Fundur fulltrúa Grikklands og aðildarlanda evru, virðist hafa afhjúpað djúpt ósætti um framtíð Grikklands innan evru

Ég held að enginn hafi átt von á að neyðarfundurinn á laugardag mundi vera einhver - halelújakór - en skv. frétt Reuters; voru umræður svo heitar að Jeroen Dijsselbloem ákvað að slíta fundinum eftir að hann hafði staðið yfir í 6-tíma, áður en fundurinn mundi þróast yfir í -hróp og köll.

Fundað verður aftur í dag, sunnudag - - en miðað við framlag Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands, virðist ekki sérdeilis líklegt að samkomulag náist.

Euro zone demands more from Greece, delays decision on aid

  1. "The German paper, which Schaeuble presented in the meeting, demanded that Athens transfer state assets worth 50 billion euros into a trust fund to pay down debt,..."
  2. "...or take a five-year "time-out" from the euro zone during which some of its debt would be written off."
  • "Finland's state broadcaster YLE reported that the Finnish government had told parliament's influential Grand Committee on Saturday it did not consider the Greek proposal sufficient to start negotiations on a new loan."
  • ""The high figures for financing needs over the next three years may be too high and too sudden," one euro zone source said. He said officials believed Greece may need 82 billion euros, factoring in cash from the IMF and other EU sources."
  • "Sources in the creditor institutions said Greece would need 25 billion euros just to recapitalize its shattered banks, which have been closed since capital controls were imposed on June 29 after the breakdown of previous bailout negotiations."
  • "Stathakis told Greece's Mega TV that the capital controls, restricting cash withdrawals and bank transfers, would remain for at least another two months. "

 

Valkostirnir virðast vera: Björgun 3-líklegur kostnaður nærri 80ma.€ eða Grexit - Schaeuble heimtar 50ma.€ andvirði af grískum ríkiseignum í veð á móti hugsanlegu nýju láni!

Sú krafa Schaeuble er augljóslega óaðgengileg fyrir grísk stjórnvöld - - sennilega sett fram til þess að grísk stjórnvöld velji frekar leið B þ.e. 5 ára útlegð úr evru, meðan að eitthvað af skuldum landsins mundu verða afskrifaðar.

  1. En augljóslega þarf að endurfjármagna grísku bankana með evrulánum ef Grikkland ætlar að halda áfram í evrunni.
  2. Og þ.e. alveg klárt, að slíkt fjármagn verður -de facto- gjöf til Grikklands.
  • Þess vegna skilur maður alveg, að Schaeuble heimtar 50ma.€ af ríkieignum í veð.

Mér sýnist þetta benda mjög sterklega til þess - - að Grikkland sé á leið út.

Þó verið geti - - að Grexit verði framkvæmt í samkomulagi við aðildarlöndin.

En miðað við hugmynd Schaeuble - - þá mætti hugsanlega skilja þ.s. varatillögu fjármálaráðherra Þýskalands, að aðildarlöndin - gefi nokkurs konar blessun á Grexit.

Á hinn bóginn, þá efa ég afar stórfellt - - að ef Grikkland mundi fara út undir slíkum kringumstæðum; að það ætti nokkru sinni afturkvæmt inn í evruna.

Þannig að -eins og blaðamaður Reuters kemst að orði- þá sé þessi hugmynd Schaeuble ef til vill sett fram, í þeim tilgangi - að gera Grexit líklegra til að fá pólitískt samþykki hinna aðildarlandanna.

  • Áhugavert er; að AGS, Seðlabanki Evrópu og Framkvæmdastjórn ESB, virðast hafa fyrir sitt leiti samþykkt tillögur ríkisstjórnar Grikklands sem viðræðugrundvöll.
  • Og a.m.k. sum aðildarlandanna, tóku þeim mun jákvæðar.
  1. Stofnanirnar taka þann pól í hæðina - að allt verði að gera til að forða Grexit, vegna þess að skv. þeirra mati, sé ekki unnt að átta sig fullkomlega á afleiðingum brotthvars Grikklands úr evru.
  2. Á hinn bóginn, þurfa aðildarlöndin að takast á við pólitík heima fyrir, í Þýskalandi virðist andstaða orðin ákaflega sterk gagnvar frekari lánum til Grikklands - - enda stefnir þegar í að Þýskaland tapi milljarða tugum.

Ég get vel skilið að margir vilji ekki senda Grikklandi meira fé - sem Grikkland muni aldrei borga.

Ég get í reynd vart skilið samþykki stofnananna 3-ja þ.e. AGS, "ECB" og Framkv.stj. ESB - en að þær stofnanir vilji í reynd að aðildarþjóðirnar fjármagni áframhald Grikklands innan evrunnar stórum hluta sem gjöf.

En talað virðist nú um - - að lengja lánin í 60 ár.

Þá er þetta farið að hljóma ótrúlega svipað - - skuld Þýskalands við sigurvegara Fyrri Heimsstyrrjaldar, sem átti ef mig rámar í að taka a.m.k. 60 ár að greiðast til baka.

Vextirnir yrðu að vera það lágir - - að það fjármagn mundi sennilega vera langt undr markaðsverði fjármögnunar margra af aðildarlöndunum.

Miðað við þetta, þá verða nk. 2-kynslóðir Grikkja að borga.

Mjög erfitt fyrir mig að sjá þ.s. sanngjarnt verð fyrir að halda evrunni.

 

Niðurstaða

Ég held mig enn við þá afstöðu að afar ólíklegt sé að Grikkland haldist innan evrunnar. Þó að verið geti að menn haldi áfram að karpa um málið eitthvað fram eftir nk. viku.

Sú tilhugsun að gríska hagkerfið verði í nær algeru stoppi í nk. viku - meðan að bankarnir halda áfram að vera lokaðir. Nefnum ekki, ef við erum að tala um enn lengri tímabil.

Er virkilega hræðileg - - því tjónið fyrir gríska hagkerfið af því að halda því til streitu að vera í evrunni, meðan að Grikkland nýtur nákvæmlega engra fríðinda af því.

Verður afskaplega svakalegt - sérstaklega ef þetta heldur svo áfram í vikur.

Þá fer þetta að líkjast tregðunni í Argentínu, að yfirgefa "currency board" fyrirkomulagið, en þar gekk peningaþurrð það langt - - að verulegur hluti hagkerfisins var farinn að stunda vöruskipti, auk þess að menn voru víð farnir að eiga viðskipti í skuldaviðurkenningum, þannig að þær urðu að óformlegum gjaldmiðlum.

Þar voru ef til vill margir tugir slíkra óformlegra gjaldmiðla, áður en Argentína gafst endanlega upp. Og framkvæmdi gjaldmiðilsskipti.

  • Spurning hvort að grísk stjv. bíða svo lengi, sem stjv. Argentínu biðu!

Em með þeim hætti, er Grikkland að láta ganga yfir sig, mjög verulegan óþarfan samdrátt hagkerfisins - - með tjóni fyrir atvinnulífið sem almenning.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Grexit it is". Enda ekkert vit í öðru. Ég held að það væri mikill plús fyrir grikki að geta lækkað skatta, prentað peninga og komið hjólum atvinnulífsins í gang aftur. Með evru og hærri skatta liggur ekkert annað fyrir en frekari samdráttur.

Hörður Þórðarson, 12.7.2015 kl. 19:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það virðist gersamlega ljóst - - hafandi í huga þær aðgerðir sem Grikkjum verður líklega uppálagt nk. fimmtudag, ofan í þann aðgerðarpakka sem grísk stjv. eiga að hrinda í framkvæmd fyrir fimmtudag.

Þá er algerlega ljóst - - að sá harði viðbótar niðurskurður. Framkallar verulegan viðbótar samdrátt.

Mér virðist stefna í fátækt nk. áratuga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.7.2015 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 847305

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband