Loftárásir Ísraels á Sýrland - virðast beinast að eyðileggingu loftvarnakerfa

Eins og er venja þegar Mið-Austurlönd eiga í hlut, eru yfirlýsingar aðila fullar af ónákvæmni og líklega a.m.k. einhverju verulegu leiti - rangindum. Þannig að utanaðkomandi þarf að beita ágiskunum, um tilgang aðgerða!
--Ísrael segist alltaf vera í einhvers konar sjálfsvörn, standard að tala á þeim nótum.

Netanyahu says Israel undeterred after Syria shoots down F-16

Israel launches air strikes deep within Syria

Israel Strikes Iran in Syria and Loses a Jet

Israel carries out ‘large-scale attack’ in Syria

Syria shoots down Israeli warplane as conflict escalates

Ísraelsk F-16 vél svipuð þeirri er skotin var niður yfir Sýrlandi

Israel Offers Croatia Mixed F-16 Fleet?

Aðgerð Ísraela virðist hafa hafist á laugardag, segjast ísraelsk yfirvöld hafa sent flugvélar til árásar á herstöð innan Sýrlands sem ísraelsk yfirvöld segja undir stjórn íransk herliðs - vegna þess að skv. frásögn ísraelskra yfirvalda var róbótískri flugvél flogið þaðan inn yfir lofthelgi Ísraels.

Ein af þeim flugvélum var skotin niður að því er virðist af loftvarnarflaugum Sýrlandshers -- forsætisráðherra Ísraels virðist þá hafa fyrirskipað hefndaraðgerðir eða m.ö.o. enn víðtækari loftárásir sem fóru fram á sunnudag; þeirri seinni bylgju árása virðist beinst að loftvarnarkerfum innan Sýrlands.

-------------------------

"Fares Shehabi, a member of the Syrian parliament representing Aleppo, said on Twitter:" "Israelis must realize that they no longer have superiority in the skies nor on the ground," - "He said Syria had fired more than 24 surface-to-air missiles at Israeli jets." - "Much more will be fired in the future . . . if Israel continues its aggressions."

  1. "Israel dispatched eight fighter jets to bomb the T4 military base near Palmyra, from where it says the drone was dispatched and controlled."
  2. "Syria responded with "substantial . . . antiaircraft fire" and two Israeli pilots ejected from their F-16, which crashed inside Israel, according to the Israeli military. "

"Netanyahu in a video statement said he told the Russian president that Israel viewed two developments with severe disapproval:"

  1. "One, the attempts by Iran to base itself militarily in Syria and the second, Iran’s attempt to produce in Lebanon accurate weapons against the state of Israel."
  2. "I made it clear to him that we will not agree to any of those developments and we will act accordingly."
  • "Some Israeli military officials have said that a future war on the northern border could drag in both Lebanon and Syria."

-------------------------

Ekkert af þessu kemur í sjálfu sér á óvart - allir sem hafa fylgst með Mið-Austurlöndum lengi, hljóta að gera sér grein fyrir því að þróun sl. ára innan Sýrlands og Lýbanons er vaxandi ógn séð frá sjónarhóli yfirvalda Ísraels.

Afleiðingar Sýrlandsstríðsins:

  1. Sýrlenska ríkið sjálf er miklu veikara en áður - en á móti kemur sú önnur mikilvæga breyting, að Hesbollah ræður nú verulegum svæðum innan landamæra Sýrlands meðfram landamærum við Lýbanon og herflokkar á vegum Hezbollah virðast hafa nánast ótakmarkað ferðafelsi á svæðum tæknilega undir stjórn stjórnvalda Sýrlands.
  2. Hin mikilvæga breytingin, er að verulegur íranskur landher er staddur í Sýrlandi - og ræður sá her yfir aðstöðu á nokkrum stöðum innan svæða tæknilega undir stjórn sýrlenskra stjórnvalda.

Svo veikt sé sýrlenska ríkið líklega orðið, að sennilega er það lítið meira en leppríki.
Vilji Írans líklega ræður meiru á svæðum tæknilega undir stjórn stjórnvalda - þar sem að Hezbollah er eitt helsta tæki Írans á Mið-Austurlanda svæðinu, þá virðist það fylgjast að - að Hezbollah eigi heimagengt nú innan Sýrlands - þegar Íran virðist þar statt í styrk.

Áður réði Damaskus stjórnin yfir eigin landsvæðum, Hezbollah réð ekki svæðum innan landamæra Sýrlands - og það var enginn íranskur her í Sýrlandi; það sennilega þótti Ísrael þægilegra ástand þ.s. að þá var stjórnin í Sýrlandi "buffer" milli Írans og Lýbanons.
--Ísraels stjórn hafi líklega getað beitt Damaskus þrýstingi.

Hinn bóginn, með Íran nú sennilega "de facto" stjórnandi Sýrlands, með Íran þar með - með fullt aðgengi að Lýbanon, og þar með að Hezbollah væntanlega hefur þægilegri en áður aðgengi að vopnum frá Íran og sérfræði aðstoð hverskonar - hefur staða Hezbollah og Írans greinilega styrkst mjög í nánd við Ísrael.
--Auðvitað skiptir gríðarlegu máli, að íranskur her er í Sýrlandi, sem væntanlega þíðir að sá getur aðstoðað Hezbollah Lýbanons megin - tæknilega séð.

  • Allar þessar mikilvægu breytingar eru augljóslega þyrnar í augum Ísraels.
  1. Þess vegna er auðvitað full ástæða að spyrja sig, hvort að Ísrael vill ekki hefja fullt stríð gegn Íran og Hezbollah?
  2. Megin ástæða til þess að svara því með - Nei. Liggur væntanlega í því, að ég er þess handviss að það væri gerólíkt að berjast við Íran fyrir Ísrael en við Arabaríkin.

--Ég efa að Ísraelar séu blindir á það atriði, að ef Ísrael mundi hefja aðgerð gegn Hezbollah í Lýbanon, þíddi það væntanlega einnig að Ísrael mundi beina þeim aðgerðum síns landhers einnig innan Sýrlands.
--Það þíddi væntanlega beinir bardagar við íranskt herlið í Sýrlandi, auk þeirra hersveita er Damaskus enn ræður yfir - og auðvitað að auki við sveitir Hezbollah.

  1. Vandamálið liggur í því að leita leiða til þess, að enda það stríð fyrir Ísrael á einhverjum þeim stað sem skilaði Ísrael skárri niðurstöðu en nú liggur fyrir.
  2. Ég er ekkert viss, að Íran mundi hætta fljótt þeim átökum -- þau gætu allt eins líklega þróast í áratugs langt stríð, eins og er Ísrael var í Lýbanon um ca. áratug á 9. áratugnum; nema að stríðið væri stærra.
  3. Það má alveg spyrja sig þess, hvort Ísrael hafi þann mannafla, að berjast svo lengi og á það stórum skala?

--Punkturinn er sá, að ég er ekkert viss að Ísrael endaði slíkt stríð með sigri.
--Ísrael eftir allt saman trauðlega getur þvingað Íran til uppgjafar, enda ósennilegt að ísraelskur her sé fær um að sækja alla leið til Írans.
--Sagan sýnir að loftárásir einar eru gjarnan ónógar til að skapa slíka þvingan, en flugher Ísraels gæti auðvitað flogið alla leið yfir íranskt land til loftárása -- en t.d. í Víetnam stríðinu leiddu loftárásir á miklu stærri skala en Ísrael er líklega fært um - ekki til uppgjafar.

 

Niðurstaða

Netanyahu greinilega orðaði pyrring stjórnvalda Ísraels yfir stöðu mála í Sýrlandi og Lýbanon, nefnilega þá staðreynd að óvinir Ísraels - Íran og Hezbollah, hafa styrkt sína stöðu nærri landamærum Ísraels og það verulega síðan 2011.

Vangaveltur um ísraelska innrás í Lýbanon og Sýrland, eru ekki ástæðulausar.
Hinn bóginn stórfellt efa ég í raun og veru Ísrael láti til skarar skríða.
Vegna þess að ég sé ekki að Ísrael ólíkt fyrri stríðum við Arabaríki - sé fært um að knýja Íran til uppgjafar. Það þíðir líklega að ef Ísrael hæfi hernað gegn herafla Írans og Hezbollah, þá mundi Ísrael vera komið í stríð án augljóss sjáanlegs enda.

Mundi meir líkjast 10 ára veru Ísraels hers í Lýbanon en stríðum Ísraels við Araba á 6. - 7. og 8. áratug 20. aldar, með þeirri stóru breytingu að slíkt stríð yrði verulega mikið stærra líklega að umfangi en Lýbanons átök Ísraels á 9. áratug.

Þegar kemur að löngum stríðum - er spurningin frekar um úthald en flest allt annað.
Ég efast ekki um úthald Írans - en ég efast um úthald Ísraels sjálfs.
--Sem sagt, óvíst væri að sigurinn lenti Ísraels megin fyrir rest.

Niðurstaðan er eiginlega sú, að Ísrael ræður líklega ekki eitt við málið.
Kannski er hluti ástæðunnar fyrir loftárásum á Sýrland, að beita stjórnvöld í Washington þrýstingi - reyna að fá fókus Donalds Trumps á vandamál Ísraels.

Hinn bóginn, efa ég einnig að Bandaríkin séu sjálf til í slíkt stríð! Þar komi til það vandamál, að erfitt gæti reynst einnig fyrir Bandaríkin sjálf að enda það með ásættanlegum hætti - þannig séð.
--M.ö.o. Íranar gætu reynst eins þrjóskir og N-Víetnam reyndist vera á sínum tíma.

  • Ætli ályktunin sé ekki sú, að aðgerðir Ísraela hljóti að taka enda - aðgerðir Ísraela verði lofthernaður eingöngu, þ.e. engin innrás -- Ísraelar, Hezbollah og Íran - láti þar við standa.
    --Hið eiginlega ástand standi óbreytt, pyrringur Ísraela verði áfram til staðar án nokkur sjáanlegs möguleika fyrir Ísrael að breyta þeirri stöðu með ásættanlegri áhættu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Mjög fróðleg greining á þeirri stöðu sem komin eru upp í Sýrlandi og nágreni.

Sveinn R. Pálsson, 12.2.2018 kl. 10:29

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Spurning hvort Íranir geti ekki búið til dirty boms, sem eru í reynd lítið minna skaðlegar en kjarnorkusprengjur, ef notaðar á borgir.

Sveinn R. Pálsson, 12.2.2018 kl. 10:34

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það myndi nægja að rúv-sjónvarp myndi skoða alla svona viðburði 1 sinni í viku í sjónvarpssal og þá eingöngu á tækniteikningum í sérhæfðum þætti tengt utanríkismálum í rauntíma (ekki gamlar stríðsmyndi).

Það vantar að fréttamenn rúv séu að leggja til lausnir;

með sama hætti og skákmeistari myndi sýna bestu leikinn/lausnirnar uppí á skjánum hjá sér.

Allar caos-myndir af vettvangi sem að sýndar eru á 1 mínútu í hinum venjulegu fréttatímum auka bara á ringulreiðina.

Jón Þórhallsson, 12.2.2018 kl. 11:10

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn R. Pálsson, vandi að Ísraela gætu ekki greint á milli kjarnorkuárásar og slíkrar árásar ef flaug væri skotið frá Íran, þannig að Ísraelar gætu sent Jeríkó flaug af stað með kjarnavopn sem svar áður en íranska flaugin væri búin að klára flugið alla leið. Ég efa því stórfellt að Íranar mundu stíga slíkt skref - en væru án vafa til í að halda átökum á stigi hefðbundinna vopna til eilífðarnóns.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.2.2018 kl. 12:25

5 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég átti við að ef Bandaríkjamenn færu að þjarma verulega að Íran, eins og þeir gerðu í Víetnam, þá hafa Íranar ýmsa möguleika sem Víetnamar höfðu ekki. Einnig held ég að Íranar séu ekki minna þrjóskir en Víetnamar. Eins og þú hefur bent á Einar, þá er Íran mjög erfitt yfirferðar, þannig að það tryggir stöðu þeirra enn betur, en til samanburðar er t.d. Saudi Arabía miklu berskjaldaðri.

Það eru eflaust hundruð hernaðarsérfræðinga að skoða stöðuna sem nú er uppi í Sýrlandi. Rússar, USA, Saudar, Ísrael, Íran, Tyrkir, o.s.frv.

Sveinn R. Pálsson, 12.2.2018 kl. 13:36

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það hafa gríðarlegar breytingar átt sér stað á þessu svæði á mjög stuttum tíma.

Tyrkland hefur ákveðið að þeir séu stórveldi og þurfi ekki lengur stuðning frá Bandaríkjamönnum,eða nokkrum öðrum.

Irak hefur í raun sagt skilið við Bandaríkin og hallast sífellt meira að Iran og Rússlandi.

Bandaríjamenn töpuðu stríðinu í Sýrlandi ,en hafa myndað verndarsvæði fyrir Kurda og restarnar a hryðjuverkaliðinu sem þeir telfdu fram í stíðinu sem landher.

Og þó það sé aðeins lengra frá ,er það samt mikilvægt í stóra samhenginu. Bandaríkjamenn klúðruðu sambandinu við Pakistan og nú er Pakistan undir verndarvæng Kínverja,og hafa hafið viðræður til að bæta samskiftin við Iran. Sennilega partur af dílnum við Kínverja.

Þetta gerðist á ótrúlega skömmum tíma og sýnir hvað heimsmyndin hefur breyst gífurlega. Nú hafa ríki sem lenda upp á kant við Bandaríkjamenn möguleika á að leita verndar annarra stórvelda.

Þetta var með öllu óhugsandi fyrir aðeins fimm árum.

.

Varðandi átökin á svæðinu er þetta að segja.

Það hefur verið vitað síðan í síðari heimstyrjöld,að þeir sem ráða lofthelginni vinna stríðið.

Í Íraksstríðinu börðust Bandaríkjamenn á jörðu niðri og höfðu flugherinn sér til verndar. Samt urðu þeir fyrir nokkru mannfalli.

Bandarískur almenningur þolir alls ekki að herinn þeirra verði fyrir mannfalli og þess vegna varð þetta stríð afar óvinsælt þar í landi.

Margir rugla þessu saman við friðarhreyfingu. Það er engin friðarhreyfing í Bandaríkjunumm og hefur aldrei verið. Bandarískum almenningi finnst fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að drepa eins marga borgara erlendra ríkja eins og þurfa þykir. Þetta er þeim innrætt frá blautu barnsbeini.

En almenningur þolir ekki að Bandarískir hermenn láti lífið. Þetta átti líka við um Víetnam,mótmælin byrjuðu þegar fólk komst að því að Bandarískir hermenn létu lífið þaðr í stórum stíl.Fram að  því hafði enginn áhyggjur af þessu.

.

Lexían sem Banarísk stjórnvöld lærðu af þessu ,var að berjast ekki á jörðu niðri. Líbýa er fyrsta slíka vel heppnaða hernaðaraðgerðin þar sem Bandaríski flugherinn starfaði sem lofther fyrir hryðjuverkammenn sem gereyddi landinu og eiðilögðu ríkið. Bandaríkjamenn sköffuðu einnig vopnin til hryðjuverkamanna. Þegar lanndið var í rúst,snéru þeir sér að öðru. 

.

 Sýrland var næsta viðfangsefni ,en vegna afskifta Rússa fór það út um þúfur. Nú hafa Sýrlendingar eytt mest öllu hryjuvekaliðinu með aðstoð Rússneska flughersins.

Bandaríkjamenn eru frá sér af heift,en sitja nú uppi með leifarnar af hryðuverkaliðinu á einhverskonar verndarsvæði í Sýrlandi,ásamt Kúrdum.

En af hverju fór þetta svona?

Þetta fór svona af því Bandaríkjamenn töpuðu yfirráðum yfir lofthelginni í hendur Rússa.

Vera Bandaríkjanna í Sýrlandi er fullkomlega ólögleg frá A til Z, og þegar Rússar komu þar með loftvarnir sínar ,urðu Bandaríkjamenn að láta undan síga.

.

Hver er staðan núna á svæðinu?

Á undanförnum rúmum mánuði hafa Sýrlendingar byrjað að skjóta loftvarnarflaugum gegn Ísaraelskum herþotum sem hafa verið að gera árásir á Sýrland.

Þeir hafa skotið eina F 16 niður ,laskað eina F 35 ,þannig að hún er væntanlega ónýt og laskað eina F 15.

Á undanförnum áratug hafa Ísaelskar herþotur gert meira en 100 árásir á Sýrland og aldrei orðið fyrir tjóni fyrr en nú.Sýrlendingar hafa sjldnast einu sinni skotið á þoturnar.

Af hverju skyldi það vera?

Það er af því að þeir höfðu enga hugmynd um að þær væru að koma. Yfirráð Ísraelsmanna yfir lothelginni voru alger.

Nú hefur það breyst,nú vita Sýrlendingar að þoturnar eru á ferð og reyna að skjóta þær niður.

Áliktunin sem ég dreg af þessari skyndilegu breytingu er sú ,að Sýrlendingar hafi fengið aðgang að radörum annaðhvort Rússa eða Irana,sennilega Rússa.

Lélegu árangur þeirra í að skjóta niður vélar helgast svo af því að þeir hafa eingöngu yfir að ráða loftvaarnaflaugum sem voru hannaðar um 1970.

Nútíma herþotur eiga ágætis möguleika gegn slíkum flaugum.

Fram að þessu hafa Ísraelsmenn komist upp með þessar "hit and run" árásir án þess að verða fyrir nokkrum kostnaði. Nú er staðan breytt, nú getur árásarferð af þessu tagi kostað fullt af peningum í formi glataðrar herþotu.

.

Hver eru áhrifin till langframa.?

Ísraelsmenn hafa glatað einokun sinni yfir lothelgi Miðausturlanda. á Tveimur mánuðum hafa eldfornar loftvarnir Sýrlands skotið niður eða skaddað þrjár Ísaraelskar herþotur.

Í átökum við Íran geta Ísraelsmenn ekki vænst að hafa yfirburði í lofti. Loftvarnir Irana eru allt aðrar og betri en Sýrlendinga.

Það virðist því vera að komast á nýtt jafnvægi þar sem Israel og Iran halda hvort öðru í skefjum.

.

Borgþór Jónsson, 12.2.2018 kl. 19:09

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eins og alltaf er þínar túlkanir eins ósanngjarnar og hugsast getur -- en þú ávalt lepur upp áróður andstæðinga Vesturvelda, eins og um hreinan ómengaðan sannleika væri.

    • Vesturveldi hafa ekki stutt hryðjuverkamenn.

    • Þeir sem risu upp gegn Assad - voru meirihluti landsmanna, það að Assad hafi kallað þann meirihluta burtséð hvort það voru konur, börn eða gamalmenni, hryðjuverkamenn -- vegna þess að fólkið vildi ekki lengur lúta hans stjórn.
      --Þíðir ekki að þær fullyrðingar Assads séu sannleikur.
      --En vegna þess að þú styður ávalt málstað einræðisherra, á því er engin undantekning sjáanleg síðan við fyrst fórum að skrifast á nú fyrir töluvert mörgum árum síðan.
      --Þá talar þú alltaf eins og að áróður einræðisstjórna sé nákvæmlega sannleikurinn sjálfur.
      --Að sjálfsögðu ljúga allir í stríði -- einræðisherra a.m.k. ekki síður.
      Það þíðir, að meira að segja þú ættir að geta séð að slíkur áróður er líklega stórum hluta lýgi.
      Allt heilvita fólk ætti að sjá slíkt -- einungis staurblindir einstaklingar tala eins og þú gerir, eins og að einræðisherrar tjái sig einungis það sem satt er, meðan að lýðræðisríkin séu gerspillt miðstöð lyga.

    • Síðan er það einnig algert kjaftæði, að þeir sem risu upp gegn Gaddhafi -- hafi allt verið hryðjuverkamenn, að Vesturveldi hafi ákveðið að styðja hryðjuverkamenn.
      --Þarna endurtekur sig aftur blind samúð þín með einræðisherrum, að þeir eru þínar hetjur sem þú virðist líta upp til með lotningu, álíta fyrirmynd mannkyns óflekkaða af öllu því sem slæmt er, göfugar sálir sem segja aldrei ósatt orð -- eða þannig.
      --Í Líbýu gerðist það sama, að upp spratt uppreisn fjölmennra hópa íbúa landsins gegn einræðisherra landsins.
      --Þ.s. þú fylgir einræðisherrum alltaf að máli, þá styður þú að sjálfsögðu það að uppreisnir íbúa séu barðar niður af ofsa og blóði.
      --Ég reikna með því, að þú sért reiður yfir þeirri sögulegu staðreynd að konungum Frakklands var steypt í frönsku byltingunni -- en það væri í takt við þína afstöðu, gagnvar sambærilegum uppreisnum seinni tíma.
      Það skipti ekki megin máli hvað einræðisherra kallar sig, konung eða forseta eða kæri leiðtogi.
      **Ég held að á endanum spretti fram í Líbýu úr þeim gerjunarpotti sem þar er nú, eitthvað betra en þ.s. fyrir var.
      **Frakkland var slíkur gerjunarpottur á 19. öld, gerjun Líbýu tekur þó líklega mun skemmri tíma.
      **Slíkar gerjanir eru oft blóðugar, vegna þeirrar reiði sem myndast af völdum áratuga langra einræðisstjórna -- en þær í eðli sínu skapa það hatur sem síðan sprettur fram af ofsa þegar byltingatilraunir verða.

    • Rússar eru eingöngu að hugsa um sína sérhagmuni - eins og þeir skilgreina þá eða nánar tiltekið Kremlverjar. M.ö.o. vilja halda í herstöðvar í Sýrlandi, og stjórnvöld sér vinveitt.
      --Þetta hefur ekkert að gera með vinskap gagnvart íbúum landsins.
      --Þeir höfðu fram að þessu ekkert skipt sér af því, hve marga landstjórnin þar drap ár hvert í tilraunum til að halda völdum.
      --Þeir brugðust einungis við, þegar það virtíst líta svo út að aðstaðan í landinu gæti tapast.

    • Íranar eru af sama sauðahúsi -- þeim er algerlega sama um íbúa landsins, þeir séu einungis að hugsa um að tryggja valdastöðu og hagsmuni sinna bandamanna, Hezbollah.
      --Landið sé líklega nú stærstum hluta undir stjórn Írans.
      **Þú hefur rangt fyrir þér -- sá sem hefur fjölmennasta landhersinn.
      **Þ.e. sá sem stjórnar, m.ö.o. stjórnar Íran nú Sýrlandi -- ekki Rússland.
      **Flugher hefur nær ekkert notagildi, ef ekki er til staðar landher sem berst með þér.
      **En flugher getur engu landi stjórnað - hann getur ekki hernumið land.
      Flugher hefur aldrei í sögunni, knúið land til uppgjafar.
      En ég skora á þig að sína fram á annað, en ég er algerlega öruggur með þann punkt.

    • Þ.s. skiptir máli er hver á landhersinn á svæðinu -- en flugher nýtist einungis til að veikja annan landher, þannig að hann gagnvast mjög vel -- til að styðja landvinninga landhers er nýtur stuðnings loftárása.
      --En það þíðir, að án annars landhers -- getur flugher litlu sem engu áorkað.

    • "Ísraelsmenn hafa glatað einokun sinni yfir lothelgi Miðausturlanda. á Tveimur mánuðum hafa eldfornar loftvarnir Sýrlands skotið niður eða skaddað þrjár Ísaraelskar herþotur." - "Í átökum við Íran geta Ísraelsmenn ekki vænst að hafa yfirburði í lofti. Loftvarnir Irana eru allt aðrar og betri en Sýrlendinga." - "Það virðist því vera að komast á nýtt jafnvægi þar sem Israel og Iran halda hvort öðru í skefjum."
      Þú hefur greinilega nákvæmlega engan skilning á þessum hlutum - það að ein eða tvær vélar séu skotnar niður, þíðir ekki að "air supremacy" sé ekki til staðar. Bandaríkin misstu fjölda flugvéla yfir Nam - en það stoppaði ekki bandar. flugher frá því að fljúga yfir landinu til árása að vild.
      --Það sést vel, að Ísraelar létu ekki eldflaugar stoppa sig - það að ein vél var skotin niður, sýnir að tæknin sem Ísraelar ráða yfir -"geri ráð fyrir að það séu ratsjár truflarar eða jammers" - en þ.s. öll loftvarnakerfi þurfa radar, þá getur þú gert þau nánast alveg ónothæf, með góðum truflurum sem trufla á mörgum bylgjulengdum samtímis.
      --Það sé engin leið að Ísraelar séu að fljúga þarna yfir án "jamming pods" með færni til að trufla á mörgum tíðnum samtímis -- þess vegna missa flaugarnar marks.
      --Gegn hitasæknum flaugum er standard að nota blys sem skotið er út í gríð og erg, það virkar vel. Slíkum flaugum er aðallega beitt gegn lágfleigum vélum.

    Eins og ég ályktaði reikna ég ekki með því að Ísrael sendi landher sinn gegn Íran í Sýrlandi.
    Það sé ekki vegna þess að Ísraelar óttist gagnslitlar loftvarnarflaugar í Sýrlandi eða í eigu Írans.
    Það sé vegna þess, að Ísrael óttist þá staðreynd að Íran er miklu fjölmennara landa - sem er langt í burtu miðað við Ísrael og auk þess mjög fjöllótt, þannig að líkur þess að Íran geti sent landher sinn til innrásar í Íran eru sára sára litlar -- sem þíðir að ólíkt Arabaríkjum getur Ísrael líklega ekki þvingað Íran til uppgjafar.

    Það séu landherirnir sem mestu máli skipta. Öfugt við þ.s. þú virðist halda. En flugher Ísraela gæti ekki hindrað Íran í því að viðhalda öflugum stríðsaðgerðum gegn Ísrael - frekar en flugher Bandaríkjanna gat í Nam hindrað -- her Norður-Víetnams eða Viet Cong.
    --Það sé þessi staðreynd sem skapi það jafnvægi. Að Ísrael getur ekki sigrað Íran með sínum landher.
    --Þessi loftvarnakerfi skipti nánast engu máli - sem sést á því að Ísrael getur greinilega þrátt fyrir þau beitt sér að vild sínum flugher.

    En flugher einn og sér vinnur engin stríð.
    Íran eins og Viet Cong eða her N-Víetnams, hefur nægan mannafla til að blæða.
    Loftárásir mundu ekki stoppa Írana frekar en loftárásir leiddu til sigurs í Víetnam.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 12.2.2018 kl. 23:46

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (24.4.): 40
    • Sl. sólarhring: 40
    • Sl. viku: 66
    • Frá upphafi: 846698

    Annað

    • Innlit í dag: 40
    • Innlit sl. viku: 66
    • Gestir í dag: 39
    • IP-tölur í dag: 39

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband