Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019
Ég held þetta sé a.m.k. rétt að því leiti að slíkt sé raunhæfur möguleiki, þar sem að meirihluti þingmanna á breska þinginu eru aðildarsinnar svokallaðir og andvígir Brexit.
Hinn bóginn til þess að sá meirihluti birtist þurfa aðildarsinnar þvert á bresku stjórnmálaflokkana - að vinna saman.
Hinn bóginn getur legið vísbending í atkvæðagreiðslu er fór fram í sl. viku, er May varð undir í atkvæðagreiðslu - að það gerðist þannig að nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins mynduðu meirihluta í því tiltekna máli gegn stjórninni.
- Skv. þeirri niðurstöðu, er May þvinguð til að hafa atkvæðagreiðslu um þann samning sem hún gerði við ESB, strax nk. þriðjudag.
- En May ætlaði sér að bíða með það e-h töluvert lengur, þ.s. hún á von á því að samningurinn verði felldur.
- Þetta er svona eins og, menn vilja frekar fresta því sem lengst - er þeir bíða eftir fallöxinni.
May to warn Eurosceptics that MPs could block Brexit
Theresa May -- The prime minister will add that, based on the evidence of the last week, she now believes that MPs blocking Brexit is a more likely outcome than leaving with no deal,
Í ræðu sinni um helgina varaði hún við því sem hún taldi stórfellt tjón á trausti almennings til lýðræðisferla. Ef þingið ákveddi að hætta við Brexit.
- Orð hennar lísa því greinilega að hún á frekar en hitt von á þeirri niðurstöðu, að sá meirihluti er varð til í umliðinni viku milli aðildarsinnar meðal þingsliðs Íhaldsflokksins og aðildarsinna meðal stjórnarandstöðu - - muni aftur koma fram.
- En þ.e. rökrétt af þeim meirihluta, ef maður gefur sér að sá hópur þingmanna sé nú ákveðinn í þessu, að fella samning May við ESB.
- Þ.s. að seint í nóvember á sl. ári, úrskurðaði svokallaður Evrópudómstóll, að Bretland gæti einhliða hætt við Brexit - það kæmi hinum aðildarþjóðunum ekkert við, þær hefðu ekkert um það mál að segja - það væri einungis ákvörðun Bretlands.
- Sá úrskurður þíðir - að meirihluti breska þingsins skv. þeim úrskurði, hefur þá vald til þess að -- pent hætta við Brexit. Aflísa því með öðrum orðum. Á undan að sjálfsögðu hafnar sá meirihluti Brexit samningi May, eftir það mundi sá meirihluti væntanlega þá standa fyrir annarri atkvæðagreiðslu innan þingsins þ.s. greitt væri atkvæða um sjálft Brexit.
--Skv. breskum stjórnlagahefðum er þingið fullvalda, hefð sem nær aftur til 17. aldar þegar fór fram borgarastríð milli breska þingsins og konungs, þingið vann.
--Sigur þingsins, stjórn Oliver Cromwell, þíddi að þingið tók við fullveldinu af konungi.
--Þessi hefð er enn sú hin sama í Breta-veldi, þannig að þ.e. þingið -ekki þjóðin- sem fer með fullveldi Bretlands, þannig að þingið má þar með - taka þessa ákvörðun. - M.ö.o. er þjóðar-aktvæðagreiðslan sem slík ekki lagalega bindandi, það var einungis yfirlýsing fyrri forsætisráðherra, David Cameron - síðan Theresu May, meðan þau höfðu stuðning meirihluta þingsins fyrir þeirri afstöðu -- sem leiddi það fram þá niðurstöðu að bresk stjórnvöld töldu sig bundin af því, að fara í Brexit viðræður síðan fylgja fram þeim - sannarlega nauma þjóðarvilja er kom fram í atkvæðagreiðslunni.
Eins og hefur komið fram, hefur verið umræða um þann möguleika að halda aðra atkvæðagreiðslu meðal almennings.
Kannanir aftur á móti, gefa enga örugga vísbendingu - sýna þjóðina ca. jafn klofna.
Þannig atkvæðagreiðsla gæti farið á hvorn veg sem er.
Fyrir bragðið, hafa Brexiterar tekið þá afstöðu, að hafna slíkri atkvæðagreiðslu.
Það virðist sem að, aðildarsinnar á þinginu, séu a.m.k. sammála Brexiterum um það atriði - þ.e. að taka ekki áhættu af annarri þjóðaratkvæðagreiðslu - þess í stað virðist sem þeir sennilega ætli að taka þeir málin í sínar hendur, mynda meirihluta á þinginu gegn Brexit.
- Enn sem áður er mér slétt sama um það hvort Bretland hætti í ESB eða hætti við Brexit.
- Eina sem veldur mér vonbrigðum, er að báðar fylkingar virðast ætla að hafna annarri þjóðaratkvæðagreiðslu -- það a.m.k. hefði verið hin lýðræðislega leið.
--Í ákveðinni kaldhæðni, hefði það sennilega verið betra fyrir Brexitera að hafa tekið undir hugmyndir um aðra slíka atkvæðagreiðslu.
--En það getur vel verið að þeirra andstaða þar um, hafi styrkt aðildarsinna á þinginu í sinni afstöðu -- að frekar velja að hafna Brexit beint með beinu inngripi þingmeirihluta.
Niðurstaða
Töluverðar líkur virðast á að meirihluti gegn Brexit sé myndaður á breska þinginu, sem líkur séu á að taki sig til við að leiða Bretland út úr Brexit ferlinu - aftur í faðm ESB.
Enn sem fyrr er mér persónulega slétt sama hvaða leið Bretland fer, enda ekki Breti.
Í mínum augum er það mál Breta hvað Bretland gerir, einnig hvaða stjórnmálamenn þeir kjósa.
Eina sem ég sé eftir að báðar fylkingar skuli hafa hafnað annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Andstaða Brexitera við fjölda hvatninga að halda aðra slíka, getur hafa styrkt aðildarsinna á breska þinginu í því - að beita þinginu sjálfu til að hætta við Brexit.
--Ég bendi á, að ef önnur atkvæðagreiðsla hefði verið haldin, sannarlega gætu Brexiterar tapað slíkri - en þeir eiga a.m.k. ca. jafnar sigurlíkur miðað við kannanir, betri líkur en þeir virðast nú hafa á breska þinginu -- ef slík atkvæðagreiðsla hefði farið fram og farið Brexiterum í vil, hefði sennilegra verið erfiðara fyrir þingið að snúast gegn þeirri ákvörðun ef þjóðin hefði valið það sama aftur - í fullri vitneskju um það hvernig samningar við ESB hafa farið undir forsæti May.
Hvort að það rætist að það verði gríðarlegt högg fyrir breskt lýðræði, fullyrði ég ekkert.
Þjóðin er greinilega klofin ca. í jafna helminga, líklega verði þeir sem frekar vilja vera innan sambandsins ekki sérlega óánægðir -- meðan hinn hópurinn sennilega það verði.
- Brexiterar yrðu þá bitrir á eftir - spurning hvaða áhrif það hefur t.d. á Íhaldsflokkinn?
- Mundi hann klofna á eftir? M.ö.o. Brexiterar innan hans kljúfa sig frá?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ákvörðun ESB kemur líklega ekki á óvart, en innan Evrópu er gríðarleg andstaða meðal almennings þegar kemur að genabreyttum matvælum, og vaxandi gagnvart hormónabættu kjöti.
Þar sem að allar kornvörur frá Bandaríkjunum eru í dag framleiddar úr genabreyttu korni og auðvitað korn til sölu - auk þess að Bandaríkin fjöldaframleiða einungis hormónabætt kjöt.
--Þá var alltaf fyrirfram ljóst, að mjög einbeitt pólitísk andstaða sé innan Evrópu gagnvart öllum frekari tilslökunum gagnvart bandarískum landbúnaðarvörum.
- Spurning hvort þetta útilokar möguleika á árangri í viðræðum ESB og ríkisstj. Bandar?
"EU Trade Commissioner Cecilia Malmstrom (C), US Trade Representative Robert Lighthizer and Japanese Minister of Economy, Trade and Industry, Hiroshige Seko (L), pose for photographers prior to a trilateral trade meeting at the offices of the EU Delegation in Washington, DC, January 9, 2019. (Photo by AFP)"
EU not to include agriculture in deal with US: Cecilia Malmstrom - We have made that very clear that from our side we're not going to include agriculture that has been made very clear from the beginning.
Á sama tíma hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna - nánast lofað bandarískum bændum bættu aðgengi til útflutnings til ESB landa.
Skv. frétt hefur ESB aukið kaup á soyja baunum - en fyrir utan það virðist ekkert frekar í boði er kemur að landbúnaði.
ESB býður þó viðræður um iðnvarning - óskar eftir frekari tolla-lækkunum frá Bandaríkjunum, að tolla-lækkanir á sviði iðnvarnings á móti geti verið í boði.
__Opin spurning hvort ríkisstjórn Bandar. sættir sig við þetta.
Að þingið hafni því að veita Donald Trump auknar valdheimildir á sviði utanríkisviðskipta, virðist fljótt á litið - nokkur ósigur: Senate finance chair says no to giving Trump more tariff authority.
Charles Grassley, an Iowa Republican: We aint going to give him any greater authority. We already gave him too much,
Ríkisstjórn Trumps hefur skv. frétt heimtað auknar valdheimildir - til að svara því sem ríkisstjórn Bandaríkjanna talar um sem ósanngjarnar óhefðbundnar viðskiptahamlanir - með refsitollum.
Hinn bóginn hefur mér virst túlkun ríkisstjórnar Bandaríkjanna á því hvað séu slíkir "non tariffs barriers" á köflum nýstárleg.
Hefur mér virst að munur á reglum milli landa, sé gjarnan álitinn vísvitandi viðskipta-hindranir, þó þær reglur falli innan reglusviðs Heims-viðskipta-stofnunarinnar.
Það hljómar sem ríkisstjórn Trumps hafi verið með drauma um að sækja fram á þessu ári - með nýjum kröfum og hótunum um tolla.
Hvort af verður kemur í ljós. En þingið a.m.k. segir nei að þessu sinni.
- Eitt lítið dæmi um reglur af slíku tagi, er t.d. japönsk skilgreining á smábýlum til borgarsnatts -- þá þurfa þeir að rúmast innan tilsettra stærðartakmarkana svokallaðir K bílar og það eru einnig takmarkanir á stærð ásamt afli vélar - þá þarf viðkomandi ekki að eiga bílastæði til að fá að aka farartæki sínu um miðbæi borga.
--Bandarískir bílaframleiðendur framleiða enga slíka bíla - þær japönsku reglur takmarka mjög japanska markaðinn fyrir bifreiðar umfram K bifreiða klassann.
--Hinn bóginn, má hvaða framleiðandi hefja framleiðslu slíkra bifreiða og bjóða til sölu í Japan -- það sé á hinn bóginn afar ólíklegt að slíkt gerist.
Einungis japanskir framleiðendur hafa framleitt K bíla fram að þessu. Í þessu felst öflug vörn fyrir japanska framleiðendur bifreiða - hinn bóginn er landrými í Japan takmarkað, stæði í borgum vísvitandi smá til þess að einungis K bílar rúmist, eigendur stærri bifreiða þurfa að eiga stæði í borginni sem rúmar þeirra bifreið til að fá að aka innan hennar.
--Það eru tilteknar málefnalegar ástæður fyrir þessu, Japan virkilega hefur mjög takmarkað landrými - hátt hlutfall eyjanna hálendi eða fjöll, hlutfallslega lítið sléttlendi í boði.
Það síðan úir og grúir af mismunandi reglum milli landa - sem skapa kostnað fyrir sérhvern þann sem vill flytja varning milli landa, þ.s. flókið sé að uppfylla gjarnan verulega misvísandi reglur.
--Krafa ríkisstjórnar Bandar. hljómar í mín eyru sem krafa um það - að önnur lönd aðlagi sitt regluverk að regluverki Bandaríkjanna.
Það má túlka slíkt sem frekju!
Niðurstaða
Það hafa hingað til ekki farið miklar fregnir af samningsumleitunum ESB og ríkisstjórnar Bandaríkjanna - klárlega virðist sambandið ekki ætla að láta Bandaríkin hafa allt eftir sínu höfði. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er virðist klárlega vonast eftir frekari opnunum fyrir bandarískan landbúnað - væntanlega verður fyrir nokkrum vonbrigðum.
--Það verður að koma í ljós síðar hver áhrif þessarar útkomu verða fyrir viðræðurnar.
--En DT getur auðvitað ákveðið að slíta þeim, og hefja aftur tollastríð.
Ég hugsa að neitun þingsins til Donalds Trumps um auknar valdheimildir á sviði utanríkisviðskipta hljóti að vera töluverð vonbrigði fyrir hann - ummæli Grassley virðast benda til óánægju meðal Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings um tollastefnu Trumps.
Það er auðvitað meirihluti Repúblikana sem er að hafna að veita þessar auknu heimildir.
Einhver ætti að muna að Repúblikanar hafa enn meirihluta í Öldungadeild.
--Klárlega eru langt í frá allir þing-Repúblikanar í efri deild Bandar.þings Trumps menn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2019 | 21:14
Spurning hvort Bandaríkin fara frá Sýrlandi eftir allt saman?
Ummæli Johns Bolton has vakið athygli, en hann sagði:
John Bolton puts brakes on Trump withdrawal from Syria
- Bolton - We do not think the Turks ought to undertake military action that is not fully co-ordinated with and agreed to by the United States at a minimum so they do not endanger our troops, but also so that they meet the presidents requirement that the Syrian opposition forces that have fought with us are not endangered,
- "Asked if that meant that the withdrawal of an estimated 2,000 US military personnel in the region would not take place until Turkey ensured the safety of Kurdish fighters, Mr Trumps national security adviser said:" Basically, that is right.
Trump hljómaði um helgina pínu eins og hann væri að draga í land!
Donald Trump - Were going to be removing our troops. I never said we were doing it that quickly,...
Sem þíðir hvað???
Rétt að ryfja upp fyrri ummæli Trumps -- Donalds Trump:
Our boys, our young women, our men theyre all coming back, and theyre coming back now.
Skv. mínun mál-skilningi þíðir "right now" einmitt sama eða svipað og "quickly."
Þannig að skv. því virðist mér Trump klárlega orðinn tvísaga.
Talsmaður Erdogans brást við ummælum Boltons og gerði það mjög skírt að Tyrkland ætlar virkilega að ráðast fram gegn Kúrdum í Sýrlandi:
...to rescue Kurds from the tyranny and oppression of this terror group and to ensure their safety of life and property..."
En stjv. Tyrklands halda því nú fram að hersveitir Kúrda í Sýrlandi viðhaldi einhvers konar ógnarstjórn -- sem fáir utan Tyrklands kannast við. Skv. því er herförinni ætlað að bjarga Kúrdum -- þó klárlega mundi hún valda dauða mikils fjölda þeirra.
Bolton sagði samt að Bandaríkin ætluðu sér á brott í framtíðinni -:
Bolton - The timetable flows from the policy decisions that we need to implement.
Pompeo fer um Mið-Austurlönd í þessari viku, á að heimsækja bandaríska bandamenn -- og fullvissa þá að Bandaríkin standi þeim að baki.
Niðurstaða
Hvert nettóið af þessu er -- er ágiskun hvers og eins.
Greinilega er yfirlýst stefna enn, að blásið hafi verið til brottfarar.
En nú virðast menn farnir að segja -- brottförin verði einhverntíma.
Og meira að segja Donald Trump virðist nú segja, ekkert liggja á.
Þó hann áður hafi talað um -- strax á stundinni.
Það liggur algerlega fyrir hvað Tyrkir ætla að gera. Ég efa það breytist.
Þannig að ef núverandi afstaða er eitthvað að marka, að tryggja eigi stöðu Kúrda áður en Bandaríkin hverfa á braut -- gæti sú brottför tafist í mörg ár.
Eða Trump gæti fyrirskipað brottför strax á stundinni, eins og hann sagði um daginn.
Mér finnst stefnumörkun Washington aldrei hafa verið í eins mikilli óvissu.
Trump sjálfur virðist stöðugt skipta um skoðun, sem þíðir hann getur allt eins ákveðið það sem hann áður sagði, eða þá eitthvað eitthvað allt allt annað.
--Menn hljóta vera farnir að tala um - Trump óvissu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2019 | 19:20
Donald Trump segist geta líst yfir neyðarástandi - síðan gefið forsetavaldsskipun að reisa múr á landamærum við Mexíkó
Sannast sagna er ég ekki viss að Donald Trump hafi rétt fyrir sér, þ.e. að forseti Bandaríkjanna geti látið reisa múr á landamærum við Mexíkó - án þess að Bandaríkjaþing hafi veitt til verksins fjármögnun!
- Höfum í huga, að stjórnarskrá Bandaríkjanna - veitir forseta Bandaríkjanna í reynd þrengri valdheimildir, en sú er ríkisstjórn Íslands t.d. hefur í samhengi Íslands.
--M.ö.o. þá ræður þingið einnig yfir rétti ríkisvaldsins til að skuldsetja þjóðina.
--En umræða kemur reglulega upp á Bandaríkjaþingi um svokallað skuldaþak, sem þingið þarf regulega að lyfta, svo Bandaríkjastjórn - geti slegið frekari lán. - Þetta þíðir á mannamáli, eins og ég skil stjórnskipan Bandaríkjanna - sem veitir Bandaríkjaþingi hvort tveggja í senn, vald yfir réttinum til að skuldsetja þjóðina, og vald yfir fjármögnun ríkisins - en þingið þarf einnig að samþykkja veitingu fjármagns til alls þess sem ríkið vill framkvæma, þar á meðal - til greiðslu launa starfsmanna þess.
--Að þingið gæti samtímis neitað forsetanum um að slá lán fyrir hugsanlegum vegg.
--Og fyrir því að veita honum fjármögnun.
M.ö.o. kem ég ekki auga á það, hvað forsetinn mundi græða á því - að lísa yfir neyðarástandi.
En þingið gæti samt, neitað að veita fjármögnun - og það gæti samt neitað að veita ríkinu rétt til að fjármagna verkið, með því að gefa út skuld á ríkið.
Ef verkið er ekki fjármagnað með einhverjum hætti!
Fá væntanlega þeir sem vinna það, ekkert greitt fyrir!
--Ég hef efasemdir um að forsetinn geti skipað fólki að vinna við þetta, fyrir ekki neitt.
Trump threatens years-long government shutdown, emergency powers to build wall
Trump threatens to wield executive power to build border wall
Donald Trump - We can call a national emergency and build it very quickly and its another way of doing it. But if we can do it through a negotiated process, were giving that a shot, ... Is that a threat hanging over the Democrats? Id never threaten anybody but I am allowed to do it.
Niðurstaða
Eins og ég sagði, það blasir ekki við mér að sú leið mundi virka.
Þó hugsanlega hann geti líst yfir neyðarástandi - sé ég ekki að það mundi augljóslega þvinga þingið til að afgreiða fjármögnun fyrir verkið.
--Meðan ríkið hefur ekki afgreidd fjárlög, hefur ríkið ekki einu sinni peninga - til að greiða laun sinna starfsmanna.
--Hvernig ætlar þá DT að borga þeim fyrir verkið sem hann mundi ætla að láta vinna það?
- En þingið getur einnig neitað ríkinu um heimild - til að slá lán fyrir kostnaðinum!
- Hugtakið "debt ceiling" einhver hlýtur að muna eftir því.
Það áhugaverða er -- að ríkisstjórn Íslands, getur fjármagnað verkefni með svokölluðum, bráðabirgðalögum - sem þingið síðar meir þarf að samþykkja.
Hinn bóginn, hefur forseti Bandaríkjanna ekki sambærilega heimild - eftir því sem ég best veit.
--Rétt að taka fram, að tæknilega gæti ísl. þingið síðan stoppað slíkt verk.
--Ef ríkisstjórnin, hefði ekki þingmeirihluta, síðan fellt hana.
Bráðabirgðalög eru notuð þegar ríkisstjórn veit hún hefur öruggan meirihluta hvort sem er.
Fyrir utan þetta, virðist ísl. ríkið getað slegið lán - án þess að ræða það fyrst við Alþingi, m.ö.o. hér séu ekki reglulegar umræður um - skuldaþak eins og í Bandaríkjunum.
Vegna takmörkunar valdheimildar embættis forseta Bandaríkjanna kem ég ekki auga á augljósa leið fyrir DT - að láta reisa vegginn í andstöðu við þingið, jafnvel þó hann lísti yfir neyðarástandi. Blasir ekki við mér það leysti nokkuð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.1.2019 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2019 | 22:54
Trump segir lokun bandaríska ríkisins standa eins lengi og þarf - 13 dagar í lokun frá með fimmtudegi
Endurtek þ.s. ég sagði síðast, að mér er slétt sama hvaða innflytjenda-stefnu Bandaríkin fylgja, og að auki hvort Bandaríkin verja milljörðum dollara til að reisa öflugari landamæragirðingar en áður, eins og Trump heimtar.
--Trump heimtar 5 milljarða dollara til þess að hefja byggingu þeirrar landamæragirðingar sem hann lofaði kjósendum sínum 2016 -- þekki ekki hvort þ.e. rétt, en Demókratar segja raunverulegan kostnað 23 milljarða dollara, 5 milljarðar sem DT talar um sé - einungis til að hefja verkið.
--Hinn bóginn er það gjarnan klassískur þáttur í slíkum deilum, hver kostnaður raunverulega er. Þeir sem eru á móti, nefna gjarnan hærri tölur en þeir sem vilja reisa e-h tiltekið.
Lengsta lokunin á bandaríska ríkinu var í tíð Bill Clinton - 21 dagur!
Trump pushes for border wall money as top lawmakers receive briefing
Democrats hatch plan to end shutdown and corner Trump
Demókratar ætla sér ekki að gefa eftir tommu.
Forsetinn segist ekki ætla sér það heldur.
--Demókratar voru að taka formlega við stjórn Fulltrúadeildar.
Þeir ætla sér að samþykkja frumvarp sem gerir ekki ráð fyrir fjármögnun-arkröfu forsetans.
Það virðist ljóst, að meirihluti Repúblikana í Öldungadeild, muni fella það frumvarp.
--Sem þíðir þá, að væntanlega er það þá sent aftur til baka til Fulltrúadeildar.
- Spurningin er hversu langan tíma þetta tekur.
- Því mér er það ekki augljóst - að Demókratar eða forsetinn, meti það skv. sínum hagsmunum að gefa eftir.
--Ef hvorugur það vill, heldur deilan einfaldlega áfram.
Deildir Bandaríkjaþings geta endurtekið sent frumvörp fram og til baka, ef þeim sýnist svo.
Impact on U.S. government widens on 12th day of shutdown
Það sem gerist á meðan hjá bandaríska ríkinu - að allt að 800þ. starfsmenn, annað af tvennu eru í launalausu leyfi - eða þurfa að vinna án launa, þ.s. þeir eru metnir of mikilvægir.
--T.d. starfsmenn við landamæra-eftirlit og þeir sem sinna eftirliti á hafinu.
--Sem verða þá að vinna án kaups.
Þeir sem þurfa að vinna auðvitað fá auðvitað greitt alltaf á endanum - bankar þekkja þetta vandamál, og líklega veita fólki aukna heimild. Það er að sjálfsögðu ekki án kostnaðar.
--Hinn bóginn, fyrir þá flesta sem ekki eru metnir þetta mikilvægir, þá er þetta að sjálfsögðu óþægileg blóðtaka - m.ö.o. fá auðvitað ekki laun fyrir launalaust leyfi
Síðan auðvitað er margvísleg þjónusta er ríkið veitir í lágmarki.
- Hinn bóginn, ágerast lokanirnar smám saman - eftir því sem það fé sem lausafé ríkisins skreppur saman.
- Á enda, fer það að hafa tilfinnanleg áhrif fyrir almenning.
Hingað til hefur þetta alltaf sloppið fyrir horn - þannig séð, að almenningur hefur ekki mikið orðið þessa var, að þjónusta ríkisins sé í lágmarki um stuttan tíma.
Hinn bóginn, má vera að núverandi lokun verði að öðruvísi atburði en hingað til.
Enda virðist, gagnkvæm andúð - meiri ef e-h er, en áður.
--Þó hún hafi virst ærin áður, virðist mér gjáin milli fylkinga innan Bandaríkjanna, aldrei hafa verið víðari en nú.
- Þess vegna er alveg hugsanlegt að þessi lokun verði að sögulegum atburði.
- Að hún rjúfi metið frá tíð Clintons.
Eða kannski gefur einhver eftir -- treysti mér ekki til að giska hvor aðila.
Möguleiki er alveg til staðar ef almenningur fer að verða fyrir tilfinnanlegum áhrifum - t.d. ef elli- og örorkubætur berast ekki, að upp spretti mótmæli.
En hvort þau mundu mótmæla forsetanum, eða þing-demókrötum mundi á þá eftir að koma í ljós.
Hugsanlega gætu báðar fylkingar staðið fyrir slíkum sennum, fólki hugsanlega orðið heitt í hamsi á götum Washington.
--Hvort dramað rís það hátt kemur allt í ljós síðar.
Niðurstaða
Ég bý ekki í Bandaríkjunum, þannig að þessi deila um landamærin þar - snertir mig nákvæmlega ekki neitt. Mér er þannig séð einnig sama, hvernig bandaríska þjóðin er samsett, þ.e. hvort hún er meir enskumælandi eða hvort spænska smám saman taki yfir - eins og sumir óttast.
--Hinn bóginn skilst mér, að fleiri innflytjendur komi til Bandaríkjanna frá Asíulöndum - en frá S-Ameríku. Hinn bóginn, að innflytjendur frá Asíu séu yfirleitt menntaðri síður fátækir.
Samsetning bandarísku þjóðarinnar sé að breytast, en akkúrat hvernig sé enginn fasti.
Hinn bóginn eru Bandaríkin mikilvæg, stórar pólitískar deilur þar geta haft áhrif út fyrir landamæri þeirra.
Það sé því full ástæða að fylgjast með.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar