Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Grikkland mun þurfa "Björgun 3" eftir að "Björgun 2" pakkinn er búinn!

Þetta er skv. frétt Financial Times, sem segist hafa undir höndum skýrslu sem dreift var til meðlimaríkja evrusvæðis, en ekki ætlað til byrtingar. En skv. því sem FT segir, þá sé líklegra að Grikkland muni enda í lok "Björgunar 2" í skuldastöðunni cirka 160% fremur en cirka 120%, eins og stefnt er að.

  • Það muni því þurfa "Björgun 3" - reyndar er mín skoðun, að svo komi 4, 5 o.s.frv.
  • En ég er ekki á því að það muni nokkru sinni takast að snúa Grikklandi við, innan evrunnar.

Greek debt nightmare laid bare

Svipaða frétt má einnig sjá á Bloomberg vefnum:

Exclusive: Greek debt may remain at 160 percent in '20: IMF/ECB

Gagnið umrætt, kvá vera ný sameiginleg AGS/ECB áætlun um greiðslugetu Grikklands!

Eða "Debt sustainability report."

  • En til þess að Grikkland nái í 120% eftir 20 ár, þarf Grikkland jákvæðann hagvöxt yfir tímabilið.
  • Að auki jákvæðann viðskiptajöfnuð samfellt yfir sama tímabil.
  • Að auki, er gert ráð fyrir að 40ma.€ fáist fyrir sölu grískra ríkiseigna.

Alveg klárt að þ.e. af og frá, að fjárfestar hafi áhuga á grískum eignum, meðan landið er enn í hraðri hnignun, en þá halda þær stöðugt áfram að lækka í verði meðan ekki er unnt með nokkru öryggi, að sjá út hverjar framtíðartekjur þess rekstrar verða, þá eru slíkar einingar eiginlega óseljanlegar.

Það er því ekki furðulegt, að dregist hafi að hefja sölu - enda örugglega mikill skortur á eftirspurn fjárfesta, en í dag er fjármagn að flýja Grikkland, ekki að leita til þess.

Bendi á frétt Der Spiegel - 'Restructuring Greece Within the Euro is Illusory' - en Hans Werner Zinn, bendir á að til þess að Grikkland sé samkeppnisfært í verðum við Tyrkland, sem keppir beint í túrisma, þurfi laun í Grikklandi að lækka 30%.

Dr. Zinn er skeptískur á að innri verðhjöðnun á þeim skala sé framkvæmanleg: "Without depreciation, millions of price lists and wage contracts would have to be rewritten. That would radicalize the trade unions and push the country to the brink of civil war. In addition, companies would go bankrupt because their assets would shrink while their bank debts would remain unchanged. You can only reduce the bank debt through depreciation. The plan to radically restructure Greece within the euro is illusory."

Sannarlega hefur verið framkv. innri verðhjöðnun í Eystrasaltsríkunum og Írlandi, en mér skilst að þær raunlækkanir séu þó ekki meir en cirka hálfdrættingur við það sem þarf að lágmarki í Grikklandi.

Svo er Grikkland ekki land með eins sterka samfélagsvitund og eindrægni, og Eystrasaltslöndin eða Írland.

  • Skv. nýjustu fréttum hafa leiðtogar evrusvæðis náð samkomulagi um prógramm sem lækki skuldir Grikklands í milli 124-123%, miðað við þær bjartsýnu væntingar sem "Björgun 2" hefur til viðmiðunar.
  • En búist er við því að fundað verði langt fram á nót, í því skini að loka gapinu niður í 120%, þá aftur skv. þeim sömu viðmiðum.
  • Ekki er enn búið að klára samkomulag milli einkabanka og grísku ríkisstjórnarinnar, en eins og nú er málum háttað, virðist sem hvort tveggja hangi saman - þannig að samkomulag Grikklands og aðildarríkja evru verði að liggja fyrir fyrst.
  • Þá getur verið að það samkomulag klárist ekki fyrr en á morgun!

Svo á þýska þingið eftir að fjalla um málið - og það geta verið áhugaverðar þingumræður á þýska sambandsþinginu, en mjög margir þingmenn eru víst mjög skeptískir á það að Grikkland geti yfirleitt komist hjá greiðsluþroti. Ekki loku fyrir skotið að þýska þingið reynist Þrándur í Götu.

Eða finnska þingið - eða það hollenska. 

En önnur þing aðildarríkja evru, verða víst ekki mikilvæg - þ.e. mál afgreitt eins og hér þekkist, beint af stjórnarmeirihluta.

 

Niðurstaða

Eins og nú mál standa virðast meiri líkur en minni á því, að "Björgun 2" nái fram að ganga, verði kláruð í nótt aðfararnótt þriðjudags 21/2. Síðan verði restin af pakkanum, þ.e. samkomulag við einkaaðila klárað á þriðjudag.

Ekki er þó rétt að slá þessu 100% föstu, að fullyrða að þetta muni algerlega pottþétt gerast.

Möguleikar enn á því að umræður einkum á þýska eða finnska þinginu, geti framkallað spennu. En heilt yfir litið, virðist sem að evrusvæði sé við það að keyra málið í gegn.

Að sjálfsögðu bjargar þetta ekki Grikklandi - ég er viss að þ.e. örugglega rétt, að skuldastaða Grikklands verður a.m.k. 160% að loknum gildistíma "pakka 2." Ef ekki meira.

---------------------------

Á hinn bóginn, getur allt þetta reynst vera skot út í loftið, þ.e. að grískir kjósendur kjósi í apríl nk. þingmeirihluta andstæðinga hinnar svokölluðu "björgunar Grikklands" - sem í reynd virðist hafa flest annað til hliðsjónar en að bjarga Grikklandi. 

Þetta sníst eiginlega meir um björgun evrunnar og um björgun evr. banka!

Fyrir þá sem hafa aðgang að FT vefmum, lesið þetta: 

Stephen King - Time for a theory of eurozone relativity

 

Kv.


Skipum útlendinga yfir Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann!

Nú standa yfir deilur varðandi ákvörðun um brottvikningu Gunnars Þ. Andersen úr stöðu sem yfirmanns Fjármálaeftirlits Íslands. Þorvaldur Gylfason hefur tekið upp hanskann fyrir Gunnar, telur hann einn hæfasta embættismann Íslandssögunnar, er ekki að skafa af því. 

  • Þarna er að hefjast dæmigerð íslensk sýning, þ.s. menn skipa sér í fylkingar með eða móti tilteknum.
  • En einmitt þetta er e-h sem við þurfum að losna við í þessu tiltekna samhengi, þ.e. að tilteknir mönnum sé lyft á stall af tilteknum hópum, meðan aðrir bölva þeim.
Væri slíkur einstaklingur hlutlaus gagnvart þekktum stuðningsmönnum?

Eða þekktum andstæðingum?

Ég er þeirrar skoðunar að skýrsla um meint vanhæfi Gunnars Þ. hafi komið fram með málefnaleg rök fyrir hans vanhæfi - sbr.: Fortíðin Gunnari fjötur um fót. Trúverðugleiki FME sagður í húfi

En þ.e. vægast sagt óheppilegt, að yfirmaður Fjármálaeftirlitsins hafi sjálfur áður, tekið þátt í því að villa um fyrir þeirri sömu stofnun - sem starfsmaður eins þeirra banka sem hann á síðan að hafa eftirlit með, sem yfirmaður Fjármálaeftirlitsins.

Svo má velta fyrir sér öllum þeim sem hann þekkir innan hins litla fjármálaheims okkar, fyrrum vinum og samstarfsfélögum - getur hann verið fullkomlega hlutlaus dæmandi um þeirra sök?

Jafnvel þó svo við ásökum hann ekki beint um óheiðarleika!

 

Skipum útlendinga yfirmann Fjármáleftirlitsins og Seðlabanka!

Búinn að vera þeirrar skoðunar um nokkra hríð, að við eigum að leita út fyrir landsteinana, eftir yfirmönnum þessara lykilstofnana.

Ísland er lítið land, sem veldur því að mjög örðugt er að tryggja að viðkomandi standist ströngustu reglur um hæfi, þá meina ég að hann sé ekki að fjalla um fyrrum skólafélaga, fyrrum vini, eða einhverja sem eru skyldir honum aftur í 3-4 lið eða enn nær, o.s.frv.

  • Framhjá þessu er unnt að komast með því einu, að ákveða að stjórnendur þessara tveggja stofnana, verði ekki Íslendingar.
  • Heldur ráðnir erlendis frá.
  • Íslendingar komi ekki einu sinni til álita.

Þetta snýst ekki um heiðarleika, heldur um að hámarka líkur á óhlutdrægni.

En erlendis er reglum hlutleysi er mjög strangt fram fylgt.

Þannig, að það eitt að það sannast að viðkomandi þekkir einhvern tiltekinn með hætti sem talið er geta hugsanlega skapað skort á hlutleysi viðkomandi, þó ekkert sé unnt að sanna um að viðkomandi hafi tekið hlutdræga ákvörðun; þá er vanalega dæmt svo að viðkomandi eftirlitsstofnun, þurfi að taka ákvörðun að nýju. 

Fyrri ákvörðun ógild.

Það þarf sem sagt að sanna, að viðkomandi hafi verið óhlutdrægur í slíkum tilvikum - öfug sönnunarbyrði.

Það gilda viðmið um hve nákunnugur tilteknum viðkomandi má vera - punktur.

Í milljónaþjóðfélögum er yfirleitt unnt að tryggja að til staðar séu dæmendur í málum sem séu óvilhallir, eins og framast er unnt að tryggja slíkt.

Ekki hér í fámenninu - þess vegna er rökrétt að leita út fyrir landsteinana.

Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir slíkt.

Í þessu felst engin yfirlísing þess efnis, að íslendingar sem slíkir séu með einhverjum hætti ómögulegir.

 

Niðurstaða
Einungis með því að skipa útlendinga í stöður yfirmanna yfir krítískt mikilvægum eftirlitsstofnunum með fjármálageiranum hér, verður unnt að fylgja þeim ströngu reglum um hæfi sem þykja sjálfsagðar erlendis.
 
Í reynd er ekki mögulegt, að fylgja þeim ströngu viðmiðunum, ef Íslendingar eru ráðnir til verka.
 
Við erum einfaldlega of fá! 
 
Sníst ekki um að Íslendingar séu óheiðarlegri eða verra fólk.
-------------------------
 
Þeir sem valdir yrðu, fái ekki að starfa lengur en 4 ár í senn. Hámark 8 ára ráðning. Þ.e. endurnýjun í eitt skipti. Svo verði að leita eftir alveg nýjum.
 
Þannig ætti að vera tryggt, að þeir verðir alltaf fyrir utan þá kjarna eða kreðsa, sem menn virðast alltaf verða innviklaðir í.
 
 
Kv.

Getum við minnkað óstöðugleika hagkerfisins með jafnvægissjóði? Þannig einnig krónunnar?

Þetta er meginatriði sem ég hef fjallað um áður það er að krónan sýnir hegðunareinkenni svokallaðra auðlyndagjaldmiðla, þ.e. gjaldmiðla auðlyndahagkerfa. En skv. auðlyndahagfræðinni, þá er markið sett við 20% sem hlutfall af útflutningstekjum. Það er, þeir hafa komist að því að ef hlutfall útflutnings frá auðlindanýtingu nær 20% af heildarútflutningi lands, fari sveiflur á tekjum af þeirri auðlind að hafa merkjanleg áhrif á gengi þess gjaldmiðils. Hann verði að auðlyndagjaldmiðli.

Sjá fyrri umfjöllun 14.6.2011 - Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?

Sagt er að krónan sé örgjaldmiðill sem sé leiksoppur spilavítis kapítalista - sem sveifli henni að vild. Ef þ.e. svo að krónan sveiflast vegna þess hve smá hún er, þá ætti rússneska rúblan að vera mjög stöðug, enda Rússland hagkerfi með yfir 100 milljón íbúa:

 Sennilega er Rússland einmitt skýrasta dæmið um auðlyndahagkerfi: Forex Chart

US Dollar vs Russian Ruble Intraday Forex Chart

OECD: Economic Survey of the Russian Federation, 2009 :"Initially, there was the 50% real depreciation of the rouble at the time of the 1998 crisis, which sparked a recovery driven by import substitution and facilitated by substantial underutilisation of capital, allowing rapid growth to occur without high rates of investment."

  1. 1991 sjálfstæði, næstu árin á eftir var uppgangur, en framkv. var umfangsmikil einkavæðing sumir sögðu að ríkiseignir hefðu verið gefnar, en samtímis var uppgangur í hagkerfi heimsins, olíuverð var hátt, rúblan var sterk.
  2. 1998 lyktaði efnahagskrýsu í gjaldþroti og stóru falli rúblunnar, en vandræði Rússlands hefjast í kjölfar svokallaðs dot.com krass, en þá hefst stutt heimskreppa, olíuverð fellur, efnahagsbólan í Rússlandi sem hófst í kjölfar sjálfstæðisins sprakk þá með látum.
  3. Nokkru eftir að Putin tók við, hófst uppgangur á ný, en þetta fylgdi því að efnahagsbati hófst aftur í heiminum, þannig að olíuverð hækkaði á ný, þá steig rúblan aftur.
  4. 2008 krassaði rúblan í annað sinn í kjölfar Lehmans krassins, en þá hófst snögg hnattræn efnahagsdýfa, olíuverð féll.
  5. Síðan 2009 hefur olíuverð risið upp aftur og það þíðir, að rúblan hefur risið eina ferðina enn, og rússn. efnahagur batnað.

 

Ég bendi einnig á eftirfarandi óháðu erlendu rannsókn:

Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay

Þetta er mjög áhugaverð grein fyrir okkur vegna þess, að höfundar taka sérstaklega fyrir öll hrávöru hagkerfi heimsins, og greina gjaldmiðla þeirra skv. þeirri forsendu, hvort virði þeirra stjórnist af verðsveiflum á hrávörumarkaði.

Þetta er lykilpunktur varðandi krónuna, hverskonar ella er hún.

  • Sjá Töflu 2. Þar kemur fram - að krónan er í hópi gjaldmiðla þ.s. ekki er unnt að sanna "0" kenninguna um engin áhrif virðis hrávara á þróun gengis. Fylgni er sterk eða 40,9%.

Þrátt fyrir þetta er fylgnin einna veikust, t.d. mun sterkari fyrir gjaldmiðil Ástralíu. Sem er áhugavert - ekki satt?

Á hinn bóginn, þegar þeir könnuðu nánar orsakasamhengi sbr. Tafla 3, þá kemur í ljós að helmingunartími fyrir Ísland þ.e. sá tími er líður frá verðbreytingu á fiski til breytingar á gengi, er einungis 8. mánuðir. Sem þeir segja mjög skjóta aðlögun.

  • Það segir að 16 mánuðir líði fram að gengisfalli, að jafnaði. Það getur passað, að Ísland haldi að jafnaði út í rúmt ár en við tekjufall hlýtur að skapast viðskiptahalli, og ég get vel keypt að úthald okkar í viðskiptahalla sé að meðaltali rúmt ár, áður en gengið fellur.

Að þeirra mati, sé snöggur aðlögunartími, sterk vísbending þess að það sé örugglega viðkomandi hrávara, sem sé meginstýring gengissveiflna viðkomandi gjaldmiðils.

  • Ath. að hagfræðingarnir taka ekki mið af tekjum okkar af sölu raforku til stóryðju - sem einni er örugglega að hafa umtalsverð áhrif.
  • Þ.s. hlutfall orkufreks iðnaðar er einnig vel yfir 20% af útflutningi, ætti skv. viðmiðunum auðlyndahagfræðinnar, krónan einnig vera auðlyndagjaldmiðill í samhengi áhrifa sveifla í orkufreka geiranum innan okkar atvinnulífs.

Ef orkufrekum iðnaði væri bætt við í púkkið grunar mig að skýringagildi fari vel yfir 60% af heildarsveiflu, jafnvel í um 70%.

Ergo - krónan er hrávöru gjaldmiðill.

 

Getum við minnkað þessar sveiflur?

Exchange Rate in a Resource-Based Economy in the Short-Term: The Case of Russia, Vladimir Popov, New Economic School (NES), 2005

  • Popov leggur til, að gjaldeyrisvarasjóði sé beitt til sveiflujöfnunar, þannig að þegar verð eru hagstæð fyrir aðalútflutningsafturð sé safnað í sjóð, síðan sé sjóðnum varið til að greiða fyrir halla á viðskiptajöfnuði er verður þegar lægðir koma í verð á aðalútflutningsafurð.

Þannig sé unnt að ná fram meiri gengisstöðugleika! Þannig minni meðalverðbólgu.

Þórólfur Matthíasson prófessor bjó til kort sem sýnir tölur sem hann hefur sett saman um dreifingu hagnaðar útgerðarinnar síðan 1997. Ég tek enga ábyrgð á hans tölum: Hagnaður í sjávarútvegi aukist verulega eftir hrun. Auðlindarenta milli 22 og 45 milljarðar.

Punkturinn hjá mér að nota samt þetta graf hans, þó ég viti ekki hvort tölurnar eru réttar, er að þetta sýnir í reynd atriði, sem ef til vill Þórólfur hefði ekki átt að sýna fram á - en það er einmitt hve hagnaður útgerðarinnar er gríðarlega sveiflukenndur. Sjá græna ferilinn, og ef hann fer undir bláa ferilinn, þá er tap.

Ein fræðileg leið væri að endurvekja "Jöfnunarsjóð Sjávarútvegarins" sem starfaði um árabil rámar mig, á 8. áratugnum en var lagður niður síðar, fyrir þrísting frá sjávarútveginum.

  • En fræðilega er unnt að jafna toppa með slíkum sjóð - þ.e. greitt er í hann í toppum, og úr honum til útvegsins í lægðum.
  1. Hlutverk slíks sjóðs væri ekki að vera skattlagning á útveginn - heldur væri hlutverk hans að jafna þessa sveiflutoppa, og þannig að minnka áhrif þeirra sveifla á restina af okkar hagkerfi.
  2. Gróðinn fyrir allmenning, væri aukinn stöðugleiki - þanni minni meðalverðbólga, og þá um leið lægri meðalvextir.

Önnur leið, væri leið Popovs að beita gjaldeyrisvarasjóði sem slikum jöfnunarsjóði. 

  • En sennilega í reynd dugar ekki að tékka fyrir sveiflur sem sjávarútvegur einn skapar.
  • Til að þessi leið hafi einhverja verulega skilvirkni, þá þurfi að láta allar gjaldeyrisskapandi greinar borga í hann.
  • Slíkur sjóður væri í höndum stjórnvalda, ekki eins og "Jöfnunarsjóður Sjávarútvegarins" var, að þá fékk greinin sjálf greiðslur úr honum, þegar ílla áraði.
  • Þannig að ríkisstjórnin myndi nota uppsafnað fé, til að veita greinum tímabundna aðstoð - til að koma þeim í gegnum tímabundna erfiðleika.
  • Að auki myndi hann greiða fyrir tímabundinn halla á viðskiptajöfnuði.

Helsti veikleiki þeirrar leiðar er að - sjóðasöfnun tekur tíma.

Á hinn bóginn eins og Kína hefur sýnt, Japan einnig, er að þegar ríkið skattleggur í reynd útflutning og aðrar gjaldeyrisskapandi greinar, safnar í sjóð - - þá getur sú sjóðasöfnun skapað mjög digra sjóði fyrir rest.

Að auki með því að hleypa ekki öllum hagnaði gjaldeyrisskapandi greina inn í hagkerfið, er genginu haldið lægra en annars væri reyndin, þannig skapað ástand viðskipta-afgangs.

Þetta styrkir að auki gjaldeyrisskapandi greinar í samkeppni við aðrar þjóðir.

Og sjóðasöfnunin, styrkir tiltrú á gjaldmiðlinum - fyrir rest eða einhverja rest, mun hann stíga þrátt fyrir þessa sjóðasöfnun, ef gengið er fljótandi. Vegna trausts áhrifanna, af sjóðasöfnuinni.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef margoft sagt, þá sé ég ekki að upptaka evru gagnist okkur. En þó svo sannarlega hafi evran stöðugara gengi, þá vinnst ekki mikið með því fyrir okkur, því áfram er sami óstöðugleiki hagkerfisins sjálfs til staðar eftir sem áður, og mun valda vandræðum eins og hingað til.

En mér sýnist að í okkar tilviki sé evruaðild sennilega meira ógagn en gagn, því innan evru sýnist mér væri erfiðara að ráða við þær stöðugu hagkerfissveiflur sem okkar atvinnuvegir skapa.

Eins og Stiglitz benti okkur á fyrir tveim árum, að í óstöðugu hagkerfi sé skilvirk leið að hafa gjaldmiðil sem tekur sveifluna, án slíks þurfi eitthvað annað að taka þá sveiflu.

Vandinn er, að ef þetta annað tekur hana með síður skilvirkum hætti, getur hagkerfið liðið fyrir - kreppa orðið dýpri en ella, atvinnuleysi meira, lífskjör verri o.s.frv.

Meginatriðið hlýtur að vera lýðan hagkerfisins sjálfs en þ.e. einmitt það sem borgar laun í landinu og skaffar störf, en eins og útkoma Grikklands eða Portúgals sýnir, þá er ekki gengisstöðugleiki allt. Ef hagkerfið í landinu lætur undan, þá hrynja lífskjör almennings, störfin fara, þó gjaldmiðillinn sé stöðugur.

-------------------

Í grein minni að ofan bendi ég á hugsanlegar leiði til þess að minnka þessar sveiflur. En þ.e. einnig til önnur hugsanleg leið, sjá: Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!

Það er að tengja krónuna við þá þætti sem sveifla henni.

Það er áhugaverð leið byggð á hugmyndum Geffrey Frankel!

 

Kv.


Útkoma björgunar Grikklands er að auka áhættu skattgreiðenda aðildarríkja evrusvæðis af Grikklandi!

Hagfræðingurinn Gavin Davyes i nýrri grein:Eurozone’s reluctant take-over bid for Greece  sýnir fram á þetta.

Þar kemur fram að í raun minnka skuldir gríska ríkisins sára lítið við þá æfingu sem stendur til að taka, þ.e. skuldahlutfall fer úr 160% í 154%.

En hlutfall skulda í eigu einkabanka skreppur saman, þeir taka sannarlega töluvert tjón á sig ef samkomulag um afskrift þeirra á 100ma.€ næst fram.

Áhætta skattborgara aðildarríkja evrusvæðis hækkar verulega á móti, þannig að ef aðgerð nær fram að ganga, munu skattborgarar aðildarríkjanna eiga stærri hluta skulda Grikklands, og um leið stærri hluta útistandandi áhættu.

  • Skattborgara aðildarríkjanna munu því bera tjónið - þegar ekki ef, Grikkland verður gjaldþrota.
  • En það þarf vart að efast um að þessi aðgerð, ef hún nær að klárast í næstu viku, er lenging í hengingaról Grikklands - ekki raunveruleg björgun.

 

Sjá hér greiningu Gavin Davyes:

..................................................Before restructuring................After restructuring

...................................................bn.€.....% of GDP....................bn.€.....% of GDP

Outstanding debt...........................352.........163.........................333........154

Other loans......................................8............4.............................8...........4

T bills.............................................16...........7............................11..........5

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Bonds...........................................255........118..........................154.........71

of which

ECB/Bank of Greece..........................55.........25............................55.........25

Greek Social Security Fund.................30.........14............................15...........7

Greek Banks....................................45.........21............................22.........10

Other European Financial companies...55.........25............................27..........12

SWFs and CBs..................................23.........11...........................11...........5

Other asset managers........................47........22...........................24..........11

-------------------------------------------------------------------------------------------------------

Total public sector............................181........84.........................241........111

Total private sector...........................171........79..........................92.........43

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

ECB exposure to Target 2 holdings.......105........48........................105.........48

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með fréttum af fundi aðildarríkja evru um Grikkland nk. mánudag, en þá stendur til að taka lokaákvörðun.

Eitt áhugavert við útkomuna að ofan er að grískir bankar verða endurfjármagnaðir að verulegu leiti, og eins og sést að ofan, þá lækkar eign þeirra af skuldum Grikklands.

Það áhugaverða við það er, að það minnkar líkur á hruni þeirra ef ríkissjóður Grikklands verður ógreiðslufær - þannig séð getur hugsanlega minnkað áhættu ríkissjóðs Grikklands af yfirlísingu um gjaldþrot.

Hver veit - kannski Grikkland eigi að taka þennann pening, bíða með gjaldþrot nokkra mánuði.

 

Kv.


Stóri dagurinn fyrir Grikkland getur verið nk. mánudagur!

Fundi ráðherra evrusvæðis var í gær frestað fram til mánudags, ríkisstj. Grikklands segist hafa mætt öllum kröfum aðildarríkja evrusvæðis þar með talið kröfu um 325millj.€ viðbótar sparnað, umfram þann sparnað sem ríkisstj. Grikklands samykkti í sl. viku. Jean-Claude Junker, formaður svokallaðs evruhóps, sagðist bjartsýnn í gær um það, að niðurstaða muni nást á mánudag.

  • Enn er þó óljóst hvort verður af samkomulagi milli ríkisstj. Grikklands og einkabanka, um 100ma.€ niðurskurð skulda Grikklands - þessi óvissa er nú búin að standa yfir í margar vikur.
  • Skv. útskýringu í More on leaked Greek debt deal er ekki unnt að ganga frá því samkomulagi, fyrr en formlegt samþykki aðildarríkja evru liggur fyrir um svokallaða "2-björgun" Grikklands.
  • Það þíðir að mál eru komin í alvarlega tímaþröng:
  1. En eindagi fyrir skipti á skuldabréfum milli aðila, þ.e. þau sem einkaaðilar afskrifa og fá í staðinn ný bréf frá grískum stjv., er 29/2 nk.
  2. Nk. mánudag 20/2, eru þá einungis 8 dagar til stefnu.
  3. Skv. fréttum mun þing Finnlands, Hollands og Þýskalands þurfa að fjalla um samkomulagið, staðfesta samþykki, ekki þó önnur þjóðþing. 
  4. Svo eru það litlir 93,5ma.€ sem þurfa að liggja fyrir, þ.e. 58ma.€ til að styðja við gríska banka, og 35,5ma.€ sem einkaaðilarnir fá af launum frá aðildarríkunum fyrir að gera þetta samkomulag - sbr. "deal sweeteners".
  5. Mig grunar að einka-aðilarnir muni vilja fá einhverja tryggingu fyrir því að þetta fé verði pottþétt til reiðu - en þetta fé stendur til að ESFS þ.e. Björgunarsjóður Evrusvæðis leggi fram, en sá hefur í reynd ekki yfir fjármagni að ráða heldur ábyrgðum sem aðildarþjóðirnar hafa veitt. Til að afla sér fjár þarf ESFS að virkja þær með sölu skuldabréfa út á þær ábyrgðir. Það er ekki ofmælt að kalla það áskorun fyrir ESFS að útvega allt þetta fé á svo skömmum tíma, með sölu bréfa á markaði. Fræðilega auðvitað geta aðildarríkin sjálf lagt féð fram - má vera að niðurstaða fundarins nk. mánudag verði sú, að það sé einasta leiðin. En samtímis, eru evr. pólitíkusar tregir til að leggja fram fjármagn með slíkum hætti.
  6. Þá fyrst verður unnt að endanlega ganga frá samkomulagi milli grískra stjv. og fulltrúa einkabanka. Eins gott að þeir verði þá snöggir af því - því eins og ég sagði, dagarnir verða einungis 8 talsins til að hrinda öllu þessu í verk.
  • Skv. fréttum liggur nú fyrir mat á greiðsluhæfi Grikklands, frá hinni svokölluðu þrenningu þ.e. Seðlabanki Evópu, AGS og ESFS.
  • Skv. fréttum stefnir í meiri samdrátt í Grikklandi þ.e. nær 6% heldur en rúml. 3% sem áður hafði verið talið, þetta ár.
  • Skv. þessu verða framtíðartekjur gríska ríkisins minni en áður var talið, þ.e. í nóvember 2011 er upphafleg útgáfa áætlunar um "2-björgun Grikklands" var samin.
  • Það þíðir, miðað við 130ma.€ nýtt lán og 100ma.€ afskrift á móti, verði skuldir Grikklands 129% af þjóðarframleiðslu, ekki 120% eins og var stefnt að í nóvember.
  • Þetta er atriði sem finna þarf lausn á - á fundinum nk. mánudag. En einhver þarf að gefa eftir sitt sem fram að þessu hefur ekki það viljað, ef fyrra takmark á að nást.

Miðað við reynsluna af áætlunum "þrenningarinna" á líklegri framvindu Grikklands, verður endanleg útkoma örugglega enn verri en þetta, þ.e. upp á rúml. 130% a.m.k.

Og klárt víðsfjarri því að ofangreindar aðgerðir leiði til sjálfbærrar stöðu.

 

Bendi á áhugaverða skoðun: Lorenzo Bini Smaghi - Only a full IMF programme can save Greece from default

Ath. Bini Smaghi var á sl. ári einn af stjórnarmönnum Seðlabanka Evrópu, og oft vitnað til hans.

Hann hefur einatt varað mjög eindregið við því, að Grikklandi sé heimilað að fara í þrot.

Hann ítrekar þær aðvaranir í þessari grein - hans skoðanir:

  1. "Greece would most probably have to exit the euro, as it would have no other way of financing its current expenditures other than to print itw own money. Capital controls, bank holidays and nationalisations would be required to try to counter a run on the banking system. Litigations between creditors and debtors would rise exponentially. The social and political stability of the country would be in grave danger.
  2. The political crisis would spread to the European institutions because of their inability to solve the problem. The losses experienced by taxpayers in other countries would fuel opposition against financial assistance to cash-strapped countries. The prospects for further strengthening the European Financial Stability Facility and the European Stability Mechanism would be weakened, and the safeguards against contagion seriously undermined.
  3. Creditors would be further discouraged from investing in the eurozone, given its inability to manage its debt problems. Contagion could extend to the core of the euro system.
  4. The financial tensions around the euro would produce a serious blow for the economic recovery not only in Europe, but also the US and Japan, and possibly in the emerging markets. Public finances would further detoriate in several countries, increasing risk of a sovereign default. The world economy could plunge back into recession, as after the Lehman Brother's bankruptcy."
  • "What is required is much more similar to the kind of programme that the International Monetary Fund applies to low-income countries, under the Powery Reduction and Growth Facility (recently renamed Extended Credit Facility), with official financing provided for several years, at concessional terms to ensure debt sustainability."

Bini Smaghi er einn af þeim sem hafa mjög dökka sýn á afleiðingar þess, að Grikkland verði gjaldþrota og verði hrakið úr evrunni.

Ég tel heilmikið til í því sem hann segir, nokkur fengur af sýn fyrrum innanbúðar manns úr herbúðum Seðlabanka Evrópu, sem nú starfar sem óháður gestaprófessor við Harvard University.

Þá er hann allt í einu kominn með málfrelsi er hann hafði ekki á sl. ári.

En hann er klárt vinur evrunnar ennþá, og ég held að sýn hans á afleiðingarnar fyrir Grikkland sjálft séu heldur of dökk, þó vera megi að sýn hans á afleiðingarnar fyrir evrusvæðis sem slíkt, sé nærri réttu.

Ég er 100% sammála því að Grikkland yrði að taka upp drögmuna, ekki síst - sem er ástæða sem hann ekki nefnir - til að stöðva frekari fjármagnsflóttar úr landi í Grikklandi.

En um leið og gjaldþrot blasir við, hefst flóðbylgja flótta fjármagns, og ég get ekki betur séð að hún væri gersamlega óstöðvanleg, meðan Grikkland er enn í evrunni.

Að auki eins og hann segir með réttu, hefðu grísk stjv. þá enga möguleika til að koma í veg fyrir hrun fjármálakerfisins innan Grikklands, og í reynd áframhaldandi hratt hrun alls þjónustukerfis við almenning - því landið tæmist þá af peningum, ekki einu sinni ríkið hefur þá pening.

Drögmuvæðing er þá nauðsynleg, til að stöðva fjármagnsflóttann, þannig að fjármagn geti farið aftur að hlaðast upp innanlands.

Og til þess, að ríkið hafi möguleika til að tryggja lágmarksfjármálaþjónustu innan hagkerfis Grikkalnds, með svipuðum hætti og stjv. Ísl. gerðu hér, eftir hrun.

Og ekki síst, svo að ríkið geti greitt áfram starfsmönnum sínum einhver laun, öldruðum bætur o.s.frv., haldið uppi nauðsynlegri grunnþjónustu.

Að leitast við að halda sér innan evru við gjaldþrot - myndi óhjákvæmilega hafa algert kaos í för mðe sér.

Þetta þíðir auðvitað sömu hlutina og áttu sér stað á Íslandi við bankahrunið, þ.e. höft - stórt gengisfall - lífskjarahrun.

En lífskjarahrun er í reynd gefið, því það verður hvort sem er - ef björgunaráætlun heldur áfram með sama hætti önnur 2 ár t.d.

En punkturinn er sá, að þvert ofan í að þetta myndi leiða til hruns Grikklands og upplausnar, held ég að þessi aðgerð -drögmuvæðing- í reynd stöðvi frekari þróun í þá átt.

Aftur á móti, gæti í kjölfarið fylgt upplausn evrusvæðis. Um það er ég reyndar sammála honum Bini Smaghi, að brotthvarf Grikklands er líklega mjög varasamt fyrir evruna.

En fátt væri þvert á móti varasamara, en að brotthvarf Grikklands leiði til endurkomu hagvaxtar og þess að ljóst væri að ástand Grikkland væri að ná nýjum stöðugleika.

Þá myndu þjóðirnar í S-Evrópu fara að ókyrrast fyrir alvöru.

Bendi á, að gengisfelling myndi stórbæta samkeppnishæfni Grikklands í ferðamennsku og flutningum á fraktskipum, sem eru tveir stærstu atvinnuvegir Grikklands.

En grískir sjómenn, myndu þá væntanlega aftur skipa áhafnir grískra fraktskipa - þetta eru ekki hálaunastörf, en þetta eru þó samt launuð störf. Grísk skipafélög vilja örugglega frekar eigin landsmenn, þegar þau geta loks fengið þá á kjörum sem gera rekstur þeirra samkeppnisfæran.

Ferðamönnum ætti að fjölga - þannig að stöðugur samdráttur í dag, ætti að geta snúist yfir í hagvöxt jafnvel innan við ári eftir slíkt hrun.

 

Niðurstaða

Staða Grikkland er enn í nær fullkominni óvissu. Mín skoðun sem oft hefur komið fram er að úr því sem komið er, sé það betri valkostur fyrir Grikkland að yfirgefa evruna, og taka upp drögmu. Sannarlega verður þá stórt gengisfall hinnar nýju drögmu miðað við evru, kannski svo mikið sem 80%. Kannski nær 50%. En lífskjaratap er hægt að taka sem gefnu, því það sé hvort sem er í farvatninu. 

Með eigin gjaldmiðli verði skorin á þessa stöðugu þörf fyrir að fá neyðarlán, til að fjármagna rekstur ríkissjóðs Grikklands. 

Skv. fréttum hefur ríkisstj. Grikklands síðan 2008 tekist að lækka halla á frumjöfnuði (halla á ríkissjóði áður en tekið er tillit til kostnaðar vegna greiðsla af skuldbindingum) úr rúml. 10% í milli 2,5-2,8%.

Þetta þíðir að það myndi ekki þurfa neina brjálæðislega prentun, til að halda gríska ríkinu góðu. Þannig að það ætti ekki að þróast óðaverðbólga, heldur einungis umtalsverð verðbólga um tíma upp á nokkra tugi prósenta. Sem eins og við þekkjum, ef ekki er frekar kynt undir, hverfur á cirka 2 árum.

Á þeim 2 árum, er hugsanlegt að hagkerfið taki nægilega við sér svo að auknar veltutekjur eyði hreinlega upp þeim halla.

Svo að þeim tíma loknum, gæti Grikkland verið með rekstur ríkisins í jafnvægi og sæmilegann til ágætann hagvöxt.

Það væri sennilega hættulegasta útkoman sem fyrir evrusvæðið getur komið.

 

Kv.


Aðildarlönd ESB að íhuga að fresta samkomulagi við Grikkland!

Þetta er skv. frétt Reuters: Euro zone ponders delay of 2nd Greek program. Fræðilega er sjálfsagt unn að veita Grikklandi skammtímalán.

"13.20 Big news now. Eurozone finance officials are examining ways of delaying parts or even all of the second bail-out programme for Greece while still avoiding a disorderly default, several EU sources have told Reuters. Delays could possibly last until after the country holds elections expected in April, they said."

En vandi er að þann 20. mars nk. þarf gríska ríkisstjórnin að standa skil á greiðslu 14,5ma.€. Ef grískum stjórnvöldum tekst það ekki, er Grikkland greiðsluþrota.

Annar vandi er, að í apríl stendur til að halda þingkosningar í Grikklandi, og andstæðingar björgunaráætlunar Grikklands, hafa verið að sækja í sig veðrið unanfarið.

Það er ekki síst óvissan um það hvort til staðar verði á gríska þinginu meirihluti fyrir því, að halda áfram með björgunar-áætlunina, sem er að knýja á um að aðildarríki evru fresti því, að lána Grikklandi 130-145ma.€ skv. svokallaðri "2-björgun". 

Það má vera að ákvörðun um frestun verði tekin þegar í kvöld, eða jafnvel fyrir kvöldmat.

En símafundur ráðherra evrusvæðis er í dag! Í stað fundar sem átti að halda í ráðstefnusal.

  • Enn er ekki búið að klára samkomulag milli grískra stjv. og einka-aðila, um þ.s. stefnt er nú að í kringum 70% afskrift skulda grískra stjv. í eigu einka-aðila.
  • Ekki er búið að ganga frá því, hvernig á að spara 350millj.€ til viðbótar við þ.s. grísk stjv. samþykktu sl. sunnudag.
  • Né liggur fyrir skriflegt loforð allra fyrrum stjórnarflokka Grikklands, um það að þeir virði samkomulag gert, eftir kosningar.
  • Svo eru margvíslegir óhníttir hnútar um það, akkúrat hvernig á að framkvæma undirrituð loforð - enn er krafa um það að ríkisfyrirtæki verði seld, o.s.frv.

 

Málið er að falla á tíma!

  • Samkvæmt fréttum sem kom fram á miðvikudagskvöld, segist ríkisstjórn Grikklands vera búin að finna lausnir á því hvernig á að spara 350millj.€, og að auki segist hafa gefið viðbótar upplýsingar um tilhögun mála skv. beiðni um frekari skýringar. Ekki síst Samaras leiðtogi "Nýs Lýðræðis" meginflokks grískra hægrimanna, skrifaði undir yfirlísingu þess efnis, að hann muni standa við samkomulagið einnig eftir kosningar, ekki komi til greina af hans hálfu að mynda ríkisstjórn sem myndi svíkja það loforð.
  • Enn á þó eftir að ganga frá samkomulagi milli einka-banka og gríska ríkisins. Það liggur á því, sjá eftirfarandi fréttaskýringu: More on leaked Greek debt dea
  1. Skv. því er málið að falla á tíma. Því samtals 93,5ma.€, þ.e. 58ma.€ til að styðja við gríska banka, og 35,5ma.€ sem einkaaðilarnir fá af launum frá aðildarríkunum fyrir að gera þetta samkomulag, verða vera tilbúnir ekki seinna en þann 29. febrúar.
  2. En sá dagur er eindagi fyrir núverandi "bond swap" eða skipti samning á skuldabréfum, þannig að ef dæmið er ekki tilbúið, er málið á byrjunarreit. Þá ógildast allir samningar sem gerðir hafa verið við aðilana, sem hluti af undirbúningsferlinu. Da - da - da - damm.
  3. Það flækir málið, að til þess að þetta sé mögulegt, þarf að ganga formlega frá samkomulaginu milli Grikkja og aðildarríkjanna, en fundi hefur nú verið frestað fram á mánudag 20.
  4. Síðan þurfa ríkisstjórnir aðildarríkjanna í sumum tilfellum að fá samþykki sinna þjóðþinga, a.m.k. þýska, finnska og hollenska þingið.
  5. Að lokum, til þess að ESFS þ.e. björgunarsjóður evrusvæðis hafi peninga, þarf sá að selja skuldabréf á mörkuðum. Þetta er dálítið mikið fé til að selja á svo últra skömmum tíma. Ég á erfitt að sjá annað en, að sú aðferð sé fallin á tíma, þannig að ríkisstjórnirnar verði að samþykkja að leggja þetta tryggingarfé fram með beinum hætti.

Menn eru sem sagt virkilega að missa tímann frá sér.

----------------------------

Áhuga vakti ummæli fjármálaráðherra Þýskalands í dag, Wolfgang Schaeuble, sem lagði til að Grikkir myndu fresta þingkosningunum, og þess í stað væri sett ríkisstjórn eins og nú á Ítalíu, án atbeina stjórnmálamanna.

Grikkir svöruðu þessu fullum hálsi, forseti Grikklands og fjármálaráðherra, lýstu fullri hneyxlun á þeim ummælum Wolfgang Schaeuble.

 

Annað í fréttum: Samdráttur staðfestur á evrusvæði

Tekið eftir muninum á iðnframleiðslu í Evrópu og Bandaríkjunum, þ.e. ný dýfa að hefjast í Evrópu meðan Bandaríkin eru enn á hægri uppleið!

Evrusvæðis allt hafði 0,3% efnahagssamdrátt 3. síðustu mánuði 2011, skv. tölum Framkv.stj. ESB.

Iðnframleiðsla minnkaði á 4. ársfjórðungi 2011 einnig um 1,1%.

  1. Ítalía, staðfest með 0,7% samdrátt á 4. ársfjórðungi sl. árs, þannig að Ítalía er skv. reglum ESB í kreppu, þ.e. komnir tveir ársfjórðungar samanlagt í samdrætti, þ.e. 0,3% á 3. fjórðungi 2011.
  2. Frakkland, kom á óvart, var með 0,2% vöxt, í stað samdráttar fjórðunginn á undan. Slapp þannig við samdrátt 2 fjórðunga í röð.
  3. Þýskaland, skv. endurskoðuðum tölum, mældist með 0,2% samdráttá 4. fjórðungi, en þar er sagt að engin kreppa verði í ár. Sjáum til.
  4. Portúgal mældist með 5 fjórðunginn í röð í samdrætti.
  5. Grikkland, þar var samdráttur upp á 7% á 4. fjórðungi, sem er meiri samdráttur en rúm 5% fjórðunginn á undan.
  6. Ekki með tölur fyrir Spán. En flest bendir til samdráttar þar eins og á Ítalíu. 

 

Niðurstaða

Ljóst er af fréttum síðan sl. sunnudag, að langt er í frá að óvissunnu um stöðu Grikklands hafi verið eytt með samþykki gríska þingsins sl. sunnudag. 

Enn virðist í nær algerri óvissu hvort Grikkland fer í þrot á næstu vikum eða hvort, boltanum er sparkað áfram, enn eina ferðina.

Vandinn er ekki síst sá að tíminn er að hlaupa frá aðildarríkunum og Grikklandi.

Það er alveg að komast á tæpasta vað með hvort næst að klára dæmið, ef haft er í huga hve mörgu þarf að hrinda í verk á örfáum dögum.

-----------------------------------

Tölur sem komu fram í dag frá Framkvæmdastjórn ESB, sýna að það var samdráttur klárt síðustu mánuði sl. árs, eins og ég var reyndar búinn að halda fram að væri líklegast, alveg síðan í ágúst sl.

Áhugavert að tölu sýna, að Ítalía er klárt á leið niður.

 

Bendi á áhugaverða skoðun: Mohamed A. El-Erian - From Argentina to Athens?

 

Kv.

 


Mun upptaka evru leiða til sambærilegra vaxtakjara og í N-Evrópu?

Gylfi Arnbjörnss., hagfræðingur ASÍ, Guðmundur Gunnarsson o.flr. Hafa skemmt sér mjög við að gera samanburð á vaxtakjörum á Íslandi í gegnum árin, og vaxtakjörum sem finna má stað í löndum N-Evrópu, þó helst löndum á evrusvæði. Ásökunin er alltaf sú, að það sé einungis ein ástæða fyrir þeim mun, og loforðið skýn í gegn að ef, tiltekinn gjaldmiðill verði tekinn upp. Þá leiði það til sambærilegra vaxtakjara og finna má í þessum tilteknu samanburðar löndum.

Með þessu fylgir oft sú sóðalega ásökun, að þeir sem standa gegn upptöku evru, séu um leið andstæðingar þess að bæta kjör ísl. lánþega.

 

En stenst þetta?

Meginskýring formanns ASÍ, aðalhagfræðings ASÍ og þeirra verkalýðsforingja sem fylgja þeim að málum, er að verðbólga og óstöðugleiki á Íslandi sé krónunni að kenna. Um leið og skipt verði í stöðugann gjaldmiðil, þá muni lága verðbólgan og vextirnir erlendis, skila sér hingað til lands.

Við taki svo björt framtíð með blóm í haga.  

Hvað veldur verðbólgu á Íslandi:

  1. Fyrsta er auðvitað hækkanir úr alþjóðakerfinu t..d ef olía hækkar, korn og aðrar hrávörur.
  2. Svo er það eftirspurnar-þensla, sbr. þegar hagkerfi er að yfirhitna, þá getur það gerst að eftirspurn aukist hraðar en aukning framboðs, þá býður innanlands markaðurinn þann þátt upp, og verð hækkar – þetta getur verið allt á milli himins og jarðar, þar á meðal laun sbr. yfirborganir. En þekkt er að þær aukast á toppi hagsveifla.
  3.  Víxlverkan launa og verðlags, sbr. síðustu kjarasamningar á fyrri hl. sl. árs, þá var eins og dæmigert er hér laun hækkuð hjá öllum jafnt. Laun starfsm. verslana eru fjármögnuð með verðum söluvara, þannig að verslanir hækka alltaf verð þegar laun eru hækkuð yfir línu – launahækkanir verslunarmanna fara því alltaf í verðlag. Síðan er þröngt í búi hjá ríki og sveitarfélögum, ekkert tekjuborð fyrir kostnaði v. hækkun launa, þannig að hið opinbera hækkaði gjöld. Svo að launahækkanir starfsm. ríkis og sveitarfélaga fóru einnig í verðlag. Þetta eru allt fjölmennir hópar launafólks þeirra hækkanir voru settar í verðlagið – að sjálfsögðu æpti Gylfi “krónan”. Alltaf sama fíflið.
  4. Síðan eru það hinar miklu sveiflur sem eiga sér stað með reglulegum hætti í tekjum af útflutningsgreinum, en þær eru verðbólguvaldandi – það virkar með þeim hætti að þegar vel gengur þá yfirborga þær greinar gjarnan laun, því umsvif aukast og þær greinar vilja flr. starfsm. Það hefur áhrif á verðlag, því aðrar greinar neiðast til að hækka laun einnig, þá verður dæmigerð vílxverkan milli launa og verðlags. Sjá hér sönnun:

    Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay. Samkvæmt greinngu þessara ágætu herramanna, þá útskýrir alþjóðlegt fiskverð 40,9% af gengissveiflu krónunnar, yfir þann áratug sem notaður er til viðmiðunar. Ath. þeir taka ekki sveiflur í veiðum, sem einnig sveifla tekjum okkar hagkerfis. Þeir taka ekki heldur, sveiflur í álverði á alþjóðlegum mörkuðum, sem væntanlega einnig hefur áhrif á gengi krónunnar í gegnum það að sveifla okkar gjaldeyristekjum. Síðast en ekki síst, ekki heldur mið af sveiflum í ferðamennsku, sem einnig sveiflar okkar gjaldeyristekjum og örugglega er einn þátturinn en, sem hefur áhrif á gengi krónunnar. Ath., auk þessa, að allar þessar sveiflur í gjaldeyristekjum, sem hingað til koma fram í sveiflum á gengi krónunnar, verða áfram til staðar þó skipt væri um gjaldmiðil - - þ.e. annar gjaldmiðill útrýmir ekki sveiflunum sem eru á okkar hagkerfi. Eitthvað þarf þá að sveiflast í staðinn, eins og Stiglitz benti á er hann var hér síðast. Fullkominn ímyndun, að hagkerfið verði stöðugt við það eitt að skipta yfir í annann gjaldmiðil. Jafnvel þó sá hafi stöðugara gengi.

  • Engin af verðbólgum í ofangreindum liðum hefur nokkuð með krónuna að gera. Verðbólga sl. árs, var vegna liðar 1. og liðar 3. þ.e. hækkana að utan og vegna þeirrar miklu víxlverkunar sem varð milli launahækkana og verðlags.
  • Að sjálfsögðu gerist víxlverkunarferli milli launa og verðlags með alveg sama hætti, ef gjaldmiðillinn er dollar, eða pund, eða svissn. Franki, eða evra. Þetta sýnir lýgina í þeim áróðri, að með því einu að skipta um gjaldmiðil, verði verðbólga um leið sambærileg við þ.s. gerist og gengur í N-Evrópu.
  • Þær verðsveiflur sem ég lýsi að ofan, og koma frá gjaldeyrisskapandi greinum, og eiga sér stað fyrir tilverknað sveifla í þeim tekjustofnum; að sjálfsögðu eiga sér stað áfram.
  • Ekki síst, þær sveiflur hafa ekkert með hagstjórn hér beint að gera, þ.e. munu eiga sér stað eftir sem áður, sama hve vel við leitumst við að stjórna á Íslandi.

 

Óstöðugleiki verður því áfram mikill, vegna þess að hann stafar frá atvinnuvegunum, óstöðugleika þeirra!

  • Sá óstöðugleiki mun ekki einungis vera verðbólguvaldandi eftir sem áður, eins og lýst er að ofan, heldur á það einnig við að þær tekjusveiflur hríslast í gegnum hagkerfið, og orsaka tekjusveiflur fyrirtækja og einstaklinga, sem starfa innan hagkerfisins.
  • Þessi viðvarandi óstöðugleiki í afkomu skiptir máli, en við erum að tala um óstöðugleika þeirra tekna sem standa undir vel rúmlega 90% af gjaldeyristekjum hagkerfisins; og er því megingrundvöllur allra launa sem eru greidd á Íslandi.
  • Málið er, að óstöðugleiki í tekjum - að vita ekki með vissu hverjar tekjur framtíðarinnar verða, skapar óvissu um greiðslugetu.
  • Óvissan um afkomu, er áhætta í augum þeirra, sem eru að meta áhættu af því að lána starfandi aðilum og einstaklingum á Íslandi.

Ákvörðun um vexti, þegar á botninn er hvolft, sníst um mat á áhættu - þ.e. mat á öryggi um framtíðargreiðslugetu viðskiptavinar eða lánþega.

Það er því augljóst, að vegna áframhaldandi óstöðugleika hérlendis, hversu vel sem hér verður stýrt, þá verður óhjákvæmilega alltaf álag á vexti til aðila starfandi hérlendis eða einstaklinga.

Þá er ég að tala um mat erlendra banka!

Myndin sýnir þróun vaxtakostnaðar ríkisstjórna aðildarríkja evru yfir sl. 10 ár!

 

Graphic: Interest rates on 10-year government bonds

  1. Því er þó gjarnan haldið fram, að þetta sér rangt - að fjárfestar meti eingöngu einhverskonar meðaláhættu evrusvæðis sem heild!
  2. Þetta er augljóslega órökrétt, því sjálfselskum einka-aðilum, er enginn akkur í því að vera góðir við okkur hér. En þeir geta vel reiknað út að t.d. verslun í Þýskalandi, sem er hagkerfi í sókn þ.s. enn er aukning á neyslu, er mun traustari í dag heldur en sambærileg verslun starfandi innan Grikklands - eða Portúgals - eða Ítalíu, sem eru hagkerfi í kreppu og samdrætti, því líkur á minnkun umsvifa þannig tekjum í verslun. Sambærilegt mat geta þeir vel gert á Íslandi, þ.e. þeir sjá að miklar tekjusveiflur á Íslandi, hafa margítrekað framkallað miklar sveiflur í neyslu því tekjum af verslun, og að flest bendi til að slíkar sveiflur haldi áfram. Rökrétt eru þeir áhugasamari um að veita lán til þýsks aðila þannig að sá fær eðlilega hagstæðari lánskjör, sennilega verulega hagstæðari.
  • Ef þið skoðið myndina að ofan - þá virðist sem að markaðurin hafi raunverulega um hríð, haldið að með upptöku evru hyrfi að mestu umfram lántöku áhætta smærri aðildarríkja Evru.
  • Það á örugglega eftir að verða rannsóknarefni framtíðar, af hverju fjárfestar gerðu þessi mistök, að telja áhættu ríkja í S-Evrópu auk Írlands o.flr. smærri aðildarríkja á jaðrinum, verða þá nær sömu og Þýskalands.
  • En eins og þið sjáið, hefur markaðurinn endurmetið áhættu af því að lána ríkissjóðum aðildarríkja Evru, síðan evrukrýsan hófst.
  • Þetta er mikilvægt atriði - - markaðurinn lýtur ekki lengur á það sem nær sömu áhættuna, að lána til mismunandi ríkja innan evrusvæðis.

Það má alveg treysta því, að þegar bankar hafa svo stórfellt hækkað mat sitt um áhættu á lánum til ríkisstjórna jaðarríkja evrusvæðis - vegna efnahagssótöðugleika þar sem hefur aftur komið upp á yfirborðið.

Að þá séu þeir sömu bankar að flestum líkindum einnig, búnir að endurmeta áhættu almennt á lánum til aðila starfandi innan þeirra sömu hagkerfa, sem þeir meta nú örugglega í dag mun áhættumeiri.

Ísland með langa sögu efnahags óstöðugleika, sem er miklu mun sambærilegri við sögu Evrópuríkja við Miðjarðarhaf, heldur en við hagkerfissögu Evrópuríkja við N-Atlantshaf; mun augljóslega verða skellt saman í áhættuhóp með ríkjum S-Evrópu.

Enda eins og ég segi, þeirra saga eins og okkar, saga reglulegra gengisfellinga, verðbólgu umfram þ.s. gerist í N-Evrópu. 

Fjárfestar sem standa eftir með sárt ennið af viðskiptum við S-Evrópu, eru að læra sína lexíu.

Markaðurinn mun ekki endurtaka mistök sín frá sl. áratug, er hann mat allt evrusvæðið með nær sömu áhættuna.

Ég er að segja, að þetta sé varanleg breyting að flestum líkindum - - nema, og aðeins nema, að Evrusvæði takist að renna inn í raunverulega sameiginlega hagstjórn.

Það held ég sé ólíklegt.

 

Niðurstaða

Hún er einfaldlega sú, að það sé rangt að aðilar á Íslandi og almenningur myndu njóta sambærilegra vaxtakjara á við þ.s. best gerist í ríkjum N-Evrópu, með því einu að skipta úr krónu yfir í evru.

Eins og ég útskýri, verða áfram til staðar þættir í okkar hagkerfi, sem munu áfram skapa verðbólgu umfram þ.s. gerist á meginlandi Evrópu.

Að auki, verður hagkerfi okkar áfram verulega óstöðugt, sem þíðir að áhætta um lánveitingar verður áfram augljóslega mun meiri til aðila starfandi á Íslandi, sem og til einstaklinga sem hér eiga heima, og fá allar sínar tekjur frá ísl. hagkerfinu. 

Þetta þíðir að vextir hér á landi, verða áfram a.m.k. umtalsvert hærri en þ.s. best gerist, á meginlandi N-Evrópu.

Það besta sem segja má um málflutning evrusinna, er að hann sé stórfellt villandi.

-------------------------------

Bendi að auki á umfjöllun mína frá því í gær: 

Þó svo upptaka evru lækkaði vexti, myndi það ekki skila hærri lífskjörum!

 

Kv.


Þó svo upptaka evru lækkaði vexti, myndi það ekki skila hærri lífskjörum!

Ég veit, að fjölmargir horfa til svokallaðra "auðs áhrifa" / "Wealth effect" af meintri stórfelldri lækkun vaxta, sem upptaka evru á að skila til íslendinga - skv. fullyrðingum áhugamanna um upptöku evru. Skv. þeirra frásögn er dæmið einfalt, bankavextir á evrusvæði eru víðast hvar mun lægri en hér - - > Ályktun, upptaka evru leiðir til umtalsverðar aukningar lífskjara með því að lækka bankavexti.

Fullyrðing: Ef Evru-upptaka leiðir til verulegrar lækkunar bankavaxta hér, þá samt sem áður leiðir það ekki til aukningar lífskjara Íslendinga!

  • Nú vilja sjálfsagt margir meina að þetta geti ekki verið rétt.
  1. Þíða ekki lægri vextir, að hver og einn borgar minna af lánum?
  2. Þíðir það ekki að meira verður eftir af launum viðkomandi?
  • Ergo, lífskjör hækka?

Nei!

Málið er nefnilega aðeins flóknara, en til þess að skilja af hverju svarið er "Nei" þarf að íhuga af aðeins meiri dýpt, hvaða áhrif akkúrat þessi svokölluðu auðs áhrif skila.

Ég held því fram, og rökstyð af hverju, að "auðsáhrifum" þurfi að mæta með beinum launalækkunum, sem jafni út áhrif vaxtalækkunarinnar að fullu.

Þetta sé nauðsynlegt til þess að hagkerfið gangi upp - - > Lykilatriðið er viðskiptajöfnuðurinn.

Sjálfbær lífskjör eru hámörkuð, þegar viðskiptajöfnuðurinn er í "0" stöðu, þ.e. hvorki jákvæður né neikvæður.

Meðan halli er alltaf ósjálfbær staða til lengdar - - > Langtíma viðskiptahalli leiðir alltaf til vandræða.

 

Hvað áhrifum skila "auðs áhrif"?

Eystland, Lettland, Litháen, Portúgal, Grikkland og Írland; allt tiltölulega lítil jaðar hagkerfi í Evrópu, áttu það öll sameiginlegt að þar fyrir upptöku evru voru vextir yfirleitt umtalsvert hærri en í kjarna ríkjum Evrópu.

Þetta hefur verið sameiginlegt einkenni jaðarríkja - ekki furðulegt í reynd, þ.s. dýrara er fyrir atvinnurekstur að reka sig þaðan, samkeppnishæfni er því alltaf viðkvæm vegna þess viðbótar kostnaðar - þ.e. fjarlægð frá markaði.

Þetta gerir það að verkum, að gjaldmiðlar slíkra svæða eru yfirleitt óstöðugir, enda þarf sögulega séð að fella þá reglulega, til að viðhalda samkeppnishæfni útflutnings.

Meiri verðbólgu fylgir hærri vextir - - þegar þessi lönd gengu í evruna á sínum tíma, lækkuðu vextir í þeim löndum sannarlega mikið. Og framan-af virstist þetta skila umtalverðri lífskjara aukningu.

En leikinn þarf að skoða til enda, í dag hafa öll þessi lönd orðið fyrir umtalsverðri lífskjararýrnun, mismikil en alls staðar a.m.k. 20-30% raunrýrnun lífskjara miðað við fyrri hápunkt.

Spurningin er, varð í reynd aukning lífskjara þegar málið er skoðað í heild?

  • Þ.s. gerist þegar vextir lækka allt í einu í hagkerfi sem er vant háum vöxtum, er að það skapast veislustemming tímabundið, eða það gerðist í öllum ofangreindum löndum.
  • Lægri vextir þíða að almenningur hefur efni á stærri lánum fyrir sama lántökukostnað, sem þíðir að þeim fjölgar sem hafa efni á að kaupa hús, að auki að þeir sem hafa efni á því fyrir hafa efni á stærra en áður o.s.frv.
  • Í öllum tilvikum leiddi þetta til þróunar húsnæðisverðbóla og fjárfestingar-lána-brasksbóla.
  • Húsnæðis verð hækkaði vegna aukinnar eftispurnar af völdum ódýrara lánfjár.
  • Þetta skapaði margvíslegar freystingar, t.d. tóku fjölmargir neyslulán og settu á eigin húsnæði, því þeim virtist þeir hafa efni á því vegna þess að húsnæðið var stöðugt að hækka í verði, og lánin voru ekki það dýr að það virðist viðráðanlegt.
  • Að auki varð gríðarleg aukning í fjárfestingu, verðbréfabraski, út á lánsfé - og bóluverð sköpuðust einnig á hlutafjármörkuðum.
  • Síðast en ekki síst, sú mikla aukning neyslu sem fjármögnuð var með skuldsetningu, skapaði í öllum ofangreindum löndum mikinn viðskiptahalla, oft á bilinu 10-15% per ár.

Í dag sitja öll þessi lönd eftir með timburmennina, mjög skert lífskjör þ.e. bæði nettó lækkun launa, í dag hafa vextir hækkað nokkuð aftur þó ekki alveg í sama far og áður, þannig lán hafa orðið þyngri í vöfum. Neysla í öllum löndunum hefur hrunið saman um á bilinu 20-30%.

Svipaður samdráttur neyslu og á Íslandi.

Löndin verða einhver árafjöld að borga niður þá skuldabólu sem var búin til, af veislunni sem stóð yfir í nokkur ár, í kjölfar þess að vextir lækkuðu og eftirspurn eftir lánsfé margfaldaðist.

 

Hvernig komumst við hjá því að endurtaka sama leikinn?

Ég sé einungis eina leið, þ.e. að laun lækki á móti þegar vextir lækka.

Enda hefur Ísland ekki efni á því að taka annað lánsbólufyllerí. 

Þannig að lífskjör standi í stað.

En það kostar ekkert, ekki neitt. Ég vil meina að hagkerfið sé í lískjara jafnvægi miðað við núverandi lántökukostnað hér innanlands.

En sú staðreynd að skv. Seðlabanka Íslands var -1,3% nettó viðskiptahalli 2011 sem er vonbrigði, segir að það er ekkert borð fyrir báru, alls ekkert, til að hækka lífskjör.

Lækkun lántökukostnaðar myndi auka innflutning, þannig auka viðskiptahallann.

Það hlyti að leiða til vandræða, og hruns lífskjara seinna.

Það eina sem raunverulega gengur upp, er að halda viðskiptajöfnuðinum við "0" eða í plús. 2010 var hann + 0,3%.

Sem sagt, fullyrðingar þess efnis að við getum aukið lífskjör með vaxtalækkun, eru einfaldlega rangar.

 

Niðurstaða

Það er gríðarlegur popúlismi í áróðri áhugamanna um upptöku evru, þ.s. því er haldið statt og stöðugt fram, að upptaka evru hækki lífskjör. Að upptaka evru stuðli að meira jafnvægi og auknum stöðugleika.

Allt því miður rangar fullyrðingar. En á Íslandi er einungis unnnt að auka lífskjör með því að auka útflutningsverðmæti eða fjölga ferðamönnum, eða með því að erlendar gjaldeyris-skuldir þjóðarbúsins lækki.

Lífskjör geta ekki hækkað sjálfbært nema í takt við þá aukningu tekna þjóðarbúsins, eða með því að erlendar skuldir þjóðarbúsins lækki.

--------------------------------- 

Næst tek ég fyrir - af hverju upptaka evru, mun líklega ekki raunverulega, lækka vexti á Íslandi að því marki, sem haldið er fram.

 

Kv.


Þjóðþing Grikklands samþykkir skilyrði aðildarríkja evru, þannig að svokölluð 2-björgun Grikklands getur haldið áfram!

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur meirihluti gríska þingsins samþykkt hina svokölluðu "2-björgun Grikklands" ásamt öllum þeim skilyrðum sem aðildarríki evru hafa sett, þ.e. 22% lækkun lágmarkslauna, um 300milljóna evra lækkun greiðsla gríska ríkisins til lífeyrisþega, og að ríkisstarfsmönnum verði fækkað um 150.000 á næstu 3 áum, þar af 15 þúsund strax.

Sjá: Athens passes austerity bill

Núverandi stjórnarflokkar verða auk þess að undirrita yfirlísingu þess efnis að þeir muni virða samkomulagið eftir kosningar.

Það skapar spennu um það hvað gerist í þeim kosningum, en 3 flokkar vinstra megin við gríska krata, þ.e. Sósíalistaflokk grikklands - PASPOK, hafa verið að mælast með samtals rúm 40% fylgi undanfarið í skoðanakönnunum.

Mér fynnst líklegt, að tafarlaus 22% lækkun lágmarkslauna á Grikklandi, muni sannfæra fj. kjósenda um að greiða þeim flokkum atkvæði, þ.e. "Lýðræðislegt Vinstri", "Róttækt Vinstri" og Kommúnistaflokkur Grikklands".

Kosningarnar í apríl geta orðið áhugaverðar, en líkur virðast umtalsverðar um það að þá myndis þingmeirihluti andstæðinga björgunar Grikklands - svokallaða.

 

Það ræðst í þingkosningunum í apríl hvort grískur almenningur kýs að halda þessu dæmi áfram, eða að fara leið tafarlauss gjaldþrots!

Forystugrein Financial Times í dag segir "Let Greece stand on its own feet.": Ég tek undir það sjónarmið. Mér finnst Financial Times að jafnaði hafa mjög heilbrigða ritstjórnarstefnu. En mér hefur oft fundist skrif ritsstjóra FT gróð. En ritstjóri FT segir núna að framtíð Grikklands sé í höndum Grikkja sjálfra. Að Evrópa eigi ekki að standa í vegi fyrir þeirri vegferð, sem grískur almenningur kýs að fara.

Hann bendir á, að þrátt fyrir allt hafi grísk stjórnvöld náð fram heilmiklum sparnaði í útgjöldum.

Sjá: Let Greece stand on its own feet

Það er upp á 8% af vergri þjóðarframleiðslu, sem hallinn á frumjöfnuði Grikklands hefur að hans sögn verið lækkaður um.

Hann bendir á að, ekki mikið vanti á úr þessu að þeir nái frumjöfnuði í jafnvægi - "Athens will soon reach primary balance, where the state's revenues suffice to pay for its expenditure apart from debt service. This changges the political calculus. It ends Athens' finacial dependence if it chooses to default. It leaves the eurozone with a stark choice: either continue treating Greece like a subjugated state or adobt an approach that leaves Greece a slim chance of meeting the demands of monetary union."

Ritstjórinn er í reynd segja, að með því að tiltölulega lítið vanti upp á að Grikkland geti rekið sig hallalaust án afborgana af skuldum, þá sé kominn mun meiri trúverðugleiki á bakvið þá hótun að neita að borga.

  • Hann er í reynd að höfða til aðildarríkjanna, að koma betur fram við Grikki.

Að hætta þessari framkomu sem hefur verið ástunduð, að gera lítið úr grikkjum, að láta eins og þeir séu þau börn sem þurfi stranga föðurlega hönd sem segi þeim fyrir verkum - sbr. Patronize.

Framtíðin sé í hendi Grikkja - þeir hafi raunverulega valkosti:

A)Halda þessu áfram.

B)Hætta þessu, og yfirgefa evruna.

Ef Grikkir kjósi A, þá beri að koma betur fram við Grikki, þ.e. eins og hverja aðra aðildarþjóð. Ef þeir kjósa B, þá beri Evrópa a.m.k. hluta af sök, með því hvernig komið hefur verið fram við Grikki, hefur verið skapað ástand reiði og pyrrings, það algerlega að óþörfu. Í reynd hafi pólitíkusar í N-Evrópu verið að beita Grikklandi fyrir sig í innanlandspólitískum tilgangi. Þetta hafi verið skammsýni.

 

Ég bendi einnig á grein Gavyn Davies: Greek lessons for the eurozone

Hann er mælir með því að Grikkir haldi sig við evru. Er stuðningsmaður evrunnar. En hann er ekki einn af þessum blindu stuðningsmönnum, enda segir hann einnig eftirfarandi:

"Despite being widely crticized for failing to hit most of its previous targets, Greece has in fact improved its primary budget balance by about 8% of GDP since 2009, which is not exactly a negligible effort."

"Greece has so far refused to contemplate departure from the euro because that path is fraught with enormous difficulties. A large proportion of private savings would be wiped out by devaluation, debt defaults, and banking failures. The resulting recession would be immediate and extremely deep, much deeper than anything seen so far."

"The budget deficit after leaving the euro would probably still be several percentage points of GDP, because the primary deficit may rise in the recession, and some interest payments would still be dues on international debt. The only source of funds to cover thos deficit would be monetary creation by the Bank of Greece."

"That would prove highly inflationary, and it would come on top of wage increase to buy off discontent, and a currency depreciation of at least 50% against the euro. Greece might manage to avoid hyper-inflation, but the annual inflation rate would for a time be in tens of percentage points."

"In the linger term, growth would be restored, and inflation brought beck under control. The experience of countries which have defaulted and devalued in the past is actually very encouraging in that regard. Nevertheless, the near term costs of leaving the euro have been sufficiently daunting to deter most mainstream politicians in Greence since the crisis erupted. It is anyone's guess whether this orthodox approach will continue to command electoral support indefinitely."

  • Ég tek undir það, að fyrstu áhrif stórrar gengisfellingar eru að raunverðfella laun í hagkerfinu stórt, auk þess að í Grikklandi lækka inneignir einnig að raunverðgildi og annað sparifé, þ.e. ef því hefur öllur verið skipt yfir í drögmur fyrst.
  • Best væri að gríska ríkið myndi samstundis taka yfir bankana um leið og dragma er tekin upp, enda munu grísku bankarnir falla óhjákvæmilega. Þá getur ríkið einnig skipt lánum almennings í drögmur samtímis og inneignum er skipt í drögmur, og látið þannig lánin einnig raunverðfalla. Verður þó koma í ljós hvort grísk stjv. kjósa að verja almenning. En ef lánin falla í sama hlutfalli þá raskast ekki hlutfallið á milli. En stjv. Grikkl. munu þó ekki geta gert það sama við útibú í eigu erlendra banka. En myndu geta tekið yfir banka starfandi í landinu, sem væru skráðir sem rekstraraðilar í Grikklandi, þó þeir væru í eigu erlendra aðila. Ólíklegt væri að slíkir bankar haldi velli hvort sem er, þannig bréf þeirra væru verðlaus. Þó geta komið upp dómsmál við eigendur. En áhættunnar virði - myndi ég segja. Efa að gríska ríkið myndi þurfa að greiða skaðabætur.
  • Líklega er rétt hjá Gavyn Davies að halli á frumjöfnuði (þ.e. jöfnuður áður en greitt er af lánum) myndi aukast eitthvað, því til skamms tíma myndu tekjur gríska ríkisins skreppa saman. Slíkann halla væri einungis unnt að bæta upp með verðbólguskapandi prentun. Á móti hættir gríska ríkið að þurfa lán fyrir því. En þetta væri til skamms tíma eingöngu, því hagvöxtur myndi hefjast tel ég innan árs að líkindum, þ.e. hið minnsta reynsla annarra þjóða, sjá hér hvað ég á við: Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns! BIS eða Bank of International Settlements byrtir mjög áhugaverða rannsóknargrein, einmitt á sögulegum afleiðingum stórra gengisfellinga. Þ.e. mjög áhugaverð lesning í þessu samhengi.
  • Sennilega er einnig rétt, að verkalýðsfélög myndu líkindum knýja fram kauphækkanir sennilega í 2-stafa tölum, sem myndu stórum hluta fara í verðbólgu. Þetta þekkjum við vel hérlendis.
  • En einnig þekkjum við vel hér, að ef tekst samstarf við aðila vinnumarkaðar um það, að flýta fyrir lækkun verðbólgu þ.e. aðilar vinnumarkaðar samþykki minni launahækkanir, á móti beiti ríkið aðhaldi og gæti sín í hækkunum gjalda; þá lækkar verðbólgan hratt, er að líkindum að mestu farin á 2 árum.
  • Þetta er valkostir, en aðilar vinnumarkaðar geta valið að auka verðbólgu þ.e. fóðra hana eða að sameinast um að eyða henni sem fyrst. En okkar reynsla er að 2-stafa launahækkanir í reynd skila sér ekki. Snjallara er að taka litlar hækkanir, og láta bólguna hverfa sem fyrst.

 

Niðurstaða

2-björgun Grikklands svokölluð virðist í höfn. En meirihluti gríska þingsins núverandi samþykkti kröfur aðildarríkja evru, um þá áætlun seint í kvöld, sunnudagskvöld 12/2.

----------------------------------------

Grikkland hefur þá valið þann valkost að halda áfram með áætlunina, eða það hafa núverandi stjórnarflokkar gert sem hafa þingmeirihluta. En það kemur síðan í ljós í þingkosningum í apríl, hvort gríska þjóðin velur með sama hætti eða ekki. Það er gersamlega ljóst að ef Grikkland velur að halda áfram núverandi vegerð, er landið ekki komið á breiðu brautina með því samkomulagi sem verður kannski staðfest á gríska þinginu í kvöld. En flestir hagfræðingar erlendis eru á þeirri skoðun, að frekari afskriftir muni til þurfa áður en sá breiði vegur kemur. Einnig, að verulegar kauplækkanir muni þurfa að komast til framkvæmda, ef Grikkland á að geta snúið við til hagvaxtar. Annars verði samdráttur áfram næstu misserin.

Mér sýnist valið vera milli kreppa 2-3 ár til viðbótar a.m.k., eða snögg djúp dýfa en endurkoma hagvaxtar mjög líklega innan sama árs.

En þ.e. reynsla annarra þjóða að vöxtur í flestum tilvikum kemur aftur innan sama árs.

Sjá skýrslu BIS sem er að finna í gamalli bloggrein:  Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns!

 

Kv.


Hvað gerist ef Grikkland verður stjórnlaust gjaldþrota?

Gríska ríkisstjórnin hefur greinilega ekki enn gefist upp, þó einn stjórnarflokkurinn sé genginn úr skaftinu þ.e. lítill hægrisinnaður flokkur hægra meginn við megin hægri flokk Grikklands, sem heitir LAOS undir stjórn George Karatzaferis.

George Karatzaferis - ""Humiliation was imposed on us. I will not tolerate this... no matter how hungry I might be," he said. "Greece must not and cannot be outside the EU. But it can do without the German boot.""

Hann upplyfir sem sagt meðferðina á Grikklandi með þessum hætti. Það skrítna er, að þrátt fyrir þetta ætlar flokkurinn að sögn að greiða atkvæði með núverandi niðurskurðarpakka.

17.07 There have now been five resignations from the Greek cabinet:

Transport minister Makis Voridis (LAOS)
Asst. defence minister George Georgiou (LAOS)
Deputy shipping minister Adonis Georgiadis (LAOS)
Deputy agriculture minister Asterios Rontoulis (LAOS)
Asst. foreign minister Mariliza Xenogiannakopoulou (Socialist)

5 ráðherrar sögðu af sér einnig í dag, þar af 4 frá LAOS. Einn af ráðherrum PASOK flokksins.

Lucal Papademos - "A disorderly default would plunge our country in a disastrous adventure. It would create conditions of uncontrolled economic chaos and social explosion...this is an hour of historic responsibility."

Hann er ekki að skafa utan af því!

 

Hvað gerist ef Grikkland verður gjaldþrota, en þ.e. ekkert undirbúið "Plan B"?

Hérna kemur athugasemd sem ég skrifaði einmitt um þá spurningu á erlendum miðli:

------------------------------------------------

"About the possibility of an uncontrolled default, the interesting question becomes whether the Greek. gov. made preparations for that eventuality.

But if they haven't prepared a new Drachma, in the event cash would clearly flee the country. And it could become quite barren of any cash - truly, a dearth of cash could develop.

That however isn't a new thing. Happened in Argentina in places. There are emergency alternatives, from direct barter over to creating temporary currencies. But that's actually fairly straight forward, name an example. An exporter who has cash but doesn't want to use the foreign cash inside the country. Instead purchases services and goods, on the basis of "I own you's".

Being an exporter, the local services trust the firm. And these notes, become trade-able locally, as the service firms trade them for something else of value to them.

The gov. can also play a similar game. And "I own you's" can also be traded, and in effect become cash.

In addition, in theory a gov. can print low quality notes in specific amounts, somewhat the way USA itself did during the civil war, to pay for the war. Such notes can have a temporary duration.

Say 2-3 years, or till the gov. can issue the new Drachma."

------------------------------------------------ 

Fátt er nýtt undir sólinni: Það er nefnilega þannig, að það er ekki til það efnahagsklúður sem ekki hefur orðið einhvers staðar einhverntíma.

Þegar Argentína lenti í greiðsluþroti kringum 2000. Þá skapaðist einmitt um tíma slík peningaþurrð sem ég nefni að ofan.

Argentína er útflutningsland, sem reyndar á mun síður við Grikkland. Og útflutningsfyrirtæki einmitt beittu því úrræði sem ég lýsi að ofan, að gefa út skuldaviðurkenningar til að kaupa vöru fyrir, kusu að beita því úrræði í stað þess að nota þann gjaldeyri sem þau sköffuðu til slíkra kaupa. Þessi plögg urðu síðan á svæðum að tímabundnum gjaldmiðlum.

Ríkisstjórn Argentínu, greip einnig til þess að gefa út skuldaviðurkenningar, til að borga fyrir keypta þjónustu. Og fólk gat notað þær, og verslanir tóku við þeim. En argentíska ríkið hélt áfram að fá skatttekjur frá útfl. fyrirtækjunum.

Þegar skortur er á peningum, þá er sterk hvöt til að veita slíkum bráðabyrgða-pappírum móttöku, enda þurfa fyrirtæki að eiga viðskipti. Vörur þurfa að seljast, það sama á við um þjónustu. Fólk þarf að geta greitt fyrir vöru og þjónustu. Menn redda sér.

Neyðin kennir naktri konu að spinna.

En um það þarf ekki að efast, að ef Grikkland dettur í þrot, og ekkert hefur verið undirbúð. Þá flýja evrurnar mjög hratt úr landi, og við tekur "peningaþurrð".

Það þarf auðvitað að loka landamærum eins hratt og hægt er, til að stöðva peningaflótta.

Peningaþurrð veldur auðvitað gríðarlega djúpri kreppu. Enn dýpri en ef það væri undirbúið "Plan B" þ.s. dragman væri sett strax í umferð.

Enda þarf kapítalismi kapítal eftir allt saman.

Í sbr. v. Argentínu er staða Grikklands veikari vegna þess, hve lítið er flutt út. Svo það væri ekki eins greið leið fyrir fyrirtæki að beita argentísku leiðinni.

Né væri tekjugrunnur grískra stjv. eins öruggur.

En grísk stjv. yrðu þó að gera e-h og það strax. Fljótlegasta leiðin er væntanlega að skiptast á skuldaviðurkenningum, til kaupa grunn nauðsynjar.

Einnig væri unnt, að stimpla þær tiltölulega fáu evrur sem enn fyndust í landinu, með t.d. rauðum stimpli með bleki sem máist ekki af.

Að auki þarf ríkið sennilega að skilda fólk til að skila öllum evrum inn í næsta banka.

Það sama ætti væntanlega einnig við um erledann gjaldeyri.

Þaðan í frá mætti einungis nota stimplaðar evrur, allar óstimplaðar sem nást gerðar upptækar og stimplaðar, svo notaðar af ríkinu sjálfu til að tryggja innkaup brýnustu nauðsynja.

Síðan, þyrfti sennilega eins fljótt og unnt er, að prenta einhverja peninga til bráðabyrgða, það getur verið ásættanlegt að slíkir peningar væru á lélegri standard en almennt tíðkast í dag, þó það skapi hættu á svindli, þá væri það í þessu ástandi sennilega ásættanleg áhætta.

Þeir hefðu takmarkaðann gildistíma. Ríkið myndi gefa þá út og nota þá. Þeir myndu sennilega verðfalla fremur hratt.

Allt úrræði sem beitt væri meðan unnið væri dag og nótt við það, að undirbúa prentun þeirra nýju drögmuseðla sem myndu taka við síðar meir, og gilda upp frá því.

Þetta er ástand sem unnt er að lifa af!

Það er meginpunkturinn.

Huganlegt er þó að Grikkland þurfi aðstoð - jafnvel neyðaraðstoð um hríð.

 

Niðurstaða

Gjaldþrot án nokkurs undirbúnings væri mjög slæmur atburður. Grikkland er viðkvæmara í þessu tilviki en Argentína vegna þess, að Argentína er í reynd miklu mun ríkara sem land, þ.e. landið sjálft sem Argentínumenn búa í. Svo það var aldrei ástæða til að óttast hungur eða neitt þess háttar. Það voru alltaf nægar tekjur, vegna nægs útflutnings.

En Grikkland hefur mun minni útflutning hlutfallslega. Það skapar þá hugsanlegu hættu, að um hríð geti landið þurft á matar-aðstoð að halda, ef þetta algera verta hugsanlega tilfelli kemur upp, að ekkert var í reynd undirbúið og landið hrynur í þrot.

Spurningin sem kemur upp er þá, hve mikið af mat er í reynd framleitt í landinu. En allur innflutningur verður þá "cash only". Ég reikna með því að ríkið muni beita mjög hörðum viðurlögum til að sannfæra lýðinn um það, að láta evrurnar sínar sem eftir eru, af hendi. 

Svo þær sé unnt að nýta til innkaupa allra brýnustu nauðsynja. Svo verður beitt öllum þekktum bráðabyrgðalausnum. Þ.e. ekki víst að til matarskorts myndi koma. 

En þ.e. alveg möguleiki. En það væri einungis tímabundinn vandi, því lækkun lífskjara mun gera landið mjög ódýrt ferðamannalands. Og þeir ættu því að streyma inn í landið, fremur fljótlega.

Aukning tekna myndi fljótlega fara að skila sér, þannig að á nokkrum mánuðum myndi landið komast yfir fyrsta allra versta hjallann, jafnvel í þessu tilviki.

Hættan á matarskorti væri skammtímahætta, sem myndi fjara út.

Ég reikna með því, að gríska ríkið myndi einnig heimta skil á dollurum, eða hörð viðurlög. 

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband