Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Lík Hugo Chávez forseta Venesuela verður smurt og haft til sýnis héðan í frá!

Áhugavert að nefna það lík hverra annarra hafa með sama hætti, verið höfð til sýnis árum jafnvel áratugum saman. Þeir eru - Lenín, Stalín og Maó. Síðan rámar mig í að Ho Chi Minh hafi einnig fengið sambærilega smurningu, og sé til sýnis í Hanoi í Víetnam.

Síðan er einnig áhugavert hverjir mættu til útfararinnar: Raul Castro kom fyrstur og heiðraði kistuna, síðan kom Mahmoud Ahmadi-Nejad og smellti kossi á kistuna, Alexander Lukashenko táraðist við, síðan voru lesin skilaboð frá Bashar el Assad, en sá treysti sér ekki til að mæta. Þarna var einnig leikarinn Sean Penn, mannréttinda leiðtoginn Jesse Jackson og krónprins Spánar Felipe af Asturias.

Sennilega mætti krónprins þó vegna samskipta Spánar við Venesúela. Ekki nein sérstök pólitísk skilaboð í því.

 

Það sem er merkilegt er þetta persónu "Cult" sem myndast í kringum slíka ofur vinstrisinnaða leiðtoga!

Ég man t.d. ekki til þess, að lík Francisco Franco væri smurt. Það var á viðhafnarbörum í einhverja daga rámar mig en síðan lagt til hinstu hvílu í grafhvelfingu við Valle de los Caídos mynnismerkið um þá sem létust í spænska borgarastríðinu nærri Madríd. Sannarlega fékk Pinochet ekki slíka viðhöfn.

Ég man ekki dæmi þess, að lík últra hægrisinnaðs leiðtoga, hafi fengið aðra meðferð eftir dauðann.

En greftrun.

  • Persónuleika "cult" sem myndast í kringum últra vinstrisinnaða leiðtoga.
  • Virðast með öðrum orðum, hafa sérkenni.

 
Það er víst búið að ákveða að halda nýjar forsetakosningar í apríl

Skv. fyrstu skoðanakönnun hefur Nicolás Maduro sem hefur verið skipaður forseti, forskot á keppinautinn Henrique Capriles, 46.4% á móti 34.3%.

En Capriles tapaði með 11% mun gagnvart Cháves í október sl.

Kjördagur verður nálægt 13. apríl, en þann dag 2002 náði Chaves aftur völdum eftir stutta valdaránstilraun andstæðinga innan hersins.

Það er víst umdeilt hvort það er réttmæt ákvörðun, að skipa Maduro forseta. En skv. lögum á víst forseti hæstaréttar að vera forseti til bráðabirgða falli kjörinn forseti frá án þess að hafa svarið embættiseið, eins og á við um Chaves, sem aldrei hafði heilsu til að sverja eið sem forseti fyrir þetta kjörtímabil.

En skv. úrskurði hæstaréttar sem er víst skipaður að mestu leiti einstaklingum völdum af Chaves í gegnum árin, er skipun Maduro réttmæt.

En það má treysta því að þetta verði notað í kosningabaráttunni sbr. viðbrögð Capriles.

"To become president, the people have to elect you,” said Mr Capriles, who argues that Mr Maduro needs to step down in order to campaign for president, according to the constitution. “Nicolás, no one elected you president.”"

  • Ég er a.m.k. á því að þetta land hafi mikla þörf fyrir stjórnarskipti.
  • Chaves reis upp, sem foringi mótmælahreyfingar, gegn spilltu flokkakerfi sem fyrir var.
  • Gömlu valdaklíkunum var steypt. En eins og þekkt er, þá hafa nýir menn gerst mjög nærri því eins spilltir og fyrirrennararnir.
  • En flokkur Chaves hefur mjög skipulega ráðist gegn gamla valdakjarnanum, mikill fjöldi fyrirtækja var þjóðnýttur og í hvert sinn skipaðir aðilar valdir af flokki Chaves.
  • Sem hefur þítt það, að ný valdaklíka hefur risið upp í kringum flokk Chaves í staðinn.
  • Chaves sjálfur hefur ekki haft spillingarorð, en spillingarorð er sannarlega farið að anga af flokknum, og aðilum tengdum honum.

------------------------------------

Ég held að þessi leið eigi eftir að reynast hafa verið mikil mistök. En mun skárra hefði verið, ef Chaves hefði stjórnað e-h í líkingu við Olaf Palme. Sem aldrei "þjóðnýtti einkafyrirtæki" með sambærilegum hætti.

En þessi leið, að taka yfir mikilvægustu fyrirtæki landsins, til þess sannarlega að veikja grundvöll mikilvægustu andstæðinga, og skipa í staðinn "flokksholla" - - í nær öllum sögulegum tilvikum.

Hefur slæmar afleiðingar.

En hættan er að þeir sem eru valdir, vegna hollustu við flokkinn. Hafi ekki þekkingu á rekstrinum. Sá lýði fyrir það. Og ekki síst, ef reksturinn fer að snúast um annað, en að reka þau vel og með hagnaði, þá eins og við sáum af kommúnístaríkjunum getur reksturinn orðið gríðarlega óhagkvæmur.

Með öðrum orðum, hætt að skila þjóðfélaginu hagnaði.

  • Versta dæmið á síðari tímum, er án efa hvernig forseti Simbabve Robert Mugabe, þjóðnýtti eignir hvítra bænda, og skipaði flokkshesta yfir þau landbúnaðarfyrirtæki í staðinn.
  • Afleiðing, hrun efnahags landsins.

Spurning hvernig ástand helstu útflutningsfyrirtækja Venesúela er.

En ég hef heyrt sögur í erlendum fjölmiðlum um það, að það sé pottur brotinn um rekstur margra þeirra.

Það var nýlega stór gengislækkun þ.e. þann 8. febrúar sl.

E-h í kringum 33% hef ég heyrt.

Það passar við fréttir um vandræði í rekstri útflutningsfyrirtækja - þ.s. rekstur þeirra sé að skila minnkandi arði, vegna óstjórnar - skort á endurnýjun tækja o.s.frv. Þau vandamál, séu að hlaðast upp.

Mér skilst reyndar, að veruleg hnignun annarra útflutningatvinnuvega hafi átt sér stað, þannig að olía sé orðin í dag um 90% útflutningstekna. 

Sem er vísbending þess, að önnur þjóðnýtt fyrirtæki - sé verið að reka niður í jörðina af hinum sérvöldu "flokkshestum."

  • Spurning hvort að Capriles geti notfært sér þetta ástand.
  • En lækkun gengisins, hlýtur að koma nú niður á kaupmætti almennings.

 
Niðurstaða

Það eru sennilega fá lönd sem þurfa meir á því að halda. Að ný stjórn taki við. En Venesúela. En mig grunar að alvarleg óstjórn sé til staðar og það sé mikil þörf á að hreinsa til, vel og rækilega.

En þetta stóra land, er ríkt af mörgu leiti. Og á að geta verið fært um að veita íbúum ágæt lífskjör.

Sannarlega voru stjórnvöld fyrri tíma, einkum af þjóna þröngum hópi ríkra landeigenda.

En lausnin var ekki, að þjóðnýta eignirnar og skipa flokkshesta yfir.

Það nær alltaf endar ílla.

Mun skárr hefði verið, að stjórn Chaves hefði farið um, eins og dæmigerð "kratastjórn" þ.e. skattar hefðu verið hækkaðir á ríka, en þeir hefðu áfram stýrt eignum sínum.

Það hefði geta skilað þróun yfir til svipaðs þjóðfélags og er til staðar í Evrópu, víða hvar þ.s. hagkerfið er á grundvelli einkaframtaks, en ríkið skattleggur nægilega mikið til þess að viðhalda endurdreifingu - dýru skólakerfi, tryggir ákveðna lágmarks framfærslu.

En þ.s. líklega er framundan, er hrun í lífskjörum a.m.k. til skamms tíma. Meðan, að atvinnulífið er endurskipulagt í annað sinn.

En mikið af rekstri er líklega í slæmu ástandi. Og ekki söluvara nema gegn frekar lágu verði. Og munu ekki skila arði til þjóðfélagsins líklega á ný fyrr en eftir einhver ár.

--------------------------------

Ef arftakar Chaves halda völdum. Mun líklega landið smám saman vera keyrt enn lengra niður í jörðina. Og lífskjarahrap verða stærra. Áður en viðsnúningur reynist mögulegur.

 

Kv.


Lánshæfi Ítalíu lækkað!

Fitch Ratings lækkaði á föstudag sitt mat á lánshæfi Ítalíu, í BBB mínus. Úr A mínus. Þetta er skv. fjölmiðlum 3 þrepum ofan við rusl. Ástæða gefin, vísað einkum til óvissunnar tengd úrslitum kosninganna nýverið. Sem enduðu án þess að nokkur flokkur hefði meirihluta í báðum þingdeildum.

Ekki síst þannig, að ólíklegt virðist að unnt sé að mynda samsteypustjórn.

--------------------------------------------

Fitch Downgrades Italy to 'BBB+'; Outlook Negative

KEY RATING DRIVERS

The downgrade of Italy's sovereign ratings reflects the following key rating factors:

- The inconclusive results of the Italian parliamentary elections on 24-25 February make it unlikely that a stable new government can be formed in the next few weeks. The increased political uncertainty and non-conducive backdrop for further structural reform measures constitute a further adverse shock to the real economy amidst the deep recession.

- Q412 data confirms that the ongoing recession in Italy is one of the deepest in Europe. The unfavourable starting position and some recent developments, like the unexpected fall in employment and persistently weak sentiment indicators, increase the risk of a more protracted and deeper recession than previously expected. Fitch expects a GDP contraction of 1.8% in 2013, due largely to the carry-over from the 2.4% contraction in 2012.

- Due to the deeper recession and its adverse impact on headline budget deficit, the gross general government debt (GGGD) will peak in 2013 at close to 130% of GDP compared with Fitch's estimate of 125% in mid-2012, even assuming an unchanged underlying fiscal stance.

- A weak government could be slower and less able to respond to domestic or external economic shocks. 

-------------------------------------------- 

Það eru áhugaverðar upplýsingar í þessu, að sérfræðingar Fitch telja að skuldir Ítalíu muni nálgast 130% af þjóðarframleiðslu á þessu ári.

Þar kemur einnig fram, að nýjustu hagtölur bendi til þess að fleiri störf hafi tapast á Ítalíu en áður var gert ráð fyrir, og að vísbendingar séu um það að hallinn á ríkisútgjöldum verði að auki hærri en áætlað var.

Þetta hljómar kunnuglega, en þetta er að verða síendurtekin vísa - að áhrif niðurskurðaraðgerða séu vanmetin trekk í trekk, af áhangendum hinnar "klassísku hagfræði" sem telja einu réttu leiðina. 

Að skera og skera niður. Draga úr velferðarútgjöldum. Minnka umfang ríkisins. Hækka skatta. Allt í nafni skuldalækkunar. Sem að sjálfsögðu, hefur sömu áhrif frá landi til lands. 

Að valda svo djúpri kreppu, að hallinn á ríkinu aukist þrátt fyrir niðurskurð. Og neikvæð hringrás milli vaxandi kreppu, sem dregur úr tekjum ríkisins, samdráttar hagkerfisins sem minnkar landsframleiðslu svo að skuldir hækka í hlutfalli við hana - þ.s. skuldir í evrum lækka ekki á móti.

  • Eina vonin til að brjóta þetta.
  • Er að auka útflutning.
  • Í von um að útflutningsdrifinn hagvöxtur.
  • Rétti við skútuna, þrátt fyrir síminnkandi innlenda eftirspurn ásamt soginu frá ríkinu er það sker sífellt meir og meir niður.

En þá kemur spurningin sem ég spyr mig - aftur og aftur.

Þegar ég sé sama leikritið endurtekið frá landi til lands. Hvar er þá útflutningsmarkaði að finna?

Svo öll aðildarríki evru. Geti eins og Þýskaland, gerst útflutningsundur?

  • Ég get ekki séð að allir geti flutt út meir en þeir flytja inn?
  • Tölfræðilega gengur það ekki upp.

Sjá einnig fréttapistla:

Italy's Credit Ratings Downgraded by Fitch

Fitch cuts Italy credit rating after election impasse

Italian politicians squabble over impact of rating cut

Italy’s Rating Cut by Fitch as Vote Result May Deepen Slump

 

Svo er önnur áhugaverð frétt!

Another step towards an East-West trade war

China's trade figures released this morning are shocking...Chinese exports surged 22% in February. Imports fell 15%.

Þetta gefur vísbendingu um það hvað ég á við, um þann vanda -- hvar eru markaðirnir?

Innflutningur minnkar. Útflutningur eykst. Og viðskiptaafgangur Kína gagnvart Bandaríkjunum og Evrópu, vex aftur. Eftir að sá minnkaði á sl. ári.

Á sama tíma, hafa Bandaríkin ákveðið að hefja sitt "niðurskurðarskeið" með því að í vikunni sem leið, hófst svokallað "budgetary sequestration" þ.e. niðurskurður yfir línuna.

Heildar útgjalda-aðgerðir í Bandaríkjunum, upp á 1,5% af þjóðarframleiðslu í ár. Sem mun dragast frá hagvextinum.

Bjartsýnismenn tala um 2% havöxt samt, sem væntanlega þíðir að þeir telja hann annars hafa átt að vera 3,5% eða þar um bil. Sem mér finnst ærið bjartsýnt.

  • Í besta falli, virðist stefna í að hagvöxtur og þar með aukning eftirspurnar innan Bandaríkjanna, verði líklega svipuð þetta ár og það sl.

Sem aftur beinir sjónum að því. Hvernig það á að geta gerst. Að væntingar fulltrúa stofnana ESB um aukningu eftirspurnar innan heimshagkerfisins, sem geri evrusvæði það kleyft að uppfylla drauminn.

Um það að, löndin í kafi á samdráttaraðgerðum nái að lyfta sér upp í krafti sívaxandi útflutnings, nái fram að ganga.

 

Niðurstaða

Tragedían tengd kreppunni í Evrópu heldur áfram. Ég vek athygli á ummælum Mario Draghi "You also have to consider that much of the fiscal adjustment Italy went through will continue on automatic pilot." En fyrri hl. 2012 var svokallaður "stöðugleikasáttmáli" leiddur í lög af aðildarlöndum Evru. Þ.e. örugglega þ.s. hann á við. Hann þíðir, að niðurskurðarferlið tikkar áfram. 

Þó svo að pólitíkusarnir rífist. Og Ítalía í pólitísku samhengi sé rekald.

Sem hafandi í huga vaxandi óánægju almennings, einmitt með það niðurskurðarferli. Sem birtist í gríðarlegri kosningu svokallaðrar 5 Stjörnu Hreyfingar.

Getur vart verið annað en vatn á myllu þeirrar óánægju. Hætta á að þetta sannfæri kjósendur enn frekar um gagnsleysi hinna hefðbundnu stjórnmálamanna, þannig að þeir halli sér enn frekar að Peppe Grillo.

En erfitt verður að sannfæra mótmælahreyfinguna um að veita t.d. minnihlutastjórn hlutleysi. Þegar ljóst er, að sú mun ekki geta gert annað en að fylgja settum lögum. Um frekari niðurskurð.

Þannig - að ekkert breytist. Líkur virðast á því. Að þetta ástand. Letji til sátta milli aðila. Og íti landinu út í aðrar kosningar. Þ.s. líklega mótmælahreyfingin fær enn meira fylgi.

  • En svona ástand þ.s. stjórnmálin eru gerð "valdalaus" hlýtur að ala á fylgi mótmælahreyfinga!

 

Kv.


Hagvöxtur á Íslandi 2012 einungis 1,6%

Ég verð að segja að þetta kom mér virkilega ekki á óvart. En þ.e. ekki lengra síðan en í fyrstu vikuna í febrúar. Að seðlabanki Ísland var að spá 2,2% hagvexti það ár, sem var lækkun fyrra mats úr 2,5%.

Þannig að mældur hagvöxtur er 0,9% neðan við þá spá sem Seðlabanki Ísland lagði fram á sl. ári, og ríkisstjórnin hafði sem viðmið.

Hvað þíðir þetta? Augljóslega að tekjur ríkisins muni reynast mun lakari á sl. ári - þegar lokauppgjör verður gefið út?

Landsframleiðslan 2012

  1. Landsframleiðsla 2012 1.708 ma.kr.
  2. Hagvöxtur 2012 1,6% sbr. 2,9% 2011.
  3. "Einkaneysla 2012 2,7%.
  4. Einkaneysla 53,6% af landsframleiðslu..."Í sögulegu samhengi er þetta hlutfall mjög lágt, en það var á bilinu 55–60% fram til ársins 2007."
  5. Samneysla 2012:  -0,2% "...fjórða árið í röð sem samneysla dregst saman..."
  6. Samneysla 2012 25,5% af landsframleiðslu.
  7. Fjárfesting 2012: 4,4%. "Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum dróst fjárfesting á síðasta ári saman um 4,7%...
  8. Fjárfesting 2012: 14,4% af landsframleiðslu. "...hefur þetta hlutfall verið í sögulegu lágmarki síðustu fjögur árin. Sambærilegt hlutfall fyrir OECD ríkin í heild hefur verið mun stöðugra, um eða rétt undir 20% undanfarinn aldarfjórðung."
  9. Atvinnuvegafjárfesting 2012: 8,6%. "...2011 jókst hún um 27,9%"
  10. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 2012: 6,9%. "....samanborið við 5,4% aukningu árið 2011"
  11. Fjárfesting hins opinbera 2012: -17% "Samdráttur í fjárfestingu hins opinbera á síðasta ári skýrist að stærstum hluta af mikilli fjárfestingu í varðskipi á árinu 2011 og að því frátöldu nam samdráttur í fjárfestingu hins opinbera á síðasta ári 4,1%."
  12. Þjóðarútgjöld 2012: 1,9%. "Árið 2011 jukust þjóðarútgjöld um 4,1%"
  13. Útflutningur 2012: 3,9%.
  14. Vöruútflutningur 2012: 3,1%
  15. Þjónustuútflutningur 2012: 5,2%.
  16. Innflutningur 2012: 4,8%.
  17. Vöruinnflutningur 2012: 1,4%.
  18. Þjónustuinnflutningur 2012: 10,6%.
  19. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum 2012: 108 ma.kr. "...samanborið við 139 milljarða króna árið áður."
  20. "Meiri aukning innflutnings en útflutnings að raungildi olli því að landsframleiðsla
    jókst nokkru minna en nam vexti þjóðarútgjalda, eða 1,6% samanborið við 1,9%
    aukningu þjóðarútgjalda."
  21. "Viðskiptakjör versnuðu nokkuð á árinu 2012 eða sem nam 2% af landsframleiðslu fyrra árs og er það annað árið í röð sem þau versnuðu (um 1% árið 2011)."
  22. "...þjóðartekjur jukust meira en nemur vexti landsframleiðslu eða um
    3,7% samanborið við 1,6% vöxt landsframleiðslu...jukust þjóðartekjur einnig meira
    á árinu 2011 en nam vexti landsframleiðslu, 6% á móti 2,9%."
  23. "Þjóðartekjur á liðnu ári nema svipaðri fjárhæð að raungildi og þjóðartekjur áranna 2004 og 2008."

Ég get sannað það að þetta kom mér ekki á óvart?

Það vildi svo til að ég sendi inn athugasemd á Eyjuna þann 6/2 sl.

--------------------------------------------------

Hagkerfið kólnar: Minni hagvöxtur, veikari króna og hægari fjölgun vinnustunda

"Flest bendir til þess að hagvöxtur sl. árs hafi einungis verið milli 1-2% ekki milli 2-3%. Að auki hafa fiskverð farið lækkandi síðan sl. haust. Og lækkað snarpt við upphaf þessa árs.

Ef ekki verður gríðarleg aukning í ferðamennsku þetta sumar - ofan á aukningu sl. sumars.


Stefnir í lífskjarahrap í haust. Og þá skiptir engu hver tekur við stjórn mála.


Þetta er einnig kostnaður við það klúður ríkisstjórnarinnar að hafa mistekist algerlega að starta þeirri miklu atvinnuuppbyggingu sem hún lýsti yfir að til stæði, vorið 2009 skv. yfirlísingu ríkisstjórnarinnar sem finna má stað í stjórnarsáttmála.


Öll þessi glötuðu tækifæri þíða einmitt - hagvaxtardoða, lægri lífskjör - og eins og sést í annarri frétt; algert neyðarástand innan heilbrigðiskerfisins er lykilfólk ætlar sér að hverfa til útlanda.


Sem ekk
ert getur komið í veg fyrir úr þessu, því röð atvinnuuppbyggingarklúðra ríkisstjórnarinnar þau 4 ár sem hún hefur setið, þíðir að peningurinn er ekki til - til að mæta kröfum heilbrigðisstéttanna, þannig að það stefnir í hrun þjónustu heilbrigðiskerfisins nú á næstu mánuðum.

Til hamingju með árangurinn - ríkisstjórn velferðar. Ríkisstjórn velferðar er að verða að einu mesta gríni Íslandssögunnar.

Svo alvarlegt er ástandið í þjóðfélaginu út af ráðsmennnsku ríkisstjórnarinnar, að það verður ekki mögulegt fyrir nýja ríkisstjórn að stöðva þetta hrun í heilbrigðiskerfinu. Því verður ekki bjargað úr þessu. Heilbrigðiskerfið fer líklega aftur ca. 30 ár.

Ekki heldur því hruni lífskjara sem líklega á sér stað þetta ár - - nú verðum við að leggjast á bæn, um rosalega gott ferðamannasumar. En ríkisstjórnin reddar engu úr þessu."

--------------------------------------------------
  • Eins og ég sagði, hagvöxtur milli 1 og 2%.
  • 1,6% er einmitt mjög nærri þeirri miðju.

Ég verð að segja eins og er, að ég er enn ákaflega svartsýnn hvað þetta ár varðar, eins og sjá má í athugasemd minni að ofan frá því í febrúar.

Það vill nefnilega svo til, að Ísland hefur fundið fyrir dragsúgnum frá Evrópu.

Við erum svo háð henni, vegna þess hve hátt hlutfall okkar viðskipta er þangað.

Versnandi viðskiptakjör eru að stærstum hluta vegna lækkandi fiskverðs í Evrópu.

Þó það virðist ekki mikið, viðskiptakjör 2% lakari. Munar um þetta, því útflutningur er rúmlega helmingur landsframleiðslunnar.

Það þíðir, að minna er þá unnt að flytja inn.

Lífskjör verða lakari strax.

 

Ég tel að kreppan í Evrópu verði verri þetta ár!

Fyrir bragðið megum við þakka fyrir, að ef hagvöxtur verði rétt ofan við 0.

Ég held, að 80% líkur séu á að hann verði milli 0 - 1%. 50% líkur á að hann verði milli 0 - 0,5%.

Ég er sem sagt ekki endilega að reikna með hruni, heldur því að dragsúgurinn frá Evrópu þyngist, þ.e. lækkun fiskverða haldi áfram. Viðskiptakjör versni enn.

Hagvöxtur hérlendis, sem var þokkalegur sæmilega þannig séð 2011, verði enn í rénun þetta ár.

Og úr því sem komið er, ekkert sem fái því breytt.

  • Þetta ár sé glatað ár, og muni engu skipta hver tekur við eftir kosningar. 

Það verði engin aukning lífskjara - heldur nokkurn veginn svo að þau standi í stað.

--------------------------

Svo fremi að engin stóráföll verða, þá sé þetta líklegasta útkoman í ár.

 

Það er að sjálfsögðu ekki ríkisstjórninni að kenna að þ.e. kreppa í Evrópu

En við getum kennt henni um, að hafa ekki notað tækifærin árin 2010 og 2011. En 2010 var töluverð bjartsýni. Evrópa virtist vera að snúa við inn í hagvöxt. Bandaríkjastjórn var þá einnig töluvert bjartsýn. Það ár, ríkti meiri bjartsýni í alþjóðasamfélaginu um framvinduna en nú ríkir.

En kreppan sneri aftur 2011 seinni hluta árs. Tækifærið var þessi ca. 17 mánuðir frá upphafi árs 2010 fram til ca. maí 2011. En þá sneri evrukrísan til baka mjög harkalega. Og frá haustinu 2011 hefur verið ljóst, að Evrusvæði væri ekki laust við kreppuna.

Og síðan hafa allar hagtölur verið á verri veginn.

-----------------------------

Þessir 17 mánuðir mynduðu glugga. Sem var besta tækifærið til að koma einhverju af stað hérlendis. Þegar fjárfestar voru bjartsýnni. Og líklegri til að vera fáanlegir til að taka áhættu.

  • Núna í mun verra efnahagsástandi.
  • Þá verður mun erfiðara að sannfæra erlenda aðila, um það að taka stórfellda áhættu. Þ.e. að leggja í dýra fjárfestingu sem tekur mörg ár að skila arði.

Ef unnt hefði verið að starta stórum fjárfestingum innan þessa tímaramma, þá væru þær framkvæmdir líklega enn í gangi.

Og það hefði verulega munað um það, sbr. að þá væri sannarlega hagvöxtur í rénun.

En allar tölur væru þó hærri.

Og gengið væri hærra.

Og þar með lífskjör ívið betri.

-----------------------------

Dýrt að klúðra tækifærum!

 

Niðurstaða

Afstaðið kjörtímabil hefur verið að miklu leiti tími glataðra tækifæra. En því miður verð ég að segja að, framtíðin er ekki íkja björt. Það er, Bandaríkin hafa startað svokölluðu "budgetary sequestration" þ.e. þar er hafin niðurskurðarstefna útgjalda eins og innan Evrópu. Það þíðir, að sú aukning hagvaxtar sem menn hafa verið að vonast eftir frá Bandaríkjunum þetta ár, verður alveg örugglega ekki. 

Á sama tíma dregur hágengi evrunnar sem hefur verið síðan ca. ágúst 2011, úr samkeppnishæfni ríkjanna á evrusvæði í vanda, sem þurfa einmitt að auka sinn útflutning. En eftir að Draghi kom með loforð sitt um kaup á skuldum ríkja í vanda án takmarkana. Hefur svokölluð evrukrísa hætt að vera bremsa á gengi evrunnar. Þannig, að gengi hennar hefur farið að myndbirta eðlilega gengisstöðu evru. Miðað við það hver peningastefna seðlabanka viðkomandi gjaldmiðla er.

En þó Mario Draghi segi að hans peningastefna sé "accomodative" er eigi að síður svo, að peningastefna "Federal Reserve" og "Bank of England" er mun lausari, auk þess að í næsta mánuði tekur við nýr seðlabankastjóri í Japan og sá ætlar að lækka gengi hennar með peningaprentun. Og þær væntingar eru þegar farnar að spila sig inn í verðið á jeni á mörkuðum vs. evru.

Hágengi evru eru slæmar fréttir fyrir evrusvæði. Það hágengi mun magna kreppuna á evrusvæði þetta ár. Seðlabanki Evrópu er að fremja meiriháttar "axarskaft." Að halda vöxtum óbreyttum. Og vera ekki að stuðla að lækkun evrunnar. Með því að slaka á stefnunni.

Punkturinn er sá, að fyrir ríki N-Evr. er gengið ekki sérlegur vandi, þ.s. framleiðsla þeirra er yfirleitt með hærri virðisauka. Þannig að skiptigengi er minna hlutfall af söluverði. 

En S-Evr. með að jafnaði ódýrari framleiðsluvörur, lægri gróða per selda vöru; þá skiptir gengið verulegu máli. Og hærra gengi, þíðir því að í þeim löndum - mun þurfa að þrýsta launum enn frekar niður þetta ár, vegna hágengisins og líklega frekar hækkunar á gengi evru sem örugglega er framundan. Sem auðvitað mun leiða til, að kreppan í þeim löndum verður verulega dýpri en spár stofnana ESB gera nú ráð fyrir.

-----------------------------

Þetta auðvitað þíðir fyrir Ísland - frekara hrun á saltfiskverði, en saltfiskur er einkum seldur til Íberíuskaga. 

Og þ.s. Frakkland er farið að hegða sér eins og löndin í S-Evr., að þar munu líklega verða frekari umtalsverðar verðlækkanir á fiski.

Hugsanlega mun markaðurinn innan Þýskalands halda sér nokkurn veginn.

  • Þetta þíðir líklega að bilið milli Norður og S-Evr. breikkar í ár.

Dýpkandi kreppa í Evrópu getur haft hliðaráhrif yfir á Bandaríkin, víxlverkan þarna á milli er helsta áhættan um það að hugsanlega verði verri atburðarás en sú sem ég tel líklega núna.

-----------------------------

Þessi laka framvinda þýðir auðvitað að fjárfestar verða tregir til.

Það verður erfitt að fá fjárfestingar, alveg burtséð frá því hver tekur við.

Því miður!

 

Kv.


Dýpkandi kreppa, verðbólga vel innan við 2%, dugar ekki til að Seðlabanki Evrópu lækki vexti!

Samkvæmt verðbólguspá Seðlabanka Evrópu, verður verðbólga líklega 1,6% að meðaltali á evrusvæði þetta ár, og einungis 1,3% árið eftir. Þar sem viðmið ECB varðandi verðbólgu er að hún skuli vera innan við 2% en þó ekki fjarri því marki. Og samtímis, hefur Seðlabanki Evrópu viðurkennt að 4. ársfjórðungur 2012 var verri en bankinn hefur áður talið, og hefur að auki fært hagspá sína fyrir þetta ár niður í -0,5%.

Þá vekur það nokkra athygli, að Seðlabanki Evrópu skuli halda vöxtum óbreyttum 8. mánuðinn í ár.

Vextir áfram 0,75% sem Mario Draghi kallar "accomodative."

 

Ég vitna í mjög áhugavert svar, við spurningu blaðamanns:

Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 7 March 2013

  • "As I said in the Introductory Statement, the downward revision is due to a carry-over from a weak fourth quarter of last year, but the recovery path is by and large unchanged."

Hann telur sem sagt, að verri 4. fjórðungur 2012 sé ekki neikvæð vísbending, er enn á því að hagkerfi evrusvæðis muni rétta af sér þetta ár, og snúa við til hagvaxtar fyrir árslok.

  • "We are actually seeing a dichotomy between the hard data which, as you said a moment ago, are on average disappointing and a broad indicator of soft data, of survey data, of sentiment data, which almost uniformly are positive."

Þetta er áhugavert - hann viðurkennir. Að mældar útkomur, þ.e. hvað hagkerfið er raunverulega að gera, hefur hingað til gefið dökka mynd.

En að á sama tíma, hafa markaðir og væntingar fyrirtækja - farið nokkuð upp.

  • "We have to distinguish, here, the outlook for the short term, which shows weak consumption, weak investment overall, weak domestic demand and high unemployment."

Þetta er þ.s. raunverulega er að gerast.

  • "But in the medium term, we continue seeing the beginning of a gradual recovery, which is basically caused by three factors."
Þarna er hann að tala um framtíðina nokkur næstu ár. Heldur því fram að sá viðsnúningur sem enn eru engin merki um, sé á leiðinni.
  • First, stronger world demand, meaning more exports.

Ég velti fyrir mér, hvaðan þetta "stronger world demand" á að koma. En þ.e. alveg útséð með það, að hagvöxtur verði meiri þetta ár í Bandaríkjunum en það síðast - nú þegar ljóst er að Obama hefur samþykkt, að svokallað "Budgetary Sequestration" skuli hefjast, þ.e. flatur niðurskurður á öll útgjöld bandar. alríkisins.

Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum en annars hefði verið, ætti þá að þíða að neysla mun ekki aukast.

Spurning um Kína, en það land hefur hingað til ekki sýnt áhuga á að verða útflutningsland fyrir aðra, reyndar gengur Þjóðverjum vel - v. eftirspurnar eftir þýskum bílum, snyrtivöruframleiðendum gengur nokkuð vel. En heilt yfir selur Kína mun meir til Evrópu en það flytur inn þaðan.

  • Second, our monetary policy stance, which will remain accommodative as long as needed, and we will remain in fixed rate full allotment mode as long as needed

Þarna er hann eiginlega búinn að lofa því að halda vöxtum "lágum" eins lengi og þörf er á.

Hann neitaði að lofa að lækka vexti síðar. 

  • And the third factor: Some countries, especially the ones that have front-loaded the fiscal adjustment, will actually see a gradual reduction in the contractionary effects of the fiscal consolidation. And that’s going to be another factor which gradually, by the year end probably, will also contribute to this recovery."

Bravó - sum lönd sem áður hafa þurft að skera mikið. Þurfa minna að skera niður í ár.

 

Setjum "accomodative" peningastefnu Draghi í samhengi!

Þegar fréttirnar bárust út, að Draghi ætli að vera "accomodative" áfram.

Þá hækkaði gengi evrunnar gagnvart dollar um 1% og 2% gagnvart jeni.

  • Munið, að hærra gengi evru skaðar útflutning.

Markaðurinn bjóst við vaxtalækkun, eftir allt saman með verðbólgu skv. mælingu í febrúar komin í 1,8%. Og að auki, fyrstu vísbendingar um framvindu efnahagsmála allar slæmar.

Þ.e. verri 4. fjórðungur en áður var reiknað með. Síðan margvíslegar mældar hagtölur ekki gefið byr undir væng fyrir bjartsýni, t.d. minnkun pantana erlendis frá til þýskra iðnfyrirtækja í janúar um 3% miðað við desember, í stað aukningar sem áður var búist við.

Tölur frá Spáni, Frakklandi og Ítalíu. Sem benda til lakari stöðu á sl. ári. En áður var reiknað með.

-----------------------------

En þrátt fyrir þetta. Að Draghi viðurkenni, að hið "harða data" gefi hingað til slæmar fréttir.

Þá segir hann - verið óhræddir.

Þetta fer allt að batna á morgun.

Og þess vegna er engin ástæða til að lækka vexti!

  • Hann hefur ekkert í höndunum annað en vaxandi trú markaða á framtíðina, sem raunverulega byggir eingöngu á loforði sem hann sjálfur gaf á sl. ári.
  • Og síðan, trú hans sjálf á það - að stefnan muni alveg örugglega virka.

-----------------------------

Til samanburðar, þá viðhefur "Bank of England" og "Federal Reserve" 0 vexti.

En auk þess, eru báðir að prenta peninga. Sem er ígildi þess að hafa neikvæða vexti. 

Auk þess er gamli seðlabankastjóri Japans að hætta, og við tekur annar. Sem er ráðinn með það markmið, að auka verðbólgu í Japan í 2%. Sem vitað er að verður gert með prentun.

  • Þannig - að "accomodative" stefna Mario Draghi.
  • Er samt miklu stífari en stefna hinna.

Hann enn tala um það, að hans "accomodative" stefna sé að styðja við hagkerfið.

Meðan Bretland og Bandaríkin, og síðan mun Japan bætast við; ætla að halda vöxtum á 0 samtímis að þau prenta m.a. til að halda niðri gengi sinna gjaldmiðla. Svo útflutningur vaxi ásmegin.

En Seðlabanki Evrópu, sem mun sjá evruna styrkjast stöðugt gagnvart þeim gjaldmiðlum, þ.s. peningastefnan er í reynd mun stífari; mun uppskera það að stöðugt hærra gengi evru - hamli gegn vexti útflutnings.

Á sama tíma, og hagvöxtur í Bandaríkjunum verður líklegast - ekkert skárri í ár en sl. ár, því engin viðbótar eftispurn þaðan.

  1. Það virðist vanta þann skilning - að gengið skiptir máli þegar kemur að samkeppnishæfni.
  2. En því hærra sem það verður, því meir þurfa lönd t.d. í S-Evr. að þrýsta launum niður. 
  3. Sem þá lamar innlenda eftirspurn enn meir, eykur atvinnuleysi, eflir óánægju almennings enn frekar.
  4. Og auðvitað, heldur áfram að smætta heildarumfang þeirra hagkerfa.
Mér sýnist ekki ljóst að þessi stefna muni ganga upp. Þvert á móti.

 

Að lokum: Evrópa getur sennilega hætt að hafa kosningar!

En ein enn ummæli Draghi vöktu athygli mína, í svari við spurningu annars blaðamanns:

  • "You also have to consider that much of the fiscal adjustment Italy went through will continue on automatic pilot."

Hann bendir á að óvissan á Ítalíu - skipti engu máli að þessu sinni.

Því að mörkuð stefna mali áfram eftir sem áður.

Peter Spiegel - The so-called fiscal compact is now law of the land

"In all eurozone countries, the so-called “fiscal compact” is now law of the land, severely constraining policy makers’ ability to do anything but stick to demanding deficit and reform targets."

Þetta er einmitt málið - öll aðildarríki evrusvæðis gerðu hinn svokallaða "Stöðugleikasáttmála" að landslögum.

Og sá bindur ríkin skv. lögum, til að fylgja mjög ströngum viðmiðum um halla á fjárlögum - þannig að niðurskurðarstefnan er orðin að landslögum.

Með öðrum orðum - það skiptir litlu máli. Þó haldnar séu kosningar. Nýir flokkar, geta ekki breytt stefnunni.

-----------------------

Peter Spiegel réttilega bendir á, að þetta hljóti að hvetja kjósendur í löndum þ.s. óánægja fer vaxandi. Til þess, að halla sér í vaxandi mæli að flokkum, sem leggja til "róttækar" lausnir.

 

Niðurstaða

Ég á alls ekki von á því, að trú Draghi um viðsnúning fyrir árslok, komi til með að rætast. Mér finnst orð hans, að hann sé til í að vera "accomodative" eins lengi og þarf, benda til þess. Að "ECB" ætli sér ekki neðar í vöxtum. En séu til í að halda þeim þetta lágum áfram.

Það verður áhugavert að sjá - eftir því sem fram vindur árið. En Japan mun fljótlega hefja prentun. Og þá fer væntanlega jenið að falla hratt gagnvart evru. 

Og Japanir eru meginkeppinautar Evrópu á mörkuðum, bæði í Bandaríkjunum og í Asíu.

Þegar eru Bretar og Bandaríkjamenn að prenta til að halda niðri gengi sinna gjaldmiðla, sem eðlilega minnkar eftirspurn í þeim löndum eftir innfluttu, og styrkir stöðu þeirra útfl. atvinnuvega.

Meðan að Evr. útfl. atvinnuvegir, vegna þess að peningastefna "ECB" er í reynd mun stífari, búa við stöðugt hækkandi gengi - þar með stöðugt vaxandi gengisóhagræði. Sem innan samhengis evrulanda, er þá einungis unnt fyrir þau lönd að mæta, með enn frekari samdráttaraukandi niðurskurði og launalækkunum, sem þá magnar upp kreppuástand þeirra land enn frekar og innlenda óánægju.

Hágengi evru - að sjálfsögðu þannig mun þá dýpka kreppuna á evrusvæði!

Og stóra vonin um viðsnúning. Snýst um aukinn útflutning. Sem verður þá stöðugt meir fjarlægari draumur. Ég skynja sem sagt - að stefnan sé ósamkvæm sjálfri sér!

Sterkari evra - íti stöðugt áfram lengra inn í framtíðina þeim markmiðum sem löndin eiga að ná fram um samkeppnishæfni, svo þau geti náð fram þeim árangri sem ætlast er til.

Að gera eins og Þýskaland - að verða útfl. hagkerfi.

Auk þess, "budgetary sequestration" er hafið í Bandaríkjunum, þ.e. "Austerity" þar einnig. Sem ætti að tryggja að það verði ekki neitt af þeirri aukningu hagvaxtar þetta ár, sem áður margir hafa verið að búast við.

Ég held með öðrum orðum þessi von um útflutningsdrifinn hagvöxt fyrir Evrópu alla - sé tálsýn!

En þ.e. einmitt sem hinn svokallaði "fiscal compact" sníst um, að gera alla Evrópu að Þýskalandi, samtímis því að hún á öll að stefna að auknum útflutningi. 

Auk þess, hvar þeir markaðir eru - ekki á plánetu Jörð!

 

Kv.


Mikið er maður háður netinu :) Er netið skoðanamótandi?

Datt út í einn dag vegna þess að deilirinn/"router" bilaði. Maður finnur fyrir því hve háður maður er netinu, þegar engin leið er að komast inn á það heiman að frá sér :) Nýr deilir. Og aftur kominn inn, jibbí :) Sjálfsagt eru hinir fullorðnu ekki barnanna bestir.

Magnað hve stór hluti af lífi fólks netið er orðið sbr. "Facebook," "Twitter" - umræðuvettvangar aðrir á netinu, t.d. innlendir og erlendir netfjölmiðlar, eða sérstakir umræðuvettvangar um daginn og veginn.

 

Eitt sem ég hef haft pínu áhyggjur af í tengslum við netið!

Er tilhneigingin að fólk sameinast innan skoðanahópa - oft þvert á lönd. Þ.e. hægri menn tala við aðra hægri menn. Sækja sér viðhorf - viðmið - skoðanir til annarra hægri manna.

Og vinstri menn gera slíkt hið sama. Einnig umhverfisverndarmenn. Og fjöldi annarra skoðanahópa.

Mér hefur fundist að netið samtímis:

  1. Sameini.
  2. Sundri.

Þetta er sjálfsagt ekki undarlegt, þ.e. fólki eðlislægt að leita uppi aðra með svipaðar skoðanir.

  • En hættan er að fólk tali í enn meira mæli, nánast eingöngu við fólk með líkar skoðanir.

Það sem mætti kalla "skoðanasamfélög" festist í æ ríkara mæli í sessi.

Og þar með einnig, að ágreiningurinn milli þeirra - verði jafnvel "hnattrænn."

Það eru þegar til staðar fjöldi þrýstihópa sem hafa mjög mikla net-tilveru, sem eru farnir að starfa í hnattrænu samhengi.

Auðvitað, eru hinar skoðanirnar einnig með hnattræna net-tilveru - þ.e. þær sem eru miðlægari fyrir flesta.

 

Þarf að sporna gegn þessu hér á heima vettvangi?

Það er hugsanlegur möguleiki, að fólk sé í vaxandi mæli - "einangrað innan sinna skoðanahópa."

Þ.e. þ.s. ég velti m.a. fyrir mér - þeirri þróun að hver skoðanahópur í gegnum það að öðlast sífellt viðtækari tengsl þvert á lönd, í gegnum það að verða þannig sífellt yfirgripsmeiri og umfangsmeiri; verði smám saman að nærri fullkominni skoðanatilveru.

Ég meina, þeir sem tilheyra hópnum fá margvíslega þjónustu í gegnum hann:

  1. Fréttir, með gleraugum skoðanahópsins.
  2. Upplýsingar, með gleraugum skoðanahópsins.
  3. Og ekki síst, aðgang að sérfræði-álitum með gleraugum skoðanahópsins.
  • En sérfræðingar eru langt í frá í óháðri tilveru, heldur oft sjálfir fastir inni í tiltekinni skoðanatilveru, þ.s. tilteknar skoðanir eru "fasti" og "óumdeildar" - - ég er í reynd að tala um trúarbrögð nokkurs konar.
Með öðrum orðum - í vaxandi mæli rofna tengslin milli hópanna!

--------------------------------

Hvað á ég við - að sporna gegn?

Það mætti hugsa sér, að ríkið sjái sér hag í því - - að sporna gegn þeirri þróun. Að skoðanahópar lifi með vaxandi hætti "hliðstæðri" tilveru - á netinu. 

Sem mig grunar, að geti alið á vaxandi andúð milli þeirra - dregið úr gagnkvæmum skilningi.

  • Með því að standa fyrir "hlutlausum" skoðanavettvangi!

Til þess að það geti virkað - þyrfti að fá "skoðanamyndandi" aðila til að tjá sig þar reglulega.

Það mætti hugsa sér - að hvert málefni sem tekið er fyrir. Verði með tvær súlur - þ.e. með og móti.

  1. Rök með - fái inn á annarri.
  2. Rök á móti - á hinni.

Þátttakendur loggaðir inn, með lykilorð, þumli upp eða niður, en fái einungis að greiða atkvæði með þeim hætti, einu sinni per rök per málefni.

  • Smám saman komi í ljós - hvað rök með, njóta mests stuðning.
  • Og hvaða rök gegn - njóta mests stuðning.

Röðin verði skv. greiddum atkvæðum með upp eða niðurþumli.

---------------------------

Það sem fæst fram - væri að á einum stað.

Væri til staðar - síða, þ.s. fólk getur lesið rök "með"/"móti" hverju málefni fyrir sig - á sama stað.

Undir hverju væri alltaf hlekkur - á nánari rökstuðning, en einnig umræðuvettvang um viðkomandi "rök."

 

Niðurstaða

Netið er orðið svo óskaplega rýkur þáttur í lífi fólks. Ég hef upplifað það sjálfur. Hve það samtímis sameinar og sundrar. Að víða eru síður skoðanahópa, sérstaklega erlendar. Farnar að veita mjög mikla þjónustu. T.d. fréttaþjónustu, að vera upplýsingaveita, þar eru einnig sérfræðiálit þeirra sem a.m.k. af hópnum, eru titlaðir sem sérfræðingar "hvort sem þeir eru alvöru eða ekki."

Þetta getur verið varasamt samfélögum - því þarna er allt á milli himins og jarðar, en ekki síst að síður jaðarskoðanahópa - leggja sig oft mikið fram með að veita, einmitt þjónustu af því tagi sem ég lýsi.

Oft eru meðlimir hvattir til að leggja trúnað á þær skýringar sem þar má finna, haldið fram að fjölmiðlar ljúgi, séu á bandi "andstæðinga afla." Þarna er einnig að finna aðrar tegundir jaðarskoðana - t.d. sértrúarsamtök. 

-----------------------

Jaðarhóparnir hafa farið með vissum hætti á undan í þróuninni. En það virðist sem að þeir sem eru miðlægari. Séu einnig farnir að bjóða í vaxandi mæli upp á mjög djúpa net-tilvist. 

Þannig að menn þurfa nánast aldrei að ræða málin við aðra - en þá sem þeir eru sammála.

Í því liggur einmitt hætta - grunar mig!


Kv.


Martin Wolf leggur til að Japan fari verðbólguleið!

Það eru til margar tegundir af hagfræðingum, ég hef veitt því athygli að svokallaðir skólar, hafa klárlega fylgismenn. Rifrildi getur gjarnan tekið á sig tón sem fyrir utanaðkomandi hefur keim af deilu guðfræðinga um guðfræði. Að þekktur hagfræðingur beinlínis leggur til, að eitt af stærstu hagkerfum heimsins fylgi verðólguleið - vekur athygli mína.

En á seinni árum, hefur sá skóli sem lítur á verðbólgu, sem nánast eins slæma og svarta dauða, verið mjög hávær - fengið mikla athygli. Ekki síst er fjöldi aðila hérlendis fylgjandi þeim skóla.

Slíkir hagfræðingar munu að sjálfsögðu líta á tillögur Martin Wolf, sem hámark ábyrgðaleysis.

  • Þetta gengur algerlega þvert á þá hugmyndafræði - já hugmyndafræði.
  • En því miður er alltof mikið af hagfræði, meir hugmyndafræði - en vísindi.

Að, eina réttmæta leiðin - sé að skera niður, leggja niður opinbera þjónustu og lækka lífskjör, einkavæða eða selja helst allt sem er steini léttara af opinbera kerfinu, og borga skuldirnar til baka.

Þegar því væri lokið, væri væntanlega lítið eftir af þjónustukerfi v. almenning, þjónustustofnanir flestar hverjar væru reknar af einkaaðilum, húseignir ríkisins líklega í kaupleigu sem einkaaðilar fá að græða á; kerfið myndi í reynd vera nánast komið niður á það stig sem þekkist í Bandar.

Mig grunar að það sé rökrétt afleiðing stefnu þeirrar sem beint er að þjóðum Evrópusambandsins af stofnunum ESB - - í reynd mjög frjálshyggjuskotin hagfræði sem þar er rekin.

  • Hvað gerir verðbólguleið í staðinn?
  1. Í stað þess að endurgreiða skuldir á upphaflegu virði, þá borgar ríkið þær til baka á lækkuðu raunvirði, með því trixi að setja upp það ástand að verðbólga fari yfir vexti.
  2. Þeir sem tapa, eru eigendur skulda ríkisins. Og þeir að sjálfsögðu verða mjög fúlir. Eða, þeir a.m.k. fá ekki greitt í reynd til baka að fullu. 
  3. Á móti, þarf ríkið minna að skera niður af félagslegum stuðningskerfum - síður að losa sig við eignir, eða selja hluta af eigin rekstri.
  • Með öðrum orðum - - þessi leið, ver betur velferðarkerfið.
  • Bretland er greinilega að fara þessa leið í núverandi kreppu þ.e. verðbólga ca. 4% og 0% vextir. Kannski Bandaríkin einnig, einnig 0% vextir en verðbólga rúmlega 2%.
  • Á meðan að Evrópusambandið, virðist í dag vera meginkjarni hinnar klassísku íhaldsömu peningastefnu.

Þetta er í reynd mjög gömul klassísk hagfræðileg deila - meira en 100 ára!

----------------------------------------

Hagfræðin sem segir, að borga eigi til baka á upphaflegu virði + vextir, hefur a.m.k. sl. 100 ár, má vera að það sé nær 200 árum, haldið því fram að það sé "ranglátt að ríkið borgi ekki til baka skv. fulli virði skuldar + vextir." Að gera það ekki, sé form af þjófnaði. Þjófnaður sé "rangur."

Þessi meginröksemd er algerlega óbreytt tja, t.d. frá árunum kringum Fyrra Stríð, og löngu fyrr.

Þessi röksemd hefur sannarlega verið "hávær" á undanförnum árum - átt ákveðinn "renaissance" eða endurkomu.

Þetta má kalla - - hina klassísku íhaldsömu hagfræði.

Merkilegt þó hve margir svokallaðir "jafnaðarmenn" aðhyllast þetta klassíska íhald í dag.

En ég bendi á, að Íhaldsmenn í Bretlandi voru mjög eindregið þessarar skoðunar á árunum milli Fyrra og Seinna Stríðs. Fylgdu mjög harðri niðurskurðarstefnu í Bretlandi, einmitt til að greiða stríðsskuldir á "réttu upphaflegu andvirði." Og hver var útkoman? Árið 1928 rétt áður en heimskreppan skall á, var breska hagkerfið minna en árið 1919. Algerlega tapaður tími hagvaxtarlega séð.

Sjá heimild - AGS:World Economic Outlook October 2012 - bls. 110.

----------------------------------------

Hin hagfræðin, horfir á aðrar hliðar, þ.e. að vernda tja ríkið sem slíkt, létta undir með því svo það verði síður fyrir hnekki af völdum kreppu. Sem hefur þá hliðarverkun - að minni niðurskurður þíðir minna þarf að draga úr þjónustu á vegum þess.

En einnig á það, að verðbólga er mjög fljótleg leið til þess, að aðlaga kostnað innan hagkerfisins, þannig endurreisa glataða samkeppnishæfni - svo fremi sem að launahækkunum er haldið í skefjum svo laun raunlækki. 

  • En að halda þeim í skefjum, er að sjálfsögðu auðveldara - en að pína fram lækkun launa.

Gagnrýnin á móti, er að þetta sé "þægileg leið" sem er alveg rétt, hún er mjög fljótleg og auðveld í framkvæmd, meðan að það tekur gjarnan töluverðan tíma að pína fram launalækkanir sbr. að Írar þurftu 3 ár til að ná kostnaðaraðlögun sem "gengislækkun" hefði getað náð fram á klukkustund.

  • Punkturinn er sá, að þegar þú ert fljótur að aðlaga kostnað - - þá ertu einnig fljótur, að snúa hagkerfinu við út úr áfalli.

En þ.e. atriði 2 eiginlega - - en þ.s. margir gleyma er einmitt, að vegna þess hve ríkisvaldið er orðið stórt t.d. í Evrópu, þá verður það mjög viðkvæmt fyrir kreppu - því kreppa étur tekjur þess sem skapar mikinn hallarekstur.

Leið sem er tafsöm að viðsnúningi, þíðir þá einnig að mun meir þarf að skera niður af ríkisvaldinu þ.e. minnka umfang þess, minnka þjónustu á vegum þess, draga úr velferð - -> vegna þess að þá verður halli ríkisins meiri v. meiri samdráttar áður en viðsnúningur hefst.

Það er ástæða 2 þess, að minna þarf að skera niður ef farin er verðbólguleið, því fljótlegri viðsnúningur þíðir einnig halli á ríkinu í skemmri tíma, því minni viðbótar skuldir af völdum sjálfrar kreppunnar.

  • En hvað ég á við erum við að sjá innan ESB, þ.s. land eftir land, lendir í djúpri niðursveiflu, rekstrarhalla vanda og skuldasöfnun - sem erfitt reynist að ráða fram úr.

 
Vandi Japans er slíkur - að það virðist augljóst að fullkomlega útilokað er að endurgreiða skuldirnar!

A.m.k. svo lengi sem hagvöxtur er nánast enginn.

Málið er að skuldastaða japanska ríkisins er ca. 240% af þjóðarframleiðslu.

Landið hefur nú í rúmlega 20 ár verið fast í verðhjöðnunarspíral.

Verðhjöðnun í eðli sínu hefur mjög neikvæð áhrif á neyslu - en einnig á fjárfestingu.

Japönsku risafyrirtækin, þau fjárfesta í öðrum löndum. En ekki seinni árin innan Japans.

En í ástandi verðhjöðnunar, eru eignir alltaf hagstæðari á morgun. Einnig vöruverð.

Hvort tveggja hvetur fjárfesta og neytendur til að halda að sér höndum.

  • Uppástunga Martin Wolf, er að Japan viljandi geri raunvexti neikvæða.
  • Tja, eins og á Íslandi milli 1970 og 1980.
  • Þannig neyðist fyrirtækin, til að nýta sína digru jena-sjóði, til að fjárfesta.
  • En þá borgar sig ekki lengur, að sitja á peningunum.
  • Almenningur, taki spariféð og eyði því.
  • Í stað þess sem í dag margborgar sig - að varðveita það.

Hugmyndin er að hrista hagkerfi út úr doða, sem er búið að vera í honum lengi.

Framkalla - stórfellt aukinn hagvöxt!

Sjá: The risky task of relaunching Japan

Málið er - að það eru til yfrið nægir peningar í Japan!

En þeir sytja ónotaðir - þannig séð.

Þó ríkið skuldi svo mikið, þá á almenningur og fyrirtækin, meira en nóg fé á móti. Til að greiða þær skuldir upp í topp.

Þ.e. ástæða þess, af hverju fjárfestar hafa verið hingað til "pollrólegir" þrátt fyrir svakalega skuldastöðu ríkisins í Japan.

 ----------------------------------------

Það er ástæða að ætla, að einmitt þetta geti verið nærri lagi, þegar kemur að fyrirhugaðri stefnu nýrrar ríkisstjórnar Japans.

Nýr seðlabankastjóri hefur verið ráðinn, einmitt helsti gagnrýnandi um árabil stefnu fráfarandi stjórnar Seðlabanka Japans.

Stefnan er augljós, á verðbólgu.

Hættan er þó augljós - að stjv. Japans misreikni kúrsinn. Og verðbólgan verði hærri en stóð til.

Síðan er það auðvitað, hugsanleg viðbrögð 3. ríkja.

Þau verða ekki hress, þegar Japan greinilega fer skipulega í það að virðisfella jenið.

Gjaldmiðlastríð er augljós áhætta. Sem getur magnað hættuna á því, að verðbólgan verði meiri en til stendur.

Þetta virðist huguð stefna - en áhættan er einnig veruleg.

 

Niðurstaða

Deilan um verðbólgu vs. niðurskurð sbr. "austerity." Hefur gosið upp á yfirborðið í þessari heimskreppu. Við lönd sem ætla að fara verðbólguleið mjög augljóslega. Og á sama tíma, lönd þ.e. aðildarlönd evrusvæðis sérstaklega, sem eru að fara niðurskurðarleið sbr. "austerity."

Þannig fáum við einstakan samanburð, á því hvor leiðin sé skárri eða verri.

Eftir því sem kreppan viðhelst, hitnar undir þessum deilum.

En niðurskurðarstefna er ávallt gríðarlega erfið í framkvæmd innan lýðræðisríkja.

Áhugavert er í þessu samhengi að skoða niðurstöður könnunar á vegum Eurostat um þróun fátæktar innan Evrópusambandsins - tölurnar eru sláandi, sjá umfjöllun: Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!

 

Kv.


Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!

Mjög áhugaverðar tölur sem fram komu á vef Eurostat þann 26. febrúar, um þ.s. ég verð að kalla - "skuggalega barnafátækt" innan aðildarlanda Evrópusambandsins. Takið eftir því hvernig fátækt er skilgreind:

--------------------------------------

"Persons at risk of poverty or social exclusion are those who are at least in one of the following three conditions:

  1. at-risk-of-poverty,
  2. severely materially deprived...
  3. or living in households with very low work intensity.

--------------------------------------

Mjög eðlileg greining frá félagsfræðilegu sjónarhorni!

En takið eftir hlutföllum barna eftir ríkjum, sem passa inn í þessa skilgreiningu?

In 2011, 27% of children aged less than 18 were at risk of poverty or social exclusion

Barnafátækt - yngri en 18. ára!

Ísland.............16,6% (áhugaverður samanburður)

Svíþjóð...........15,9%

Írland.............37,6%

Grikkland........30,4%

Spánn.............30,6%

Portúgal..........28,6%

Ítalía...............32,3%

Frakkland.........23%

Þýskaland........19,9%

Holland............18%

--------------------------

Eistland...........24,8%

Lettland...........43,6%

Litháen............33,4%

Hvað hefur eiginlega gerst á Írlandi?

Ég hef heyrt að barnafjölskyldur hafi farið mjög ílla þar, þ.e. þar var húsnæðisbóla eins og á Íslandi. Húsnæðisverð hefur lækkað - laun fólks hafa lækkað - skattar hafa verið hækkaðir hressilega; lífskjör verulega lægri en áður með öðrum orðum. En mér grunaði ekki á ástand barna væri þetta slæmt.

  • Það er svakalegt að þar mælist meiri barnafátækt en í Grikklandi!

Takið eftir því hvað Ísland stendur sig vel - þrátt fyrir síðustu og verstu tíma.

En tölurnar eru frá 2011. 

  • Kíkjið endilega á síðuna sem hlekkjað er á að ofan - en þar eru fleiri tölur, og umfjöllun. 

Það virðist að mjög stífar kröfur stofnana Evrópusambandsins til landanna í vanda, sé að hafa mjög slæm áhrif á þá þegna samfélagsins sem standa höllum fæti!

  • Áhugavert er að á Írlandi, er hlutfall aldraðra sem eru fátækir ekki nema, 12,9%. Sem er hagstæðara hlutfall en í Þýskaland. Þ.e. vísbending þess að komið sé alvarlegt rof milli kynslóðanna á Írlandi.

Kynslóðin sem er að ala upp börnin - - sé að hafa það klárt verulega verr, en sambærilegur hópur á Íslandi.

En ég get ekki skilið þessar tölur með öðrum hætti en þeim, að þær lýsi mjög alvarlegum vanda barnafjölskylda á Írlandi.

Sem í sbr. vandi ísl. barnafjölskyldna blikni við hliðina á!

Bendi einnig á athyglisverða bloggfærslu: Brave Ireland is the poster-child of EMU cruelty and folly

  1. Ambrose Evans-Pritchard sýndi þessa mynd, þ.s. fram kemur þróun fjárfestingar.
  2. Eins og sést hefur fjárfesting gersamlega hrunið saman á Írlandi.

Þetta hljómar ekki fjarri þeim tölum sem eru hérlendis, í síðustu og verstu tíð.

Og sína að, það er ekki nóg að tilheyra ESB til að fá fjárfestingu.

Ef viðkomandi land hefur glatað tiltrú fjárfesta - þá hrapi fjárfesting einnig þó um aðildarland ESB og evru sé að ræða.

"The IMF warns that a “stagnation” scenario of 0.5pc growth a year into the middle of the decade would cause the debt ratio to spiral up to 146pc by 2021."

Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af slíku hruni fjárfestingar - - en alvarlegt ástand barnafjölskylda, er væntanlega ekki til að hvetja aðila til að koma og kíkja á Írland.

Því væntanlega, er yngra fólkið með menntunina og þekkinguna, í unnvörpum að flýja land undan skuldunum og kreppunni.

  • Hin mikla fátækt er örugglega útkoman af hinni stífu kröfu um lækkun ríkisútgjalda.
  • Sem líklega hefur leitt til þess, að stuðningskerfi hafa verið skorin niður.

Þetta er þ.s. getur valdið félagslegri sprengingu í löndunum í vanda - þ.e. vaxandi fátækt þeirra sem ekki hafa vinnu. Því þegar félagskerfin eru skorin af. Þá er það þróun yfir í hreysahverfamenningu sem blasir við. Fólk lifandi á götunni. Betlandi, snapandi mat á ruslahaugum, eða hvar sem er.

Hinn grimmi veruleiki niðurskurðarstefnunnar!

 

Niðurstaða

Mér blöskrar ástandið á Írlandi. Þrátt fyrir að hafa fylgst með þróun mála um nokkra hríð. Hafði ég enga hugmynd um að ástandið væri þetta slæmt. En tölurnar yfir barnafátækt á Írlandi. Eru svo svakalegar, að það er manni undrunarefni, að ekki hafi soðið upp úr þarlendis. En samfélagsró hefur verið miklu meiri á Írlandi en í Grikklandi. 

Ef einhver þekkir til Írlands - má viðkomandi koma með skýringu á því, af hverju Írar eru ekki bandbrjál!

 

Kv.


Ríkisstjóri Michican hefur ákveðið að setja fjárhaldsmann yfir Detroit borg!

Það stefnir í mesta gjaldþrot sveitafélags í sögu Bandaríkjanna, gjaldþrot Detroit borgar. Sem á blómatíma sínum var 5 stærsta borg Bandaríkjanna en er í dag 18. stærsta. Og ekki síst, mikilvæg menningarborg. Í dag hefur íbúafjölda Detroit hnignað svo, að þar búa um 700þ. manns í stað 1.8 milljón, þegar mest var.

Stór svæði eru í auðn þar sem áður voru blómleg hverfi.

Á undanförnum árum, hafa borist fréttir af aðgerðum - eins og, að borgarstarfsmenn skrúfa fyrir vatn og rafmagn til svæða, þar sem íbúafjöldi er orðinn of lítill til þess að það svari kostnaði að halda þeim uppi.

Þannig eru þeir fáu eftir, neyddir til að flytja sig um set - mig grunar að margir þeirra hafi kosið að fara að fullu, í stað þess að þiggja styrk frá borgarsjóði. Til að koma sér fyrir í öðrum hverfi.

Þrátt fyrir þetta - hefur hallarekstur borgarinnar verið mikill áfram.

Ekki síst séu það lífeyrissjóðir fyrrum starfsmanna, sem liggi eins og mara á borgarsjóði. Sem þurfi að borga háar upphæðir með þeim á ári hverju.

Heildar skuldbindingar borgarsjóðs, séu upp á 14ma.$.

Halli borgarsjóðs stefni í 327milljón.$ þetta ár.

Reksturinn sé ósjálfbær hvernig sem á er litið.

Borgin hefur 10 daga til að hnekkja ákvörðun ríkisstjóra, sem var kynnt sl. föstudag.

En ef hún kemst til framkvæmda, mun Rick Snyder skipa fjárhaldsmann - með mikil völd til þess að grípa til stórfelldra skipulagsbreytinga, á rekstri borgarsjóðs.

Fiscal emergency declared in Detroit

Michigan Naming Fiscal Manager to Help Detroit

Michigan governor clears way for state takeover of Detroit

Detroit Will Be Run by Financial Manager

  • Eins og margir þekkja, var Detroit meginborg bandarískrar bílaframleiðslu á árum áður. En á seinni árum, hefur það breyst. Og er ekki lengur svo, að Detroit sé sú borg þar sem flestir bílar eru framleiddir.
  • Borginni hefur hnignað í takt við hnignun markaðshlutdeildar GM, Ford og Crysler. Og einnig í takt við gjaldþrot eldri fyrirtækja, eins og AMC.
  • Ég velti fyrir hvort að bílaframleiðendurnir, hafi komið í veg fyrir að önnur sambærileg framleiðsla væri sett upp þeim til höfuðs í Detroit sjálfri.
  • En þegar t.d. Toyota, Honda, Nissan/Renault, og Mercedes Bens - settu upp verksmiðjur í Bandaríkjunum, varð Detroit ekki fyrir valinu. Þó þar væri fyrir fyrirtækjanet sem þjónaði bílaframleiðslu, þ.e. íhlutaframleiðsla. Þess í stað, varð að setja á fót alveg allan ferilinn á nýjum stað. Og það var val ofangreindra framleiðenda í hvert sinn.
  • Þess vegna, velti ég fyrir mér, hvort að Ford, Crysler og GM. Hafi verið hindrun. Beitt áhrifum sínum innan borgarinnar, til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar kæmu sér fyrir í sömu borg.

Mér grunar sem sagt að pólitísk skammsýni sé lykilástæða að hnignun Detroit.

Og í dag þ.s. stefnir í að vera óhjákvæmilegt "hrun."

 

Niðurstaða

Saga Detroit borgar er saga öflugrar uppbyggingar á blómatíma sínum. En á seinni árum. Stöðugrar hnignunar. Borgarstjórn virðist algerlega hafa mistekist að snúa þeirri hnignun við. Það burtséð frá því hvaða borgarstjóri var við völd.

Á öðrum svæðum í  Bandaríkjunum, hafa borgir verið að eflast víða hvar.

Einhvern veginn, hefur borgarstjórn Detroit gersamlega mistekist, að draga lærdóm af endurnýjun borga t.d. í suðurríkjunum í Bandaríkjunum. Þar sem, áður fátækum borgum hefur tekist, að byggja upp nýtt atvinnulíf.

Hrun Detroit verður að setja á ábyrgð stjórnenda hennar sl. 2 áratugi.

 

Kv.


Mun Framsóknarflokkurinn nýta sitt tækifæri betur en VG?

Það blasir við eftir röð kannana, að stefnir í mikla fylgisaukningu Framsóknarflokksins. Þannig að saman má jafna við kosningarnar 1995 þegar Framsókn fékk 23,3%. Nefna má einnig úrslitin 1974 og 1979 24,9%. Úrslitin 1971 25,3%. Og ekki síst 1967 28,1%.

Kannanir hafa sýnt fylgi á grensunni um 22% til 26%.

Og kosningastefna Framsóknarflokksins er ekki enn komin fram.

Baráttan vart hafin.

Vanalega eykur Framsókn fylgið í kosningabaráttunni.

En við þessar aðstæður, má vera að svo verði ekki.

Heldur snúist baráttan um það, að halda þeirri sveiflu sem þegar er komin!

En þó, ef kosningastefnan virðist trúverðug, þeim nýju kjósendum sem flokkurinn virðist laða að sér í þetta sinn, má vera að jafnvel flokkurinn bæti í - frekar en hitt.

Í því tilviki, hafandi í huga að Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með innan við 30% fylgi, svo lítið sem rúmlega 28% í sumum könnunum, og sögulega séð vanalega fær sá flokkur minna hlutfall út úr kjörkössunum, en hann mælist með í könnunum.

Má vera að Framsókn jafnvel verði eftir kosningarnar Nr. 1. Það er, stærsti flokkur landsins.

  • Ég legg samt áherslu á óvissu.
  • Fylgið er á flökti.
  • En tækifærið fyrir Framsókn er augljóst.

 

Hvernig á Framsókn að halda þessu fylgi?

Samanburðurinn við VG sem fékk mjög góða kosningu 2009, og virðist í þetta sinn stefna í miklu mun lélegri. Það er líklega á bilinu 6-10%. Er augljós.

Upplifun fjöldamargra þeirra er kusu VG 2009, virðist vera að forysta VG hafi ekki staðið við stóru orðin. Sterk upplifun margra um svik - en ekki síst. Skaðaði VG hinar hatrömmu deilur um Icesave, sem forysta VG tók á sínum tíma þann pól í hæðina. Að verja þá áherslu með kjafti og klóm, að rétt væri að semja við Breta og Hollendinga. Haldið var stíft á lofti, að það hefði hræðilegar afleiðingar - að semja ekki. Líklega er ekki síst, að útkoma Icesave málsins hafi rústað trúverðugleika stefnu forystunnar.

En að auki, hafa komið hatrammar deilur um atvinnu-uppbyggingu. Og upplifun margra að VG sé fyrst og fremst "Þrándur í götu."

----------------------------------

  • Svarið er augljóst:
  1. Að standa við kosningaloforðin.
  2. Einkum, loforð þess efnis, að bæta stöðu skuldugra Íslendinga.
  3. Og um atvinnu-uppbyggingu.

 

Vegna þess að líklega er lykilatriðið að standa við stóru orðin?

En ekki þarf að efast um það, að ef kjósendur upplifa að þau hafi verið svikin að 4. árum liðnum, munu þessir nýju kjósendur yfirgefa Framsóknarflokkinn. Og jafnvel fleiri til.

En ef flokkurinn hefur gæfu til að halda þeim, þá getur verið að hefjast nýtt stórveldistímabil í sögu hans.

  • Þess vegna er sérdeilis mikilvægt að ná kosningaloforðunum inn í stjórnarsáttmála.
  • Því, er gríðarlega mikilvægt, að gera allt til þess að hámarka samningsstöðu flokksins.

Ég legg því til að:

  1. Flokkurinn haldi báðum endum galopnum.
  2. Með öðrum orðum, semji samtímis við aðildarsinnaða flokka annarsvegar og hinsvegar við Sjálfstæðisflokk.

Ég held að þetta sé mögulegt, vegna stöðunnar sem nú hefur skapast.

Vegna þess, að Sjálfstæðisfl. virðist í reynd hafa útilokað samstarf við aðildarsinnaða flokka, með kröfu sinni um það að "hætta viðræðum án tafar" sem kom fram í ályktun landsfundar Sjálfst.fl.

Ályktun Framsóknarflokksins, er ívið sveigjanlegri - þ.e. talað er einungis um það, að ef skal halda viðræðum áfram, skal setja málið í þjóðaratkvæði.

Spurningin í tilviki Framsóknarflokksins er því; á að halda viðræðum áfram eða hætta þeim

Meðan, að í tilviki ályktunar Sjálfst.fl. væri spurningin; á að hefja viðræður á ný eða ekki?

Málið er, að það er ekki 100% öruggt, að ESB hefði áhuga á því að endurstarta viðræðum, en ef svo er - þá þarf líklega að endurtaka allt úttektarferlið sem landið fór í gegnum. Með öðrum orðum, mjög veruleg töf á viðræðum í besta falli.

Í samanburði við ályktun Framsóknarfl., þá þarf ekki að breyta núverandi ástandi þ.s. viðræður eru í hægagangi - sem sagt formlega enn í gangi; þannig að þá þarf ekki að hefja nýtt ferli. Heldur unnt að framhalda því núverandi.

Sem sleppir töf á viðræðum - ef útkoma þjóðarinnar er "Já."

--------------------------------------

  • Með öðrum orðum - það er hugsanlegt, að aðildarsinnar geti lifað með afstöðu Framsóknarflokksins.
  • En líklega óhugsandi, að þeir geti lifað með afstöðu Sjálfstæðisflokksins. 

Þetta þíðir líklega - - að Framsóknarflokkurinn getur ef hann vill, hafið viðræður við aðildarsinnaða flokka, á meðan hann einnig ræðir við Sjálfstæðisflokk.

  1. Muna aftur - - tilgangurinn er að hámarka það hlutfall kosningaloforða Framsóknarflokksins, sem næst að koma inn í stjórnarsáttmála.
  2. Ekki síst vegna þess, að það sé mjög mikilvægt fyrir framtíð Framsóknarflokksins, að halda í hinn nýja kjósendahóp, sem skv. könnunum er að laðast að flokknum núna.
  3. Ef það tekst, eins og ég sagði, getur komið ný stórveldistíð flokksins, en þá aðeins ef það tekst, að standa við stóru orðin.

Akkúrat í þeim tilgangi - sé það réttlætanlegt. Að forysta flokksins, beiti Sjálfst.fl. og aðildarsinnuðum flokkum hverja gegn öðrum. Láti þá keppa um hylli Framsóknarflokksins.

Því ástand mála virðist vera - - að fyrir hvora tveggja; sé Framsókn í reynd eini möguleikinn.

Ef Sigmundur Davíð - setur upp sitt besta "pókerandlit" og ræðir við forystumenn þessara flokka á víxl.

Gefur sér nægan tíma eftir kosningar, til að tefla þá hverja gegn öðrum.

Þá ætti að vera ákaflega mögulegt - jafnvel að ná inn hverju einasta atriði af kosningaloforðunum.

 --------------------------------------

Að sumu leiti höfðar til mín, að starfa með aðildarsinnuðu flokkunum upp á þessi býti, þ.e. að svínbeygja þá þannig að þeir sætti sig við 2-falda kosningu.

En ég á von á því frekar en hitt, að Framsókn vinni þann slag, þó það geti alveg farið á hinn veginn.

En, það væri áhugavert, að vinna með þeim flokkum ef það verður útkoman, og verða vitni að því að þeir neyðist til að éta stóru orðin þess efnis að: ESB og evra sé eina færa framtíð landsins.

Þeir yrðu þá eiginlega - að fylgja stefnumóteli Framsóknarflokksins, nærri því fullkomlega.

En ég efa það stórfellt, að þeir hafi "Plan B" á takteinum.

Að auki, Framsókn væri stærsti flokkurinn í slíkri ríkisstjórn - er ég viss um.

Og þá mun Framsókn líklega koma vel út, í kosningunum 2017.

En vanalega græða stóru flokkarnir meir en þeir smærri.

 

Niðurstaða

Það virðist blasa við, að Framsókn líklega verði með pálmann í hendinni. Þegar talið verður upp úr kjörkössunum í vor. Megin spurningin sé eiginlega frekar. Hve stór sigurinn verði.

Sérstaklega væri það einstakt, ef Framsókn verður stærst. En miðað við nýjustu kannanir. Getur vel farið svo að útkoma Sjálfstæðisflokks. Verði léleg, þ.e. fylgi innan við 30%. 

Framsókn getur staðið frammi fyrir einstöku tækifæri, til þess að móta framtíð Íslands.

Eins gott að klúðra því tækifæri ei.

 

Kv.


Sjálfvirkur niðurskurður útgjalda skellur á Bandaríkjunum!

Demókrötum og Repúblikunum mistókst að semja um aðra lausn, en svokallaða "sequestration" þ.e. sjálfvirkan yfir línuna niðurskurð útgjalda sem nú tekur gildi hjá bandaríska alríkinu. Í ár skv. þessu, verður skorið niður um 0,6% af þjóðarframleiðslu. Þegar, hafa skattahækkanir verið framkvæmdar - þ.e. í janúar sl.

Lagt saman eru áhrif skv. "Congressionary Budget Office" um 1,5% af þjóðarframleiðslu.

Þetta ár - - sem væntanlega þíðir. Að hagvöxtur í Bandaríkjunum verður ívið minni þetta ár en annars leit út fyrir.

En þ.e. umdeilt akkúrat hver sá verður.

Þeir bjartsýnustu telja, að hagvöxtur verði samt um 2%. Voru þá að spá áður, yfir 3% hagvexti.

Það finnst mér persónulega í bjartsýnni kantinum.

Og mér kæmi ekki á óvart. Að hagvaxtartölur, verði á bilinu kringum 1%. Það er, ofan við "0" en ekki nema rétt svo.

Eða með öðrum orðum, að þetta verði ár - efnahagslegs hægagangs.

Sem þíðir væntanlega, að ekki verður neinn slaki á prentuntaraðgerðum "Federal Reserve."

Takið eftir skiptingu niðurskurðarins, að helmingur skellur á hernaðarútgjöld.

Það er þ.s. mér þykir merkilegt, að það séu Repúblikanar sem eru að skera niður í hermálum.

Gallinn við aðferðina er að, sama prósenta er skorin af allri starfsemi á vegum ríkisins - - klassískur niðurskurður þvert á línuna.

Þannig, að góð prógrömm sem gefa af sér, eru einnig skorin niður - sbr. menntamál eða styrkir til vísinda og tækniþróunar.

En ekki tókst, að ná fram samkomulagi - um vitrænni aðferðafræði varðandi niðurskurðinn.

Obama, Party Leaders Remain at Impasse Over Sequester

Fiscal Pain to Be Parceled Out Unevenly

Cuts Roll In as Time Runs Out

As Washington frets, markets take US spending cuts in stride

U.S. weighs wiggle room for agencies to deal with spending cuts

Þó að Bandaríkin líklega haldist á floti efnahagslega séð þrátt fyrir niðurskurðinn, sem kemur ofan á skattaaðgerðir við byrjun janúar; þá að sjálfsögðu hefur minni hagvöxtur áhrif.

En líklegt er, að neysla þetta ár verði minni en annars hefði verið, fjárfestingar einnig minni - o.s.frv. 

Áhrifin óhjákvæmilega þannig, að sú aukning hagvaxtar sem menn voru að vonast eftir þetta ár - - verður ekki.

Það er einmitt eitt af þeim atriðum, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast til - - að hagvöxtur í Bandaríkjunum, muni auka möguleika evr. útflutningsfyrirtækja og þannig vega á móti minnkun eftirspurnar hjá evr. neytendum.

En í staðinn, verður líklega ekki af þeirri - - væntu aukningu.

Sem minnkar líklega til muna, líkur þess að sá efnahagslegi viðsnúningur á seinni hluta þessa árs, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast eftir - - muni sjást stað.

image

Eins og sést á myndinni að ofan, þá bitnar niðurskurðurinn - - misjafnlega á einstökum fylkjum Bandaríkjanna.

Sum munu vart finna fyrir nokkrum hlut - - meðan rauðlituðu fylkin þ.s. starfsemi á vegum alríkisins virðist vera þéttust; verða einkum fyrir barðinu.

  • Það skiptir einnig máli, hve lengi niðurskurðurinn verðu í gildi.
  • En eitt er að hann gildi í nokkra mánuði, síðan verði einhvers konar samkomulag.
  • Annað er að hann gildi á næsta ári einnig, eða einnig árið þar á eftir. Eða öll 10 árin.
Sequester's Economic Impact Will Build Slowly
  1. "States eventually will have to decide how to cut programs for low-income or vulnerable people that are funded through federal grants, such as child-care assistance, nutrition programs for women and children, mental-health services, and meal programs for senior citizens."
  2. "If Congress keeps the sequester cuts in place for a few months, then the economy will start to feel the effects. Federal workers furloughed (launalaus frý) for as many as 22 days between mid-April, when the furloughs are expected to begin to occur, and the end of the fiscal year will face a pay cut of as much as 20 percent. This will have ripple effects throughout the economy on consumer spending as well as state income and sales taxes."
  3. "By July, August, and September, the impact of sequestration should be fully felt. “We’re not going to go into a downward spiral overnight, but the spending cuts will build, and as they build, the effects will become noticeable,” says Nigel Gault, the chief U.S. economist of IHS Global Insight."

Þrátt fyrir allt - - er þetta ekki alveg sambærilegt við rás atburða t.d. á Spáni.

En munurinn liggur í prentun "Federal Reserve" sem tryggir að peningamagn sé stöðugt í tiltekinni "lágmarks" aukningu, miðað við stöðuga ca. 2% verðbólgu.

Á sama tíma eru stýrivextir "0%." Þ.e. neikvæðir raunstýrivextir.

Vaxtaumhverfið er miklu lægra en það umhverfi, sem Spánn stendur frammi fyrir. En "ECB" hefur ekki tryggt lágvaxtaumhverfi innan evrusvæðis - - heldur hefur markaðurinn ákveðið, að sum lönd þ.e. löndin í N-Evr. eigi skilið lágvaxtaumhverfi, meðan að vextir hafa hækkað duglega í S-Evr.

"Federal Reserve" viðheldur stöðugum markaðsinngripum - tryggir þannig lágvaxtaumhverfi alls staðar í Bandaríkjunum.

-------------------------------

Nettó útkoman er sú, að bremsun sú sem mun leggjast á bandaríska hagkerfið verður samt mun minni, en sú bremsun sem Spánn verður fyrir og önnur ríki innan evrusvæðis í efnahagsvanda.

 

Niðurstaða

Ég í reynd óttast ekki sérdeilis að Bandaríkjunum sem slíkum stafi ógn af "budgetary sequestration." Aftur á móti, mun minni hagvöxtur í Bandaríkjunum. Hugsanlega jafnvel minni þetta ár en sl. ár.

Bitna á Evrópu. Gera kreppuna innan Evrópu verri. Og örugglega gulltryggja það, að ekki sé nokkur möguleiki á efnahagslegum viðsnúningi á evrusvæði - þetta árið.

Spurningin er þá meir í þá átt, hversu neikvæð áhrifin verða innan evrusvæðis.

En ef það verður einhver stór skellur - þá mun hann mun líklegar koma frá evrusvæði, en frá Bandar.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband