Pentagon skýrsla telur nauðsynlegt að bandaríska ríkið standi fyrir skipulagðri iðnaðaruppbyggingarstefnu

Nokkur fjölmiðla-athygli hefur beinst að skýrslu sem Pentagon lagði fyrir bandaríska þingið að því er virðist fyrir einhverjum mánuðum síðan, ég held a.m.k. þetta sé rétta plaggið: Fiscal Year 2017 - Annual Industrial Capabilities. Plaggið er greinilega dagsett mars sl. 

Pentagon er auðvitað fyrst og fremst að skoða málið frá öryggissjónarmiðum - m.ö.o. þar sem að vopnabúnaður í dag er hátæknibúnaður búinn flóknum tölvum og hugbúnaði sem einnig er ærið flókinn.
--Pentagon m.ö.o. vekur athygli á því, á hve mörgum sviðum getu Bandarískra fyrirtækja til að bjóða upp á vörur í þeim vöruflokkum sem Pentagon þarf á að halda - hafi hnignað.
--Í nokkrum mikilvægum vöruflokkum, sé Kína nú drottnandi aðili á markaði.

  • Í tilvikum sé ekki til bandarískt fyrirtæki er hafi getu til að bjóða upp á það sem Pentagon vanhagi.
    --Til staðar séu tilvik, þ.s. einungis Kína virðist geta ráðstafað viðkomandi hátækniafurð.

Trump attacks Chinese control of military supply chains

US Military Study Aims to Lessen Reliance on Chinese Imports, Strengthen US Industry

Pentagon report will reveal military's dependence on Chinese components

Fyrir skömmu vakti Pentagon einnig athygli á veikleika hvað varðar aðgengi að sjaldgæfum málmum svokölluðum: China Dominates Rare Earth Minerals Supply to Sabotage US Military, According to Upcoming Pentagon Study

Inn í þessa umræðu má leggja sjokkerandi skýrslu sem Bloomberg vefurinn hefur birt:
How China Used a Tiny Chip to Infiltrate U.S. Companies. Skv. því sem haldið er fram, var sett lítil örflaga í móðuborð er voru seld til nokkurs fjölda bandarískra fyrirtækja, þarna er einungis málið skoðað út frá sjónarhóli Bandar. -- En því má sannarlega velta upp hvort slík örflaga var einungis sett inn í móðurborð til þeirra tilteknu fyrirtækja. 

--Auðvitað sú almenna aðvörun að ég sel málið ekki dýrar en ég keypti.
--Þó ég geti ekki nefnt sérstaka ástæðu, þannig séð sé ég ekkert sem bendi til þess að þetta geti ekki verið rétt.

 

Það sem Pentagon virðist leggja til, tóna skv. minni þekkingu sem - klassísk iðnaðarstefna, vísu með hergagnaiðnaðarfókus!

Eitt áhugavert atriði í skýrslunni - sbr. bls. 14 - að virðist sem Pentagon hafi ákveðið sl. ári að bjóða fulltrúum Kanada, Bretlands og N-Írland, ásamt Ástralíu - á fundi sem fram til þessa hafa einungis farið fram með fulltrúum - bandarískra fylkisstjórna.
--Skv. því hefur Mattis ákveðið að skilgreina þau lönd sem hluta af þeim sarpi sem Pentagon leitar reglulega til.

Áhugaverður texti bls. 61.

"Since 1996, the global market for semiconductors has grown from $132 billion to $339 billion in 2016. The Asia Pacific market outside of Japan accounts for the vast majority of this growth. This market has quintupled in size from approximately $39 billion to $208 billion in 2016, including a $107.6 billion market in China alone (~9% increase over 2014). Asia, where much of electronics production takes place, is by far the largest customer of U.S. semiconductor companies, accounting for approximately 65% of all U.S. sales. Sales to China alone account for slightly more than 50% of these. U.S. companies continued to hold a majority of the Chinese semiconductor market in 2016 with a 51% share, marking a drop from 56% seen in 2015.43 Clearly, maintaining access to the Chinese market is a critical concern for U.S. semiconductor companies."

Ég verð að gera ráð fyrir því að Mattis hafi lesið þetta yfir.
En þetta t.d. virðist ekki beinlínis tjá þá sögu - að viðskiptastríð við Kína sé skaðlaust fyrir Bandaríkin.

Í dag er það sérstaklega á sviðum upplýsingatækni - að varan er gjarnan framleidd í Kína, einmitt vegna þess að Asía ásamt Kína er orðinn megin markaður. Eins og þarna kemur fram, geta fyrirtækin samt verið bandarísk þó þau framleiði í Kína.

  1. Vandamálið sem ítrekað er bryddað upp á, er sá vandi að viðhalda þeim iðnaði sérstaklega á sviðum flókinnar upplýsinga- og tölvutækni, svo Bandaríkin haldi áfram getu til að þróa tæki sem notast við slíka tækni -- t.d. flókna radara, herflugvélar og landtæki sem í dag eru alltaf með flókinn tölvubúnað.
    --Eins og kemur fram, þurfa upplýsingatæknifyrirtæki að nota um 30% af sínum tekjum, í rannsóknir og þróun.
    --Hvergi sé samkeppnin harðari.
    **Þessi mikli þróunarkostnaður, leiði til sameininga - og auki tíðra gjaldþrota.
  2. Það virðist ítrekað bryddað upp á sambærilegu úrræði - að yfirvöld verji fjármagni í samvinnu við þau fyrirtæki sem fá skilgreininguna -- öruggur birgi.
    --Svo þau treysti sér til þess að halda áfram í gangi þróunarferlum, þó svo að Pentagon sé ekki endilega með sérstakt prógramm í gangi þá stundina.
    **Annars gæti verið þau réðu ekki yfir þeirri getu sem Pentagon þyrfti á að halda, þegar næst væri þörf á að endurnýja tiltekinn búnað. 
  3. Eitt úrræðið sem ítrekað kemur fram, en nefnt fáum orðum í nokkrum köflum - er stuðningur við þjálfun nýs starfsliðs, ásamt samvinnu við menntastofnanir - um viðhald tiltekinna þekkingarprógramma, svo unnt sé að útvega nýja starfsmenn með viðkomandi þekkingu innan Bandaríkjanna.
    --Augljóslega þó svo það standi ekki skýrum stöfum, felur það í sér fjármagn.

Þar sem þörf hergagnaiðnaðarins nær yfir svo mörg svið, vegna þess að í framtíðinni verður allur búnaður með háþróaðan tölvubúnað - háþróaðan hugbúnað -- það þarf auðvitað að auki að smíða vélbúnaðinn sjálfann, allt sem hreyfist og hreyfla.
--Aðgengi að réttum efnum er ekki síður lykilatriði er margt annað.

  1. Þá virðist mér blasa við, að margt í þessum hugsanlegu hættum - myndast ekki endilega, nema að Bandaríkin lendi í átökum við eitthvert þeirra landa; sem eru birgjar.
  2. Í einhverjum fjölda tilvika, er Kína birgi þegar kemur að tilteknum lykil-efnum, og í fjölda tilvika þegar kemur að framleiðslu hluta sem notaðir eru í tölvubúnað.

Þarna er kannski komin ástæða fyrir Donald Trump - til að stíga varlega til jarðar.

Eitt dæmið sem kemur við sögu - er lykilefni sem notað er í efnasamband er nýtt er til framleiðslu eldflauga er notast við fast eldsneyti, eiginlega risarakettur - er skotið er á loft með hátækni formi af sprengiefnum.
--Eitt af þeim efnum sem notast er við kemur frá Kína, og þ.e. þessa stundina eini birginn í heiminum.
--Nefnt er, möguleg truflun þegar kemur að geimskotum --> Þó rétt sé að nefna, að tæknilega gæti Pentagon svissað yfir á aðra tækni, þá sem áður var notuð, þ.e. vökva-eldsneyti.

 

Niðurstaða

Rétt að benda á að upphaflega var iðnstefna stjórnvalda á meginlandi Evrópu - fyrst og fremst hergagnaiðnaðartengd, sbr. uppbygging þungaiðnaðar svo unnt væri að framleiða stærri fallbyssur - meira af þeim, og nóg af stáli í hertól hverslags.
--Útbreiðsla lestakerfa var upphaflega með fókus á að flytja með skilvirkari hætti en áður var hægt, til allt hafurtask það sem til þarf til hernaðar.
Auðvitað gagnaðist sú uppbygging einnig hagkerfunum, skilvirkari flutningar elfdu hagkerfin stórfellt - iðnaðurinn gat framleitt miklu mun fleira en hertól.
--Þetta er orðið miklu mun flóknara í dag!

Í dag er tækni svo óskaplega kostnaðarsöm í þróun, að það hefur leitt til myndunar risafyrirtækja með hnattrænan skala -- þ.e. þróunarkostnaður vs. samkeppni, hefur leitt til sameininga sem skapað hafa fyrirtæki sem selja milljónir eintaka ár hvert af sínum tækjum.
--Fyrirtækin hafa verið að framleiða, þ.s. markaðinn er einkum að finna!

Hlutföll sem koma fram í skýrslunni eru áhugaverð, sbr. markaðurinn fyrir örgjörva í heiminum 339ma.$ á sl. ári, í Kína einu 107,6ma.$ á sl. ári. Um 60% heimframleiðslu örgjörva er enn á hendi bandarískra fyrirtækja, örgjörvar ein mikilvægasta útflutningsafurð Bandar.

En það þíðir ekki að Bandar. geti bara lokað á útflutning örgjörva - en Bandar. eru háð gjarnan búnaði er notar þá örgjörva sem framleiddir er í Kína!
--Sem segir þá sögu, að heimurinn er orðinn svo flókinn, að það verður ekki heyglum hent að ætla sér að - - endurskipuleggja það allt frá grunni.

  • Í besta falli sé það langtíma-stefna þ.s. mér virðist koma fram í skýrslunni sem vitnað er til.

Það hefur verið margsinnis bent á í gegnum árin að Bandaríkin þurfa að efla sitt menntakerfi, svo það betur þjóni iðnaðinum í eigin landi -- um það geta Bandaríkin um margt lært af löndum sbr. Japan - Suður-Kórea - V-Evrópu að auki.
--Þar sem skipulögð menntastefna á vegum stjórnvalda, viðheldur í náinni samvinnu við atvinnuvegi, kerfi sem leitast við að tryggja sem öruggast flæði þeirrar þekkingar sem til þarf.
--Kaldhæðið að bandarískir hægri menn hafa lengi verið andvígir slíkri samþættri menntastefnu á sambærilegum skala --> Kostnaður er auðvitað gríðarlegur.
**Þetta verður ekki gert án hærri skatta!

Trump hefur að því leiti rétt fyrir sér, að önnur lönd beita - iðnaðarstefnu fyrir vagn sinn, og sú framtíðar stefna Kína sem oft er vísað til -- opinber stefna um drottun Kína í nokkrum mikilvægum greinum.
--Ákaflega metnaðarfull stefna, þó hún hafi slík markmið, er það ekki sama að þau náist.
**Miðað við það hve oft skýrsla Pentagon virðist tala um samvinnu við fyrirtæki í iðnaði, til að tryggja aðgengi að þekkingu til framtíðar - og hve margra greina iðnaðar það nær til.

Þá hljómar þetta sem -- iðnþróunar-stefna, þó það sé ekki a.m.k. enn þannig fram sett.
--En slík stefna kostar einnig gríðarlegt fé.

  1. Ein augljós útkoma úr slíkri greiningu, væri að Bandaríkin elfdu samvinnu við mörg þeirra landa, er ráða yfir einhverjum þeirra lykilþátta sem eru greindir.
    --Greinilega gæti slíkt sparað mikið fé, samanborið við það að Bandaríkin skapi þá getu úr kannski engu hjá sér.
  2. Í þeim tilvikum þ.s. stefnt er hugsanlega í átök við land sem er lykilbirgi á einhverjum sviðum -- þá greinilega stendur Pentagon fyrir fyrirsjáanlegum aðlögunarvanda.
    --Því getur augljóslega fylgt verulegur kostnaður - fyrir utan að í einhverjum tilvikum t.d. þar sem um er að ræða efni grafin úr jörðu, þarf að leita þau uppi annars staðar.
    **Spurning hvort það leiði til nýs kapphlaups um Afríku?
    --En einnig hugsanlega til þess, að ærnum kostnaði þyrfti þá að verja til þess að endurskapa í einhverjum tilvikum einhvern hluta framleiðslu-iðnaðar.
    **Slíkt er ekki eins auðvelt og var á 19. öld en í dag stendur oft að baki þeim sem starfa í hátæknigreinum -- miklu meira en áratugur af menntun.

Ein hugsanleg lausn er einfaldlega að bakka frá stefnu sem gæti leitt til slíkra vandræða.
Sbr. að draga verulega í land í viðskiptastríði við eitt tiltekið land.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband