Þó svo upptaka evru lækkaði vexti, myndi það ekki skila hærri lífskjörum!

Ég veit, að fjölmargir horfa til svokallaðra "auðs áhrifa" / "Wealth effect" af meintri stórfelldri lækkun vaxta, sem upptaka evru á að skila til íslendinga - skv. fullyrðingum áhugamanna um upptöku evru. Skv. þeirra frásögn er dæmið einfalt, bankavextir á evrusvæði eru víðast hvar mun lægri en hér - - > Ályktun, upptaka evru leiðir til umtalsverðar aukningar lífskjara með því að lækka bankavexti.

Fullyrðing: Ef Evru-upptaka leiðir til verulegrar lækkunar bankavaxta hér, þá samt sem áður leiðir það ekki til aukningar lífskjara Íslendinga!

  • Nú vilja sjálfsagt margir meina að þetta geti ekki verið rétt.
  1. Þíða ekki lægri vextir, að hver og einn borgar minna af lánum?
  2. Þíðir það ekki að meira verður eftir af launum viðkomandi?
  • Ergo, lífskjör hækka?

Nei!

Málið er nefnilega aðeins flóknara, en til þess að skilja af hverju svarið er "Nei" þarf að íhuga af aðeins meiri dýpt, hvaða áhrif akkúrat þessi svokölluðu auðs áhrif skila.

Ég held því fram, og rökstyð af hverju, að "auðsáhrifum" þurfi að mæta með beinum launalækkunum, sem jafni út áhrif vaxtalækkunarinnar að fullu.

Þetta sé nauðsynlegt til þess að hagkerfið gangi upp - - > Lykilatriðið er viðskiptajöfnuðurinn.

Sjálfbær lífskjör eru hámörkuð, þegar viðskiptajöfnuðurinn er í "0" stöðu, þ.e. hvorki jákvæður né neikvæður.

Meðan halli er alltaf ósjálfbær staða til lengdar - - > Langtíma viðskiptahalli leiðir alltaf til vandræða.

 

Hvað áhrifum skila "auðs áhrif"?

Eystland, Lettland, Litháen, Portúgal, Grikkland og Írland; allt tiltölulega lítil jaðar hagkerfi í Evrópu, áttu það öll sameiginlegt að þar fyrir upptöku evru voru vextir yfirleitt umtalsvert hærri en í kjarna ríkjum Evrópu.

Þetta hefur verið sameiginlegt einkenni jaðarríkja - ekki furðulegt í reynd, þ.s. dýrara er fyrir atvinnurekstur að reka sig þaðan, samkeppnishæfni er því alltaf viðkvæm vegna þess viðbótar kostnaðar - þ.e. fjarlægð frá markaði.

Þetta gerir það að verkum, að gjaldmiðlar slíkra svæða eru yfirleitt óstöðugir, enda þarf sögulega séð að fella þá reglulega, til að viðhalda samkeppnishæfni útflutnings.

Meiri verðbólgu fylgir hærri vextir - - þegar þessi lönd gengu í evruna á sínum tíma, lækkuðu vextir í þeim löndum sannarlega mikið. Og framan-af virstist þetta skila umtalverðri lífskjara aukningu.

En leikinn þarf að skoða til enda, í dag hafa öll þessi lönd orðið fyrir umtalsverðri lífskjararýrnun, mismikil en alls staðar a.m.k. 20-30% raunrýrnun lífskjara miðað við fyrri hápunkt.

Spurningin er, varð í reynd aukning lífskjara þegar málið er skoðað í heild?

  • Þ.s. gerist þegar vextir lækka allt í einu í hagkerfi sem er vant háum vöxtum, er að það skapast veislustemming tímabundið, eða það gerðist í öllum ofangreindum löndum.
  • Lægri vextir þíða að almenningur hefur efni á stærri lánum fyrir sama lántökukostnað, sem þíðir að þeim fjölgar sem hafa efni á að kaupa hús, að auki að þeir sem hafa efni á því fyrir hafa efni á stærra en áður o.s.frv.
  • Í öllum tilvikum leiddi þetta til þróunar húsnæðisverðbóla og fjárfestingar-lána-brasksbóla.
  • Húsnæðis verð hækkaði vegna aukinnar eftispurnar af völdum ódýrara lánfjár.
  • Þetta skapaði margvíslegar freystingar, t.d. tóku fjölmargir neyslulán og settu á eigin húsnæði, því þeim virtist þeir hafa efni á því vegna þess að húsnæðið var stöðugt að hækka í verði, og lánin voru ekki það dýr að það virðist viðráðanlegt.
  • Að auki varð gríðarleg aukning í fjárfestingu, verðbréfabraski, út á lánsfé - og bóluverð sköpuðust einnig á hlutafjármörkuðum.
  • Síðast en ekki síst, sú mikla aukning neyslu sem fjármögnuð var með skuldsetningu, skapaði í öllum ofangreindum löndum mikinn viðskiptahalla, oft á bilinu 10-15% per ár.

Í dag sitja öll þessi lönd eftir með timburmennina, mjög skert lífskjör þ.e. bæði nettó lækkun launa, í dag hafa vextir hækkað nokkuð aftur þó ekki alveg í sama far og áður, þannig lán hafa orðið þyngri í vöfum. Neysla í öllum löndunum hefur hrunið saman um á bilinu 20-30%.

Svipaður samdráttur neyslu og á Íslandi.

Löndin verða einhver árafjöld að borga niður þá skuldabólu sem var búin til, af veislunni sem stóð yfir í nokkur ár, í kjölfar þess að vextir lækkuðu og eftirspurn eftir lánsfé margfaldaðist.

 

Hvernig komumst við hjá því að endurtaka sama leikinn?

Ég sé einungis eina leið, þ.e. að laun lækki á móti þegar vextir lækka.

Enda hefur Ísland ekki efni á því að taka annað lánsbólufyllerí. 

Þannig að lífskjör standi í stað.

En það kostar ekkert, ekki neitt. Ég vil meina að hagkerfið sé í lískjara jafnvægi miðað við núverandi lántökukostnað hér innanlands.

En sú staðreynd að skv. Seðlabanka Íslands var -1,3% nettó viðskiptahalli 2011 sem er vonbrigði, segir að það er ekkert borð fyrir báru, alls ekkert, til að hækka lífskjör.

Lækkun lántökukostnaðar myndi auka innflutning, þannig auka viðskiptahallann.

Það hlyti að leiða til vandræða, og hruns lífskjara seinna.

Það eina sem raunverulega gengur upp, er að halda viðskiptajöfnuðinum við "0" eða í plús. 2010 var hann + 0,3%.

Sem sagt, fullyrðingar þess efnis að við getum aukið lífskjör með vaxtalækkun, eru einfaldlega rangar.

 

Niðurstaða

Það er gríðarlegur popúlismi í áróðri áhugamanna um upptöku evru, þ.s. því er haldið statt og stöðugt fram, að upptaka evru hækki lífskjör. Að upptaka evru stuðli að meira jafnvægi og auknum stöðugleika.

Allt því miður rangar fullyrðingar. En á Íslandi er einungis unnnt að auka lífskjör með því að auka útflutningsverðmæti eða fjölga ferðamönnum, eða með því að erlendar gjaldeyris-skuldir þjóðarbúsins lækki.

Lífskjör geta ekki hækkað sjálfbært nema í takt við þá aukningu tekna þjóðarbúsins, eða með því að erlendar skuldir þjóðarbúsins lækki.

--------------------------------- 

Næst tek ég fyrir - af hverju upptaka evru, mun líklega ekki raunverulega, lækka vexti á Íslandi að því marki, sem haldið er fram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

2005 kemur fram í þjóðarskýrslu AGS að ríksvernadir stjórssýlu sjóðir , lífeyrisjóðir og íbúðalánsjóður veri með 80% hltdeild hér á grunnbakveðmarkaði. Langtíma karfa þeir 3,5% vextir umfram almennar verðlagshækkanir með hér þröskuld sem hélti öllum vöxum hærri á markaði hér heima.  Íslensku bankarnir hefðu ekki lengur aðgang að bestur vöxtum á Vesturlöndum vegna vaxta stefnu í grunni heimafyrir og bakveðskort.  Þótt réttlæta mætti 3,05% raunvaxta kröfu fyrir 2000 þá væri hún miklu lægri utan Íslands og færi lækkandi, vextir umfram alþjóðlega raunvexti, eru áhættu vextir og þá þarf skuldunautur að greiða, Erlendur banki lána ekki öðrum banka á lægri vaxta kjörum en hann lánar út. Hann er að redda þessum banka um kannski 10% af veltu hans. Það kostar bankan sem vantar pening kannsi vextina af 15 % af hans útlánveltu.  Þess vegna þurftu bankarnir að stofn útibúi þar sem grunnvextir eru lægri í UK, Hollandi og Þýsklandi. USA er 3,83% Nafnvexti á sínum 30 ára verðtyggingar fylkjum í dag. Nánast hreina verðtyggingu. Evra breytir þessu ekki því gengi hennar á Íslandi fer eftir því hvað hlutir kosta í evrum á Íslandi.  Dollar er á mörgum gengjum en meðalgengið í USA [PPP] gildir fyrir öll Bandríkin, þú færð 30% minna raunvirði fyrir dollar í EU að meðtali, sennilega mest í þýsklandi þó, þessvegna er gengi Dollar lægra en gengi hans í USA.  Markaðurinn ákveður gengi [rate] gjaldmiðla ekki öfugt. Ef Grikkir vilja hafa meiri verðbóglu en 4,5% er betra fyrir þá svindlan á kaupi sinna ríkistarfsmanna með taka aftur upp Drökmu og markaðsetja hana.

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 01:57

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU borgar eða greiðir fyrir útflutning til EU, meða selja okkur evrur sem við eigum svo að  nota til greiða fyrir vörur frá EU.  Ríki sem taka upp evru er með stöugan vöruviðskiptagrunn, síðan fá þau að kaup eðlilgt magn mið við sölu síðust ára  á heimarkaði.  Viðbóta evru þörf er svo svalað í kauphöllum með sölu skuldabréfa, meðmæla Seðlabanka. Stjórn skrá bannar Seðlabönkum að lána hvor öðrum beinnt all verður að fari í gegnum banka og kauphallir.  Þetta er til að myndist Ríkja samsteypur sem gætu staðið saman í innri Meðlima keppninni. Ruglað samkeppni. Ríkin [stjórnsýslan] getur ekki þátt í keppni á heima vsk. neytenda mörkuð Meðlimaríkja, sem ákveða gengi þeirra og evru þörf. 

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 02:09

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er til að ekki myndist Ríkja samsteypur sem gætu staðið saman í innri Meðlima keppninni.

Bankar í EU lámar sitt eigið-fé á öllum tímum. Ég átt svo gott að alast upp í fjölskyldu þar ættingar unni í hefðbundnum bönkum. Veit þess vegna allt um mun á rekstri banka  og vsk. fyritækja sem ég hef persónulga reynslu af að reka.
Það er alveg ljóst að Bankarekstrafræði er ekki kennd nema inn í bönkum sjálfum.  Bankar er byggðir þannig upp  að sérhæfing er í hveri deild til að tryggja að aðeins sá sem er toppnum hafið augað aljándi og skili heildar samhengi.
Hér skilja menn ekki í dag hugt eins og: gengi, veðafslosun, grunnvext, eigið-fé, eignarhald,......
Eins og má heyra þegar Íslenskir ráðherra og fræðingar í öllum greinum er að skiptast á skoðum um hluti  sem eru í föstum skörðum erlendis: reglur eða alhæfingar sem þarf ekki að ræða.  

Sértaklega hvernig bankar lána öðrum bönkum. Alltaf á hærri grunnvöxtum en hinn bankinn lánar sínum viðskipta vinum. Hann er bjarga orðspori hins bankans. Hann er ekki að hjálpa honum að vinna sig í samkeppni.
 Lífeyrisjóðir vilja fá 5,0% grunnvexti á Íslandmarkaði, því þeir ásamamt íbúðlánsjóði voru með 80% af veltunni 2004.  Þetta gildir um allar myntir.

Þegar gengi eru mæld, þá er það raunvirði þess sem seldist á móti upphæð í hvað mynt sem er.  Til að ákveða á hvað gengi þessi mynt er á markaði.

EF meðatalið hér af því sem selst er Euroshooper, þá er það metið á meða raunvirði Euroshopper í EU, öllum ríkjum. Hærri verð hér breyta ekki samburðar gengiskráningu, þú færð 30 % minna af Euroshopper á Íslandi en í Þýskaldi fyrir evru. Raunið gengið miðað við Euroshopper er sama í báðu ríkju, en verðbólga hér [eða okur]  miðað við þýskaland.   Við gætum hinvegar verið með meira af sama gæða flokki af fyrir evru til sölu hér en meðatali í EU, þá veldur það gengi styrkingu í þessum flokki. Þú meira af sambærilegu hér fyrir sama magn af evru.

Þú breytir ekki öruggum verðtyggingar aðferðum mörg hundruð ára gamalla bankastofnanna.

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 04:14

4 Smámynd: Bragi

Ætli það séu yfirhöfuð einhver marktæk tengsl milli vaxtakjara, hvort sem það birtist í mynd vaxtakjara ríkisins, heimila, sveitarfélaga eða einhverra annarra innan þjóðar, og lífskjara sömu þjóðar? Og þá væri ég að tala um í venjulegu árferði, hvernig sem það svo er skilgreint. Maður hefur lengi efast um þessar fullyrðingar evrusinnana þó maður hafi nú aldrei haft nein mótrök á reiðum höndum.

En góður pistill hjá þér.

Bragi, 14.2.2012 kl. 14:25

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eins og menn kvarta og kveina yfir launum hér, eru þau sennilega hærri en þau annars væru, til að jafna upp vaxtakostnaðinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.2.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 847277

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 276
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband