Harðir bardagar halda áfram í S-Úkraínu, árásir Rússlandshers virðast þó lítt hafa fært víglínuna til - fram til þessa! Liðsstyrkur Rússa þar virðist 80 - 90þ. skv. Úkraínu er verið að færa viðbótar lið langt frá A-hluta Rússlands!

Ef marka má fregnir þá hafa bardagar verið harðir síðan Rússland hóf nýja sókn í S-Úkraínu. Á hinn bóginn, mæta þær árásir Rússlands-hers afar einbeittri viðspyrnu. Skv. fregnum, hafi lið Rússa þó þvingað fram einhverjar takmarkaðar eftirgjafir Úkraínuhers. Þó dýru verði keyptar í formi fallinna hermanna!
--Þetta virðist passa við, samlíkingu við skotgrafar-hernað Fyrra-Stríðs, þ.s. bardagar voru lengi í pattstöðu, margir að láta lífið -- án þess að varnarlínur færðust að ráði.

Who controls what Day 67

  1. Russia now has 92 battalion groups fighting in eastern and southern Ukraine — up from 85 a week ago, but still far fewer than the 125 it used in the first phase of the war, the Pentagon official said. Each battalion group has about 700 to 1,000 troops.
    --Skv. því allt að 90þ. eða ívið færri.
  2. It’s a knife fight, -- said the official, with the two sides waging fierce combat in the flat, wide-open terrain that distinguishes this phase of the war from the urban battles in and around northern cities, separated by hills, woods and marshes, that defined the first several weeks.
    --Veit ekki alveg hvað hann á við með, hnífa - sennilega vísar til þess, að bardagar séu í - návígi.

Ég held að bardagar fari fram - mjög líkum hætti og Fyrra-Stríði. Líking hans um - hnífa bardaga - tek ég sem vísbendingu, að ég fari ekki með fleipur.

Ástæða þess, sé að - gjafir NATO á skrið-dreka-flaugum, a.m.k. 20þ. slíkar.
Hafi núllað út getu Rússlands-hers, til beitingar bryndreka í framlínu.
--Þannig, að þess í stað - þurfi Rússlands-her, að beita gamal-dags, hóp-árásum, liðs hermanna, og þá er rökrétt að -- þær geti oft endað í návígum.

Ég sé enga ástæðu til að ætla annað, að mann-fall Rússa, hljóti að vera gríðarlegt.
En ef hópar hlaupandi manna eru sendir, í tilraun að taka yfir skotgrafir hins hersins, þá auðvitað stráfellur árásin mikið til - tja eins og í Fyrra-Stríði.
--Og ef árásin, nær ekki að hafa sigur, þá er mannfallið megin hluta hjá árásinni.

  • Ég held einmitt, að þetta sé með - þessum gamaldags hætti.
  1. Í svona átökum, er stórskota-lið mikilvægt, sbr. reynslu Fyrra-Stríðs.
  2. Og auðvitað, mikið magn skotfæra - en vörnin þarf að eyða miklu af skotfærum, stöðug meira eða minna, til að -- til að verja sínar skotgrafir.
  • Lið Rússa skv. tölum, er ekki það mikið fjölmennara en varnarliðið.
    Kannski 2 á móti 1, þ.s. Rússar þjappa liðinu saman.
    En líklega ónógt, til að taka varnarlínur Úkraínu -- með þeim aðferðum.

Meðan að Úkraínumenn, hafa nóg skotfæri - til að halda áfram að strádrepa öldu-árásir eða human-wave-attacks - Rússa.
--Þ.e. eiginlega merkilegt, að Rússar séu þvingaðir að beita, Fyrra-Stríðs taktík.

M777 stórskota-byssan!

M777 Light Towed Howitzer 1.jpg

Þó vopnið virðist - gamaldags - þ.s. þetta er ekki byssa er getur ekið sjálf, heldur vopn er þarf að draga með sambærilegum hætti, og tja stórskota-vopn er notuð voru í Fyrra-Stríði og Seinna-Stríði; þá er þetta þvert á móti mjög nýlegt vopn.

  • Bandaríkin og Kanada, hafa nú gefið milli 80-90 slíkar byssur.
    Og skv. fregnum, er nú verið að kenna Úkraínskum hermönnum, að nota þær.

En þær eru ekki eins einfaldar og vopn fyrri tíðar, þ.e. tölvu-stírðar.
Hægt er að tengja radar við þær, og láta þær skjóta skv. radar-hnitum.
Ég reikna með því, að vopnið miði sér sjálft, eftir því sem stjórnandi gefur fyrirmæli um í gegnum þ.s. líklega sé einhvers konar tölvustjórnborð.
--Það hefur hámarks-drægi upp á 40km. Þessi byssa, er því mun öflugari, en vopn þau er Úkraína ræður yfir - sem hafa 20km. drægi. Hinn bóginn, er nákvæmnin utan 30km. minni, ef marka má upplýsingar -- lengsta vel heppnaða skotið í Afganistan hafi veri 36km.

Framleiðandi vopnsins er: BAE Systems m.ö.o. breskt að uppruna: M777 howitzer

Þetta er einmitt vopn af því tagi, Úkraína nú þarf.
Þegar hernaður er á því formi, skotgrafa-hernaður.
--Með 40km. drægi, getur skotvopnið herjað mun skilvirkar á baklínu Rússa.

  • Hún vegur 4,2tonn. Sem þykir mjög létt, miðað við þetta öflugt vopn.
    En það þíðir, að 2,5 tonna pickup, getur dregið vopnið.
    Þyrlur geta flutt það, hengt undir búk.

Til gamans, 150mm þýsk stórskotabyssa, frá Seinna-Stríði: FH 18

150mm sFH18 howitzer base borden 1.jpg

Framleiðandi Krupp, vóg 6,3 tonn. Drægi 18km.
--Eins og sést, er nútíma 155mm. byssan, miklu öflugara vopn.
NATO vopnið sé einnig mun betra, en sambærileg vopn Rússa - ekki síst vegna drægis.
Það skipti að sjálfsögðu máli, að hafa 10 eða jafnvel 20km. drægi, umfram.

 

Azov Battalion hefur birt þetta video Mariupol!

Skv. sérfræðingum er hafa skoðað það, sé ekkert augljóslega ótrúverðugt við myndbandið, þ.e. útlit byrgjanna undir stálverinu, sé í samræmi við upplýsingar sem til eru um útlit þeirra.
--Myndbandið er auðvitað sett saman af Azov Battalion, ætlað í áróðursskyni.
Hinn bóginn eru börnin augljóslega óþvinguð í hegðan, og ég stórfellt efa að svo ung börn gætu falið ótta sinn, ef þau óttuðust hermennina sem eru á myndbandinu.
--Líklegast séu vinsamleg samskipti, ekki - blekking.

Sjá einnig frétt: Civilians evacuate Mariupol’s Azovstal plant.

Gerfihnattamynd af Azovstal stálverinu í Mariupol, gríðarleg eyðilegging!

This satellite image provided by Maxar Technologies shows an overview of Azovstal steel plant in Mariupol, Ukraine, on April 29, 2022.

Kateryna Prokopenko, wife of Denys Prokopenko, commander of the Azov Regiment, right, and Yulia Fedosiuk, wife of Arseny Fedosiuk, another member of the Azov Regiment get emotional as they show photos of their husbands on their phones during an interview.

Kateryna Prokopenko, wife of Denys Prokopenko, commander of the Azov regiment, right, and Yulia Fedosiuk, wife of Arseny Fedosiuk, another member of Azov regiment get emotional as they show photos of their husbands on their phones during an interview with the Associated Press in Rome,

The women told the AP the video was taken last week in the maze of corridors and bunkers beneath the plant. They urged that Ukrainian fighters also be evacuated alongside civilians, warning they could be tortured and executed if captured.

Þ.s. þetta sýni - tel ég - að hópurinn sem sé í byrgjum frá Sovét-tímanum undir Azovstal stálverinu; séu a.m.k. einhverju leiti, fjölskyldur hermannanna.
Ég oft á erlendum miðlum, íjað að því, að hermennirnir héldu fólkinu nauðugu.
--En mér virðist á tæru af óþvinguðu andrúmsloftinu í myndbandinu, svo sé ekki.

  1. Það sé mjög erfitt að reikna með öðru en að þetta umsátur endi illa.
  2. Virðist ólíklegt að tárfelld beiðni eiginkvennanna - fái áheyrn.

 

Lík úr fjöldagröf í Bucha!

Forensic technicians carry pull the body of a civilian who Ukrainian officials say was killed during Russia’s invasion, then buried and exhumed from a mass grave in the town of Bucha, outside Kyiv

Úkraínumenn segjast þekkja nöfn 10 rússneskra hermanna er hafi framið morð!
Úkraínumenn segja að 10 hermenn er tilheyra hersveit Rússlands, sem enn sé í landinu, séu sekir um fjölda morða í Bucha í grennd við Kíev:

Ukraine launches hunt for Russian soldiers accused of Bucha war crimes

...the 64th motorised infantry brigade is now back Ukraine, having moved east to Izium - on the frontline of the battle for the Donbas region. According to reports, it has suffered heavy losses.
If the 10 are still with the brigade - and still alive - it is not impossible they will be found and tried.

Auðvitað er næðist til þeirra, þá er spurning hvort þeir yrðu teknir lifandi.
En Úkraínumenn eru auðvitað gríðarlega reiðir þeim aðilum - er tóku þátt í vígum a.m.k. um 900 borgara, er hafa fundist hér og þar um Bucha, sumir liggjanndi á víðavangi, sumir inni í byggingum, og sumir í fjöldagröfum.
Í öllum tilvikum skotnir, sumir virst hafa verið pyntaðir, sumir fundnir með hendur bundnar, a.m.k. sumir skotnir af litlu færi.

 

Úkraína virðist hafa gert loftárás á olíustöð í Bryansk Rússlandi!

Image:

Skv. fregnum virðist Úkraína hafa gert árás á olíubyrgða-stöð sl. mánudag.
Þeir sem hafa greint þessa mynd, telja sig sjá vísbendingar um tjón.
Á nokkrum tönkum stöðvarinnar!

  1. The photos from Saturday show damage at two sites in Bryansk. The blasts damaged multiple tanks, leaving the surrounding grounds charred.
  2. The explosions happened last Monday. One hit an oil depot owned by Transneft-Druzhba, a subsidiary of a Russian state-controlled company that operates a western-bound pipeline carrying crude oil to Europe.The second facility is a short distance from the other.
  3. Bryansk is located about 60 miles north of the border with Ukraine.

Engar frekari upplýsingar.

 

Rússneskir herbílar í Kherson!

Large Russian Trucks with white Z painted on them drive down a street

Rússnesk yfirvöld í Kherson, segjast ætla að taka upp Rúbblur!

Virðist vísbending þess, að rússnesk hernáms-yfirvöld í Kherson, ætli að koma auknu skipulagi á svæðis-efnahag. Með ákvörðun um að, þvinga fram Rúbbluna.
Tilskipun um Rúbblu-notkun, virðist þó mæta andstöðu meðal íbúa.

Resistance to Russian rouble in Kherson

Hinn bóginn er líklega lítið sem íbúar geta gert!

 

Niðurstaða

Það er eiginlega frekar litlar upplýsingar að hafa um gang bardaga, annað en það - þeir virðast harðir, mannfall mikið; en samtímis að varnarlínur séu stærstum hluta enn á sömu stöðunum, og áður en ný sókn Rússa hófst.
Mér virðist rökrétt, að mannfall sé mun meira Rússa-megin, þar eð gríðarlegt magn öflugra skriðdreka-vopna, hindri Rússa í beitingu bryndreka til að ryðjast fram gegnum varnir -- er þvingi þá líklega til beitingar, frumstæðari aðferða!
--Þess vegna tel ég, stríðið sé orðið að klassískum skotgrafa-hernaði.

Þá er annar herinn, að sækja að skotgröfum hins, með líklega mjög miklu mannfalli þess er ræðst að hinum skotgröfunum, meðan varnarherinn sé varinn í eigin skotgröfum og líklega býði óverulegt mannfall.
--Meðan að Rússlandsher nær ekki að þvinga þá til að stíga upp úr þeim.

Þar eð varnarlínur hafa - ef marka má fregnir - lítt færst til, þá hafi Rússum ekki enn tekist að þvinga Úkraínumenn til að stíga upp og hörfa undir skothríð, nema í algerum undantekninga-tilvikum.
--Þannig að ég reikna með því, mannfall sé mun meira Rússamegin í þeim bardögum.

Fyrra-Stríð var einnig mikil stórskotaliðs-glíma, það er rökrétt að Rússar beiti taktík Fyrra-Stríðs, einnig þar um - þ.e. mikil beiting stórskota-vopna í tilraun til að valda skemmdum á skotgröfum andstæðings, og mannfalli að auki.
--Hinn bóginn, var reynsla Fyrra-Stríðs sú, að reyndir hermenn, voru ekki sérdeilis líklegir til að láta lífið, meðan þeir voru í eigin skotgröfum.

Því þeir kunna hvenær þeir eiga að láta sig falla til jarðar.

  • Rússn. herinn er ekki það fjölmennur, milli 80-90þ.
    Á móti ca. 40þ. fastaher Úkraínu í Donbas.
  • Á móti, eru nýjar fregnir um nýjan liðsauka á leiðinni, Rússa-megin, lið tekið frá A-hluta Rússlands.
    Ég reikna með því, að Úkraína hafi fært lið frá Kíev svæðinu, til að styrkja varnir.

Punkturinn er sá, að gamla reglan er sú -- 3 falt ofurefli liðs þurfi.
Ef varnarherinn sé ca. jafn vel vopnum búinn, og ca. jafn góður og árásarherinn.
Og varnarherinn er í víggirtum vígjum.
--Stöðug er verið að senda Úkraínu ný vopn.

Fallstykkin ég lýsi að ofan -- er með í hópi þess nýjasta!
Þau geta einmitt skipt miklu máli -- þegar hernaðurinn er skotgrafar.

  • Vegna þess lið Rússa er - minna þjálfað, yfirleitt ekki bardagareynt.
    Þá sé sennilegt að - fall-stykki valdi meira manntjóni Rússa-megin.

Langdrægari fallstykki, þíða þá að unnt er að beita skothríð á svæði að baki línu Rússa, og valda tjóni á svæðum - sem fallstykki gömul frá Sovét-tímanum ná ekki.
Í þessari týpu af átökum, gæti það einmitt skipt verulegu máli!

Stríðið virðist þróast með þeim hætti ég átti von á.
Þ.e. sókn Rússa mætir einbeittri vörn.
Og afleiðing sé, gríðarlegt mannfall Rússamegin.

  • Á einhverjum punkti rökrétt, klárar Rússland sitt lið.
  • Það að Rússland sé að tína lið til, alla leið frá - A-Síberíu.

Bendi til þess, að allir önglar séu úti um að leita uppi nothæfar liðssveitir.
Áhætta Pútíns, er auðvitað sú -- að rússneskur her er alls staðar veiklaður.
Liðssveitir Rússlandshers viðhalda einnig lög og reglu innan Rússlands!
Ef liðið er stöðugt fært í orrustur í Úkraínu þ.s. flestir láta lífið.
Á einhverjum punkti, fer geta Rússland-stjórnar til að viðhalda ótta í Rússlandi!
--Að þverra! Það gæti hreinlega leitt til falls Rússlandsstjórnar.

Ég sé það sem raunverulegan möguleika, stjórnin í Rússlandi falli!
En til þess að svo geti orðið, þarf hún einmitt að gera þ.s. hún gerir.
--Þ.e. senda lið í kjötkvörnina í Úkraínu!

  • Bendi á 1917, þvingaði Rússlandsher Nicholas II til afsagnar.
    Á þeim punkti, var Rússlands-her einungis svipur hjá sjón.
    Víða um Rússland voru hungurs-neyðir, hungur jafnvel í Pétursborg.

Málið er að Pútín þarf líklega sjálfur að hætta stríðinu á einhverjum punkti.
Svo lengi sem Úkraínuher heldur varnarlínum, og stríðið er tætari fyrir her Rússl.
Þá veikist Rússlandsher stig af stigi!
--Pútín, gæti framkallað 1917 ástand.

Ef hann þinnir styrk hers Rússlands svo mikið -- að óttinn allt í einu hverfur.
Þá gæti Rússland eins og hendi sé veifað -- búið við nokkur borgarastríð samtímis.
--En í Rússlandi er fj. hópa, er gætu risið upp - ef óttin hverfur.

Ég er ekki bara að tala um Téténa, t.d. Ingúsar og margir flr. hópar.
Rússland sé púðurtunna -- haldið niðri af styrk hins Rússneska hers.
--Því sé að mörgu leiti stríðið einnig óðs manns æði, fyrir Pútín sjálfan.

  • Það væri óhjákvæmilega tví-eggjað, ef Rússland dettur niður í langvarandi borgarstríð og almenna upplausn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 847317

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 315
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband