Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2018
13.2.2018 | 23:37
Dómsúrskurður virðist veikja samningstöðu Donalds Trump - í harðri deilu hans við Demókrata
Fljótt á litið gæti tengingin virst óljós eða "obscure" en skv. frétt sem ég sá, þá hafa nú tveir dómarar úrskurðað að svokallað "DACA - Deferred Action for Childhood Arrivals program" - héldist starfandi þangað til hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fjallað eða úrskurðað um lögmæti tilskipunar Trumps frá sl. ári - þ.s. hann formlega skipaði svo fyrir að "DACA" yrði lagt niður.
--Í bandarískri fjölmiðlaumræðu er þetta fólk gjarnan nefnt "dreamers" það orðalag notaði Obama ávalt, en það var í hans tíð sem tilskipun var gefin út um stofnun þessa prógramms!
--En um er að ræða fólk sem kom til Bandaríkjanna, ólöglega sannarlega - en sem börn.
--Skv. vestrænum réttarvenjum er ekki unnt að refsa börnum fyrir glæp, þ.s. þau skv. réttarvenjum teljast ósakhæf -- ég reikna með því að um það atriði, snúist réttardeilurnar, hvort að í tilraun Trumps til að afnema "DACA" felist í sér tilraun til refsingar barna, en með afnámi prógrammsins gerði Trump það tæknilega mögulegt að reka þetta fólk úr landi.
--Hinn bóginn væri greinilega a.m.k. tæknilega hægt að túlka það sem brot á grunnreglunni, að ekki megi refsa börnum fyrir glæp, þ.s. þau væru alltaf ósakhæf!
Second U.S. judge blocks Trump administration from ending DACA program
Ekki víst Trump verði kátur!
Eins og margir vita, stendur Donald Trump í spennandi deilu við þingdemókrata!
Mér virðist nýverið að Trump hefði komið sér upp frekar sterkri stöðu í málinu, einmitt með því að beita þessum hópi "Dreamers" fyrir sinn vagn. En mér virðist augljóst, hann hafi slegið prógrammið af - til þess að geta beitt þeim hópi til að þrýsta á Demókrata að samþykkja hluti sem Demókratar í reynd vilja ekki.
En Trump vill:
- Fá vegginn sinn fullfjármagnaðan.
- Hann vill fjölga landamæravörðum.
- Hann vill fjölga dómurum sem sjá um málarekstur tengdum ólöglegum innflytjendum, svo þau mál geti afgreiðst hraðar í dómskerfinu.
- Og hann vill stórfellt herða reglur, sem snúa að því hverjum er heimilt að koma til Bandaríkjanna.
- Trump virðist ætla að nota "Dreamers" þ.e. undirliggjandi hótun um þeirra brottrekstur, til að þrýsta á Demókrata.
--Þess vegna skiptir ofangreind ákvörðun dómaranna máli, því hún veikir þetta útspil Trumps. - Það er einnig í gangi deila um fjármögnun ríkisins, Trump hefur látið í veðri vaka a.m.k. tvisvar, að hann gæti verið til í að taka áhættu á lokun ríkisins frekar en að gefa eftir sínar kröfur.
--Það yrði mjög áhugaverð staða, óljóst hvernig það mundi spilast.
Á móti hafa Demókratar einnig sterk spil:
- Þeirra helsta tangarhald er auðvitað, að þeirra atkvæði virðist þurfa þrátt fyrir meirihluta Repúblikana í báðum þingdeildum, vegna þess að þegar kemur að fjárlögum er krafist aukins meirihluta skv. bandarískum lögum -- þannig að án samþykkis þingdemókrata, lokast á ríkið eftir fáar vikur þegar nýlegt bráðabirgðasamkomulag tekur enda ef ekki hefur náðst samkomulag fyrir þann tíma.
- Demókratar eru auðvitað leiðandi í þeim dómsmálum, sem stefna að því að slá megin spil Trumps honum úr hendi - en þeir þurfa að treysta á niðurstöðu dómara fyrir rest.
Demókratar vilja ekki vegginn hans Trumps - ekki heldur þær lagabreytingar sem mundu þrengja mjög aðkomu aðkomufólks til Bandaríkjanna. Og þ.e. auðvitað óvíst hvernig það spilaðist út pólitískt séð, ef samkomulag til bráðabirgða um fjármögnun ríkisins bandaríska í nokkrar vikur rennur út án samkomulags!
En ef Trump getur ekki beitt hótun tengd "Dreamers" t.d. hótun um að hefja brottrekstur þeirra, vegna ofangreindra dómsúrskurða.
Þá gæti málið endað fyrir rest í löngu stappi um fjármögnun ríkisins.
- Trump mundi þá væntanlega leitast við að snúa því á Demókrata.
- Meðan Demókratar mundu leitast við að sannfæra fólk um að kenna Trump um málið.
Ef aftur kemur að lokun bandaríska ríkisins - þá fara flestir starfsmenn þess í ólaunað leyfi. Það þíðir, að margvísleg þjónustustarfsemi hættir tímabundið á meðan - þar á meðal að ríkið hættir að senda fólki bætur hvort sem það eru öldrunarbætur eða örorku.
Það gerist ekki endilega strax, heldur þegar næst væru mánaðamót.
En ef bótaþegar fá ekki bæturnar sínar í tíma, mætti eiga von á mótmælum fyrir framan Hvítahúsið og væntanlega einnig þinghúsið.
Ef deilan stæði verulega lengi - færi það að koma greinilega niður á fjárhag starfsmanna ríkisins, og það gæti vel þá verið að ríkið færi að missa starfsmenn - að fólk yrði fá sér aðra vinnu. Það gæti vel kostað ríkið til frambúðar því væntanlega ættu hæfileikamestu starfsmennirnir bestu möguleikana á góðu starfi annars staðar.
Deilan ef hún endar í svo hörðu, yrði þá óskaplegt drama!
Niðurstaða
Mér virðist fljótt á litið að tveir dómsúrskurðir séu líklegir að veikja samningsstöðu Donalds Trumps forseta í stórri deilu hans um vegginn fræga og kröfu hans um stórfellt herta innflytjendalöggjöf - inn í það mál blandast deila um fjármögnun ríkisins sem má álíta megin spil Demókrata og Trump virtist hafa blandað í málið málefni þess hóps sem gjarnan í bandarískri fjölmiðlaumræðu hafa verið nefndir "Dreamers."
--Ef Trump getur ekki beitt "Dreamers" fyrir vagn sinn.
Þá virðist mér staða hans í deilunni klárlega veikjast, þannig að deilan gæti þá endað í stappi um fjármögnun ríkisins -- Trump skort mikilvægt spil á hendi annað. En Trump væntanlega þá mundi leitast við að sjálfur nota stöðvunina, sem væri auðvitað ef til mundi koma mjög áhugaverð nálgun sitjandi forseta.
--Að vera til í að loka á ríkið sem heyrir undir hann sjálfan, í von um að þrýsta öðrum óskildum málum í gegn.
Demókratar í því samhengi mundu væntanlega telja sig hafa sterkari stöðu, að lokunarmálið ef Trump hefur ekkert annað spil mundi spilast þeim í hag fyrir rest - þannig að þá gæti lokun hugsanlega staðið töluverðan tíma, og orðið að mjög stórfelldu drama!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó Donald Trump hafi notað annað orðalag en tolla - mundu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna líta á málið sem, einhliða tolla-aðgerð og bregðast við henni í samræmi við það, með sínum tolla aðgerðum á móti einhliða tolla-aðgerð Trumps.
U.S. to push for 'reciprocal tax' on trade partners
Trump Vows `Reciprocal Tax on Imports From High-Tariff Countries
Tal Trump um - mótvægisskatt, er 100% bull -- það sé enginn skattur til staðar sem Trump getur vísað til!
Sannast sagna blasir ekki við mér hvað hann geti haldið vera slíkan meintan skatt.
En á sl. ári gerði áhrifamaður innan Repúblikanaflokksins, tilraun til þess að fá fram 20% skatt á innfluttar vörur.
--Sá ágæti þingmaður, virtist ekki skilja fyrirbærið - virðisaukaskatt.
- Hann virtist halda, það að - vaskur sé endurgreiddur af útfluttu, væri einhvers konar 20% stuðningur við útflutning.
- Sem réttmætt væri að mæta, með 20% skatti á móti.
--En engin heilvita þjóð skattleggur sinn útflutning.
Eina dæmið sem ég man eftir, er bjáninn fyrri forseti Argentínu, sem lagði skatt á útflutning landsins því hún taldi útflytjendur vera græða alltof mikið - eiga deila þeim gróða með landsmönnum.
Að sjálfsögðu leiddi sá skattur til samdráttar í útflutningi og viðskiptahalla, og hamlaði hagvexti - sem var örugglega verulegur hluti ástæðu þess að ríkissjóður var þá í hallarekstri. Frú Kirchner virtist ekki skilja einfalda hagfræði.
Donald Trump: "We cannot continue to let people come into our country and rob us blind and charge us tremendous tariffs and taxes and we charge them nothing,..." - "Were going to be doing very much a reciprocal tax," - "And youll be hearing about that during the week and during the coming months." - "We cannot continue to be taken advantage of by other countries,..." - "...some of them are so-called allies but theyre not allies on trade."
--Hann nefndi engin dæmi máli sínu til sönnunar. Það blasir ekki við mér hvaða skattlagningu hann getur átt við.
- En t.d. misskilningur sumra Repúblikana um það hvernig - vaskur virkar, þá er VSK lagður á allar vörur sem eru til neyslu.
- Þá skiptir ekki máli hvort þær eru innfluttar eða framleiddar innan landsins.
- Meðan að VSK er ekki lagður á útflutning.
--Eiginlega er þetta eina málið sem mér kemur til hugar, að Trump haldi að álagning VSK á innfluttar vörur þegar þær eru til neyslu í verslun -- sé skattur á innflutning.
--En sami skattur er einnig lagður á innlennt framleiddar vörur, þannig að VSK -- skapar ekkert forskot fyrir innlendu vörurnar í samanburði við þær innfluttu.
Enginn VSK sé lagður á útflutning -- en þ.s. sami skattur sé lagður á innfluttar og innlennt framleiddar vörur, má segja að - álagningin sé hlutlaus gagnvart því hvort vara sé innlennt framleidd eða innflutt.
--Það sé því alls ekki til staðar nein slík meint skattlagning á innflutning, sem Trump gæti haldið að hann þurfi að mæta.
Þ.s. að VSK raun og veru jafnast út -- er það ekki ósanngjarn styrkur á útflutning, að á hann sé ekki lagður VSK.
--VSK kerfið er afar einfalt, og það skapar alls enga villu eða halla í viðskipti.
Þess vegna er svo magnað að sumum Repúblikönum gengur illa að skilja þetta kerfi.
Niðurstaða
Í kosningabaráttunni 2016 talaði Donald Trump í samræmi við mjög gamla sýn á alþjóðaviðskipti -- en ég kem ekki auga á nokkra þá aðferð sem væri tæknilega fær til að hindra að lönd hafi ójafnvægi í viðskiptum.
--Nema að viðskiptun væri nákvæmlega stýrt, þ.e. vöruskiptaviðskipti eins og þau tíðkuðust fyrir tíð alþjóða viðskiptasamninga, þegar viðskipti voru almennt lokuð en þjóðir skiptust beint á gæðum.
--Þannig viðskipti voru Rússaviðskipti Íslands þ.e. Ísland seldi fisk en keypti bifreiðar á móti -- þá þarf alltaf að semja um að kaupa á móti framleiðslu þess lands sem selt er til.
Þá eru viðskiptin 100% stýrð af ríkinu!
Mér finnst afar sérkennilegt vægt sagt að hægri sinnaður forseti væri að berjast fyrir svo óskaplegum ríkis-inngripum í viðskipti.
Trump er alltaf reglulega að fárast yfir því að Bandaríkin hafi viðskiptahalla sem sannarlega er umtalsverður við fjölda landa!
--En viðskiptahalli Bandaríkjanna sé í reynd byggður inn í það viðskiptamódel sem Bandaríkin bjuggu til sjálf!
- En staða Dollarsins sem megin viðskipta-gjaldmiðils heimsins, kallar á þörf fyrir viðskiptahalla Bandaríkjanna.
- Því að til þess að tryggja nægt flæði af dollurum í alþjóðakerfinu, þannig að dollaraviðskipti geti gengið vel fyrir sig annars staðar en innan Bandaríkjanna.
- Þurfa Bandaríkin að tryggja nægt flæði af dollurum út fyrir Bandaríkin.
- Þjóðir sem Bandaríkin kaupa af, eiga þá mikið af dollurum -- það þíðir að þær nota dollara sjálfar mikið í viðskiptum, og þeirra eigin fyrirtæki einnig nota dollara í viðskiptum.
- Það þíðir, að bandarísk alþjóða fyrirtæki geta notað dollara hvar sem er - þ.e. alltaf nóg af þeim. Og þau geta alltaf keypt allt sem þau vanhagar um, hvaðan sem er - með dollurum, því allir vilja taka við þeim því þeir viðkomandi vita að þeir geta alltaf notað dollarana sína þó þeir viðkomandi búi ekki í Bandaríkjunum.
- Þetta hefur margvíslega mikilvægar hliðar-afleiðingar, sbr:
--Önnur lönd eru alltaf til í að selja Bandaríkjunum vörur í dollurum.
--Dollar hefur orðið helsta viðskiptavog heimsins - gnægð dollars í alþjóðakerfinu, hefur leitt til þess að verð fyrir hrávörur eru skráðar í dollurum - hvort sem það er olía - málmar eða matvara.
--Dollar er helsta "reserve currency" heimsins þ.e. önnur lönd eiga digra dollarasjóði, og það á oft einnig við fyrirtæki í öðrum löndum.
--Ekki síst, að Bandaríkin hafa næga markaði fyrir sín ríkisskuldabréf gefin út í dollurum -- en önnur lönd kaupa þau, og fyrirtæki í öðrum löndum.
Málið sem Trump skilur ekki, er að ef hann gerir tilraun til þess að steypa alþjóðlega viðskiptakerfinu -- sem flest lönd heimsins virðast í dag flest hver sátt við, Kína þar á meðal.
Þá er erfitt að sjá annað en að staða dollarsins sem megin viðskiptavog heimsins - sem megin "reserve currency" heimsins -- væri þar með einnig lögð að veði.
En ef Trump brýtur upp heimskerfið - rökrétt hættir þetta allt þ.e. verð hætta vera skráð í dollurum almennt - aðrar þjóðir missa stórum hluta ástæðu til að eiga óskaplega birgðir af dollurum -- þar með ástæðuna til að kaupa ríkisbréf Bandaríkjanna, sem mundi að sjálfsögðu hækka mjög vaxtabirði ríkissjóðs Bandaríkjanna.
--Það þíddi, að Bandaríkin yrðu líklega að eiga sjálf gjaldmiðla annarra þjóða.
Því þær líklega misstu áhuga sinn á að selja Bandaríkjunum sem þau í dag gera eingöngu í dollar.
Og hærri vextir á skuldir, gætu raunverulega gert skuldastöðuna mjög erfiða nema að málið væri leyst í óðaverðbólgubáli.
Þetta væri hreint magnað efnahagslegt - "harakiri."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og er venja þegar Mið-Austurlönd eiga í hlut, eru yfirlýsingar aðila fullar af ónákvæmni og líklega a.m.k. einhverju verulegu leiti - rangindum. Þannig að utanaðkomandi þarf að beita ágiskunum, um tilgang aðgerða!
--Ísrael segist alltaf vera í einhvers konar sjálfsvörn, standard að tala á þeim nótum.
Netanyahu says Israel undeterred after Syria shoots down F-16
Israel launches air strikes deep within Syria
Israel Strikes Iran in Syria and Loses a Jet
Israel carries out large-scale attack in Syria
Syria shoots down Israeli warplane as conflict escalates
Ísraelsk F-16 vél svipuð þeirri er skotin var niður yfir Sýrlandi
Aðgerð Ísraela virðist hafa hafist á laugardag, segjast ísraelsk yfirvöld hafa sent flugvélar til árásar á herstöð innan Sýrlands sem ísraelsk yfirvöld segja undir stjórn íransk herliðs - vegna þess að skv. frásögn ísraelskra yfirvalda var róbótískri flugvél flogið þaðan inn yfir lofthelgi Ísraels.
Ein af þeim flugvélum var skotin niður að því er virðist af loftvarnarflaugum Sýrlandshers -- forsætisráðherra Ísraels virðist þá hafa fyrirskipað hefndaraðgerðir eða m.ö.o. enn víðtækari loftárásir sem fóru fram á sunnudag; þeirri seinni bylgju árása virðist beinst að loftvarnarkerfum innan Sýrlands.
-------------------------
"Fares Shehabi, a member of the Syrian parliament representing Aleppo, said on Twitter:" "Israelis must realize that they no longer have superiority in the skies nor on the ground," - "He said Syria had fired more than 24 surface-to-air missiles at Israeli jets." - "Much more will be fired in the future . . . if Israel continues its aggressions."
- "Israel dispatched eight fighter jets to bomb the T4 military base near Palmyra, from where it says the drone was dispatched and controlled."
- "Syria responded with "substantial . . . antiaircraft fire" and two Israeli pilots ejected from their F-16, which crashed inside Israel, according to the Israeli military. "
"Netanyahu in a video statement said he told the Russian president that Israel viewed two developments with severe disapproval:"
- "One, the attempts by Iran to base itself militarily in Syria and the second, Irans attempt to produce in Lebanon accurate weapons against the state of Israel."
- "I made it clear to him that we will not agree to any of those developments and we will act accordingly."
- "Some Israeli military officials have said that a future war on the northern border could drag in both Lebanon and Syria."
-------------------------
Ekkert af þessu kemur í sjálfu sér á óvart - allir sem hafa fylgst með Mið-Austurlöndum lengi, hljóta að gera sér grein fyrir því að þróun sl. ára innan Sýrlands og Lýbanons er vaxandi ógn séð frá sjónarhóli yfirvalda Ísraels.
Afleiðingar Sýrlandsstríðsins:
- Sýrlenska ríkið sjálf er miklu veikara en áður - en á móti kemur sú önnur mikilvæga breyting, að Hesbollah ræður nú verulegum svæðum innan landamæra Sýrlands meðfram landamærum við Lýbanon og herflokkar á vegum Hezbollah virðast hafa nánast ótakmarkað ferðafelsi á svæðum tæknilega undir stjórn stjórnvalda Sýrlands.
- Hin mikilvæga breytingin, er að verulegur íranskur landher er staddur í Sýrlandi - og ræður sá her yfir aðstöðu á nokkrum stöðum innan svæða tæknilega undir stjórn sýrlenskra stjórnvalda.
Svo veikt sé sýrlenska ríkið líklega orðið, að sennilega er það lítið meira en leppríki.
Vilji Írans líklega ræður meiru á svæðum tæknilega undir stjórn stjórnvalda - þar sem að Hezbollah er eitt helsta tæki Írans á Mið-Austurlanda svæðinu, þá virðist það fylgjast að - að Hezbollah eigi heimagengt nú innan Sýrlands - þegar Íran virðist þar statt í styrk.
Áður réði Damaskus stjórnin yfir eigin landsvæðum, Hezbollah réð ekki svæðum innan landamæra Sýrlands - og það var enginn íranskur her í Sýrlandi; það sennilega þótti Ísrael þægilegra ástand þ.s. að þá var stjórnin í Sýrlandi "buffer" milli Írans og Lýbanons.
--Ísraels stjórn hafi líklega getað beitt Damaskus þrýstingi.
Hinn bóginn, með Íran nú sennilega "de facto" stjórnandi Sýrlands, með Íran þar með - með fullt aðgengi að Lýbanon, og þar með að Hezbollah væntanlega hefur þægilegri en áður aðgengi að vopnum frá Íran og sérfræði aðstoð hverskonar - hefur staða Hezbollah og Írans greinilega styrkst mjög í nánd við Ísrael.
--Auðvitað skiptir gríðarlegu máli, að íranskur her er í Sýrlandi, sem væntanlega þíðir að sá getur aðstoðað Hezbollah Lýbanons megin - tæknilega séð.
- Allar þessar mikilvægu breytingar eru augljóslega þyrnar í augum Ísraels.
- Þess vegna er auðvitað full ástæða að spyrja sig, hvort að Ísrael vill ekki hefja fullt stríð gegn Íran og Hezbollah?
- Megin ástæða til þess að svara því með - Nei. Liggur væntanlega í því, að ég er þess handviss að það væri gerólíkt að berjast við Íran fyrir Ísrael en við Arabaríkin.
--Ég efa að Ísraelar séu blindir á það atriði, að ef Ísrael mundi hefja aðgerð gegn Hezbollah í Lýbanon, þíddi það væntanlega einnig að Ísrael mundi beina þeim aðgerðum síns landhers einnig innan Sýrlands.
--Það þíddi væntanlega beinir bardagar við íranskt herlið í Sýrlandi, auk þeirra hersveita er Damaskus enn ræður yfir - og auðvitað að auki við sveitir Hezbollah.
- Vandamálið liggur í því að leita leiða til þess, að enda það stríð fyrir Ísrael á einhverjum þeim stað sem skilaði Ísrael skárri niðurstöðu en nú liggur fyrir.
- Ég er ekkert viss, að Íran mundi hætta fljótt þeim átökum -- þau gætu allt eins líklega þróast í áratugs langt stríð, eins og er Ísrael var í Lýbanon um ca. áratug á 9. áratugnum; nema að stríðið væri stærra.
- Það má alveg spyrja sig þess, hvort Ísrael hafi þann mannafla, að berjast svo lengi og á það stórum skala?
--Punkturinn er sá, að ég er ekkert viss að Ísrael endaði slíkt stríð með sigri.
--Ísrael eftir allt saman trauðlega getur þvingað Íran til uppgjafar, enda ósennilegt að ísraelskur her sé fær um að sækja alla leið til Írans.
--Sagan sýnir að loftárásir einar eru gjarnan ónógar til að skapa slíka þvingan, en flugher Ísraels gæti auðvitað flogið alla leið yfir íranskt land til loftárása -- en t.d. í Víetnam stríðinu leiddu loftárásir á miklu stærri skala en Ísrael er líklega fært um - ekki til uppgjafar.
Niðurstaða
Netanyahu greinilega orðaði pyrring stjórnvalda Ísraels yfir stöðu mála í Sýrlandi og Lýbanon, nefnilega þá staðreynd að óvinir Ísraels - Íran og Hezbollah, hafa styrkt sína stöðu nærri landamærum Ísraels og það verulega síðan 2011.
Vangaveltur um ísraelska innrás í Lýbanon og Sýrland, eru ekki ástæðulausar.
Hinn bóginn stórfellt efa ég í raun og veru Ísrael láti til skarar skríða.
Vegna þess að ég sé ekki að Ísrael ólíkt fyrri stríðum við Arabaríki - sé fært um að knýja Íran til uppgjafar. Það þíðir líklega að ef Ísrael hæfi hernað gegn herafla Írans og Hezbollah, þá mundi Ísrael vera komið í stríð án augljóss sjáanlegs enda.
Mundi meir líkjast 10 ára veru Ísraels hers í Lýbanon en stríðum Ísraels við Araba á 6. - 7. og 8. áratug 20. aldar, með þeirri stóru breytingu að slíkt stríð yrði verulega mikið stærra líklega að umfangi en Lýbanons átök Ísraels á 9. áratug.
Þegar kemur að löngum stríðum - er spurningin frekar um úthald en flest allt annað.
Ég efast ekki um úthald Írans - en ég efast um úthald Ísraels sjálfs.
--Sem sagt, óvíst væri að sigurinn lenti Ísraels megin fyrir rest.
Niðurstaðan er eiginlega sú, að Ísrael ræður líklega ekki eitt við málið.
Kannski er hluti ástæðunnar fyrir loftárásum á Sýrland, að beita stjórnvöld í Washington þrýstingi - reyna að fá fókus Donalds Trumps á vandamál Ísraels.
Hinn bóginn, efa ég einnig að Bandaríkin séu sjálf til í slíkt stríð! Þar komi til það vandamál, að erfitt gæti reynst einnig fyrir Bandaríkin sjálf að enda það með ásættanlegum hætti - þannig séð.
--M.ö.o. Íranar gætu reynst eins þrjóskir og N-Víetnam reyndist vera á sínum tíma.
- Ætli ályktunin sé ekki sú, að aðgerðir Ísraela hljóti að taka enda - aðgerðir Ísraela verði lofthernaður eingöngu, þ.e. engin innrás -- Ísraelar, Hezbollah og Íran - láti þar við standa.
--Hið eiginlega ástand standi óbreytt, pyrringur Ísraela verði áfram til staðar án nokkur sjáanlegs möguleika fyrir Ísrael að breyta þeirri stöðu með ásættanlegri áhættu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2018 | 00:46
Geimskot SpaceX í eigu Elon Musk er að sjálfsögðu stórkostlegt afrek
Það sem er mikilvægt við þetta er að Falcon Heavy flauginni er ætlað að hafa endurnýtanlegar stuðningsflaugar, sem og að fyrsta þrepinu er einnig ætlað að vera endurnýtanlegt - með þessu ætlar Elon Musk sér að draga verulega út kostnaði við geimskot.
Falcon Heavy flugtak
Hinn bóginn tókst Elon Musk ekki ætlunarverk sitt að öllu leiti - en stuðningsflaugarnar sneru til baka og lentu samtímis -- sem var mjög glæsilegt "show."
En á hinn bóginn, mistókst að endurnýta fyrsta þrep megin flaugarinnar, sem eyðilagðist og síðan sökk er það kom niður á um 500km. hraða og lenti á hafinu.
--Gengur betur næst!
Stuðningsflaugar við það að lenda
Hinn bóginn, eins og einhverjir án vafa hafa heyrt, var gömlum Tezla Roadster skotið á loft og skv. Elon Musk er sá á sporbaug í átt að smástyrnabeltinu:
Roadster og geimbúningur
SpaceX successfully launches Falcon Heavy
SpaceX's Falcon Heavy rocket flung that Tesla car on a path that goes beyond Mars
Í mínum augum er það mikilvægasta framlag SpaceX að lækka kostnað við geimskot!
En þ.e. mjög einfalt, að ef sá kostnaður minnkar umtalsvert - þá fjölgar geimskotum almennt. En þá fjölgar þeim aðilum er hafa efni á því skjóta upp í geim.
En þetta minnkar einnig kostnað við starfsemi sem ætlað er að starfa í geimnum, og þarf líklega að reglulega senda hluti upp í geim.
Falcon Heavy á að kosta um 90 milljónir dollara stykkið -- til samanburðar uppreiknað yfir á verðlag dagsins í dag, hafi kostnaður við Satúrnur V tunglflaugar NASA líklega verið yfir milljarður dollara - per geimskot.
--Hinn bóginn var það tækni 8. áratugarins.
Nú eru liðlega 40 ár liðin og eðlilegt að unnt sé að gera að einhverju mikilvægu leiti betur í dag.
- Ég er í raun og veru ekki sérstaklega spenntur fyrir hugmyndum Musks um Mars.
- Er á því að hugmyndir um nýlendu á Mars -- séu langt, langt frá að vera tímabærar.
Hinn bóginn, vegna þess að Elon Musk er að lækka kostnað við geimskot.
Þá vonast ég til þess, að það verði mikil hvatning til einka-aðila sem eru áhugasamir um að hefja námuvinnslu í geimnum, en þ.e. virkilega starfsemi er mundi þurfa að senda oft og títt hluti upp í geim, þannig að kostnaðarlækkun SpaceX geti verið lykilatriði.
- Bendi á, að enn hefur engum tekist að reka lokað ræktunarkerfi í langan tíma, en hvort sem er á Mars eða í geimstöð -- mundu ræktunarkerfi þurfa að geta starfað í algerlega lokuðu umhverfi.
--Tæknilega mundi kerfi starfandi á Mars ekki þurfa vera algerlega lokað, en á hinn bóginn þarf það greinilega vera inni í mjög vernduðu gróðurhúsi - undir þrýstingi því loftþrýstingur er alltof lítill á Mars, einnig hitað því alltof kalt er á Mars auk þess geislun er alltof mikil á Mars, þyrfti öflugt skjól.
--Þannig ég kem ekki auga á verulegan mun milli þess að vera á Mars við ofurverndaðar aðstæður þar, eða um borð í framtíðar geimstöð. - Tæki yrðu að vera mjög áreiðanleg, því 6 mánuði tekur vanalega að senda hluti frá Jörð til Mars. Ég stórfellt efa að búnaður sem stærstum hluta enn á eftir að þróa, geti orðið áreiðanlegur -- fyrr en sá hefur verið notaður einhvers staðar um einhverja hríð.
--Ég mundi vilja prófa þann búnað mun nær Jörð en Mars - áður. - Enginn hefur enn lent fari á Mars sem er nægilega þungt til að lenda með eina persónu, hvað þá hóp af fólki.
--Ég mundi sannarlega vilja prófa nokkrar þungar lendingar áður en ég sendi heilan hóp í einu. - Loftið á Mars raunverulega flækir fyrir lendingu, því þ.e. of þunnt til að geta hægt nándar nærri nægilega mikið á þungu fari -- þannig að það þarf lendingu með eldflaugakný.
--Vandinn við það, þá lendir farið með nokkura þúsunda stiga eld undir sér, beint inn í lofthjúpinn. Loftið sem kemur á móti auðvitað hitnar er það kemst í snerting við knýinn, og þenst við það.
--Þetta rökrétt þíðir óróa og titring um borð meðan farið stefnir í átt til lendingar. Titringur er vex því dýpra sem það fer inn í lofthjúpinn.
--Eins gott að hlutir séu vel festir niður, og allt sé vel skrúfað saman. - Ég mundi sannarlega vilja láta sama farið framkvæma tilraunalendingu með engan um borð, til að tékka á því að farið raunverulega sé fært um að lenda heilu og höldnu, áður en reynd væri lending með hundruð manns um borð, auk farangurs.
--Þó lending gangi vel, þá sé það líklega stærri prófraun að viðhalda hópi manna á Mars.
--Þegar 6-mánuði tekur að senda hluti til Mars, og þá þarf að skjóta á loft frá Jörð.
Kostnaður við uppihald hlýtur að vera óskaplegur, ár eftir ár eftir ár!
Það sé vandinn við að viðhalda hundruða manna samfélagi við svo erfiðar aðstæður, sem fylla mig efasemdum að það sé praktískt á þeim tímaramma sem Musk virðist ráðgera.
Ein stór bilun getur drepið alla, hvort sem er þegar komið er til lendingar eða síðar þegar leitast sé að lifa við þær erfiðu aðstæður sem eru á Mars. Það verði lengi yfirvofandi hætta.
- Persónulega mundi ég fyrst senda miklu smærri hóp -- til að prófa hvernig litlum hóp gengur, áður en mér mundi finnast koma til greina að senda það stóran hóp sem Musk talar um að senda.
--Það sé vegna þess hversu hættan sé mikil, þannig séð skárra að drepa lítinn hóp en nokkur hundruð. En það sé áhættan sem væri tekin.
Mér mundi alls ekki detta í hug, að senda - áður en nokkru sinni hefur verið skotið manni til Mars; að senda nokkur hundruð manns í einu -- og það væri fyrsta fólkið er nokkru sinni lenti á plánetunni.
--Mér finnst hreinlega of miklar líkur á að allir farist, ef lagt er af stað áður en fjöldi tilrauna við stórar lendingar og smærri mannaðar lendingar að auki, hafa fyrst farið fram.
- Ég mundi nýta Mars með öðrum hætti, ef ég réði -- en það strangt til tekið þarf enginn að lenda á sjálfu yfirborðinu.
- Þess í stað, væri unnt að senda geimstöð í pörtum til sporbaugs um Mars - eftir að samsetningu væri lokið, mundi gera ráð fyrir snúningi á henni til að skapa þyngdarafl með miðflótta-afli, mundi hópur fólks geta verið þar.
--Þaðan væri síðan unnt að stjórna tækjabúnaði á yfirborði - þau tæki gætu séð um alla þá hráefnasöfnun sem mundu þurfa til.
--Þetta er mín framtíðar-sýn, þ.e. fókus á geimstöðvar, það að lifa og starfa í geimnum sjálfum.
--En um leið og skilvirk geimstöðvar-hönnun væri komin, væri unnt að setja eina slíka upp nánast hvar sem er, og þar við þægilegar aðstæður gæti fólk starfað og stjórnað búnaði er stundaði allt frá námuvinnslu í smástyrnum yfir í námuvinnslu á yfirborði pláneta eins og t.d. Merkúrs eða Mars.
--Ég mundi einnig gera ráð fyrir því, að sumar geimstöðvar verði að bæjarfélögum -- sumt fólk velji að setjast að.
Niðurstaða
Sannast sagna gæti hlutverk SpaceX reynst vera enn mikilvægara fyrir framtíða mannkyns en hlutverk Tezla fyrirtækisins. En með því að lækka verulega kostnað við geimskot. Þá ætti Elon Musk að flýta verulega fyrir áætlunum margvíslegra áhugasamra einka-aðila, er áhuga hafa á því að hefja margvíslegan rekstur í geimnum.
--En fram að þessu hefur gríðarlegur kostnaður staðið í fólki.
--Um leið sá minnkar verulega, þá getur myndast nokkurs konar "take-off event" þegar allt í einu fara fjöldi aðila í einu af stað.
Ég held að framtíðin liggi í námurekstri í geimnum, vegna þess að slíkur hefur möguleika til að skapa tekjur -- en það sé grundvallar atriði til þess að rekstur í geimnum geti staðist að sá geti fundið leið til þess að gefa af sér hagnað.
Um leið og það er hægt, þá er ég ekki í vafa að það spretta fram fjöldi áhugasamra. Það sé þess vegna að það geti reynst mikilvægasta framlag Elon Musk -- að lækka kostnað við geimskot. Það eitt geti stórlega flýtt þannig séð fyrir framtíðinni.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2018 | 00:48
Trump virðist hafa tekist að sannfæra Repúblikana að FBI sé með pólitískt samsæri gegn sér
Þetta kemur úr skoðanakönnun á vegum Reuters/Ipsos sem fjallað var um í frétt Reuters. Það sem er áhugavert við útkomuna er - að Repúblikanar hafa sögulega séð fram að þessu, verið "law and order party" þ.e. sá flokkur sem staðið hefur þéttar að baki þeim stofnunum landsins sem berjast gegn lögbrotum og glæpum, sem og dómstólum landsins.
--Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann til þess að sjá yfirgnæfandi stuðning og traust Repúblikana gagnvart FBI.
Most Republicans believe FBI, Justice Dept. trying to 'delegitimize' Trump
- "Nearly 84 percent of Republicans said in a January 2015 Reuters/Ipsos poll that they had a favorable view of the FBI."
--Yfirleitt var það svo, að Demókratar voru tortryggnari gagnvart lögreglustofnunum landsins sem og dómstólum.
--Meðan að Repúblikanar voru frekar sá flokkur, sem stóð vörð um þær stofnanir.
Þetta er því hreint mögnuð breyting sem Donald Trump hefur afrekað!
- "Some 73 percent of Republicans agreed that "members of the FBI and Department of Justice are working to delegitimize President Trump through politically motivated investigations.""
- "The same proportion of Democrats said they believed a competing narrative that "members of the Republican Party and the White House are working to delegitimize the FBI and DOJ in the investigation of Russian tampering in the 2016 presidential election.""
Við skulum aðeins íhuga kenninguna, að FBI-sé tæki Demókrata gegn Trump!
- Af hverju hóf Director Comey þá rannsókn á e-mail máli Hillary Clinton, ef FBI væri raunverulega tæki Demókrata -- ætti manni að virðast svo að FBI hefði fundið leið til að láta ekkert verða af rannsókn?
- Síðan, nokkrum vikum fyrir forsetakosningar 2016 - endurræsti Director Comey að nýju e-mail rannsókn á Hillary Clinton -- þó augljóslega mundi það skaða hennar kosningabaráttu.
--Síðan lauk hann rannsókn aftur nokkrum dögum fyrir kosningar, en þá var örugglega alltof seint fyrir hana að laga þann skaða fyrir hennar kjörmöguleika sem enduropnuð rannsókn hafði framkallað.
- Augljósu ábendingarnar eru þær - að FBI undir stjórn Demókrata, FBI að vinna fyrir Demókrata -- hefði undir engum kringumstæðum, opnað aftur rannsókn á Clinton nokkrum vikum fyrir kosningar.
--Og eins og ég benti á að ofan, líklega þæft það að hefja rannsókn í fyrsta lagi.
Punkturinn er augljós, að það standist ekki að FBI-sé að vinna pólitískt á bandi Demókrataflokksins -- því ef svo væri, væri Hillary Clinton líklega forseti í dag.
En eftir allt saman, var sigur Trumps afar naumur í fjölda ríkja sem hann hafði sigur í -- það virðist fremur sennilegt að enduropnun rannsóknar hafi verið hvað gaf honum sigurinn.
Trump auðvitað þakkaði Comey aldrei fyrir greiðann -- þó svo að ég muni hve kátur Trump var um hríð dagana sem Comey var með rannsóknina opna, þá greinilega skapraunaði það Trump herfilega er Comey lokaði rannsókninni að nýju.
--Jafnvel þó það hafi líklega engu máli skipt, skaðinn fyrir Clinton hafi þegar verið skeður.
Málið er afar einfalt, að ég hafna algerlega þeirri kenningu að FBI sé að vinna með pólitískum hætti gegn Donald Trump.
Aftur á móti er það þekkt aðferð hjá Trump - ófræingarherferðir - hann beitir þeirri taktík, hann var með mjög velheppnaða slíka herferð gegn Clinton á sínum tíma; en málið er að hann hefur beitt slíkum meðölum oft áður.
Ein áhugaverð ófræingarherferð Trumps var gegn Mohawk indíánum, en lög frá 1988 heimiluðu indiánaþjóðflokkum að opna spilavíti á svokölluðum verndarsvæðum - Trump á sínum tíma barðist gegn þeim lögum, í tíð Ronald Reagan.
--Enda sá hann samkeppnina sem ógn við sinn spilavítisrekstur í Atlantic City - þar rak hann á tímabili 2-spilavíti. Bæði urðu gjaldþrota, eitt þeirra tvisvar m.ö.o. 3 gjaldþrot.
Trump stands by casino scandal claim
US presidential campaign: Trumps casino war
Á endanum var herferð Trumps kærð, og málið endaði í dómsátt þ.s. hann greiddi 250þ.$.
"Are these the new neighbors we want?" - "The St Regis Mohawk Indian record of criminal activity is well documented."
Þetta er texti úr einni auglýsingunni -- m.ö.o. íjað var að því að glæpahneigð væri almenn meðal Mohawk, að gestir á verndarsvæðinu gætu ekki verið öruggir.
--Mér fannst þetta alltaf mjög subbuleg nálgun hjá Trump.
--Þetta er auðvitað langt síðan!
En punkturinn er sá, að mér virðist Trump enn beita sömu aðferðum!
M.ö.o. ef honum finnst að sér vegið - leitar hann allra leiða til að skaða orðstír þess eða þeirra, sem hann telur ógna sinni stöðu!
Þetta hafi hann ítrekað gert í sínum viðskiptum - hegðan hans sem forseti, sé einfaldlega í takt við hvað sennilega er orðið að venju hjá honum, er hann sjái eitthvað sem ógnar honum.
- Herferð Trumps gegn FBI, Dómsmálaráðuneytinu og CIA -- sé klassískur Trump, m.ö.o.
--Greinilega kann Trump sitt fag þegar kemur að ófræingu, þ.s. greinilega er þetta mjög umtalsvert að virka hjá honum.
--Trump sé ófyrirleitinn, og að mörgu leiti tel ég fullkomlega samviskulaus -- en á sama tíma sé hann mjög fylginn sér, alls ekki heimskur í sinni ófyrirleitni.
--En með ófræingarherferð sinni gegn FBI, dómsmálaráðuneytinu og CIA, sé hann að sá efasemdum innan þjóðfélagsins gegn mikilvægum grunn stofnunum, til þess að vernda sjálfan sig.
Þær efasemdir sem hann hefur sáð, geta átt eftir að valda þeim stofnunum langvarandi skaða.
En ég er ekki í nokkrum vafa, að Trump er að þessu, til þess að sá vafa hjá sem flestum gagnvart því ef Trump fær slæma niðurstöðu - t.d. einhver nærri honum er kærður.
--Tilgangur Trumps sé að verja sjálfan sig.
--Það geti vel virkað, að honum takist að fá marga til að trúa því að þeir sem standa honum nærri séu saklausir m.ö.o. beittir rangindum, þannig frýjað sjálfan sig tjóni hvað stuðning áhrærir.
En á hinn bóginn, þá skaðar hann mikilvægar grunn stofnanir sem hafa veg og umsjón með því að viðhalda lögum og rétti í Bandaríkjunum.
--Ég get ekki ímyndað mér t.d. að Ronald Reagan hefði nokkru sinni gert nokkuð því um líkt.
--Að vísvitandi leitast við að veikja FBI og dómsmálaráðuneytið, sem og CIA -- allt samtímis.
Þegar Trump ver sjálfan sig -- þá hreinlega virðist honum standa fullkomlega á sama, hvað er í veginum eða hvað fær að finna fyrir því.
Niðurstaða
Þetta er eiginlega eitt af því sem ég er mest ósáttur við varðandi Trump - hvernig hann skipulega ófrægir langsamlega líklegast fullkomlega að saklausu mikilvægar grunnstofnanir Bandaríkjanna -- í því markmiði að verja eigið skinn.
--Einhvern tíma hefðu Repúblikanar sjálfir verið fremstir í flokki að fordæma slíka hegðan.
--En áður fyrr þá stóð Repúblikanaflokkurinn þéttur vörð um bandaríska réttarríkið, og auðvitað mikilvægar stofnanir sem sjá um að verja það.
Það gæti verið eitt mesta tjónið sem Trump hugsanlega veldur á hagsmunum Bandaríkjanna, að veikja FBI - ráðuneyti dómsmála og CIA, allt á sama tíma.
Til þess að verja sína persónulegu hagsmuni og sinnar fjölskyldu.
En í augum Trump virðist öllu til fórnandi er kemur að persónulegri vörn og vörn hans fyrir sína eigin.
Mér finnst hreint magnað hve Trump hefur tekist að spila með Repúblikana.
Algerlega snúið að mörgu leiti Repúblikanaflokknum á haus.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2018 | 21:08
Ríkisstjórn Trumps virðist standa sterkar að vígi upp á síðkastið
Það hefur verið hreyfing til batnaðar fyrir Trump - sem má rekja ca. til miðs desember, í kjölfarið á því að þingrepúblikönum tókst að fá samþykkt sem lög breytingar á skattalögum, sem fólu í sér umtalsverðar skattalækkanir fyrir fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir fyrir millistéttar-einstaklinga, varanlegar þó fyrir hæstu tekjuhópana.
--Þetta virðist vekja slíka lukku meðal Repúblikana almennt, að deilur um Trump meðal Repúblikana sjálfra sem voru til staðar áður -- hafa að því er virðist, þagnað alveg.
--Þetta sást líka á flutningi stefnuræðu Trump um daginn, þegar Repúblikanar höfðu greinilega skipulagt reglulegt klapp meðan á flutningi ræðunnar stóð, það skar enginn Repúblikani frá.
--Til viðbótar græðir Trump á stöðu efnahagsmála, en atvinnuleysi hefur haldið áfram að minnka eftir að hann tók við -- er nú nærri sögulegu lágmarki.
2 kjörtímabil Obama, 2008-2016, Trump frá 2017
..............Hagvöxtur...Atvinnuleysi...Verðbólga: U.S. GDP Growth Rate by Year Compared to Inflation and Unemployment
- 2008........-0,3%........7,3%........0,1%
- 2009........-2,8%........9,9%........2,7%
- 2010.........2,5%........9,3%........1,5%
- 2011.........1,6%........8,5%........3%
- 2012.........2,2%........7,8%........1,7%
- 2013.........1,7%........6,7%........1,5%
- 2014.........2,6%........5,6%........0,8%
- 2015.........2,9%........5,0%........0,7%
- 2016.........1,5%........4,7%........2,1%
- 2017.........???.........4,1%........2,1%
Tæknilega stóð kreppan bara 2-ár, hinn bóginn tók mörg ár að vinna á þeirri miklu aukningu atvinnuleysis er skall yfir -- þegar Obama var svo óheppinn að taka við akkúrat í þann mund er hagkerfið skall fram af brún.
Líklega upplyfir fólk ekki kreppulok -- fyrr en atvinnuleysi hefur minnkað verulega.
- Tölur um hagvöxt liggja ekki enn fyrir, en vísbendingar að hann hafi 2017 verið nærri 3%, m.ö.o. nærri svipuðum slóðum og 2014 eða 2015.
- Ekki vísbendingar a.m.k. enn um aukinn vöxt -- en kannski skila skattabreytingarnar einhverju á þessu ári.
--Hinn bóginn, græði Trump á því að atvinnuleysi minnkar enn -- sem skilar sér rökrétt í aukinni bjartsýni fólks. Fólk þakkar yfirleitt alltaf, sitjandi ríkisstjórn, þegar vel gengur. Sama tíma, kennir það sitjandi nær alltaf ef illa gengur.
Nálgast Bandaríkin næstu kreppu?
Bendi á að lesa eftirfarandi: U.S. economic expansion to last another two years or more: Reuters poll.
- Skv. könnun Reuters á viðhorfum spekinga í hagvísindum, þá er afstaða þeirra að meðaltali sú -- að næsta kreppa hefjist innan tveggja ára, sem þíddi að hún hefst áður en kjörtímabili Trumps lýkur -- eða rétt undir lok þess.
--Ætla ekki gefa mér fyrirfram endurkjör 2020.
Skv. því verði uppsveiflan 8 ára löng, áður en hagkerfið dettur aftur niður.
Verulegur fjöldi hagfræðinga, bendir á að atvinnuleysi sé að detta niður fyrir 4%, sem þeir segja benda til þess - að hagkerfið sé nærri sveiflutoppi.
Er donald Trump mikill "deregluation genius?"
Bendi á eftirfarandi: Trump's war on regulations is real. But is it working?.
- Þetta getur verið stóra breytingin sem Trump kemur á, en skv. greiningu Politico er stóra málið -- reglubreyting sem Trump setti í byrjun kjörtímabilsins.
- Þegar hann fyrirskipaði stofnunum að taka tillit til kostnaðar við reglugerð, bjó til nokkurs konar reglugerðar-fjárlög fyrir hverja stofnun -- og henni bar síðan að skoða eldri reglugerðir til afnáms á móti hverri nýrri.
Ekki er enn komin almennileg reynsla á það hvernig það gengur að framfylgja þessu seinna atriði -- hinn bóginn vekur eitt atriði stóra athygli.
--Það hafa verið miklu færri reglugerðir innleiddar eftir að Trump tekur við!
Helsta vísbendingin fram að þessu virðist -- nokkurs konar reglugerðarstífla.
Hinn bóginn vill samstarfkona Trumps meina -- að endurskoðun taki tíma, og mun meira muni gerast á þessu ári.
- Í raun og veru hafi ekki nein umtalsverð "deregluation" gerst enn.
Neomi Rao - "Unraveling the biggest rules from the past requires a careful process, all new cost-benefit analysis, all of the rulemaking that needs to take place to unravel a big rule. We will see more, deeper, substantive deregulation in the coming year."
--Rao réttilega bendir á, að ef menn ætla að starfa með ábyrgð, taki það tíma.
Kannski verður fyrir rest - Donald Trump - sá "deregulation" meistari hann segist í dag vera -- en er ekki enn orðinn.
Donald Trump er ekki enn búinn að hafa sigur í veggmálinu, en honum hefur tekist að setja andstæðinga sína þannig séð -- upp að vegg!
Eins og ég hef bent á, hefur honum tekist að setja málið upp sem -- viðskipti!
Á sl. ári afnam Trump kerfi alríkisins sem hélt utan um hóp af fólki sem kom til Bandaríkjanna sem börn -- svokallaðir "dreamers."
--Trump hefur síðan sett málið þannig upp, að Demókratar geti fengið þann hóp varanlega varðan innan Bandaríkjanna, gegnt því að hann fái á móti stórherta innflytjenda-löggjöf plús vegginn sinn full fjármagnaðan.
- Viðurkenni, að Trump hefur tekist að setja Demókrata upp að vegg.
--Því ef þeir hafna samkomulagi, fer Trump örugglega að hefja brottrekstur á því fólki -- til að beita Demókrata frekari þrýstingi.
--Ef þeir samþykkja, þá kemur stórhert innflytjenda-löggjöf, sem mun minnka mjög aðflutning fólks til Bandaríkjanna -- auk þess að Trump hefur sigur í vegg málinu.
--Eins og ég sagði, hörð pólitík hjá Trump - en ekki heimsk.
Skoðanakannanir hafa verið ívið jákvæðari gagnvart Trump!
Hann var um hríð að mælast með svo lítið fylgi sem 38% -- en nú virðist hann hafa bætt við sig allt að 10% - þ.e. sumar kannanir sýna hann rétt innan við 50% meðan þær lægri sýna hann með rúmlega 40%.
--Trump er skv. því enn óvinsælli en hann er vinsæll, en þó ekki eins óvinsæll og áður.
Niðurstaða
Trump er greinilega sterkari sl. 2-mánuði en áður en hann hefur verið, fyrir utan rétt eftir hann náði kjöri.
Hann getur átt eftir að styrkjast frekar -- en ef eins og sennilegt virðist, að hann svínbeygi Demókrata til að fjármagna vegginn hans - og ef honum tekst einnig að ná fram stórhertri innflytjenda löggjöf.
--Þá mun hann hafa náð fram sínu stærsta baráttumáli.
"Dereglulation" málið er minna líklegt að verða að hitamáli meðal almennings.
Hinn bóginn - - er rétt að ryfja upp, að Trump skerti verulega stuðning við kaup fátækra Bandaríkjamanna á heilbrigðis-tryggingum.
--Það verður væntanlega á nk. mánuðum, sem milljónir fyrir bragðið missa sínar tryggingar. Það gæti átt eftir að valda óánægju.
Rannsókn sérstaks saksóknara Muellers á meintu misferli í tengslum við framboð Donalds Trump, er ekki enn lokið -- en Trump hefur verið iðinn við tilraunir til að sá efasemdum um rannsókn Muellers og FBI.
--Vísbendingar séu að almenningur sé a.m.k. einhverju verulegu leiti farinn að hlusta á þær efasemdir.
Það gæti dregið úr högginu fyrir Trump - ef hann fær einhverju leiti slæma niðurstöðu.
--En tilraunir Trump til að sá efasemdum, geta verið klassísk "damage control" aðgerð, þ.e. ef dómsmál hefjast gegn einhverjum nærri Trump sjálfum, muni fræ efasemda meðal almennings, einhverju leiti verja Trump sjálfan gagnvart neikvæðum áhrifum á almennings-álit.
Bendi síðan á þessa áhugaverðu skoðun -- hún varð að frétt hjá RÚV: Trump may be making a comeback.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 5.2.2018 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2018 | 22:59
Stefnir met ríkishalla í Bandaríkjunum í efnahagslegu góðæri
Financial Times vakti athygli á greiningu "Congressional Budget Office" sbr. mynd að neðan.
Ég bendi á að rauða línan -- er við 5% ríkishalla!
- Takið eftir, að ríkishallinn eðlilega náði hámarki á kreppuárunum er hófust 2007 - þá vex hallinn hratt eðlilega, þ.s. kreppa veldur tekjusamdrætti ríkisins.
- Síðan fer ástandið smá skánandi, 2016 hefur hann minnkað verulega.
- En síðan segir stofnunin sem veitir bandaríska þinginu ráðgjöf, að stefni aftur í aukinn ríkishalla - og spá honum aftur í um 5%.
Economists warn of Trump deficits dark trajectory
"The Bipartisan Policy Center, predicts that Congress will settle on plans that drive the deficit to 5.7 per cent of US gross domestic product in 2019 as annual borrowing exceeds $1.1tn."
M.ö.o. reikna þeir með því að skuldir bandaríska alríkisins frá og með 2019 vaxi með hraðanum -- 1.000 milljarðar dollara per ár.
Sem ef rétt verður yrði afskaplega sérstök staða að safna skuldum það hratt í efnahagslegu góðæri -- hvað gerist, ef góðærið hættir allt í einu?
Shai Akabas: "Having such large deficits during peaceful, strong economic times is reckless fiscal policy. We saw in 2008 how the economy can turn on a dime. If something like that were to happen in the next few years with these kinds of deficits particularly with the ageing of the baby boomers on top of that wed be in a very dangerous fiscal position."
- "Mr Trump entered office with debt at post-second world war highs of 77 per cent of GDP,..."
- "...that may be on course to be around 100 per cent of GDP or more in a decades time depending on policy decisions, according to the CRFB."
Miðað við greiningu stofnunarinnar, þá virðist núverandi stefna ætla að leiða til -- mesta hallarekstrar í sögu Bandaríkjanna.
Þegar miðað er við hvar í hagsveiflunni Bandaríkin eru stödd þessa stundina!
--M.ö.o. nýtt met í góðæris-ríkishalla undir Trump.
En menn eiga ekki að hafa halla á hagsveiflutoppi.
Niðurstaða
Ef marka má Congressional Budget Office þá stefni í að öll fyrri met um hallarekstur á bandaríska alríkinu -- þegar miðað er að góðæri sé til staðar í efnahagsmálum -- verði slegin. Og að skuldir alríkisins stefni miðað við framreiknaðan hallarekstur í um 100% eftir ca. áratug -- miðað við óbreytta stefnu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vegna þess að skjal þingnefndarinnar hefur ekki verið birt - enn. Sterkar vísbendingar séu þó að skjalið verði birt!
Viðbrögð setts Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna eru áhugaverð:
- "Deputy Attorney General Rod Rosenstein and FBI Director Christopher Wray warned Kelly that releasing the memo publicly could set a dangerous precedent, according to a person familiar with the conversation."
- "Rosenstein also told Kelly the memo didnt accurately characterize the FBIs investigative practices, the person said."
Viðbrögð FBI ekki síður:
- "The FBI was provided a limited opportunity to review this memo the day before the committee voted to release it. As expressed during our initial review, we have grave concerns about material omissions of fact that fundamentally impact the memos accuracy,..."
Eiginlega er erfitt að líta með öðrum hætti á viðbrögð FBI - en að það feli í sér, ásökun um lygar.
Á sama tíma virðist ljóst, að innihald skjalsins umrædda feli í sér - afar harðar ásakanir gegn hvort tveggja í senn - FBI og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sbr. viðbrögð nefndarformanns er fór fyrir meirihluta Repúblikana í þeirri nefnd.
- "Having stonewalled Congress demands for information for nearly a year, its no surprise to see the FBI and DOJ issue spurious objections to allowing the American people to see information related to surveillance abuses at these agencies,..."
M.ö.o. ekkert gefið eftir -- Nunes svarar fullum hálsi.
- Ég hef hingað til aldrei tekið þær ásakanir alvarlega um meintar hleranir á Trump turni - sem áttu skv. háværum ásökunum sem spruttu fram fyrir kosningar, að hafa komið beint frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna meðan Obama sat enn í embætti.
- Skv. ásökunum, áttu meintar njósnir um turninn að hafa notað eftirlits kerfi sem almennt sé notað til að fylgjast með erlendum flugumönnum.
Rétt að hafa í huga, að þær ásakanir komu fram - samtímis og mikið var rætt um rannsókn er þá þegar var hafin, á meintum hugsanlegum ólöglegum tengslum aðila innan framboðs Donalds Trumps - við aðila tengdir ríkisstjórn Rússlands.
Þær rannsóknir hefur Trump ávalt kallað - nornaveiðar, og í nærri sérhvert sinn hefur hann gjarnan sakað helstu eftirlitssstofnanir Bandaríkjanna, að vera pólitískar.
- Ég hef hingað til ekki séð sérstaka ástæðu að ætla slíkt - eftir allt saman var Director Comey skráður Repúblikani, áður en hann upphaflega var ráðinn á seinna kjörtímabili Bush - hann fékk síðan framlengingu í embætti á seinna kjörtímabili Obama.
Mér hefur ávalt virst embættisverk hans benda til pólitísks hlutleysis.
Hinn bóginn er FBI mjög fjölmenn stofnun - og það verður alltaf unnt að leita uppi einstaklinga sem ekki eru pólitískt hlutlausir, er alveg viss að þar er hvort tveggja til Repúblikanar og Demókratar.
- Það sem er þó alvarlegt við ásakanir á dómsmálaráðuneytið annars vegar og FBI hins vegar, sé að þær vega að starfsheiðri þeirra er starfa þar -- að því er mér virðist, með ósanngjörnum hætti.
- Síðan, að FBI - sem óháð rannsóknarstofnun, sé mjög kerfislega mikilvæg innan bandaríska kerfisins - sem eftirlits aðili, fær um að taka á glæpamálum á hæstu stöðum innan bandaríska kerfisins.
--Það geti verið hættuleg þróun, að veikja slíkar stofnanir.
--En rétt er að benda á, að lýðræðiskerfi geta fallið.
--Ein klassísk vísbending þess að lýðræðiskerfi sé í vanda og hugsanlega í hættu, geti verið ef ráðandi öfl sjá hag í því -- að vísvitandi veikja grunnstofnanir landsins.
--En þ.e. einmitt eitt af hlutverkum stofnana eins og FBI - að fylgjast með þeim sem eiga þátt í því að stjórna landinu, enda er það þekkt vandamál að glæpsamlegt atferli getur alltaf mögulega gosið upp - hafandi í huga stórfelldar freystingar sem alltaf eru til staðar á hæstu stöðum.
FBI Has 'Grave Concerns' About Accuracy of Controversial Nunes Memo
House Republican Nunes calls FBI objections to memo 'spurious'
House Democrat says memo sets stage for firing of special counsel or Justice Dept No. 2
Niðurstaða
Ég er afar fyrirfram skeptískur á ásakanir Nunes - eftir allt saman eru þær ekki nýjar af nálinni, hefur verið hávært haldið fram af fjölda stuðningsmanna Trumps alla tíð síðan fyrir forsetakosningar 2016.
FBI - virðist með orðum sínum, fara mjög nærri því að saka nefndina um lygar þar á meðal Nunes, sem verður að teljast algerlega einstakt.
Settur dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í málum tengdum rannsóknum á málun er standa nærri framboði Trumps - hefur kallað áskanirnar formfestar í nefndaráliti nefndarmeirihluta undir forsæti Nunes -- hættulegt fordæmi; einnig sagt nefndina lísa rannsóknaraðferðum FBI með röngum hætti.
Hafandi þetta í huga, virðist mér erfitt annað en að líta á þetta nefndarálit sem fyrst og fremst, pólískt útspil. Í hvaða tilgangi akkúrat á þó eftir að koma í ljós.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar