Dómsúrskurður virðist veikja samningstöðu Donalds Trump - í harðri deilu hans við Demókrata

Fljótt á litið gæti tengingin virst óljós eða "obscure" en skv. frétt sem ég sá, þá hafa nú tveir dómarar úrskurðað að svokallað "DACA - Deferred Action for Childhood Arrivals program" - héldist starfandi þangað til hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fjallað eða úrskurðað um lögmæti tilskipunar Trumps frá sl. ári - þ.s. hann formlega skipaði svo fyrir að "DACA" yrði lagt niður.
--Í bandarískri fjölmiðlaumræðu er þetta fólk gjarnan nefnt "dreamers" það orðalag notaði Obama ávalt, en það var í hans tíð sem tilskipun var gefin út um stofnun þessa prógramms!
--En um er að ræða fólk sem kom til Bandaríkjanna, ólöglega sannarlega - en sem börn.
--Skv. vestrænum réttarvenjum er ekki unnt að refsa börnum fyrir glæp, þ.s. þau skv. réttarvenjum teljast ósakhæf -- ég reikna með því að um það atriði, snúist réttardeilurnar, hvort að í tilraun Trumps til að afnema "DACA" felist í sér tilraun til refsingar barna, en með afnámi prógrammsins gerði Trump það tæknilega mögulegt að reka þetta fólk úr landi.
--Hinn bóginn væri greinilega a.m.k. tæknilega hægt að túlka það sem brot á grunnreglunni, að ekki megi refsa börnum fyrir glæp, þ.s. þau væru alltaf ósakhæf!

Second U.S. judge blocks Trump administration from ending DACA program

Ekki víst Trump verði kátur!

Donald Trump at the second presidential debate.https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/donald-trump-locker-room.jpg

Eins og margir vita, stendur Donald Trump í spennandi deilu við þingdemókrata!

Mér virðist nýverið að Trump hefði komið sér upp frekar sterkri stöðu í málinu, einmitt með því að beita þessum hópi "Dreamers" fyrir sinn vagn. En mér virðist augljóst, hann hafi slegið prógrammið af - til þess að geta beitt þeim hópi til að þrýsta á Demókrata að samþykkja hluti sem Demókratar í reynd vilja ekki.

En Trump vill:

  1. Fá vegginn sinn fullfjármagnaðan.
  2. Hann vill fjölga landamæravörðum.
  3. Hann vill fjölga dómurum sem sjá um málarekstur tengdum ólöglegum innflytjendum, svo þau mál geti afgreiðst hraðar í dómskerfinu.
  4. Og hann vill stórfellt herða reglur, sem snúa að því hverjum er heimilt að koma til Bandaríkjanna.
  • Trump virðist ætla að nota "Dreamers" þ.e. undirliggjandi hótun um þeirra brottrekstur, til að þrýsta á Demókrata.
    --Þess vegna skiptir ofangreind ákvörðun dómaranna máli, því hún veikir þetta útspil Trumps.
  • Það er einnig í gangi deila um fjármögnun ríkisins, Trump hefur látið í veðri vaka a.m.k. tvisvar, að hann gæti verið til í að taka áhættu á lokun ríkisins frekar en að gefa eftir sínar kröfur.
    --Það yrði mjög áhugaverð staða, óljóst hvernig það mundi spilast.

Á móti hafa Demókratar einnig sterk spil:

  1. Þeirra helsta tangarhald er auðvitað, að þeirra atkvæði virðist þurfa þrátt fyrir meirihluta Repúblikana í báðum þingdeildum, vegna þess að þegar kemur að fjárlögum er krafist aukins meirihluta skv. bandarískum lögum -- þannig að án samþykkis þingdemókrata, lokast á ríkið eftir fáar vikur þegar nýlegt bráðabirgðasamkomulag tekur enda ef ekki hefur náðst samkomulag fyrir þann tíma.
  2. Demókratar eru auðvitað leiðandi í þeim dómsmálum, sem stefna að því að slá megin spil Trumps honum úr hendi - en þeir þurfa að treysta á niðurstöðu dómara fyrir rest.

Demókratar vilja ekki vegginn hans Trumps - ekki heldur þær lagabreytingar sem mundu þrengja mjög aðkomu aðkomufólks til Bandaríkjanna. Og þ.e. auðvitað óvíst hvernig það spilaðist út pólitískt séð, ef samkomulag til bráðabirgða um fjármögnun ríkisins bandaríska í nokkrar vikur rennur út án samkomulags!

En ef Trump getur ekki beitt hótun tengd "Dreamers" t.d. hótun um að hefja brottrekstur þeirra, vegna ofangreindra dómsúrskurða.
Þá gæti málið endað fyrir rest í löngu stappi um fjármögnun ríkisins.

  1. Trump mundi þá væntanlega leitast við að snúa því á Demókrata.
  2. Meðan Demókratar mundu leitast við að sannfæra fólk um að kenna Trump um málið.

Ef aftur kemur að lokun bandaríska ríkisins - þá fara flestir starfsmenn þess í ólaunað leyfi. Það þíðir, að margvísleg þjónustustarfsemi hættir tímabundið á meðan - þar á meðal að ríkið hættir að senda fólki bætur hvort sem það eru öldrunarbætur eða örorku.
Það gerist ekki endilega strax, heldur þegar næst væru mánaðamót.

En ef bótaþegar fá ekki bæturnar sínar í tíma, mætti eiga von á mótmælum fyrir framan Hvítahúsið og væntanlega einnig þinghúsið.

Ef deilan stæði verulega lengi - færi það að koma greinilega niður á fjárhag starfsmanna ríkisins, og það gæti vel þá verið að ríkið færi að missa starfsmenn - að fólk yrði fá sér aðra vinnu. Það gæti vel kostað ríkið til frambúðar því væntanlega ættu hæfileikamestu starfsmennirnir bestu möguleikana á góðu starfi annars staðar.

Deilan ef hún endar í svo hörðu, yrði þá óskaplegt drama!

 

Niðurstaða

Mér virðist fljótt á litið að tveir dómsúrskurðir séu líklegir að veikja samningsstöðu Donalds Trumps forseta í stórri deilu hans um vegginn fræga og kröfu hans um stórfellt herta innflytjendalöggjöf - inn í það mál blandast deila um fjármögnun ríkisins sem má álíta megin spil Demókrata og Trump virtist hafa blandað í málið málefni þess hóps sem gjarnan í bandarískri fjölmiðlaumræðu hafa verið nefndir "Dreamers."
--Ef Trump getur ekki beitt "Dreamers" fyrir vagn sinn.

Þá virðist mér staða hans í deilunni klárlega veikjast, þannig að deilan gæti þá endað í stappi um fjármögnun ríkisins -- Trump skort mikilvægt spil á hendi annað. En Trump væntanlega þá mundi leitast við að sjálfur nota stöðvunina, sem væri auðvitað ef til mundi koma mjög áhugaverð nálgun sitjandi forseta.
--Að vera til í að loka á ríkið sem heyrir undir hann sjálfan, í von um að þrýsta öðrum óskildum málum í gegn.

Demókratar í því samhengi mundu væntanlega telja sig hafa sterkari stöðu, að lokunarmálið ef Trump hefur ekkert annað spil mundi spilast þeim í hag fyrir rest - þannig að þá gæti lokun hugsanlega staðið töluverðan tíma, og orðið að mjög stórfelldu drama!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 844893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband