Aðildarlönd ESB að íhuga að fresta samkomulagi við Grikkland!

Þetta er skv. frétt Reuters: Euro zone ponders delay of 2nd Greek program. Fræðilega er sjálfsagt unn að veita Grikklandi skammtímalán.

"13.20 Big news now. Eurozone finance officials are examining ways of delaying parts or even all of the second bail-out programme for Greece while still avoiding a disorderly default, several EU sources have told Reuters. Delays could possibly last until after the country holds elections expected in April, they said."

En vandi er að þann 20. mars nk. þarf gríska ríkisstjórnin að standa skil á greiðslu 14,5ma.€. Ef grískum stjórnvöldum tekst það ekki, er Grikkland greiðsluþrota.

Annar vandi er, að í apríl stendur til að halda þingkosningar í Grikklandi, og andstæðingar björgunaráætlunar Grikklands, hafa verið að sækja í sig veðrið unanfarið.

Það er ekki síst óvissan um það hvort til staðar verði á gríska þinginu meirihluti fyrir því, að halda áfram með björgunar-áætlunina, sem er að knýja á um að aðildarríki evru fresti því, að lána Grikklandi 130-145ma.€ skv. svokallaðri "2-björgun". 

Það má vera að ákvörðun um frestun verði tekin þegar í kvöld, eða jafnvel fyrir kvöldmat.

En símafundur ráðherra evrusvæðis er í dag! Í stað fundar sem átti að halda í ráðstefnusal.

  • Enn er ekki búið að klára samkomulag milli grískra stjv. og einka-aðila, um þ.s. stefnt er nú að í kringum 70% afskrift skulda grískra stjv. í eigu einka-aðila.
  • Ekki er búið að ganga frá því, hvernig á að spara 350millj.€ til viðbótar við þ.s. grísk stjv. samþykktu sl. sunnudag.
  • Né liggur fyrir skriflegt loforð allra fyrrum stjórnarflokka Grikklands, um það að þeir virði samkomulag gert, eftir kosningar.
  • Svo eru margvíslegir óhníttir hnútar um það, akkúrat hvernig á að framkvæma undirrituð loforð - enn er krafa um það að ríkisfyrirtæki verði seld, o.s.frv.

 

Málið er að falla á tíma!

  • Samkvæmt fréttum sem kom fram á miðvikudagskvöld, segist ríkisstjórn Grikklands vera búin að finna lausnir á því hvernig á að spara 350millj.€, og að auki segist hafa gefið viðbótar upplýsingar um tilhögun mála skv. beiðni um frekari skýringar. Ekki síst Samaras leiðtogi "Nýs Lýðræðis" meginflokks grískra hægrimanna, skrifaði undir yfirlísingu þess efnis, að hann muni standa við samkomulagið einnig eftir kosningar, ekki komi til greina af hans hálfu að mynda ríkisstjórn sem myndi svíkja það loforð.
  • Enn á þó eftir að ganga frá samkomulagi milli einka-banka og gríska ríkisins. Það liggur á því, sjá eftirfarandi fréttaskýringu: More on leaked Greek debt dea
  1. Skv. því er málið að falla á tíma. Því samtals 93,5ma.€, þ.e. 58ma.€ til að styðja við gríska banka, og 35,5ma.€ sem einkaaðilarnir fá af launum frá aðildarríkunum fyrir að gera þetta samkomulag, verða vera tilbúnir ekki seinna en þann 29. febrúar.
  2. En sá dagur er eindagi fyrir núverandi "bond swap" eða skipti samning á skuldabréfum, þannig að ef dæmið er ekki tilbúið, er málið á byrjunarreit. Þá ógildast allir samningar sem gerðir hafa verið við aðilana, sem hluti af undirbúningsferlinu. Da - da - da - damm.
  3. Það flækir málið, að til þess að þetta sé mögulegt, þarf að ganga formlega frá samkomulaginu milli Grikkja og aðildarríkjanna, en fundi hefur nú verið frestað fram á mánudag 20.
  4. Síðan þurfa ríkisstjórnir aðildarríkjanna í sumum tilfellum að fá samþykki sinna þjóðþinga, a.m.k. þýska, finnska og hollenska þingið.
  5. Að lokum, til þess að ESFS þ.e. björgunarsjóður evrusvæðis hafi peninga, þarf sá að selja skuldabréf á mörkuðum. Þetta er dálítið mikið fé til að selja á svo últra skömmum tíma. Ég á erfitt að sjá annað en, að sú aðferð sé fallin á tíma, þannig að ríkisstjórnirnar verði að samþykkja að leggja þetta tryggingarfé fram með beinum hætti.

Menn eru sem sagt virkilega að missa tímann frá sér.

----------------------------

Áhuga vakti ummæli fjármálaráðherra Þýskalands í dag, Wolfgang Schaeuble, sem lagði til að Grikkir myndu fresta þingkosningunum, og þess í stað væri sett ríkisstjórn eins og nú á Ítalíu, án atbeina stjórnmálamanna.

Grikkir svöruðu þessu fullum hálsi, forseti Grikklands og fjármálaráðherra, lýstu fullri hneyxlun á þeim ummælum Wolfgang Schaeuble.

 

Annað í fréttum: Samdráttur staðfestur á evrusvæði

Tekið eftir muninum á iðnframleiðslu í Evrópu og Bandaríkjunum, þ.e. ný dýfa að hefjast í Evrópu meðan Bandaríkin eru enn á hægri uppleið!

Evrusvæðis allt hafði 0,3% efnahagssamdrátt 3. síðustu mánuði 2011, skv. tölum Framkv.stj. ESB.

Iðnframleiðsla minnkaði á 4. ársfjórðungi 2011 einnig um 1,1%.

  1. Ítalía, staðfest með 0,7% samdrátt á 4. ársfjórðungi sl. árs, þannig að Ítalía er skv. reglum ESB í kreppu, þ.e. komnir tveir ársfjórðungar samanlagt í samdrætti, þ.e. 0,3% á 3. fjórðungi 2011.
  2. Frakkland, kom á óvart, var með 0,2% vöxt, í stað samdráttar fjórðunginn á undan. Slapp þannig við samdrátt 2 fjórðunga í röð.
  3. Þýskaland, skv. endurskoðuðum tölum, mældist með 0,2% samdráttá 4. fjórðungi, en þar er sagt að engin kreppa verði í ár. Sjáum til.
  4. Portúgal mældist með 5 fjórðunginn í röð í samdrætti.
  5. Grikkland, þar var samdráttur upp á 7% á 4. fjórðungi, sem er meiri samdráttur en rúm 5% fjórðunginn á undan.
  6. Ekki með tölur fyrir Spán. En flest bendir til samdráttar þar eins og á Ítalíu. 

 

Niðurstaða

Ljóst er af fréttum síðan sl. sunnudag, að langt er í frá að óvissunnu um stöðu Grikklands hafi verið eytt með samþykki gríska þingsins sl. sunnudag. 

Enn virðist í nær algerri óvissu hvort Grikkland fer í þrot á næstu vikum eða hvort, boltanum er sparkað áfram, enn eina ferðina.

Vandinn er ekki síst sá að tíminn er að hlaupa frá aðildarríkunum og Grikklandi.

Það er alveg að komast á tæpasta vað með hvort næst að klára dæmið, ef haft er í huga hve mörgu þarf að hrinda í verk á örfáum dögum.

-----------------------------------

Tölur sem komu fram í dag frá Framkvæmdastjórn ESB, sýna að það var samdráttur klárt síðustu mánuði sl. árs, eins og ég var reyndar búinn að halda fram að væri líklegast, alveg síðan í ágúst sl.

Áhugavert að tölu sýna, að Ítalía er klárt á leið niður.

 

Bendi á áhugaverða skoðun: Mohamed A. El-Erian - From Argentina to Athens?

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki bara að renna upp fyrir Merkozy að þau eru að missa tökin á þessu öllu saman?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 08:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hið minnsta er tíminn að hlaupa frá þeim, og það hratt. Fyrst að málið var ekki klárað í þessari viku, er tímaþröng orðin alvarlegt vandamál, eins og útskýrt að ofan.

Þess vegna eru víst markaðir að falla skv. fyrstu viðbrögðum.

Menn eru að leika sér að eldinum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.2.2012 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 289
  • Frá upphafi: 847282

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 280
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband