Bloggfærslur mánaðarins, október 2018
Hann virðist halda að hann geti gert þetta með pennastriki - þ.s. að hans mati og samstarfsmanna hans, sé það ekki skýrt í stjórnarskránni né af dómi æðsta dómstóls Bandaríkjanna frá 1898, að börn fólks sem sé statt ólöglega í Bandaríkjunum hafi rétt til ríkisfangs skv. stjórnarskrá Bandaríkjanna!
Donald Trump: Were the only country in the world where a person comes in and has a baby, and the baby is essentially a citizen of the United States . . . with all of those benefits, - Its ridiculous . . . and it has to end.
Honum er auðvitað frjálst að hafa þá skoðun!
Mr Trump said He said the changes could definitely be made through an act of Congress ; such normal legislation requires simple majorities. An executive order requires no congressional approval.
Þetta er mjög nýstárleg skoðun - en stjórnarskráin sjálf lýsir því hvernig skal breyta henni, þ.e. til þarf þingið - samþykki allra fylkja þ.s. hvert og eitt hefur neitunarvald, og undirskrift forseta á endapunkti.
--Þingið getur ekki breytt stjórnarskránni eitt og sér, þaðan af síður tilskipun forseta.
"However, some proponents for stricter immigration have suggested that the phrase subject to the jurisdiction thereof should not apply to foreigners who are either in the US for a short period of time, or entered the country illegally."
Þetta stenst klárlega ekki - en ef svo væri - þá væri ekki heldur hægt að dæma viðkomandi skv. bandarískum lögum. Það mundi enginn halda því fram, að hver sá sem er staddur í Bandaríkjunum óháð ástæðu -- sé ekki undir bandarískri lögsögu.
--Svo slík túlkun væri klárlega fráleit.
"About 275,000 babies were born to immigrants not authorised to live in the US in 2014, accounting for 7 per cent of all American births, according to estimates by Pew Research Center based on official government data."
Þetta klárlega laðar fólk að þ.s. reglan tryggir að barnið er ríkisborgari.
Get þannig séð skilið að andstæðingar aðstreymis aðkomufólks vilji breyta þessu.
--En ég get ekki séð að DT geti gert þetta skv. hans hugmynd, að gefa út tilskipun.
- 14th. Amendment section 3: "All person born or naturalized in the United States, and subject to the jurisdiction thereof, are citizens of the United States and of the State wherein they reside."
- Dómurinn frá 1898: "A child born in the United States, of parents of Chinese descent, who, at the time of his birth, are subjects of the Emperor of China, but have a permanent domicil and residence in the United States, and are there carrying on business, and are not employed in any diplomatic or official capacity under the Emperor of China, becomes at the time of his birth a citizen of the United States, by virtue of the first clause of the Fourteenth Amendment of the Constitution,..." - "All person born or naturalized in the United States, and subject to the jurisdiction thereof, are citizens of the United States and of the State wherein they reside."
Menn stara sem sagt á það að dómurinn nefndi að fólkið væri með varanlegan búseturétt.
Greinilega vilja menn leggja þá merkingu að æðsti dómstóll Bandaríkjanna hafi þrengt merkingu ákvæðis stjórnarskrárinnar.
Hinn bóginn, hefur dómstóllinn ekki lagasetningarvald - því ekki vald til að breyta lögum.
Hann getur einungis túlkað lögin, þannig þarf túlkun hans að passa við textann.
- Ekki er sjáanlegt að stjórnarskráin viðhafi nokkra þrengjandi skilgreiningu.
- Einungis sagt -- fæddur í Bandaríkjunum.
Ég sé ekki að augljóst sé að það komi málinu í nokkru við, hvort foreldrar voru með dvalarleyfi eða ekki, hvort þau voru þar löglega eða ekki.
Textinn einungis segi - fæddur í Bandaríkjunum.
Ég sé enga mögulega þrengjandi túlkun á grunni textans.
Og ég ítreka, dómstóll hefur ekki lagasetningarvald!
Þingið getur ekki eitt og séð breytt stjórnarskránni, og að sjálfsögðu ekki forsetinn heldur einn og sér!
Niðurstaða
Mér virðist með öðrum orðum Donald Trump vera að ota málinu fram einungis í von um að fá atkvæði út á loforð - sem engar líkur séu á að hann geti staðið við. Ef út í það er farið virðist mér þetta lísa hugsanlegri örvæntingu.
Þetta kemur í framhaldinu af því, að hann fór að lofa 10% skattalækkun til millistéttafólks.
Nú bætir hann þessu við að lofa því að afnema sjálkrafa rétt til ríkisfangs barna sem fædd eru af foreldrum ólöglega stödd í landinu.
Hinn bóginn kem ég ekki auga á nokkra hina minnstu lagalega færa leið fyrir hann nema hina hefðbundu leið að fara í formlegt stjórnarskrárbreytingarferli sem tekur langan tíma.
Ef hann fyrirskipaði aðgerð sem væri skýrt stjórnasrkárbrot - væri unnt að ákæra hann til embættismissis fyrir þá aðgerð eina sér. Enda sór hann eið að stjórnarsrkánni er hann sór embættiseið sinn við valdatöku sem forseti. Forseti er þar með eiðsvarinn því að standa við öll ákvæði hennar, klárt brot væri þar með skírt brot á hans eigin svardaga.
--"Impeachment" þyrfti ekki frekari rök.
M.ö.o. virðist mér þarna fara hreinn pópúlismi af hálfu Trumps.
Að þetta komi fram skömmu í kjölfar þess að hann fór að lofa nýjum skattalækkunum.
Gæti bent til þess að hann sé órólegur með stöðu flokksins í núverandi kosningabaráttu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.10.2018 | 20:14
Afsögn Merkelar í kjölfar slæmrar kosninganiðurstöðu í Hessen, að sjálfsögðu vekur spurningar - hver tekur við og hvaða stefna mun ráða?
Þeir sem hafa verið háværastir innan Kristilegra Demókrata gegn Merkel, hafa verið gagnrýnendur á hægri væng flokksins er hafa lengi gagnrýnt sókn Merkelar inn á hina pólitísku miðju Þýskalands. Aðilar eins og Jens Spahn virðast þeirrar skoðunar að Merkel hafi leitt flokkinn inn í öngstræti, og eina leiðin til baka sé að færa flokkinn verulega til hægri. Spahn virðist fremur andvígur Múslimum yfirleitt - sem yfirlýstur hommi telur hann fjölgun Múslima stuðla að aukinni hómófópíu, eiginlega virðist hann finna slíkri fjölgun allt til foráttu. Þannig það mætti kalla þetta -- leiðin til móts við AfD!
Síðan er það einhverju leiti andstæðan, persóna sem gjarnan er uppnefnd -- litla Merkel, þ.e. kona með það þægilega nafn, Annegret Kramp-Karrenbauer -- væntanlega yrði skammstöfunin AKK notuð ef hún yrði leiðtogi. Hún virðist hafa veitt tillögu um lágmarkslaun stuðning, almennt stutt réttindi verkafólks - en í annan stað talað fyrir hefðbundnum gildum. En rétt að benda á, að þeir sem eru aldir upp af foringja - verða ekki endilega eins og foringinn.
--Má ryfja upp, að Helmut Kohl valdi með sambærilegum hætti Merkel, og óhætt að segja að Merkel hafi ekki fylgt stefnu Kohls.
--Kannski veit Merkel að AKK er frekar vinstra megin í samhengi flokksins.
Germany's under-fire Merkel plans era-ending exit in 2021
Með Merkel ekki lengur starfandi leiðtoga flokksins stendur stjórnin enn veikari en fyrir.
Það er því ekki neitt öruggt hún endist til 2021, þó það geti farið svo!
Það þíðir auðvitað flokkurinn getur ekki tekið endalausan tíma í leiðtogaskipti.
Vandamálið með - sókn á móti AfD, er hve lítið fylgi AfD raunverulega hefur!
- En í Hessen fékk AfD 13% sannarlega mikil aukning miðað við áður - fyrir skömmu fékk hann einnig 10% í Bæjaralandi, þar einnig drjúg viðbót.
- En á sama tíma, fengu Grænir 19% vs. 18%.
Málið er að Grænir settu sig upp sem hreint andstöðuafl við AfD.
Þannig að ef AfD hafði stefnu - þá tóku Grænir þveröfuga stefnu.
--Sú niðurstaða að í báðum kosningum nýlega afstöðnum fengu Grænir töluvert meira fylgi.
--Virðist mér ekki benda til þess að sú hugmynd Jens Spahn að sækja á móti AfD sé líkleg til að skila flokknum aftur rúmum 40% atkvæða.
Jafnvel þó Kristilegir hirtu öll atvkæði er renna til AfD.
En Kristilegir mundu alveg örugglega tapa einhverjum atkvæðum á móti, ef flokkurinn mundi sækja frá miðjunni yfir til hægri -- miðjufólk sem þá líklega yrði heimilislaust.
--Mig grunar að þýskir Kratar mundu hirða það miðjufylgi, og geta náð einhverju verulegu leiti sínum fyrra styrk - ef Kristilegir afsöluðu sé miðjunni með slíkum hætti.
Líkleg niðurstaða -- vinstri stjórn Krata og Græningja.
Væri líklega sókn inn í pólitíska útlegð um töluvert árabil.
Spurning hver annar gæti þá orðið leiðtogi?
Ég held að fleira mæli gegn þeim sem eru lengst til hægri í flokknum og voru gagnrýnastir á Merkel í gegnum árin -- að þeir hafi pyrrað fylgismenn Merkelar verulega, en Merkel virðist hafa haft mjög sterka fylgismenn þó hún einnig hafi haft öfluga andstæðinga. Þó fylgismönnum hafi fækkað, sé hún líklega þrátt fyrir allt -- ennþá vinsælasti pólitíkus Kristilegra Demókrata.
--Punkturinn er sá, þeir sem gengu harðast gegn henni, gætu átt erfitt með að sameina flokkinn.
Á móti mundu andstæðingar Merkelar -- sennilega snúast andverðir gegn líklegri tilraun hennar til að koma sínum manni eða sinni konu að.
--Það gæti hugsanlega þítt, að litla Merkel gæti hugsanlega ekki heldur sameinað flokkinn.
Það gæti þítt, að leita þyrfti að -- leiðtoga sem menn gætu sæst sig við.
Armin Laschet, sem fer fyrir Norður-Rín og Vestfalíu, er líklega of mikið þekktur sem stuðningsmaður Merkelar í gegnum árin.
Sumir nefna Friedrich Merz, sem áður var áhrifamikill þingmaður flokksins - en yfirgaf hann í tíð Merkelar, fór þess í stað í viðskipti og hefur þar gengið vel.
--En sannast sagna grunar mig, að leiðtogakjörið geti reynst afar opið.
--Mig grunar hörð átök framan af þegar sennilega þeir lengst til hægri innan flokksins, gera tilraun til að ná honum yfir -- þá líklega með harðri andstöðu þeirra er mætti nefna, Merkel sinna.
Ef ég geri ráð fyrir því að hægri mennirnir nái ekki flokknum, að þeir hugsanlega í staðinn ná að hindra að Merkel sinnar geti einnig náð sínum manni eða sinni persónu.
--Gæti allt málið gal opnast.
Niðurstaða
Hörð innanflokks átök gætu auðvitað reitt duglega fylgið frekar af Kristilegum - sem ca. nú eru í 26% yfir landið í heild. En mig grunar að líkur geti einmitt verið á hörðum innan flokks átökum. Deilurnar verði grunn deilur um framtíðar stefnu flokksins og hans framtíðarsýn almennt.
Eins og ég gaf í skyn, grunar mig að hægri fylkingin nái ekki völdum eins og hún líklega stefnir að -- það klárlega veiki hana að fylgi AfD er ekki í raun það sterkt.
Það getur verið að henni takist á móti að hindra að Merkel komi sinni manneskju inn í staðinn.
--Þá gæti skapast óskastaða andstæðinga flokksins.
Besti punkturinn fyrir þýska krata að ganga úr stjórninni, og knýja fram kosningar - gæti einmitt verið á slíkum punkti ef Kristilegir væru splundraðir af innan flokks deilum, og án leiðtoga.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2018 | 20:58
Merkel virðist hafa orðið fyrir öðru höggi í kosningum í Hessen héraði í Þýskalandi - menn ættu þó að stíga varlega í því að túlka útkomuna sem einungis sigur AfD
Kosningin í Hessen er auðvitað kosningaáfall fyrir Merkel, eins og kosningin í Bæjaralandi var: Úrslit í Bæjaralandi í Þýskalandi geta bent til þess að fylgi AfD hafi náð hámarki, þannig hræðslualdan við innflytjendur hafi náð hámarki líklega fari í rénun.
Hinn bóginn er rétt að benda á, að í bæði skiptin er ekki endilega rétt að líta útkomuna -- sem augljósan sigur þeirrar afstöðu sem AfD almennt hefur.
Í Hessen, virðist þýskum Græningjum ganga vel eins og í kosningunum í Bæjaralandi. Þ.e. Grænir fá ca. svipað fylgi og Kratar, virðist benda til verulegs flutning kjósenda frá Krötum yfir á Græna. Grænir eru með greinilega meira fylgi en AfD í Hessen.
Í Bæjaralandi, unnu Grænir einnig stóran kosningasigur og þar fengu þeir verulega meira fylgi heldur en Kratar, og í því héraði fékk AfD einnig minna fylgi en Grænir.
- Punkturinn er sá, að í báðum héröðum -- er fylking sú sem stendur þver andstæð hugmyndum AfD sterkari.
--Sigur Grænna virðist benda til sóknar flokksins inn á miðjuna, sá flokkur sé hugsanlega að taka við sem megin vinstri flokkur Þýskalands.
Chancellor Angela Merkel's conservatives eke out win in Hesse election
Í einum skilningi getur útkoman talist sigur Merkelar, í þeim skilningi að Kristilegir fá nógu mikið fylgi til þess að engin stjórn virðist möguleg í Hesse án Kristilegra.
En hvorir tveggja Grænir og Kratar hafna Linke og AfD, og Kristilegir hafa ekki nægt fylgi til að mynda annars stjórn með AfD - núverandi stjórn Kristilegra hafna AfD hvort sem er.
Þannig að vinstri-hægri stjórn er eina stjórnarfyrirkomulagið í boði.
Í þeim skilningi virðist útkoman ekki grafa undan Merkel að því marki að hennar stjórn í núverandi formi sé klárlega ófær um að halda áfram!
German SPD leader gives Merkel an ultimatum after state vote losses
Það er erfitt að sjá fyrir sér hvaða ríkisstjórn þeir hægri menn í Kristilegum hugsa sér að mynda -- með því hugsanlega að fella Merkel.
En fylgi AfD virðist einfaldlega ekki nægilega mikið, til þess að það líklega dugi til.
Líkur virðast frekar í þá átt, að ef Merkel mundi falla - að í stað hægri sveiflu, að það leiddi til vinstri sveiflu.
--M.ö.o. meirihlutastjórnar á vinstri væng.
--Samstarf með AfD mundi frekar ófrægja Kristilega, leiða til þess að pólitíska miðjan færðist til vinstri - til aukins fylgis mið-vinstri flokka.
Mig grunar að útkomurnar í Hessen og Bæjaralandi sýni - að bylgjan sem hófst á loft 2015 sumar það ár er Merkel hleypti inn milljón manns, sé að toppa.
--Að útkoman 10% vs. 13% sýni að AfD sé ekki að taka yfir sviðið.
Sést einnig á því að í báðum tilvikum er flokkur til staðar með stefnu nákvæmlega þveröfug við stefnu AfD sem fær meira fylgi -- er vinnur einnig verulega á í báðum tilvikum.
Það virðist mér ekki benda til þess, að það væri rétt ákvörðun fyrir Kristilega -- að slást í för með AfD eins og nokkur hópur hægri sinnaðra andstæðinga Merkelar innan hennar eigin flokks, virðist telja rétt eða vilja.
--Líklegra að það leiddi til pólitískrar eyðimerkurgöngu Kristilegra!
Niðurstaða
Þó svo að það virðist fljótt á litið mörgum að útkoman í Hessen grafi undan Merkel, eins og mörgum virtist útkoman í Bæjaralandi þíða svipað. Þá tel ég að rétt sé að horfa á það að í báðum skiptum fékk flokkur með þveröfuga stefnu á við AfD meira fylgi, m.ö.o. sá flokkur einnig vann stóran kosningasigur í báðum tilvikum.
Menn þurfa þá að spyrja sig, með hverjum ættu Kristilegir að starfa? M.ö.o. það virðast ekki aðrir samstarfsmöguleikar raunhæfir en stjórn með ca. þeim hætti sem Merkel hefur viðhaldið fyrir Kristilega. Stuðningur við AfD virðist einfaldlega ekki nægur - bylgjan sem menn töldu vera að rísa svo sterk, virðist raunverulega ekki eins sterk og sumir virtust halda.
Hugsanlega taka í framtíðinni Grænir við Krötum í hægri/vinstri stjórn.
Það er ekki endilega rétt að túlka niðurstöðuna sem eitthvert hrun miðjunnar.
En mér virðist Grænir sækja inn á hana, séu að taka við sem ríkjandi Mið-vinstri.
Hótun Krata um að hugsanlega hætta á nk. ári, kannski standa þeir við það - kemur í ljós.
En þ.e. ekki endilega ljóst miðað við núverandi kjósendahreyfingu að það leiddi til þeirrar nýju tegundar hægri stjórnar sem suma þýska hægri menn dreymir um.
--En núverandi kjósendahegðan virðist ekki benda til mikilla líka á því að slík verði líklega möguleg vegna ónógs fylgis AfD.
Frekar virðist mér sennilegar einhvers konar mið-vinstri stjórn.
Hvort það yrði Merkel í forsvari er önnur spurning, en ef það er ljóst að stjórn með AfD væri ekki möguleg sem mér virðist fleira benda til en ekki - mundi Merkel annaðhvort geta verið áfram, eða geta tryggt það að hennar bandamaður tæki við af henni.
--Mér virðist líklegt að AfD hafi toppað.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 29.10.2018 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2018 | 00:03
Fall verðbréfamarkaða í október vekur spurningar - Nasdaq t.d. niður 11%, mesta fall í einum mánuði síðan 2008
Margvíslegar kenningar virðast á flugi til að skýra þetta, hér er t.d. ein: Stocks could rally 20% after this bruising rout, says Guggenheims Minerd after that, watch out.
Hann hafnar sem sagt, vinsælli kenningu að hreyfing undanfarnar tvær til þrjár vikur niður á við, sé vegna vaxtahækkana Seðlabanka-Bandaríkjanna.
--Hann spáir miklu verðfalli á mörkuðum á nk. ári!
Veit myndin er ekki mjög skýr - en þetta sýnir stöðu Nasdaq
Skv. myndinni hefur Nasaq þurrkað nokkurn veginn allan hagnað ársins!
Það áhugaverða er að hvorar tveggja - S&P500 og wallStreet vísitölurnar hafa einnig þurrkað út allan hagnað ársins við mánaðalok!
S&P 500 ends at lowest since May as tech, internet stocks tumble
Hrunið er m.ö.o. ekki meira en svo, að markaðir standa ca. á sléttu miðað við upphaf árs.
Dálítið skemmtileg mynd - takið eftir 140tn.$ heildarandvirði: The global selloff has erased $5 trillion from stock and bond markets in October.
Skv. þessu er ekki eiginlegt verðbréfahrun í kortunum núna!
En ef Scott Minerd hefur rétt fyrir sér, þá á annað við nk. ár!
--Minerd hjá Guggenheim Partners reiknar m.ö.o. með 40-50% verðfalli á nk. ári.
Hans meginástæður virðast vera - sambland hækkandi vaxta í Bandaríkjunum, og svartsýn persónuleg spá hans um viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína.
Áhugavert kort yfir hagvöxt í Bandaríkjunum!
--US Federal reserve spáir 2,5% á nk. ári, og 1,8% 2020.
- Ef hægt er að lesa einhverja niðurstöðu úr lækkun markaða.
- Þá er það væntanlega, lakari væntingar um framtíðar hagvöxt.
--Það gæti þítt, að markaðir séu sammála því, að hagvöxtur nk. árs verði mun minni.
--Eitthvað sambærilegt við spá US Fed.
- Takið eftir að hagvöxtur umfram 3% -- er bara annan ársfjórðung þessa árs, og þann þriðja -- þann fyrsta var hann bara 2,2%.
--Sennilega endar árið sem heild í 3%. - Það getur vart talist veruleg uppsveifla miðað við árið á undan, þ.e. rúml. 2% það ár.
--En talið er að skattalækkun Trumps við upphaf árs, og aukning hernaðarútgjalda, skýri þennan mun um líklega tæpt eitt prósent.
--Í staðinn, hækkaði Donald Trump skuldakostnað bandar. ríkisins um 14%.
M.ö.o. aukinn hallarekstur bandaríska ríkisins og skuldsetning kemur í staðinn!
Ég er ekki sannfærður um það að það hafi raunverulega borgað sig að kaupa!
Eitt prósent viðbótar hagvöxt í 12 mánuði því verði!
Niðurstaða
Hlutabréfamarkaðir virðast ekki vera að spá nokkrum blússandi hagvexti í áframhaldinu. En líklega má skýra lækkunina sem svokallaða - leiðréttingu. Þ.e. menn hafi metið framtíðar væntingar niður -- menn telji tekjuaukningu fyrirtækja m.ö.o. hagvöxt minni til næstu framtíðar, en menn áður mátu.
Sem virðist eiginlega segja að 3% hagvöxtur í ár sé ekki -- nýr trend hagvöxtur.
Heldur að hann verði sennilega nær spá US Fed sem spáir 2,5% nk. ári síðan 1,8% 2020.
M.ö.o. að Donald Trump hafi ekki tekist að kalla fram einhvern nýjan stökk-kraft í bandaríska hagkerfið.
Bandaríkin séu sennilega í meðalvexti ca. 2% rétt yfir eða rétt neðan.
Skv. því væri meðalvöxturinn óbreyttur frá seinna kjörtímabili Obama.
- Skuldasöfnunin er samt áhyggjuefni - því skattalækkunin við upphaf árs, virðist hafa verlega bætt í ríkishalla Bandaríkjanna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er búið að vera nokkurt drama í kringum Tesla fyrirtækið bæði vegna mála tengdum Elon Musk sjálfum - en hann virtist hafa lent í slæmum stress vandamálum, neyddist til að samþykkja að ráða fyrir sig stjórnanda í kjölfar skrítins máls þar sem Musk sagðist íhuga að taka fyrirtækið af markaði, hætti síðan við -- kærumál fylgdu þessu og úrskurður bærrar stofnunar, Musk samdi um málið við yfirvöld, samkomulag að hann minnki afskipti af rekstri fyrirtækisins.
Tesla shares jump as Musk delivers quarterly profit, cash
Tesla shares jump after first profit in 2 years
- "third quarter net income of $312m, or $1.75 a share"
- "...losses of $4.22 a share in the second quarter..."
- "Revenue jumped by 129 per cent, to $6.8bn."
- "...recording $880m of positive free cash flow..."
- "...cash reserves...climbed $700m to nearly $3bn."
- "...shares up 20 per cent on the week at $323.78."
Skv. þessu virðist Tesla líklega komið fyrir horn!
Söluaukning Tesla verður að teljast dramatísk þetta ár: Number of Tesla vehicles delivered worldwide from 3rd quarter 2015 to 3rd quarter 2018 (in units).
- Q1 - 29.980
- Q2 - 40.740
- Q3 - 83.500
Skv. því gæti fyrirtækið náð svipaðri árssölu og Porche.
Model 3 -- getur vart talist ódýr bíll. Þó hann sé ódýrari en fyrri Tesla bílar.
Tesla fyrirtækið er enn einungis að smíða skv. pöntunum fyrir útgáfur með verðmiða milli 45.000$ og 55.000$.
Tesla Model 3 review: we drive Musk's EV for the people
Persónulega finnst mér Tesla ganga ívið of langt með því að hafa virkilega allt á stóra skjánum -- mér skilst t.d. að ef menn vilja stilla speglana, þurfi að fletta uppi í rétta undirflokknum fyrir stýringu spegla á skjánum. M.ö.o. engir takkar fyrir speglastýringu.
--Mér finnst betra að hafa nokkuð af tökkum fyrir það sem maður oftast notar.
Ég neita því þó ekki að þetta er flott í einfaldleika sínum.
Það virðist mjög horft á hvað er smart - bíllinn er óneitanlega útlitslega flottur.
Eina gagnrýnin sem ég hef almennt séð frá ökuþórum er hafa prófað gripinn - sé fjöðrun ívið í harðara lagi, m.ö.o. menn finni vel fyrir ójöfnum. Fjöðrunin sportleg frekar en þægileg.
Aksturseiginleikar séu góðir - sportlegir meina þeir.
Ég á ekki von á því að fjárfesta í einum slíkum - ívið of dýr.
Niðurstaða
Fljótt á litið virðist Musk vera takast að gera Tesla fyrirtækið að hörðum keppinaut á markaði fyrir lúxusbifreiðar í sambærilegum verðflokkum og þeim sem Bens - Audi og BMW hafa lengi framleitt bifreiðar fyrir.
Áhrif fyrirtækis Musks eru óumdeilanleg - þó Tesla taki ekki beint yfir heiminn.
Þá hefur fyrirtækið haft óumdeild svokölluð - halo áhrif, þ.e. umpólað ímynd rafbíla.
Nú þykja rafbílar svalir, áður fyrr átti það einfaldlega ekki við.
- Ég hugsa að það væri mjög erfitt fyrir Tesla að færa sig neðar en þetta.
Næstu módel fyrirhuguð virðast vera -- ofurdýr sportbíll eða "roadster" - stóri 40 tonna trukkurinn - og Model Y sem kvá eiga vera jepplingur þróaður á sama undirvagni og Model 3.
--Væntanlega þá á svipuðu verðbili eða eitthvað dýrari.
Skv. því er fyrirtækið ekki með áform að færa sig neðar en ca. BMW 3 lína eða Bens C class.
Pöpullinn væntanlega þarf þá að horfa til annarra framleiðenda.
--Get bent á einn áhugaverðan: Hyundai Kona Electric 64kWh Premium SE 2018 UK review.
--Sá kvá hafa rafgeymi með ca. 480km. drægi.
Það þíðir akstur til Akureyrar án stopps er raunhæfur möguleiki.
Kostar minna en Tesla Model 3.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.10.2018 | 23:40
Trump lofar kjósendum 10% skattalækkun -- á tíma stórfellds hallarekstrar á ríkissjóð Bandaríkjanna
Ég er einmitt fyrst og fremst að velta fyrir mér ábyrgðaleysinu - en ég reikna með því að Trump meini þetta, en hann hefur nú nægilega oft staðið við það sem hann segir til þess að maður ætti ekki sjálfkrafa reikna með að hann meini ekki það sem hann segir.
--Nýlega var sagt frá því að reiknað er með mesta hallarekstri í 6 ár á bandaríska ríkinu.
Málið er að hagvöxturinn er í hámarki þetta ár.
Þetta ár ætti ekki vera verulegur rekstrarhalli - þvert á móti afgangur.
--Fyrir 6 árum voru Bandar. nýlega stigin upp úr kreppu, ríkið enn að fást við hennar afleiðingar. En nú 6 árum síðar, nú þegar hagkerfið keyrir á öllum sílindrum, er afsökun fyrir rekstrarhalla horfin.
--Hættan er auðvitað, að ef hann er 3,9% af þjóðarframleiðslu í 4% hagvexti.
--Verður hann meiri nk. ár, þegar reiknað er með 2,5% hagvexti.
--Síðan enn meiri árið þar á eftir, þegar áætlaður hagvöxtur er 1,8%.
- En áætlanir um hallar, reikna að sjálfsögðu ekki með, enn frekari skattalækkunum!
Trump eyeing a 10 percent middle-income tax cut plan
Í ljósi þessa, virðist manni fullkomlega ábyrgðalaust, að lofa 10% skattalækkun -- til fjölmennasta hópsins sem greiðir skatta.
--DT er að gera þetta á kosningafundum þessa dagana, nú örskömmu fyrir þingkosningar.
Ég treysti mér ekki að segja, hve mikil aukning rekstrarhalla ríkissjóðs mundi af hljótast.
En aukning skulda ríkissjóðs Bandaríkjanna verður þá að sjálfsögðu - ennþá hraðari.
Sjá mína fyrri umfjöllun: 779 milljarða dollara halli virðist staðfesta fullkomlega óábyrga fjármálastjórn núverandi stjórnvalda í Washington.
--Þegar var orðið ljóst, að hallinn yrði mjög áhættusamur -- næst þegar kemur kreppa.
--Mér virðist með þessu, fjárhættuspilarinn kominn upp í DT.
En hann er ekki lengur að spila með sinn persónulega auð. Heldur framtíð Bandaríkjanna sjálfra. Hvað gerist ef skuldasöfnun ríkisins - verður stjórnlaus?
- Hvernig tónar það við slagorðið "Make America Great Again?"
Niðurstaða
Mér virðist nýjustu kosningaloforð karlsins í brúnni á Hvíta-húsinu, hreinlega vera fullkomið ábyrgðaleysi - pópúlismi af hæstu gráðu. Ég meina er Bandaríkjamönnum orðið fullkomlega slétt sama um stöðu eigin ríkissjóðs?
--Einu sinni þíddi það að vera íhaldsmaður, ráðdeild.
--En núna virðast svokallaðir íhaldsmenn engu skárri pópúlistar en nokkurr annarr.
Ég meina hröð stjórnlaus skuldasöfnun, er raunverulega alvarlegur hlutur.
Í tíð Ronalds Reagan, voru Bandaríkin ekki - nettó skuldarar.
Bandaríkin geta ekki kennt um hnignun eigins hagkerfis, þar sem tölur sína vöxt iðnframleiðslu flest ár eftir það.
--Bandaríkin verja í dag verulega minna fé til hermála, en 1993.
--Mun minna en þau gerðu í tíð Reagans.
- Það er eins og Bandaríkjamenn, vilji ekki lengur borga fyrir að reka ríkið.
- En þ.e. erfitt að sjá hvað umfram skattalækkanir Bush, sem Obama gat ekki tekið til baka, síðan nú frekari skattalækkanir Trumps þar á ofan - séu að skapa þetta viðvarandi halla-ástand og upphleðslu skulda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2018 | 15:12
Trump ætlar að segja upp kjarnorkuafvopnunarsamningi sem gerður var í tíð Ronald Reagan er snerist um afnám meðaldrægra flauga
Þetta er nærri gleymdur samningur í dag, en ástæðan fyrir því að menn vildu leggja af - meðaldrægar flaugar, er vegna hins afar skamma viðbragðstíma sem af þeim hlýst.
--M.ö.o. einungis örfáar mínútur!
Sá ofurskammi viðbragðstími var talinn magna mjög mikið hættuna á kjarnorkustríði.
Því nánast enginn tími frá fyrstu aðvörun gefst til að taka nokkra íhugaða ákvörðun.
--Rétt að ryfja upp, að í eitt skipti a.m.k. varð bilun í eftirlitskerfi Bandaríkjanna er gaf falska aðvörun, það tók nokkurn tíma fyrir það að verða ljóst -- langdrægar flaugar gefa allt að 20 mínútna viðbragðstíma, meðan meðaldrægar flaugar ca. 5 mínútur.
Endanum sömdu risaveldin í tíð Reagan að leggja slíkar flaugar niður alfarið.
Russia hits back at US over withdrawal from nuclear treaty
Trump says U.S. to exit nuclear treaty, Russia warns of retaliation
Donald Trump:
- "Were going to terminate the agreement and were going to pull out,..."
- "Were not going to let them violate a nuclear agreement and go out and do weapons and were not allowed to,..."
- "But if Russia is doing it and if China is doing it, and were adhering to the agreement, thats unacceptable,..."
Nú ætla ég að gera tilraun til að lesa milli orða, en ein staðreynd er sú.
--Kína hefur ekki verið meðlimur að samningnum, er var einungis tvíhliða milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna - síðan samþykkti Rússland eftir 1993 að samningurinn gilti fyrir Rússland.
--Kína er þar af leiðandi ekki að brjóta nokkurn samning, ef þar eru smíðaðar meðaldrægar flaugar er geta borið kjarnavopn.
Ein ástæða sem Kína hefur hugsanlega til að smíða slíkar flaugar, er til að ógna flota Bandaríkjanna -- en kjanrorkubombur að sjálfsögðu mundu þurrka upp heila flugmóðurskipadeild.
Hinn bóginn, viðheldur Kína enn í dag -- mun hlutfallslega færri kjarnorkuvopnum en annars vegar Bandaríkin og hins vegar Rússland.
--Ca. 1/10 hluti á móti hvoru fyrir sig skilst mér.
- Ég ætla varpa fram þeirri kenningu, að DT og John Bolton, dreymi um að fá Kína inn í 3-hliða samning, er mundi læsa stöðu kjarnorkuveldanna þriggja.
--Ég vísa þá til síðustu orða Trumps.
--Og til þess hvernig ríkisstjórn Donalds Trumps, talar um Kína sem hina megin ógn sem að Bandaríkjunum stafar.
Tek fram að Rússland ber til baka allar ásakanir um að hafa brotið samninginn.
Ég hef auðvitað engar forsendur til að meta sekt eða sakleysi þar um.
Fljótt á litið getur litið út fyrir nýtt kjarnorkuvopnakapphlaup
Rétt að muna að í kosningabaráttunni 2016 gagnrýndi Donald Trump stöðu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna. En þó það sé afar stórt -- sennilega eitt og sér nóg til að gereyða öllu lífi á Jörðinni. Og Rússland á ca. álíka stórt kjarnorkuvopnabúr, m.ö.o. önnur gereyðing þar!
--Þá eru mörg vopn orðin gömul, einhver mundi segja - úrelt. Þau eru þó yfirfarin mjög reglulega. En eitt af því sem DT talaði um, var endurnýjun vopna - að skipta gömlum fyrir nýrri. Ný vopn þó þau væru hugsanlega jafnmörg og áður, væru líklega mun nákvæmari.
--M.ö.o. gæti hugsanlegt endurnýjað vopnabúr verið mun öflugra.
Sannast sagna sé ég ekki almennilega mikinn tilgang - ef þú getur eytt öllu lífi einu sinni, að þú sért betur staddur -- ef þú getur eitt því einu sinni og hálf sinnum, eða tvisvar.
**En hugsunin að baki kjarnorkuvopnum finnst manni oft skrítin.
**Þegar menn horfa á akkúrat fjöldann á móti mótherjanum, og virðast hugsanlega leiða hjá sér þann einfalda sannleik - að kannski er ekki raunveruleg ástæða til að hafa sama fjölda af sprengjum.
En má velta því upp hvort Kína hafi ekki verið einfaldlega skynsamt, að halda sig fram að þessu við ca. 1/10 hluta á móti Bandar. og Rússlandi? Þíðir auðvitað minni kostnað.
--En hefur það samt ekki verið - nóg? Mundu Bandaríkin þora að ráðast á Kína, ef Kína hefur samt nægileg vopn til að drepa 20-30 milljón Bandaríkjamenn með háu öryggi?
--Þó að á sama tíma, gætu Bandaríkin tæknilega þurrkað Kína út, og hleypt af stað hnattrænum kjarnorkuvetri - er líklega mundi þurrka út gervallt mannkyn, þar með Bandaríkjamenn einnig.
Þetta leiðir hugann að þeim sannleik að enginn í raun og veru væri sigurvegari.
Niðurstaða
Ég ætla að varpa fram þeirri kenningu, að ákvörðun Trumps snúi að Kína - þó hann gagnrýni nú Rússland. Að baki sé hugmynd um 3-hliða samning, er mundi læsa innbyrðis stöðu landanna.
Meðaldrægar kínverskar flaugar geta auðvitað ekki dregið til Bandaríkjanna, tæknilega ná þær til Japans - en ég efast um að Trump og Bolton væru að þessu út af Japan. Hitt atriðið væri þá bandaríski flotinn er væri hugsanlega staddur fyrir ströndum Kína!
En Kína hefur verið að framleiða flaug sem Kína hefur haldið fram að geti grandað flugmóðurskipum -- sú er sannarlega meðaldræg, þarf ekki endilega vera með kjarnasprengju.
Mig grunar að bandaríski flotinn vilji losna við þá flaug: DF-21 - Wikipedia.
Þegar kemur að Rússlandi, þá líklega hefur það land sennilega ekki fjárhagslega burði til að hefja nýtt kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup. Einnig í ljósi umtals ríkisstjórnar Donalds Trumps um Kína sem helsta framtíðar keppinaut Bandaríkjanna.
--Virðist mér sennilegra að með ákvörðun sinni, sé Donald Trump í reynd að víkka út slaginn við Kína, en að megin fókusinn sé á Rússland.
En þar væri hann þá kominn í aðra deilu sem líklega í besta falli væri tafsamt að semja um lausn á, m.ö.o. gæti tekið mörg ár --> Trump er þá greinilega sannfærður um úrslit 2020.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2018 | 03:45
Spurning hvort að morð á þekktum blaðamanni leiðir til falls krónprins Saudi-Arabíu
Það virðist að konungur Saudi-Arabíu, Salman Bin Abdulazis al-Saud, hafi nú gripið inn í mál. En hann hafði um nokkurra ára skeið falið, Mohamman Bin Salman al-Saud, stjórn landsins - þó hann sé ekki konungur heldur valinn arftaki konungs, með tign - krónprins.
--Hinn bóginn hefur morð á þekktum blaðamanni, Jamal Kashoggi.
--Sem fram fór í sendiráði Saudi-Arabíu í Tyrklandi fyrir tveim vikum.
**Leitt til krísu í samskiptum Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu.
Svo mikill hefur þrýstingurinn verið innan Bandaríkjanna, að Donald Trump sem hefur haft afar jákvæð samskipti við krónprinsinn - hefur neyðst til að styðja það að rannsókn á málinu fari fram, auk þess sagt - að ef morðið er staðfest að hafi verið fyrirskipað á æðstu stöðum.
--Verði afleiðingar alvarlegar -- þó DT hafi látið vera að skilgreina þær afleiðingar.
--Síðan segir hann yfirleitt alltaf í næsta orði, að ekki megi ógna fyrirhuguðum vopnasamningum.
Sem manni virðist slá nokkuð á það hvaða alvara geti legið að baki orðum DT um - afleiðingar.
Saudi Arabia says journalist Khashoggi died after fight in consulate
Trump says Saudi explanation on Khashoggi's death credible
Saudi Arabia admits Khashoggi died in consulate, Trump says Saudi explanation credible
Senator Graham says he's skeptical of Saudi explanation on Khashoggi
As Khashoggi crisis grows, Saudi king asserts authority, checks son's power
Saudi King Salman orders formation of committee headed by crown prince
Verð að tala undir með Lindsey Graham - að skýring Saudi-Araba sé ekki trúverðug.
En hún er á þá leið, að sextugur fremur feitlaginn Kashoggi - hafi lent í stimptingum við hóp sérþjálfaðra einstaklinga úr öriggissveitum Saudi-Arabíu, er höfðu fyrr sama dag lent á einkaþotu og virðast hafa setið fyrir Kashoggi er hann mætti til sendiráðsins.
--Greinilega yfirbugar hópur sérþjálfaðra einstaklinga eldri mann á augabragði, enginn möguleiki á átökum.
Það sem er helst áhugavert:
- Saud al-Qahtani, virðist hafa verið settur af. En sá kvá hafa verið, fyrsti ráðgjafi krónprinsins -- nokkurs konar næstráðandi.
- Ahmed Asiri, sem virðist hafa verið sá maður innan öryggisstofnana konungsdæmisins, sem krónprinsinn vann helst með.
- Konungur Saudi-Arabíu,virðist hafa sent sinn nánasta ráðgjafa - sem fer með stjórnun Mecca helstu helgidóma Íslam - Prince Khaled al-Faisal, til Riyadh.
--Fer Khaled al-Faisal þá líklega með stjórn landsins, og krónprinsinn einungis að nafni til.
--En skv. fréttum, hefur snögg breyting orðið á orðalagi yfirlýsinga og tilkinninga frá, Riyadh -- hættar t.d. hótanir um mótaðgerðir konungsdæmisins gegn hugsanlegum refsiaðgerðum t.d. frá Bandaríkjunum.
--Það virðist mér sterklega benda til þess, að krónprinsinum hafi raunverulega verið - skóflað til hliðar, þó hann sé ekki formlega hættur að vera krónprins.
Það er auðvitað of snemmt að segja nokkurt ákveðið um það að ferill krónprinsins sé á enda!
En augljóslega hefur sá ferill ekki verið sérstaklega glæstur!
Eiginlega verð ég að segja, að hvert axarskaftið hafi komið í kjölfarið á því næsta.
Hann er aðalhvatamaðurinn að baki stríðaðgerðum Saudi-Arabíu í Yemen, óskaplega kostnaðarsamt stríð og ákaflega grimmt - a.m.k. tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir af loftárásum flughers Saudi-Arabíu. Orðið stríðsglæpur - er ekki of grimmt.
Og hann hefur staðið fyrir atlögu gegn Quatar, sem hefur ekki heldur heppnast.
Utanríkisstefna Saudi-Arabíu hefur fengið óskaplega hrokafullan tón, þar sem landið beitir nú ítrekað hótunum, þegar einhver vogar sér að gagnrýna stjórn landsins.
--Síðast, var hótað gagnaðgerðum á hugsanlegar bandarískar refsiaðgerðir - fyrir einungis örfáum dögum.
--En nú snögglega, virðist nýjan hófsamari tón kveða að.
- Málið er að stjórn krónprinsins er líklega algerlega rúin trausti.
- Erfitt að sjá hvernig hann getur mögulega haft nokkurt traust sem konungur.
Þar með sé ég ekki nokkurn annan möguleika fyrir konunginn.
En að velja annan arftaka!
Niðurstaða
Mohamman Bin Salman al-Saud, virðist hreinlega ekki hafa haft næga skynsemi til að bera. Þó hann njóti nokkurra vinsælda heima fyrir meðal hóps fólks er fagnaði sumum aðgerðum hans, sbr. er hann réðst að tilteknum klíkutengdum viðskiptatengslum er lengi höfðu grasserað, og heimilaði konum loksins að aka bifreiðum.
Þá er ekki unnt að líta hjá afar aggressívri utanríkisstefnu hans, gríðarlegu mannskæðum stríðsaðgerðum sem hann hefur fyrirskipað í Yemen, aðgerðum gegn Quatar -- og nánast ofstækiskennt hatur sem hann virðist hafa gagnvart Íran.
--Síðan hefur hann í stjórnarháttum virst einkar lítt umburðalyndur gagnvart gagnrýni hverskonar, beitt löndum t.d. nýlega Kanada hótunum, þegar stjórnin í Saudi-Arabíu hefur fengið gagnrýni. M.ö.o. hefur hegðan hans virst mér ruddaleg með afar hrokafullum blæ.
Það er auðvitað áhugavert, hversu vel virðist hafa farið með krónprinsinum og Donald Trump.
En þegar virðist sem að fyrsti ráðgjafi konungs hafi tekið stjórnina yfir.
--Þá velti ég fyrir mér hvort að krónprinsinn sé þá ekki greinilega á útleið.
--Erfitt að sjá hvernig hann geti verið annað en rúinn öllu trausti.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2018 | 00:08
Orðaskipti milli ESB og Bandaríkjanna vöktu spurningar hvort tilraunir til samkomulags í viðskiptadeilu væru að renna út í sandinn!
Cecilia Malmstrom, framkvæmdastjóri viðskipta hjá ESB - gagnrýndi það sem hún sagði tregðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til samninga!
Negotiators warn Trump-Juncker trade agreement at risk
"So far the US has not shown any big interest there, so the ball is in their court, - We have not started negotiating yet."
Skv. Malmstrom, væri ESB að bíða eftir svari viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, en tillögum samninganefndar ESB hefði ekki verið formlega svarað enn - og vildi meina að eiginlegar samningaviðræður væru ekki enn hafnar.
Wilbur Ross, virtist hafa afar ólíkan skilning á málum.
"Its as though she was at a different meeting from the one that we attended," - "Our purpose in the meeting was to address the need for speed and for getting to near-term deliverables including both tariff relief and standards,"
"...the US has been the one that is slowing things down . . . is simply inaccurate..."
Og greinilega hefur sendiherra Bandaríkjanna hjá ESB einnig allt aðra sýn á málið en Malmstrom.
"Gordon Sondland, the USs ambassador to the EU" - "attacking Ms Malmstroms team for "complete intransigence" saying that Brussels had not engaged "in any meaningful way on any of the issues we discussed" during Mr Junckers White House visit."
Mr Sondland suggested that Ms Malmstrom was attempting to "wait out the term of President Trump", something he described as a "futile exercise".
"If the president sees more quotes like the one that came out today his patience will come to an end," Mr Sondland said of Ms Malmstrom."
Sem augljóslega felur í sér þá hótun að viðskiptastríðið hefjist aftur af krafti.
- Það sem ég les úr þessu, er að víð gjá sé milli samnings-afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna, annars vegar.
- Og hins vegar afstöðu samninganefndar Evrópusambandsins.
Þegar báðir aðilar eru með áskanir um það - að mótaðilinn hafi raunverulega ekki áhuga á samningum. Þá lítur málið vægt sagt ekki vel út.
Niðurstaða
Það sem ég hef tekið eftir síðan fyrir nokkrum mánuðum að pása var samin í viðskiptastríði Bandaríkjanna og ESB, er að eiginlega - nákvæmlega ekki neitt hefur frést af viðræðum. Fram að þessu það er, að samninganefndir virðast nú deila um það - hvorir séu meiri þverhausar.
Ég hef tekið það þannig - að engar fréttir þíddu, að líklega væri lítið að gerast. Mér virðist þetta drama núna, benda til að sú tilfinning hafi verið rétt. M.ö.o. að nákvæmlega ekki neitt hafi gengið eða rekið í viðræðum nefndanna tveggja.
Nú er greinilega kominn pyrringur í málið þeirra á milli. Sem sennilega minnkar enn frekar líkur á því að eitthvert samkomulag komi út úr þessu.
--Þannig að mig grunar nú að sennilega slitni upp úr.
--Nema að karlinn í brúnni í Hvíta-húsinu, taki einhverja stóra ákvörðun um tilslökun.
En ég á raunverulega ekki von á því að ESB fallist á meginkröfur ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Nema að ríkisstjórnin þar Vestan ála slaki mjög verulega á þeim kröfum.
Sennilega sé það svo að málið standi fast - þangað til einhver blikkar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2018 | 23:51
779 milljarða dollara halli virðist staðfesta fullkomlega óábyrga fjármálastjórn núverandi stjórnvalda í Washington
Rétt að nefna að í ár, náði hagvöxtur 4% - þetta kom nýlega fram í greiningu US Federal Reserve, hinn bóginn spáir stofnunin 2,5% vexti nk. ár, og einungis 1,8% 2020.
--Skv. þeirri greiningu, er skýring hagvaxtar í ár umfram 3% skattalækkun er kom inn á útmánuðum þessa árs, og aukning ríkisútgjalda fyrst og fremst til hermála!
- Þetta er skv. þeirri greiningu - ekki nokkurt efnahagsundur - heldur verða áhrifin liðin hjá þegar á nk. ári!
- En punkturinn í því hjá mér að nefna þessa hagspá - er að þetta þíðir væntanlega að fjárlagahalli nk. árs -- líklega verður enn hærri.
Það sé að sjálfsögðu vegna þess, að minnkun hagvaxtar sem spáin gerir ráð fyrir, rökrétt leiðir til - minnkaðra veltutekna ríkissjóðs!
Þar með rökrétt til frekari aukningar hallarektrar, nema að Repúblikanar hækki skatta, eða skeri frekar niður!
- Það að ég segi ofangreint dæmi um afar óábyrga fjármálastjórnun - ég meina alvöru, getur nokkur heilvita maður efast um það atriði?
--Við erum að tala um stórfelldan hallarekstur á sjálfu árinu er hagvöxturinn toppar.
--Það ár ætti ríkissjóður tekjulega að standa best.
--M.ö.o. það ár ætti ríkissjóður að skila afgangi - ekki halla. - Hættan er augljóslega sú, að - að óbreyttu - þróist þessi hallarekstur í hættulega átt.
--Eftir því sem hagvöxtur rénar frekar.
Bendi á að það er vinsælt meðal sumra bandarískra hagfræðinga, að spá upphaf kreppu 2020.
Þó slíkt sé frekar getgátur en eiginleg hagfræði - þá er rétt þó að hafa þann möguleika í huga, að ef hagvöxtur verður lakari 2020 en US Fed miðar við, þá að sjálfsögðu verður hallinn að óbreyttu ennþá verri!
--Og að sjálfsögðu, ef viðsnúningur yrði raunverulega yfir í samdrátt, þá þarf ég væntanlega ekki að nefna - að þá mundi hallinn aukast enn enn frekar.
Annual US budget deficit hits six-year high of $779 bn
US budget deficit hits $779bn in Trumps first full fiscal year
- "In the 2018 fiscal year, which ended September 30, the United States took in $3.3 trillion but spent $4.1 trillion."
- "That sent the deficit up 17 percent or $113 billion, to its highest level since 2012, according to the Treasury report."
- "The deficit also grew as a share of the economy, rising to 3.9 percent of GDP, up from 3.5 percent in the 2017 fiscal year, the report showed."
- "Receipts grew by 0.4 per cent compared with the previous fiscal year..." - "...in part due to higher tax payments from individuals..."
- "...spending was up 3.2 per cent..."
- "Military spending ... rose by six percent or $32 billion..."
- "...while the cost of Social Security, the US national retirement system, rose four percent."
- "...net corporation income tax receipts ... fell 22 percent,..."
- "Total government borrowing increased by $1 trillion in the latest fiscal year to $15.75 trillion, including $779 billion to finance the deficit."
- "Interest expense on government debt increased 14 percent or $65 billion due to the higher debt level as well as rising interest rates..."
Maya MacGuineas president of Committee for a Responsible Budget: "This year's deficit amounts to $6,200 per household and is more than we spend each year on Medicare or defense,"
Þetta getur raunverulega þróast yfir í alvarlega stöðu! Ég sé í raun ekkert fært annað í stöðunni. En að hækka skatta og það verulega!
En stuðningskerfi við almenning í Bandaríkjunum er í raun verulega minna rausnarlegt en í V-Evrópu. Samt er sá útgjaldaliður sá stærsti einstaki - næst kemur Medicare síðan hermál.
Aftur á móti er það hlutfall sem tekið er með skattlagningu mun lægra heilt yfir í Bandaríkjunum en almennt í Evrópu.
--Með sambærilega skatta, væri enginn halli á ríkissjóð Bandar. heldur rausnarlegur afgangur.
En það er auðvelt að framreikna, að ef þessi hraða skulda-aukning heldur áfram.
Það gerir ekki bandaríska ríkið beint gjaldþrota - en þetta getur ógnað stöðu dollarsins í heiminum, ekki síst vegna þess - að ef skattar eru ekki hækkaðir og ef maður gerir ráð fyrir vaxandi hallarekstri með minnkandi hagvexti - síðan að fyrir rest kemur kreppan.
--Þá væri nánast ekkert annað eftir fyrir bandaríska ríkið, en að hleypa málinu upp í verðbólgu - og minnka raunverðmæti skulda með þeim hætti.
En slíkt gæti einnig eyðilagt verulega traust dollars. Þó það gæti bjargað ríkinu.
Og hverjir eru að spila þetta hættuspil með stöðu peningamála- og skuldamála í Bandaríkjunum? Hverjir hafa meirihluta í báðum þingdeildum? Hverjir ráða ríkisstjórninni í Washington?
Niðurstaða
Það er greinilega búið að Repúblikanar standi fyrir ráðdeild og ábyrga stjórnun á ríkissjóð Bandaríkjanna. En núverandi stjórnun ríkisfjármála í Washington virðist mér sú minnst ábyrga sem ég hef séð.
Það er áhugavert sérstaklega í ljósi þess, að núverandi ráðamenn eru mjög miklir þjóðernissinnar. En þó eru þeir með í gangi fjármálastefnu er raunverulega getur sett stöðu dollarsins í hættu ef svo heldur áfram sem horfir.
En á sama tíma, horfa þeir til stöðu hans sem enn er mjög sterk - með stolti.
Það er eitthvað að, þegar þeir sem telja sig vörslumenn hagsmuna landsins - eru akkúrat þeir sem eru að naga greinina undan einu helsta tákni þeirra þjóðarstolts.
--Þetta virðast greinilega pópúlískir stjórnunarhættir - öfugt við skynsemisstjórnun.
--Ég sé í raun og veru ekkert íhaldssamt við þessa stjórnunarhætti!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.10.2018 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar