Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
10.2.2012 | 15:18
Er verið að íta Grikklandi í gjaldþrot?
Þessi spurning kemur upp í hugann vegna viðbragða aðildarríkja evrusvæðis, sem lágu fyrir í morgun. En þar var í reynd því hafnað, að nóg væri að gert af hálfu Grikklands, með því samkomulagi sem grískir stjórnmálaforingar undirrituðu eftir hádegi í gær, á grunni krafna svokallaðrar "þrenningar" þ.e. AGS, Seðlab. Evr. og ESFS (Neyðarlánasjóður evrusvæðis) sem rekinn er af aðildarríkjunum.
Sjá frétt Financial Times: Eurozone dismisses Greek budget deal
Kemur einnig fram í frétt RÚV: Þrýsta enn frekar á Grikki
- "Í fyrsta lagi verði gríska þingið að staðfesta samkomulagið, næst þegar þingið kemur saman, á sunnudag.
- Þá verði að finna leiðir til að spara frekari 325 milljónir evra á árinu, eigi síðar en á miðvikudag.
- Í þriðja lagi vilji ráðherrarnir fá fullvissu um að þessum aðgerðaráætlunum verði fylgt eftir þrátt fyrir stjórnarbreytingar sem kunni að verða við þingkosningarnar í landinu í apríl"
Ég einfaldlega sé ekki hvernig þetta er einfaldlega möguleg!
- En ég held að ekki sé nokkurn séns, að stjórnarandstöðuflokkar í Grikklandi samþykki að veita einhverja slíka tryggingu, og miðað við stöðu mála fylgislega skv. skoðanakönnunum, virðast umtalsverðar líkur á því að meirihluti myndist á gríska þinginu, sem væri andstæður núverandi aðgerðaáætlun um niðurskurð, sparnað og endurgreiðslur skulda. Sjá umfjöllun mína um grísk stjórnmál frá því í gær: Verður öfga-vinstrisinnuð stjórn á Grikklandi eftir kosningar?
- Ef flokkarnir sem styðja ríkisstjórnina undirrita slíkt, þ.e. eingöngu þeir, hefði það mjög takmarkað gildi.
- Svo þarf örugglega nánast kraftaverk, ef gríska þingið á að afgreiða málið þegar á sunnudag, en þó fræðilega sé örugglega unnt að samþykkja undantekningu um þetta mál, um flýtiafgreiðslu, þá er á þingum slíkt yfirleitt ekki mögulegt nema traustur meirihluti sé um afgreiðslu máls. Og þá er auðvitað möguleiki á skipulögðu málþófi.
- Krafan um 325milljónir. viðbótar sparnað, getur verið möguleg.
Hvað með gjaldþrot?
Skoðum aðeins þ.s. virðist vera töluverður stuðningur fyrir meðal evrusinna elítunnar í Evrópu, þ.e. gjaldþrot Grikklands innan evru - þ.e. Grikkland fari ekki úr henni, en fái skuldir landsins afskrifaðar að miklu eða mestu leiti.
Þá erum við að tala um viðtækari skulda-afskrift en nú stendur til, væntanlega - þ.e. ekki bara einkaaðilar, heldur einnig skuldir Grikklands í eigu aðila eins og Seðlab. Evr., ríkisstjórna í gegnum það að eiga ESFS og hugsanlega einnig AGS. Þó AGS hafi þá reglu að afskrifa aldrei nokkurt.
- Galli er að Grikkland er þá enn með 10% viðskiptahalla, þarf því enn að framkvæma innri aðlögun með mjög umtalsverðum lækkunum launa.
- Það a.m.k. mun taka tíma, segjum 2 ár að ná því fram, eða 3. Þá myndast aftur skuldir. Þ.e. á kannski.
- En ekki íkja miklar, en fer þó eftir því hve mikið er afskrifað.
En þetta getur verið fræðilega mögulegt a.m.k.
Stóri vandinn er Portúgal og hugsanl. önnur ríki!
Ef Portúgalir sjá að grikkir hafa fengið stórar afskriftir - og það er að auðvelda þeim mjög að ná sér aftur á strik, mun skapast gríðarlegur þrýstingur innan þeirra landa frá almenningi, að fá svipaða afgreiðslu.
Kannski, ræðst við að afskrifa skuldir Portúgals einnig, án þess að setja kjarnaríki evrunnar á hausinn, en hvað með ef slík krafa verður síðan hávær á Spáni og jafnvel Ítalíu?
Niðurstaða
Vandi Grikklands virðist ekki leystur. Spurning hvort að aðildarríki evrusvæðis ákváðu í gærkveldi, að gríska planið muni ekki ganga upp, því þeir viti að grískur almenningur er við það að framkvæma uppreisn gegn því í þingkosningum nk. apríl.
Aðildarlöndin treysti sér þó ekki til að viðurkenna slíkt formlega með opinberum hætti, svo þess í stað setja þau fram nýjar kröfur sem þau vita að eru óframkvæmanlegar, svo þau geti út á við þvegið hendur sínar af því stóra gjaldþroti Grikklands sem stefnir í.
Kv.
10.2.2012 | 01:08
Verður öfga-vinstrisinnuð stjórn á Grikklandi eftir kosningar?
Þetta er áhugaverð spurning. Ef við rifjum upp söguna, þá lenti Þýskaland í óðaverðbólgu á 3. áratugnum, þangað til að kröfuhafar Þýskalands gerðu sér ljóst að ekki gekk að blóðmjólka landið, og þeir fengu greiðslubyrði lækkaða. Þá komu 2-3 góð ár tiltölulega fram að heimskreppunni. En þekkt er að nasistar fengu 1926 rúml. 20% atkvæða, en einungis 3% 1928, en svo 30% rúm 1932, og 1933 voru þeir komnir til valda.
Síðla árs 1929 varð hrunið á Wallsstreet. Í kjölfarið fylgdi ríkisstjórn Þýskalands þáverandi mjög stýfri aðhaldsstefnu, þ.s. útgjöld voru skorin niður af grimmd. Það stóð í 2 ár, þangað til að sú ríkisstj. hrundi, og aftur var boðað til kosninga.
Spurning hvaða þátt sú stífa aðhaldsstefna átti í því, að efnahagur Þýskalands hrundi mjög mikið saman á tímabilinu frá síðustu mánuðum 1929 fram á 1932, er þingkosningar áttu sér stað?
Eitt er víst að fylgi nasista fór eftir ástandinu, þ.e. 1926 mitt i óðaverðbólgunni gekk þeim vel, svo hrundi fylgið er ástandið batnaði, og þeir fengu sára lítið 1928, svo 1932 er ástandið var ef til vill enn verra, fengu þeir 10 falt meira fylgi en 1928.
Það sem ég er að velta fyrir mér, er hvort svipað blasir við Grikklandi?
"Socialists See Popularity Collapse in Poll"
Síðan "Greek Reporter" kynnir niðurstöðu skoðanakönnunar, sem kom fram í vikunni, alveg nýjar upplýsingar - sem sagt.
- New Democracy...................................31%
- Panhellenic Socialist Movement.Pasok......8%
- Popular Orthodox Rally Laos...................5%
- Samtals..............................................44%
- Democratic Left...................................18%
- Communist Party of Greece...................12.5%
- Coalition of the Radical Left..................12%
- Samtals..............................................42,5%
Svo bætist við öfgahægrisinnaður smáflokkur sem kannski nær inn, og flokkur umhverfisverndarsinna, sem einnig kannski nær inn.
PASOK sem síðast fékk einsamall hreinann meirihluta, býður náttúrulega sögulegt hrun.
Eða það stefnir algerlega klárt í það.
Sjálfstæðifslokkur Grikkja, "Nýtt Lýðræði" virðist í bærilegri stöðu. En spurning hvað gerist á næstu vikum, ef leiðtogi hans Antonis Samaras tekur þátt í því að hrinda í framkv. nýsamþykktum niðurskurðarpakka?
- Eins og sést, vantar ekki mjög mikla sveiflu upp á, að vinstriflokkarnir vinstramegin við grísku kratana í PASOK, nái hreinum meirihluta.
- Radical vinstrið, er víst flokkur "and" glóbalista og sannfærðra hatara stærri fyrirtækja, og auðvitað annarra stórkapítalista. En sem hafa ekki áhuga á að tengja sig við kommúnisma.
- Hið Lýðræðislega Vinstri, er víst glænýr flokkur stofnaður 2010. Þeir virðast mildastir af þessum 3. Með áherslu á umhverfisstefnu, og þ.s. kallað er Evrópusinnað vinstri. En þeir hafa samt tekið afstöðu gegn, þeim harða sparnaði sem Grikkl. er knúið til.
- Kommúnistana þarf varla að kynna, en grískir kommúnistar eru víst enn alvöru kommúnistar.
Það sem ég velti fyrir mér, er hvort þær aðgerðir sem til stendur að knýja fram, muni tryggja flokkunum vinstramegin við grísku kratana í PASOK meirihluta?
- En þegar Nasistar komust til valda, stóðu lýðræðissinnaðir flokkar í Þýskalandi í kjölfar kosninganna 1932 frammi fyrir miklum vanda. Fyrst í stað var reynt að stjórna án þeirra og án hins öfgaflokksins, kommúnista.
- En í kosningunum '32 hafði fylgi við kommúnista einnig aukist verulega, og stöðugar óeyrðir stóðu yfir milli fylgismanna nasista og kommúnista í þýskum borgum.
- Báðir öfaflokkarnir voru með skipulagðar baráttuseveitir - sem voru kjarninn í þeim óeyrðum.
- Fyrir rest, tókst nasistum að sannfæra þýska íhaldsmenn um að, þeir væru skárri kosturinn ef valið væri milli þeirra og kommúnista, og þeir komust í stjórn 1933, og ekki varð aftur snúið.
OK, þetta er kannski ekki alveg þetta alvarlegt sem Grikkir standa frammi fyrir, en samt eru þarna 2 mjög öfgasinnaðir vinstriflokkar, sem hafa raunhæfann möguleika á völdum!
- Ef Kommúnistar, Róttækt vinstri, og Lýðræðislegt vinstri, mynda saman stjórn.
- En það getur freystað, að mynda alvöru vinstristjórn - þannig séð.
- Þeir eru a.m.k. sammála í andstöðu við þær niðurskurðaráætlanir sem verið er að þvinga á grikki.
- Spurning hvort öfgaflokkarnir "Róttækt vinstri" og "Kommúnistar" myndu verða yfirsterkari, þannig séð að ríkisstj. yrði töluvert öfgasinnuð sem vinstristjórn.
- Hinn bóginn skilst mér af mannig sem ferðast reglulega til Grikkl., að Róttækt vinstri og Kommúnistar, hati hvorn annann næstum því eins mikið, og hvor um sig hatar t.d. Nýtt lýðræði, kapítalistana þar.
- Það gæti því orðið erfið stjórnarmyndun.
Það er auðvitað einn möguleiki enn, þ.e. ef kosningarnar fara með þeim hætti að skýr meirihluti er fyrir því, að hætta við áætlun um niðurskurð og endurgreiðslu skulda, að þá söðli Antonis Samaras leiðtogi Nýs Lýðræðis aftur um, þegar ljóst væri að ekki væri lengur pólit. meirihluti fyrir þeirri leið.
- En fræðilega gæti orðið mögulegt fyrir Nýtt Lýðræði og hinn frekar hófsama, Lýðræðislega Vinstri, að mynda saman stjórn. Sá virðist vera að græða mikið fylgi á hruni PASOK.
- Sú yrði ekki öfgasinnuð - alls ekki.
- A.m.k. ekki verra en þegar hérlendis var einu sinni mynduð samstjórn Sjálfstæðisfl. og þ.s. þá hér Vinstri Sósíalistaflokkurinn, sem seinna varð Alþýðubandalagið.
Hvað var það sem gerðist á fimmtudag?
Rétt fyrir hádegi, hafði slitnað upp úr fundi leiðtoga þeirra flokka sem hafa verið að styðja ríkisstjórn Grikkands, með George Papademos.
Þá kom Samaras með yfirlýsingu þ.s. hann lýsti nýjum kröfum, þ.e. vildi meiri niðurskurð ríkisútgjalda en í staðinn, að hætt væri við niðurskurð lífeyrisgreiðsla.
Skv. frétt Financial Times - Deal sparks backlash in Athens - þá náði Papademos samkomulagi við Samaras, upp á það að 15% lækkun lífeyrisgreiðsla myndi ekki ná til þeirra sem teljast til lágtekjuhóps meðal lýfeyrisþega.
Með þessu fékkst undirritun Samaras undir samkomulag, þ.s. gengið væri að skilyrðum "þrenningarinnar" svokölluðu.
Þannig útskýrist það, að allt í einu cirka um 1 leitið eftir hádegi að evrópskum tíma, þá tilkynnti Papademos um það að samkomulag hefði náðst.
- Fækkun um 15 þúsund ríkisstarfsmenn.
- Lækkuna lögboðinna lágmarkslauna á Grikklandi öllu um 22%.
- 15% lækkun lífeyrisgreiðsla til ríkisstarfsm. á eftirlaunum.
- Samkomulag milli ríkisstj. Grikkl. og einka-aðila um 70% afskrift skulda gríska ríkisins í þeirra eigu, kvá vera á lokametrunum.
- En það hjálpar að Seðlab. Evrópu hefur samþykkt að gefa eftir 11ma. gróða, sem hann ætlaði sér af grískum ríkisbréfum í hans eigu, en hann hafði keypt þau á verulegum afföllum, en ætlaði að innheimta á fullu verði.
En gríska hagkerfið er enn í hröðum samdrætti
- "The Hellenic Statistical Authority announced that Greece's manufacturing output contracted by 15.5pc in December from a year earlier and
- industrial output fell 11.3pc, having fallen 7.8pc in November.
- "Unemployment jumped to 20.9pc in November, up from 18.2pc in October - a rise of 14pc in a month.
- Greece's youth unemployment has reached 48pc - surging past Spain's for the first time."
Þvert á móti virðist ef e-h aukast hraðinn á samdrættinum.
Skv. nýjustu tölum stefnir í a.m.k. 5% samdrátt þetta ár, ofan í 6% sl. ár.
En í nóvember, var samdrátturinn áætlaður kringum 3% fyrir þetta ár.
Frekari niðurskurðaraðgerðir munu síst minnka þann samdrátt, svo það myndi ekki koma mér á óvart að hann verði a.m.k. 6%.
Mér sýnist þetta einmitt vera frjór jarðvegur fyrir öfgastefnur og annann slíkann poúlisma!
Niðurstaða
Mér sýnist það vera mjög raunhæfur möguleiki, að þingkosningar á Grikklandi, leiði fram nokkurs konar uppreisn almennings gegn niðurskurðar og sparnaðaráætlunum þeim, sem hafa verið kerfisbundið þvingaðar upp á grikki.
En fókuspunktur þeirra virðist fyrst og fremst vera, að tryggja endurgreiðslu skulda Grikklands, eða eins mikið af þeim og framast er unnt.
-----------------------------
Mér sýnist sterkar líkur vera á því, að þingkosgninar í apríl nk. geti leitt fram uppreisn almennings gegn þeirri framtíð, sem þeim er boðið upp á.
En alls enga vonarglætu er að sjá, þ.e. fátt bendir til annars en margra viðbótar samdráttarára, ásamt fólksflótta eftir því sem atvinnuleysi vex ár frá ári, og lífskjör dala.
Grikkir gera orðið helstu farandverkamenn Evrópu, en ekkert bendir til þess að hægi á efnahagssamdrætti í ár, heldur þvert á móti getur hann jafnvel orðið meiri en í fyrra, í ljósi nýrra og enn harðari samdráttaraðgerða en áður, sem nú stendur til að knýja í gegnum gríska þingið.
Á næstu dögum mun koma í ljós hvort gríska þingið samþykkir það samkomulag, sem leiðtogar stjórnarflokkanna hafa undirritað, með fyrirvara um samþykki þingsins.
Enn er þó ekki komið að þeim punkti, en aðildarríki Evrópu hafa ekki enn samþykkt það samkomulag fyrir sitt leiti. Á fundi í gærkveldi í fyrri nótt, var þetta rætt. Ekki lá fyrir útkoma úr þeim viðræðum, þegar ég skrifaði þessa blogg-grein.
En sennilega mun þetta koma í ljós á föstudaginn 10/2.
-------------------------------------
Evrusvæði kemur fram með nýjar kröfur gagnvart Grikklandi:
Eurozone dismisses Greek budget deal
Einhverra hluta vegna finnst leiðtogum evrusvæðisríkja ólíklegt að Grikkir muni geta fylgt fram samkomulagi undirritað í gær. En ég get ekki séð að nýjar kröfur séu raunhæfar.
Þ.e. frekari niðurskurður - að gríska þingið afgreiði samkomulagið þegar á sunnudag en þ.e. augljóslega alltof þröngur tími - að grísku stjórnmálafl. undirriti yfirlísingu um það að þeir muni standa við samkomulagið eftir kosningar en ég sé ekki hvernig það væri unnt að fá fram slíkt frá vinstriflokkunum að ofan og það væri nær einskis virði að fá undirskrift núverandi stjórnarfl. eingöngu - né að það sé raunhæft að krefjast trygginga í formi eigna gríska ríkisins af grikkum.
Mig Grunar að nú séu aðildarlönd Evrusvæðis að íta Grikklandi út, því þau vita að Grikkir eru sprungnir á limminu, núverandi samkomulag muni ekki í reynd komast til framkvæmda, en þau vilja ekki viðurkenna þetta opinberlega, setja þess í stað "ómögulegar" kröfur.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2012 | 12:30
Samkomulag á Grikklandi, virðist hafa náðst eftir hádegi í dag, eftir að í morgun leit út fyrir ekkert samkomulag!
Það sem ég sagði fyrir hádegi virðist allt vera úrelt. En skv. Reuters undirrituðu leiðtogar helstu stjórnmálaflokka Grikklands samkomulag, eftir hádegi í dag. Svo þetta er nýskeð.
Sjá frétt Reuters: Greek political leaders agree on bailout reforms
Ekki kemur fram hvað breyttist allt í einu.
En í morgun leit út fyrir ekkert samkomulag.
En einn af meginstjórnmálaflokkunum hafði sett fram ákveðnar kröfur um breytingar.
En kannski, einfaldlega féll Antonis Samaras frá því formaður "Nýs Lýðræðis". Megin hægriflokks Grikklands.
------------------------------------------------------
Samkvæmt fréttum er ekkert samkomulag á Grikklandi. Fundur forsætisráðherra Grikklands og helstu stjórnmálaforingja, sem hófst í gærkveldi lauk í morgun án þess að samkomulag væri undirritað, svo Grikkland hefur ekki samþykkt skilyrði Þrenningarinnar svokölluðu.
Þrenningin er, AGS + Seðlab. Evrópu + Neyðarlánasjóður Evrópu.
Skv. "New Greek demands threaten debt deal" heimtar leiðtogi megin hægri flokks Grikklands, umtalsverðar breytingar. Vill harðari niðurskurð ríkisútgjalda. En neitar að samþykkja lækkun lífeyrisgreiðsla eða svo mikla beina launalækkun, sem krafist er af þrenningunni. Býður sem sagt frekari útgjaldaniðurskurð á móti.
Neitar að undirrita bréf, um það að hann muni virða samkomulagið eftir kosningar.
Hvað vakir fyrir honum?
Líkleg ástæða er sú að þingkosningar eru á Grikklandi innan skamms, þ.e. apríl. Vinstri öfgaflokkar hafa verið að mælast sem hátt sem rúml. 40% samanlagt í könnunum, þ.e. fyrrum kommúnistar og flokkur Trokskýista.
Á sama tíma hefur flokkur Samaras verið að dala í könnunum, kominn niður fyrir 20%.
Ef þ.e. afstaða Samaras að það sé meiri hætta fyrir Grikkland, að næsta ríkisstjórn verði vinstri öfgastjórn, heldur en það að Grikkland verði gjaldþrota.
Þá held ég að ég sé sammála.
Grískir stjórnmálamenn, séu nú farnir að horfa meir á kosningarnar.
Þær séu hin mikilvægari barátta um framtíð Grikklands.
---------------------------------------------
Niðurstaða
Fyrri niðurstaða er úrelt. Það verður að koma í ljós hvað það var sem breyttist, hvort það var knúið eitthvað fram þ.e. tilslakanir.
En eina sem unnt er að gera er að fylgjast áfram með fréttum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það að skuldatryggingaálag Íslands sé einungis 280 punktar eða 2,8% kemur fram í nýjustu Peningamálum Seðlabanka Íslands. Þetta er mjög áhugavert, skuldatryggingar eru akkúrat þ.s. í orðinu felst, þ.e. trygging sem aðili getur fjárfest í. Svokallaður markaður með skuldatryggingar, myndbyrtir þegar um er að ræða álag sjálfstæðra ríkja líkur þess að þau komist í greiðsluvandræði, og geti ekki greitt upp lán að fullu - eða jafnvel ekki yfirleitt.
Álagið er sem sagt mat á gjaldþrotslíkum, og alltaf betra að það sé metið sem lægst.
Það er einmitt atriði sem hefur verið svo áhugavert að fylgjast með, er þróunin hvað Ísland varðar.
En ekki síður, samanburður við önnur lönd.
----------------------------------
Hitt atriðið sem ég velti fyrir mér, er hvort ekki stefni í svokallaða "stagflation" á evrusvæði. En að kröfu Angelu Merkel, verður evrusvæði nær allt - fyrir utan örfá lönd sem eru í viðunandi skuldastöðu, knúið í að framkvæma "samtímis" niðurskurðar og sparnaðaraðgerðir.
Ég er að velta upp, heildaráhrifunum af því, að svo mörg lönd verða samtímis, að spara og skera niður.
Spurningin er, hvort þetta muni ekki knýja á um stöðugt meiri prentun, þannig að verðbólga fari að aukast á ný á evrusvæði - en í ástandi samdráttar?
En prentun virðist mér eina ráðið sem eftir er í úrræðakystunni!
Hana muni þurfa að auka stöðugt, eftir því sem samdrátturinn mun ágerast!
Þannig, að vaxandi samdrætti muni samtímis fylgja vaxandi verðbólga þ.e. "stagflation."
Auðvitað stöðug og vaxandi rýrnun lífskjara!
Umfjöllun um skuldatryggingaálag Íslands!
Icelandic Market Daily, 19. January 2012
- Myndin að neðan er ekki alveg ný, en áhugavert er að sjá hve hátt álag Íslands fór, síðan sbr. á ferli Íslands þaðan í frá við feril Írlands.
- Það sem síðan vantar er hvað hefur gerst eftir það, en skv. "Icelandic Market Daily" hefur staða Íslands verið mjög stöðug, þ.e. mjög lítið flökt á álagi Íslands frá miðju sl. ári.
- Skv. grein Markit.com hefur álag Írlands lækkað nokkuð og var seint í janúar komið í kringum 600 punkta.
- Miðað við upplýsingar Seðlab. Ísl. sem sennilega eru nýjastar, er álag Íslands þrátt fyrir nokkra lækkun álags Írlands, enn cirka 2-falt lægra.
- Írlandi hefur verið hampað af aðilum á evrusvæði, sem sönnun þess að niðurskurðaraðgerðir og launalækkanir, geti víst snúið efnahag lands við - en smávegis, en þó virkilega aðeins smávegis hagvöxtur á Írlandi mældist á seinni hl. sl. árs.
- Áhugavert að það "showcase" land sé þó enn með 2-falt álag.
Eins og sést á litlu myndinni til hægri, hefur skuldatrygginga-álag ríkja á evrusvæði hækkað töluvert milli jan. 2011 og jan. 2012.
Þetta er áhugaverður samanburður, en hann sýnir að þó svo ímsum fynnist tiltöluleg ró hafa færst yfir evrusvæðið upp á síðkastið, þá er það einungis í samhengi við það ástand sem ríkti í desember sl.
Af hverju hefur álag Íslands lækkað?
Ég þakka þetta gengisfalli krónunnar. En með því snerist viðskiptahalli í afgang, og sá hefur síðan verið rétt svo nægur til að duga fyrir afborgunum af skuldum alla tíð síðan.
Í augum erlendra bankamanna og fjárfesta, er slíkt ástand traustvekjandi.
Og því lengur sem það viðhelst, því meir eykst það traust.
Það er það sem ferill Íslands segir!
Svo öfugt á evrusvæði, að ef þú ert með krónískann viðskiptahalla, sem þér er ekki að takast að snúa við í hagnað, þá smám saman minnkar tiltrú og að því kemur að aðilar fara að óttast um stöðu viðkomandi lands, og svo heldur sá ótti áfram að magnast, ef enn tekst ekki að snúa við í ástandi krýsu.
Verður "STAGFLATION" á evrusvæði?
Sjá grein Markit.Com - Rit Markit.com.
Takið eftir "Fig 1" bls. 2.
"Figure 1 shows that Icelands CDS spreads have outperformed the peripheral countries by some margin over the last two years, and the country recently returned to the capital markets. "
"So are the austerity policies favoured by Angela Merkel and her acolytes mistaken? Possibly, but the experience of Ireland provides evidence in the other direction. The Irish people have been stoic in accepting public spending cuts and tax rises, and their efforts appear to have made Ireland more competitive. Its external position has improved and growth is expected to pick up this year."
Þeir sleppa að nefna þ.s. máli skiptir, að laun á Írlandi raunverulega hafa lækkað.
Svo nefna þeir ekki, að eftirspurn innanlands er enn í samdrætti á Írlandi.
En launalækkanir, hafa minnkað innflutning þannig gert viðskiptajöfnuðinn jákvæðann á ný, ekki þó að hann sé orðinn jákvæður um nærri því eins hátt hlutfall og hérlendis.
Spurning hvort hann er orðinn nægilega stór sá plús til að standa undir skuldum.
"All of the peripheral countries had become uncompetitive compared to Germany and other core countries; hence a painful adjustment is necessary if it they are to stay in the eurozone."
- Eitt er samt, að tiltölulega lítil lönd beiti slíkum úrræðum þ.e. Írland og Eystrasaltslöndin.
- Allt annað er, ef lönd á stærð við Ítalíu og Spán fara að beita þeim.
- En ég ítreka, að innlend eftirspurn á Írlandi er enn í samdrætti, hefur verið samfellt í rúml. 2 ár.
- Ítalía + Spánn eru stærri markaður fyrir Þýskaland, en Bandar. eru.
- Aðgerðir sem draga stórfellt úr innlendri eftirspurn, en þannig snerist viðskiptajöfnuður Írlands við og einnig Eystrasaltslandanna, mun óhjákvæmilega hafa umtalsverð samdráttaráhrif á heildar-eftirspurn innan Evrusvæðis.
- Þetta eru 3. og 5. stærsta hagkerfið eftir allt saman. Þungaviktarlönd.
- Eins og ég hef margsagt áður, þá sé ég virkilega ekki, hvernig Þýskaland sjálft kemst hjá samdrætti - því slíkur viðsnúningur á Ítalíu og Spáni, ef framkvæmanlegur - mun óhjákvæmilega minnka umtalsvert innflutning þeirra landa á þýskum vörum.
En það eru ekki bara Spánn og Ítalía sem munu fara í harðar sparnaðar-aðgerðir, til stendur að Frakkland bætist í þann góða hóp að spara sem mest mega, og að auki standa til nýjar og harðari sparnaðaraðgerðir en fram að þessu í Belgíu. Varla þarf að nefna, að hart er gengið fram í sparnaði í Portúgal, vaskur forsætisráðherra sem er staðráðinn að ganga til verks þar í landi og skera mikið. Svo þekkjum við Grikkland, og allann niðurskurðinn þar.
Við erum að tala um sem sagt, 2. stærsta + 3. stærsta + 5. stærsta hagkerfi evrusvæðis!
Öll 3 í samdráttaraðgerðum samtímis, auk nokkurra smærri hagkerfa.
Það er mjög áhugaverð hagfræðileg tilraun í gangi á evrusvæði!
Það er óhætt að segja það.
Synkróniseraður samdráttur - þetta er svo klikkað!
- Öll þessi minnkun eftirspurnar sem þetta mun framkalla, að sjálfsögðu mun víxlverka frá einu hagkerfi til annars, og minnka verslun innan evrusvæðis.
- Ég get ekki séð að nokkurt aðildarríki evru, nema hugsanlega Finnland, muni sleppa við samdrátt, að vera togað niður af svo öflugri samdráttar-aðgerð.
- En Finnland með sitt Nokia, getur kannski sloppið.
- Sú minnkun eftirspurnar hefur þá að sjálfsögðu þau klassísku áhrif, að lækka verð á eignum, þ.e. fasteignum og samtímis virði fyrirtækja, meðan skuldirnar lækka ekki.
- Þetta mun hafa svipuð áhrif því sem gerðist hér á Íslandi er laun raunlækkuðu vegna falls gengis krónu, en útkoman er hin sama ef laun eða tekjur lækka en skuldir lækka ekki.
- Skuldabyrði því eykst hjá almenningi, og hjá fyrirtækjum, sem magnar samdráttinn enn frekar.
- Þetta er ástæða þess að eftir því sem samdráttur ágerist muni þurfa að auka prentun, því bankar munu verða fyrir því að virði fasteigna sem eru veð munu lækka og því gæði veða versna, samtímis því að skuldurum í erfiðleikum fjölgar.
- Svo að það mun þurfa að prenta stöðugt meir fé og nánast gefa bönkunum, til að halda fjármálakerfinu á floti.
- Þess vegna sýnist mér, að ásamt samdrættinum muni smám saman einnig koma aukin, og svo enn meiri verðbólga.
- Auðvitað gengisfall evru, þó hún hafi hækkað í janúar og hafi hækkað aðeins meir þ.s. af er febrúar, þá er það rökrétt í þvi ástandi sem stefnir í, að gengi hennar muni síðan fara að láta undan, og það fari svo á lækkunartrend.
- Það þarf þó ekki að verða að það verði eiginlegt gengishrun!
Niðurstaða
Ég árétta þá afstöðu mína, að gengisfall krónunnar hafi komið í veg fyrir gjaldþrot Íslands. Hið minnsta fram að þessu. En ef við verðum gjaldþrota, verður það ekki okkur að kenna - en hugsanlegt er að ef framvinda mála í Evrópu, geti sett okkur í slíka stöðu ef verðfall útflutningsafurða verður það mikið. En til þess, þyrfti sennilega verulega dökka útkomu.
Varðandi framvindu mála í Evrópu, er alls ekki öruggt að Angelu Merkel muni takast að klára málið, þannig að sú áætlun í reynd gangi fram. En útlit er fyrir það að nýr leiðtogi muni taka við í Frakklandi, þegar forsetakosningar verða í vor. En sá sem líklegastur er, hefur sett sig upp á móti stefnu Angelu Merkel. Og hefur tjáð sig mjög ákveðið um það, að hann muni ekki standa við þá áætlun, ef og þegar hann kemst til valda. Francois Hollande getur reynst hennar "nemesis".
Sjá: "The Greatest Danger to Merkel Bears the Name Hollande"
Ef Frakkland gengur úr skaftinu, myndi mjög líklega öll áætlun Angelu falla í kjölfarið!
Eins og fram kemur í fréttinni, er mjög sérkennilegt drama í uppsiglingu, en Angela Merkel hefur lýst yfir opinberum stuðningi við Sarkozy, og ætlar að koma fram með honum í einhver skipti, í kosningabaráttunni. Á sama tíma, ætla þýskir kratar, að styðja Hollande.
Þarna er verið að berjast um framtíð Evrópu!
Langt síðan að maður hefur vonast eftir því að sósíalisti vinni sigur í forsetakosningum í Frakklandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2012 | 23:45
Engin lausn á Grikklandi!
Fundur sem átti að fara fram þriðjudagskvöld milli Papademos forsætirsráðherra Grikklands og helstu flokksleiðtoga, var víst frestað til næsta morguns, þ.e. miðvikudag 8/2. Papademos staðfesti þetta um kvöldmatarleitið að evrópskum tíma:
"19.32 More news from Greece: a spokesman for Lucas Papademos confirms that the meeting with coalition heads will be cancelled, and the PM will instead meet tonight with the troika."
Sjá einnig: Greece misses bail-out deadline
Skv. þessu fundaði hann í staðinn með fulltrúum svokallaðrar þrenningar; Seðlab. Evr., AGS, og Björgunarsjóður Evrusvæðis - sem er undir stjórn aðildarríkjanna.
Mynd - George Papademos
Maður veltir fyrir sér þessum stöðugu fundum milli hans og fulltrúa þrenningarinnar, en fregnir bárust einnig af fundum milli hans og þrenningarinnar daginn áður, síðan einnig um helgina.
En hann er embættismaður frá Framkvæmdastjórn Brussel, þannig séð maður Brussel í Grikklandi, þó hann sé sjálfur Grikki, borin og barnfæddur þar og uppalinn.
En málið að ég velti þessu upp, er þetta er eins og hann sé samningamaður í reynd á vegum þeirra, þ.e. þrenningarinnar - en slíkur myndi einmitt stöðugt hringja í yfirmenn sína til að tjá þeim stöðu mála. Ég er farinn að velta fyrir mér hvort staða Papademos sé í reynd nær þessu!
Skv. frétt fyrr í dag þriðjudag: Greek leaders inch towards austerity deal.
Hafði Papademos fengið svokall loka-uppkast, hvað svo sem það þíðir, en ef til vill eftir fundi mánudagsins með "þrenningunni", voru gerðar einhverjar smávægilegar breytingar - sem ef til vill Papademos hefur talið auka líkur á samkomulagi. Ath. concistent við stöðu hans sem samningamanns á vegum þrenningarinnar, fremur en eiginlegs forsætisráðherra Grikklands.
Að sögn átti að vera fundur um kvöldið þar sem hann myndi kynna fyrir leiðtogum helstu flokka Grikklands, þetta uppkast sem skv. fréttum er 15 bls.
- Hann sagðist bjartsýnn á að kvöldfundurinn myndi enda í samkomulagi.
- En nú virðist staðan sú, að ekki varð af þeim kvöldfundi, heldur eins og fram kemur efst, er kvöldfundurinn orðinn að morgunfundi daginn eftir.
Þetta er staðan - og ég treysti mér með engum hætti að álykta neitt um málið umfram það, að óvissan sé klárt mikil.
Ég treysti mér ekki til að koma fram með líkur, ekki einu sinni hvort þær eru stærri eða minni en 50%.
Svo mikil sýnist mér að óvissan sé!
Á morgun miðvikudag 8/2 eftir hádegi, á að fara fram fundur ráðherra evrusvæðis, og málið á dagskrá er Grikkland.Hann hefur ekki enn verið blásinn af - hann átti að vera í reynd sl. mánudag, en var frestað sl. föstudag til miðvikudags er ljóst var að samkomulag næðist ekki fyrir mánudag að flestum líkindum.
Ég veit ekki hvað gerist ef fundurnn verður ekki blásinn af, og ljóst er að Grikkir hafa ekki samþykkt skilyrði "þrenningarinnar".
Einn möguleiki er að Grikkir fái t.d. viku frest til viðbótar - annar er að þá þegar verði því lýst yfir á fundinum, að Grikkir fái ekki frekari greiðslur - málið sé dautt. Grikkland verði gjaldþrota.
Af hverju gengur svo ílla að ná samkomulagi?
Ein áhugaverð frétt á Wall Street Journal - After Greek Deal Comes the Political Reckoning
Sannarlega er mjög stór hluti ástæðunnar, að það virðist enginn endir í augsýn, nú komin 2 síðan Grikklandskrýsan hófst og ekkert bendir til annars en að hún haldi áfram mörg - mörg ár til viðbótar.
Svo mjög skiljanlega er komin mikil þreyta í mannskapinn, þeim hlýtur að finnast þeir vera eins og gríski maðurinn sem skv. grískri goðsögn var dæmdur af guðunum, til að íta alltaf sama steininum upp fjallið til eílífðar, og takast aldrei.
Ég get skilið að þeim einfaldlega fallist hendur frammi fyrir enn harðari kröfum en síðast, og þó hefur kröfuharkan alltaf stífnað við hvert skipti. Tilgangsleysið virðist svo algert.
Alltaf versnar framkoma mótaðilanna gagnvart þeim, þ.e. alltaf þetta tal um að ekkert sé að treysta á grikkina, ekkert standist - o.s.frv.
Svo eins og fram kemur í frétt WSJ standa flokkarnir frammi fyrir "Gotterdammerung" í þingkosningum eftir 2 mánuði, þ.e. í apríl
Ég get vel skilið og sé ekki ástæðu til að fordæma, að ef þeir stjórnmálamennirnir einfaldlega ákveða, að nóg sé komið - best að hætta þessum cirkus.
Hvað gerist ef Grikkland verður gjaldþrota?
Sjá áhugaverða skoðun: It's Time To End the Greek Rescue Farce
Það hafa verið að heyrast ímis áhugaverð ummæli síðustu dagana, um það að nú standi mál á evrusvæði svo mikið betur en lokamánuði sl. árs, að evrusvæði geti vel þolað grískt gjaldþrot.
- Það sem hefur breytt útlitinu, er ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hefja prentun.
- Hann þó er einungis að lána bönkum prentað fé.
- Þó bankarnir hafi síðan verið að nota það fé, til að kaupa ríkisbréf, sem hefur stuðlað að lækkun vaxtakröfu á Spán og Ítalíu.
Ef Seðlabanki Evrópu fær áfram að prenta í friði, getur hann alveg haldið fjármálakerfi evrusvæðis á floti, þó svo Grikkland verði gjaldþrota. Kostnaður verðbólga.
Ef til vill verður þá næsti 3 ára neyðarlánapakki á 1% vöxtum enn stærri en fréttir hafa verið um, þ.e. talið er að stefni í að evr. bankar taki 1.000ma. að láni, en kannski verður í tilviki grísks gjaldþrots útkoman sú að bankarnir bæta um enn betur og taki jafnvel 1.500ma..
En ég hef séð því haldið fram af erlendum hagfræðingi, að kostnaður við þrot Grikklands hlaupi á allt að 800ma. þegar allt er talið, ef menn gera því skóna að peningurinn sé algerlega glataður.
- Áhugavert er að muna í samanburði, að bandar. "Federal Reserve" lánaði bandar. bönkum rúml. 700 ma.$.
- Björgun seðlab. Evr. stefnir í að vera margfalt dýrari!
En þ.e. ekki bara Grikkland sem stefnir í þrot, fjárfestar hafa undanfarið verið að ókyrrast vegna Portúgals, en skuldir landsins eru milli 350-400% þ.e. heildarskuldir, þó svo skuldir ríkisins séu lægri en skuldir gríska ríkisins, þá eru heildarskuldir Portúgals í reynd hærri en heildarskuldir Grikklands. Áhugaverð staðreynd, sem markaðurinn er farinn að veita athygli.
- En með þroti Grikklands, á versta mögulega hátt, verður brotið ákveðið "tabú" þ.e. að skuldir svokallaðra þróaðra ríkja séu öruggar.
- Þá eru taldar líkur af mörgum, að aðilar sem eiga skuldir þróaðra ríkja með erfiða skuldastöðu, muni endurskoða mat sitt á öryggi þeirra skulda.
- Þetta er þessi "contagion" ótti sem hefur legið sem mara yfir evrusvæði.
Gjaldþrot Grikklands mun leiða fram sannleikann um það, hvað hæft er í þeim ótta.
Niðurstaða
Óvissan er enn alger um stöðu mála á Grikklandi. Engin lausn liggur fyrir enn. Ég hvet alla sem geta að fylgjast með fréttum. Má vera að 8 fréttirnar í fyrramál veiti einhverjar upplýsingar. En það ætti a.m.k. að liggja fyrir um hádegisfréttir, hvort leiðtogar helstu stjórnmálaflokka Grikklands samþykktu kröfur "þrenningarinnar" fyrir hádegi eða ekki.
------------------------------------
PS: "09.45 The Greek approval meeting is now scheduled for 1pm GMT, says Skai TV. Bloomberg also says the PM's office has confirmed the meeting will take place at 1pm."
Fundurinn sem átti að fara fram í gærkveldi, síðan í morgun, fer nú fram að sögn skrifstofu forsætisráðherra Grikkl. kl. 1 skv. Greenwhich miðlínu tíma.
"07.33 Reports also emerged last night that the European Central Bank (ECB) had agreed to exchange the discounted Greek government bonds it bought in the secondary market last year...The WSJ said the ECB concession could ease Greece's debt burden by up to 11bn."
Ef seinni fréttin er rétt, hefur Seðlab. Evr. samþykkt að gefa eftir hagnað sinn af skuldabréfum gríska ríkisins, sem hann keypti á undirverði, en ætlaði að rukka inn á fullu. Þetta spari 11ma..
Sem hugsanlega liðkar fyrir samkomulagi við einka-aðila um afskrift skulda Grikklands.
Hlutir virðast vera í gangi.
Spennan sýnist mér þó enn vera til staðar!
Fylgjast áfram með fréttum!
------------------------------------
PS. 2: Peningamál Seðlabanka Íslands komin út.
Skv. Peningamálum er skuldatryggingaálag Íslands á nýárinu 280 punktar.
Skoða Rit Marki.com, en á bls. 4 er áhugavert yfirlit yfir álag einstakra Evrópuríkja. Áhugavert að sjá stöðu Íslands í því samhengi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2012 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2012 | 23:26
Merkel og Sarkozy segja við Grikki, gerið þ.s. ykkur er sagt eða þið fáið engann pening!
Grikkland virðist komið í nær óleysanlega klemmu. En vandinn er ekki síst sá að á Grikklandi eru þingkosningar í apríl nk. Nú er febrúar. Ekki nema 2 mánuðir til kosninga. Og flokkarnir eru skiljanlega mjög tregir til að ganga að skilyrðum svokallaðrar "Þrenningar"/Troika. Sem er Seðlabanki Evrópu, AGS og Neyðarlánasjóður Evrusvæðis - sem er undir stjórn aðildarríkjanna.
Á sama tíma, er ekki nema mánuður í gjaldþrot! Þ.e. 20 mars nk. þarf gríska ríkið þarf að greiða upp 14,5 milljarða evra lán sem fellur á gjalddaga. Það mun ekki vera mögulegt, án peninga frá aðildarríkjunum, í gegnum Neyðarlánssjóð Evrusvæðis eða "ESFS".
Hver eru þessi skilyrði?
- 25% launalækkun opinberra starfsm. Fram að þessu hafa óverulegar launalækkanir orðið hjá ríkisstarfsm.
- 15% lækkun lífeyris til fyrrum opinberra starfsm. Sennilega gegnumstreymiskerfi.
- Lokað sé tafarlaust 100 opinberum stofnunum, þannig að um 15þ. ríkisstarfsm. missi vinnuna.
- Sett sé þegar í stað, dagsetning hvenær sala ríkiseigna hefst. En það dæmi hefur stöðugt dregist, og slík sala er ekki enn hafin.
- Merkel og Sarkozy sögðu í dag, að Grikkir verði að ganga að skilyrðum, ella fái þeir ekki pening!
Merkel Demands that Greece Take Quick Action
Germay, France and EC increase pressure on Greece
Angela Merkel: "We want Greece to stay in the euro zone," Merkel told reporters in Paris. But, she then added, "I want to make clear once again that there can beno deal if the troika proposals are not implemented. They are on the table, time is of the essence. Something needs to happen quickly."
Nicolas Sarkozy: "Our Greek friends must fulfil their responsibilities," Sakorzy added. "They have no choice."
- Tek fram að það er engin skilda hinna aðildarríkjanna, að halda Grikklandi uppi.
- En þ.e. einnig réttur Grikkja, að ákveða að fara ekki að þeim skilyrðum sem þeim eru sett á móti.
- Sem þíðir auðvitað greiðsluþrot - en mín skoðun er að úr því sem komið er, sé það sennilega skárra.
- Það þíðir mjög líklega drögmuvæðingu, en ég held ekki að það þíði að Grikkland fari úr ESB. Ég held þvert á móti að lending verði sú, að Grikkland verði áfram meðlimur. Eftir að dragman hefur fallið stórt kannski allt að 80%, geti Grikkland fengið aðild að ERM II.
Nýjar hugmyndir að nálgun að því, hvernig haldið verði utan um greiðslur til Grikklands!
Merkel Demands that Greece Take Quick Action
Greece bail-out funds could be split
Assembling the pieces for a Greek resolution
- Hugmyndin er sú að ef prógrammið um Grikkland heldur áfram, þá verði peningaframlög greidd inn á sjóð - sem sagt búinn til nýr sjóður.
- Sá sjóður eyrnamerki peninga til tiltekinna kröfuhafa, þannig að tryggt sé að þeir fái alltaf greitt. Sjóðurinn sér þá um þær greiðslur, en grísk stjv. koma aldrei nærri þeim pening. Þannig sé kröfum Þjóðverja um tryggar greiðslur mætt, að kröfuhafar hafi forgang.
- Á sama tíma, sé einnig tiltekið fé eyrnamerkt gríska ríkinu. Því verði unnt að halda eftir, án þess að skapa þá hættu að það verði "credit event" þ.e. að kröfuhafar fái ekki greitt.
- Þannig, verði með auðveldari hætti, unnt að halda svipunni að grískum stjv. - svo þau haldi sér við sitt verkefni, eins og þeim er uppálagt. Samtímis er því sleppt að búa til stórfellt drama á fjármálamörkuðum.
Tilfinningin sem maður fær af þessu, er að Grikkland sé komið í hlutverk ódæls krakka sem er í skammarkróknum, í augum hinna aðildarríkjann, og fullorðna fólkið sameinast um að ala krakkann upp hvort sem krakkinn vill það eða ekki. Á ensku er þetta kallað "patronizing." Þykir ekki endilega góð framkoma.
Merkel ætlar að taka þátt í kosningabaráttu Sarkozy!
Crisis Desperation Drives Merkel to Campaign for Sarkozy
Þetta er svo magnað, að ég varð að bæta þessari frétt inn!
- En ég hef aldrei nokkru sinni heyrt dæmi þess áður, að leiðtogi annars ríkis gangi til liðs við leiðtoga ríkis og aðstoði hann í kosningabaráttunni.
- En það virðist sem að til standi að Merkel fari um Frakkland með Sarkozy.
Lesið grein Der Spiegel!
Niðurstaða
Nú loks getur það verið að dramað um Grikkland sé að nálgast endapunkt. En mér sýnist erfiðleikastigið hafa aukist töluvert síðan síðast. En nú er krafist verulegra beinna launalækkana, auk umtalsverðra beinna lækkana á lífeyrisgreiðslum, stofnunum sé lokað svo fj. mann missi vinnuna. Ekki beint gott veganesti í kosningabaráttu.
Þessi grísku drömu eru nú búin að vera reglubundnir atburðir. En þ.s. bætir nú í, eru þingkosningarnar í apríl. En þ.e. viðbótar þrýstingur á gríska stjórnmálamenn, sem ekki hefur fram að þessu verið fyrir hendi.
Mig grunar að kosningarnar einmitt umtalsvert minnki líkurnar á því, að í þetta sinn eins og áður komist Grikkland yfir hindrunina, þannig að gríska prógrammið haldi áfram.
Áhugavert tvist er að Papademos forsætisráðherra, gaf í dag skipun til fjármálaráðuneytis Grikklands, að teikna upp líklega atburðarás um það hvað gerist ef Grikkland verður greiðsluþrota.
"Mr Papademos asked the ministry: to record accurately and realistically all the consequences of the countrys exit from the eurozone."
"according to Panos Beglitis, spokesman for the socialist Pasok Party, who told Radio 9: Its an important initiative because the Greek people should know exactly what consequences a bankruptcy and eurozone exit would have and thereby take their responsibility."
Mig grunar að því verði einkum ætlað, að skapa viðbótar þrýsting á gríska stjórnmálaforingja, svo í því plaggi verða afleiðingar líklega málaðar mjög dökkum litum.
Ég á sem sagt ekki von á því að þetta verði hlutlaus skoðun!
---------------------------
Hvet fólt til að fylgjast með fréttum!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.2.2012 | 16:09
Klukkan tifar á Grikkland!
Enn ein helgin ætlar að líða án samkomulags milli aðila um Grikkland. En tími er enn til stefnu, ekki þó án enda. Sá endi kemur þann 20 mars nk. er gríska ríkið þarf að greiða upp 14,5 milljarða evra lán sem fellur á gjalddaga. Ef heildarsamkomulag liggur þá ekki fyrir, þannig að Grikklandi hafi verið veitt fjármögnun af svokölluðu "þríeyki"/ "þrenningu"/"troyka" þá verður Grikkland greiðsluþrota með versta mögulega hætti.
Tvennt er í gangi samtímis
- Samkomulag við þrenninguna, þ.e. AGS, Seðlab. Evr. og Neyðlarlánasjóð Evrusvæðis sem er undir stjórn aðildarríkjanna, þarf að liggja fyrir, svo að svokalluð "Önnur björgun" komist til framkvæmda, en samkomulag um hana var upphaflega gert seint í nóvember 2011, en síðan þá hefur ný óvissa skapast. En Grikkland að mati þrenningarninnar hefur ekki enn hrint í framkv. öllum þeim aðgerðum sem ríkisstj. grikkl. lofaði í nóvember, þ.e. launalækkanir, lækkun lífeyrisgreiðsla til fyrrum opinberra starfsm, að loka fj. ríkisstofnana, að selja fj. ríkisfyrirtækja. Síðan fyrir utan þetta, hefur framvinda efnahagsmála í Grikklandi verið lakari en áætlanir gerðar í nóvember sl. gerðu ráð fyrir, þ.e. Grikkland virðist hafa haft 6% samdrátt rétt rúml. á sl. ári heilt yfir litið, en ekki rúml. 5,5%. Það þíðir að framtíðar tekjur gríska ríkisins verða verri en áætlað hafði verið, sem í reynd segir að gríska ríkið þurfi meira fé en áður var áætlað. Talað um viðbótarþörf upp á 15ma. næstu 3 árin, umfram þá 130ma. sem áætlunin frá nóvember miðaði við.
- Svo er það hitt megin dramað, sem er tilraunir til að ná samkomulagi milli einkabanka og einkasjóða, um afskrift lána Grikklands. Uppaflega átti afskriftin að vera 50%. En dramað sl. 3 vikur snýst um nýjar kröfur þrenningarinnar gagnvart einkaaðilunum. Þær kröfur skv. því mati sem þeir aðilar hafa komið fram með, fela í sér raunafskrift virðis upp á 70%. Þarna sýnist mér að þrenningin sé að leitast við að íta sem mest af kostnaðinum við það vanmat á ástandi Grikkland sem átti sér stað í nóvember, á einkaaðilana. En deilan snýst nánar tiltekið um vexti á 30 ára skuldabréfum sem gríska ríkið á að gefa út í stað afskrifaðra. Fyrir um 3 vikum, virtist sem að gríska ríkið ætlaði að sætta sig við 4% vexti. En hinir opinberu kröfuhafar hafa gert kröfu um að þeir verði lægri, þ.e. 3% eða 3 og eitthvað prósent, lægra því betra. Síðan þá hefur staðið í stappi. Einkaaðilarnir hafa gert þá gagnkröfu á þrenninguna, að hún afskrifi eitthvað á móti þá t.d. bent á að Seðlabanki Evrópu keypti ríkisbréf Grikklands á afföllum sem oft voru veruleg, en ætlar sér að rukka þau inn á fullu verði. ECB geti þarna afskrifað mismuninn, þ.e. fórnað sínum hagnaði. ECB hefur ekki tekið þetta í mál. ECB hefur síðan verið undir nokkrum þrístingi, að sætta sig við að gefa eftir a.m.k. hluta þessa hagnaðar. Enn virðist staðan vera sú, að samkomulag er ekki í höfn.
Greeces leaders oppose new austerity measures
- Í sl. viku gerði þrenningin kröfu til grikklands, um 25% lækkun launa opinberra starfsmanna, um 35% lækkun lífeyrisgreiðsla til fyrrum opinberra starfsm, um það að tilteknum ríkisstofnunum sé tafarlaust lokað 100 talsins sem þíðir fækkun um einhver þúsund ríkissstarfsm., og að auki að það væri fengið á hreint hvenær akkúrat sala ríkiseigna á að hefjast. En sá dagur hefur verið á reiki, stöðugt verið færður aftur.
- Þessum kröfum höfnuðu stjórnmálaflokkar Grikklands, en á Grikklandi sytja þeir enn í ríkisstj. ekki alveg eins og á Ítalíu að þar ríkir hrein embættismannastjórn. En forsætisráðherra Grikkland Papademos er embættismaður frá Brussel þ.e. Framkv.stj.
Á þessari stundu er ekki vitað hver útkoman verður!
Greece in last-minute austerity talks
Skv. frétt Financial Times eru flokksleiðtogar stjórnmálaflokka Grikklands á fundi með Papademos forsætisráðherra eftirmiðdaginn dag sunnudag, þar sem tilraun verður gerð til að útbúa eitthverskonar móttilboð til þrenningarinnar fyrir nk. mánudag.
Reyndar er búið að fresta fundi ríkja evrusvæðis um Grikkland víst fram á miðvikudag, en áður átti hann að fara fram nk. mánudag.
En það þykir þó mikilvægt að ná einhverju samkomulagi þ.e. tilboði, svo það verði hugsanlega ekki verulegur óróleiki á mörkuðum nk. mánudagsmorgun, ef ekkert tilboð frá Grikklandi hefur þá komið fram, og óhjákvæmilega markaðir yrðu að meta niður líkur á því að Grikklandi takist að forðast greiðsluþrot.
Tíminn er ekki endalus, en fræðilega er enn unnt að láta þetta slumpast áfram út næstu viku og einnig út vikuna þar á eftir.
En þaðan í frá væri farið að styttast óþægilega í stóra daginn!
Niðurstaða
Vandi við þetta allt saman er síðan að Grikkland er enn með um 10% viðskiptahalla út á við, sem þíðir að uppsöfnun skulda er stöðugt vandamál, með þeim hætti. Þó svo allt væri fræðilega afskrifað myndi þannig safnast á nokkrum árum nýr bingur af skuldum.
Skv: ECB saves banks as economies sink var samanlagður viðskiptahalli Portúgals, Grikklands, Spánar og Ítaliu 129ma. árið 2011. Svo er vitnað í mjög áhugaverða samantekst Seðlabanka Evrópu - sjá þá samantekt "HÉR" - drógu 35% banka á evrusvæði úr lánveitingum mjög líklega einkum bankar í S-Evr., peningamagn í sömu löndum minnkaði um 4% frá janúar 2011 til nóv. 2011 sem er samdráttareinkenni, og iðnframleiðsla á Spáni minnkaði um 7% yfir sama tímabil. Sjálfsagt er Seðlab. Evr. ekki búinn enn að fullvinna tölur fyrir síðustu 3 mánuði sl. árs.
Svo ég ítreki þann punkt, þá eru ofangreind ríki ekki sjálfbær meðan þau eru í ástandi viðskiptahalla, sem dæmi er oft sagt að staða Ítalíu sé best því þar sé hæst hlutfall af skuldum í eigu ítalskra aðila, en þó er 51% í eigu aðila utan Ítalíu. Svo Ítalía þarf viðskipta-afgang ekki milli 3-4% viðskiptahalla. Kannski ekki mjög stórann, kannski dugar um 2%.
En í samhengi við vanda Ítalíu er þó vandi Grikklands virkilega hrikalegur, þ.e. enn með 10% viðskiptahalla eftir 3 ár í kreppu. Sem skýrir að verið er að þrýsta á Grikkland að lækka laun um 25%. Enda er það raunverulega nauðsynlegt.
En sl. föstudag voru ekki bara stjórnmálaflokkar Grikklands sem höfnuðu þeirri kröfu. Henni var einnig hafnað einróma af samtökum vinnuveitenda á Grikklandi sem og samtökum launþega.
En ef Grikklandi tekst ekki að fá þrenninguna til að samþykkja vægari millileið sem grísku stjm. flokkarnir eru væntanlega að reyna að sjóða saman á fundi í dag, þá stendur þessi krafa óhögguð. Og þrenningin hefur peninginn sem Grikkland þarf.
Þrenningin var að segja við Grikkland, að 25% launalækkun, 35% lækkun lífeyrisgreiðsla til ríkisstarfsmanna sem gríska ríkið borgar með beinum hætti, að loka tafarlaust 100 ríkisstofnunum; séu ófrávíkjanleg skilyrði.
Að Grikkland fái ekki peninginn, nema þau skilyrði hafi verið uppfyllt fyrst.
Þá kemur hin áhugaverða hliðin, hvað gerist ef grísk stjv. leitast við að knýja þetta fram? En fram að þessu hafa laun í Grikklandi ekki lækkað að ráði, þ.e. hjá þeim sem enn hafa atvinnu.
Svo að launþegar hafa ekki enn fengið verulega að finna fyrir kreppunni, þ.e. þeir sem enn hafa vinnu. En þeim fer hratt fækkandi sem hafa vinnu.
- Þetta er hið klassíska vandamál, að mjög erfitt er að lækka laun.
- Ég er hreint ekki viss að svo stór bein launalækkun þ.e. 25% hafi nokkru sinni verið framkvæmd í milljónaþjóðfélagi.
Það mun taka einhvern tíma fyrir Grikkland að uppfylla þau skilyrði, ef grískir stjórnmálaenn láta undan kröfu þrenningarinnar, og gera tilraun til að hrinda þessu í framkv.
Það er kannski ekki síst það, sem skapar spennu fyrir nk. viku, því þó enn séu cirka 4 vikur til stefnu, þá tekur tíma að leysa úr þessum málum, þó hafist væri af handa af krafti þegar í næstu viku.
En líkur eru aftur á móti miklar sýnist mér, að nk. vika lýði án samkomulags.
Eitt er ljóst - að spennan vegna Grikklands fer vaxandi.
Klukkan tifar - eins og ég segi í fyrirsögn!
------------------------------------
PS: Skv. nýjustu fréttum Greece takes step closer to default - Greece falters in debt talks with creditors kom ekkert gagnlegt úr úr fundi stjórnmálaleiðtoga Grikklands með Papademos forsætisráðherra sem haldinn var eftirmiðdaginn í dag sunnudag 5/2. Skv. frétt verður aftur fundað á morgun mánudag, og Papademos hefur sett lokapunkt á þeim tilraunum fram á hádegi nk. miðvikudag. Ef ekkert kemur út úr þeim fundarhöldum, þ.e. annaðhvort nytsamt gagntilboð eða formlegt samþykki á skilyrðum "þrenningarinnar" er útlit fyrir að niðurstaða fundar aðildarríkja evru nk. miðvikudag, verði sá að það verði ekkert af frekari lánveitingum til Grikklands.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2012 | 15:09
Er þjóðin sek? Er nóg að fórna Geir til að gera upp fortíðina?
Guðbergur Bergsson í vikunni skrifaði grein á vefmiðlinum Eyjunni, sjá: Hvað er þjóðarsekt?
Hann kemur með áhugaverðar pælingar um þjóðarsekt. En þær eru til muna íhugulli en slíkar útleggingar hafa verið, sem ég hef séð fram að þessu.
- "Þjóðarsekt er það þegar þjóð finnur enga sök hjá sér, og beri eitthvað út af í málum hennar sakfellir hún einungis leiðtoga sína."
- "Um leið gleymist henni að lýðræði felst í samábyrgð og skyldum. Þar er enginn undanskilinn, hvorki þjóðin né leiðtogarnir, enda eru þeir lýðræðislega kosnir af henni."
- "Í einræðisríkjum og í nýlendum er þjóðin aftur á móti saklaus ef eitthvað ber út af í málum hennar, enda ræður hún engu. Öll ábyrgð er í höndum stjórnenda hennar."
- "Þetta er sá megin munur sem er á lýðræði og einræði."
Þarna sýnist mér hann ekki að taka þá pólitísku útleggingu sem ég hef svo oft séð, þ.e. þjóðin er sek vegna þess hún kaus ranga flokka - ranga stefnu, eða græddi á icesave meðan vel gekk.
Heldur virðist þetta vera almenn hómilía um breyskleika mannsins, og skort á sjálfsgagnrýni.
Hann þorir að leiða huga okkar að sanngirni þess, að gera einn mann þ.e. Geir H. Haarde ábyrgann - veltir því upp hvort með því sé þjóðin að frýja sig "með-ábyrgð."
"Dómurinn mundi slá á hefndarþorsta þeirra sem gleymdu eigin sök í fallna leiknum, að þykjast ekki vita að það er auðveldara að koma sér í skuldir en losna við þær, að auðveldara er að fá lán en greiða þau." - "Maður spyr bara: Hvað ætli hrífi þjóðina næst, fyrst upp ölduna og færa hana síðan ofan í öldudalinn?"
Varðandi Geir, þá vara ég eindregið við því að líta á dóm yfir honum sem einhverskonar allsherjar uppgjör, en mig grunar nefnilega að sumir séu að leitast við að hámarka sýn þjóðarinnar á ábyrgð Geirs, vegna þess að þeir vona að með því sefist reiði hennar; og minni líkur séu á því að í kjölfarið verði mál þeirra sjálfra eða aðila sem tengjast þeim persónulega - skoðuð.
Nokkuð íktrar reiði hefur gætt gagnvart tilraunum sjálfstæðismanna til að losa Geir úr snörunni, en menn láta eins og þá sé öll von um einhverskonar uppgjör úr sögunni.
En mig grunar að í þeirri reiði a.m.k. sumra gæti nokkurs ótta, þ.e. þess ótta að ef mál Geirs fer frá, þá sé það ekki lengur eins kæfandi á aðra umræðu um ábyrgð aðila, þannig að kastljósið geti þá hugsanlega beinst að óþægilegum spurningum sem tengjast þeim sjálfum.
- Legg áherslu á að rangt sé að líta á mál Geirs - sem hið eiginlega uppgjör!
Útleggingar út frá ábyrgð!
- Þjóðin kýs flokka af margvíslegum ástæðum, en a.m.k. einhver hluti hennar gerir það vegna þeirrar stefnu sem þeir gefa út um það hvað þeir vilja gera, nái þeir kjöri.
- Ríkisstjórn DO og HÁ sem seldi bankana til einkavina, sannarlega var kosinn út á stefnumótun um einkavæðingu.
- Á hinn bóginn skv. stefnuskrá áttu bankarnir að vera með dreifða eignaraðild, verulegur hluti átti að vera seldur til almennings, gæta átti þess að það væru engir yfirgnæfandi eigendur.
- Út á slíka stefnumótun voru þeir kosnir. Og einmitt þetta var svikið, þ.e. einkavinavæðing var svik við það fólk sem kaus þá.
- Gat fólk fyrirfram vitað, að loforðin myndu vera svikin?
- Fólk kýs stjórnendur út frá þeim upplýsingum sem þeir gefa, þ.e. loforðum og stefnu.
- Það getur ekki fyirfram vitað, hvernig þeir munu eða munu ekki standa við þau loforð.
- Fólk kýs í góðri trú og út á von um framtíðina.
- Það er því ekki undarlegt að það verði reitt - ef loforðin vou svikin, og það leiddi til stórfelldra vandræða.
- Svo má ekki gleyma persónulegri ábyrgð stjórnenda.
- Ábyrgð þeirra sem voru kosnir til ábyrgðar getur ekki "réttmætt" færst yfir á þá sem kusu þá.
- Fyrir kjósendum er fortíðin kunn sem og ástand hvers tíma á þeim tímapunkti; en framtíðin er alltaf óviss.
- Að auki eru það stjórnendurnir sem taka ákvarðanir - hvort á að gera A eða B. Þeir hafa mun betri upplýsingar og þekkingu en hver og einn kjósandi. Eiga að geta vitað betur.
- Það er því ekkert athugavert við það að taka stjórnendur til ábyrgðar, ef þeir bregðast og sérstaklega ef í ákvörðunum þeirra er reyndust ílla fólust svik við áður gefin loforð og ekki síst ef ástæða er til að gruna að spilling geti tengst ástæðum þess að loforð voru svikin.
En er rétt að dæma Geir H. Haarde? Næst réttlæti fram?
Þó svo að réttmætt sé að gera stjórnendur ábyrga í almennum skilningi, þarf að íhuga sérstaklega spurninguna um réttmæti þess að fara fram gegn Geir H. Haarde!
- Ég vara við því að gera of mikið út honum Geir.
Við vitum að það voru þeir Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson sem tóku þá ákvörðun, að svíkja kjósendur á sínum tíma, þegar einkavæðing varð þess í stað að einkavinavæðingu.
Við vitum að auki að DO og HÁ voru mjög einráðir er þeir voru við völd, þ.e. þeir tóku hinar stóru ákvarðanir, en samráðherrar hlíddu.
Á móti kemur, að það er ekki unnt að kæra þá DO og HÁ fyrir sína glæpi, vegna þess að lög um ráðherraábyrgð ná bara 3 ár aftur í tímann, eftir þau 3 ár eru meintir glæpir fyrndir.
Það þíðir að auki, að þegar er of seint að ákæra nokkurn annan en Geir, skv. lögum um ráðherraábyrgð, sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn þ.e. hrunstjórninni.
- Punkturinn er, að það er ranglátt að gera Geir ábyrgann fyrir öllu því sem aflaga fór.
- Hann ber tiltekna takmarkaða ábyrgð sem ráðherra undir DO og HÁ, og síðar meiri sem forsætisráðherra, en þá var búið að taka þær ákvarðanir sem mest íllt gerðu.
- Er þá rangt að dæma Geir?
- Ekki endilega, það á einfaldlega ekki líta á það sem hið endanlega uppgjör, heldur sem ef til vill, upphafið á því.
- Á hinn bóginn, er það ekki heldur svo alvarlegt mál þó hann verði ekki dæmdur.
- Enda eru til aðrar leiðir til að framkvæma uppgjör við fortíðina.
Ég vil að farin sé leið svokallaðs "sátta og sannleiksferlis" skv. fordæmi Nelson Mandela í S-Afríku!
- Það að rétta yfir Geir kemur ekki í veg fyrir að slík leið verði farin.
- En þó svo að hætt verði við það að dæma Geir, þá er sú leið áfram opin.
Stóri kostir þeirrar leiðar er þeir - að þá er unnt að rannsaka allt dæmið frá A -> Ö.
Það er alla þræði, allar ákvarðanir, alla þá sem ábyrgð báru o.s.frv.
Þetta kemur ekki í veg fyrir saksókn!
Í reynd getur þetta auðveldað saksókn, með því að leiða fram vitni.
En þá ákvörðun er unnt að taka að undanskilja tiltekna lykileinstaklinga, þannig að þeir fái ekki að vitna fyrir nefndinni, fái ekki friðhelgi - - heldur sé áhersla á að fiska fram vitni gegn þeim.
Þau fái friðhelgi, þori því að koma fram, að auki skapist í slíkum ferlum þrýstingur á fólk til að vitna þegar vinir þeirra eða samstarfsfélagar byrja að ljóstra upp um það sem var í gangi, svo þeir lendi þá ekki hugsanlega í saksókn. Um leið og þagnarmúrinn rofnar, þá verður "stampede" í það að fá skjól fyrir saksókn - - þannig að þessi leið er mjög sterk aðferð til þess einmitt að fá fram upplýsingar sem til þarf svo lykilaðilar sem mesta ábyrgð bera verði raunverulega dæmdir.
Þetta á þó sennilega einna helst við fjármálaglæpina fremur en þá pólitísku, nema mútumál komi upp og vitni um slíkt, þá er það orðið almennt sakamál gegn viðkomandi fyrrum ráðherra, ekki fyrnt.
Ég bendi á eftirfarandi umfjallanir mínar:
Sannleiksferli getur auðveldað saksókn gegn þeim sekustu!
Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!
28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa!
22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin?
Niðurstaða
Ef Guðbergur Bergsson var að beina sjónum að veikleika hugarfarsins, þörf fyrir lagfæringu hugarfars þjóðarinnar, þá get ég tekið undir það hjá honum. Það er rétt hjá honum að fólk hefði átt að sjá að það væri óskynsamlegt að safna miklum skuldum til að fjármagna neyslu. Sem það gerði. En rétt er þó að benda á, að þetta er ekki einskorðað við Ísland. Heldur virðist ákveðið tímabil hömlulítillar neyslu vera í gangi, hafa verið í gangi sl. 15-20 ár - á vesturlöndum beggja vegna Atlandshafsins.
Þær hugmyndir eða ímyndir berast að utan til okkar, tröllríða öllur þar og hér. Þjóðin lætur glepjast af mammoni eins og hinar þjóðirnar beggja vegna gerðu, og að einhverju verulegu leiti gera enn.
En sjálfsagt er að gera tilraun til að skapa breytingu á því hugarfari. En þetta hefur bara verið ríkjandi hugarfar eða tíska sl. 15-20 ár. Það er ekki eins og það hafi því staðið alltaf.
----------------------------------
Ég er reyndar á því að "sannleiksferli" geti einmitt verið liður í slíkri hugarfarsbreytingu.
Einmitt vegna þess að með slíku ferli er unnt að kafa miklu víðtækar í mál og af meiri dýpt, en er unnt með nokkurri annarri leið sem getur staðið okkur til boða.
Það er ekki síst vegna þess hvernig þetta er framkv. þ.e. vitnaleyðslur eru í beinni útsendingu. Svo að almenningur heyrir það jafnóðum í beinni hvað gerðist og hvað hefur gengið á, og hvað hefur áfram verið að gerast að tjaldabaki.
Slíkt ferli mun einnig taka nokkurn tíma, og meðan mun þetta stöðugt dynja yfir. En þú breytir ekki hugarfari í einni andrá, heldur þarf til þess átak eða stöðugann áróður í verulegan tíma.
Svo að áhrifin á hugarfarið af "sannleiksferli" felast ekki síst í því, að vitnaleyðslur munu sennilega taka marga mánuði í beinni, og stöðugt verður þ.s. fram kemur að berja á hugarfarinu - hola þann stein sem ríkjandi hugarfar er orðið að.
- Þetta eru viðbótar rök við þau sem ég hef áður nefnt fyrir þeirri leið, þ.e. sannleiksferli.
- Að það er sennilega einnig, öflugasta tækið sem við getum beitt, til þess að laga hugarfar þjóðar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2012 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.2.2012 | 18:48
Hagur Bandaríkjanna vænkast, líkur Obama á endurkjöri batna!
Stóra fréttin í dag er að bandaríska hagkerfið bjó til 243þ. störf í janúar, sem eins og kemur fram í frétt er meiri aukning í nýjum störfum en reiknað var með. Atvinnuleysi hefur einnig lækkað.
Job growth surges, jobless rate drops to 8.3 percent
Þetta er áhugaverð þróun sérstaklega í ljósi þess að á sama tíma, hefur atvinnuleysi a evrusvæði ekki áður mælst hærra, þ.e. nú vel yfir 10% að meðaltali - EUROSTAT.US non-farm payrolls jump to 243,000 in January "from 203,000 in December. Analysts expected 140,000. Private payrolls at 257,000 against 220,000 previously and 160,000 expected. Manufacturing payrolls at 50,000 versus 32,000 previously and 12,000 expected."
"Unemployment rate falls to 8.3pc from 8.5pc previously, beating expectations, and the lowest for three years."
Fyrir neðan er áhugaverð mynd, sem Obama forseti mun ef til vill nýta í baráttu fyrir endurkjöri, en hún sýnir fl. atvinnulausra bláa línan, síðan sýnir stöplaritshlutinn, rautt fækkun starfa, grænt fjölgun starfa.
Myndin virðist klárt sýna að bandaríska hagkerfið sé á ný á uppleið, eftir tiltölulegann hægvöxt sl. árs.
Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir Obama forseta. Líkur á endurkjöri væntanlega vænkast. Svo fremi auðvitað að evrukrýsan eyðileggi ekki þessa þróun fyrir honum.
Spurning hvort áhugamenn um Evrópusambandsaðild fara að átta sig á því, að Evrópa virkilega er botninn á heiminum hvað varðar efnahagsþróun þessi misserin, sjá: Dökk hagspá AGS fyrir Evrusvæði!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2012 | 23:18
Stefnir í umtalsverða prentun af hálfu Seðlabanka Evrópu!
Það virðist klárt að Seðlabanki Evrópu er byrjaður á prentunaraðgerð. En talið er að cirka 1/3 af 489ma. 3 ára neyðarláni ECB á 1% vöxtum til 521 evr. banka, hafi í reynd verið prentað fé. Restin millifærð milli reikninga.
Bundesbank er þó í dag kominn að endamörkum getu sinnar til að veita fé inn í sameiginlega seðlabankakerfi Evrusvæðis: Bundesbank sinks deeper into debt saving Europe
En síðan kreppa hófst 2008, eins og kemur fram í textanum að neðan, hefur Seðlabanki Þýskalands - sem er starfandi sem þáttur í Seðlabankakerfi Evrusvæðis, sem meðlimur að Seðlabanka Evrópu (ECB European Central Bank) - veitt nærri 500ma. af fjármagni sem ECB hefur nýtt til að aðstoða bankakerfi landanna á evrusvæði í vanda.
- Málið er að geta Bundesbank er cirka - ÞURRAUSIN!
- En hvert land ber ábyrgð á eigin seðlabanka, þ.e. ríkissjóður Þýskalands er að baki Bundesbank, og þessar fjárhæðir eru orðnar nægilega stórar til að vera óþægilegar jafnvel fyrir þýsk. stjv. að taka á, ef skyndilega skapast þörf fyrir það að endurfjármagna dæmið.
- "The Bundesbank has already provided 496bn (£413bn) to countries in trouble, chiefly Greece, Ireland, Italy and Spain."
- "The Bundesbank - the dominant body in the euro system - used to keep a stock of 270bn of private securities (refinance credit) before the start of the financial crisis. This was depleted last year as it sold assets to meet growing demands on the TARGET2 scheme."
- ""The reason why the ECB started printing money in December was to avoid pushing the Bundesbank deeper into debt," said Prof Westermann"
Í janúar stefndi í mjög alvarlegt neyðarástand á evrusvæði - þ.e. fjármálahrun!
Mario Draghi - "Europe avoided a major credit cunch thanks to the 489bn. emergency 3-year loans to Eurozone banks provided by the European central bank, the bank's president said on Friday" - - "So we know for sure that we have avoided a major, major credit crunch".
Það varð að gera eitthvað stórt og það strax!
Ég er ekki í minnsta vafa um það, að nýi Seðlabankastjóri Evr. Mario Draghi í reynd bjargaði evrunni frá mjög stóru hruni - sem þá annars hefði verið óhjákvæmilegt!
Ég spáði ef einhver enn man það, seint í agúst 2011 að líkur væru miklar á stórfelldu hruni evrunnar öðru hvoru meginn við áramótin 2011/2012.
- Ég tek orðum Mario Draghi sem staðfestingu þess, að ég hafi haft rétt fyrir mér.
- Ég benti alltaf á að það væri mögulegt að forða þessu - og það var einmitt þ.s. Draghi gerði.
Bendi þó á að evran er ekki hólpin þó þetta hafi verið gert - en þessi mikla neyðarfjármögnun til evr. bankanna, forðaði því nær pottþétt að einhver stór evr. banki rúllaði nú í janúar.
Sem hefði sett allt í bál og brand í fjármálakerfi Evrópu.
Björgun Mario Draghi var að hluta prentuð - og það stefnir nú í stórfellda prentun!
Málið er að, bankar sem tóku lán í janúar, segjast mjög margir ætla að sækja sér á bilinu 2-falt til 3-falt það fé sem þeir sóktu sér í janúar.
Skv. fréttum eru vísbendingar um það, að næsti 3 ára lánapakki ECB geti farið upp í rúmar 1.000ma..
Þannig, að samanlagt verði 3 ára neyðarlánin hans Draghi orðin um 1.500ma. að umfangi.
Ef þetta gengur eftir skv. fréttum, þá verður björgun Draghi á evr. bönkum orðin rúml. 2-falt dýrari, en björgun Federal Reserve á bandar. bankakerfinu árið 2009, sem kostaði víst rúml. 700ma.$.
Ath. evran er nokkru stærri en dollarin per einingu.
Þ.s. meira er skv. fjármálafréttum stefnir í að evr. bankar muni leitast við að minnka umfang lánasafna sinna um allt að 5.000ma..
Ég veit - svimandi tölur. En vandinn í Evrópu er svo stór, að allar tölur eru svimandi.
Og takið eftir, allar tölur mun stærri en í Bandaríkjunum. Þ.e. fjármálavandinn í evr. er miklu stærri í sniðum, það mun kosta margfalt meira að endurfjármagna bankakerfi evr. en það kostaði að endurfjármagna bankakerfi Bandar.
- Hvað mun gerast með gengi evrunnar?
Það getur eiginlega ekki annað verið en að virði evrunnar fari að síga gagnvart dollar, við þessa miklu prentun.
En i Bandar. var peningaprentun hætt í júlí 2011. Hefur ekki verið framkv. eftir það.
Sannarlega geta Kanar einnig prentað á móti, en á Bandar.þingi eru viðhorf mjög neikvæð gagnvart peningaprentun meðal Repúblikana, þeir hafa meirihluta í Fulltrúadeild.
Bernanke mun ekki prenta nema viðhorf á þinginu breytist - að flestum líkindum. Þó svo Federal Reserve sé sjálfstæð stofnun, þá er það þingið sem ræður því hver er skipaður stjórinn yfir Federal Reserve. Sama á við um stjórn stofnunarinnar. Þingið hefur því veruleg áhrif á Federal Reserve.
Niðurstaða
Það er klárt að peningaprentun er hafin á evrusvæði. Og það stefnir að auki í febrúar í það, að hún verði stórfellt aukin. En vísbendingar eru um að evr. bankar ætli sér að taka rúml. 1.000ma. að láni hjá Mario Draghi. Það fé verður sennilega nær allt prentað.
Svo er spurning um mánuðinn þar á eftir.
Við skulum þó fagna þessu, en gengislækkun evrunnar er nánast það eina nú sem komið er, sem getur hjálpað ríkjum S-Evrópu við það mikla verk, að framkalla efnahagslegann viðsnúning.
Gengisfallið er því líklegt til að minnka líkur á enn stórfelldara hruni.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar