Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
30.9.2018 | 18:09
Kína tekur upp nýja stefnu um beitingu hernaðarmáttar á erlendri grundu
Sannast sagna hljómar þessi nýja stefnumótun svipað hinni bandarísku - það að Bandaríkin hafa alltaf tekið sér þann rétt að beita herafla sínum við og við til að verja sína viðskiptahagsmuni - má líta á Ísrael sem vasa útgáfu af Bandaríkjunum, eins og við þekkjum beitir Ísrael herafla sínu reglulega, til að verja skilgreinda hagsmuni sína!
--Þannig séð, virðist rökrétt að Kína geri svipað og Vesturlönd lengi hafa, að verja sína viðskiptahagsmuni í svokölluðum veikari löndum - þ.s. innanlands átök, eða innanlands deilur geta ógnað hagsmunum fyrirtækja!
--Kína sannarlega hefur nú mjög stórfellda hagsmuni í fjölda landa, þannig að þessi nýja stefnumótun er sennilega þannig séð - rökrétt afleiðing þess að Kína hefur nú efnahagsáhrif risaveldis; að Kína fari þá að haga sér sem slíkt einnig í hernaðarlegu tilliti.
China seeks global role for elite counter-terrorism forces
Nýi sólkonungurinn, Xi Jinping - á þessari mynd setur hann upp svo vinalegan svip :)
Tískuorðalagið í dag - er and hryðjuverka!
Áður var notað orðalagið - "counter insurgency" nú heitir sama hegðan "counter terror" eða "anti terror." En það sama er í gangi, að hernaðarveldi er að verja sína hagsmuni.
Ef ég miða út frá því hvernig svokallaðri - and hryðjuverka-starfsemi er beitt af löndum - virðist orðalagið komið í stað þess sem áður var kallað "counter insurgency."
En nú virðist öll vopnuð andstaða við stjórnvald - sem öflugt herveldi styður.
Fá hryðjuverka-stimpil og aðgerðir nefndar, and-hryðjuverka!
--M.ö.o. er orðalagið "and-hryðjuverka" orðið pólitískt.
Beiting þess orðin að allsherjar orðalagi gegn vopnaðri andstöðu hverskonar að því virðist.
- "Counter-terrorism preparations must follow the expansion of the countrys strategic interests," - "Zhang Xiaoqi, the head of intelligence for Chinas Peoples Armed Police, which runs the countrys counter-terrorism forces, told Xinhua, the national news agency, at the weekend."
--Slíkur einstaklingur, mun ekki tjá slíkt í opinberri fréttastofu, nema að það hafi verið samþykkt á æðstu stöðum! - "We must strive to become a deterrent force to safeguard national security, a pioneering force to protect overseas interests and an elite force for universal fighting."
--Skýrara getur orðalagið ekki verið, okkar herafli á að verja okkar hagsmuni heiminn vítt. Við þurfum að þróa okkar herafla með þeim hætti. - "Mr Zhang of the Peoples Armed Police said that Chinas counter-terrorism forces were also upgrading, to ensure they can handle the increased complexities of operating overseas." - "He said the special forces had been trained to not fear suffering and not fear death as they take on their expanded responsibilities."
--Ég velti fyrir mér tilgangi kínverskra stjórnvalda að senda slík skilaboð -- óvist gegn hverjum þeim er beint.
--En þetta virðist beinlínis skilaboð um að, kínversk stjórnvöld séu í dag -- tilbúin til að beita herafla sínum á erlendri grundu. - "Zhang Baohui, a professor of political science at Lingnan University in Hong Kong, said China is entering the final phases of its going global strategy and that it will get drawn into defending its interests , particularly in restive parts of Central Asia and Africa." - "It is merely a matter of time before China starts to conduct overseas military operations to protect its national interests,"
- Vakin var athygli á lögum sem sett voru í Kína 2015 sem heimila beitingu herafla Kína erlendis: China approves controversial antiterrorism law.
- "Li Wei, who heads counter-terrorism research at the China Institutes of Contemporary International Relations, a state-run think-tank, said that any overseas operations would be conducted alongside local governments." - "It wouldnt be unilateral but must be in collaboration with the local government, unlike the US militarys counter-terrorist activities,
Sem gæti t.d. þítt, að Kína sendi herlið til lands - sem glýmir við innanlands uppreisn. Með heimild þess stjórnvalds, og kínverska herliðið tæki að sér að verja eigur kínverskra fyrirtækja í landinu - kínverja starfandi þar, og kannski að einhverju leiti að aðstoða stjórnarhernn við að berjast við viðkomandi uppreisn.
Slík aðgerð gæti að einhverju leiti minnt á aðgerðir Bandaríkjanna snemma á 20. öld í Mið-Ameríku, að bandarískt herlið var oft að verja óvinsælar ríkisstjórnir -- því var nákvæmlega beitt til að verja hagsmuni stórra bandarískra fyrirtækja.
Höfum í huga mjög áhugaverða breytingu á völdum í Zimbabwe á sl. ári - þegar Robert Mugabe var steypt, dögum fyrir þann atburð - kom yfirmaður herafla landsins við í Pekíng.
Síðan eftir heimkomuna, steypir hann Mugabe! Tilviljun?
--Opinberlega skv. kínverskum fjölmiðlum hafði Kína - alls engin afskipti.
--En vonaðist til að valdaskiptin í landinu hefðu jákvæð áhrif.
Ef maður hefur þessa sem ég geri ráð fyrir að hafi verið kínversk aðgerð í huga.
Þá virðist mér greinilega inni í myndinni - að búa til eitt stykki valdarán til að verja hagsmuni kínverskra fyrirtækja!
--Þannig séð virðist aðgerð Kína í Zimbabwe fullkomlega heppnuð, sá sem hefur tekið við kemur manni fyrir sjónir sem betri stjórnandi - ef líklega ekki lýðræðis-sinni. En það væri að biðja um of mikið, að ætlast til að Kína setji lýðræðislega stjórn til valda.
--Kína hagsmuna sinna vegna í Zimbabwe - sennilega vildi skilvirkari landstjórn.
- Ég velti fyrir mér hvar Kína beitir sér næst.
- En stórfelldir kínverskir hagsmunir eru greinilega í hættu í landinu Venezúela.
En Kína á útistandandi stór lán til stjórnvalda þar - þannig þar virðist mér augljósa dæmið, þar sem Kína sé líklegt að beita sér næst til að verja sína hagsmuni!
--Hallarbylting í Caracas, kínverskur her sendur til landsins að beiðni nýs landstjórnanda, til að aðstoða við að koma á röð og reglu.
--Kínversk fyrirtæki taka yfir stjórnun olíulynda - til að tryggja öruggar áframhaldandi greiðslur þeirra miklu skulda, sem ríkið í Venezúela skuldar. Olíuframleiðslu landsins á skömmum tíma komið aftur í fyrra horf.
**Kína er þó ekki líklegt, að setja lýðræðislegan landstjórnanda yfir landið.
**Einhver þægur herforingi virðist mér sennilegast.
Og það gætu verið alfarið kínverskir starfsmenn sem þá mundu reka olíuiðnað landsins.
Og þá væri Kína komið með raunverulegt leppríki í S-Ameríku.
Þetta eru auðvitað vangaveltur - en ef maður horfir yfir heiminn, Kína nýlega virðist hafa komið hagsmunum sínum í Zimbabwe í öruggari farveg -- greinilega er hagsmunum þeirra ógnað af lélegri landstjórn í Venezúela.
--Þannig ég gruna að það verði Kína, sem taki sig til - og skipti út Nicolas Maduro.
--Það gæti verið stutt í þá aðgerð!
Auðvitað er sá möguleiki til staðar til viðbótar að t.d. ríkisstjórn Írans gæti óskað aðstoðar Kína -- ég hef bent á þann möguleika, að með því að beita Íran vaxandi þrýstingi, auki Trump líkur þess að Íran falli í faðm Kína.
--Ég hugsa samt að þetta sé ekki að gerast endilega akkúrat núna, beini frekar sjónum að Venezúela.
Það má auk þessa einnig velta fyrir sér - Nicaragua, en forseti landsins hefur sætt ámæli meðal íbúa; en Kína hefur haft áhuga á hugsanlega reisa skipaskurð í gegnum landið. Ekkert sjáanlega enn orðið af þeirri framkvæmd. Nicaragua a.m.k. hugsanlegt annað leppríki.
Frá 2014: Dularfullur kínverskur kaupsýslumaður hyggst reisa skipaskurð í gegnum Nigaragua.
Niðurstaða
Eitt og annað bendir til þess að Kína hafi hug á að taka upp hegðan meiriháttar herveldis. Þó að sennilega meðan að hernaðarmáttur Kína er ekki enn orðinn yfirngæfandi þá stígi Kína varlega til jarðar um hugsanleg inngrip á sviði hernaðar.
Á hinn bóginn, eftir því sem hernaðarmáttur landsins vex, þá má kannski vænta þess að Kína verði tilbúið til að taka vaxandi áhættu þegar kemur að slíkum inngripum í önnur lönd.
Hið minnsta má segja, að Kína virðist nú láta heiminn vita af því fyrirfram, að slíkra inngripa sé hugsanlega að vænta - kannski í náinni framtíð.
Þess vegna velti ég fyrir mér ástandinu í Venezúela. En Kína gæti hugsanlega verið best þannig séð statt, til þess að beita sér snögglega í því máli. Hafandi í huga hvað gerðist í Zimbabwe mundi ég reikna með - hallarbyltingu og að Maduro, og stuðningsmönnum hans, verði skóflað til hliðar. Hvenær það hugsanlega gerist er annað mál.
--En kannski benda orð Zhang Xiaoqi um helgina til þess að þetta sé hugsanlega yfirvofandi.
Ég mundi ekki sakna Maduro að nokkru leiti - það gæti verið greiði við landið ef Kína skiptir um landstjórnanda, kemur til valda hæfari einstaklingi - þ.e. auðvitað ekki fyrirfram gefið að sá væri hæfari.
En hið minnsta mundi maður vænta að aðili sem Kína setti til valda, mundi vera til í að veita kínverskum aðilum aðstöðu í landinu, m.a. til að tryggja örugga greiðslu skulda.
Það gæti leitt til þess, að snögglega mundu birtast fjöldi kínverskra verkamanna ásamt kínversku risafyrirtæki, er tæki olíu-iðnað landsins yfir.
--Kínverskur herafli er fengi heimild nýs landstjórnanda, gæti þá varið þá hagsmuni Kína - gegn íbúum landsins er hugsanlega yrðu óánægðir, slíkir fengu þá væntanlega skilgreininguna - hryðjuverkamenn ef miðað er út frá nýlegum beitingum slíkra skilgreininga.
Það á væntanlega allt eftir að koma í ljós - hvað Kína ætlar sér að gera á næstunni. Og hvernig akkúrat sú beiting afls mun fara fram. Ekki síst hvernig Kína mun síðan hegða sér í því landi, eða þeim löndum - þar sem Kína beitir sér.
Ef Kína beitti sér eins og ég lýsti hérna - væri það nokkurs konar, ný-nýlendustefna.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Kína endurtekur aðferðir evrópsku nýlenduveldanna.
--Óþarfi að gefa sér slíkt fyrirfram, en möguleikinn er sannarlega til staðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.10.2018 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af ræðu Trumps er ljóst að hugtakið sjálfstæði er honum mikilvægt! Í upphafi ræðu sinnar segist hann virða sjálfstæði annarra - en óskar þess þeir virði sjálfstæði Bandaríkjanna á móti.
Síðar í ræðu hans er skýrt, að hann meinar þetta gegn alþjóðaskuldbindingum hvers konar!
Eins og fram kemur í ræðu hans, hann hafnar því sem bindur Bandaríkin með hætti sem takmarkar ákvarðanatökuvald þings og ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
--Það virðist m.ö.o. þíða, mikla takmörkun á hvað unnt væri að semja um við Bandaríkin.
--A.m.k. meðan Trump er við völd!
Ræða Trumps í fullri lengd á allsherjarþingi SÞ
- Takið eftir því, að hláturinn stendur stutt - er skömmu eftir hann hefur ræðu sína!
En auðvitað, það sem hann sagði var fullkomlega absúrd!
--En hann sagði hreinlega að hans ríkisstjórn hefði afrekað meir á tveim árum, en nánast nokkur önnur ríkisstjórn í sögu Bandaríkjanna!
--Þá heyrðist lágvær hlátur.
Að sjálfsögðu var hlegið að þessum orðum Trumps! Þetta var ekki virðingarvottur - eins og Nikky Haley virðist túlka þetta: World Leaders Laughed at Trump at the UN Out of 'Respect'.
**Þetta er á hinn bóginn lítiðfjörlegt atriði. - Það sem miklu meira máli skiptir, eru alvarlegar hótanir gegn Íran - þ.s. hann segist í samskiptum við ríki er eiga viðskipti við Íran, að stefnt sé að því að koma Íran af olíumörkuðum.
--Hvernig hann kallar Íran mestu hryðjuverkaógn heimsins. Og virðist kenna Íran um allt þ.s. miður fer í Mið-Austurlöndum.
--Hvernig hann talar um forystu Bandaríkjanna um bandalag ríkja í Mið-Austurlöndum, gegn Íran.
Þetta er allt mjög alvarlegt og hugsanlega mjög hættulegt!
Það er mjög áhugavert að sama dag og Trump talar í New York, þá kynnir ESB - Kína og Rússland, sameiginlegar aðgerðir til aðstoðar Íran: EU, Russia and China agree special payments system for Iran.
Þetta mun augljóslega valda veseni í samskiptum ríkisstjórnar Trumps og ESB ríkja.
"Federica Mogherini, the EUs top diplomat, said the financial tool known as a special purpose vehicle would allow for legitimate financial transfers between European and Iranian companies."
Augljóslega mun Trump beina reiði sinni að ESB - þegar þetta nær eyrum hans.
En með þessu, ætla ríkin greinilega tryggja - að Íran geti haldið áfram að eiga alþjóðleg viðskipti með sína olíu. Burtséð frá því hvað Bandaríkin leitast við að gera!
--M.ö.o. verið búin til leið fyrir viðskipti við Íran - sem ég geri ráð fyrir að komi bandarískum dollar við hvergi á nokkrum punkti, annars gæti kerfið vart virkað.
--Áhugavert þetta er kynnt formlega sama dag, og Trump flytur sína ræðu.
--Einhver skilaboð til Trumps liggja í þeirri tímasetningu. - Síðan kemur merkileg roka frá Trump - um olíuverð!
"We defend many of these nations for nothing and then they take advantage of us by giving us high oil prices, not good. We want them to stop raising prices, we want them to start lowering prices, and they must contribute substantially to military protection."
Þetta eru þannig séð áhugaverð skilaboð til Saudi-Arabíu.
--En þarna skýn nánast nokkurs konar -tribute- krafa, spurning hvað hann akkúrat á við, þegar hann talar um það - að bandamenn Bandar v. Persaflóa eigi að leggja verulega til framlagðra varna.
--Hinn bóginn, er kvörtun Trumps varðandi olíuverð áhugaverð --> Þar sem hún kemur skömmu eftir að hann heitir því að, þvinga Íran af olíumörkuðum --> Eins hann hann geti ekki lagt tvo og tvo saman - að það að hóta því að þvinga Íran af olíumörkuðum --> Leiðir einmitt til ótta á olíumörkuðum um framtíðar stöðugleika framboðs af olíu.
--Þá fara auðvitað margir að kaupa, til að auka við sína birgðastöðu.
**M.ö.o. eiga aðgerðir Trumps sjálfs mikinn hlut þarna að máli.
Maður á kannski von á því, að Trump leggi í - tvíhliða viðræður um viðskipti við Saudi-Arabíu. Spurning, hver hótun Trump mundi vera, ef Saudi-Arabía væri hikandi.
--En kannski mundi Trump fara fram á, fast verð á olíu til Bandar. verulega undir markaðsverði --> Það gæti verið ákveðið form á -tribute.- - Síðan rasar hann um - meint ósanngjörn viðskipti. Endurtekur sína forkastanlegu kenningu - að þjóðir heims hafi sameinast um að, fara illa með Bandaríkin og bandarísk fyrirtæki í viðskiptum.
Bendi á að orð hans um milljónir tapaðra starfa innan Bandar. eru gríðarlega villandi - þó þau geti verið rétt að milljónir starfa hafi tapast, þá á sama tíma hefur iðnframleiðsla í Bandaríkjunum aukist nánast sérhvert ár.
Þannig að þá er fækkun starfa ekki -- út af hnignun í iðnaðinum.
En hann virðist virkilega halda að þar fari sönnun um hnignun. Sönnun um ósanngjörn viðskipti. Heldur er annað líklega í gangi -- þ.e. róbótvæðing.
--Og hann segir, að sú hegðun verði ekki umboðin frekar, hún taki enda.
Það er eiginlega ekki hægt annað en líta á þau orð, sem hótanir um frekari viðskiptastríð.
Hann auðvitað beinir megin hluta reiði sinni að Kína.
**Hann sjálfsögðu tönnslast á sinni kenningu - að viðskiptahalli sé sönnum um, ósanngjörn viðskipti.
**Fullkominn þvættingur!
Viðskiptahalli er í megin atriðum - neysla umfram efnahagslega getu viðkomandi lands.
Hann bendir einfaldlega til þess - að eftirspurn í því hagkerfi, sé meiri en nemur framleiðsluverðmætum þess lands.
--M.ö.o. að innlend framleiðsla anni ekki eftirspurn heima fyrir.
Tæknilega getur þú stöðvað viðskiptahalla -- með því að setja upp tollmúra!
En ástæða þess að það stöðvar viðskiptahalla -- er sú að tollarnir þurrka upp eftirspurn.
Það gera þeir með því að hækka verð þeirra vara sem eru innfluttar, þannig færri í landinu hafi efni á þeim vörum!
--Þú getur náð fram sömu áhrifum, með því að auka skattlagningu á neyslu!
--Sleppt viðskiptastríðum!
**En tollar eru í raun og veru - skattlagning á eigin neytendur, eigið fólk.
En ef Trump mundi hækka neysluskatta -- mundi reiðin beinast að Bandaríkjastjórn.
En Trump - beinir reiði Bandaríkjamanna út á við, með því að segja aðgerðir sínar gegn vondum erlendum löndum - en tollar hans hafa sömu áhrif; að minnka neyslu heima fyrir!
**Það virkar auðvitað ekki fyrr en þeir eru orðnir nægilega háir og nægilega víðtækir til þess að bæla neyslu niður að nægilegu marki.
**Sem þíddi væntanlega einnig þ.s. neysla er stór þáttur í hagkerfinu bandaríska í dag - að þeir hefðu þá verulega bælandi áhrif á hagvöxt.
--En til þess að þetta virki almennilega, þarf hann eiginlega að tolla öll lönd sem eru stór viðskiptalönd - en annars færist neyslan bara til, án þess að viðskiptahallinn minnki endilega að nokkru verulegu leiti heilt yfir.
--En þá að sjálfsögðu á sama tíma, lækkar hann kjör neytenda almennt innan Bandar.
**En það væri að sjálfsögðu afar óvinsælt ef hann segði þeim, að þetta væri þ.s. hann raunverulega ætlaði sér að hrinda í framkvæmd.
--Svo Trump talar um - vonda útlendinga í staðinn, sbr. "diversion."
Fed raises rates, sees at least three more years of economic growth
"The Feds latest projections show the economy continuing at a steady pace through 2019, with gross domestic product growth seen at 2.5 percent next year before slowing to 2.0 percent in 2020 and to 1.8 percent in 2021, as the impact of recent tax cuts and government spending fade."
--Það sem er áhugavert við þetta, er að US Federal Reserve - segir að langtíma vöxtur Bandaríkjanna sé ca. 1,8%. Að vöxturinn í ár, hafi verið út af skammtíma "stimulus" vegna aukinna framlaga til hermála - og skatta-lækkana er duttu inn á þessu ári.
--Það eiginlega virðist slá á fullyrðingar Trumps í upphafi ræðu, um stórkostlegan árangur m.a. í efnahagsmálum.
--En rétt er að benda á að hagvöxtur var búinn að vera ofan við núll í 6 ár samfellt, árið sem Trump tekur við embætti. Það eru töluverðar íkjur, að Trump sé að leiða eitthvað, efnahagsundur. - Að öðru leiti í ræðu Trumps virðist ljós - almenn andstaða við alþjóða samninga. Að hann hafnar öllu því sem skuldbindur - hann talar um fullveldi í því samhengi.
Niðurstaða
Þó Trump notar orðið - friður - í fjölda tilvika í sinni ræðu. Þá virðist mér stefna sú sem fram kemur í hans ræðu -- stefna um átök. Sérstaklega virðist ræða hans benda til frekari átaka um viðskipti við önnur lönd.
Greinilega á að sverfa að Íran - og að Kína. En miðað við ræðu hans, sé ég ekki að nokkurt viðskiptaland Bandaríkjanna - sé öruggt. Hann á örugglega eftir að leggja fram kröfur sínar gegn öllum mikilvægum viðskiptalöndum. Og krefast þess sem hann kallar - sanngjörn viðskipti.
Hinn bóginn, eins og ég bendi á, er engin leið fyrir Trump að enda viðskiptahalla Bandaríkjanna -- nema með því að draga úr neyslu innan Bandaríkjanna sjálfra.
--Það sé tæknilega unnt að gera það, með því að skella á tollum.
--En þá þurfa þeir eiginlega vera gegn öllum meiriháttar viðskiptalöndum samtímis.
En það væri raun og veru aðgerð - að bæla neyslu innan eigin lands.
Því fylgdu að sjálfsögðu veruleg samdráttaráhrif á bandarískan efnahag.
Og þó að einhverju leiti geti hann beint reiði sinna þegna gegn öðrum þjóðum, með tali um meint ósanngjörn viðskipti - þá efa ég að hann geti fyrir rest sloppið við neikvæða athygli eigin þegna, ef hann raunverulega mundi ganga það nægilega langt sem mundu til þurfa ef hann raunverulega ætlar sér að enda viðskiptahallann með -- tollaaðferð.
Unnt væri að ná sömu bælandi áhrifum fram með hækkun neysluskatta. Því fylgdu ekki deilur við önnur lönd. Það mundi ekki leiða til tjóns fyrir útflutning Bandaríkjanna!
--En önnur lönd munu óhjákvæmilega svara með tollum á móti.
M.ö.o. sé tollastefna sem aðferð við að minnka innanlands neyslu líklega mun efnahagslega skaðlegri.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2018 | 23:54
Trump kominn með nýjan forsetabíl - Cadillac auðvitað
Dálítið gaman að bera þetta saman við nýjan forsetabíl Pútíns: Ekkert slor nýr Rússnesk smíðaður lúxusbíll Pútíns - sömu helgi og bifreiðasýning var í Moskvu voru aldraðir Rússar að mótmæla.
New GM-built 'Beast' presidential limo makes Trump debut
Here's The New Presidential Beast Limo
This Is President Donald Trump's New Cadillac "Beast" Limo
Forsetabíll Pútíns!
Forsetabíll Pútíns hefur greinilegt Rolls Royce "vipe."
Forsetabíll Trumps
Meðan að ég fæ ekki séð að forsetabifreið Trumps sé annað en - Cadillac.
- Bifreiðin hans Trumps, meðan hann fer með embætti forseta, kvá vega ca. 9 tonn.
--Meðan uppgefin þyngd bifreiðar Pútíns er ca. 6,5 tonn. - Ekkert hefur verið gefið upp um aflvél nýrrar bifreiðar embættis Bandar. forseta.
--En bifreið Pútíns kvá hafa 8 sýlindra vél með forþjöppu og 600hö. - Það sem vitað er um nýjan forsetabíl Trumps - að:
--Hann er með sömu sætisskipan og sá fyrri: 2 - 3 - 2.
--Hann er byggður á trukka-undirvagni, ekki fólksbíls-undirvagni. Og sá undirvagn af sterkustu gerð sem GM hefur yfir að ráða. En mjög styrktur samt þar fyrir utan.
--Þannig boddýið er þá eiginlega - klætt í líkingu fólks-bifreiðar, frekar en að vera slík í raun og veru.
--Það er að sjálfsögðu öflug brynvörn væntanlega til allra átta, neðan frá einnig.
--Bifreiðin innanfrá er varin frá hvers konar formi hugsanlegra árása með gasvopni eða eiturvopni af öðru tagi. M.ö.o. er með algerlega lokað eigið umhverfiskerfi meðan henni er ekið.
--Og hún er búin mjög öflugum samskiptakerfum, væntanlega kerfum sem eru varin með þeirri bestu tækni sem Bandaríkin ráða yfir, gegn hugsanlegum innbrotum eða njósnum.
- Síðasta bifreið kostaði 1,5milljón.$ stykkið, en embættið átti 15 stykki af þeirri.
--Verðmiðinn á þessari er ekki enn kominn. - En einhvern veginn grunar mig, að forsetabifreið Pútíns - kosti í háu margfeldi miklu meira.
Það kemur til af því, að Bandaríkin byggja á grunni sérsmíðaðra bifreiða sem þó eru framleiddar á grunni þess sem til er fyrir.
Meðan að bifreið Rússlands-forseta virðist á engum grunni sem fyrir var, þó hún sé smíðuð innan Rússlands - heldur var búinn til ný framleiðsla ofurlúxusbifreiða sem ekki var til áður, þ.e. allt þróað nýtt frá grunni - vél, annað kram, innréttingar, undirvagn, o.s.frv.
--Kostnaðurinn hlýtur að hafa verið óhugnanlegur!
Það sé algerlega óhugsandi að framleiðsla ofurlúxusbifreiða í líklega fáeinum eintökum per ár, seld til rússn. plútókrata og hugsanlegra einhverra erlendra plútókrata með tengsl við Rússland -- komi til með að skila nema mjög litlu brotaboti af þeim kostnaði til baka.
Í samanburði sé bifreiðin hans Trumps líklega - fjárhagslega séð, skítur og kanell.
Niðurstaða
Verð að viðurkenna enn fullkomlega hneykslaður á því verkefni sem liggur að baki bifreið Pútíns, því ákveðið var greinilega - allt yrði vera smíðað í Rússlandi. Þó það þíddi sennilega verja til þess tugum milljarða dollara a.m.k. til að búa til það framleiðslubatterý sem gat smíðað og þróað frá grunni - allt það sem fer í bifreið skv. ströngustu kröfum.
Meðan býr Bandaríkjaforseti við það að þar í landi eru til framleiðendur með 100 ára sögu, og er ráða yfir miklum fjölda nýtilegra hluta og undirvagna, véla og annars krams - fyrir utan að hafa að auki langa reynslu af því að smíða "limousines." Þá sparast að sjálfsögðu mjög mikið fé, því unnt er að ganga í þær smiðjur - nota þ.s. til er sem grunn.
--En einhvern veginn, finnst mér að Pútín hefði frekar átt að fjármagna bætt heilsufar eigin landa -- en enn er meðalaldur karlmanna þar innan við 70 ár.
--Ég meina, það er engin alvöru afsökun til staðar, af hverju þetta er enn þannig eftir meir en 20 ár við völd!
--Tugir milljarða dollara hefðu örugglega haft veruleg áhrif þar um.
Mér finnst þetta eiginlega sýna hvaða tillit stjórnar-elítan í Kreml tekur til síns eigin fólks, nákvæmlega ekki neitt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.9.2018 kl. 04:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.9.2018 | 14:27
Íran sakar utanaðkomandi ríki um þátt í hryðjuverkaárás á hersýningu
Stjórnvöld Írans saka Saudi-Araba með beinum hætti og líklega meina þeir Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, Bandaríkin og Ísrael með óbeinni:
Mohammad Javad Zarif - Iran to respond 'swiftly and decisively' to military parade attack: "Terrorists recruited, trained, armed & paid by a foreign regime have attacked Ahvaz, - "Iran will respond swiftly and decisively in defense of Iranian lives."
""These terrorists... were trained and organized by two ... Gulf countries," Brigadier General Abolfazl Shekarchi told the official news agency IRNA" - Gunmen kill 24, including 12 Revolutionary Guards, in attack on Iran military parade.
- "An Iranian ethnic Arab opposition movement called the Ahvaz National Resistance claimed responsibility for the attack. All four attackers were killed."
- "Islamic State militants also claimed responsibility. Neither claim provided evidence.."
"They are not from Daesh (Islamic State) or other groups fighting (Irans) Islamic system ... but they are linked to America and (Israels intelligence agency) Mossad."
Íröns yfirvöld skv. því hafna yfirlýsingu Islamic-state: Islamic State claims Iran military parade attack, no evidence provided.
Hinn bóginn virtist a.m.k. einn yfirmaður hjá íranska lýðveldisverðinum taka yfirlýsingi hreyfingarinnar trúanlegri: Iran Revolutionary Guard member says attack on military parade signals weakness. Hafandi í huga hann einnig virtist gagnrýna núverandi ríkisstjórn Írans fyrir dugleysi - gæti það verið pólitík hjá honum, að vísvitandi styðja "claim" ISIS. Á sama tíma að ríkisstjórnin - telur að annar hópur sem einnig lísti sig ábyrgan hafi staðið að baki.
Ég get ákaflega vel trúað því í ljósi ljótleika stríða Írans við Saudi-arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmin; að verið sé að gera tilraun til að fjármagna vopnaðan andstöðuhóp!
- Fyrsta lagi, tel ég ekki að Íran hafi búið til uppreisn í Yemen - þ.s. svokölluð Húthí hreyfing gerði uppreisn fyrir nú nokkrum árum - náði höfuðborg landsins Sana á sitt vald, og var um hríð með nærri helming landsins.
--En Íran hefur sannarlega eftir að Saudi-Arabía og Sameinuðu-arabísku-furstadæmin hófu aðgerðir gegn þeirri uppreisn, stutt þá shíta hreyfingu með ráðum og dáð.
--Það eru auðvitað ásakanir í Saudi-Arabíu, að Íran hafi alltaf staðið að baki - örugglega trúa margir því í Riyadh. - Sama eigi við í spegli í samhengi Sýrlands - þar hafi innlend uppreisn risið upp eftir mitt ár 2011, en 2012 hafi Saudi - Quatar og UAE studdir hópar verið risnir upp; og studdir af fé og vopnum, meðan upphaflega uppreisnins hafi ekki notið slíkrar aðstoðar nema litlu leiti, verið á hraðri leið með að taka stríðið yfir.
--Klasíska að utanaðkomandi aðilar steli stríðinu, og auðvitað blandaði Íran sér einnig í málið - en frá 2013 er Hesbollah stríðsþátttakandi með beinum hætti, og frá 2015 íranski lýðveldisvörðurinn einnig greinilega mættur; sama ár og Rússland einnig ákvað að blanda sér í leika!
Það sem þetta minnir mig á er Kalda-stríðið, þegar Sovétríkin og Bandaríkin virtust nánast alls staðar þurfa að blanda sér í -- innanlands átök.
--Ef Bandaríkin voru að styðja stjórn gegn uppreisn, voru Sovétríkin mjög líkleg að ákveða að veita uppreisn stuðning.
--Og það gilti einnig öfugt, að ef stuðnings ríkisstjórn Sovétríkjanna var að rísa til valda eða nýlega risin til valda, reyndu Bandaríkin að grafa undan henni - gjarnan einnig með því að fjármagna og vopna innlenda andstæðinga.
Ég er á því að í langsamlega flestum tilvikum - hafi uppreisn ekki í beinum skilningi verið búin til; ég held margir massívt ofmeti getu utanaðkomandi aðila til slíks.
En ef uppreisn á að geta virkað, þarf hún að njóta nægs stuðnings innan landsins sjálfs - m.ö.o. ef kraumandi óánægja er til staðar; er mun líklegra til árangurs að fjármagna slíka hreyfingu sem þegar hefur einhvern stuðning!
Tæknilega er auðvitað unnt að búa til fámenna hryðjuverkahópa - algerlega.
En þeir séu þá ekki líklegir til að verða að alvöru ógn við stjórnvöld.
- Eins og í kalda-stríðinu, virðast utanaðkomandi lönd gera innlenda stríðið mun harðara - óvægnara og langdrægnara.
- Þ.e. þeir sem styðja stjórn, senda henni vopn - mæta jafnvel sjálfir á svæðið; þeir sem leitast við að fella hana, senda vopn og fé - jafnvel eigin flugumenn, en síður líklegir að mæta sjálfir á svæðið - þó það séu samt þar um nokkur þekkt dæmi.
Ég man eftir því, að meðan Kalda-stríðið stóð yfir voru stríð er höfðu staðið um áratugi í Angóla - Mósambík og síðan, Mið-Ameríku.
Að afloknu Kalda-stríðinu, fjöruðu þau stríð öll með tölu út á örfáum árum!
- Höfum í huga, þeir sem styðja stjórn - eru ekki síður gerendur.
- En þeir sem leitast við að, bylta stjórn.
En í ljósi þessara Kaldastríð-stíl átaka Írans með stuðningi Rússlands, og Saudi-Arabíu, UAE með stuðningi Bandaríkjanna - hugsanlega einhverju leiti Ísraels. Finnst mér alveg koma til greina að það sé rétt sem írönsk stjórnvöld fullyrða, að sá hryðjuverkahópur sem réðst að hersýningu í Íran. Njóti stuðnings fjandmanna Írans.
Niðurstaða
Mér finnst eitt sorglegt við kjör Donalds Trumps - það að Bandaríkin viku frá stefnu Obama um, frið við Íran. En kjarnorkusamningurinn fól í sér von um frið. Þá hugmynd að gera tilraun til að stilla til friðar milli stríðandi fylkinga - Saudi-Arabíu og UEA vs. Íran. Enda var kalt milli krónprins Saudi-Arabíu, Netanyahu vs. Obama öll árin.
Með Trump hafa Bandaríkin aftur tekið mun eindregnari afstöðu með Saudi-Arabíu og Ísrael, eins og frægt er sagt sig frá kjarnorkusamningnum; enda líkar Netanyahu og krónprins Saudi-Arabíu stórum betur við Trump.
En málið með þessi átök að þau eru ekki bara nokkurs konar Kalt-stríð, heldur einnig trúarstríð. Það atriði gerir þetta mun varasamara.
--Mín skoðun er að þessi stefnubreyting hafi verið mistök.
--Því hún stuðli að aukinni hættu og átökum, ásamt auknumg óstöðugleika.
- En það eru raunverulega ekki hagsmunir Bandaríkjanna - aukinn óstöðugleiki.
--En spenna í Mið-austurlöndum, hækkar olíuverð.
--Efnahaglega tapa Bandar. alltaf á olíuverðs hækkunum. - Sem þíði, að ef Bandar. stilla sér með þeim sem íta undir óstöðugleika - er ekki verið að vinna að hagsmunum bandarísks almenning.
--En stundum geta utanaðkomandi öfl keypt sér áhrif gegnum peningagjafir m.ö.o. borið fé á þingmenn.
--Það eru ekki bara fyrirtæki er geta stundað slíkt - Saudi-arabía og UAE eru sannarlega fjársterk.
Bendi einnig á að Bandaríkin með þessu, einnig skapa tækifæri fyrir Rússland - en þá þarf Íran meir á Rússlandi að halda, þannig græðir Rússland áhrif - óbeint sem mótsvar við stuðningi Bandaríkjanna við Saudi-Arabíu og Ísrael.
--En ef Bandaríkin hefðu valið að draga sig verulegu leiti til hlés á svæðinu í þeim átökum.
--Merkilegt nokk líklega væru áhrif Rússlands líklega minni, því Íran væri þá líklega að velja að standa meir - eitt. En það valdi stuðnings Rússlands 2015, eiginlega þegar öll önnur sund voru orðin lokuð. Ég held nefnilega að raunverulega sé afar lítið traust þar á milli. Þetta sé hið klassíska "alliance of convenience" sem þíði það líklega standi einungis eins lengi og það er - hentugt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2018 | 23:24
Kim Jong Un virðist staðráðinn að fá annan leiðtogafund með Trump
Trump var greinilega mjög ánægður með yfirlýsingar Kim Jong Un meðan á fundi hans með Moon Jae In forseta Suður-Kóreu stóð yfir, en þá virtist Kim tala um að stefna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga, og einnig nefndi hann eyðileggingu kjarnorkutilraunasvæðis - ásamt því að loka helsta kjarnorkuveri Norður-Kóreu!
Kim Jong Un has agreed to allow Nuclear inspections, subject to final negotiations, and to permanently dismantle a test site and launch pad in the presence of international experts. In the meantime there will be no Rocket or Nuclear testing. Hero remains to continue being........
More....returned home to the United States. Also, North and South Korea will file a joint bid to host the 2032 Olympics. Very exciting!
Rétt að nefna að sérfræðingar hafa nefnt að tilraunasvæði NK - virtist hafa orðið fyrir verulegu tjóni, líklega af síðustu kjarnorkutilraun, vísbendingar að það væri fallið saman a.m.k. að hluta.
--Sumir hafa viljað meina, að það væri hvort sem er orðið - ónýtt.
Síðan, talaði Kim um að heimila eftirlitsmenn frá SÞ - talaði um að loka kjarnorkuveri sem notað hefur verið til að framleiða kjarnorkusprengjur.
--En hvergi var að sjá að hann hefði áhuga á að - eyðileggja það.
--En Kim, sagði að sú aðgerð kæmi ekki til greina, nema að Bandaríkin mundu koma til móts við Norður-Kóreu.
- Rétt að nefna að í tíð Bill Clinton, var samið við NK um frystingu kjarnorkuáætlunar - það leiddi til þess að innsigli voru sett á helstu mannvirki, og skoðunarmenn frá IAEA komu reglulega við til að tékka á því að innsigli væru óskemmd.
- Það hljómaði sem að þessi gamli samningur væri sú fyrirmynd sem Kim hafði í huga.
U.S. ready to restart talks with North Korea, seeks denuclearization by 2021
North Korea pledges to scrap missile site and allow inspections
Rétt að taka fram, að ef Trump samþykkti samkomulag í líkingu við þetta.
Væri það stór eftirgjöf gagnvart Norður-Kóreu miðað við fyrri afstöðu ríkisstjórnar Trumps.
En frysting er ekki að - eyðileggja mannvirkin, heldur það - að varðveita þau.
Varðveitt mannvirki er hugsanlega hægt að taka aftur í notkun síðar.
Sem einmitt gerðist nokkrum árum eftir að Clinton samdi við NK.
--Þ.e. í tíð Georga Bush, steig NK frá samkomulaginu er gert var í tíð Clinton, og sprengdi sína fyrstu kjarnasprengju í tíð Bush forseta!
Eins og mál Kims hljómaði - þá kemur greinilega til greina að endurtaka samkomulagið a.m.k. að einhverju leiti sem gert var í tíð, Clintons.
--Ég efa að sú útkoma muni geta skoðast sem sigur fyrir Trump.
En kannski samþykkir hann slíkt samkomulag samt sem áður, í von um að uppfylla draum um - Nóbel. Það gæti vel orðið, ef Trump - Moon - Kim, brosa þrír framan í heiminn, og tala um frið og betri framtíð.
--Jafnvel þó innihald samkomulags, væri lítið meira en þ.s. Bill Clinton náði fram á sínum tíma.
"On the basis of these important commitments, the United States is prepared to engage immediately in negotiations to transform U.S.-DPRK relations, Pompeo said in a statement, referring to the acronym used to describe North Korea."
Erfitt að skilja þau orð með öðrum hætti, en fundurinn sé yfirvofandi þó dagsetning liggi ekki enn fyrir.
--Þó Kim tali um að stefna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, hljómar það ekki sem loforð.
--Og eins og ég benti á, hafa Bandaríkin áður verið á þeim stað, með fryst prógrömm og reglulegt eftirlit.
Það væri langt frá margítrekuðum kröfum Pompeo - um það að gereyða öllum mannvirkjum sem unnt er að nota við framleiðslu langdrægra eldflauga og kjarnorkusprengja, sem og sprengjunum - og flaugunums sjálfum.
--En það mátti áður skína í orð Pompeo að full afvopnun væri skilyrði þess að nokkur tilslökun væri í boði frá Bandaríkjunum.
En nú virðist hann og Trump vera til í að ræða málið formlega út frá tillögu NK - um eyðingu laskaðs tilraunasvæðis, og frystingu Yongbyon kjarnorkuversins.
--Að það væru nægar tilslakanir til að unnt væri að ræða bandarískar tilslakanir á móti.
"Tit for tat" með eftirliti - er einmitt það sem NK vill.
Því slíkt samkomulag væri mjög tafsamt í framkvæmd!
--Þar sem að næsta skref væri ekki stigið fyrr en eftirlit hefur staðfest á bóða bága að hinn aðilinn hafi uppfyllt fyrsta skref.
- Munum, einungis 2 ár eftir af kjörtímabili Trumps.
--NK vill sleppa með sem minnstar tilslakanir.
--Þ.e. hugsanlegt að NK sé að veðja á að Bandaríkin hafi annan forseta í jan. 2021.
Niðurstaða
Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Þetta gamla máltæki á mjög vel við. En samningar við NK í gegnum tíðina hafa sínt. Að NK er gjarnan mjög lipur við samningaborð. NK hefur fram að þessu alltaf tekist að komast frá samningaborði - án þess að gefa nokkuð óafturkræft.
Það verður forvitnilegt að sjá - hvort að niðurstaðan hjá Trump verður virkilega, stórt bakk. En það yrði að líta á það sem stóran dyplómatískan sigur fyrir NK - ef NK sleppur einungis með frystingu sinna prógramma, m.ö.o. mannvirki öll yrðu varðveitt fyrir utan laskaða tilraunasvæðið. Sem kannski NK hvort sem er ætlaði sér að eyðileggja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2018 | 23:59
Rússnesk flugvél skotin niður í slysni af sýrlenskum loftvörnum
Um er að ræða fugvél af gerðinni Ilyushin Il-20 - sú vél er unnin út frá farþegavél Il-18 sem upphaflega flaug 1957, og er minnti um margt á Vickers Viscount.
--Rússland notast enn við þessa eldgömlu tegund í sambærilegum hlutverkum við Loockheed Orion.
Allar vestrænar vélar þróaðar um svipað leiti og Il-18 er löngu síðan úr notkun.
Syria Downs Russian IL-20 by Mistake Amid Israeli Raid, Moscow Blames Tel Aviv
Putin sees chance circumstances behind downing of Russian plane off Syrian coast
Putin decries tragic shooting down of Russian plane over Syria
Það sem virðist hafa gerst - er að Ísrael framkvæmdi loftárás á Sýrland um svipað leiti og rússneska vélin var í flugstefnu átt til Sýrlands, með stefnu á flugherstöð sem Rússland í dag rekur nærri Ladakía í Sýrlandi.
Ísraelsku flugvélarnar virðast hafa skotið eldflaugum rétt utan við lofthelgi Sýrlands, líklega ekki sjálfar rofið lofthelgi landsins.
En loftvarnir landsins virðast hafa brugðist við, með allsherjar útkalli!
Sem virðist hafa leitt til þessar óvænta harmleiks!
--En maður veltir fyrir sér gæðum þeirra starfsmanna er manna loftvarnabúnað Sýrlands.
--Þegar viðkomandi beita loftvarnarvopnum til að skjóta niður fjórhreyfla skrúfuvél, sem er að sjálfsögðu afar ólík eldflaug í lögun og hraða. Einnig afar útlík í lögun og hraða orrustuvélum þeim er Ísraelar beita.
Þetta óhapp minnir um sumt á óhapp rússneskra hermanna í Úkrainu, sem skutu niður óvart S-kóreanska farþegavél með BUK flugskeyti, en höfðu fyrr sömu viku skotið niður úkraínska Antonov flutningavél.
Einnig má líkja því við óhapp bandarískra sjóliða um borð í skipi á Persaflóa meðan Írans-Íraks stríðið stóð yfir milli 1980-1988, er bandarískir sjóliðar fyrir mistök skutu niður íranska farþegaþotu á leið yfir flóann.
Ég reikna með því að rússnesk stjórnvöld muni á næstunni fara yfir atvikið með sýrlenskum aðilum, til að koma í veg fyrir hugsanlega endurtekningu í framtíð.
Niðurstaða
Fyrir utan þann rugling sem árás Ísraela leiddi til innan loftvarna Sýrlands. Þá er auðvitað áhugavert hvernig Ísrael hefur komist upp með að gera reglubundnar loftárásir á Sýrland undanfarin ár - en skv. fréttum eru þær árásir nú orðnar rúmlega 200 talsins, síðan borgarastríð hófst í Sýrlandi 2011.
--En það sé óhugsandi annað en að Ísrael hafi samið við Rússland um að sjá í gegnum fingur sér með þær árásir!
Sem er að sjálfsögðu áhugaverðasti þátturinn.
Þar sem að þær árásir beinast nær allar að annaðhvort herliði því sem Íran viðheldur í Sýrlandi, eða Hesbollah.
--M.ö.o. er Pútín að umbera reglubundnar loftárásir á sinn bandamann, þ.e. hersveitir Írans.
Þetta er án vafa ein af hinum áhugaverðu staðreindum átaka í Mið-austurlöndum í seinni tíð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.9.2018 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.9.2018 | 23:36
Trump skellir tollum á 200 milljarða dollara að árlegu andvirði af útflutningi Kína til Bandaríkjanna!
Trump virðist greinilega stefna að því sem hann væntanlega telur - "ippon." En hann fyrirskipar 200ma.$ sem tekur gildir strax - en ef Kína svarar fyrir sig sem Kína líklega gerir, þá hótar hann að bæta þá þegar við tollum á 267ma.$ að andvirði þar á ofan.
--Það þíddi skilst mér, að nokkurn veginn allur útflutningur Kína til Bandaríkjanna væri þá kominn með refsistoll Trumps.
Trump slaps tariffs on $200 billion in Chinese goods, threatens $267 billion more
White House prepares list for new China tariffs
Trump imposes tariffs on $200bn of Chinese goods
- Trump tók greinilega eitthvað tillit til hagsmuna stórfyrirtækja - en 200ma.$ tollurinn, verður framanaf 10% álagning - en fer fyrir árslok í 25%. Sem veitir bandarískum fyrirtækjum - einhvern undirbúningstíma. Þó ég persónulega efa það dugi til!
- Að auki, verður varningur framleiddur af Apple.inc. undanskildur tolli, auk reiðhjólahjálma og barnabílstólar.
Vinna við það að búa til nýjan toll-lista fer strax af stað skv. DT.
Þetta er stórfelld stigmögnun tollastríðs gagnvart Kína, greinilega telur Trump sig hafa málið í hendi - að Kína sé nauðbeygt til að beygja sig í duftið fyrir hans kröfum.
--Sennilega, hótunin að 277ma. tollurinn bætist þegar við, ef Kína svarar nýja tollinum.
Hinn bóginn grunar mig að það veiki töluvert þá hótun Trumps, að þó svo að Kína mundi tæknilega hugsanlega láta vera að svara strax - eins og Kínastjórn hótar.
--Hefur Kína stjórn líklega enga tryggingu fyrir því, að DT mundi samt ekki innleiða 267ma.$ tollin hvort sem er síðar.
Eiginlega grunar mig persónulega að það sé nær öruggt!
Miðað við hvernig hann spilar þetta spil, virðist hann halda - að bæta í sé leiðin til öruggs sigurs, m.ö.o. ef Kína hefur ekki enn gefist upp - bæta enn í.
--Þannig að 267ma. tollurinn kemur örugglega hvort sem er - fyrr eða síðar.
Punkturinn er sá, að þá virðist mér tilgangslítið fyrir Kínastjórn, að láta vera að svara strax 200ma. hótuninni nú þegar henni er hrint í framkvæmd - eins og hún hefur hótað.
--Þannig ég reikna með því að svo verði einmitt akkúrat.
Niðurstaða
Það virðist stefna í að Donald Trump líklega tolli fyrir árslok - allan útflutning Kína til Bandaríkjanna, skv. því er virðist hans hugmyndafræði - að gefa stöðugt í sé leiðin til sigurs. Hinn bóginn er ég á því að Trump stórfellt ofmeti stöðu Bandaríkjanna í þessari deilu, og þar með líkur þess að sú leið sem Donald Trump og hans ríkisstjórn virðist staðráðin í að feta - leiði til þess sigurs sem þeir vænta, og DT hefur eiginlega lofað sínum kjósendum!
Sannast sagna verða samskipti Kína og Bandaríkjanna þá komin - í algerlega nýjan kafla.
En á sama tíma, blasir ekki við mér hvað frekar Trump gæti gert - þegar Kína mundi samt ekki gefa eftir eins og væntingar Trumps virðast um.
Stóra spurningin er hvað Kína gerir - þegar Trump hefur lokið við að skella tolli á allan þeirra útflutning til Bandaríkjann! Hvað sem það verður, þá væntanlega verður það skv. mati Kína stjórnar á því, hvað séu hagsmunir Kína.
En tæknilegir möguleikar eru margvíslegir!
--Einn gæti t.d. hreinlega verið, að setja bandarískum fyrirtækjum með stórfellda starfsemi innan Kína stólinn fyrir dyrnar - þ.e. annaðhvort færast höfuðstöðvar til Kína, eða þeirra starfsemi í landinu verði tekin eignarnámi!
--En það má vera að slíkt væri of langt gengið að mati Xi Jinping. Enda mundi stjórn DT væntanlega taka slíku sem - endanlegum sambandsslitum. Það má einnig vera, að Xi ákveði einfaldlega að bíða Trump af sér, í von um að annar skárri forseti að mati Kína taki við í jan. 2021. Þá gæti Kína miðað við að - miða aðgerðum sínum sérstaklega gegn þeim fylkjum er hefðbundið styðja Repúblikana. En hugsanlega undanskilji svokölluð - blá fylki.
Það kemur að sjálfsögðu allt í ljós síðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Örugglega stórfrétt vikunnar í bandarísku samhengi, að Robert Mueller sé nú búinn að hafa sigur í enn einni rimmunni. Sú við Robert Manafort var sérdeilis hörð. Á föstudag hinn bóginn, lagði hann niður skottið -- viðurkenndi sekt um þau 4 ákæruatriði, sem undirréttur hafði nýverið dæmt hann sekann.
--Í staðinn virðist að önnur 8 ákæruatriði verði felld niður.
--Síðan háð því að hvaða marki hann reynist samvinnuþíður Mueller, þá getur hann átt von á afslætti af heildarrefsingu fyrir atriðin 4 sem hann samþykkir sekt um.
Trump - Manafort hlið við hlið þegar allt lék í lyndi
Trump ex-campaign head Manafort changes mind, cooperates in Russia probe
Manafort to co-operate with Mueller probeff
- "Manafort made millions of dollars working in Ukraine before taking an unpaid position with Trumps campaign for five months."
- "He led the campaign when Trump was selected as the Republican presidential nominee at the party convention."
- "Manafort was present at a June, 2016, Trump Tower meeting with a Russian lawyer at which his son expected to receive possibly damaging information about election opponent Clinton."
- "The plea agreement requires him to cooperate completely with the government, which includes giving interviews without his attorney present and testifying before any grand juries or at any trials."
Hversu alvarlegt þetta er fyrir Trump er algerlega óþekkt!
Manafort er greinilega hankaður á skattalagabrotum tengdum tekjum sem hann aflaði sér í vinnu fyrir stjórnvöld Úkraínu - árin fyrir svokallaða Úkraínukrísu, m.ö.o. hann hafi falið á annan tug milljóna dollara í tekjum fyrir bandarískum skatt-yfirvöldum.
--Skattalagabrot eru alltaf litin alvarlegum augum af bandarískum yfirvöldum.
En hvort hann veit eitthvað sem skiptir máli - er annað mál.
En vart hefur Mueller samþykkt að veita honum "plea bargain" ef hann metur Manafort ekki hafa neitt í pokahorninu - og Manafort hefur þurft að sýna honum eitthvað bitastætt, til að fá slíkt samkomulag fram.
Þekktu staðreyndirnar eru þær, að Manafort var um nokkra hríð, kosningastjóri Trumps.
Og Manafort var á frægum Trump turns fundi, þ.s. Donald Trump yngri, Jared Kushner - hittu rússneskan lögfræðing, sem var að bjóða til sölu meintar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.
--Það sem þeir sem á þeim fundi voru hafa hingað til allir neitað, er að kaup slíkra upplýsinga hafi farið fram.
Hinn bóginn er það brot á bandarískum kosningalögum, að kaupa upplýsingar af erlendum ríkisborgara með það markmið í huga - að hafa áhrif á kosningahegðan innan Bandaríkjanna.
--Það er aftur á móti löglegt, að kaupa "dirt" af öðrum bandarískum einstakling.
- Ef Mueller fær Manafort til að vitna um að - ólögleg kaup af slíku tagi hafi farið fram á þeim fundi, sérstaklega ef Manafort hefur einhver gögn í höndum -- gæti Mueller hjólað í Jared Kushner, eiginmann Invönku Trump dóttur forseta Bandaríkjanna eða jafnvel Donald Trump yngra, son forseta Bandaríkjanna.
--Fyrir utan þetta, er það einnig spurning - hvað annað hugsanlega Manafort veit og enn frekar, hvað Manafort hugsanlega getur sannað!
Talsmaður Hvíta-hússins var ekki sein að neita því að málið tengdist hugsanlega forsetanum!
Sarah Sanders - "This had absolutely nothing to do with the president or his victorious 2016 presidential campaign,..." - "It is totally unrelated."
Niðurstaða
Hvort sem mönnum líkar verr eða betur, þá virðist Robert Mueller vegna vel í sinni rannsókn upp á síðkastið - hann er nú komin með röð "plea bargain" samninga við margvíslega einstaklinga sem tengjast Trump með einum eða öðrum hætti.
--Nú mætti Mueller far að sína spilin, því eitthvað bitastætt hlýtur að felast í öllum þessum vitnisburðum sem hann nú ræður yfir. Annars væri hann vart að þessu.
--Spurning, mun Donald Trump fyrir rest yfirgefa Hvítahúsið í handjárnum?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.9.2018 | 22:20
Þýskaland að starta risastóru járnbrautarverkefni í Tyrklandi
Þetta kemur fram í Der Spiegel: Berlin Courts Prestige Project with Turkey Amid Tensions. Algerlega án nokkurs hávaða virðast samskipti Tyrklands og Þýskalands fara snarbatnandi. Einungis fyrir ári síðan, vöruðu þýsk stjórnvöld við ferðum til Tyrklands í kjölfar handtöku nokkurra Þjóðverja þar - í farvatninu byrtu tyrknesk stjórnvöld lista yfir 681 þýska aðila, sem þau sögðust tengjast stuðningi við hryðjuverk í Tyrklandi.
--Samskiptin virtust á hraðri leið í ruslið.
En síðan dróg Erdogan listann til baka, sagði hann misskilning.
Síðar var þjóðverjunum sleppt án nokkurra skýringa opinberlega í Tyrklandi.
--Við getum einungis gískað að rætt hafi verið saman að tjalda baki.
Mynd frá 1910 af járnbraut í Tyrkjaveldi lögð fyrir Fyrrastríð af þýskum aðilum!
Á þessu ári hafa tyrknesk stjórnvöld beint þeirri spurningu til þýskra stjórnvalda, hvort Þjóðverjar eru til í að endurnýja - nokkurn veginn gervallt járnbrautakerfi Tyrklands!
Tyrknesk stjórnvöld virðast hafa hreyft sig af fyrra bragði - en höfðu áður fengið kínverskt tilboð í framkvæmd af sambærilegu tagi, en ef marka má Spiegel - þá líst Tyrkjum betur á að starfa með Þjóðverjum!
Utanríkisráðherra Þýskalands, hefur þegar rætt málið með formlegum hætti við Erdogan.
Á myndinni er Heiko Maas að ræða við utanríkisráðherra Tyrklands Mevlut Cavusoglu meðan heimsókn Mas stóð yfir í sl. viku.
Von er á Erdogan í formlega heimsókn til Þýskalands -- síðar í þessum mánuði, þá er vonast til þess að unnt sé að ganga þannig frá málinu, að það sé algerlega örugglega á koppinn komið.
- Skv. fréttum, buðu Kínverjar 35ma. vaxtalaust lán er átti að greiðast á 10 árum.
- Skv. kínverska tilboðinu átti að framkvæma verkið af kínverskum verktaka er mundu mæta með sitt fólk - og allur búnaður átti að vera kínverskt smíðaður.
- Þessu höfnuðu Tyrkir, og vonast eftir betri samningi frá Þjóðverjum.
--Líklegt virðist mér að Tyrkir vilji ganga þannig frá málum, að sem mest af nýjum búnaði yrði fyrir rest smíðaður í Tyrklandi - er mundi tóna við stefnu Erdogans að efla sem mest iðnað innan Tyrklands.
--Það mundi einnig þíða, að Tyrkland mundi fullkomlega sjálft síðar meir geta viðhaldið kerfinu án utanaðkomandi aðstoðar til frambúðar.
--Þeir virðast vilja, að Þjóðverjar geri þeim tilboð í fjármögnun - væntanlega vilja þeir hagstæðari fjármögnun en þá er Kínverjar buðu.
- Allt í einu blasir við nokkurs konar "strategic partnership" - en þarna virðast Tyrkir sjálfir hafa tekið snögga ákvörðun!
Sennilega virðist þeim samningur við Þýskaland - minna ógnandi.
Og síðan hitt, að þeir líklega telja sig geta náð - hagstæðari útkomu, hugsanlega til muna.
Þýskaland fær auðvitað stórt verkefni fyrir þýsk verktakafyrirtæki og framleiðendur búnaðar fyrir lestir - en þó svo að stefnt yrði að því að búnaður yrði fyrir rest framleiddur innan Tyrklands, fæli slíkur samningur alltaf í sér að fyrst mundi búnaður koma frá Þýskalandi.
--En Tyrkland smám saman taka yfir, með aðstoð þýskra tæknimanna.
Í greininni er metið svo, að þýsk stjórnvöld sjái að auki í þessu það, að það þurfi að halda í Tyrkland - þó svo að Tyrkir seinni árin séu sífellt erfiðari í samskiptum.
Það þurfi að forða nokkurs konar samkiptarofi!
--Í ákveðinni kaldhæðni gæti verið að gagnrýni Donalds Trumps á stjórnvöld Þýskalands, og Þýskaland - hafi gert Tyrkjum auðveldara fyrir, að leita til Þjóðverja.
--Enda hafa samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna versnað til muna seinni árin.
- Það má líka segja, að í gangi sé máski -- visst reipitog um Tyrkland.
Niðurstaða
Því má auðvitað velta fyrir sér, af hverju Tyrkir greinilega taka þá ákvörðun að snúa til Þýskalands. Þeim greinilega líkaði ekki tilboð Kínverja - en þeir hefðu t.d. alveg hafa getað rætt við Rússland. Hinn bóginn, þá er líklega sá búnaður sem Kínverjar bjóða annars vegar og hins vegar Þjóðverjar - betri og fullkomnari.
Eins og flestir hljóta að vita, hafa samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands verið mjög erfið í senni tíð - og samskipti Tyrklands og Þýskalands hafa einnig verið brokkgeng. Hinn bóginn virðast Þjóðverjar hafa farið töluvert fínna í sínar deilur um - einstaklinga í haldi Tyrkja, en Bandaríkin hafa gert.
--M.ö.o. verið með færri hástemmdar yfirlýsingar, meira af hljóðlátu tali að tjalda baki.
Það getur einfaldlega verið það, að það hafi blasað við Tyrkjum, að þeir hafa ekki endalausa möguleika um þá aðila sem þeir geta snúið til - ef þá vantar bestu tækni í boði. Fyrir utan ef þeim vantar hagstæða fjármögnun!
--Hörð deila við Bandaríkin - þíði, Bandaríkin út.
--Tilboð Kínverja ekki nægilega hagstætt.
--Tæknilega getur Japan framleitt sambærilegan búnað, en Þýskaland er þægilegra nær - Tyrkir þekkja væntanlega vel til Þýskalands enda margir Tyrkir búið þar; og það auk þessa má vera að Tyrkir telji sig eiga hönk í bakið á Þjóðverjum.
Enda margvísleg önnur mál í gangi, t.d. málefni milljóna flóttamanna frá Sýrlandi, sem Tyrkir halda uppi heima fyrir. Það má vera hluti af ástæðunni, af hverju þeir telja að þeir geti gert hagstæðan samning við ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.9.2018 kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2018 | 04:54
Útlit fyrir annan leiðtogafund milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist hafa ákveðið að taka það sem - jákvæða vísbendingum þegar NK hélt stóra hersíningu um daginn, en lét vera að hafa stórar eldflaugar með í síningunni.
Donald J. Trump@realDonaldTrump
North Korea has just staged their parade, celebrating 70th anniversary of founding, without the customary display of nuclear missiles. Theme was peace and economic development. Experts believe that North Korea cut out the nuclear missiles to show President Trump......
Veit ekki hvaða sérfræðinga Trump vísar til - en það gæti einfaldlega verið vísun á mat hans eigin samstarfsmanna í Hvíta-húsinu.
En Trump er síðan ekkert að skafa af þessu - rétt að muna að Kim Jong Un er enn einræðisherra alræðisríkis sem heldur miklum fjölda fólks í þrælkunarbúðum, og landið fúnkerar sem nokkurs konar fangelsi fyrir eigin landsmenn, m.ö.o. skotið á fólk er gerir tilraun til að sleppa yfir landamærin - eins og var á landamærum A-Þýskalands og V-Þýskalands í Kaldastríðinu.
--Ég kann því eiginlega ekki við það, að hann segist líka við einræðisherra NK.
--En rétt að muna til viðbótar, hann lét myrða bróður sinn ekki fyrir mörgum árum í Malasíu.
Um daginn sagði Kim Jong Un að hann hefði sömu tiltrú til Trumps og áður - fyrir það þakkaði Trump honum; Trump þakkar Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu fyrir að segjast hafa trú á Trump.
Donald J. Trumpâ@realDonaldTrump
"Kim Jong Un of North Korea proclaims unwavering faith in President Trump. Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!"
10:58 AM - Sep 6, 2018
Eins og mér fannst um dagnn er ég skrifaði pistilinn minn hlekkjað á að ofan.
Þá fannst mér þetta hljóma sem að Kim Jong Un væri að undirbúa að senda Donald Trump beiðni um leiðtogafund.
--Og nú virðist einmitt það hafa gerst!
North Korea's Kim asks Trump for another meeting in 'very warm' letter
Donald Trump prepares for second summit with Kim Jong Un
Talsmaður Hvíta-hússins sagði eftirfarandi!
"The primary purpose of the letter was to request and look to schedule another meeting with the president, which we are open to and are already in the process of co-ordinating,..." said Sarah Sanders, White House press secretary.""
Sem verður eiginlega ekki skilið með öðrum hætti en að líklega verði af fundinum.
Niðurstaða
Fréttirnar eru á þessum punkti afar óljósar - eiginlega það eina ljóst að það stefnir á annan leiðtogafund. Eiginlega dálítið sérstakt hversu rosalega jákvæður í orðaræðu Donald Trump er gagnvart - einræðisherra NK. Kim Jong Un lét ekki einungis myrða bróður sinn, heldur einnig mág sinn. Fyrir utan að hann fyrirskipaði fjölda aftaka meðal embættismanna skömmu eftir valdatöku.
--Kim Jon Un er enn sami maðurinn sem fyrirskipaði þessa hluti.
Donald Trump fer þarna fagrari orðum um morðingjann í Pyongyang en flesta leiðtoga bandalagsríkja Bandaríkjanna!
--Sjálfsagt verður af þessum leiðtogafundi.
Hvað gerist á þeim fundi kemur í ljós.
En þetta er farið að hljóma sem að Trump dreymi um Nóbel.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar