Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019
31.1.2019 | 22:39
Virðist pínulítill möguleiki á friðsömum valdskiptum í Venezúela
Marco Rubio, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum - keppinautur Trumps um útnefningu Repúblikana 2016 á forsetaframbjóðanda, síðar skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Venezúela af Donald Trump -- virðist að baki yfirlýsingu Juan Guaidó forseta þings Venezúela sem titlar sig nú - bráðabirgðaforseta landsins, heimtar að Nicolas Maduro stígi til hliðar.
All Eyes on the Army in Venezuela Power Struggle
"Self-appointed Venezuelan President Juan Guaidó"
Félagarnir Rubio og Guaido fara ekkert leynt með samvinnuna, Guaido er of ungur til að hafa tengst valdaráns-tilraun í tíð George Bush forseta, þannig að hann hefur þá ímynd að hafa hreinan skjöld.
Fjöldi S-Ameríkuríkja tilkynntu strax stuðning við Juan Guaidó -- síðan á fimmtudag samþykkti svokallað Evrópuþing, einnig stuðning við hann: European parliament recognises Guaidó as interim Venezuelan leader.
- Skv. áhugaverðri frétt - er Nicolas Maduro að selja mikið magn af gulli: Venezuela prepares to fly tonnes of central bank gold to UAE - source.
- Spurningin er, af hverju er Maduro að selja svo mikið af gulli - akkúrat núna?
Það sem blasar við, að verið er að bjóða í her Venezúela!
Það sem getur ráðið úrslitum - getur einfaldlega verið, hver getur boðið æðstu hershöfðingjum hers Venezúela -- hæstu múturnar, bestu líftrygginguna - o.s.frv.
Að Maduro er að selja gull í tonna vís til útlanda - akkúrat núna, getur verið vísbending þess; að hann undirbúi hressilegt boð um digrar mútur af sinni hálfu.
Augljóslega hefur Juan Guaidó enga peninga - en Marco Rubio getur hugsanlega eða meir en hugsanlega, reddað því.
- Það sé möguleikinn á friðsömum valdaskiptum sem ég vísa til, að herinn taki ákvörðun þá að -- velja, Marco Rubio.
--Nicolas Maduro gæti þá pent fengið að fara úr landi, án þess að vera handtekinn.
--Mundi örugglega fá að vera á Kúpu. - Ef á hinn bóginn - Maduro mundi bjóða betur, tja - það má vera, að stjórnvöld Rússlands -- leggi einnig peninga í púkkið, enda eiga þau nú -- tugi milljarða dollara undir, að halda Maduro við völd -- enda gert verðmæta samninga við hann, og veitt Maduro stjórninni marga milljarða dollara í lánsé.
- Í seinna tilvikinu, á ég ekki von á -- friðsömum valdaskiptum.
--Þá meina ég, valdaskipti fari líklega samt fram, en útkoman yrði þá stríð - hugsanlega langvinnt.
--Ég er alveg öruggur, Rússland getur ekki unnið það stríð, enda enginn sambærilegur bandamaður á við Íran fyrir Rússland í S-Ameríku.
M.ö.o. sé einn friðsamur möguleiki - að Maduro tapi strax.
Allir aðrir möguleikar, þíði líklega stríð.
Það sé mitt kalda mat.
Niðurstaða
Ástæða þess að ég er algerlega viss aðrir möguleikar en Maduro tapi á nk. dögum eða vikum í því uppboðsferli um hylli hersins sem mig grunar að sé nú í gangi innan Venezúela.
Að ég er handviss - að Bandaríkin umbera ekki, að Venezúela verði leppríki Rússlands.
En það sé sú vegferð sem sé undir, ef rússnesk olíufélög halda áfram að taka yfir stærri hluta vinnslu innan landsins, og lána stjórninni sí-aukið fé -- sem Rússar fá greitt með olíu. Það hljómar sem klassísk aðferð sem evr. nýlenduveldin beittu fyrir ca. öld og rúmri öld, að bjóða einræðisherra í kröggum fé - síðan meira fé, síðan heimta til-slakanir innan landsins gegn frekari lánum. Bendi t.d. hvernig Egyptaland varð háð Frökkum og Bretum seint á 19. öld - einmitt sú aðferð sem ég er að lísa, þó tæknilega væri það land undir Ósman ríkinu, var landstjóri Ósmana þar í reynd - sjálfstæður seint á 19. öld.
Það sé sennilega í reynd komin upp rimma milli Rússlands og Bandaríkjanna um Venezúela.
Rimma sem ég sé ekki að Rússland geti í reynd mögulega unnið.
--Bendi á að þegar eru 3 milljónir Venezúela flúnir úr landi, þar af ein milljón einungis í Kólumbíu. Flúnum Venezúelum fjölgi stöðugt - þetta fólk virðist mjög örvæntingarfullt, til í að vinna fyrir nánast hvað sem er.
--Þarna liggur yfrið nægur mannfjöldi, fyrir stóran skæruher, mönnuðum Venezúelum eingöngu.
Það vakti athygli um daginn, er Bolton hélt á plaggi, með handrituðum orðum - sem virtist segja 6 þúsund hermenn til Kólumbíu. Það er meira en nægur mannskapur, til að taka að sér að þjálfa heilan her. Það er hvað ég held sé -- plan B.
--Bandaríkin hrekji Rússland frá S-Ameríku, það sé enginn vafi þar um. Það annaðhvort gerist nær strax, eða það tekur einhver ár - bardagar læti - mannfall, áður en Rússl. legði niður skottið og færi.
- Ef Maduro fer strax á næstu dögum eða vikum, fær hann örugglega að fara óáreittur í útlegð, þess vegna með milljarða dollara í sjóðum - það væri sennilega þess virði að leyfa honum að eiga nokkra milljarða til ellinnar. Gullið sem hann er að selja, gæti allt eins orðið hans einkafé.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2019 | 22:56
Bandarískar njósnastofnanir ekki sammála Trump í mati á Norður-Kóreu, ekki heldur merkilegt nokk varðandi Íran
Dan Coats, sem er nokkurs konar talsmaður njósnastofnana Bandaríkjanna gagnvart bandaríska þinginu, og ríkisstjórn Bandaríkjanna -- fer fyrir apparati kallað -national intelligence- sem samræmir upplýsingar frá njósnastofnunum Bandaríkjanna, svo unnt sé reglulega að flytja þingi og ríkisstjórn - nokkurs konar heildarsýn þeirra stofnana.
Hann kom fram fyrir Bandaríkjaþing, með sína árlegu heildarúttekt.
Intelligence chief contradicts Trump on North Korea and Iran
North Korea seen as unlikely to abandon nuclear weapons
Þó flestir fjölmiðlar fjalli um þann hluta úttektarinnar er kemur að málefnum Norður-Kóreu.
Eru ályktanir um Íran ekki síðust áhugaverðar!
- Íran stendur enn við kjarnorkusamninginn - segir Dan Coats. Það virðist á skjön við fullyrðingar sumra er standa nærri Trump á sl. ári.
US intelligence continue to assess that Iran is not currently undertaking the key nuclear weapons-development activities we judge necessary to produce a nuclear device...
Sjálfsagt dregur þetta úr ótta sumar að Bandaríkin hugsanlega stefni að frekari aðgerðum gegn Íran. - Norður-Kórea, ætlar sér ekki að - afsala sér kjarnorkuvopnum.
Tek fram, ég er fullkomlega sammála því mati.
We continue to assess that North Korea is unlikely to give up all of its nuclear weapons and production capabilities, even as it seeks to negotiate partial denuclearization steps to obtain key US and international concessions. -- North Korean leaders view nuclear arms as critical to regime survival,... -- The capability and threat that existed a year ago are still there.
Þetta er að sjálfsögðu á skjön við fullyrðingar Trumps og Pompeo, að mikið hafi áunnist í viðræðum.
Sannast sagna, sé ég ekkert verulegt sem augljóslega hefur áunnist - en NK heldur enn tilraunum með eldflaugar og kjarnavopn í pásu - fjöldi aðila benti á, tilraunasvæði NK hefur lofað að eyðileggja, sýni einkenni þess að hafa orðið fyrir tjóni í síðustu tilraun.
--Það geti hafa verið orðið, ónýtt.
NK hefur í reynd engin bindandi loforð gefið.
Það virðist því afar óljóst, hvað ætti að ákveða á fyrirhuguðum leiðtogafundi feb. nk.
Eitt sem hefur einkennt NK í samningum - er mikil samningafærni.
Þeim hafi hingað til ætíð tekist að gefa lítt eftir.
- Menn voru eðlilega hræddir sumarið 2017 er DT virtist á köflum hóta beitingu kjarnorkuvopna, hugsanlega.
- Með því að pása tilraunir - hefur Kim Jong Un - landstjórnanda NK, tekist að lægja öldurnar, án þess að séð verði -- hann hafi fram að þessu, gefið nokkurn skapaðan hlut eftir er máli skiptir.
- Það er hvað marga grunar, að Kim ætli sér að selja litla eftirgjöf með rósamáli þ.s. hann fer fögrum orðum um Trump -- er virðist auðveldlega uppveðrast við gullhamra.
- Síðan skrifi þeir undir fallega orðað skjal - með sára litlu raunverulegu innihaldi.
Kemur í ljós síðar hvort útkoman verður með þeim hætti.
Stríðshættan a.m.k. virðist fyrir bý - Kim hafi blásið loftið úr Trump með því að setja mál í pásu.
--Þ.e. allt og sumt sem má vera Kim ætli sér fyrir, að lifa af forsetatíð Trumps án nokkurs umtalsverðs í formi eftirgjafar.
Niðustaða
Eins og ég hef áður bent á, þá er áhugavert að ryfja upp kjarnorkusamning er gerður var í tíð Bill Clinton - sá fól í sér, lokun og innsiglun kjarnorkuvers NK sem notað er til framleiðslu plútons, lokun og innsiglun tilraunasvæða, og þess tilraunasvæðis sem notað var við tilraunaskot á stórum eldflaugum. Áætlanir NK voru settar í frysti m.ö.o. Alþjóða-kjarnorkumálastofnunin IAEA fylgdist með því innsigli væru ekki rofin.
Þetta stóð fram í forsetatíð George W. Bush. Á þessum punkti hafði NK ekki enn smíðað kjarnorkusprengju. En sprengdi sína fyrstu í tíð W. Bush - eftir að NK labbaði frá samkomulagi Clintons og komst upp með það í tíð George W. Bush.
Sá samningur verðu að sjálfsögðu ryfjaður upp, ef það birtist eitthvert samkomulag út úr viðræðum ríkisstjórnar Bandar. núverandi við stjórn Kim Jong Un, og árangur Bandaríkjaforsetanna tveggja þar með borinn saman.
Það sem hefur gerst fram að þessu, a.m.k. bendir ekki klárlega til þess DT nái meiru fram, eða því sem Clinton náði fram.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.1.2019 kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2019 | 20:41
Stefnir í aðgerð til að steypa Niculas Maduro forseta Venezuela?
Ástand sl. daga er óvenjulegt - en nokkur fjöldi ríkja hefur veitt Maduro 8 daga frest til að tilkynna að nýjar kosningar verði haldnar í landinu. Maduro hefur vísað þeirri kröfu út í hafsauga miðað við fréttir - hinn bóginn segist hann vilja ræða við Bandaríkin.
--Þó hann segi ekki akkúrat um hvað!
Nicolás Maduro rejects ultimatum on fresh elections in Venezuela
The United States, Canada and a dozen Latin American countries swiftly recognised Guaidó, the fresh-faced leader of the once-fractured opposition, and labelled Maduro a dictator, responsible for the economic and political crisis that engulfed his South American nation.
Venezuela's Maduro denounces election call but says ready to talk
Maduro's offer of dialogue with U.S. stands
Venezuelas military envoy to Washington defects
Eins og fram hefur komið, lýsti forseti þings Venezúela, Juan Guaido - sig réttmætan bráðabirgða-forseta landsins fyrir nokkrum dögum, talsverður fjöldi ríkja hefur ákveðið að lísa yfir stuðningi við hann -- þar á meðal ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Margvíslegur orðrómur er farinn að fljúga, þannig að Rússland neitaði formlega - að vera að senda málaliða til Venezúela: Russia denies sending mercenaries to shore up Nicolás Maduro's position.
Pútín hefur líst sig andvígan aðgerðum gegn Maduro: Russia says any military intervention in Venezuela should be avoided.
Forseti þings Venezúela gekk síðan skrefinu lengra á sunnudag: Juan Guaidó urges military to turn against Venezuela regime.
Rétt er að benda á að hungursneyð ríkir í landinu, og umtalsverður fjöldaflótti frá því: Number of refugees and migrants from Venezuela reaches 3 million.
Skv. SÞ - er heildartalan 3 milljónir nú, þannig tölurnar á myndinni eru smávegis úreltar
Fyrir utan þetta er stjórnlaus óðaverðbólga í landinu - olíuvinnsla skrapp saman um ca. 40% á sl. ári, og stefnir í að minnki niður fyrir milljón föt per dag á þessu ári - ef miðað er við sambærilega prósentu minnkun milli ára.
Spurning? Er nokkuð um annað að ræða en að steypa Maduro?
OK, einhver mun nefna að allt gæti farið í háa loft - Pútín gæti stutt Maduro, gott og vel - mögulegt.
--Hinn bóginn, fer ekki landið samt sem áður í háa loft?
- Það er vel unnt að færa rök fyrir slíkri útkomu, t.d. bendi á lækkandi olíutekjur -- þegar Chavez tók við var olíuframleiðsla ca. 3,2 milljón tunna per dag. Eins og sjá má að ofan, fór framleiðslan niður í ca. 1,5 millj. tunna eða fata per dag á sl. ári. Sérfræðingar vara við því, hún gæti fallið í um ca. milljón föt á þessu ári.
--Þetta hrun, þíðir að tekjur ríkisins minnka stöðugt.
--Ríkið hefur efni á færri starfsmönnum, og auk þessa að greiða færri kröfuhöfum.
--Ekki gleyma, efni á minni innflutningi. - Færri starfsmenn, þíðir enn meiri aukning í hrun ríkisins innan frá - væntanlega sker Maduro síðast niður í lögreglu og her, þannig að öll önnur starfsemi ríkisins líður þá harkalega - viðhald ekki síst, og þjónusta við almenning.
--En þetta þíðir samt, færri hermenn og lögreglumenn.
--Sem þíðir, að það svæði þ.s. ríkið í Caracaz getur haldið fullri stjórn á rýrnar.
--Lögleysa þá færist út. - Ef olíuframleiðslan fer niður í um ca. milljón föt á þessu ári per dag, þá versnar það ástand enn enn frekar, þ.e. færri starfsmenn - yfir sviðið.
--Ef það þíðir, færri her og lögreglumenn - þá stækkar svæðið í landinu þ.s. stjórnvöld geta ekki gætt, þannig að þar ríkir þá stjórnleysi. - Ef vinnslan hrynur enn frekar saman, stækkar stöðugt svæðið þ.s. ríkið er ekki lengur með stjórn yfir -- þ.e. stjórnleysi.
--Tæknilega er unnt að hugsa sér þá útkomu, að ríkið í Venezúela einfaldlega fjari út, þ.e. svæði í stjórnleysi stækki stöðug.
Minnkandi tekjur þíða einnig, að það fjölgar kröfuhöfum ríkisins sem leitast við að ná til sín eignum þess, taka þær lögtaki.
Eftir því sem stjórnleysi vex, þá fjölgar óhjákvæmilega flóttafólki er leita til nágrannalanda.
Ég held það sé enginn vafi, að það sé flóttabylgjan - sem sé orsakavaldurinn að baki því, að nær öll S-Ameríku ákváðu að standa við hlið bandaríkjastjórnar í kröfunni til Maduro að halda aðrar kosningar innan 8 daga - ella mundu öll löndin lísa stuðningi formlega við forseta þings landsins.
Höfum í huga, að flóttabylgjunni fylgir auk þessa alvarleg - sjúkdómahætta, vegna hruns heilbrigðiskerfis Venezúela, sem þíðir að sjúkdómafaraldrar geisa nú stjórnlaust í landinu.
--Flóttamenn, eru því einnig að dreifa hættulegum smitsjúkdómum til granna Venezúela.
Er hætta á stríði? Augljóslega er það svo!
En er hún ekki hvort sem er til staðar? Pælið í því, eftir því sem ástandið versnar í landinu - stjórnleysi vex, fleiri flóttamenn leita til nágranna-landa.
- Það að vaxandi svæði lendi í stjórnleysi, þíðir auðvitað að þau lenda þá í -- valdtómi power-vacuum.
- Það þíðir, að andstæðingar Maduro geta þá hreiðrað um sig - safnað vopnum, náð að skapa sér grundvöll.
--Eða, glæpahópar. Eða bæði. Sum svæði lent í höndum glæpahópa. Sum í höndum andstæðinga. - Ef maður ímyndar sér enginn utanaðkomandi skiptir sér af, nema utanaðkomandi lönd koma sér upp flóttamannabúðum - veita sjúkra-aðstoð og matvæla-aðstoð.
--Þá yrðu slíkar búðir auðveldlega að hreiðrum fyrir skipulagningu andstöðu við Maduro, pælum t.d. í flóttabúðum Palestínumanna þ.s. PLO spratt upp árum síðar eftir stríðið 1948. - Punkturinn er sá, að það eru ekki slæmar líkur á þróun yfir í borgara-stríð, þó maður geri ráð fyrir -- engum afskiptum öðrum en að utanaðkomandi lönd, myndi flóttamannabúðir - veiti íbúum þeirra aðstoð.
Hvað með ef Rússland ákveður að styðja Maduro?
Það virðist ágætur möguleiki, á hinn bóginn - vantar Rússland öflugan bandamann í S-Ameríku, er væri til í að veita sambærilega þátttöku í hernaði og Íran veitir Rússlandi í samhengi Sýrlands. Bólivía virðist ólík til að gera mikið. Kúpa er ekki svipur hjá sjón miðað við áður.
Ég hugsa að Pútín sé einungis eftir - að rússn. olíufyrirtæki fái að stjórna olíuframleiðslu í Venezúela -- að í staðinn mundi Rússl. væntanlega vera til í að senda vopn til Maduro.
Ég efa að Rússl. geri meira - eða sé til í að taka verulega kostnaðarsama áhættu.
Þannig að mig grunar, að ef ástandið versnar hratt í landinu, eins og mig grunar - að þar skelli á skærustríð fyrir rest, og síðan haldi ástandið áfram að versna.
Að á enda, mundu Rússar pakka saman og yfirgefa landið.
Þeir séu einungis á eftir -- smávegis gróða. Um leið og dæmið verður dýrt, fari þeir.
Hinn bóginn, virðist raunverulegur möguleiki á snöggum inngripum!
Persónulega efa ég að Bandaríkin sendi fjölmennan her á svæðið, en það sem ég get ímyndað mér er að Bandaríkin - styðji það sem gæti orðið, inngrip nágranna-landa.
--Bendi á að nýr forseti Brasilíu er svarinn andstæðingur Maduro.
--Kólumbía er ekki hrifnari.
Ég sé fyrir mér -- innrás úr tveim áttum, hers Brasilíu, og hers Kólumbíu.
Bandaríkin mæti á svæðið með segjum 2-flugmóðurskip, og beiti fluvélum þaðan til að skjóta eða sprengja í spað, andstöðu hers Venezúela úr lofti sem og flughers landsins.
Ég persónulega efa að Bandaríkin mundu vilja mæta sjálf á svæðið í fjölda.
Þetta væri í takt við aðgerðir gegn ISIS í Mið-Austurlöndum.
--Þ.e. herir aðila á svæðinu, nytu stuðnings Bandaríkjanna.
- Hvort þetta verður er annað mál.
- En þetta er það sem mér virðist sennilegasta innrásar-sviðsmyndin.
--Síðan styðji Bandar. með fjárframlögum aðgerðir landanna tveggja, eftir að innrásinni sjálfri væri lokið, og við tæki aðgerðir til að setja upp nýja stjórn í Venezúela.
Niðurstaða
Ég hef sannarlega ekki hugmynd hvort stefnir í að Maduro verði steypt af stóli. Á hinn bóginn hef ég aldrei orðið vitni að annað eins hruni hagkerfis lands, þar sem ekki hefur skollið á innanlands-styrrjöld nú þegar.
Mér virðist sennilegt að innanlands-styrrjöld sé einungis spurning um tíma. Að inngrip nágrannalanda með aðstoð Bandaríkjanna, væri þá unnt að líta á sem -- björgunar-aðgerð.
Áður en allt fer algerlega til andskotans.
En mér virðist miðað við hratt hrun ríkisins í landinu, að það stefni í raunverulegt stjórnleysi á stórum svæðum þar - stjórnleysi þíðir að þá skapast stórar hættur, allt frá því að glæpahópar taki yfir - yfir í að margvíslegar hreyfingar í andstöðu nái þar völdum.
Ef maður ímyndar sér stjórnleysi, mundi væntanlega taka tíma fyrir svæði er féllu undir stjórn margvíslegra hreyfinga, að ná að skipuleggja sig sem alvöru ógn við Caracas - jafnvel þó áhrifasvæði Caracas færi stöðugt minnkandi. Þær hreyfingar, gætu barist sín á milli. Sama tíma og þær gætu verið að beita sér gegn þverrandi áhrifasvæði stjórnvalda.
Slík þróun mundi auðvitað kalla á sístækkandi flóttamanna-bylgju.
Mig grunar að ég sé ekki sá eini sem geti lesið slíka þróun inn í spilin.
- Það mætti þá líta á aðgerð að utan stærstum hluta líklega mannaða herjum grannlanda Venezúela, sem nokkurs konar - björgunar-aðgerð.
--Löndin gerðu þetta, til að verja sig sjálf þeirri bylgju sem annars mundi skella yfir þau.
Bandaríkin væru þá ekki endilega í aðalhlutverki, frekar stuðnings.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.1.2019 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.1.2019 | 23:12
Spurning hvort Donald Trump hefur beðið ósigur í vegg málinu - í kjölfar samþykkis hans á skammtímasamkomulagi um opnun bandaríska ríkisins
Mér virðist niðurstaðan af deilum undanfarinna vikna sína, samningsstaða Donalds Trumps um hinn umdeilda landamæravegg sé líklega ekki nægilega sterk til þess að hann nái að knýja fjármögnun hans fram.
--Það sé freystandi að túlka útkomuna sem ósigur.
Trump wounded by border wall retreat in deal to end shutdown
Trump signs bill to end US government shutdown
Trump finds himself outplayed over US government shutdown
- Það sem virðist hafa gerst, að þingflokkur Repúblikana hafi blikkað.
- Þegar það hafi verið ljóst, hafi Trump ekki átt annan valkost en að - undirrita þann gerning sem þing-Repúblikanar og þing-Demókratar voru búnir að sjóða saman.
En um leið og tillaga hefur líklega 2/3 meirihluta, á forseti ekki annan kost en að skrifa undir.
--Sambærileg útkoma varð á sl. ári, er Donald Trump beitti lokun ríkisins eins og nú fyrir sinn vagn, í von um að þvinga fram vegg fjármögnun, og þá einnig fóru mál þannig, að fyrir rest - myndaðist 2/3 meirihluti.
--Hafið í huga, þá fóru Repúblikanar með meirihluta í báðum deildum, nú einungis í annarri.
Ástæða þess að Repúblikanar blikka?
Vísbendingar um það - að lokun ríkisins væri farin að valda umtalsverðum truflunum á starfsemi efnahagslífs Bandaríkjanna.
--Væntanlega hafa margir forsvarsmenn fyrirtækja, hring í þá þingmenn sem þeir eiga greiða.
On Friday, flights in the New York area were disrupted because of air traffic controller staffing shortages, underscoring the risks to the countrys transport network. -- Kevin Hassett, the chairman of the presidents Council of Economic Advisers, has acknowledged a continued shutdown for the whole quarter could drive economic growth to zero.
Mér skilst að afgreiðsla pappíra fyrir innflutning og útflutning, hafi verið farin að tefjast - langar biðraðir á flugvöllum því færri tollverðir voru á vakt -- auðvitað tafir á afgreiðslu pappíra almennt, allt frá heimild til innflutnings - til ferða VISA til útgáfu nýrra passa, auðvitað afgreiðsla leyfa og heimilda af margvíslegu tagi.
Þó margir haldi að ríkið sé ekki að gera neitt - þá sinnir nútímaríki mjög margvíslegri þjónustu sem er hagkerfinu nauðsynleg - og þegar það sinnir ekki þeirri þjónustu, eða það eru miklar tafir á þeirri þjónustu -- þá fara að safnast upp vandamál.
Flestir fjölmiðlar virðast sammála þeirri túlkun.
Að niðurstaðan sé ósigur fyrir Donald Trump.
- Hann er með hótanir um að endurtaka leikinn eftir 3-vikur, ef niðurstaða samninga milli Repúblikana og Demókrata á þingi, er ekki honum að skapi.
- Hvað um það, þetta var lengsta lokun ríkisins í sögunni - 35 dagar.
Donald Trump segist ætla halda áfram að berjast fyrir veggnum.
En eftir ósigur í málinu - 2 ár í röð á þingi.
--Er það opin spurning, hvort hann eigi raunhæfa möguleika á að þvinga þingið til að samþykkja þessa vegg-fjármögnun?
Niðurstaða
Hvort sem menn eru sammála því hvort útkoma málsins er ósigur Trumps eða ekki, þá fá loks starfsmenn ríkisins - sem þurftu að vinna launa-laust því þeir voru skilgreindir nauðsynlegir, laun sín greidd þó eftir dúk og disk sé.
Hinn bóginn, þeir sem fóru í launalaust frý þ.e. meirihlutinn, væntanlega fá ekkert.
Almenningur í Bandaríkjunum virðist a.m.k. álíta niðurstöðuna ósigur Trumps.
Svokallað "job approval rating" forsetans mælist nú skilst mér milli 30-40%.
Og mældar óvinsældir hans aftur komnar í 58%.
--Ekki það að þorandi sé að afskrifa Trump, þó það styttist í kosningaárið 2020.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2019 | 22:52
Nancy Pelosy - heimilar ekki Donald Trump að flytja stefnuræðu sína þar sem venja er í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings
Ég held þetta hljóti að vera fullkomlega einstakur atburður í sögu Bandaríkjanna að forseti neðri-deildar Bandaríkjaþings, hafnar því að bjóða forseta Bandaríkjanna að flytja stefnuræðu sína eins og venja hefur verið í mjög langan aldur innan Bandaríkjanna ár hvert í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings.
Locked out of House by Pelosi, Trump vows State of Union alternative
Pelosi seeks to block venue for Trumps State of the Union
Nancy Pelosi: I look forward to welcoming you to the House on a mutually agreeable date for this address when government has been opened.
Hún gerir það að skilyrði að búið verði að opna á bandaríska ríkið fyrst.
- Athygli vakti gagnrýni yfirmanns bandarísku landhelgisgæslunnar - US coastguard - sem sagði það hneykslanlegt, að það stefni í að starfsmenn þurfi að vinna launalaust í 2 mánuði -- það gangi ekki að á meðan væru fjölskyldur þeirra unnvörpum háðar matargjöfum.
Á fimmtudag verða liðnir 34 dagar í lokun - og ljóst að launatékkar starfsmanna ríkisins sem bundnir eru við það að sinna sínum störfum, þar sem þeir teljast vera of nauðsynlegir til að vera meðal þess meirihluta sem eru í launalausu frýi -- tefjast eins og launatékkar mánaðarins á undan.
Þetta augljóslega hlýtur að koma harkalega niður á vinnumóral - fréttir berast að fjöldi starfsmanna mótmæli með því - að tilkynna sig veika.
--Til hvers að vinna kauplaust?
Hversu nákvæmlega sinna menn landamæragæslu - eftirliti á flugvöllum - eftirliti á sjó -- eða störfum hermanna; ef launatékkarnir bíða í óákveðinn tíma?
Flestir þessi starfsmenn eiga fjölskyldur sem líða fyrir þetta.
Góð spurning hverjum þeir kenna um?
- Spurning hvort að Donald Trump ætti að fresta heimsóknum til herstöðva á meðan lokun ríkisins er enn í gangi? En maður veit aldrei hvað reiðir hermenn gætu tekið upp á.
--En þeir eru væntanlega kauplausir eins og aðrir starfsmenn ríkisins.
Niðurstaða
Rétt að nefna að í sl. viku, bannaði Donald Trump - Nancy Pelosi frá að nota flugvélar í eigu alríkisins, þó það sé hennar réttur meðan hún gegnir einu háttsettasta embætti Bandaríkjanna. Það þótti mér ekki stórmannlegt.
Eiginlega sama sinnis um bann Nancy Pelosi á því að Donald Trump flytji stefnuræðu sína í þeim salarkynnum sem mjög gömul venja sé að sú ræða sé flutt ár hvert.
Ætli þetta - tit for tat - á milli þeirra, sé ekki frekar vísbendin um harðnandi deilu en hitt? Sýni frekar fram á víkkandi gjá en mjókkandi. M.ö.o. að ekkert bendi til þess að lokun ríkisins taki enda á næstunni.
Það þíðir væntanlega að mórall starfsmanna ríkisins versnar frekar - fólk hlýtur að fara að segja upp. Ég mundi hafa áhyggjur af móral þeirra lykilstarfsmanna sem þvingaðir eru til að vinna - þó þeir fái ekki greitt, þ.e. landamæravarða - gæsluliða á varðskipum - tollvarða og þeirra sem sinna gæslu á flugvöllum - og hermanna er gæta mikilvægra herstöðva.
- Ég held það sé orðin virkilega góð spurning fyrir forsetann, hvort þetta sé virkilega þess virði -- að nota starfsmenn ríkisins sem fótbolta með þessum hætti, í von um að þvinga fram fjármögnun fyrir landamæravegginn.
- Bendi auk þess á mína síðustu færslu, þ.s. ég opinbera upplýsingar þess efnis að fjöldi atriða sem Donald Trump lofaði að hrinda í framkvæmd, tefjast vegna lokunar ríkisins þ.e. svo lengi sem það sé lokað, liggi vinna við framkvæmd þeirra loforða einnig niðri? Lokun Trumps á bandaríska ríkinu - virðist tefja fyrir innleiðingu auðlyndanýtingarstefnu hans einnig tefja innleiðingu vægari mengunarstaðla er heimila aukna mengun
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hliðar-afleiðing þess að Trump hefur haft bandaríska ríkið lokað í mánuð, er að margvíslegar fyrirhugaðar reglubreytingar - sem enn á eftir að formlega innleiða, tefjast vegna þess að starfsmenn þeirra stofnana eru unnvörpum í - - launalausu frýi, af völdum lokunar ríkisins.
Shutdown risks thwarting Trumps own policies
- Algerlega óvænt, virðist lokun ríkisins -- góð fyrir umhverfið!
- On Friday, a court in South Carolina ruled that the government could not process oil companies applications for permits for seismic surveys while the shutdown lasted, causing delays for the industrys plans to start exploration in areas opened up by the Trump administration.
- New rules relaxing the federal governments oversight of rivers, streams and other bodies of water, for example, were announced last month before the shutdown began, but have not yet been formally published, and are now delayed.
- A finalised version of the Affordable Clean Energy Rule, a replacement for the Obama administrations Clean Power Plan that would impose much less demanding requirements for carbon dioxide emissions from power plants, was scheduled for March, but is now likely to be delayed, the US Chamber believes.
- The regulations for vehicle emissions and fuel economy will apply to cars that go on sale in the autumn of next year, and manufacturers will need to know within the next few months what standards they will have to meet so they can prepare to start production.
- Companies had hoped to secure permits for seismic surveying in the Arctic National Wildlife Refuge in Alaska, as a first step towards oil development in a section of the refuge. Such surveying can only be carried out from December to May,...
Fjöldi fyrirtækja eru farin að hafa af þessu áhyggjur, vegna þess að þetta bætist við aðrar fyrirsjáanlegar tafir á innleiðingu þeirra regla - af völdum málaferla, sem andstæðingar innleiðingu þeirra - eru líklegir að standa fyrir.
Fyrir utan þetta - skv. bandar. lögum, er auðveldara að kollvarpa lögum eða reglubreytingum forseta - sem innleidd/ar eru síðustu 7 mánuði embættisferils hans.
--En þau/þær sem eru innleidd/ar fyrir þann tíma.
- Það þíðir, að Donald Trump hefur samanlagt - 11 + 5 = 16 mánuði til að koma þessum reglum í örugga höfn, áður en forsetatíð hans hugsanlega líkur.
--En menn ættu ekki fyrirfram reikna með sigri 2020.
Þó þetta virðist enn nokkur tími, er þetta minna en 1 1/2 ár.
Donald Trump er nú búinn að brenna heilum mánuði á þessari deilu um vegginn, þar sem að meðan ríkið er lokað - getur engin þessara reglubreytinga - verið kláruð.
Enn bendir ekkert til þess að samkomulag í deilu Demókrata og Repúblikana, og forsetans - sé í nánd.
- Spurning hvort þetta sé ekki skýr vísbending þess, að í raun græði Demókratar á þeim töfum sem -- deilan um vegginn, og lokun ríkisins - leiða fram.
- Þannig að forsetinn þurfi ef til vill að íhuga, hvort hann þurfi ekki hans eigin stefnu vegna, að gefa eftir í vegg deilunni?
En forsetinn var ekki kosinn 2016 - út á einungis eitt stefnumál.
Ef vegg deilan ógnar öðrum stefnumálum - er kannski ástæða til að gefa hana eftir.
Tek fram þó, að út frá umhverfis-sjónarmiðum er klárlega jákvætt, að ofangreindar reglubreytingar - tefjist sem allra, allra lengst.
Niðurstaða
Góð spurning hversu snjöll vegg deilan er fyrir Donald Trump sjálfan, en vegg deilan er um þessar mundir að tefja innleiðingu margvíslegra reglubreytinga, sem voru hluti af kosningamálum Trumps -- sem eiga að auka á vinnslu á gasi, olíu og kolum innan Bandaríkjanna - eiga að opna svæði sem hafa verið lokuð fyrir slíkri vinnslu, af umhverfis-ástæðum - auk þess að slaka á mengunarkröfum sem auka kostnað fyrirtækja sem nota - gas, olíu eða kol - til brennslu, eða framleiða tæki eða farartæki sem brenna eldsneyti.
--Það mætti halda af talsmönnum veggsins, að ekkert annað kosningamál skipti máli.
--Að ef Donald Trump, stendur ekki fast á því máli, gefur þar ekkert eftir - þá sé hann svikari.
En Trump var ekki kjörinn út á einungis eitt kosningamál.
- Þegar horft er til ofangreindra mála.
- Getur það mjög vel verið, að það séu Demókratar ekki - Donald Trump, sem græða á því að ríkið sé lokað sem allra - allra lengst.
Því svo lengi sem það helst lokað, sé ekki unnt að klára ofangreind stefnumál.
Fyrir utan að mér virðist það klár gróði frá umhverfissjónarmiðum, þau tefjist sem lengst.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2019 | 16:42
Sýrland hefur sennilega mjög dökka framtíð - spurning hvort það verður Afganistan, Pútíns
Eins og flestir ættu að vita, hefur tímabundið bandalag Írans og Rússlands - unnið stærstum hluta sigur í stríðinu um kjarnahéröð Sýrlands. Enn er stórum svæðum stjórnað af öðrum, en það eru ekki - kjarnasvæði Sýrlands. Þeim svæðum stjórnar Assad - með stuðningi hersveita Írans og Hezbollah, með viðbótar stuðningi flughers Rússlands og rússneskra sérsveita.
- Hinn bóginn, virðist mér Sýrland - vaxandi mæli líkjast miklu mun stærra Gaza svæði.
Rökin fyrir því, að framtíð Sýrlands sé líklega afar dökk eru nokkur.
- Fyrstu augljósu rökin eru þau, að Sýrland mun ekki fá peninga frá Vesturlöndum - meðan fjölmennur Íranskur her er í landinu, Sýrland þar af leiðandi greinilega íranskur leppur - og þar er einnig að finna hersveitir Hezbollah.
- Augljóslega, hafa hvorki Íranar né Rússar - þá 200 milljarða dollara til umráða sem lauslega er áætlað að endurreisn kosti.
- Það leiðir fram þá ályktun, að líklega viðhelst áfram afar afar slæmt ástand í Sýrlandi, þ.s. landið verður áfram stórum hluta rústir - þar með landið ekki með eiginlegan efnahag, heldur algerlega háð peningagjöfum frá Rússlandi og Íran.
- Það ástand er að ímsu leiti Vesturlöndum í hag, ef út í þ.e. farið - þ.s. Sýrland er þá myllusteinn um háls þeirra tveggja landa, sem hafa kosið að halda því uppi.
- Rökrétt, þ.s. fyrir hvort tveggja Íran og Rússland, væri það óhugsandi að leyfa Sýrlandi að falla aftur í stjórnleysi --: Þá á það líklega við samtímis, að meðan Íran og Rússland hafa ekki efni á eiginlegri endurreisn, munu þau ekki heldur leyfa landinu að falla aftur í það ástand sem það var statt í - er þau hófu afskipti af innanlandsstríði þar 2013.
- Það þíðir rökrétt, að bæði Íran og Rússland komast ekki hjá því að hafa þar stöðugt líklega her, og að auki að stöðugt senda til Damaskus nægilegt fé til að halda Damaskus a.m.k. gangandi.
--Meðan hvorugt landið hefur nægilegt fé, til að endurreisa landið þannig að það virki.
Þetta þíðir að mig grunar að sigur Írans og Pútíns sé - Phyrrískur!
Mér finnst líking við Gaza eiga við - væntanlega vita allir um Gaza svæðið í útjaðri Ísraels sem Ísraelar hafa haldið einangruðu -- að þar er mikil og stöðug fátækt, íbúar hafa ekki framtíð - þess vegna ungt fólk auðveld bráð fyrir öfgastefnur.
- Mig grunar að Sýrland verði svipað, þ.e. án endurreisnar hafi það ekki störf í boði fyrir ungt fólk, hagkerfið nái ekki að fúnkera.
- Unga fólkið verður þá án tækifæra - eins og á Gaza auðveld bráð fyrir öfgar.
Því má ekki gleyma - að sjálft stríðið í Sýrlandi hefur án vafa sáð gríðarlegu hatri.
500þ. manns er talið hafa fallið, stór svæði í landinu rústir einar -- 6 milljónir flúnar.
--Viðvarandi slæmt ástand, þíðir auðvitað flóttafólk hefur fáar ástæður til að snúa heim.
--Fyrir utan, að líklega er hluti ástæðu flóttans að margir þeir er flúðu, studdu uppreisn og þar með bætist þá sennilega við, óttast refsingar öryggislögreglu ógnarstjórnar Assads.
Ef ástandið í Sýrlandi verður slæmt, má reikna með því að flóttamannabúðirnar séu ekki endilega ljósárum skárri - það virðist þó að þeir sem þar eru, hafi eitthvað betri séns á störfum, enda flóttamannabúðir í löndum sem ekki eru í rústum.
- Hinn bóginn, má reikna með því að þeir á meðal flóttamanna er studdu uppreisn, þekki marga af þeim er létu lífið í stríðinu - og eigi harma að hefna.
Rétt að benda á að 1948 stríð Ísraels við Araba - er leiddi til flótta hundruða þúsunda svokallaðra Palestínumanna frá Ísrael, að þeir sem flúðu settust að í flóttamannabúðum í löndum í kring um Ísrael.
--Að síðan mynduðust árum seinna andstöðuhreyfingar PLO áhrifamest út frá þeim flóttamannabúðum.
- Flóttamenn frá Sýrlandi eru nærri 10 falt fjölmennari, en þeir er flúðu Ísrael 1948.
- Það gæti veitt hugmynd um hugsanlegan skala þess vandamáls, sem framtíðar reiði íbúa þar gæti skapað þeim -- sem ráða Sýrlandi í framtíðinnni, og þeim sem styðja stjórnina þar.
Einhverjum hætti getur hafa myndast öfugt Ísrael!
Ég er að bera saman Ísrael 1948 og áfram, við Sýrland nú.
Nema að Sýrland hefur ekki eins auðuga bakhjarla!
Árum saman var Ísrael umkringt óvinum, sem voru studdir af utanaðkomandi stórveldi.
Það sama á væntanlega við Sýrland - nema að Sýrland er í verulega veikari stöðu, hafandi mun veikari bakhjarla - og samtímis, mun fjárhagslega sterkari óvini en Ísrael.
--Stjórnarfar innan Sýrlands sé mun lakara - miklu spilltara og mun minna skilvirkt.
Niðurstaða
Mig grunar að það sem eigi við Sýrland sé gamla máltækið - sá hlær best sem síðast hlær. En mig grunar að vegna þess að hvorki Rússland né Íran hafi fjármagn til endurreisnar Sýrlands. Samtímis að augljóslega, hafa Vesturlönd engan áhuga á að styrkja land undir yfirráðum Assads - sem á Vesturlöndum sé kennt um það blóðuga stríð sem varð í landinu, bent á að sprengjuherferð hans eigin hersveita hafi valdið megni þess eignatjóns er nú við blasi.
Fyrir utan, að nær fullur fjandskapur sé við Rússland undir stjórn Pútíns, Vesturlönd séu því sjálfkrafa treg að styrkja stöðu Rússlands - með slíkum peningagjöfum.
- Mig grunar að staðan sé þvert á þ.s. oft fullyrt er, Vesturlöndum í hag - þ.s. Pútín hafi vissum hætti bakkað út í horn, m.ö.o. hafi svo auglýst Sýrland sem rússn. sigur, að hann geti ekki eigin orðstírs vegna -- bakkað út.
- Á sama tíma, hafi hvorki Rússland né Íran - nægt fé til að endurreisa Sýrland. Þar með líklega viðhelst áfram, ákaflega slæmt ástand þar í landi, þ.e. efnahagur áfram í rúst, fá tækifæri til góðs lífs fyrir íbúa. Því stöðug þörf til að viðhalda stjórninni í Damaskus með fégjöfum - og að auki, veik staða Sýrlands áframhaldandi þíði líklega, áframhaldandi þörf fyrir rússneskt herlið í landinu og íranskt.
- Þá fer þetta að líkjast Afganistan.
Sýrland verði sennilega mörgu leiti eins hamingjusamt og Gaza svæði hefur verið á jaðri Ísraels, og þar með sambærileg stöðug uppspretta öfga-stefna meðal ungs fólks er hafi nær engin tækifæri til góðs lífs. Það án þess að nefna flóttamannabúðirnar, er sennilega einnig verða stöðug uppspretta sambærilegra vandamála. Það má ekki gleyma því mikla hatri sem stríði hefur skilið eftir - þeir 500þ. er létust eiga ættingja, og þeir líklega telja sig eiga harma að hefna. Það eitt, án þess að nefna fátækt og hörmungarástand líklega viðvarandi, væri eitt og sér næg ástæða til að vænta stórs vandamáls.
En allt lagt saman blasir við mér að Sýrland verður án líklegs stórs vafa stórfelldur myllusteinn fyrir sérhvern þann sem ætlar sér að ráða því, og fyrir þá sem ætla sér að halda þeirri stjórn sem þar er - gangandi.
Enska orðið - quakmire - á örugglega vel við.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2019 | 22:32
Alvöru vísindamaður með vangaveltur hvort hlutur sem fór í gegnum Sólkerfið á sl. ári var búinn til af alienum
Í raun og veru er afar lítið vitað um þann hlut - sem flestir líta smástyrni með skrítna lögun. Það sem blasti strax við að væri óvenjulegt var hraði þess -- þ.s. hann var það mikill, að hluturinn gat ekki annað en verið kominn frá utan við Sólkerfið. Að auki að hraðinn væri það mikill, að þyngdarafl sólkerfisins gæti ekki náð að halda í hlutinn, heldur mundi hann halda áfram ferð sinni - aðeins koma við í Sólkerfinu á leið eitthvert annað.
Ímyndum lystamanns um úthlit hlutarins nefndur Oumuamua
- Málið er að hluturinn er ekki stór, milli 0,5km - 1km.
- Það þíðir að í þeirri fjarlægð sem sjónaukar sáu hann, þó horft væri á hann með öflugustu sjónaukum sem til eru - var hann einungis punktur.
- Það sáust þó leiftur í reglulegu rithma, sem leiðir fram þá ályktun að hluturinn snúist um sjálfan sig svokallað "tumble" og að auki að hann sé óreglulegur í lögun.
- Af flestum talinn, ílangur og fremur flatur.
Þetta allt saman gerir hlutinn áhugaverðan.
--En síðan kemur sprengjan.
Sl. sumar var sagt frá því að hluturinn hefði aukið ferð sína á leið frá Sól, eftir að hann fór framhjá henni - tók þyngdarafls-beygju og hóf sína útleið.
- Hröðunin er ekki meiri en svo að hún passar við það, ef hluturinn væri - halastjarna.
- En enginn hali sást - síðan hefði snúningur hlutarins um sjálfan sig "tumble" breyst - sem hefði verið unnt að sjá, ef það hefði verið - útgösun frá hlutnum.
Þannig að það liggur ekki fyrir nein augljós skýring, af hverju hluturinn jók sína ferð.
Ekki er um mikla hröðun að ræða - rétt að hafa það í huga.
- Avi Loeb - benti á að unnt væri að skýra hröðunina með - sólargeislun.
- Ef hluturinn væri að þykkt innan við einn millimetra.
'Thinking About Distant Civilizations Isn't Speculative'
Loeb setti fram þá skemmtilegu kenningu að hluturinn væri í raun - svokallað, sólarsegl.
M.ö.o. ekki geimskip sem slíkt, meira leyfar slíks - nánar tiltekið, leyfarhluti!
--Hann notaði orðið - geimfornleyfafræði.
Sviðsmyndin sem hann setur upp, að mikið sé af geymrusli í vetrarbrautinni skilið eftir af sennilega löngu útþurrkuðum siðmenningum, ruslið eftir þær síðan vafri um geiminn.
Ê»Oumuamua -- getur hafa verið mjög lengi á vafri um geiminn, en vísindamenn hafa verið að reikna feril hans aftur í tímann.
- Miðað við hraðann sem hann var á, var hann í grennd við - Vega, fyrir um 600þ. árum.
- Hinn bóginn, var Vega ekki þ.s. Vega nú er á þeim tíma.
- Bent er að hraði hlutarins sé svipaður og áætlaður meðalhraði hluta sem séu á vafri um geiminn "drifting through space" -- hluturinn gæti því hafa vafrað marga hringi um vetrarbrautina áður en hann vafraði í gegnum Sólkerfið.
Á endanum er svarið einfaldlega það, að vísindamenn hafa ekki hugmynd hvaðan hann er.
En tímaramminn þíðir - að hluturinn getur verið allt að margra milljarða ára gamall.
__Sem tæknilega útilokar ekki, að um tilbúinn hlut sé að ræða.
__En ef svo væri, þá gæti hann jafnvel verið á aldur við sjálfa Sólina.
Verið þá búinn til af íbúum vetrarbrautarinnar löngu horfnir.
Niðurstaða
Í reynd er í sjálfu sér ekki undarlegt að smástyrni rambi inn í Sólkerfið frá vetrarbrautinni, þá mundi hraði smástyrnis sennilega vera slíkur að viðkomandi smástyrni mundi fara í gegnum Sólkerfið og út úr því aftur í aðra átt.
Ef það væri ekki fyrir óútskýrða hraðabreytingu, væri enginn að koma með óvenjulegar tilgátur -- þ.s. ekki var unnt að sjá hlutinn með þeirri nákvæmni að unnt væri að ákvarða útlit hans eða lögun, að hann snúist um sjálfan sig einungis ákvarðað af hvernig endurkast sólarljóss af honum breyttist á tilteknum rythma, þá er í sjálfu sér ekki vitað hvað þetta var -- sem opnar á vangaveltur.
--Þó ef út í það er farið, verði þeim líklega aldrei svarað.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 18.1.2019 kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2019 | 23:43
Bandaríkin gætu haft 0% hagvöxt fyrsta fjórðung þessa árs vegna lokunar Trumps á bandaríska ríkinu
Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni, 25 dagar voru komnir á þriðjudag - skv. útreikningum Hvíta-hússins eftir endurskoðun, minnkar hagvöxtur Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs um 0,13% af völdum þeirra áhrifa að 800þ. starfsmenn ríkisins eru í launa-lausu leyfi.
Þetta á hinn bóginn langt í frá telur allar hliðar-afleiðingar lokunar ríkisins.
Sem er hvers vegna einn þekktasti bankastjóri Bandaríkjanna gaf út þá aðvörun, að Bandaríkin gætu sýnt engan hagvöxt fyrsta fjórðung ársins.
Shutdown bites economy, U.S. Coast Guard as Washington talks stall
Shutdown could drive US growth to zero, warns JPMorgan chief
- Ein mikilvæg áhrif eru áhrif á viðskiptaferðir og ferðamennsku, inn vs. útflutning - shut down - er farið að valda því, að og fáir starfsmenn ríkisins eru nú við störf að toll-afgreiða varning inn og úr landi; og við að afgreiða fólk inn og út úr landinu.
- Það þíðir tafir, þ.s. þá eru færri afgreiðslur opnar - þannig farþegar mega sjá fram á afar langar biðraðir á flugvöllum, sem þíðir einnig seinkanir - líkur á að missa af flugum -- þetta getur fælt fólk frá að ferðast til Bandaríkjanna á næstunni.
Og fyrir fyrirtæki, þíðir tafir í afgreiðslum fyrir þau - til viðbótar bætist tafir á afgreiðslu leyfa af margvíslegu tagi sem efnahagslífið þarf að fá afgreidd - að það fjölgar sífellt leiðum þ.s. lokun ríkisins leiðir til efnahagstjóns.
Ársfjórðungsvöxtur Bandaríkjanna - sjá mynd
Spurningin hefur verið, á hvern þrýstir löng lokun ríkisins?
Mig grunar að vísbendingar um hratt vaxandi slæmar efnahags-afleiðingar, setji þrýstinginn vaxandi mæli á Donald Trump sjálfan.
En Donald Trump hefur gumað af - meintum góðum efnahagsárangri.
--Það mundi ekki líta vel út, ef fyrsti fjórðungur verður núll.
Það þíðir einnig, heildar vöxtur ársins verður þá líklega minni en búist var við.
Því lengur sem lokunin stendur - ágerast afleiðingarnar frekar, meira af ríkinu þarf að loka - það dregur enn úr þjónustu þess sem það þarf að veita, þjónustu sem hagkerfið er háð.
Eins og sést á myndinni væri - 0 - töluvert hrap fyrir Trump.
En hagvöxtur á sl. ári - rauk upp eftir að aukning ríkis-útgjalda datt inn, ásamt áhrifum skattalækkunar.
--Hinn bóginn var vitað þau áhrif yrðu tímabundin, aukinn vöxtur mundi fjara út.
--En hafði verið búist við það gerðist, smám saman - ekki í einum hvelli.
Lokunin er hið minnsta orðin söguleg.
Ekkert bendir enn til þess að sættir milli aðila séu í nánd.
- Efnahags-vísbendingar líklega gera Demókrata síður líklega en áður að gefa eftir, því þeir sennilega meta - að þrýstingur vaxi smám saman á Trump eftir því sem tjónið vex.
Ef Trump bítur í sig að halda lengi áfram enn -- gæti það virkilega orðið töluvert.
Þá gæti orðin spurning hvort Trump mundi venda um -- sætta sig við ósigur.
Niðurstaða
Mér hefur heyrst á tali meðal Repúblikana sem ég hef heyrt, að menn væru bjartsýnir að lokun hefði sára lítil sem engin áhrif. En hinn bóginn, hafa lokanir nær alltaf staðið stutt - sem skýri óveruleg áhrif oftast nær hingað til
Lengsta lokun áður var 21 dagur -- 26 dagar verða komnir á miðvikudag, o.s.frv.
Sættir geta verið nú síður líklegar, þegar tölur um slæmar afleiðingar og vaxandi, líklega gera Demókrata enn síður líklega til að gefa eftir.
Þ.s. þeir væntanlega taka þann pól í hæð, að það þíði þrýstingur lendi vaxandi mæli á Trump.
Mig grunar að veðmál Demókrata verði að málið skaði Trump fyrir rest.
Trump gæti þurft að gefa eftir fyrir rest, til þess einfaldlega að forða hagkerfinu frá frekara tjóni - hann þarf að horfa til kosninganna 2020, en veggurinn er ekki það eina sem skiptir máli þar um.
Ef það yrði einhver hörð efnahagsleg lending á þessu ári, sem mætti túlka Trump sjálfum að kenna, þá gæti það alveg skaðað sigurlíkur hans - ekki síður en það ef hann gefur eftir í vegg málinu, til að forða frekara tjóni á hagkerfinu af völdum lokunar ríkisins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir skömmu síðan sór Nicolas Maduro eið sem forseti landsins kjörtímabil í viðbót - á sama tíma er það stór spurning, hversu lengi getur ruglið í Venezúela undir hans stjórn gengið?
- Eitt af því áhugaverðasta, er hrun olíuframleiðslu landsins.
Takið eftir - við valdatöku Hugo Chavez var olíuframleiðsla yfir 3 milljón fötum per dag!
Við valdatöku Nicolas Maduro, er framleiðslan hangandi í ca. 2,4 milljón fötum: VENEZUELA
En á sl. ári féll framleiðslan niður um ca. 40% frá fyrra ári - og ef hrunið heldur fram á svipuðum hraða þetta ár, fellur framleiðslan fyrirsjáanlega undir milljón föt per dag einhverntíma á þessu ári.
Inn á þetta kort vantar tölur fyrir síðasta mánuð ársins: Venezuela Crude Oil Production.
Venezúela varð - default - eða gjaldþrota á sl. ári, en ríkisstjórnin velur samt að halda áfram að greiða tilteknum völdum kröfu-höfum, svokallað - selective default.
- Ríkisstjórnin fær enn einhver lán frá Rússlandi, virðist sem að Rússl. sé áhugasamt um að taka yfir stjórn olíulynda landsins - virðist mér. Sjálfsagt mundu Rússar stjórna þeim mun betur, en eftir það væri Maduro þeirra, lénsmaður - spurning hvort að Rússar hefðu nokkurn áhuga á að halda honum - jafnvel þó það væri einungis sem, puntudúkka?
--Mér finnst vafasamt að stjórnvöld Rússl. hefðu miklar tilfinningar til landsmanna.
--Hinn bóginn, er erfitt að sjá hvernig það mundi þó samt geta verið verra. - Fyrir utan þetta, greiðir Venezúela af lánum frá Kínverjum - vill enn halda í vonina um frekari lán þaðan.
- Síðan er það -- fyrirtæki sem rekið er í Bandaríkjunum, Citico, sem er í eigu ríkisolíufélags Venezúela -- af skuldum þess félags þarf að greiða, annars mundi það félag vera hirt upp í skuldir.
--Það kvá mundi vera stórt áfall, ef það félag væri hirt.
Hinn bóginn er framleiðslan í stöðugri hnignun - sú hnignun virðist hröð eins og sjá má af yfirlitsgröfum: Venezuelas Decline From Oil Powerhouse to Poorhouse.
--Ágætis grein sem ég bendi fólki á til aflesturs.
Fíflið að sverja embættiseið.
Maduro hækkaði samt lágmarkslaun - fljótlega eftir hann sór embættis-eið nýverið: Venezuela's Maduro hikes minimum wage as economy struggles.
Þær hækkanir auðvitað hverfa á svipstundu í verðbólgubálinu, áætlað langt yfir milljón prósent.
Miðað við þekktar forsendur er erfitt að sjá hvernig stjórnin í Venezúela ætlar hreinlega að fara að því að - hreinlega hafa þetta ár af.
Niðurstaða
Spurning hvort maður á að gerast svo djarfur að spá hruni á þessu ári? Það blasir a.m.k. við að það sverfur mjög harkalega að og það hratt - eftir því sem olíutekjurnar minnka. Þá klárlega fækkar þeim aðilum sem ríkisstjórnin getur haldið áfram að greiða.
--Ég er ekki almennilega klár hverju Maduro hefur lofað Rússlandi fyrir nýleg lán, einhvers konar samvinnu-verkefni sem eiga að auka aftur olíuframleiðslu.
--En ég kem ekki auga á að Rússland hafi efni á því að - halda landinu á floti, heldur virðist mér mun sennilegar að Rússland sé á höttunum eftir -- auðlyndum landsins, fyrir slikk.
Auðvitað auðlyndir sem ekki eru nýttar, land sem enn hefur mesta þekkta magn olíu í jörðu - er einskis virði samt ef það er ekki nýtt.
Spurning hvað Maduro gerir eftir því sem örvænting hratt vex?
En það er algerlega augljóst, að stjórnin í Caracas veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Ef út í það er farið, undir þeirra stjórn hefur átt sér stað mesta efnahagshrun sem sést hefur í nokkru landi þ.s. ekki hefur orðið stríð -- ætli maður verði ekki að fara svo langt aftur sem til óðaverðbólgunnar í Þýskalandi á 3. áratug 20. aldar.
--En þetta hrun er fyrir nokkru síðan farið að taka Zimbabve hruninu fram, svo þá þarf að leita lengra aftur eftir einhverju er nálgast sambærileg.
Fyrir þessu hruni er engin sjáanleg ástæða önnur - en stefna stjórnvalda er virðist eins heimskuleg og hugsast getur.
--Ég meina, önnur olíulönd hafa gengið í gegnum sömu áföll í alþjóðakerfinu - einungis Venezúela hefur fallið í slíka neyð.
**Meira að segja Nígería er í skárra ástandi, þó er þar stríð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar