Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
Höfum í huga að um er að ræða fólk, sem hefur upplifað helvíti stríðs í landi þ.s. áætlað er í dag að mannfall sé yfir 300þ., þ.e. að ca. álíka margir og öll ísl. þjóðin - hafi látið lífið. Af myndum frá Sýrlandi að dæma, virðist eignatjón ótrúlegt, margar borgir í nærri eins slæmu ástandi og þýskar borgir voru í - við lok Seinni Styrrjaldar.
Mannfall bendir sterklega til þess, að sprengjukast úr flugvélum og fallbyssum, hafi verið óspart beitt - og án tillits til þess sjónarmiðs að vernda almenna borgara.
Einungis stjórnarher Sýrlands, hefur flugher.
Og stjórnarherinn hefur einnig mun öflugari stórskotavopn.
- ca. 40% íbúa landsins virðist á vergangi.
- Sem er ótrúlegt hlutfall - önnur vísbending um stórkostlega eyðileggingu íbúðabyggðar.
Það áhugaverða er - að þau átök þ.s. ég heyrði síðast um svo hátt hlutfall þjóðar á vergangi, var í átökunum - - í Téténíu, ca. 2000 er Pútín réð niðurlögum uppreisnar íbúa þess svæðis, þ.s. býr sérstök þjóð sem ekki eru Rússar, og hafa Múslima trú.
Út af þessu - - hef ég velt því fyrir mér, hvort að Kremlverjar hafi veitt Assad ráðgjöf um tilhögun stríðsins - - > En þegar rússn. herinn sókti gegn Téténum, þá voru nánast allar byggðir í landinu lagðar í rúst, sem skýrði hlutfall íbúa á flótta mjög líklega.
A.m.k. hefur grimmd stjórnarhers Sýrlands virst óskapleg.
Ekki minni en grimmd rússn. hersins er hann réð niðurlögum uppreisnar Téténa.
- Höfum í huga, að í Téténíu - létust margfalt fleiri en hingað til hafa fallið í átökum í Úkraínu - - þó búa á þeim svæðum þ.s. barist hefur verið í A-Úkraínu ca. 3-svar sinnum flr. fólk en í Téténíu.
- Þ.e. áhugaverður samanburður.
Mér hefur stríðið í Téténíu verið -við og við- íhugunarefni, sérstaklega þegar -vinir Pútíns- gagnrýna -meinta hörku- í A-Úkraínu.
- Þó er þar beitt silkihönskum svo sannarlega, í samanburði við aðfarir Pútíns sjálf í Téténíu.
- Og sannarlega í sbr. v. aðfarir einkavinar Pútíns, Assads - í Sýrlandi.
Yfir hundrað flóttamenn til landsins í ár
Punkturinn er - þetta fólk hefur liðið mikið
Það síðasta sem það þarf á að halda, ef einhver Íslendingur - fer að veitast að því, eftir að það er hingað komið.
En ég hef orðið var við gríðarlega grimma umræðu á -erlendum netmiðlum- um flóttamenn frá Sýrlandi.
- T.d. vilja sumir, halda þeim í einangrun - að sögn til að vernda evr. samfélag.
Haldið fram því varúðarsjónarmiði, að rétt sé að halda fj. fólks í nokkurs konar fangabúðum, konum og börnum einnig, vegna hugsanlegrar hættu á að innan um geti leynst hættulegir einstaklingar.
M.ö.o. sönnunarbyrði snúið við. En hvernig er unnt að sanna með óhyggjandi hætti að einhver tiltekinn sé meinlaus?
Eiginlega mjög sambærilegur hugsunarháttur er lá að baki búðum Bandar. í Guantanamo, nema að þeir sem þangað voru fluttir, voru raunverulega grunaðir um að vera hryðjuverkamenn, en umtalið á netinu beinist að - flóttamönnunum almennt. - Mín skoðun er að slík aðferðafræði væri gríðarlega misráðin, að vísvitandi halda hópnum einangruðum, en að sjálfsögðu tryggði það að engin aðlögun að samfélaginu gæti farið fram, og síðan hefðu þeir ekkert við að vera -augljóslega- og að auki, væru slíkar búðir -með reiðum flóttamönnum- nánast fullkomin aðstaða fyrir varasama einstaklinga til að afla sér fylgismanna - - > En þekkt er af fangelsum, að þar gjarnan kynnast einstaklingar eftir fyrsta brot, hörnuðum glæpamönnum - og þá fyrst kynnast glæpabrautinni fyrir alvöru.
Einn hryðjuverkamaður er leyndist innan um 1000 flóttamenn, gæti náð áheyrn margra í slíkum hóp, ef þeim væri öllum haldið á sama stað, mánuðum saman - öllum meira eða minna haldið aðgerðalausum.
Hér aftur á móti stendur allt annað til - að skipta hópnum sem kemur upp, og koma honum fyrir hjá sveitafélögum - sem bjóðast til að taka við flóttamönnum. Þar sem þeim verður strax komið í húsnæði í almennri byggð, og síðan að auki - eins fljótt og unnt er, komið í vinnu.
- Reynsla okkar hingað til af svokölluðum -kvótaflóttamönnum- hefur verið góð.
En hafa ber í huga, að í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu, var tekið við hér við einhverjum fjölda Bosníu-manna - en þar er meirihluti íbúa Múslimar.
Ekki hefur frést af því að sá hópur hafi verið til vandræða. Heldur séu í vinnu, og búi meðal fólks hér - eins og hverjir aðrir.
Ég á ekki von á öðru - en það fólk sem hingað kemur - - sennilega frá flóttamannabúðum í Lýbanon, verði fyrst og fremst umhugað um að koma sér fyrir - afla sér atvinnu.
Í Evrópu, vegna þess að atvinnuleysi er mun útbreiddara en hér, er það algengt - að kvótaflóttamenn geti ekki fengið nokkra vinnu sem hefur skapað þá umræðu, að flóttamenn - séu fyrst og fremst að leita til Evrópu, til þess að komast á féló.
- En oftast nær, er mun erfiðara fyrir flóttamenn, en heimamenn - að fá vinnu.
Og ef atvinnuleysi er útbreitt, þá geta þær aðstæður skapast - að flóttamenn eigi nær enga möguleika til atvinnu. - Það að sjálfsögðu, er einnig -hindrun fyrir aðlögun þess fólks að samfélaginu.
Umræðan virðist mér því oft afar ósanngjörn.
Þ.s. að flóttamönnunum sé gjarnan kennt um þetta.
Af þeim sem ræða um þessi mál á vefnum.
- Vegna þess hve gott framboð er af vinnu hér.
- Gæti Ísland einmitt verið betur í stakk borið en mörg önnur lönd, að taka við flóttafólki - og raunverulega koma því síðan inn í samfélagið.
- En atvinnu-þátttaka sé um það, lykilatriði.
Þegar menn komast ekki í vinnu.
Þá býði þeirra -félagsleg einangrun, a.m.k. frá samfélaginu sem þeir hafa sest að í.
Og þá verði aðkomuhópurinn -eðlilega að samfélagi, til hliðar við megin-samfélagið í því landi.
Niðurstaða
Ég held að það geti verið alveg rétt hjá forsætisráðherra, að það séu ágætir möguleika á því, að Ísland verði a.m.k. að einhverju leiti fyrirmynd um það, hvernig á að taka við flóttamönnum - svo vel sé.
En ég tel það afar líklegt, að stór hluti ástæðu þess að sums staðar í Evrópu, lenda flóttamenn utan gátta í samfélaginu, og aðlagast ekki.
Sé vegna þess hve skortur á atvinnu sé útbreitt vandamál innan Evrópu.
Ef atvinnuleysi sé útbreitt - þá flæki það mjög fyrir því að koma flóttamönnum í vinnu.
Og án atvinnu, þá stórfellt aukist hættan á því að flóttamenn verði einangraðir félagslega frá samfélaginu sem þeir hafa sest að í.
Sem þá verði til þess, að hindra aðlögun þeirra að því samfélagi.
Þannig að þá verði þeir að - - hliðarænu samfélagi, í stað þess að renna inn í samfélagið.
Ísland ætti að geta komið þeim langsamlega flestum til vinnu.
Og sem ætti, ef kenning mín er rétt, að hindra þannig útkomu að þeir verði að félagslega einangruðu hliðar-samfélagi við okkar samfélag.
Kv.
19.9.2015 | 00:28
Lýðræði til sölu í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr
2010 leiddi röð úrskurða Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess, að reglur er voru í gildi um takmarkanir á framlögum -fyrirtækja- og -einstaklinga- til einstakra frambjóðenda til forseta, og þeirra sem bjóða sig fram til þings; voru afnumdar.
Der Spiegel - How the Super-Rich Threaten US Democracy: "2010 ruling in the Citizens United v. the Federal Elections Commission case in the Supreme Court. The high court ruled that political donations to be a form of freedom of expression. The five members of the court appointed by Republican presidents ruled that donations cannot be capped. The four justices appointed by Democratic presidents dissented. The ruling is the most devastating in recent US history and also threatens its democracy."
Þetta er alveg skelfilegt - - engar takmarkanir á -framlögum- frá sér sjálfum, frá fyrirtækjum eða öðrum einstaklingum. Gerir t.d. Donald Trump mögulegt, að verja 1.000 milljón Dollurum til eigin framboðs, eða hann segist ætla að verja það miklu fé.
Skv. þessu, gæti það -tæknilega gerst- að ótrúlega auðugur einstaklingur, kaupi sér embætti forseta Bandaríkjanna - valdamesta embætti heims; með eigin peningum.
- Þetta eru fyrstu forsetakosningarnar, þær sem eru framundan, sem fara fram -síðan takmarkanir á pólitísk framlög voru afnumin- þegar ekki er til staðar sitjandi forseti.
- Núna, er raunverulega hugsanlegt, að ofur auðugur einstaklingur geti keypt sér það að verða forseti, eða, að ofur auðug fjölskylda sem t.d. sjálf býður sig ekki fram geti algerlega fjármagnað framboð og átt 1-stykki forseta Bandaríkjanna gersamlega.
"In the first six months of this year alone, the candidates and their Super PACs received close to $400 million -- far more than in the entire previous campaign. The most conspicuous aspect, though, is that around half this money originates from a small group of massively wealthy families and the companies they own."
Það virðist sem að - - ofur auðugar bandar. fjölskyldur, hafi runnið á blóðið.
- "Republican Ted Cruz, for example, received $10 million from an oil billionaire and $11 million from a hedge fund manager."
- "Of the $16 million in total donations that have flowed into Marco Rubio's Super PAC, $12.5 million has come from four individual donors."
- "The arch-conservative Koch Brothers alone, whose estimated assets of $120 billion make them America's second-richest family, want to invest $889 million in the current election campaign."
Að sjálfsögðu hafa bandarískir auðmenn - alltaf haft gríðarleg pólitísk áhrif, og frambjóðendur hafa í áratugi þegið framlög frá auðmönnum, eða fyrirtækjum þeirra.
En þ.s. er að gerast - er samt stílbrot við það sem hefur verið.
- Í fyrsta lagi, er gjáin milli auðugra og almennings, að vaxa - megnið af hagvexti sl. 10 ára í Bandar. hefur farið beint til auðmanna, meðan almenningur hefur nánast ekki séð túskilding í auknar nettó tekjur.
- Þetta þíðir, að áhrif auðmanna -voru í vexti þegar fyrir- og síðan bætist þetta þar við ofan á, niðurstaða Hæstaréttar Bandar. 2010 sem afnam takmarkanir á fjárframlög til einstakra frambjóðenda.
Áður fyrr - sannarlega höfðu frambjóðendur þegið greiða frá auðmönnum.
En takmarkanir á framlög - þíddu a.m.k. að þeir áttu þá greiða til margra slíkra, þ.e. enginn einn auðmaður var líklegur t.d. að eiga algerlega forsetaframbjóðanda, eða einhver smár hópur auðmanna.
Það klassíska hefur verið að veita - sendiherrastöður.
En þær hafa lengi verið pólitískur bitlingur forseta til aðila er hafa veitt stór framlög.
En nú - - þeir sem eru í dag að kaupa sér forsetaframbjóðanda, jafnvel að leggja flr. en einum slíkum til fjármagn - > Þeir örugglega munu heimta miklu mun meira að launum, en skitið embætti sendiherra.
Niðurstaða
Vinsælar samsæriskenningar hafa gjarnan haldið því fram að örfáir auðmenn stjórni Bandaríkjunum.
Það kaldhæðna er, að það getur orðið raunveruleg framtíð Bandaríkjanna.
Að forsetakosningar verði lítið annað en, klíkur ofur auðugra Bandaríkjamanna, að kljást um embættið - - og sigurlaunin, þá bitlinga sem þeir geta fengið að launum til sinna fyrirtækja og sín persónulega - ef sá frambjóðandi er sú klíka fjármagnar nær kjöri.
M.ö.o. gæti skapast óskapleg spilling í kringum forsetamebættið, ef auðmönnum tekst að fá sína frambjóðendur - kjörna.
Lýðræðið í Bandaríkjunum virðist í stórhættu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2015 | 01:11
Verður Sýrland - Víetnam Pútíns?
Það hafa borist skýrar fregnir um það á síðustu dögum, að rússneskir hermenn séu komnir til Sýrlands. Ekki virðist um mikinn fjölda að ræða - ekki vitað akkúrat hvers konar hersveitir - en líkur sterkar að um sé að ræða sambærilegar sérsveitir eins og þær sem t.d. voru notaðar til að taka Krím-skaga, og sáust mjög vel á fjölda mynda - Speznac.
Rannsakendurnir í Bellingcat - náðu merkilegri ljósmynd í Sýrlandi.
R-166-0.5 signals vehicle
Að sögn Bellingcat -rannsakendanna- þá er um að ræða farartæki, sem sérhæft er í því að -trufla fjarskipti- en einnig í því að auðvelda fjarskipti. Tækið þjóni þeim tilgangi, að auðvelda hermönnum að eiga samskipti sín á milli - samtímis að samskipti annarra eru trufluð.
Á nærmyndinni sjáist rússneskur hermaður í einkennisklæðnaði rússn. hersins
Enginn veit akkúrat hvað Rússar hyggjast fyrir í Sýrlandi:
Syrian army starts using new weapons from Russia - military source
Russian moves in Syria have coalition questioning motives
Are Iran and Russia Risking Their Own Vietnam in Syria?
Nýtt Víetnam stríð?
Ein möguleg túlkun væri að Rússar hefðu í huga - umtalsverða innkomu. Höfum í huga að á nk. ári, hætta refsiaðgerðir á Íran. Þá fær Íran peninga er voru frystir í Bandar. fyrir 30 árum, og voru í eigu íranska ríkisins fyrir byltingu. Samtímis, þá má reikna með því að Íranar fái auknar tekjur af sölu á olíu - auk þess að þeir eiga verulegar birgðir af olíu, sem þeir augljóst munu selja.
Undirbúningur Rússa, gæti verið með þetta til hliðsjónar - að Íran muni á nk. ári ráða yfir umtalsverðu fjármagni. Og það geti samtímis gert Íran kleyft, að auka sínar aðgerðir samtímis innkomu Rússlands.
- Í Víetnam, þá voru Bandaríkin að styðja mjög óvinsæla ríkisstjórn.
- Sú ríkisstjórn var að glíma við innanlandsuppreisn er var víðtæk, og auk þess naut aðstoðar utanaðkomandi landa.
- Bandaríkin börðust með hersveitum ríkisstj. S-Víetnam, árum saman - gegn þeirri uppreisn. Gegn uppreisn er naut aðstoðar Kína og Sovétríkjanna, auk N-Víetnam.
Það má alveg teikna upp töluvert sambærilega sviðsmynd af átökum í Sýrlandi.
Ef maður setur í stað Bandaríkjanna -Rússland- og í stað Víetnam -Sýrland.-
Ef maður gerir ráð fyrir því, að Rússar ætli nú að berjast með Sýrlandsstjórn - gegn uppreisn innan Sýrlands, er sannarlega er víðtæk og auk þessa nýtur aðstoðar utanaðkomandi landa.
Ég persónulega stórfellt efa að slík tilraun, mundi líklega leiða fram sigur
- Sennilegra að stríðið yrði - enn mannskæðara.
- Bardagar stærri, og harðari.
- Og líkur aukast á því að það breiðist frekar út.
- Og þá að sjálfsögðu - - fleiri flóttamenn, jafnvel mun fleiri.
En ég fastlega reikna með því, að eins og í Víetnam - þá mæti andstæðingar þ.e. Saudi Arabía + flóa Arabar, innkomu Rússa og væntanlega auknum styrk innkomu Írana - - > Með því að bæta í það fjármagn sem þeir verja til þess að styðja við hreyfingar í Sýrlandi, er njóta velþóknunar þeirra - auk þess að auka við vopnasendingar.
- Ég er alls ekkert viss, að rússnesk innkoma veiki ISIS.
- Það þveröfuga gæti gerst, að hún mundi styrkja þá hreyfingu enn frekar.
Síðan 2013 hefur Sýrlandsstríðið - verið hreint "proxy war" milli Írana, með stuðningi Hesbollah, og þeim hersveitum sem stjórnin í Damascus enn ræður yfir.
Og Arabaríkja sem eru í bandalagi við Saudi-Arabíu.
- Þessar 2-fylkingar, hafa gert Sýrland að bardagavelli.
- Eiginlega tekið yfir stríð er hófst upphaflega á uppreisn innan sýrl. hersins.
- M.ö.o. - stolið stríðinu.
Punkturinn er sá, að ef -kristnir hermenn- bætast inn, berjast við hlið Shítanna í Hesbollah hreyfingunni, og Írana -sem auðvitað eru Shítar, með hersveitum Assads sem flestir eru af þjóðflokki Alava eða Alavíta, sem hafa eigin sértrú af meiði Íslam.
Þá styrkir það - - trúarstríðs tón þessara átaka.
Þegar þessar sveitir standa gegn hersveitum - - sem eru Súnní Arabar að stærstum hluta.
- Þetta -trúar-element- gerir þetta svo eldfymt.
Róttækir Súnníta-hópar er berjast í Sýrlandi - muni túlka þetta sem "krossfaraher"
Og þeir muni nota það, að -kristinn her- standi gegn trúbræðrum þeirra, sé að drepa -súnní Múslima- til þess að kveikja í hópum Araba í Mið-Austurlöndum, í borgum og bæjum um N-Afríku og Mið-Austurlönd.
Og þannig fjölga þeim -hugsanlega til muna- er ganga í þeirra raðir, og gerast sjálfboðaliðar með þeim í átökum innan Sýrlands.
- M.ö.o. nettó áhrif gætu verið þau, að fjölga Jihadistum er streyma til Sýrlands, það mikið - að vegi upp og gott betur, þá sem falla í harðnandi átökum.
- Og að auki, getur verið að -ISIS- geti notað þetta, til þess að fjölga fylgismönnum er mynda svokallaðar "svefn sellur" í borgm og bægjum um Mið-Austurlönd.
-------------
Hættan gæti orðið veruleg á frekari útbreiðslu stríðsins.
Ég held ekki að þessi átök séu líkleg, að enda með - sigri.
Eina leiðin sé - samkomulag.
Hvers konar samkomulag?
Ég er að tala um, að -bandalögin 2- hittist á hlutlausum stað - - þannig að Íranar, en án nokkurs vafa ráða nú Íranar meir í Sýrlandi en ríkisstj. þar, og Saudar, en þeir eru klárlega höfuð bandalags flóa Araba - - > Geri upp sín megin ágreiningsmál.
Ég hugsa að - skipting Sýrlands sé óhjákvæmileg.
Saudar og Íranar - geri upp sín á milli, hvar landamörk liggi.Íranar haldi Assad, ef þeir vilja að hann stjórni áfram, og þeirri landspildu er Assad enn stjórnar. Og auðvitað svæðum í Írak er lúta enn stjv. í Bagdad.
Saudar og bandalag Araba, fái þau svæði sem tilheyra uppreisnarhópum og -ISIS.-
Þau verði á áhrifasvæði - Sauda og bandamanna Sauda.
Og þeirra að gera við, hvað þeir vilja.
Síðan gæti verið mögulegt, að sannfæra þetta bandalag Araba, um að þeir sjálfir standi fyrir því að ganga á milli bols og höfuðs á ISIS.
Enginn Vestrænn her komi nærri.
Þetta væri ráðstefna - sambærileg við svokallaða Yalta ráðstefnu.
Þar væri skipting Mið-Austurlanda milli bandalaganna - ákveðin.
Og formlega bundinn endir á stríðsátök - bandalaganna 2-ja.
Við tæki - kaldur friður.
Niðurstaða
Ef mál fara þannig, að Rússar og Íranar, ætla að gera tilraun á nk. ári - að breyta verulega víggsstöðunni í Sýrlandi, stjórnvöldum í Damaskus í hag.
Þá reikna ég með því, að átök muni stórfellt harðna, því bandalag Sauda og Arabaþjóða, muni sennilega mæta þeirra innkomu, með því að auka við - af sinni hálfu.
Það gæti leitti til - - umtalsverðs viðbótar flóttamannastraums til Evrópu á nk. ári.
Auk þess - - skapað vaxandi hættu á frekari útbreiðslu átakanna, ef það fer svo að þau átök fari í stigmögnun milli fylkinga.
En frekari útbreiðsla - - þíddi hugsanlega stórfjölgun flóttamanna.
Ég held að það sé afar ósennilegt, að Rússland/Íran, geti unnið hernaðarsigur.
En tilraunir þeirra til að ná fram slíkum sigri - gætu leitt fram mjög stórfellda aukningu átaka, og eins og ég sagði - hugsanlega leitt fram nýja útbreiðslu stríðsins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.9.2015 | 02:22
Nýjasta útflutningsafurð Kína - kreppa
Martin Wolf hjá Financial Times war með áhugaverða skýringu á því, hvernig Kína gæti flutt út kreppu á næstunni. Þetta er afar varfærin spá.
A new Chinese export recession risk
Hann bendir á að gríðarlegt fjárfestingarhlutfall sé ekki lengur sjálfbært
"..., an investment share of 46 per cent of gross domestic product would be excessive in an economy growing 7 per cent..."
Flestir hagfræðingar í dag - - telja að hagvöxtur í Kína sé minni en opinberar tölur segja, en greinir um - - akkúrat hver sá hagvöxtur er.
"...a huge expansion of debt, often of doubtful quality, has accompanied this excessive investment."
Síðan 2008 hefur bæst við af skuldum í einkageiranum í Kína, yfr 100% af þjóðarframleiðslu. Þetta gríðarlega hröð skulda-aukning, bendir til þess að mikið sé af lélegum fjárfestingum.
"Yet merely sustaining investment at these levels would require far more borrowing. "
Þetta er alveg augljóst - - þessar skuldir aukast hratt áfram, ef reynt er að viðhalda fjárfestingum þetta gríðarlega miklum að hlutfalli.
"...central government, alone possessed of a strong balance sheet, might be reluctant to offset a slowdown in investment..."
Það væri augljóslega varasamt fyrir kínv. ríkið - að hleypa sjálfu sér í skuldir, til að viðhalda - - fjárfestingabólu.
- Þetta bendir til þess - - að mjög sennilega verði minnkun á fjárfestingum, og það veruleg á næstunni.
- Martin Wolf velti þá fyrir sér, hver áhrif þess verða á heims hagkerfið - ef snögglega dregur mikið úr fjárfestingum innan Kína.
"One channel would be a decline in imports of capital goods. Since about a third of global investment (at market prices) occurs inside China, the impact could be large. Japan, South Korea and Germany would be adversely affected."
Lönd sem eru bankalönd mundu finna verulega fyrir þessu.
Yrði óhjákvæmilega samdráttur í starfsemi fjármálafyrirtækja í þeim löndum.
"A more important channel is commodity trade. Commodity prices have fallen, but are still far from low by historical standards."
Við erum sannarlega þegar að finna fyrir þessu - þ.s. verðlag á hrávöru er nú í samdrætti. Brasilía þegar í kreppu. S-Afríka er líklega nærri því að detta inn í samdrátt. Hægt hefur mikið á hagvexti í Ástralíu.
Kreppa getur skollið á mörgum hagkerfum - sem hafa verið háð sölu til Kína.
Þetta er ekki spá um heimskreppu
Heldur að það hægi mikið á hagvexti í Kína - kannski ekki alla leið í samdrátt. Fjárfesting skreppi mikið saman.
- Miklar verðlækkanir á hrávöru.
- Gætu skilað sér inn til Evrópulanda, í formi - - sterkari tilhneygingar til verðhjöðnunar.
- Minni eftirspurn innan Kína eftir lánsfé - sem bitni á evr. fjármálastofnunu
- Og a.m.k. hægir á hagvexti - eða nemur staðar.
Á sama tíma - detta mörg lönd sem sérhæfa sig í hrávöru - - > Inn í kreppu.
---------------
Heildar útkoma - - að hagvöxtur í heiminum verði mjög lítill, kannski um árabil.
- Fyrir Evrópu - - mundi þessi þróun, þó sennilega binda endi á þá stefnu er hefur verið í gangi í ESB síðan 2012, þ.e. að byggja hagvöxt á auknum útflutningi.
- En erfitt er að sjá, hver í heiminum gæti tekið við þeim innflutningi - - sem sá útflutningur þyrfti á að halda.
Að auki leiddi það til þess, að gríðarlegt atvinnuleysi héldi áfram að vera til staðar.
Það mundi reyna enn frekar á þolrifin í samstarfinu um evruna, því þegar ljóst væri að ekki væri unnt að skapa hagvöxt með útflutningi- - > Væri bara eftir að skapa hann, innan frá.
Sem aftur leitar til baka til deilunnar - um hvernig hægt sé að skapa nýja eftirspurn innan Evrópu.
Niðurstaða
Ég held það sé alveg augljóst - að sá gríðarlegi hagvöxtur er hefur verið í Kína, standist ekki lengur. Sú hin mikla skulda-aukning sem hefur gætt innan kínv. hagkerfisins, hafi verið ósjálfbær tilraun til að viðhalda þeim mikla hagvexti er Kínverjar hafa verið vanir undanfarin 20 ár. Eftir að vöxtur svo hraður var sennilega þegar hættur að vera sjálfbær.
Það feli í sér að það mjög sennilega muni verða - leiðréttingaratburður. Vegna ósjálfbærrar fjárfestingarbólu er hljóti að springa.
Nánast það eina sem menn greinir um - er hversu slæmar afleiðingar verða.
Það sem Martin Wolf nefnir - sé með varfærnari spám.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2015 | 00:34
Brasilía gæti lent í óðaverðbólgu - vegna efnahagshruns, hratt versnandi fjárlagavanda, og launakrafna
Ástandið sem Dilma Rousseff stendur frammi fyrir - er vægt sagt hrikalegt. Frábær umfjöllun The Economist, skýrir þetta með afar skilmerkilegum hætti:
- Takið eftir, að alríkið í Brasilíu, hefur nú verið rekið samfellt með halla í langan tíma, sem hefur sloppið -þannig séð- meðan að hagvöxtur var öflugur sl. áratug.
- En nú allt í einu, er hagkerfið að skreppa saman - og það með auknum krafti. Og þá lendir brasilíska alríkið í -klassísku skatt-tekjuhruni- þannig að fjárlagahallinn vex hratt.
- Og það mun hann áfram halda að gera, nema að brugðist verði - hart við.
En Dilma er í dag - með einungis stuðning 8% kjósenda.
Sennilega því, óvinsælasti forseti í nokkru lýðræðisríki í heimi hér.
Þetta stafar af gríðarlegu hneyksli er tengist PetroBras, ríkisolíufyrirtækinu, er virðist hafa greitt fjölda pólitíkusa - stórar fjárhæðir í mútur og það - meðan hún sjálf var á sínum tíma, í stjórn PetroBras.
Með þessa ólykt hangandi yfir sér - - > Þá virðist Brasilía, vera stödd í -fullkomnum stormi- þ.e. að fá á sig alvarlega kreppu, er krefst harkalegra aðgerða ef verulega illa á ekki að fara, en er þá með -sitjandi forseta- er hefur engan stuðning, og því litla getu til þess að knýja áhugalítið þing - til aðgerða.
Af hverju segi ég hættu á óðaverðbólgu?
Málið er - að gríðarlega óvinsældir Dilmu eru beinlínis hættulegar landinu, hafið í huga við upphaf kreppu -en áhrif kreppa er vanalega að gera sitjandi stjórnarherra minna vinsæla en fyrir- sem þíðir auðvitað, að þegar kreppan magnast - - > Að þá á hún sennilega eftir að verða, virkilega hötuð.
- Það er ekki einungis það, að óvinsældir hennar -minnki líkur á að þingmenn taki þátt á óvinsælum ákvörðunum- undir hennar leiðssögn.
- Heldur á hún -óvinsældanna vegna- miklu mun erfiðar upp dráttar, að höfða til þjóðfélagsins -um þörf á samstöðu.
- Og auðvitað, til -stéttafélaga- að nú sé ekki tíminn til að efna til verulegra launahækkana.
Mér virðist hætta á að hún fái yfir sig fullkominn storm - - þ.e. þing sem ekki spilar með, og, að stéttafélög fari beint í verkfallagýrinn til að knýja fram - launahækkanir á móti vaxandi verðbólgu og fallandi gengi.
- Við Íslendingar sáum slíka hegðan hér á Íslandi á 8. áratugnum, þegar stéttafélög skeittu engu um verðbólgutölur - - og 2-ja stafa launahækkanir, áttu sinn þátt í að kynda upp bálið í hærri og hærri hæðir.
- En gengið féll eðlilega í hvert sinn.
Það sama getur nú gerst í Brasilíu.
Þó það sé land sem sé með yfir 100 millj. íbúa.
Er það samt land, sem háð er enn í dag - hrávöruútflutningi.
- Það þíðir, að þó landið sé þetta miklu stærra en Ísland, þá er það samt - háð sömu efnahagslögmálum og litla Ísland, þ.e. að útflutningur þarf að borga fyrir allt innflutt.
- Og að launahækkanir - ofan í samdrátt í tekjum af útflutningi, leiða þá eðlilega til, enn frekara falls gengis, og þar með enn frekari verðbólgu.
- Svo má ekki gleyma, ríkishallanum -sem verður enn hærri á nk. ári ef ekki tekst að innleiða stóran útgjalda-niðurskurð, sem þarf að fá samþykki þings fyrir.
- Sá sennilega leiðir fram -frekara gengisfall, vegna taps á tiltrú. Svo áfram frekara falls gengis, ef ekki tekst að minnka þann halla og stöðva hraða skuldasöfnun.
Þannig gæti fjárlagahalli + aðgerðir verkalýðsfélaga - - > Knúið verðbólguna sífellt hærra og hærra; alveg eins og Ísland upplifði á 8. áratugnum.
Óvinsælda sinna vegna, þá verði Dilmu -hugsanlega, jafnvel sennilega- ekki mögulegt, að skapa samstöðu - - > Til nauðsynlegra aðgerða, heldur þess í stað - þvælist allt gegn henni.
Og rökrétt, þá vaxi óvinsældir hennar enn frekar, því verra sem ástandið verður.
- Rökrétt virðist mér, því geta hafist á einhverjum punkti - - stórfelld hrina götu-uppþota.
- Brasilía hefur gengið í gegnum -herforingjastjórnir.
- Kannski gerist það aftur.
Niðurstaða
Þetta er hrikalegt -fall from grace- en töluverður völlur hefur verið á Brasilíu umliðinn áratug. Og margir hafa talað um svokallaðan "BRICS" hóp - sumir spáð því að sá hópur taki yfir heiminn. Kína hefur verið -miðja hans- og veitt hefur sl. ár verið megin útflutningsmarkaður Brasilíu og S-Afríku. En S-Afríka hefur verið talin með í "BRICS."
Vandi Brasilíu - - er vegna þess, að innflutningur Kína hefur dregist saman á þessu ári. Sá samdráttur hófst á sl. ári.
Fallandi verð á útflutningsafurðum Brassa - hafa kallað fram þessa kreppu.
Líkur virðast á frekara verðfalli á nk. ári - og ekki sér enn fyrir þann enda, hversu langt þau útflutningsverð kunna að falla.
- Ég óttast það versta í Brasilíu - - vegna geigvænlegra óvinsælda forsetans, þegar í kreppu upphafi.
- Það sé ekkert minna en -stórslys.
Standards&Poors hefur þegar - lækkað lánshæfi Brasilíu í rusl.
Er Brasilía því langsamlega stærsta hagkerfi heims, í ruslflokki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2015 | 00:57
Það gæti verið spenna framundan í Úkraínu - í október
Þessi frétt var um helgina í Financial Times: Guns fall silent in east Ukraine as Moscow and Kiev seek way out. Þeir sem fylgjast með fréttum - ættu að muna að Svoboda flokkurinn var fyrir skömmu síðan með háreysti í Kíev, á torginu fyrir framan þinghús landsins - meðan að þingið var að afgreiða mjög merkilega lagasetningu.
- Þingið afgreiddi lögin - - en þau fela í sér tilboð - að héröðin Luhansk og Donetsk sem heild fái verulega aukna sjálfstjórn.
- Þannig að ríkisstjórn og þing, er búin að gefa þann punkt eftir, að veita - > A-Úkraínu verulega aukið sjálfsforræði.
- En þetta er langt í frá búið að leysa deiluna.
Því að sett er það skilyrði - að áður en reglur sem veita aukið sjálfssforræði taka gildi.
Skuli fara fram almennar kosningar í héröðunum tveim - þá í héröðunum sem heild, í samræmi við löggjöf Úkraínu um almennar lýðræðislega kosningar - og að með þeim verði fylgst af eftirlitssveitum O.E.C.D.
- Það vekur samt sem áður ekki mikla furðu - að Rússland hafnar þessu.
- Né að það gera einnig fulltrúar svokallaðra uppreisnarmanna.
En þeir heimta - að fá áfram að stjórna þeim svæðum er þeir ráða.
Og hingað til - hefur stjv. Úkraínu ekki verið veittur aðgangur að landamærum Rússlands, á yfirráðasvæðum þeirra.
Þeir heimta því - - að sérstakar kosningar fari fram á þeirra umráðasvæðum, sem verði - viðurkenndar. Þar með þeirra yfirráð - viðurkennd.
- Í raun og veru - virðist mér, sú krafa fela í sér - að þeirra umráðasvæði.
- Væru alveg - sér sjálfsstjórnarsvæði.
- Og áfram undir stjórn þess herafla - sem nú stjórnar þeim umráðasvæðum.
Mr Putin has agreed to meet the French, German and Ukrainian leaders in Paris on October 2 their first four-way meeting since they negotiated Minsk II in February.
Defiant rebel leaders are instead planning elections under their own rules on October 18.
Þetta kort er greinilega úkraínskt, vegna þess að uppreisnarmenn eru titlaðir -hryðjuverkamenn- en ef menn láta það ekki pyrra sig, virðist það birta réttar upplýsingar um stöðu mála, hvar orustur fóru fram, o.s.frv. Sýnir hlutfall svæða uppreisnarmanna miðað við héröðin sem slík! Ríkisstj. bersýnilega ræður megni Luhansk héraðs! Meðan ca. hálft Donetsk hérað er í höndum uppreisnarmanna!
Hættan á að allt springi í loft upp er augljós
En - ef það virkilega stæði til af hálfu svokallaðra uppreisnarmanna, að halda raunverulega frjálsar kosningar á sínu umráðasvæði - - > Þá stæði þeim engin ógn af tilboði stjv. Úkraínu.
Að fyrst fari fram almennar frjálsar kosningar, og þeir sem verði valdir af íbúum svæðanna -> Stjórni síðan þeim svæðum í framtíðinni.
Og auðvitað, ef þeir teldu sig sjálfa - - hafa sterkan fylgisgrundvöll, þá að sjálfsögðu stæði þeim enginn stuggur af - skilyrði stjórnvalda og þings Úkraínu.
- En það hefur mig nefnilega lengi grunað, að uppreisnarmennirnir svokölluðu, hafi raunverulega afskaplega takmarkaðan stuðning - - sinna eigin landsmanna.
- Þá verður hegðan þeirra algerlega rökrétt, þ.e. þeir - - óttast að missa völdin, ef kosningar eru frjálsar og almennar. Þess vegna vilja þeir halda kosningar, sem ekki eru frjálsar - svo þeir geti stýrt útkomunni. Síðan logið því - að hún hafi verið réttmæt.
Samtímis er það algerlega ljóst - að stjv. Úkraínu og þing, ætla ekki heimila Pútín að komast upp með að - - > Að raun stjórna landsvæðum innan Úkraínu.
Það er áhugavert - að fundurinn með Pútín fer fram, áður en svokallaðir uppreisnarmenn, ætla að halda sína kosningu.
En þ.e. algerlega ljóst - að kosning þeirra, sem mun líklega fara fram með sama -ólýðræðislega sniðinu- og þær kosningar sem þeir hafa áður haldið þ.e. með sovésku sniði, og því nákvæmlega ekkert að marka - - > En samtímis munu þeir halda stíft því fram, að sú kosning veiti þeim - lögmæti, samtímis að fullkomlega öruggt er að -netverjar er styðja Pútín og svokallaða uppreisnarmenn- munu ekki blikna við það að halda því fam að sú sovéska kosning veiti slíkt lögmæti.
- Það er eftir 18/10 nk. sem manni virðist geta komið nýr suðupunktur.
- En vart verður unn að líta það með öðrum hætti en svo, að sú kosning feli í sér - að hafna sátt um frið.
----------------
En þegar Úkraínumenn - hafa fallist á aukið sjálfsforræði.
Þá snýst krafa Pútíns og svokallaðra uppreisnarmanna - augljóslega ekki um hagsmuni ibúa.
Þeir hafa að einhverju leti - falið sig að baki kröfunni um sjálfsforræði A-Úkraínu.
En nú þegar þ.e. veitt - - þá stendur það nakið, að í reynd snýst þetta um að veita Pútín -leverage- þ.e. handfang á Úkraínu - - > Svo hann geti alltaf hótað nýjum átökum, ef landið Úkraína vill taka ákvörðun t.d. í utanríkismálum, ekki Pútín að skapi.
Þetta hef ég alltaf talið liggja að baki - þ.e. tilgangurinn hafi alltaf verið sá fyrir Pútín, að tryggja Pútín þá aðstöðu - að geta stýrt að verulegu leiti framtíð Úkraínu.
Það sé svo mikilvægt að forða ákvörðunum - sem stjórnvöldum í Rússlandi sé á móti skapi.
Það sé þess virði - að standa fyrir átökum sem hafa kostað rúml. 7þ. mannslíf.
Niðurstaða
Maður vonar að sjálfsögðu, að átökum ljúki fljótlega í Úkraínu. En maður óttast að þau eigi enn eftir að blossa upp. En ef Poroshenko - - gefur ekki það eftir, á fundinum með Pútín, að -augljóslega ómarktækar kosningar svokallaðra uppeisnarmanna verði virtar- og -að þeir fái áfram að stýra þeim svæðum sem þeir nú ráða yfir- þá grunar mig að átök muni blossa upp í 3-sinn.
En Pútín -grunar mig- hefur ekki efni á að -missa andlitið í þessu máli- sem hann mundi gera, ef hann næði ekki markmiðum sínum. Sem ég tel vera, að tryggja sér nægilegt tak á Úkraínu - að hann geti takmarkað raunverulegt sjálfstæði þess, verulega.
Þannig að ef Úkraínumenn - sitja fastir við sinn keip. Þá grunar mig að átök hefjist aftur í október, kannski eftir þann 18. En líklega muni svokallaðir uppreisnarmenn fyrst vilja halda sínar kosningar - - svo þeir geti notað þær í áróðurrshluta átakanna.
En með -tilboði sínu- hafa úkraínsk stjv. tryggt sér sterka áróðursstöðu.
Það verður mun erfiðara í kjölfarið að halda því fram, með sannfæringarkrafti, að afstaða uppreisnarmanna eða Pútíns, snúist um - hag íbúa A-Úkraínu.
- Þannig séu aðilar - hver með sínum hætti, að undirbúa næstu rimmu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2015 | 15:58
Hefur hið nýja vinstri lausnir sem eru nothæfar gagnvart vandamálum þeim sem fylgja heimsvæðingunni svokallaðri?
Við þekkjum þau vandamál sem hafa gerst sífellt meir áberandi: Kjör miðstéttafólks eru í hnignun í gervöllum hinum Vestræna heimi -ekki bara í Bandaríkjunum, þau hafa besta falli staðið í stað eða hnignað, meðan að kjör sérfræðihópa hafa batnað verulega, og samtímis er gríðarleg aukning í velmegun þeirra sem eru eigendur í fyrirtækjum eða stunda fjárfestingar; ofan í þetta, eru verkamenn að sjá beina tekjurýrnun - þeir eru að auki að sjá starfsöryggi hraka og áunnin réttindi eiga sífellt meir á högg að sækja, og eru víða hvar í hnignun.
Að einhverju leiti má líta á kjör - - Jeremy Corbins, sem formanns Verkamannaflokksins breska, sem andsvar eða mótmæli við þessari þróun.
Stefán Ólafsson - sem við þekkjum, hann er ekki í nokkrum vafa, hverjum það er að kenna - af hverju þessi þróun hefur verið í gangi sl. 15-20 ár. Að sjálfsögðu, hægri mönnum að kenna.
Þarna á blogginu hans, má sjá marga pistla eftir hann - þ.s. hann mótmælir þeirri þróun sem ég vísa til - og veifar skýringu sinni, að þetta sé allt hægri mönnum að kenna.
Ég reikna með því að -Jeremy Corbin- sé Stefáni vini okkar, fullkomlega sammála.
Ég hef að sjálfsögðu allt aðrar skýringar, m.ö.o. - - uppbygging Asíu, einkum Kína
Það þarf að hafa í huga, að þessi þróun - hefur verið að gerast í öllum hinum Vestræna heimi, og það burtséð frá því - hvort hægri eða vinstri stjórnir hafa verið við völd.
Ég er að tala um ekki einungis V-Evrópu, Bandaríkin og Kanada, heldur að auki - S-Kóreu, Japan, Nýja-Sjáland og Ástralíu.
Ég hef fjallað um þetta áður - en rökin eru sára einföld.
- Íbúar Vesturlanda nálgast ef til vill samanlagt 1,5 milljarð.
- Í Kína einu saman búa ef til vill ca. svipað margir.
- Við höfum Indland, ekki alveg komið eins langt í hagþróun en samt á uppleið.
- Við höfum restina af SA-Asíu stór þjóðfélög eins og Indónesía, Malasíu, jafnvel Bangladesh, Tæland - - kannski samanlagt kringum hálfur milljarður manna.
- Afríka hefur liðlega milljarð manna.
Það sem við þurfum að muna, er að kringum 1990.
- Var hagrþóun risa þjóðfélaganna Indlands, Kína - miklu skemmra komin. Og það efnahagslega -take off- sem hófst í mörgum löndum Afríku ca. 2000, var þá ekki hafið.
- Síðan þá, hefur samkeppni um -auðlindir- og um -framleiðslustörf- í heiminum. Vaxið geigvænlega.
Við erum virkilega að tala um það - - að 3.000 milljón manns, eru í löndum í hagþróun.
Þetta leitar beint til gamla lögmálsins, framboð vs. eftirspurn
- Munið eftir þeim þætti - - - að ef framboð vex gríðarlega.
- Þá lækkar verðið - - - ef framboðið vex hraðar en eftirspurnin.
Þetta tel ég vera ástæðu þess, að kjör verkafólks á Vesturlöndum eru í hnignun.
Þegar 3.000 milljón manna þjóðfélög fara á hreyfingu, að þá vex gríðarlega framboð af vinnu-afli í boði á hnettinum.
Og sú gríðarlega aukning á framboði - - knýr fram verðlækkun.
---------------------
Þetta aukna framboð - - tel ég einnig hafa áhrif á öðrum sviðum.
- Þannig hafi einnig orðið gríðarleg aukning á eftirspurn eftir fjárfestum, þ.e. fjárfestingum, þegar svo mörg lönd eru að bjóða ný fjárfestingartækifæri.
- Það þíði, að -samnings aðstaða fjárfesta hefur batnað stórfellt- sem skýri sennilega, hvers vegna lönd eru að bjóða fyrirtækjum og fjárfestum - - > Sífellt hagstæðari kjör.
- Sem auðvitað, eykur hagnað fjárfesta, og þar með þeirra auð - þ.e. samfélögin fá minna til sín, stærra hlutfall gróða lendir hjá fjárfestunum sjálfum.
- Þetta skýri miklum hluta - af hverju verkafólk verði fátækara < - - > Samtímis að gróði hinna ofsaríku hafi aldrei sennilega verið meiri.
- Við sjáum þetta einnig í þeirra hegðan, þ.e. þeir verða sýfellt hrokafyllri.
- Sífellt minna tilbúnir til að - veita til samfélaganna, láta fé af hendi rakna til sameiginlegra sjóða.
---------------------
Sérfræðingastéttir - virðast einnig vera að græða á þessu, a.m.k. enn - þ.s. að enn sem komið er, þá sé þróunin að leiða fram aukna eftirspurn eftir þeirra þekkingu.
- En ég hugsa, að það muni koma sá tími, að löndin sem eru að þróast - fari að skóla nægilega mikinn fjölda eigin sérfræðinga.
- Sem líklega lengra séð inn í framtíðina, muni einnig leiða til - aukins framboðs af sérfræðingum, þannig að -framboð vs. eftirspurn- þá snúist gegn þeim einnig, í stað þess að virka með þeim.
---------------------
En fjárfestirinn líklega heldur áfram að vera kóngurinn á hæðinni.
Það virðist vera að byggjast upp ný auðsstétt - sem sé svo ofsalega svakalega auðug, að sá auður er ekki á færi venjulegs manns að skilja.
Það gæti alveg farið hugsanlega svo, að það sé að þróast - - ný aðalsstétt.
Það er að sjálfsögðu engin furða, að það séu að spretta upp mótmæli gegn þessari þróun
Vandinn er - - að ég er alls ekki viss að lausnir dæmigerðra vinstri manna, muni virka - fremur en áður.
En Corbin er eftir allt saman - vinstri maður eins og vinstri menn voru á 8. áratugnum.
- Það sem geri hann ferskan -í vissum skilningi- sé að hann hélt sér alltaf í sínu fari.
- Heimurinn sé aftur á móti, að snúa sér í hring - og að einhverju leiti að leita að nýju í smiðju, hins gamla vinstri.
- Menn kalla hann "authentic" eða "alvöru" vegna þess að hann skipti aldrei um skoðun, m.ö.o. hann leitaði aldrei málamiðlana.
- Þ.e. e-h í tísku núna, að horfa með aðdáun á einstaklinga, sem hafna málamiðlunum.
Þeir eru nú titlaðir með aðdáun -authentic- eða -alvöru- þ.e. menn sem meina þ.s. þeir segja, ekki -gerfi.-
En þ.e. allt og sumt sem þessir einstaklingar eru - -> Þ.e. einstaklingar, sem halda á lofti hugmyndum, sem séu róttækar -sannarlega,- en þegar þeir hafna -venjulegri pólitík- eru þeir að hafna -málamiðlunum.-
Sumir þessara -virðast vonast til þess- að geta komist hjá þeim, með því að -höfða beint til fjöldans.
M.ö.o. séu þetta fyrirbærið "demagogues" - sem mætti nefna -upphrópendur- eða -æsingamenn.-
Við höfum séð marga slíka áður.
---------------En punkturinn, hvað geta þeir gert?
Ég sé í reynd í þeim lausnum sem haldið er á lofti.
Ekki nokkurt sem líklegt sé til að - snúa þessari þróun við.
Ef maður horfir t.d. á Jeremy Corbin: Þá vill hann afnema skólagjöld, ríkisvæða járnbrautir í Bretlandi, hætta niðurskurði í ríkisútgjöldum + auka seðlaprentun.
- M.ö.o. - klassísk verðbólguleið.
Endurvakning stefnu Verkamannaflokksins frá árunum - fyrir Thatcher.
En á 8. áratugnum var einmitt í Bretlandi tíð gjarnan mikillar verðbólgu.
Meðan að við búum enn við opið hnattrænt viðskiptakerfi
Þá gildir það enn - - að verkamenn í Kína, keppa beint við verkamenn í Evrópu. Það á einnig við verkamenn í vaxandi mæli, í enn fátækari löndum.
- Aukin seðlaprentun í Evrópu, breytir því ekki.
Samtímis, þá hafa fyrirtæki gríðarlegan fjölda valkosta - að fjárfesta annars staðar en í Evrópu. Það rökrétt heldur áfram, að þrýsta á lönd að veita þeim mjög hagstæða fjárfestingar samninga, þannig að - löndin bera lítið út bítum.
- Sem þíðir að þeir ofsaríku, halda áfram að verða enn auðugari - og enn hrokafyllri.
Og mig grunar, að sá tími muni renna í garð -að hnattvæðingin bitni á sérfræðingum, þegar sérfræðingar menntaðir í ný-iðnvæðandi löndum, fara í vaxandi mæli að koma inn.
----------------
- Það er alveg augljóst, að hið hnattvædda viðskiptakerfi.
- Er að skapa nýja tekjuskiptingu, milli landa í þróun - - og landa sem hafa þróast.
- M.ö.o. - kjör á Vesturlöndum lækka.
- Kjör í ný-iðnvæðandi löndum batna.
Ég kem ekki auga á að - lausnir vinstri manna.
Muni forða þeirri útkomu.
- Það er auðvitað, að vegna þess að -einlægir vinstrimenn- eins og Stefán Ólafsson (þó hann sé haldinn þeirri ranghugmynd að vera miðjumaður) - - > Virkilega trúa því, að öfug þróunin sé stefnu hægri manna að kenna.
- Svo þeir geta básúnað það, með svo miklum sannfæringarkrafti - - > Að unnt sé að snúa þessu öllu við, ef þeirra -vinstristefna- er tekin upp.
Nú er í tísku - að falla í stafi af aðdáun yfir mönnum með sannfæringarljóma.
Sem halda fram róttækum leiðum - hafna málamiðlunum sbr. hafna venjulegri pólitík.
Ég er aftur á móti algerlega viss.
Að Stefán (ég hef reyndar útskýrt þetta allt fyrir honum á hans eigin bloggi) og aðrir hans skoðunarbræður - - > Greina vandann kolrangt.
Það séu ekki - vondir hægri menn sem séu að valda þessu.
Heldur - hnattvæðingin sjálf.
Er unnt að leysa þetta innan samhengis hnattvæðingarinnar?
Það má alveg hugsa sér - - sérstaka skattheimtu á hnattrænt starfandi fyrirtæki.
Er mundi fara í að standa undir rekstri alþjóða stofnana.
Það má hugsa sér - - sérstakan skatt á skattaskjól, er væri samþykktur sameiginlega af meirihluta þjóða heims - er einnig mundi fara í rekstur alþjóða stofnana.
En gríðarlegur kostnaður t.d. fylgir vaxandi flóttamanna-vanda. Og það kostar mikið fé að mæta þeim vanda. Einnig til að aðstoða lönd eins og í Sahel svæðinu í Afríku, þ.s. fátækt er líkleg til að vera gríðarleg áfram.
- Lönd heims, gætu sameiginlega ákveðið innan ramma S.Þ.
- Að sækja í þennan auð, sem auðmenn fela í skattaskjólum út um hvippinn og hvappinn.
Að sjálfsögðu - yrði veruleg andstaða.
Auðmenn mundu beita sér á ríkisstjórnir - um að hafna slíku.
Sérstaklega fókusa á þær sem hafa - neitunarvald.
----------------
En sú hætta getur skapast - - að sú krafa komi fram.
Að snúið verði baki við þessu - - opna viðskiptakerfi.
Og tekið upp í staðinn - - kerfi með lokuðum blokkum.
- Það mundi sannarlega, ekki bæta lífskjör - sú útkoma.
- Fyrstu áhrif væru sennilega, að framkalla mjög djúpa heimskreppu eins og á 3. áratugnum.
- En smám saman, mundi nýtt jafnvægi skapast.
- Kjarnorkuvopn - sennilega koma í veg fyrir nýja heimsstyrrjöld.
- En þau mundu ekki forða því - að ný heims blokkavæðing, leiði fram - > Vaxandi spennu og vopnavæðingu.
Það sé vegna þess, að í dag - þá eru margir þættir innan -heims-væðingarinnar- sem stuðla að auknu samstarfi í hnattrænu samhengi.
En ef kerfið brotnar upp í blokkir, þá fækkar ástæðum -til að vinna saman.-
En hver blokk um sig, mundi sennilega stærstum hluta vera sjálfri sér næg.
- Þjóðir mundu skipta sér í lið.
- Og ríkjandi þjóðir innan hverrar blokkar, mundu drottna yfir sinni blokk.
Vegna þess að hver blokk fyrir sig væri sjálfri sér næg.
Mundi sennilega verða -ívið jafnari dreifing á framleiðslustörfum en í dag.
Og það gæti stuðlað að nokkurri endurkomu -starfsöryggis.
- En kjör yrðu mjög líklega - heilt yfir lægri.
- Alþjóðlegt samstarf yrði sennilega - mjög erfitt, jafnvel ólíklegt.
- Sem þíddi sennilega m.a. niðurbrots samstarfs, um að forða - hnattrænni hlýnun.
----------------
Ég er ekki að segja að þetta fari þannig pottþétt.
Einungis að benda á þá hættu.
Að það getur gerst.
Að almenningur snúist gegn - hnattvæðingunni.
Niðurstaða
Það getur vel verið framundan sé bylgja á nk. árum, af róttækum vinstri stjórnum. Sem muni gera tilraunir til þess -að beita hefðbundnum vinstri aðferðum. Á birtingarmyndir -heimsvæðingarinnar- sem hrjá í dag Vestræn þjóðfélög.
Hinn bóginn hef ég ekki trú á að -leiðir hins hefðbundna vinstris muni virka.
En m.a. bendi ég á, að margir vinstri menn, kenna bakara fyrir smið, þegar þeir halda því fram - að um sé að kenna, vondri hægri stefnu eða vondum hægri mönnum.
En ekki - heimsvæðingunni sjálfri.
Það má vera - með réttum skilningi, þ.s. að það sé sjálf heimsvæðingin sem valdi þessu.
Þá sé unnt að gera tilraun - til að bregðast við hnattrænum risafyrirtækjum, að hnattrænir fjárfestar feli auð í skatttaskjólum - með hnattrænum hætti.
En það ætti að vera mögulegt - að setja alþjóðalög og reglur, og meira að segja að leggja á alþjóðlegan skatt.
- En ef sú tilraun mundi fara út um þúfur.
- Gæti fyrir rest, sjálf alþjóðavæðingin -beðið skiprot.
- Þegar þjóðir mundu snúa við henni baki, og ákveða þess í stað -að brjóta niður sjálft kerfið.
Slíkt kerfis niðurbrot hefur áður gerst.
Þ.e. árin rétt fyrir Seinni Heimsstyrrjöld - sem auðvitað felur í sér ábendinu, um mögulega endurtekningu heimssögunnar.
Kv.
OK - mörgum finnst þetta aðlaðandi hugmynd, að aðstoða stjórnvöld í Damascus - með beinni hernaðaríhlutun í átök þar í landi. Á hinn bóginn hefur sú hugmynd alvarlega galla, sem aðilum er laðast að þessari leið - annað af tvennu, líta fram hjá eða hafa ekki kynnt sér.
Russia calls on US to co-operate with its military in Syria
Assad er ekki -jihadisti- sem gerir hann skárri kostinn!
Þetta er hugmyndin í hnotskurn.
- En þetta lítur algerlega framhjá því atriði - að stríðið í Sýrlandi hófst með fjölda uppreisn stórs hluta íbúa, uppreisn sem ekki hefur hætt - þó að margir utanaðkomandi hópar hafi blandað sér síðan í málið.
- Að auki lítur þetta framhjá óskaplegri grimmd herafla Assads, er hefur meira eða minna lagt borgir og bæi landsins í rúst með sprengju-regni. Höfum í huga -margir sem eru hrifnir af stuðningi við Assad gjarnan samtímis gagnrýna stjv. í Úkraínu þ.s. liðlega 7.000 mann hafa látið lífið- en síðan stríðið hófst hafa yfir 300.000 manns eða ca. jafngildi allrar ísl. þjóðarinnar látið lífið, mjög sennilega langsamlega flestir almennir borgarar - og langsamlega flestir þeirra látið lífið vegna sprengjuregns stjv. **Þetta sýnir mikinn mun á grimmd átakanna í þessum tveim löndum, einnig hve stjórnarher Sýrlands er til mikilla muna - skeytingarlausari um mannfall almennings.
- Svo má ekki gleyma 8 milljón manns á faraldsfæti, þeirra heimili sennilega eru eyðilögð - fólk sem hefur kynnst hryllingi stríðsins þarna.
- Það sem mér finnst magnað - - > Hvernig fólki dettur í hug, að almenningur geti fyrirgefið stjórnvöldum þessi ósköp?
- Þ.e. sætt sig við að verða aftur stjórnað af Assad?
Ég hef enga trú á öðru en að landið yrði að herseta með varanlegum hætti.
Ef ætti að tryggja völd Assads yfir því öllu.
Og samtímis, væri slíkt setulið undir stöðugum árásum - íbúar mjög líklega litu það sömu augum og t.d. Lýbanir litu setulið Ísraela á 9. áratugnum.
-----------------------
Þó að ISIS sé sannarlega hræðileg hreyfing - - er langt langt í það, að sú hreyfing hafi drepið nándar nærri þetta marga Sýrlendinga.
Með þessa 2-valkosti þ.e. "evil vs. evil" ekki "evil vs. lesser evil."
Er einhver furða að margir kjósi að - leggja á flótta?
Það þarf auk þeirra galla er ég hef nefnt, að nefna að síðan 2013 hefur stríðið í Sýrlandi umhverfst í - - trúarstríð Shíta vs. Súnníta
Það má greina 4-fasa í því:
- Upphafleg uppreisn, sem hefst samtímis og mótmæli geysa um Mið-Austurlönd tengt svokölluðu "arabísku vori" - eftir mótmæli á götum úti í nokkra mánuði, sem mætt var með miklu harðræði lögreglu, þannig að hundruð óvopnaðra borgara láta lífið. Hefst klofningur innan stjórnarhers Sýrlands - er verulegur hluti liðsafla, gengur í lið með því sem í upphafi voru götumótmæli - > Vopnuð átök brjótast út ca. sept. 2011.
- Margvíslegir "jihadista" hópar byrja síðan að mæta á svæðið þegar átök hafa staðið í nokkra mánuði. Þeir eflast hratt - virðast þegar hafa notið stuðnings utanaðkomandi afla, sennilega Arabaríkjanna v. Persaflóa. Þegar árið rennur fram, ráða þeir stærri svæðum en - upphaflega uppreisnin, þ.e. svokallaður frjáls sýrl. her.
- ISIS mætir á svæðið 2013, framan af fer ekki mikið fyrir þeirri hreyfingu. En sú hreyfing ræðst að -uppreisnarmönnum- það ár, fyrst og fremst. En þegar svo var komið, voru stór landsvæði undir stjórn kraðaks hópa, þ.e. uppreisnin var orðin mjög klofin, margir hóparnir smáir. Það gerir -ISIS- mögulegt að beita klassískri aðferð -defeat in detail- þ.e. velja sér fyrst veikustu hópana einn af öðrum, taka þá yfir eða drepa, taka af þeim vopnin - þeir sem kjósa að lifa, efla raðir ISIS. Svo trappar ISIS sig upp, eftir því sem hreyfingin eflist, og ræðst á öflugari hópa - tekur yfir þeirra vopn og í mörgum tilvikum einnig, liðsmenn. **Þannig virðist ISIS hafa komist yfir nokkuð af bandar. vopnum sem CIA hafði látið einhvera þeirra hópa hafa er gáfust upp fyrir ISIS.
- ISIS eflist hratt, Íranar bregðast við með því að - - kalla til bandamenn sína, hið lýbanska Hesbollah. Og hefur sú hreyfing síðan - - barist með sveitum Assads.
Punkturinn er að - - þegar við höfum ISIS á annan kannt, bersýnilegan stuðning margra arabaríkja við fjölda -jihadista- hópa er berjast við Assad.
En Hesbollah á hinn kannt - - ásamt stuðningi Írans við stjv. í Sýrlandi.
Þá hefur stríðið öðlast mjög sterkan - - trúar stríðs undirtón.
-------------
Hættan er m.ö.o. að ef Vesturlönd færu að styðja Assad, í bandalagi við Írani.
Að þá færu Arabar að líta á þ.s. svik við málsstað sinnar trúar.
Og Súnní Arabar eru til mikilla muna fjölmennari í Mið-Austurlöndum, heldur en Shia Múslimar.
- Ég tel það blasa augljóst við, að Súnní Íslam haturshreyfingar af margvíslegu tagi, mundu græða mjög stórfellt á slíku bandalagi við Assad. Þar á meðal ISIS að sjálfsögðu.
- M.ö.o. að ef menn hafa þá stefnu að efla ISIS sem mest, og aðra hættulega Súnní Íslam haturshópa, þá væri það mjög skilvirk leið að slíku markmiði - - að ákveða að styðja Assad með beinum hætti, eins og Pútín leggur til.
Rétt að árétta að langsamlega flestir þeirra ca. 40 milljón Múslima er eiga heima í Evrópu, eru Súnní Íslam.
Menn verða að skilja - að hatursbylgjan meðal Súnní Múslima er mundi myndast, mundi einnig ná til Súnní Múslima er búa meðal vor á Vesturlöndum, þar á meðal í Evrópu.
Það þarf allt allt aðra nálgun á þetta mál!
Samningur við Íran gæti verið upphafið. En áður en unnt er að hefjast handa. Þarf að - afkúpla þetta trúarstríð milli Saudi Araba og bandamanna þeirra við Persaflóa, og Írans - sem staðið hefur nú yfir samfellt síðan á 9. áratugnum,
Stríðið í Sýrlandi - er eiginlega hreint "proxy war" milli þeirra fylkinga, orðið í dag.
Það verði að gera með einhvers konar - friðar samkomulagi milli arabaríkjanna við Persaflóa, og Írans.
Líklega þarf að leysa Sýrlands málið - - með skiptingu Sýrlands, þ.e. Íran fái að halda sneið, með sennilega bandamanni Írans -Assad- áfram við völd.
Meðan að Arabaríkin fái - svæðin sem ISIS nú ræður yfir.
- Eftir að slík skipting væri í höfn.
- Væri sennilega unnt að fá Arabalöndin sjálf, til þess að - safna saman í eitt púkk, dágóðum heralfa, svo að þau gangi milli bols og höfuðs á ISIS.
Ég held að Vesturlönd sjálf.
Ættu alls alls ekki, undir nokkrum kringumstæðum, að senda þangað fjölmennt lið.
Niðurstaða
Með öðrum orðum er ég að segja, að bein hernaðaraðstoð við Assad. Sé líklega sú hinn allra versta hugmynd, sem er inni í umræðunni. En þvert ofan í þ.s. fylgismenn halda fram - yrðu áhrifin algerlega þver öfug. Að stórfellt efla fylgi við hættulegar haturshreyfingar meðal Súnní Múslima.
Ef menn hafa áhuga á að - - starta aftur styrrjöldunum milli íbúa Norður strandar Miðjarðarhafs og Suður strandar Miðjarðarhafs. Væri stuðningur við Assad sennilega öflug leið að slíku takmarki.
Spurning hvort að Pútín - sé að leggja þetta fram. Í von þess að Vesturlönd væru svo heimsk, að falla með slíkum hætti - á eigið sverð?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2015 | 01:30
Bretland gæti verið að nálgast víðtæka pólitíska sátt um að yfirgefa ESB
Ég skal viðurkenna að ég hef ekki mikla þekkingu á skoðunum Jeremy Corbyn, sem virðist líklegastur næsti leiðtogi Verkamannaflokksins breska. En þ.s. mesta athygli vekur - - eru viðhorf hans: Wikipedia Jeremy Corbyn
- Móti ESB aðild, vill m.ö.o. Bretland út úr ESB.
- Vill reyndar að auki Bretland út úr NATO.
- Er uppsigað við Bandaríkin.
- Hann virðist styðja sjónarmið Rússlands, í þá átt - að rangt hafi verið að hleypa A-Evr. þjóðum inn í NATO, og að ástandið í Úkraínu sé V-Evrópu, og NATO að kenna.
- Mjög sterk viðhorf gegn Ísrael, og ákveðinn stuðningsmaður sjónarmiða Palestínuanna, þar á meðal - Hamas.
- Vill að Bretland hætti að vera kjarnorkuveldi.
- Vill opna aftur kolanámur í Bretlandi, er lokað var í tíð Möggu Thatcher.
- Vill ríkisvæða járnbrautir.
- Móti skólagjöldum í breskum skólum.
- Meðlimur að Amnesti International.
Þau viðhorf hans er gætu haft einna mest áhrif, gætu verið viðhorf hans gagnvart ESB
Það gæti haft áhugaverð áhrif, ef hann verður leiðtogi Verkamannaflokksins - þegar fyrirhugað er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretland verður áfram meðlimur eða yfirgefur ESB.
Sannarlega er David Cameron ekki - beint andvígur aðild. Eða þannig les ég ekki hann. En á hinn bóginn, eru mjög sterk andstöðuhreyfing við aðild innan Íhaldsflokksins.
Síðan er það 3-aflið í bresku pólitíkinni, þ.e. UKIP er nú 3-flokkurinn í breskri pólitík. Hefur nú meira fylgi en Frjálslindir. Afstaða UKIP er sannarlega þekkt.
- Ofan í allt þetta - bætist hin nýja flóttamanna krísa.
- Og öflug andstaða innan Bretlands - að veita móttöku mörgum flóttamönnum.
Ég þekki ekki viðhorf Jeremy Corbyn um það atriði.
En það getur verið að hann sé stuðningsmaður þess að taka við þeim flóttamönnum.
Hafandi í huga ákafan stuðning hans við málstað Palestínumanna.
Niðurstaða
Mig grunar að það geti haft merkileg áhrif á bresk stjórnmál, líklegt kjör Jeremy Corbyn sem formanns Verkamannaflokksins.
Ekki nærri öll hans viðhorf virðist mér sennilegt að öðlist almanna hylli - sbr. virðist mér ekki neinn verulegur stuðningur innan Bretlands, að landið hætti að vera meðlimur að NATO. Það gæti verið töluverður stuðningur við það, að hætta að vera kjarnorkuveldi. Síðan efa ég að víðtækur stuðningur sé við það sjónarmið - að rangt hafi verið að hleypa A-Evr. þjóðum í NATO - - að með því hafi NATO veitt Rússlandi gilda átyllu. Eða að deilan í Úkraínu sé V-Evr. og NATO að kenna.
En afstaða hans til ESB aðildar - gæti haft áhrif. Þegar tekið er tillit til áhrifa UKIP + hóps íhaldsmanna sem vilja Bretland úr ESB - - > Og ekki síst, sennileg áhrif núverandi flóttamannakrísu til þess að efla stuðning við brotthvarf Breta úr ESB.
Þess vegna sagði ég í fyrirsögn.
Að það geti verið að nálgast sú stund.
Að það myndist víðtæk pólitísk sátt í Bretlandi.
Að landið yfirgefi ESB.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Recep Tayyip Erdogan, virðist haldin stórhættulegu valdabrjálæði. En rétt er að rifja upp að fyrri hluta sumars í ár, voru haldnar þingkosningar í Tyrklandi - þá ætlaði Edogan að breyta stjórnarskránni. En hann er nú kjörinn forseti landsins. Sú breyting átti að færa völdin til embættis forseta landsins - svo hann mundi áfram stjórna landinu sem forseti.
- En hann gat ekki lengur setið sem forsætisráðherra - skv. stjórnarskrá landsins.
- Til þess að ná þessu fram, þurfti AKB flokkur Erdogan að ná - nægilega stórum þingmeirihluta.
Í staðinn, tapaði AKB flokkurinn sínum meirihluta.
Lýðræðisflokkur Kúrda, eins og má þíða nafn flokksins, náði óvænt 11% hlutfalli atkvæða. Komst þá upp fyrir 10% múrinn á tyrkneska þinginu - sem er óvenju hár múr, svo flokkur fái þingmenn.
- Ég held að það sé alls ekki tilviljun - að Erdogan fyrir nokkrum vikum hóf stríð gegn -Verkamannaflokki Kúrdistan, þekkt skammstöfun "P.K.K." En það leiðir til þess, að nú víða í borgum og bæjum í héruðum meirihluta byggð Kúrdum - - > Er nú öryggis-ástand, og ferðir borgara takmörkunum háðar.
- Síðan berast - - tvær mjög merkilegar fréttir:
Fears raised as violence escalates in Turkey: Múgur réðst á skrifstofur "H.D.P" eða Lýðræðisflokks Kúrda, í Ankara höfuðborg Tyrklands - og kveikti í þeim. Ekkert bólaði á afskiptum lögreglu. Skrifstofur flokksins urðu fyrir svipuðum árásum í nokkrum öðrum borgum.
Það sem ég líki þessu við, eru aðfarir "S.A." sveita nasista á árunum 1926 - 1933, er nasistar náðu völdum. En "S.A" sveitirnar sérhæfðu sig einmitt í "mob attacks" - sem skipulega var beitt til að skapa ótta og ringulreið.
En ég stórfellt efa að það sé tilviljun að ráðist sé á skrifstofur "H.D.P."
Turkey opens criminal inquiry on Kurdish political leader: "DHA, Turkeys main secular news agency, reported late on Wednesday that the state prosecutor in Diyarbakir, the regional capital of Turkeys predominantly Kurdish populated south-east, had opened an investigation into Mr Demirtas on charges ranging from humiliating the Turkish people to insulting the president and producing propaganda for a terrorist organisation."
Það þarf vart að taka fram - - að þessar ásakanir gegn leiðtoga Lýðræðisflokks Kúrda, eru augljóslega af pólitískum meiði.
- En það má hugsa sér, að minnsta gagnrýni á hugmyndir eða stefnu Erdogan, túlkist á grunni þeirrar kæru.
- Að minnsta gagnrýni á skipan mála innan Tyrklands, geti skoðast einnig út frá sömu kæru.
- Og ekki síst, það að kvarta yfir aðförum tyrkneskra yfirvalda -í átökum þeirra á svæðum Tyrkja -geti einnig að auki skoðast út frá þeirri ákæru.
-------------
- Mér virðist blasa við, að tilgangurinn sé að - hindra Lýðræðisflokk Kúrda í því að ná inn á þing, í nýjum þingkosningum sem boðað hefur verið til nú í haust.
Og til þess, sé Erdogan tilbúinn að beita ótrúlegum fantaskap, sbr. að hefja stríð gegn "P.K.K." -munið að flugher Tyrklands er stærstum hluta að beita sér gegn sveitum tengdum P.K.K. Sýrlandsmegin landamæranna.
Erdogan m.ö.o. virðist tilbúinn að taka þá áhættu, að sveitir -ISIS- nái að sækja gegn Kúrdum.
Síðan bætist við - sem virðast skipulagðar múgárásir á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrda.
Og þetta síðasta, tilraun til þess að - koma þekktasta pólitíska leiðtoga Kúrda í fangelsi.
- Með árásum á P.K.K. vonist Erdogan til að, þétta þjóðernissinnaða Tyrki að AKB flokknum. Tilgangur þeirra árása sé augljóst - pólitískur.
- Síðan sé með atlögu að helsta pólitíska flokki Kúrda, ætlað að koma í veg fyrir, að nokkur kúrdískur flokkur nái inn á þing.
- Þetta snúist allt um - tilraun Erdogan að ná því markmiði að AKB flokkurinn nái aftur meirihluta í haust - og helst, nægilega stórum svo Erdogan geti breytt stjórnarskránni að vild.
Í því markmiði - sé Erdogan tilbúinn að taka áhættu á borgarastríði í Tyrklandi.
Og auk þess - að hætta á að áhrif ISIS í Tyrklandi vaxi enn frekar.
Niðurstaða
Ég get ekki annað en kallað - aðfarir Erodgan geggjun.
Kúrdar eru ca. 18% landsmanna, heildarfjöldi íbúa Tyrklands ca. 77 milljón. Ég hef heyrt töluna 13 milljón manns. Tyrkir eru í kringum 70% landsmanna. Restin kraðak lítilla hópa.
En mér virðist hann vera að hætta á - hugsanlega umtalsvert alvarleg innanlands átök í Tyrklandi. Tyrkneski herinn mundi þá sennilega beita Kúrda, mjög miklu harðræði.
Við getum átt eftir að sjá - næsta flóttamannastraum, koma frá Tyrklandi.
Það þarf vart að taka fram - að efnahagslegar afleiðingar fyrir Tyrkland, af slíkum átökum - yrðu miklar. Augljóst mjög slæm fyrir ferðamennsku - en einnig ekki síður slæm, fyrir fjárfestingar í landinu. En hingað til, hefur uppbygging í efnahagsmálum verið helsti árangur Erdogans.
Hann gæti verið að taka þá áhættu, að leggja þann árangur stórum hluta í rúst. Á altari persónulegs valds.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar