Theresa May óttast að meirihluti breska þingsins kjósi að hætta við Brexit

Ég held þetta sé a.m.k. rétt að því leiti að slíkt sé raunhæfur möguleiki, þar sem að meirihluti þingmanna á breska þinginu eru aðildarsinnar svokallaðir og andvígir Brexit.
Hinn bóginn til þess að sá meirihluti birtist þurfa aðildarsinnar þvert á bresku stjórnmálaflokkana - að vinna saman. 

Hinn bóginn getur legið vísbending í atkvæðagreiðslu er fór fram í sl. viku, er May varð undir í atkvæðagreiðslu - að það gerðist þannig að nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins mynduðu meirihluta í því tiltekna máli gegn stjórninni.

  1. Skv. þeirri niðurstöðu, er May þvinguð til að hafa atkvæðagreiðslu um þann samning sem hún gerði við ESB, strax nk. þriðjudag.
  2. En May ætlaði sér að bíða með það e-h töluvert lengur, þ.s. hún á von á því að samningurinn verði felldur.
  3. Þetta er svona eins og, menn vilja frekar fresta því sem lengst - er þeir bíða eftir fallöxinni.

May to warn Eurosceptics that MPs could ‘block Brexit’

Theresa May -- The prime minister will add that, based on the evidence of the last week, she now believes that MPs blocking Brexit is a more likely outcome than leaving with no deal, 

Í ræðu sinni um helgina varaði hún við því sem hún taldi stórfellt tjón á trausti almennings til lýðræðisferla. Ef þingið ákveddi að hætta við Brexit.

  1. Orð hennar lísa því greinilega að hún á frekar en hitt von á þeirri niðurstöðu, að sá meirihluti er varð til í umliðinni viku milli aðildarsinnar meðal þingsliðs Íhaldsflokksins og aðildarsinna meðal stjórnarandstöðu - - muni aftur koma fram.
  2. En þ.e. rökrétt af þeim meirihluta, ef maður gefur sér að sá hópur þingmanna sé nú ákveðinn í þessu, að fella samning May við ESB.
  3. Þ.s. að seint í nóvember á sl. ári, úrskurðaði svokallaður Evrópudómstóll, að Bretland gæti einhliða hætt við Brexit - það kæmi hinum aðildarþjóðunum ekkert við, þær hefðu ekkert um það mál að segja - það væri einungis ákvörðun Bretlands.
  4. Sá úrskurður þíðir - að meirihluti breska þingsins skv. þeim úrskurði, hefur þá vald til þess að -- pent hætta við Brexit. Aflísa því með öðrum orðum. Á undan að sjálfsögðu hafnar sá meirihluti Brexit samningi May, eftir það mundi sá meirihluti væntanlega þá standa fyrir annarri atkvæðagreiðslu innan þingsins þ.s. greitt væri atkvæða um sjálft Brexit. 
    --Skv. breskum stjórnlagahefðum er þingið fullvalda, hefð sem nær aftur til 17. aldar þegar fór fram borgarastríð milli breska þingsins og konungs, þingið vann.
    --Sigur þingsins, stjórn Oliver Cromwell, þíddi að þingið tók við fullveldinu af konungi.
    --Þessi hefð er enn sú hin sama í Breta-veldi, þannig að þ.e. þingið -ekki þjóðin- sem fer með fullveldi Bretlands, þannig að þingið má þar með - taka þessa ákvörðun.
  5. M.ö.o. er þjóðar-aktvæðagreiðslan sem slík ekki lagalega bindandi, það var einungis yfirlýsing fyrri forsætisráðherra, David Cameron - síðan Theresu May, meðan þau höfðu stuðning meirihluta þingsins fyrir þeirri afstöðu -- sem leiddi það fram þá niðurstöðu að bresk stjórnvöld töldu sig bundin af því, að fara í Brexit viðræður síðan fylgja fram þeim - sannarlega nauma þjóðarvilja er kom fram í atkvæðagreiðslunni.

Eins og hefur komið fram, hefur verið umræða um þann möguleika að halda aðra atkvæðagreiðslu meðal almennings.

Kannanir aftur á móti, gefa enga örugga vísbendingu - sýna þjóðina ca. jafn klofna.
Þannig atkvæðagreiðsla gæti farið á hvorn veg sem er.

Fyrir bragðið, hafa Brexiterar tekið þá afstöðu, að hafna slíkri atkvæðagreiðslu.
Það virðist sem að, aðildarsinnar á þinginu, séu a.m.k. sammála Brexiterum um það atriði - þ.e. að taka ekki áhættu af annarri þjóðaratkvæðagreiðslu - þess í stað virðist sem þeir sennilega ætli að taka þeir málin í sínar hendur, mynda meirihluta á þinginu gegn Brexit.

  1. Enn sem áður er mér slétt sama um það hvort Bretland hætti í ESB eða hætti við Brexit.
  2. Eina sem veldur mér vonbrigðum, er að báðar fylkingar virðast ætla að hafna annarri þjóðaratkvæðagreiðslu -- það a.m.k. hefði verið hin lýðræðislega leið.

--Í ákveðinni kaldhæðni, hefði það sennilega verið betra fyrir Brexitera að hafa tekið undir hugmyndir um aðra slíka atkvæðagreiðslu.
--En það getur vel verið að þeirra andstaða þar um, hafi styrkt aðildarsinna á þinginu í sinni afstöðu -- að frekar velja að hafna Brexit beint með beinu inngripi þingmeirihluta.

 

Niðurstaða

Töluverðar líkur virðast á að meirihluti gegn Brexit sé myndaður á breska þinginu, sem líkur séu á að taki sig til við að leiða Bretland út úr Brexit ferlinu - aftur í faðm ESB. 
Enn sem fyrr er mér persónulega slétt sama hvaða leið Bretland fer, enda ekki Breti.
Í mínum augum er það mál Breta hvað Bretland gerir, einnig hvaða stjórnmálamenn þeir kjósa.
Eina sem ég sé eftir að báðar fylkingar skuli hafa hafnað annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Andstaða Brexitera við fjölda hvatninga að halda aðra slíka, getur hafa styrkt aðildarsinna á breska þinginu í því - að beita þinginu sjálfu til að hætta við Brexit.
--Ég bendi á, að ef önnur atkvæðagreiðsla hefði verið haldin, sannarlega gætu Brexiterar tapað slíkri - en þeir eiga a.m.k. ca. jafnar sigurlíkur miðað við kannanir, betri líkur en þeir virðast nú hafa á breska þinginu -- ef slík atkvæðagreiðsla hefði farið fram og farið Brexiterum í vil, hefði sennilegra verið erfiðara fyrir þingið að snúast gegn þeirri ákvörðun ef þjóðin hefði valið það sama aftur - í fullri vitneskju um það hvernig samningar við ESB hafa farið undir forsæti May.

Hvort að það rætist að það verði gríðarlegt högg fyrir breskt lýðræði, fullyrði ég ekkert.
Þjóðin er greinilega klofin ca. í jafna helminga, líklega verði þeir sem frekar vilja vera innan sambandsins ekki sérlega óánægðir -- meðan hinn hópurinn sennilega það verði.

  1. Brexiterar yrðu þá bitrir á eftir - spurning hvaða áhrif það hefur t.d. á Íhaldsflokkinn?
  2. Mundi hann klofna á eftir? M.ö.o. Brexiterar innan hans kljúfa sig frá?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Meira ruglið ... þessi kerling er búinn að vinna "gegn" brexit frá upphafi ...

Örn Einar Hansen, 14.1.2019 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 367
  • Sl. sólarhring: 605
  • Sl. viku: 840
  • Frá upphafi: 848112

Annað

  • Innlit í dag: 358
  • Innlit sl. viku: 817
  • Gestir í dag: 349
  • IP-tölur í dag: 340

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband