Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2018
28.2.2018 | 01:47
Aldrei þessu vant vann Trump mál fyrir bandarískum dómstól - Hæstarétti Bandaríkjanna
Rétt að taka fram strax, að þó að úrskurðurinn hafi verið fyrir Hæstarétti, þá lýkur sá úrskurðurinn ekki málinu - því að úrskurður Hæstaréttar þíðir að úrskurði lægra réttarstigs er hafnað; en málinu vísað þangað að nýju!
--Sem þíðir að lægra réttarstig, m.ö.o. "9th Circuit Court" þarf að nýju að fjalla um það tiltekna mál!
Supreme Court curbs rights of immigrants awaiting deportation
Talsmaður ACLU: "No one can claim, nor since the time of slavery has anyone to my knowledge successfully claimed, that persons held within the United States are totally without constitutional protection."
Trump kannski kátur í þetta sinn!
Spurningin umdeilda snýst um það hvort ólöglegir innflytjendur sem eru í haldi yfirvalda, eiga að hafa rétt á því að fá umfjöllun á dómsstigi um það hvort þeir eigi að fá að ganga lausir - gegn veittu fjármagni til tryggingar "bail"
Áður hafði 9th Circuit Court úrskurðað að fjalla ætti um mál viðkomandi - spurninguna um að hugsanlega sleppa viðkomandi gegn tryggingarfé, á 6-mánaða fresti.
En Hæstiréttur hafnaði þeirri úrlausn 9th Circuit Court. Og sendir spurninguna aftur til baka til nýrrar umfjöllunar.
Skv. skoðun eins dómarans -- "But Alito said that these immigration law provisions cannot be interpreted to limit the length of detention."
- Segjum að skoðin Alito dómara yrði ofan á - að lagatæknilega væru alls engar takmarkanir á rétti stjórnvalda til að halda ólöglegum innflytjenda - án möguleika þess einstaklings til að leita sér réttarfarslegra úrræða.
- Þá virðist sannarlega blasa við sá tæknilegi möguleiki, að einhverjir slíkir gætu lent í því að vera haldið árum saman - án þess að eiga nokkurn möguleika á aðgengi að réttarfarslegu úrræði.
--T.d. gætu það verið einstaklingar, þeirra upprunalega heimaland neitar að taka við þeim að nýju - en slíkt tilvik eru ekki endilega rosalega sjaldgæf.
- Rétt er að ryfja upp deiluna um -- fangabúðir George Bush, þar var a.m.k. haldið fólki sem grunað var um þátttöku í starfi hryðjuverkahópa -- hinn bóginn lentu þar margir án þess að rannsakað hefði verið gaumgæfilega hvort þeir væru slíkir.
Það sem ég er að leiða að, er að þetta er mjög áhugaverð grunn spurning, hver eiga réttindi einstaklinga að vera - sem ekki eru ríkisborgarar þess lands, þar sem þeir viðkomandi eru staddir í?
Orðréttur texti úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna: "We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the Pursuit of Happiness."
ACLU vill meina að þar með séu Bandaríkin skuldbundin til að veita erlendum ríkisborgurum staddir á bandarískri grundu - þó þeir viðkomandi hafi brotið bandarísk lög - þau mannréttindi sem vísað sé til í sjálfstæðisyfirlýsingunni.
Það er auðvitað töluverður hópur af fólki á öndverðum meiði.
Þar á meðal fagnaði talsmaður Trumps úrskurði Hæstaréttar:
"We are aggressively working to implement common sense reforms to reduce that backlog, and todays Supreme Court decision ensures that immigration judges in the Ninth Circuit can focus their valuable docket time on matters actually required by law,"
Devin OMalley vísar til þess að aðgengi innflytjenda í haldi að réttarkerfinu - taki tíma frá réttarkerfinu sem það geti nýtt til annars.
Spurningin sem sagt -- hafa ólöglegir innflytjendur í haldi réttindi, eða engin réttindi?
--En ef slíkir mættu fá "bail" eða lausn gegn framlögðu tryggingarfé, gætu þeir viðkomandi væntanlega aflað sér vinnu á meðan.
--Auðvitað yrðu þeir þá að sjá um sig sjálfa!
Hinn bóginn, hefur Trump þá prinsipp afstöðu - að innflytjendur taki störf frá innlendum, og líklega vill ekki heyra á það minnst -- að hleypa einstaklingum lausum inn á vinnumarkaðinn; sem ekki hafa í raun og veru nokkurt formlegt dvalarleyfi - vegna þess að ekki hefur enn tekist að vísa viðkomandi úr landi.
Það er auðvitað alltaf tæknilegur möguleiki ef einstaklingur fær vinnu - að það geti aukið líkur þess að viðkomandi geti breytt sinni stöðu.
--Trump og stuðningsmenn, virðast hinn bóginn frekar vilja fækka slíku aðkomufólki innan Bandaríkjanna!
Og væntanlega hafa mjög litla samúð með einhverjum sem kom ólöglega til landsins, þó sá dúsi án nokkurs möguleika á lagaúrræði - jafnvel í langan tíma, ef sá er það óheppinn að ekki tekst að ná samkomulagi við hans heimaland - um að taka aftur við viðkomandi.
Ef sú afstaða yrði ofan á - er alveg unnt að sjá fyrir sér mjög langa vistun fyrir einstaklinga staddir í þess konar klemmu.
--Þeir sem einblína á þetta sem mannréttindamál, að sjálfsögðu segja slíka útkomu brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna sbr. mannréttindayfirlýsinguna ofangreinda, og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum Bandaríkjanna.
- Þessi deila er einnig áhugaverð vegna þess, að svipaðar spurningar eru uppi í fleiri löndum.
Niðurstaða
Sú grunn spurning um mannréttindi til umfjöllunar innan réttarkerfisins í Bandaríkjunum, er að sjálfsögðu grunnspurning sem mig grunar að einnig sé í vaxandi mæli umdeilt atriði í vaxandi fjölda vestrænna ríkja.
Mannréttindayfirlýsing vitnað til er yfir 200 ára gömul. Annað samfélag mundu sumir segja - en sumir aðrir mundu segja, mannréttindi tímalaus.
En upphaflega hugmyndin um mannréttindi hjá þeim er rituðu stjórnarskrá Bandaríkjanna, var að þau væru helgur réttur alls mannkyns -- sbr. "all men created equal."
En greinilega virðist í dag þeim fjölga sem virðast vilja skilgreina það atriði þrengra, sbr. að það eigi einungis við borgara landsins.
--Sem væri nær upphaflegum hugmyndum Rómarveldis um borgararéttindi.
--En í Róm var sá er ekki var borgari, réttlaus með öllu.
En réttur borgara var mjög raunverulegur, og má með sanni segja að eitt helsta framlag Rómarveldis hafi verið uppfynningin - borgararéttur.
Þetta þíddi, á sama tíma gat viðgengis þrælahald - en þeir voru sjálfsögðu ekki borgarar.
Spurning hvort að Vestræn ríki muni færast nær hugsun Rómarveldis?
--Þannig, að það verði eins og þar, að þeir sem ekki séu borgarar verði réttlausir.
--Nema að sérstakir samningar um annað gildi milli ríkja.
Það væri töluvert fráhvarf frá þeirri hugsun er einkenndi frjálslyndishugmyndir 18. aldar er skiluðu sér til fyrstu frönsku stjórnarskrárinnar og þeirrar bandarísku.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2018 | 01:29
Trump enn í vandræðum með dómara - útkoman sennilega veikir stöðu Trumps
Trump var alls ekki kátur:
"Nothings as bad as the 9th Circuit," - "Its really sad when every single case filed against us is in the 9th Circuit. We lose, we lose, we lose and then we do fine in the Supreme Court," - "But what does that tell you about our court system? Its a very, very sad thing."
Kannski smávegis hofmóðugt, að líta það áfellisdóm á sjálfu dómskerfi landsins, að eiga í erfiðleikum með að sannfæra dómara landsins.
En það sem Hæstiréttur hafnaði, var tilraun Trump til að vísa máli - sem enn er til umfjöllunar á millidómstigi, til Hæstaréttar.
Hæstiréttur hafnaði að taka málið yfir án skýringa: US Supreme Court declines to review order
Talsmaður Hvítahússins, tjáði sína óánægju með málalyktir:
"The DACA program -- which provides work permits and myriad government benefits to illegal immigrants en masse -- is clearly unlawful. The district judges decision to unilaterally re-impose a program that Congress had explicitly and repeatedly rejected is a usurpation of legislative authority,"
Sannast sagna sé ég ekki að "DACA" hafi verið ólöglegt - enda var það sett til bráðabirgða, og hefði fallið úr gildi um leið og þingið hefði sett lög um málefni þess hóps.
En síðan leið og beið, og engin komu lögin - vegna deilna um málið innan þingsins.
--Trump sagðist hafa slegið "DACA" af vegna þess að það væri hlutverk þingsins að setja reglur um slíka hluti!
En ég veit ekki betur en að ríkið bandaríska hafi frekar víðtækar heimildir til að veita tilskipanir - þegar má færa rök fyrir því, að það skorti lög.
--Enda hefur Trump sjálfur verið iðinn við útgáfu tilskipana.
En málið er að útkoman sennilega veikir samningsstöðu Trumps!
Ég held persónulega Trump hafi klárlega slegið "DACA" af til að beita Demókrata þrístingi -- til að samþykkja fjármögnun á veggnum hans.
En sá hópur sem oft í fjölmiðlaumræðu í Bandar. eru kallaðir "dreamers" komu sem börn til Bandar. - skv. vestrænum lagahefðum eru börn saklaus, ekki unnt að refsa þeim.
Brottrekstur í því tilviki gæti talist refsing og hugsanlega brotið grunnreglu.
- Málið er að Trump stendur í hörðum deilum við þingdemókrata - vill fá vegginn sinn, en einnig víðtækar breytingar á innflytjendalöggjöf til að draga mjög úr aðflutningi fólks til Bandar.
- Mér virðist að útkoma málsins þíði - þ.s. að þá stendur klárlega úrskurður frá millidómstili "9th Circuit Court" í því tilviki - að "DACA" prógrammið starfi áfram, meðan dómsmál er varða réttmæti tilskipunar Trumps um afnám "DACA" eru til umfjöllunar fyrir rétti.
- Þ.s. væntanlega tekur það nokkurn tíma. Þá virðist mér samningsstaða Trumps í núverandi deilum um fjárlög - sem hann vill fá inn tilteknar breytingar.
--Að sú samningsstaða sé klárlega veikt.
Trump stendur þá frammi fyrir því að lokar hugsanlega aftur á ríkið - en án þess að þá geta hugsanlega beitt hótun að reka fólk sem tilheyri "dreamers" til að þrýsta á Demókrata.
- Sem auki sennilega líkur þess að málin sigli aftur í lokun.
- En Trump virðist halda uppteknum hætti, að hafna öllu samkomulagi sem ekki innihaldi vegginn hans eða þær aðrar breytingar sem hann vill setja í fjárlögin - þar á meðal fleiri landamæraverði.
--Tæknilega geta Repúblikanar og Demókratar myndað sameiginlegan 2/3 meirihluta.
Slíkt hefur gerst a.m.k. einu sinni áður - en flokkarnir hafa virst nærri samkomulagi, en þó af því tagi sem Trump er greinilega enn ósáttur við.
Það á eftir að koma í ljós hvað gerist - en Trump mundi án vafa hrauna yfir þingið ef það afgreiddi málin með slíkum hætti. Ekki þá hlífa Repúblikönum á þingi heldur.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að veita því athygli þegar aftur dregur nær þeim degi sem aftur lokast á ríkið í Bandaríkjunum. En ef Trump tekst áfram að stoppa samkomulag sem ekki uppfyllir hans skilyrði -- gæti lokun blasið við að nýju innan skamms.
En nú án þess að hann geti hótað Demókrötum með "dreamers."
Það gæti leitt til lokunar er gæti staðið í nokkurn tíma hugsanlega, nema auðvitað að 2/3 meirihluti mundi myndast á þinginu - þingið þannig gera Trump hornreka.
En ef lokun stendur nægilega lengi hætta bætur að vera greiddar til bótaþega - þá má reikna með fjölmennum mótmælum aldraðra og fatlaðra við "Capitol." En mig grunar þar frekar, því sennilegar væri að þrístingur á þeim slóðum hefði áhrif.
Það a.m.k. virðist ekki augljóst að Trump hafi betur í þeirri rimmu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um er að ræða Robert Gates er skv. fréttum virðist hafa gefist upp á slagnum við Mueller, og gert sambærilegt samkomulag "plea bargain" eins og Flynn í desember, þar sem Robert Gates lofar fullri samvinnu við rannsókn Muellers á samskiptum framboðs Donalds Trumps við aðila tengdum ríkisstjórn Rússlands mánuðina og vikurnar fyrir forsetakosningar 2016.
Paul Manafort og Robert Gates
Former Trump campaign aide pleads guilty in Russia probe
Á föstudag var sagt frá því Mueller hefði lagt fram nýjar kærur á hendur Gates og Paul Manafort: Fyrrum kosningastjóri Donalds Trumps - sætir viðbótar ákærum, ásamt kollega hans sem einnig var starfsmaður framboðs Trumps.
Báðir þeir Gates og Manafort gegndu trúnaðarstörfum fyrir framboð Trumps, þar á meðal var Manafort um tíma - kosningastjóri. En Gates virðist hafa séð um daglegan rekstur framboðsins - gert það áfram eftir að Manafort hætti á sínum tíma. Gates veit örugglega margt!
- "Rick Gates, pleaded guilty on Friday to conspiracy against the United States and lying to investigators, and he is cooperating with a federal probe into Russias role in the election."
- "The plea increases pressure on Paul Manafort, who was Trumps campaign manager for five months in 2016, to also seek a plea deal." - "However, Manafort said in a statement issued after Gates plea deal that he maintained his innocence."
Manafort er greinilega harður nagli - en augljóslega sverfur nú harkalega að honum, þegar samstarfsmaður hans - hefur samþykkt tilboð Muellers, að játa sekt - veita fulla samvinnu, gegnt vægari dómi síðar meir!
--Eins og ég benti á í færslu minni sl. föstudag, ætlar Mueller sér greinilega að draga þá báða að landi.
--Þ.e. alveg hugsanlegt, að samningar séu í gangi milli fulltrúa Muellers og lögfræðings Manaforts - að einfaldlega hafi Manafort ekki náð fram samningi við Mueller, sem honum líki.
Það eru auðvitað vangaveltur - en þó klárlega rökréttar slíkar!
Aðilar í Hvítahúsinu hafa svarað fjölmiðlum að kærurnar gegn Gates og Manafort tengist ekki Trump með nokkrum hætti!
Vissulega rétt, hinn bóginn - hef ég haft á tilfinningunni, að Mueller væri að bauna þeim kærum að Gates og Manafort -- sem hann teldi bestar líkur á að stæðust.
--Samkomulagið við Flynn á sínum tíma hafi snúist um fulla samvinnu við rannsókn Muellers á tengslum framboðs Trumps við rússneska aðila tengda stjórnvöldum Rússlands.
Ég á von á því að Gates hafi samþykkt einnig að veita fullar upplýsingar um allt tengt þeirri rannsókn Muellers -- þannig að þó kærurnar sem hingað til hafa fram komið tengist ekki með nokkrum beinum hætti akkúrat þeirri rannsókn; sé tilgangur Muellers líklega samt sá að knýja aðila er voru hátt settir innan Framboðs Trumps - til þess að veita einmitt upplýsingar um það akkúrat hvað þar fór fram!
Sem þíði að ég held að Mueller væri ekki að þessu, ef hann teldi sig ekki geta með því hugsanlega náð í gegnum þær tilraunir - einhverju tangarhaldi á sínu rannsóknar-viðfangsefni.
Nokkur fjöldi Repúblikana hafa hvatt Trump til að veita öllum þeim sem eru undir fókus Muellers, fulla forseta náðun: Conservatives urge Trump to grant pardons in Russia probe.
--Það sem þeir leggja til, er náðun fyrirfram!
- Ég er ekki viss þó að heimild forseta nái til þess að náða fyrir það sem ekki hefur áður verið dæmt. Og er alls óvíst að dómur falli um.
- Síðan hefur verið bent á að forsetanáðun getur verið tvíeggjuð.
Því náðun þíðir einnig, að viðkomandi getur opnað sig upp á gátt - sagt frá án þess að eiga nokkurt á hættu.
M.ö.o. Trump þyrfti að hafa mjög mikið traust til þeirra - sem hann hugsanlega veitti slíka opna náðun fyrir allt sem hann kann að hafa gert sem stangast hugsanlega við lög meðan sá vann að framboði Trumps.
--Auðvitað gæti því fylgt nokkur pólitísk áhætta fyrir Trump.
Niðurstaða
Greinilega er Robert Mueller á skriði við það að draga inn þá aðila sem voru háttsettir innan framboðs Donalds Trumps - áður hafði Michael Flynn seint í desember 2017 gert sambærilegt samkomulag við Mueller. Næstur í röðinni er greinilega Paul Manafort, rökrétt virðist því að ætla að starfsmenn Muellers einbeiti sér að því að herða sem mest skrúfurnar á hann - en hann hefur um skeið verið að berjast við starfsmenn Muellers fyrir rétti, á föstudag var kærum gegn honum fjölgað - það mundi ekki koma mér á óvart ef Mueller reynir að fiska fram eitthvað meira á hann. En lokamarkmið gagnvart Manafort er líklega, að fá hann einnig til að gera samkomulag fulla samvinnu gegnt að einhverju leiti vægari refsingu.
--En ef marka má fjölmiðla ætlar Manafort bersýnilega að berjast áfram a.m.k. um einhverja hríð.
En ef Mueller tekst að hala inn Manafort einnig, þá verður hann væntanlega kominn með afar umfangsmikla vitneskju um það hvað akkúrat fór fram milli næstu ráðgjafa Trumps og Trumps sjálf, síðustu mánuðina og vikurnar fyrir kosningar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.2.2018 kl. 05:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.2.2018 | 00:28
Fyrrum kosningastjóri Donalds Trumps - sætir viðbótar ákærum, ásamt kollega hans sem einnig var starfsmaður framboðs Trumps
Um er að ræða Paul Manafort og Rick Gates - báðir störfuðu fyrir framboð Donalds Trumps 2016, þar af Manafort um tíma í hlutverki stjórnanda framboðsins.
--Báðir eru á fullu þessa dagana að verja sig í dómssal gagnvart kærum er áður voru lagðar fram af sérstökum saksóknara Bandaríkjaþings, Robert Mueller.
U.S. special counsel files new charges against Trump former campaign aides
Manafort and Gates face new charges in Mueller probe
Nýjar ásakanir snúast um það, en þeir hafa lengi verið viðskiptafélagar, að þeir hafi á sl. ári - svikið út 20 milljón dollara lán frá bandarískum banka, með því að birta bankanum gögn er ofmátu tekjur af þeirra viðskiptum og samtímis blekktu bankann varðandi umfang þeirra viðskiptaskulda.
Áður sæta þeir kærum fyrir peningaþvætti - fyrir að hafa svindlað á bandaríska ríkinu og fyrir að skrá sig ekki sem "foreign agents" er þeir um hríð störfuðu fyrir úkraínska ríkið í tíð fyrri forseta Úkraínu -- áður en sá hrökklaðist frá völdum.
--En það virðist að lög í Bandaríkjunum kveði á um að bandarískir einstaklingar sem hafa starf sem fókusar á að vinna fyrir hagsmuni erlendrar ríkisstjórnar, þurfi að skrá sig hjá bandaríska ríkinu -- sem erlendir agentar.
- Málið vekur athygli fyrir það, að kærurnar koma frá Robert Mueller, og að þessir einstaklingar báðir tveir voru háttsettir innan framboðs Donalds Trumps.
- Sérstaklega er áhugaverð staðreynd að Manafort, var viðstaddur umdeildan og frægan fund í Trump turni fyrir forsetakosningar 2016 - þar sem einnig voru viðstaddir Jared Kushner og Donald Trump Jr. -- ásamt rússneskum lögfræðingi sem mætti til fundarins að falbjóða neikvæðar upplýsingar um Hillary Clinton.
--Mann grunar óneitanlega það að Mueller sé að hjóla í þá Gates og Manafort, í von um að geta gert við þá sambærilegt samkomulag og Mueller undir loks sl. árs gerði við Michael Flynn, er um skamma hríð var í embætti Þjóðaröryggisráðgjafa Hvítahússins.
--Líklegur tilgangur getur verið sá, að fá þá til að vitna um fundinn umdeilda með öðrum hætti en hingað til -- en því er ekki neitað að fundurinn fór fram, en því er þverneitað að nokkur sala/kaup hafi farið fram á neikvæðum upplýsingum frá rússneska lögfræðingnum.
--Það getur vel verið að tilgangur Muellers sé að setja Gates og Manafort stólinn fyrir dyrnar, eins og Mueller tókst með Flynn -- þ.e. Flynn stóð frammi fyrir hugsanlega margra ára dómi, en samþykkti að játa vægara brot gegn því að leysa frá skjóðunni.
En mér virðist sennilegt að Mueller Grunar að kaup hafi farið fram - tja eins og Bannon sjálfur sagði skv. ummælum höfð eftir honum í hinni umdeildu bók "Fire and Fury."
En þó Bannon hafi ekki verið viðstaddur því ekki vitni - lét hann hafa eftir sér ummæli, að nánast útilokað væri að hans mati að þau kaup hafi ekki farið fram!
--Mér virðist sennilegt að Mueller gruni það hið sama!
Nú, rétt er einnig að ryfja upp ummæli Bannons um Donald Trump Jr. úr sömu bók, en hann sagði Don Jr. mundi brotna niður í beinni - líklega átti hann við í réttarsal.
En áætlun Muellers getur verið að hjóla í Donald Trump Jr. - ef honum tekst að fá Manafort til að vitna á þann veg, að kaupin hafi vissulega farið fram!
- Punkturinn er sá, það væri lögbrot!
Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510
- A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
- A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.
--Takið eftir að erlendur einstaklingur má ekki gera tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga innan Bandaríkjanna!
--Hitt ákvæðið vísar til þess almenna banns við því að aðstoða eða hjálpa glæp að fara fram.
M.ö.o. þá sé það einnig glæpur af hálfu bandarískra ríkisborgara að kaupa upplýsingar af erlendum ríkisborgara -- sem ætlað er að hafa áhrif á bandaríska kosninganiðurstöðu.
- Ef Mueller tekst að fá næg vitni gegn Don Jr.
- Gæti verið mögulegt að fá hann dæmdan fyrir rétti.
Ég fjallaði áður um þetta:
- Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum.
- Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump.
Ef ég vitna frekar í Bannon - sagði hann auk þessa í "Fire and Fury" að hann væri þeirrar skoðunar að nær útilokað væri annað en Don Jr. hefði rætt kaupin við pápa gamla.
Don Jr. mundi þó örugglega ekki viðurkenna slíkt fyrir réttarsal, en ég efa ekki eina sekúndu að karlinn gerir hann arflausan á stundinni - ef hann færi með þau orð, að "pabbi sagði mér að gera þetta."
--Trump forseti getur alltaf náðað son sinn eftir að hann hefur hugsanlega verið dæmdur.
Hugsanlega kemst Robert Mueller þetta nærri Trump.
Niðurstaða
Ég velti enn fyrir mér hvort spá Bannons er birtist í bókinni "Fire and Fury" komi til með að rætast: Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump - Trump segir Bannon hafa tapað glórunni. En hann sagði ljóst að Mueller væri að feta sig eftir peningaslóð - sbr. Manafort, en rétt að nefna að seint á sl. ári bárust fréttir að Mueller hefði fengið gögn frá Deutche Bank sem hefur verið viðskiptabanki Jared Kushners og Donalds Trumps forseta um nokkurra ára skeið. Það getur þítt, að mál Kushners séu að auki í skoðun - en eins og fram kemur að ofan var hann einnig viðstaddur fundinn umdeilda.
--Mueller virðist mér greinilega vera að leita sér að "handle" eða handfangi - eins og gjarnan er sagt, m.ö.o. þvinga lykilpersónur til að breyta sínum framburði; þannig að Mueller geti á endanum tekið málið á næsta stig.
Skotmarkið sé líklega sonur forseta Bandaríkjanna, með hugsanlegan draum um að unnt verði að finna eitthvað haldbært hugsanlega á forsetann sjálfan.
--En ef það tekst ekki, er alveg möguleiki að Donald Trump yngri lendi fyrir rétti, og að hann fái jafnvel dóm fyrir sinn þátt í fundinum umdeilda.
Gamli maðurinn þá líklega veitir syni sínum forsetanáðun í kjölfarið.
--Sennilega ólíklegt að Mueller geti fetað slóðina lengra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2018 | 00:58
Trump, lausnin á ofbeldi tengt skotvopnum - fleiri skotvopn auðvitað!
Sjálfsagt gat maður ekki reiknað með öðru frá Trump, en hann legði til sem leið til meintrar lausnar á því vandamáli sem fylgir - óðum byssumönnum, að lausn lægi í því að vopna tilteknar lykilpersónur í skólum!
Hinn bóginn tók Trump undir kröfu um - aukið eftirlit með því, hverjir kaupa skotvopn.
En víða er slíkt eftirlit í algeru skötulíki - þannig að hættulegir einstaklingar virðast alltaf geta útvegað sér mjög öflug skotvopn, án þess að nokkur depli auga.
Og hann leggur til bann við því að breyta hálfsjálfvirkum vopnum í vélbyssur.
Trump brosandi með gamlan framhlaðning!
Trump says arming teachers could prevent school massacres
Trump addresses gun violence, vows to be 'very strong on background checks'
Trump orders regulations drawn up to ban bump stocks
Til að hafa allt sanngjarnt, er tvennt af því sem Trump leggur til - til bóta!
Bann á svokölluðum "bump stocks" en um er að ræða - aukahlut sem unnt er að kaupa við sumar hálfsjálfvirkar byssur, sem lætur þær virka sem - sjálfvirkar byssur eða m.ö.o. vélbyssur.
--Þannig hafði einstaklingurinn er drap tugi manna á sl. ári í Las Vegar breytt sínum skotvopnum, er hann lét kúlum rygna yfir gesti útitónleikahátíðar fyrir utan hótelgluggann þ.s. hann sat með skotvopnin sín.
Hálfsjálfvirkir ryfflar eru slæmir - en enn verra er ef unnt er að breyta þeim þannig að þeir skjóti eins og vélbyssa.
Bætt rannsókn á bakgrunni kaupenda er einnig til bóta, og a.m.k. getur hindrað einhver tilvik - enda dæmi um það að einstaklingar með feril sem veitir vísbendingar um að þeir geti verið hættulegir, kaupi skotvopn löglega án þess að athugasemd sé gerð við.
Hinn bóginn, var sá sem drap tugi í Las Vegas ekki á nokkurri skrá sem vandræðamaður.
- M.ö.o. sé meginvandinn - hve gríðarlega útbreidd öflug skotvopn eru innan Bandaríkjanna.
- Þannig að í nær öllum tilvikum sem mannskæðar skotárásir fara fram, hefur viðkomandi fjárfest í þeim vopnum með löglegum hætti - virðist ekkert vandamál að ferðast um með heilu vopnabúrin í farteskinu.
- En þetta þíðir einnig, að vopn eru ekki dýr - á svörtum markaði. Þannig að þó bakgrunns athugun fari fram - vegna þess hve mikið sé um vopn, sé líklega auðvelt að afla sér þeirra samt sem áður.
--Viðkomandi taki þá áhættu að vopnin geti verið gerð upptæk ef kemst upp að viðkomandi hafi ekki leyfi fyrir þeim.
--Hinn bóginn, sé ekki endilega mjög líklegt, að gengið sé að viðkomandi og tékkað hafandi í huga hve algengt sé í Bandar. að fólk gangi með skotvopn á almannafæri.
Trump leggur til að vopna og þjálfa kennara -: "If you had a teacher ... who was adept at firearms, it could very well end the attack very quickly,"
- Tæknilega rétt - hinn bóginn í tilviki nýlegrar árásar, hefði viðkomandi fyrrum nemandi þekkt kennarana - væntanlega skotið kennarann fyrst sem væri nærstaddur.
- Síðan veitti sá nemendum fyrirsát á göngum skólans - réðst ekki til atlögu inni á skólastofu þ.s. kennari væri staddur.
--Ég sé ekki að slík hugmynd hindri byssumann í því að drepa nemendur - eins og dæmið í Las Vegas sýnir, þá skaut sá maður af tuga metra færi.
--Sá sem beitti skotvopni í nýlegri árás var líklega ekki eins fær, en sá setti brunabjöllu af stað - menn uggðu ekki að sér að það gæti verið váboði, byssumaður sat fyrir nemendum er þustu út á ganga.
--Fyrir utan þetta, virðist mér augljóst að einfalt sé að komast að því hvenær kennslustundir líklega klárast - stundatöflur séu yfirleitt aðgengilegar á neti í dag, fyrrum nemandi ætti sérstaklega að þekkja slíka þætti.
--Flestir byssumenn sem ég man eftir á seinni árum, skutu sjálfa sig að verki loknu. Slíkir ættu ekki endilega að láta það stoppa sig að verið geti að vopnaður kennari mæti fljótt á vettvang eftir að skothríð er hafin -- en með öflugu skotvopni tekur lítinn tíma að fella fjölda manns.
Punkturinn er sá, að verið geti að vopnaður kennari skjóti byssumann - en líklega ekki fyrr en sá hefur þegar skotið nokkra!
Bendi á að þegar vopnaður byssumaður skaut á Ronald Reagan fyrir mörgum árum, Brady varð fyrir skoti og Reagan særðist þó minna - þá tókst það þrátt fyrir fjölda vopnaðra varða.
Niðurstaða
Ég er þeirrar skoðunar að eina leiðin til þess að fækka verulega tilvikum þeim að tugir manna séu við og við drepnir í Bandaríkjunum - sé að taka alfarið úr almennri umferð öll hálfsjálfvirk vopn.
Hægt væri að hafa sömu reglu og í Sviss - það að einstaklingur verði að vera meðlimur í byssuklúbbi, skotvopn verði að varðveita í klúbbhúsi - megi ekki fara þaðan. Það gæti verið eina undantekningin fyrir því að heimila eign á hálfsjálfvirku vopni.
--Þetta virðist mér alveg duga til að mæta stjórnarskrá Bandaríkjanna, þ.s. skotvopnaeign er skilgreindur sem réttur.
--En ekkert er að því að samfélag setji slíkum rétti ströng skilyrði, til þess að verja sig.
--Enda var upphafleg hugmynd að baki stjórnarskrárákvæðinu, að verja samfélagið fyrir 200 árum þegar víða bjó fólk á svæðum þar sem ríkið gat lítt verndað borgarana.
En 200 árum síðar, þá er upphafleg ástæða vart lengur fyrir hendi. Í Sviss tryggir þessi leið það að algengt er að karlar séu færir í meðferð vopna. Það dugar mæta vel til að tryggja varaliðs þörf svissneska hersins. Þannig að ég sé ekki annað en að svissneska leiðin ætti að geta virkað mjög vel fyrir Bandaríkin.
--En svissnesk skotvopnalöggjöf er raunverulega gríðarlega ströng.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2018 | 23:28
Tyrkland ræðst á liðsafla sendur af Assad til Afrin héraðs
Sjálfsagt veit einhver af því að nú í nokkrar vikur hefur Tyrklandsher haldið uppi árásum á stöðvar liðssveita Kúrda í Afrin héraði í Sýrlandi - fyrir rúmri viku bárust fréttir af því að kúrdar í Afrin hefðu skorað á Assad að verja Afrin hérað, að senda þangað liðssveitir.
Það áhugaverða er, að Assad virðist nú hafa gert einmitt það - fyrstu viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda voru á þá leið, að ef liðsveitir á vegum Assads ætluðu að hreinsa Afrin hérað af liðssveitum Kúrda; þá mundu Tyrkir fagna þeirra veru.
En ef liðssveitir á vegum Assads, mundu gera tilraun til að verja sveitir Kúrda í Afrin héraði gegn árásum Tyrklandshers - mundi her Tyrklands refsa þeim liðssveitum svo um munaði.
- Virðist nú koma á daginn að Tyrkir ætla að standa við þau stóru orð!
Syria pro-government forces enter Afrin to aid Kurds against Turkey
"
"
- Ef marka má fréttina, réðist her Tyrklands á bílalest liðssveita Assads með stórskotaliði - tvennum sögum fer síðan af því hvað síðan gerðist!
- Skv. tyrkneskum yfirvöldum sneri bílalestin við.
- En því hafna Kúrdar í Afrin og "pro Syrian militia forces."
--Erdogan kallaði liðssveitir stuðningsmanna Assads - hryðjuverkasveitir og sagði að þær mundu gjalda dýru verði.
--Um er að ræða svokallaðar "pro Syrian militia" þ.e. ekki formlegar liðssveitir Sýrlandshers, heldur nokkurs konar skærusveitir skipaðar stuðningsmönnum Assads.
--Íran kvá hafa séð um þjálfun þeirra!
Erdogan hélt því fram að þær væru Shítar -- en mun sennilegar eru þetta sveitir skipaðar Alavi fólki. En hugsanlega er Erdogan að uppnefna Alava Shíta þó þeir séu það ekki.
Áhættan sem fylgir því að ráðast að liðssveitum stuðningsmanna Assads, skapaði óróa á hlutabréfamörkuðum í Tyrklandi og tyrkenska líran féll nokkuð.
En þessi atburðarás að sjálfsögðu vekur stórar spurningar um það, hvað akkúrat vaki fyrir Erdogan forseta Tyrklands.
En með átökum við liðssveitir Assads, þó það séu stuðningshersveitir Assads frekar en formlegur stjórnarher Sýrlands -- vekur að sjálfsögðu eðlilegar spurningar um það, hvort að Tyrkland sé að hætta á átök við helsta stuðningsaðila Assads, Íran.
- Þrátt fyrir allar árásirnar, virðast liðssveitir Kúrda halda velli - skv. fréttum hafa þær hörfað hægt og rólega, en halda þó enn helstu þéttbýlissvæðum.
- Tyrklandsher er þó að þrýsta víglínunni hægt og rólega að Afrin-borg, og stefnir að óbreittu að því að barist verði þar.
Litlar fréttir hafa borist af mannfalli meðal liðssveita sem berjast með Tyrkjum. En það mannfall hlýtur að vera nokkuð umtalsvert - einnig spurning hvaða mannfall hefur orðið í her Tyrklands.
Niðurstaða
Ég ætla mér ekki að gíska á það hve langt Erdogan er tilbúinn að ganga. En greinilega hikar hann ekki að ráðst að liðssveitum sem Damaskus hefur sent á vettvang. Það að Kúrdar og Assad náðu saman um það atriði - er eitt og sér áhugavert. En það að Erdogan hafi fyrirskipað að því er best verður séð Tyrklandsher að líta á liðssveitir fylgismanna Assads nú komnar til Afrin sem óvinveittar - er ekki síður athyglisvert.
Þetta bersýnilega eykur flækjustig átakasyrpunnar í Sýrlandi.
Tyrkland greinilega ætlar að hertaka Afrin hérað hvað sem tautar og raular.
--Eða nánar tiltekið Erdogan virðist stefna að þeirri útkomu.
En með liðssveitir stuðningsmanna Assads nú einnig á vígvellinum, hefur áhætta Tyrklands aukist mjög greinilega!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2018 | 00:49
Donald Trump berst fyrir kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum - áhugaverður samningur við Úkraínu um kaup á kolum
Þó að Trump hafi fengið atkvæði frá Pennsylvania út á loforð um að efla kolaiðnaðinn, sem er mikilvægur í því fylki. Þá er áhugaverður sannleikur sá að bandarískur kolaiðnaður er staddur í hraðri hnignun - hefur sú hnignun ekkert að gera með umhverfisreglugerðir sem Trump einnig barðist gegn og hefur skipulega afnumið eða gert óvirkar síðan hann komst til valda.
Ástæða hnignunar bandarísks kolaiðnaðar er -- "fracking" iðnaðurinn í Bandaríkjunum. En vinnsla á náttúrugasi með "fracking" aðferð úr leirsteinslögum - hefur síðan á síðara kjörtímabili Obama árin 2012-2016 lækkað til muna verðlag á náttúrugasi.
Það hefur leitt til þess að kolaorkuver hafa orðið ósamkeppnishæf um verð, m.ö.o. aðilar hafa getað lækkað sinn kostnað með því að skipta úr kolabrennslu yfir í gasbrennslu, þannig getað boðið rafmagn á lægra verði en orkuver sem enn brenna kolum hafa verið fær um.
Þetta hefur undanfarin ár stuðlað að hröðum samdrætti í kaupum orkufyrirtækja á kolum.
--Það trend hefur ekki snúist við síðan Trump komst til valda!
--Sú áhugaverða staðreynd er sú, vegna þess að gasbrennsla leiðir til miklu minni CO2 losunar en kolabrennsla, þá hafa Bandaríkin staðið við Kyoto markmið sín þessi árin síðan hröð hnignun kolaiðnaðarins hófst - þó sú hnignun hafi ekki raunverulega haft nokkuð að gera með utanaðkomandi þrýsting aðila um að standa við þau Kyoto loftslags markmið.
- Það sem Trump virðist vera að gera, er að beita sér til að aðstoða bandaríska kolaiðnaðinn, við það verk að útvega sér útflutningsmarkaði.
- Samskipti ríkisstjórnar Trumps við ríkisstjórnir Úkraínu og Póllands - virðast hafa skilað samkomulagi ríkisstjórna beggja landa, um kaup á kolum frá Bandaríkjunum.
- Löndin hafa samþykkt þetta, þó kolin séu ívið dýrari en kol frá Rússlandi!
How a U.S. coal deal warmed Ukraine's ties with Trump
Útflutningur á kolum er í raun og veru nauðvörn fyrir bandarísku námufélögin!
Trump virðist raunverulega hafa taugar til kolaiðnaðarins - virðast því þessi viðskipti vera að stuðla að bættum samskiptum ríkisstjórnar Bandaríkjanna, og ríkisstjórna landanna tveggja!
--Greinin hlekkjað á að ofan, fjallar um samkomulag ríkisstjórnar Trumps við forseta Úkraínu og ríkisstjórn Úkraínu.
Poroshenko forseti Úkraínu og Donald Trump!
Poroshenko heimsókti Trump í Hvítahúsið í júlí á sl. ári.
- Pólland virðist hafa keypt 839þ. tonn á sl. ári.
- Samningur við Úkraínu virðist upp á kaup á ca. 700þ. tonnum.
Skv. frétt hafði Úkraína flutt inn 3 milljón tonn af kolum fyrstu 11 mánuði sl. árs.
Þannig að kaup á þessum skala duga ekki til að skipta út kolum frá Rússlandi.
Til stóð að kaupa önnur 400þ. tonn, en sá samningur virðist ekki hafa gengið upp það ár milli úkraínsku fyrirtækjanna og þeirra bandarísku.
Tæknilega sé greinilega ekkert sem hindrar aukin kaup landanna tveggja á þessu ári - hafandi í huga að örvænting bandarísku námufélaganna vex í takt við minnkandi kaup innlendra fyrirtækja -- þannig væntanlega rökrétt verða þau sveigjanlegri með verð þegar fram er horft, eftir því sem þau verða háðari útflutningi um að lifa af!
--Það má leiða að líkum, að Trump geti haldið atkvæðum íbúa kolanámusvæða í Pennsylvaniu.
Niðurstaða
Kolanám virðist deygjandi atvinnugrein innan Bandaríkjanna burtséð frá baráttu Trumps fyrir kolaiðnaðinn. Eins og fram kemur að ofan er ástæðan ekki umhverfisreglugerðir heldur samkeppni frá "fracking" iðnaðinum er hefur getað boðið mun hagstæðari kjör á gasi þannig kolaorkuver hafa verið að skipta yfir í gasbrennslu - hafa orðið að gera slíkt til að halda velli, til að halda kúnnum!
Helsta vonin virðist liggja í útflutningi til Asíulanda og til A-Evrópulanda. Hinn bóginn eru kröfur A-Evrópu landanna um verð erfið greinilega fyrir bandarísku námufyrirtækin. Hinn bóginn, grunar mig að útflutningur sé nú spurning um líf eða dauða fyrir fyrirtæki í kolanámuvinnslu innan Bandaríkjanna!
Þau eigi sennilega ekki valkosti um annað, en að mæta þeim verðum sem kúnnarnir geta keypt á. Það þíði væntanlega öflugan niðurþrýsting á laun þeirra er starfa við kolanám í Bandaríkunum -- sem gæti grunar mig þar sem atvinnuleysi er lágt í Bandaríkjunum um þessar mundir leitt til skorts á starfsfólki, það að námumenn fari að leita til annarra starfa.
M.ö.o. virðist mér sennilegt að þessi útflutningur sé einungis framlenging á dauðastríði námufyrirtækjanna! Þetta sé raunverulega deygjandi atvinnugrein!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Munchenar ráðstefnan yfir helgina var notuð af fulltrúum Írans og Ísraels til að kasta köldum kveðjum. Netanyahu sagði Ísrael tilbúið til að beita sér gegn Íran sjálfu og bandamönnum Írans á Miðausturlanda-svæðinu hvenær sem er. Meðan að utanríkismálaráðherra Írans sneri málinu upp í háð!
Netanyahu: "Israel will not allow the regime to put a noose of terror around our neck," - "We will act if necessary not just against Irans proxies but against Iran itself." -
: "What has happened in the past several days is the so-called invincibility (of Israel) has crumbled," - "Once the Syrians have the guts to down one of its planes its as if a disaster has happened" - "Israel uses aggression as a policy against its neighbors," - "mass reprisals against its neighbors and daily incursions into Syria, Lebanon."
Netanyahu says Israel could act against Iran's 'empire
Iran's Zarif says Israel's "myth of invincibility" has crumbled
Þetta kort sýnir vel af hverju Ísrael getur ekki sigrað Íran!
Það er ekki einungis fjarlægðir, heldur einnig landslagið, Íran er svo fjöllótt!
- Ég er auðvitað sammála því að Íran sé of sterkt til þess að Ísrael geti líklega haft sigur -- hinn bóginn er ég ósammála því að það Ísrael missti eina F-16 vél sé lykilatriði -- enda svaraði Ísrael strax með því að senda mun fleiri vélar yfir Sýrland - þær síðan hentu sprengjum á fjölda skotmarka, virtust einna helst leitast við að sprengja loftvarnarstöðvar -- með því sýndi Ísrael fram á að loftvarnirnar muni ekki hindra Ísrael í því að beita flughernum sínum.
- En hafandi í huga fjarlægðir milli Ísraels og Íran, það að Ísrael þyrfti að sækja í gegnum tvö lönd - síðan gríðarlegt fjalllendi Íran, sem veitir frábær skilyrði til varna.
--Þá tel ég að Ísrael geti ekki með sama hætti og það áður gat gagnvart Arabaríkjum, knúið fram sigur. - Við tæki þá langt stríð - ef formlegt stríð hæfist, bæði lönd gætu gert hinu skráveifur, en hvorugt gæti líklega leitt fram endanlegan sigur - m.ö.o. kjarnavopn Ísraels þíða að Íran óhjákvæmilega væri ragt við það að beita eldflauga-árásum því eftir allt saman, er engin leið fyrir Ísrael að þekkja muninn á flaug er ber venjulega sprengju og flaug er ber kjarnasprengju meðan flaug er á lofti -- þannig Ísrael gæti þá svarað með flaug er ber kjarnasprengju líklega sent þá af stað áður en íranska flaugin væri búin að klára flugið á milli.
- Ísrael gæti stórum hluta hernumið Lýbanon og Sýrland án nokkurs vafa - en örugglega væri ragt við það að sækja lengra fram -- enda þá lengjast samgönguleiðir og þær væru án vafa undir stöðugum árásum skærusveita skipulagðar af Íran; sem mundu án vafa vera mjög fjölmennar.
--Íran mundi líklega beita skærustríði, enda ræður Íran í reynd ekki yfir sambærilegum vopnabúnaði við Ísrael -- en getur líklega í trausti mannfjölda Írans, og í trausti þess að Shítar eru einnig fjölmennir í Írak og Lýbanon; viðhaldið stöðugu ákaflega víðtæku skærustríði. - Ísrael mundi viðhalda alveg örugglega stöðugum loftárásum! Gæti lent í því við og við að missa flugvél niður -- sem örugglega mundi ekki stöðva þær loftárásir.
Manntjón Ísraela væri óhjákvæmilega mikið og stöðugt - stríðskotnaður líklega mundi buga hagkerfi Ísraels á fáum árum. Ísrael er ekki nærri eins fjölmennt og Íran, þannig að manntjón væri tilfinnanlegt vandamál fyrir Ísrael ef það mundi verða verulegt - sem það líklega yrði.
Hinn bóginn er hagkerfi Írans í sjálfu sér ekki sterkt fyrir - eins og sást fyrir nokkrum mánuðum síðan, er almenningur í Íran sérstaklega unga fólkið ekki par sátt við léleg lífskjör og mikla spillingu innan íranska kerfisins -- langt stríð mundi einnig óhjákvæmilega bitna á efnahag Írans, skerða þar kjör fólks.
Þessi átök mundu því líklega veikja þau bæði.
- Það áhugaverða líklega er að mig grunar að Ísrael mundi líklega fá fjárhagslega styrki frá Saudi-Arabíu, þó með krókaleiðum -- án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum.
- Rússland er ekki fjárhagslega sterkt en mundi líklega útvega Íran vopn. Spurning hvað Kína mundi gera -- hvort það gæti orðið breyting á samskiptum Írans við Kína.
--En hingað til hefur Íran ekki viljað hleypa Kína of nærri sér. Hefur þó mun vinsamlegri samskipti við Kína en Bandaríkin.
--En Íran virðist mér fljótt á litið skorta bandamann sem líklegur væri til að geta ausið á Íran fé.
Líklegast virðist mér að stríðið mundi taka enda án fullnaðar sigurs annars hvors ríkis.
Bæði yrðu líklega stórskuldug að því loknu, hefðu orðið fyrir verulegu tjóni, og þau gætu samtímis staðið veikar eftir!
- Þannig séð ef út í það er farið, gætu styrrjaldarátök landanna tveggja verið tækifæri fyrir eitthvert þriðja afl -- spurning hvaða?
- Tyrkland? Rússland? Kína? Saudi-Arabíu?
En ef bæði veikjast samtímis, gæti annað land staðið hugsanlega óvænt eftir með sterkari stöðu en áður -- væri það ekki í fyrsta sinn í veraldarsögunni að þriðja land er standi fyrir utan átök, endi með að græða á þeim!
Niðurstaða
Þegar allt ofangreint er haft í huga, þá á ég frekar en hitt von á því að samtímis Íran og Ísrael séu raunverulega rög við það að leggja út í fullt stríð hvort við annað. Ég á von á því að bæði löndin átti sig á því að stríð yrði báðum til tjóns og hitt að hvorugt líklega geti haft fullnaðar sigur á hinu. Þannig geti verið komin sú staða að löndin tvö geti fælt hvort annað frá því að leggja í stríð við hitt.
--Það þíði ekki þó endilega að Ísrael haldi ekki áfram upp teknum hætti að við og við gera loftárásir innan landamæra Lýbanons eða innan landamæra Sýrlands!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.2.2018 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2018 | 02:23
Forseti Kólumbíu óskar eftir alþjóðlegri aðstoð vegna gríðarlegs fjölda flóttafólks frá Venezúela - olíuiðnaður Venezúela virðist vera hrynja saman og það hratt!
Því miður virðist mér flest benda til þess að Venezúela stefni í allra verstu sviðsmyndina sem ég hef haft í huga síðan krísan þar fór á flug í kjölfar hruns í verðlagi á olíu sumarið 2014. Þá meina ég, ekki einungis áframhaldandi efnahagshrun, heldur beinlínis hruns ríkisins sjálfs!
--M.ö.o. að landið lendi fyrir rest í ástandi stjórnleysis!
Mesta fífl í heimi?
Geigvænlegt hrun olíuiðnaðar landsins bendir til þeirrar verstu sviðsmyndar!
Venezuelas PDVSA Faces Mass Exodus Of Workforce
PDVSA, ríkisolíufélag Venezúela virðist hafa misst fjölda lykilstarfsmanna frá ársbyrjun - meira en 10.000 hætt, látið sig einfaldlega hverfa! Vandi starfsmannanna virðist vera að stjórnlaus óðaverðbólga -- nú komin í mörg þúsund prósent. Hafi gert laun þeirra að nánast engu, þó þetta hafi verið einna bestu launaði hópur landsins.
--Svo slæm sé staðan, að starfsmennirnir einfaldlega láti sig hverfa.
--Enda geta þeir gengið í vinnu annars staðar, meina í öðru landi.
Margir af bestu starfsmönnum fyrirtækisins séu að fara.
- "...last year the country sitting on the worlds largest oil reserves saw its crude oil production drop by 649,000 bpda 29-percent annual plunge..."
- "PDVSA, today produces around 1.6 million barrels of crude daily, the lowest in 30 years and down from 3.8 million bpd back in 1999 when Hugo Chavez came into power."
- "Now, pressured by a deteriorating economy and sanctions, the oil company has no means to maintain its equipment and production, and it cant hold on to its workforce."
Venezúela á nánast engar aðrar gjaldeyris-tekulyndir, dauð hönd ríkisstjórnarinnar hafi tekist að leggja í rúst alla aðra framleiðsluatvinnuvegi til útflutnings - meira að segja ferðamennska er hrunin ca. 90% samdráttur á nokkrum árum, aðallega vegna óskaplegs óöryggis - það sé einfaldlega orðið stórhættulegt að heimsækja landið vegna lögleysu - ríkið ráði ekki lengur við grunn löggæslu.
Hrun olíuframleiðslunnar í landi með stærstu olíubirgðir heims - verður að teljast algerlega einstakur atburður í heimssögunni; sérstaklega að ekki hefur enn brotist úr neitt stríð.
- Málið er afar einfalt, að eftir því sem útflutningstekjurnar þverra á meiri hraða, víkkar bilið milli greiðslugetu og krafna kröfuhafa landsins -- auk þess að skorturinn í landinu á lyfjum - mat og eiginlega öllu, ágerist þá enn frekar.
- Til viðbótar, þverr geta ríkisins til þess að greiða eigin starfsmönnum laun -- það á við alla þess starfsmenn, einnig í her og öryggisgæslu -- maður reiknar með því að herinn og löggæslan fái greitt eins lengi og unnt er.
- En eftir því sem tekjurnar skreppa saman -- fækkar þeim hermönnum og löggæslumönnum - sem ríkið getur greitt laun. En það hefur um nokkra hríð verið sjáanlegt að almenn lög og regla fer þverrandi -- hvers vegna ferðamennska hefur algerlega hrunið, vegna þess að ekki sé unnt að gæta öryggis þeirra er heimsækja landið. Það hljóti að stafa af því, að ríkið hafi þegar þurft að einhverju leiti fækka í löggæslu vegna minnkandi tekna! En það ástand klárlega stefni í að ágerast frekar - líklega hratt.
--Þetta er þ.s. ég á við með hrun ríkisins, og umbreytingu yfir í stjórnleysi.
--Þ.e. að ríkið fjari út - missi tök á landinu, löglaus svæði eru þegar til í landinu - en þau meina ég munu halda stöðugt áfram að stækka.
--Á slíkum svæðum stjórni þá glæpahópar og hugsanlega hermenn er ekki lengur fá greidd laun, en herforingjar gerast þá hugsanlega "warlords."
--Slík tegund af hruni hefur sést áður í veraldarsögunni.
En ekki nýlega!
Flóttamannavandinn líklega verður verri en vegna stríðsins í Sýrlandi!
Colombia says needs international aid to cope with Venezuela crisis
Venezuela crisis too much for Colombia alone, Santos tells ambassadors
Fending off the flood from Venezuela
Brazil to increase army presence on border with Venezuela
Juan Manuel Santos forseti Kólumbíu - hefur óskað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð til að fást við hratt vaxandi flóttamannavanda frá Venezúela.
--Áætlað er fjöldinn kominn yfir 500.000, en ég er viss að það sé einungis upphafið, þetta verði milljónir innan skamms!
- Það sem ég held muni gerast, eftir því sem stjórnleysi nær til stærri svæða í Venezúela, og flóttafólki fjölgar hratt.
- Að nágrannalönd Venezúela muni senda heri sína inn fyrir landamæri Venezúela.
Ég meina þá ekki til þess að hernema landið allt, eða til þess að skipta um stjórnvöld.
Heldur til þess að koma upp flóttamannabúðum innan landamæra Venezúela sjálfs.
--Vegna vaxandi stjórnleysi, yrðu herir landanna sjálfir að tryggja öryggi slíkra búða.
Hvað það þíddi til lengri tíma litið er ekki gott að segja - þá get ég séð fyrir mér að nágrannalöndin taki yfir stjórn landamærahéraða innan Venezúela.
--Tilgangur, að tryggja eigið öryggi.
Hvenær akkúrat stjórnin í Caracas muni falla endanlega - er ekki gott að segja.
Kannski verður það svo seint sem - þegar hermennirnir sem gæta Maduros sjálfs, svíkja hann.
--En þ.e. eins og Maduro sé fullkomlega veruleikafyrrtur.
Skrítin senna í gangi!
Maduro segist ætla að gerast boðflenna á fundi Suður-Ameríku ríkja: 'Do you fear me?': Venezuela's Maduro vows to gatecrash regional summit.
En honum hefur verið sagt, hann sé ekki velkominn á fundinn: Peru Retracts Maduro Invitation as Venezuelas Crisis Deepens.
Ef hann flýgur til höfuðborgar Perú þ.s. sá fundur verður haldinn - gætu yfirvöld í Perú einfaldlega neitað honum að fá að fara um tollhlið, síðan sent liðsmenn lögreglu landsins til að pakka honum aftur um borð í flugvélina - og skipað vélinni að fara aftur.
Niðurstaða
Í dag eru 2/3 íbúa Venezúela á barmi vannæringar, skv. könnun frá sl. ári hafði meirihluti landsmanna misst þyngd vegna skorts á mat í bland við að eiga ekki alltaf fyrir mat. Þekkt er einnig það ástand að læknanlegir sjúkdómar geisa nú sem faraldrar um landið, vegna gríðarlegs skorts á lyfjum.
Með hratt vaxandi hruni olíuiðnaðar landsins við blasandi, er erfitt að sjá annað en að neyðin í landinu muni versna hratt á næstu mánuðum -- þannig að sennilega blasir við nágranna löndum Venezúela ótrúleg flóðbylgja hungraðra frá Venezúela, það getur vel verið að ekki þurfi að bíða til ársloka áður en sú bylgja verði hafin af fullum þunga.
Samtímis reikna ég með því að stjórnleysi breiðist út hratt í landinu eftir því sem ríkið missi tökin á sístækkandi svæðum - vegna fjárskorts. En ég reikna með því, að getan til að greiða laun til mikilvægra grunn starfsmanna muni þverra hratt nú á þessu ári.
Það þíði að stjórnin geti misst tökin á hernum og löggæslu landsins. Stjórnin fókusi þá væntanlega á kjarnasvæðin næst höfuðborginni, á að tryggja að þeir hermenn og löggæslumenn er gæta þeirra -- fái a.m.k. launin sín.
--En restin getur smám saman hrunið saman í "warlordism" þ.e. að t.d. hermenn er ekki fá lengur laun, taki völdin á svæðum og herforingjar verði að "warlords."
Á 3. áratug 20. aldar stjórnuðu "warlords" heilu héröðunum innan Kína.
Ríkisstjórn landsins þá stjórnaði einungis minnihluta landsins, nokkrum kjarnahéröðum.
--Þ.e. slíkt innanlands hrun sem ég sé nú fyrir mér í tilviki Venezúela.
Síðan að þegar sú þróun ágerist, fari nágrannalöndin með liðssveitir eigin herja inn, og myndi öryggissvæði innan viðurkenndra landamæra Venezúela -- hugsanlega jafnvel að slík geti náð til heillra landamærahéraða.
--Það yrði þá gert, til þess að búa til flóttamannabúðir innan landsins sjálf, til að stemma stigu við gríðarlegum landflótta yfir til nágrannalandanna!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er alveg öruggt að umræðan um skotvopn mun gjósa upp enn eina ferðina - en þessi skotárás ef marka má fréttir var framkvæmd með AR-15 sjálfvirkum magasínryffli.
Þetta vekur sí og æ athygli - hversu auðvelt virðist í Bandaríkjunum að afla sér mjög öflugra skotvopna - löglega, án þess að það lyfti upp augabrúnum.
Á sl. ári var mjög banvæn skotárás í Las Vegas, ekki í skóla sannarlega en þá var einnig beitt mjög öflugu skotvopni, sem gerði byssumanni fært að drita út kúlum hratt og drepa verulega marga þar með á skömmum tíma.
Í tilviki skotárásinnar í "Marjory Stoneman Douglas High School" í Miami Florida - virðist fyrrum nemandi Nikolas Cruz 19 ára hafa veitt nemendum fyrirsát á göngum skólans, eftir að hafa ítt á brunabjöllu - sem nemendur virðast hafa hlítt.
15 kvá hafa verið vegnir á göngum skólans - tveir fyrir utan, er Cruz yfirgaf vettvang.
Hann kvá nú í haldi lögreglu, hafa gefist upp fyrir laganna vörðum án mótþróa.
Það er algerlega augljóst há tíðni morðárása með öflugum skotvopnum, er vegna byssulöggjafar í Bandaríkjunum!
Ég veit það, einhver mun segja vopn drepa ekki - heldur þeir sem beita þeim. En hversu gríðarlega auðvelt er að útvega öflug vopn -- skapar tækifæri fyrir þá sem vilja drepa, að drepa marga í einu, sem þeir viðkomandi hefðu ekki, ef miklu erfiðara væri að útvega sér skotvopn - sérstaklega þegar eiga í hluta öflug vopn með magasínum sem skjóta eins hratt og viðkomandi getur þrýst á gikkinn.
--Það verða alltaf skemmdir einstaklingar sem vilja drepa, en einmitt þess vegna sé svo mikilvægt að byssueign sé ákaflega takmörkuð, svo slíkir aðilar eigi miklu mun erfiðara en þeir greinilega eiga í dag, að redda sér vopnum - svo þeir geti drepið marga í einu.
Það sé samhengið - mjög auðvelt að útvega sér vopn, og sáralítið eftirlit með vopnaeign, sem skapi þetta viðvarandi ástand; að reglulega og það með litlu millibili verða ákaflega mannskæðar morðárásir í Bandaríkjunum með öflugum skotvopnum.
Ex-student kills 17 in shooting spree at Florida high school
At least 17 dead in Florida school shooting, law enforcement says
Florida shooting: 17 confirmed dead
Former student opens fire at Florida high school, killing 17 people and injuring many others
Niðurstaða
Að sjálfsögðu mun forseti Bandaríkjanna lísa yfir sorg sinni - en eins og er mannskæð skotárás varð í fyrra í Las Vegas, ekki gera neitt í málinu sem gæti raunverulega fækkað mjög slíkum atburðum. En það þarf að banna einfaldlega með öllu almenningi að eiga hálfsjálfvirk skotvopn með magasínum, eins og lög kveða um á Íslandi. Banna sölu þeirra með öllu - veita eigendum frest t.d. hálft ár til að skila slíkum vopnum inn til yfirvalda. Gera þau síðan upptæk þaðan í frá hvar sem til þeirra næðist.
Og auðvitað, stórfellt herða reglur um það hvaða fólk mætti yfirleitt eiga skotvopn, gera eign að löngu ferli sem krefðist verulegra bakgrunns rannsókna á viðkomandi - þannig að öll frávik sem minnsta ástæða væri að ætla að gæti gert viðkomandi óstöðugan, yrðu til þess að viðkomandi ætti ekki möguleika á að eiga skotvopn.
Að sjálfsögðu næðust aldrei öll vopn - en með skilvirkri innheimtu ásamt sölubanni, mundi vopnum í umferð fækka hratt -- og þar með verða örðugt fyrir fólk að afla sér þeirra. Sem mundi minnka til muna tækifæri þeirra sem hafa áhuga á að drepa fullt af fólki, til þess að hrinda slíkum vilja í verk.
--Glæpatíðni almennt í Bandaríkjunum er ekki hærri en annars staðar í Vestrænum heimi.
--En morðárásir með skotvopnum skera sig algerlega út, eru miklu tíðari í Bandaríkjunum.
- Ef einhver bendir á skotvopnaeign í Sviss, þá er hún raunverulega ákaflega ströng - þ.e. varðveita þarf vopn í læstum skáp ekki á eigin heimili heldur á miðstöð þ.s. viðkomandi má nota vopn til að skjóta á skotmörk.
--En þar verði viðkomandi að vaðrveita vopn sitt, má ekki taka það þaðan.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar