Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

Trump svarar kvörtun Apple.inc um tolla, segir Apple að færa verksmiðjur heim til Bandaríkjanna!

Eins og Trump er venja svaraði hann þessu beint á netinu:

Á erlendum fjölmiðlum var þetta auðvitað rætt, og lesendur ræddu einnig fréttirnar neðanmáls.
Sú umræða var að mínu viti sérdeilis áhugaverð á vef Financial Times, en þar virðast gjarnan einstaklingar setja inn athugasemdir sem vita um málefnið, þó þar rati einnig inn fjöldi athugasemda þeirra sem mun minna vit hafa á málum.

Trump tells Apple to build in US to avoid Chinese tariffs

 

Augljósa svarið til Trumps - Apple mun líklega ekki færa verksmiðjur sínar til Bandaríkjanna, burtséð frá hvaða toll Trump mundi setja á Kína!

Málið er auðvitað að það eru fluttir inn símar til Bandaríkjanna frá fleiri löndum en Kína t.d. Samsung frá Suður-Kóreu. Það eru til japanskir símar - sem eru minna þekktir í dag.
Fyrir utan er Huawei símar kínversks fyrirtækis orðnir útbreiddir víða um heim í dag - Huawei fyrirtækið gæti alveg sett upp samsetningarverksmiðju t.d. í Tælandi eða Víetnam.

Sennilegast mundi Apple - láta verksmiðjur sínar í Kína áfram þjóna öðrum mörkuðum sbr. Asíu, Evrópu, S-Ameríku, o.s.frv.

En setja upp samsetningarverksmiðju t.d. í Suður-Kóreu eða Japan með róbótum, en það væri ekki það langt úrleiðis miðað við að íhlutir eru líklega framleiddir á Asíusvæðinu, þeir sem ekki eru framleiddir í Kína -- sú samsetningarverksmiðja væri þá utan tolls Trumps og væntanlega setti saman síma fyrir Bandaríkjamarkað sérstaklega.

  1. Þannig að ef Trump er raunverulega alvara um að þvinga Apple heim með sína símaframleiðslu.
  2. Mundi Trump þurfa að: A)Tolla öll lönd þar sem samsetningarverksmiðjur á símum er að finna utan Bandaríkjanna. B)Tolla auk þess öll lönd þar sem íhlutir notaðir í síma eru framleiddir.
  • Það væri eina leiðin til þess að gera það mögulegt fyrir Apple - að færa verksmiðjur sínar heim.

Ef maður ímyndar sér þetta allt gert, þ.e. hvað mundi fela í sér stórfellda útvíkkun Trumps á álögðum tollum - eiginlega að Trump væri að tolla öll iðnríki í heiminum.
--Annars gæti einhver fært verksmiðju í annað land utan Bandaríkjanna er væri utan tolls.

Það þarf auðvitað að taka tillit til mjög verulegs kostnað við að færa verksmiðjurnar heim.

  1. En við erum ekki bara að tala um samsetningarverksmiðjuna er setur alla íhlutina saman og skilar lokuðum síma frá sér með öllu inniföldu kominn í neytendapakkningu.
  2. Heldur heilt net sérhæfðra íhlutaverksmiðja - sem framleiða t.d. móðurborðið þ.e. spjaldið með örrásum sem íhlutirnir tengjast við, stærsta einstaka stykkið er auðvitað skjárinn, síðan tölvan sjálf, rafhlaðan, minniskubbar, o.s.frv.
    --Allt framleitt af þar til, sérhæfðum verksmiðjum er sérhæfa sig í framleiðslu tiltekins hlutar - sem síðan getur verið notaður af margvíslegum tegundum síma, eða að sama verksmiðja framleiðir fyrir margvíslega aðra símaframleiðendur að einhverju leiti sérsniðinn íhlut - ef þess er krafist.
  3. Mér skilst að dýrasti parturinn sé - fyrirtækjanetið sem þarf að vera til staðar.
    --Því má ekki gleyma, að það krefst mjög sérhæfðs starfsliðs.
    --Mér skilst að fólk með þá þekkingu er til þarf, sé einfaldlega ekki til í Bandaríkjunum í dag.
    --Eins og gengur, skilar fólk með reynslu betra verki - en nýþjálfaðir.
  • Ég ætla ekki að gera tilraun til að gíska á það hver raunverulegur kostnaður væri.
  • Nema benda á að - augljóslega tekur þetta ferli mörg ár!
  • Og á meðan væri væntanlega - innflutningur gegnt hátum tollum í gangi.
  • Hinn bóginn, yrðu fyrirtækin væntanlega að velta þessum mikla kostnaði hvort sem er yfir á bandaríska neytendur.
  • Sem þíddi að útkoman yrði alltaf - sama hvernig ég velti þessu upp - miklu dýrari Apple símar fyrir Bandaríkjamenn.

Ég held að þetta mundi virka svipað burtséð frá því hvaða hátækni-iðnað Trump mundi gera tilraun til að þinga heim til Bandaríkjanna!
Að fyrirtækin mundu færa sig í þriðja land - er væri utan tolls, nema Trump tolli öll iðnríki.
--En síðan ef hann gerir það, endar þetta alltaf á því að skila miklu mun dýrari vöru en áður til bandarískra neytenda.

Sem leiðir mig til þeirrar lokaályktunar -- að væntanlega dugar 25% tollur ekki til að skila því að framleiðendurnir í Kína, hugsi sig til hreyfings. Þar sem að færslur heim mundu hvort sem er leiða til mikilla kostnaðarhækkana á markaði innan Bandaríkjanna!
--Að mér virðist rökrétt að mun hærra tollhlutfall mundi þurfa til að þvinga slíkt fram.

Og að þá mundi Trump þurfa að tolla ca. að sama hætti - öll önnur iðnvædd lönd.
Til að forða því að framleiðendur einfaldlega færi sig ekki í annað land - utan Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Enn sem fyrr virðist mér hugsunin að baki tollastríðum hjá Trump - eins og hún kemur fram í hans athugasemd, sem og hjá stuðningsmönnum hans; alltof mikil yfireinföldun. En lógískt séð ef maður leiðir þeirra hugsun áfram, þá virkar ekki það sem ætlast er til - virðist mér nema að Bandaríkin tolli hvert einasta land í heiminum sem tæknilega getur framleitt þá hluti sem fara í síma eða sett þá saman.
--Sem þíddi auðvitað að Trump væri að endutaka "Smoot–Hawley."

Þau tollalög voru ákaflega gagnrýnd eftir Seinna-stríð, kennd stórum hluta um það hversu djúp kreppan varð í Bandaríkjunum fyrir stríð. En þeir félagarnir mega þó eiga það eitt, að gripið var hreint til verks - tollar settir á allt með einni aðgerð.
--Í stað þess að vera teyja lopann.

En mér virðist að í innra röksamhengi tollahugsunar Trumps og stuðningsmanna hans, gangi sú hugsun ekki upp í sínu innra samhengi, nema allar innfluttar hátæknivörur burtséð frá hvaðan - væru tollaðar og það hátt.

Auðvitað þíddi það á móti önnur lönd tolluðu sambærilega á Bandaríkin, þannig að ef maður ímyndar sér einhverjar nýjar verksmiðjur heima fyrir að framleiða fyrir heima-markað, mundu aðrar fara út fyrir landsteina á móti sem í dag - framleiða fyrir markað erlendis.

Auðvitað með hátæknivörurnar framleiddar heima fyrir yrðu þær mun dýrari en áður.
Þannig að færri til muna Bandaríkjamenn hefðu efni á þeim - m.ö.o. minnkuð eftirspurn.
Samtímis yrðu færri störf við útflutning - minni eftirspurn heima fyrir skilaði væntanlega fækkun starfa við verslun og þjónustu samtímis.
--Eins og ég hef áður bent á, er vel hægt að búa til kreppu í Bandaríkjunum með slíkri stefnu -- greining hagfræðinga eftir Seinna-stríð var einmitt sú að Smoot-Hawley tollalögin hefðu aukið stórfellt atvinnuleysi í Bandaríkjunum árin í kjölfarið og dýpkað til muna kreppuna þar sem hófst nokkru fyrr vegna hrunsins fræga á Wall-street 1929.

Árétta þann punkt að ég efa að sama stefna eða svipuð í endurtekningu skili mjög ólíkri útkomu - sannarlega er hagkerfið ekki í kreppu, en slík stefna hefði samt stórfelld samdráttaráhrif -- vegna þess að ekki er kreppa í dag fyrir, yrði kreppan er af hlytist í Bandaríkjunum væntanlega ekki nærri eins djúp og kreppan þar á 4. áratug 20. aldar.

Ég á ekki von á að önnur lönd hefji tollastríð sína á milli.
Það yrðu m.ö.o. einungis Bandaríkin ein og sér er mundu prófa háa tolla fyrir sig.
Meðan önnur lönd líklega yfir sama tímabil héldu sig við núverandi lágtollastefnu.
--Þá fengist raunprófun á því, hvort það er raunverulega satt, að lágtollastefnan eingöngu sé góð fyrir risafyrirtæki, ofurauðuga og raunverulega tilræði við almenning; eða ekki.

Ég held svarið sé augljóslega að ef Bandaríkin tolluðu á alla, meðan aðrir tolluðu ekki sín á milli -- væru Bandaríkin eina stóra hagkerfið er hæfi kreppu. Þannig að líklega mundi tilraunin taka enda þegar næsti forseti mundi taka við í Bandaríkjunum, en mig grunar að veruleg aukning í atvinnuleysi - ásamt umtalsverðri lækkun lífskjara, mundi skapa nægilega víðtæka óánægju til að slíkri tollastefnu væri ekki haldið uppi lengi.
--Megin spurningin einungis hvort það væri jan. 2021 eða jan. 2025.

Sannast sagna smá vona ég að Trump gangi þetta langt, því ég er alveg öruggur að það mundi duga til að ófrægja slíka stefnu innan Bandaríkjanna - til þess að hugsanlega mundu líða önnur 90 ár þangað til að næst yrði aftur bryddað upp á henni.

Ps: Sá ábendingu á svar yfirmanns Apple.inc varðandi hvað skipti mestu máli í dag sambandi það að starfa innan Kína; svar hans - sé sú mikla sérhæfða þekking sem byggst hafi upp á sl. 30 árum meðal þess fólks sem starfar fyrir hátæknifyrirtæki innan Kína -- það sérhæfða fólk sé ekki á "lágum launum" en erfitt að finna það annars staðar, og ekki í dag til innan Bandaríkjanna:
Apple CEO Tim Cook: This Is the Number 1 Reason We Make iPhones in China (It's Not What You Think).

 

Kv.


Donald Trump með nýjar stórar tollhótanir gagnvart Kína, auk hótana um að innleiða áður hótuðum tollum fljótlega!

Það sem mér finnst áhugaverðast við þessar hótanir er tímasetning, en undanfarna daga er búið að vera mikið drama út af -- aðsendri nafnlausri grein í NyTimes, þar sem nafnlaus höfundur segist vera einn af starfsmönnum Donald Trumps sjálfs í Hvíta-húsinu, og heldur því á lofti að hann ásamt hópi starfsmanna þess, hafi sammælst um að - passa upp á Donald Trump forseta með þeim hætti að leitas til við að passa upp á það að Donald Trump í snöggri bræði eða vanhugsað, taki ekki hættulega rangar ákvarðanir Bandaríkjunum og heimsbyggðinni til hugsanlegs tjóns.
--Trump hefur síðan greinin var birt í NyTimes mjög greinilega verið haldinn ofsareiði út af því sem þar er haldið fram -- Trump virðist hafa fyrirskipað tilraun til að leita þann starfsmann uppi, þó viðkomandi komi ekki fram undir nafni.
--Röð háttsettra starfsmanna Hvíta-hússins hafa síðan borið af sér sakir og fordæmt hina nafnlausu grein --: Að sjálfsögðu mun sá nafnlausi vera einn þeirra, ef sá hefur vit í kollinum.

Við þetta bætist að Donald Trump virðist lentur í óvæntum vandræðum með NAFTA viðræður - en öfugt við það sem virðast hafa verið væntingar Trumps, Lighthizer og ríkisstjórnarinnar almennt.
--Hefur ríkisstjórn Kanada þverneitað að bakka frá því sem af þeirri ríkisstjórn er talið ófrávíkjanlegt, en síðustu fréttir af þeim samningum - benda til óbreyttrar pattstöðu.
**M.ö.o. að ríkisstjórn Kanada tekur ekki nýlegri stórri eftirgjöf Mexíkó - sem ástæðu til þess að gera slíkt hið sama, virðist standa við sinn keyp.

  1. Það má því velta því fyrir sér, að Donald Trump ákveði þessa tímasetningu hótunar sinnar gagnvart Kína.
  2. Ekki síst til þess að ná sjálfum sér niður -- eftir ofsareiði sl. daga.
  3. M.ö.o. þetta sé aðferð hans til að ná sér niður --> Að sýna það sem hann lítur á sem, styrk sinn.

--A.m.k. er þetta kenning sem ég nú varpa á loft!

Trump threatens new tariffs on $267bn of Chinese goods

Trump ups ante on China, threatens duties on nearly all its imports

Apple warns it may pass on tariff costs to consumers

 

Tollhótanir Trumps!

  1. Hann setur fram nýja hótun um 267ma.$ toll, sem hann segist munu hafa í bakhöndinni.
  2. Hann hótar að áður hótaðir tollar upp á 200ma.$ verði innleiddir fljótlega.

--Rétt að taka fram, að í gildi eru tollar að andvirði 50ma.$.
--Þannig að um er að ræða mjög stórt stökk.

Fram að þessu hafa tollarnir haft afar óveruleg áhrif á efnahag beggja landa - þeir séu einungis ca. 3% af heildarútflutningi Kína. Of lítið til að hafa mælanleg áhrif.

Það er rétt að hægt hefur ívið á hagvexti í Kína - en 6,7% er ekki hægur vöxtur.
En talið er að það tengist ekki - tollastríðinu, heldur yfirstandandi efnahagsaðgerðum Kína stjórnar, sem sé að leitast við að - glíma við ákveðinn efnahagsvanda sem áður er til staðar.
--En fjöldi kínverskra fyrirtækja eru gríðarlega skuldsett, sem stafar af ákvörðun frá sl. áratug þegar fyrri landstjórnendur Kína vísvitandi losuðu um allar hömlur varðandi lán, sem form af "economic stimulus" á sama tíma er kreppa gekk yfir Vesturlönd.
--En því miður bjó sú aðgerð til mikið af slæmum skuldum, sem íþyngir hagkerfi Kína -- síðan Xi tók við, hefur hann og efnahagsráðherra hans, leitast við að glíma við þann vanda - í kyrrþey.

M.ö.o. sé efnahagsstefnan aðhaldsamari nú varðandi aðgengi að lánum til fyrirtækja.
Það hægi ívið á fjárfestingum, samtímis að sumar tegundir af lánum hafa verið bönnuð.
--Hægri sinnaður fjölmiðlar í Bandaríkjunum, hafi oftúlkað er þeir virðast hafa haldið að óverulegir tollar Trump - séu þegar farnir að hafa veruleg efnahagsleg áhrif.
--En það sé ósennilegt, m.ö.o. ekki nema ca. 3% af heildarútflutningi Kína.

  1. Hinn bóginn gildir allt annað um hótanir að innleiða 200ma.$ og síðan líklega annan 267ma.$ toll -- þar sem ef hvort tveggja væri innleitt, væri Trump nokkurn veginn kominn með toll á allan útflutning Kína til Bandaríkjanna.
  2. Þá væru áhrifin sannarlega veruleg <--> En veruleg fyrir bæði ríkin.

--Það er hvað róttæku þjóðernissinnarnir sem nú stjórna Bandaríkjunum - láta sem vind um eyru þjóta, að slík aðgerð væri samtímis verulega efnahagslega skaðleg fyrir Bandríkin.
--Mig grunar að þeir stórfellt vanmeti áhrifin, vegna þess að fram að þessu hafa áhrifin verið - engin mælanleg, þ.e. hagvöxtur í Bandaríkjunum nærri sögulegu hámarki.

Hinn bóginn eru þau áhrif - eðlilega lítil sem engin - því 50ma.$ sé of lítið til að skipta máli fyrir tvö slík risahagkerfi!
Hinn bóginn væri 467ma.$ + 50ma.$ tollur samanlagt ekki óverulegt í slíku samhengi.
--Þess vegna færu þá neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið óhjákvæmilega að koma fram.
--Auðvitað það kínverska á sama tíma!

 

Tollar eru skattur á eigin landsmenn!

  1. Tollar virka þannig að innfluttur varningur hækkar í verði, þannig að þá hækkar sú vara gagnvart bandarískum neytendum.
  2. Vandinn í samhenginu er þó sá, að mikið af varningi í dag - kemur eingöngu frá Kína, eða að Kína er í dag það ráðandi í framleiðslu varnings X - að engin leið sé fyrir annan aðila að taka markaðinn með fljótum hætti af Kína.

Þannig að það er rétt eins og forsvarsmenn Apple Inc. benda á í bréfi til Lighthizer - sem engar líkur eru á að Lighthizer muni gera annað en að hundsa, að kostnaður af slíkum tollastríðum lendi óhjákvæmilega harkalega á almenningi.

Það liggur ekki fyrir með hvaða hætti Kínastjórn mundi svara slíkum aðgerðum.
En það virðist gæta þeirrar hugsunar í ríkisstjórn Bandaríkjanna - að þar sem verðmæti útflutnings Bandaríkjanna til Kína sé miklu minna, þá sé lítið sem Kínastjórn geti gert!
--Eftir hún hefur tollað allan útflutning Bandaríkjanna til Kína.

Hinn bóginn þá eru mörg bandarísk fyrirtæki starfandi í Kína, með mikla starfsemi þar - þar á meðal, Apple.
--Þó enginn geti fullyrt nokkuð þar um, þá að sjálfsögðu geta stjórnvöld Kína - beitt sér gegn bandarískum fyrirtækjum starfandi í Kína.
--Hinn bóginn væri það að sjálfsögðu - tíeggjuð aðgerð - en það gildir einnig um tollastríð.

Hinn bóginn þá held ég að Xi Jinping einfaldlega geti ekki bakkað í málinu, eins og virðist að Donald Trump haldi að hann geri. En slíkt væri "loss of face."
--Slíkt kvá vera lítið alvarlegum augum í Kína.

Því má síðan við bæta, að Kína á viðskipti um allan heim --> Punkturinn þar um er sá, að Kína gæti haft áhyggjur af afstöðu slíkra þriðju landa, sem samanlagt skipta Kína meira máli.
--Ef Kínastjórn mundi veita stórar eftirgjafir gagnvart Bandaríkjunum.

Bandaríkin eru samt - ekki nema rúmlega 20% af heimshagkerfinu.
ESB sem heild samanlagt - er ca. svipað hlutfall heimshagkerfisins.
--ESB hefur ekki virst líklegt að ganga í lið með Donald Trump.
**A.m.k. ekki meðan hann hefur ekki fellt niður hótun um að leggja stóra tolla á bifreiða innflutning frá ESB löndum og innflutning íhluta í bifreiðar frá sömu löndum.
**Hún er ekki formlega niður felld enn - ESB og ríkisstj. Bandar. hafa verið að ræðast við um nokkra hríð síðan pása var gerð í því viðskiptastríði, en þ.s. heyrst hefur um þær viðræður - bendir ekki til þess að samkomulag sé líklegt.

Vandinn er sá að kröfur ríkisstjórnar Bandaríkjanna einfaldlega virðast ekki sérdeilis raunhæfar -- t.d. held ég að aðildarríkisstjórnir ESB landa mundu aldrei samþykkja að galopna ESB fyrir bandarískum landbúnaðarvörum.
--Ástæða hörð andstaða víða meðal almennings í ESB löndum við - genabreyttar vörur sem og kjöt sem framleitt er með mikilli hormónagjöf.
**Afar ósennilegt að samningur sem innibæri slíka opnun, mundi komast í gegnum þing aðildarlandanna -- eiginlega algerlega öruggt eitthvert aðildarþingið mundi fella.
**Framkvæmdastjórn ESB er auðvitað ekki að samþykkja eitthvað sem hún fyrirfram veit - að engin leið sé að fá samþykkt.
--En um þær helstu viðskiptahindranir sem eftir eru - eru á sviði landbúnaðarvarnings.

Þegar kemur að Kína - virðist ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlast til þess að kínverska ríkið - geri tvíhliða samkomulag er mundi tryggja stórfelld aukin kaup Kína af varningi á landbúnaðarsviðinu - auk kola og gas af Bandaríkjunum.
--Fyrir utan að Kína felli niður alla tolla, aflýsi öllum samvinnu-samningum bandarískra fyrirtækja við kínverks fyrirtæki, felli allar slíkar kvaðir niður til frambúðar.
**Vandinn er ekki síst framsetningin, að Bandaríkin krefjast þess - koma síðan fram með röð af tollum.
**Þessi nálgun, fyrir utan hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna - talar upp hættuna af Kína, það verði að stoppa Kína - o.s.frv. --> Æsir auðvitað allt upp í Kína.
Kínverjar geta einnig verið þjóðernissinnar!

En þ.e. nánast ekki hægt að sjóða saman betri nálgun að því, að gera alla þjóðernissinnaða Kínverja bálreiða!
--Xi hefur verið að setja sig fram sem hinn sterka mann í kínversku samhengi, virst treysta töluvert á stuðning þjóðernissinna innan Kína --> Ef hann í slíku samhengi gæfi stórt eftir, sýndi sig sem - smærri en Donald Trump, gæti reiði kínversku þjóðernissinnanna beinst að honum.

  1. Xi gæti munað eftir því hvað gerðist í Úkraínu - þegar reiðibylgja af þjóðernis-sinnuðum rótum, gaus upp þegar annað land þ.e. Rússland gerði kröfur til Úkraínu.
  2. Að síðan er forseti þess lands gaf eftir hótunum - þá beindist sú reiðibylgja að þeim forseta, er þá virtist reiðum múgnum hafa svikið sitt eigið land.

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á, þá virðist mér áhugavert að Trump skuli hafa kynnt ákvörðun um hertar aðgerðir gegn Kína - í kjölfar látanna undanfarna daga í tengslum við grein í NyTimes birt án nafns, sem kvá einungis í annað sinn sem NyTimes heimilar ónafngreinda grein í formi bréfs til blaðsins.
Að auki er áhugavert að Kanada virðist ekki ætla að bogna undan kröfum Trumps, öfugt við það sem hann virðist hafa verið sannfærður um. Það mál gæti einnig verið að pyrra Trump.

Þannig að mér kemur til huga að þetta sé aðferð Trumps til að ná sér niður vegna reiði undanfarinna daga - að sýna það sem hann telur vera styrk sinn!

  • Ef hann lætur verða af öllum þeim tollhótunum - þá fer viðskiptastríð hans að hafa raunveruleg mælanleg neikvæð áhrif á hagvöxt innan Bandaríkjanna.

 

Kv.


Trump þakkar Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu fyrir að segjast hafa trú á Trump

Áhugaverðar skeytasendingar - en viðbrögð Trumps komu eftir að Kim Jong Un sendi bréf til forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 

  1. Í því bréfi segist Kim vilja kjarnorku-afvæðast fyrir lok kjörtímabils Trumps 2020.
    --En þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi NK gefur upp einhverja tímalínu.
  2. Síðan er hann sagður hafa sagst hafa - sömu trú á Donald Trump forseta og áður.

North Korea&#39;s Kim sets denuclearization time line, prompting thanks from Trump

A North Korea nuclear deal looks more likely to happen now

"Kim told South Korean officials his faith in Trump was “unchanged” and that he wanted denuclearization of the Korean peninsula and an end to hostile relations with the United States before Trump’s first term ends in early 2021, Chung said."

Donald Trump and Kim Jong-un shake hands.

Það líkaði Donald Trump greinilega að heyra, sbr:


Donald J. Trump✔@realDonaldTrump
 
"Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!"


Dálítið sterklega orðuð túlkun hjá Trump.

En það segir ekki endilega mikið um það - hver trú Kims á Donald Trump er.
Að hann segi trú sína á honum - óskerta.

 

Varðandi það hvort samkomulag er líklegt!

Höfum í huga að í ár er 2018 og þ.e. kominn - september. 
--M.ö.o. ca. 2 ár eftir af kjörtímabili Donalds Trumps.
--Er formlega er lokið í janúar 2021.
Punkturinn er sá, að það samkomulag sem þarf að gera við Norður-Kóreu, er óskaplega flókið.

Mín tilfinning er - það er ekki nægur tími til stefnu.
Það fer einnig eftir því akkúrat hvers Bandaríkin munu krefjast.

Kim Jong Un - virðist vilja formlegt og endalegt friðarsamkomulag á Kóreuskaga.
Það sé sú öryggistrygging sem hann óskar - í stað þess sem má vera hann gefi eftir.

En Bandaríkin vilja væntanlega ekki ganga frá því samkomulagi - fyrr en Kim hefur a.m.k. stigið einhver, óafturkræf skref.
Og Kim er tregur til að stíga - óafturkræft skref, fyrr en hann hefur eitthvað fast í hendi fyrir sinn snúð.
--Og núverandi Bandaríkjastjórn er skipuð harðlínumönnum, sem vilja eiginlega að NK gefi allt eftir fyrst - áður en Bandaríkin gefi nokkuð á móti.

  • Það sem menn úti í fjölmiðlaheimi er farið að gruna - er!
  • Að Kim telji - að með því að hitta Trump aftur í einrúmi.
    --Verði hægt hugsanlega að höggva á hnútinn.

En DT er þekktur fyrir að skipta um skoðun. Það má því vel vera - að nú sé að hefjast herferð frá Kim Jong Un - að sleikja Donald Trump upp með orðum, í von um að fá hann til að samþykkja annan leiðtogafund.

 

Niðurstaða

Það er lítið um málið í raun og veru að segja. Forseti SK og leiðtogi NK ætla að hittast á þriggja daga fundi í þessum mánuði. Það er sennilegt að á þeim fundum ræði þeir tveir með hvaða hætti hugsanlega verði unnt að ná fram samkomulagi um frið.

Hinn bóginn, jafnvel þó Kóreuríkin geti nú ræðst saman - þá leysir það ekki endilega málin milli Bandaríkjanna og NK.
--Bandaríkin vilja losna við öll kjarnorkuvopn NK - allan búnað NK til gerðar smíði kjarnorkuvopna og einnig allar langdrægar eldflaugar auk búnaðar til smíði þeirra.

Afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur hingað til verið sú, að Kim þurfi að stíga stór óafturkræf skref - áður en til greina komi af hálfu Bandaríkjanna að stíga lokaskref af sinni hálfu.

Augljóslega á hinn bóginn, hefði þá Kim enga tryggingu fyrir því - ef hann stígur óafturkræf skref af fyrra bragði, að það leiddi þá til þess að Bandaríkin gerðu þá slíkt hið sama á móti.

--Það leiðir hugan að því, að ég sagði tímann líklega ónógan sem eftir er.
--En líkur virðast á að praktískt samkomulag væri tafsamt í smíðum, þyrfti að framkvæmast í skrefum - síðan í hvert sinn þyrfti að staðfesta skref hefði verið stigið af beggja hálfu. Ekki fyrr en staðfestingar beggja mundu liggja fyrir, væri unnt að stíga næsta skref - síðan aftur staðfestingarferli af beggja hálfu, o.s.frv.

M.ö.o. samtímis tafsamt í smíðum og framkvæmd.
Það má vera að það sé veðmál Kim Jong Un - að hann geti látið málið falla á tíma.
Að hann treysti á að Donald Trump nái ekki kjöri!

 

Kv.


Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var kokhraustur í fjölmiðlum er talið barst að samingum við Bandaríkin

Ef marka má orð Justin Trudeau þá ætlar hann ekki að leggja niður skottið þegar fundir milli landanna hefjast aftur. 
--Það verður að koma í ljós hversu mikið er að marka hans orð.

Canada PM indicates he will not bend on key NAFTA demands at talks

Image result for justin trudeau

Justin Trudeau - "There are a number of things we absolutely must see in a renegotiated NAFTA," - "No NAFTA is better than a bad NAFTA deal for Canadians and that’s what we are going to stay with." - "We will not sign a deal that is bad for Canadians, and quiet frankly, not having a Chapter 19 to ensure the rules are followed would be bad for Canadians,"

  1. Hann íjar sterklega að því að hann sé til í að labba frá samningum.
  2. Hann hafnar því alfarið að samþykkja samkomulag við Bandaríkin - þar sem ekki er til staðar, óháður dómstóll sem dæmi um vafamál - sem starfar sem hluti af því kerfi sem búið sé til utan um viðskipti landanna.

Hann þar með hafnar enn einni megin kröfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
Sem hefur viljað afnema úrskurðarkerfi sem starfað hefur í samhengi við NAFTA samninginn.

T.d. á sl. ári spratt upp deila milli Kanada og Bandaríkjanna um nýja flugvél er hafði verið þróuð af kanadíska fyrirtækinu Bombardier.

En þá hafði Boeing fyrirtækið sent kvörtun til bandarískra stjórnvalda - Lichthizer setti þá 300% toll á vél Bombardier.

Þegar deilan kom fyrir sáttaferli NAFTA - þá endaði málið með úrskurði Kanada í hag.
Þ.e. refsitollur Lighthizers var dæmdur brot á reglum viðskiptakerfisins.

--Þetta er auðvitað af hverju núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna vill afnema slíkan dómstól.
--En augljósi vandinn er sá, að þá mundi Lighthizer að sjálfsögðu endurtaka leikinn - næst þegar bandarískt fyrirtæki mundi senda inn kvörtun, þ.e. gera ráð fyrir að bandaríska fyrirtækið segi allt satt - og væntanlega setja refsitoll á kanadískt fyrirtæki.

Þetta er auðvitað af hverju t.d. Heimsviðskiptastofnunin einnig hefur dómstól.
--Því annars mundu allir hygla eigin fyrirtækjum í vafamálum!
--Sem mundi í raun og veru -- enda sem viðskipta-hindrun.

Heima fyrirtæki eru gjarnan í pólitískum tengslum við stjórnmálaflokka innanlands - og hafa þar með, forskot í pólitískum áhrifum.
--Ef viðskiptakerfið hefur enga óháða sáttaleið til boða, þá er hætta á því að fyrirtækin sem fyrir eru - beiti sínum pólitísku áhrifum til að útiloka hina erlendu samkeppni.

Kanadísk fyrirtæki ættu augljóslega erfitt uppdráttar í kerfi án - hlutlauss dómstóls.
Bandarísk fyrirtæki mundu mjög sennilega þá eiga mjög auðvelt með að beita pólitískum áhrifum í Washington - til að hindra fyrirtæki frá Kanada í því að ná fram verulegum árangri.

  1. Einnig spurning hver er tilgangur viðskiptasamings?
  2. Hingað til hefur hugmyndin ekki verið að þeir samningar snúist eingöngu um - vöruviðskipti, heldur einnig opna samkeppni milli fyrirtækja frá löndunum.

 

Niðurstaða

Það kemur í ljós hvað verður með samninga Kanada og Bandaríkjanna - en miðað við orð Justin Trudeau þá ætlar Kanada ekki að gefa eftir sínar megin kröfur í samningum við Bandaríkin - þ.e. þær sem staðið hefur í stappi um í heilt ár.

Sl. föstudag - Samningaviðræður Kanada og Bandaríkjanna virðast farnar út um þúfur - virtist haft eftir Trump hann væri sannfærður að Kanada mundi fara að vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna, einungis spurning um tíma.
--Sl. föstudag virtust viðræður benda til mikillar stífni samningamanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna - er virtist tóna við afstöðu af þess konar tagi.

Ef það er enn afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna - að samningsstaða Bandaríkjanna séu skilyrði sem Kanada verði að samþykkja.
Og ef á sama tíma Justin Trudeau er alvara, gæti raunverulega slitnað upp úr.
--Því gæti fylgt töluverðar efnahagslegar afleiðingar fyrir Kanada, ef það þíddi að Donald Trump mundi þá tilkynna uppsögn NAFTA. Sem er alveg hugsanlegt, sérstaklega þegar honum hefur tekist að fá Mexíkó til að gera við sig - tvíhliða samning.

Ef þetta yrði ofan á, þá væru alveg ný skref stigin í samskiptum við Kanada.
Það er að all í einu væru þá löndin samskiptalega séð að fjarlægjast.
--Það væri sennilega unnt að skoða þess lags útkomu sem nokkurn ósigur fyrir Trump.

Þetta á allt eftir að koma í ljós.

 

Kv.


Ekkert slor nýr Rússnesk smíðaður lúxusbíll Pútíns - sömu helgi og bifreiðasýning var í Moskvu voru aldraðir Rússar að mótmæla

Sjálfsagt heyrðu einhverjir aldraðir Rússar væru að mótmæla - fyrirhuguðum breytingum á fyrirkomulagi greiðsla ellilífeyris, ekki síst breytingum á því - á hvaða aldri einstaklingur kemst á ellilífeyri. 
--Pútín hefur sagt breytingar nauðsynlegar vegna fyrirséðs kostnaðarauka fyrir stjórnvöld, af völdum fjölgunar Rússa í sem komast á ellílífeyrisaldur.

Despite Putin&#39;s concessions, Russians protest pension reform law

En það gæti verið að einhverjir meðal hinna öldruðu hafi einnig reiðst yfir nýrri flottræfilsbifreið leiðtogans - Aurus Senat!

Limminn hans Pútíns - videó, eins og sést er hann langur

Sennilega standard týpan sem venjulegir ríkir Rússar kaupa - sjá myndband!

Ef marka má fréttir, er Senat bifreiðin þróuð af "NAMI" sem er rannsóknarsetur rússneskra stjórnvalda - fyrir þróun bifreiða. Og Aurus virðist -- alfarið nýtt lúxusbifreiðamerki.

  1. Það þíðir væntanlega, að bifreiðin hefur ekki nokkurn fyrir-rennara, þ.e. allt er nýtt, sbr. vél - kram - innrétting - undirvagn, o.s.frv.
  2. Miðað við hvað kostar að þróa nýjar bifreiðar á Vesturlöndum frá grunni - þá meina ég, allt nýtt -- er líklegur þróunarkostnaður yfir milljarði dollara, jafnvel - nokkrir.
    --Óþekkt er hve margir verða seldir per ár, en ólíklegt virðist að þeir verði seldir í einhverju verulegu magni.
  3. Á mannamáli eins og ég skil hagfræði - þíðir það, að kostnaður nýja bílsins hans Pútíns hlýtur að vera margfaldur líklega samanborið við -- sennilega þá bifreið sem t.d. Donald Trump notast við.
    --En forsetabifreiðar Bandaríkjaforseta hafa alltaf verið á grunni einhverrar bifreiðar þegar í framleiðslu - þó mjög mikið breyttri frá upphaflegri gerð.
    --En samt, við það að nota mjög tjúnnaða standard vél - standard strúktúr sem þó er lengdur og sérstyrktur, þó bætt sé við margvíslegum sér búnaði; þá ætti að sparast heilmikill peningur.
    --Samanborið við það, að bifreið sé ekki á grunni bifreiðar sem áður hefur verið til, en ef allt kramið er nýtt - allt sem fer í bifreiðina er það einnig; þá er væntanlega um að ræða mjög verulegan þróunarkostnað -- sem leggst þá allur á þau örfáu eintök er verða smíðuð fyrir rússnesku plútókratana.
  4. Skv. upplýsingum WikiPedia, er bifreiðin hans Pútíns -- 6,5 tonn, og með um 600 hestafla vél, þróun hennar var hafin 2013 -- ekki fylgir hve mörgum milljörðum var varið í það.
  5. Venjulegi Senatinn - kvá verða settur í almenna framleiðslu fyrir litlar 160.000$ og verður boðinn til sölu í Asíu og Mið-Austurlöndum.
    --Síðar verði boðið upp á fleiri bifreiðar á sama grunni, t.d. stóran lúxus jeppling.
    Kannski smá von að eitthvað náist inn til baka fyrir þróunarkostnaðinum!
    Það verður að koma í ljós, hvernig það gengur að selja ofurlúxus bifreið frá Rússlandi.

Það sem ég er að segja, að á sama tíma og Pútín er að segja við gamla fólkið -- ríkið þarf að spara, hefur það verið að verja virkilegum haug af peningum í þetta - gæluverkefni.

Og ég gæti trúað því að þær fréttir hafi hleypt einhverjum gömlum kappi í kinn.

Mótmæli í Rússlandi

Myndanifdeg;urstafdeg;a fyrir russia PENSIONERS protesting

Mynd af mótmælum á Spáni fyrir nokkrum árum

Protesters

Það er ekkert sérstaklega óalgengt að fyrirhugaðar skerðingar í tengslum við ellilífeyri leiði til fjöldamótmæla - slík mótmæli hafa undanfarin ár farið fram í nokkrum fjölda landa; enda Rússland langt í frá eina landið - sem býr við hækkandi meðalaldur íbúa.

 

Niðurstaða

Þó nýi lúxusbíllinn sé flottur - þá stórfellt efa ég að hugmyndin um lúxusbifreiðaframleiðslu sé til komin í öðrum tilgangi, en þeim að gera tilraun til þess - að hala inn peningum á móti þeim mikla pening sem farið hefur í að þróa bifreið fyrir Pútín alveg frá grunni alfarið innlennt smíðaða skv. bestu stöðlum.
--Rússneskir bílar hafa sannarlega verið seldir út fyrir landsteina sérstaklega árum áður.
--En í gamla daga voru þetta ódýrir bílar fyrir pöpulinn, eiginlega keyptir vegna þess að þeir voru ódýrir - gjarnan ódýrari en aðrir fáanlegir.
--Að sama skapi voru þeir ekki að háum gæðastandard.
Fyrir bragðið grunar mig að það geti verið nokkuð á brattann að sækja jafnvel þó í þessu tilviki séu framleiðslugæði ef til vill - fyrsta flokks, að ná fram þeim sölum sem stefnt er að. Þar sem að fyrir lúxur kaupendur, skiptir ímynd ef eitthvað er - meira máli, en fyrir venjulegt fólk. Eftir áralanga fjarveru almennt séð frá mörkuðum, séu Rússneskir bílar líklega besta falli lítt til ekki þekktir - gamla ímyndin mundi frekar skemma fyrir.

Það gæti þurft að verja miklu fé til kynningar. Síðan er þetta tegund sem enginn hefur frétt af, þó Pútín sé á einu eintaki!
--Mig grunar að þessu fé öllu hefði verið betur varið til innanlandsmála í Rússlandi.
--Ekki gleyma því, að Pútín er að biðja gamla fólkið að sætta sig við hertar sultarólar.
--Því ríkið þurfi að spara fé -- -- en greinilega þarf ekki að spara fé fyrir gæluverkefni ríka fólksins með sambönd innan stjórnkerfisins.


Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband