Rússneskir fjölmiðlar segja Rússland, Íran, Írak og Sýrland - mynda nýtt hernaðarbandalag í átökum í Mið-Austurlöndum

Ég fjallaði nýlega um hugsanleg áform Rússlands í Sýrlandi: Verður Sýrland - Víetnam Pútíns?. En ef marka má fréttir rússneskra fjölmiðla á laugardag, þá ætlar Rússland að mynda formlegt bandalag við Íran - Hesbollah og stjórninar í Damaskus og Bagdad.

  1. Rússneskir fjölmiðlar kalla þetta - bandalag gegn ISIS.
  2. Þetta getur bent til þess, að Rússland hugi á - stórfellda innkomu í átök þau sem Íran stendur í, ásamt bandamönnum sínum - ríkisstjórnunum í Bagdad og Damaskus.

Hezbollah welcomes Russian buildup in Syria, says U.S. has failed

Russian media say Moscow is coordinating anti-Isis fight

A Digital Globe satellite image courtesy of Stratfor, a geopolitical intelligence and advisory firm in Austin, Texas, shows MI-24 Attack Helicopters at Bassel Al Assad Air Base in Syria, in this image released on September 24, 2015. REUTERS/www.Stratfor.com/Digital Globe/Handout via Reuters


Gæti þetta orðið eins stórt of 30 ára stríðið í Evrópu á 17. öld?

Mjög margir eru haldnir stórfelldum misskilningi um það - hvers konar stríð er í gangi þarna í Sýrlandi. En ég nota líkinguna við 30-ára stríðið, þ.s. orrustur voru einkum háðar innan núverand Þýskalands, til skýringar.

  1. En í 30-ára stríðinu, tókust á helstu stórveldi Evrópu þess tíma.
  2. Og að auki, skiptust þau í 2-fylkingar eftir trúarbrögðum.

Að því leiti er þetta svipað í Sýrlandi:

  1. Þ.e. á annan kannt höfum við Shíta fylkinguna - > Íran, Hesbollah og ríkisstjórn Sýrlands þ.s. stjórnar minnihlutahópur Alavíta, sem er sértrú innan Íslam, og hefur gengið í bandalag við Íran til að halda velli.
  2. Síðan er það, Súnní fylkingin, Saudi Arabía og Flóa Arabar.

Fyrir utan, ekki enn stríðs-þátttakandi, á Saudi Arabía mikilvægan bandamann í Egyptalandi.

  1. "Ria Novosti, Itar-Tass and Interfax on Saturday cited anonymous military-diplomatic sources in Moscow claiming that representatives of the four countries’ general staffs would collect, analyse and share intelligence in the Iraqi capital and redistribute operative information to the respective armed forces."
  2. "The structure will be headed by officers from Russia, Syria, Iran and Iraq for three months at a time on a rotational basis, according to Ria Novosti."

http://img15.hostingpics.net/pics/899483iraqsyria20150601.png

Vegna þess að rússnesku fréttastofurnar, tala á þeim grunni, að Rússland ætli í formlegt bandalag - - til stuðnings bandamönnum Írans í Mið-Austurlöndum

Þá virðist mér það gefa vísbendingu um það að Rússland sé þar með - með formlegum hætti. Gengin í lið með Íran - í átökum Írans við Saudi Arabíu og Flóa Araba.

Eins og ég nefndi síðast - > Að þegar átök hófust í Sýrlandi 2011, þá virðist sem að Saudi Arabía og Flóa Arabar, hafi séð tækifæri til þess að gera sínum erkifjanda - Íran, alvarlega skráveifu.
Eins og við þekkjum, virðist að Saudi Arabía og Flóra Arabar, dreifi vopnum og peningum, til nánast hvers þess - er tilbúinn er að berjast innan Sýrlands, gegn stjórninni í Damaskus.

Það hefur síðan 2012, skapað það ástand, að til staðar er kraðak margvíslegra Jihadist hópa, sem fá fjármagn og vopn frá Saudi Arabíu og Flóa Aröbum.
Meðan að á móti, frá 2013 hefur Íran kallað til bandamann sinn, Hesbollah - til að berjast við hlið herliðs stjórnarinnar í Damaskus.

  1. Mig hefur grunað, að Saudi Arabía og Flóa Arabar - styðji ISIS á laun, vegna þess hvernig innkoma ISIS 2013, fyrst inn í átökin í Sýrlandi.
  2. Síðan innkoma ISIS inn í Írak, með innrás ISIS samtakanna í Írak 2014 - - > Hefur vegið að vígsstöðu bandamanna Írans í báðum löndum, þ.e. ríkisstjórnanna í Bagdad og Damaskus.
  • Saudi Arabar hafa þó alltaf neitað því, að styðja eða hafa stutt ISIS.

 

Spurninging er þá - hvað mikið ætlar Pútín að gera?

Hann gæti haldið afskiptum á því róli, að senda vopn til Damaskus stjórnarinnar - hafa þar fámennar sérsveitir til að aðstoða stjórnarherinn við það að skipuleggja sig, safna fyrir hann upplýsingum um víggstöðu og hreyfingar andstæðinga, og við þjálfun nýrra hermanna.

Hann gæti ákveðið að afskipti af átökum í Írak - væru í sama karakter.
______________
Eða hann gæti sent inn fjölmennt herlið.

  1. Áhættan sem hann getur verið að taka, er að lenda eins og Bandaríkin á sínum tíma lentu í, innan Víetnam.
  2. Í stríði sem étur upp fjármagn stjv. Rússland, vopn og hermenn.
  3. Án þess að leiða fram - nettó ábata.

Eins og ég benti á síðast - þá gæti stór innkoma Rússlands. Aukið hættuna á því að þessi átök, þróist með líkum hætti og 30 ára stríðið á sínum tíma gerði í Evrópu.

En hingað til, hefur Saudi Arabía og Flóa Arabar - ávalt verið til í að mæta aðgerðum Írans, með vopnasendingum og peningum.
Spurning þá, hvað Saudi Arabía og Flóa Arabar gera í framhaldinu, ef Pútín hefur eigin herför í Mið-Austurlöndum.

Mér virðist algerlega augljóst - að með stórri innkomu, taki Pútín stórfellda áhættu. Með sambærilegum hætti, þegar Bandaríkin snemma á 7. áratugnum fóru í vaxandi mæli að senda hermenn til S-Víetnams.

En ég er á því, að líkur séu umtalsverðar á að, Saudi Arabía - mæti innkomu Pútíns. Með því að leggja inn aukið fé og vopn - til að fjölga í liði Súnní Arab Jihadista er berjast við stjv. í Bagdad og Sýrlandi.

  • Svo eins og ég benti á, þá er rússn. her - Kristinn.
  • Líklegt að áróðurs meistarar Sauda og Jihadista, mundu tala um - krossferð, gegn Súnní Múslímum í Mið-Austurlöndum.

Ég segi eins og er - að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að þessi átök komi til með að stækka.

 

Niðurstaða

Hvað gæti gerst ef átökin í Sýrlandi og Mið-Austurlöndum, mundu stækka og þróast í átt að verða að svokölluðu -regional war- eða Mið-Austurlanda stríði?
Það augljósa er - - stórfjölgun flóttamanna.

Það verður að koma í ljós, hve mikið Pútín ætlar að gera.
En á næstunni mun hann funda með Obama, um átökin í Mið-Austurlöndum.

Ég tel það afar ósennilegt að Obama sendi herlið til Mið-Austurlanda, til að berjast við hlið með Rússum.
En Obama hefur t.d. hingað til hafnað að senda her til Sýrands - sem Ný-íhaldsmenn á Bandar.þingi lögðu til, með þann tilgang að styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi.

Mér virðist alveg ljóst, að Obama hefur engan áhuga á að senda fjölmennan her til Mið-Austurlanda, yfirleitt.
Ég persónulega styð þá afstöðu.

Ég að auki efa stórfellt, að Rússland endist lengi í stórfelldum átökum innan Mið-Austurlanda, mundi springa á limminu, eins og Bandaríkin í Nam.
En það gæti samt dugað til þess, að útbreiða stríðið - þó þeir endist þar t.d. bara í 2 ár.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég held að það sé alveg rétt að Sádar og Flóaríkin styðji ISIS á laun, enda er Assad eitur í beinum þeirra. En Assad er líka eitur í beinum Bandaríkjamanna og Sýrland hefur árum saman verið á listanum yfir lönd sem þeir hafa ætlað sér að jafna um. Eru það ekki BNA sem styðja ISIS á bak við tjöldin?

Þegar BNA senda vopn til "hófsamra uppreisnarmanna" -- hvað eru þeir þá að gera? Það eru engir "hófsamir uppreisnarmenn". Sjálfur Joe Biden hefur viðurkennt það. Þeir senda vopn til Sýrlands og þau enda í höndunum á ISIS. Og þeir gera það aftur og aftur. Ég trúi ekki að þetta séu tilviljanir eða mistök. Á norðurendanum halda Tyrkir (í NATO) landamærunum lokuðum fyrir Kúrdum en hleypa íslömskum vígamönnum í gegn. Og við Gólanhæðir hafa Ísraelar orðið uppvísir að einhverjum stuðningi við sýrlensku íslamistana.

Vésteinn Valgarðsson, 27.9.2015 kl. 14:37

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

30 ára stríðið?  Miðað við flóttamannastrauminn verður ekkert fólk eftir í landinu eftir 30 ár.

Pútín & co þurfa Assad, vegna landsins gæða.  Íranir eru honum hliðhollir vegna þess að þeim er í nöp við Wahabi-Sunni liðið.

Þetta er að verða meira eins og nýlendustríðin sem Bretar voru alltaf í, verandi aðeins meira um sig en banana-erjurnar sem kaninn var alltaf í.

Það hentar Sádum að hafa þetta í gangi, þangað geta þeir sent menn sem þeir þurfa að losna við, meðal annars.  Mig grunar að allt annað sé aukaatriði fyrir þá.

Öllum er sama um Kúrdana nema Tyrkjum, sem hata þá og vilja að þeir flýti sér að deyja.

ISIS...

Það er orðið einskonar djók.  Já og nei, það er og er ekki kananum að kenna: klofningshópur úr 'Kæda, menn sem þrá meira stríð og hafa ekki sömu þolinmæði og hinir í hópnum.  Eru núna sýnist mér target practice fyrir alla sem vilja láta líta út eins og þeir séu að gera eitthvað.

Þeir aftur eru tengdir Hamas, vinum okkar og sérlegum postulum allrar manngæzku, sem styðja þá á ýmsa vegu.

Þegar þeir segja "hófsamir uppreisnar menn," þá meina þeir sennilega FSA.  Sem er hópur sem er alveg defineraður og á sitt svæði núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2015 kl. 21:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn - - bara ef stjórnin í Sýrlandi væri ekki slíkir glæpamenn sem þeir eru, en það virðist að ég hafi vanmetið glæpamennsku þeirra síðast.

    • En fj. flóttamanna "displaced" er alls 12 milljón, þ.e. 8 milljón innan landins, og 4 milljón utan.

    • Það bendir til ótrúlega stórfelldrar eyðileggingar hýbýla almennings.

    Þetta er meir en 50% íbúa.
    Alveg ótrúlegt hlutfall.
    Og yfir 300þ. látnir.

    Svo hræðilegir, að ekki er unnt með rökum að halda því fram, að þeir séu í nokkrum skilningi - skárri aðilinn.

    Sannarlega er ISIS hræðileg samtök.
    En stjórnin er það hræðileg, að ég get ekki túlkað Assad, sem skárri aðila.

    "Evil vs. evil" ekki - "evil vs. lesser evil".

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 28.9.2015 kl. 00:26

    4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

    Þú þarft ekkert að elska Assad. Það er samt engum blöðum um það að fletta að hann er skárri kostur heldur en íslamistarnir.

    Vésteinn Valgarðsson, 28.9.2015 kl. 13:51

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (25.4.): 190
    • Sl. sólarhring: 251
    • Sl. viku: 273
    • Frá upphafi: 846911

    Annað

    • Innlit í dag: 178
    • Innlit sl. viku: 260
    • Gestir í dag: 173
    • IP-tölur í dag: 173

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband