Stóri dagurinn fyrir Grikkland getur verið nk. mánudagur!

Fundi ráðherra evrusvæðis var í gær frestað fram til mánudags, ríkisstj. Grikklands segist hafa mætt öllum kröfum aðildarríkja evrusvæðis þar með talið kröfu um 325millj.€ viðbótar sparnað, umfram þann sparnað sem ríkisstj. Grikklands samykkti í sl. viku. Jean-Claude Junker, formaður svokallaðs evruhóps, sagðist bjartsýnn í gær um það, að niðurstaða muni nást á mánudag.

  • Enn er þó óljóst hvort verður af samkomulagi milli ríkisstj. Grikklands og einkabanka, um 100ma.€ niðurskurð skulda Grikklands - þessi óvissa er nú búin að standa yfir í margar vikur.
  • Skv. útskýringu í More on leaked Greek debt deal er ekki unnt að ganga frá því samkomulagi, fyrr en formlegt samþykki aðildarríkja evru liggur fyrir um svokallaða "2-björgun" Grikklands.
  • Það þíðir að mál eru komin í alvarlega tímaþröng:
  1. En eindagi fyrir skipti á skuldabréfum milli aðila, þ.e. þau sem einkaaðilar afskrifa og fá í staðinn ný bréf frá grískum stjv., er 29/2 nk.
  2. Nk. mánudag 20/2, eru þá einungis 8 dagar til stefnu.
  3. Skv. fréttum mun þing Finnlands, Hollands og Þýskalands þurfa að fjalla um samkomulagið, staðfesta samþykki, ekki þó önnur þjóðþing. 
  4. Svo eru það litlir 93,5ma.€ sem þurfa að liggja fyrir, þ.e. 58ma.€ til að styðja við gríska banka, og 35,5ma.€ sem einkaaðilarnir fá af launum frá aðildarríkunum fyrir að gera þetta samkomulag - sbr. "deal sweeteners".
  5. Mig grunar að einka-aðilarnir muni vilja fá einhverja tryggingu fyrir því að þetta fé verði pottþétt til reiðu - en þetta fé stendur til að ESFS þ.e. Björgunarsjóður Evrusvæðis leggi fram, en sá hefur í reynd ekki yfir fjármagni að ráða heldur ábyrgðum sem aðildarþjóðirnar hafa veitt. Til að afla sér fjár þarf ESFS að virkja þær með sölu skuldabréfa út á þær ábyrgðir. Það er ekki ofmælt að kalla það áskorun fyrir ESFS að útvega allt þetta fé á svo skömmum tíma, með sölu bréfa á markaði. Fræðilega auðvitað geta aðildarríkin sjálf lagt féð fram - má vera að niðurstaða fundarins nk. mánudag verði sú, að það sé einasta leiðin. En samtímis, eru evr. pólitíkusar tregir til að leggja fram fjármagn með slíkum hætti.
  6. Þá fyrst verður unnt að endanlega ganga frá samkomulagi milli grískra stjv. og fulltrúa einkabanka. Eins gott að þeir verði þá snöggir af því - því eins og ég sagði, dagarnir verða einungis 8 talsins til að hrinda öllu þessu í verk.
  • Skv. fréttum liggur nú fyrir mat á greiðsluhæfi Grikklands, frá hinni svokölluðu þrenningu þ.e. Seðlabanki Evópu, AGS og ESFS.
  • Skv. fréttum stefnir í meiri samdrátt í Grikklandi þ.e. nær 6% heldur en rúml. 3% sem áður hafði verið talið, þetta ár.
  • Skv. þessu verða framtíðartekjur gríska ríkisins minni en áður var talið, þ.e. í nóvember 2011 er upphafleg útgáfa áætlunar um "2-björgun Grikklands" var samin.
  • Það þíðir, miðað við 130ma.€ nýtt lán og 100ma.€ afskrift á móti, verði skuldir Grikklands 129% af þjóðarframleiðslu, ekki 120% eins og var stefnt að í nóvember.
  • Þetta er atriði sem finna þarf lausn á - á fundinum nk. mánudag. En einhver þarf að gefa eftir sitt sem fram að þessu hefur ekki það viljað, ef fyrra takmark á að nást.

Miðað við reynsluna af áætlunum "þrenningarinna" á líklegri framvindu Grikklands, verður endanleg útkoma örugglega enn verri en þetta, þ.e. upp á rúml. 130% a.m.k.

Og klárt víðsfjarri því að ofangreindar aðgerðir leiði til sjálfbærrar stöðu.

 

Bendi á áhugaverða skoðun: Lorenzo Bini Smaghi - Only a full IMF programme can save Greece from default

Ath. Bini Smaghi var á sl. ári einn af stjórnarmönnum Seðlabanka Evrópu, og oft vitnað til hans.

Hann hefur einatt varað mjög eindregið við því, að Grikklandi sé heimilað að fara í þrot.

Hann ítrekar þær aðvaranir í þessari grein - hans skoðanir:

  1. "Greece would most probably have to exit the euro, as it would have no other way of financing its current expenditures other than to print itw own money. Capital controls, bank holidays and nationalisations would be required to try to counter a run on the banking system. Litigations between creditors and debtors would rise exponentially. The social and political stability of the country would be in grave danger.
  2. The political crisis would spread to the European institutions because of their inability to solve the problem. The losses experienced by taxpayers in other countries would fuel opposition against financial assistance to cash-strapped countries. The prospects for further strengthening the European Financial Stability Facility and the European Stability Mechanism would be weakened, and the safeguards against contagion seriously undermined.
  3. Creditors would be further discouraged from investing in the eurozone, given its inability to manage its debt problems. Contagion could extend to the core of the euro system.
  4. The financial tensions around the euro would produce a serious blow for the economic recovery not only in Europe, but also the US and Japan, and possibly in the emerging markets. Public finances would further detoriate in several countries, increasing risk of a sovereign default. The world economy could plunge back into recession, as after the Lehman Brother's bankruptcy."
  • "What is required is much more similar to the kind of programme that the International Monetary Fund applies to low-income countries, under the Powery Reduction and Growth Facility (recently renamed Extended Credit Facility), with official financing provided for several years, at concessional terms to ensure debt sustainability."

Bini Smaghi er einn af þeim sem hafa mjög dökka sýn á afleiðingar þess, að Grikkland verði gjaldþrota og verði hrakið úr evrunni.

Ég tel heilmikið til í því sem hann segir, nokkur fengur af sýn fyrrum innanbúðar manns úr herbúðum Seðlabanka Evrópu, sem nú starfar sem óháður gestaprófessor við Harvard University.

Þá er hann allt í einu kominn með málfrelsi er hann hafði ekki á sl. ári.

En hann er klárt vinur evrunnar ennþá, og ég held að sýn hans á afleiðingarnar fyrir Grikkland sjálft séu heldur of dökk, þó vera megi að sýn hans á afleiðingarnar fyrir evrusvæðis sem slíkt, sé nærri réttu.

Ég er 100% sammála því að Grikkland yrði að taka upp drögmuna, ekki síst - sem er ástæða sem hann ekki nefnir - til að stöðva frekari fjármagnsflóttar úr landi í Grikklandi.

En um leið og gjaldþrot blasir við, hefst flóðbylgja flótta fjármagns, og ég get ekki betur séð að hún væri gersamlega óstöðvanleg, meðan Grikkland er enn í evrunni.

Að auki eins og hann segir með réttu, hefðu grísk stjv. þá enga möguleika til að koma í veg fyrir hrun fjármálakerfisins innan Grikklands, og í reynd áframhaldandi hratt hrun alls þjónustukerfis við almenning - því landið tæmist þá af peningum, ekki einu sinni ríkið hefur þá pening.

Drögmuvæðing er þá nauðsynleg, til að stöðva fjármagnsflóttann, þannig að fjármagn geti farið aftur að hlaðast upp innanlands.

Og til þess, að ríkið hafi möguleika til að tryggja lágmarksfjármálaþjónustu innan hagkerfis Grikkalnds, með svipuðum hætti og stjv. Ísl. gerðu hér, eftir hrun.

Og ekki síst, svo að ríkið geti greitt áfram starfsmönnum sínum einhver laun, öldruðum bætur o.s.frv., haldið uppi nauðsynlegri grunnþjónustu.

Að leitast við að halda sér innan evru við gjaldþrot - myndi óhjákvæmilega hafa algert kaos í för mðe sér.

Þetta þíðir auðvitað sömu hlutina og áttu sér stað á Íslandi við bankahrunið, þ.e. höft - stórt gengisfall - lífskjarahrun.

En lífskjarahrun er í reynd gefið, því það verður hvort sem er - ef björgunaráætlun heldur áfram með sama hætti önnur 2 ár t.d.

En punkturinn er sá, að þvert ofan í að þetta myndi leiða til hruns Grikklands og upplausnar, held ég að þessi aðgerð -drögmuvæðing- í reynd stöðvi frekari þróun í þá átt.

Aftur á móti, gæti í kjölfarið fylgt upplausn evrusvæðis. Um það er ég reyndar sammála honum Bini Smaghi, að brotthvarf Grikklands er líklega mjög varasamt fyrir evruna.

En fátt væri þvert á móti varasamara, en að brotthvarf Grikklands leiði til endurkomu hagvaxtar og þess að ljóst væri að ástand Grikkland væri að ná nýjum stöðugleika.

Þá myndu þjóðirnar í S-Evrópu fara að ókyrrast fyrir alvöru.

Bendi á, að gengisfelling myndi stórbæta samkeppnishæfni Grikklands í ferðamennsku og flutningum á fraktskipum, sem eru tveir stærstu atvinnuvegir Grikklands.

En grískir sjómenn, myndu þá væntanlega aftur skipa áhafnir grískra fraktskipa - þetta eru ekki hálaunastörf, en þetta eru þó samt launuð störf. Grísk skipafélög vilja örugglega frekar eigin landsmenn, þegar þau geta loks fengið þá á kjörum sem gera rekstur þeirra samkeppnisfæran.

Ferðamönnum ætti að fjölga - þannig að stöðugur samdráttur í dag, ætti að geta snúist yfir í hagvöxt jafnvel innan við ári eftir slíkt hrun.

 

Niðurstaða

Staða Grikkland er enn í nær fullkominni óvissu. Mín skoðun sem oft hefur komið fram er að úr því sem komið er, sé það betri valkostur fyrir Grikkland að yfirgefa evruna, og taka upp drögmu. Sannarlega verður þá stórt gengisfall hinnar nýju drögmu miðað við evru, kannski svo mikið sem 80%. Kannski nær 50%. En lífskjaratap er hægt að taka sem gefnu, því það sé hvort sem er í farvatninu. 

Með eigin gjaldmiðli verði skorin á þessa stöðugu þörf fyrir að fá neyðarlán, til að fjármagna rekstur ríkissjóðs Grikklands. 

Skv. fréttum hefur ríkisstj. Grikklands síðan 2008 tekist að lækka halla á frumjöfnuði (halla á ríkissjóði áður en tekið er tillit til kostnaðar vegna greiðsla af skuldbindingum) úr rúml. 10% í milli 2,5-2,8%.

Þetta þíðir að það myndi ekki þurfa neina brjálæðislega prentun, til að halda gríska ríkinu góðu. Þannig að það ætti ekki að þróast óðaverðbólga, heldur einungis umtalsverð verðbólga um tíma upp á nokkra tugi prósenta. Sem eins og við þekkjum, ef ekki er frekar kynt undir, hverfur á cirka 2 árum.

Á þeim 2 árum, er hugsanlegt að hagkerfið taki nægilega við sér svo að auknar veltutekjur eyði hreinlega upp þeim halla.

Svo að þeim tíma loknum, gæti Grikkland verið með rekstur ríkisins í jafnvægi og sæmilegann til ágætann hagvöxt.

Það væri sennilega hættulegasta útkoman sem fyrir evrusvæðið getur komið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Merkozy ekki í raun kominn í pattstöðu með Grikkland? Esb hefur hvorki vilja né getu til að leysa þeirra vandamál og ef Esb fer að skera eitt ríki niður úr snörunn hvers krefjast þá hin sem hanga líka?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 19:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Málið virðist eiginlega vera, að Evrusvæði geti ekki heimilað gjaldþrot Grikklands. Verði að halda því uppi hvað sem á dynur. Það yrði þá vart nema sem varanlegur sjúklingur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.2.2012 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 525
  • Frá upphafi: 847183

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 500
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband