Rússland ákvað í vikunni að hefja sókn í Suður-Úkraínu, með einungis 10þ. viðbót við liðsstyrk! Markmið Rússa virðist hvorki meira né minna en vera, að taka gervalla S-Úkraínu! Stríðið sýnir þróun dróna sem hættuleg vopn!

Ég átti von á að Pútín mundi bíða eftir því að -- Norður-herinn sem hörfaði frá Norður-Úkraínu, 40 herdeildir þ.e. ca. 40þ. - mundi hafa verið endurreistur svo hann gæti að nýju tekið þátt í átökum. Þess vegna áætlaði ég a.m.k. mánuð áður fyrir nýja átaka-syrpu.
Hinn bóginn, virðist Pútín ekki hafa enst þolinmæðin, því fyrirskipað að sókn í S-Úkraínu er hófst í vikunnu, færi af stað -- með einungis 11 herdeilda liðs-aukningu.
--Þ.e. milli 10 og 11þ. styrkingu þess liðs Rússar þegar höfðu í S-Úkraínu.

  1. Málið er að ég er sterkt efins, að 10-11þ. viðbótar lið sé nóg.
  2. Vandi sóknar Rússa, hefur verið -- að dreifa liðinu of mikið, ætlast til of mikils af hernum.
  3. Málið er: Sókn Rússa var nær hvergi. Í nægum styrk, til að hafa sigur.
    Það að dreifa liðinu - leiddi til þ.s. má kalla - defeat in detail.
    Í stað þess að ná mörgum stórum sigrum - náði Rússlandsher - afar fáum.
  4. Mér virðist Pútín vera að endurtaka sömu mistökin, nokkurn veginn nákvæmlega.

Vika af átökum - virðist mér klárlega birta þá sýn - m.ö.o. Úkraínuher, sem sé nú nær alls staðar í niður-gröfnum vígjum, sé pent að halda!

Fierce battles raging in eastern Ukraine

Það sé ólíklegt að breitast, meðan að Rússar - feila í því - að þjappa liðinu nægilega saman á punkta, svo á þeim punktum myndist - nægilega yfirgnæfandi liðsstyrkur til að taka þann punkt á víglínunni.
--Þ.e. hvað mér virðist vera að gerast, að aftur séu Rússar að misnota þann liðsstyrk þeir hafa, enn beri yfirmenn hersins greinilega ekki næga virðingu fyrir andstæðingnum, enn sé Rússn. herinn ekki að endurskipuleggja sókn sína -- sem hann ætti að gera!

  • Í reynd þyrfti hann að fókusa á afar þröng markmið.
  • Því liðsstyrkurinn sé ekki nægur fyrir meira.

En enn, á að sópa borðið -- enn er planið, fullkomlega óraunsætt!

Russia says it plans -full control- of Donbas and southern Ukraine

Skemmtilegur húmor, að Igor Strelkov er sammála mér: 
Soldier-spy Strelkov snipes from the sidelines at Russia’s setbacks in Ukraine

  • Strelkov er firebrand er tók þátt í átökum 2014, vill að Rússlandi gangi vel.
    En, sér það sama og ég, að áætlanir um framgöngu stríðsins eru óraunsægjar.
    Og er sammála greiningu minni um það, hvað það þíðir að fylgja fram óraunsægjum plönum
    .

 

Þessi mynd sýnir dreifingu hveiti-framleiðslu Úkraínu!
Skv. frétt: What Russia’s advance in east Ukraine means for food security
Hefði fall S-hluta-Úkraínu, gríðarleg áhrif á matvæla-framleiðslu Úkraínu.
Þegar sé barist um svæði þ.s. rúmlega 20% matvæla-framleiðslunnar fer fram!
Rússar blokkera útflutning frá Odesa!

INTERACTIVE - WHEAT PRODUCTION UKRAINE

Ég er þess fullviss nú - Rússland getur ekki náð slíku markmiði.
Rússn. herinn hafi sannað sig að vera miklu mun veikari en allir héldu.
Hann hafi einfaldlega ekki getu til að taka S-Úkraínu.

  1. Hinn bóginn, eins og fréttin sýni, sé gríðarlega mikið í húfi.
  2. Að halda Suður-Úkraínu, og höfninni Odesa.

Annars væri landið Úkraína, á vonarvöl efnahagslega!
Líklega sé að birtast loksins hvað Rússar vonast til að taka.
Þ.e. svarta moldin fræga í Úkraínu, brauðkarfa Rússlands keisaranna!

Hinn bóginn, sé það nú ljóst að Rússlands-her sé ekki fær um það markmið!
Er mundi fela í sér töku gervallrar S-Úkraínu!
--Vandi Rússlands-hers, sé þá, að yfirstjórn hersins og Rússlands sjálfs.
Séu ekki enn kominn niður á Jörðina, ekki enn komnir niður á - markmið sem séu raunsæ!

  • Það þíði, að enn sé verið að skipa hernum að gera þ.s. hann ekki ræður við.
  • Sem þíði, að Úkraínu-her geti án mikils vafa, varist - því sókn Rússa er þá ennþá dreifð, og liðsstyrkurinn þar með - hvergi líklega nægilega sterkari en vörnin, til að taka þá vörn neyða þá vörn til flótta.

Aftur sé það líklega - defeat in detail - sem Rússar standa frammi fyrir.

INTERACTIVE Russia-Ukraine map Who controls what in Donbas DAY 60

  1. Auðvitað á einhverjum enda - kemur Norður-her Rússa aftur inn í myndina.
    Líklega tekur það a.m.k. þann tíma ég áætlaði.
    Þ.e. lágmarki mánuð, því þann her þarf nýjan liðsstyrk.
    En hann gæti hafa misst helming liðsstyrks.
    Ef við teljum bæði særða og látna.
  2. Það tekur tíma að leita uppi, 20þ. liðsstyrk við þ.s. var 40þ. manna her.
    Nema auðvitað, að Pútín sætti sig við að senda, einungis þau 20þ. sem voru eftir af þeim 40þ. manna her. Sem er hægt.
    En samt sem áður, þarf það lið að fá -- ný tæki í stað þeirra töpuðust.
    Þannig hann þarf að stoppa einhvers staðar innan Rússlands um hríð.

Kosturinn fyrir Úkraínu, að bráðlæti Pútíns að fyrirskipa sókn nú!
Er auðvitað að - líklega eru 10-11þ. manna liðs-aukning sem her Rússa hefur fengið.
Einungis á móti manntjóni, þ.e. ef maður telur líklega særða og fallna.
M.ö.o. herinn sé einungis færður upp í þá stærð, hann hafði er stríðið hófst.
Á móti kemur, að Úkraína hefur án nokkurs vafa, fært verulega liðsstyrk Suður.
Nettóið af þessu, er líklega að Rússneski herinn getur ekki rofið patt-stöðuna!

  • Einhvern-tíma mætir Norður-her Rússa, en þá er herinn sem fyrir er, líklega þegar búinn að missa verulegan lið-styrk, í árásum daganna/viknanna á undan.
  • Er þeir reyndu að brjóta varnir Úkraínu-hers, en tókst ekki.

Þannig, að sennileg útkoma er þá að er sá her loksins nær að mæta.
Hafi Úkraínuher haft nægan tíma til að veikja her Rússa, þannig að lyðsstyrkur Rússa, nái ekki að breyta stöðunni -- heldur haldi patt-staðan enn áfram!

  1. Mig grunar nú að við sjáum þegar hvernig þetta stríð endar.
  2. Þ.s. rússn. herinn bræði smám saman út, fyrir rest t.d. undir lok Maí.
  3. Geti hann ekki gert neitt frekar, burtséð frá fyrirmælum frá Moskvu.
  • Og stríðið fjarar út!

Ég sé fyrir mér möguleg endalok -- svipað Kóreu-stríði 1949-1953.
Þ.e. stríð endi með vopnahléi, vopnahléslínan verði - demarcation - landamæri.
Viðhaldist síðan, eins og milli S-Kóreu og N-Kóreu, vopnaður og afar óvinveittur friður.

 

Enn er margt á huldu um beitiskipið Moskvu!
Mjög forvitnileg frétt al-Jazeera um beitiskipið Moskvu!

Eins og sést í videói, þá er á tæru að beitiskipið varð fyrir árás.
Að saga Rússa um málið gengur ekki upp, þ.e. sagan um eld innanborð.
Og að skipið hafi sokkið í stormi - en klárlega er enginn stormur, engin alda!
Líklega - eins og myndir benda til - voru eldar um borð.
Og fyrir einhverja rest, springur eitthvað mikilvægt -- og skipið sekkur.
Það virðist sennilegasta sagan!

Under pressure, Russia admits one dead, 27 missing from Moskva

Þar fyrir utan, er algerlega ómögulegt að ég trúi því - einungis 1 maður hafi látist um borð, og nokkrir slasast. 

Hafandi í huga, þegar Rússar sýndu myndir af áhafna-meðlimum.
Var tala þeirra á hópmynd, einungis rýflega 100!
Áhöfn var um 400 hundruð á Beitiskipinu Moskva!
Manntjón gæti því raunverulega verið milli 200 og 300.

 

Switchblade-drón í flugtaki!

US to possibly give Switchblade antitank and antipersonnel kamikaze drones  to Ukraine | Defense News March 2022 Global Security army industry |  Defense Security global news industry army year 2022 | Archive News year

Úkraínu-stríð er virkilega að sýna að drónar skipta miklu máli nú í stríði!

Meet ‘Phoenix Ghost,’ the US Air Force’s new drone perfect for Ukraine’s war with Russia

  1. Washington virðist hafa þróað nýjan drón, sér-sniðinn fyrir Úkraínu-stríð.
  2. Hann hefur fengið nafnið - Fönix-draugurinn.

Upplýsingar eru af mjög skornum skammti, en virðist svipað svokölluðum Switch-blade-done.
Þ.s. sagt er um - Phoenix-ghost - hljómar þannig, hann sé - stærri útgáfa af - Switch-blade.

En Switch-blade er í reynd fljúgandi sprengja, stjórnað af hermanni í fjarlægð.
Er getur stýrt dróninum til að taka út með sprengju á stærð við hand-sprengju það hvað hæfir þeim sprengi-krafti.

Hinn bóginn, kvað - Phoenix-ghost - hafa stærri sprengju, meiri flugtíma, og meiri fjarlægð.
Hafa færni til að eyða léttari tegundum bryndreka.

  • Úkraínuher hefur með miklum árangri beitt - Bayraktar drónum - frá Tyrklandi.
  • Sem geta borið 4 sprengjur undir búk, og eru nánast ósýnilegir á radar.

Það virðist greinilegt að töluverður hluti tjóns Rússa skýrist af drón-hernaði.
Úkraínu-stríð er greinilega orðið að tilrauna-stofu fyrir drón-hernað.
Rússar eru í hlutverki fórnarlamba!

 

Sarmat flaug - tilraunaskot

Photo of a missile test

Stórfelld hnignun Rússlands er augljós afleiðing stríðsins!
Eina spurningin er, hversu stórfelld hnignun Rússlands verður - ekki hvort.
Það hversu herfilega illa Rússneski herinn hefur staðið sig.
Það hver herstjórn Rússa hefur verið í molum.
Og hve vopn Rússa hafa virkað - mun síður en búist var við.
Er yfrið næg ástæða þess að Rússlandi hnignar verulega.

  1. Málið er að sýnin á Rússland er önnur nú.
    Rússland er herveldi.
    Sýnin á Rússn. herinn -- þíðir að staða Rússlands sem herveldis.
    Er metinn niður og það verulega stórfellt.
  2. Þetta færir valdastöðu Rússlands, nú þegar niður -- og líklega verulega.
    Ef Rússland getur ekki unnið, og stríðið endar með hætti sem túlkast sem ósigur.
    Færist valda-staða Rússlands niður enn frekar.
  • En hún er þegar verulega niður-færð, vegna þess hve rússn. herinn er miklu lakari í átökum, en langsamlega flestir reiknuðu með.
    Af þessa völdum, eru sjálfsögðu allir að - endurmeta styrk Rússlands.
    Og endurreikningurinn er að sjálfsögðu - niður.
  • Það þíðir, að minna tillit verður tekið til Rússlands.
    Þetta á jafnt við um - vinveitt Rússlandi lönd - sem og óvinveitt.

Russia’s Sarmat and China’s YJ-21: What the missile tests mean

Sarmat: Er risastór ballistísk flaug Rússland hefur verið að þróa í nokkur ár.
Rússland sýndi myndir af tilrauna-skoti -- hinn bóginn, verður afar kostnaðar-samt að setja þær flaugar í framleiðslu, og koma þeim fyrir í niðurgröfnum skotpöllum.
Þar sem þeim er ætlað að skipta út áratuga-gömlum úreltum sovéskum flaugum.
Má alveg hafa efasemdir um að, Rússland hafi efni á að fjöldaframleiða það dýra flaug.

Alex Gatopoulos al-Jazeera - With the reputation of the new professional Russian military in tatters, any future alliance between Russia and China will be on very different terms from the cooperation before the war.

Þ.s. Gatopoulos bendir á, er að hröð hnignun Rússlands nú, af völdum stríðsins.
Leiði augljóslega til þess, að sýn Kína á Rússland sem bandamann.
--Mun taka mjög verulegum breitingum.

  1. Ég hef tekið eftir því, Kína hefur í reynd lítið gert til að hjálpa Rússlandi.
  2. Mig grunar, að endurmat Kína á mikilvægi Rússlands - sjáist í þeim skorti á stuðningi við aðgerðir Rússland.

En í umræðu innan Kína, hafa þ.s. mætti kallast - Vesturlanda-sinnar og Rússlands-sinnar togast á - þ.s. annar aðilinn bendi á mikilvægi Vestrænna markaða, hinn á mikilvægi Rússlands sem framtíðar bandalags-ríkis.

  • Mjög líklega, hafi augljós vangeta Rússlands í stríðinu, veikt til muna stöðu þeirra innan Kína, er vildu að Kína stæði með Rússlandi.
  • Á móti, hafi þeir sem vilja fara varlega í samskiptum við Vesturlönd, sennilega unnið á.

Hnignun skipi máli - því hún hafi áhrif á alla þá aðila sem veldi/power á í samskiptum við.
Þegar -veldi- styrkist, er endurmatið á einn veg, er það veikist, færist það endurmat í hina áttina.
--Þ.e. hvað þetta - war of choice - er að skapa, skarpt endurmat niður á Rússlandi.

Rússlandi getur átt eftir að hnigna af völdum stríðsins - enn frekar en þegar orðið er.
Ef Rússlands-her verður fyrir frekari verulegum tjónum í stríðinu.
Án þess að ná að nokkru verulegu leiti fram markmiðum sem stefnt er að.

Það er auðvitað hið mikla tækifæri sem Rússland sjálft skapar fyrir NATO.
Það er, tækifærið til að afnema Rússland -- sem keppinaut.
En ég held það markmið sé á sjón-deilar-hringnum, að enda stöðu Rússlands sem meiriháttar herveldis, hugsanlega fyrir fullt of fast.

En til þess að svo geti orðið, þarf Rússland að halda áfram að henda inn herjum, og þeir herir að halda áfram að bíða ósigra -- þannig að her Rússlands veikist stig af stigi.
Á einhverjum punkti, gæti Rússland lent í 1917 atburði.
En fyrri byltingin varð, er herinn sagði Nicholas II að segja af sér.

Það áhættan sem Pútín tekur, ef hann er of lengi í þessu stríði - ef Vesturlönd halda áfram að nota stríðið - hið augljósa tækifæri að veikja Rússland, síðan enn frekar.

Ég er í reynd að segja, Pútín ætti sjálfs sín vegna að hætta stríðinu!
Á þessum punkti, er það - standandi kenning mín - hann stoppi stríðið.
Einhvern-tíma sennilega undir lok Maí.

  • Hann m.ö.o. hætti því, áður en - plan um að veikja Rússland - geti náð lengra.
  • En, ef hann heldur áfram, ef sært stolt knýr hann fram.

Gæti það gerst fyrir rest, að við sjáum -- 1917 endurtaka sig innan Rússlands!

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Tjón Rússa í formi tækja!
    3128, of which: destroyed: 1653, damaged: 51, abandoned: 253, captured: 1169
  2. Tjón Úkraínu í formi tækja!
    879, of which: destroyed: 403, damaged: 22, abandoned: 35, captured: 419

Ítreka, að tölur Oryx eru þeirra eigin!

 

Takið eftir hve fáir tiltölulega hafa farið til Rússlands - skv. Zelensky var fólk flutt frá Mariupol til Rússlands, ekki skv. eigið vali!

INTERACTIVE Russia-Ukraine war Refugees DAY 60 April 24 5GMT

Úkraínu-stríðið virðist styrkja mjög samkennd Úkraínu!
Málið er að svo mikið af árásum Rússa eru á byggðir í A-Úkraínu.
Þ.s. flestir tala Rússnesku, og margir voru a.m.k. vinveittir Rússlandi.
Þ.s. mikið af rússn. mælandi hafa látið lífið, hafa þurft að flýgja byggðir.
Er stríðið að valda stórfelldri viðhorfs breytingu fólks í A-Úkraínu.

Forged by war: Ukraine’s new sense of nationhood

Innrásin virðist vera að afnema þann klofning íbúa um megin-afstöðu, er var til staðar.
Eftir að átökun linnir, ég geri nú ráð fyrir -- ekki með sigri Rússlands.
Verða það líklega afar fáir er mæla Rússlandi bót.

 

Nokkur lönd hafa ákveðið að færa sendiráð aftur til Kíev, og háttsett heimsókn frá Bandaríkjunum!
ESB í sl. viku tók ákvörðun að færa sendiráð til Kíev. Nokkrir aðilar flr. hafa bæst við!

UK to reopen embassy in Kyiv

Bretar hafa stutt Úkraínu fremur vel ef maður miðar út frá vopnasendingum. Boris líklega á það Pútín að þakka - þannig séð - hann sé enn forsætisráðherra.
Svokallað - Party gate - virðist ekki ætla að leiða til embættis-missis.
Öfugt við þ.s. um sl. jól og áramót leit út fyrir.

Top U.S. officials heading to Kyiv as war shifts focus

Fókus hátt-settrar heimsóknar frá Bandar. að ræða - hvaða vopnakerfi akkúrat Úkraína þarf.
Undanfarið hefur Washington fundað með vopnaframleiðendum.
--Nýr drón er klárlega einn af fyrstu vísbendingum þess, að Bandar. vopnaframleiðendur, séu farnir að framleiða - vopn sérstaklega fyrir Úkraínu.

  • Ég á von á því, það sé einungis blá-byrjunin á því ferli.
  • Héðan í frá, munum við sjá sífellt stærri vopnasendingar frá Bandar.

Þar til stríði líkur, jafnvel e-h lengur en það, til að byggja Úkraínuher, enn frekar.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði að ofan, er -- spá mín núna sú.
Stríðið endi með vopnahléi líklega fyrri hluta sumars 2022.
Það endi án þess að Rússlandsher nái að sækja fram að nokkru verulegu leiti.
Það endi, er Rússlandsher verði búinn á því - verði ómögulegt að ráðst frekar fram.

  1. Ef Pútín hættir á þeim punkti, þá líklega haldi hann völdum.
    En friður, með vopnahléi eingöngu -- verði afar óvinveittur.
    Og harðar refsiaðgerðir halda áfram.
  2. Líklega í kjölfarið fær Úkraína, fulla NATO aðild.
    Ég á nú frekar en ekki von á að: Finnland og Svíþjóð gangi einnig inn.
    Tjón Rússlands verði slíkt, að NATO sjái enga ástæðu lengur til að taka tillit til afstöðu Rússlands -- þannig allar mótbárur verði daufheyrðar.

Það verði varasamt fyrir Pútín, að gera tilraunir til að halda stríði fram lengur!
En NATO mun halda áfram að dæla vopnum, og fyrir einhverja rest.
Yrði þá her Úkraínu, nægilega sterkur til að hefja sókn gegn þeim stöðum er Rússar enn halda, ef ég miða út frá Sviðsmynd 1.

Ég meina, að Pútín eða Rússland, þurfi vopnahlé og eigi sjálfs sín vegna að bjóða það án skilyrða - á punkti ca. snemm sumars. Og það yrði þá erfitt fyrir Úkraínu að hafna því.

  1. En ef Pútín, sér ekki ljósið þá -- mun NATO ná að byggja Úkraínuher svo upp.
  2. Að gagnsókn Úkraínuhers, er væri þá --: 3 kafli stríðs.
    Mundi líklega hefjast af krafti -- síð-sumars.
  3. Sú gagnsókn, yrði líklega árangurs-rík, því Úkraínuher væri á þeim punkti.
    Mun betur vopnaður en þ.s. eftir verður af Rússlandsher á þeim punkti.

Staðan fullur ósigur Rússlands: Það gæti orðið, 1917 sviðsmynd.

-------

Ég sé sigur Rússlands, ekki sem raunhæfa sviðsmynd lengur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hef mestar áhyggjur af því, að ef þeir ná að loka leiðinni milli Donbass og Krímskaga, þar með ráða öllu Svartahafinu - muni þeir snúa sér að Moldóvíu. Þar er lítið hérað með rússneskum minnihluta sem Pútín getur notað til að splundra landinu, m.ö.o. leika sama leikinn og í Donbass héröðunum. Taki þeir Moldóvíu, eru þeir komnir upp að dyrum NATO, Rúmeníu. Það er mikið í húfi.

Theódór Norðkvist, 25.4.2022 kl. 13:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrrverandi Sovétríkin Úkraína, Moldóva og Georgía vilja öll fá aðild að Evrópusambandinu og Úkraína og Georgía vilja einnig fá aðild að NATO. cool

"Official relations between Moldova and NATO began in 1992 when Moldova joined the North Atlantic Cooperation Council. However, as neutrality of Moldova is enshrined in its Constitution, there are no official plans for Moldova to join the organization." cool

Moldova-NATO relations

"A double referendum was held in Georgia on 5 January 2008 alongside presidential elections. One question was a binding referendum on whether to bring forward the 2008 parliamentary elections from October to April/May.


The second was a non-binding advisory referendum on joining NATO. Both proposals were approved with over 75% in favour." cool

Pútín leggur væntanlega mikla áherslu á að leggja undir sig meira af Úkraínu fyrir 9. maí, sem er mikill hátíðardagur í Rússlandi með miklum hersýningum.

Hins vegar hefur víglínan á austurvígstöðvunum í Úkraínu lítið breyst síðastliðnar vikur. cool

"Sigurdagurinn í Evrópu er haldinn hátíðlegur 8. maí ár hvert í mörgum ríkjum Evrópu til að minnast sigurs bandamanna á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni."

"Uppgjöfin gekk í gildi klukkan 23:01 að miðevrópskum tíma 8 maí 1945. Sigurdagurinn er því haldinn hátíðlegur 8. maí í ríkjum vestan megin Berlínar en ríki Austur-Evrópu halda sigurdaginn 9. maí." cool

Þorsteinn Briem, 25.4.2022 kl. 15:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Currently, the Russian Federation holds an unknown number of soldiers in Transnistria, an unrecognized breakaway state internationally recognized as part of Moldova.

This Russian military presence dates back to 1992, when the Soviet 14th Guards Army intervened in the Transnistria War in support of the Transnistrian separatist forces." cool

Russian military presence in Transnistria

Þorsteinn Briem, 25.4.2022 kl. 15:14

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar. Transnistria (ekki lögheimili Drakúla, þrátt fyrir nafnið) er einmitt þetta hérað sem ég var að tala um. Það má kannski segja að það sé lögheimili Drakúla, fyrst Pútín er með hermenn þar, eða kannski verra en það. Það mætti halda að Pútín drykki blóð, hann gerir svo mikið af því að úthella því.

Theódór Norðkvist, 25.4.2022 kl. 16:11

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Edit Það er ekki skrýtið að þessi lönd vilji komast í NATO, eftir þessa innrás í Úkraínu ætti ástæðan að vera öllum ljós.

Theódór Norðkvist, 25.4.2022 kl. 16:13

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Theódór Norðkvist, hafið sem er milli Krím-skaga og Donbas, heitir Azovs haf. Sem er lítið innhaf markað af krímskaga, og nesi út frá Rússlandi á móti. Þ.e. alveg hugsanlegt að Rússland geti haldið svæðinu þar á milli. En að Úkraínumenn, stoppi allar tilraunir Rússa, til að sækja frekar í Vestur -- þ.e. Úkraína haldi svæðinu nærri Odesa þar með nái Rússland ekki tengingu yfir til Moldavíu. Rétt að nefna, NATO landið Rúmenía fyrir utan Tyrkland, eiga strand-lengju meðfram Svarta-hafi. Þannig Rússar eru ekki að eiga það hafsvæði einir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.4.2022 kl. 18:43

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Azóvshaf heitir það, alveg rétt. Var eitthvað að flýta mér, en meinti að markmið Rússa er að ná allri strandlengjunni við Svartahafið. Hafði í huga fréttaskýringu frá Heimi Má á Stöð 2, þar sem hann bendir á að samkvæmt háttsettum manni í rússneska hernum (hryðjuverkasveitunum) er þetta markmiðið.

Sjá frétt hér fyrir neðan, myndbandið með umfjöllun Heimis Más er u.þ.b. á miðri síðunni. Þú hefur kannski séð þetta, en læt tengilinn fylgja með ef aðrir skyldu vilja kíkja á þetta.

https://www.visir.is/g/20222251646d/segir-russa-geta-radist-inn-i-fleiri-evropu-lond

Theódór Norðkvist, 25.4.2022 kl. 19:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Rússlandi búa um 145 milljónir manna en í NATO- og Evrópusambandsríkjunum býr samanlagt um einn milljarður manna. cool

24.4.2022 (í gær):

"Í vikunni voru áætlanir Rússa [kynntar] um að taka Úkraínu yfir frá Donbas að Krímskaga og yfir til Moldóvu en þar glíma rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar við stjórnvöld í Transnistriu-héraði." cool

Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp

Rússar hafa hins vegar ekki getað hernumið Ódessu, hafnarborg Úkraínu við Svartahafið, þar sem um ein milljón manna hefur búið. cool


"Odessa or Odesa is the third most populous city and municipality in Ukraine [á eftir Kænugarði og Kharkiv, sem Rússar hafa heldur ekki getað hernumið] and a major seaport and transport hub located in the south-west of the country, on the northwestern shore of the Black Sea."

Tyrkland hefur verið í NATO í sjötíu ár, eins og Grikkland, og Rúmenía og Búlgaría eru bæði í NATO og Evrópusambandinu, eins og Grikkland. cool

Og Búlgaría tekur upp evru sem gjaldmiðil sinn 1. janúar 2024.

"Bulgaria is not yet a member of the euro area. The lev is, however, a part of the exchange rate mechanism (ERM II) since 10 July 2020."

"Bulgarian and Romanian shorelines are both along the Western Black Sea coast."

Strandlengja Búlgaríu er 354 kílómetrar og Rúmeníu 225 kílómetrar. cool

Black Sea

Þorsteinn Briem, 25.4.2022 kl. 21:18

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Með strandlengjunni við Svartahafið, átti ég eingöngu við strandlengju ÚKRAÍNU við Svartahafið. Hélt það væri skýrt, þar sem innrás Rússa er/var inn í Úkraínu og aðeins Úkraínu, hvað sem síðar verður. Árétta það þá hér með að ég átti einungis við úkraínskt landsvæði í þessu samhengi.

Theódór Norðkvist, 25.4.2022 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband