Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
30.9.2015 | 02:23
Það væri afskaplega heimskulegt af Evrópu og Bandaríkjunum, að taka tilboði Pútíns um stuðning við bandlags hans við Íran, Sýrland og Írak
Vandamálið er að Pútín býður þar með hverri þjóð sem gengur til liðs; þátttöku í trúarstríði milli fylkinga Shia Íslam og Súnní Íslam, í Mið-Austurlöndum.
En trúarstríð er það hvað átökin í Írak og Sýrlandi hafa verið síðan 2014.
- En vandi við það að ganga til liðs við, annan aðilann er þátt tekur í trúarstríði.
- Er að þá færðu hinn aðilann óhjákvæmilega upp á móti þér.
Af hverju það væri - afskaplega heimskulegt af Evrópu að styðja áætlun Pútíns, hefur með það að gera - - að:
- Meirihluti Múslima er býr innan Evrópu, eru Súnní Íslam. Rökin eru einföld, að ef Evrópa mundi taka þátt í átökum, sem unnt væri að túlka sem - árás á trúna, eða, um árás væri að ræða er væri sérstaklega beint gegn Súnní Múslimum. Þá væri það vatn á myllu hvers kins öfga afla, er mundu höfða til reiðra Múslima í Evrópu. Augljós hætta tengd hryðjuverkum. En allir Jihadist hóparnir eru Súnní í átökunum innan Sýrlands.
- Nær allir íbúar N-Afríku eru Súnní Íslam, mjög fáir kristnir, engir Shia Íslam. Eins og við höfum veitt athygli í ár - þá er ekki svo erfitt að sigla yfir Miðjarðarhaf, stystu leið frá N-Afríku. Það þarf varla að taka fram - að hætta á smygli á hryðjuverkamönnum, gæti vaxið og það verulega, ef Evrópa mundi taka þátt í átökum - sem margir Súnní Múslimar væru líklegir að álíta - árás á trúna.
- Einfalt mál, Evrópa á alls ekki að snerta á þessu máli með neinum beinum hætti.
- Það snýst ekkert um að vera á móti Pútín - rökin ofannefnd, duga ein og sér.
Að sjálfsögðu þá hafa Bandaríkin gríðarlega hagsmuni í Arabaríkjum við Persaflóa.
Það síðasta sem þau mundu hafa áhuga á, er að taka - hina hliðina í átökum, sem bandalags ríki Bandar. v. Persaflóa eru - þátttakendur í.
Bandaríkin geta því klárlega ekki, eigin hagsmuna vegna, tekið tilboði Pútíns.
Putin pushes to expand Syria alliance
"Mr Putin told Russian media that the centre, first revealed late last week, was open to representatives of all countries that are interested in combating terrorism, according to a transcript released by the Kremlin on Tuesday."
Það mundi auðvitað henta honum mjög vel.
Ef önnur lönd, mundu ganga í lið með tilraun Pútín, til að halda Assad á floti.
- En Rússland á flotastöð í Sýrlandi, sem Pútín vill halda.
- Og Rússland á réttindi á nýtingu á olíu og gasi í lögsögu Sýrland, sem Rússland enn ekki hefur nýtt sér - en geta verið mikils virði í framtíðinni.
- Ekki láta sér detta í hug annað, en að Pútín sé að þessu skv. hans mati á hagsmunum Rússlands.
- Þ.e. hann sé búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að Sýrlands stjórn - riði til falls.
Og það borgi sig fyrir Rússland, að veita henni stuðning. - Ef einhver 3-aðili bætist í púkkið, þá minnkar það tilkostnað Rússlands.
Ég er algerlega viss um - að engar líkur eru um að tal Pútíns um -bandalag gegn ISIS- sé í reynd hans tilgangur, þetta snúist um að -tryggja hagsmuni Rússlands- sem séu þeir að stjórn Assads falli ekki.
Á hinn bóginn - henti það honum í áróðurs skyni, að nefna þetta bandalag gegn ISIS.
En ekki sem það er, sérstakt hagsmunabandalag um að -halda Assad á floti.
En Assad er einnig mikilvægur fyrir Íran.
Og ég get séð það henta Íran, að hafa bandamann í Sýrlandi - sem sé algerlega háður Íran.
Sem væntanlega þíðir, að sá bandamaður -fer í einu og öllu eftir vilja Írans.
Ekki má heldur gleyma, að í gegnum Sýrland - hefur Íran aðgang að Lýbanon, og þangað í gegn liggja samgöngu til Hesbollah bandamanna Írans í Lýbanon, sem hafa reynst Íran sérlega hentugir og notadrjúgir bandamenn.
Stuðningur Írans + Rússlands - snúist eingöngu um hagsmunamat þeirra landa.
Niðurstaða
Eins og ég rökstyð, þá væri það afar slæm hugmynd fyrir bæði Evrópu og Bandaríkin, að ganga til stuðnings við -stuðningsherferð Írans og Pútíns við Assad. Ég þekki vel þau rök, að það sé nauðsynlegt að styðja Assad, vegna stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Ég hafna aftur á móti þeim rökum. En ég bendi á, að það sé Assad sjálfum að kenna að það sé borgarastríð í hans landi, og að auki að ISIS skuli hafa orðið að því veldi sem það er.
En eins og ég hef áður rökstutt, þá hafði Assad stefnuglugga þegar -arabíska vor mótmælahreyfingin spratt upp- og barst til Sýrlands sumarið 2011, í formi útbreiddra götumótmæla óvopnaðs almennings - - > Til að semja við mótmælin meðan að þau enn voru óvopnuð. Hann hefði getað boðið aðra valdaskiptingu í landinu og ég tel sennilegt að slíkt samkomulag hafi verið mögulegt - þá.
En eftir að búið er að drepa 300þ. manns, og skapa 12 milljón flóttamenn.
Sé slíkur möguleiki ekki lengur fyrir hendi.
Varðandi ISIS, þá hefði það aldrei orðið að nokkru ef ekki hefði skollið á borgarastríð innan Sýrlands. En það var það stríð einmitt er skóp tækifæri ISIS til þess að byggja sig upp og verða að því veldi sem ISIS í dag er.
Assad m.ö.o. sé því megin sökudólgurinn um það að ISIS varð að þeirri hættu sem ISIS er, og að borgarastríð skall á - - > En eins og þekkt er, skipaði hann herlögreglu að skjóta á óvopnaða mótmælendur, hundruð létu lífið.
Ég verð að gera ráð fyrir að reiðibylgja hafi gengið í gegnum þjóðfélagið.
Afleiðing hennar kom síðan fram, þegar uppreisn braust út innan hersins, og svokallaður "Frjáls sýrlenskur her" reis upp.
Það að um var að ræða uppreisn hluta hersins - var hvers vegna átökin urðu þegar í stað svo óskaplega hörð, en það þíddi að uppreisnin var strax vel vopnuð og samtímis að þeirra liðsmenn höfðu herþjálfun.
Þess vegna mistókst Assad að brjóta hana á bak aftur.
Ári síðar fóru margvíslegir Jihadist hópar að mæta á svæðið.
- Mín samúð með Assad er m.ö.o. nákvæmlega engin.
- Ég set á hann, alla ábyrgð á dauða 300þ. manns, og 12 milljón fólks sem er í dag heimilislaust.
Assad sé skrímsli.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2015 | 23:27
Við getum öll verið frá Mars
Skv. fréttum hefur NASA tekist að safna frekari gögnum sem - virðast sterklega benda til þess að vatn renni á Mars, í skamma stund - við og við, á Mars dagsins í dag:
NASA Confirms Signs of Water Flowing on Mars, Possible Niches for Life
Liquid water exists on Mars, boosting hopes for life there, NASA says
NASA finds evidence of recent flowing water on Mars
Nasa scientists discover briny water on surface of Mars
" Credit Jet Propulsion Laboratory/University of Arizona/NASA"
"In a paper published in the journal Nature Geoscience, scientists identified waterlogged molecules salts of a type known as perchlorates on the surface in readings from orbit."
Um virðist að ræða -saltpækil- eða "brine" m.ö.o. vatn sem er með mjög háu salt innihaldi.
Myndir með rákum af þessu tagi - - hafa sést á myndum frá Mars sl. 20 ár, en það sem er nýtt í þessu - - er að tekist hefur að greina tiltekin efnasambönd, með mjög nákvæmri litrófsgreiningu.
Þeir segjast hafa beitt - nýjum aðferðum við þá litrófsgreiningu, sem hafi skilað hinum nýju gögnum.
Þau efnasambönd séu sönnun þess, að í þeim tilteknu rákum sem unnt var að greina með slíkri nákvæmni - hafi sannarlega í örskamma stund, runnið ofur salt vatn.
Það sem þetta sýnir fram á, er að - vatn er til staðar á Mars.
Ekki fyrir milljörðum ára, heldur í dag. Þó í afar lítlu magni - sennilega undir yfirborðinu.
"The perchlorate salts lower the freezing temperature, and the water remains liquid.
Vatnið getur runnið í þessum saltpækli þrátt fyrir að hitinn fari ekki upp fyrir -70°C.
"Christopher P. McKay, an astrobiologist at NASAs Ames Research Center in Mountain View, Calif., does not think the recurring slope linae are a very promising place to look. For the water to be liquid, it must be so salty that nothing could live there, he said. The short answer for habitability is it means nothing, he said." - "He pointed to Don Juan Pond in Antarctica, which remains liquid year round in subzero temperatures because of high concentrations of calcium chloride salt. You fly over it, and it looks like a beautiful swimming pool, Dr. McKay said. But the water has got nothing."
Þetta virðist auka líkur á tilvist lífs á Mars!
Þó vatnið á þessum stað, sé ofur salt - er óvíst að svo sé alls staðar. Og þ.e. vitað að á Mars er fullt af frosnu vatni - þ.e. ekkert útilokað að til staðar séu á Mars, vökvi undir ís.
Það getur einnig verið, að rakur jarðvegur finnist ofan á ís-undirlagi, og síðan þurrari lög þar ofan á.
Lífið á Jörðinni finnst á svo ótrúlega erfiðum stöðum, víða hvar.
Svo þ.e. sannarlega ekki unnt að slá neinu föstu um það, að Mars sé sannarlega gersamlega líflaus.
En það held ég reiknar enginn með öðru, en því að eingöngu sé um að ræða einfrumungs örverur.
An af hverju segi ég - Jarðarbúa geta verið Marsbúa?
Það hefur verið sýnt fram á, að -fræðilega- getur líf borist frá Mars til Jarðar.
Life's Rocky Road Between Worlds
Þessi grein gefur ágæta lýsingu á þessum hugmyndum.
Líklegasti tíminn fyrir Jörðina til að hafa fengið líf frá Mars, er sennilega þegar Jörðin var ung, og Mars einnig - í árdaga Sólkerfisins.
En vegna þess að Mars er smærri, þá kólnaði yfirborð hans á undan, og það er vitað - að á því tímabili, hafði Mars eins og Jörðin, segulsvið og höf á yfirborðinu.
- Ef sú kenning er rétt um myndun Tunglsins, að það hafi myndast í kjölfar risastórs áreksturs Jaðar við aðra plánetu á stærð við Mars.
- Þá hefur sá árekstur gersamlega - eytt öllu lífi er þá kann að hafa verið til staðar á Jörð. Þar sem orkan af árkestrinum hefur gert stóra hluta yfirborðs Jarðar að risastóru hraun-hafi.
Líklegasti tíminn fyrir Mars-líf á yfirborði.
Er einmitt í árdaga Sókerfisins, þegar Mars hafði höf á yfirborði, og segulsvið - því þykkan lofthjúp.
Ósennilegt er að það líf hafi náð að verða sérlega þróað, enda voru höfin á Mars ekki til mikið lengur en í rúman milljarð ára.
En málið er, að einmitt helsti möguleikinn liggur í gegnum - örverulíf.
Því örverulíf er nægilega hart af sér, til þess að það getur lifað af í formi svokallaðra gróa, þegar það getur legið í dvala í langan tíma.
Gró hafa fundist á Jörðinni, úr mörg þúsund ára Jarðlögum.
Sem hefur ræktast úr - lifandi örverur. Sem hafa þá legið í dvala, enn lifandi.
Þetta er því algerlega mögulegt.
Þó það virðist afa harkaleg aðferð sannarlega, þ.e. smástyrni rekst á Mars, þeytir upp fullt af grjóti - megnið fellur aftur á Mars, en hlutfall sleppur úr þyngrarsviði Mars, og lágt hlutfall af því - nær alla leið til Jarðar, og í lágu hlutfalli þeirra loftsteina nær gró að lifa af ferðina.
En þ.e. alveg nóg, til þess að t.d. á nokkrum milljónum ára, eftir risa áreksturinn við plánetu á stærð við Mars - - kann líf að hafa náð að berast til Jarðar frá Mars.
Niðurstaða
Það er nefnilega málið, að ef menn finna líf á Mars. Þá er það sennilega ekki algerlega óskilt Jarðar lífi, eins og margir halda. Tæknilega er það hugsanlegt fyrir líf að berast til Mars frá Jörð - með sama hætti. Á hinn bóginn, þá er auðveldar þyngdaraflslega séð fyrir grjót sem þeytt er út í geim af plánetu - - > Að berast í átt til Sólar.
Jörðin er Sólarmegin við Mars eftir allt saman.
Kv.
28.9.2015 | 00:19
Stjórnvöld Spánar sennilega fegin því að sjálfstæðissinnaðir Katalónar náðu ekki meirihluta atkvæða
Um nokkurt árabil nú, hafa katalónskir sjálfsstæðissinnar, haldið á lofti kröfum um sjálfstæði héraðsins. En nú um nokkurt árabil, hefur héraðinu verið stjórnað af þeim.
Á hinn bóginn, virðist afstaða íbúa héraðsins - volg, fremur en heit.
Og stór hluti deilna héraðsstjórnarinnar við Madríd, virðist snúast um deilur um skiptingu skatttekna - en Katalónía er ívið ríkari en meðaltal Spánar, og skattamál hafa því sérstaklega síðan efnahagskreppa hófst á Spáni, og kröfur um sparnað um útgjöld héraðsstjórna urðu stífar, þegar stjv. Spánar urðu að minnka hallarekstur og skuldasöfnun - - orðið hitamál.
Catalan Separatist Parties Win Narrow Majority in Regional Elections
Victorious Catalan separatists claim mandate to break with Spain
Independence parties win in Catalonia but fall short of overall victory
Áhugavert að bera saman nálgun yfirvalda Spánar og ríkisstjórnar Bretlands
Eins og við þekkjum, þá heimiluðu bresk yfirvöld að almenn atkvæðagreiðsla um sjálfstæði færi fram í Skotlandi - og eins og allir ættu að muna, þá vann "Nei."
Bresk stjórnvöld gáfu skýrt til kynna, að niðurstaðan hver sem hún mundi verða, yrði virt.
Aftur á móti, hafa spænsk yfirvöld ekki tekið í mál, að sambærileg atkvæðagreiðsla fari fram í Katalóníu - og Stjórnlagadómstóll Spánar hefur úrskurðað í málinu, að héraðsstjórn Katalóníu sé ekki heimilt skv. spænskum stjórnlögum, að halda almenna atkvæðagreiðslu í andstöðu við stjórnina í Madríd.
Það þíðir m.ö.o. að þá getur Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, látið handtaka héraðsstjórnina - ef hún gerði slíka tilraun.
Sent herlögreglu inn í héraðið, til að gera kjörgögn upptæk, loka kjörstöðum, o.s.frv.
Einhvern veginn, efa ég ekki að Rajoy mundi það gera.
- Þessi þvermóðska spænskra stjv. að sjálfsögðu - skapar þann möguleika, að átök verði um málið.
- Það getur auðvitað verið, að stjórnendur héraðsins - með sinn endurkjörna hreina þingmeirihluta, en ekki skv. meirihluta atkvæða allra íbúa.
- Geri tilraun til þess að halda málinu með einhverjum hætti til streitu.
En það yrði þá sennilega leikur að vissum eldi - því um leið og þeir stíga yfir línuna, lætur Rajoy örugglega handtaka þá - ákæra, landráð.
Það getur vel verið, að þeir leggi ekki í það, að stíga það skref - sem sennilega leiddi til handtöku, og réttarhalda.
En ef þeim er alvara með að berjast fyrir sjálfstæði - ættu þeir að vera til í slíkt.
Fangelsaðir gætu þeir með vissum hætti, tekið sér hlutverk píslarvotta.Fangelsun þeirra, gæti haft umtalsverð áhrif til stuðnings þeirra baráttu - ef þeir þora.
En mig grunar í reynd að á hólminn komið, þori þeir ekki.
Niðurstaða
Nú hefur kosningin farið fram, og sjálfsstæðissinnaðir Katalónar náðu hreinum meirihluta þingmanna á héraðsþinginu. En ekki hreinum meirihluta atkvæða kjósenda. 48,5% dugar ekki alveg, þegar þeir voru að tala um kosninguna sem nokkurs konar almenna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
Það sennilega þíðir, að Rajoy mjög líklega metur að stuðningur við sjálfstæðismálið í Katalóníu sé ekki slíkur, að honum sé ekki óhætt - að stíga harkalega á sjálfsstæðissinna.
Ef þeir brjóta spænsk stjórnlög skv. áliti þess dómstóls sem er ca. 2ja ára gamalt.
Möguleikinn á átökum er þó til staðar - vegna þrjósku spænskra stjórnvalda, er alveg mögulegt að mál feti slíkan farveg. En þ.e. þó samt ekki endilega víst að líkur í þá átt séu miklar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2015 | 22:15
Rússneskir fjölmiðlar segja Rússland, Íran, Írak og Sýrland - mynda nýtt hernaðarbandalag í átökum í Mið-Austurlöndum
Ég fjallaði nýlega um hugsanleg áform Rússlands í Sýrlandi: Verður Sýrland - Víetnam Pútíns?. En ef marka má fréttir rússneskra fjölmiðla á laugardag, þá ætlar Rússland að mynda formlegt bandalag við Íran - Hesbollah og stjórninar í Damaskus og Bagdad.
- Rússneskir fjölmiðlar kalla þetta - bandalag gegn ISIS.
- Þetta getur bent til þess, að Rússland hugi á - stórfellda innkomu í átök þau sem Íran stendur í, ásamt bandamönnum sínum - ríkisstjórnunum í Bagdad og Damaskus.
Hezbollah welcomes Russian buildup in Syria, says U.S. has failed
Russian media say Moscow is coordinating anti-Isis fight
Gæti þetta orðið eins stórt of 30 ára stríðið í Evrópu á 17. öld?
Mjög margir eru haldnir stórfelldum misskilningi um það - hvers konar stríð er í gangi þarna í Sýrlandi. En ég nota líkinguna við 30-ára stríðið, þ.s. orrustur voru einkum háðar innan núverand Þýskalands, til skýringar.
- En í 30-ára stríðinu, tókust á helstu stórveldi Evrópu þess tíma.
- Og að auki, skiptust þau í 2-fylkingar eftir trúarbrögðum.
Að því leiti er þetta svipað í Sýrlandi:
- Þ.e. á annan kannt höfum við Shíta fylkinguna - > Íran, Hesbollah og ríkisstjórn Sýrlands þ.s. stjórnar minnihlutahópur Alavíta, sem er sértrú innan Íslam, og hefur gengið í bandalag við Íran til að halda velli.
- Síðan er það, Súnní fylkingin, Saudi Arabía og Flóa Arabar.
Fyrir utan, ekki enn stríðs-þátttakandi, á Saudi Arabía mikilvægan bandamann í Egyptalandi.
- "Ria Novosti, Itar-Tass and Interfax on Saturday cited anonymous military-diplomatic sources in Moscow claiming that representatives of the four countries general staffs would collect, analyse and share intelligence in the Iraqi capital and redistribute operative information to the respective armed forces."
- "The structure will be headed by officers from Russia, Syria, Iran and Iraq for three months at a time on a rotational basis, according to Ria Novosti."
Vegna þess að rússnesku fréttastofurnar, tala á þeim grunni, að Rússland ætli í formlegt bandalag - - til stuðnings bandamönnum Írans í Mið-Austurlöndum
Þá virðist mér það gefa vísbendingu um það að Rússland sé þar með - með formlegum hætti. Gengin í lið með Íran - í átökum Írans við Saudi Arabíu og Flóa Araba.
Eins og ég nefndi síðast - > Að þegar átök hófust í Sýrlandi 2011, þá virðist sem að Saudi Arabía og Flóa Arabar, hafi séð tækifæri til þess að gera sínum erkifjanda - Íran, alvarlega skráveifu.
Eins og við þekkjum, virðist að Saudi Arabía og Flóra Arabar, dreifi vopnum og peningum, til nánast hvers þess - er tilbúinn er að berjast innan Sýrlands, gegn stjórninni í Damaskus.
Það hefur síðan 2012, skapað það ástand, að til staðar er kraðak margvíslegra Jihadist hópa, sem fá fjármagn og vopn frá Saudi Arabíu og Flóa Aröbum.
Meðan að á móti, frá 2013 hefur Íran kallað til bandamann sinn, Hesbollah - til að berjast við hlið herliðs stjórnarinnar í Damaskus.
- Mig hefur grunað, að Saudi Arabía og Flóa Arabar - styðji ISIS á laun, vegna þess hvernig innkoma ISIS 2013, fyrst inn í átökin í Sýrlandi.
- Síðan innkoma ISIS inn í Írak, með innrás ISIS samtakanna í Írak 2014 - - > Hefur vegið að vígsstöðu bandamanna Írans í báðum löndum, þ.e. ríkisstjórnanna í Bagdad og Damaskus.
- Saudi Arabar hafa þó alltaf neitað því, að styðja eða hafa stutt ISIS.
Spurninging er þá - hvað mikið ætlar Pútín að gera?
Hann gæti haldið afskiptum á því róli, að senda vopn til Damaskus stjórnarinnar - hafa þar fámennar sérsveitir til að aðstoða stjórnarherinn við það að skipuleggja sig, safna fyrir hann upplýsingum um víggstöðu og hreyfingar andstæðinga, og við þjálfun nýrra hermanna.
Hann gæti ákveðið að afskipti af átökum í Írak - væru í sama karakter.
______________
Eða hann gæti sent inn fjölmennt herlið.
- Áhættan sem hann getur verið að taka, er að lenda eins og Bandaríkin á sínum tíma lentu í, innan Víetnam.
- Í stríði sem étur upp fjármagn stjv. Rússland, vopn og hermenn.
- Án þess að leiða fram - nettó ábata.
Eins og ég benti á síðast - þá gæti stór innkoma Rússlands. Aukið hættuna á því að þessi átök, þróist með líkum hætti og 30 ára stríðið á sínum tíma gerði í Evrópu.
En hingað til, hefur Saudi Arabía og Flóa Arabar - ávalt verið til í að mæta aðgerðum Írans, með vopnasendingum og peningum.
Spurning þá, hvað Saudi Arabía og Flóa Arabar gera í framhaldinu, ef Pútín hefur eigin herför í Mið-Austurlöndum.
Mér virðist algerlega augljóst - að með stórri innkomu, taki Pútín stórfellda áhættu. Með sambærilegum hætti, þegar Bandaríkin snemma á 7. áratugnum fóru í vaxandi mæli að senda hermenn til S-Víetnams.
En ég er á því, að líkur séu umtalsverðar á að, Saudi Arabía - mæti innkomu Pútíns. Með því að leggja inn aukið fé og vopn - til að fjölga í liði Súnní Arab Jihadista er berjast við stjv. í Bagdad og Sýrlandi.
- Svo eins og ég benti á, þá er rússn. her - Kristinn.
- Líklegt að áróðurs meistarar Sauda og Jihadista, mundu tala um - krossferð, gegn Súnní Múslímum í Mið-Austurlöndum.
Ég segi eins og er - að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að þessi átök komi til með að stækka.
Niðurstaða
Hvað gæti gerst ef átökin í Sýrlandi og Mið-Austurlöndum, mundu stækka og þróast í átt að verða að svokölluðu -regional war- eða Mið-Austurlanda stríði?
Það augljósa er - - stórfjölgun flóttamanna.
Það verður að koma í ljós, hve mikið Pútín ætlar að gera.
En á næstunni mun hann funda með Obama, um átökin í Mið-Austurlöndum.
Ég tel það afar ósennilegt að Obama sendi herlið til Mið-Austurlanda, til að berjast við hlið með Rússum.
En Obama hefur t.d. hingað til hafnað að senda her til Sýrands - sem Ný-íhaldsmenn á Bandar.þingi lögðu til, með þann tilgang að styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Mér virðist alveg ljóst, að Obama hefur engan áhuga á að senda fjölmennan her til Mið-Austurlanda, yfirleitt.
Ég persónulega styð þá afstöðu.
Ég að auki efa stórfellt, að Rússland endist lengi í stórfelldum átökum innan Mið-Austurlanda, mundi springa á limminu, eins og Bandaríkin í Nam.
En það gæti samt dugað til þess, að útbreiða stríðið - þó þeir endist þar t.d. bara í 2 ár.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.9.2015 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er að vísa til ummæla höfð eftir Áslaugu Friðriksdóttur, en í viðtali á VISI.is sagði hún eftirfarandi:
Föstudagsviðtalið: Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum. Geta farið að bjóða fjölskyldum alls konar þjónustu sem þörf er á. Við eigum að búa til kerfi þar sem um almennara velferðarkerfi er að ræða. Fólk þarf ekki að bíða þar til það kemst í mikil vandræði heldur bara veit að það er alls konar fólk með fagþekkingu sem veit hvernig það á að mæta alls konar vandamálum, hjá börnum og fjölskyldum.
Síðan er þau ummæli voru gagnrýnd - þá svaraði hún um hæl -
Af hverju er ekki jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu og farsíma? :"Af hverju á ekki að vera jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu, til dæmis ráðgjöf, svona eins og að kaupa sér farsíma eða föt. Grunnþjónustuna er hægt að verja með því að fé fylgi þeim sem ákveður hvar hann vill nýta þjónustu en fari ekki beint til fyrirtækja."
Upplýsingavandi!
Meginvandamálið frá mínum sjónarhóli, með það að heimila - bein kaup almennings á þjónustu, sem viðkomandi greiði fullu verði - - vera þann; að almenningur og heilbrigðis starfsmenn, standa langt í frá jafnfætis, hvað þekkingu á viðfangsefninu varðar.
Það er ástæða af hverju, að sérfræðingar taka ákvörðun um aðgerðir eða meðferð - nánast á öllum stigum; sem er sú - að mjög djúpa þekkingu á viðfangsefninu þarf, svo unnt sé að meta rétt þörf fyrir aðgerð, en ekki síður - hvaða aðgerð eða meðferð akkúrat.
Ég vil meina að almenningur standi mjög höllum fæti gagnvart sérfræðingum, ef ákvörðun um aðgerð - á að vera sjúklings, en ekki sérfræðings - - og um sé að ræða fyrirkomulag, að viðkomandi sérfræðingur hafi fjárhagslega hagsmuna að gæta af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir séu framkvæmdar á hans stofu.
- En eins og hún setur þetta upp, þá hefðu heilbrigðis starfsmenn rétt á að stofna fyrirtæki, og bjóða í veitingu þjónustu sem væri stöðluð og greidd af ríkinu.
- En samtímis að veita hverjum þeim sem greiða vill - þjónustu er greidd væri fullu verði, framhjá úthlutunarkerfi heilbrigðiskerfisins - þannig komist framhjá biðlistum.
- En punkturinn er um þá hvata sem þá verða til.
- Þegar heilbrigðis starfsmenn, hafa þann möguleika, að auka tekjur sínar með því að - einstaklingar kaupa aðgerðir eða meðferð af þeim, með beinum hætti.
- En við þurfum ætíð að gera ráð fyrir möguleikanum á óheiðarleika - þegar við sköpum fjárhagslega hagsmuni.
- Gleymum því ekki hvað gerðist rétt fyrir hrun - - þegar svokallaðir sérfræðingar bankanna, veittu falska ráðgjöf til viðskiptavina, þeim gjarnan til stórfellds fjárhagslegs tjóns.
Og þekkingarbilið milli almennings og heilbrigðis-starfsmanna - er ef eitthvað er, enn breiðara, en milli bankastarfsmanna og almennings.
Hætta á seljendamarkaði
Ég er að tala um að, veitt verði meðferð sem er umfram þörf, eða jafnvel alfarið óþörf. Að farið verði í kostnaðarsamari greiningar en ástæða er til. Dýrari aðgerðir en ástæða er til.
Vegna þess að -þekkingarbilið er svo mikið- hafi viðskiptavinir afar litla möguleka, til að ákveða hvað sé hæfilegt eða of mikið.
Það verði freystandi fyrir heilbrigðis starfsmenn -í einkarekstri- að mjólka viðskiptavini, þegar þeir sennilega með fremur auðveldum hætti, geta komist upp með það.
Heilbrigðis-starfsmennirnir geti þá - ráðið afa miklu um það, hve mikil þjónusta verði af þeim keypt, og hve dýr.
Þetta geti orðið að nokkurs konar - sjálfstöku.
Þegar menn hafa þennan möguleika, grunar mig að einhverjum verði hált á svellinu, eins og gilti að því er virtist - um svokallaða ráðgjafa bankanna fyrir hrun.
Fólk geti átt afar erfitt með að komast að því - að svindlað hafi verið á því.
Allt annað gildi þegar viðskipti eru um föt eða farsíma
Slíkar ákvarðanir þarfnist ekki sérfræðiþekkingar.
Ekki sé til staðar, víð þekkingargjá milli - seljenda, og kaupenda.
Almenningur sé fær um að taka sæmilega upplýstar ákvarðanir, þegar kemur að kaupum á fatnaði eða farsímum.
Þess vegna sé þetta ekki sambærilegt - að eiga í viðskiptum með föt eða farsíma.
Eða kaupa aðgerð eða meðferð af einkafyrirtæki í heilbrigðisrekstri.
Niðurstaða
Ég er alls ekki að halda því fram að heilbrigðis starfsmenn séu síður heiðarlegir en annað fólk. Heldur einungis það, að þeir séu sennilega eins breyskir og hver annar.
Ef sköpuð er sú aðstaða, að almenningur hefur bein viðskipti framhjá skömmtunarkerfi ríkisins um heilbrigðis þjónustu, og almenningur hefur þannig val um að kaupa hana fullu verði - framhjá öllum biðlistum.
Þá virðist mér liggja á ljósu - að við það verði til mikill, freystni vandi.
Vegna víðrar þekkingargjár, mundu heilbrigðisstarfsmenn sem hefðu hugsanlegan kaupanda, standa fyrir þeirri freistingu - vegna þess að kaupandi eigi litla möguleika til að bera brigður á mat þeirra á umfangi þeirrar aðgerðar eða þjónustu sem þeir leggja til.
- Þá gæti skapast það ástand, að slík viðskipti - yrðu að nokkurs konar sjálfsstöku þeirra heilbrigðis-starfsmanna, er stæðu í slíkum viðskiptum.
- Og hefðu fjárhaglega hagsmuni af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir væru framkvæmdar á þeira stofu eða í þeirra fyrirtæki.
Mig grunar að a.m.k. einhverjum yrði hált á því svelli.
Kv.
24.9.2015 | 23:40
Grikkland og Ítalía hafa áhyggjur af áætlun ESB að reisa sérstakar viðtökubúðir fyrir flóttamenn í Grikklandi og Ítalíu
Mig grunar að löndin 2-óttist að sitja uppi með stórfelldan fjölda flóttamanna. En eins og fréttir segja frá, þá virðist hugmynd starfsmanna stofnana ESB vera í grófum dráttum sú. Að styðja við rekstur búða í löndunum tveim. Þangað sem allir þeir sem koma til Grikklands eða Ítalíu - yrðu fluttir, strax við komuna til Grikklands eða Ítalíu.
Þar yrðu þeir skráðir, fingraför tekin og auðvitað ljósmyndir teknar í gagnagrunn.
Síðan mundu löndin taka við flóttamönnum frá þessum búðum, skv. samþykktu kvótakerfi.
EU migrant hotspot policy takes heat from angry governments
Um daginn var samþykktur kvóti upp á 160þ. flóttamenn
Höfum í huga, að sá kvóti mjög líklega - dugar hvergi nærri fyrir þeim fjölda, sem streymir að í ár. Og samt var sá kvóti gríðarlega umdeildur meðal aðildarlandanna.
Á hinn bóginn, þá er það einungis Slóvakía skv. fréttum, sem enn streitist við það að hafna móttöku flóttamanna skv. úthlutuðum kvóta - meira að segja Orban, hafi hætt mótbárum að þessu sinni.
Punkturinn er auðvitað sá - að í hvert sinn sem til stæði að úthluta nýjum hópi flóttamanna, væri líklegt að sama deilan endurtaki sig.
Að auki sé sennilegt, að vegna deilna þá endi kvótarnir mjög líklega vel undir þeim mörkum sem nemur raunverulegu aðstreymi flóttamanna.
Skv. hugmyndum um "Hot spots" eða heita reiti fyrir flóttamenn, þ.e. móttöku stöðvar fyrir þá.
Þá ætti að vísa í burtu flóttamönnum, sem ekki standast - ótilgreindar reglur, sem væntanlega á eftir að akkúrat ákvarða.
Hvert ætti að vísa þeim - - er þó ekki augljóst. Enda langt í frá alltaf unnt að senda þá til baka til heima lands.
Síðan virðist hugmyndin fela það í sér, að löndin 2-þ.e. Grikkland og Ítalía, verði að beita lögreglu og jafnvel herlögreglu, til að - safna flóttamönnum saman, væntanlega handsama ef þeir streitast á móti.
Miðað við þann mikla fjölda sem streymir að, þá sé það sennilegt að verða umtalsvert álag á lögregluyfirvöl, jafnvel her - í þeim löndum.
Síðan þyrfti væntanlega að gæta búðanna.
Sem gætu farið sístækkandi, ef eins og líklega fer - að aðstreymið vex mun hraðar.
En nemur vexti vilja aðildarríkja, til móttöku nýrra hópa._________
- Eins og nú er háttað, þá virðast yfirvöld á Ítalíu og Grikklandi.
- Lítið eða ekkert gera, til að takmarka ferðafrelsi aðkominna flóttamanna.
- Sem virðast fæstir hafa áhuga á að eiga langa viðkomu í Grikklandi eða Ítalíu, heldur halda flestir áfram í Norður í átt til næsta lands innan Evrópu, með lönd eins og Frakkland - Þýskaland eða Svíþjóð sem drauma endastað.
Þetta aðstreymi - er að valda pyrringi annarra aðildarlanda, þeirra sem flóttamennirnir leggja leið sína um, í framhaldinu.
Manni virðist hugmynd stofnana ESB - geta verið sprottna af áhuga annarra meðlimalanda ESB, til að losna við þetta frjálsa flæði.
Meðan að hagsmuna sinna vegna, munu Grikkland og Ítalía - streitast gegn þeim hugmyndum, rökrétt vegna þess að þau munu óttast að enda með heilan helling af flóttamönnum, sem önnur meðlimalönd muni streitast eins og rjúpa við staur við að taka á móti.
Niðurstaða
Flóttamannakrísan virðist hafa tekið við af evrukrísunni sem megin þrýsti punktur á samstarf þjóða um svokallað Evrópusamband. Það á auðvitað eftir að koma fram hvað mun gerast. En rétt er að muna að - evran er ekki farin a.m.k. enn. Og ESB hefur ekki heldur hrunið enn.
Það þarf ekki að vera að þessi nýjasta krísa valdi hruni innan samstarfsins um ESB heldur.
En sannarlega er það samt sem áður möguleiki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 01:35
Hafa Frakkar selt 2-afar öflug herskip til Kína, sem áður stóð til að selja til Rússlands?
Ég rakst á áhugaverða frétt: Egypt to buy French Mistral warships once destined for Russia. Skv. frétt segjast frönsk yfirvöld hafa samið við herforingjastjórnina í Egyptalandi um sölu tveggja innrásarskipa, af Mistral gerð, sjá: Mistral-class amphibious assault ship.
- Vandinn er sá, er að ég sé ekki hvað Egyptaland hefur að gera með þessi skip.
- Þar sem Egyptaland er ekki -sjóveldi. Þetta yrðu langsamlega yfirgnæfandi stærstu skip þeirra flota.
- Höfum að auki í huga - að Egyptaland er ekki fjárhagslega sjálfbært þessa stundina, þarf mikla fjárhags aðstoð frá Saudi Arabíu og Flóa-Aröbum.
Það virðist því blasa við.
Að þetta séu sennilega - sýndarviðskipti.
Spurning hver sé þá hinn raunverulegi kaupandi?
Þannig trix eru þekkt í viðskiptum með hergögn, að 3-land gerist milli aðili í kaupum eins lands af hergögnum frá öðru landi. En þá þarf það að vera - óþægilegt fyrir viðkomandi land er framleiðir hergögn, að selja viðkomandi hergögn beint til þess aðila.
- Það mundi einmitt eiga við, um beina sölu til Kína á Mistral-class innrásarskipum.
En þetta eru afar fullkomin skip. Með nýjustu og bestu tækni sem völ er á.
Og ég vel get séð það fyrir mér, að Kína hefði áhuga.
En að á sama tíma, þá treysti Frakkar sér ekki að selja skipin, beint til Kína.
Þá sé Egyptaland fengið til að - kaupa beint af Frakklandi. Fær líklega til þess pening, frá Kína. Kína síðan - nokkrum mánuðum síðar, fær skipin afhent. Og einhver þóknun verður eftir til herforingjanna í Egyptalandi.
En ég virkillega get vel séð fyrir mér - Kína, sem er að efla sinn flota, og vill að sá floti sé tæknilega fullkominn - - > Vera áhugasamt um að fá þessi skip.
Til þess að - smíða síðar meir, sína eigin útgáfu.
Skv. ferli sem nefnist- "reverse enginering."
Það er algerlega pottþétt, að Bandaríkin - mundu þybbast við Frakka.
Þessi skip, gætu einmitt passað mjög vel - inn í flotauppbyggingu Kína.
Niðurstaða
Ég skal ekki fullyrða að ég hafi rétt fyrir mér. En mig grunar afar sterklega að Egyptaland sé ekki hinn raunverulegi kaupandi. Og ég held að meira að segja Frakkar, mundu ekki - leggja í að selja skipin til Rússlands, eftir að hafa ryft samningnum við Rússa fyrir skömmu.
Þannig að þá er það spurning - hvaða land þarna úti, er að efla sinn flota hröðum skrefum. Það að sjálfsögðu blasir við, að ekkert land er með stærri uppbyggingu á nýjum flota í gangi í heiminum heldur en Kína.
Og Kína mundi sannarlega -grunar mig sterklega- hafa áhuga á skipum sem slíkum, sem eru byggð skv. bestu tækni sem fáanleg er á Vesturlöndum.
Kína er enn í því ferli, að leitast við að jafna stöðuna hvað hertækni varðar í samanburði við Vesturlönd. Ef Kína vill verða risaveldi - þarf það að hafa nægilega öflugan flota, til þess að geta sjálft varið sína verslun á hafinu.
M.ö.o. þarf að geta mætt bandar. flotanum sem jafnoki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2015 | 00:41
Ef borgin vill, getur hún sett bann eingöngu á vörur frá hernumdu svæðunum í Ísrael
Það er sannarlega rétt, að erfitt er að - sanna hvar varan er akkúrat framleidd. Á hinn bóginn, þá er það tæknilega leysanlegt með þeim hætti - - að setja sönnunarbyrðina á Ísrael. Það er, krefjast þess að vörur frá Ísrael séu - upprunavottaðar.
- Þannig að unnt sé að greina á milli varnings, sem framleiddur er á hernumdum svæðum, og þess sem framleiddur er utan þeirra svæða.
- Ég er að sjálfsögðu að tala um, að það verði merkt á vöruna - hvaða verksmiðja framleiddi, og í hvaða bæjarfélagi. Þannig að unnt sé að sjá, hvort varan er framleidd t.d. í Haifa utan hernumdu svæðanna, eða í einhverjum hinna nýju bæjarfélaga er risið hafa á hernumdum svæðum, byggð svokölluðum - landnemum.
- Einungis verði heimilað að kaupa frá Ísrael.
- Vörur með nægjanlegum upprunamerkingum.
Svo unnt sé að vita hvar í Ísrael varningur er framleiddur.
Höfum í huga, að landnám Ísraela á hernumdum svæðum, er brot á alþjóðalögum
Það þíðir að sjálfsögðu - að varningur framleiddur af ísraelskum landnemum, fellur undir það - alþjóðlega bann.
Það má því líta svo á, að borgin væri ekki að gera neitt annað, en það - að framfylgja þessu alþjóðlega banni af sinni hálfu.
M.ö.o. væri aðgerðin ekki ólögleg. Sennilega verjanleg skv. reglum "W.T.O." þ.e. Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar.
Það má þó vera, að Ísraelar samt mundu kæra slíkt bann, af hálfu Reykavíkurborgar til dómstóls "W.T.O."
- Það yrði þá að áhugaverðu prófmáli.
- Er sennilega vekti alþjóða athygli.
Auðvitað væri úrskurður fordæmisgefandi, hvorn veginn sem hann færi.
________________
Það er auðvitað rétt, að strangt til tekið - má borgin ekki hafa eigin utanríkisstefnu.
Ég veit samt ekki til þess, að nokkur viðurlög séu til við því, ef borgin mundi halda því til streitu, að viðhafa sitt eigið bann - við kaupum á varningi frá byggðum landtökumanna í Ísrael.
Þannig að mér virðist að borgin - geta komist upp með þetta, ef hún vill.
Niðurstaða
Sannarlega var upphafleg samþykkt tillaga borgarstjórnarmeirihluta - um allsherjar bann á kaupum varnings frá Ísrael, illa unnin - kjánaleg. Á hinn bóginn, virðist mér alveg mögulegt að útfæra framkvæmanlegt - bann. Ef borgin virkilega vill hafa eigin utanríkissstefnu.
Það er í sjálfu sér - full ástæða til að banna sölu varnings frá hernumdum svæðum í Ísrael, þ.s. eftir allt saman - er byggð Ísraela þar, ólögleg skv. samþykktum S.Þ. og ályktunum Öryggisráðs S.Þ.
Slíkt bann, ef það yrði að hreifingu er breiddist út - gæti sannarlega sett þrýsting á Ísrael. Með því, að ekki sé um -viðskiptabann á Ísrael að ræða- heldur bann eingöngu á sölu varnings frá byggðum Ísraela sem séu ólöglegar á hernumdum svæðum undir stjórn Ísraels.
Þá sé ekki aðgerð - atlaga að tilvist Ísraels.
Heldur eingöngu beint að - hinni ólöglegu aðgerð Ísraela, að taka taka harnumið land yfir og gera að byggðum Ísraela í trássi við samþykktir S.Þ. og ályktanir Öryggisráðs S.Þ.
Kannski kominn tími til að beita Ísrael raunverulegum þrýstingi sem um munar, að fara eftir þeim ályktunum.
Það getur vel verið að - bann hreyfing geti breiðst út, sérstaklega ef Ísraelar væru nægilega heimskir, til að - setja málið fyrir dómstól "W.T.O." svo að málið fangi alþjóðlega athygli.
Kv.
21.9.2015 | 23:38
Svíþjóðar-demókratarnir með 26,5% í skoðanakönnun
Þetta kom fram í frétt á vef Financial Times: Outcast Sweden Democrats ride a wave of popularity. Þessi mikla fylgisaukning er mjög sennilega af völdum flóttamannakrísunnar í Evrópu upp á síðkastið.
En Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9% í þingkosningunum á sl. ári. 2010 voru þeir með 5,7% fylgi, þegar þeir fyrst ná kjöri.
- 2-földun í mældu fylgi síðan á sl. ári.
Það sé þó sennilegt, að þessi fylgisaukning sé komin til - nýlega, þ.e. síðan flóttamannakrísan komst í hámæli sl. sumar.
- Hinn bóginn, setur þessi fylgisaukning hina hefðbundnu flokka í vanda.
- En á sl. ári, þá voru veruleg vandræði að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð.
En málið er, að sænskt flokkakerfi hefur verið niðurnjörvað í 2-fylkingar.
Hægri fylking, vinnur saman - ef hún nær meirihluta.
Vinstri fylking vinnur saman - ef hún nær meirihluta.
En 12,9% var akkúrat nægilega mikið fylgi, svo að hvorki hægri- né vinstri-fylking náði þeim hreina meirihluta sem önnur hvor vanalega hefur.
Þannig að þá stóð í stappi - - > En svo fast er þetta kerfi í skorðum, að innan megin fylkinganna er það litið óhugsandi, að flokkar vinni saman - - þvert á þessa hægri/vinstri grunn skiptingu.
Eftir langt þóf - þá gerðu fylkingarnar samkomulag.
Að vinstri fylkingin mundi stjórna - í þetta sinn, en hægri fylkingin mundi ekki hagnýta sér skort vinsti-fylkingarinnar á hreinum meirihluta, til þess að fella stjórnina.
Á móti lofaði vinstri-fylkingin, að næst mundi hægri-fylkingin fá fyrst tækifæri að mynda stjórn, og þá mundi vinstri-fylking veita sama hlutleysi.
- Þessi samtryggingar-samningur, var augljóst til þess að gera Svíþjóðardemókratana áhrifalausa.
- Augljóst má setja spurningarmerki, við slíka hegðan - - en þ.e. önnur saga.
- En ef Svíþjóðardemókratarnir fá 20% + atkvæði.
- Gæti þetta samkomulag - - hrunið.
Það gæti skapast það ástand, að megin hægri flokkurinn og megin vinstri flokkurinn, yrðu að vinna saman - - mið/hægri stjórn.
Það hefur aldrei - svo ég veit til - gerst í Svíþjóð.
Eða, að hægri-fylkingin brýtur odd af oflæti sínu, og fær Svíþjóðardemókrata til samstarfs.
- Eitt er þó klárt, að mikill þrýstingur er nú kominn frá kjósendum á hefðbundnu flokkana, að breyta stefnu í innflytjenda málum.
Richard Milne hjá Financial Times, kom fram með tölur um fjölda innflytjenda í Svíþjóð, sem eru afar forvitnilegar:
- Finland: 158,000
- Iraq: 130,000
- Poland: 81,000
- Iran: 68,000
- Syria: 68,000
- Ex-Yugoslavia: 68,000
- Somalia: 58,000
- Bosnia: 57,000
- Germany: 49,000
- Turkey: 46,000
- Denmark: 42,000
- Norway: 42,000
- Thailand: 38,000 (most unbalanced gender-wise: 30,000 are female)
Samanlagt um 900th. í landi með ca. 9,8 millj. íbúa.
Það gerir heildar fj. innflytjenda um 10% af íbúafj.
Eiginlega - - svipað hlutfall og á Íslandi. En hingað komu svo margir Pólverjar á sl. áratug.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að sjá hvort að Svíþjóðardemókratar halda þessari miklu fylgisaukningu. En ef þeir það gera, þá mun það heldur betur geta hrist upp í flokkakerfinu í Svíþjóð. Er hefur lengi verið í ákaflega föstum skorðum - - pólitík eginlega afar yfirleitt óspennandi í Sviþjóð. En nú getur hún orðið pínu - spennó.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2015 | 00:52
Grískur almenningur virðist hafa ákveðið að vera áfram í evrunni
Kosningasigur Syriza flokksins í kjölfar algerrar uppgjafar Alexis Tsipras fyrir kröfuhöfum sl. sumar - er áhugaverður. En sjaldan virðist nokkur ríkisstjórn í Evrópu hafa auðsýnt eins augljóst dæmi um vanhæfni. En skv. fréttum er það orðið ljóst að Syrisa hefur tryggt sér nægilegan fjölda þingmanna til að stjórna Grikklandi áfram.
- Höfum samt í huga, að í því tilviki þarf að setja 'gæsalappir' við orðið 'stjórna' - því að Tsipras virðist hafa samþykkt óhemju íþyngjandi - yfirumsjón kröfuhfa.
- Eiginlega svo -íþyngjandi- að spurning er hvort að ríkisstjórn Grikklands, raunverulega er lengur hinn eiginlegi stjórnandi landsins.
Úrslit skv. 90% atkvæða töldum, 300 þingmenn á gríska þinginu
- Syrisa...............145 þingmenn
- Nýtt Lýðræði..........75 þingmenn
- NýNasistar............19 þingmenn
- Grískir Kratar........17 þingmenn
- Kommúnistar...........14 þingmenn
- Lýðræðislegt Vinstri..11 þingmenn
- Sjálfstæðir Grikkir...10 Þingmenn
- EK.....................9 þingmenn
Þegar ljóst að Syrisa og Sjálfstæðir Grikkir halda áfram í stjórn.
Ég get ekki séð mikla ánægju í þessu
Kröfuhafar virðast nú hafa neitunarvald um nánast allar ákvarðanir ríkistj. Grikkl. - sem kosta verulegt fé. Og að auki, geta fyrirskipað stjórninni - að innleiða tilteknar aðgerðir.
Spurning hvaða máli það skipti, að Syrisa og Anel - eða "Sjálfstæðir-Grikkir" séu áfram "að nafni til" við stjórnvölinn.
Kröfuhafar hafa hingað til ekki sínt nokkurn vilja til beinna skulda-afskrifta.
AGS sagði í sumar skuldir Grikklands - algerlega ósjálfbærar.
AGS samþykkti í agúst, að endurskoða sína afstöðu til Grikklands í október 2015.
Þannig að stutt er sjálfsagt í það. En skv. því sem fram kom í ályktun stjórnar AGS - þá átti að taka tillit til þess, að hvaða leiti -sjónarmiðum AGS hefði verið mætt.
AGS krafðist - umbóta í Grikklandi, sem kröfuhafar meðal aðildarlanda ESB, ætla að hrinda í framkvæmd, sannarlega.
En einnig það, að skuldir Grikklands yrðu lækkaðar. Sem ekki enn bólar á nokkrum vilja til enn.
Það má reikna með því, að í kjölfar kosninganna - með endurnýjað umboð.
En sannarlega var sennilega rétt af Tsipras, að afla sér nýst umboðs.
Að stjórnarflokkarnir muni -hlýðnir- afgreiða þau mál sem þeim verður uppálagt af kröfuhöfum.
- Í reynd fæ ég ekki betur séð, en að stjórnin hafi verið kjörin nú - til þess að stjórna í umboði kröfuhafa - - > Vart geti það verið að almenningur í Grikklandi viti ekki af því.
- Þess vegna virðist mér -þegar haft er í huga að klofningsbrot úr Syrisa skipað andstæðingum evrunnar náði ekki inn á þing- að grískir kjósendur séu nú búnir að velja þessa vegferð - - > Nokkurs konar uppgjöf.
Það geti þítt - að værð verði yfir málefnum Grikklands í nokkurn tíma.
Þó það geti verið áhugavert að fylgjast með því, þegar AGS tekur afstöðu sína, þá að hafna frekari þátttöku í grísku lánsprógrammi, til endurskoðunar.
En ef AGS stendur við sína ákvörðun - - þá munu meðlimaríki evru, bera allan kostnaðinn af Grikklandi, héðan í frá.
Það hugsa ég, að sé - - réttlátt. Hafandi í huga, að þau hafa þvingað grísk stjv. til að afhenda sér, nánast alla stjórn á Grikklandi.
Niðurstaða
Enn sem fyrr á ég ekki von á að gríska prógrammið gangi upp. Á alls ekki von á að það takist að skapa skilyrði til hagvaxtar í Grikklandi - sem aldrei þar hefur hingað til verið til staðar. Þannig að í besta falli, þá viðhaldist - stöðnun í Grikklandi, eða, a.m.k. þá takist ekki að auka hagvöxt þar í þær stærðist sem vonast er til.
Enn er auðvitað samdráttur í Grikklandi, og enn er eftir að skapa hagvöxt - yfirleitt.
En það getur vel verið, að gríska hagkerfið snúi við í hægan vöxt.
En til þess að hann verði með þeim hætti sem vonast sé eftir, þá þurfi - ný fjárfestingar.En fjárfestar mæta vart, nema að þeir trúi á Grikkland sem fjárfestingartækifæri.
Mig grunar að vantraust þeirra á Grikklandi, sé ekki líklegt að hverfa fljótt.
Svo hafa þeir úr að velja í dag, svo mörg önnur lönd.
Það geti samt verið, að -uppgjöf grískra kjósenda- leiði til vissrar lömunar, þannig að værð verði yfir Grikklandi um nokkra hríð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar