda sér, 130 km vítt sprengi-ský á Íslandi!
- Stærsta sögulega sprengigos á Íslandi, var Öræfajökull 1364.
Er eyddi byggð í, Héraði - er eftir gos, nefnist - Öræfi.
Skv. sögulegum heimildum komst enginn af.
Sprengi-gos eru möguleg í hafi undan Íslandi, t.d. undan Reykjanestá.
--En það eru mörg neðansjávar-eldfjöll á Reykjanes-hrygg.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 18.1.2022 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það verður ekki fjallað af viti um Mið-Asíu, án þess að nefna - olíu og gas.
Fyrir 2000, þá streymdi nær allt gas og nær öll olía frá svæðinu.
Til Rússlands, og síðan áfram til markaða.
--Þannig gat Rússland, sparað eigin gas- og olíulyndir, samt haft tekjur.
Síðan 2000, hafa umfangsmiklar nýjar leiðslur verið lagðar.
Þær hafa verið reistar af kínversku frumkvæði.
--Í dag, kaupir Kína megin þorra olíu og gass, frá Mið-Asíu.
Sumir vilja tengja vaxandi áhrif í Mið-Asíu af hálfu Kína.
Við núverandi rás atburða.
--M.ö.o. vilja meina, að Rússland sé að toga til baka.
- Ég einfaldlega nefni þá kenningu, án þess að taka afstöðu.
En mér virðist þær kenningar, get verið - vangaveltur án sannana.
Mynd sýnir hvar olíu og gasleiðslur liggja!
Hérna er góð frétt:
Putin puts out fires across a former Soviet empire clamoring for change.
Mynd sýnir mótmælastöðu í Almaty þann 5.jan sl.
Einfalda módelið, er reiknar ekki með - djúpum samsærum!
Mótmæli spretta fram, vegna þess að ríkisstjórnin hækkaði við sl. áramót -- verðlag verulega til almennings á gasi. M.ö.o. kyndingarkostnaður heimila óx.
Þetta er þ.s. fréttamönnum virðist almennt hafa gerst, og mótmælendur sannarlega voru háværir - síðan blandast alls konar lið inn í mótmælin.
Og þau færast frá beinni kvörtun yfir framferði stjórnvalda.
Yfir í að vera, hörð krafa um afsögn stjórnarinnar.
Stjórnin sagði síðan af sér í sl. viku - á hinn bóginn, hins vegar hefur sá sem fyrri forseti Kasakstan gerði að, starfandi forseta - Kassym-Jomart Tokayev - síðan lýst yfir neyðarástandi.
Eftir ríkisstjórnin sagði af sér, og fyrst hann virtist draga í land - óskaði hann eftir aðstoð - svokallaðs Samveldis Sjálfstæðra Ríkja sem er klúbbur undir stjórn Rússlands, er inniheldur nokkur lönd er eiga landamæri að Rússlandi.
Nokkur fjöldi Rússneskra hermanna - ca. 4þ. eru komnir til landsins.
Skv. yfirlýsingur stjórnarinnar í Rússlandi, er þeim ekki ætlað að kljálst við mótmælendur, einungis verja mikilvægar byggingar.
Hinn bóginn, í ljósi þess hve óljóst umfang mótmæla er.
Og einnig hversu óljóst það er, hversu mikinn stuðning þau hafa.
Er einnig óljóst, hversu stöndugur - nýr forseti landsins er við völd.
Athygli vekur -- handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur fyrrum yfirmanni leyniþjónustu landsins, ákæra - hvorki meira né minna en um meint landráð.
Kazakhstans former intelligence chief arrested on suspicion of treason
--Hljómar pínu sem, að nýr forseti eða einræðisherra, sé að leitast við að festa sig í sessi, með klassískum klækjum - sbr. handtaka þá er tengdust fyrri valdstjórn, setja sitt fólk í staðinn.
- Meðan er Tokayev með hörð ummæli um það að hart, mjög hart, verði tekið á uppreisninni í landinu -- fyrirmæli um að skotið verði án aðvörunar.
- Bendi aftur á, enginn utanaðkomandi veit hver staða Tokayev reynd er.
Möguleikar virðast allt á milli þess, Tokayev nái hratt fullum völdum - yfir í að rás atburða sé hugsanlega upphaf borgarastríðs!
Í seinna tilvikinu gæti Rússland lent á milli steins og sleggju.
M.ö.o. ef uppreisnin stendur, stjórnin getur ekki kveðið hana niður.
Þá gæti það verið afar tvíeggjað fyrir Rússland að vera þarna með her.
En við slíkar aðstæður væri erfitt að sjá hvernig rússneskir hermenn gætu komist hjá því að lenda í átökum.
Ef Rússland blandaðist beint í borgara-átök er hugsanlega þróast, gæti það endað sem klassískt kviksyndi.
Fyrir utan, ef Rússland síðan hrökklaðist hugsanlega frá -- væri það væntanlega ósennilegt að ný stjórn yrði vinveitt Rússlandi.
- Má nefna líkingu við Nigaragua, þar studdu Bandaríkin lengi Anastasio Somosa.
Fyrir rest varð hann undir er fjölda-uppreisn hafði sigur.
En þjóðin þakkaði Bandaríkjunum ekki mörg ár af stuðningi við hataðan einræðisherra.
Þessi líking getur allt eins átt við Rússland, ef maður ímyndar sér - að í Kasakstan þróist umfangsmikil átök, og Rússland endi þar í kviksyndi -- síðan hrökklist hugsanlega frá.
- Þessa stundina virðast stjórnvöld Rússlands hugsa málið sem tækifæri.
- Rússland sýni löndum á svæðinu, að Rússland skipti enn máli.
En ef mál þróast á verri veg -- gæti endastaðan orðið töluvert önnur.
Augljóslega mundi Kína græða á því -- ef mál þróuðust á verri veg fyrir Rússland.
Með því einu að halda sig til hlés!
Niðurstaða
Fregnir af atburðum í Kasakstan eru einfaldlega of óljósar til þess að unnt sé að slá nokkru föstu. Hinn bóginn, ef mál þróast þar upp í langvarandi átakasögu. Mundi NATO augljóslega græða óbeint á því - því Rússland muni þá síður hafa efni á átökum við NATO.
Hugsanlega setur Kasakstan málið nokkurn þrýsting á Rússland.
Þ.e. geri Rússland hugsanlega þegar síður viljust til að taka stóra áhættu.
Ef svo er, þá getur verið að NATO græði nærri strax á því!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varðandi kófið, virðist mér heimurinn kominn að straum-hvörfum!
Omikron afbrigðið sbr. tölur m.a. frá Íslandi - fer um eins og sinueldur:
Rúmlega fimmtán hundruð innanlandssmit í gær. Á einum degi greinast nær eins mörg smit og allan liðlangan tímann - svokallað Delta afbrigði var í gangi!
- Ég held að það sé full-ljóst nú, landsmenn hafa enga stjórn nú á COVID.
- Straum-hvörfin liggi í því, að Omikron sé það smitandi.
Að líklega sé vonlaust að stjórna útbreiðslu smita úr því sem komið er.
Mér virðist því blasa við, að stjórnvöld Íslands snemma á nýári.
Að þau standa frammi fyrir róttækum ákvörðunum!
- Ísland hefur náð óvenjulegum árangri með dreifingu bóluefna.
A.m.k. 90% þjóðarinnar með a.m.k. 2-skammta bóluefnis.
Hátt hlutfall með 3-skammta bóluefnis. - Nú liggja fyrir vísinda-niðurstöður er staðfesta.
1. Að, í annan stað virðist - þrátt fyrir að vera mun meira smitandi - er Omikron afbrigðið vægara en COVID afbrigðin hafa hingað til verið.
2. Og á hinn bóginn, virðast a.m.k. BioNtech/Phizer og Moderna áfram virka.
Tveir skammtar af báðum veiti enn - góða vörn, ef miðað er út frá líkindum á veikindum -- 3 skammtar veiti mjög góðar vörn, er miðað er út frá líkindum á veikindum.
3. Í þriðja lagi, er greinilegt - að bóluefnin stoppa ekki smitun. - Þannig, þjóðin er í ofan-á-lag ofan á ónæmi í gegnum bóluefni.
Að fá svokallað - náttúrulegt ónæmi.
Þegar menn ræða áhrif bóluefna - blasir við tölur Landspítala eru áhugaverðar!
20 liggja nú á Landspítalanum, sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Af þessum sex sjúklingum á gjörgæsludeild eru fimm þeirra óbólusettir
Akkúrat -- 5 af 6 í öndunarvél, eru óbólusettir.
- Ath. að óbólusettir á Íslandi eru afar lágt hlutfall, þ.e. nú innan við 10%.
- Það segir pent, að hættan á alvarlegum veikindum er - margföld, fyrir óbólusetta.
Ég er að segja -- kannski er kominn tími til að leyfa COVID að geisa!
Ef einhver þjóð er undirbúin undir - að leyfa COVID að breiðast!
Þá er það Ísland, hættan virðist nú óveruleg - með yfir 90% landsmanna 2-bólusetta.
Og þar fyrir utan, megnið af fólki yfir 50 þegar - 3-bólusett.
Ég studdi ekki það sjónarmið áður að, sleppa COVID lausu!
Ég lít einfaldlega svo á, að árangurinn af bólusetningum, hafi opnað á þann möguleika!
Ekki má heldur gleima þeim röskunum fyrir samfélagið, sem fylgja COVID aðgerðum.
- Þar fyrir utan, bendi flest til að -- OMICRON fari hratt í gegn.
Verði líklega búið að smita nær alla, á fyrri parti 2022. - Þá rökrétt fjarar a.m.k. OMICRON út.
Og hjarðónæmi - með náttúrulegum hætti - bætist ofan á hjarðónæmi fengið fram með bóluefnum.
- Ég á ekki von á að með því verði bundinn endir á COVID bylgjur.
- Heldur á ég nú von á að - þrátt fyrir bóluefna-dreifingu.
Þrátt fyrir, annað hjarðónæmi - fengið með náttúrulegum hætti. - Fái Ísland - og heimurinn allur - áfram nýjar COVID bylgjur.
Og fólk smitist af nýjum - COVID afbrigðum.
Þrátt fyrir - 2-falt hjarðónæmi.
Þ.e. náttúrulegt + bóluefna-hjarðónæmi. - Einfaldlega vegna þess, að ég á nú von á að hegðan COVID sé sú.
Að stökkbreitast það mikið, að - ónæmi, burtséð hvernig það er fengið fram, úreldist a.m.k. hluta til. - Ég hugsa það virki áfram þannig, að ný afbrigði COVID - smiti á ný.
En að, hjarðónæmi sem er fyrir - bóluefna sem vegna eldri smita.
Tryggi að afar fáir veikist alvarlega. - Sennilega verði COVID alltaf vandamál - stöðugt og viðvarandi.
Ég er ekki viss að Kína komi best út - eftir allt saman!
Spurningin er - hvert er endgame viðkomandi lands!
Kinverska bóluefnið virðist - veikara en, meira að segja AstraZeneca.
Vísbendingar frá löndum utan Kína, er hafa notað SINOVAC.
- Ef marka má tölur Alþjóða-Heibrigðist-Stofnunarinnar.
Hafa ca. 120 milljón Kínverjar fengið SINOVAC. - 10% Kínverja hingað til verið bólusettir.
Ath. þetta virðist heildartala.
Einungis 50m tvíbólusettir.
38m fengið einn skammt af bóluefni.
66m fengið 3-skammta.
- Virkar á mann eins og að - stjórnvöld Kína séu einungis að dreifa bóluefnum til, einstaklinga sem teljast - mikilvægir skv. einhverri skilgreiningu.
- Kína hefur ekki haft minni tíma en aðrir til bóluefna-dreifinga.
Ég kem því ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess.
Að takmarka - dreifingu bóluefna við einungis 10% landsmanna. - Kína virðist skv. því - einungis halda COVID niðri með lokunum.
Sannarlega eru opinber - tilkynnt tilvik COVID afar fá.
Ath. - obinberlega viðurkennd greind smit eru fá.
Margir netverja halda því fram Kína hafi miklu flr. smit en eru viðurkennd.
Það eru greinilega vangaveltur - sem ég ætla ekki að fara í.
Þetta er þ.s. ég meina með -- að Kína komi ekki endilega fyrir rest vel út.
- Mig grunar að - í ljósi þess að Vestrænar þjóðir hafa staðið sig miklu mun betur í dreifingu bóluefna - sem dregur úr dauðsföllum!
- Vegna þess að það koma stöðugt nýir COVID stofnar - þá séu Vestræn lönd í því ferli að læra að lifa með COVID.
- Meðan, að Kína gæti dagað uppi -- með lokað samfélag.
Það er opin spurning, hvort XI - er að notfæra sér COVID til að loka samfélaginu.
Eða málið sé einfaldlega það, að stjórnvöld Kína vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Samtímis og þau, samt láta sem að engin standi sig betur í COVID.
- Ég ætla samt að vera svo djarfur að - stinga upp á því sem möguleika.
- Að eftir sem 2022 gengur fram.
Líti Vesturlönd sífellt hlutfallslega betur og betur út. - Meðan - sífellt lokað Kína.
Líti samtímis - sífellt verr og verr út.
Eftir allt saman - hlær sá best sem síðast hlær.
Bandaríkin eru klárlega í ákveðnum innalandspólitískum vanda!
Árið 2021 hófst auðvitað með innreið - múgs af stuðningsmönnum Donalds Trumps í þinghús Bandaríkjanna á Capitol hæð svokallaðri.
Það er síðan orðinn afar umdeildur atburður.
- Bendi á, er múgurinn réðst inn, var þingið í miðjum klíðum við það að staðfesta embættistöku Bidens sem nýs forseta Bandaríkjanna.
- Múgnum tókst að tefja formlega lúkningu þingsins á formlegri vottun þingsins á því að Biden hefði sannarlega haft sigur - um nokkra klukkutíma.
Út af þeirri tímasetningu, sbr. þetta voru stuðningsmenn Trumps - það var á þeim punkti fullkomlega ljóst að þingið ætlaði að staðfesta Biden sem nýjan réttkjörinn forseta.
Hafa margir kallað atburðinn - tilraun til valdaráns.
Hinn bóginn, í kjölfarið hefur Trump og stuðningsmönnum tekist, að sannfæra meginþorra Repúblikana -- að forsetakosningunni hafi verið stolið: 82% of Fox News, 97% of OANN, Newsmax Viewers Believe Trump's Stolen Election Claim: Poll.
- 31% Bandaríkjamanna skv. könnun, trúa sögu-sögnum um stolnar kosningar.
Þar af 2/3 skráðra Repúblikana.
Þetta er auðvitað stórhættulegt ástand. - Kannanir sýna einnig, gríðarlegt vantraust meðal Repúblikana á kosningakerfinu.
- Kannanir auk þessa sýna, dreifing áróður gegn kosningakerfinu gæti skaðað Repúblikana:
A new survey shows 1 in 6 Republicans are less likely to vote in midterm elections.
Skv. könnun frá Október 2021: Trump Is Waging a War on Democracy. A New Poll Says Hes Winning
- 86 percent of Democrats, 51 percent of Independents, and just 26 percent of Republicans believe the election was free and fair.
- Only 77 percent of Democrats, 49 percent of Independents, and 28 percent of Republicans trust the election system a lot or some. Only nine percent of Republicans trust it a lot.
A new survey shows 1 in 6 Republicans are less likely to vote in midterm elections
- Nearly half (48%) of GOP and Trump voters believe there were widespread occurrences of election officials deliberately miscounting votes in the 2020 election, compared to just 10% of Democrats and 25% of independents who feel that way.
- Asked what will continue to be a problem in the 2022 elections, 61% said illegitimate votes from false or deceased persons; 55% said duplicate votes, or people voting multiple times; 46% said elections officials intentionally miscounting votes; 36% said elections officials accidentally miscounting votes; 28% said foreign interference, and 16% the smallest number said suppression of votes by minorities.
- Despite the fact that there is no legal way to overturn 2020 election results, 60% of GOP and Trump voters support full forensic audits (a term not defined to survey respondents) in every state to reexamine the 2020 election results, and a plurality (47%) support these forensic audits in only the states that Biden won.
- And 16% say they are less likely to vote next year if no forensic audits are conducted.
Trump virðist skv. þessu - hafa tekist að sá gríðarlegu vantrausti meðal Repúblikana!
Það vantraust virðist einnig ná nokkuð inn í raðir - svokallaðra independents.
16% Repúblikana-kjósenda er svöruðu -- sögðust síður líklegir að kjósa 2022, ef kröfu þeirra um - enn eina rannsóknina á forsetakjörinu, nær ekki fram.
- Skv. því, gæti það víðtæka vantraust - hugsanlega skaðað Repúblikana í þingkosningum innan Bandaríkjanna, 2022.
- En þegar munur er lítill milli flokkanna í tilteknum fylkjum.
Gæti það vel skipt sköpum, ef 16% Repúblikana-kjósenda sitja heima.
Því þeir séu svo sannfærðir að - atkvæði þeirra skipti engu máli.
Þar eð kosningunni verði hvort eð er stolið.
Þetta á allt eftir að koma í ljós.
Já það eru einmitt þingkosningar framundan í Bandaríkjunum.
--Spurning hvort Demókratar halda eða missa meirihlutann í Fulltrúadeild.
Repúblikana dreymir um sigur - samtímis er þeirra eigin áróður gegn niðurstöðu forsetakosninganna; hugsanlega þeirra stærsta ógn m.ö.o. möguleiki á sjálfsmarki.
--Þetta allt kemur í ljós á árinu 2022.
Hagvöxtur í Kína í vanda!
Þetta gæti vakið vaxandi athygli 2022, en sbr. umfjöllun um COVID.
Virðist flest benda til, fullkomlega lokaðs samfélags í Kína áfram árið 2022.
--Það skaðar ekki endilega útflutning Kína.
--Hinn bóginn, hlýtur innanlands-neysla í Kína, þar með innalandshagkerfi Kína að skaðast af þessa sökum.
Almenningur í Kína virðist víðast hvar lokaður heima, fær að virðist einungis að fara um í brýnum erindum - þetta virðist viðvarandi ástand.
Meðan að Kófið geisar erlendis, meðan Kína hefur ekki enn náð nokkrum umtalverðum árangri í dreifingu bóluefna -- blasir sennilega ekki annað við.
--En áfram lokað Kína.
Við þetta bætast, vandræði stærsta verktaka-fyrirtækis Kína!
Flest bendi til að verið sé að vinda ofan af því.
Málið sé að hrun þess líklega markar endi hagvaxtaskeiðs Kína.
Það sem ég meina með því, meira sé í gangi en einungis hrun eins fyrirtækis.
- Kína virðist hafa reist ca. húsnæði fyrir 90milljón manns, umfram þörf.
Verðlag á húsnæði og á landi, virðist stórfellt útbólgið. - Samtímis, við árslok 2020 bárust tölur frá Kína.
Er staðfesta að Kína er komið í fólksfjölda-fækkun.
Punkturinn á því, að fækkun - þíði að eftirspurn eftir húsnæði, og eftir landi.
Hlýtur hvort tveggja að dala. - Vertaka-iðnaðurinn í Kína hefur verið ca. 1/3 af mældum hagvexti sl. 30 ár.
Það blasi við, að gervallur verktaka-iðnaðurinn þurfi að minnka.
Sú aðlögun að sjálfsögðu bælir hagvöxt Kína - og skapar atvinnuleysi.
Um þessar mundir virðist land-verð og húsnæðis-verð, haldið uppi skv. ríkis-skipunum.
Einfaldlega verið að prenta fé af kínverska ríkinu.
- Þessar áskoranir allar - meina ég - víxlverka væntanlega árið 2022.
- Þ.e. vaxandi hrun verktaka-iðnaðar, líklegt fall verðmætis fasteigna sem og á landi, er rökrétt skapar mikið magn af vondum skuldum.
- Og ekki gleyma -- COVID lokað Kína.
- Og auðvitað, Kínverjum fækkar.
--Þess vegna grunar mig að ein af stórum afhjúpunum 2022.
Verði sífellt meir blasandi hrun hagvaxtar Kína.
- Eiginlega á ég von á svokölluðum tíndum áratug í Kína.
Tja, sambærilegan við tíndan áratug Japans milli 1990-2000.
Sögulega séð - sé það líklega mikilvægur atburður.
Því að endalok - umtalsverðs hagvaxtar í Kína.
--Leiði klárlega til þess, að bæta samkeppnistöðu annarra landa gagnvart Kína.
Ætlar Pútín að gera stórinnrás í Úkraínu 2022?
Ef það gerist hefst innrásin líklega í janúar eða febrúar 2022.
--Því það séu köldustu mánuðirnir, því hentugastir fyrir skriðdreka-hernað.
Þegar landið er sem mest frosið og því auðveldar yfirferðar.
- Þetta er einfaldlega opin spurning!
Eins og stendur ræðast Pútín og Vesturlönd við.
En samkomulag virðist -- afar, afar, afar ósennilegt. - Vegna þess að ginnungsgap fullkomið er milli þess.
Er Rússland krefst, og þess sem NATO gæti samþykkt:
Rússland heimtar að fyrrum Járntjalds-ríkin í E-Evrópu, nú meðlimir að NATO, sætti sig við stórfellt minnkað sjálfstæði - m.ö.o. Rússland fái neitunarvald um atriði er nú eru þeirra eigin sjálfstæðu ákvarðanir!Eins og kemur fram í færslu minni, eru kröfur Rússa hreint ótrúlegar.
Og því pottþétt ekki samþykktar.
--Spurning hver er tilgangur þess að setja fram fullkomlega óaðgengilegar kröfur? - Tilgangur slíks - getur verið sá, að skapar sér tilefni til stríðs eða casus belli, en þ.e. þekkt sögulega séð aðferð er aðili hyggur á stríð að setja fram fullkomlega óaðgengilegar kröfur, nota síðan það sem tilefni að þeim var hafnað -- þikjast síðan vera aðilinn sem komið er illa fram við, þó viðkomandi sé farin að drepa fólk í stórum stíl eftir hernaður er hafinn.
Hin sagan væri, að stjórnvöld í Kreml, fullkomlega ofmeta sína samningsstöðu.
Þ.e. þeir ímynda sér að kröfurnar séu sanngjarnar, gera sér ekki grein fyrir hve fullkomlega óaðgengilegar þær eru mótaðilanum.
Í þeirri söguskýringu - halda samningar ef til vill áfram um nokkra hríð.
Samtímis og pyrringur vex og vex - í þeirri sviðsmynd gæti stríð einnig hafist.
En það gæti hugsanlega verið - eitthvað lengri bið eftir því.
Við hér á klakanum getum ekkert annað gert en að horfa á rás atburða.
--Mín samúð er að sjálfsögðu með Úkraínu, sem stöðugt er undir árás Rússlands síðan sumarið 2014, og býr við þá ógn og skelfinu að hafa nú rýflega 100þ. manna her Rússland, er bíður á landamærunum - einungis eftir fyrirmælum frá Kreml.
- Auðvitað vekur það eðlilegar spurningar um það, hvaða möguleika Úkraína hefur.
Eins og ég hef sett fram í minni færslu - a.m.k. tæknilega séð.
Er her Úkraínu á ca. sama róli og her Rússlands.
--Hinn bóginn, er her Rússlands mun stærri og öflugari í fjölda tækja.
--Á móti því, er her Úkraínu nú bardagareyndur eftir 7 ár af átökum.
Þar fyrir utan, hafi töluvert af búnaði Úkraínuhers verið uppfærður og bættur. - Úkraína ræður yfir eigin skriðdreka-framleiðslu.
Framleiðsla T64 skriðdreka dagaði uppi í Úkraínu við hrun Sovétsins.
Úkraína hefur þróað þ.s. þar er kallað, T84.
Hefur selt skriðdreka til Pakistan og Tælands.
Samanlagt ca. 350 stykki síðan 2010.
--Mikilvægi punkturinn þar um, er að T64 verksmiðjan er starfandi.
Fyrir utan þetta, á Úkraína mikið af gömlum vopnum.
Ástand þeirra er þó óþekkt.
--Á móti, má reikna með því að síðan 2014 hafi mikið af dóti verið lagfært.
Og tekið síðan aftur í noktun.
--Mikið af gömlu dóti, gæti vel verið vel nothæft í varnarstríði.
Sérstaklega er haft er í huga, dótið sem Rússland notar er einnig - frá sovéskum rótum, þ.e. einnig uppfært og einnig ný-smíðuð tæki þróuð í því tæknilega framhaldi.
Þess vegna þori ég að álykta að herirnir standi tæknilega á svipuðum slóðum.
Vegna þess að Úkraínuher er í dag, þökk átökum við Rússland síðan 2014, bardagareyndur.
--Ég meina svokallaðir -veteran- hermenn eru í dag margir í Úkraínuher.
Þá á ég ekki von á að Úkraínuher mundi gera eitthvað annað en að berjast.
Þess vegna á ég von á því að innrás mundi kosta Rússlandsher líklega mikið mannfall.
Jafnvel þó hann í einhverjum skilningi gæti hugsanlega unnið, yrði það sennilega afar dýru verði keypt -- þar fyrir utan að NATO er nær öruggt að senda Úkraínu vopn og peninga til að halda Úkraínu í gangi í gegnum slík átök.
--Markmið slíks væri auðvitað sá að gera stríð sem kostnaðarsamast fyrir Rússland, í von um að átökin leiddu til umtalsverðrar veikingar Rússlands - jafnvel hugsanlegs ósigurs.
Þetta kemur í ljós árið 2022.
Er ríkisstjórn Bidens veik?
Það sem hefur komið í ljós, að Biden getur ekki skipað þinginu fyrir.
Hann er ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna að lenda í vanda með þingið.
--Bendi á að Trump sjálfur gat litlu komið í gegnum þingið síðari 2 árin.
Margir forsetar hafa lent í sama, eins og þekkt er - Obama, og Clinton.
- Biden náði þó fram 1,5tn (bandar. trilljón)pakka til uppbyggingar á samgöngukerfi Bandaríkjanna. Trump fyrir forsetakosningar 2017 lofaði uppbyggingu í innviðum.
En gerði síðan ekkert með það.
--A.m.k. hefur Biden náð því óumdeilanlega í höfn.
Nokkrir Repúblikana-þingmenn studdu málið. - Hann hefur ekki náð - öðrum 1,5tn. pakka í gegn.
Sá dagaði uppi í þinginu fyrir árslok.
--Joe Manchin, hefur reynst Biden erfiðastur.
Vegna þess að í Öldungadeild hefur Biden einungis 1 atkvæði umfram Repúblikana.
Þá hafa allir Demókrataþingmenn þar því neitunarvald.
--Joe Manchin, hefur verið óhræddur að segja - Nei.
Manchin er enn með það opið, að hugsanlega samþykkja pakkann síðar.
En vill á honum frekari breytingar.
Það er hugsanlegt að hann komist í gegn á nk. ári í staðinn.
Vandi Bidens er sá, að þessi pakki -- inniheldur allt þ.s. Biden ætlaði að gera.
Til að standa við gróðurhúsa-markmið Bandaríkjanna!
--Þarna er sannarlega einnig félagslegur pakki - t.d. barnabætur, borgað frý til launamanna, og stuðningur við fátækari byggðir innan Bandaríkjanna.
--En þar fyrir utan, einnig stór fjármögnun til - uppbyggingar innviða er beinist að endurnýjanlegum orkugjöfum.
- Barnabæturnar sem alríkið borgaði, féllu niður í lok nóv.
Er ljóst var að Manchin mundi -- neita að samþykkja frumvarpið.
Þetta á eftir að vera áhugaverð saga á nk. ári.
- Biden vill ná árangri í gróðurhúsamálefnum fyrir hönd Bandar.
En ógnin er sú, að hann nái nær engu fram. - Biden vill einnig ná fram bætingu kjara fátækari hluta Bandar.
En það blasir einnig sá möguleiki að hann nái því ekki fram heldur.
Þetta getur allt spilað inn í 2022 kosningarnar!
En félagmála-pakkinn, ef hann næst fram, gæti styrkt stöðu stjórnarinnar.
- Biden stjórnin hefur klárlega ekki sterka stöðu í þinginu.
Samt sem áður, er hún þar ekki fullkomlega lömuð. - Repúblikana dreymir um að, loka á alla möguleika Bidens innan þingsins.
Niðurstaða þingkosninganna liggur að sjálfsögðu ekki enn fyrir.
Varðandi sögur um verðbólgu!
- Bendi ég á að verðbólga í Bandar. stjórnast almennt ekki af ákvörðunum forseta.
Forsetinn t.d. hefur engin áhrif á prentun US Federal Reserve þ.e. Seðlabanka Bandaríkjanna.
--US Fed ræður sennilega miklu miklu mun meir um það hver verðbólgan er.
Þ.s. hann er sá sem prentar peninga.
--Og US Fed ræður vöxtum. - Eina ákvörðunin sem Biden tók er hugsanlega hefur einhver verðbólguáhrif, var pakki - svokallaður COVID stuðnings-pakki - upp á meir en 1,5tn. dollara sem samþykkt var af Demókrötum í febrúar 2021.
--Í þeim pakka, var peningum hins opinbera beinlínis dælt til almennings.
Þ.e. fólki sendir peningar.
Sá pakki hefur sennilega haft einhver verðbólgu-áhrif.
Hinn bóginn -- hefur US Fed prentað miklu mun hærri upphæðir.
--US Fed hóf þá prentun á miðju ári 2020, er kófið skall yfir - hélt síðan prentun linnulaust í gangi út það ár, hefur töluvert minnkað prentun á þessu ári.
- En verðbólgan sem sú prentun bjó til.
Getur enn verið að hríslast í gegnum samfélagið.
- Þar sem prentun hefur minnkað, líkur á að hún minnki frekar og jafnvel Fed hækki vexti. Þá ætti - rökrétt séð - verðbólgan að dala!
- Þar fyrir utan, er fólkið líklega þegar búið að eyða peningagjöfinni frá Demókrötum. Þannig að sú hugsanlega verðbólga er líklega einnig að klárast.
Samtímis, er atvinnuleysi innan Bandaríkjanna aftur orðið lítið.
--Þ.e. sögulega í samhengi Bandaríkjanna séð.
Töluvert hefur verið um launahækkanir, því fyrirtækjum í sumum geirum gengur illa að ráða fólk -- eftir því sem atvinnuleysi minnkar enn frekar.
--Rökrétt vex sá vandi frekar.
- Það þíðir væntanlega að launa-hækkanir blasa við.
Ein helsta kvörtun launafólks er Obama var forseti, var sú - laun væri ekki að hækka.
Launahækkanir hafa reyndar þegar verið nokkrar, en einungis haldið í verðbólgu.
--Fólk er því ekki enn að sjá undir lok 2021 - raun-tekju-hækkanir.
Enn, rökrétt virðist með lækkandi verðólgu!
Að samtímis er rökrétt að þrýstingur á laun haldi áfram.
--Að fólk fari loks að sjá rauntekjuhækkanir.
Hvort það kemur í tíma fyrir Biden, áður en kosið er til þings um ca. mitt ár.
Kemur í ljós síðar.
- A.m.k. er það alls ekki augljóst í mínum augum, að Demókratar tapi meirihlutanum í Fulltrúadeild.
Kannski gerist það, kannski ekki.
Niðurstaða
Óska öllum gleðilegs nýs árs.
Ég hugsa að 2022 geti orðið að áhugaverðu ári.
Mér virðist það geta orðið ár, þ.s. kemur máski í ljós að Vesturlönd í reynd hafa betra plan er kemur að COVID en Kína - en mér virðist stefna Kína alls ekki eins góð, og Kínastjórn talar hana upp sem.
Kannski hefst ný stórstyrrjöld í Úkraínu!
Ef Pútín hefur það stríð, gæti það hugsanlega orðið eins mikilvægt og borgarastríðið á Spáni árin 1937-1939, er markaði spor fyrir Seinni-Styrrjöld.
En það má spyrja sig, hvað Kína gerir ef Pútín hefur það stríð?
Ég mundi ætla að Kína - horfi einfaldlega á, geri ekki neitt.
En Kína gæti einnig ákveðið að styðja Rússland með einhverjum beinum hætti.
Í því tilviki gæti Úkraínu-stríð orðið eiginlegt upphaf nýs Kalds-Stríðs.
Annaðhvort stendur ríkisstjórn Bidens keik eftir það ár, ef Biden heldur meirihluta í fulltrúadeild, eða að Repúblikanar hafa þar sigur -- og ríkisstjórn Bidens stendur mjög veikluð eftir.
--Það seinna gæti verið óhentugt fyrir Bandaríkin, ef Úkraína reynist vera rásmark nýs kalds stríðs.
- Markar 2022 eiginlegt upphaf kalds stríðs - eða ekki?
- Verður 2022 árið, sem að veikari staða Kína - en margir hafa haldið blasir við, og staða Vesturlanda virðist því sterkari töluvert en margir hafa haldið?
- Mun Kófið spila rullu í þessu öllu?
En mér virðist mögulegt að það komi fram að Vesturlönd hafi haft betri áætlun, þ.e. dreifa sem mest bóluefnum, ekki ganga nærri eins langt og Kína í lökun eigin samfélags -- þannig saman fari náttúruleg dreifing smita/og dreifing bóluefna.
--Þannig að Vesturlönd gætu verið búin að ná, útbreiddu COVID ónæmi.
Ég er að meina, að COVID gæti verið orðið að mikilvægri stærð.
Er mæli hvernig lönd eru líkleg að standa sig.
--Mig grunar að áætlun Kína sé í reynd - heilt yfir séð - lakari.
------------
Aftur - gleðilegt nýtt ár!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er minn skilningur á kröfum Rússlands gagnvart NATO er birtar voru á föstudag!
Að Rússland sé hvorki meira né minna, að heimta -- A-tjalds ríkin fyrrverandi.
Sætti sig við það, að eigin ákvörðunar-vald þeirra, verði í nokkrum atriðum.
--Fært til stjórnvalda Rússlands.
Í dag eru:
- Eystland, Lettland, Litháen - er voru Sovétlýðveldi innan Sovétríkjanna, fullvalda ríki og meðlimir að NATO.
- Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland,Rúmenía og Búlgaría.
Gengu öll einnig í NATO.
- Hvíta-Rússland, Rúmenía og Moldavía - eru utan NATO.
En teljast fullvalda ríki.
Pútín hefur margsinnis lýst því yfir, að hrun Sovétríkjanna 1993, hafi verið óþolandi atburður og mesta högg Rússlands allra tíma.
Og að auki, að það sé óþolandi ástand, að allur þessi fjöldi - fyrrum leppríkja Sovétríkjanna, hafi gengið Vesturlöndum á hönd.
Pútín, virðist líta á það sem -- sitt lífsmarkmið, að snúa þessu við.
A.m.k. að einhverju leiti.
Evrópa Kalda-Stríðsins!
Það má velta fyrir sér - tilgangi Rússlands með þessum kröfum!
- Under the draft proposals, Nato would have to seek consent from Moscow to deploy troops in former Communist countries in Europe that joined Nato in May 1997.
Bendi fólki á, að -- NATO hermenn, eru hermenn herja NATO meðlima-ríkja -- það gengur að sjálfsögðu fullkomlega gegn, skipulagi NATO.
Er kveður á -- öll ríkin séu skuldbundin að verja hvert annað.
NATO lönd geta að sjálfsögðu -- ekki samþykkt.
Að Rússland ákveði, hvar þeirra eigin hermenn eru -- staðsettir. - Nato would have to refrain from -any military activity- in Ukraine, eastern Europe, the southern Caucasus, and central Asia
Ekki fylgir sögu, hvað þetta ætti að þíða.
NATO mun að sjálfsögðu aldrei samþykkja.
Að aðildar-ríki NATO, geti ekki haft eigin heri -- hvar sem þeim sínist.
Innan eigin landamæra.
--Né að, þau geti ekki skipulagt heræfingar, innan eigin landamæra.
Er væri sameiginlegar með hermönnum - einhvers fjölda NATO landa.
4-meðlima-ríki NATO eru með landamæri að Úkraínu.
Þau munu að sjálfsögðu, aldrei samþykkja -- að Rússland ráði.
Hvar innan þeirra eigin landamæra, þeirra eigin hermenn eru.
Ég sé ekki, Erdogan af Tyrklandi, samþykkja - hann geti ekki beitt sér í Kákasus.
En á sl. ári, hafði hann sigur á Rússlandi -- í rymmu á Kákasus svæðinu.
Ég stórfellt efa, að Bandaríkin samþykki, þau muni samþykkja þau muni aldrei beita sér aftur í Mið-Asíu.
-Þar fyrir utan, Kína ræður því svæði mestu leiti í dag, ekki Rússland.- - ...pledge not to deploy any missiles close enough to hit Russia ...
Eiginlega það sama, enginn möguleiki að NATO lönd samþykki.
Að Rússland ráði hvar þau staðsetja sitt dót.
--Margar tegundir eldflauga, geta tæknilega náð yfir landamæri.
T.d. loftvarnar-flaugar.
Algengur misskilningur er -- NATO sé með kjarnorku-eldflaugar nærri Rússlandi.
Svo er ekki.
Einu kjarnorku-eldflaugarnar í Evrópu, eru í eigu franska hersins, í Frakklandi.
--NATO lönd hafa komið fyrir á nokkrum stöðum - svokölluðum - ABM (Anti-Ballistic-Missile) flaugum: PATRIOT.
Það er enginn megin-munur á gagn-flaugum, og hverri annarri loftvarnar-flaug.
Nema sá, gagn-flaugar eru mun öflugari, enda ætlað að skjóta niður - ballístískar flaugar.
--Sprengi-hleðsla er venjuleg.
Margir halda þær séu, kjarnorku-flaugar. Svo er ekki.
Rússland pyrrast mjög yfir þessum flaugum, en mörg NATO lönd í dag eiga þær.
Og þau, koma þeim fyrir - þar sem þeim sýnist.
--Þ.e. ekki þannig, að einungis Bandar. noti þær.
Heldur fjöldi NATO ríkja.
Ég get ekki samþykkt, innganga landa í NATO - hafi verið ofbeldi gegn Rússlandi!
NATO er samband fullvalda ríkja - NATO hefur ekki boðvald yfir aðildarríkjum.
M.ö.o. getur enginn, skipað NATO meðlimi - að gera X eða Y eða Ö.
Ákvarðanir eru teknar með -- samþykki allra.
M.ö.o. -- sérhvert meðlimaland, hefur neitunarvald.
NATO lönd funda auðvitað reglulega, og ræða saman.
Vegna ákvörðunar-reglu NATO -- taka ákvarðanir oft langan tíma.
--Því allir verða vera, sammála.
- Augljóslega, munu A-Evrópulöndin, ekki samþykkja þá takmörkun á þeirra - eigin ákvörðunarvaldi; sem Rússland nú heimtar.
- Eftir allt saman, gengu þau í NATO, til að losna við -- afskipti Rússlands af þeirra málum.
Þau auðvitað vissu, Rússland mundi einhvern-tíma rísa fram, og gera kröfur á þau.
--Draumur Pútíns er auðvitað, að leysa NATO upp.
NATO löndin á hinn bóginn sjálf, hafa ekki séð nokkra ástæðu til, upplausnar á klúbbnum.
T64 Skriðdreki her Úkraínu á hersýningu 2017
Varðandi Úkraínu, 2 áhugaverð atriði!
Þegar Sovétríkin leystust upp 1993, og Úkraína varð fullvalda.
Lentu tvær mikilvægar hergagna-verksmiðjur í Úkraínu.
- Verksmiðja sem framleiðir T64 skriðdreka.
- Og Antonov flugvélaverkmiðjurnar.
Sjálfsagt vita ekki allir, að Úkraína getur framleitt eigin skriðdreka.
T64 er minna þekktur en T72 -- T64 var aldrei seldur út fyrir landamæri Sovétsins.
Málið var, T64 var fullkomnari - með besta búnaði Sovétríkin réðu yfir.
Auk þessa, betur brynvarinn.
T72 var einfaldari og ódýrari, og notaður af fylgilöndum Sovétríkjanna.
Auk þess að vera seldur í miklu magni til margra landa.
- Rússland hélt eftir T72 verksmiðjunni.
Úkraína - eins og Rússland hefur gert - hefur framleitt uppfærslur á sína skriðdreka.
Þar fyrir utan, hefur Rússland framleitt - týpu kölluð T90.
Sá er mikið uppfærður T72, en nýsmíðaðir - ekki uppfærðir gamlir.
2019 virðist Úkraína hafa full-uppfært tæknilega, a.m.k. 100 T64.
Óþekkt hve marga óuppfærða T64 skriðdreka Úkraínuher á og rekur.
- En tæknilega séð er lítill munur á rússn. T90 og uppfærðum T64.
- Úkraína hefur framleitt fj. T80 dreka, og selt til Pakistan.
Þeir eru á grunni T64. Meðan að T90 er uppfærður T72. - Þ.e. T90 er fulluppfærður T72 skv. nútíma-tækni nýframleiddur.
Og T80 er fulluppfærður T64 nýframleiddur. - Rússl. hefur selt fj. T90 til Indlands.
- Þannig halda bæði löndin, Rússland og Úkraína.
Hergagna-framleiðslu gangandi.
Rússland á einnig T80 skriðdreka, er framleiddir voru fyrir 1993.
Tæknilega séð, virðast herirnir afar á svipuðu róli.
T84 skriðdreki Úkraínuhers!
Besti skriðdreki Úkraínu er líklega: T-84.
Eftir 1993, þurfti Úkraína að gera sína framleiðslu 100% Úkraínska.
T84 var útkoman af þeirri þróun.
--Úkraína seldi rúmlega 300 skriðdreka til Pakistan.
Sala sem líklega hefur borgað fyrir þróun T84.
--Þar fyrir utan virðist Úkraína hafa selt skriðdreka til Tælands.
Antonov 124
Antonov verksmiðjurnar, framleiddu megnið af flutninga-vélum Sovétríkjanna.
Rússland lenti í þeirri stöðu, að verða að kaupa þær af Úkraínu.
--Rússland hefur verið að þróa nýjar, en er enn með mikið af Antonov vélum.
Niðurstaða
Augljóslega verður kröfum Rússlands hafnað.
Spurning sé þá, hvað gerist eftir það er orðið ljóst?
Rússland er með 100Þ hermenn við landamæri Úkraínu.
Enn stendur spurningin, hvort Rússland hefur þar stór-styrrjöld.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.12.2021 kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Besti tími til innrásar væri snemma á útmánuðum 2022 þegar kaldast er í ári, jörð frosin - þannig skriðdrekar eigi hvað auðveldast með að far um. Ef Rússland fyrirhugar innrás á annað borð, væri það hagstæðast í janúar eða febrúar nk.
The Ukrainian army has got better at fighting Russian-backed separatists: Besides, the 100,000 Russian troops massed near the border are more than mere theatre; Russia is setting up field hospitals and calling up its reserves.
Á gerfihnatta-öld er ekki hægt að fela meiriháttar liðssafnað -- það sé enginn vafi að hann sé þegar ca. á þeim mælikvarða, er Bandaríkin réðust inn í Írak -- þegar menn sjá að verið sé að hrófla upp, spítulum - birgðastöðum, ekki einungis liðssafnaði.
Þá lítur þetta eins og undirbúningur fyrir innrás.
Bandaríkjaher, sagðist hafa upplýsingar um fyrirhugaða aðgerð með 175þ. manna liðsafla, í Janúar 2022. Jafnvel þó að - megi deila um trúverðugleika þeirrar fullyrðingar - sést vel frá gerfihnöttum að stöðugt er verið að bæta í.
Þannig að langt í frá sé augljóslega útilokað að það sé einfaldlega rétt.
Í annan stað, er úkraínski herinn miklu mun betri en hann var 2015 - með aðgengi að 300.000 bardagaþjálfuðum mönnum; en á móti kemur að sá her er gíraður til að eiga í skæru-átökum, ekki meiriháttar landstríði.
Rétt þó að nefna, að Úkraína ræður yfir mörgum samskonar vopnum og Rússland notar, þ.e. sambærilegir skriðdrekar -- þó öðruvísi uppfærðir með vestrænum tölvum. Rússneski herinn auðvitað, ræður yfir miklu fleiri skriðdrekum.
Engin leið er fyrir leikmann að ákveða hvernig fer -- hvernig svarar maður fullyrðingum að Rússneski herinn færi í gegn eins og hnífur í gegnum smjör.
--Einfaldlega óþekkt.
Ég væri a.m.k. hissa, að ef Úkraínski herinn, hafi ekki a.m.k. undirbúið sig fyrir mögulega innrás; en til að mæta innrás af slíku tagi - þarf djúpar varnarlínur og mikið magn sérstaklega af skriðdreka-eldflaugum, og auðvitað loftvarnarflaugum.
--Og auðvitað beita eigin skriðdrekum, þegar það á við.
- NATO gæti bætt stöðu Úkraínu, með því að afhenda -- betri skriðdreka-flaugar, og loftvarnarflaugar.
- Og auðvitað dróna - svo unnt sé að fylgjast með öllum hreyfingum á bardagavelli.
Mjög margir sem ræða um hugsanlegt stríð - eru skeptískir að Rússland standi í þessu.
Því að Rússland sé veikt land efnahagslega - segjum t.d. ef mikill fjöldi úkraínskra hermanna, mundi beita skæru-hernaði í stað þess, að standa beint á móti rússneska hernum?
--Þannig mætti hugsa sér að, Rússland næði svæðum -- en stæði í stöðugum afar umfangsmiklum skæruhernaði, meðan íbúar hjálpuðu úkraínskum skæruliðum.
Úkraína pent hafnaði þeim afarkostum sem Pútín heimtaði að Úkraína skrifaði undir.
Og berðist áfram, þannig þvingaði Rússland í að leita leiða til að sækja stöðugt fram, þá samtímis þurfa að glíma við stórfelldan skæruhernað á sífellt stærra landsvæði.
--Það má alveg hugsa sér, að fyrst her Úkraínu sé gíraður frekar til að berjast við skæruliða, þá sé hann samtímis skipulagður fyrir skæruhernað.
- Rússland m.ö.o. gæti lent í því, að efnahagslega ráða ekki við slíkan hernað til langs tíma, og þá standa frammi fyrir erfiðum valkostum!
- Auðvitað mundu stórfelld átök í Úkraínu, gera refsiaðgerðir mun grimmari en áður -- og ég mundi ætlað, að samúð með Úkraínu í Evrópu, mundi þíða að Úkraína fengi nóg af vopnum til að viðhalda átökum.
Stríðið yrði þá að -proxy war- fyrir NATO, en heitu stríði fyrir Rússland.
Ég á erfitt með að trúa því að Rússland hefði úthald til langs umfangsmikils skærustríðs.
Putins choice: Hot war or a deeply frozen conflict
Pútín hefur tekist að gera Úkraínu heilt yfir -- afar hlynnta vesturlöndum.
Þó að er dregur nær landamærum Rússlands, þynnist sú afstaða út.
58% back Ukraine's accession to NATO, 62% want Ukraine to join EU
Ekki virðist líklegt að Biden forseti geti veitt Pútín það sem Pútín líklega vill.
En NATO vill ekki t.d. skrifa undir það, að Úkraínu sé bönnuð aðild um alla framtíð.
Samtímis, er aðild að NATO ekki sennileg í nærtíma.
--En sú pólitíska afstaða gæti tekið breytingum síðar.
Efnahagslega séð er Úkraína sterkara landa en 2014, og samstaða íbúa virðist hafa vaxið.
Bendi á, það þarf ekki að fara saman, að rússnesku mælandi hluti Úkraínu -- vilji endilega búa undir Pútín. Eftir allt saman, hafa þeir miklu meira frelsi í Úkraínu.
Og efnahagsleg framtíð Úkraínu er ekki endilega neitt augljóslega slæm.
--Mörgu leiti er Úkraína öfugt byggð upp við Rússland, þ.e. mun veikara ríkisvald og verulega til muna veikari miðsstýring - ásamt miklu meira athafnafrelsi íbúa.
- Mig grunar hreinlega, að það sé -- frjáls Úkraína, sem Pútín óttast svo.
Óttinn um að, frjáls Úkraína -- einfaldlega gangi upp.
Niðurstaða
Í mínum augum væri stór innrás sambærileg mistök og fyrir Bandaríkin það var að ráðast inn í Írak -- jafnvel þó að Úkraínski herinn - kannski - ætti ekki roð í beinum stórátökum við Rússlandsher, þá tæki - tel ég víst - við í framhaldi stórfellt skærustríð, við bardagareynda Úkraínu hermenn - vel þjálfaða, og vopnaða.
Og ég mundi ætla, að innrásin mundi leiða til slíkrar samúðarbylgju í Evrópu og í Bandaríkjunum, að Úkraínu-mönnum væri alltaf tryggð næg vopn til að halda baráttunni áfram.
M.ö.o. sé ég ekki slík átök enda vel fyrir Rússland. En það má alveg sjá fyrir sér svipaða útkomu, er átök í Afganistan a.m.k. áttu hlut líklega að hruni Sovétríkjanna.
Veik efnahagslega, entist getan til að halda áfram líklega ekki mjög lengi.
A.m.k. ekki mjög mörg ár.
Í kjölfarið væri Rússland síðan búið að tapa Úkraínu fyrir alla framtíð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skv. rannsókn frá Ísrael, bætir 3ja bólusetning vörn gegn COVID umtalsvert, samanborið við það að hafa fengið tvær sprautur áður: COVID-19 vaccine for preventing severe outcomes in Israel: an observational study.
- Rannsóknin virðist benda til að - 3ja sprauta veiti 90% vörn gegn Delta afbrigði.
- Hinn bóginn er komið nýrr afbrigði - OMICRON.
What you need to know about the omicron variant
What we know about Omicron variant that has sparked global alarm
Heilbrigðis-yfirvöld um heim allan, eru auðvitað á nálum!
Markaðir lækkuðu fyrir helgi, er fréttin barst út.
--Margir óttast nú, efnahagsframvinda verði minna góð.
- Það litla sem vitað, Omicron hefur fjölda nýrra stökkbreytinga.
- Nokkrar þeirra eru á svokölluðu -spike- próteini.
Sem vírusinn notar til að brjótast inn í frumur.
Sem getur þítt, að það afbrigði - brjótist í gegnum vírusvarnir, frekar.
Það virðist fljótt á litið - líkur á að virkni bólu-efna virki aftur.
Reynslan af COVID til þessa, bendi þó ekki á að -- virkni fari í núll.
--Frekar að bóluefnin verði minna virk freka en að verða, óvirk.
- Það sé talið að, bóluefnin - hafi því áfram virkni.
Þó sú virkni, verði -- minnkuð að marki, sem enn á eftir að koma fram.
Þess vegna held ég að Omicron - ýti undir örvunarbólusetningar!
En rannsóknin unnin í Ísrael -- sýnir að 90% virkni var aftur komin fram.
En bóluefnin en Biontec-Phizer og Moderna bóluefnin, höfðu þá virkni - gegn fyrstu útgáfum af COVID, síðan dróg úr virkni þeirra er veiran stökkbreyttist.
--Ísrael hefur einkum notað BioNtech-Phizer.
- 3ja sprautan greinilega elfdi varnir að nýju.
- Án 3ju sprautu gæti á hinn bóginn verið, að vörnin gegn Omicron sé verulega minnkuð.
Ég hvet því alla til að mæta í örvuna-bólusetningu.
Tilkoma Omicron styrkir ástæður þess að taka 3ju sprautuna.
- Kannski verður þetta alltaf svona, að maður þurfi að fá sprautu á 6 - 12 mánaða fresti.
Vegna umræðu um gagn þess að bólusetja sig, leitaði ég upp rannsóknir!
Bresk rannsókn sem ég fann, segir veikinda-daga tvíbólusettra, að meðaltali helmingi færri -- myndin að neðan, sýnir að tíðni COVID einkenna er mikið minnkuð!
Bendi á breska rannsókn sem myndin er tekin úr: Risk factors and disease profile of post-vaccination SARS-CoV-2 infection in UK users of the COVID Symptom Study app: a prospective, community-based, nested, case-control study.
--Mjög stór rannsókn, svo áreiðanleiki hennar ætti að vera mjög góður!
Ath. -- ef minna en 1, minnka líkur -- ef meira en 1, eru þær meiri!
Myndin segir t.d. líkur minnka um meir en helming t.d. á að fá hita!
Þessu mynd veitir afar miklar upplýsingar -- ath. að hún ber einungis þá saman sem veikjast af COVID -- þrátt fyrir bólusetningar, við þá sem ekki voru bólusettir.
Þ.e. forvitnilegt að sjá að líkur á miklum veikindum vera verulega minnkuð.
- Landlæknir Íslands er sbr. ekki að ljúga því, er hann segir: líkur á smitun helmingi minni: Tilefni örvunarbólusetninga gegn COVID.
-50% minni líkur eru á því að einstaklingur sem býr með COVID smituðum einstaklingi smitist ef hann er bólusettur heldur en annars- - Þar fyrir utan, sbr. bresku rannsóknina -- er tíðni alvarlegra veikinda mun minni hjá bólusettum.
Bendi að auki á nýleg ummæli landlæknis:
-en hann benti á að óbólusettir eru 11%.-
-en þó er fj. þeirra sem lenda á spítala svipaður.-
Sem þíðir, að líkur á spítala-vist eru 9-falt hærri, fyrir óbólusetta!
Niðurstaða
Omicron afbrigðið hleypir bólusetningum kapp í kinn, því rannsóknir - þvert á fullyrðingar um annað - staðfesta að bólusetningar hafa haft mikla virkni.
Þó sú virkni hafi ekki verið eins mikil og vonast var eftir, þar sem COVID stökkbreytist reglulega, hver stökkbreyting úrelti ívið það mótefni fólk hefur.
- Fyrir þá sem hafa viljað sleppa bólusetningum.
Er svokallað náttúrulegt ónæmi, ekkert annað ónæmi en fólk fær úr sprautu.
Og í engu augljóslega virkara, en ónæmi úr sprautu. - Náttúrulegt ónæmi, úreltist því nákvæmlega með sama hætti, er veira stökkbreytist. Þannig fá menn aldrei kvef bara einu sinni, heldur nær ár hvert. Því kvef veiran stökkbreytist stöðugt, þannig ónæmi er orðið alltaf úrelt.
Ef þjóðir mundu ekki sprauta fólk við COVID -- mundu faraldrar ganga yfir, með sama hætti að sjálfsögðu; en þá væri engin viðbótar vörn til staðar þegar menn veikjast.
Rannsóknir benda til þess, sbr. þær vitnað í að ofan, að bóluefnin dragi verulega úr tíðni veikinda og að auki úr tíðni verulegra veikinda þeirra er veikjast.
--Niðurstöðurnar benda því klárlega til þess, að án bólusetninga væri tjón vegna veikina fyrir samfélagið, þ.e. fleiri veikinda-dagar og fleiri dauðsföll, meira.
- Hinn bóginn, er það önnur umræða -- hvort einnig á að vera með - aðrar aðgerðir til viðbótar bólusetningum.
- Eða bara, reglulegar bólusetningar.
En það má alveg ræða hvort hætta á inngrips aðgerðum.
En viðhafa reglulegar bólusetningar -- eftir því sem ný og betri koma fram.
--Þannig halda tíðni veikinda og dauðsfalla niðri.
En að öðru leiti láta samfélagið rúlla í friði.
Kv.
Ég ætla að telja upp hvað herra Musk segir SuperHeavy1 - StarShip1 geta gert!
Töluvert hefur þegar verið um prófanir, en samtímis í ferlinu verið slatti af óhöppum - þ.e. allt upp í það að flaug hafi sprungið. Slíkt er ekki óvenjulegt í þróun á nýju kerfi, en -tja- segjum að enn hafi ekki verið sýnt fram á sá áreiðanleiki sem kerfið kvá munu hafa; en kerfið gerir ekki ráð fyrir flóttaleið fyrir farþega!
Skv. Musk mun farið fullþróað vera það áreiðanlegt, slíkt sé óþarfi!
--Hingað til hafa öll mönnuð kerfi, haft einhverja björgunar-aðferð.
--Ef bilun verður eftir að geimskot er hafið.
Sjáum til, en Musk ætlar að selja NASA eintök af kerfinu - fyrir rest.
NASA þarf þá að samþykkja, að áreiðanleiki mæti stöðlum.
Mynd sýnir prufueintök af kerfinu!
Til samans, þ.e. StarShip1 ofan á SuperHeavy1 flaug:
Hæð: 120m.
Þvermál: 9m.
Flutningsgeta: 100 tonn.
SuperHeavy: 3400tonn.
--Ath. flaug á að lenda aftur, vera sí-endurnýtanleg.
StarShip1 - skv. Musk. vegur innan við 100tonn, án eldsneytis.
--Sama á að gilda um StarShip1, þ.e. vera stöðugt notuð aftur.
- Það atriði, kvá gera kerfið miklu ódýrara en öll fyrri geimferðakerfi.
Skv. Musk, er flutningsgeta StarShip1 alltaf 100 tonn, á lægsta sporbaug Jarðar, til Tungls, til Mars.
Lausnin því liggi í því að til standi, að smíða sér útgáfu StarShip1 sem flytji eldsneyti upp á sporbaug Jarðar, svo að annað eintak StarShip1 geti haft nægt eldsneyti til að lenda 100 tonnum á Tunglinu.
--Mér skilst, að þá geti Starship1 einnig tekið á loft án eldsneytistöku.
--En í tilviki Mars, er gert ráð fyrir að framleiða elsneyti á yfirborði Mars.
Með svokallaðri: Sabatier reaction.
Sú aðferð virkar, auðvitað afar -daring- að ætla að lenda á Mars, og treysta á að allt gangi upp í framleiðslu á eldsneyti, þó aðferðin virki sannarlega á Jörð. Það þarf þá að leita þau efni er til þarf á plánetunni, vinna þau!
- Á meðan munu fólkið er hefur lent, vera fast á plánetunni, þ.e. engin leið til undankomu, svo sannarlega þarf þá allt að ganga upp.
- Mars er kaldari en SuðurSkautsLandið á Jörð, loft er eitrað afar þunnt 1/100, samtímis er geislun slík að banvænt er líklega að vera óvarinn á yfirborði lengur en nokkra mánuði!
--Ekki segja að það sé allt óleysanlegt, vandamálin eru ekki smá, og allt verður að ganga upp - því björgun verður -að séð verður- ómöguleg um hríð.
Draumur Elon Musk, er um MarsCity - með 1 milljón íbúa, í ótilgreindri framtíð.
Talar um 10þ. StarShip til fólksflutninga og 100.000 StarShip í flutningum á varningi.
- Vantar á hinn bóginn, að virðist í þá áætlun, hvaðan tekjurnar eiga að koma.
- Settlement er eitt, hitt er að borga fyrir viðhald verkefnisins, þ.e. stöðuga flutninga á varningi til fólksins á yfirborði Mars, ef allt kemur frá Jörð.
- Það þarf greinilega eitthvað óskaplega verðmætt að koma frá Mars, ef dæmið á að ganga upp.
Greinilega þarf að leita uppi verðmæt hráefni á Mars!
Einn vandi enn - enginn veit hvort yfir höfuð eru verðmætar námur!
--Ekki fullyrða þær séu ekki til, enginn veit það enn.
Það væri dálítið hressilegt að fullyrða þær séu án allrar vitneskju, eða treysta á það.
Vekur athygli mína, hvernig StarShip1 - SuperHeavy1 kerfið eflir Bandaríkin!
Elon Musk hefur gert fjölda samninga nú við bandaríska ríkið, að sjálfsögðu í því markmiði að - ná til sín sem mest af peningum ríkisins til að fjármagna dæmið.
--En flest bendi til að, SpaceX SpaceShip1 og SuperHeavy1 verði kjarni í framtíð NASA.
- StarShip1 á að geta lyft allt að 400 gerfihnöttum á lægsta sporbaug Jarðar.
Með hjálp SuperHeavy1. - Og á að geta flutt 100 tonn á yfirborð Tungls.
- Og á að geta flutt, 100 tonn af eldsneyti upp á lægsta sporbaug Jarðar.
Þ.e. einmitt með -- eldsneytis-töku á sporbaug, sem á að gera SpaceShip1 mögulegt að vera stöðugt í förum frá sporbaug Jarðar, og til sporbaugs Tungls, eða yfirborðs Tungls, og til baka.
--Þannig rökrétt verði þá kerfið að, kjarna í Tungláætlun NASA.
- Bandaríkjastjórn, mun að sjálfsögðu kaupa fjölda eintaka - fyrir rest, af SpaceX.
- Ég geri ráð fyrir því, bandaríski herinn muni einnig kaupa eintök.
- Að bandaríska ríkið, muni - banna SpaceX að selja til aðila, bandar. ríkið treysti ekki.
- In October 2020, NASA provided $53.2 million to SpaceX to demonstrate the transfer of 10 metric tons (22,000 lb) of cryogenic propellant between two Starships.
- Also in that month, the United States Transportation Command announced Rocket Cargo program, which aims to transport cargo via rocket anywhere in the world in under 1 hour.
- On 16 April 2021, NASA selected Starship HLS and awarded SpaceX a $2.89 billion contract over Integrated Lander Vehicle and Dynetics HLS. Starship HLS will perform an uncrewed landing demonstration and an Artemis 3 crewed lunar landing mission.
- Einn möguleiki í notkun á StarShip1 er til skjótra ferða milli staða á Jörð.
Hugmyndin er sú, StarShip1 - mínus SuperHeavy - taki á loft með 100 farþega.
Og lendi eftir 1klst t.d. í Japan! - Þetta er eitt af því sem leiðir líklega til þess að bandar. herfinn kaupi slatta af StarShip1, þ.e. getan að flytja - hermenn eða varning.
Á einni klst. þúsundir km. - Elon Musk segir einnig, að StarShip1 muni geta keppt við, þotu-flug.
Það verði það hagkvæmt, og öruggt, að reglulegt farþegaflug.
Geti orðið veruleiki með þessum hætti.
--Hinn bóginn, verða farþegar líklega vera - heilsuhraustir.
Því álag er greinilega töluvert í flugtaki, líklega a.m.k. 2g.
Spurningin er -- getur nokkurt annað ríki keppt við Bandaríkin í geimnum.
Þegar bandaríska ríkið -- mun vera farið að nota kerfi SpaceX?
Ég sé ekki betur, en Bandaríkin nái - það miklu forskoti á alla keppinauta, að enginn eigi möguleika til að keppa við þau -- a.m.k. um töluverða framtíð!
- Íhugum Mars áætlun Musk, ef hún verður?
Þíðir það ekki, að Bandaríkin slá eign sinnig á Mars?
Eiga þannig heila aðra plánetu? - Hver á að geta hindrað þá útkomu?
- Ekki gleyma einnig því, að Bandaríkin hafa þá einnig óskaplegt forskot í því að nýta Tunglið -- og eiginlega allt annað í geimnum, fyrir utan Jörð.
Þannig sting ég upp á þeim möguleika, að Bandaríkin stefni í að verða enn meir drottnandi ríki í framtíðinni -- en þau hafa verið hingað til í nálægri fortíð.
Niðurstaða
Í þessari færslu, er ég að velta upp því hvaða áhrif geimáætlun Elon Musk, hefur á Bandaríkin sem slík -- en í umræðu um draumsýnir Musks, hef ég enga umræðu séð um það -- hvaða þíðingu það hefur fyrir Bandaríkin, ef allt sem Musk segir gengur upp.
Ég sé ekki betur, ef allt virkar eins og það kvá eiga virka -- þá fái Bandaríkin það óskaplegt tækni-forskot í geimferðum, að Bandaríkin geti líklega stórum hluta.
--Slegið eign sinni á geiminn utan Jarðar, a.m.k. í Sólkerfinu.
Ímynduð Mars-City verði þá - undir lögum Bandaríkjanna.
Og væntanlega þá Mars, eign Bandaríkjanna!
--Eða hvað akkúrat ætti að koma í veg fyrir það?
Sé ekki að Musk fari í persónulega uppreisn gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkin geta þá orðið nær fullkomlega drottnandi um töluvert langa framtíð.
--Öfugt við þ.s. margir hafa haldið fram, útlit fyrir að framtíðin sé þeirra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2021 | 14:28
Game of Chicken - milli Bandaríkjanna og Kína, um Tævan! Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu báðar tvær hafa nú gefið út óskoraða yfirlýsingu um að verja Tævan!
Það sem er nýtt - að óvissan hefur verið tekin úr gildandi yfirlýsingum.
Síðan Nixon gerði samkomulag við Mao 1972, er Bandaríkin formlega hættu að viðurkenna ríkisstjórn Tævans sem -- hina lögmætu ríkisstjórn Kína.
--Já virkilega, sem lögmæta ríkisstjórn Kína.
Hafa ríkisstjórnir Bandaríkjanna, viðhaldið - óvissu um það hvort Bandaríkin verja eða verja ekki Tævan; um hafi verið að ræða stefnu sem ætlað var.
--Samtímis að halda aftur af Tævan og Kína, í því að fyrir sinn part að ógna jafnvæginu.
- Hinn bóginn hefur hröð uppbygging Kína á flota - flug og herafla, gerbreytt stöðunni.
- Kína hefur gert Suður-Kína-Haf að sínu, með uppbyggingu gerfieyja þ.s. á hefur verið settar, herstöðvar þaðan sem hægt er að skjóta langdrægum eldflaugum - senda á loft herflugvélar og einnig þjóna sem herskipahafnir.
- Þar fyrir utan, er floti Kína - jafn stór flota Bandaríkjanna í fjölda skipa. Það þíðir, að floti Bandaríkjanna - er ekki lengur eins yfirgnæfandi öflugur og áður.
--Kína-floti notar meðaltali smærri skip, enn einungis 3 flugmóðurskip.
--En a.m.k. 2 önnur í smíðum er eiga að vera risaskip.
- Þ.s. þetta þíðir allt, að innrás á Tævan er að verða raunhæfur möguleiki.
Sem hefur ekki hingað til raun verið.
Sem skýrir stefnubreytingu Ástralíu og Bandaríkjanna. - Málið er að taka Tævan, mundi gerbreyta jafnvæginu í heimshlutanum.
Kort frá The Economist er sýnir hvað ég á við!
- Horfið á Eyjaklasana fyrir framan Kína!
Kortið sýnir þá ekki alla, en Norðar eru smáeyjar sem Japan stjórnar - Senkaku.
Síðan taka Japans-eyjar sjálfar við. - Málið er að til samans - mynda eyjaklasarnir, varnar-garða fyrir framan Kína.
Meðan bandalags-ríki Bandaríkjanna stjórna öllum þeim eyjum.
Er mögulegt -tæknilega- að setja hafnbann á Kína. - Ef Kína tekur Tævan - á hinn bóginn - rýfur Kína það stórt gat í múrinn.
Að hafnbann verður fullkomlega ómögulegt.
Er eins og ég sagði - mundi fullkomlega kollvarpa hernaðarstöðunni.
Tja, á gervöllu Kyrrahafi.
--OK, Bandaríkin tala um að verja lýðræði á Tævan.
En ég er viss, að undir niðri vakir óttinn við hratt vaxandi flota-styrk Kína.
En sá styrkur hefur vaxið það hratt, að innan fárra ára gæti Kína-floti verið orðinn, tæknilega sterkari en Bandaríkja-floti.
--Ég segi, tæknilega, þ.s. einhvern tíma mundi taka Kína að æfa sitt fólk - svo sá floti hefði algerlega sambærilega færni við Bandaríkjaflota er hefur æft sitt fólk í áratugi.
- Sjálfsagt Horfir Ástralía til -- Seinna-stríðs, er það var Japan er allt í einu ruddist fram, og um hríð var innrás í Ástralíu hugsanleg.
- En stór stefnubreyting í Canberra upp á síðkastið, hlýtur að skýrast af -- óttabylgju þar.
M.ö.o. allt í einu skilur Canberra, að Ástralía er ekki - algerlega örugg.
Þá leitar Canberra til Bandaríkjanna, sem eini aðilinn -- er geti veitt Kína andstöðu.
Australia vows to help US defend Taiwan from Chinese attacks
Australias defence minister has said it was -inconceivable- that his nation would not support the US in a campaign to defend Taiwan from China -- Peter Dutton said that Chinese leaders had been -very clear about their intent to go into Taiwan- -- It would be inconceivable that we wouldnt support the US in an action if the US chose to take that action
Takið efir þessu - afar sterka orðalagi. Algerlega óhugsandi.
Biden vows to defend Taiwan from Chinese military action
Asked whether the US military would defend the country in the event of a Chinese attack,the president said: -Yes, we have a commitment to do that.-
Orðalagið ekki eins sterkt - en Biden sagði þó hiklaust Bandaríkin skuldbundin.
Sem er breyting á fyrri afstöðu, er forseta yfirleitt töluðu í hálf-kveðnum vísum.
Á hinn bóginn, var Kína ekki eins sterkt þá - ekki innrás klárlega möguleg.
Niðurstaða
Í vaxandi mæli virkar það á mann svo að - rísandi game of chicken sé í gangi. Vaxandi yfirlýsingar frá Kína, um möguleikann á innrás - tal um það sé óþolandi að þessi eyja sé ekki undir stjórn Kína, eins og Kína stjórn segir hana með réttu eiga vera.
Samtímis afar öflug or hröð uppbygging herafla á Suður-Kína-Hafi.
Er greinilega hefur gert innrás að raunhæfum möguleika.
Það sé væntanlega hvers vegna, ótti fari hratt vaxandi í Washington og Canberra.
Að Kína ætli sér hugsanlega, að kollvarpa hernaðarjafnvæginu í heimshlutanum.
Slíkt væri auðvitað stórfellt hættuspil, beint stríð milli Kína og Bandaríkjanna, ásamt þeim bandamönnum Bandaríkjanna er tækju þátt.
Þannig að örugglega er mikilvægur partur í rísandi yfirlýsingum, fæling.
Hugmynd um fælingu er að fá mótaðilann til að hika, hætta við.
Þá þarf mótaðilinn að trúa því, að þér sé virkilega alvara.
Þannig má skýra hugsanlega vaxandi áherslu yfirlýsinga.
- Hinn bóginn, er það auðvitað annar hlutur hvort - Xi og fólkið í kringum það, trúir því að Bandaríkjunum sé alvara!
- Þeir gætu ímyndað sér, að Bandaríkin séu raun lin.
Sem gæti auðvitað leitt til þess að 3-ja heimsstyrrjöldin hæfist auðvitað.
Ef Kína stjórn tæki rangt stöðumat.
--Það væri ekki fyrsta sinn, en Fyrra-Stríð líklega hófst ekki síst, út af röngu stöðumati -- það má einnig hugsanlega rekja upphaf Seinna-stríðs til slíks einnig.
Rangt stöðu-mat er þá það, að mótaðilinn - trúir ekki yfirlýsingum.
Hefur stríð, en lendir síðan í stærri átökum en sá taldi líkleg.
Því aðilar sá taldi ekki munu gera neitt, hófu stríð skv. gefnum yfirlýsingum.
- Í Fyrra Stríði taldi keisarinn af Þýskalandi, að Bretar mundu ekki verja Belgíu, en þeir stóðu við yfirlýsingar um að tryggja sjálfstæði þess lands.
Þannig Þýskaland lenti í stríði ekki bara við Frakkland, heldur Bretland að auki. - Hitler 1939 líklega taldi að Bretland og Frakkland, mundu ekki gera neitt er hann fyrirskipaði innrás í Pólland. En Bretland og Frakkland stóðu við yfirlýsingar gagnvart póllandi, þó að landherir þeirra gerðu ekkert annað en að safna liði - létu Þjóðverjum eftir hlutverk geranda.
- Sambærilegt væri, ef Xi fyrirskipaði innrás í Tævan, teldi sig fullvissan að Bandaríkin gerðu ekki neitt - Ástralía ekki heldur, né ekki Japan.
En hefði rangt fyrir sér þar um, og 3-ja Heimsstyrrjöldin vær þar með hafin.
Án nokkurs vafa er Tævan deilan orðin sú langsamlega hættulegasta í heiminum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Joe Manchin er auðvitað ástæða þess, að Biden hafði enga möguleika til þess að styðja markmið um -- bann við notkun kola fyrir 2030; en Manchin virðist tengjast kola-iðnaðinum í Bandaríkjunum sterkum böndum, m.ö.o. hafa sterka fjárhagslega hagsmuni þar um.
Afstaða hans virðist einfaldlega tengjast hans persónulegu hagsmunum, m.ö.o. sem eigandi verulegs hluta í einu slíku fyrirtæki - þá hafi hann verið andvígur kolefnis-skatti - hækkunum skatta á fyrirtæki alfarið og að sjálfsögðu fyrirfram ljóst, hann mundi ekki samþykkja - fyrir-hugað bann við notkun kola fyrir 2030.
- Ástæða þess Manchin hafi getað beitt niðurskurði á fyrirhugað - loftslagsprógramm Biden, og þar fyrir utan einnig á fyrirhugaðan félagsmála-pakka Bidens.
- Sé einfaldlega að -- sérhver þingmaður Demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings, hafi neitunarvald.
Stafar af því að hafa einungis meirihluta upp á einn.
Manchin hafi því haft tækifæri til að -- hafna því sem hann ekki vill.
Og hefur sannarlega ekki látið sitt ljós skýna.
En þessi staða í Bandaríkjunum, sýni hversu vonlítil staða aðgerða gegn loftslagsvá sé!
Má sennilega fyllyrða með 100% öryggi, engin möguleiki sé til að ná 1,5°C markmiði.
Að auki séu líkur á að 2°C markmið sé sennilega hæpið!
Pact to end coal use undermined as US fails to sign
The worlds top-three coal consumers in China, India and US,representing 72 per cent of global emissions from coal-fired power, did not sign ...
IEA warns Paris climate target at risk as US and China shun coal pact
Without addressing this problem, the chances to reach our 1.5C target is close to zero, -- Fatih Birol said.
Augljóslega, er lönd sem standa fyrir 2/3 af kolanotkun, taka ekki þátt í samkomulagi.
Þá er vart hægt annað en að líta það samkomulag, marklítið plagg.
- Ég saka ekki Biden persónulega um svik.
- Það hefði verið án tilgangs fyrir hann að skrifa undir.
Í fullri vitneskju þess að ómögulegt væri fyrir hann að framfylgja samkomulaginu í nokkru hinu einasta atriði. - Eiginlega í því ljósi -- hefði verið óheiðarlegt af honum, að skrifa undir.
Niðurstaða
Það að litlar líkur séu líklega á að bundinn verði endir á kolanotkun í stórfelldum mæli fyrir 2040 eða jafnvel fyrir 2050 - eða jafnvel enn síðara ártal. Líklega bendi til þess að líkur þess að ná fram 2°C markmiði séu hverfandi, samtímis og 1,5°C markmið sé sennilega nú einungis draumsýn.
Mannkyn gæti verið að stefna á 3°C. Jafnvel enn hærra!
En Bandaríkin eru ekki eina landið þ.s. pólitískt erfitt gæti reynst að ná markmiðum fram, sérstaklega er engin leið verður að forða því -- ef markmið eiga að nást, að hár kostnaður falli á borgara hvers lands.
Þ.e. auðvelt að lýsa sig sammála, meðan það kostar viðkomandi nær ekki neitt.
En, þegar maður t.d. skoðar ummæli í fréttamiðlum frá Bandaríkjunum er rætt er við almenna borgara - í kjölfar nýlega afstaðinna kosninga á svæðum innan Bandaríkjanna.
--Skýn í gegn, andstaða við sérhverjar kostnaðar-hækkanir - hvort sem það eru gjöld eða skattar; m.ö.o. almenningur vill -- kostnaður sé enginn.
New Jerseys suburban voters provide wake-up call in Democrats slim victory
Youre going to bring that up to me when I have to pay $1.50 more to fill my thousand-gallon home heating oil tank? -- Thats $1,500!
Veruleg óánægja sé með nýlegar eldsneytis-hækkanir, þó þær í engu tengist ákvörðunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna! Vart þart að spyrja um viðhorf viðkomandi, gagnvart hugsanlegum -- kolefnis-gjöldum, þar ofan á.
Sem sagt, almenningur sé ekki tilbúinn - að borga neitt aukalega.
Hvorki með gjöldum né sköttum.
Meðan svo er, þá er nær engin von til þess -- að pólitíkin taki verulega aðra afstöðu, en þá að tala um aðgerðir - í cirka besta falli - en síðan gera nær ekki neitt.
Eftir allt saman vilja menn vera endurkjörnir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859317
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar