Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
21.3.2013 | 00:07
Kýpur á sér efnahagslega framtíð, en ekki sem bankaland!
Það áhugaverða er að innan landhelgi Kýpur hafa fundist ríkulegar gasauðlindir. Sem ekki er enn farið að dæla upp. Og mun taka a.m.k. til 2018 áður en vinnsla getur hafist. Skv. Reuters er áætlað verðmæti gass í Aphrodite lindinni um 80ma.. Meginvandamálið er að áður en vinnsla getur hafist, verða stjv. Kýpur að ná samningi um skiptingu tekna við Tyrkneska hluta Kýpur.
En þetta ætti að vera nóg fyrir báða hluta eyjunnar.
Desperate for bailout, Cyprus plays risky geopolitical game
Lenders Balk at New Cyprus Aid Plan
Hættan í millitíðinni er að kýpversk stjórnvöld virkilega semji íllilega af sér!
En kýpv. stjv. hafa verið að leita logandi ljósi að einhverri leið til að halda bönkunum í gangi, án þess að skerða þurfi réttindi erlendra innistæðueigenda.
Í örvæntri von um það, að unnt sé að bjarga "bissnes"-módeli eyjunnar.
En ég verð að segja að mér lýst bölvanlega á þær hugmyndir:
- Að þjóðnýta lífeyrissjóði, og nýta það fé til að setja í bankahítina.
- Að selja fyrirfram til Rússa, tekjurnar af gasi, gegnt láni í dag.
- Láta kirkjuna stærsta landeigenda eyjunnar, veðsetja eignir sína til þess að leggja það fé fram inn í púkkið.
------------------------------
Þetta er í reynd mjög einfalt:
- Þjóðarframleiðsla ca. 18ma..
- Innistæður Rússa ca. 32ma..
- Heildarinnistæður ca. 70ma..
- Heildar útlán ca. 72ma.
- Björgunarlán 10ma..
Þetta björgunarlán er greinilega vita gagnslaust, eða nokkurn veginn eins gagnlegt og tilraun Davíðs Oddsonar til þess að lána ísl. bönkunum rétt fyrir hrun stórfé í von um að bjarga þeim.
Bankarnir eru einfaldlega alltof - alltof stórir.
Kýpv. ríkið getur ekki með trúverðugum hætti, veitt þeim baktryggingu.
Það sem drepur málið er augljóslega umfang erlendra innistæðna, þ.e. nærri 2-föld þjóðarframleiðsla.
------------------------------
Það myndi engu máli skipta, þó þeir rýi sig inna að skinni - til að leggja í hítina.
Hítin mun brenna því fé, og samt leggjast á hliðina.
- Þess vegna er miklu mun betra, að láta lífeyrissjóðina ósnerta.
- Láta kirkjuna vera!
- Og að sjálfsögðu, alls ekki veðsetja framtíðartekjur landsins.
Þetta er svo einfalt að það ætti að blasa við, en stundum í paník, fara menn í ástand afneitunar - neita að trúa því að stóru tapi verði ekki forðað; og gera íllt verra með því að leggja fram það litla sem þeir eiga að öðru leiti til þess eins að tapa því einnig.
Lenders Balk at New Cyprus Aid Plan
"Preparing for the worst, Cyprus's parliament is expected to convene Thursday to discuss two pieces of legislation to cope with a potential financial-sector collapse. The first would impose emergency capital controls to prevent a flood of cash rushing out of the country when the banks reopen. On Tuesday, the country's central bank governor warned that at much as 10% of banking deposits could flee when banks reopen, but some analysts said that could be higher. The second piece of legislation would set rules for closing insolvent banks."
Það er greinilega verið að undirbúa "neyðarlög" sem einhverju leiti minnir á neyðarlögin hin íslensku.
En ég er alveg viss um það, að þó svo Kýpur setji á höft á fjármagnsstreymi. Rýi sig inn að skinni til að styrkja bankana. Þá muni það lítt stoða.
En gallinn er með það að vera innan risastórs sameiginlegs gjaldmiðils er að þetta er sami peningurinn í mörgum löndum, ég meina - það verður nær ómögulegt að forðast það að höftin verði "hriplek."
Í besta falli myndu þau hægja á streymi innistæðna út. Það væri engin möguleiki á því að stjv. Kýpur séu fær um að skuldsetja sig til að tryggja bönkunum nægilegt lausafé til langframa. Hrun þeirra hlyti að eiga sér stað á endanum.
Skynsamlegri leið!
Cyprus orders banks to shut until Tuesday
"Eurozone negotiators have revived an alternative plan, originally advocated by Finland and Germany, that would merge Cyprus two largest banks Laiki and Bank of Cyprus. It would also create a new bank that would include all deposits of under 100,000 and a bad bank. The restructuring would mean far lower recapitalisation costs."
"However, officials said Nicos Anastasiades, the Cypriot president, continued to resist the merger plan, known among negotiators as the Icelandic solution, since it would put large uninsured deposits into the bad bank, effectively wiping them out."
Í fljótu bragði virðist hugmynd Finna og Þjóðverja byggja á íslensku leiðinni!
Sem er skemmtileg viðurkenning á því að sú leið hafi ekki verið vitlaus.
Það er, búa til nýjan banka sem innihaldi innlendar innistæður.
Skv. hugmyndinni virðist þó að eignum sem eftir standa myndi vera skellt saman í einn pott - svokallaðan "slæman banka" má einnig kalla það - sameinað þrotabú, í stað þess að við vorum með 3 þrotabú. Kannski hefði það verið snjallara.
- Kostur - lán getur verið miklu mun smærra!
Óhjákvæmilega fellur kýpv. hagkerfið fram af bjargbrún!
Fé hættir að streyma inn, og við það líklega kemur í ljóst stórfelldur viðskiptahalli á landinu, sem þíðir að grimmt þarf að lækka laun svo landið sökkvi ekki mjög hratt inn í fen skulda.
Að auki kemur upp halli á ríkinu þegar hagkerfið skreppur líklega mjög hressilega saman, svo einnig þarf drakonískan niðurskurð, ef forða á ríkisþroti.
------------------------------
Það verður samt mjög erfitt fyrir Kýpur að komast hjá greiðsluþroti! Þegar með víst milli 80-90% í skuld. Sem þíðir að landið byrjar kreppu svipaða okkar í óhagstæðari stöðu.
Sem þíðir að harkalegar þarf að skera á velferðarkerfi og þjónustu á vegum ríkis og sveitafélaga.
- Þá verður einmitt mikilvægt, að kirkjan hafi enn fjárhagslega stöðu - því þá veitir ekki af því að nota hvað sem hún hefur aflögu, til að aðstoða fátækt fólk.
- En það á eftir að verða nóg af því.
- Ef ekki er snert við lífeyrissjóðum, þá a.m.k. heldur lífeyrir áfram að vera greiddur.
- Svo á eyjan nýja von í tekjum af hinni nýju auðlind, gasi!
Niðurstaða
Vegna ríkulegra gaslinda sem virðast nýtanlegar. Blasir við að Kýpur þarf ekki að enda í endalausum erfiðleikum. Á næsta áratug. Ætti vinnsla að vera hafin. Og tekjurnar farnar að streyma inn.
Hagkerfið ætti að geta tekið aftur við sér.
En í millitíðinni verður mjög hörð og erfið kreppa. Megin spurningin er í því samhengi, hvort þ.e. betra fyrir Kýpur að halda sér innan evrunnar? Eða að yfirgefa hana?
Kostur við "bæ-bæ" evra, væri að landið myndi afgreiða kostnaðaraðlögun þá sem blasir við, með einni gengisfellingu. Í stað þess sem annars getur orðið nokkurra ára þrautaganga, að smám saman ná sömu launalækkun með aðferðinni - bein lækkun launa.
Þá væru verð fyrir allar eignir komnar niður á lágmark mun fyrr, þannig að fjárfestingar gætu einnig þá hafist fyrr. En annars er hætta á að fjárfestar haldi lengur að sér höndum, meðan þeir bíða eftir því að eignaverð á lengri tíma fari niður.
Fyrir utan að vera bankaland hefur Kýpur fyrst og fremst ferðamennsku. Með gengisfellingu væri það orðið mjög hagstætt ferðamannaland. Sennilega myndu enn fleiri rússneskir ferðamenn koma. En mér skilst að Kýpur sé vinsæll sumardvalarstaður fyrir rússneska ferðamenn. Og Kýpur myndi líklega fá nýjar fjárfestingar í ferðamannahótelum og öðru tilheyrandi frá rússneskum aðilum, en Kýpur ætti ekki endilega augljóslega að tapa öllum viðskiptatengslum við Rússland þó svo að bankarnir hrynji.
- Ef þeir vilja, geta Kýpverjar gert samning v. Putin um her og flotastöð. En það má vera að Putin sé til í að færa aðstöðu rússneska Miðjarðarhafsflotans á öruggari stað heldur en Sýrland. En sú staðsetning er líklega orðin að "liability."
------------------------------
Síðan fer gasið að streyma inn fyrir rest. Og skila landinu viðbótar tekjum.
Eftir rúman áratug. Ættu eyjaskeggjar að geta aftur verið í sæmilega góðum málum.
Kv.
20.3.2013 | 02:22
Yfirvofandi hrun og gjaldþrot Kýpur?
Eftir að kýpverska þingið hafnaði björgunaráætlun þeirri sem soðin var saman á fundi með ráðherrum evrusvæðis sl. laugardag, en ekki einn einasti þingmaður greiddi atkvæði með frumvarpi fjármálaráðherra Kýpur. Þingmenn stjórnarflokksins ákváðu hjásetu, og greiddu ekki heldur atkvæði með. Er óhætt að segja að Kýpur standi á bjargbrúninni og með jafnvel annan fótinn yfir.
Fjármálaráðherrann skv. fréttum þá lagði inn bréf um uppsögn á ríkisstjórnarfundi, en var beðinn um það af forsætisráðherra, að vera áfram í embætti. Þar virðast mál standa varðandi þann ágæta mann.
En spurningin um Kýpur er nú á allra vörum!
- Skv. fjármálaráðherra Hollands, er björgunaráætlunin enn á borðinu - ef Kýpur kemur fram með móttilboð á næstu dögum, sem sé ásættanlegt.
- Seðlabanki Evrópu skv. tilkynningu - ætlar að halda áfram að styðja við Kýpv.bankana a.m.k. enn sem komið er, sjálfsagt til að gefa svigrúm til frekari samninga.
- Fjármálaráðherra Kýpur er farinn til Rússlands, til að athuga með hugsanlegt lán.
Það virðist ljóst að hrun Kýpur mun endurræsa evrukrísuna!
Líkur á hruni Kýpur virðast mjög miklar - jafnvel yfirgnæfandi. Og í framhaldinu verður Kýpur þá líklega fyrsta landið til að yfirgefa evruna!
Cyprus Parliament Rejects Bank Deposit Tax
Cyprus parliament rejects bank levy
Cyprus lawmakers reject bank tax; bailout in disarray
Cypriot banks on brink in Icelandic flashback
Samkvæmt áhugaverðri fréttaskýringu Reuters, eru:
- Heildarbankainnistæður: 70ma.
- "Moody's rating agency said last week that Russian banks had about $12 billion placed with Cypriot banks at the end of 2012 and has estimated that Russian corporate deposits at Cypriot banks could be around $19 billion." : 31ma..
- Heildarútlán: 72ma..
Ástæða vanda 2-stærstu bankanna, er niðurskurður skulda Grikklands veturinn 2011 í eigu einka-aðila, sem framkallaði mikið fjárhagslegt tap kýpv. bankanna.
Það minnkaði eigið fé þeirra að sögn "hressilega."
--------------------------------
Eins og sést af þessum tölum, fer því víðsfjarri - að 10ma. lán dekki innistæður rússneskra aðila, og tryggi þannig að bankarnir standist áhlaup rússneskra innistæðueigenda!
Því hef ég skilning á afstöðu kýpverska þingsins, sem víst vakti furðu ráðherra annarra ríkisstjórna - en þ.e. eins og að hjá þeim sé afskaplega lítill skilningur á því hvaða áhrif það augljóslega hefur, að krukka í innistæður hinna erlendu innistæðueigenda.
En sennilega er þegar of seint, að troða þeim "anda" ofan í flöskuna á ný.
"Loss of confidence" atburðurinn sé þegar að flestum líkindum kominn, og nær því ekkert sem Kýpur geti gert, til að tryggja að peningarnir streymi ekki út - ef bankarnir verða opnaðir aftur.
En hvers vegna hljóta menn að skilja ef menn átta sig á því, að umfang kýpv. hagkerfisins er um 18ma..
Það er því dvergur samanborið við þá risa sem bankarnir eru orðnir. Og augljóslega ekki fært um að bjarga þeim - alveg eins og var um ísl. bankana.
Eða þ.e. þ.s. mér sýnist, og ég tel vera líklega niðurstöðu innistæðueigenda nú.
Þannig, að ef bankarnir opna eftir nk. helgi, þá muni streyma út nærri því allar erlendar innistæður.
Eða þangað til að stjv. Kýpur verða uppiskroppa með fjármagn, til að rétta til bankanna í gegnum Seðlabankann sinn - þannig að lausafé hreinlega klárist bæði hjá ríkinu og hjá bönkunum; þann dag falla þeir þá.
Nema að Seðlabanki Evrópu sjálfur, ákveði að styðja við þá - með ótakmörkuðum hætti.
En stjv. Kýpur myndu aldrei nokkru sinni verða greiðsluhæf fyrir því fé, sem þá myndi streyma frá "ECB" til bankanna, ef Mario Draghi tæki slíka ákvörðun.
- Ég sé það ekki gerast að "ECB" taki að sér að vernda kýpv. bankana með þeim hætti!
- Staðan virðist eiginlega sú sama og var hér á Íslandi, þ.e. bankarnir alltof - alltof stórir.
- Og augljóslega ekki mögulegt að skuldsetja landið til þess að halda þeim uppi!
En ég tók eftir því í gær, að þ.e. eins og björgunarpakkinn geri ekki ráð fyrir þessu fjárútstreymi, menn ímyndi sér að það verði ekki - þó annað sé augljóslega mjög ólíklegt.
Að auki, er eins og ekki sé gert ráð fyrir því að kýpv. hagkerfið mun hvernig sem málum er velt upp, falla fram af bjargbrún og lenda í kreppuyldýpi.
Hann virðist svo öldungis óraunhæfur, að það sé nánast hlægilegt!
Dropi í hafið! Á sama tíma að ekki sé unnt að sjá nokkurn möguleika þess, að landið geti tekið stærra lán.
--------------------------------
Svo mér virðist Kýpur allar bjargir bannaðar - eins og var um okkur.
Nema að Kýpur er inni í evru! Og aðili að ESB.
Ég vil meina að þar með, sé nú líklega að spilast fyrir augunum á okkur, hvaða sviðsmynd hefði blasað við okkur. Hefðum við verið innan evru þegar bankarnir okkar féllu!
Hvernig ætli að hrunið spilist fram á Kýpur?
Ég held að augljóst sé að Kýpur geti ekki verið áfram innan evru, í kjölfar þess hruns sem líklega er að verða.
En sennilegt er að bankarnir verði ekki formlega afskrifaðir strax - en ég er eiginlega þess fullviss nú, eða mjög nærri þeirri fullvissu; að þeir opni ekki aftur!
En það má vera, að menn muni hlaupa í nokkra daga jafnvel 2-3 vikur, eins og kettir í kringum heitan graut, um þá niðurstöðu - áður en hún verður formlega viðurkennd.
Það þarf þó ekki að vera að Kýpur hverfi strax úr evrunni, það getur verið að það bíði einhverja mánuði, meðan að nánast allt fjármagn hverfi þaðan og fjármagnsþurrð taki við.
Ég meina, að það verði engir peningar í umferð, nema evrur sem ferðamenn koma með.
Eyjan falli aftur á "barter."
Vart þarf að taka fram, að samdráttur hagkerfisins verði óskaplegur.
Ríkið mun sjálft líklega ekki eiga peninga til að greiða eigin fólki laun - - og það er líklega þ.s. reka mun það, til þess að hefja útgáfu eigin gjaldmiðils.
Þó fyrst í stað, verði líklega gripið til skammtímareddinga - en ríkið sjálfsagt hefur áfram einhverjar tekjur t.d. af skatti frá rekstri ferðamannastaða, hótela, verslana sem sérhæfa sig í ferðamennsku o.s.frv.
Og það mun líklega fljótlega átta sig á því, að það verði að halda eftir þeim evrum sem það fær í tekjur þ.e. ekki nota þær í launagreiðslur.
Þess í stað, gefi það þá út - - skuldaviðurkenningar til starfsm.
Þeir fái víxil - - sem verði að bráðabirgðagjaldmiðli.
Sem aðilar á eyjunni munu taka við - - vegna hins nær algera skorts á fjármagni.
Og fólk mun þá geta nýtt þá víxla - - til að afla sér varnings sem framleiddur er á eyjunni t.d. matvæli og innlenda þjónustu.
Svipaða hluti munu innlend fyrirtæki grípa til sem hafa tekjur af ferðamennsku, þ.e. spara evrurnar sínar og skapa frekar sína eigin reddingu til þess að greiða sínum starfsm. - - sem einnig verði virt af sömu ástæðu þ.e. skorti á fjármagni.
Þannig geti skapast margir tugir jafnvel nokkur hundruð bráðabirgðagjaldmiðla allir í umferð á sama tíma, en þó líklega í mismunandi mæli eftir svæðum.
Eða þangað til að ríkið loks hefur lokið undirbúningi útgáfu nýs lögeyris.
Hve miklum óróa getur hrun Kýpur orsakað?
Ákvörðunin frá sl. laugardegi, þegar ráðherrar evrusvæðis tóku í reynd þá ákvörðun að skerða rétt innistæðu-eigenda. Getur átt eftir að reynast hin "stóru mistök."
En þetta þíðir væntanlega visst rof á trausti milli ráðandi stjórnmálamanna, og þeirra sem eiga innistæður í bönkum í ríkjum í vanda á evrusvæði.
Það er því sannarlega vel hugsanlegt, að skyndilegt fall Kýpur og kýpv. bankanna, skapi óróa meðal innistæðueigenda á evrusvæði.
En þá einkum, meðal þeirra sem eiga innistæður í bönkum í löndum í vanda, sem ekki eru ríkisborgarar þeirra sömu landa.
Þ.e. erlendar innistæður muni leita heim!
--------------------------------
Ég á samt ekki von á því, að af því leiði til allsherjar fjármálahruns á evrusvæði.
Heldur á ég von á því, að Mario Draghi muni þurfa að láta virkilega reyna á það, hvað hann akkúrat átti við í júlí 2012, er hann sagðist munu gera allt sem í hans valdi væri til að tryggja tilvist evrunnar.
- Ég held að það blasi við - - að hefja prentun á evrum.
- Veita bönkum á evrusvæði - - neyðarlán án nokkurra takmarkana.
- Drekkja ótta innistæðueigenda - - með ofgnótt af prentuðu fé!
Þar sem hann þarf þá líklega gera, er að láta reglur "ECB" um gæði veða lönd og leið fullkomlega, en formlega á "ECB" ávallt að veita lán gegn "tryggum" veðum. En hvað telst vera nothæf veð hefur stöðugt orðið teygjanlegra og teygjanlegra hugtak af hálfu "ECB" eftir því sem vandræði evrusvæðis hafa ágerst. Má vera að hann þurfi að ganga svo langt sem, að hætta alfarið því að taka mótveð.
En til að vera öruggur að "plottið" virki, þarf líklega "ótakmarkaða" baktryggingu "ECB" á bankakerfi evrusvæðis.
Ekkert minna en það, en samtímis er það einnig nokkuð öruggt að virka!
--------------------------------
Það verður auðvitað breyting - - að stíga það skref, að "ECB" verði hin eini raunverulegi baktryggjari evrunnar.
Þ.e. í reynd þegar svo, en ekki ennþá formlega viðurkennt.
En þýskumælandi lönd hafa ekki viljað heimila "prentun" án takmarkana hingað til.
En þ.e. eina trixið sem er alveg öruggt!
Mótkostnaður, einhver aukning á verðbólgu!
- En sennilega mun Draghi ekki hefja eiginlega prentun - til þess að örva hagkerfið.
- Þannig, að prentunin nemi staðar, um leið og órói innistæðna sé fyrir bý.
En þ.e. einungis svo langt sem hann getur farið með Þjóðverja, jafnvel í ástandi mjög mikillar hræðslu.
Niðurstaða
Mér virðist hrun Kýpur nærri fullkomlega öruggt. Það þíðir gjaldþrot Kýpur og flestum líkindum brotthvarf úr evru. Spurning einungis um hvenær akkúrat Kýpur myndi yfirgefa hana.
Eitt sem brotthvarf Kýpur úr evru myndi gera, ef af verður. Er að rjúfa það "tabú" um evruna, að ekki sé mögulegt að fara úr henni. En að sjálfsögðu mun Kýpur ekki yfirgefa ESB þó eyjan fari úr evrunni.
Jafnvel þó Kýpur sé dvergur. Þá getur fordæmið skipt máli. Aðrar þjóðir munu stara á vegferð Kýpur þaðan í frá, og endurmeta sína stöðu í þess ljósi eftir því sem þau mál spilast fram.
Líklega veldur hrun Kýpur og bankakerfisins á eyjunni, töluverðum boðaföllum í fjármálakerfi evrusvæðis. En það er sennilega enn frekar vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var á fundinum sl. laugardag, að grafa undan trausti innistæðueigenda á innistæðutryggingakerfi ESB.
Á móti, þá getur Seðlabanki Evrópu ágætlega varið bankakerfi evrusvæðis falli!
En til þess þarf þá að veita neyðarlán án takmarkana! Láta því lönd og leið allar fyrri reglur um mótveð gegn neyðarláni - þannig að bönkunum á evrusvæði sé ávallt tryggt nægilegt lausafé til að borga út þeim innistæðueigendum sem vilja færa sig milli banka.
En ef þ.e. gert mun óttabylgjan líða hjá fyrir rest!
Mál róast aftur á endanum!
A.m.k. aftur um sinn!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2013 | 21:17
Óvíst að unnt sé að bjarga kýpversku bönkunum frá falli!
Miklar deilur hafa spunnist upp í kringum tilraunir evrusvæðis til að sníða enn eitt björgunarprógrammið, í þetta sinn utan um Eyríkið Kýpur þ.s. bankar hafa blásið upp í umfangið 8 þjóðarframleiðslur. Ætlun, að lána stjv. Kýpur fyrir endurfjármögnun þeirra banka.
Fyrst stóð til að lána ca. 100% af þjóðarframleiðslu, sem var upphaflega áætlaður kostnaður. En AGS heimtaði að skuldir Kýpur væru þá færðar niður - þverneitaði að taka þátt í því að skuldsetja kýpv. ríkið upp í 145%.
Eins og sést af þessu, er kýpv. ríkið tiltölulega lítt skuldugt fyrir.
Upphæðin var færð niður með ímsum trixum niður í 10ma. eða 60% af þjóðarframl.
Það er um þau trix - sem styrinn stendur. Einkum, svokallaðan skatt sem lagður skal á innistæður.
Þ.s. formlega þetta er skattur en ekki að innistæðurnar séu "lagaformlega séð" færðar niður, þó í reynd sé enginn munur þar um - eins og málið lítur út fyrir innistæðueigendum; þá eiga þeir ekki rétt til að fá muninn greiddan út út innistæðutryggingakerfi Kýpur.
"Accounts with more than 100,000 will be taxed at 9.9%, those with less at 6.75%, raising an expected 5.8 billion for the near-bankrupt nation."
Þannig var sagt frá því sl. sunnudag!
En mánudag fórt allt verið í háa lofti, feikn mikið rifist.
Þ.e. ekki síst út af umrótinu, sem stjv. Kýpur hafa ákveðið að fresta afgreiðslu frumvarps um björgunaráætlunina, um 2 daga. Meðan að stjv. Kýpur munu leitast við, að framkv. 11-stundar lagfæringar á áætluninni í samráði við ríkisstj. evrusvæðisríkja. Talað er einkum um það, að lækka skattinn á innistæður innan v. 100þ. um helming. En það hafa verið miklar mótmælaaðgerðir út af málinu í dag á Kýpur! En þá myndi þurfa að hækka álagið á stærri innistæðurnar.
Cyprus banks shut until Thursday
Euro Zone Moving Into Twilight Zone
Skv. nýrri frétt Reuters, hefur verið hætt við að fresta þriðjudags fundinum á kýpv. þinginu, og ráðherrar evrusvæðis skoruðu á ríkisstj. Kýpur að undanskilja alfarið innistæður innan v. 100þ. frá skattinum, hækka þess í stað skattinn á innistæður umfram 100þ. í 15,6%. Sem kýpv. stjv. áður vildu ekki, af ótta við að fæla endanlega erlenda aðila sem hafa verið að varðveita fé á eynni af eyjunni. Sem líklega er full ástæða að óttast!
Euro zone urges Cyprus to spare smaller savers from bank levy
Kýpversku bankarnir áttu á opna á þriðjudag - en því er frestað fram á fimmtudag!
Það er ótrúlega margt svipað með kýpv. bönkunum og þeim ísl. T.d. buðu kýpv. bankarnir upp á hærri innlánsvexti en gerðist og gekk, þeir virðast hafa verið svipaðir þeim sem Landsbanki, Kaupþing Banki og Glitnir buðu á erlendum netreikningum á sínum tíma. Með sama hætti, hafa kýpv. bankarnir auglýst sín tilboð grimmt víða um heim. Til þess að höfða til erlendra sparifjáreigenda.
Það virðist sem að mikið af Rússum eigi fé á reikningum í kýpverskum bönkum. Í umræðunni í fjölmiðlum, virðist ljóst að mikil andstaða var við það í Þýskalandi að lána til Kýpur - - til þess sem sagt var, svo að rússneskir mafíósar fengu sparifé sitt varið að fullu. En þ.e. orðrómur um peningaþvætti, að kýpv. bankarnir hafi verið miðstöð fyrir rússeskt mafíufé.
- Það var skv. fréttum ekki síst fyrir þrýsting frá Þýskalandi, sem farin var sú leið.
- Að færa niður spariféð! Svo unnt væri að minnka umfang lánsins til kýpv. stjv.
Það þarf varla að taka fram, að Rússar eru "ÆVAREIÐIR" meðferðinni á sínum sparifjáreigendum, en ljóst virðist af umræðunni t.d. innan Þýskalands, að aðferðinni er einkum beint gegn þeim!
En að sögn Financial Times, hafa rússnesk fyrirtæki verið að nota eyjuna, sem millilið milli Rússland og umheimsins, reikningar séu nýttir fyrst og fremst til að parkera fé í skamman tíma í einu, en gjarnan háum upphæðum. Rússneskt atvinnulíf geti orðið fyrir nokkrum skakkaföllum, ef bankarnir á Kýpur loka skyndilega, þannig að þau þurfi í skyndingu að skipuleggja nýja leið fyrir peninga inn og út úr Rússlandi.
Það að er bent á það, að rússnesk fyrirtæki hafi verið að hagnýta sér hagstætt skattaumhverfi á Kýpur sbr. 10% skatt, til að varðveita fé þar tímabundið sem þau nota í sínum viðskiptum. Þegar rót kemst á, skattar hækka, óvissa skapast - fari þeir líklega annað með sína peninga.
Það er ekki síst þetta - - sem setur upp efasemdir um það, hvort þessi björgun er yfirleitt möguleg!
En mér finnst ekki ólíklegt að það sé rétt sem Yakunin segir, að 10ma. sé einfaldlega hvergi nærri nægileg innspýting, til að koma fjárhaglegu jafnvægi á kýpversku bankana í ljósi aðstæðna.
Á sama tíma er það gersamlega augljóst, að Kýpur getur ekki tekið stærra lán!
Russia attacks Cypriot bank levy
Vladimir Yakunin, head of state-owned Russian Railways and a close associate of Mr Putin Everyone knows that one-third of the deposits belong to Russian companies and individuals, - How does such a decision get made, and without even consulting with Russia? What kind of strategic, equal partnership with the EU countries can we even talk about? They are solving their problems at our expense,
Russian depositors are being fleeced for 1.5bn-2bn, its not a solution to the problem, Secondly, it undermines the confidence in this zone, with very dire consequences. - The 10bn in finance is not enough to be decisive in restoring confidence in the banking sector, he added. And not only that, the consequences of this decision are that a large percentage of the deposits will simply make their way to other jurisdictions. Because most of the money there is not there to be hidden. Most of it is simply there because of generous tax treatment.
-------------------------------------
- En eins og mál blasa við nú, virðist nær fullvíst að það blasir við fullt áhlaup á fimmtudaginn!
- Sem þíðir væntanlega, að ekkert verður af því að kýpv. bankarnir sennilega opni fyrir nk. helgi.
- En stjv. Kýpur fara vart að opna þá, við þær aðstæður.
- Og þá má vera, að ekki blasi neitt annað við - - en íslenska leiðin!
Niðurstaða
Samanburður við Ísland er áhugaverður, þ.e. annað eyríki innan v. milljón. Okkar bankar voru 10 þjóðarframleiðslur að umfangi, þeir kýpv. 8. Kýpur hefur kreppuna m. skuldastöðuna 40% en Ísland milli 20-30%. Kýpv. og ísl. bankarnir gerðu út á erlent sparifé, og falbuðu háa vexti á innlánum. Sem þíddi á móti, að það þurfti að taka mikla áhættu í útlánum á móti. Svo hagnaður á móti kostnaði af innlánum væri nægur.
Þetta er áhugavert í ljósi þess, að hérlendis hefur því verið haldið fram "blákalt" að ísl. bankarnir hefðu ekki getað komist upp með sína hegðun, innan ESB og evru.
Sem klárt er hreinn þvættingur, enda enginn munur á lagaumhverfi því sem ísl. bankarnir starfa innan og því sem er í gildi á evrusvæði þ.s. þetta eru sömu reglurnar eftir allt saman.
Reglan um eftirlit, er að það sé "local matter" og þ.e. ekki að breytast þó verið sé að stofna svokallað "bankasamband" þ.s. enn sem komið er, á það einungis að ná til milli 20-30 stærstu bankanna á evrusvæði. Okkar bankar voru hvergi nærri það stórir og örugglega ekki heldur þeir kýpv.
Sem sýnir eiginlega hversu gagnslaust þetta svokallaða "Bankasamband" er! Skv. núverandi hugmyndum.
-----------------------------
Það sem kemur í ljóst á næstu dögum.
Er hvort kýpv. bönkunum verður yfirleitt bjargað?
- En ef þeir hrynja, sem mér sýnist líklegt en þó ekki endilega öruggt, þá líklega fellur fyrsta aðildarland evrunnar út!
En hrun þíðir örugglega þjóðargjaldþrot Kýpur! Þó svo að skuldastaða Kýpur sé litlu verri en Íslands v. upphaf hruns, þá er algerlega ljóst að Kýpur stendur frammi fyrir mjög sambærilegum vanda og þeim sem Ísland gekk í gegnum.
Þ.e. að hagkerfið mun skreppa mikið saman, sbr. að þjóðarframleiðsla Ísl. minnkar úr ca. 58þ.$ per Íslending í rúmlega 37þ.$ per Íslending. Eða ca. 40%. Enda bjuggu bankarnir ísl. til mikla hagkerfisbólu, sem þeir kýpv. hafa örugglega einnig gert.
Segjum, að sbr. tölur fyrir Kýpur verði 30% samdráttur þjóðarframleiðslu. Þá á skuldastaða sem nú fyrst í stað verður 100% eftir að hækka mjög mikið, v. misgengis þjóðartekna og þeirra skulda sem lækka ekki.
Að auki mun snögg minnkun þjóðartekna þíða, að myndast halli á landinu sjálfu þ.s. innistæður fyrir launagreiðslum hafa hrunið og laun munu þurfa að lækka sennilega ca. 40% svo dæmið gangi upp. Ef Kýpur leitast við að hanga innan evrunnar, þá mun koma í ljós reikna ég með að laun er ekki lækkanleg með hraði. Þannig að mikill halli verður á þjóðarbúinu.
Sem mun þurfa að veita viðbótar lán fyrir. Þannig að þetta er þá bara björgunarlán No. 1.
---------------------------------
Segjum að bankarnir tóri a.m.k. nú, þá væntanlega hætta þeir alfarið að veita lán á eyjunni. Fara þess í stað að innkalla á fullu allt sem þeir geta. Lánsfé til boða þurrkast upp allt í einu til fyrirtækja sem almennings, hagkerfið fer samt í djúpa niðursveiflu.
Þó það sé ekki þetta rosalega mikið fall fyrsta árið. Þá er þá bólan samt sprungin. Eignaverð fer að falla. Eftirspurn minnkar. Skuldarar lenda í vanda. Fyrirtæki fara á hausinn þegar umsvif minnka á sama tíma og ekkert svigrúm er gefið með endurfjármögnun. Atvinnuleysi margfaldast.
Þar sem líklega traust á bönkunum er ekki endurreist, heldur tóra þeir rétt svo. Á sama tíma og samdráttur í hagkerfi Eyjunnar viðheldur ástandi ótta um stöðu ríkisvaldsins. Þá líklega er hagkerfi Eyjunnar í reynd hrunið - þ.e. ólíklegt virðist að fé haldi áfram að streyma þangað í því ástandi. Enda muni aðilar ekki treysta fjárhaglegri stöðu stjv. né bankanna.
Svo erlendi "bissnessinn" fari líklega annað. Og það þíðir væntanlega, að þegar þetta mikla innstreymi fjármagns hætti að það skapast mikill viðskiptahalli. Það virðist fyrirsjáanlegt - að eyjaskeggjar hafi verið að lifa fyrir þá peninga sem hafa verið að streyma inn.
Mér sýnist að líklega vanti fjölda blaðsíðna inn í björgunaráætlunina!
En þ.e. eins og hún geri ekki ráð fyrir því, að nú þegar Eyjan lendir í "loss of confidence" þá þíðir það, að fjármálaævintýrið sé líklega búið. Að erlendu aðilarnir sem hafa verið að nota Eyjuna, muni ekki lengur treysta aðstæðum þar. Og fara annað með sinn bissness.
Ekki gert ráð fyrir því mikla falli sem mér virðist augljóst að hagkerfi Eyjunnar eigi eftir að ganga í gegnum næstu misseri.
Því einungis virðist gert ráð fyrir endurfjármögnun kýpv. bankanna - ekki því að eins og í tilviki Grikklands muni örugglega pottþétt einnig þurfa að lána fyrir fjármögnun ríkisins, þegar fall hagkerfisins mun alveg örugglega opna djúpar holur í bókhaldinu.
Þetta geti vart verið annað en "björgunarpakki nr. 1."
- Ég trúi því ekki einu orði af yfirlýsingu bankaráðsmanns Seðlabanka Evrópu, þ.s. hann sagði sl. laugardag, að skuldir kýpv. ríkisins yrðu orðnar 100% árið 2020.
- 200% er örugglega nær lagi, ef ekki verður skorið af eins og í tilviki Grikklands!
Framundan er líklega fyrir íbúa Kýpur löng þrautaganga eins og hefur þegar átt sér stað í Grikklandi, nema þeir ákveði að verða strax gjaldþrota, yfirgefa evruna!
Ég stórlega efa að þeirra fáækt verði minni fyrir rest, ef þeir leitast við að streitast við að ráða við svo risastóra innri aðlögun innan evrunnar, sem mér virðist ljóst að eyjaskeggjar standa frammi fyrir.
Í ljósi reynslu okkar hér á klakanum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2013 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.3.2013 | 02:10
Verður myndað "hræðslubandalag" gegn Framsókn?
Til upprifjunar, á orðinu "Hræðslubandalagið." En það vakti athygli mína gagnrýni Bjarna Ben á Framsóknarflokkinn sem kom fram á MBL. Sjá: Langmestar líkur á samstarfi Framsóknar og vinstrimanna.
Hann segir kosningaloforð framsóknarmanna óraunsæ. Maður finnur enda að þeir eru nú þegar byrjaðir að draga í land og eiga enn eftir að gera grein fyrir því hver á að borga það sem mér viðrast vera nokkur hundruð milljarða loforð, segir Bjarni.
Bjarni segir aðspurður að fylgisaukning framsóknarmanna auki ekki líkur á því að stjórnarsamstarfi milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þeir hafa í langan tíma talað fyrir því að mynda vinstristjórn þannig að mér sýnist að í augnablikinu séu langmestu líkurnar á þannig stjórnarsamstarfi, segir hann.
Til þess að okkar stefnumál nái fram að ganga þurfum við að sækja í okkur veðrið og endurheimta þann stuðning sem við höfðum fyrir nokkrum vikum síðar, segir Bjarni. Sjálfsagt ekki undarlegt að Sjálfstæðismenn ætli að hjóla nú í Framsóknarflokkinn
Sjálfsagt ekki undarlegt að Sjálfstæðismenn ætli að hjóla í Framsóknarflokkinn!
Það hefur komið skírt fram í skoðanakönnunum undanfarnar vikur, að Framsóknarfl. er að höggva skörð í fylgi Sjálfst.fl.
Það sem mér finnst samt merkilegt við athugasemd Bjarna Ben - - er að það er eins og Bjarni, sé að afskrifa ríkisstjórn með Framsóknarflokki.
Það hefur átt sér stað breyting hjá forystu Sjálfst.fl. - allt í einu er glasið orðið "hálf full" gagnvart Framsókn.
Hún er orðin - ógn. Í stað þess að vera hugsanlegur - bandamaður.
Þú ferð ekki í bandalag með þeim - sem þú óttast.
Og þá, fer Sjálfst.fl. að hugsa í aðrar áttir - er þ.s. ég er að íja að.
-----------------------------
- En Sjálfst.fl. vill alltaf vera sterki flokkurinn í stjórnarsamstarfi, og ekki síst - Bjarni vill verða forsætisráðherra.
- Ef Framsóknarfl. heldur áfram að sækja í sig veðrið, þannig að kosningafylgi verði ca. hnífjafnt. Jafnvel, að það halli á Sjálfst.fl.
- Þá getur Bjarni ekki verið öruggur með það að verða forsætisráðherra, í stjórn með Framsókn. Hvað þá, að Sjálfst.fl. væri með þá ríkjandi stöðu sem hann ávallt vill vera í.
-----------------------------
Ég hef velt fyrir mér, við hvern Sjálfst.fl. mun við tala fyrir kosningar óformlega um hugsanlegt stjórnarsamstarf.
Nú segir hann Framsókn vera að halla til vinstri, sem ég tek sem vísbendingu þess - - að það sé einmitt þ.s. Bjarni Ben er að hugsa sér að gera.
Að halla sér að samstarfi við Samfylkingu og Bjarta Framtíð.
Takið eftir þeirri tegund af gagnrýni sem Bjarni kom fram með - - um meint óraunsæi stefnu Framsóknar.
Sem er einmitt eins og músík fyrir eyru - Bjartrar Framtíðar sem og Samfylkingar, jafnvel forystu VG. En þ.e. einmitt sú tegund gagnrýni sem hefur verið að koma frá þeim áttum.
-----------------------------
- En ljóst er af könnunum, að í samstarfi við þessa flokka. Getur Sjálfst.fl. verið - sterki flokkurinn.
- Og ekki síst, þeir munu algerlega pottþétt vera tilbúnir til að lofa Bjarna að verða forsætisráðherra.
Niðurstaða
Stefnir í hræðslubandalag gegn Framsókn? Að Sjálfst.fl. - Samfylking - Björt Framtíð. Taki sig saman, og í einum kór, ráðist að Framsókn vikurnar fram að kosningum. Í von um það, að mynda stjórn eftir kosningar?
---------------------------
Ef einhverjum finnst að ég sé að lesa of mikið í orð Bjarna, látið mig vita :)
En hann örugglega segir þetta ekki, algerlega upp úr þurru.
Gagnrýni hans á Framsókn, í svipuðum tón og gagnrýni ríkisstjórnarflokkanna og Bjartrar Framtíðar. Virðist mér augljós "ólífugrein" til þeirra flokka frá formanni Sjálfstæðisflokks.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2013 | 23:37
Verður áhlaup á bankana á Kýpur nk. þriðjudag?
Nú um helgina var samþykkt 4. björgunaráætlunin fyrir aðildarland evrusvæðis. Eyna Kýpur. Þ.s. umfang banka skilst mér hafi verið orðið rúmlega 8 þjóðarframleiðslur. Fyrir helgi, var lokað á "rafrænar" færslur svo þær eru blokkeraðar, á sama tíma og þeir lokuðu við enda starfsdags sl. föstudag. En þeir opna þó samt ekki fyrr en nk. þriðjudag þ.s. mánudagurinn 18/3 er almennur frídagur á Kýpur.
Depositors Pay Price in Cyprus Bailout Deal
Cypriot bank deposits tapped as part of 10bn eurozone bailout
Fyrsta sinn í sögu björgunarpakka á evrusvæði!
Er innistæðueigendum látið blæða!
"Accounts with more than 100,000 will be taxed at 9.9%, those with less at 6.75%, raising an expected 5.8 billion for the near-bankrupt nation."
Þó það sé kallað því nafni, að innistæðurnar séu skattlagðar. Þá í verki eru þær færðar niður um 9,9% eða 6,75%.
Á móti muni innistæðueigendur fá samsvarandi hlutafjáreign í viðkomandi bönkum, leið sem á að hvetja þá til að fara ekki, eftir að bankarnir opna.
Það sem næst fram, er að lækka þá upphæð - sem kýpverska ríkið þarf að taka að láni, til þess að endurfjármagna kýpversku bankana.
En AGS þverneitaði að taka þátt í björgun Kýpur, ef lánsupphæðin sem annar hefði verið um 17ma. þíddi að skuldsetning kýpverksa ríkisins, yrði 145%.
"That would have been an unmanageable burden for the island, whose annual economic output is less than 18 billion and shrinking."
Svo samningarnir snerust um það, að koma lánsupphæðinni niður í 10ma..
- En auk þess, er Kýpverska ríkinu uppálagt, að hækka tekjuskatta á atvinnulíf úr 10% í 12,5%.
- Selja ríkiseignir að upphæð 1,4ma..
Christine Lagarde, yfirmaður AGS, sagðist munu mæla með því á stjórnarfundi AGS í næstu viku, að það yrði samþykkt að AGS tæki þátt í björgun Kýpur upp á þessi býti.
Ekki vitað enn hvort það verður þá 1/3 af björgunarláni, eins og hingað til.
Samlíking við Ísland!
Bankarnir orðnir 8 þjóðarframleiðslur vs. 10. Þegar evrusinnar halda því fram að ísl. bankarnir hefðu ekki getað orðið ofvaxnir innan evru. Bendi ég alltaf á Kýpur. En þarna fljúga sögusagnir um rússneska mafíupeninga og peningaþvætti - sem vekur minningar. En svipaðar sögusagnir sveimuðu yfir ísl. bönkunum.
Eyjan hefur einnig minna en milljón íbúa þ.e. rúml. 800þ. Ísland rúml. 300þ.
Og Kýpur stóð frammi fyrir mjög íslensku hruni, þ.e. yfirvofandi falli bankakerfisins, algerlega í íslenskum stíl.
En eins og að Seðlabanki Evrópu var hættur að lána ísl. bönkunum, en hann gerði það í gegnum þær bankastofnanir sem þeir áttu innan aðildarlanda ESB. Lokaði á þá nokkrum mánuðum fyrir hrunið.
Þá stóð Kýpur frammi fyrir því, að það var orðið ljóst að lokun af hálfu Seðlabanka Evrópu var yfirvofandi.
- Spennan snýst um það, hvort innistæðueigendur gera áhlaup á bankana nk. þriðjudag.
- Eða hvort að þriðjudagurinn rennur upp, og verði venjulegur bankadagur.
Í annan stað þá hefur skuldsetning kýpverska ríkisins verið aukin verulega. Sem skaðar að sjálfsögðu tiltrú á getu kýpverskra stjv. til að ráða fram úr málum.
Á hinn bóginn, var sú tiltrú hvort sem er hrunin - spurningin meir hvort að fólk trúir því. Að björgunarpakkinn dugi til þess, að endurreisa hana að nýju.
Þá kemur að þeim klassíska vanda - framtíðar hagvaxtargetu.
En kýpverska bólan er akkúrat þessa stundina að "springa" og það má reikna með umtalsverðu falli hagkerfisins, að tekjur skreppa saman - húsnæðisverð lækkar - atvinnuleysi aukist - og skuldir í vaxandi mæli verði að vandamáli fyrir fólk.
Þetta auðvitað leiðir til þess að skuldirnar vaxa sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, enn frekar. Verður áhugavert að sjá, hvort fullyrðing talsmanns Seðlabanka Evrópu að skuldir kýpverska ríkisins verði komnar niður í 100% árið 2020 komi til með að standast.
En hver einasta áætlun sem Seðlabanki Evrópu hefur gert fyrir nágrannaland Kýpur, Grikkland.
Hefur verið - langt frá markinu.
Og Kýpur er sennilega einmitt núna, að byrja í sambærilegu samdráttartímabili. Má einnig koma með samlíkingu við bólukrassið á Írlandi 2009 sem leiddi til björgunarpakka 2010.
Niðurstaða
Ég vorkenni Kýpverjum, en þeirra vandamál eru rétt að hefjast. Kýpur er ca. þ.s. Írland var statt 2009. Nú er Írland búið að vera í kreppu í nærri 4 ár. Eða þ.s. Grikkland var statt í apríl 2010. Komin eru 3 ár af grískri Kreppu.
Samlíkingin við Ísland er einnig áhugaverð. Okkar kreppa hófst okt. 2008.
Ég held að margir muni bera saman ástand Kýpur og Íslands, eftir því sem ástand mála á Kýpur mun þróast.
Það á eftir að vera mjög mikill samdráttur og atvinnuleysi og vandræði.
Deilan um svokallaða íslenska leið vs. að skattgreiðendur beri kostnað af bankabjörgun. Mun halda áfram að magnast.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2013 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.3.2013 | 23:12
Framsóknarflokkurinn virkilega virðist hafa ríflega 20% fylgi!
Eins og fram kom í fréttum, er dottin inn enn ein skoðanakönnunin, nú ný Gallup könnun: Með 19 þingmenn hvor. Sjá einnig umfjöllun um aðra könnun er kom fram í vikunni Enn ein könnunin sýnir: fylgissveiflu til Framóknar!
Báðar þessar kannanir sýna Framsókn með ríflega 25% fylgi.
- Þátttaka í könnun, 4243 spurðir. Rúmlega 60% svara.
- 80,6% svarenda sögðust ætla að kjósa, en 9,2% að skila auðu eða ekki að kjósa, 6,7% tóku ekki afstöðu, og 3,5% neituðu að svara. 19,4% svarenda detta út.
Niðurstöður:
- Sjálfstæðisfl: 26,8% (23,8% fyrir mánuði), 19 þingmenn.
- Framsóknarflokkur: 25,5% (22,1% fyrir mánuði), 19 þingmenn.
- Samfylking: 14% (15,4% fyrir mánuði), 10 þingmenn.
- Björt Framtíð: 13,2% (16,2% fyrir mánuði), 9 þingmenn.
- VG: 8,9% (7,4% fyrir mánuði), 6 þingmenn.
- Pírataflokkur: 3,8% (2,3% fyrir mánuði)
- Lýðræðisvaktin: 3,3%.
- Hægri Grænir: 2,8%
- Aðrir: minna en 1% fylgi hver um sig.
Óvenju lágt fylgi Sjálfstæðisflokks: Þetta er að koma í ljós í öllum könnunum þessa dagana. Þannig að líklega er þetta raunveruleg sveifla. Þó hugsanlegt sé að Sjálfst.fl. nái vopnum sínum í kosningabaráttunni. En ef e-h þessu líkt kemur upp úr kjörkössunum. Þá verður formannsferill Bjarna Ben í mikilli hættu.
Þessar kosningar eru því ekki síst "lífróður" Bjarna Ben. Um hans eigið pólitíska líf.
Gunnar Helgi Kristinss. sagði fyrir nokkrum mánuðum, að líklega verði Bjarni að ná því að verða forsætisráðherra. Ef það myndi takast, væri hann öruggur a.m.k. á meðan.
- Það getur auðvitað sett mark á hvaða flokk Bjarni velur að starfa með, ef hann er sammála Gunnari Helga um mikilvægi þess að verða forsætisráðherra.
Tvíburarnir: Ég hef ákveðið að slá Samfó og BF saman sem einum flokki. En samanlagt fylgi er skv. þessu: 27,2%. Í könnun MMR er sama tala 27,6%. Innan skekkjumarka að líkindum. Til sbr. fékk Samfylking 2009 29,8%. Þingmenn skv. Gallup eru 19. Eða sami fj. og hjá Sjálfst.fl. eða Framsóknarfl.
- Það eru því 3 jafn-sterk öfl.
Vinstri Grænir: 10% virðist hugsanlegt lokafylgi eftir kosningabaráttu. En VG virðist ætla aðeins að ná sér á strik. En þá einungis upp í sitt gamla kjarnafylgi.
Samkvæmt þessu eru 3 meirihlutastjórnir í boði!
- Framsókn og Sjálfstæðisflokkur.
- Framsókn og Tvíburarnir.
- Tvíburarnir og Sjálfstæðisflokkur.
Það getur orðið áhugaverð stjórnarmyndun eftir kosningar.
Stóra spurningin er eiginlega Sjálfstæðisflokkur, þ.e. afstaða hans til Tvíburanna.
Ef Bjarni Ben getur hugsað sér, til að tryggja sér forsætisráðherrastólinn, sem Tvíburarnir verða örugglega til í að bjóða honum, að líta framhjá samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokks.
En sú samþykkt virðist ella útiloka slíkt samstarf, þá er möguleiki 3. alls ekki óhugsandi.
- En Tvíburarnir eru örugglega til í að undirbjóða mjög hressilega, og ég hef áður bent á.
- Að Framsóknarflokkurinn, má alls ekki fara í "undirboða" keppni.
- Ef það er niðurstaðan sem lítur út fyrir.
Þetta fer eftir því, hve "desperat" Bjarni Ben er í forsætisráðherrastólinn.
-------------------------
- En ef hann stendur v. landsfundarsamþykktina, og eiginlega útilokar að starfa með Tvíburunum.
- Þá væri Framsókn með yfirburða samningsstöðu. Að geta algerlega ráðið því hvor stjórnin 1. eða 2. verður ofan á.
- Við slík skilyrði myndi Framsókn geta beitt Tvíburunum og Sjálfst.fl. gegn hverjum öðrum. Og náð fram líklega nánast öllum sínum markmiðum inn í stjórnarsáttmála.
Ef það er undirboðakeppni!
Þá er það áhættan, að verða eins og VG eftir 4 ár.
- Framsóknarflokkurinn þekkir það af eigin reynslu, og að auki hefur nýlega orðið vitni af stjórnarsetu VG.
- Að það borgar sig ekki að fara í ríkisstjórn, ef flokkurinn sér fram á að fá nánast ekkert af sínum stefnumálum inn í stjórnarsáttmála.
-------------------------
Ég er á því að Framsóknarflokkurinn þurfi, að standa fast á því að koma sínum stefnumálum inn í stjórnarsáttmála!
Þó það geti þítt, að það geti svo farið - að Tvíburarnir og Sjálfstæðisflokkur nái saman.
Það væri sú áhætta sem þyrfti að taka, því áhættan af því að kjósendur myndu upplifa svik að 4. árum liðnum, er e-h sem Framsóknarmenn vilja ekki upplifa afleiðingar af.
- Það getur þítt nýja "hrunstjórn." Og sannarlega er hætta fyrir Ísland, ef af henni verður.
Á hinn bóginn, yrði hún svo óskaplega óvinsæl fljótlega, því treysta má því að hún myndi leysa úr öllum málum, eins og sú ríkisstjórn sem er að fara frá, þannig að hentar hagsmunum fjármagnseigenda.
Líklega t.d. kjósa að skuldsetja þjóðarbúið, til að losa höftin. Svo dæmi sé tekið. En ein hugmynd sem heyrst hefur innan raða Sjálfst.fl. er að, umbreyta aflandskrónuvandanum í langtímaskuldabréf á ríkið sem væri í erlendum gjaldmiðli.
Það þíddi að sjálfsögðu skerðingu lífskjara hjá almenningi. Sú væri ekki skammtíma. Eða eins lengi, og það myndi taka að greiða fyrir skuldaaukninguna.
- Í andstöðu við slíka stjórn. Yrði Framsóknarflokkurinn sennilega "stærri" en Sjálfstæðisflokkur.
- Og það líklega yrði niðurstaða kosninganna þar á eftir.
- Flokkurinn myndi geta myndað stjórn, með einhverjum litlum flokki. Sama staða og Sjálfstæðisfl. hefur oft verið í.
Í slíkri stjórn yrði Framsóknarfl. ákaflega ráðandi!
- Spurningin er einungis hvort tími Framsóknar er núna.
- Eða eftir kosningarnar þar á eftir.
- En það verður örugglega ekki seinna en það.
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn stendur frammi fyrir mjög góðu tækifæri eftir kosningar. En því fylgja einnig hættur. Það verður stórt "trix" að vega og meta, hvað er rétt í stöðunni. En ef Bjarni Ben leggur allt í sölurnar fyrir forsætisráðherrastól. T.d. ef kosning Sjálfst.fl. verður þetta slæm. Þannig að, að verða forsætisráðherra verður hinsta von Bjarna, til að halda formennskunni.
Þá getur verið, að hann verði tilbúinn til þess, að líta framhjá nýlegri landsfundarsamþykkt. Og fara í stjórn með Tvíburunum.
Fyrir Framsókn, er það sennilega "OK" að bjóða Bjarna, að verða forsætisráðherra. Ef ástand í líkingu við þetta kemur upp. En sennilega er það ekki þess virði, að fara í undirboðakeppni við Tvíburana.
En þeir verða ef e-h er, enn meir örvæntingarfullir um að tryggja sér stjórnarsetu, vegna þess að það er hinsta von þess fyrir þá. Að tryggja að það mál sem þeim báðum er hugleikið - haldi áfram.
Þeir, ef Bjarni Ben er til í tuskið, myndu þá ávallt vera til í að bjóða minna - en skynsamlegt væri fyrir Framsóknarfl. að bjóða.
Ef það er útkoman sem Framsókn stendur frammi fyrir - er líklega skárra. Að sætta sig við stjórnarandstöðu. En ég held að slík ríkisstjórn, yrði óhjákvæmilega gríðarlega óvinsæl.
Framsóknarflokkurinn yrði "risastór" eftir andstöðu við "Aðra hrunstjórn."
- Eitt er víst, að staðan getur orðið mjög spennandi!
-------------------------
Ps: Könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, gefur Framsókn 31,9%. Sú könnun er tekin á tveim dögum. Og því "punktkönnun" í stað könnunar Gallup, sem er tekin yfir heilann mánuð. Ég er ekki alveg endilega að búast við þessu fylgi :) En ég hef nefnt það sem fræðilegan möguleika, að Framsókn verði jafnvel stærri en Sjálfstæðisflokkur. Miðað við fylgistölur. Er það a.m.k. hugsanlegt:
Framsóknarflokkurinn mælist stærstur
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2013 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2013 | 00:41
Grikkland á leið í vandræði enn á ný?
Rakst á þessa frétt á vef Financial Times: Greece and lenders fall out over firings. En það virðist að enn eina ferðina. Stefni í að Grikkland komist í vandræði með endurskoðun prógrammsins. En þær eru framkv. reglulega. Og þegar Grikkland telst vera að uppfylla sett skilyrði. Fá grísk stjv. afhent peninga af svokölluðum björgunarpakka.
En ef grísk stjv. teljast ekki standa við sitt, þá skv. settum reglum - fæst ekki næsta greiðsla afhent.
Og Grikkland stendur eina ferðina enn, frammi fyrir spurningunni um greiðsluþrot.
"It was only the second time in almost three years of regular bailout reviews of Greek progress on economic reform that the troika had left Athens without agreeing specific measures with the government."
Ásteitingarsteinninn núna er krafa Þríeykisins um brottrekstur 7000 ríkisstarfsmanna. Sem ekki hefur enn komist til framkvæmda.
"But Greek officials failed to provide sufficient details of proposals to sack 7,000 public sector workers found guilty of misdemeanours, transfer less-skilled workers to a mobility reserve and accelerate retirements this year."
Og ríkisstjórnin virðist ekki hafa veitt þau svör um hvenær brottrekstur þessa hóps kemst til framkvæmda, sem eftirlitsnefndin gat sætt sig við.
Tilkynning nefndarinnar var samt mjög "diplómatísk."
- Significant progress has been made but a few issues remain outstanding.
- It added that the mission would return in April after more technical work had been done.
Það er alveg klárt að þessar uppsagnir eru hluti af þeirri stífu sparnaðarkröfu sem grísk stjv. eiga að uppfylla, og vafasamt að prógrammið haldist innan ramma ef grísk stjv. uppfylla ekki þessa kröfu.
Samaras talaði um þörf á meiri sveigjanleika aðspurður í fjölmiðlum, vegna þeirra erfiðleika innan grísks samfélags sem væru til staðar.
En þetta féll í grýttan jarðveg t.d. í Finnlandi þ.s:
There are no shortcuts to creating new jobs and growth in a sustainable manner, said Jyrki Katainen, the Finnish prime minister. Structural reforms might not bear fruit overnight, but are the best sustainable economic stimulus. Accumulating excessive debt is not.
Þarna er hugmyndinni um efnahagslegan viðsnúning með niðurskurði lýst með nánast fullkomnum hætti, en vart þarf að taka fram að þessi hagfræði er vægast sagt umdeild.
--------------------------------
Það virðist sem sagt komin upp deila milli ríkisstjórnarinnar, og Þríeykisins.
Það virðist sem að grísk stjv. ætli að láta reyna á það, hvort þau komast ekki upp með að humma það fram af sér, að segja upp þessum starfsmönnum.
Þó - sem er áhugavert - að þetta er hópur sem hefur orðið uppvís að brotum í starfi.
Greece misses revenue-raising targets
Það virðist einnig vera, að skattheimta sé ekki að skila þeim fjármunum - sem miðað er við í prógramminu.
Sem væntanlega þíðir, að halli gríska ríkisins hlýtur einnig að vera meiri en gert er ráð fyrir af þeim orsökum.
Og ef bætist við, að grísk stjv. fást ekki til þess að skera niður í fj. ríkisstarfsmanna, þá auðvitað er vart unn að sjá annað en að - - forsendur prógrammsins muni ekki standast.
Spurning hvað grískum stjórnvöldum gangi til?
Einn möguleiki er að grísk stjv. telji, að það sé tækifæri í núverandi ástandi.
En það dregur ört að kosningum í Þýskalandi, þ.e. í september.
Það vekur athygli hve diplómatískt orðalag yfirlýsingar Þríeykisins var, miðað við tja - hvernig yfirlýsingar voru gjarnan orðaðar á sl. ári.
En það má vera, að í gangi sé áhersla á að láta hluti líta sem best út á yfirborðinu, fram yfir þær kosningar.
Og kannski halda grísk stjv. að þau geti beitt þrýstingi - einmitt núna. Hver veit.
- En þetta er augljóslega ekki greiði v. Merkel.
Ef grísk stjv. komast upp með þetta, þá getur það skapað fordæmi.
Spurning hvað mun gerast. En það verða örugglega mjög stífar umræður að tjalda baki. En ég á bágt með að trúa því, að Merkel gefi eftir. Þrátt fyrir að dragi nær kosningum.
Áhugavert að þetta rugg á sér stað samtímis því að óvissa er í gangi um stöðu Ítalíu.
Niðurstaða
Enn einu sinni virðist gríska prógrammið í vanda. Það var alltaf ástæða til að efast um getur ríkisstjórnar Grikkland um að framfylgja hinu mjög svo stífa aðhaldsprógrammi. Því má bæta einnig við, að ekki bólar enn á sölu ríkiseigna sem er eitt af því sem skal hrinda í framkvæmd.
Prógrammið virðist ætla að krassa - eitt skiptið enn.
Og Merkel tapa því veðmáli að Grikkland lafi fram yfir kosningarnar í sept. nk.
Kv.
13.3.2013 | 21:32
Enn ein könnunin sýnir fylgissveiflu til Framóknar!
Ég er að tala um könnun MMR unnin á tímabilinu 7. - 12. mars sl. Sjálfsagt kallast það "punktkönnun" þ.e. könnun sem skoðar fylgi þá vikuna. Í stað þess að dreifa svörun t.d. yfir heilan mánuð eins og Gallup gjarnan gerir. En niðurstöður þessarar könnunar MMR. Eru þó ekki úr takt við aðrar kannanir undanfarið.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar enn
- Svörun í könnuninni virðist góð, þ.e. 79,9%. Óvissa 20,1%.
- Þetta gerir þessa könnun trúverðugri til muna en annars!
- Þess vegna vekur athygli - ákaflega lítið fylgi nýrra framboða.
- En fjöldi þeirra sem að baki þeim standa, vonast til að ná til óákveðinna kjósenda, þess vegna er auðvitað áhugavert að sjá niðurstöðu könnunar með þetta háa svörun.
Að vísu, hafa þeir flokkar enn lítt kynnt sig - - en ef fólk man enn eftir forsetakosningunum, þá voru til staðar fjöldi aðila í framboði, flestir lítt þekktir, og þeirra fylgi var lítið frá byrjun.
En þ.s. meira var - > reyndist lítið alveg til enda!
-------------------------------
- Annað sem vekur athygli, er lítið fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Miðað við það, að gjarnan fær Sjálfst.fl. minna úr kjörkössum en úr könnunum, þá ætti slík niðurstaða svo skömmu fyrir kosningar. Að vekja ugg hjá forystu þess flokks.
Á sama tíma fær Framsókn vanalega ívið meir úr kjörkössum.
Á hinn bóginn, má vera að v. þess hve svörun er há. Þá sé þetta nærri niðurstöðu, ef raunverulega væri kosið segjum - næstu helgi.
-------------------------------
- Svo er það "TVÍBURARNIR" þ.e. Samfó + BF.
27,6% skv. könnun MMR kjósa Tvíburana. Þetta hlutfall hefur haldist svipað könnun eftir könnun.
Til sbr. þá fékk Samfylking 29,8% 2009.
Svo bersýnilegt er, að það er ekki að virka að búa til 2-flokka í stað eins.
Vinstrimenn virðast ítrekað fá þá hugmynd, að unnt sé að auka fylgi vinstri manna. Með því að fjölga vinstriflokkum.
Ég man vart dæmi þess, að þær tilraunir hafi virkað fram að þessu.
-------------------------------
- VG skv. þessu getur hugsanlega marið 10%.
Það sjálfsagt telst varnarsigur skv. þeim gamla frasa. En VG hefur nokkrum sinnum mælst lægra en þetta.
Niðurstaða
Ef kosning fer eitthvað nærri þessu. Þá er Framsóknarflokkurinn aftur kominn með sitt sögulega fylgi. Þannig að saman má jafna við kosningarnar 1995 þegar Framsókn fékk 23,3%. Nefna má einnig úrslitin 1974 og 1979 24,9%. Úrslitin 1971 25,3%. Og ekki síst 1967 28,1%.
Miðað við stöðu Sjálfstæðisflokks. Er það kannski ekki "brjáluð hugmynd" að Framsókn nái jafnvel að verða Nr. 1.
Kv.
13.3.2013 | 00:16
Hver er raunverulegur sigurvegari Íraksstríðsins?
Ég rakst á áhugaverða umfjöllun í Financial Times, en nú þegar nokkuð er liðið síðan Bush sendi her sinn inn í Írak. Þá er unnt að fara að draga nokkrar ályktanir. Ein afleiðing sem hefur blasað við mörgum, er gróði Írans. Óvinaríkis Bandaríkjanna á svæðinu. En eins og er kunnugt, standa Bandaríkin í reynd í umfangsmiklu leynistríði við Íran. Og þar er nánast öllu tjaldað til, ekki ólíkt því sem var þegar Bandaríkin stóðu í köldu stríði við Sovétríkin.
Hluti af þessum átökum, er því miður stríðið í Sýrlandi.
Og almenningur í því landi, leiksoppar stærri þjóðanna í kring sem deila.
Það stríð líklega tekur ekki enda fyrr en, friður er saminn milli Bandaríkjanna og Írans.
En það getur verið mörg á í það enn, að sú stund komi.
Á meðan má reikna með því, að Bandaríkin haldi áfram eins og þau geta, að skaða tilraunir Írana til þess að afla sér "hugsanlega" kjarnorkuvopna, þ.e. viðleitni þeirra til að auðga úran að nægilegu marki.
Og samtímis, beiti Íran viðskiptabanni. Í von um, að veikja Íran innan frá.
Sennilega vill enginn aðilanna raunverulega "heitt stríð."
Hver hefur grætt mest á Íraksstríðinu?
Turkey emerges as true Iraq war victor
- "The Americans won the war,
- the Iranians won the peace,
- and the Turks won the contracts."
Daniel Dombey og Funja Guler, benda á að sl. áratug, hafi Írak orðið að 2-stærsta útflutningsmarkaði Tyrklands. Hvorki meira né minna, í öðru sæti eftir Þýskalandi.
"Turkeys exports to Iraq have in the past decade soared by more than 25 per cent a year, reaching $10.8bn in 2012, making Iraq Ankaras second-most valuable export market after Germany."
Þetta er slatti, og á sama tíma bendir fátt til þess. Að Íranir geti komið til skjalanna. Enda sé írönsku atvinnulífi örðugt um vik, m.a. v. viðskiptabannsins.
En ekki síst, sé Tyrkland orðið mun þróaðra hagkerfi. Þar sé framleiddur varningur, þ.e. dæmigerðar neysluvörur af margvíslegu tagi.
Sem næsta land við hliðina, sé það best staðsett, til þess að hagnýta sér þann vaxandi markað sem sé þarna í Írak. En Tyrkir muni líklega græða enn meir í framtíðinni, eftir því sem vaxandi olíuframleiðsla í Írak auki velmegun í landinu.
Þetta gerist þrátt fyrir samskiptin við Bagdad, sem séu stirð - og fremur en hitt, versnandi.
En stjv. í Bagdad virðast í dag, lítið meir en "fylgihnöttur" Írans.
En Tyrknesk menning, ekki einungis neysluvörur heldur að auki kvikmyndir og sjónvarpsþættir.
Munu í framtíðinni, í vaxandi mæli - verða ríkjandi í Miðausturlöndum.
Í efnahagslegum skilningi - er líklegt að Íran, verði hinn stóri tapari.
Sem eftir allt saman, sé ef til vill - þ.s. meira máli skipti fyrir framtíðina.
Tyrkland virðist stefna aftur á sinn fyrri sess, að vera öflugasta ríkið á svæðinu.
En í dag, er stefnan meir á að verða mesta efnahagsveldið - en að vera heimsveldi með þeim hætti sem áður var.
Niðurstaða
Þó að Íran hafi grætt verulega á útkomu Íraksstríðsins. Þá virðist að til lengri tíma litið. Sé það líklega Tyrkland sem muni fyrir rest. Hafa mestan hagnað af því að Bandaríkin á sínum tíma fóru inn í Írak. Og veltu Saddam Hussain úr valdastóli.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2013 | 23:14
Nýr andstöðuflokkur gegn evru myndaður í Þýskalandi!
Það sem vekur athygli við þessa flokksstofnun "Alternative für Deutschland". Að þetta eru engin smánöfn sem koma að því máli. Til dæmis enginn annar en fyrrverandi formaður sambands þýskra iðnfyrirtækja, Hans-Olaf Henkel. Fyrrum evrusinni sem í dag segir, fyrri stuðning sinn hafa verið verstu mistök síns lífs. Svo er þarna á listanum, að finna fjölda prófessora í hagfræði, sem eru þekktir íhaldsmenn.
Þ.e. sennilega ekki síst þetta, sem gerir þennan flokk. Hugsanlega skeinuhættan fyrir Kristilega Demókrata, flokk Angelu Merkel.
Germany's New Anti-Euro Party
Germany's anti-euro party is a nasty shock for Angela Merkel
- Þeir vilja, minnka það sem Evrópusambandið gerir. Og skila því valdi aftur til meðlimaríkjanna.
- Einnig einfalda regluverk þess, sem þeir telja of íþyngjandi orðið fyrir atvinnulíf.
- En ekki síst, vilja þeir annað af tvennu. Slá evruna af alfarið. Eða, að Þýskaland a.m.k. taki upp sitt gamla ríkismark. Og þá er þeirri hugmynd fleygt upp. Að Þýskaland ef til vill bjóði, líkt hugsandi þjóðum að vera með í markinu. Sem er hugmyndin um Norður vs. Suður gjaldmiðil.
Þessi hugsun að einfalda Evrópusambandið - skila valdinu aftur til baka. Og að einfalda reglukerfið.
Tónar mjög vel við afstöðu t.d. breskra íhaldsmanna gagnvart Evrópusambandinu. Að það sé orðið of þungt í vöfum, rétt að minnka umsvif þess, og einfalda regluverk.
Þeir benda á, að hinir flokkarnir séu komnir í öngstræti. Allt sé lagt í sölurnar til að halda evrunni gangandi, þrátt fyrir að S-Evrópa sé á leið í fátæktargildru.
Um þann punkt er áhugavert að lesa þetta: Millions of Europeans Require Red Cross Food Aid
Það væri mjög skynsamleg lausn ef Þýskaland myndi hverfa úr evrunni!
En líklega er samt betra fyrir Þýskaland, að fá einhver lönd með sér. Mynda nýjan klúbb. Það mætti hugsa sér að Holland, Austurríki, Finnland, Lúxembúrg. Kannski Pólland síðar meir og Tékkland ásamt Slóvakíu - en þessi lönd eru mjög tengd við Þýska hagkerfið.
Þannig verði til þýskt "dóminerað" svæði. Frakkland væri ekki með.
--------------------------
Með því að ríkustu löndin fara út. Þá myndi evran gengisfalla sennilega nálægt 30%.
Hafandi í huga að skuldir evruríkja eru einnig í evrum. Þá myndu skuldirnar virðisfalla einnig.
Að auki, þá myndi nást í einu vetfangi - samkeppnishæfni fyrir atvinnuvegi S-Evr. ríkja.
Tvær flugur slegnar:
- Bundinn endir á skuldakreppuna.
- Hagvöxtur myndi líklega skila sér fljótt, með atvinnuvegi samkeppnishæfa.
Það væru engin smá viðbrigði. Að ef kreppan væri þannig slegin af.
--------------------------
Rétt að árétta að, Þýskaland sjálft myndi græða á virðisfalli evruskulda. Ef við gerum ráð fyrir að Þýskaland, myndi ekki skipta skuldum sínum úr evrum. Heldur láta þær virðisfalla miðað við hinn nýja gjaldmiðil.
Sá gróði þá kemur á móti hugsanlegu tjóni, v. þess að skuldir annarra evruríkja verða minna virði á móti - en mörg þeirra skulda Þjóðverjum.
- Þó svo að Þýskaland tapi að einhverju leiti á óhagstæðara gengi.
- Þá á móti, græðir það á því, ef kreppan í S-Evr. er slegin af.
- En S-Evr. hefur verið sólgin í Þýskar vörur. Og það má reikna með því, að með efnahagslegum viðsnúningi. Aukist kaup S-Evr. búa aftur á þýsk framleiddum varningi.
Ég er því alls ekki á því að um augljóst "nettó" tap sé að ræða fyrir Þýskaland.
Ef horft er lengra fram, en allra fyrstu árin eftir umskiptin.
Að auki, ber að muna eftir hættunum sem því fylgir, að ef kreppan í S-Evr. heldur áfram að keyra niður þeirra lífskjör.
Þegar eins og kemur fram í grein Der Spiegel að ofan, eru 3 milljónir Spánverja. Háðir reglulegum matargjöfum frá Rauða-krossinum.
Ástandið er orðið það slæmt í Evrópu, að umfang hjálparstarfs hefur ekki verið meira. Tja, síðan allra fyrstu árin eftir Seinna Stríð. Þegar var gríðarlegur flóttamannavandi. Ríki Evrópu voru í rúst meira eða minna. Fólk á faraldsfæti milljónum saman.
- Svo steikt er ástandið orðið. Að það þarf að fara aftur á verstu hamfaraár Evrópu. Til að finna verra ástand. Og það fer enn versnandi.
- Þessu fylgir augljós hætta - - sem væri unnt með hraði. Að taka úr sambandi. Og í því felst örugglega gróði fyrir Þjóðverja. Sem ekki er unnt að setja í peninga. En er örugglega mikill.
Niðurstaða
Áhugaverður nýr flokkur. Það verður að koma í ljós síðar. Hvort hann velgir Kristilegum Demókrötum undir uggum. En óánægjan meðal þýskra hægri manna er klárlega vaxandi. Og þessi nýi flokkur ætlar sér að róa á þau mið. Bjóða upp á aðrar lausnir við þær hefðbundnu.
Þ.s. að baki honum stendur ráðsett fólk. Ekki einhverjir angurgapar með villt augnaráð. Þá er það ekki óhugsandi. Að hann nái að taka til sín fylgi frá hægri væng Þýskra stjórnmála.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar