Enn eitt fjöldamorðið í bandarískum skóla er fyrrum nemandi drap 17 manns

Það er alveg öruggt að umræðan um skotvopn mun gjósa upp enn eina ferðina - en þessi skotárás ef marka má fréttir var framkvæmd með AR-15 sjálfvirkum magasínryffli.

Þetta vekur sí og æ athygli - hversu auðvelt virðist í Bandaríkjunum að afla sér mjög öflugra skotvopna - löglega, án þess að það lyfti upp augabrúnum.

Á sl. ári var mjög banvæn skotárás í Las Vegas, ekki í skóla sannarlega en þá var einnig beitt mjög öflugu skotvopni, sem gerði byssumanni fært að drita út kúlum hratt og drepa verulega marga þar með á skömmum tíma.

Í tilviki skotárásinnar í "Marjory Stoneman Douglas High School" í Miami Florida - virðist fyrrum nemandi Nikolas Cruz 19 ára hafa veitt nemendum fyrirsát á göngum skólans, eftir að hafa ítt á brunabjöllu - sem nemendur virðast hafa hlítt.

15 kvá hafa verið vegnir á göngum skólans - tveir fyrir utan, er Cruz yfirgaf vettvang.
Hann kvá nú í haldi lögreglu, hafa gefist upp fyrir laganna vörðum án mótþróa.

Colt AR-15

File:AR-15 Sporter SP1 Carbine.JPG

Það er algerlega augljóst há tíðni morðárása með öflugum skotvopnum, er vegna byssulöggjafar í Bandaríkjunum!

Ég veit það, einhver mun segja vopn drepa ekki - heldur þeir sem beita þeim. En hversu gríðarlega auðvelt er að útvega öflug vopn -- skapar tækifæri fyrir þá sem vilja drepa, að drepa marga í einu, sem þeir viðkomandi hefðu ekki, ef miklu erfiðara væri að útvega sér skotvopn - sérstaklega þegar eiga í hluta öflug vopn með magasínum sem skjóta eins hratt og viðkomandi getur þrýst á gikkinn.
--Það verða alltaf skemmdir einstaklingar sem vilja drepa, en einmitt þess vegna sé svo mikilvægt að byssueign sé ákaflega takmörkuð, svo slíkir aðilar eigi miklu mun erfiðara en þeir greinilega eiga í dag, að redda sér vopnum - svo þeir geti drepið marga í einu.

Það sé samhengið - mjög auðvelt að útvega sér vopn, og sáralítið eftirlit með vopnaeign, sem skapi þetta viðvarandi ástand; að reglulega og það með litlu millibili verða ákaflega mannskæðar morðárásir í Bandaríkjunum með öflugum skotvopnum.

Ex-student kills 17 in shooting spree at Florida high school

At least 17 dead in Florida school shooting, law enforcement says

Maniac ex-pupil kills 17 and injures dozens more after opening fire with assault rifle at Florida high school

Florida shooting: 17 confirmed dead

Former student opens fire at Florida high school, killing 17 people and injuring many others

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu mun forseti Bandaríkjanna lísa yfir sorg sinni - en eins og er mannskæð skotárás varð í fyrra í Las Vegas, ekki gera neitt í málinu sem gæti raunverulega fækkað mjög slíkum atburðum. En það þarf að banna einfaldlega með öllu almenningi að eiga hálfsjálfvirk skotvopn með magasínum, eins og lög kveða um á Íslandi. Banna sölu þeirra með öllu - veita eigendum frest t.d. hálft ár til að skila slíkum vopnum inn til yfirvalda. Gera þau síðan upptæk þaðan í frá hvar sem til þeirra næðist.

Og auðvitað, stórfellt herða reglur um það hvaða fólk mætti yfirleitt eiga skotvopn, gera eign að löngu ferli sem krefðist verulegra bakgrunns rannsókna á viðkomandi - þannig að öll frávik sem minnsta ástæða væri að ætla að gæti gert viðkomandi óstöðugan, yrðu til þess að viðkomandi ætti ekki möguleika á að eiga skotvopn.

Að sjálfsögðu næðust aldrei öll vopn - en með skilvirkri innheimtu ásamt sölubanni, mundi vopnum í umferð fækka hratt -- og þar með verða örðugt fyrir fólk að afla sér þeirra. Sem mundi minnka til muna tækifæri þeirra sem hafa áhuga á að drepa fullt af fólki, til þess að hrinda slíkum vilja í verk.

--Glæpatíðni almennt í Bandaríkjunum er ekki hærri en annars staðar í Vestrænum heimi.
--En morðárásir með skotvopnum skera sig algerlega út, eru miklu tíðari í Bandaríkjunum.

  • Ef einhver bendir á skotvopnaeign í Sviss, þá er hún raunverulega ákaflega ströng - þ.e. varðveita þarf vopn í læstum skáp ekki á eigin heimili heldur á miðstöð þ.s. viðkomandi má nota vopn til að skjóta á skotmörk.
    --En þar verði viðkomandi að vaðrveita vopn sitt, má ekki taka það þaðan.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega skelfilegt!

Trump þarf að hugsa sitt ráð.

Jón Valur Jensson, 15.2.2018 kl. 01:43

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef þessi einstaklingur hefði verið skoðaður hefði komið í ljós saga hegðunarvanda og félagslegrar einangrunar - þekkt hættumerki, síðan nú við rannsókn koma fram netsamskipti þ.s. hann virðist hafa haft í hótunum við sitt samfélag -- merkilegt hvað þ.e. orðið algengt að slíkt komi í ljós eftir á.
--Í Bandar. virðist auðveldara að fá heimild til að eiga öflugt vopn, en heimild til að aka bifreið -- það þarf að laga, gera heimildir til að eiga vopn miklu mun torveldari.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2018 kl. 13:12

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tölfræðilega er þetta jafnt því að einhver hefði verið myrtur í skóla hér á landi einhverntíma á undaförnum ~35 árum.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2018 kl. 16:16

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"killed by gun-shot, or as a result of gun-shot: 4, 5, 10, 6, 1, 11, 10, 34, 19, 3, 11, 5, 40, 15, 16, 19, 9, 9 (227 not including 2018), injured: 1, 19, 9, 5, 5, 10, 15, 6, 20, 11, 7, 12, 16, 29, 35, 37, 25, 16 (278 not including 2018)"

Tilvikin nálgast sennilega 20 drepnir per ár í Bandar. í skólum með notkun skotvopna -- þ.e. rétt að heilt yfir eru það ekki mjög háar dauðalíkur.

Hinn bóginn hefur aldrei svo ég viti til nokkurt barn verið skotið í skóla hérlendis - þannig á tölfræðin að hljóma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2018 kl. 16:58

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þó talan nálgist 1 þarf ekki að vera að hún sé 1.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2018 kl. 17:02

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, það ætti vera auðvelt að sjá ef þú fjarlægir úr umferð öll sjálfvirk vopn og öll með magasínum -- þá minnka dauðalíkurnar umtalsvert því vopnaður einstaklingur nær þá að drepa miklu færri áður en sá þarf að leggja á flótta eða er yfirbugaður.
--En ef þú þarft að hlaða eftir hvert skot veitir hóp fyrirsát, líklega nær hópurinn fljótta að yfirbuga þig - þú nærð þá kannski drepa eða særa einn eða tvo eða þrjá -- ekki 10, 20, 30.
--Skotárásum fækkar ekki endilega rosalega mikið, en þær yrðu miklu minna banvænar almennt séð.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2018 kl. 17:46

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Morðaárasir af þessum toga eru samt miklu sjaldgæfari í USA en hér á landi.  *Margfalt* (kaninn þarf að þrefalda afköstin og vona að við gerum ekkert næstu 60+ ár) Og við höfum ekki einu sinni aðgang að alvöru vopnum.

Þeir eru bara fleiri en við.

Ps: ef þú vilt að árásir séu minna banvænar, hafðu bara fleiri vopnaða.  Svínvirkar.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2018 kl. 20:34

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Skotárásir á skóla eru nánast óþekkt fyrirbæri utan Bandaríkjanna.  Það er ekki bara að vopnaeign sé komin út í algjöra vitleysu, heldur kröfur NRA um hvaða vopn sé hægt að kaupa nánast án nokkurrar skoðunar eru gersamlega út í hött!  En, sannaðu til, það verður ekkert gert!  NRA á stjórnmálamenn með húð og hári og greiðir milljónir dollara á hverju ári í mútur til þingmanna, sem dettur ekki í hug að hreyfa litlaputta ef það gæti orðið til þess að þeir misstu af tekjum frá NRA og vopnaframleiðendum.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.2.2018 kl. 21:37

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, hvaða rugl ertu með Ásgrímur? Grunn rökhugsun sýnir með einföldum hætti fram á að þú vilt sem allra fæst vopn til að lágmarka hættu á dauðsföllum vegna skotvopna, þetta virðist reynsla annarra landa en Bandar. sýna vel fram á. Ef vil aftur á móti viljum hámarka banvænar árásir að fjölda og einnig fjölda dauðsfalla per árás - þá einmitt fjölgum við sem mest byssum og tryggjum aðgengi að öflugum slíkum -- eins og gert er í Bandar; og það sannarlega svínvirkar, ef menn vilja hámarka fj. fólks er fellur í skotárásum á ári hverju.
--Allar samanburðartölur sýna þetta ákaflega vel, að fj. dauðsfalla per ár af völdum skotvopna er margfalt hærri í Bandar. en í nokkru V-Evrópulandi t.d.
--En á sama tíma, er meðal afbrota tíðni ekkert hærri í Bandar. en í dæmigerðu V-Evr. landi.

Einfalt mál af hverju dauðsföll vegna skotvopna skera sig algerlega út - m.ö.o. vegna gríðarlegs fjölda skotvopna í umferð innan Bandar, og hve auðvelt sé að útvega sér afar öflug skotvopn.
--Ef Bandaríkin breyta ekki þessu ástandi, munu banvænar skotrárási þ.s. tugur upp í tugir falla per skipti, halda áfram að vera nærri árlegir atburðir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.2.2018 kl. 00:45

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór Baldvinsson, því miður örugglega rétt hjá þér.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.2.2018 kl. 00:46

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við þurfum að venja okku á að leita frétta víða, heimsfréttanetið er í höndum Deep State.

Stúlkan hittir drenginn og hann var ekki með byssu, á meðan skothríðin heyrist. Vopnin sem hann hafði heima voru ekki tekin af honum, þótt einhverjir hefðu láti vita um þau. Var hann geymdur til að kenna honum um. 

Egilsstaðir, 20.02.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.2.2018 kl. 10:57

13 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við verðum að hugsa, hvað er hér á ferðinni?          

Umfjöllunin, er svona. As The Gateway Pundit is reporting, the FBI is now coaching Mandalay Bay employees to change their stories and lie about what they heard: Multiple guests in Stephen Paddock's room!

Jónas Gunnlaugsson | 26. október 2017

Health Ranger demands FBI stop lying about Las Vegas shooting The FBI is clearly lying about the Las Vegas shooting, which is why Americans increasingly don't trust the FBI and increasingly believe the agency is involved in a massive criminal cover-up.               

Voru margir að skjóta ? -, einn kveikti á kastljósum og lýsti upp árásarsvæðið. Nú finn ég ekki það videó. Við vitum ekki einu sinni hvort þessi maður sem sakaður er um hryðjuverkin, var ekki komið fyrir til að fela þá sem stóðu að verkinu.

Jónas Gunnlaugsson | 16. október 2017

Las Vegas Multiple Shooters Video Evidence/Proof https://www.youtube.com/watch?v=yQV8mFx0-CQ 000 Las Vegas shooting: Stephen Paddock did not act alone ...

Egilsstaðir, 20.02.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.2.2018 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 844896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband