Rússnesk flugvél skotin niður í slysni af sýrlenskum loftvörnum

Um er að ræða fugvél af gerðinni Ilyushin Il-20 - sú vél er unnin út frá farþegavél Il-18 sem upphaflega flaug 1957, og er minnti um margt á Vickers Viscount
--Rússland notast enn við þessa eldgömlu tegund í sambærilegum hlutverkum við Loockheed Orion.

Allar vestrænar vélar þróaðar um svipað leiti og Il-18 er löngu síðan úr notkun.

Syria Downs Russian IL-20 by Mistake Amid Israeli Raid, Moscow Blames Tel Aviv

Putin sees chance circumstances behind downing of Russian plane off Syrian coast

Putin decries ‘tragic’ shooting down of Russian plane over Syria

File:Ilyushin Il-20M (2).jpg

Það sem virðist hafa gerst - er að Ísrael framkvæmdi loftárás á Sýrland um svipað leiti og rússneska vélin var í flugstefnu átt til Sýrlands, með stefnu á flugherstöð sem Rússland í dag rekur nærri Ladakía í Sýrlandi.

Ísraelsku flugvélarnar virðast hafa skotið eldflaugum rétt utan við lofthelgi Sýrlands, líklega ekki sjálfar rofið lofthelgi landsins.

En loftvarnir landsins virðast hafa brugðist við, með allsherjar útkalli!
Sem virðist hafa leitt til þessar óvænta harmleiks!

--En maður veltir fyrir sér gæðum þeirra starfsmanna er manna loftvarnabúnað Sýrlands.
--Þegar viðkomandi beita loftvarnarvopnum til að skjóta niður fjórhreyfla skrúfuvél, sem er að sjálfsögðu afar ólík eldflaug í lögun og hraða. Einnig afar útlík í lögun og hraða orrustuvélum þeim er Ísraelar beita.

Þetta óhapp minnir um sumt á óhapp rússneskra hermanna í Úkrainu, sem skutu niður óvart S-kóreanska farþegavél með BUK flugskeyti, en höfðu fyrr sömu viku skotið niður úkraínska Antonov flutningavél.

Einnig má líkja því við óhapp bandarískra sjóliða um borð í skipi á Persaflóa meðan Írans-Íraks stríðið stóð yfir milli 1980-1988, er bandarískir sjóliðar fyrir mistök skutu niður íranska farþegaþotu á leið yfir flóann.

Ég reikna með því að rússnesk stjórnvöld muni á næstunni fara yfir atvikið með sýrlenskum aðilum, til að koma í veg fyrir hugsanlega endurtekningu í framtíð.

 

Niðurstaða

Fyrir utan þann rugling sem árás Ísraela leiddi til innan loftvarna Sýrlands. Þá er auðvitað áhugavert hvernig Ísrael hefur komist upp með að gera reglubundnar loftárásir á Sýrland undanfarin ár - en skv. fréttum eru þær árásir nú orðnar rúmlega 200 talsins, síðan borgarastríð hófst í Sýrlandi 2011.
--En það sé óhugsandi annað en að Ísrael hafi samið við Rússland um að sjá í gegnum fingur sér með þær árásir!

Sem er að sjálfsögðu áhugaverðasti þátturinn. 
Þar sem að þær árásir beinast nær allar að annaðhvort herliði því sem Íran viðheldur í Sýrlandi, eða Hesbollah.
--M.ö.o. er Pútín að umbera reglubundnar loftárásir á sinn bandamann, þ.e. hersveitir Írans.

Þetta er án vafa ein af hinum áhugaverðu staðreindum átaka í Mið-austurlöndum í seinni tíð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ástæðan fyrir að Putin skiftir sér ekki af þessu er að hann er þarna til að útrýma hryðjuverkamönnum en ekki að heyja stríð fyrir hönd Sýrlands.

Þetta var yfirlýst markmið hans í upphafi ,og hann hefur haldið sig við þetta allan tímann. Málið er að Putin lýgur ekki stanslaust eins og kollegar hans á vesturlöndum.

Það er í sjálfu sér ekki einkennilegt að vestrænt fólk haldi alltaf að hann sé að ljúga,það er ekki vant neinu öðru í sinni heimabyggð auk þess sem það er stöðugt logið í það um þessi efni.

Svo það er ekkert einkennilegt við þetta.

.

Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessa hugdettu að vélin hafi verið skotin niður með loftvarnarbyssum. Loftvarnarbyssur draga ekki tugi kílómetra,en vélin var skotin niður úti fyrir strönd Sýrlands.Vélin virðist hafa verið stödd ca 20 km úti fyrir ströndinni samkvæmt staðsetningu á korti Rússneska hermálaráðuneytisins. Þó að byssurnar hefðu verið staðsetar í fjöruborðinu er engin von til þess að þær næðu út þangað sem flugvélin var.

Loftvarnarbyssurnar á Pantsir 2 loftvarnakerfinur ,sem er sennilega það besta sem Sýrlendingar hafa, getur skotið niður vélar á 4 Km færi og í 3 Km hæð. Eftir það notar það eldflaugar sem hafa mesta drægi 20 Km og 15 Km hæð.

Þar sem vélin var við ystu mörk ,eða utan við drægi Pantsir 2 ,hefur sennilega verð notuð stærri eldflaug.Hugsanlega BUK.

.

Sem minnir á að nýlega færðu Rússar óyggjandi sönnur á að flaugin sem skaut niður MH 17 var í eigu Úkraninska hersins

.

Þú  átt ekki að vera að spinna svona.

.

Þegar flaug af þessu tagi er skotið er henni miðaða með radarnum á skotmarkið,en þegar hún nálgast,skiftir hún yfir á eigin innra kerfi til að stýra sér.

Varnartaktík skotmarksins getur verið margskonar,meðal annar að fljúga þannig að óvinavél sé á milli loftvarnarflaugarinnar og skotmarksins. Ef flaugin er til dæmis hitasækin,snýr hún sér að vélinni sem er á milli upphaflega skotmarksins og sín. 

Þetta er trúlega það sem gerðist þarna. Israelsku vélarnar notuðu Rússnesku vélina sem skjöld fyrir loftvarnaflauginni með því að fljúga í skugga hennar.

Það er engin þörf fyrir að tálbeitan (Rússneska vélin) sé nákvæmlega í beinni línu á milli skotmarksins og flaugarinnar.

Það er athyglisvert að eftir að Israelsu vélarnar sleppa sprengjunum ,snúa þær ekki samstundis frá ströndinni,heldur halda áfram að fljúga í áttina að Rússnesku vélinni og ströndinni í ca 7 Km og um tíma eru þær innan við Km frá flugleið Rússnesku vélarinnar.

Þetta finnst mér eindregið benda til að þeir hafi verið að nota Rússnesku vélina sem skjöld.

.

Það er annað sem vert er að benda á í þessu sambandi,en það er skotmark Ísraelsku vélanna. Það voru borgaraleg skotmörk,sem er dæmigert fyrir hernað NATO og Israel. Þeirra hernaður beiniist alltaf fyrst og fremst að því að gera líf hins almenna borgara óbærilegt. Markmiðið er alltaf að leggja samfélagið í rúst jafnhliða hernaðinum.

Markmið NATO og Israel er ekki einungis að drepa Assad,það er ekki síður að ganga þannig frá þjóðinni að hún eigi aldrei möguleika aftur á að lifa eðlilegu lífi.

Margir hafa spurt af hverju Putin bregst ekki við.

Svarið er að hann er afar klókur maður ,sem framkvæmir ekki í einhverju bræðiskasti.

Venjuleg Bandarísk eða Ísraelsk viðbrögð væru að drepa allt í kringum sig og setja allt í bál og brand.

Hinsvegar er enginn vafi á að hann mun nota þennan atburð sem vogarstöng til að fá vilja sínum framgengt ,með einhverjum hætti. 

Þetta sáum við glögglega þegar Tyrkir skutu niður Rússnesku vélina. Það leiddi til atburðarrásar sem engann hefði getað órað fyrir.Það jaðrar við klofningi í NATO.

Heimskingi hefði skotið niður Tyrkneska vél í bræði sinni eða lagt flugvöllinn í rúst sem vélin kom frá,og það er það sem við sjáum venjulega. 

.

Putin kann að virðast ráðalaus og jafnvel áhugalaus við fyrstu sýn.

En  hann er búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera ,og sennilega fyrir löngu.

Og það verða “ steps that everyone will notice.” ,eins og hann orðar það.

Það verður ekki ofbeldi,það verður eitthvað annað. 

.

Miklu áhugaverðara en þetta atvik,er hvað er að gerast í sambandi við Idlib.

Á yfirborðinu virðist sem Putin hafi hreinlega afhent hryðjuverkaliðinu Idlib til eignar og ábúðar,svo þeir geti búið þar haminjusamir í sambúð með Tyrkjum.

Þarna er örugglega eitthvað undir yfirborðinu sem við vitum ekki um.

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta þróast,en það er augljóst að þetta er eitthvað sem eigendum hryðjuverkamannanna geðjast ekki að.

Þeir reyna nú allt sem þeir geta til að sprengja þetta vopnahlé í loft upp.

Bandarískar ,og ísraelskar flugvélar ásamt frönsku herskipi ,dæla nú niður sprengjum til að reyna endurlífga manndrápin

Borgþór Jónsson, 19.9.2018 kl. 07:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eitt risastórt geisp -- Pútín er einn mesti ligari heims-sögunnar, þannig að ekki er hægt að taka eitt stakt orð frá honum með öðrum hætti, nema með - fyrirvara.
--Þvert á móti, lýgur hann miklu meira en dæmigerður Vestrænn pólitíkus.

Og ástæður Rússlands - eins og þær eru uppgefnar - hafa verið lygar frá upphafi, enn eru.
Raunverulegar ástæður eru: A)Tryggja skilgreinda hagsmuni Rússlands, sbr. tilteknar herstöðvar í Sýrlandi, og B)Viðhalda svæðidbundnum áhrifum Rússlands.
--Þetta með, útrýmingu hryðjuverkamanna - er einfaldlega "orðagjálfur." 
**Afsökun sem notuð er, til að drepa sérhvern þann burtséð frá þeim fjölda sem þarf að drepa, burtséð frá hvort um konur eða börn er að ræða, sjúklinga eða aldraða - það eina sem virðist máli skipta, er hvort viðkomandi er talinn í einhverju formi, ógn við skilgreinda hagsmuni Rússl.

Pútín hefur á valdaferli sínum, framið ótrúleg grimmdarverk - hann hóf sinn valdaferil á ótrúlegum fjöldamorðum á, Téténum!
--Þar var að sjálfsögðu, alltaf talað um hryðjuverkamenn - þó her Pútíns væri að strádrepa Téténa í miklum fjölda, herinn hafi farið eins og eldibrandur um landið allt - drepið mikinn fj. almennra Téténa.

**Þetta orðalag, er einfaldlega notað sem --> Afsökun fyrir skefjalausum fjoldamorðum.
**Og þú alltaf samþykkir glæpi Pútíns gegn mannkyni --> Athugasemdalaust, skv. þeim lygum sem rússn. fjölmiðlar flytja af vettvangi, sem og Pútín persónulega.
--Maðurinn er lýgin sjálf gangandi.

"Loftvarnarbyssur draga ekki tugi kílómetra,en vélin var skotin niður úti fyrir strönd Sýrlands.Vélin virðist hafa verið stödd ca 20 km úti fyrir ströndinni samkvæmt staðsetningu á korti Rússneska hermálaráðuneytisins. Þó að byssurnar hefðu verið staðsetar í fjöruborðinu er engin von til þess að þær næðu út þangað sem flugvélin var."

Þetta er frásögn fjölmiðla. Drægi loftvarnabyssa fer eftir stærð - þær takmarkast fyrst og fremst af því að þær geta ekki skotið yfir sjóndeildarhring.
--Þannig draga þær mun skemur að lágfleygri vél, en ef hún er í töluverðri hæð þá er hún fyrr komin yfir sjóndeildarhring.
--Stór skotvopn hafa síðan Seinni-styrrjöld haft drægi allt að 30km. Sem á almennt séð um parabólísk vopn.
**En 20km. er vel mögulegt ef flugvél flaug nægilega hátt, og skotvopn var staðsett uppi á hæð - sem er fremur algengt með loftvarnarvopn, að staðsetja þau sem hæst uppi svo þau sjái sem lengst.
Auðvitað þarf þá skotvopn að vera sæmilega öflugt. Ekki eitthvert - smávopn.

"“The Syrian anti-air batteries fired indiscriminately and from what we understand, did not bother to ensure that no Russian planes were in the air,”"

Þetta er auðvitað ekki mjög nákvæmt orðalag - gæti vísað til eldflauga-skotpalla.
--Gott og vel, skoðaði fleiri frásagnir - þetta virðist hafa verið eldflaug.

"Svarið er að hann er afar klókur maður ,sem framkvæmir ekki í einhverju bræðiskasti."

Geisp, geisp, geisp - Ísraelski flugherinn á svæðinu er greinilega vel fær um að gereyða rússn. flughernum í Sýrlandi. 
--Engin leið fyrir okkur að vita nákvæmlega hvað Netanyahu og Pútín hefur farið á milli.
--En líklegast, að Pútín hafi séð sæng sína uppbreidda.
Hann sé líklega ekki að umbera aðgerðir Ísraela án þvingunar.

"Hinsvegar er enginn vafi á að hann mun nota þennan atburð sem vogarstöng til að fá vilja sínum framgengt ,með einhverjum hætti. "

Sjálfsagt beitir hann Ísrael þrýstingi - en áfram er sennilega staðan óbreitt, að flugher Ísraela er miklu mun sterkari á svæðinu, og sama gildir um landher.
--Þannig að líklega áfram umber Pútín þetta - því hann hafi liklega ekki skárri kost í stöðunni.
**Þetta snúist alveg örugglega ekki um einhver meint klókindi, heldur þann raunveruleika líklega að Rússland hafi ekki nægilegt afl til að stöðva eða hindra aðgerðir Ísraela.
Þá sé betra að viðhafa - þeigjandi samþykki, því það líti ekki eins veikt út í augum umheims.

"Heimskingi hefði skotið niður Tyrkneska vél í bræði sinni eða lagt flugvöllinn í rúst sem vélin kom frá,og það er það sem við sjáum venjulega. "

Það sama gildir, að flugher Tyrkja á svæðinu er miklu mun sterkari en flugher Rússlands.
--Þetta snýst um, veikleika Rússlands.
--Ekki einhver meint klókindi.
M.ö.o. ekki hafi verið raunverulegt val um hernaðar-aðgerðir, það hefði þítt stríð - sem líklega hefði ekki komið vel út fyrir Rússland.
En her Tyrklands er nærri eins sterkur og her Rússlands, að fjölda til og líklega einnig að gæðum.
Í varnarstöðu væri Tyrkland sterkari aðilinn til muna - og mundi hafa með auðveldum hætti þurrkað út aðstöðu Rússlands í Sýrlandi, það á skömmum tíma.
--Ef Rússland hefði hafið stríð.
**Þannig að útkoman útskýrist af veikleika Rússlands í bæði skiptin þ.e. gagnvart Tyrklandi og líklega Ísrael einnig.

"Á yfirborðinu virðist sem Putin hafi hreinlega afhent hryðjuverkaliðinu Idlib til eignar og ábúðar,svo þeir geti búið þar haminjusamir í sambúð með Tyrkjum."

Pútín greinilega veitti Tyrklandi tilslökun - vegna þess að annars hefði Pútín verið að henda yfir Tyrkland milli 2-3 milljónum Sýrlendinga, sem Erdogan vill ekki fá upp i hendurnar.
--Hann vill miklu frekar hafa þá áfram í Idlib.
Þetta greinilega aftur útskýrist af veikleika Rússlands, að ef til stríðs kæmi yrði Tyrkland augljóslega með hraði - sigurvegari. Enda Rússland mjög örðugt um vik, að viðhalda liðsstyrk í Mið-Austurlöndum, ef Tyrkland væri í stríði við Rússland.
--Síðan er heilt haf á milli Tyrklands og Rússlands, þ.e. Svarta-haf.

Við vitum ekki hverju Erdogan hótaði til að fá þá tilslökun.
En það hefur verið eitthvað bitastætt - svo Pútín lippaðist niður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2018 kl. 08:52

3 Smámynd: Hannes Sigurður Pétursson

Það er ekki rétt að allar vestrænar flugvélar á sama aldri og IL -18 séu ekki lengur í notkun. IL-18 flaug fyrst 1957. Lockheed Orion flaug fyrst 1959 og er víða í notkun. Lockheed Hercules flaug fyrst 1954 og er enn í framleðslu. Boeing KC-135 (Boeing 707) flaug fyrst 1957 og er enn í notkun hjá USAF. Boeing B-52 flaug fyrst 1952 og verður í notkun fram undir miðja þessa öld. Þá verða elstu eintökin komin á tíræðisaldur.

IL-18 er miklu stærri og þyngri en Vickers Viscount. Tölur um þyngd og afkastagetu eru allt aðrar. Það sem þessar flugvélar eiga sameiginlegt er að þær eru báðar fjögurra mótora turboprop vélar.

Hannes Sigurður Pétursson, 19.9.2018 kl. 09:07

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sennilega er stærsta loftvarnarbyssa sem NATO hefur haft yfir að ráða, Skysweeper byssan sem var 75 mm og hafði drægi upp á 9-13 km eftir skothorni.

Þessar loftvarnabyssur voru lagðar af upp úr 1970 af því að þær gátu ekki ráðið við flugvélar sem flugu á meiri hraða en 1600 Km/Klst.

Þá komu skammdrægar loftvarnaflaugar í staðinn fyrir þær,en áherslan var lögð á skammdrægar loftvarnarbyssur sem gátu dælt út miklu blýi og höfðu mikla hreyfigetu.

Þessar byssur eru flestar 25 og 30 mm og jafnvel niður í stór riffilskot.

Pantsir 1 er dæmigert verkfæri af þessu tagi ,sem hefur bæði skammdrægar loftvarnaflaugar og skammdrægar og hraðar loftvarnabyssur.

Pantsir getur skotið bæði loftvarnarflaugum og fallbyssuskotum samtímis og eldflaugavörpurnar þurfa ekki að beinast að skotmarkinu þegar skotið er.

Skemmtileg græja.

.

"Raunverulegar ástæður eru: A)Tryggja skilgreinda hagsmuni Rússlands, sbr. tilteknar herstöðvar í Sýrlandi, og B)Viðhalda svæðidbundnum áhrifum Rússlands."

Þetta er dæmigerður heilaspuni frá þér. 

Þetta er svo dæmigert fyrir vestrænann fréttaflutning þar sem við fáum sjaldnast að heyra hvað Putin sagði,heldur fáum við eitthvað kjaftæði um  "What Putin really means" eða "What Putin is really doing"

Gallinn er sá að þetta passar einfaldlega engann veginn við það sem er að gerast á jörðu niðri.

Putin hefur í engu tilfelli skift sér af stríði Sýrlendinga við aðrar þjóðir. Hann hefur eingöngu og alfarið stutt Sýrlendinga í stríði þeirra gegn hryðjuverkamönnum.

Þó að það vilji svo til að þessir hryðjuverkamenn eru gerðir út af vesturlöndum,er það ekki það sama og að hann sé í stríði við vesturlönd. Hann vill einfaldlega ekki hafa hreiður hryðjuverkamanna í næsta nágrenni við sig,og lái honum hver sem vill.

.

Nýlega stóð Theresa May í pontu og kallaði dauða og tortímingu yfir Rússland á upplognum forsemdum. Bölbænir hennar bárust um allann heiminn,en næstum engir nenntu að hlusta. Þeir voru með hugann við annað.

Fjórar þjóðir hafa tekið undir þetta enn sem komið er Bandaríkin,Kandada,Þýskaland og Frakkland. Þýskalannd og Frakkland örugglega af einhverskonar skildurækni.

Ekkert bólar á að þessar þjóðir hyggist gera eitthvað í málinu.

Hvað var Putin að gera á meðan?

Hann sat í panel með æðstu yfirmönnum Kína,Suður Kóreu,Japan og Mongólíu og ræddi um framtíðina. Umræðuefnið var ekki Novochok.

Putin gat samt ekki stillt sig um að til að draga aðeis dár að Theresu May í fyrirspurnum. Kallinn hefur svo skemmtilegann húmor.

Það er augljóst að enskumælandi löndin eru í vaxandi mæli að einangrast á alþjóðavettvangi og það er skilda okkar stjórnvalda að fylgjast með og gæta þess að við lokumst ekki inni í þessari grúppu,sem er að étast upp af innanmeinum og ráðaleysi.

Bandaríkin á barmi borgarastyrjaldar,hlaðin skuldum og í viðskiftastríði við allann heiminn.

Bretland heillum horfið og dæmt til áhrifaleysis ,hvernig sem Brexit fer.

.

Ég held að þú ofmetir styrk Tyrkja gróflega.

Það sýnir ekki mikinn styrk ,að Putin snéri svo kyrfilega upp á hendina á Erdogan að hann nánast sagði sig úr NATO.

Við vitum ekkii hvað leynist í samkomulagi Putins,Assads og Erdogan.

Það er athyglisvert að Erdogan hófst þegar handa við að ryðja herliði inn í Idlib og hvorki Putin eða Assad hafa hreyft neinum mótmælum.

Ef þetta væri ekki hluti af samkomulaginu væri enginn vafi að allavega Assad hefði andmælt.

Hitt er svo annað mál að þetta virðist fara afskaplega í taugarnar á NATO og Ísrael ,sem reyna nú að endurvekja stríðið.

 

Ég er þess fullvis að Putin sefur með annað augað opið þegar Erdogan er annarsvegar. Það þarf að tifta hann reglulega.

Svo heldur Kína um takkann á öndunarvélinni hjá Tyrklandi. Ef Kína fær ekki afhenta sína hryðjuverkamenn verður takkinn settur á OFF.

.

Við verðum bara að bíða og sjá hverju fram vindur.

Vip

Borgþór Jónsson, 19.9.2018 kl. 10:32

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hannes Sigurður Pétursson, ég man ekki eftir vestrænni vél í sambærilegri notkun sem er svipað gömul, en Orion er ekki lengur í notkun skilst mér af hálfu Bandar. - fyrir nokkrum áður var þota unnin út frá Boeing 2-ja hreyfla farþegaþotu, tekin í notkun í staðinn.
--Það getur verið að einhver annar flugher en bandarískur reki enn Orion vélar.
--Hercules er ekki notuð sem "elint" vél né kafbáta-eftirlitsvél, er flutningavél.
--B52 er notuð enn vegna þess að Bandar. hafa víða það algera yfirburði í lofti að aldur vélarinnar í því tilviki þ.e. hversu úrelt er orðin skiptir ekki máli -- en þ.e. ekki vél í sambærilegri notkun.

Viscount var auðvitað fyrsta stóra skrúfuþotan í fjöldaframleiðslu í heiminum. Varðandi stærð, var Il-18 framleidd í nokkrum stærðum - sú minnsta er gefin upp fyrir færri farþega en Viscount. En sú stærsta fyrir nærri 2-faldan farþegafjölda.
--Hreyflar rússn. vélarinnar eru ca. 2-falt aflmeiri a.m.k. í stærri gerðunum.

Þeir virðast hafa ákveðið að framleiða sífellt stærri útgáfur af henni, þ.e. lengri og þyngri, þá þarf eðlilega meira afl.
--Meðan Viscount virðist hafa verið framleidd allan tímann í ca. sömu stærð.

Ég hugsa að það sé meira sameiginlegt með þeim en þú hyggur.
Meðan Bretar hættu síðan framleiðslu Viscount fyrir löngu - hafa Rússar haldið áfram að nota og þróa Il-18 í fjölda afbrigða.
--Ég efa að Rússar séu að fljúga mikið af gömlum eintökum, frekar að nýjar séu framleiddar - reglulega. Það virðist sennilegra í rússn. samhengi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2018 kl. 10:42

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, í Seinni-styrrjöld voru stærstu byssur Þjóðverja 175mm stykki sem búin voru radar, því þær drógu miklu mun lengra en skytturnar gátu séð. Eftir stríð voru sambærilegar byssur notaðar sem ballistic skotvopn, þá drógu þær 30km. Líklega hafa þær sem loftvarnar-vopn dregið upp í ca. 15km. flughæð, gætu vel hafa getað náð til véla allt að 20 km. fjarlægð.
--155mm. stórskotavopn draga yfirleitt um 30km.
--Þetta er meira spurning um, hvers konar vopn þú beitir - ekki hvort þ.e. tæknilega mögulegt.
-------------
Varðandi Pútín - vonandi fær hann eihvern tíma makleg málagjöld fyrir sinn skepnuskap.
--Hann er auðvitað fullkomlega án samvisku - þess vegna sefur hann vel.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2018 kl. 10:46

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Algengasta loftvarnarbyssa Þjóðverja og jafnframt þeirra besta byssa yfir höfuð,var 88 millimetra með 8 Km drægi að mig minnir.

Hún var líka vinsæl skriðdrekavarnarbyssa og mjög góð sem slík.

Þeir notuðu líka jarðfastar byssur allt upp í 128 mm en drægi þeirra var 10-14 km ,eftir skothorni. Þessar byssur voru settar til varnar borgum og vopnaverksmiðjum í Þýskalandi.

Ég hef ekki heyrt um að þslíkar byssur hafi vrið notaðar eftir stríð,en það er þó ekki útilokað.

Bandaríkjamenn notuðu Skysweeper í þessum tilgangi.

.

Þér er alls ekki illa við Putin,þér er bara illa við strámanninn sem hefur verið búinn til handa þér og er kallaður Putin.

Ef þú mundir lúta svo lágt og kynna þér hvernig hann stjórnar sínu ríki,væri þér sennilega vel við hann eins og Rússum almennt er hlýtt til hans.

Putin er afar vinsæll meðal Rússneskra kjósenda enda eru þeir nákunnugir hvernig mál ganga fyrir sig í landinu.

Ég gæti trúað að Putin sé Framsóknarmaður eftir stjórnunaráherslum hans að dæma.

.

Lýðræði fer afskaplega mikið í taugarnar á vestrænum stjórnmálamönnum og ef því skýtur einhversstaðar upp kollinum fer allt í háaloft.

Það þykir ekki góð fyrirmynd ef þjóðkjörnir aðilar taka völdin af bakherbergjaliðinu. Þetta gæti auðveldlega breitt úr sér. 

Vip

Borgþór Jónsson, 19.9.2018 kl. 12:02

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, ekki alveg rétt hjá þér - skv. google var drægi 128mm flak vopnsins beint upp í loftið 14km. Það þíðir, að drægið er nærri 2-falt ef þú miðar í parabólu. Þetta er þá vopn er dregur nærri 30km. En beint upp í loftið 14km. er það hátt - að nánast engin vél var til í Seinna-stríði er gat flogið hærra.

Pútín er ljósár frá því að vera fyrirmyndarstjórnandi - þvert á móti hræðilegur leiðtiogi fyrr Rússa sjálfa.
En ef maður miðað við gagnsleysi hans sem leiðtoga - ber hann líklega meira en milljón rússnesk mannslíf á samviskunni.
--Það fyrir hirðuleysi eingöngu.

En enn er meðalaldur kalrmanna innan við 70 ár - nærri óbreytt frá tíð Jelstín.
Hann hefur enga afsökun fyrir þessu - þetta sannar fullkomlega að honum er fullkomlega sama um eigið fólk.
--Líklega sparar það ríkinu peninga að Rússar deyi frekar ungir.

Væri ekki hissa að samviskulaus fantur sem slíkur - hugsaði þetta þannig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2018 kl. 23:37

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Við erum ekkii að tala um seinna stríð.

Þessar byssur eru ekki í notkun í dag,af því að eldflaugar hafa leyst þær af hólmi.

Þú ert eina mannveran á jörðinni sem heldur að vélin hafi verið skotin niður með loftvarnabyssum. Reyndar eina mannveran sem hefur látið þetta hvarfla að sére.

.

Varðandi langlífi. 

Í fyrsta lagi þá hefur langlífi aukist um 5 frá Yeltsin og um 7 ár meðal karla,en þar er aðal vandamálið.

Karlar í Rússlandi eru afar skammlífir,en þó hafa lífslíkur þeirra banað um 7 ár frá yeltsin og fara hægt batnandi.

Analísur þínar eru að venju afar grunnar og einkennast af einhverskonar Þórðargleði yfir að það séu vandamál í Rússlandi.

Vandamálinu má skifta í tvennt og lang stærsti hluti þess eru lífsstílssjúkdómar. ( áfengisneysla og reykingar)

Lífsstílssjúkdómar eru þess eðlis að það er mjög erfitt að eiga við þá. Það er lítið af "low hangin fruits" í þessum geira.

Aðgerðir sem gripið er til eru seinvirkar og árangurinn kemur mjög seint.

.

Í annan stað eru atriði sem auðveldara er að laga,sjúkrastofnanir,umferðaslys,vinnuslys og þessháttar mál.

Á þessu sviði hefur orðið verulegur árangur, lækkun dauðsfalla sem nemuur tugum prósenta. Ekki þannig að Rússland sé í toppsætunum,en batinn er mjög mikill,á öllu sviðum. Öllum sviðum

Gallinn er sá að þó að framfarirnar séu miklar á þessu sviði ,þá eru þessi vandamál svo lítill partur af heildarvandamálinu að það skiftir ekki sköpum.

Samt er árangurinn augljós fyrir þá sem vilja sjá hann.

.

Langstærsta vandamálið er áfengisneysla ,og þar á eftir kemur reykingar.

Á Yeltsin tímanum þegar samfélagið hafði verið lagt í rúst og útsendarar Clinton og Margretar Tatcher höfðu lagt grunninn  að sínu þjóðarmorði, jukust reykingar gríðarlega í Rússlandi,einkum meðal kvenna. Meðal kvenna þrefölduðust reykingar kvenna. Á árunum eftir Yeltsin hægir á þessari þróun og á allra síðustu árum hefur náðst nokkur árangur ,en ekki mikill.

Hluti af vandamálinu er að það er mjög erfitt að koma tillögum um takmarkanir á reykingu gegnum þingið.

Það sem gripið hefur verið til,einkum eftir 2010 eru hefðbundnar aðgerðis,hækkun tóbaksverðs og takmarkanir á svæðum þar sem heimilt er að reykja.

Þetta er langtímaverkefni.

.

Í áfengisneyslunni hefur gengið betur.

Því vandamáli má aftur skifta í tvennt. Langtímaskaði af völdum áfengis og skyndidauði.

Langtímaskaðinn er augljóslega þess aðlis að breytingarnar eru hægar,en samt merkjanlegar.  Áfengisneysla fer niður um 32% frá árinu 2003 til ársins 2014. Hún er enn að lækka.

Fjöldi dauðsfalla af völdum lifrarsjúkdóma tengdu áfengi hafa farið niður um 24%. Þetta er alls ekkii slakur árangur.

.

Ef við lítum á skammtímaáhrifin.

Tilfellum áfengiseitrana sem leiða til dauða hefur fækkað úr rúmlega 4000 árið 2002 í 750 árið 2014. ,og mjög líklega hefur staðan batnað síðan.

Umfeerðarslysum sem tengjast áfengi hefur fækkað úr 495 á hverja milljón íbúa í 290 á milljón íbúa 2014.

Batinn er alveg augljós,jafnvel fyrir þá sem bera sérstakann kala til Rússnnesku þjóðarinnar.

.

Árið 2000 var fjöldi vinnuslysa í Rússlandi út úr öllu korti,næstum tvöfaldur á við það sem gerðist í Canada og Bandaríkjunum og meira en fjórfaldur á við Ísland.

Nú hefur þeim fækkað um 35% og dauðsföllum um 40%.

Staðan er enn mjög slæm,en batinn er ótvíræður og hann gerðist ekki að sjálfu sér

.

Þetta hryggilega ástand á rætur sínar í þeirri útrýmingarherferð sem var farin gegn Rússnesku samfélagi á árunum 1990 til 2000 aðallega.

Það var á þessum tíma sem allar tölur sem sýna vellíðan þjóðarinnar hrundu. Sovésku tölurnar voru ekki góðar,en það varð samt hrun frá þeim.

Af því að þú veist ekkert um Rússland ,en ert útbólginn af einhverju bulli gerir þú þér enga grein fyrir hversu skelfileg þessi atlaga var og hversu hörmulegar afleiðingarnar voru.

Batinn er augljós og ekki lítill,en það munu líða áratugir þangað til þjóðin nær sér að fullu.Eyðileggingin hafði varanleg áhrif.

Líklega er þetta þriðja versta áfall sem Rússneska þjóðin hefur orðið fyrir, á eftir síðari heimsstyrjöldinni og hreinsunumm Stalíns félaga þíns.

.

Batinn kemur ekki af sjálfu sér , það er fyrir tilverknað stjórnvalda að hann gerist.

En hann tekur tíma.

Putin má eiga það að hann hreyfir sig miklu hraðar en gerist á Íslandi.

Hann byggði 720 fæðingardeildir og lækkaði ungbarnadauða um 60% á meðan við vorum að velja lóð undir nýjann Landspítala.

Putin er meira í að gera,en að kjafta. 

Aðgerðir Rússnesku ríkisstjórnarinnar eru hnitmiðaðar og árangursríkar,en hvergi hefur þeim tekist betur upp en í sambanndi við barnafjölskildur og ungmenni. 

Eftir nokkur ár fer það að telja meira.

.

Niðurstaða.

Þú veist ekkert um Rússland og nennir ekki að kynna þér neitt um landið sem þú skrifar svo oftlega um.

Þú notar nánast aldrei neitt talnaefni en styðst aðallega við einhverjar kjaftasögur og rógburð frá fólki sem vill endurvekja fyrra ástand í landinu sjálfum sér til hagsbóta

Þá sjaldan þú styðst við talnaefni ,ferð þú oftlega rangt með.

Meðalaldur Rússa er ekki sá sami og á Yeltsin tímanum.

.

Vip

Borgþór Jónsson, 20.9.2018 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 846769

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband