Kýpur kreppan getur haft verulegar afleiðingar fyrir önnur aðildarlönd evru með alltof stór bankakerfi!

Það er í reynd magnað hve umfangsmikil bankakerfi Evrópu eru orðin. Takið eftir myndinni að neðan, já bankakerfi Lúxembúrg er 22-föld þjóðarframleiðsla þess litla lands. Næst á eftir kemur Malta, einnig eyja í Miðjarðarhafi eins og Kýpur. Og er með bankakerfi ca. 9 þjóðarframleiðslur að umfangi. Svo kemur Írland. Með um 7,5 þjóðarframleiðslur að umfangi. Kýpur um 7 skv. þessari framsetningu.

Getum bætt Íslandi við í huganum, 10 þjóðarframleiðslur að umfangi fyrir hrun.

Holland og Frakkland með bankakerfi upp á rúmar 4 þjóðarframleiðslur. Meðaltal evrusvæðis alls ca 3,5 þjóðarframleiðslur.

Bank assets as multiple gdp

Að ýmsu leiti er meðferð kröfuhafa sambærileg við meðferð þá er kröfuhafar ísl. bankanna fengu, þ.e. leitast er við að tryggja innistæður - þeir eru teknir fram fyrir röð kröfuhafa.

En einungis innistæður upp að 100þ.€.

Ótryggðar innistæður falla milli stafs og hurðar, hlutafé er í reynd afskrifað og megnið af öðrum kröfum sennilega líka.

En spurningin verður - hvernig mun ganga að greiða út lágmarksinnistæðurnar?

  1. Á Kýpur er ríkið bersýnilega krunk, ekki fært um að greiða, eins og átti við um okkur í Icesave málinu.
  2. Það sama virðist eiga við um innistæðutryggingasjóð Kýpur, að eins og TIF er hann einnig tómur.
  • Svo að lágmarkið þarf að greiða í reynd með sölu eigna bankanna!

Það verður því merkilegt að fylgjast með á næstunni!

Hvernig almenningur bregst við því, þegar kemur í ljós á næstu dögum.

Að innistæðurnar fást ekki greiddar, þ.e. í gildi mjög stíf regla um hvað stóra upphæð má taka út.

Og verður áfram.

Og að höftin sem verða í gildi, þíða að hagkerfið mun í reynd hrynja saman þ.s. starfsemi annarra banka á eyjunni, verður lömuð einnig að mestu leiti.

Þeir munu ekki geta sinnt því hlutverki, að vera hagstæður tímabundinn varðveislustaður fyrir fé utanaðkomandi aðila.

Peningarnir munu hætta að streyma inn!

Sem þíðir, eins og á við um Ísland. Þegar hrunið átti sér stað, að hagkerfið mun falla fram af bjargbrún.

----------------------------------------

  • Það sem einnig verður áhugavert, eru viðbrögð innistæðueigenda t.d. á Möltu.
  • Síðan jafnvel Frakklandi, sem er nú statt í kreppu mjög augljóslega af skoðun hagtalna.

Það er samhengið - kreppa.

Of stórir bankar.

Skuldsetning viðkomandi lands.

Sem mun fá innistæðueigendur til að hugsa sinn gang, í ljósi ástandsins á Kýpur.

 

Svo ekki síst - við vitum að ef Ísland hefði verið í evru, hvað hefði gerst?

  1. Á Kýpur eru komin höft. Eins og hér.
  2. Og á Kýpur er komin nett snjóhengja. Í formi innistæðna sem skal tryggja, og skal því greiða út + það fé sem enn er í bönkum öðrum en þeim tveim stærstu, sem telst til ótryggrða innistæðna.
  3. En með tóman innistæðusjóð, einnig galtóman ríkissjóð, eru innlendar innistæður Kýpverja nú í sömu sporum og innistæðurnar á Icesave reikningum Landsbanka hafa verið í; að fá ekki greitt fyrr en eignir hafa verið seldar.
  • Þá er það einnig spurning - verður það allt?
  • Eða hlutfall af lágmarkskröfunni sem fæst greitt því eignir þrotabúsins séu ekki meira virði?
  • Hvaða rétt hafa einstaklingar sem ekki fá allt lágmarkið greitt? Munu þeir fá rétt til að gera kröfur í eignir ríkisins? Ímsar áhugaverðar spurningar vakna!
  • Á Íslandi var unnt að tryggja innlendar innistæður væru þegar aðgengilegar, því Ísland hefur eigin gjaldmiðil. En á Kýpur, er það ekki hægt því ríkið á Kýpur getur ekki útvegað nægilegt magn af evrum - sem það má ekki búa til sjálft.

Spurning hvenær það reyndar verður?

Hvernig það ástand þróast, líkleg mótmæli almennings - þegar almenningur fær ekki peningana sína? Hver áhrif hefur það ástand út fyrir Kýpur?

Innan annarra landa í Evrópu þ.s. bankar eru alltof stórir.

 

Niðurstaða

Ég held að full ástæða verði til að halda áfram að fylgjast með Kýpur. Síðan er það spurning hvort að Malta lendi í vanda vegna óttaástands innistæðueigenda sem getur skapast. Enda Malta sjá myndina að ofan bersýnilega einnig með alltof stórt bankakerfi. Og örugglega er það bankakerfi að spila svipaða leiki að vera aflandþjónustumiðstöð fyrir fé utanaðkomandi aðila. Veiti á móti hagstæða þjónustu ásamt hagstæðu skattaumhverfi, og góða vexti. Þetta virðist vera formúla aflandsþjónustumiðstöðva. 

Síðan er Frakkland áhugavert. En Frakkland er í kreppu. Sem fer versnandi. Einnig með of stórt bankakerfi.

Dramað á Kýpur mun örugglega halda áfram, en almenningur bersýnilega mun ekki fá peningana sína á morgun eða hinn, eða á næstu vikum. Það tók a.m.k. 3 ár áðu en greiðslur hófust á peningunum úr þrotabúi Landsbanka Hf. En þ.e. kröfulýsingarfrestur. Svo þarf að skera úr um vafamál þ.e. hver á rétt á að leggja fram kröfu. Svo loks er unnt að hefja sölu eigna.

------------------------------------

Ps: Kýpversku bankarnir verða lokaðir a.m.k. fram á fimmtudag nk. Skv. frétt Reuters. Greinilegt að stjv. Kýpur óttast það ástand sem mun ríkja þegar og ef bankarnir sem enn starfa á Kýpur opna.

Cyprus banks remain closed to avert run on deposits

Önnur frétt Reuters segir að meir hafi flúið af peningum frá Kýpur, en kýpv. seðlabankinn hafi viljað viðurkenna, spurning hvort einhverjir innherjar pólit. tengdir hafi fengið sérmeðferð?

Money fled Cyprus as president fumbled bailout

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Myntin sem átti að bjarga allri evrópu er nú komin með höft á að taka út innistæður í bönkum á Kýpur. Er ekki grunnvandinn að esb hefur stjórna evrunni mjög illa og einnig ráðamenn á Kýpur.

Annar vandi sem þarf að huga að, að fjármagnið flæðir inn og út úr landinu án þess að nokkur geti haft bremsu á.

Væri í raun ekki skynsamlegt að hafa heima banka annars vegar og alþjóðabanka/deild hins vegar sem tekur á þessu flæði milli landi og sú deild er alveg óháð heimamarkaði og sá banki fer í þrot án þess að þjóðfélagið beri það nokkurn skarðan hlut af því og heimur í raun þjóðfélaginu ekkert við.

Ómar Gíslason, 25.3.2013 kl. 19:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er í reynd orðið töluvert vandamál að reka banka í smærri löndunum, innan risagjaldmiðils. Þegar þau ein bera ábyrgð - sjálf.

Það virðist svo mikil freysting að ná til þessa flæðandi fjármagns. Sem eins og ítrekað kemur í ljós, flæðir jafn ört úr aftur - ef það getur.

Þeir sem leitast við að höfða til þess, virðast vera með rússneska rúllettu í höndunum.

Eins og hefur komið á daginn, voru að því er virðist ísl. bankarnir ekki að gera annað en þ.s. ímir aðrir voru að gera. Nema kannski það að þeir voru ívið áhættusæknari en flestir sbr. hraðari vöxt þeirra. Sem leiddi til þess að þeir féllu fyrr.

----------------------------

Þ.e. áhugaverð spurning hvort unnt er að skilja á milli svo öruggt sé, eins og þú stingur upp á.

Áður fyrr voru hér sparisjóðir, sem var ætlað þetta hlutverk. En bankarnir óðu í þá, og fengu pólit. stuðning til þess er völlurinn var mestur á þeim. 

En mikið fjármagn virðist skapa mikið valda, mikil áhrif - til breytinga í þá átt sem hentar sterkum peningalegum hagsmunum.

Manni virðist það geta gerst, þó skilið sé á milli. Ef svo öflugt vald er endurskapað, þá megi vera að í annað sinn. Geti þeir keypt sér pólit. stuðning til þess að hrinda í verk þeim breytingum, sem hentar skammtímasjónarmiðum slíkra aðila. Á kostnað samfélagsins til lengri tíma litið.

Það virðist engin örugg formúla.

Nema kannski það helst. Að einfaldlega ákveða það, að hemja bankana með þeim hætti - að þeir fái ekki að starfa á erlendri grundu í annað sinn.

Þeir verði takmarkaðir við umfang t.d. alls ekki umfram þ.s. þeir þegar hafa. Hvort það væri unnt, er svo önnur saga.

Ég hef velt einu fyrir mér - hvort við værum ekki öruggari að þessu leiti utan EES. Því þá geta þeir ekki eins og nú er engin leið að koma í veg fyrir, farið aftur af stað sem nú er þeim fyllilega heimilt og endurtekið sinn fyrri leik. En þá væri það eins og var á árum áður, að þeir þyrftu að æskja starfsheimildar í næsta landi við yfirvöld í því landi, ekki eins og nú er enn mögulegt fyrir þá að nýta sér starfsleyfi sitt hér til að opna útibú í Evrópu hvar sem þeim sýnist, og eins víða og þeim sýnist. Fara af stað aftur með nákvæmlega sama hætti og áður. Og ég sé ekkert sem við getum gert til að banna þeim þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.3.2013 kl. 20:38

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég heyrði það í kvöld 25.03 á BBC að einhverjir bankar í London sem tengjast Kýpur hafa verið opnir og allir þeir sem vildu gætu tekið út. Spurning BBC fréttamanns voru mjög einföld „Hver væri í raun staðan?" Væru þessir sem áttu mest inn bara búnir að tæma kassann?

Ómar Gíslason, 26.3.2013 kl. 02:02

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef það eru sjálfstæðir bankar í eigu Kýpv. er það kannski skiljanlegt. Ef það eru útibú Kýpv. banka. Gildir annað. Þá verður þetta undarlegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.3.2013 kl. 06:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað gera rússar?  Og einhversstaðar las ég að svona gjaldeyrishöft væru brot á regluverki ESB?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 10:19

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þau eru það sannarlega. En það hefur komið í ljós í þessari kreppu að ESB víkur til hliðar reglum þegar að fylgja þeim fram virðist mun erfiðari framkvæmd.

Ef þú átt við mafíuna, þá grunar mig að mafían hafi fengið peninga sína sbr. frétt að ofan frá Reuters að meiri peningar hafi farið út en Seðlab. Kýpur hafi viljað bekenna. Tja, mig grunar að mafían geti verið mjög sannfærandi "láttu okkur fá peningana okkar eða við drepum þig og fjölskylduna þína - við segjum bankastjóra Laiki banka sl. viku.."

Varðandi aðra rússn. aðila þ.e. þá sem ekki eru mafíustarfsemi, þá væntanlega munu þeir hætta að nota Kýpur.

Það "game" að vera bankaland er alveg örugglega búið nú hjá Kýpv. M.a. þess vegna mun hagkerfið þeirra falla fram af bjargbrún - þegar peningarnir hætta að streyma inn í bankakerfið að utan.

Og þeir munu einungis vilja streyma út.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.3.2013 kl. 10:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg rosaleg staða hjá þeim.  En það er sennilega rétt hjá þér mafían sér um sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 11:37

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Og ef þeir geta ekki opmað bankana þ.e. þá hina, þannig að greiðslur geti streymt eðlilega um samfélagið. Þ.e. A geti greitt B. Þá mun hagkerfið nær gersamlega nema staðar.

Þá verða þeir eiginlega að taka strax upp sinn eigin gjaldmiðil.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.3.2013 kl. 12:37

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður eftirtektarvert að fylgjast með þessum málum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 15:49

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ég bendi á að Lúxemborg hefur ekki ennþá lent í erfiðleikum, með sitt hlutfallslega stóra bankakerfi. Spánn og sérstaklega Grikkland eru hins vegar ekki með stór bankakerfi, en hafa samt lent í miklum erfiðleikum. Ég dreg því í efa þá tilgátu, að stórt bankakerfi leiði til erfiðleika. Þessi skýring er líklega sett fram til að blekkja og draga athyglina frá raunverulegum ástæðum.

 

Að mínu áliti, er orsökin sú að þessi lönd búa við torgreinda peningastefnu, sem felur í sér torgreindar ákvarðanir peninga-aðalsins, seðlabanka og sýndarpening sem getur þanist og þanist. Stór hluti af vandanum er ríkisábyrgð á bönkunum, bæði er seðlabanki Evrópu “lánveitandi til þrautavara” og ríkisábyrgð er á innistæðum, þótt ríkisábyrgð sé bönnuð.

 

Mikilvægt er að fylgjast með framvindu mála á Kýpur og draga lærdóma af, en líklega stendur engin vaktina í ríkiskerfinu. Minna má á, að það voru »einstaklingar úti í bæ« sem fundu sannleikann í Icesave-málinu, eins og Egill digri kallaði þá sem börðust gegn kúgun nýlenduveldanna.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 26.3.2013 kl. 17:56

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur - Fleiri en ein ástæða getur leitt ríki í vanda. Það má ekki skoða þessi mál alltof þröngt!

Þ.e. augljóst áhættuatriði að vera með bankakerfi margfalt stærra en þitt hagkerfi. Ef bankakerfið lendir í vanda þegar þ.e. margfalt stærra að umfangi en viðkomandi hagkerfi; þá verða upphæðir mjög fljótt alltof stórar til þess að hagkerfið sem á í hlut, ráði við að aðstoða þær stofnanir svo þau störf sem þær skaffa glatist ekki.

Þ.e. þ.s. Kýpur lendir nú í, að hagkerfið snögglega lamast því fyrirtæki geta ekki leyst út peninga til að borga næsta aðila, og næsti aðili þeim, eða þau laun. Þetta veltir hratt upp á sig. Síðan nær fólkið ekki í peningana sína, svo það getur ekki varið þeim til nokkurs hlutar. Almenningur líklega mun að auki tapa hlutfalli af sínu sparifé jafnvel háu hlutfalli. Og fyrirtæki eru örugglega mörg hver einnig að tapa varanlega miklum fjármunum. Því ekki var nærri allt fé á tryggðum reikningum.

Mjög mikið varanlegt tjón er að verða.

---------------------------

Vandræði Spánar eru eins og þú réttilega bendir á ekki ofvaxnir bankar, heldur var þar um að ræða húsnæðisbólu sem spatt upp úr útlánabólu, sem innlendar fjármálastofnanir og erlendir bankar tóku þátt í. 

Þessi bóla bjó til umframeftirspurn eftir byggingum, sem er langt umfram þ.s. raunveruleg eftirspurn var eftir innan hagkerfisins og gríðarl. magn enn af óseldu og líklega mikið af því sem aldrei mun seljast og verður líklega rifið. Jafnvel ónotað. Þarna spáðu menn eftirspurn sem ekki stóðst. Og mikið fé hefur tapast. Að auki mikið af glötuðum störfum. En bólan bjó til mikið af eftirspurn eftir störfum innan byggingageirans. Í dag eiga margir þeirra sem þar störfuðu um hríð mjög litla möguleika á að fá sambærileg störf að nýju. Þeir þurfa því að endurmennta sig, en á sama tíma hefur verið dregið úr framboði á endurmenntun - og ekki síst, minnkaðir styrkir til slíks til atvinnulausra.

Spánn er enn að súpa seyðið af þessu tiltekna hruni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.3.2013 kl. 19:43

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er algerlega öruggt að "ef" bankakerfið í Lúxembúrg lendir í vanda, þá mun ríkið í Lúxembúrg ekkert geta gert annað en að horfa á þá falla. Og að sjálfsögðu yrði hagkerfistjón íbúa landsins gríðarlegt.

Menn geta komist upp með að leika fjárhættuspil. Þó svo þeir komist upp með það - jafnvel lengi. Þá þíðir það ekki endilega, að sú áhætta sé sanngjörn eða réttmæt.

Það geti nefnilega hvenær sem er eins og hendi væri veifað farið ílla. Þegar þú ert með það í höndunum á þér sem er margfalt stærra en þú í umfangi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.3.2013 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband