Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
19.7.2015 | 16:25
Gjaldþrot getur verið minnst slæma lendingin fyrir Grikkland
Við erum að tala um framhaldsprógramm upp á rúma 80 milljarða evra, sé bætt ofan á núverandi skuldastöðu Grikklands - sem sennilega færi heildarskuldastöðu upp í 200% af þjóðarframleiðslu.
- Sannarlega hefur Grikkland þegar 10-ára greiðslupásu á lán af 2-björgunarprógrammi Grikklands.
- En það verður að muna, að greiðslupásan gildir bara fyrir lánin af 2-prógrammi.
- Greiðsluvandræði Grikklands á þessu ári, standa í tengslum við lán af 1-prógrammi sem hafa verið að falla á gjalddaga á þessu ári.
- Greiðsupásan þíðir því ekki -að Grikkland geiði ekki neitt á meðan- heldur einungis að landið greiði ekki af lánum af 2-lánapakka, í þau 10 ár sem greiðslupása um þau lán gildir.
- En það hefur verið algengur misskilningur í fjölmiðlum, þar á meðal í alþjóðlegum stórfjölmiðlum, að Grikkland sé í einhverskonar - almennri greiðslupásu.
- Ástæða fyrir þörf fyrir 3-björgun Grikklands. Er einmitt skortur á getu landsins sem hefur verið að birtast okkur sjónum, getu til að standa undir þeim greiðslum sem þegar hafa hafist, af 1-lánapakka.
- Þ.e. auðvitað vegna þess, að sú geta er ekki til staðar, að menn ætla að fara að lána Grikklandi fyrir þeim greiðslum, af 1-lánapakka.
- Menn segja að Grikkland hafi ekki staðið við aðgerðapakka.
- Þess vegna hafi áætlanir ekki gengið upp.
En við hvað var miðað, þegar menn ákváðu greiðslubirði Grikklands, nóv. 2012?
Það var gert ráð fyrir hröðum viðsnúningi til hagvaxtar, árið í ár væri fyrsta heila árið í hagvexti, síðan mundi sá hagvöxtur aukast - - og haldast síðan stöðugur í ca. 3%, að því er best varð séð - til eilíðarnóns.
Ég taldi alltaf þessar hugmyndir - hreina fantasíu.
Það er augljóst - - að áætlanir frá nóv. 2012 um öflugan viðsnúning í Grikklandi til hagvaxtar hafa ekki staðist, né að kröftug endurgreiðslugeta myndist.
Nýjasta AGS plaggið: PRELIMINARY DRAFT DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS
Augljóst er, að Grikkland hefur ekki hrint í verk, nærri öllum þeim breytingum á vinnumarkaði í Grikklandi, þ.s. er fullt enn af "lokuðum geirum" - sem ætlast var til.
Það liggur gjarnan fyrir sú ásökun, að þess vegna hafi dæmið ekki gengið upp? En hefði annars sannarlega það gert. En ég er aftur á móti algerlega viss, að þær áætlanir voru aldrei raunhæfar.
Það er forvitnilegt að skoða það - hvaða land var notað sem viðmið fyrir Grikkland!
Í þessu AGS plaggi, er mjög góð lýsing á þessu: PRELIMINARY DRAFT DEBT SUSTAINABILITY ANALYSIS.
- Bls. 9 "Medium - to long - term growth projections in the program have been premised on full and decisive implementation of structural reforms that raises potential growth to 2 percent." - - - > Takið eftir, þetta var viðmiðið. En síðan kemur sögulegur samanburður.
- "...real GDP growth since Greece joined the EU in 1981 has averaged 0.9 percent per year through multiple and full boom - bust cycles and TFP growth has averaged a mere 0.1 percent per year." - - - > Takið eftir, raunhagvöxtur -þegar gerð hefur verið grein fyrir öllum þáttum- hefur einungis verið 0,1% per ár, en skv. áætlun mundu aðgerðir þær sem gerð var krafa um, hækka þann árlega vöxt í 2%.
- "What would real GDP growth look like if TFP growth were to remain at the historical average rates since Greece joined the EU? Given the shrinking working - age population (as projected by Eurostat) and maintaining investment at its projected ratio of 19 perc ent of GDP from 2019 onwards (up from 11 percent currently), real GDP growth would be expected to average 0.6 percent per year in steady state." - - -> Takið eftir þessari lýsingu. Vandi Grikklands vegna fólksfjöldaþróunar, er sá - að öllu óbreyttu áætla þeir framtíðar raunhagvöxt Grikklands neikvæðan.
- "If labor force participation increased to the highest in the euro area, unemployment fell to German levels, and TFP growth reached the average in the euro area since 19 80, real GDP growth would average 0.8 percent of GDP." - - - > Að óbreyttri skilvirkni sé hámarks hagvaxtargeta Grikklands, einungis 0,8%.
- "Only if TFP growth were to reach Irish levels, that is, the best performer in the euro area, would real GDP growth average about 2 percent in steady state." - - - > Ég fann þennan texta inni í greininni miðri. M.ö.o. þeir gerðu ráð fyrir að Grikkland á örfáum árum, yrði ná fram álíka skilvirkni og hagkerfið á evrusvæði með skilvirkasta mælda vinnumarkaðinn á öllu evrusvæði. Annars gat ekki dæmið gengið upp. En viðmiðið var einmitt - - að Grikkland næði meðal "TFP" vexti upp á 2%.
Það sem mér virðist þetta sýna algerlega fram á, sé að viðmiðin hafi verið gersamlega óraunhæf.
Krafan um hagvöxt langt - langt - langt umfram raunhagvaxtargetu þá sem Grikkland hefur haft sl. 40 ár.
En ég get í reynd ekki séð annað út úr því, en það að þetta viðmið hafi komið fram með þeim hætti, að menn hafi reiknað sig út frá öfugri átt, m.ö.o. hvað þarf til svo ekki þurfi að lækka höfuðstól skulda.
Það hafi verið neitunin að lækka höfuðstól skulda, sem hafi leitt það hagvaxtarviðmið fram. Ekki að það hafi verið sá skilningur, að þetta hafi verið raunhæfustu kröfurnar sem unnt hafi verið fram að leggja.
- En hvernig geta menn í ósköpunum vitað, að Grikkland mundi ná fram þessum hagvexti, þó svo öllum kröfum væri mætt?
- Þ.e. sannarlega rétt, að Spánn er nú að sína hagvöxt í líkingu við þetta - einhverjum gæti dottið í hug að segja -aha þar er sönnunin- en spænska hagkerfið stendur því gríska miklu mun framar. Spánn t.d. hefur öflug útflutningsfyrirtæki, þau voru til staðar, þannig að þá er vel framkvæmanlegt að bæta þeirra starfs skilyrði, og fá fremur fljótt inn - aukningu í útflutning, og þar með nýjan hagvöxt.
- En Grikkland hefur ekki slík útflutningsfyrirtæki. Grikkland hefur gríðarlega lélegan útflutning. Þann lélegasta innan ESB. Þ.e. að sjálfsögðu megin ástæða þess, að hagvöxtur í Grikklandi hefur verið í því lélega fari svo lengi - sem hann hefur verið. En punkturinn er sá, að þú býrð ekki til nýjar útflutningsgreinar á nóinu.
- Þá þurfa menn að gera ráð fyrir, að Grikkland laði til sín erlenda aðila - er setji þar upp starfsemi. En af hverju í ósköpunum ættu slík fyrirtæki að velja Grkkland? Alveg burtséð frá því hvort Grikkir - geri allt þ.s. þeim er upp á lagt?
En til þess að vera góður staður fyrir erlend fyrirtæki, þarf gríðarlega margt að gera í Grikklandi - - og svo óskaplega margt af því kostar stórfé, sem Grikkland á ekki.
Ég hef einfaldlega aldrei haft nokkra trú á þessu dæmi - yfir höfuð.
Bendi t.d. á, að ef gríska ríkið á að greiða af erlendum skuldum nk. áratugi 3,5% af þjóðaframleiðslu per ár, eftir ath. - að hafa skorið ríkisútgjöld miðað við upphaf kreppu sennilega um stærðir í kringum 40% - - > Þá er afar erfitt að sjá hvernig gríska ríkið á að hafa efni á því, að byggja upp innviði landsins, þannig að þeir standist þær bestu kröfur sem erlendir fjárfestar í dag gera um aðstöðu.
Að auki, þá ef aukning skilvirkni hjá gríska ríkinu á að skila sér, þarf gríska ríkið á hæfu starfsfólki að halda, eftir mikinn niðurskurð launa - gæti verið erfitt að útvega það fólk, því vanalega krefst hæft fólk hárra launa. Eins og við erum að kynnast hjá ísl. læknum og hjúkrunarfólki, er vinnumarkaður fyrir "professionals" orðinn alþjóðlegur. Slíkt fólk getur því gjarnan leitað til næsta lands, sem þíðir að heima landið verður þá að bjóða sambærileg kjör. Ég er því dálítið skeptískur á það að stórbætt skilvirkni hjá gríska ríkinu muni skila sér nærri að fullu.
- Ég á mjög erfitt með að sjá, að ef það á að vera stefnan, að erlendir fjárfestar komi til Grikklands í stórum stíl, til að búa til þann hagvöxt sem þarf - - að Evrópa komist hjá því, að verja gríðarlegum upphæðum til þess að byggja þá upp innviði Grikklands.
- Grikkir þurfa þá að fá mjög gríðarlega rausnarlega styrki frá "Þróunarbanka Evrópu" og að auki - öðru styrkjakerfi ESB. Yrði að vera nokkurs konar "Marshall Plan" fyrir Grikkland. Afar ósennilegt heilt yfir, að Grikkir mundu nettó greiða.
Það getur enginn neitað því, að Grikkland var búið að koma sér í gríðarlegan vanda, þegar í upphafi kreppu - Oliver Blanchard hjá AGS lýsir því í nokkrum orðum:
"...debt in Greece was 300 billion euros, or 130% of GDP. The deficit was 36 billion euros, or 15½ % of GDP. Debt was increasing at 12% a year, and this was clearly unsustainable." - "Given gross financing needs of 2025 % of GDP, it would have had to cut its budget deficit by that amount. Even if it had fully defaulted on its debt, given a primary deficit of over 10% of GDP, it would have had to cut its budget deficit by 10% of GDP from one day to the next..."
Það sem síðar hefur gerst, að gríska hagkerfið hafi sigið um 30% síðan 2010 - - höfum í huga að upphafs halli gríska ríkisins var 10%, þá er heildarniðurskurður gríska ríkisins þegar orðinn vart undir 40%.
Og gríska ríkið þarf til viðbótar mjög líklega, að skera niður 10%. Ef það á að geta staðið undir kröfum - um að byggja upp greiðslugetu. Þá erum við að tala um, að ríkisútgjöld í Grikklandi muni þá hafa minnkað um helming.
Er einhver furða, að það sé komin þreyta í Grikki?
Sem hafa upplifað lífskjör nú skreppa saman ár frá ári, atvinnuleysi aukast ár frá ári.
Og samt hefur staðan aldrei virst vonlausari.
Eins og ég sé vanda Grikklands, er greiðslugeta í reynd "0"
Takið eftir lýsingunni að ofan, þ.s. fram kemur hjá starfsmönnum AGS, að miðað við núverandi ástand mála í Grikklandi. Sé hagvaxtargeta í reynd -0,6%. Eðlileg ályktun af þeirri staðreynd, er sú að greiðslugeta sé nákvæmlega - engin.
Allar fyrirætlanir um að Grikkland endurgreiði, snúast um að skapa greiðslugetu. Sem ekki er augljóslega til í dag - - vandinn er auðvitað sá, að trúverðugleika gap Grikklands er of stórt.
Þegar greiðslugetan er engin, þá vil ég meina sé ekki nóg, yfirlýsing um að Grikkland greiði ekki af núverandi lánapakka í 10 ár, meðan að greiðslur af síðasta lánapakka halda áfram að hrannast upp, svo það þarf að búa til 3-lánapakka til að lána fyrir greiðslum af 1-lánapakka.
Þegar við tökum t.d. Spán sem dæmi, þá var trúverðugleika gapið aldrei þetta risastórt, punkturinn er sá - að þegar þú ert staddur í þjóðfélagsumræðu, þá þarftu að sannfæra fólk um það að stefnan sé líkleg að ganga upp - - > Annars hrannast andstaðan upp, og vilji til að fylgja prógramminu hrynur. Sem einmitt gerðist í Grikklandi.
Vandinn er að fá fólkið til að trúa því, að þetta sé mögulegt - þá má það ekki taka margar kynslóðir, fyrir jákvæðar breytingar að skila sér. Það þarf að skila sér sýnilega þegar fyrir þá kynslóð sem í dag er ung - - > Annars mun hún styðja hverja þá uppreisn gegn prógramminu sem fram kemur.
- Ég sé ekki að unnt sé að brúa þetta bil, án þess að gera ráð fyrir mjög stórri skulda-afskrift.
- Sannarlega felur það í sér verulega afskrift skulda, þær aðgerðir sem Evrópuríki hafa þegar gripið til, sbr. lækkun vaxta sem eru mjög lágir á 2-lánapakka. Og að gefa 10 ára greiðslufrest á lán af 2-lánapakka. Það þíðir, a.m.k. um lán af 2-lánapakka, að þau eru ekki sérlega íþyngjandi í dag.
- En vandinn er sá, að fólk er ekki bara að horfa á nk. ár, heldur er kynslóðin sem er ung, að horfa á það - á ég að búa í Grikklandi, eða flytja annað? Dæmið getur ekki gengið upp, hafandi í huga hve hátt hlutfall Grikkja eru eldri borgarar, ef stór hluti unga fólksins flytur úr landi.
- Þá dugar ekki þetta 10-ára bil. Fólk þarf að trúa því að það sé framtíð. Þegar það sér þennan risastóra vegg af skuldum, þó ekki þurfi að greiða af honum strax. Þá trúir það ekki á þá framtíð - - sbr. trúverðugleika-gap.
- Til þess að Grikkland haldi þessu unga fólki, þarf gríðarlega efnahags uppbyggingu í Grikklandi, á því er enginn vafi.
- En ég sé ekki að sú uppbygging geti farið fram, nema og aðeins nema, ef trúverðugleika-bilið er brúað með stórri skulda-afskrift.
Eins og staðan er í dag, þarf sennilega að afskrifa skuldir Grikklands af stærstum hluta.
Þar sem ekki er vilji til þess í aðildarríkjunum, er sennilega minnst slæmt - að Grikkland fari í formlegt gjaldþrot.
- Það tekur auðvitað engin hátíð við í Grikklandi - - gríska ríkið þarf sennilega að endurtaka það sama og gert var á Íslandi í hruninu, að gríska ríkið taki bankakerfið yfir -en tryggi innlenda starfsemi þess.
- Það getur gríska ríkið einungis gert í ástandi þrots, með því að snúa til baka til drögmunnar.
- Dragman auðvitað gengisfellur stórt - en Grikkir eiga í dag erlendis verulegt fé sem flutt hefur sl. 5 ár út úr gríska fjármálakerfinu til annarra evrulanda. Mér skilst að það fé sé það mikið, t.d. miðað við 30% gengisfall þá hækki það í virði miðað við gríska hagkerfið sem nemur 5% af þjóðarframleiðslu. Þetta fé sé í bland í eigu einstaklinga, fjölskyldna og grískra fyrirtækja.
- Það verða auðvitað fyrirtæki sem lenda í vanda með greiðslur í evrum, t.d. til byrgja. En ákaflega mörg grísk fyrirtæki virðast hafa þegar tryggt sig með því að færa fé úr landi á reikninga í öðrum evrulöndum. Þannig að almennt séð getur vel verið að slík vandræði verði ekki til staðar, að fé grískra fyrirtækja erlendis - dekki þarfir þeirra til að fjármagna þeirra þarfir í evrum.
- Stærsti hluti skulda grískra fyrirtækja virðist innan gríska bankakerfisins, og þær mundu þá verða að drögmum - sama mundi gilda um grískar innistæður. Eina leiðin til að tryggja aðgang að þeim, eins og gert var á Íslandi í hruninu - er ef gríska ríkið skiptir yfir í drögmur. Annars mundi þurfa að loka alveg á aðgang að innistæðum. Sennilega mundu þær allar tapast. Því að gríska ríkið eftir þrot, mundi ekki hafa aðgang að evrum óháð verði. Nema með þeim hætti, sem gert var á Íslandi - að setja upp haftareglu, skylda aðila að skila gjaldeyri til seðlabankans. En það væri langt í frá nægt fé til að varðveita innistæður í evrum í grísku bönkunum. Þó svo að Dragman mundi líklega falla stórt - þar með virði innistæðna raunminnka mikið. Þá væri samt það eina leiðin fyrir gríska ríkið eftir þrot að tryggja aðgang að innistæðum, að skipta yfir í drögmur.
Í besta falli mundi gríska hagkerfið rétta við sér hægt og rólega á löngum tíma. En ég á ekki von á hröðum hagvexti, alls ekki. Það yrði allt framanaf háð ferðamennsku. Ferðamennska gæti farið í aukningu, ef það eru ekki götuóeirðir í gangi til að fæla fólk frá. Þannig að það þarf þá sennilega að hafa myndast sæmileg sátt innan gríska samfélagsins, að fara þá leið.
- Það er betra - ef þetta er gert í einhverju samkomulagi við aðildarríkin.
- Þannig að Grikkland hafi aðgang óskertan áfram að "Þróunarbanka Evrópu."
Það þíðir sennilega að landflótti ungs fólks verður, að einhverju verulegu leiti. Á hinn bóginn, þá gengur það unga fólk sennilega ekki að dýrum störfum erlendis!
Þannig, að ef skiptin í drögmu eru gerð í sæmilegri sátt innan samfélagsins, þannig að það sé friður innan samfélagsins - - svo að aukningin í ferðamennsku skili sér. Ætti að verða hröð fjölgun starfa í þeirri grein, og atvinnuleysi minnka því sæmilega hratt.
Sem ætti að bæta líkur þess, að unga fólkið verði heima. Það þíðir að sjálfsögðu, að fallið í Grikklandi verður ákaflega djúpt - lífskjörin sennilega fara langt niður.
Gamlingjarnir munu margir líða skort. Það getur orðið það slæmt, að full ástæða verði - til að veita matar aðstoð til eldra fólks á Grikklandi.
- Bendi á, að 3-prógramm líklega felur í sér það djúpan niðurskurð ellilauna, að mjög margir aldraðir lenda sennilega vel undir fátæktarmörkum. Það verður sennilega þörf fyrir matar-aðstoð í báðum tilvikum.
En ef haldið er áfram með prógrammið?
Það er engin góð útkoma í boði. Eins og hugmyndir um prógramm liggja fyrir, þá verða inngrip kröfuhafa í stjórnun landsins - miklu meiri en áður. Það er vegna þess, að menn treysta því ekki að grísk stjórnmál hafi getu til þess að framkvæma þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar.
Auk þess, að 50 milljarða evra andvirði grískra eigna verði fært í sjóð, til að fjármagna endurfjármögnun grískra banka upp á rúma 20 milljarða evra. Undir stjórn kröfuhafa, verði þær eignir seldar smám saman - - mjög ólíklegt að meir fáist en fyrir þeirri endurfjármögnun. Meira að segja má vera að minna en 20 milljarðar fáist fyrir ríkiseignir með nafnvirði 50 milljarða.
- Vandi við þetta, er að með því að kröfuhafar taka stórum hluta yfir stjórn landsins, þá er hætta að við það krystallist andstaðan innan Grikklands við ástand mála - - og beinist gegn þeim aðilum utanaðkomandi sem þá eru að leiða það fram, sem þeir telja nauðsynlegt.
- Þ.e. alveg fyrirséð, að allt verður logandi í reglulegum óeirðum og fjöldamótmælum, ástand er verði vatn á myllu - öfgaafla innan Grikklands.
- En vandinn er enn stærri, því að sú aðferð að Grikkland sé tekið nánast yfir, er vatn á myllu öfga-afla um alla Evrópu. Og Donald Tusk sagði nokkra áhugaverða hluti um þetta um daginn, ég held að ótti hans sé á rökum reistur!
Donald Tusk warns of extremist political contagion: I am really afraid of this ideological or political contagion, not financial contagion, of this Greek crisis, - It was always the same game before the biggest tragedies in our European history, this tactical alliance between radicals from all sides. Today, for sure, we can observe the same political phenomenon. - "He said he was taken aback by a speech Mr Tsipras gave to the European Parliament last week...was loudly cheered by a large number of MEPs." - It was the first time I saw radicals with such emotion, in this context anti-German emotion. It was almost half of the European Parliament. This is why I think nobody, but in particular Germany, are political winners in this process. - For me, the atmosphere is a little similar to the time after 1968 in Europe, - I can feel, maybe not a revolutionary mood, but something like widespread impatience. When impatience becomes not an individual but a social experience of feeling, this is the introduction for revolutions.
Ég held að Tusk hafi rétt fyrir sér, en hafið í huga -að hann er að verja prógrammið- en samtímis er hann að fyllast af beig.
Mjög stór hópur upplifir það hvernig farið hefur með Grikkland - sem nokkurs konar svik við þá Evrópu, sem þeir töldu að sér hefði verið lofað.
Ég er að segja, að aðildarríkin ættu að afskrifa skuldir Grikklands -einnig sjálfra sín vegna- því að þetta ástand, að Grikklandi hraki áfram, kjör versni áfram, o.s.frv.
Hljóti að halda áfram!
- En ég sé ekki að Grikkland nái að skapa þann hagvöxt, sem reiknað er með.
- Þó svo að allt verði skv. fyrirmælum kröfuhafa gert, mundi sá hagvöxtur ekki verða til.
- Gríðarleg þjóðfélagsleg læti og pólitískur óstöðugleiki mundi sennilega samhliða standa yfir í Grikklandi - - og það eitt væri algerlega næg ástæða til að hræða fjárfesta í burtu.
- Umræðan mundi líklega kenna kröfuhöfum um þann viðbótar samdrátt kjara sem yrði, sem og það viðbótar atvinnuleysi er yrði. Og stuðningur við öfgaöfl mundi vaxa stig af stigi. Og í því samhengi, mótmæla og óeirða.
- En það eru flr. ástæður þess, að ég á ekki von á þeirri erlendu fjárfestingu er til þarf, sbr. að grísk yfirvöld trauðla munu geta haldið við innviðum Grikklands - eftir 50% niðurskurð útgjalda, hvað þá sett fé í að bæta þá innviði. Þannig að án mjög mikils fjárstuðnings við þá innviði frá aðildarríkjunum - mundi þeim innviðum hnigna. Sem mundi hafa sjálfstæð áhrif til að fæla aðila frá Grikklandi.
- Að auki, eftir 50% niðurskurð útgjalda, er erfitt að sjá að gríska ríkið geti ráðið til sín það hæfa fólk, sem til þarf ef gríska ríkið á að verða skilvirkt - sæmilega. Það sé því ósennilegt að gríska ríkið nái að byggja upp samkeppnishæft viðmót gagnvart aðilum er vilja eiga viðskipti við Grikkland - nema að veruleg fjárhags aðstoð mundi koma til, frá Evrópulöndum svo gríska ríkið geti varið fé sem til þarf svo sú skilvirkni skili sér.
Þannig að ég er fremur viss um, að án stórrar afskriftar - - sé trúverðugleika-gapið of stórt.
Andstaða almennings verði of mikil - - án verulegrar mikillar minnkunar trúverðugleika gaps sé ósennlegt að unnt sé að afla stuðnings grísks almennings við aðgerðir.
Og meðan að trúverðugleika-gapið viðhaldist á þeim skala sem það er, þá sé ósennilegt að fjárfesting sem til þarf - skili sér.
- Það sé eiginlega orðin forsenda þess, að viðsnúningur geti hafist, að stór afskrift fari fram. Til að minnka trúverðugleika-gapið.
- En einnig svo að unnt sé að skapa stuðning innan Grikklands meðal almennings, fyrir aðgerðum til að bæta skilvirkni gríska hagkerfisins.
Uppbygging Grikklands m.ö.o. geti ekki heppnast án stórrar afskriftar.
Niðurstaða
Við vitum öll af því að formlegar viðræður um 3-björgun Grikklands hefjast í nk. viku. AGS hefur látið þau boð út ganga, að núverandi skuldastaða -þó fullt tillit sé tekið til þess að lán af 2-lánapakka hafa verið á 10 ára greiðslufresti, og að vextir hafi verið lækkaðir og lán lengd - - > Þá sé framreiknuð skuldastaða samt ósjálfbær.
Eins og AGS segir frá raunstöðu gríska hagkerfisins.
Þá er hagvaxtargeta ekki í reynd til staðar.
Sem eðlilega leiðir fram þá ályktun, að greiðslugeta í reynd sé - engin.
Mín skoðun er að það séu bara 2-raunhæfir valkostir, A)Gjaldþrot, eða, B)Að strax verði framkvæmd mjög stór afskrift skulda Grikklands.
Ég sé ekki alveg fyrir mér hversu stór hún þarf að verða. En miðað við það að gríska hagkerfið að óbreyttu skv. AGS hafi neikvæða raunhagvaxtargetu upp á -0,6%.
Þá er í reynd eðlileg ályktun, að segja að annað af tvennu þurfi að koma til greiðsluþrot eða að skuldirnar séu nærri því alfarið afskrifaðar.
En allar hugmyndir þess efnis að Grikkland endurgreiði, snúast um að skapa hagvaxtargetu í Grikklandi - - umfram það sem nokkru sinni hefur verið til staðar í gríska hagkerfinu.
Er unnt að byggja áætlanir um endurgreiðslu, á því sem aldrei hefur verið til?
Getur það verið raunhæft viðmið?
Það neitar enginn því, að þörf sé fyrir Grikkland að bæta sig. En ég bendi t.d. á að Írland á sínum tíma, það tók 20 ár í sambærilegt ferli og Grikkland á nú að ganga í gegnum á minna en 5 árum.
Og Írland var þá ekki með risastórar skuldir til að fæla frá fjárfesta. Getur sambærileg aðlögun fyrir Grikkland, gengið upp í því ástandi - - að skuldastaða langt umfram það sem raunhæft getur talist, samtímis eyðileggur alla möguleika Grikklands á trúverðugleika?
Ég sé ekki að slíkt ástand sé líklegt að leiða til fjárfestinga, algerlega burtséð frá því hve duglegir Grikkir væru við það að framkvæma þær innri breytingar er þeim væri upp á lagt.
Meðan menn sjá enga von sem lifa og starfa í Grikklandi, þá muni svo stór inngrip í málefni Grikklands, einungis leiða til þess - að andstaða við breytingar krystallast í andstöðu við aðgerðir kröfuhafa; það verði vatn á myllu öfga-afla í Grikklandi, og um Evrópu alla.
Ég sé ekki að 3-láns prógramm sé líklegt að leiða til góðs. Án hagvaxtar, kalli 10% viðbótar niðurskurður fram enn frekari samdrátt í gríska hagerfinu. Kannski minnkar það um 15-20% til viðbótar. Við þau nærri 30% í samdrætti er þegar hafa orðið.
Og nokkur viðbótar prósent bætast við allar atvinnuleysistölur. Sem og að bætur verða skertar, til allra á bótum - - aldraðra sem annarra.
- Of mikil hætta sé á að - engin leið verði til að ná fram jafnvægi í gríska hagkerfið, stöðva samdráttinn.
- Á endanum verði einhverskonar samfélags hrun, og Grikkland verði að misheppnuðu ríki.
Ég lít á gjaldþrots leiðina, sem aðra þeirra leiða sem unnt sé að feta, til að forða því að Grikkland verði - misheppnað ríki.
Hin tæknilega færa leiðin er að sjálfsögðu - mjög stór afskrift skulda. Ef frysting er lengd í 20 ár. Þá þarf það að gilda fyrir allar skuldir, grunar mig. Og vera til staðar vilyrði sem unnt er að treysta, að nauðsynlegar afskriftir fari fram.
En AGS hingað til samþykkir ekki slíkt, og Seðlabanki Evrópu þykist eiga að vera jafngildur hvað það varðar.
- Þá sé greiðslubirðin líklega samt of þung - ef einungis lán í beinni eigu aðildarríkja eru fryst.
- Gjaldþrot geti því verið eina færa lausnin, eins slæmt og ástand mál er orðið.
Það er enginn vafi á því, að Grikkir sjálfir bera mestu sökina á því, að þeir lentu í þessum vanda. Á hinn bóginn stoðar lítt að vera að pyrrast yfir því atriði, því augljóst sé að engin leið sé að krafa um endurgreiðslur gangi upp.
Tilraunir til að þvinga fram greiðslugetu, skapi of mikla hættu á samfélagsrofi í Grikklandi - því að Grikkland verði að misheppnuðu ríki, og að auki þær tilraunir eru vatn á myllu öfga-afla um Evrópu alla. Þar er um að ræða samtón öfga-afla til hægri og vinstri, eins og Tusk nefnir að ofan, er klárt um að ræða hættulega þróun fyrir Evrópu að þau öfga-öfl eflist frekar en orðið er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 20.7.2015 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2015 | 13:06
Ofurlaunin í Noregi geta verið búin á næsta ári
Ég er að vísa til áhrifa samkomulags Vesturlanda og Írans. En ef einhver man eftir því, þá er Noregur olíuríki. Það þíðir að norskur efnahagur er verulega háður verðlagi fyrir olíu. Sannarlega gefur olíusjóður Noregs, Norðmönnum mikið borð fyrir báru - þegar koma sveiflur í olíuverði.
- En það borð er ekki án takmarkana.
Það sem þarf að hafa í huga er að olíuvinnsla Norðmanna er ákaflega kostnaðarsöm, sem þíðir að sennilega er hún þegar rekin með tapi. Sem er allt í lagi, ef um er að ræða skammtíma niðursveiflu í olíuverði eða a.m.k. ekki sveiflu sem er lengri en nokkur ár - - en ef er um að ræða verulega lengri sveiflu en nokkur ár; þá vandast málið.
- Mér virðist einmitt, samningur Vesturlanda og Írans, valda slíkri langri sveiflu á olíuverði.
- M.ö.o. sennilega eiga Norðmenn engan valkost en að verulega lækka lífskjör.
- Fara í almennan niðurskurð ríkisútgjalda - þar með í heilbrigðiskefinu.
- Sem þíði, að þessi mikla eftirspurn er hefur verið eftir hjúkrunarfræðingum erlendis frá - - þá hættir.
- Auk þess, að þau ofurlaun í Noregi er hafa verið í boði, sennilega hætta.
Hvaða atriða er ég að vísa til í afleiðingum samkomulags Írans og Vesturlanda?
- "Bijan Zanganeh, Irans oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
- "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
- "He wants western expertise to revive Irans ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
- "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."
Vestræn olíufyrirtæki eru nú að banka að dyrum hjá Írönum, og bjóða fjármagn gegnt því að fá hlutdeild í hagnaði Írana af olíuvinnslu. Höfum í huga að íranska olían er úr þekktum lindum, og þær lindir eru á landi, margar þeirra tiltölulega nærri sjó, á láglendi.
Þegar er löngu búið að afskrifa kostnað við það að leita eftir olíu þarna. Einungis þarf að endurnýja búnað - setja upp búnað til að bora lárétt út frá holunum, til að ná inn enn meiri olíu per holu - þekking sem vestræn fyrirtæki hafa yfir að ráða.
Svo má vera að endurnýja þurfi eitthvað af leiðslunum, en það þarf ekki að vera.
En punkturinn er sá, að kostnaður við að koma þessari olíu á markað, og við að koma henni upp úr Jörðinni - - er miklu mun lægri en sambærilegur kostnaður Norðmanna. Þar verður því hagnaður, þó olíuverð verði umtalsvert lágt.
- En fyrsta höggið verður að sjálfsögðu þessar 40 milljón tunnur, varðveitt á olíuskipum, sem Íranar byrja að selja inn á markaði, þegar nk. ár - þegar refsiaðgerðir fara niður á nk. ári.
- Sú olía, fer eftir því hve hratt hún er sett inn á markaði, mun þegar hafa áhrif á markaði til lækkunar olíuverðs nk. ár.
- Svo fer smám saman aukning vinnslu Írana að detta inn.
- Útkoman verður sennilega langvarandi lækkun olíu.
- Sem sennilega setur Norðmenn í mikinn vanda.
- En þó olíusjóðurinn sé digur, þá getur hann ekki haldið uppi lífskjörum á núverandi standard í Noregi, sem og ríkisútgjöldum Noregs í sömu stöðu og nú, að auki fjármagnað uppihald olíuiðnaðar Noregs - - í sennilega ca. 20 ár af miklum rekstrarhalla; án þess að mjög verulega mundi ganga á þann sjóð.
- Ég held það sé gersamlega augljóst, að Norðmenn munu grípa til verulegs niðurskurðar lífskjara nk. ár og ríkisútgjalda og norki olíuiðnaðurinn mun fara í mikinn samdrátt, til að varðveita olíusjóðinn.
- Mig grunar að Íslendingar mundu eyða sjóðnum, en ég held að Norðmenn muni frekar sætta sig við nokkur ár af verulega lakari kjörum - en að varpa sjóðnum fyrir róða.
Það þíðir væntanlega að þær væntingar um ofurlaun í Noregi sem íslensk hjúkrunarfólk hefur, sennilega munu verða fallít - jafnvel þegar nk. ár, eða fyrir lok nk. árs.
Sannarlega eigum við ekki að fagna því, að verr gangi hjá Norðmönnum. Á hinn bóginn, hefur þeirra mikli uppgangur valdið okkur hér - nokkrum óþægindum - þó á móti hafi það sennilega einnig að einhverju leiti gagnast Íslandi, að Íslendingar hafi getað farið til Noregs, til að vinna þar - - meðan t.d. ísl. kreppan var í gangi.
En ekkert góðæri er án enda! Ekki það norka heldur.
Niðurstaða
Ekki misskilja þetta svo, að olíuævintýri Norðmanna sé alveg búið. Það sem Norðmenn eru að lenda í, að það koma sennlega 20-ár þegar það mun ekki borga sig efnahagslega að vinna olíuna sem er undir hafsbotninum. Þar sem kostnaður við vinnslu, verður verulega hærri en það verð sem þeir geta fengið.
Þessi tími mun taka enda, en í ljósi aðstæðna nú á olíumarkaði, að þegar losnar um mikið magn olíu sem Íran hefur varðveitt óselt - á nk. ári. Og síðan mun vinnsla Írana að auki aukast hratt nk. ár - - ekki má gleyma því að "Fracking" þ.e. vinnsla á leirsteini þar sem finna má olíu með svokkallaðri "fracking" aðferð, hefur verið hrein viðbót við þá olíu er hefur verið á markaði. Sú vinnsla fer sennilega í samdrátt, en hættir örugglega þó ekki.
Sennilega mun lágt olíuverð hjálpa mjög hagkerfi þeirra landa sem eru neytendur á olíu. Sem þíðir að eftirspurn mun vaxa -þó það sé slæmt frá gróðurhúsaáhrifum- þá sé mjög sennilegt að lága verðið hvetji mjög til aukinnar neyslu á olíuvörum. Sem þíðir, að verðið mun aftur fara að stíga - - en það mun taka samt nokkurn tíma.
- Það þíðir, að mig grunar sterklega að Norðmenn séu að horfa fram á 20 ár af tapi á olíuvinnslu.
- Og það sé of langt tímabil, þ.e. að reka hagkerfið með miklu tapi í 20 ár mundi ganga harkalega á þeirra olíusjóð, þ.e. að tappa af honum til að halda uppi lífskjörum yfir það tímabil - tappa af honum til að borga halla af ríkissjóði er án vafa yrði - og tappa af honum til að halda uppi iðnaðinum yfir tímabilið.
- Þeir muni tel ég víst, skera niður - - til að minnka takið á sjóðnum. Þar með lækka ríkiútgjöld, þar með talið - örugglega skera niður í heilbrigðiskerfinu, þar með hverfi sú mikla eftirspurn í þeirra heilbrigðiskerfi eftir læknum og hjúkrunarfólki erlendis frá og ofurlaunin hverfa einnig. Og þeir muni lækka almenn lífskjör í Noregi töluvert, einnig til að varðveita sjóðinn. Og ekki síst, halda öllum olíuiðnaðinum í algeru lágmarki, reka hann á -beininu- nk. 20 ár, einnig til að spara sjóðinn.
- Sem mundi auðvitað þíða - - töluvert atvinnuleysi allt í einu í Noregi.
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist með húsnæðisverð þar. En það hefur verið gríðarlega hátt - m.a. vegna þess að í Noregi, þá fá húsnæðiseigendur að draga mikið af kostnaði við húsnæðislán frá skatti. En ég velti fyrir mér, hvort Norðmenn hafa efni á því fyrirkomulagi yfir krepputímann!
Það gæti þá komið upp erfiðleikar í bankakerfinu í Noregi.
Þetta kemur allt í ljós.
Íslendingarnir í Noregi fara þá sennilega að snúa heim á nk. ári!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.7.2015 kl. 03:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2015 | 15:26
Putin sennilega er sá sem mest tapar á samkomulagi Írans við Vesturlönd
Þarna er ég að vísa til afleiðinga sem samningurinn við Íran, mjög sennilega hefur á alþjóðlegt verðlag á olíu og olíuvörum. En enn þann dag í dag, er ástand mála svo að nærri 70% gjaldeyristekna Rússlands - kemur frá olíu/olíuvörum og gasi.
- Enda sýnir það sig í hegðan Rúbblunnar, að þegar olíuverð féll - féll gengi Rúbblunnar.
Þetta er mjög sambærilegt við það ástand sem við Íslendingar þekktum á árum áður, þegar fiskur var 70% okkar gjaldeyristekna - þá varð krónan að lækka um leið, og ástand versnaði hjá okkar sjávarútvegi.
- En Ísland hefur 300þ. hræður, dverghagkerfi - - Rússland hefur nærri 150 milljón íbúa.
- M.ö.o. þá ætti svo risastórt land, ekki að hafa svo einhæfa útflutningsatvinnuvegi.
Það hlýtur að vera réttmætt að gagnrýna Pútín fyrir, þ.s. hann hefur stjórnað nú í rúm 20 ár, að enn er Rússland með sambærilegt hagkerfi og þegar hann tók við stjórnartaumum.
Íslendingum hefur aftur á móti tekist, að minnka hlutfall sjávarútvegs - - niður í um 30% útflutningstekna. Ekki með því að sjávarútvegur hafi hrunið, heldur með því að - nýir atvinnuvegir hafa bæst við.
- Af hverju hefur Putin ekki byggt upp nýja útflutninsatvinnuvegi í Rússlandi yfir það tímabil sem hann hefur stjórnað?
- Mér virðist skv. þessu, að Pútín hafi setið með hendur í skauti. Og algerlega sólundað góðærinu þ.e. frá 2003 þegar innrás Bush í Írak hefst, verður sprenging í heims olíuverði, og síðan helst verðlag mjög hátt - - alveg til sl. árs. Ég sé ekki betur en að Pútín hafi gersamlega sólundað því tækifæri, til að fjárfesta í innviðum Rússlands sem hann fékk, þess í stað er gríðarlegum upphæðum sólundað í hluti sem engu máli skipta, sbr. vetrarólympíuleika í Sochi, síðan ætlar Rússland að halda dýrum dómum, heims meistaramótið í fótbolta. Og Rússland viðheldur -milljón manna her- þó verðmæti rússn. hagkerfisins mælt í dollar, sé minna en dollara verðmæti hagkerfis Ítalíu. Auk þess að viðhalda mjög kostnaðarsömum kjarnorkuherafla frá Sovétímanum, og framleiða nýja kynslóð kjarnorkukafbáta og dýrra vígtóla. Allt með þetta veika hagkerfi. En samtímis eru lífslíkur eigin landsmanna - - enn þær lægstu í Evrópu, heilsufarsástand þjóðarinnar er skandall. Það hefur nær ekkert lagast sl. 20 ár.
- Miðað við þessar staðreyndir, skil ég ekki - af hverju sumir horfa rósrauðum augum til stjórnunar Pútíns á Rússlandi.
Af hverju veldur samningurinn við Íran, hruni á olíuverði?
En skv. fréttum eru nú helstu olíufyrirtæki heims að banka upp hjá írönskum yfirvöldum, og bjóða fram sína peninga - - gegn því auðvitað að fá að njóta verulegs hluta þeirrar aukningar í ágóða af þeim olíulindum sem finna má í Íran.
Íranir vonast eftir mjög verulegri aukningu í vinnslu olíu nk. 5 ár.
Ég held að þær vonir geti vel staðist, því að vinnsla á olíu hefur liðið mjög mikið fyrir refsiaðgerðir þær sem Íran hefur verið undir sl. 30 ár.
Mikið af innviðum á vinnslustigi - eru lélegir orðnir. Auk þess að bortækni hefur fleygt fram, sem hefur gert mögulegt að ná úr lindum olíu er áður var ekki mögulegt - auka nýtingu þeirra m.ö.o.
Þarna séu því án nokkurs vafa miklir möguleikar - sem unnt sé að leysa úr læðingi. Því við erum að tala um -þekktar lindir- að auka nýtingu brunna þegar í notkun, eða koma þeim í noktun sem ekki hefur verið unnt að níta vegna lélegs ástands olíuvinnslutækni í Íran.
Iran: The oil and gas multibillion-dollar candy store
- "in the days and weeks before Tuesdays nuclear deal between the west and Iran, a steady trickle of visitors from some of the worlds largest energy groups have flown into Tehran."
- "As one senior western executive puts it, few of the industrys big players can ignore the candy store that is Iran..."
- "Bijan Zanganeh, Irans oil minister, is confident it can swiftly raise output and exports, by as much as 1m barrels a day."
- "A release of 40m barrels of oil stored on Iranian tankers is also thought likely, weighing further on prices."
- "He wants western expertise to revive Irans ageing fields and creaking infrastructure, and restore its position as the fourth biggest producer after Saudi Arabia, the US and Russia."
- "The goal is to increase output by 50 per cent in just five years, to as much as 5m b/d."
Mér finnst það ekkert endilega óraunhæft, að Íran nái aftur að flytja út 5 milljón föt á sólarhring, þ.e. 50% aukning.
Olían er þarna án vafa, Íran hafði þennan útflutning - áður en Íran/Íraks stríðið hófst, sem orsakaði miklar skemmdir á olíu-iðnaði Írans. Skemmdir sem víð enn í dag, hafa ekki allar verið viðgerðar. Vegna refsiaðgerðanna gagnvart Íran.
40 milljón tunnur í olíuskipum, sem Íran hafði ekki náð að selja vegna refsi-aðgerða. Getur þá komið inn á markaðinn, frekar fljótlega á - nk. ári. Þó rökrétt sé að dreifa sölu þeirrar olíu yfir eitthvert tímabil - - þá ætti það að stuðla að verðlækkun þegar nk. ár.
Síðan smám saman getur framleiðslan úr írönskum brunnum aukist, en það ætti ekki að taka mjög langan tíma, þ.s. einungis er verið að tala um að - - bæta þann búnað sem er við brunna sem þegar eru í noktun, eða eru til staðar og unnt að endurræsa með nýjum búnaði.
Ef erlendu olíufélögin setja kraft í þetta, þarf það ekki að taka - verulega langan tíma.
- Höfum í huga, að þ.s. þetta er vinnsla á landi.
- Þá þolir hún verulega lægra olíuverð en er í dag, og samt skilar hagnaði.
Þetta gæti skilað mjög verulegum lækkunum heims olíuverðs nk. 5-10 ár.
Til viðbótar við þær lækkanir er þegar hafa komið fram.
Og örugglega hefst veruleg lækkun þegar nk. ár, þegar Íranar hefja sölu uppsafnaðra birgða í olíuskipum sem hafa safnast upp, ekki verið unnt að selja.
- Þetta er hvers vegna - ég segi Pútín þann sem mestu tapar.
En framreiknað er Rússlands Pútíns, sennilega greiðsluþrota - - nema að olíuverð á heimsmörkuðum hækki að nýju. En þess í stað munu þau sennilega lækka frekar nk. ár, og haldast verulega lægri en nú a.m.k. nk. 10 ár, ef ekki lengur.
Niðurstaða
En það er ekki bara Pútín, sem tapar á því að losni um stífluna vegna viðskiptahaftanna sem Íran hefur verið undir. Þegar heims olíuverð lækkar líklega þegar nk. ár. Og síðan verða sennilega frekari lækkanir áfram, eftir því sem olíuvinnsla Írana eykst frekar nk. ár - þegar búnaður vinnslu verður endurnýjaður, og framleiðsla úr brunnum - stóraukin. Sem lítill vafi getur verið um, að mjög vel sé mögulegur.
Fleiri lönd sem tapa:
- Noregur: en þar er vinnsla mjög dýr. Þ.e. olía unnin úr sjó, með ákaflega kostnaðarsömum hætti. Ef verð lækka verulega til viðbótar. Er enginn vafi að vinnsla í Noregi verður rekin með mjög miklu tapi. Og þá mun ganga á olíusjóð Norðmanna. Þeir munu þurfa að nota fé, til að halda iðnaðinum gangandi. Enda hækkar olíuverð einhverntíma aftur. En það gæti tekið lengri tíma en áratug að skila sér. Sem þíðir, að Norðmenn þá verða að verulega lækka lífskjör í Noregi. Norðmenn munu sennilega upplifa þ.s. kreppu. En það þíðir væntanlega - - að hin norsku ofurlaun hætta. Þau sem hafa verið að laða t.d. hjúkrunarfræðinga héðan. Ísland þarf sennilega bara að halda út í 1-ár áður en að fólk sem starfar í heilbrigðis kerfinu hér mun stara fram á nýja og breytta heimsmynd.
- Aðrar olíuframleiðsluþjóðir, sbr. Saudi Arabíu, en mér skilst skv. núverandi olíuverði sé halli á ríkissjóði Saudi Arabíu verulegur - vegna kostnaðar í ríkisútgjöldum. Þeir eiga þó verulega mikið af peningum. Og þeir sjóðir taka tíma að ganga til þurrðar. En þeir geta á sama tíma ekki - - eytt þeim með þeim hraða sem þeir nú gera. Verða að minnka -grunar mig- þann halla. T.d. draga úr hernaðarútgjöldum. Nefna má Vensúela sem þegar hefur verið á brún gjaldþrots. Síðan má nefna aðrar þjóðir sem stunda vinnslu úr sjó, t.d. Brasilíu og Mexíkó. Og vinnsla í Kanada á olíusandi, mun ekki verða endurræst fljótlega. Og væntanlega verða áfram erfiðleikar í olíuvinnslu í Bandaríkjunum - - þ.e. "shale" eða "fracking" er kostnaðarsöm aðferð. Vinnsla þar mun sennilega smám saman dragast saman. Á hinn bóginn samt sem áður nettó græða Bandaríkin á því að heims olíuverð lækki þetta mikið.
Þrátt fyrir lágt olíuverð. Mun gróði Írana samt örugglega verða mikill. Vegna þess að Íranar eru ekki að leita að nýjum brunnum. Þeirra vinnsla er á landi. Brunnarnir eru ekki fjarri strönd. Mjög aðgengilegir m.ö.o. - - allt og sumt, sem þarf - er nýr búnaður. Vegna nálægðar brunnanna við strönd, þarf ekki verulega langar leiðslur.
Kostnaðurinn er því tiltölulega lítill.
Hagnaðurinn verður því örugglega mikill, hjá Íran og olíufélögunum þar.
Þrátt fyrir að olíuverð verði sennilega töluvert verulega lágt nk. 10 ár, og örugglega mun það einungis hækka í rólegheitum nk. 20.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2015 | 22:02
Það virðist enginn vita, af hverju fjöll eru á Pluto
Það er eitt af því skemmtilega við það þegar geimkannar skoða veraldir sem enginn hefur áður augum litið - í nálægð. Hvað margt hefur komið á óvart - t.d. man ég enn eftir því hve eldfjöllin á Io vöktu mikla undrun. Enginn hafði átt von á því að eitt af tunglum Júpíters væri með eldspúandi eldfjöll nær stöðugt í gangi.
Pluto wows with first close view of ice mountains on its surface
Images reveal ice mountains on Pluto
NASA Releases Close-Up Pictures of Pluto and Its Largest Moon, Charon
Pluto close-up pictures reveal 11,000 foot high ice mountains
En nú öllum að óvörum, kemur í ljóst að það eru há fjöll á Pluto.
Að sögn sérfræðinga, kemur ekki til greina að um sé að ræða svokallað "tidal heating" þ.e. að Charon og Pluto togi í hvorn annan, þegar þeir snúst um sameiginlegan miðpunk. Og það skýri af hverju þessar 2-veraldir séu sennilega með vökva djúpt undir yfirborðinu. En málið er að Pluto og Charon eru þ.s. kallað er "tidally locked" þ.e. snúast um eigin möndul á sama hraða og nemur snúningshraða þeirra hvorn um annan, m.ö.o. snúa alltaf sömu hlið hvor að öðrum. Þetta kvá útiloka "tidal heating."
En að sögn sérfræðinga NASA þá sanni skortur á loftsteinagígum á Pluto og Charon, að yfirborð þessara hnatta hafi endurnýjað sig sl. 100 milljón ár. Jörðin t.d. er ekki storknuð í gegn heldur, m.ö.o. yður Jarðar eru bráðin - það vellur upp hraun öðru hvoru hér og þar.
Hugsanlega eru einnig "eldfjöll" á þessum 2-veröldum, svokalllaður "cryo volcanism" þ.e. upp skjótist vökvi - líklega vatn í bland við önnur efni, eins og köfnunarefni - sem storknar á yfirborðinu, getur skapað myndanir sem líkjast í útliti eldfjöllum. En við erum að tala um gríðarlegan kulda á yfirborði þessara 2-ja hnatta. Yfir 200°C frost.
Við slíkan fimbulkulda, verður vatns-ís, hart sem berg. Og hegðar sér með svipuðum hætti.
Þeir telja m.ö.o. að fjöllin á Pluto, séu mjög sennilega úr vatnsís. Því ís úr köfnunarefni sé ekki nægilega sterkur, né ís úr metani eða fosfór - sem þarna sé að finna á yfirborðinu skv. litrófsmæli geimkannans, New Horizon.
Og að Charon, tungl Pluto, hefur ungt yfirborð - eins og Pluto.
Ef myndin af Charon, að ofan - er skoðuð. Má sjá rauðlitað svæði ofarlega á þeirri mynd, sem sérfræðingarnir eru farnir að nefna, Mordor. En suma þeirra grunar að efnið á yfirborðinu sem myndar það svæði, sé komið frá - Pluto. Kannski gamalt eldgos þar, efni hafi farið upp á sporbraut Pluto, sumt fallið alla leið á yfirborð Charon.
Mig grunar að þetta sé bara - tillaga.
En um miðja mynd, má sjá myndanir - - stór gil. Lengd þeirra lauslega um 600km., og dýpt á bilinu 6-10km. Engar smá myndanir það.
Á Charon má sjá einhverja gíga - - en engan veginn í því magni sem ættu að vera, sbr. Tunglið okkar. En á myndunum af Pluto, sáust engir gígar eftir lofsteina eða smástyrni.
Og á Charon eru greinilega stór svæði, sem virðast alveg slétt, því -tiltölulega nýlega- hefur það yfirborð endurnýjast.
Niðurstaða
En sannir vísindamenn fara ekkert í fílu, þá þeir sjái eitthvað sem þeir ekki skilja. En af hverju svo virðist að Pluto og Charon, hafi yður sem ekki eru storknuð - veit enginn. En einhverja orku þarf, til að viðhalda því ástandi. Bæði Pluto og Charon eru t.d. verulega smærri en Tunglið okkar. Þvermál Pluto er 2370km, Þvermál Charon er 1.208km, meðan að þvermál Tunglsins okkar er 3.474km. Og Tunglið er ekki lengur "virkt" þ.e. yður þess talin storknuð. Svo að skiljanlega vekur það mikla athygli - að yður svo smárra hnatta sem Pluto og Charon. Virðast enn fljótandi - - enginn veit af hverju.
Nánast það eina sem kemur til greina, er að báðir enn innihaldi nægilega mikið af geislavirkum efnum, djúpt í yðrum. Sem auðvitað geta eingöngu verið til staðar ef kjarni beggja er úr grjóti, og ekki einungis svo - heldur verður þá sá kjarni að innihalda töluvert af þungmálmum. Það verður að hafa verið umtalsvert magn, til þess að enn eftir 4.000 milljón ár, sé enn til staðar geislavirk efni - sem enn geisla frá sér. En geislavirk efni, smám saman tapa sinni geislavirkni. 4.000 milljón ár er langur tími.
Ef þetta er svo, þá þurfa menn að klóra sig í kollinum, um það hvernig á því standi að Pluto og Charon hafi svo mikið af þungmálmum. Skapar áhugavrerðar spurningar um myndun þeirra.
Ekki síst, hvar í sólkerfinu. En þumalfingursregla virðist vera, að meir sé af þungmálmum - nær miðju Sólkerfisins. Minna fjær.
Eru Pluto og Charon ekki lengur þ.s. þeir upphaflega mynduðust? Hver veit, kannski að það skýri af hverju Pluto hefur - - djúpan sporöskjulaga sporbaug. Að í fyrndinni hafi honum verið þeitt til eins og skopparabolta, frá upphaflegum myndunarstað.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2015 | 13:02
Stríðið í Yemen tekur nýja stefnu, eftir hernaðarsigur herliðs fjármagnað, þjálfað, vopnað af Saudi Arabíu og S.A.F.
Við höfum séð sambærilega atburðarás áður. En það sem virðist gerast í Yemen. Er klassísk saga, að öflug ríki utan landamæra lands þar sem átök fara fram. Eru óánægð með rás atburða, eftir að ríkisstjórn sem naut stuðnings þeirra - var steypt af stóli eða féll í kjölfar innanlands uppreisnar.
Yemens Houthis Lose Aden Airport in New Fighting
Yemens Houthi rebels in worst defeat since Saudi campaign began
"Analysts and sources on the ground in Aden tell the Financial Times that the Aden offensive had been planned for weeks, if not months." - "Members of the UAE special forces have been embedded with southern resistance fighters since April while local fighters were being trained in Saudi Arabia and the UAE." - "For several weeks, shipments of arms, Yemeni fighters and armoured personnel carriers have been arriving in the last resistance stronghold in Aden, the western Bureiqah district, in preparation for a major offensive."
- Við höfum séð þetta í Úkraínu, þar sem ríkisstjórn landsins féll, rás atburða sem túlkuð var sem Vestrænt stutt valdarán af Rússlandi. Svar Rússlands, að vopna aðila innan landsins, sem hlynntir eru yfirráðum Rússlands yfir Úkraínu - þjálfa þá, fjármagna, jafnvel styðja þá með að einhverju marki með eigin sérsveitum Rússlands. Og það herlið með þeim stuðningi hefur sókt fram gegn stjórnarhernum í A-Úkraínu. Fyrir þetta hefur Rússland fengið fordæmingu Vesturlanda.
- En í Yemen erum við að verða vitni að mjög svipaðri atburðarás. Þar var einnig uppreisn innan landsins, stjórn sem utanaðkomandi ríki studdu - féll, og uppreisnin náði völdum í höfuðborg landsins og hefur síðan náð völdum í stærstum hluta þess. Saudi Arabía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin (SAF) hafa búið til nýjan her, þau hafa vopnað hann, þau hafa þjálfað hann, auk þess að fjármagna - - og við sókn inn í Aden, naut sá her að auki stuðnings sérsveita frá SAF skv. fréttum. Að sjálfsögðu verða Saudi Arabía og SAF ekki beitt refsiaðgerðum. Þó margt sé líkt með aðgerðum þeirra og aðgerðum Rússa.
- Það má ryfja upp rás atburða í Nicaragua á 9. áratugnum. Eftir að svokölluð Sandinista hreyfing gerði vel heppnaða uppreisn gegn ógnarstjórn Anastasio Somosa, er naut stuðnings Bandaríkjanna á sínum tíma. Sandinistar tóku höfuðborgina og náðu megnninu af landinu. En með sambærilegum hætti, voru Bandaríkin óhress með fall þeirrar stjórnar er hafði notið stuðnings þeirra, og gripu til eigin ráða. Þ.e. bjuggu til andstæðinga her, svokallaða Contra, vopnuðu þá - þjálfuðu þá - fjármögnuðu þá, studdu þá með sínum sérsveitum í aðgerðum, og þeim her síðan vegnaði það vel gagnvart Sandinistum að á endanum neyddust Sandinistar til að samþykkja skilyrði Bandaríkjanna. Voru neyddir til uppgjafar. Spurning hvort að Rússland mun neyða Úkraínu til sambærilegrar uppgjafar?
Þessi 3-tilvik eru öll sambærileg, að mínu mati. Í eðli sínu sama atburðarásin, þó atriði séu ólík - sbr. ólík lönd, og Saudi Arabía, SAF hafa gengið lengra sbr. loftárásir þeirra flugherja. Átökin í Úkraínu hafa ekki verið alveg eins hörð. Hörð þó.
En öll þessi tilvik eiga það sameiginlegt að utanaðkomandi stórveldi er óhresst með rás atburða, sem hafi gengið gegn þeirra mati á því hvað sé í samræmi við þess hagsmuni, og það bregst við með þeim hætti - > að skapa nýjan her, vopna hann, þjálfa hann, fjármagna hann og styðja að auki að einhverju leiti með eigin sérsveitum.
Tilgangurinn í öllum tilvikum sambærilegur, að neyða fram innan þess lands, sem er fókus aðgerða hins utanaðkomandi stórveldis, að þar sé stjórnun háttað í samræmi við hagsmunamat hins utanaðkomandi stórveldis. Landið m.ö.o. beygt í þá átt sem hentar stórveldinu.
- Mér er slétt sama um það hvaða stórveldi á í hlut.
- Ég er algerlega andvígur inngripum í innanlandsmál annars lands, sem eru með þessum hætti - alveg burtséð frá því hvort þ.e. Rússland að reyna að þvinga fram sína hagsmuni innan Úkraínu, eða Saudi Arabía/SAF að reyna að þvinga fram sína hagsmuni innan Yemen, eða Bandaríkin að leitast við að þvinga sína hagsmuni fram innan Nicaragua, á árum áður.
Ég lít ekki á innanlands afskipti af þessu tagi sem - yfir höfuð, réttlætanleg.
Er því á móti aðgerðum Rússa í A-Úkraínu, móti aðgerðum Saudi Arabíu og SAF í Yemen, og var á sínum tíma sannarlega andvígur afskiptum Bandaríkjanna af Mið-Ameríku á sínum tíma.
Svona stórvelda hrókeringar innan annara landa, eiga að heyra sögunni til.
- Þ.s. þær gera, er að magna upp átök í þeim löndum þ.s. þau hafa afskipti af slíku tagi. Það getur leitt til þess að átök verði mun stærri í sniðum og mannskæðari en ella. En ekki síst - - dragist til muna á langinn.
- Þau afskipti skapa verulegt tjón innan þeirra lands, sem þau hafa afskipti af slíku tagi, í formi manntjóns - og tjóns á innviðum lands sem og byggingum.
- Þau leyfa ekki landsmönnum sjálfum að gera upp sín mál, óáreitta. En án utanaðkomandi afskipta, mundi átökum ljúka miklu mun fyrr - eða jafnvel ekki verða átök. Tjón verða miklu mun minna í landinu, og manntjón.
Niðurstaða
Ég fordæmi meðferð Saudi Arabíu og SAF á Yemen, eins og ég fordæmi afskipti Rússlands -sem ég met sambærileg- af málefnum Úkraínu.
Það getur ekki verið neinn vafi á að án afskipta Saudi Arabíu og SAF, mundi átökum í Yemen ljúka með sigri núverandi stjórnenda í Sana, höfuðborg Yemen. Og átökum þar með mestu ljúka.
Ef engin afskipti hefðu verið af hálfu Rússa í A-Úkraínu, hefði átökum lokið þar sl. sumar er stjórnarherinn hefði gersigrað uppreisnina þar. Og átök væru líklega ekki til staðar í dag. Ríkisstjórnin hefði óskoruð yfirráð alls landsins - nema Krímar.
Meira eða minna sama virðist að baki afstöðu Saudi Araba og SAF, eða Rússlands. Að beygja rás atburða innan viðkomandi lands, að því sem metið sé í samræmi við hagsmuni Saudi Arabíu/SAF eða Rússlands.
Í báðum tilvikum, virðist bylting/uppreisn, sem stjórnar höfuðborg landsins og ræður megni af landi í báðum tilvikum, njóta sennilega meirihluta stuðning landsmanna, og aðgerðir hins utanaðkomandi stórveldis - - beinast að því í báðum tilvikum að beygja hina nýju stjórnendur í duftið - svo þeir mæti kröfum stórveldisins eða jafnvel skipta þeim út.
Afskipti af þessu tagi af innanlandsmálum annars lands.
Eru yfirleitt fyrst og fremst til ills!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2015 | 13:32
Ég fagna samkomulagi Vesturvelda og Írans
Skv. fréttum er samkomulagið í sinni endanlegu mynd. Skv. því mun bundið í skrefum endi á refsiaðgerðir gegn Íran. Sem gefur Íran tækifæri til að öðlast full viðskiptatengsl við heims hagkerfið sem Vesturlönd á sínum tíma byggðu upp.
Ég reikna með því, að baki vilja Vesturvelda að semja við Íran.
Liggi sá skilningur, að Vesturveldum er ekki mögulegt að hindra það!
Að Íran verði kjarnorkuveldi, ef Íranir virkilega vilja verða slíkt!
Iran Nuclear Deal Is Reached After Long Negotiations
Iran agrees breakthrough nuclear deal
"
"
Það er fullt af fólki sem mun ásaka Obama forseta fyrir að vera tryggja það að Íran verði að kjarnorkuveldi!
Vandamálið er, að þ.e. ekkert minna sem dugar ef á að leggja kjarnorkubúnað Írans endanlega í rús. En full innrás í Íran - - og í framhaldinu, hernám.
Augljóslega er enginn möguleiki á að sá valkostur sé tekinn, hversu mikið sem Netanyahu æpir. En það eina sem Benjamin Netanyahu hefur upp á að bjóða - - eru harðari refsiaðgerðir og ef það bregst, stríð við Íran.
- Vandinn er sá, að þrátt fyrir refsiaðgerðir hefur Írönum tekist, að byggja sig upp, skv. fréttum - upp í að hafa nægilega getu til að auðga Úran. Þannig að Íran getur búið til nægilegt magn fyrir 1-stykki sprengju per hverja 3-mánuði.
- Ekki er enn staðfest að Íran hafi viðað að sé allri þekkingu sem til þarf, til að klára verkið alla leið.
- En ég geri ráð fyrir því, að Íranir hafi aflað sér þeirrar þekkingar.
- Það sé þess vegna, sem Vesturveldi sjái sæng sína upp breidda.
M.ö.o. geri ég ráð fyrir því, að Íranir hafi tekið þann valkost að semja við Vesturveldi. Frekar en að klára verkið, verða kjarnorkuveldi.
Vegna þess, að Íran græðir miklu mun meir á því, að fá refsiaðgerðum aflétt. En að verða kjarnorkuveldi.
En það sé einmitt málið, að sú útkoma blasi við, að Íran verði kjarnorkuveldi. Nokkurn veginn sama hvað Vesturveldi gera Íran. Nema full innrás.
Þá getur það mjög vel verið, að Íran geti þegar smíðað sprengju, ef Íran þarf. Úr þeim efnum sem Íran á í dag nú þegar.
Þannig að valkosturinn - innrás sé í reynd ekki fyrir hendi, raunverulega.
Þannig að samningar, hafi verið eini valkosturinn! Sá nákvæmlega, eini.
- Enda bera samningarnir það með sér, að Íran hafi haft sterka samningsstöðu.
- Megin samningsstaða Vesturvelda, virðast hafa verið refsiaðgerðirnar sjálfar.
- Við skulum vera algerlega viss um eitt atriði, af ef Vesturveldi fylgja vilja Netanyahu, og hægri sinnaðra Repúblikana á Bandaríkjaþingi.
- Þá er það sennilega algerlega öruggt, að Íran kjósi að verða kjarnorkuveldi.
- M.ö.o. sé það ekki lengur á valdi Vesturvelda, að hindra Íran frá því að verða kjarnorkuveldi.
Vegna þess að samningur sé eini möguleikinn, til að forða því að Íran verði kjarnorkuveldi. Með þeim hætti, að samkomulagið leiði fram Íran. Sem er sjálfsöruggara, þannig að mat Írana verði það í framtíðinni - að Íran þurfi ekki kjarnorkuvopn.
Þetta er sannarlega veik von. En sennilega sú einasta sem fyrir hendi er.
Hverskonar Íran mun verða til staðar í framtíðinni?
Í gamalli færslu: Spurning hvort að Íran verði næsta - - S-Kórea?.
Benti ég á að Íran á raunverulega möguleika sem efnahagslegt stórveldi.
En á kortinu að ofan, sést vel að Íran á landamæri að Kaspíahafi þ.s. einnig má finna lönd auðug af olíu og gasi, sem og að undir hafsbotninum þar virðast vera olíu og gaslindir. Þetta gerir aðstöðu Írans algerlega einstaka - að vera með 2-gríðarlega auðug gas- og olíusvæði við bæjardyrnar, auk olíunnar sem Íranir sjálfir eiga.
- Eins og ég hef bent á, er sennilega langsamlega hagkvæmast að nálgast gas og olíu frá Mið-Asíu fyrir Vesturlönd, í gegnum Íran.
- En olíuhafnir Írana við Persaflóa, geta örugglega tekið við meiri traffík. Og Íran að auki hefur olíuhreinsunarstöðvar.
- Allt sem til þarf, eru leiðslur yfir til strandar Írans við Kaspíahaf. Síðan geta tankskip sigt til Turkmenbashi eða Baku, eða beggja borga.
Veruleg bílaframleiðsla er auk þessa í Íran: Automotive industry in Iran.
Aukningin eftir 2000 - - er áhugaverð
1970 | 35,000 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1980 | 161,000 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1990 | 44,665 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2000 | 277,985 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2005 | 817,200 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2006 | 904,500 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2007 | 997,240 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2008 | 1,051,430 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2009 | 1,395,421 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2010 | 1,599,454 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2011 | 1,648,505 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2012 | 1,000,089 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2013 | 743,647 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2014 | 1,090,846 |
Hafið í huga - að þetta hafa Íranar afrekað þrátt fyrir refsiaðgerðir.
Ég er alls ekkert sannfærður um það, að Íran verði að svakalegri ógn við sín nágrannalönd. Eftir allt saman, hefur Ísrael sín kjarnavopn. Og Bandaríkin hafa lofað Saudi Aröbum að verja Saudi Arabíu. Og ég sé enga ástæðu að ætla að þeir það geri ekki.
Valdatæki Írana hafa verið -shíta hópar- hér og þar um Mið-Austurlönd. En á sama tíma. eru Shítar miklu mun færri heilt yfir. M.ö.o. Shítar eru ekkert að fara að taka yfir svæðið.
Írönum hefur orðið mjög merkilega ágengt með bandalagi sínu við Shíta annars staðar í Mið-Austurlöndum, þrátt fyrir refsiaðgerðir.
Á sama tíma, hefur Saudi Arabía - - fjármagnað margvíslega hópa af stór hættulegum öfgamönnum. Sem að mínu mati, eru til mikilla muna hættulegri hryðjuverkaógn.
Íran studdir hópar, hafa hingað til verið mun fókusaðri - - fyrir utan þann tíma er Íran - Írak stríðið stóð yfir; þá hafa íranskir hópar ekki staðið fyrir hryðjuverkum utan við Mið-Austurlandasvæðið. En Vesturveldi Studdu þá Saddam Hussain, og það má alveg rökstyðja að aðgerðir bandamannna Írans, hafi í því samhengi verið réttlætanlegar.
Á sama tíma, sérstaklega seinni ár - hafa ógnarhópar sem hafa verið studdir á einhverjum tíma af Saudi Aröbum - - orðið sí vaxandi og alvarleg ógn við Mið-Austurlönd. Og samtímis, mjög alvarleg hryðjuverkaógn fyri Vesturlönd.
- M.ö.o. þá sé ég ekki þ.s. augljóst, að Íran sé vondi aðilinn í Mið-Austurlöndum.
Niðurstaða
Ég fagna þeirri niðurstöðu að samkomulag Írana og Vesturvelda virðist í höfn. Það sennilega leiðir til þess að framtíð Írans breytist. Með þeim hætti að Íran fær í kjölfarið líklega smám saman fullan aðgang að heims mörkuðum. En þ.s. er mikilvægast - fullan aðgang að erlendri fjárfestingu.
Og þ.e. ákaflega margt í Íran -tel ég- þess virði að fjárfesta í. Þá er ég ekki einungis að tala um olíu- og gasiðnað Írana. Þá staðreynd að í gegnum Íran er einnig unnt að flytja á markaði olíu og gas frá Kaspíahafs svæðinu.
Heldur einnig þá staðreynd, að Íran er orðið að umtalsverðu iðnframleiðslulandi, sbr. þeirra stóri bíla-iðnaður. Sá iðnaður tel ég að hafi einnig verulega möguleika, til að framleiða fyrir markaði í löndunum allt í kring. Ég sé Íran fyrir mér, einnig sem iðnveldi.
Svo má ekki gleyma því að Íran er ein af hinum stórmerkilegu fornu siðmenningum heimsins, hin forna Persía. Í því samhengi stenst Íran samjöfnuð við hvað annað sem er. Íranskar kvikmyndir eru framleiddar í verulegu magni, og deifast um nágranna lönd. Ég hallast að því, að írönsk menning muni fara í nýtt blómgunarskeið.
- Þær ástæður sem réðu ákvörðun Vesturvelda, að semja við Íran.
- Tel ég að hafi með það að gera, að Vesturveldi hafi áttað sig á því, að þau geta ekki hindrað Íran frá því að verða kjarnorkuveldi. Raunverulega geta það ekki.
- Þannig að samningar hafi verið eini valkosturinn í stöðunni, þegar við blasti að allir aðrir vakostir leiða til þess að Íran alveg örugglega verði að kjarnorkuveldi.
Það síni veika stöðu Vesturvelda í málinu. Að eina sem eftir sé. Sé að beita sannfæringarkrafti - fortölum.
Besta tækið hafi verið -refsiaðgerðirnar sjálfar- en það tæki sé með takmarkaða vikt. Með samningum, þá færðu það fram sem þú getur -núverandi samningur, með flóknu eftirlits kerfi sé það besta sem Vesturveldi gátu náð fram.
Allt annað, leiði það fram - að Íran sennilega kjósi að verða kjarnorkuveldi -miklu mun fyrr en hugsanlega eftir 15 ár. Og ekkert geti forðað þeirri útkomu. Ef Íranir eru algerlega ákveðnir í því að velja þá framtíð.
Eina sem hertar refsiaðgerðir mundu afreka, er að sannfæra Írani. Að búa til sprengjur sem fyrst.
- Sá valkostur sem Vesturveldi hafa nú tekið.
- Býður a.m.k. upp á það sem möguleika, að Íran verði vinur í framtíðinni.
- og velji að verða ekki kjarnorkuveldi.
Ef það er val Írana að verða vinur. Þ.e. einmitt punkturinn, að Vesturveldi geta ekki skikkað Íran. En góð og bætt samskipti, gætu leitt fram vinskap í framtíðinni. Og samvinnu Írans.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2015 | 14:23
Mun Grikkland verða - misheppnað ríki?
Ég er að velta fyrir mér hvaða afleiðingu það hefur, þegar Grikkland er að mörgu leiti undir sambærilegum kringumstæðum og Þýskaland eftir Fyrra Stríð - - þ.e. sett undir úrslitakosti um að greiða upphæðir sem það getur ekki mögulega greitt til nk. áratuga, og eins og í Þýskalandi hafa kröfuhafar nú gengið úr skugga um að þeir hafi eins mikla stjórn á aðstæðum og þeir geta.
Ég er að velta fyrir mér afleiðingu þess, að svo virðist að Alexis Tispras hafi samþykkt allar kröfur kröfuhafa, þar með þeirra úrslitakosti frá sunnudag: Grikklandi settir þeir úrslitakostir að uppfilla allan óskalista kröfuhafa fyrir fimmtudag, svo til greina komi að ræða 3-Björgun Grikklands.
Hann meira að segja samþykkti kröfuna um að setja 50 milljarða ervra að andvirði af grískum ríkiseignum í sjóð undir stjórn kröfujafa, til að selja á móti kröfum.
Höfum í huga, að gríska þjóðin hafnaði með drjúgum meirihluta 60% rúmlega atkvæða, þessu prógrammi.
En nú hefur ríkisstjórnin sem hún kaus, til að endursemja um skuldir Grikklands - - skilað engu öðru en því. Að Grikkland verður sett undir ef eitthvað er enn stífara prógramm en áður.
Það virðist að hótun Wolfgang Schaeuble hafi gert gæfumuninn. Þ.e. hann kom fram með þá hugmynd, að Grikkland mundi fara í 5-ára útlegð frá evrusamstarfinu.
Þetta hefur sennilega brotið á bak aftur andstöðu meðal Frakklands, og Ítalíu - - við hugmyndir Þjóðverja.
Því að með því, sýndi hann fram á að Þjóðverjar voru tilbúnir í Grexit. En aftur á móti, virðist að Frakkland og Ítalía - hafi blikkað.
En þ.e. augljóst - - að ef Grikkland fer úr evru. Þá um leið breytist eðli evrusamstarfsins og þaðan í frá væri stöðugt uppi sú spurning - hvaða land fer næst.
Frakkland hefur getað séð fyrir að röðin gæti komið að þeim.
M.ö.o. virðist að úrslitakostir þeir sem Grikkir hafa samþykkt, séu í einu og öllu í samræmi við kröfur ríkisstjórnar Þýskalands - - sést m.a. á því, að krafan um að setja ríkiseignir í 50ma. sjóð til að selja þær smám saman upp í kröfur kom frá Þýskalandi.
Hafið í huga, að þetta er ekki samæbærilegt við einkavæðingu, sem oftast nær felur í sér sölu ríkiseigna til innlendra fjárfesta - þá helst féð í landinu.
Þetta fé mun allt fara úr landi, og þær eignir seldar til erlendra aðila sem ætla að sækja sér arð af sinni eign sem verður þá einnig fluttur ár hvert úr landi.
Það sem Þýskalandi virðist hafa tekist, er að breyta evrunni í valdatæki fyrir Þýskaland.
Um leið og þú missir stjórn á þínum skuldum, rennur sjálfstæði þitt algerlega til Þýskalands.
Og Þýskaland virðist eingöngu horfa á málin út frá hagsmunum þýskra fjármálafyrirtækja.
Grikkland virðist verða nokkurs konar -protectorate- þ.e. í reynd undir stjórn erlendra aðila.
Stjv. og þing fá fyrirmæli að utan, fylgja þeim fram, erlendir aðilar verða staddir í helstu ráðuneytum til að fylgjast með, og gera athugasemdir.
Þess vegna óttast ég upplausn í Grikklandi
Þýskaland virðist haldið makalausri gleymni yfir því sem gerðist í þeirra eigin landi á 3. og 4. áratugnum, en punkturinn er sá - að þ.e. afar ósennilegt að kröfugerð sigurvegara Fyrri Styrrjaldar, hafi ekki spilað þar verulega rullu.
Kannski telur Þýskaland að það verði mögulegt að halda stjórn á aðstæðum í Grikklandi. Enda Grikkland mun smærra land. Grikkland getur ekki ógnað öðrum Evrópuþjóðum, nema að það verði svo mikil upplausn þar - - að stór hluti þjóðarinnar sé á flótta.
Þ.e. einmitt spurningin sem ég set fram, gæti það gerst að svo mikil upplausn verði í Grikklandi að stór hluti þjóðarinnar verði landflótta?
Tsipras virðist hafa samið landið undir ástand sem virðist standa mjög nærri, beinni stjórn kröfuhafa á landinu.
Og það bendi flest til að sú stjórnun verði með þeim hætti, sem var svipaður því hvernig farið var með Þýskaland - - að fókusinn verði að hámarka það fjármagn sem unnt verði að sækja til Grikklands.
M.ö.o. að ef einhver hagvöxtr verður, þá einfaldlega færi kröfuhafar sig upp á skaftið og sæki það fé líka. Þýskaland virðist ekki hafa gefið eftir prinsippið um fulla endurgreiðslu.
Grimmdin gagnvart Grikklandi virðist óstjórnleg.
Menn veifa því í heilagri reiði, að Grikkland hafi logið sig inn í evrusamstarfið.
Það virðist að réttlát refsing til Grikkja, sé nk. 60 ár - að halda Grikkjum í fátækt svo lengi. 2-nk. kynslóðir Grikkja í örbyrð sé sú refsing sem evrusvæði skaffi Grikkjum.
----------------------
Nema auðvitað að það verði mjög raunveruleg uppreisn meðal almennings í Grikklandi.
Eini aðilinn sem getur þessu breytt er grískur almenningur. Og einungis með því að gera algera uppreisn gegn kröfum kröfuhafa.
Það mundi að sjálfsögðu þíða, að Þýskaland mundi sjá til þess að Grikkir mundu ekki geta fengið nokkra fyrirgreiðslu frá nokkrum stað, a.m.k. í samhengi ESB.
Nema að Þýskaland getur ekki hindrað að Grikkland fái frá landbúnaðarsjóðum ESB eða byggðasjóðakerfi ESB - - nema að grunnreglum þeirra sjóða væri breytt.
En miðað við reglur þeirra, mundi Grikkland áfram fá sitt hlutfall áfram. Þó það gerði uppreisn gagnvart kröfum þýskra kröfuhafa.
Og það mundi áfram taka fullan þátt í atkvæðagreiðslum innan ESB. Sem meðlimur að sambandinu, er hefði yfirgefið evruna.
Nema auðvitað að Þýskaland mundi búa til nýtt samband, án Grikkja - tæknilega mögulegt sbr. þegar Þýskaland bjó til sér klúbb svokallað "Stöðugleika samband" sem á endanum allar aðildarþjóðir gengu í nema Bretland.
Niðurstaða
Það mun ráðast á nk. dögum hvort að uppgjöf Alexis Tsipras leiði það fram að gríska þingið mæti þeirri kröfu að lögsetja allar kröfur kröfuhafa fyrir fundinn sem halda á meðal kröfuhafa nk. fimmtudag.
En Tsipras virðist hafa gengist inn á að fullnægja þeirri kröfu. Og síðan í framhaldinu stefnir í að Grikkland muni sæta viðbótar kröfugerð til að mæta framtíðar fjármögnun þ.e. "Björgun 3."
Tsipras virðist þegar hafa samþýkkt kröfu Wolfgang Schaeuble að 50ma. af ríkieignum fari í sjóð, undir stjórn kröfuhafa. Til að selja smám saman upp í skuldir.
Útkoman virðist sú að Þýskaland hafi náð fram hagsmunum þýskra fjármálafyrirtækja, þ.e. að ná sem mestu fjármagni til baka út úr Grikklandi. Þannig verði Grikkland blóðmjólkað nk. 60 ár, Grikkjum á meðan haldið í örbyrgð.
Ef þetta er ekki uppskrift að upplausn í Grikklandi, veit ég ekki hvað er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2015 | 22:32
Grikklandi settir þeir úrslitakostir að uppfilla allan óskalista kröfuhafa fyrir fimmtudag, svo til greina komi að ræða 3-Björgun Grikklands
Reuters birti aðgerðalista þann sem aðildarlönd Evru, AGS, Seðlabanki Evrópu og Framkvæmdastjórn ESB - - hafa sett ríkisstjórn Grikklands fyrir. En þetta er enginn smáræðis pakki, sem þarf að klára að lögleiða á nk. miðvikudag - svo fundur aðildarlandanna og annarra kröfuhafa á nk. fimmtudag, sé tilbúinn að taka mál Grikklands fyrir.
Greece must do more to earn rescue
Ef Grikkland uppfylli ekki öll skilirðin - - fái landið ekki frekari fyrirgreiðslu. Síðan bætast við -styrkjandi aðgerðir- sem hugmyndir um má sjá í plaggi sem birtist á síðu Reuters. En vandi er að Grikkland hefur greinilega orðið fyrir verulegu viðbótar efnahagstjóni undanfarið. Sem þíðir augljóslega - - að greiðslugeta landsins hefur minnkað. Í þessu plaggi má sjá hugmyndir sem lágu fyrir fundinum, um það hvað sé hugsanlega unnt að gera í framhaldinu:
Þetta tiltekna skjal - - er uppkast er lág fyrir fundinum.
Ekki endanlegt form þess m.ö.o. Svo ekki má taka það of hátíðlega.
- Það virðist aftur á móti ljóst, að Grikkland verður að uppfilla öll skilirðin áður fram sett.
- Annað sem nefnt er í skjalinu, virðast ófullmótaðar hugmyndir, um það - hvað Grikklandi mun verða sett fyrir í framhaldinu.
- En reikna má fastlega með nýjum skilirðum - - það má sennilega lesa út úr þessu plaggi, hvað sé sennilegt form slíkra viðbótarkrafna.
En hugmyndin um sölu ríkiseigna upp á 50ma. kom fyrst fram, rámar mig - 2011. En reyndiast langt í frá framkvæmanleg þá. Líkur á að svo stórfelld sala komist til framkvæmda, virðast ekki betri í dag.
Þarna er sennilega komin krafa ríkisstjórnar Þýskalands - - sem virðist vilja að grískar ríkiseignir verði í hlutverki -veðs- á móti nýju láni, sem gæti orðið svo hátt sem 80ma..
Það verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnar Grikklands
Annars vegar er um að ræða, að hrinda í gegn niðurskurðaraðgerðum sem fyrri ríkisstjórn tókst ekki að hrinda í framkvæmd. Síðan liggur þegar fyrir, þó ekki sé enn ljóst - - akkúrat hverjar viðbótar kröfur til Grikklands verða; að mjög erfið fyrir Grikkland viðbótar kröfugerð mun birtast á fundi aðildarlandanna á nk. fimmtudag - ef við gerum ráð fyrir að gríska ríkisstjórninni takist að lögsetja þann lagabreytingarpakka sem grísku ríkisstjórninni hefur verið sett fyrir að klára í síðasta lagi nk. miðvikudag.
- Miðað við hugmyndir sem sjá má í plagginu hlekkjað á að ofan, er ljóst að kröfuhafar eru með þeim hugmyndum - - að leitast við að verja sig fyrir frekara tapi.
Ég velti fyrir mér hvað er í gangi í Aþenu, en ef ríkisstjórnin er raunverulega tilbúin að mæta kröfum aðildarlandanna fyrir nk. fimmtudag - - þá er það mjög veruleg viðhorfsbreyting innan Syriza flokksins.
Nema auðvitað, að Alexis Tsipras - hafi tekið þeirri áskorun frá stofnunum ESB, AGS og aðildarlöndum - - að kljúfa sinn eigin flokk, þ.e. vinna með þeim sem vilja styðja þær lagabreytingar sem kröfuhafar krefjast að verði lögsettar síðasta lagi á miðvikudag, þ.e. þeim þingmönnum eigin flokks sem eru tilbúnir að styðja þann lagasetningarpakka + hverja þá aðra þingmenn frá öðrum flokkum, til vinstri og hægri.
- En ef Tsipras gerir þetta.
- Þá líklega eyðileggur hann sinn eigin flokk.
- En á sama tíma, stórfellt efa ég að hann verði að hetju í augum almennings.
En hann yrði að hetju í augum allra forréttindahópanna í landinu. Og auðvitað, kröfuhafa.
M.ö.o. þá sé ég ekki að Tsipras geti framkvæmt þetta, án þess að leggja sinn eigin flokk í rúst. Kannski er hann tilbúinn til þess núna.
En ég er mjög efins, að hann lifi það af í pólitískum skilningi.
En sá harði niðurskurður sem verður þá framkvæmdur, mun að sjálfsögðu - dýpka frekar kreppuna í landinu. Og fjðlga atvinnulausum - og skerða kjör þess stóra hóps sem er á bótum.
M.ö.o. væri þetta beint framhald af niðurskurðarstefnunni - sem haldið hefur verið í gangi samfellt sk. 5 ár, skv. kröfu kröfuhafa.
- Gríska hagkerfið gæti sigið 10% til viðbótar við þau nærri 30% sem það var þegar búið að síga.
- Svo mundi hellast yfir Grikkland frekari lánapakki, svo landið geti haldið fyrri lánum gangandi - - og krafa um bruna-sölu ríkiseigna, virðist líkleg.
Á þessari stundi treysti ég mér engan vegin að vita - hvað Tsipras mun gera.
En suma dagana talar hann á þann veg, að hann hljómar eins og hægri krati - - svo hnippa bersýnilega róttækir vinstri mennirnir í hann, og þá allt í einu heldur hann ræður þ.s. hann hljómar eins og einn af þeim.
En hver er - - Alexis Tsipras? Er hann kannski eins og vindhandi, sem sveiflast eftir því - hver hastar á hann síðast?
Niðurstaða
Syriza flokkurinn hefur fengið nýja úrslitakosti - - að hrinda í framkvæmd öllum þeim niðurskurðaraðgerðum og lagabreytingum, sem hugsað er að auki skilvirkni gríska hagkerfisins - í síðasta lagi nk. miðvikudag. En fyrir fund aðildarlandanna nk. fimmtudag, ef ríkisstj. Sýriza mætir úrslitakostum kröfuhafa frá fundinum á Sunnudag -- > liggja fyrir hugmyndir að - næsta aðgerðapakka sjá plagg hlekkjað á að ofan.
En ljóst er, að Grikkland mun fá strax annan aðgerðapakka - og sá líklega a.m.k. hálfu erfiðari en sá fyrri. En þá hefjast samningar um "Björgun-3" - - þannig að Syriza flokkurinn stendur frammi fyrir því; að ofurselja landið vilja kröfuhafa - nk. ár.
Ætlar Syriza flokkurinn að éta ofan í sig, alla sína fyrri gagnrýni?
Ætlar hann að ganga í sama hlutverk og fyrri ríkisstjórnir Grikklands, síðan kreppan hófst 2010; sem hefur að því er best verður séð verið að framkvæma fyrirmæli kröfuhafa, þegar þau fyrirmæli koma fram.
Höfum í huga - að kröfuhafa eru að hugsa um sína hagsmuni.
Sem ekki endilega eru það sama og hagsmunir landsins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2015 | 03:32
Fundur fulltrúa Grikklands og aðildarlanda evru, virðist hafa afhjúpað djúpt ósætti um framtíð Grikklands innan evru
Ég held að enginn hafi átt von á að neyðarfundurinn á laugardag mundi vera einhver - halelújakór - en skv. frétt Reuters; voru umræður svo heitar að Jeroen Dijsselbloem ákvað að slíta fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í 6-tíma, áður en fundurinn mundi þróast yfir í -hróp og köll.
Fundað verður aftur í dag, sunnudag - - en miðað við framlag Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands, virðist ekki sérdeilis líklegt að samkomulag náist.
Euro zone demands more from Greece, delays decision on aid
- "The German paper, which Schaeuble presented in the meeting, demanded that Athens transfer state assets worth 50 billion euros into a trust fund to pay down debt,..."
- "...or take a five-year "time-out" from the euro zone during which some of its debt would be written off."
- "Finland's state broadcaster YLE reported that the Finnish government had told parliament's influential Grand Committee on Saturday it did not consider the Greek proposal sufficient to start negotiations on a new loan."
- ""The high figures for financing needs over the next three years may be too high and too sudden," one euro zone source said. He said officials believed Greece may need 82 billion euros, factoring in cash from the IMF and other EU sources."
- "Sources in the creditor institutions said Greece would need 25 billion euros just to recapitalize its shattered banks, which have been closed since capital controls were imposed on June 29 after the breakdown of previous bailout negotiations."
- "Stathakis told Greece's Mega TV that the capital controls, restricting cash withdrawals and bank transfers, would remain for at least another two months. "
Valkostirnir virðast vera: Björgun 3-líklegur kostnaður nærri 80ma. eða Grexit - Schaeuble heimtar 50ma. andvirði af grískum ríkiseignum í veð á móti hugsanlegu nýju láni!
Sú krafa Schaeuble er augljóslega óaðgengileg fyrir grísk stjórnvöld - - sennilega sett fram til þess að grísk stjórnvöld velji frekar leið B þ.e. 5 ára útlegð úr evru, meðan að eitthvað af skuldum landsins mundu verða afskrifaðar.
- En augljóslega þarf að endurfjármagna grísku bankana með evrulánum ef Grikkland ætlar að halda áfram í evrunni.
- Og þ.e. alveg klárt, að slíkt fjármagn verður -de facto- gjöf til Grikklands.
- Þess vegna skilur maður alveg, að Schaeuble heimtar 50ma. af ríkieignum í veð.
Mér sýnist þetta benda mjög sterklega til þess - - að Grikkland sé á leið út.
Þó verið geti - - að Grexit verði framkvæmt í samkomulagi við aðildarlöndin.
En miðað við hugmynd Schaeuble - - þá mætti hugsanlega skilja þ.s. varatillögu fjármálaráðherra Þýskalands, að aðildarlöndin - gefi nokkurs konar blessun á Grexit.
Á hinn bóginn, þá efa ég afar stórfellt - - að ef Grikkland mundi fara út undir slíkum kringumstæðum; að það ætti nokkru sinni afturkvæmt inn í evruna.
Þannig að -eins og blaðamaður Reuters kemst að orði- þá sé þessi hugmynd Schaeuble ef til vill sett fram, í þeim tilgangi - að gera Grexit líklegra til að fá pólitískt samþykki hinna aðildarlandanna.
- Áhugavert er; að AGS, Seðlabanki Evrópu og Framkvæmdastjórn ESB, virðast hafa fyrir sitt leiti samþykkt tillögur ríkisstjórnar Grikklands sem viðræðugrundvöll.
- Og a.m.k. sum aðildarlandanna, tóku þeim mun jákvæðar.
- Stofnanirnar taka þann pól í hæðina - að allt verði að gera til að forða Grexit, vegna þess að skv. þeirra mati, sé ekki unnt að átta sig fullkomlega á afleiðingum brotthvars Grikklands úr evru.
- Á hinn bóginn, þurfa aðildarlöndin að takast á við pólitík heima fyrir, í Þýskalandi virðist andstaða orðin ákaflega sterk gagnvar frekari lánum til Grikklands - - enda stefnir þegar í að Þýskaland tapi milljarða tugum.
Ég get vel skilið að margir vilji ekki senda Grikklandi meira fé - sem Grikkland muni aldrei borga.
Ég get í reynd vart skilið samþykki stofnananna 3-ja þ.e. AGS, "ECB" og Framkv.stj. ESB - en að þær stofnanir vilji í reynd að aðildarþjóðirnar fjármagni áframhald Grikklands innan evrunnar stórum hluta sem gjöf.
En talað virðist nú um - - að lengja lánin í 60 ár.
Þá er þetta farið að hljóma ótrúlega svipað - - skuld Þýskalands við sigurvegara Fyrri Heimsstyrrjaldar, sem átti ef mig rámar í að taka a.m.k. 60 ár að greiðast til baka.
Vextirnir yrðu að vera það lágir - - að það fjármagn mundi sennilega vera langt undr markaðsverði fjármögnunar margra af aðildarlöndunum.
Miðað við þetta, þá verða nk. 2-kynslóðir Grikkja að borga.
Mjög erfitt fyrir mig að sjá þ.s. sanngjarnt verð fyrir að halda evrunni.
Niðurstaða
Ég held mig enn við þá afstöðu að afar ólíklegt sé að Grikkland haldist innan evrunnar. Þó að verið geti að menn haldi áfram að karpa um málið eitthvað fram eftir nk. viku.
Sú tilhugsun að gríska hagkerfið verði í nær algeru stoppi í nk. viku - meðan að bankarnir halda áfram að vera lokaðir. Nefnum ekki, ef við erum að tala um enn lengri tímabil.
Er virkilega hræðileg - - því tjónið fyrir gríska hagkerfið af því að halda því til streitu að vera í evrunni, meðan að Grikkland nýtur nákvæmlega engra fríðinda af því.
Verður afskaplega svakalegt - sérstaklega ef þetta heldur svo áfram í vikur.
Þá fer þetta að líkjast tregðunni í Argentínu, að yfirgefa "currency board" fyrirkomulagið, en þar gekk peningaþurrð það langt - - að verulegur hluti hagkerfisins var farinn að stunda vöruskipti, auk þess að menn voru víð farnir að eiga viðskipti í skuldaviðurkenningum, þannig að þær urðu að óformlegum gjaldmiðlum.
Þar voru ef til vill margir tugir slíkra óformlegra gjaldmiðla, áður en Argentína gafst endanlega upp. Og framkvæmdi gjaldmiðilsskipti.
- Spurning hvort að grísk stjv. bíða svo lengi, sem stjv. Argentínu biðu!
Em með þeim hætti, er Grikkland að láta ganga yfir sig, mjög verulegan óþarfan samdrátt hagkerfisins - - með tjóni fyrir atvinnulífið sem almenning.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2015 | 02:10
Er skáli landnámsmannsins í Reykjavík fundinn?
Mér finnst stórmerkilegur fornleifafundur á horni Lækjargötu og Vonarstræti hafa fengið mun minni athygli en ástæða er til. En þarna virðist hugsanlega um að ræða skála frá -landnámsöld. Það sem er merkilegt við hann - er að þessi skáli er miklu mun stærri en sá skáli er fannst fyrir nokkrum árum.
- Hann gæti verið jafn stór og sá skáli sem áður hefur fundist stærstur hér, eða ca. 40 metra langur. En rústirnar virðast a.m.k. 20m. langar. En miðað við stærð og umfang langelds, ef hlutfall skálans er dæmigert miðað við víkinga-aldarskála. Þá sé hann sennilega 2-falt lengri en sá hluti rústarinnar sem finna má í þeim grunni, þ.s. verið er að grafa.
- En þessar upplýsingar komu fram í viðtali við fornleifafræðing i fjölmiðlum.
Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur
Skáli frá landnámsöld fannst óvænt
Punkturinn er auðvitað sá, að svo stór skáli, hefur verið - höfðingjasetur
Það að til staðar sé langeldur, þíðir mjög líklega að hann sé frá fyrstu tíð byggðar við Faxaflóa. Því að langeldur gengur ekki upp, nema að nóg sé af eldiviði.
Þá hefur ekki enn verið búið að eyða upp skógum og kjarri í grennd.
5,5 metra langeldur hefur þurft mikið magn af eldiviði, til viðhalds.
Ekki undarlegt að hratt hafi gengið á skóga og kjarr, á fyrstu öldum byggðar - þegar menn hafi notast við þessa aðferð, að hafa opinn eld til upphitunar.
- Það sem ég er eiginlega að pæla í, er að skora á forsætisráðherra, að beita sér fyrir því - að þessar rústir verði ekki gereyðilagðar.
- Því þær geta verið af fyrstu byggð við Faxaflóa, og jafnvel á - Íslandi.
Ríkisstjórnin getur vel beitt sér, þegar fornleifar líklega með algerlega einstaka þíðingu fyrir sögu lands og þjóðar, dúkka svo óvænt upp.
Þarna þarf að byggja - - safn, ekki hótel.
Og það blasir við - - að huga þarf að uppgreftri á næstu lóð, þ.s. hinn hluti skálarústarinnar er líklega undir.
Þó rústin sé töluvert skemmd, þá virðist hún samt merkilega heilleg.
Niðurstaða
Að það finnist leyfar skála af allra stærstu gerð frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík, ætti að hafa vakið mun meiri athygli en sá fundur hefur enn gert. Því að stærð skálans bendir til þess, að þar hafi búið auðug fjölskylda - miðað við þann tíma. M.ö.o. að þarna hafi hugsanlega ríkjandi höfðingi þessu svæði sennilega búið.
Þó það eigi ef til vill ekki að taka það fullkomlega hátíðlega, þá sögn að Ingólfur nokkur Arnarson, hafi fyrstur manna sest að í Reykjavík. Þá er alls ekki loku fyrir það skotið, að í þessum skála hafi enn búið aðkomendur fyrstu landnema á Reykjavíkursvæðinu.
M.ö.o. að þessi skálarúst sé þess eðlis, að hana eigi að varðveita - - og þá ekki einungis parta, eins og nú virðist um rætt.
Heldur helst sem allra mest, í heilu lagi. M.ö.o. að það þarf sennilega að finna leið til að grafa einnig á lóðinni við hlið, því þar undir hlýtur restin af skálanum að vera.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar