Grískur almenningur virðist hafa ákveðið að vera áfram í evrunni

Kosningasigur Syriza flokksins í kjölfar algerrar uppgjafar Alexis Tsipras fyrir kröfuhöfum sl. sumar - er áhugaverður. En sjaldan virðist nokkur ríkisstjórn í Evrópu hafa auðsýnt eins augljóst dæmi um vanhæfni. En skv. fréttum er það orðið ljóst að Syrisa hefur tryggt sér nægilegan fjölda þingmanna til að stjórna Grikklandi áfram. 

  • Höfum samt í huga, að í því tilviki þarf að setja 'gæsalappir' við orðið 'stjórna' - því að Tsipras virðist hafa samþykkt óhemju íþyngjandi - yfirumsjón kröfuhfa.
  • Eiginlega svo -íþyngjandi- að spurning er hvort að ríkisstjórn Grikklands, raunverulega er lengur hinn eiginlegi stjórnandi landsins.

Úrslit skv. 90% atkvæða töldum, 300 þingmenn á gríska þinginu

  1. Syrisa...............145 þingmenn
  2. Nýtt Lýðræði..........75 þingmenn
  3. NýNasistar............19 þingmenn
  4. Grískir Kratar........17 þingmenn
  5. Kommúnistar...........14 þingmenn
  6. Lýðræðislegt Vinstri..11 þingmenn
  7. Sjálfstæðir Grikkir...10 Þingmenn
  8. EK.....................9 þingmenn

Þegar ljóst að Syrisa og Sjálfstæðir Grikkir halda áfram í stjórn.

 

Ég get ekki séð mikla ánægju í þessu

Kröfuhafar virðast nú hafa neitunarvald um nánast allar ákvarðanir ríkistj. Grikkl. - sem kosta verulegt fé. Og að auki, geta fyrirskipað stjórninni - að innleiða tilteknar aðgerðir.

Spurning hvaða máli það skipti, að Syrisa og Anel - eða "Sjálfstæðir-Grikkir" séu áfram "að nafni til" við stjórnvölinn.

Kröfuhafar hafa hingað til ekki sínt nokkurn vilja til beinna skulda-afskrifta.
AGS sagði í sumar skuldir Grikklands - algerlega ósjálfbærar.

AGS samþykkti í agúst, að endurskoða sína afstöðu til Grikklands í október 2015.
Þannig að stutt er sjálfsagt í það. En skv. því sem fram kom í ályktun stjórnar AGS - þá átti að taka tillit til þess, að hvaða leiti -sjónarmiðum AGS hefði verið mætt.

AGS krafðist - umbóta í Grikklandi, sem kröfuhafar meðal aðildarlanda ESB, ætla að hrinda í framkvæmd, sannarlega.
En einnig það, að skuldir Grikklands yrðu lækkaðar. Sem ekki enn bólar á nokkrum vilja til enn.

Það má reikna með því, að í kjölfar kosninganna - með endurnýjað umboð.
En sannarlega var sennilega rétt af Tsipras, að afla sér nýst umboðs.
Að stjórnarflokkarnir muni -hlýðnir- afgreiða þau mál sem þeim verður uppálagt af kröfuhöfum.

  • Í reynd fæ ég ekki betur séð, en að stjórnin hafi verið kjörin nú - til þess að stjórna í umboði kröfuhafa - - > Vart geti það verið að almenningur í Grikklandi viti ekki af því.
  • Þess vegna virðist mér -þegar haft er í huga að klofningsbrot úr Syrisa skipað andstæðingum evrunnar náði ekki inn á þing- að grískir kjósendur séu nú búnir að velja þessa vegferð - - > Nokkurs konar uppgjöf.

Það geti þítt - að værð verði yfir málefnum Grikklands í nokkurn tíma.
Þó það geti verið áhugavert að fylgjast með því, þegar AGS tekur afstöðu sína, þá að hafna frekari þátttöku í grísku lánsprógrammi, til endurskoðunar.

En ef AGS stendur við sína ákvörðun - - þá munu meðlimaríki evru, bera allan kostnaðinn af Grikklandi, héðan í frá.
Það hugsa ég, að sé - - réttlátt. Hafandi í huga, að þau hafa þvingað grísk stjv. til að afhenda sér, nánast alla stjórn á Grikklandi.

 

Niðurstaða

Enn sem fyrr á ég ekki von á að gríska prógrammið gangi upp. Á alls ekki von á að það takist að skapa skilyrði til hagvaxtar í Grikklandi - sem aldrei þar hefur hingað til verið til staðar. Þannig að í besta falli, þá viðhaldist - stöðnun í Grikklandi, eða, a.m.k. þá takist ekki að auka hagvöxt þar í þær stærðist sem vonast er til.
Enn er auðvitað samdráttur í Grikklandi, og enn er eftir að skapa hagvöxt - yfirleitt.

En það getur vel verið, að gríska hagkerfið snúi við í hægan vöxt.
En til þess að hann verði með þeim hætti sem vonast sé eftir, þá þurfi - ný fjárfestingar.En fjárfestar mæta vart, nema að þeir trúi á Grikkland sem fjárfestingartækifæri.

Mig grunar að vantraust þeirra á Grikklandi, sé ekki líklegt að hverfa fljótt.
Svo hafa þeir úr að velja í dag, svo mörg önnur lönd.

Það geti samt verið, að -uppgjöf grískra kjósenda- leiði til vissrar lömunar, þannig að værð verði yfir Grikklandi um nokkra hríð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 831
  • Frá upphafi: 846587

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 768
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband