Engin lausn á Grikklandi!

Fundur sem átti að fara fram þriðjudagskvöld milli Papademos forsætirsráðherra Grikklands og helstu flokksleiðtoga, var víst frestað til næsta morguns, þ.e. miðvikudag 8/2. Papademos staðfesti þetta um kvöldmatarleitið að evrópskum tíma:

"19.32 More news from Greece: a spokesman for Lucas Papademos confirms that the meeting with coalition heads will be cancelled, and the PM will instead meet tonight with the troika."

Sjá einnig: Greece misses bail-out deadline

Skv. þessu fundaði hann í staðinn með fulltrúum svokallaðrar þrenningar; Seðlab. Evr., AGS, og Björgunarsjóður Evrusvæðis - sem er undir stjórn aðildarríkjanna.

Mynd - George Papademos

Maður veltir fyrir sér þessum stöðugu fundum milli hans og fulltrúa þrenningarinnar, en fregnir bárust einnig af fundum milli hans og þrenningarinnar daginn áður, síðan einnig um helgina.

En hann er embættismaður frá Framkvæmdastjórn Brussel, þannig séð maður Brussel í Grikklandi, þó hann sé sjálfur Grikki, borin og barnfæddur þar og uppalinn. 

En málið að ég velti þessu upp, er þetta er eins og hann sé samningamaður í reynd á vegum þeirra, þ.e. þrenningarinnar - en slíkur myndi einmitt stöðugt hringja í yfirmenn sína til að tjá þeim stöðu mála. Ég er farinn að velta fyrir mér hvort staða Papademos sé í reynd nær þessu!

Skv. frétt fyrr í dag þriðjudag: Greek leaders inch towards austerity deal.

Hafði Papademos fengið svokall loka-uppkast, hvað svo sem það þíðir, en ef til vill eftir fundi mánudagsins með "þrenningunni", voru gerðar einhverjar smávægilegar breytingar - sem ef til vill Papademos hefur talið auka líkur á samkomulagi. Ath. concistent við stöðu hans sem samningamanns á vegum þrenningarinnar, fremur en eiginlegs forsætisráðherra Grikklands.

Að sögn átti að vera fundur um kvöldið þar sem hann myndi kynna fyrir leiðtogum helstu flokka Grikklands, þetta uppkast sem skv. fréttum er 15 bls. 

  • Hann sagðist bjartsýnn á að kvöldfundurinn myndi enda í samkomulagi.
  • En nú virðist staðan sú, að ekki varð af þeim kvöldfundi, heldur eins og fram kemur efst, er kvöldfundurinn orðinn að morgunfundi daginn eftir.

Þetta er staðan - og ég treysti mér með engum hætti að álykta neitt um málið umfram það, að óvissan sé klárt mikil.

Ég treysti mér ekki til að koma fram með líkur, ekki einu sinni hvort þær eru stærri eða minni en 50%.

Svo mikil sýnist mér að óvissan sé!

Á morgun miðvikudag 8/2 eftir hádegi, á að fara fram fundur ráðherra evrusvæðis, og málið á dagskrá er Grikkland.

Hann hefur ekki enn verið blásinn af - hann átti að vera í reynd sl. mánudag, en var frestað sl. föstudag til miðvikudags er ljóst var að samkomulag næðist ekki fyrir mánudag að flestum  líkindum.

Ég veit ekki hvað gerist ef fundurnn verður ekki blásinn af, og ljóst er að Grikkir hafa ekki samþykkt skilyrði "þrenningarinnar".

Einn möguleiki er að Grikkir fái t.d. viku frest til viðbótar - annar er að þá þegar verði því lýst yfir á fundinum, að Grikkir fái ekki frekari greiðslur - málið sé dautt. Grikkland verði gjaldþrota.

 

Af hverju gengur svo ílla að ná samkomulagi?

Ein áhugaverð frétt á Wall Street Journal - After Greek Deal Comes the Political Reckoning

Sannarlega er mjög stór hluti ástæðunnar, að það virðist enginn endir í augsýn, nú komin 2 síðan Grikklandskrýsan hófst og ekkert bendir til annars en að hún haldi áfram mörg - mörg ár til viðbótar.

Svo mjög skiljanlega er komin mikil þreyta í mannskapinn, þeim hlýtur að finnast þeir vera eins og gríski maðurinn sem skv. grískri goðsögn var dæmdur af guðunum, til að íta alltaf sama steininum upp fjallið til eílífðar, og takast aldrei.

Ég get skilið að þeim einfaldlega fallist hendur frammi fyrir enn harðari kröfum en síðast, og þó hefur kröfuharkan alltaf stífnað við hvert skipti. Tilgangsleysið virðist svo algert.

Alltaf versnar framkoma mótaðilanna gagnvart þeim, þ.e. alltaf þetta tal um að ekkert sé að treysta á grikkina, ekkert standist - o.s.frv.

Svo eins og fram kemur í frétt WSJ standa flokkarnir frammi fyrir "Gotterdammerung" í þingkosningum eftir 2 mánuði, þ.e. í apríl 

Ég get vel skilið og sé ekki ástæðu til að fordæma, að ef þeir stjórnmálamennirnir einfaldlega ákveða, að nóg sé komið - best að hætta þessum cirkus.

 

Hvað gerist ef Grikkland verður gjaldþrota?

Sjá áhugaverða skoðun: It's Time To End the Greek Rescue Farce

Það hafa verið að heyrast ímis áhugaverð ummæli síðustu dagana, um það að nú standi mál á evrusvæði svo mikið betur en lokamánuði sl. árs, að evrusvæði geti vel þolað grískt gjaldþrot.

  • Það sem hefur breytt útlitinu, er ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hefja prentun.
  • Hann þó er einungis að lána bönkum prentað fé.
  • Þó bankarnir hafi síðan verið að nota það fé, til að kaupa ríkisbréf, sem hefur stuðlað að lækkun vaxtakröfu á Spán og Ítalíu.

Ef Seðlabanki Evrópu fær áfram að prenta í friði, getur hann alveg haldið fjármálakerfi evrusvæðis á floti, þó svo Grikkland verði gjaldþrota. Kostnaður verðbólga.

Ef til vill verður þá næsti 3 ára neyðarlánapakki á 1% vöxtum enn stærri en fréttir hafa verið um, þ.e. talið er að stefni í að evr. bankar taki 1.000ma.€ að láni, en kannski verður í tilviki grísks gjaldþrots útkoman sú að bankarnir bæta um enn betur og taki jafnvel 1.500ma.€.

En ég hef séð því haldið fram af erlendum hagfræðingi, að kostnaður við þrot Grikklands hlaupi á allt að 800ma.€ þegar allt er talið, ef menn gera því skóna að peningurinn sé algerlega glataður.

  • Áhugavert er að muna í samanburði, að bandar. "Federal Reserve" lánaði bandar. bönkum rúml. 700 ma.$.
  • Björgun seðlab. Evr. stefnir í að vera margfalt dýrari!

En þ.e. ekki bara Grikkland sem stefnir í þrot, fjárfestar hafa undanfarið verið að ókyrrast vegna Portúgals, en skuldir landsins eru milli 350-400% þ.e. heildarskuldir, þó svo skuldir ríkisins séu lægri en skuldir gríska ríkisins, þá eru heildarskuldir Portúgals í reynd hærri en heildarskuldir Grikklands. Áhugaverð staðreynd, sem markaðurinn er farinn að veita athygli.

  1. En með þroti Grikklands, á versta mögulega hátt, verður brotið ákveðið "tabú" þ.e. að skuldir svokallaðra þróaðra ríkja séu öruggar.
  2. Þá eru taldar líkur af mörgum, að aðilar sem eiga skuldir þróaðra ríkja með erfiða skuldastöðu, muni endurskoða mat sitt á öryggi þeirra skulda.
  3. Þetta er þessi "contagion" ótti sem hefur legið sem mara yfir evrusvæði.

Gjaldþrot Grikklands mun leiða fram sannleikann um það, hvað hæft er í þeim ótta.

 

Niðurstaða

Óvissan er enn alger um stöðu mála á Grikklandi. Engin lausn liggur fyrir enn. Ég hvet alla sem geta að fylgjast með fréttum. Má vera að 8 fréttirnar í fyrramál veiti einhverjar upplýsingar. En það ætti a.m.k. að liggja fyrir um hádegisfréttir, hvort leiðtogar helstu stjórnmálaflokka Grikklands samþykktu kröfur "þrenningarinnar" fyrir hádegi eða ekki.

------------------------------------

PS: "09.45 The Greek approval meeting is now scheduled for 1pm GMT, says Skai TV. Bloomberg also says the PM's office has confirmed the meeting will take place at 1pm."

Fundurinn sem átti að fara fram í gærkveldi, síðan í morgun, fer nú fram að sögn skrifstofu forsætisráðherra Grikkl. kl. 1 skv. Greenwhich miðlínu tíma.

"07.33 Reports also emerged last night that the European Central Bank (ECB) had agreed to exchange the discounted Greek government bonds it bought in the secondary market last year...The WSJ said the ECB concession could ease Greece's debt burden by up to €11bn."

Ef seinni fréttin er rétt, hefur Seðlab. Evr. samþykkt að gefa eftir hagnað sinn af skuldabréfum gríska ríkisins, sem hann keypti á undirverði, en ætlaði að rukka inn á fullu. Þetta spari 11ma.€.

Sem hugsanlega liðkar fyrir samkomulagi við einka-aðila um afskrift skulda Grikklands.

Hlutir virðast vera í gangi. 

Spennan sýnist mér þó enn vera til staðar!

Fylgjast áfram með fréttum!

------------------------------------

PS. 2: Peningamál Seðlabanka Íslands komin út.

Skv. Peningamálum er skuldatryggingaálag Íslands á nýárinu 280 punktar.

Skoða Rit Marki.com, en á bls. 4 er áhugavert yfirlit yfir álag einstakra Evrópuríkja. Áhugavert að sjá stöðu Íslands í því samhengi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 849102

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 835
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband