Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Hvað ætli að geðsjúklingarnir í N-Kóreu séu að hugsa?

Hegðan N-Kóreu hefur líklega aldrei verið eins "undarleg" og í allra síðustu tíð. En það sem ég óttast er að N-Kórea standi frammi fyrir 3-kynslóðarvandanum. En þ.e. þekkt með fjölskyldufyrirtæki að 3-kynslóðin leggur það gjarnan í rúst. Sú sem aldrei hefur upplifað að þurfa að hafa fyrir lífinu.

Þannig séð má líkja N-Kóreu við fjölskyldufyrirtæki. 

Nú er einmitt 3-kynslóð Kimmana við völd.

Ungur maður, sem aldrei hefur þurft að kynnast erfiðleikum venjulegs lífs, verið alinn upp með þjóna allt í kringum sig allt sitt líf; gekk í dýran einkaskóla í Sviss. 

Sem er sérstaklega rekinn fyrir yfirstéttar snobblið. Sem vill ekki að börnin þeirra, séu í nokkrum tengslum við pöpulinn.

 

Verður 3-kynslóðin Kimmunum að falli?

Bilunin hefur náð nýju hámarki: North Korea says enters "state of war" against South

U.S. Pledges Further Show of Force in Korea

Stríðsástand á Kóreuskaga

Þetta kom fram í yfirlýsingu á laugardagskvöld, að ástands stríðs ríkti nú á milli Suður og Norður Kóreu.
En N-Kórea hefur formlega sagt upp vopnahléssamningnum sem í gildi hefur verið síðan vopnuðum átökum lauk og milli herja Sameinuðu Þjóðanna 1953 og Kína, með þátttöku N-Kóreu.

Að sjálfsögðu reikna sérfræðingar með því að þetta sé sýndarmennska að hálfu Kim Jong-un. 

Því annað væri "bilun."

En hvað ef Kim Jong-un er það veruleikabrenglaður?

------------------------------

Það er einmitt málið, að engin leið er að vita í raun og veru. Hversu góðum tengslum við veruleikann hann er.

En þarna hefur verið nú um áratugi fyrirkomulag þrælsótta, þ.s. yfirmenn eru reglulega hreinsaðir eins og var venjan hjá Stalín.

Þetta getur þítt, að enginn í reynd þori að segja Kim Jong-un nákvæmlega sannleikann.

Og að gerðir Kim Jong-un m.a. einkennist af skertri veruleikasýn!

En ég ítreka, að hann hefur alltaf verið einangraður inni í veruleika þjóna og vellystinga, tja sem má líkja við síðasta keisarann af Kína. Þó hann hafi verið í skóla í Sviss innan um snobb-börn forríks fólks annars staðar frá. Er erfitt að sjá að slíkt hafi líklega dugað til að koma honum í samband við það ástand sem raunverulega er fyrir hendi í N-Kóreu.

Sama tíma eins og tja, syni mafíósa. Hefur honum væntanlega verið innrætt þörfin fyrir að sýna engan ótta út á við. Þvert á móti, að nauðsynlegt sé að sannfæra heiminn um eigin mátt. 

Sérstaklega sem ungur leiðtogi, ný tekinn við. Örugglega verið kennt, að það þurfi ávallt að skipa þá sem eru honum hollir - hreinsa þá sem hollir voru fyrirrennaranum.

------------------------------

Þarna baki luktum dyrum er líklega enn til staðar valdabarátta, þ.s. Kim Jong-un er að leitast við, að skapa sér hollustu þeirra sem undir honum eru.

Mér sýnist hættan augljós á því, að hann meti aðstæður - rangt!

Hann starti stríðsátökum sem N-Kórea getur ekki mögulega unnið.

  • En þ.e. mjög hugsanlegt að hin eingangraða klíka inniberi aðila, sem ofmeta hættuna á því að S-Kórea og Bandaríkin séu líkleg til að ráðast á að fyrra bragði.
  • En Bandaríkin og S-Kórea eru með í gangi umfangsmiklar sameiginlegar heræfingar, ekki síst sem svar við - ögrandi tilburðum  Kim Jong-un síðan hann tók við völdum.
  • Sama tíma ofmeti þeir getu eigin herafla -- og útkoman geti verið. Herfileg mistök.


Ef kemur til stríðs augljóslega á N-kóreski herinn ekki nokkra möguleika!

Hann er fjölmennur. Á pappírnum yfir milljón. En hann samanstendur af hergögnum sem sum hver eru alla leið frá Seinna Stríði. Og síðan rússneskum og kínverskum hertólum sem yfirleitt eru ekki yngri en ca. 40 ára.

Þeir hafa einhverja eigin hergagnaframleiðslu. Hafa smíðað eigin endurbættar útgáfur eldri kínv. og rússn. skriðdreka. Og að auki bætt eitthvert hlutfall af sínum gamla búnaði tæknilega.

En samt sem áður er enginn vafi, að S-kóreski herinn tæknilega séð stendur N-kóreska hernum langtum framar.

Sennilega á S-kórea besta skriðdreka í heimi! :"Details of the composite armor of the Black Panther are classified. The frontal armor has been proven to be effective at defeating the 120 mm APFSDS round fired from the L55 gun."

  • Ath. að L55 byssan er sú sem K2 skriðdrekinn er búinn.
  • Svo hann getur ekki skotið á færi í gegnum eigin brynvörn.
  • Sem er frekar - magnað!

En það segir mér að afskaplega ólíklegt sé að N-kóreski herinn hafi nokkra byssu, sem geti skotið í gegnum þá brynvörn. 

Og hafandi í huga hann getur skotið 20 skotum per mínútu. Þó svo að "composite armour" sé þannig, að unnt sé að mylja sér smám saman leið í gegn með því að hitta trekk í trekk sama blettinn.

Þá væri það mjög ólíklegt að það gengi vel, meðan að sá S-kóreski væri að sprengja þá N-kóresku tja segjum 5-10 stykki per mínútu. Og hann væri örugglega ekki einn á ferð. Einnig á stöðugri hreyfingu.

-----------------------------

Þessir eru líklegir til að fara í gegnum N-kóreska herinn eins og þreskivél í gegnum hveitiakur.

 

Hvað gerðist þá ef stríð ætti sér stað, þ.e. N-Kórea hefur það?

Mig grunar að Kína sennilega láti það gott heita. Að S-Kórea leggi þá N-Kóreu undir sig. Þó líklega umberi Kína ekki að bandar. her sé til staðar á landi fyrrum N-Kóreu.

En S-Kórea til að friða Kína. Getur boðið að ekki sé til staðar S-kóreskur her í verulegum fjölda innan fyrrum N-Kóreu, eftir að landið hefur allt verið hernumið.

------------------------------

Meginvandinn væri líklega það hjálparstarf sem þyrfti að hrinda í verk.

En ástand íbúanna er líklega slíkt, að það þyrfti stórfellda alþjóðlega aðstoð.

Að auki er líklega nærri allt í landinu þ.e. innviðir. Ónýtir.

  • Yrði gríðarl. álag að byggja þetta land upp fyrir S-Kóreu.

Spurning hvort að heimurinn - taki ekki þátt í þessu?

------------------------------

Svo er það auðvitað það, að alla stjórnendur N-Kóreu, þyrfti að færa fyrir Alþjóðlega Mannréttindadómstól Sameinuðu Þjóðanna. Ég er að tala um þann sem nefndur er ICC "International Criminal Court."

Sem settur var á fót til höfuðs þeim sem fremja glæpi gagnvart mannkyni, hvaðan sem þeir eru.

Það væru líklega umfangsmestu réttarhöld sem haldin hafa verið, síðan Nurnberg réttarhöldunum frægu.

------------------------------

En með þessu myndi kvöl og pína N-kóresku þjóðarinnar taka enda.

En ég held að N-Kóre sé eins og eggskurn - þ.e. hörð að utan.

En mjúk að innan, þ.e. um leið og þrælsóttinn bili - þá gufi ríkið upp.

  • Það myndi ekki koma mér á óvart, eftir fyrstu orrusturnar. Þá muni heilu hersveitirnar gefast upp án bardaga.
  • En fyrst í stað mun óttinn við eigin yfirmenn og kommissara flokksins, reka hermennina áfram.

En um leið, og það verður klárt að herinn stendur frammi fyrir stórfelldum óförum. Þá grunar mig, að sá agi sem þrælsóttinn skapar. Bili.

Það verði harðar og mjög mannskæðar orrustur framan af!

En síðan verði hrunið mjög hratt - eftir það á N-kóreska ríkinu.

Stór svæði líklega verði tekin nánast án nokkurra bardaga, þegar á lýður.

------------------------------

Kjarnavopn? Líklega eiga N-kóreumenn ekki eiginlega kjarnaodda, þ.e. sprengjur sem unnt er að setja í t.d. eldflaugar. En það má vera að þeir geti komið sprengju fyrir á eigin landsvæði. Og hótað að sprengja hana. En þetta lið er örugglega nægilega bilað til að reyna e-h slíkt.

Það væri þá stærsta "hostage" mál sögunnar. En þ.e. samt ekki svo auðvelt að flytja sprengju á milli staða. En þær gefa frá sér geislun ef þær eru ekki fluttar í nægilega skýldum flutningagámi, til þess að þ.e. vel unnt að nema það úr t.d. flugvél sbr. njósnavél.

Og það væri standard að eyðileggja öll flutningatæki, sem sjást á vegum.  Svo mjög hratt myndi Kim glata frá sér þeim möguleika að færa slíka sprengju á milli staða.

  • Líklegasta staðsetningin væri sú eina herstöð þ.s. slíkar sprengjur þær sem til eru, væru varðveittar.
  • Það gæti orðið síðasta afdrep - Kim. Meðan landið allt væri að falla í kringum hann.
  • Ætli samningar endi ekki þannig - að hans eigið lið svíki hann. Afhendi án þess að sprengjan verði sprengd. Fái mútufé í staðinn.

 

 

Niðurstaða

Er stríð að hefjast? Ég hef ekki hugmynd um það. Og ég held að enginn "sérfræðingur" í reynd viti það. En ég held að a.m.k. sé hugsanlegt að svo sé.

N-kóreska valdaklíkan sé nú svo óútreiknanleg, að engin leið sé að vita þ.e. reikna hana út með fullvissu.

Þetta sé langsamlega hættulegasta ríki heims. Því fyrr sem það hrynur því betra. Jafnvel þó svo það kosti umlsverðar mannfórnir.

 

Kv.


Innistæðueigendur tapa öllu á Kýpur!

Ég er að tala um innistæður ofan við 100þ.€. Ekki þær sem eru innan við eða upp að 100.€. En skv. frétt Reuters er tap innistæðna umfram 100þ.€ mjög mikið. Mér sýnist að skv. lýsingu Reuters séu líklega innistæðueigendur að tapa öllu fé umfram 100þ.€ í tveim stærstu bönkum Kýpur.

Big depositors in Cyprus to lose far more than feared

"Under conditions expected to be announced on Saturday, depositors in Bank of Cyprus will get shares in the bank worth 37.5 percent of their deposits over 100,000 euros, the source told Reuters, while the rest of their deposits may never be paid back."

Þeir fá með öðrum orðum - ekkert greitt út af því fé sem er umfram 100þ.€.

En skv. frétt fá þeir hlutafé í endurreistum bönkum á Kýpur skv. skráðu virði þeirra bréfa, sem fræðilega væri 37,5% af andvirði þeirra innistæðna umfram 100þ.€.

Ég þarf vart að taka fram, að þessi bréf verða í reynd "sára lítils virði."

Svo við erum að tala um nærri því algert afhroð.

"The toughening of the terms will send a clear signal that the bailout means the end of Cyprus as a hub for offshore finance and could accelerate economic decline on the island and bring steeper job losses."

Mér finnst áhugavert hve ákveðnar stofnanir ESB og aðildarríki ESB virðast í því að tryggja það, að bankabissness Kýpverja - sé virkilega særður banvænu sári.

  • En það að sjálfsögðu þíðir gríðarlegt efnahagslegt afhroð!
  • En höfum í huga að Kýpur hefur ekki eins og við:
  1. Gjöful fiskimið.
  2. Orkuauðlindir sem veita störf.
  • Heldur eingöngu ferðamennsku. Sem við höfum að auki.

Þannig að efnahagsáfall þeirra verður líklegra hlutfallslega - dýpra.

Þetta er af hverju ég held að Kýpur sé mjög líkleg til að enda í ástandi greiðsluþrots, því við skuldastöðu 150% sem er ca. núverandi ástand, þá þíðir 25% hagkerfishrun - sem er varlega áætlað og verður örugglega verra en það; að skuldirnar fara þá í 225%. Án þess að gera ráð fyrir kostnaði t.d. v. samfélagsvanda sem kreppan mun valda, viðskiptahalla og halla á ríkinu.

  • Þarna er þó gasauðlind innan efnahagslögsögu - en sem ekki er enn farið að vinna.
  • Og til þess að nýta hana, þarf að semja um sameiginlega nýtingu við Kýpur Tyrki.
  • Sem líklega þíðir, að fyrst þarf að ljúka friðarsamkomulagi á eynni.

Sem þíðir það, að mörg ár geta enn liðið, áður en unnt verður að fara í það verk, að hefja vinnslu.

Þó líklega nú, eftir hrun bankabissnessins, þá hafi grískumælandi Kýpurbúar mjög öfluga hvatningu, til að leysa þau mál eins skjótt og mögulegt er.

Sem væru þá - jákvæð hliðaráhrif kreppunnar.

----------------------------------------

En þarna á milli og þess ástand sem ríkir nú - blasir við að Kýpur kemst vart hjá því, að lenda mjög djúpt í því. Dýpra að líkindum en við Íslendingar.

Mér sýnist blasa við að þarna verður verulega verri kreppa en á Grikklandi. Eins slæmt og ástand Grikklands hefur verið. Þá bendi ég á að Grikkir hafa tvisvar nú fengið afskrift skulda að hluta.

Og án þess að Kýpur fái það sama, sé ég enga eða nær enga möguleika Kýpur að forðast greiðsluþrot.

 

Áhugaverðar ábendingar Krugman!

Bendi á áhugaverða grein Krugman: Pessimal Currency Area Theory

Hann bendir alveg réttilega á, að Kýpur er nú búin að tapa öllum meintum kostum þess að tilheyra sameinuðu gjaldmiðlasvæði. Sé við það að lenda í hyldýpiskreppu, og samtímis með alltof mikinn launakostnað - sé því ósamkeppnisfært t.d. við Grikkland, þegar kemur að ferðaþjónustu.

Þeirra ástand sé því versta mögulega útkoma þ.s. hann kallar "Pessimal Currency Area."

Svo er þarna áhugaverð ábending frá honum, að Evrópa sé að standa sig lakar í þessari kreppu en í heimskreppunni á 4. áratugnum: Europe’s Second Depression: A Correction

---------------------------------

Það er verðugur punktur að íhuga, sem Krugman bendir einnig á blogginu sínu, að Kýpur er eiginlega mjög vel statt, til þess að skipta um gjaldmiðil.

  1. Þegar með höft.
  2. Þegar með mjög strangar reglur um hvað hver og einn má draga sér af fé út úr bönkunum.
  3. Þeir þyrftu þó að vera lokaðir rétt á meðan skiptin eiga sér stað, t.d. yfir helgi. En þá strax gætu stjv. heimilað rafrænar færslur t.d. í gegnum debit kort. Seðlar væru að sjálfsögðu ekki til staðar strax.
  4. Þó fræðilega væri unnt að prenta fljótlega lággæða seðla í takmörkuðu magni, til að tryggja einhverja seðla í umferð, meðan verið er að undirbúa prentun framtíðar gjaldmiðilsins.

En rétt er að árétta, að mjög ólíklegt er hvort sem er, að höftin á eynni verði tekin af í nokkurri nálægri framtíð. 

Það virðist vera að hver seðlabanki starfandi innan evru hafi tiltekið prentvald en þó skv. heimild höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu, seðlar prentaðir í hverju landi fá auðkenni einn bókstaf í númeri seðils sbr. "serial number"; sem gerir að verkum að almenningur í Evrópu veit hvaðan útgefnir evruseðlar eru.

Fyrir bragðið er ekki ólíklegt að kýpv. evrur séu þegar farnar að gengisfalla, þannig að þær verði ekki teknar jafngildar ef og þegar þær eru í umferð á meginlandi Evrópu. Og eftir sem frá lýður væri slíkt ástand líklegt að ágerast frekar.

þannig að meira að segja sú fullyrðing að evran sé vörn gegn gengisfalli á Kýpur, getur bilað smám saman á næstu vikum og mánuðum. En þó munu stjv. ekki getað prentað fé til að mæta útstreymi - svo smám saman hlýtur fé í umferð dragast saman. Nema að Seðlabanki Evrópu veiti ótakmarkaðar heimildir til stuðnings við bankana á Kýpur. Sem hann hefur hingað til ekki viljað gera.

 

Niðurstaða

Ég held reyndar varðandi tryggingar innistæðna á Kýpur. Að það muni í ljós koma, að meira að segja innistæður upp að 100þ.€ séu ekki fulltryggðar. Slíkt verður þó örugglega ekki viðurkennt alveg á næstunni. Heldur, verði það frekar þannig að takmarkanir við úttekt verði ekki afnumdar á næstu vikum, eins og nú er talað um.

En nú þegar klárt er að innistæður umfram 100þ.€ eru eiginlega fullkomlega glataðar í tveim stærstu bönkum Kýpur. Hlýtur hver sá sem á innistæður umfram 100þ.€. Í bankastofnun á Kýpur sem enn er uppistandandi. Að leita sér allra leiða til að koma því fé þaðan.

Að auki, sú útkoma er einnig mjög sannfærandi rök gegn því fyrir nokkurn sem á fé í þriðja landi, að koma með það til Kýpur. Þannig að þau meginþjónustuviðskipti sem þeirra bankar stunduðu, eru þá algerlega fyrir bý. Erfitt að sjá hvað þeir bankar geta gert í staðinn. En klárt þarf Kýpur þá ekki bankakerfi sem er margfalt umfang hagkerfis Kýpur. Það kerfi hlýtur þá að skreppa mikið saman, mun meir en nemur þeirri smækkun að umfangi sem nú er verið að framkvæma.

 

Kv.


Hugsanlegt tilboð Framsóknar til flokka aðildarsinna!

Eins og fram hefur komið í fréttum virðist könnun Félagsvísindastofnunar staðfesta að Framsóknarflokkurinn virkilega hefur mesta fylgi allra flokka þessa stundina.

Framsókn með 28,5%

Samkvæmt þessum fylgistölum verð ég að taka undir með Agli Helga, að a.m.k. nær ómögulegt verður að ganga framhjá Framsóknarflokknum.

En miðað við þetta ástand ef við gerum ráð fyrir að þetta sé í líkingu við kosninganiðurstöðu, þá er Bjarni Ben búinn að vera. Honum verður sparkað annaðhvort á landsfundi snemma á nk. ári eða líklegar jafnvel fyrr á aukalandsfundi t.d. í júlí eða ágúst. En að auki, yrði honum líklega ekki heldur vært sem þingmanni, getur setið út kjörtímabilið. En myndi örugglega falla af þingi eftir það þ.e. ekki komast í gegnum prófkjör. Svo hjá BB er þetta barátta fyrir sínu persónulega pólitíska lífi.

Vandi BB verður að taka flokkinn með sé, ef BB ætlar að gera tilraun til að semja sjálfur við "vinstriflokkana."

Að auki, þó hann næði að taka nægilega marga með sér, væri líklegt að óánægjan væri slík eins og var hjá VG á sl. kjörtímabili, að menn líklega myndu heltast úr lestinni.

Meirihlutinn gæti jafnvel fallið á kjörtímabilinu.

Eða vinstriflokkarnir geta gert samkomulag við Framsóknarflokkurinn, sem mun standa þéttur að baki og stjórnin hefði traustan meirihluta út kjörtímabilið, tryggðan.

Málið er að ég lít svo á að meðan BB er enn formaður, sé Sjálfst.fl. í reynd ekki stjórntækur.

Rétt að árétta einnig, að eftir þessar kosningar mun Sjálfst.fl. loga stafna á milli af deilum, þangað til að flokkurinn hefur losað sig við BB og aðra þingmenn sem tengjast spillingarmálum fyrri ára.

Svo rétt sé að láta reyna fyrst á ríkisstjórn með vinstriflokkunum.

Það eru 3-tiltölulega jafnsterkar fylkingar:

  1. Framsóknarflokkur 28,5%
  2. Sjálfstæðisflokkur 26,1.
  3. Tvíburaflokkurinn 24,2%.

Ég sé ekki ástæðu til þess að gera annað en að líta á Samfó + BF sem einn arm.

Fræðilega eru 3 meirihlutar mögulegir.

 

Hugsanlegt tilboð!

Framsóknarflokkurinn skv. ályktun Landsfundar getur ekki sætt sig við það, að aðildarviðræður séu settar aftur í fullan gang.

Nema að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla þ.s. vilji þjóðarinnar til þess að halda áfram þeim viðræðum verði leiddur fram.

  • I. Er þá það að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • II. Væri að halda hana ekki - hvernig væru mál þá?
  1. Þá er engar ákvarðanir unnt að taka, en embættismenn geta enn skipst á upplýsingum. Fínpússað þ.s. þeir voru þegar að vinna að skv. fyrri stjórnvaldsákvörðunum.
  2. Þá er ekki unnt að opna neina nýja kafla á meðan. Einungis unnt að klára vinnu við þá sem þegar eru opnir. Viðræður þannig að mestu í bið út kjörtímabilið. 
  3. Þá væri það ákvörðun þeirra sem taka við eftir kosningarnar 2017 að halda áfram aftur. Það gæti verið kosningamál fyrir þær kosningar.
  • Ríkisstjórnin myndi snúast um þá efnahagslegu endurreisn sem þarf að framkvæma, lausn mála tengd höftum o.s.frv..
  • Það þíðir einnig, ríkisstjórnin taki yfir kosningaloforðapakka Framsóknarflokksins án þess að nokkru atriði sé sleppt, og hrindi honum í verk.
  • En Framsókn hefur þá langtímastefnu að standa við gefin loforð.
  • Framsókn fær Forsætisráðherra, og fleiri ráðuneyti en nokkur annar flokkur í ríkisstj.

Neita því ekki að þetta eru afarkostir--------------------------------------------------------------------

Að kjósa frekar að leita hófana með BB væri áhættusamara!

Óvíst er að BB geti tekið alla þingmenn flokksins með sér. Meirihlutinn gæti því verið "tæpur."

Að auki, myndi eins og var með VG á sl. kjörtímabili, Sjálfstæðisfl. við þessar aðstæður loga nánast statt og stöðugt stafna á milli af deilum.

Líkur eru á að fleiri þingmenn heltist úr lest, þegar líður á kjörtímabil.

Erfiðleikar við að koma málum í gegn, eru líklegir að koma fram - eftir því sem staða BB veikist frekar, og hann missir í auknum mæli agavald yfir eigin þingflokki.

Smám saman yrði stjórnin jafn lömuð og sú stjórn sem er að fara frá. Myndi líklega falla áður en kjörtímabili er lokið.

----------------------------------

Á pappírnum getur það verið, vegna þess að BB er líklega fullur örvæntingar yfir eigin pólit. framtíð.

Að BB sé til í að veita "Tvíburunum" hagstæðara samkomulag, en þeir líklega fá frá Framsókn.

T.d. að aðildarmálið fari af stað á ný úr hægagangi án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó það væri svik við Landsfundarályktun.

BB fengi líklega að vera forsætisráðherra góðfúslega af hálfu "Tvíburanna." BB myndi leitast við að vinna þingmenn til fylgis út á, að fá líklega margvísleg önnur stefnumál Sjálfst.fl. inn - sem verið getur að flokkurinn nái ekki inn í samningum v. Framsókn.

En staða Sjálfst.fl. er augljóslega veik nú í samhengi því að ræða við Framsókn um stjórnarmyndun. 

En hann yrði þá eins og Jóhanna, forsætisráðherra stjórnar sem nær engu kemur fram - gagnast ekki.

Og að auki, þ.s. ef e-h er óánægjan væri enn meiri innan Sjálfst.fl. en VG við sömu aðstæður, hugsa ég að það séu minni líkur á að hún myndi klára kjörtímabilið.

Og þegar stjórnin félli, og Framsókn myndi heimta kosningar strax og líklega fá þeirri kröfu fullnægt; myndi Sjálfst.fl. jafnvel fara langt niður fyrir 20% í fylgi.

  • Líklega myndi koma fram til höfuðs Sjálfstæðisfl. nýr hægri flokkur! 
  • Eins og BF var mynduð til höfuðs Samfylkingu! 

Niðurstaða þess væri endanlegt afhroð Sjálfstæðisflokksins, líklega.

Björt Framtíð, myndi heyra sögunni til.

Einhver annar vinstriflokkur myndi upp rísa í stað Samfylkingar, reynd í stað þeirra beggja.

Ekki víst að það væri aðildarsinnaður flokkur!

En þetta gæti verið endanlegt afhroð - aðildarsinna.

  • Í samanburði - virðist mér tilboð Framsóknar, ef það væri líkt því ofangreinda, í reynd betra!

 

Niðurstaða

Framsóknarflokkurinn virðist vera framtíðarflokkur Íslands. Svo fremi sem hann fremji engin stórfelld axarsköft nú í kosningabaráttunni. Stefnir í að hann verði stærsti flokkur landsins. Sem er alveg ný staða í ísl. stjórnmálum.

Það eru 3-mögulegir meirihlutar miðað við núverandi fylgisstöðu flokka. Ég held að íllskárra sé fyrir Framsóknarfl. að leita samninga við flokka aðildarsinna. Vegna þess, að í Sjálfst.fl. er vart enn starfhæfur í ríkisstjórn að mínu mati.

Sá þarf að skipta um formann, og klára sína endurnýjun eftir hrunið, og innri hreinsun. Að auki er líklegt að innan hans muni allt loga af ílldeilum í kjölfar kosninga. Við taki tímabil innri skoðunar sambærileg þeirri sem Framsóknarflokkurinn gekk í gegnum undanfarin ár.

Sem þíðir ekki að ekki eigi endilega að ræða við Sjálfstæðisflokk. Sem valkost 2 og láta þær viðræður vera í gangi nokkurn veginn samtímis. 

----------------------------------

Framsókn á auðvitað að sætta sig ekki við minna, en kosningaloforð flokksins fari inn í stjórnarsáttmála.

Þá öll þau loforð.

Að auki á ekkert minna en það, að annað af tvennu verði aðildarmálið í "frystingu" til loka kjörtímabils, eða að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald þess. 

Þetta séu lágmarksstaða - sem ekki komi til greina að víkja frá! Með öðrum orðum - "take it or leave it."

Með þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn verður í - verður hann í aðstöðu til að setja sitt mark á innlend stjórnmál.

----------------------------------

Ef hinir flokkarnir, voga sér að mynda meirihluta án Framsóknar. Í skjön við úrslit kosninga.

Þá verður það verst fyrir þá sjálfa. Því þá þurfa þeir að glíma við eitilharða andstöðu reiðrar Framsóknar, á sama tíma og deilur innan stjórnar munu lama hana innanfrá eins og var með stjórn VG og Samfó það kjörtímabil sem er að klárast.

Slík stjórn yrði jarðaför þeirra flokka sem tækju þátt í henni.

Og Framsóknarflokkurinn yrði þá yfirgnæfandi sterkur, sem Sjálfstæðisflokkurinn stundum hefur verið þegar mestur völlur á honum hefur verið í fortíðinni.

Líklega einnig - jarðaför aðildarmálsins sem pólitískrar stefnu hérlendis.

 

Kv.


Kýpurbúar munu ekki geta keypt af erlendum netverslunum!

Það hafa verið að koma upplýsingar um hverskonar takmarkanir munu felast í höftum á flæði peninga út úr Kýpur. Óneitanlega mjög sérstakt að evrusvæði virðist hafa ákveðið að umbera að slíkt fyrirkomulag sé sett á fót í aðildarlandi evru. Þó það augljóst stríði gegn reglum svokallaðs 4-frelsis. Og um sjálft gjaldmiðilssamstarfið um gjaldmiðilinn evru.

Cyprus Braces for Bank Openings

Cyprus to limit cash, credit-card use abroad

Cyprus unveils severe capital controls

  • Ef út í það er farið - hlýtur eiginlega að vera unnt að kæra höftin t.d. til Evrópudómstólsins.
  • En til þess að geta kært, þarf viðkomandi að lenda í því persónulega, að höftin bitni á viðkomandi. En það ætti að vera nóg framboð af slíku fólki!
  • En það getur verið mjög forvitnilegt að vita, hver eru mörk svokallaðs "neyðarréttar" - vs. þær reglur sem í gildi eru.

Lýsing á höftunum:

  1. "depositors will be limited to credit card transactions of up to €5,000 per month..."
  2. "...and will be able take a maximum of €3,000 of bank notes out of the country per trip."
  3. "As part of the new curbs, Cyprus will not allow any cheques to be cashed..."
  4. "Cypriot importers will be allowed to pay for goods only after showing supporting documents,..."
  5. "Cypriot students studying abroad will be able to receive only up to €10,000 a term, and only if the money is transferred by their immediate family."
  6. "(controls) will suspend electronic transactions from Cyprus to foreign countries, according to officials who described the decree to The Wall Street Journal. Such controls would prohibit anything from bank transfers to online shopping."
  7. "The measures will be in place for a week starting Thursday, according to the decree. That timeline will be revisited weekly to account for the latest deposit flight, according to one Cypriot official, who indicated that the controls could last well into the future."

Samkvæmt þessu:

  1. 797.000 kr. skv. núverandi gengi evru gagnvart krónu, er heimild hvers korthafa per mánuð.
  2. 478.200 kr. er þá sú upphæð sem heimilt er að taka með sér í farareyri til útlanda.
  3. 1.594.000 kr. er sú upphæð sem námsmaður má fá sendan til sín per misseri.

 

Mér finnst þetta merkilega rúmar heimildir!
  • Ekki síst vegna þess, að ef eins og útlit er fyrir að innstreymi fjármagns í tengslum við bankakerfið mun alfarið hætta.
  • Þá er ekki um mjög grösugan garð að ræða, hvað aðrar gjaldeyristekjur varðar.
  • Þ.e. fyrst og fremst, ferðamennska að öðru leiti.
  1. Ekki eins og á Íslandi - - að einnig er til staðar gjöful gjaldeyrisskapandi auðlind; fiskveiðar. Ekki má heldur gleyma orkufrekum iðnaði.
  2. Að auki er Kýpur allt í einu orðið töluvert skuldugra gagnvart útlöndum en Ísland.
  • Þannig að mér myndi ekki koma á óvart, að þegar heimildirnar verða endurskoðaðar, verði þær fljótlega - þrengdar.
  • En skv. fréttum, þarf að endurnýja þær vikulega.
  • Og þá er væntanlega í hvert sinn, tækifæri að endurskoða.

 

Síðan varð peningaleki á Kýpur!

Money fled Cyprus as president fumbled bailout

Cypriot Parliament Investigating Capital Flight

  1. "No one knows exactly how much money has left Cyprus' banks, or where it has gone.
  2. "The two banks at the center of the crisis - Cyprus Popular Bank, also known as Laiki, and Bank of Cyprus - have units in London which remained open throughout the week and placed no limits on withdrawals. "
  3. "Bank of Cyprus also owns 80 percent of Russia's Uniastrum Bank, which put no restrictions on withdrawals in Russia. Russians were among Cypriot banks' largest depositors."

Samkvæmt þessu virðist hafa verið mögulegt fyrir aðila í Bretlandi og Rússlandi, að taka út peningana sína - liðlanga sl. viku.

Þegar bankarnir voru harðlega lokaðir á sama tíma á eyjunni Kýpur.

---------------------------------

Þetta er áhugavert einnig vegna þess - - að ef verulegt fjármagn fór þessa dagana í gegnum þessar 3-gáttir?

Þá verður minna til skiptanna, þegar kemur að því að redda greiðslum til þeirra innistæðueigenda, sem skv. reglum ESB um innistæðutryggingar; eiga að fá tryggt lágmark að upphæð 100þ.€.

  • Ef það kemur í ljós að ekki er mögulegt að tryggja greiðslur lágmarkstryggingar - nema að hluta.
  • Þá getur það framkallað - ótta innistæðueigenda t.d. á Möltu, sem einnig hefur risabankakerfi miðað við eigið hagkerfi eða a.m.k. 7 þjóðarframleiðslur að umfangi.
  • Maður getur séð Maltverja og erlenda aðila sem eiga fé þar, verða hrædda - og það hefjist áhlaup á bankana þar.
  • Og Malta verði snögg-gjaldþrota, með svipuðum hætti og nú Kýpur!

Svo ef á Möltu einnig myndi koma í ljós, að lágmarksinnistæður eru í reynd ekki tryggðar - - gæti óttinn breiðst víðar út.

Svo er áhugaverð umfjöllun - Small states reject Cyprus comparisons

Þar er bent á Lettland, þó svo það hafi ekki risabankakerfi þá sé mjög hátt hlutfall innistæðna erlendar sbr.  - "Almost half of its total deposits – Lat6.1bn out of Lat12.5bn at the end of 2012 – came from non-residents." - Sem er mjög hátt hlutfall!

Talið líklegast að séu rússneskar innistæður fyrst og fremst, umfang bankakerfis ca. 130%.

Þó þetta sé ekki evruland ennþá - væri snöggur flótti þessara innistæðna verulegt efnahagsáfall. Gæti reynst erfitt að verja bankakerfið falli.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun haftanna sem hafa verið sett á Kýpur. Mér virðist bersýnilegt að þau verði fljótlega hert frekar. Því skuldastaða Kýpur er verri en Íslands, samtímis því að gjaldeyristekjustaða virðist óhagstæðari. Sem gefur til kynna, að líklega er verið að stilla höftin á Kýpur of rúmt fyrstu dagana.

Svo er hangandi spurning um það, hve mikið af fjármagni raunverulega flúði frá Kýpur í sl. viku?

En því meir sem flúði, því minna verður mögulegt að greiða út til þeirra innistæðueigenda, sem skv. reglum ESB eiga rétt á lágmarkstryggingu.

Ef í ljós kemur að lágmarksinnistæður voru í reynd ekki nægilega tryggðar - getur það skapað spurningar í augum innistæðueigenda í flr. löndum, þ.s. bankakerfi eru annaðhvort mjög útbólgin, eða viðkomandi lönd eru þegar í erfiðleikum; jafnvel að hvort tveggja á við samtímis.


Kv.


Gríðarlegt hagkerfistjón er að verða á Kýpur!

Þarna er um að ræða tjón sem meira að segja Ísland varð ekki fyrir. En ég bendi á þá staðreynd. Að þó peningarnir sem aðilar áttu á reikningum á innlendum bankareikningum hafi minnkað að virði ca. um helming við gengislækkunina.

Kemur annað á móti, að það kom ekki sú stund að þeir reikningar væru ekki opnir

Með öðrum orðum, að fyrirtæki - almenningur - fjárfestar. Hefðu ekki aðgang að því fé sem þeir áttu á venjulegum bankareikningum hér innanlands.

Um tíma voru sum sparnaðarreikningaform fryst - þ.s. þau voru utan við tryggingu. Og nokkuð var um það að fé tapaðist af slíkum reikningum.

------------------------------

  1. En þ.s. er í gangi á Kýpur er, að bankareikningar almennings sem og fyrirtækja hafa verið lokaðir síðan 16/3. sl. Eða 10 daga nú.
  2. Að auki stendur ekki til að opna þá fyrr en á fimmtudag nk., á meðan hafa einungis verið opnir "hraðbankar" þaðan sem unnt hefur verið að sækja sér ýmist 100€ eða 120€ í hvert sinn.
  3. Síðan eftir að þeir opna, stendur til að úttektarheimildir verði áfram - mjög takmarkaðar. Forseti landsins talar um, einungis nokkrar vikur til viðbótar. En hver veit, hve lengi það ástand raunverulega varir. 
  4. Ekki síst er ákaflega líklegt að mikið fé sé varanlega glatað - - því mikið fé er á reikningum sem eru umfram lögbundið lágmark. En hérlendis var ekkert hámark á tryggingu stjórnvalda!
  5. Ekki síst, höft verða á hreyfingum fjármagns til annarra evrulanda!

Fyrstu 4. atriðin eru þættir sem ísl. fyrirtæki lentu aldrei í. Sem almenningur á Íslandi lenti ekki í.

Þessir þættir eru mjög skaðlegir fyrir kýpverska hagkerfið!

Damage ripples through Cypriot economy

A Letter from Cyprus: Economy Shutting Down, Going CASH ONLY!

In Cypriot Town, Russians on Edge

Cyprus Bailout Deal Sets Stage For a Bigger Eurozone Blowup

Why even with the new deal, Cyprus could still default and leave the euro

 

Málið er að vegna þessa, getur hagkerfistjón á Kýpur orðið meira en á Íslandi!

Svartsýnustu hagfræðingar eru þegar að spá 25% samdrætti. En mig grunar að samdráttur geti orðið verri en 25%.

En miðað við 25% samdrátt munu skuldir landsins hækka að 50% af hundraði, þegar hagkerfið minnkar um fjórðung eðlilega verður helmings stækkun skuldanna. Sem þíðir án þess að gera ráð fyrir hallarekstri eða nokkru öðru.

Að skuldastaða upp á 150% yrði að 225%.

"”even in the best-case scenario, where the Cypriot parliament passes and implements measures that the euro area governments of the European Union, European Central Bank and International Monetary Fund (collectively known as the Troika) find acceptable, the sovereign will remain at risk of default and exit from the euro area for a prolonged period.”"

Ég er gersamlega sammála starfsmanni Moody's. Reyndar held ég að án þess að skuldir væru lækkaðar, sé erfitt að sjá annað en að Kýpur hrekist út úr evrunni.

"These factors make it unclear from where future growth will come, thereby undermining economic strength and increasing the sovereign’s vulnerability to shocks. At some point, the exploitation of offshore gas fields is likely to make a meaningful contribution to growth, but this is unlikely to materialise over the next two to three years. Meanwhile, Cyprus has limited options for fiscal consolidation and debt reduction. Even with a bailout from the Troika, there will still be a high risk of sovereign default until growth prospects improve."

Hann bendir á að þjónustuiðnaðurinn á Kýpur hafi verið meginhagvaxtargjafinn undanfarin ár, og nú þegar þær greinar lamast og líklega verða fyrir miklu tjóni. 

Sé erfitt að sjá hvaðan hagvöxtur á að geta komið - a.m.k. þangað til að gasið fari að streyma. En það sé ekki að gerast á allra næstu árum.

Á meðan verði mjög erfitt fyrir Kýpur að halda sér frá greiðsluþroti.

Síðan bendi ég á skemmtilega setningu frá Lee Bucheit, sem við könnumst við:

""The one lesson that you can take from the Cypriot experience is: The race goes to the swift," Lee Buchheit, partner at Cleary Gottlieb Steen & Hamilton and sovereign debt restructuring expert, told The Daily Ticker. "And if you get out of Dodge early, you are completely protected. If you stay, and in effect trust the politicians, they not only come after [your money], they lock it up.""

Hann bendir á að aðferðin á Kýpur þ.s. innistæðueigendur voru skornir við trog, sem og eigendur skulda bankanna og ekki síst hlutafjár-eigendur.

Muni geta þá aðila mjög "jumpy" næst þegar alvarleg krísa skellur á í evrulandi. T.d. Spáni.

Aukið verulega líkur á framtíðar-bankaáhlaupum.

  • Áhuga vekur að embættismenn í Brussel ganga nú hver fram eftir öðrum, og staðhæfa að Kýpur sé einstakt tilvik!
  • En hver trúir slíkum yfirlýsingum? 

--------------------------------------

Því lengur sem miklar skerðingar að aðgangi að reikningum, munu standa yfir á Kýpur.

Því meir mun tjónið magnast - þróunin yfir í "cash only" hagkerfi mun þá halda áfram.

Forseti landsins talar um - nokkrar vikur til viðbótar. Eftir að bankarnir opna, að smám saman verði takmörkunum lyft.

En það gerir ráð fyrir að ástandið róist smám saman - traust komist á.

En það finnst mér ástæða til að draga stórfellt í efa!

En sjálft tjónið sem hagkerfið er að verða fyrir - - mun grafa mjög undan trausti á getu stjórnvalda til að ráða fram úr málum.

Og beinlínis einnig þar með, grafa úr trausti á getu þeirra til þess að endurreisa þá grunnþjónustu sem þarf að vera til staðar.

  • Það er hið mikla vantraust - sem verður mjög erfitt að glíma við.
  • Ekki síst að augljóst verður öllum hve tæp staða ríkisins er.
  • Það verður með engum hætti unnt að dylja það!

 
Niðurstaða

Þegar hér er komið við sögu eru bankarnir á Kýpur enn lokaðir. Og þannig séð ekki einu sinni unnt að fullyrða, að þeir raunverulega eigi nokkru sinni eftir að opna að nýju. En ef þeir verða opnaðir á fimmtudag. Með allt niðurnjörvað þ.e. strangar úttektartakmarkanir + höft á flutninga á fjármagni út fyrir landið. Þá er algerlega ljóst - - að hagkerfið verður statt í frjálsu falli.

Hve langt það á eftir að falla - er engin leið að vita á þessari stundu.

En mikið verður það fall. Örugglega meira en 10% þetta ár eins og sumir spá, og örugglega ekki minna en 25% yfir nokkur ár eins og einn spáir. 

Getur vel verið hagkerfið eigi eftir að falla 25% á einu ári þ.e. frá ca. nú til ca. sama tíma næsta ár. Og jafnvel það getur verið vanmat.

Það verður líklega nett kraftaverk ef Kýpur tekst að halda sér innan evrunnar.

 

Kv.


Kýpur kreppan getur haft verulegar afleiðingar fyrir önnur aðildarlönd evru með alltof stór bankakerfi!

Það er í reynd magnað hve umfangsmikil bankakerfi Evrópu eru orðin. Takið eftir myndinni að neðan, já bankakerfi Lúxembúrg er 22-föld þjóðarframleiðsla þess litla lands. Næst á eftir kemur Malta, einnig eyja í Miðjarðarhafi eins og Kýpur. Og er með bankakerfi ca. 9 þjóðarframleiðslur að umfangi. Svo kemur Írland. Með um 7,5 þjóðarframleiðslur að umfangi. Kýpur um 7 skv. þessari framsetningu.

Getum bætt Íslandi við í huganum, 10 þjóðarframleiðslur að umfangi fyrir hrun.

Holland og Frakkland með bankakerfi upp á rúmar 4 þjóðarframleiðslur. Meðaltal evrusvæðis alls ca 3,5 þjóðarframleiðslur.

Bank assets as multiple gdp

Að ýmsu leiti er meðferð kröfuhafa sambærileg við meðferð þá er kröfuhafar ísl. bankanna fengu, þ.e. leitast er við að tryggja innistæður - þeir eru teknir fram fyrir röð kröfuhafa.

En einungis innistæður upp að 100þ.€.

Ótryggðar innistæður falla milli stafs og hurðar, hlutafé er í reynd afskrifað og megnið af öðrum kröfum sennilega líka.

En spurningin verður - hvernig mun ganga að greiða út lágmarksinnistæðurnar?

  1. Á Kýpur er ríkið bersýnilega krunk, ekki fært um að greiða, eins og átti við um okkur í Icesave málinu.
  2. Það sama virðist eiga við um innistæðutryggingasjóð Kýpur, að eins og TIF er hann einnig tómur.
  • Svo að lágmarkið þarf að greiða í reynd með sölu eigna bankanna!

Það verður því merkilegt að fylgjast með á næstunni!

Hvernig almenningur bregst við því, þegar kemur í ljós á næstu dögum.

Að innistæðurnar fást ekki greiddar, þ.e. í gildi mjög stíf regla um hvað stóra upphæð má taka út.

Og verður áfram.

Og að höftin sem verða í gildi, þíða að hagkerfið mun í reynd hrynja saman þ.s. starfsemi annarra banka á eyjunni, verður lömuð einnig að mestu leiti.

Þeir munu ekki geta sinnt því hlutverki, að vera hagstæður tímabundinn varðveislustaður fyrir fé utanaðkomandi aðila.

Peningarnir munu hætta að streyma inn!

Sem þíðir, eins og á við um Ísland. Þegar hrunið átti sér stað, að hagkerfið mun falla fram af bjargbrún.

----------------------------------------

  • Það sem einnig verður áhugavert, eru viðbrögð innistæðueigenda t.d. á Möltu.
  • Síðan jafnvel Frakklandi, sem er nú statt í kreppu mjög augljóslega af skoðun hagtalna.

Það er samhengið - kreppa.

Of stórir bankar.

Skuldsetning viðkomandi lands.

Sem mun fá innistæðueigendur til að hugsa sinn gang, í ljósi ástandsins á Kýpur.

 

Svo ekki síst - við vitum að ef Ísland hefði verið í evru, hvað hefði gerst?

  1. Á Kýpur eru komin höft. Eins og hér.
  2. Og á Kýpur er komin nett snjóhengja. Í formi innistæðna sem skal tryggja, og skal því greiða út + það fé sem enn er í bönkum öðrum en þeim tveim stærstu, sem telst til ótryggrða innistæðna.
  3. En með tóman innistæðusjóð, einnig galtóman ríkissjóð, eru innlendar innistæður Kýpverja nú í sömu sporum og innistæðurnar á Icesave reikningum Landsbanka hafa verið í; að fá ekki greitt fyrr en eignir hafa verið seldar.
  • Þá er það einnig spurning - verður það allt?
  • Eða hlutfall af lágmarkskröfunni sem fæst greitt því eignir þrotabúsins séu ekki meira virði?
  • Hvaða rétt hafa einstaklingar sem ekki fá allt lágmarkið greitt? Munu þeir fá rétt til að gera kröfur í eignir ríkisins? Ímsar áhugaverðar spurningar vakna!
  • Á Íslandi var unnt að tryggja innlendar innistæður væru þegar aðgengilegar, því Ísland hefur eigin gjaldmiðil. En á Kýpur, er það ekki hægt því ríkið á Kýpur getur ekki útvegað nægilegt magn af evrum - sem það má ekki búa til sjálft.

Spurning hvenær það reyndar verður?

Hvernig það ástand þróast, líkleg mótmæli almennings - þegar almenningur fær ekki peningana sína? Hver áhrif hefur það ástand út fyrir Kýpur?

Innan annarra landa í Evrópu þ.s. bankar eru alltof stórir.

 

Niðurstaða

Ég held að full ástæða verði til að halda áfram að fylgjast með Kýpur. Síðan er það spurning hvort að Malta lendi í vanda vegna óttaástands innistæðueigenda sem getur skapast. Enda Malta sjá myndina að ofan bersýnilega einnig með alltof stórt bankakerfi. Og örugglega er það bankakerfi að spila svipaða leiki að vera aflandþjónustumiðstöð fyrir fé utanaðkomandi aðila. Veiti á móti hagstæða þjónustu ásamt hagstæðu skattaumhverfi, og góða vexti. Þetta virðist vera formúla aflandsþjónustumiðstöðva. 

Síðan er Frakkland áhugavert. En Frakkland er í kreppu. Sem fer versnandi. Einnig með of stórt bankakerfi.

Dramað á Kýpur mun örugglega halda áfram, en almenningur bersýnilega mun ekki fá peningana sína á morgun eða hinn, eða á næstu vikum. Það tók a.m.k. 3 ár áðu en greiðslur hófust á peningunum úr þrotabúi Landsbanka Hf. En þ.e. kröfulýsingarfrestur. Svo þarf að skera úr um vafamál þ.e. hver á rétt á að leggja fram kröfu. Svo loks er unnt að hefja sölu eigna.

------------------------------------

Ps: Kýpversku bankarnir verða lokaðir a.m.k. fram á fimmtudag nk. Skv. frétt Reuters. Greinilegt að stjv. Kýpur óttast það ástand sem mun ríkja þegar og ef bankarnir sem enn starfa á Kýpur opna.

Cyprus banks remain closed to avert run on deposits

Önnur frétt Reuters segir að meir hafi flúið af peningum frá Kýpur, en kýpv. seðlabankinn hafi viljað viðurkenna, spurning hvort einhverjir innherjar pólit. tengdir hafi fengið sérmeðferð?

Money fled Cyprus as president fumbled bailout

 

Kv.


Innistæður færðar niður í tveim stærstu bönkum Kýpur! Segja heimsfjölmiðlar, og landið skuldsett upp á ca. 150%

Fyrstu fréttir voru nokkuð óljósar um það hvernig akkúrat björgun Kýpur átti að fara fram. En nú liggur fyrir tærari mynd af atburðum:

  1. Samkvæmt frétt Financial times -  er í reynd verið að vinda ofan af innistæðum umfram 100þ.€ í tveim stærstu bönkum Kýpur.
  2. Sem væntanlega þíðir, að þaðan er tekin sú viðbótar fjármögnun sem vantaði - - svo að svokallað Plan B kýpv. stjórnvalda, er ekki farið eftir allt saman!

EU deal emerging to shut Cyprus bank, inflict losses

  • Frétt Reuters kemur fram að ekki er lagður svokallaður skattur á innistæður í kýpv. bönkum.
  • Sá skattur var áður sú aðferð til að útvega 5,8ma.€ í bankahýtina sem sem aðildarríkin og stofnanir ESB vildu fara.
  • Og ljóst er skv. frétt Reuters að sá skattur er út úr myndinni!

Skv. frétt Financial Times, eru inneignir afskrifaðar umfram 100þ.€ einnig í Kýpur banka. Þannig að inneignir umfram 100þ.€ eru mestu afskrifaðar í báðum bönkum.

Þannig lokast líklega þetta 5,8ma.€ gat! En þ.e. búið að vera nett deila um það, hvernig að útvega þessa 5,8ma.€. Kýpv. stjv. voru á tímabili með svokallað "plan B" til þess einmitt. Sem greinilega hefur verið hafnað!

 

Samkvæmt Financial Times

Cyprus agrees deal on €10bn bailout

Eru inneignir færðar niður í tveim stærstu bönkum Kýpur.

Sem minnkar að sögn FT heildarinneignir í bönkum á Kýpur um ca. helming. 

Sem ætti að þíða að þær fara úr ca. 70ma.€ í einungis :) ca. 35ma.€. 

Eða 2-föld þjóðarframleiðsla í stað 3,5.

---------------------------------

Rússn. innistæður eru sjálfsagt minnkaðar nokkuð meir að umfangi en einungis um helming. Voru fyrir afskrift nærri 2 þjóðarframleiðslur. Sjálfsagt tæp ein eftir niðurfærslu.

En hafandi í huga að skuldsetning eyjunnar verður við björgunarlán ca. 150%.

  • Þá líklega hefur eyjan samt ekki efni á að aðstoða bankana frekar!
  • Né efni á að borga erlendar innistæður út

Er þá Kýpur komið með snjóhengjuvanda!

Í ljósi þess að á sama tíma, með hörð gjaldeyrishöft ásamt hörðum úttektarhöftum. Mun hagkerfi eyjunnar nánast nema staðar! Ásamt tjóninu við það að afnema annan stærsta bankann og minnka til mun einnig þann stærsta.

Þá verður örugglega mjög mikill samdráttur. Í ljósi þess að við samdrátt hækka skuldir í hlutfalli v. þjóðarframleiðslu - það verður mikill halli á ríkinu er tekjur þess skreppa saman. Auk þess verður líklega verulegur viðskiptahalli sem þarf að eyða eins hratt og mögulegt er. Gengisfelling ekki í myndinni.

Þá verður áhugavert að fylgjast með því - hvernig í ósköpunum Kýpur ætlar sér að forðast greiðsluþrot innan næsta árs eða þar um bil?


Hvað var þetta "plan B"? Sem ekki var farið!

Ég held að þrátt fyrir allt, sé það skárri lending að ekki verður af því "Plani B" sjá lýsingu á því að neðan:

  1. Skv. fréttum sl. viku fengu kýpv. stjv. fram samþykkt kýpv. þingsins, fyrir því að lífeyrissjóðir landsmanna séu teknir eignarnámi, og lagðir fram inn í bankahítina.
  2. Að auki stendur til að gefa út ríkisbréf, sem t.d. þjóðkirkja Kýpur hefur lofað að kaupa, og væntanlega þannig verði ríkasta stofnun landsins þannig skuldsett, til þess að leggja það fé einnig inn í bankahítina.
  3. Í sl. viku var rætt við Rússa um lán, gegn veði í framtíðartekjum Kýpurbúa í gasauðlind Kýpurbúa. Skv. fréttum sl. viku, samþykkti Medvedev ekki það lán. En þó má vera að það sé á borðinu því, skv. sömu fréttum þá nefndi Medvedev möguleika þess að Rússland bæti við fjármagni inn í púkkið þegar Kýpur hefur fengið lánið frá ESB og AGS samþykkt. Það lán út á ofangreint veð getur því komið síðar í vikunni.

 

Það plan sem virðist hafa orðið ofan á - er hugmynd AGS um stórfellda niðurfærslu innistæðna í tveim stærstu bönkunum!

Gott og vel, en við erum samt að tala um skuldsetningu landsins upp á 150%.

  1. Landið verður í stífum höftum! Áhugavert, eins og Ísland. Nema höft innan evru verða miklu mun lekari! Þar sem eftir allt saman, sami gjaldmiðillinn og í næstu löndum fyrir Norðan.
  2. Að auki verður til staðar "snjóhengjuvandi." En erlendar innistæður í öðrum bönkum eyjunnar munu vilja út. Sennilega tæp þjóðarframleiðsla alls, þrátt fyrir minnkun um liðlega helming.

Ég sé ekki hvernig þessi skuldsetning er ekki yfir þolmörkum landins, en hagkerfið mun nú falla fram af bjargbrún.

En höftin munu lama nánast alveg mikilvægasta hluta hagkerfis eyjunnar, þ.e. bankahagkerfið.

Ekkert fé mun streyma inn - alveg örugglega.

Og fé mun leitast við að fara út eftir fremsta megni.

Mjög merkilega hefur tekist mjög nærri því að endurskapa ísl. vandann innan samhengis evrunnar á Kýpur, þ.e. snjóhengjuvandi sem landið augljóslega hefur ekki efni á að greiða úr.

Ísland getur a.m.k. valið um að skuldsetja sig ekki út á sína snjóhengju.

---------------------------

En hagkerfið er ekki enn farið að sökkva!

En þá munu skuldir hækka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vegna minnkunar þjóðarframleiðslunnar sjálfrar.

20% minnkun hennar gæti miðað við þetta, fært skuldsetningar hlutfall nærri 180%.

Og ég hugsa að hún eigi eftir að minnka meir en 20%.

Fyrir utan, að það vantar að gera ráð fyrir skuldsetningu vegna hallarekstrar ríkisins, þegar tekjur þess fara að hrynja saman.

---------------------------

Og fyrir utan það að mjög líklega mun ofangreind tilraun ekki bjarga bönkunum, sem munu örugglega hrynja samt sem áður, innan örfárra mánaða - jafnvel vikna.

 

Ég held að það sé gersamlega augljóst að þessi leikur sé fyrirfram tapaður!

En menn eru líklega að stara á meint eiginfjárhlutfall bankanna, sem má vel vera að skv."Excel" skjali, líti út fyrir eftir ofangreinda fjárinnspýtingu að uppfylli kröfur ESB um lögbundið lágmark.

Og þannig skv. reglum, teljist bankarnir öruggir.

En það tekur ekki tillit til þess að bankarnir eru í landi, sem sjálft hefur nær algerlega örugglega nú tapað trúverðugleika sínum, sem bakland fyrir einmitt þessa banka.

En mál væru allt önnur ef sömu bankar væru t.d. staddir í 10 sinnum stærra hagkerfi.

En kýpv. stjv. eru við það að verða ekki bara skuldsett - heldur ofurskuldsett!

Og þó bankarnir uppfylli líklega lögbundið lágmark - fræðilega. Þá vegna þess að ríkið er orðið þetta skuldsett, ef öll þessi lán verða veitt.

Þá vita menn þaðan í frá, að engan frekari umstalsverðan stuðning getur verið að fá frá kýpv. ríkinu. Að auki eru kýpv. bankarnir ekki nægilega stórir til þess að geta talist hluti af svokölluðu bankasambandi, auk þess að það er ekki enn hafið starfsemi. Svo enga aðstoða er að fá - frá 3-aðilum.

Nema að Seðlabanki Evrópu hefur lofað því, að neyðarlán haldi áfram til bankanna ef kýpv. stjv. fá björgunarlán. En reglum ESB skv. má ESB ekki veita slík lán, nema gegnt gildum veðum.

  • Líklega stendur til af hálfu kýpv. stjv. að opna bankana aftur nk. þriðjudag.
  • Og mjög líklega verður í gildi takmörkun á stærð einstakra úttekta.
  • Að auki verða í gildi stíf höft á flutninga fjármagns úr landi.

--------------------------------------

En það eru alveg hreinar línur í mínum augum, að enginn heilvita maður mun vilja varðveita fé í þessum bönkum, ef sá getur náð því út.

Svo að ég á von á því, að þó svo að útstreymi verði ef til vill ekki leifturhratt ef allar ofangreindar takmarkanir verða í gildi samtímis, þá verði það jafnt og stöðugt.

Þ.e. allir sem geta muni fara eins oft og þeir hafa heimild til, að taka út peninga. Og varðveita þá undir kodda eða í læstum hirslum. Jafnvel smygla þeim úr landi.

  • Að auki á ég ekki von á því, að þau fyrirtæki sem hafa verið í viðskiptum við Kýpur, muni leggja nokkuð nýtt fé inn í bankana.
  • Þannig að það innstreymi fjár sem var sl. áratug ávallt á móti því sem tekið var út, muni hætta.

Svo að smám saman muni eiginfé bankanna þverra á ný.

Þetta getur tekið einhverja mánuði, ef öll ofangreind takmarkandi trix verða í gangi samtímis.

Á einhverjum tímapunkti, er vart þess að vænta annað en að Seðlabanki Evrópu hætti að veita neyðarlán.

Þá verður einungis eftir svokallað "emergency liquidity assistance" heimild sem aðildarlönd evru hafa, þ.e. að þau veiti bönkunum sjálf lausafjár lán gegnt því að skuldsetja sig fyrir því lausafé í gegnum Seðlabanka Evrópu.

En miðað við skuldsetningu sem á þeim punkti í ástandi vaxandi hagkerfishruns verður líklega hratt að nálgast 200%. Getur vart verið að Seðlabanki Evrópu veiti slíkar heimildir lengi.

  • Greiðsluþrot Kýpur taki þá við.
  • Sennilega fyrir árslok!

 
Niðurstaða

Eins og mál líta nú út. Hafa ríkisstjórnir ESB veitt samþykki sitt fyrir "björgun" Kýpur. En eftir er að fá formlegan simpil þings Kýpur sjálft.

Ég velti fyrir mér hvað aðildarsinnar og evrusinnar segja nú.

En þeirra stærsta kvörtun hefur:

  1. Höftin,
  2. Snjóhengjan.

Nú er evruland komið með bæði höft og snjóhengju.

Munurinn er sá, að við a.m.k. getum valið það að skuldsetja okkur ekki, fyrir okkar snjóhengju. Þó bankarnir hér vilji ólmir að það við gerum. Þá er óþarfi fyrir okkur að vera svo gjafmild, þegar við þurfu þess ekki.

En á sama tíma, er enginn annar valkostur til staðar fyrir Kýpverja. Og á sama tíma, verður skuldsetning Kýpur svo miklu verri en Íslands. Fyrir utan að hagkerfið er við það að falla fram af bjargbrún.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með því næstu mánuði. Hvernig í ósköpunum eyjan ætlar sér að forðast gjaldþrot.

 

Kv.


Merkel pirruð út í leiðtoga Kýpur!

Þetta hef ég eftir Der Spiegel. En ummæli höfð eftir Merkel sl. föstudag, þ.s. hún hafnar svokölluðu "plan B" stjv. Kýpur með vandlætingu. Er reyndar hlutur sem ég get tekið heilshugar undir.

En að mínu mati, voru hugmyndir stjv. Kýpur - ákaflega slæmar!

  1. Að þjóðnýta lífeyrissjóði Kýpurbúa, og nýta það fé til að henda í bankahítina.
  2. Láta þjóðkirkju Kýpur skuldsetja sig, til þess að kaupa skuldabréf útgefin af ríkinu, til þess að fjármagna hluta af þessari björgunartilraun stjv. Kýpur.
  3. Ekki síst, að bjóða veðsetningu á framtíðartekjum Kýpurbúa af jarðgasi sem fundist hefur undir setlögum á landgrunni Kýpur, til að fá út á það lán á móti - til að leggja í bankahítina.

Troika Reportedly Rejects 'Plan B' in Cyprus

Merkel Can't Contain Anger over Cyprus

 

Samkvæmt nýjustu fréttum hafa kýpversk stjv. gefið vilyrði fyrir því að samþykkja svokallaðan skatt á innistæður - eftir allt saman!

Cyprus weighs big bank levy; bailout goes down to wire

Skv. Reuters gerðist þetta á laugardag. En samningar munu halda áfram á sunnudag. Mig grunar að fréttir af samkomulagi komi líklega ekki fyrr en undir kvöldið. Síðan verði ætlast til þess að það samkomulag verði þegar lagt fyrir kýpv. þingið á mánudag - til samþykkis eða synjunar.

Eftir atburðarás sl. viku, er sjálfsagt ekki unnt að slá því föstu, að kýpv. þingið muni samþykkja hinn svokallaða "innistæðuskatt" sem það hafnaði vikuna á undan.

Á hinn bóginn, hefur atburðarás sl. viku líklega sýnt Kýpverjum fram á, að þeir líklega eiga einungis 2-kosti í stöðunni:

  1. Svokallaða björgun!
  2. Tafarlaust gjaldþrot, sem þíðir að flestum líkindum einnig, að Kýpur yfirgefur evruna.

Skv. fréttum getur hinn svokallaði "skattur" sem skv. frétt Reuters á nú eingöngu að leggjast á innistæður umfram 100þ.€, orðið svo hár sem 25%.

Það þarf varla að taka fram, að slíkur "skattur" er í reynd "niðurfærsla" á viðkomandi innistæðum.

 

Vandinn er sá að ég sé eiginlega ekki það sem raunhæfan möguleika að slík björgunaráætlun muni virka í tilviki Kýpur!

Þó svo að bankakerfið á Kýpur minnki nokkuð við þetta, þá eru rússneskar innistæður ca. 1/3 allra innistæðna.

Skv. tölum sem ég sá í sl. viku:

  1. Þjóðarframleiðsla ca. 18ma.€.
  2. Innistæður Rússa ca. 32ma.€.
  3. Heildarinnistæður ca. 70ma.€.
  4. Heildar útlán ca. 72ma.€ 
  5. Björgunarlán 10ma.€.

Eins og sést, nærri 2-þjóðarframleiðslur Kýpur að umfangi.

Og þó svo að tekið væri 25% af, værum við samt að tala um ríflega þjóðarframleiðslu af innistæðum, sem algerlega örugglega mun vilja út.

Ég sé það ekki sem nokkurn möguleika, að björgun með einungis 10ma.€ láni geti dugað til að endurfjármagna bankana að nægilegu marki - að traust skapist.

  • En vandinn er sá - að Kýpur hefur ekki nema þjóðarframleiðslu upp á ca. 18ma.€.
  • Fyrir björgunarlán skilst mér að skuldsetning Kýpur sé nærri 90%.
  • Björgunarlán bætir við ca. 60% af þjóðarframleiðslu af skuld, ofan á þau tæp 90%.
  • Ég sé ekki hvernig svo snögg aukning skuldsetningar - - ásamt því að á sama tíma mun kýpv. hagkerfið falla fram af bjargbrún.
  • Geti verið aðstæður sem sannfæri erlendar innistæður - að halda kyrru fyrir.

Og á sama tíma klárlega hefur Kýpur engin efni á því að skuldsetja sig - til þess að tryggja bönkunum nægilegt lausafé, svo að allt þetta fé geti streymt heilu og höldnu úr landi.

Gjaldþrot Kýpur hljóti að eiga sér stað á einhverjum tímapunkti meðan það útflæði stendur yfir.

----------------------------------

Skv. fréttum sl. föstudags samþykkti kýpv. þingið að veita stjv. heimild til þess, að leggja á gjaldeyrishöft. Sem væri mjög áhugavert ástand innan aðildarríkis evru.

En ég stórfellt efa að þau dugi til þess að stöðva leka á evrum frá Kýpur. Eftir allt saman eru evrur sem sleppa frá Kýpur um leið gjaldgengar í næsta evrulandi. Og þær líta nákvæmlega eins út.

Þetta geti þó ef til vill - teygt á dauðateyjum bankakerfis Eyjunnar. Seinkað greiðsluþroti eyjunnar.

 

Er þá alls engin leið að "björgun" geti virkað?

Tja, ef bankakerfi Kýpur væri heimilað að falla gersamlega í rúst. Og síðan væri veitt björgunarlán til fjármögnunar á endurreisn. Þá liti málið öðruvísi út. 

En þá væri það fé sem meðan bankarnir standa uppi mun vilja út, vera fallið í glatkistuna. Og ekki lengur áhyggjuefni. 

Þetta er eina leiðin sem ég sé sem fræðilegan möguleika - ef menn vilja halda Kýpur innan evrunnar.

  • Allar tilraunir til björgunar sem fela í sér að bjarga bankakerfi eyjunnar annaðhvort að öllu leiti eða hluta.
  • Séu dæmdar til að mistakast, og leiða til greiðsluþrots Kýpur.

En ef björgun fer fram eftir hrun hefur átt sér stað - - þá væri það hugsanlegt, að Kýpur myndi geta búið við svokallað björgunarferli - þ.e. ég á við, að dæmið væri a.m.k. ekki augljóslega minna sjálfbært en núverandi björgunarpakkar þeirra ríkja sem í dag eru að ganga í gegnum svokallað björgunarferli.

Tak fram að ég hef efasemdir um úthald þeirra þjóða!

Enda eftir allt saman ekkert enn sem bendir til þess að efnahagslegur viðsnúningur sé væntanlegur í bráð.

Ástand mála í þeim löndum er þegar orðið svo slæmt, að forstjóri Alþjóða Rauða Krossins lét hafa eftirfarandi eftir sér nýverið - : Millions of Europeans Require Red Cross Food Aid:"Yves Daccord, Director-General of the International Committee of the Red Cross, said on a visit to New Delhi on Monday that the scope of food distribution had not been at its current level since the end of World War II."

Og meðan enginn viðsnúningur er í sjónmáli, versnar það ástand áfram dag frá degi!

----------------------------------

Svo út í þ.e. farið, get ég ekki mælt með því við Kýpurbúa að þiggja "björgun" í nokkru formi meðan þeir eru enn meðlimir að samstarfi um evru!

 

Niðurstaða

Það er ekkert um annað að ræða en að fylgjast áfram með fréttum. Líklega gerist eitthvað markvert á sunnudag. Og ef ekki. Þá hefur Kýpur frest fram á mánudag frá Seðlabanka Evrópu. Sem mun skella í lás á kýpv. bankana. Ef ekki liggur fyrir samþykki björgunarpakka sem lýtur velþóknunar hins svokallaða "þríeykis/þrenningar."

Kýpur getur verið fyrsta aðildarlandið til að falla út úr evrunni.

Ef það gerist, mun það setja upp áhugavert fordæmi!

Um það að a.m.k. séu ekki öll aðildarlönd hennar - ómissandi.

 

Kv.


Kreppan dýpkar á evrusvæði!

Tek fram að þær tölur sem ég kem fram með í þessari færslu. Eru ekki mengaðar af hinni nýju krísu sem nú er skollin á þ.e. Kýpur krísunni. Um er að ræða svokallaða Pantanastjóravísitölu. Sem fyrirtækið Markit reglulega birtir. Sú er unnin með því að senda spurningar til pantana - eða innkaupastjóra helstu fyrirtækja í þeim löndum sem þátt taka. Síðan er unnið úr þeim svörum.

  • Þau svör sem þessar niðurstöður eru unnar úr - voru þegar komin inn þegar Kýpur krísan hófst.
  • Þannig að þær niðurstöður - - að evrukreppan er að dýpka.
  • Eru með engum hætti undir áhrifum þess atburðar!
  • Heldur er um að ræða undirliggjandi trend, sem hefur ekki nema í besta falli óbeint að gera með vanda Kýpurbúa!

Tölur yfir 50 er aukning, undir 50 er minnkun!

Markit Flash Eurozone PMI - Flash, vísar til þess að þetta eru bráðabirgða niðurstöður, unnar þegar 85% svara eru komin inn. Sem gefur tækifæri að sjá síðar í mánuðinum hvort Kýpur krísan hugsanlega er að hafa einhver áhrif, þegar restin af svörunum koma inn!

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.5 (47.9 in February). Four-month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.5 (47.9 in February). Five-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI(3) at 46.6 (47.9 in February). Three-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46.5 (47.8 in February). Three-month low.
  1. Samkvæmt þessu, er 3,5% samdráttur í pöntunum til atvinnulífs á evrusvæði skv. bráðabirgðaniðurstöðu fyrir mars mánuð, þ.e. aukning á samdrætti miðað við febrúar er atvinnulíf dróst saman um 2,1%. Takið eftir að þetta er mesti mældi samdráttur í 4 mánuði.
  2. Minnkun er í pöntunum innan þjónustugeira evrusvæðislanda skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum um 3,4% sem er aukning á samdrætti pantana miðað við febrúar er samdráttur pantana innan þjónustugeira evrusvæðis var 2,1%. Þetta er mesti mældi samdráttur í 5 mánuði.
  3. Pantanir til iðnfyrirtækja á evrusvæði skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum dragast saman um 3,4% sem er aukning í samdrætti pantana til iðnfyrirtækja á evrusvæði miðað við febrúar mánuð þegar samdráttur pantana var 2,1%. Þetta telst mesti mældi samdráttur í 3 mánuði.
  4. Iðnframleiðsla á evrusvæði dróst saman um 3,5% í mars sem er aukning í samdrætti hennar miðað við febrúar er samdráttur iðnframleiðslu var 2,2%. Það telst mesti samdráttur í 3 mánuði.

 

Rétt að vekja sérstaka athygli á tölum fyrir Frakkland!

Markit Flash France PMI -- Það er ekki hægt að segja annað en að þetta eru skelfilegar tölur!

  • France Composite Output Index(1) posts 42.1 (43.1 in February), 4-year low
  • France Services Activity Index(2) drops to 41.9 (43.7 in February), 49-month low
  • France Manufacturing PMI(3) unchanged at 43.9
  • France Manufacturing Output Index(4) rises to 42.8 (41.8 in February), 3-month high
  1. Samdráttur í pöntunum til fransks atvinnulífs upp á 7,9% er ógnvekjandi, þó þetta séu bráðabirgðaniðurstöður, þá kemur þetta ofan á samdrátt mánuðinn á undan upp á 6,9%. Og þetta er mesti mældi samdráttur í 4 ár. En tölurnar síðast voru einnig þær verstu í 4 ár. Frakkland virðist því vera að sökkva í kreppu - virkilega.
  2. Miðað við þessar tölur, er mesti samdrátturinn í innlendri eftirspurn, sem sést á mjög miklum samdrætti mældum í pöntunum til þjónustugeira. Þ.e. 8,1% samdráttur. Það er nokkur aukning í samdrætti miðað við febrúar sbr. 6,3% samdrátt. Þetta er einnig það versta í 4 ár.
  3. Pantanir til iðnfyrirtækja í Frakklandi haldast stöðugar í akkúrat sama samdrættinum og í febrúar þ.e. samdráttur upp á 6,1%. Það telst mikill samdráttur samt. En þetta bætist við samdrátt fyrri mánaðar að sjálfsögðu.
  4. Það mælist örlítið minni samdráttur í iðnframleiðslu í febrúar eða samdráttur upp á 7,2% í stað 8,2% í febrúar. En þ.e. samt mikill samdráttur og sá bætist einnig ofan á samdrátt fyrri mánaðar.

Til samanburðar er rétt að nefna tölur um iðnframleiðslu í Grikklandi frá febrúar:

Markit Greece Manufacturing PMI :"At 43.0 in February, the Markit Greece Manufacturing Purchasing Managers’ Index® (PMI®) – signalled a further substantial deterioration in the health of the goods producing sector. That was its highest mark in nine months, however, up from 41.7 in January."

Takið eftir að Frakkland er nú statt í svipuðum samdrætti innan atvinnulífs - - og Grikkland!

Þetta er nú búið að gerast nokkra mánuði í röð. Að Frakkland er statt í mun meira samdrætti en Spánn og Ítalía, þegar skoðaðar eru óháðar tölur Markit yfir þróun pantana til fyrirtækja.

Það segir eiginlega, að atvinnulíf í Frakklandi sé að dragast meir saman, en atvinnulíf í þeim tveim löndum a.m.k. sl. 6 mánuði.

Og ef e-h er, virðist sá samdráttur vera að aukast frekar en hitt.

Greinilega er Frakkland í efnahagssamdrætti fyrri helming þessa árs. Það getur vart annað komið til greina. Og ekki neitt sérlega litlum samdrætti heldur.

 

Tölur fyrir Þýskaland eru einnig áhugaverðar!

Markit Flash Germany PMI -- Þetta eru auðvitað allt aðrar tölur en fyrir Frakkland.

  • Germany Composite Output Index(1) at 51.0 (53.3 in February), 3-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 51.6 (54.7 in February), 4-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 48.9 (50.3 in February), 3-month low.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 49.8 (50.7 in February), 3-month low. 
  1. Mælist 1% aukning í pöntunum í mars til þýsks atvinnulífs, sem er nokkuð óhagstæðari staða en í febrúar er mæld aukning pantana til þýsks atvinnulífs var 3,3%. Þó aukning sé enn til staðar er það áhyggjuefni að staðan er óhagstæðari í mars.
  2. Það er einnig óhagstæðari staða í pöntunum til þjónustugeirans í Þýskalandi þ.e. aukning pantana um 1,6% í stað aukningar pantana í febrúar um 4,7%. Spurning hvort að bjartsýni neitenda í Þýskalandi sé komin að þanmörkum.
  3. Smávegis samdráttur mælist í pöntunum til iðnfyrirtækja í Þýskalandi í mars þ.e. 1,1% samanborið við mælda aukningu pantana í febrúar upp á 0,3%.
  4. Örlítill mældur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi í mars upp á 0,2% í stað mældrar aukningar í febrúar upp á 0,7%.

Samkvæmt þessum tölum er innlend neysla mjög greinilega að halda uppi hagvexti í Þýskalandi fyrri hluta þessa árs.

Þetta dugar líklega til þess að Þýskaland muni mælast í hagvexti fyrri helming þessa árs, þó sá muni líklega vera mjög lítill.

Gott veganesti í kosningabaráttuna fyrir Angelu Merkel. Þó óveðursský séu greinilega á himni, því það hægir á þó enn sé aukning almennt. En sogið frá kreppunni í hinum löndunum sést líklega í þróun pantana til iðnfyrirtækja - en Þýskaland getur vart annað en verið að finna fyrir samdrættinum í mikilvægum viðskiptalöndum innan Evrópu.

 

Að lokum yfirlit frá Markit frá febrúar, lokatölur þess mánaðar!

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Feb.)

Eins og sést þá er kreppa alls staðar nema hjá efstu tveim!

  1. Ireland 51.5 3-month high
  2. Germany 50.3 13-month high
  3. Netherlands 49.0 3-month low
  4. Austria 48.3 2-month low
  5. Spain 46.8 20-month high
  6. Italy 45.8 3-month low
  7. France 43.9 2-month high
  8. Greece 43.0 9-month high 

Það virðist mælast raunverulegur viðsnúningur hjá Írum. Þetta eru ekki fyrstu slíkar tölur sem ég hef séð. Heldur er þetta viðvarandi - trend. En líklega þó er þetta ekki nægilega öflugur viðsnúningur til þess að skuldir Írlands séu enn algerlega sjálfbærar. Ekki víst að svo öflugur viðsnúningur sé væntanlegur í ljósi erfiðrar stöðu megins af aðildarlöndum evrusvæðis.

----------------------------

Takið eftir því að Frakkland er næsta land við Grikkland!

 

Niðurstaða

Ég segi það aftur sem ég sagði í febrúar er ég skoðaði niðurstöður Markit þá. Að ef ég væri hagfræðingur innan stofnana ESB. Þá hefði ég miklar áhyggjur af stöðu Frakklands.

En Frakkland er hvorki meira né minna en annað stærsta hagkerfið á evrusvæði. Ef Ítalía og Spánn eru ómissandi. Þá er Frakkland það í enn ríkara mæli.

Ég hef sagt það frá upphafi ársins. Að mér finnst afskaplega líklegt að markaðir eigi eftir að ókyrrast vegna stöðu Frakklands.

Ég veit ekki af hverju þeir hafa ekki gert það fram að þessu. En þ.e. eins og menn hafi dálítið verið fljótandi á rósrauðu skýi. Kannski að Kýpur komi mönnum niður á Jörðina. Og þeir fari að taka betur eftir því. Að efnahagsstaðan hefur í reynd haldið áfram að versna á evrusvæði.

Það sé ekki því innistæða í reynd fyrir hinni háu stöðu sem markaðir hafa verið á, síðan markaðir fóru að hækka á ný í júlí 2012.

------------------------------

Ekki sé ég þann viðsnúning sem stofnanir ESB eru alltaf að spá að sé í kortunum!

 

Kv.


Seðlabanki Evrópu veitir Kýpur úrslitakosti!

Seðlabanki Evrópu gaf mjög skýr skilaboð til stjórnvalda Kýpur um miðjan dag á fimmtudag. Annaðhvort samþykkið þið björgunaráætlun þá sem lögð var fram sl. laugardag, eða komið sjálfir fram með tillögu að nýrri sem við og AGS getum sætt okkur við; eða Seðlabanki Evrópu hættir að veita grísku bönkunum neyðarfjármögnun. Sem þá mun þíða nær tafarlaust fall þeirra.

EU gives Cyprus bailout ultimatum, risks euro exit

"The European Union gave Cyprus till Monday to raise the billions of euros it needs to secure an international bailout or face a collapse of its financial system that could push it out of the euro currency zone."

ECB issues ultimatum to Cyprus

"Emergency liquidity to be suspended if no bailout plan by Monday"

 

Samkvæmt fréttum hefur hótun Seðlabanka haft mikil áhrif á Kýpur!

"Panicos Demetriades, Central Bank of Cyprus governor, said parliament would be asked to wind up Laiki, the island’s second lender, and split it into a “good” and “bad” bank, with larger deposits folded into the latter."

Seðlabankastjóri Kýpur sagði, að hann muni óska eftir því við þing Kýpur, að næst stærsti banki Kýpur verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Stofnaður verði nýr banki undir sama nafni, sem mun innihalda innistæður upp að 100þ.€.

Innistæður umfram 100þ.€ verði eftir í þrotabúinu, og aðrar eignir.

The Cypriot government said party leaders had agreed to create a "solidarity fund" that would bundle state assets as the basis for an emergency bond issue, but the speaker of parliament, Yiannakis Omirou, insisted a revised levy on uninsured bank deposits was not on the table.

Kýpverskir stjórnmálamenn virðast vera að undirbúa formlega tillögu um endurfjármögnun a.m.k. einhvers hluta bankakerfis eyjunnar. Það getur verið að þá sé að dreyma um það, að það sé mögulegt að ná utan um vandann. Með því að taka niður verst setta bankann - "Laiki" og leggja þeim stærsta til meira fé, og hverjum hinna smærri sem taldir eru þurfa þess.

Á sama tíma virðist standa til að setja á takmarkanir á hve mikið fé má taka út af bankareikningum í einu.

Auk þess, virðist vera að rætt sé um að setja á "höft á fjármagnshreyfingar" sem væri mjög sérstakt, ef kýpv. stjv. fá að hrinda slíku í verk innan evrusvæðis.

"Officials at the Frankfurt-based ECB were preparing for possible capital controls and other measures to ringfence Cyprus’s financial sector once banks reopen next Tuesday. This included extending as much liquidity as needed to any solvent banks in the eurozone, including the smaller Cypriot ones."

Samkvæmt þessu búast starfsmenn "ECB" við þeim möguleika að sett verði á höft á fjármagnshreyfingar af stjv. Kýpur.

Auk þess, séu þeir viðbúnir því að áhlaup verði hugsanlega gerð á banka víðar um evrusvæðið eftir helgi, þegar búist er við því að kýpv. bankarnir opni á ný.

Eða, ef þ.e. svo að ljóst er að ekkert samkomulag næst v. stjv. Kýpur og hrun er útkoman eftir helgi á Kýpur.

 

Hvað ef bankarnir opna á þriðjudaginn, og stjv. Kýpur sætta sig við björgun?

Ég er ekki viss hvaða hugmynd er akkúrat á borðinu. En heyrst hefur tillaga um það að taka 2. stærstu bankana niður. Leitast við að verja restina af bankakerfi eyjunnar.

Ef þ.e. málið. Þá verður búið að fara mjög ílla með erlenda innistæðueigendur stærstu tveggja bankanna.

Og mér finnst þá afskaplega líklegt að þeir sem eru með innistæður í smærri bönkunum og eru ekki heimamenn, þeir muni vilja fara!

Seðlabanki Evrópu mundi þá verja þá smærri - þeir hefðu fengið viðbótar fjármögnun.

En innistæður Rússa eru ca. 1/3 af heildarinnistæðum. Og örugglega ekki eingöngu innan stærstu tveggja bankanna.

Þó svo leitast verði við að tefja fyrir fjármagnsflótta með trixum eins og að takmarka upphæðir sem unnt er að taka út hverju sinni, með því að láta afgreiðslutíma beiðna um flutning peninga í bankar í öðrum löndum verða langan.

Þá held ég að hann muni vera stöðugur - þó verið geti að hann verði ekki hratt flóð, heldur eins og mjór lækur. Þá verði sá óstöðvandi.

Fjármagnsflóttinn líklega muni klára það viðbótar fjármagn sem bönkunum verði lagt til - fyrir rest. Og þá verða stjv. Kýpur "krunk."

Búinn að klára það lánfé sem þau geta dregið sér.

---------------------------

En vandi Kýpur er að eyjan hefur nær ekkert hagkerfi að öðru leiti en ferðamennsku. Hagkerfið er svo grunnt - enn færri stoðir en hérlendis.

Skortur á dýpt hagkerfisins sjálfs - verði það sem komi í veg fyrir að mögulegt sé að endurreisa trúverðugleika.

Eins og á Íslandi, sé vandinn of stór miðað við umfang hagkerfisins.

Fyrir rest hrynji allir bankarnir eins og á Íslandi, þó verið geti að það ferli taki vikur allt upp í einhverja mánuði að spilast út til enda. Þ.e. ef beitt sé ýtrustu trixum til að hægja á peningaflóttanum og "ECB" samtímis veitir neyðarfjármögnun meðan þeir hafa einhver veð sem "ECB" taki gild.

 

Til samanburðar umfang fjármálakerfis ESB og Evrusvæðis!

€m..........Bank assets.....GDP Bank assets as % of GDP
EU- 27.....47,300,859.....12,915,394...............366
EU - 26....37,184,359.....11,002,324...............338
EZ............33,915,923.....9,491,889...............357

  1. Umfang heildareigna bankakerfis ESB er 366% þjóðarframleiðsla.
  2. Umfang heildareigna bankakerfis ESB án Bretlands er 338% af þjóðarframleiðslu.
  3. Umfang heildareigna bankakerfis Evrusvæðis er 357% af þjóðarframleiðslu.

Deposits (€m)..........Households.....NFCs.............Total.............Total as % GDP
Total Eurozone..........6,016,316.....1,700,764.....7,717,080.........81.30
Total EU...................7,892,236.....2,303,654.....10,195,890.......78.94

  1. Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 81,3% af þjóðarframleiðslu evrusvæðis.
  2. Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 78,94% af þjóðarframleiðslu ESB 27. 

"Similarly, total private sector deposits in the EU equal €10.2 trillion, with total deposits at
over €17 trillion – roughly €6 trillion of which is ‘covered’ by guarantee schemes under
national and EU law."

Ef tekin er heildarumfang innistæðna, þ.e. ásamt þeim sem eru umfram lágmarkstryggingu:

  • Þá eru heildarinnistæður í ESB 27 131,8% af þjóðarframleiðslu.

Að lokum þessi tafla er jafnvel áhugaverðust:

2011.............................................EU..........USA..........Japan
Total bank sector assets (€ trn)
........42.9.........8.6............7.1
Total bank sector assets (% GDP)
.....349%.......78%.........174%

Eins og þið sjáið - - þá er umfang bankabólunnar í Evrópu miklu meira en í Japan og Bandaríkjunum.

Svona til gamans að þekkja umfang vandans í Evrópu:

The eurozone banking union: A game of two halves

 

Niðurstaða

Tragedían á Kýpur heldur áfram að spilast. Það verður spennandi að fylgjast með rás atburða fram yfir helgi. En það virðist ekki endilega augljóst að Kýpverjar velji að þiggja björgun. En þó má vera að þeir kjósi þá stefnu. En í báðum tilvikum tel ég fullvíst að gjaldþrot blasi við eyjunni. Meginmunurinn sé tímarammi. Ef þeir velja björgun. Taki það aðeins lengri tíma. En ef þeir hafna henni.

En þó mun styttri tíma en í tilviki Grikklands. Ég á ekki von á að það geti tekið flr. ár, heldur efast ég um það að Kýpur geti enst út þetta ár. 

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband