Við getum öll verið frá Mars

Skv. fréttum hefur NASA tekist að safna frekari gögnum sem - virðast sterklega benda til þess að vatn renni á Mars, í skamma stund - við og við, á Mars dagsins í dag:

NASA Confirms Signs of Water Flowing on Mars, Possible Niches for Life

Liquid water exists on Mars, boosting hopes for life there, NASA says

Researchers say discovery of stains from summertime flows down cliffs and crater walls increases chance of finding life on red planet

NASA finds evidence of recent flowing water on Mars

Nasa scientists discover ‘briny’ water on surface of Mars

"Dark narrow streaks, up to a few hundred yards long, are seen along many slopes on Mars including Garni Crater. The identification of waterlogged salts in these streaks fits with the idea that they are formed by the underground flow of briny water that wets the surface. Credit Jet Propulsion Laboratory/University of Arizona/NASA"

"In a paper published in the journal Nature Geoscience, scientists identified waterlogged molecules — salts of a type known as perchlorates — on the surface in readings from orbit."

Um virðist að ræða -saltpækil- eða "brine" m.ö.o. vatn sem er með mjög háu salt innihaldi.

Myndir með rákum af þessu tagi - - hafa sést á myndum frá Mars sl. 20 ár, en það sem er nýtt í þessu - - er að tekist hefur að greina tiltekin efnasambönd, með mjög nákvæmri litrófsgreiningu.
Þeir segjast hafa beitt - nýjum aðferðum við þá litrófsgreiningu, sem hafi skilað hinum nýju gögnum.
Þau efnasambönd séu sönnun þess, að í þeim tilteknu rákum sem unnt var að greina með slíkri nákvæmni - hafi sannarlega í örskamma stund, runnið ofur salt vatn.

Það sem þetta sýnir fram á, er að - vatn er til staðar á Mars.
Ekki fyrir milljörðum ára, heldur í dag. Þó í afar lítlu magni - sennilega undir yfirborðinu.

"The perchlorate salts lower the freezing temperature, and the water remains liquid.

Vatnið getur runnið í þessum saltpækli þrátt fyrir að hitinn fari ekki upp fyrir -70°C.

"Christopher P. McKay, an astrobiologist at NASA’s Ames Research Center in Mountain View, Calif., does not think the recurring slope linae are a very promising place to look. For the water to be liquid, it must be so salty that nothing could live there, he said. “The short answer for habitability is it means nothing,” he said." - "He pointed to Don Juan Pond in Antarctica, which remains liquid year round in subzero temperatures because of high concentrations of calcium chloride salt. “You fly over it, and it looks like a beautiful swimming pool,” Dr. McKay said. “But the water has got nothing.”"


Þetta virðist auka líkur á tilvist lífs á Mars!

Þó vatnið á þessum stað, sé ofur salt - er óvíst að svo sé alls staðar. Og þ.e. vitað að á Mars er fullt af frosnu vatni - þ.e. ekkert útilokað að til staðar séu á Mars, vökvi undir ís.
Það getur einnig verið, að rakur jarðvegur finnist ofan á ís-undirlagi, og síðan þurrari lög þar ofan á.

Lífið á Jörðinni finnst á svo ótrúlega erfiðum stöðum, víða hvar.
Svo þ.e. sannarlega ekki unnt að slá neinu föstu um það, að Mars sé sannarlega gersamlega líflaus.

En það held ég reiknar enginn með öðru, en því að eingöngu sé um að ræða einfrumungs örverur.

 

An af hverju segi ég - Jarðarbúa geta verið Marsbúa?

Það hefur verið sýnt fram á, að -fræðilega- getur líf borist frá Mars til Jarðar.

Life's Rocky Road Between Worlds

Þessi grein gefur ágæta lýsingu á þessum hugmyndum.

Líklegasti tíminn fyrir Jörðina til að hafa fengið líf frá Mars, er sennilega þegar Jörðin var ung, og Mars einnig - í árdaga Sólkerfisins.

En vegna þess að Mars er smærri, þá kólnaði yfirborð hans á undan, og það er vitað - að á því tímabili, hafði Mars eins og Jörðin, segulsvið og höf á yfirborðinu.

  1. Ef sú kenning er rétt um myndun Tunglsins, að það hafi myndast í kjölfar risastórs áreksturs Jaðar við aðra plánetu á stærð við Mars.
  2. Þá hefur sá árekstur gersamlega - eytt öllu lífi er þá kann að hafa verið til staðar á Jörð. Þar sem orkan af árkestrinum hefur gert stóra hluta yfirborðs Jarðar að risastóru hraun-hafi.

Líklegasti tíminn fyrir Mars-líf á yfirborði.
Er einmitt í árdaga Sókerfisins, þegar Mars hafði höf á yfirborði, og segulsvið - því þykkan lofthjúp.

Ósennilegt er að það líf hafi náð að verða sérlega þróað, enda voru höfin á Mars ekki til mikið lengur en í rúman milljarð ára.
En málið er, að einmitt helsti möguleikinn liggur í gegnum - örverulíf.
Því örverulíf er nægilega hart af sér, til þess að það getur lifað af í formi svokallaðra gróa, þegar það getur legið í dvala í langan tíma.

Gró hafa fundist á Jörðinni, úr mörg þúsund ára Jarðlögum.
Sem hefur ræktast úr - lifandi örverur. Sem hafa þá legið í dvala, enn lifandi.

Þetta er því algerlega mögulegt.
Þó það virðist afa harkaleg aðferð sannarlega, þ.e. smástyrni rekst á Mars, þeytir upp fullt af grjóti - megnið fellur aftur á Mars, en hlutfall sleppur úr þyngrarsviði Mars, og lágt hlutfall af því - nær alla leið til Jarðar, og í lágu hlutfalli þeirra loftsteina nær gró að lifa af ferðina.

En þ.e. alveg nóg, til þess að t.d. á nokkrum milljónum ára, eftir risa áreksturinn við plánetu á stærð við Mars - - kann líf að hafa náð að berast til Jarðar frá Mars.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega málið, að ef menn finna líf á Mars. Þá er það sennilega ekki algerlega óskilt Jarðar lífi, eins og margir halda. Tæknilega er það hugsanlegt fyrir líf að berast til Mars frá Jörð - með sama hætti. Á hinn bóginn, þá er auðveldar þyngdaraflslega séð fyrir grjót sem þeytt er út í geim af plánetu - - > Að berast í átt til Sólar.

Jörðin er Sólarmegin við Mars eftir allt saman.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Farðu bara ég ætla að vera heima.

Snorri Hansson, 29.9.2015 kl. 03:08

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Karlar eru frá Mars en konur frá Venus.smile

Jósef Smári Ásmundsson, 29.9.2015 kl. 06:25

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

"Og þ.e. vitað að á Mars er fullt af frosnu vatni",  segirðu.

Ég hef ekki heyrt af því að tekist hafi að sanna að á Mars sé frosið vatn þó líkurnar séu verulegar.  Mér vitandi hefur til mynda enn ekkert staðfest þar að lútandi komið út úr "Jeppa"-leiðöngrunum á plánetunni.  En kannski býrð þú yfir haldbetri upplýsingum sem væru þá vel þegnar.  

Daníel Sigurðsson, 30.9.2015 kl. 00:37

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Daníel, það er ís á skautunum á Mars, þá meina ég ekki bara úr öðrum efnum en vatni. Þ.e. rétt hjá þér - að ekki hefur enn tekist að sanna tilvist vatnsíss utan ísbreiðanna á skautum Mars.

Mjög eðlilega hafa þau för sem send hafa verið, ekki getað sannað tilvist íss utan skautanna. En þau hafa mjög takmarkaða getu til að skoða hvað er undir yfirborðinu.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2015 kl. 02:26

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Takk fyrir þetta Einar. En þetta breytir því ekki að ég hef hvergi séð það staðfest að tekist hafi að sanna tilvist ísbreiða úr vatni(H2O)á skautum Mars heldur aðeins að góðar líkur séu á því. Staðfestar upplýsingar af þinni hálfu væru vel þegnar, ef þú hefðir undir höndum eða gætir vísað til, að tekist hafi að sanna tilvist ísbreiða úr vatni á Mars.   

Daníel Sigurðsson, 30.9.2015 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband