Bloggfærslur mánaðarins, október 2018

Úrslit í Bæjaralandi í Þýskalandi geta bent til þess að fylgi AfD hafi náð hámarki, þannig hræðslualdan við innflytjendur hafi náð hámarki líklega fari í rénun

En þó flestir fjölmiðlar muni væntanlega ræða þetta út frá falli meirihluta systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Angelu Merkel - þá gætu úrslitin haft hugsanlega öfug áhrif að styrkja hennar stöðu.
Það stafi af því er virðist megin fréttin við kosningarnar í Bæjaralandi, óvænt fylgishreyfing fjölmenns kjósendahóps yfir til Græningja!
--En þar virðist fara kjósendahópur er virðist andstæður stefnu um að herða innflytjenda-löggjöf, eða stefnuna almennt í þeim málum.

Merkel's conservative allies humiliated

Angela Merkel's Bavarian allies lose majority in crushing vote, early results show

Bavarians deliver stunning rebuke to conservative Merkel allies

Birtar tölur benda til þess að CSU endi með 36,2% - Grænir með 18,4% - AfD með 10,9% - SPD 9,6%.
Áður var CSU með 47,7% - SPD með 20,6% - Grænir með 8,4%. 
--AfD var ekki til fyrir 5 árum!

Erfitt er að halda því fram að megin hreyfing kjósenda sé klárlega í átt til stuðnings við hóp sem andvígur er innflytjenda-aðstreymi.
--Þangað er vissulega nokkuð sterk hreyfing með útkomu AFD er virðist ætla enda með tæp 11%.

En á móti kemur aukning fylgis Græningja, er ca. 2-falda fylgi sitt.
--Þeir standa fyrir akkúrat þveröfuga stefnu.

Þetta virðist staðfesta klofning meðal þýsku þjóðarinnar.

  1. AfD er sannarlega mótmæla-hreyfing er berst fyrir mun harðari innflytjendalöggjöf.
  2. Hinn bóginn, er ljóst af kosningaútkomu Græningja, að a.m.k. álíka fjölmennur ef ekki ívið fjölmennari kjósendahópur - er eindregið á þveröfugri skoðun.

Nú eru liðin 3. ár síðan Merkel hleypri 1-milljón flóttamanna og innflytjenda til Þýskalands. Mótmælabylgja reis þá upp, en öldufaldur þeirrar bylgju gæti nú hafa náð hámarki.

Hrun sósíal-demókrata virðist staðfest, með innan við 10% atkvæða. 
--Að einhverju leiti má líta aukið fylgi við Græningja, sem mótmæli við langt samstarf þýskra krata við Kristilega-demókrata Merkelar.

  1. En málið með innflytjendamál er að aðstreymi hefur minnkað mikið síðan 2015 árið er sú bylgja reis hæst.
  2. Það rökrétt ætti að þíða, að nú þrem árum eftir - ættum við nú vera að sjá öldutopp þeirrar mótmæla bylgju er þá reis.

Á sama tíma sést greinileg mótbylgja kjósenda í hina áttina.

Það sem ég er að hugsa er, að tilvist þeirrar mótbylgju, og að líklega hafi AfD sennilega toppað -- veiti aukið svigrúm sennilega fyrir Merkel og áframhald hennar stefnu.

 

Niðurstaða

Það er það sem mér virðist úrslitin benda til að sú mótmælabylgja er hófst sumarið 2015 sé líklega búin að toppa. Það geti samt sem áður þítt, að AfD sé kominn til með að vera - sem þriðji til fjórði stærsti flokkur Þýskalands hugsanlega til frambúðar.
--Hver staða þess flokks verður getur verið breytilegt eftir svæðum.

Öflug staða Græningja sem virðast nú birtast sem hugsanlega framtíðar megin vinstriflokkur Þýskalands, sýni sennilega að fólk sem er annarrar skoðunar en kjósendahópur AfD - sé sennilega nægilega fjölmennur.

Til þess að stefna sú sem Angela Merkel hefur staðið fyrir, geti sennilega haldið áfram.
Þegar dregur úr AfD bylgjunni eða a.m.k. sú bylgja hefur náð skýrum toppi.
--Eftir því sem það kemur skýrar í ljós, ætti Merkel fyrir rest geta dregið sig í hlé með því að velja sinn eftirmann!

Hugsanlega gætu Kristilegir síðar unnið með Grænum. En það væri spurning til framtíðar.

 

Kv.


Viðbrögð Donalds Trumps við morðinu á Jamal Khashoggi vöktu óskipta athygli

Svar Trumps er þannig séð einfaldlega með þeim hætti - að peningar skipti miklu meira máli. Trump virðist samt sem áður sammála því, að Khashoggi líklega hafi verið myrtur af Saudum í kjölfar þess að Kashoggi í sl. viku leitaði til sendiráðs Saudi-Arabíu innan Tyrklands - eftir það hefur hann horfið sporlaust. Fljótlega fóru stjórnvöld í Ankara að segja - yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa myrt Kashoggi.
--Nú virðast málin líta þannig, að flestir meta þau gögn sem tyrknesk stjórnvöld hafa sett fram í málinu - trúverðug.
--Þegar meira að segja DT virðist trúa þessu, þá virðist þar með engin ástæða lengur til þess að álíta það sérdeilist umdeilt - að stjórnvöld Saudi-Arabíu létu myrða Kashoggi í sendiráði sínu í Tyrklandi.

Donald Trump: 

  1. "We’ll have to see what happens. A lot of work is being done on that, and we’re going to have to see what happens. I don’t like stopping massive amounts of money that’s being poured into our country on – I know they’re talking about different kinds of sanctions, but they’re spending $110 billion on military equipment and on things that create jobs, like jobs and others, for this country."
  2. "I don’t like the concept of stopping an investment of $110 billion into the United States…. I will tell you, upfront, right now, and I’ll say it in front of senators: They’re spending $110 billion purchasing military equipment and other things…. I would not be in favor of stopping a country from spending $110 billion – which is an all-time record."

OK - hver er sannleikurinn varðandi þessa 110 milljarða sölu, skv. upplýsingum bandarískra fjölmiðla, liggur engan vegin fyrir sala á vopnum að upphæðum er nálgast 110ma.$.

  1. "The Saudis have purchased a Terminal High Altitude Area Defense anti-ballistic-missile system for about $15 billion...
  2. "...the State Department has announced $4 billion in other completed and approved arms sales."

Það mundi leggjast á 19ma.$ m.ö.o. ca. 1/6 af þeirri upphæð sem DT hefur ítrekað þessa viku.
Auðvitað er vitað að DT er ekki nákvæmur þegar kemur að sannleik mála - það er samt oft áhugavert að sjá gjána sem gjarnan kemur fram í því sem hann heldur gjarnan fram, samanborið við það sem er raunveruleiki máls.

--Í raun og veru skiptir engu máli þessi fullyrðing - það sem liggur í orðum Trumps er það að þó svo hann sé sammála því að Saudar hafi myrt einstakling með köldu blóði í sendiráði Saudi-Arabíu í Tyrklandi, og Trump mislíki það.
--Þá finnst honum það greinilega ekki það atriði vega þungt - að hann ætli sér ekki að halda áfram með þá stefnumótun sína, að styrkja bandalag Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu.

Sem felur að sjálfsögðu það í sér, að leiða hjá sér hegðan Saudi-arabísku valdafjölskyldunnar, sem fjármagnar hættulega íslamista-hópa víða um heim - og heldur uppi stríði í Yemen, þar sem enginn vafi virðist á að flugher Saudi-Arabíu hefur drepið mikinn fjölda almennra borgara.

Þetta auðvitað fær mann til að íhuga, hvort hugsanlega Saud fjölskyldan - hefur mútað hugsanlega Trump fjölskylduveldinu. En móralskur standards Donalds Trumps virðist ekki á hærra plani en svo, að hann líklega mundi ekki sjá nokkurt athugavert við það að þyggja mútur. Svo fremi það sé gert með þeim hætti, að það valdi honum ekki persónulegum vandræðum.
--En ákafi Trumps í því að styðja áframhald núverandi stefnu, sem mætti kalla - fylgisspekt Bandaríkjanna við stefnu Saud fjölskylduveldisins í Mið-Austurlöndum, gæti hugsanlega bent til þess að Saud fjölskyldan hafi boðið Trumpurum eitthvað mjög bitastætt.

En sá stuðningur gagnast í raun og veru Bandaríkjunum sem slíkum afar lítið ef nokkuð. Með því að fylgja stefnu Saud fjölskyldunnar gegn Íran - er Donald Trump að hækka heims olíuverð, sem sannarlega gagnast Saud fjölskyldunni -- samtímis og Bandaríkin sjálf tapa á þeim hækkunum; til viðbótar er það rót sem fylgir stefnu Saud fjölskyldunnar innan Mið-Austurlanda, líklegt til þess að leiða fram frekari slíkar hækkanir en hitt.
--M.ö.o. sé ég ekki að DT með stefnu um náið bandalag við Ibn Saud fjölskylduna, sé í raun og veru með slíkri ákvörðun um fylgispekt - að vinna bandarísku þjóðinni gagn.

Það auðvitað eykur frekar illan grun að sjálfsögðu!
En Saud fjölskyldan er yfrið nægilega auðug til að geta veitt Trump fjölskyldunni slíkar mútur, að um væri að ræða upphæðir umfram þeirra núverandi fjölskyldu-auð. 
--Mundi DT ekki grípa slíkt báðum höndum? Það er einmitt það sem ég held.

Fyrir Saud fjölskylduna væri gróði af háu olíuverði slíkur - að nokkurra ma.$ mútur til fjölskyldu-sjóðs Trumps fjölskyldunnar, væri tittlingaskítur í samanburði.

 

 

Niðurstaða

Ég er farinn að gruna að þegar öll kurl koma til grafar fyrir einhverja rest, reynist Trump hugsanlega spilltasti forseti í nútímasögu Bandaríkjanna. En það mundi úr þessu ekki koma mér á óvart, ef skömmu eftir að forsetatíð Trumps klárast - komi í ljós smám saman að auður Trumparanna hafi vaxið mjög verulega.

Svör Trumps beina augljósum grun að því, hvaða tak Saud fjölskyldan hefur á Trump.
En 110ma.$ upphæðin - er 100% fabúla!

En klárlega liggur Trump mikið niðri fyrir að enginn raunverulegur skuggi falli á samskiptin við Saudi-Arabíu - burtséð frá því hversu langt frá því að þjóna hagsmunum Bandaríkjanna hegðan Saud fjölskyldunnar virðist vera.

Þegar menn hegða sér með skýrum hætti gegn hagsmunum eigin lands.
Er eðlilegt að gruna spillingu!

 

Kv.


Spurning hvort Bandaríkjastjórn er að vega að hlutleysi AGS?

Ég tók eftir sérkennilegum orðum, Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna - en þau orð voru ekki mörg sem hann beindi að AGS. En tveir atburðir hafa verið í gangi!
--Í annan stað, hefur Pakistan óskað eftir aðstoð AGS.
--Síðan er AGS að leita eftir stuðningi ríkisstjórnar Bandaríkjanna við sjóðinn.

Steven Mnuchin: "To the extent that there is lending from the IMF, we are going to want to make sure we know where that lending is going, and that it is not being used to bail out other creditors,"

Mnuchin getur ekki - ekki vitað, hvert hlutverk AGS er. Þ.e. AGS veitir lán, til þess að ríki lendi ekki í þeim vandræðum - að geta ekki staðið við útistandandi skuldbindingar.

Það þíðir nákvæmlega það, að ríkin eru að taka AGS lán - svo þau geti staðið við önnur útistandandi lán, sem eru að valda þeim vandræðum.

  1. AGS - heitir -: International Monetary Fund (IMF) á ensku, ekki US-Monetary Fund (USMF).
  2. Þekkt er að Kína fyrir þrem árum, stofnaði sinn eigin alþjóða lánveitingasjóð, man ekki nafnið á honum akkúrat núna -- en nokkur fjöldi þjóða ákvað að gerast meðlimir að þeim sjóð, þar á meðal helstu meðlimaríki - ESB.

Punkturinn er sá, að það að Pakistan leiti til AGS eða IMF, sem Pakistan hefur sem meðlimaríki AGS - fullan rétt til, er þyrnir í augum Bandaríkjastjórnar.
Það stafar af því, að Pakistan hefur tekið þátt í svokölluðu "belt and road" áætlun Kína - kínverkir verktakar hafa staðið fyrir margvíslegum umfangsmiklum samgönguframkvæmdum, meira að segja í einhverjum tilvikum reist hafnir.
--En þó Kína fjármagni verkin, skuldar Pakistan Kína þær framkvæmdir.
--Þá verður það þyrnir í augum Bandaríkjastjórnar, vegna viðskiptaátaka þeirra sem núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur hafið að eigin vali gagnvart Kína.

  1. Hinn bóginn, mundi það augljóslega stórfellt skaða orðstír AGS - ef Bandaríkjastjórn, leitast við að trufla málaleitan Pakistans gagnvart AGS.
    --En skuldir þessar við Kína virðast a.m.k. hluti vandræða Pakistans nú.
  2. En formlega er ástæða málaleitunar Pakistans sú, að gjaldeyrisvarasjóður landsins er að þurrkast upp - og landið gæti innan skamms lent í greiðsluvanda almennt að erlendum skuldbindingum.

Það er algerlega eðlilegt sjónarmið, að AGS aðstoði Pakistan stjórn við það verk - að endursemja um skuldbindingar -- rétt að taka það fram!
Hinn bóginn væri það stórskaðlegt fyrir sjóðinn orðstír hans, ef það ætti að beita einn tiltekinn kröfuhafa - allt öðrum úrræðum en öllum öðrum sem Pakistan skuldar.
--Eðlilegt væri að Pakistan endursemdi með aðstoð AGS við alla helstu eigendur skulda.
--Án þess að nokkur einstakur þeirra sé tekinn öðrum fremur í bakaríið.

En þegar AGS lánar - þá að sjálfsögðu rennur a.m.k. hluti þess fjár beint til þeirra sem landið skuldar -- slíkt er alltaf óhjákvæmilegt.
M.ö.o. Mnuchin geti ekki krafist þess - að bandarískt fé, renni ekki til þeirra sem Pakistan skuldar, þ.s. eftir allt saman -- er það sjálfur tilgangur AGS og þar með tilgangur þeirra landa er veita AGS fé, einmitt það að það fé renni til að tryggja á endanum öruggar greiðslur þess lands gagnvart sínum skuldurum.

 

Niðurstaða

Ég vil meina það væri mistök hjá Bandaríkjastjórn - ef hún mundi gera AGS það ókleyft að starfa sem almennur lánasjóður fyrir alþjóðakerfi heimsins. En um leið ef Bandaríkjastjórn mundi fara ákveða - til hvaða aðila fé mætti fara, þ.e. hlutast til um það hverjir fengu greitt. 
--M.ö.o. að ef Bandaríkjastjórn væri einhverra hluta ósátt við einhvern aðila, og að þá þvingaði Bandaríkjastjórn það fram - að land er leitaði til sjóðsins yrði að láta greiðslur til slíks aðila - fara í þrot.
--Þá mundi Bandaríkjastjórn, einfaldlega gera sjóðinn - að sínu stjórntæki. Þannig a.m.k. hefur hann ekki verið rekinn fram að þessu.

Hans "mission" er sú að vera óháður lánasjóður, m.ö.o. ekki undir stjórn einhvers tiltekins ríkis -- skv. því að hann hafi málum skv. óhlutdrægni reglu, þá getur hann haft trúverðugleika.

Annar er hann yrði einfaldlega að stjórntæki bandaríska ríkisins - þá þíddi það um leið, að enginn gæti leitað til hans er ætti í deilu af nokkru hinu minnsta tagi við Bandaríkin.
--Það væri hið sama og eyðileggja sjóðinn!

Hann mundi þá að sjálfsögðu missa marga sína helstu viðskiptavini -- afleiðingin yrði líklega sú, að margar fleiri þjóðir en hingað hafa gert -- mundu gerast meðlimir að sjóðnum sem Kína stofnaði - mig rámar fyrir þrem árum.
--Mér virðist Bandaríkin einungis tapa á því að rústa AGS.

M.ö.o. að það væri einkar ósnjallt á endanum að hlutast til um mál Pakistans og AGS.

Listinn að neðan sýnir m.a. eignahlutfall hvers ríkis að AGS: 
IMF Members' Quotas and Voting Power, and IMF Board of Governors

 

Kv.


Komin nálgun á dagsetningu leiðtogafundar Donalds Trumps og Kims Jong Un

Sá þessa frétt á vef Reuters - Trump: summit with North Korea's Kim will be after U.S. elections on November 6. Ekkert annað var haft eftir Trump.
Það er á hinn bóginn óhætt að segja að verið sé að byggja upp væntingar fyrir þennan fund, en Pompeo hefur sérstaklega verið yfirlýsingaglaður sl. daga!
Pompeo: can see a path to North Korea denuclearization
--Hinn bóginn hefur mér innihald þeirra yfirlýsinga virst mér afar rýrt.
--Þannig séð virðist manni fullkomlega hanga í lausu lofti, um hvað fundurinn verður akkúrat.

En þó Pompeo ítrekað segi árangur góðan af viðræðum, hann sé vongóður - o.s.frv.
Hefur sjáanlega ekki neitt komið fram um hugsanlegar nýjar tilslakanir Norður-Kóreu eða loforð, einungis ítrekað sagt af Pompeo - að vel gangi!

Fyrr sama dag, var Donald Trump yfirlýsingaglaðari en hann var um kvöldið, en ekki gat ég séð samt út úr þeim heldur mikið raunverulegt innihald --sbr: Trump says next meeting with North Korea's Kim being set up.

Donald Trump - "You got no rockets flying, you have no missiles flying, you have no nuclear testing," - "We’ve made incredible progress - beyond incredible."

Mín mælistika á hvað er -incredible- er greinilega önnur en Donalds Trumps.
En fram til þessa hefur Norður-Kórea engu lofað sem með nokkrum umtalsverðum hætti skaðar þeirra kjarnorku- eða eldflaugaprógrömm.

Einn Suður-kóreanskur sérfræðingur í málefnum NK - benti á að Kim Jong Un, hefði í reynd selt Washington sömu loforðin tvisvar -- en um daginn þegar gengið var á Pompeo, benti hann blaðamanni á að Kim Jong Un hefði lofað að Bandaríkin fengu að senda eftirlitsmenn til Yongbyon kjarnorkuversins, og að kjarnorkutilraunasvæði yrði eyðilagt.

Hinn bóginn, man ég a.m.k. eftir því að Kim Jong Un hafði lofað frystingu kjarnorkuprógramms NK og eyðingu tilraunasvæðisins -- fyrir fundinn með Donald Trump.
--Skv. því er eina viðbótar loforð NK sem fram hefur komið síðan, það að Bandaríkin fái að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með - Yongbyon.
--En Kim, skilyrti það loforð því, að Bandaríkin slökuðu á móti á refsiaðgerðum.

  1. Ég er nokkuð viss að ef Kim Jong Un -- væri búinn að lofa Bandaríkjastjórn einhverri sögulega stórri tilslökun.
  2. Væri Donald Trump og Pompeo - löngu búnir að básúna það um víðan völl.

Þannig að manni rennur sá grunur til hugar, að Kim Jong Un sé í raun og veru að reynast, hálli en állinn sjálfur við samningaborð -- en NK er þekkt fyrir samningssnilld.

Ein viðbótar frétt sem vakti áhuga, er af mjög alvarlegu ástandi í Norður-Kóreu.
En þar virðist vannæring útbreitt vandamál, fjöldi barna með skertan vöxt!
North Korean food supply still precarious as donors stay away, U.N. says

Það er ekkert víst þetta sé refsiaðgerðunum að kenna, en ofur fátækt er búið að vera lengi þekkt ástand þeim sem hafa veitt ástandinu í NK athygli í gegnum árin. 
--Það er að sjálfsögðu rétt að benda á, að leiðtogar NK - eru augljóslega í gegnum árin að nota mjög hátt hlutfall þjóðartekna til þróunar eldflauga og kjarnavopna.
--Fyrir hagkerfi sem er miklu smærra en hagkerfi SK - hlýtur sá kostnaður að vera gríðarlega þung byrði -- mig grunar að NK þurfi ekki að hafa vannæringar-ástand, ef björgum þeim sem landið ræður yfir væri varið að mun hærra hlutfalli til þarfa íbúa landsins.

 

Niðurstaða

Það sem er áhugaverðast við viðræður ríkisstjórnar Bandaríkjanna og við leiðtoga Norður-Kóreu, er hve lítið leiðtogi Norður-Kóreu virðist í reynd hafa komist upp mað að gefa eftir. En á 6 mánuðum, hefur hann að virðist einungis hreyfst sig frá upphaflegu loforði um að eyða kjarnorkutilraunasvæði sem loftmyndir sýna að hafði orðið fyrir miklu tjóni, sennilegast í síðustu kjarnorkutilraun og frysta kjarnorkuprógramm NK og eldflaugaprógramm NK. Yfir í að bæta því við að Bandaríkin gætu fengið að senda eftirlitsmenn til Yongbyon.
--Mín tilfinning er nefnilega sú, að þeir félagar Trump og Pompeo séu ekki þess konar að ef þeir hefðu fengið einhverja stóra tilslökun frá leiðtoga NK - að þeir væru að þaga yfir henni. Þannig að mín ályktun er einfaldlega sú, að sennilega hafi Kim Jong Un í reynd nánast ekki nokkurn skapaðan hlut sem máli skipti gefið eftir.

Þess vegna virðist manni alveg í þoku til hvers þessi leiðtogafundur á að vera!
Ef hann er ekki bara "photo op" eins og neikvæðir gjarnan segja!

 

Kv.


Pentagon skýrsla telur nauðsynlegt að bandaríska ríkið standi fyrir skipulagðri iðnaðaruppbyggingarstefnu

Nokkur fjölmiðla-athygli hefur beinst að skýrslu sem Pentagon lagði fyrir bandaríska þingið að því er virðist fyrir einhverjum mánuðum síðan, ég held a.m.k. þetta sé rétta plaggið: Fiscal Year 2017 - Annual Industrial Capabilities. Plaggið er greinilega dagsett mars sl. 

Pentagon er auðvitað fyrst og fremst að skoða málið frá öryggissjónarmiðum - m.ö.o. þar sem að vopnabúnaður í dag er hátæknibúnaður búinn flóknum tölvum og hugbúnaði sem einnig er ærið flókinn.
--Pentagon m.ö.o. vekur athygli á því, á hve mörgum sviðum getu Bandarískra fyrirtækja til að bjóða upp á vörur í þeim vöruflokkum sem Pentagon þarf á að halda - hafi hnignað.
--Í nokkrum mikilvægum vöruflokkum, sé Kína nú drottnandi aðili á markaði.

  • Í tilvikum sé ekki til bandarískt fyrirtæki er hafi getu til að bjóða upp á það sem Pentagon vanhagi.
    --Til staðar séu tilvik, þ.s. einungis Kína virðist geta ráðstafað viðkomandi hátækniafurð.

Trump attacks Chinese control of military supply chains

US Military Study Aims to Lessen Reliance on Chinese Imports, Strengthen US Industry

Pentagon report will reveal military's dependence on Chinese components

Fyrir skömmu vakti Pentagon einnig athygli á veikleika hvað varðar aðgengi að sjaldgæfum málmum svokölluðum: China Dominates Rare Earth Minerals Supply to Sabotage US Military, According to Upcoming Pentagon Study

Inn í þessa umræðu má leggja sjokkerandi skýrslu sem Bloomberg vefurinn hefur birt:
How China Used a Tiny Chip to Infiltrate U.S. Companies. Skv. því sem haldið er fram, var sett lítil örflaga í móðuborð er voru seld til nokkurs fjölda bandarískra fyrirtækja, þarna er einungis málið skoðað út frá sjónarhóli Bandar. -- En því má sannarlega velta upp hvort slík örflaga var einungis sett inn í móðurborð til þeirra tilteknu fyrirtækja. 

--Auðvitað sú almenna aðvörun að ég sel málið ekki dýrar en ég keypti.
--Þó ég geti ekki nefnt sérstaka ástæðu, þannig séð sé ég ekkert sem bendi til þess að þetta geti ekki verið rétt.

 

Það sem Pentagon virðist leggja til, tóna skv. minni þekkingu sem - klassísk iðnaðarstefna, vísu með hergagnaiðnaðarfókus!

Eitt áhugavert atriði í skýrslunni - sbr. bls. 14 - að virðist sem Pentagon hafi ákveðið sl. ári að bjóða fulltrúum Kanada, Bretlands og N-Írland, ásamt Ástralíu - á fundi sem fram til þessa hafa einungis farið fram með fulltrúum - bandarískra fylkisstjórna.
--Skv. því hefur Mattis ákveðið að skilgreina þau lönd sem hluta af þeim sarpi sem Pentagon leitar reglulega til.

Áhugaverður texti bls. 61.

"Since 1996, the global market for semiconductors has grown from $132 billion to $339 billion in 2016. The Asia Pacific market outside of Japan accounts for the vast majority of this growth. This market has quintupled in size from approximately $39 billion to $208 billion in 2016, including a $107.6 billion market in China alone (~9% increase over 2014). Asia, where much of electronics production takes place, is by far the largest customer of U.S. semiconductor companies, accounting for approximately 65% of all U.S. sales. Sales to China alone account for slightly more than 50% of these. U.S. companies continued to hold a majority of the Chinese semiconductor market in 2016 with a 51% share, marking a drop from 56% seen in 2015.43 Clearly, maintaining access to the Chinese market is a critical concern for U.S. semiconductor companies."

Ég verð að gera ráð fyrir því að Mattis hafi lesið þetta yfir.
En þetta t.d. virðist ekki beinlínis tjá þá sögu - að viðskiptastríð við Kína sé skaðlaust fyrir Bandaríkin.

Í dag er það sérstaklega á sviðum upplýsingatækni - að varan er gjarnan framleidd í Kína, einmitt vegna þess að Asía ásamt Kína er orðinn megin markaður. Eins og þarna kemur fram, geta fyrirtækin samt verið bandarísk þó þau framleiði í Kína.

  1. Vandamálið sem ítrekað er bryddað upp á, er sá vandi að viðhalda þeim iðnaði sérstaklega á sviðum flókinnar upplýsinga- og tölvutækni, svo Bandaríkin haldi áfram getu til að þróa tæki sem notast við slíka tækni -- t.d. flókna radara, herflugvélar og landtæki sem í dag eru alltaf með flókinn tölvubúnað.
    --Eins og kemur fram, þurfa upplýsingatæknifyrirtæki að nota um 30% af sínum tekjum, í rannsóknir og þróun.
    --Hvergi sé samkeppnin harðari.
    **Þessi mikli þróunarkostnaður, leiði til sameininga - og auki tíðra gjaldþrota.
  2. Það virðist ítrekað bryddað upp á sambærilegu úrræði - að yfirvöld verji fjármagni í samvinnu við þau fyrirtæki sem fá skilgreininguna -- öruggur birgi.
    --Svo þau treysti sér til þess að halda áfram í gangi þróunarferlum, þó svo að Pentagon sé ekki endilega með sérstakt prógramm í gangi þá stundina.
    **Annars gæti verið þau réðu ekki yfir þeirri getu sem Pentagon þyrfti á að halda, þegar næst væri þörf á að endurnýja tiltekinn búnað. 
  3. Eitt úrræðið sem ítrekað kemur fram, en nefnt fáum orðum í nokkrum köflum - er stuðningur við þjálfun nýs starfsliðs, ásamt samvinnu við menntastofnanir - um viðhald tiltekinna þekkingarprógramma, svo unnt sé að útvega nýja starfsmenn með viðkomandi þekkingu innan Bandaríkjanna.
    --Augljóslega þó svo það standi ekki skýrum stöfum, felur það í sér fjármagn.

Þar sem þörf hergagnaiðnaðarins nær yfir svo mörg svið, vegna þess að í framtíðinni verður allur búnaður með háþróaðan tölvubúnað - háþróaðan hugbúnað -- það þarf auðvitað að auki að smíða vélbúnaðinn sjálfann, allt sem hreyfist og hreyfla.
--Aðgengi að réttum efnum er ekki síður lykilatriði er margt annað.

  1. Þá virðist mér blasa við, að margt í þessum hugsanlegu hættum - myndast ekki endilega, nema að Bandaríkin lendi í átökum við eitthvert þeirra landa; sem eru birgjar.
  2. Í einhverjum fjölda tilvika, er Kína birgi þegar kemur að tilteknum lykil-efnum, og í fjölda tilvika þegar kemur að framleiðslu hluta sem notaðir eru í tölvubúnað.

Þarna er kannski komin ástæða fyrir Donald Trump - til að stíga varlega til jarðar.

Eitt dæmið sem kemur við sögu - er lykilefni sem notað er í efnasamband er nýtt er til framleiðslu eldflauga er notast við fast eldsneyti, eiginlega risarakettur - er skotið er á loft með hátækni formi af sprengiefnum.
--Eitt af þeim efnum sem notast er við kemur frá Kína, og þ.e. þessa stundina eini birginn í heiminum.
--Nefnt er, möguleg truflun þegar kemur að geimskotum --> Þó rétt sé að nefna, að tæknilega gæti Pentagon svissað yfir á aðra tækni, þá sem áður var notuð, þ.e. vökva-eldsneyti.

 

Niðurstaða

Rétt að benda á að upphaflega var iðnstefna stjórnvalda á meginlandi Evrópu - fyrst og fremst hergagnaiðnaðartengd, sbr. uppbygging þungaiðnaðar svo unnt væri að framleiða stærri fallbyssur - meira af þeim, og nóg af stáli í hertól hverslags.
--Útbreiðsla lestakerfa var upphaflega með fókus á að flytja með skilvirkari hætti en áður var hægt, til allt hafurtask það sem til þarf til hernaðar.
Auðvitað gagnaðist sú uppbygging einnig hagkerfunum, skilvirkari flutningar elfdu hagkerfin stórfellt - iðnaðurinn gat framleitt miklu mun fleira en hertól.
--Þetta er orðið miklu mun flóknara í dag!

Í dag er tækni svo óskaplega kostnaðarsöm í þróun, að það hefur leitt til myndunar risafyrirtækja með hnattrænan skala -- þ.e. þróunarkostnaður vs. samkeppni, hefur leitt til sameininga sem skapað hafa fyrirtæki sem selja milljónir eintaka ár hvert af sínum tækjum.
--Fyrirtækin hafa verið að framleiða, þ.s. markaðinn er einkum að finna!

Hlutföll sem koma fram í skýrslunni eru áhugaverð, sbr. markaðurinn fyrir örgjörva í heiminum 339ma.$ á sl. ári, í Kína einu 107,6ma.$ á sl. ári. Um 60% heimframleiðslu örgjörva er enn á hendi bandarískra fyrirtækja, örgjörvar ein mikilvægasta útflutningsafurð Bandar.

En það þíðir ekki að Bandar. geti bara lokað á útflutning örgjörva - en Bandar. eru háð gjarnan búnaði er notar þá örgjörva sem framleiddir er í Kína!
--Sem segir þá sögu, að heimurinn er orðinn svo flókinn, að það verður ekki heyglum hent að ætla sér að - - endurskipuleggja það allt frá grunni.

  • Í besta falli sé það langtíma-stefna þ.s. mér virðist koma fram í skýrslunni sem vitnað er til.

Það hefur verið margsinnis bent á í gegnum árin að Bandaríkin þurfa að efla sitt menntakerfi, svo það betur þjóni iðnaðinum í eigin landi -- um það geta Bandaríkin um margt lært af löndum sbr. Japan - Suður-Kórea - V-Evrópu að auki.
--Þar sem skipulögð menntastefna á vegum stjórnvalda, viðheldur í náinni samvinnu við atvinnuvegi, kerfi sem leitast við að tryggja sem öruggast flæði þeirrar þekkingar sem til þarf.
--Kaldhæðið að bandarískir hægri menn hafa lengi verið andvígir slíkri samþættri menntastefnu á sambærilegum skala --> Kostnaður er auðvitað gríðarlegur.
**Þetta verður ekki gert án hærri skatta!

Trump hefur að því leiti rétt fyrir sér, að önnur lönd beita - iðnaðarstefnu fyrir vagn sinn, og sú framtíðar stefna Kína sem oft er vísað til -- opinber stefna um drottun Kína í nokkrum mikilvægum greinum.
--Ákaflega metnaðarfull stefna, þó hún hafi slík markmið, er það ekki sama að þau náist.
**Miðað við það hve oft skýrsla Pentagon virðist tala um samvinnu við fyrirtæki í iðnaði, til að tryggja aðgengi að þekkingu til framtíðar - og hve margra greina iðnaðar það nær til.

Þá hljómar þetta sem -- iðnþróunar-stefna, þó það sé ekki a.m.k. enn þannig fram sett.
--En slík stefna kostar einnig gríðarlegt fé.

  1. Ein augljós útkoma úr slíkri greiningu, væri að Bandaríkin elfdu samvinnu við mörg þeirra landa, er ráða yfir einhverjum þeirra lykilþátta sem eru greindir.
    --Greinilega gæti slíkt sparað mikið fé, samanborið við það að Bandaríkin skapi þá getu úr kannski engu hjá sér.
  2. Í þeim tilvikum þ.s. stefnt er hugsanlega í átök við land sem er lykilbirgi á einhverjum sviðum -- þá greinilega stendur Pentagon fyrir fyrirsjáanlegum aðlögunarvanda.
    --Því getur augljóslega fylgt verulegur kostnaður - fyrir utan að í einhverjum tilvikum t.d. þar sem um er að ræða efni grafin úr jörðu, þarf að leita þau uppi annars staðar.
    **Spurning hvort það leiði til nýs kapphlaups um Afríku?
    --En einnig hugsanlega til þess, að ærnum kostnaði þyrfti þá að verja til þess að endurskapa í einhverjum tilvikum einhvern hluta framleiðslu-iðnaðar.
    **Slíkt er ekki eins auðvelt og var á 19. öld en í dag stendur oft að baki þeim sem starfa í hátæknigreinum -- miklu meira en áratugur af menntun.

Ein hugsanleg lausn er einfaldlega að bakka frá stefnu sem gæti leitt til slíkra vandræða.
Sbr. að draga verulega í land í viðskiptastríði við eitt tiltekið land.

 

Kv.


Bandaríkin segja sig frá tveim alþjóðasamþykktum tengdum SÞ - í kjölfar úrskurðar Alþjóðadómstóls SÞ í tengslum við umkvörtun Írans

Annað samkomulagið tengist Íran beint, samkomulag frá 1955 þar sem aðildarríki virðast hafa skuldbundið sig til að leysa deilumál í sátt og samlyndi, leita úrskurðar Alþjóðadómstóls SÞ í Hag ef deilumál standa óleyst.
--Í úrskurði Hag dómstólsins, fyrirskipaði hann Bandaríkjunum að tryggja að vörur er þjónuðu mannúðar-sjónarmiðum - bærust óhindrað til Írans.

UN court issues interim order to US to lift some Iran sanctions

"On humanitarian grounds, the US must remove by means of its choosing any impediment to the free exportation to Iran of goods involving humanitarian concerns"

Mike Pompeo ásakaði dómstólinn um pólitískan halla, kallaði úrskurðinn pólitískan - og gamla samkomulagið um Íran frá 1955 "Treaty of Amity" úrelt -- er hann lýsti Bandaríkin frá því.

US pulls out of 1955 treaty with Iran, says measures long overdue

"I'm announcing that the US is terminating the 1955 Treaty of Amity with Iran. This is a decision, frankly, that is 39 years overdue," 

John Bolton gat ekki stillt sig um að tjá sig einnig - en sama dag sögðu Bandaríkin sig einnig frá viðbótar-ákvæðum við alþjóðasamkomulag kennt við Genf - en upphaflega form þess samkomulags felur í sér almenna viðurkenningu á dyplómatískri friðhelgi, en viðbótarákvæði heimilar löndum að leita til dómstóla á vegum SÞ þar á meðal Alþjóða-stríðsglæpadómstólsins, sem einnig er rekinn frá Hag: US to pull out of provision allowing countries to take Washington to UN court

  1. "The United States will not sit idly by as baseless politicised claims are brought against us,"
  2. "We will commence a review of all international agreements that may still expose the United States to purported binding jurisdiction, dispute resolution in the International Court of Justice,"

En heimastjórn Palesínumanna, hefur leitað til alþjóðadómstólsins í Hag, en hefur auk þessa rétt til að leita til Alþjóða-stríðsglæpadómstólsins. Heimastórn Palestínumanna hefur óskað eftir úrskurði um flutning Bandaríkjanna á sendiráði sínu í Ísrael frá Tel-aviv til Jerúsalem. Þar sem að ekkert formlegt friðarsamkomulag er í gildi um lausn á deilum um skiptingu borgarinnar. Að auki að borgin er ekki skv. alþjóðasamþykktum enn viðurkennd höfuðborg -- var afar líklegt að slíkur úrskurður mundi falla Bandaríkjunum í óhag.

Bandaríkin höfðu þegar refsað heimastjórninni - með því að loka á allan fjárstuðning.

  1. "Last month, Bolton threatened to impose sanctions on International Criminal Court officials if they prosecute the US or Israel for war crimes. The Trump administration has also closed the PLO office in Washington in response to Palestinians' turning to the ICC to investigate Israeli violations."
  2. "Also headquartered in The Hague, the ICC has the power to prosecute individuals for war crimes, crimes against humanity and other violations of international law."

Með því að segja sig frá viðbótar samþykktinni við - Genfarsáttmálann, þá eru Bandaríkin ekki lögformlega skulbundin til að hlíta úrskurðum alþjóða-Hag dómstólsins, þegar kemur að deilum Bandaríkjanna við önnur ríki.

  • Bandaríkin hafa aldrei gerst aðilar að ICC "International Criminal Court" en hafa áður verið með yfirlýsingar gegn þeim dómstól -- t.d. var Bolton einnig mjög harðorður gagnvart honum í tíð George W. Bush, er hann gegndi stöðu innan þeirrar ríkisstjórnar.

Fyrir um mánuði hótaði Bolton því - að lögsækja fyrir bandarískum lögum starfsmenn og dómara ICC og að auki beita viðurlögum sérhvert það ríki -- sem leitaði til dómstólsins, ef um væri að ræða lögsókn gegn bandarískum þegn!
--Hinn bóginn, veit ég ekki til þess að í bandarískum lögum sé til lagaákvæði er mundi heimila lögsókn í slíku máli fyrir bandarískum dómstól! Það er auðvitað önnur saga!

US terminates 1955 treaty with Iran after UN court ruling

US pulls out of Vienna treaty amendment to block Palestinian lawsuit

US nixes 1955 treaty with Iran after UN court rules to lift sanctions

 

Þessi viðbrögð ættu ekki að koma sérdeilis á óvart!

En núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur harðlínu-afstöðu til allra alþjóðlegra skuldbindinga -- þá almenna afstöðu, að sérhvert yfirþjóðlegt vald sé óásættanleg inngrip í sjálfstæði Bandaríkjanna!

Bendi á að Donald Trump áréttaði þá afstöðu einnig nýverið í ræðu fyrir Allsherjarþingi SÞ - þar sem hann óskaði þess gagnvart þjóðum heims að þær virtu sjálfstæði Bandaríkjanna - sagðist á móti mundu virða þeirra.
--Ljóst af ræðu hans, að hann vísaði til skuldbindandi ákvæða alþjóða-sáttmála.

  1. Nú þegar Bolton hefur lýst því yfir að farið verði almennt yfir allar alþjóðasamþykktir sem Bandaríkin tilheyra - og hafa flestum tilvikum lengi gert!
  2. Þá virðist blasa við að líklega segja Bandaríkin sig frá fleiri slíkum.
  3. Rétt að benda á, að Bandaríkin sjálf voru á árum áður -- helstu hvata-aðilar flestra þeirra samþykkta.
  4. En Trump hefur reyndar talað um meint samsæri svokallaðrar Washington elítu gegn eigin þjóð -- í þeim orðum hefur mátt skína, að það meinta samsæri hafi staðið lengi. 
    --Reyndar hefur mér oft virst Donald Trump í slíkum orðum, hreinlega hafna því heimskipulagi sem ríkt hefur frá því rétt fyrir 1950, sem innsiglað var á sínum tíma með stofnum tiltekinna alþjóðastofnana, og fjölda alþjóða-samþykkta er samdar voru í tengslum við upphaf þeirra stofnana.
    --En eiginleg hefur mér virst hann og Bolton -- vilja leita til fyrirkomulagsins sem var áður en til slíkra stofnana var stofnað, þ.e. alþjóðakerfi án gildandi regla m.ö.o. kaos kerfis þ.s. stóru löndin hegða sér skv. eigin geðþótta - réttur hins sterka er eina reglan.
    --Auðvitað án nokkurra bindandi regla, væri þá væntanlega hið heilaga sjálfstæði Bandaríkjanna - ómengað öllu því sem bindur að utan frá. 

Rétt að taka fram að fyrri forsetar Bandaríkjanna eftir 1950 hafa flestir stutt þetta alþjóðalega reglukerfi - vegna þess að þeir hafa talið það traust sem fælist í bindandi reglum mun mikilvægara en sá hugsanlegi möguleiki, að þær reglur í einhverjum tilvikum gætu takmarkað ákvörðunar-rétt Bandaríkjanna sjálfra - í einhverjum tæknilega mögulegum tilvikum.
--Harðlínu þjóðernissinnar eins og Bolton, Pompeo og Trump sjálfur - sjá að sjálfsögðu einungis allt neikvætt við bindandi ákvæði af slíku tagi að utan, og líta framhjá öllum hugsanlegum kostum við slíkt fyrir Bandaríkin sjálf.
--Einu viðmiðin sem megi gilda, sé afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna hverju sinni, og eða þings þess.

 

Niðurstaða

Trump er það sem mætti kalla - endurskoðunarsinni. En rétt að benda á hve langt aftur hans gagnrýni nær - en hann t.d. fyrir kosningarnar 2016 gekk svo langt að gagnrýna sjálfa Marshall aðstoðina a.m.k. óbeint -- er hann gagnrýndi m.a. viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna í Evrópu um það sem hann vill meina séu ósanngjörn viðskipti, taldi það sérdeilis ósanngjarnt í ljósi þess að Bandaríkin hefðu að hans mati komið þeim löndum á lappirnar aftur. 

Síðan kvartaði hann oft yfir því sem hann nefndi samsæri elítunnar í Washington, sem hann taldi hafa fjármagnað uppbyggingu fjölda þjóða - sem síðan væru með ósanngjörnum hætti að hans mati að keppa við Bandaríkin. Hafandi í huga að V-Evr. ríki eru meðal þeirra ríkja undir slíkri gagnrýni - var hann greinilega m.a. að gagnrýna Marshall aðstoðina sem eitt hinna meintu samsæra meintrar Washington elítu gegn sinni eigin þjóð.

Fyrir utan það talaði hann gegn alþjóðaviðskiptasamningum hvers konar, taldi þá að því er maður best gat séð - alla með tölu ósanngjarna. Hann hefur einnig virst gjarnan afar gagnrýninn á alþjóðasamninga af öðru tagi er snúa oft að nauðsynlegri þjóðasamvinnu á alÞjóðavettvangi ekki endilega viðskiptatengt, þ.e. á skuldbindandi ákvæði almennt -- sem virðist tengjast þeirri sýn á Bandaríkin að ekkert megi hamla þeirra ákvörðunarrétti.

Mér virðist hann hafa ráðið þá Bolton og Pompeo til sín - vegna þess að hann sé líklegast sammála þeim, og þeir honum.

Þessir últrahaukar geta auðvitað ekki umborið nokkrar samþykktir eða úrskurði af alþjóðlegu eða fjölþjóðlegu tagi sem snúast gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna að nokkru leiti.

--Þessi afstaða gengur að mínu mati mun lengra en í tíð nokkurrar fyrri ríkisstjórnar Bandaríkjanna frá því eftir Seinna-stríð, þar með talið George W. Bush.
--Eiginlega virðist felast í afstöðu Trumps - gagnrýni á alla hans forvera eftir Seinna-stríð.

Það slæma við þessa grunn afstöðu er auðvitað að heimurinn þarf að glíma við fjölda vandamála, sem krefjast víðtækrar samvinnu landa heims -- að grafa undan slíkri samvinnu, geti hugsanlega reynst vera ákaflega skaðlegt síðar meir.

Hugsanleg nýtt Kalt-stríð væri það síðasta sem heimurinn þarf á að halda.
--Ég er eiginlega algerlega andvígur núverandi afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Íran.
--Og ég held að flutningurinn á sendiráðinu til Jerúsalem hafi verið slæmt fordæmi, þar sem hann hundsar fjölda gildandi samþykkta m.a. þeirra sem Bandaríkin sjálf undirrituðu árum áður.

Afstaða ríkisstjórnar gegn alþjóða-samþykktum, alþjóða-samstarfi og samþykkum - auðvitað auk þessa grefur undan trausti í heiminum, og auðvitað gagnvart Bandaríkjunum sjálfum -- á árum áður töldu forsetar Bandaríkjanna traust annarra hafa verðmæti.

 

Kv.


Nýtt NAFTA samkomulag virðist eftir allt saman, ekki einhliða Bandaríkjunum í hag

Það sem blasir við er að Kanada hefur náð einum afar mikilvægum árangri í viðræðum að Bandaríkjastjórn sættist á endanum við það að úrskurðarkerfi sem tilheyrir NAFTA, og um margt með sambærilegum hætti og svokallaður EFTA dómstóll -- sker út í deilum sem upp geta komið um túlkun samkomulagsins.
--Rétt að ryfja upp að Ísland vann mjög mikilvægt mál fyrir nokkrum árum fyrir EFTA dómstól í deilum um Icesave við Breta og Hollendinga -- þannig að það væri rangt að álíta slíka dómstóla, fyrst og fremst til að tryggja rétt stórfyrirtækja.
--Bendi einnig á að á sl. ári, úrskurðaði dómstóll NAFTA Kanada í hag í deilu um nýja flugvél sem kanadíska fyrirtækið Bombardier hafði hafið framleiðslu á, Lighthizer eins og frægt er hafði sett 300% toll á sölu þeirrar flugvélar innan Bandaríkjanna - í kjölfar kvörtunar Boeing um meinta ólöglega ríkisaðstöð ríkisstjórnar Kanada við Bombardier; í umfjöllun NAFTA dómstólsins um málið - féllu mál þannig, að úrskurðað var að refsitollur Lichithizers hefði verið brot á reglum NAFTA samkomulagsins -- þannig lyktaði deilu um málið með þeim hætti, að NAFTA dómstóllinn verndaði í raun og veru lítilmagnann í málinu, ekki ósvipað og Ísland upplyfði.
--Málið er að almennar reglur - óháð úrskurðarkerfi - er yfirleitt hagur hinna smærri, frekar en hinna stærri -- en Bandaríkin tel ég víst vildu losna við úrskurðarkerfið, einmitt til þess að þau gætu túlkað ákvæði samkomulagsins - statt og stöðugt sér í vil.

  • En Kanada stóð fast á sínu, greinilega á endanum sannfærði Bandaríkjastjórn - að Kanadastjórn væri fullkomin alvara um að vilja frekar, ekkert samkomulag en slæmt -- þannig að samkomulag virðist hafa náðst annars vegar með því að Bandaríkjastjórn féll frá þeirri kröfu sinni að dómstóll NAFTA væri niður lagður - og á hinn bóginn, veitti Kanada minniháttar eftirgjöf gagnvart Bandaríkjunum á sviði mjólkuriðnaðar!
  1. Þó að Kanada hafi tekist að hindra að vera gersamlega kaffært af kröfum Bandaríkjastjórnar.
  2. Þíðir það ekki, að Bandaríkjastjórn hafi ekki náð nokkrum mikilvægum breytingum fram, sem gera nýtt samkomulag um NAFTA nokkru hagstæðara fyrir Bandaríkin en áður.

How is Donald Trump’s USMCA trade deal different from Nafta?

  1. Svokölluðum upprunareglum er breytt - þ.e. áður var gildandi ákvæði að 62,5% allra íhluta í bifreiðar framleiddar innan NAFTA landa yrðu að vera framleiddir í einhverjum hinum þriggja af NAFTA löndum.
    --En skv. breyttu samkomulagi, verður krafan um 75% hlutfall íhluta framleiddir í NAFTA löndum -- þessu kvá vera ætlað að minnka innflutning íhluta frá löndum utan NAFTA frýverslunarsvæðisins. 
    --Vonast er einnig til þess, að það leiði til þess að störfum fjölgi við framleiðslu íhluta í bifreiðar í N-Ameríku.
  2. Sennilega mikilvægasta breytingin í Augum ríkisstjórnar Trumps -- risastór eftirgjöf Mexíkó, að 2/3 innfluttra bifreiða og íhluta til Bandaríkjanna frá Mexíkó - verða vera framleiddar í verksmiðjum þ.s. starfsmenn frá a.m.k. 16$ á tímann.
    --Þetta mjög verulega þurrkar út launamun í bifreiða- og íhlutaframleiðslu milli Mexíkó og Bandaríkjanna.
    --Virðist mér Mexíkó stjórn, hafa nokkurn veginn samið um - afnám launaforskots landsins gagnvart Bandaríkjunum, þegar kemur að framleiðslu bifreiða og íhluta.
    **Þetta atriði er auðvitað -- stórt prik fyrir Donald Trump.
    **Ítreka, eftirgjöf Mexíkó - en ekki Kanada, enda Kanada ekki láglaunaland.
  3. Bandaríkjastjórn - vildi fá ákvæði um takmarkaðan gildistíma NAFTA. Eftir langt samningaþóf, féll Bandaríkjastjórn fyrir nokkru síðan frá því að krefjast 5 ára gildistíma NAFTA samkomulags; þannig að það félli sjálfkrafa niður ef það væru ekki endurnýjað á 5. ári.
    --Þess í stað, féllst Bandaríkjastjórn á 16 ára gildistíma samkomulagsins,
    --En þó er endurskoðunarákvæði á 6 ára fresti.
    **Áhugavert þó, að það þíðir að fyrsta endurskoðun er eftir að algerlega öruggt er að Donald Trump er ekki lengur forseti Bandaríkjanna!
  4. Varðandi eftirgjöf Kanada á sviði mjólkurframleiðslu - virðist Kanada komast upp með að veita samskonar eftirgjöf, og Kanada hafði áður boðið - í svokölluðu "Trans Pacific Partnership" 12 þjóða samkomulagi sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá strax og hann tók við embætti í jan. 2016.
    --Það virðist mér eiginlega annað dæmi þess, að samningamenn Kanada hafi í raun og veru - staðið afar fast fyrir.
  5. í Samkomulaginu, féllust Kanada og Mexíkó á það að Bandaríkin hefðu rétt til þess að leggja einhliða 25% toll á innflutning bifreiða- og íhluta í bifreiðar skv. hugsanlegu mati Bandaríkjanna, að slíkur innflutningur ógnaði öryggi Bandaríkjanna.
    --En gegn því loforði Bandaríkjastjórnar, að Kanada og Mexíkó -- ef til þess mundi koma, yrðu undanþegin þeim tolli.
  • Trump hefur greinilega viljað það síðasta ákvæði inn, svo NAFTA samkomulagið mundi ekki binda hendur hans -- í viðskiptastríðum hans gegn löndum utan NAFTA.
    --En 25% hótunin, beinist ekki að Kína - þ.s. enginn innflutningur er enn á bifreiðum til Bandar. frá Kína, óverulegur á íhlutum.
    --Hótunin sú beinist þá að Japan annars vegar og hins vegar að ESB. 
    **Minn grunur er að Suður-Kórea verði undanskilin, því Bandaríkjastjórn virðist vera að ganga frá tvíhliða samkomulagi við það land.
    **Japan um daginn, samþykkti að hefja tvíhliða viðræður - líklega vill Trump eiga hótunina í erminni gagnvart Japan.
    **Viðræður við ESB eru einnig í gangi, ekkert hefur heyrst um gang þeirra.

En fyrst að Kanadastjórn hefur tekist svo vel að standa í samningamönnum Bandaríkjastjórnar, blasir ekki endilega við að nýtt NAFTA samkomulag veiti vísbendingar í þá átt að það stefni í að Donald Trump -- rúlli upp rest, enda mun stærri viðskiptalönd um að ræða  en Kanada sem líklega verða ekki veik á svellinu við samningaborð.

 

Niðurstaða

Mér virðist fljótt á litið stóra eftigjöfin vera af hálfu Mexíkó, þ.e. launaákvæðið er virðist stærstum hluta afnema launaforskot Mexíkó á sviði íhluta í bifreiðar og bifreiða gagnvart Bandaríkjunum og Kanada!

Hertri upprunareglu er greinilega ætlað að stuðla að fjölgun starfa innan Bandaríkjanna - óljóst er hvort að það virki. En sumir vilja meina, að sú regla ásamt launareglunni gagnvart Mexíkó - gæti leitt til þess að fyrirtæki færi í auknum mæli framleiðslu pent út fyrir NAFTA svæðið, þegar í hlut eiga bifreiðar eða íhlutir í bifreiðar. En veikleiki upprunareglunnar virðist sá að hún gildi einungis í samhengi framleiðslu innan NAFTA. Þannig að slíkar túlkanir gætu reynst réttar.

Þeirri upprunarreglu má vera að sé einkum beint að Mexíkó, eins og launareglunni klárlega var -- fyrir Kanada ætti upprunareglan ekki að vera í nokkru ógn. 

  1. Þannig að ef ég lít málið frá sjónarhóli Kanada, virðist mér Kanada hafa tekist nokkurn veginn alveg að verja stöðu sína.
  2. Sigur Trumps virðist m.ö.o. fyrst og fremst felast í eftirgjöf Mexíkó - sem rauf sig frá Kanada og hóf tvíhliða viðræður við Bandaríkjastjórn skömmu eftir kjör nýs vinstrisinnaðs forseta landsins -- það gæti verið að reynast vera all herfilegur afleikur að hafa rofið samstöðuna sem landið hafði áður viðhaldið með Kanadastjórn.

Þannig að niðurstaðan er eftir allt saman ef til vill sigur Justin Trudeau og Chrystia Freeland utanríkisráðherra Kanada, sem virðist hafa tekist að standa í Donald Trump og Robert Lighthizer.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband