Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Mun sultarólin nú beinast að Framkvæmdastjórninni sjálfri?

Framkvæmdastjórn ESB lagði fyrir nokkru síðan fram áætlun um eyðslu næsta árs, sem verður að segja að hafi ekki vakið mikla kátínu, enda gert ráð fyrir aukningu eyðslu um nærri 7%. Þetta á sama tíma, og Framkvæmdastjórnin er að leggja hart að fj. aðildarríkja ESB, að herða að sér sultarólar.

Það hefur nú á þriðju viku staðið yfir heiftarlegt rifrildi um þessi fjárlög Framkvæmdastjórnarinnar, nokkur ríki m.a. Bretland, hafa hótað að beita neitunarvaldi.

Skv. fréttum, komst fundurinn ekki lengra en að ræða beiðni um aukafjárfeitingu upp á 9 milljarða evra, sem Framkvæmdastjórnin hafði einnig lagt fram, til að loka fjárlögum sl. árs.

EU budget talks flounder

EU Aims to Reach Budget Deal Next Week After Talks Fail

EU 2013 budget talks end in failure

  • "The Commission and EU lawmakers are demanding a budget of 138 billion euros in 2013, representing a way-above-inflation 6.8 percent rise compared to this year."
  • "Most national governments want to limit any increase to 2.8 percent, and identified about 5 billion euros in cuts to proposed regional development aid and overseas spending in areas such as development assistance and trade promotion."
  • "Sources in the meeting said the talks ultimately failed because lawmakers from the European Parliament refused to discuss the 2013 budget before an agreement on the extra funds for 2012, while governments wanted to negotiate both as a package."
  • "Asked whether the parliament took the decision to walk out of the talks, Lamassoure said: "I would say rather that it was the ministers who didn't walk in.""
  • "A fresh round of talks is expected ahead of a Nov. 13 deadline for a deal. If the deadline is missed, the European Commission will have to draft a new budget plan in a Last-ditch bid to get an agreement before the end of the year."
  • "If no deal is reached on the 2013 budget before the end of the year, the budget for 2012 will be divided into 12 equal parts and paid monthly into the EU's coffers, leading to disarray in the bloc's spending in areas such as agriculture."

Mér finnst mjög skiljanlegt að aðildarþjóðirnar taki því ekki fagnandi, að Framkvæmdastjórnin sé að óska eftir, umtalsvert hærri fjárlögum - samtímis því að Framkvæmdastjórnin sjálf hefur í liðinni viku, lækkað hagspá sína fyrir nk. ár í 0,1% vöxt úr fyrri spá um 1% vöxt. Að auki féll evran verulega í sl. viku, er aftur orðin cirka eins lág gagnvart dollar og fyrir tveim mánuðum.

En versnandi efnahagshorfur hafa legið fyrir um nokkurn tíma, auk þess að búist er við frekari kröfum frá Framkvæmdastjórninni til einstakra aðildarríkja, um viðbótar niðurskurð á nk. ári - - vegna þess, að eftir að hafa lækkað væntingar um framvindu efnahagsmála í einstökum löndum, þá þíðir það að samtímis reiknast inn aukinn fjárlagahalli í ríkjum sem nú reiknast í meiri samdrætti skv. hinni nýju áætlun eða minni hagvexti. Slíkt, þíðir að skv. reglum Framkvæmdastjórnarinnar, þarf hún þá að krefja þau ríki, um frekari niðurskurð. Tja, ég sá t.d. frétt í Daily Telegraph í liðinni viku, að Framkvæmdastjóri efnahagsmála, hafi beint því að ríkisstj. Bretlands, að hallinn væri of mikill, að rétt væri að bresk stjv. fyndu leiðir til að minnka hann frekar.

Mér sýnist á lýsingum og fréttum undanfarið, en t.d. David Cameron hefur farið mikið um það að tillaga Framkvæmdastjórnarinnar um fjárlög, sé út í hött. Það hafa verið harðar yfirlísingar frá flr. ríkisstjórnum. Á sama tíma, virðist skv. frétt Reuters að, stífni sé einnig í afstöðu - bandamanna Framkvæmdastjórnarinnar á Evrópuþinginu.

Það verður áhugavert að fylgjast með þessari deilu.

En ég sé ekki hvernig það er pólit. mögulegt, fyrir aðildarríki - sem standa frammi fyrir stífum kröfum frá Framkvæmdastjórninni, um sífellt aukinn niðurskurð - að samþykkja að Framkvæmdastjórnin sjálf, fái aukið eyðslufé fyrir nk. ár.

Hvað þá, ef Framkvæmdastjórnin leggur e-h sambærilegt fram, í tillögu um fjárlög nk. 7 ára.

  • Getur því stefnt í að Framkvæmdastjórnin verði sjálf að beita sig því sem hún hefur hingað til ekki verið vön; þ.e. niðurskurði. 

 

Niðurstaða

Það skildi aldrei vera, að Framkvæmdastjórnin neyðist sjálf til að "skera niður." En af hverju ekki, þaðan hafa trekk í trekk streymt kröfur til fj. aðildarríkja, um hertar sultarólar? Mér sýnist nú, að Framkvæmdastjórnin muni sjálf líklega ekki sleppa við að finna fyrir kreppunni. Eða annað væri órökrétt.

 

Kv.


Af hverju er svo erfitt að lækka skuldir ríkissjóða?

Í augum fjölmargra er vandamálið í sambandi við vaxandi skuldir einfalt - það á að skera niður, til að minnka og helst afnema hallarekstur. Ef skuldir eru óþægilega miklar orðnar, þá á að skera enn meir niður, svo nægur afgangur skapist af ríkisrekstrinum, svo unnt sé að borga þær niður á einhverju "skinsömu" árabili.

Í augum margra, virðist það íllskiljanleg þvermóðska, að fett sé fingur út í þ.s. í þeirra augum er ekkert annað en, almenn skynsemi.

 

Málið er nefnilega ekki þetta einfalt!

AGS kom fyrir skömmu síðan fram með áhugaverða skýrslu, er innihélt samanburðar rannsókn á tilvikum, þ.s. ríki hafa tekið upp niðurskurðarstefnu til þess að lækka skuldir.

Tekin eru dæmi þ.s. dæmið gengur upp, og einnig þ.s. dæmið gengur ekki upp.

Út úr því má lesa - hvenær sögulega séð, eða nánar tiltekið, við hvaða skilyrði áætlanir um lækkun skulda ganga upp, og hvenær ekki.

Sjá - -World Economic Outlook October 2012 - bls. 110.

----------------------------------------------------Fyrsta dæmið er áhugavert, Bretland:
The United Kingdom in 1918:

  • In the aftermath of World War I, the United Kingdom’s stock of debt had ballooned to about 140 percent of GDP and prices were more than double their prewar level.
  • Policymakers’ priorities were twofold.
  1. First, return to the gold standard at the prewar parity to restore British trade, prosperity, and prestige (Pollard, 1992, p. 106).
  2. Second, pay off the debt to preserve Britain’s proverbial creditworthiness.
  • Indeed, by returning to prewar parity, the United Kingdom intended to prove its commitment to repay its debt in real terms, rather than in devalued currency.16
  • To achieve its objectives the U.K. government implemented a policy mix of severe fiscal austerity and tight monetary policy.
  • The primary surplus was kept near 7 percent of GDP throughout the 1920s.17
  • This was accomplished through large expenditure decreases, courtesy of the “Geddes axe,” and a continuation of the higher tax levels introduced during the war.18
  • On the monetary front, the Bank of England raised interest rates to 7 percent in 1920 to support the return to the prewar parity, which—coupled with the ensuing deflation—delivered extraordinarily high real rates.
  • The United Kingdom’s resulting economic performance was very poor. Economic growth was weak and considerably below the advanced economy average, unemployment was high, and deflation was the order of the day (Figure 3.7).
  • Real output in 1938 was barely above the level in 1918, and growth averaged about ½ percent a year. This was not merely because of the Great Depression—real output in 1928 was also below that in 1918.
  • The export sector was particularly weak as a result of the revaluation of the currency—the real exchange rate drifted up initially as price and wage reductions failed to keep up with the nominal appreciation.
  • Unemployment reached 11 percent in 1921. Indeed, the weakness of the labor market was part and parcel of the policy to induce large reductions in prices and, perforce, wages.
  • If the policies pursued had successfully reduced debt and restored British growth and prosperity, the short-term costs perhaps would have been acceptable. Unfortunately, they did not.
  • In fact, the policies had the opposite effect: British prosperity was hampered by the dual pursuit of prewar parity and fiscal austerity.
  • Most European countries were enhancing their competitiveness through exchange rate devaluation, and British export industries suffered accordingly.
  • Furthermore, managing the exchange rate forced the Bank of England to maintain high interest rates, which increased the burden of the national debt and generally constrained economic activity—further undermining tax receipts.
  •  The policy of fiscal austerity, pursued to pay down the debt, further limited growth. Debt continued to rise and was about 170 percent of GDP in 1930 and more than 190 percent of GDP in 1933.
  • The effects of deflation, economic growth, interest rates, and fiscal austerity on the public debt can be seen in Figure 3.7, panel 3.
  1. Primary surpluses contributed on average about 7 percentage points a year,
  2. but they were easily overwhelmed by deflation and high interest rates,
  3. which added 12 percentage points a year to the stock of debt.
  • Furthermore, there was little to no positive contribution from economic growth.
  • Only during 1924–28, when the United Kingdom experienced modest growth, did the debt level actually decline.
The U.K. interwar episode is an important reminder of the challenges of pursuing a tight fiscal and monetary policy mix, especially when the external sector is constrained by a high exchange rate.

----------------------------------------------------

Það sem gerir dæmi Bretlands áhugavert - er hve stífri niðurskurðarstefnu var raunverulega framfylgt, og ekki bara það, viðhaldið í vel rúman áratug.

Það var viðhaldið samfellt í vel rúman áratug, 7% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, þ.e. áður en tekið er tillit til kostnaðar við skuldbindingar. Til sbr. er skv. AGS áætlun Íslands, sem enn er framfylgt, miðað við cirka 4% afgang af frumjöfnuði.

Þetta var ekta dæmi um harðan niðurskurð. 

Að auki var yfir sama tímabil, beitt hörðu aðhaldi að launahækkunum, reynd framanaf framfylgt umtalsverðum launalækkunum.

Ekki síst, viðhaldið yfir tímabilið háum vöxtum til að tryggja lága verðbólgu og stöðugleika í fremur hárri gengisstöðu.

  • Fljótt á litið er þessi hagstjórn algerlega til fyrirmyndar!
  • Skv. hugmyndum t.d. Tehreyfingarinnar bandarísku, eða aðhaldshauka í Þýskalandi, sem telja harðan niðurskurð réttu leiðina til viðsnúnings til sjálfbærs hagvaxtar.

Árangurinn er áhugaverður - - það er tímbilið milli stríða í Bretlandi, var í reynd hagvaxtarlega "tínt" - - þ.e. Bretland missti eiginlega alfarið af "roaring 20's" þ.e. er mörg ríki tóku hagvaxtarstökk á 3. áratugnum, var Bretland niðurnjörvað - útkoma enginn hagvöxtur

Eins og fram kemur í textanum, var umfang hagkerfisins minna 1928 en 1918.

AGS telur að efnahagslega kyrrstaðan hafi verið lykilástæða þess, að útkoman var í reynd sára lítil lækkun skulda fram að 1929, síðan snögg hækkun þeirra eftir það ár fram að þeim tíma er Bretar hættu við þessa stefnu, og yfirgáfu gullfótinn alfarið - framkvæmdu stóra gengisfellingu í reynd.

Upphafs skuldastaða 140% - enda skuldastaða er stefnan var yfirgefin, 190%.

 

Af hverju er svo erfitt að lækka skuldir ríkissjóða?

Útkoma AGS er að lækkun skulda komi til við tvenns konar aðstæður:

  1. Þegar hagvöxtur er til staðar.
  2. Verðbólga yfir langtímavöxtum lána, getur stuðlað að skuldalækkun.
  • Svíþjóð á 10. áratugnum fór fyrri leiðina, þ.e. það tókst að framkalla snögga aukningu vaxtar einkahagkerfisins, skattalækkanir sænska ríkisins þ.e. lækkun tekjuskatta fyrirtækja skipti örugglega máli en máli skipti örugglega einnig gengisfall sænsku krónunnar rétt á undan, en bætt samkeppnisstaða útflutningsgreina leiddi til þess að útflutningstekjur fóru í töluvert duglega aukningu næstu misserin.
  • Fyrir bragðið, gátu fyrirtækin búið til ný störf í stað þeirra sem ríkið afnam, þegar það skar niður, ásamt því að hækkandi skatttekjur flýttu fyrir lækkun skulda, minnkuðu niðurskurðarþörf.
  • Bandaríkin fóru seinni leiðina fyrstu árin eftir seinna stríð, þ.e. framkölluð var verðbólga sem var um nokkurra ára bil á eftir, yfir vöxtum lána bandar. ríkisins. Sem ásamt því að það var þokkalegur hagvöxtur sömu ár. Þíddi að ásamt hækkandi skatttekjum, gat bandar. ríkið lækkað skuldir án þess, að grípa til niðurskurðar - fyrir utan að minnka umfang hersins hressilega í lok stríðs.

----------------------------------------------------

Það sem fólk þarf að skilja er að einmitt vegna þess að ríkisvaldið er svo stórt - - hefur niðurskurður útgjalda þess, mjög mikil jaðaráhrif á hagkerfið sem það starfar innan.

Ríkisvaldið hefur svo marga í vinnu - ekki bara beint, heldur óbeint, að þegar ríkið dregur úr, þá eru neikvæð áhrif þess á hagkerfið umtalsverð.

Að sumu leiti má segja - - að dæmið um fyrirtækjabæ, eigi við ríkið vs. hagkerfið sem það starfar innan.

Þ.e. að þegar fyrirtæki í fyrirtækjabæ, dregur úr starfsemi - þá kemst bærinn einnig í kreppu.

  • Punkturinn er sá, að til þess að dæmið gangi upp - - þarf helst einkahagkerfið að vera í vexti á móti.
  • Annars verða samdráttaráhrifin á hagkerfið þegar ríkið minnkar umsvif - - of mikil.
  • Þess vegna gengur oft upp, eins og sagan sýnir - - að lækka skuldir í kjölfar gengislækkunar, en þá hefur útflutningshagkerfi fengið snögglega bætta samkeppnisstöðu, og aukin umsvif þess draga úr neikvæðum áhrifum á hagkerfið af útgjaldaniðurskurði ríkisins. 
  • Það virðist sérdeilis varasamt - - að ríkið skeri niður, samtímis því að einkahagkerfið er í kreppu:
  1. Því þá getur einkahagkerfið ekki - aukið umsvif á móti, þegar ríkið minnkar sín.
  2. Þá, vegna þess hve umsvif ríkisins vega stórt innan hagkerfisins, ef ríkið er að minnka umsvif samtímis því að einkahagkerfið er í samdrætti, þá óhjákvæmilega magnar niðurskurður ríkisins þann hagkerfissamdrátt sem er í gangi.
  3. Það getur farið þannig, að útgjaldaniðurskurðurinn leiði ekki fram minnkun skulda per þjóðarframleiðslu, þær skuldir geta meira segja aukist.
  4. Þetta hljómar ef til vill þversagnakennt, en málið er að með því að auka hraðann á minnkun hagkerfisins, þá koma til þau áhrif, að sjálf minnkun þess hækkar skuldahlutfallið þó ríkið sé að skera niður. Heildaraukning samdráttar, getur orðið það mikil. Að niðurskurðurinn hækki í reynd skuldastöðuna í hlutfalli við landsframleiðslu.
  • Þess vegna er AGS að benda aðilum á, að lækkun skulda þurfi að vera langtímaverkefn.
  1. Fyrst þurfi að skapa hagvöxt, meðan hagvöxtur sé lítill eða ekki til staðar, þurfi þá að einblína á aðgerðir, sem stuðla að vexti sbr. er sænska ríkið lækkaði tekjuskatta fyrirtækja.
  2. Þegar nægur vöxtur er til staðar, geti ríkið hafið útgjaldaniðurskurð, án þess að heildarútkoman af samdrætti þess á móti umsvifum atvinnulífs, sé sú að hagkerfið dragist saman.
  • AGS vill sem sagt, að útgjaldaniðurskurður sé ekki harkalegur, meðan hagvöxtur sé veikur eða ekki til staðar.

Þessar ábendingar virðast allar tóna vel við útkomu evrukrýsunnar!

Harkalegur útgjaldaniðurskurður í aðildarríkjum, er greinilega að skapa mjög harkalegan samdrátt.

Ef einhver bendir á Eystrasaltlöndin, þá minnkuðu þeirra hagkerfi um nærri 20% áður en hagvöxtur sneri til baka.

Og þeirra skuldir voru óverulegar.

Þeirra aðhald fólst ekki í lækkun skulda, heldur einungis í því að halda genginu föstu í gegnum mjög harkalega efnahagssveiflu.

Gríska hagkerfið er þegar minnkað um cirka 25% að sögn grískra stjv. og er enn í miklum samdrætti.

Spænska hagkerfið, það portúgalska og að auki það ítalska. Eru öll í samdrætti, á sama tíma er verið að framkvæma stífar aðhaldsaðgerðir.

  • Skv. hagsögunni, ætti niðurskurður útgjalda í þessum ríkjum -- ekki að leiða til lækkunar skulda þeirra sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu.

 
Niðurstaða

Það er nefnilega málið að ríkið viðheldur svo mörgum störfum, þ.e. eigin starfsmenn, en einnig fjölda starfa í þjónustuiðnaðinum, fyrirtæki sem ríkið kaupir þjónustu af margvíslegu tagi af. Ef ríkið sker niður fækkar ekki bara störfum hjá ríkinu, heldur einnig innan þjónustugeira atvinnulífins, þ.e. hjá þeim fyrirtækjum sem hafa verið að sinna þjónustuverkefnum fyrir ríkið. En einnig hjá verktakafyrirtækjum sem sinna framkvæmdaverkefnum fyrir ríkið.

Fækkun starfa, eykur atvinnuleysi - og dregur úr neyslu. Minnkar umsvif hagkerfisins.

Nema aukning annars staðar komi á móti, og vegi upp þann samdrátt og helst gott betur, sem ríkið er að búa til, með því að minnka umsvif á þess vegum.

------------------------

Hagvöxtur er í reynd lykilatriði - - ef stefna á að minnkun skulda ríkisins.

Án hagvaxtar, virðist hagsögulega séð - - nær ómögulegt að lækka skuldir hjá ríkinu.

Ef ég tek sem dæmi bandar. ríkið, en þá er ríkisstjórn Obama töluvert gagnrýnd fyrir aukningu skulda af hægri mönnum í Bandaríkjunum. Bandar. eru stött í veikum hagvexti, þ.e. vexti sem er mjög raunverulega mögulegt að drepa. Það þíðir, að það þarf að stíga varfærnislega til jarðar, er kemur að útgjaldaniðurskurði ríkisvaldsins. Ef of harkalega er skorið niður, og samdráttur búinn til - - þá getur það haft mjög margvísleg neikvæð hliðaráhrif, og haft þveröfug áhrif en stefnt er að. Sem er, að lækka skuldir og byggja upp traust á stöðu ríkisins. Af hálfu þeirra, sem telja harðan niðurskurð réttu leiðina.

Það má ekki ganga um eins og fíll í postulínsbúð.

 

Kv.


Grikkland gjaldþrota þann 16/11 nk?

Tek stax fram að svarið er líklega ekki. En Grikkland á að greiða af skuld við Seðlabanka Evrópu þann dag, peningar sem ríkisstjórn Grikklands á ekki þessa stundina. Þó svo að gríska þingið hafi samþykkt með naumum meirihluta, niðurskurðarpakka þann sem er hluti af því samkomulagi sem er til umræðu, meðal aðildarríkja evru, og milli stofnananna þ.e. AGS, Seðlab. Evr. og björgunarsjóðs evrusvæðis. Þá er langt í frá svo - að Grikkland sé endilega við það að fá þann pening, sem gríska ríkið þarf á að halda.

Af hverju þá ekki gjaldþrot, ef peningurinn kemur ekki? Líklega, mun Seðlabanki Evr. redda gríska ríkinu, með sama trixinu og í júlí, er gríska ríkið fékk að leika þann skollaleik að gefa út 6 mánaða bréf fyrir afborgun af skuld við Seðlab. Evr. í það skipti, sem grísku bankarnir keyptu þó þeir ættu engan pening til þess, en því var reddað með því að Seðlabanki Grikklands sem er  hluti af Seðlabanka Evrópu lét þá fá svokallað "emergency liquidity assistance" þ.e. peninga, þó svo að sjóðir útibús Seðlabanka Evrópu í Grikklandi væru galtómir - - höfuðstöðvar ECB redduðu því að útibúið í Aþenu hefði pening.

Þannig, gæti það farið svo, að dramað sem ECB setur af stað því að hann neitar að fá ekki greitt á réttum tíma, sé leitt til lykta með því að ECB fjármagni greiðslu gríska ríkisins á skuld við sig.

  • Að öðru leiti stendur deilan um það hvernig á að fjármagna - framhald björgunar Grikklands?
  • En einnig um það, hvaða forsendur um framtíðarvöxt eða samdrátt er rétt að miða við, og því hve stórt gatið raunverulega er.

IMF and EU face tough choices on Greece debt

Next week may be too early for Greece decision: German finance minister

Draghi says ECB "by and large done" on helping Greece

Eurozone faces brinkmanship on Greece

 
Það var fundur sl. mánudag skv. þessum fréttum!

Það var verið að leitast við að ná samkomulagi m.a. um sameiginlega sýn á líklega framvindu Grikklands, og því hver skuldastaða Grikkland verður 2020.

AGS heimtar að hún verði ekki umfram 120% af þjóðarframleiðslu. En það virðist, að miðað sé v. Ítalíu sem lengi hefur skuldað nærri því hlutfalli, og verið talið geta höndlað sæmilega slíka skuldastöðu. Þó megi deila um hvort það sé rétt ályktað. 

AGS meinar skv. fréttum, að 120% sé hámarks sjálfbær skuldastaða. Tek fram, að ég er í reynd ósammála því, að þó hugsanlega sé 120% "sjálfbært" fyrir Ítalíu svo fremi að Ítalía nái fram viðsnúningi til hagvaxtar - sem langt í frá sé víst að gerist. Þá þíði það, að 120% staða sé sjálfbær í tilviki Grikklands.

En umfang þeirra skulda sem ríki ráða við, fer mjög - mjög mikið eftir skilvirkni, framleiðni og styrk þess hagkerfis er á í hlut.

Þumalfingursregla, að sterk hagkerfi, skilvirk hagkerfi, hagkerfi með mikla framleiðni - - þau beri háa skuldastöðu með sjálfbærum hætti.

Meðan að sjálfbær skuldastaða minnkar eftir því sem hagkerfi stendur veikar fyrir skv. þeim sömu atriðum.

Ég tel að líklega sé nær lagi að tala um 80% sem hámarks sjálfbæra skuldastöðu Grikklands, það má jafnvel vera - að miðað við hve tjónað gríska hagkerfið er í dag, sé hún vart mikið hærri en 60%.

Hið minnsta sé 120% líklega ekki sjálfbær staða fyrir Grikkland í reynd, og því tóm tjara að vera að ströggla við að, nota slíkt viðmið. 

----------------------------

Skv. fréttum ber enn verulega í milli AGS og t.d. Seðlabanka Evr. AGS taldi víst að miðað við núverandi forsendur, væri líkleg skuldastaða Grikklands nær 140% 2020, meðan að Seðlab. Evr. hefur ekki viljað kannast við að hún verði þetta há það ár.

Skv. fréttunum ber á milli á bilinu 10-20% af þjóðarframleiðslu Grikklands.

Um þessi sameiginlegu viðmið þarf að nást sátt.

----------------------------

Seðlabanki Evrópu hefur samþykkt að gefa eftir sinn gróða. En ECB hefur keypt ríkisbréf Grikklands á afföllum, meðan að ECB ætlaði að innheimta þau að fullu. Hefur nú samþykkt, að miða við upphaflegt kaupverð - þannig afsala sér gróða sínum.

En eins og kemur fram í orðum Mario Draghi skv. frétt að ofan, þá sé bankinn að hans mati þar með búinn að gera sitt - - meira fáist ekki fram af hálfu Seðlab. Evr.

----------------------------

Þá er samt eftir bil sem þarf að brúa - hversu stórt liggur ekki fyrir enn.

En þegar aðilar hafa komið sér saman um "sviðsmynd."

Þá loks er unnt að fara að semja um hugsanlegar afskriftir - eða lækkun vaxta eða lenging lána.

Einhvern veginn þarf að fjármagna "3 björgun Grikklands" en það þarf viðbótarfjármögnun.

Samtímis því, að skuldastaða Grikkland þarf að lækka hraðar.

  • Halda á annan fund nk. mánudag milli aðila, ég er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist á þeim fundi fremur en fundinum sl. mánudag. 

Það verður að segja sem svo - - að enn eru miklar líkur á brotthvarfi Grikklands.

 

Niðurstaða

Leikritið í kringum gerð "3 björgunarpakka Grikklands" er í fullum gangi. Augljóst er að 3. sviðsmyndin, verður ein fantasían enn. En ég er handviss að 120% skuldastaða - - þó mér finnist einnig ólíklegt að sú náist samt fram - - er gersamlega ósjálfbær í tilviki Grikklands. Eftir það óskaplega tjón sem átt hefur stað á gríska hagkerfinu.

Ég er ekki einu sinni viss, að Grikkland í reynd "beri nokkrar skuldir."

Réttast væri, að setja landið í algera frystingu skulda eða greiðslustöðvun.

Láta þá stöðvun eða frystingu vara einhver ár.

Gefa landinu, þjóðinni, hagkerfinu - tíma til að ná andanum. Og endurskipuleggja sig.

Einungis eftir að sú endurskipulagning væri komin á rekspöl, væri hugsanlega unnt að sjá út líklega framtíðar greiðslugetu Grikklands.

En í ástandi stöðugs hruns eins og rýkir á Grikklandi, held ég að "gersamlega ómögulegt" sé að áætla með nokkurri nákvæmni sviðsmynd yfir greiðslugetu.

Ef evran á að ganga upp, er líklega eitt af því sem upp þarf að taka - - "formlegt gjaldþrotsferli fyrir aðildarríki."

En innan evru, eru ríki komin í nákvæmlega sömu stöðu og fyrirtæki á markaði þ.e. að hafa bara takmarkaða peninga og tekjur, þar með eru þau komin í samskonar gjaldþrotshættu og slík fyrirtæki.

Mér virðist þó ólíklegt, að gengið verði þetta hreint til verks. En ég bendi á til sbr. á gjaldþrotsferli GM í Bandaríkjunum, sem fékk einmitt greiðslustöðvun og tíma til endurskipulagningar, og eftir þá endurskipulagningu hefur GM nú gengið miklu mun betur.

Fræðilega getur slíkt ferli virkað mjög svipað innan evrusvæðis, að lönd sem lenda í vanda, séu tekin í greiðslustöðvun - - sem þá samtímis þíði umtalsverða takmörkun á sjálfforræði. Slíkt sé sennilega nauðsynlegt - svo unnt sé að hafa aðhald með ferlinu.

Greiðslufrysting eða stöðvun, myndi gera endurskipulagningu mun auðveldari. Auk þess, að það myndi ekki þurfa að skera svo harkalega niður alveg strax. Heldur einungis niður á svokallaðan "frumjöfnuð" fjárlaga, þ.e. áður en gert er ráð fyrir kostnaði af skuldum ríkisins. Það þíðir, að minna þarf að sverfa að kjörum almennings og draga úr þjónustu.

Um leið og hagvöxtur hefst, væri unnt smám saman af fasa inn greiðslur. Slíkt fyrirkomulag væri miklu mun trúverðugra, myndi minnka samdrátt til mikilla muna áður en hagvöxtur hefst á ný.

-------------------------------

Einhvern veginn virðist engin leið að fá fram "manneskjulega" nálgun á þetta mál, af hálfu þeirra landa sem eiga skuldirnar.

Þó eiga þetta allt að heita "vinaþjóðir."

Margir eru vinir manns þegar vel árar, en mun færri í harðæri er á bjátar.

 

Kv.


Áhugavert að bera saman Romney vs. Obama, og Kerry vs. Bush!

Kosningin 2004 gefur áhugaverðan samanburð, en þá stóð sitjandi forseti í Bandaríkjunum síðast á undan frammi fyrir að tryggja sér annað kjörtímabil. Það sem er áberandi við fyrstu skoðun, er að Kerry fékk töluvert hærra hlutfall svokallaðra kjörmanna en Romney náði fram í keppni við Obama.

Aftur á móti virðist atkvæðahlutfall yfir landið vera svipað í báðum kosningum milli sitjandi forseta vs. áskorandans.

Það má einnig velta fyrir sér, af hverju Romney tapar.

Úrslit kosninganna 2004: United States presidential election, 2004

Úrslit 2012: Obama Wins a Second Term

Nominee

 George-W-Bush.jpegJohn F. Kerry.jpg
George W. BushJohn Kerry

 

ElectoralCollege2004.svg

 

Kjörmannakosning:

  1. Bush, 286.
  2. Kerry, 251.

Atkvæði:

  1. Bush, 62.040.610 eða 50,7%.
  2. Kerry, 59.028.444 eða 48,3%

Kosningin 2013

[image]

Mjög hugguleg fjölskylda sem Obama á, og síðan er hann ekki neitt ljótur sjálfur.

Eins og sést, þá lítur kortið af Bandaríkjunum töluvert svipað út í megindráttum.

Kjörmannakosning:

  1. Obama, 332 (Flórída féll Obama í skaut, svo fj. kjörmanna fór í 332 í stað 306).
  2. Romney, 206.

Atkvæði:

  1. Obama ca. 50%.
  2. Romney ca. 48%. 

Bush vann sem sagt 2004 með einungis með 35 kjörmönnum fleiri.

Obama vinnur 2012 með forskot upp á  126 kjörmenn.

  • Í reynd virka fylkin í Bandaríkjunum eins og einmenningskjördæmi, þegar kemur að forsetakjöri.
  • Romney getur endað með nærri sama hlutfall atkvæða og Kerry, þó hann hafi fengið mun verri útreið í kjörmannakjörinu, sem er þ.s. ræður úrslitum.

 

Af hverju tapar Romney?

Þetta var kosning sem hefði vel átt að vera vinnanleg, réttar sé að segja að henni hafi verið tapað frekar en að forsetinn hafi unnið. En þetta er í reynd enginn stórsigur - ef maður skoðar atkvæði greidd yfir landið sem heild. Þ.e. hvernig kerfið virkar sem skapar þ.s. fljótt á litið virðist jafnvel stórsigur, en kosning í mörgum fylkjum fór líklega naumlega Obama í vil t.d. 49 á móti 51. Þá falla öll önnur atkvæði greidd dauð. Sá sen vinnur fær alla kjörmenn þess fylkis. Það skiptir ekki máli hve lítill munurinn er, þó það sé einu atkvæði sem munar.

Sökudólgurinn er að mínu viti - Teboðshreyfingin. Hún hefur alltof mikil áhrif innan Repúblikanaflokksins um þessar mundir - vegna áhrifa hennar, neyddist Romney "augljóslega gegn betri vitund" til að taka harða afstöðu í tilteknum málum, sjá umfjöllun: Why Mitt Romney lost.

Það var svo gersamlega augljóst, að Romney meinti ekkert af því í raun og veru, og myndi leitast við að fjarlægjast sem mest hann mætti, þau loforð.

En á sama tíma, skapar hvorttveggja höggstað á hann:

  1. Obama gat íjað að því að Romney væri öfgamaður, og vitnað beint í ummæli Romney er hann var að berjast fyrir útnefningu Repúblikana.
  2. Síðan, gat hann einnig höfðað til efasemda um "karakter" Romney, að ekkert væri að marka nokkuð sem hann segði - - þ.e. enginn gæti vitað hver hann væri, jafnvel ekki hann sjálfur

Romney var í reynd hrakinn inn í þessar ógöngur, fyrir tilstuðlan ofuráhrifa Tehreyfingarinnar, þ.e. hann varð að tala gegn betri vitund, til að öðlast útnefningu.

Síðan, skapar það stöðugt óvissu um það, hvernig hann hefði reynst í embætti, þó svo hann hafi sem ríkisstjóri verið hófsamur stjórnandi, átt góð samskipti við þingið í sínu fylki, þá í báðum flokkum.

Efasemdir sem hitt framboðið nýtti sér út í ystu æsar.

Málið er einnig, að margir málsmetandi menn, tóku undir þær - þ.e. að Romney yrði hugsanlega tilneyddur til að standa við eitt og annað, þó svo hann hafi lofað því gegn betri vitund. 

A.m.k. væri óvissa, hvort hann yrði að gera slíkt, eða hvort hann - eins og margir bjuggust við, myndi meira eða minna, gefa öfgaliðinu innan Repúblikana flokksins langt nef, þegar hann væri orðinn forseti.

Það má sjálfsagt segja, að ef hann hefði svikið það, þá hefði hann líklega átt nærri því eins erfitt með að fá stuðning þingmanna Repúblikana, og Obama hefur. Verið eins ólíklegur og Obama virðist, að ná nokkru fram. Sem gæti einmitt leitt hann inn á þá braut, að standa við ívið meira - en hann sjálfur teldi í reynd rétt að framkvæma, til halda einhverri lágmarkssátt við þinglið Repúblikana. Neyddist - eins og ímsir málsmetandi menn hafa bent á - að framkvæma gegn betri vitund a.m.k. sum þeirra loforða.

------------------------------

Sjálfsagt mun einhver segja, að Romney hafi grafið undan sjálfum sér, með því að "flipp/floppa" en, ef hann hefði verið raunverulega harður hægri maður.

Þá hefði hann, átt enn minni möguleika, að sækja inn á miðjuna - til að ná til allra þeirra sem ekki eru fastir kjósendur Repúblikana. 

Ég er að meina, að slíkur frambjóðandi, sem hefði komið hreint fram sem harður hægri maður, hefði fengið enn minna fylgi.

Því slík afstaða, hafi ekki stuðning miðjunnar í Bandaríkjunum, og enginn frambjóðandi geti unnið, sem ekki nær henni með sér.

------------------------------

Repúblikanaflokkurinn, þurfi nú að taka sér tak, eins og Demókrataflokkurinn gerði á sínum tíma, er hann hafði fengið Reagan og Bush eldri í röð, en Clinton kom þá loks til skjalanna - sem atvinnulífs sinnaður Demókrati. Náði til sín miðjunni.

Repúblikana flokkurinn, sé að láta Teboðshreyfinguna, ekki einungis toga sig af miðjunni, heldur frekar langt til hægri frá henni.

Á meðan, muni frambjóðendur flokksins eiga á brattann að sækja í forsetakjöri, eins og var um frambjóðendur Demókrataflokksins um hríð, er sá flokkur leitaði um tíma of langt til vinstri frá miðju.

Demókratar tók sér tak, og fyrir rest komu fram með öflugann miðjusinnaðan frambjóðanda, sem hafði betur.

Repúblikanar, þurfa að gera slíkt hið sama innan sinna raða, svo þeir eigi betri möguleika eftir 4 ár.

 

Niðurstaða

Þó svo Obama segi að þetta verði betra en nokkru sinni, þá held ég að Obama verði mjög veikur forseti seinna kjörtímabilið - megni til v. pattstöðunna á þingi, sem enn er til staðar. Obama hafi meir unnið vegna þess, að hann er ekki frambjóðandi Repúblikana, en út á það að vera Obama. Svo mikið hafi orðstír Obama dalað, síðan hann var sjálfur kosinn í fyrsta sinn fyrir 4 árum.

Repúblikunum tókst ekki að hagnýta sér þ.e. óvinsældir Obama. Vegna þess, þó svo margir séu ósáttir við Obama, líst mönnum enn verr á Repúblikana - eins og stefna flokksins er þessa stundina. Þetta verða Repúblikanar að laga, að flokkurinn hafi slíkt óorð á sér, að það dragi úr möguleikum frambjóðenda flokksins á landsvísu, fyrir það eitt að vera Repúblikani.

 

Kv.


Nýjar vísbendingar um versnandi kreppu í Evrópu!

Ég er að tala um svokallaða "Pöntunarstjóra Vísitölu" sem þekkt fyrirtæki í Evrópu, Markit, reglulega birtir. Það sem þessi vísitala segir þ.s. hvort pantanir aukast eða minnka eða standa í stað, er hvort umsvif í atvinnulífi í Evrópu eru að minnka eða vaxa eða standa í stað.

Allt mikilvægar vísbendingar um stöðu hagkerfis Evrópu.

 

50 jafngildir stöðugleika, hærra en 50 aukningu, en lægra en 50 samdrætti

Markit Eurozone Composite PMI

  • Eurozone Composite Output Index: 45.7 (September 46.1)

Samsett vísitala er akkúrat þ.s. það segir, þ.e. vísitala samsett úr pöntunarstjóravísitölu fyrir iðnframleiðslu og pöntunarstjóravísitölu fyrir þjónustustarfsemi.

Þessi sameinaða vísitala, lögð saman fyrir öll aðildarríki evrusvæðis, segir að í október hafi dregið úr pöntunum innan atvinnulífs evrusvæðis um 4,3%. 

Þetta eins og sést er aðeins meiri samdráttur en mánuðinn á undan.

Nations ranked by all-sector output growth (Oct.)

  1. Ireland 55.5 20-month high
  2. Germany 47.7 2-month low
  3. Italy 45.6 7-month high
  4. France 43.5 2-month high
  5. Spain 41.5 2-month high

Áhugavert að skoða stöðu einstakra landa skv. þessari samræmdu vísitölu, þar greinilega ber Írland algerlega af - - atvinnulíf í aukningu á pöntunum upp á 5,5%.

Mesta athygli þó vekur samdráttur í Þýskalandi upp á 2,3%. Í textanum kemur fram, að þ.s. skaðar atvinnulíf innan Þýskalands er ekki síst samdráttur í pöntunum frá öðrum löndum, vísbending þess að kreppan í viðskiptalöndum Þýskalands innan Evrópu, sé farin að skaða hagvöxt innan Þýskalands - jafnvel að toga Þýskaland niður.

Næst á eftir er áhugavert hve mikill samdráttur er í Frakklandi og síðan Spáni. En samdráttur á Spáni er nú kominn í stærðir, sem ég hef verið vanur að sjá í tölum Markit fyrir Grikkland.

Vísbending þess, að Spánn sé raunverulega á leið inn í grískann hjöðnunarspíral.

Markit Eurozone Manufacturing PMI

  1. Ireland 52.1 3-month high
  2. Netherlands 48.9 3-month low
  3. Germany 46.0 2-month low
  4. Italy 45.5 2-month low
  5. Austria 44.8 40-month low
  6. France 43.7 2-month high
  7. Spain 43.5 3-month low
  8. Greece 41.0 4-month low 

Markit Spain Services PMI

The headline seasonally adjusted Business Activity Index posted 41.2 in October.

Markit Spain Manufacturing PMI

The seasonally adjusted Markit Purchasing Managers’ Index – fell to 43.5 in October

Eins og sést af þessum tölum, virðist mestu ráða um hið stóra fall samsettu vísitölunnar á Spáni, að það virðist vera í gangi hreint "hrun" í eftirspurn þ.e. neysla er að því er virðist í frjálsu falli, sbr. mikla lækkun pöntunarstjóravísitölu fyrir þjónustustarfsemi, sem sýnir jafnvel meiri minnkun en pöntunarstjóravísitalan fyrir iðnað.

Eins og sést einnig af seinni samanburðinun að ofan, þ.s. sjá má sbr. á pöntunarstjóravísitölum fyrir iðnstarfsemi milli ríkja - - að þar má sjá tölur fyrir Grikkland

Þá er eins og ég segi, Spánn kominn í sambærilega hnignun eða mjög nærri því að vera í sambærilega hraðri hnignun, og Grikkland.

  • Hnignun Frakklands sem er skv. þessum tölum nú skarpari en hnignun Ítalíu, er skörp aðvörun til ríkisstjórnar Frakklands, að gera e-h til að snúa þeirri öfugþróun við, og það strax.

Hvort þau viðbrögð eru næg, til að snúa við þessum hnignunarspýral sem Frakkland virðist komið í, verður að koma í ljós síðar.

 

Niðurstaða

Það sem rýs upp úr þessum tölum er ekki síst, sterk vísbending þess efnis að hraðinn í hnignun umsvifa spænsks atvinnulífs, sé orðinn sambærilegur við þann hnignunarhraða sem sjá hefur mátt stað í Grikklandi.

Þetta er vísbending þess, að aðvörun fjölda hagfræðinga m.a. Stiglitz, þess efnis að niðurskurðarstefnan muni reynast efnahagslegt sjálfsmorð fyrir Spán, sé að reynast á rökum reist.

Skv. því, er líklega efnahagur Spánar, alveg eins og var um efnahag Grikkland undanfarin ár, að síga saman töluvert hraðar en - gert hefur verið ráð fyrir.

Það mun væntanlega leiða til endurtekningar þess spírals sem sést hefur stað í Grikkland, að tekjur ríkisins af sköttum minnka meir en gert er ráð fyrir, þannig að hallinn reynist meiri en stefnt var að. Sem þá kallar á frekari niðurskurð, og enn hraðari samdrátt, og svo aftur enn frekari niðurskurð.

Talið er að hagkerfið á Spáni muni dragast saman kringum 1,5-1,6% í ár. Mér myndi ekki koma á óvart ef það reynist vera meira. Og síðan, mun að sjálfsögðu ekki draga úr samdrætti á nk. ári fremur en slíkt hafi átt sér stað á Grikklandi. 

Þegar, ef e-h er, stendur til að framkvæma enn meiri niðurskurð nk. ár en þann sem hefur verið hrint til framkv. á þessu. 

---------------------------

Eins og sést að ofan, er meira að segja Þýskaland ekki örugg með að sleppa við samdrátt.

Kreppan þyngist og þyngist á evrusvæði, og mun sennilega frekar en hitt verna á nk. ári, í stað þess sem stofnanir ESB stöðugt reikna með - - að hún minnki.

 

Kv.


Mun Grikkland hanga í limbói fram til jóla eða jafnvel áramóta?

Reuters var með áhugaverða frétt á mánudag um Grikkland, sbr: Euro zone decision on Greece unlikely on Nov 12. Reuters hefur þetta að sögn eftir háttsettum embættismanni frá Brussel, sem var viðstaddur G20 fund fjármálaráðherra G20, sem haldinn var fyrir skömmu.

  1. ""The November 12 meeting will not be the final stage. We're not so much under the gun as it may seem," the official said,"
  2. ...adding that Greece could meet its financial obligations without further financial assistance until the end of November or even early December."
  3. ""A deal is still likely in November, but not necessarily on November 12," the official said.
  4. ""There will be no deal until there is a deal on all the different strings of the package. We will not disburse the next tranche until all details are in place"".
  5. "A second European official told Reuters the threat of Greece missing the repayment of a 5 billion euro treasury bill falling due on Nov. 16 had been exaggerated.""

Mér finnst liður 2 í reynd áhugaverðasti hlutinn, en þetta er algerlega á svig við fullyrðingar grískra stjv. - að peningurinn væri búinn fyrir lok nóvember.

Á hinn bóginn, sagði Der Spiegel í september frá áhugaverðum hlut, nefnilega að Seðlabanki Evrópu hafi síðan mitt sl. sumar, verið að halda Grikklandi á floti með trixi.

Nefnilega því trixi, að gríska ríkinu er heimilað að gefa út 6 mánaða skuldabréf, sem "gjaldþrota" grískir bankar kaupa - - en það sé þeim gert kleyft með því að útibú Seðlabanka Evrópu í Aþenu, heimili þeim að nota þau bréf sem veð á móti neyðarlánum svokallað "emergency liquidity assistance" sem enn sé veitt af því útibúi, annars væri gríska bankakerfið löngu fallið.

Þeir peningar komi frá Seðlabanka Evrópu óhjákvæmilega, þó svo að ECB síðan sl. vor hafi bannað grískum bönkum að fá svokölluð neyðarlán, því grísk ríkisbréf séu ekki lengur nothæfur pappír.

Þessi skammtímabréf eru augljóslega einungis biðleikur, meðan deilan um það hvort Grikkland verður enn inni í evru eða ekki, fær einhverna endanlega niðurstöðu.

Þetta gerir þó afstöðu ECB mjög áhugaverða, því einn hluti deilunnar um hvernig á að fjármagna áframhaldandi veru Grikklands innan evru, sníst um kröfu AGS um það að - skuldum Grikklands verði nú komið í sjálfbært horf.

Annars taki AGS ekki frekar þátt í björgun Grikklands, en það felur í sér kröfu um niðurskurð skulda Grikklands, og þ.s. nú er megnið af þeim skuldum í eigu "þrenningarinnar sjálfrar" þ.e. aðildarríkjanna, ECB og AGS.

Og AGS neitar alltaf að taka þátt í afskriftum, og ECB hefur nú nýlega ítrekað þá afstöðu að sama gildi um skuldir Grikklands í eigu ECB, af því að afskrift væri "fjármögnun skulda aðildarríkis sem væri bannað skv. lögum um ECB" - en þó er það ECB sem greinilega heldur Grikklandi á floti þessa síðustu mánuði.

Þannig, að það séu þá skattgreiðendur í öðrum aðildarríkjum evrusvæðis, sem verði að blæða.

----------------------------------

Sjálfsagt er þetta trúverðug lýsing, sem fram kemur í þessum ummælum.

Kannski að deilan um Grikkland muni halda áfram fram í desember, eins og hann gaf í skyn sem hugsanlega útkomu.

En þá því ekki fram að áramótum, svo er það spurning þegar kemur að því að 6 mánaða bréfin sem tekin voru í sumar, falla á gjalddaga. Mun þá ECB heimila aðra slíka útgáfu?

Af hverju gildir þá ekki bannið um "að fjármagna aðildarríki" í því tilviki?

Skýringin á þessum kleyfhugaskap er auðvitað, að ECB hefur engan tilgang ef þ.e. engin evra.

ECB er því einnig að róa lífróður.

Ekki síður en Grikkland sjálft.

 

Niðurstaða

Þó svo að kosningarnar í Bandaríkjunum hafi í augnablikinu fókus heims fjölmiðla, en það ræðst á þriðjudag 6. einhverntíma seint um næstu nótt á eftir hugsanlega, hvort Obama heldur áfram sem forseti eða Romney verður næsti forseti.

En á sama tíma, er Grikkland að róa lífróður, verður að fá tiltekna fjármögnun. Er að því er virðist einungis haldið uppi af skammtímafjármögnun í gegnum "trix" Seðlabanka Evrópu, sem lætur sem svo sé að ekkert óeðlilegt sé í gangi.

Bara útibú Seðlabanka Evrópu í grikklandi, að veita svokallað "E.L.A" til grískra banka, en þeir fyrir það fé kaupa þau krítísku 6 mánaða bréf sem grísk stjv. hafa verið að gefa reglulega út síðan sl. sumar, annars væri Grikkland í reynd þegar fyrir mánuðum síðan, fallið út úr evrunni.

Auðvitað, hefur það útibú enga aðra peninga en þá sem höfuðstöðvar ECB veita því, en öfugt við t.d. "Bundesbank" útibú ECB í Þýskalandi sem á nóg af lausafé, þá gildir annað um útibúið í Aþenu.

 

Kv.


Verður æðsta ráð kommúnistafl. Kína tekið yfir af harðlínuöflum?

Ambrose Evans-Pritchard vakti athygli á grein í þekktum fjölmiðli í Hong Kong, sjá: Conservatives dominate latest line-up for new Communist Party leadership. Ef þ.s. kemur fram í þeirri umfjöllun er rétt, þá mun æðsta ráð Kommúnistaflokks Kína, í reynd ríkisstjórn Kína. Verða skipuð meirihluta svokallaðra harðlínumanna. Sem þá væntanlega þíðir, að ekki mun verða af því a.m.k. um sinn, að Kína færi sig í átt til aukins frjálsræðið.

  • Þvert á móti, getur verið að "afturhaldskúrs" sé í farvatninu.
  • Ásamt, hertum aga gagnvart fjölmiðlum, gegn netverjum o.s.frv.
  • Harðar verði gengið gagnvart hverjum þeim sem flokkurinn telur ekki verðuga trausts. 

 

Þessi útkoma getur skipt meira máli en niðurstaða kosninga í Bandaríkjunum nk. þriðjudag!

Aukinnar hörku sem gætt hefur innan Kína upp á síðkastið, sem og aukinnar hörku Kína í samskiptum við önnur lönd, ekki síst Japan. Getur verið forsmekkur þess sem er að koma.

Margir hafa varað Kína við því, að landið sé cirka komið í þ.s. kallað er "middle incom trap" þ.e. búið eða nærri sé búið að þurrausa þann hagvöxt sem unnt sé að ná fram með - fyrstu stigum iðnvæðingar.

Næsta stig verði að taka við, og það krefjist þess að Kína og kínv. fyrirtæki, keppi við önnur samfélög, og fyrirtæki annars staðar, í því að vera skilvirk. Í því að vera með bestu tæknina. Og í því, að framleiða sem mest af hæfu fólki, og ekki síst - í því að laða að hæft fólk.

Búið sé cirka að þurrausa það, að vaxa með útflutningi og lágum launum.

Enginn annar en leiðtogi Kína, sá sem er að láta af völdum á næstunni, benti á þetta sjálfur. En mér skilst, að þó ummæli hans hafi fengið mikla dreifingu í fjölmiðlum víða um heim, hafi fjölmiðlar innan Kína þagað um þau þunnu hljóði.

Talið hefur verið, að þau leiðtogaskipti sem nú fara fram, sé lykiltími fyrir framþróun Kína - þ.e. hvort Kína heldur áfram, eða hvort Kína lendir líklega í kreppu sbr. kreppu Brasilíu á 8. áratugnum.

---------------------------

En ný harðlínustefna, mun líklega sannfæra menntaða kínverja um að yfirgefa landið.

Sannfæra, hæfa einstaklinga starfandi fyrir kínv. fyrirtæki erlendis, um að setjast að utan Kína.

Við myndi taka "blóðtaka" sem líklega myndi skaða hagvaxtarmöguleika Kína, með því að skaða getu kínv. fyrirtækja, til að halda í við fyrirtæki annars staðar.

Kína líklega eftir því sem það rekst sífellt harðar á "middle income" vegginn, hagvöxtur minnkar - - og "stimulus" eftir "stimulus" dugar ekki til.

Lendir þá fyrir rest, í sambærilegri kreppu og þeirri, er Brasilía endaði í á 8. áratugnum, eftir að nokkur ár á undan hafði brasilíska hagkerfið vaxið hratt, en þá var herforingjastjórn þar við völd og hafði verið um nokkurt árabil.

Sú stjórn reyndi eins og stjórn kínv. kommúnistaflokksins, að útvega sér vinsældir meðal almennings, með því að - skapa hagvöxt.

En fyrir rest, lenti sá hagvöxtur í vanda, skammtímaúrræði á endanum dugðu ekki, og landið endaði í harkalegri kreppu sem varð að alvarlegri skuldakreppu ríkissjóðs.

Kína gæti einmitt endurtekið næstum því nákvæmlega þá kreppu, en eins og þar, rekur kínv. ríkið enn mikið af "ílla reknum" fyrirtækjum, sem er haldið í gangi í gegnum pólit. tengsl innan valdaflokksins - - með "endalausum lánum" sem ríkið útvegar með því að eiga og reka bankana.

Það hefur ekki haldið svo alvarlega aftur af Kína, fram að þessu - því einkahagkerfið hefur náð að halda uppi nægum hagvexti, með útflutningsleiðinni - þ.e. nægilega ódýr laun.

En þegar sú leið, dugar ekki lengur, eins og nú virðist, en laun eins og í Brasilíu þá hafa hækkað þannig, að samkeppnishæfni í því að framleiða fyrir lág laun, hefur dalað.

Að auki, hefur kreppan á vesturlöndum minnkað kaup vestrænna landa á þeim varningi. Sem hefur skapað töluvert kreppuástand, meðal skuldugra útfl. fyrirtækja.

---------------------------

En harðlínumennirnir, munu líklega, halda áfram að dæla peningum í "ílla reknu" fyrirtækin, sem rekin eru af pólit. tengdum aðilum.

Skuldirnar sem þar eru, halda þá áfram að hlaðast upp - - meðan, að stefnan er ekki að stuðla að því að hagkerfið, nái yfir þann þröskuld að vera full samkeppnisfært.

Ég er að tala um, að hagvöxtur muni líklega halda áfram að dala í Kína, en án þess að verið sé að taka "nauðsynleg skref" svo Kína, geti haldið með hagkerfið inn á næsta þróunarstig.

Á einhverjum tímapunkti, komi "crunch" þ.e. skuldirnar sem búið er að búa til innan kerfisins verði of miklar, og þá verði snöggt "loss of confidence." 

Fræðilega getur þó stjórnin spilað einn lokagambítt, sem er að - setja gríðarlega eign á bandar. ríkisbréfum upp sem "veð" á móti miklu magni af erlendu lánsfé.

Það myndi fræðilega getað, gefið slíku kerfi einhvern viðbótartíma - - en þá verður "crunch"-ið er það á endanum kemur, að skuldakreppu Kína gagnvart útlöndum einnig; og við tekur brasil. ástand.

  • Innan Brasilíu - -leiddi kreppan til hruns herforingjastjórnarinnar, og við tók lýðræði á ný. Og Brasilía síðan hefur verið lýðræðisríki.
  • Brasilía náði síðar meir vopnum sínum aftur, en það tók einn og hálfan áratug, áður en landið var í reynd aftur komið í sæmilega góðan hagvöxt, og búið að losa sig úr verstu viðjum skulda.

 

Niðurstaða

Það þarf ekki að verða, að Kína verði önnur "Brasilía." En hugsanlega, áður en "hrunið kemur" ná umbótamenn innan valdaflokksins vopnum sínum á ný. En ef eins og mig grunar, að harðlínustefna er slæm fyrir hagvöxt. Þá mun vaxandi atvinnuleysi. Auka félagslegan óstöðugleika. Auka tíðni uppþota.

Valdaflokkur Kína eðlilega óttast "uppþot." Því Kína hefur sögu mjög alvarlegra uppreisna. Það er ekki endilega svo, að umbótamennirnir hafi misst öll áhrif, öll völd. Ef þeir geta sannfært flokksmenn, að þeirra stefna sé líklegri til þess að leiða til þess ástands. Að flokkurinn haldi völdum. Þá getur hún, hugsanlega síðar meir náð yfirhönd.

Besta fræðilega útkoman, væri niðurstaðan er varð í Mexíkó. Þ.s. valdaflokkurinn á endanum, heimilaði fullt lýðræði. Og eins og útkoman hefur reynst vera, hefur haldið mjög verulegu fylgi. Sem einn meginstjórnmálaflokkurinn.

Ef kínv. kommúnistafl. myndi ná að sigla landinu milli skers og báru, og alla leið inn í Mexíkóskt ástand, myndi hann líklega einnig halda verulegu fylgi meðal landsmanna. Á hinn bóginn, ef einhverjir ofurharðlínumenn, ná að halda valdataumum. Og, landið líklega lendir í efnahagsvanda.

Þá mun annaðhvort flokkurinn líklega tapa völdum þegar uppreisnin verður fyrir rest, eða að flokkurinn nær því að gera landið aftur að risastóru fangelsi, með því að drekkja uppþotum í blóði. En þá yrði stöðnunin langvarandi.

 

Kv.


Var konum skipulega haldið niðri í nær öllum samfélögum heims um árþúsundir?

Datt inn í þessa umræðu vegna þess, að VG-lýsti yfir því að rétt væri að kenna "kynjafræði" í grunnskólum. Tek fram að ég hef ekki kynnt mér kenningar svokallaðra kynjafræðinga, einungis heyrt samfélagsumræðu sem á sér stað öðru hvoru, þegar einstaklingar rísa upp og tala um baráttu fyrir jafnrétti - en stundum virðist gjósa upp sú hugsun að á eldri tíð, hafi konum skipulega verið haldið niðri.

Ég vil meina að baki þeirri hugmynd, að sú staðreynd að í flestum samfélögum eldri tíðar, voru konur mjög sjaldan í valdamiklum embættum, þíði að um skipulegt misrétti hafi verið að ræða. 

Sé byggð á grundvallarmisskilningi - jafnvel þekkingarskorti.

Mig grunar að margir sem hafa alist upp við nútímaþægindi, geri sér enga grein fyrir því hvernig var að lifa, í samfélögum fyrri tíðar.

 

Ég er með allt aðra kenningu um ástæðu þess, að hin hefðbundna verkaskipting karla og kvenna var til staðar á árum áður!

Málið var að barnadauði var gríðarlega mikið meiri fyrir tilkomu sýklalyfja, en þekkist í dag.

Sem dæmi, missti fjölskylda föður míns 2 börn, úr sjúkdómum sem í dag eru auðlæknanlegir.

Þó var sú fjölskylda vel stæð, með vinnufólk. En sjúkdómar fóru ekki í manngreinarálit. Börn ríkra sem fátækra dóu, þegar "pestirnar" gengu.

Það var algengt, að fjölmennar fjölskyldur misstu hluta barna sinna, úr umgangspestum.

Stundum gengu skæðari afbrigði þeirra pesta, sem jafnvel leiddu til þess að dæmi eru um að fjölmenn fjölskylda missti öll sín börn í einu.

Það er kannski erfitt fyrir fólk að skilja, hvernig fólk gat lifað við þetta. En svona hafði þetta þá alltaf verið.

Að auki, voru ekki til staðar þau heimilistæki sem auðvelda heimilisstörf - föt voru handþvegin. Sem var miklu mun tímafrekari athöfn, en að þvo í þvottavél. 

Útistörf voru einnig tímafrekari, ekki einungis vegna þess að ekki voru til staðar vélar til að létta þau störf, heldur einnig vegna þess að fólk varð að vinna lengur - því tekjur per vinnustund voru mun lægri.

Þetta virkaði þannig:

  1. Vegna þess, að það var mikill barnadauði, varð hver gift kona öllu að jafnaði, að eignast eins mörg börn og hún heilsu sinnar vegna var fær um.
  2. Einnig vegna þess að heilsugæsla var lakari, var það ekki íkja sjaldgæft að konur létust í tengslum við barnsburði.
  3. Að auki, vegna þess að börn voru að jafnaði fleiri per heimili svo nokkurn veginn væri tryggt að eitthvert þeirra lifði, og vegna þess að heimilistæki voru ekki til staðar - - tóku heimilisstörf nærri allan tíma þess sem vann heimar fyrir. Eðlilega var það konan, en líkur eru miklar á að kona við heimilisstörf á fyrri tíð sé ófrísk og að auki með barn á brjósti.
  4. Á sama tíma, vann sá sem vann úti fyrir einnig myrkranna á milli, því fyrir flr. var að sjá og samtímis, voru tekjur mun lakari per vinnustund en þekkist í dag.
  • Þannig var þetta í öllum samfélögum heims - lífsbaráttan var hörð.
  • Því alls staðar var mikill barnadauði.
  • Alls staðar skorti heimilistæki og tæki til að auðvelda vinnu úti fyrir.
  • Öll samfélög voru miklu mun fátækari en í dag.

Hin hefðbundna vinnuskipting, stafaði ekki af því, að það hafi verið eitthvert heimssamsæri um að halda konum niðri, heldur af því að það var samfélagsleg nauðsyn - að konur ættu mörg börn.

Og því að eiga mörg börn, fylgdi gríðarleg vinna.

Karlarnir unnu útistörfin - að jafnaði. Synirnir komu með, þegar þeir urðu stálpaðir. Meðan dæturnar aðstoðuðu móður sína inni fyrir.

 

Jafnrétti verður í reynd mögulegt á 20. öld!

Það gerist þannig, að fyrst koma fram sérstaklega eftir Seinna Stríð, byltingarkennd sýklalyf sem stórfellt minnka barnadauða.

Það tekur einhvern tíma fyrir samfélögin, að átta sig á því að það hefur orðið byltingarkennd breyting.

Breytingin byrjar í reynd á réttum tíma, eftir að þessi byltingarkennda breyting á sér stað, þ.e. með börnum þeirra sem voru foreldrar rétt eftir að Seinna Stríði var lokið, og síðan hefur næsta kynslóð á eftir ávallt tekið mál lengra

Um svipað leiti, koma einnig byltingarkennd heimilistæki þ.e. ísskápar, ryksugur, þvottavélar. Samtímis því, að framleiðslutækni er einnig að batna. Útistörfin samtímis verða auðveldari, og einnig minna tímafrek.

Þetta þíðir að bæði kynin hafa meiri tíma en áður, sérstaklega á þetta við konur.

Það síðan þíðir, ásamt því að tæknin hefur leitt til meiri auðs í samfélögum vesturlanda, lífskjör fara batnandi.

Að hin hefðbundna verkaskipting smám saman hverfur - þegar konur skynja að hin hefðbundnu gildi, eru orðin óþörf. Gera sína uppreisn, og komast upp með það.

Enda, með þeim breytingum sem hafa átt sér stað þ.e. tæknibreytingum og byltingarkenndum lyfjum, var hefðbundna verkaskiptingin orðin óþörf.

Það er einmitt punkturinn - - hennar var þörf á öldum áður.

En í dag, fyrir tilstuðlan lyfja sem stórfellt hafa bætt lífslíkur fólks, og tækni sem skapar öllum mun meiri tíma fyrir sjálfa sig en áður; þá verður jafnrétti í reynd mögulegt.

Ekki bara það - - í reynd, er jafnrétti "samfélagsleg nauðsyn" í dag.

Það kemur til af því, að með því að konum er mögulegt, að gera fjöldamargt annað en að eiga og ala önn fyrir börnum, þá leysist mikill kraftur úr læðingi. Ég er að tala um viðbótar vinnandi hendur, og auðvitað flr. að skapa og hugsa, en áður.

Þetta er örugglega hluti af því, af hverju þróun í öllu er jafnvel enn hraðari í dag en fyrir tja, 30 árum.

 

Niðurstaða

Það er ef til vill margir sem átta sig ekki á samhengi jafnréttis við þær tækniframfarir sem áttu sér stað í heiminum á 20. öld. Punkturinn er einmitt sá, að þær framfarir hvort sem við erum að tala um framfarir í læknisvísindum eða tækni - hefur í reynd gert jafnrétti mögulegt. Er það áður var það ekki.

Það að í öllum samfélögum heims var til staðar hefðbundin verkaskipting á öldum áður, er ekki sönnun þess að það hafi verið skipuleg kvennakúgun áður fyrr.

Heldur, sýnir þetta að slík verkaskipting rýkti alls staðar, að um samfélagslega nauðsyn var að ræða.

Það er auðvitað gríðarlega mikilvæg breyting, að tæknin skuli hafa losað konur úr þeim viðjum "samfélagslegrar nauðsynjar" sem áður fyrr hélt þeim niðri.

Sá aukni kraftur sem hefur verið í samfélögum vesturlanda sl. 30-50 ár, er örugglega a.m.k. að stórum hluta því að þakka að jafnrétti varð mögulegt.

Sjálfsagt ein af mikilvægustu breytingum allra tíma.

 

Kv.


Economist gefur bæði Obama og Romney falleinkunn!

Economist er eitt af þessum dásamlegu tiltölulega óháðu fjölmiðlum sem til eru erlendis. Tiltölulega segi ég, því enginn er líklega algerlega óháður. Fréttaskýringar þar eru einnig mjög oft ákaflega vandaðar og fróðlegar. Þessi tiltekna - - er það sannarlega, þar taka þeir sbr. á frambjóðendunum.

Þeir treysta sér ekki til að mæla með öðrum hvorum, en segja þó með semingi miklum, að líklegra sé ögn skárr að Obama hafi sigur en Romney.

Það komi helst til, að þeir óttast að Romney, neyðist að ganga of langt til móts við Repúblikanaflokkinn, sem sé í dag - með of mörg órökrétt stefnumál.

Barátta Obama fyrir endurkjöri hafi í reynd verið slök - byggst of mikið á persónulegum árásum á Romney. 

Í stað þess, að byggjast á því, hvað Obama vill gera í framtíðinni.

Þetta sé ekki Obama baráttan fyrir 4 árum, þ.s. Obama virtist stíga fram eins og nokkurs konar bjargvættur, nánast nýr messías, með skilaboðin um nýja "von."

Heldur, þreyttur forseti, sem - með því að leggja megináherslu á hve andstæðingurinn sé "vondur" þ.e. alltof ríkur og mikill viðskiptamógúll, til að standa fyrir hinn "almenna mann." 

Sé í reynd að segja við kjósendur, þið eigið að velja mig, því ég er ekki Romney.

Í stað þess, að vera að segja við þá, þið eigið að velja mig því ég hef tiltekna verðleika, og/eða vegna þess, að ég ætla að gera þetta - þetta og þetta.

The Economist - Which one?

Sjá einnig:

U.S. Economy Adds 171,000 Jobs

US election hangs on a knife-edge

Glimmer of hope for economy

US economy vulnerable to more than hurricanes

 

Það getur orðið spennandi kosninganótt þann 6/11 nk.

Það verður kosið í Bandaríkjunum nk. þriðjudag. Miðað við kannanir, þá eru líkurnar miklar á spennandi nótt. Áhugavert er að bera þetta við sigur Bush yfir John Kerry. Sá sigur var í reynd ekki svo sannfærandi ef maður skoðar prósentur greiddra atkvæða þ.e. Bush 50,7% vs. Kerry 48,3%. En annað kemur upp þegar litið er á fylkin, þá vann Bush í 31 fylki meðan að Kerry vann í 19.

United States presidential election, 2004

Niðurstaðan getur með sama hætti orðið "afgerandi" sigur Obama - þó svo að prósentumunur verði lítill heilt yfir litið.

Enda í langflestum fylkjum, fær sá sem vinnur "alla kjörmenn" þess fylkis, þó svo að sigur viðkomandi hafi verið mjög naumur.

Svo naumur sigur í mörgum fylkjum, getur skilað útkomu sem virðist með sama hætti "afgerandi."

Eða þ.s. þeir kalla "landslide."

------------------------------

  1. Hugsanlega getur það styrkt forsetann á lokametrunum að hann virtist koma sannfærandi fram, í tengslum við náttúruhamfarirnar tengdar fellibylnum Sandy. Öfugt við Bush á sínum tíma, en hamfarir í New Orleans, virtust taka ríkisstjórn hans í bólinu - viðbrögð voru einkar ósannfærandi. Þó blessunarlega fyrir Bush, leið nógu langur tími frá þeim óförum að kosningum.
  2. Einnig getur styrkt hann, að skv. nýjustu tölum, virðist hagvöxtur örlítið vera að vænkast, sbr. að störfum virðist aftur vera að fjölga hraðar. Atvinnuleysi hefur nú komist niður í 7,9%.

Eitt er þó ljóst - - að það er með engu móti unnt að segja með vissu, að Obama muni hafa sigur nk. þriðjudag!

Það eitt er stórt "fall" miðað við þær væntingar sem gerðar voru til Obama í upphafi.

Það er áhugavert val hjá stjórnendum baráttu hans fyrir endurkjöri, að leggja höfuðáherslu á "neikvæðar auglýsingar."

Þar, auðvitað fylgir hann í fótspor Bush sem á sínum tíma, beitti einkar subbulegum persónuárásum á Kerry, þ.s. svokallaðir "veterans" komu fram, og leituðust við að gera lítið úr framgöngu Kerry sem hermanns í Vietnam, sem leiddi m.a. til þess að hann fékk orðu fyrir í rest.

Ég ætla ekki að gera einhvern nákvæman sbr. á þeim subbuskap og auglýsingum Obama framboðsins, sem virðast fyrst og fremst snúst um Kerry sem of ríkann, og of fjarlægan hinum venjulega manni til að geta verið forseti. 

En Bush á sínun tíma, átti mjög erfitt með að koma fram með einhverja "afreka lýsingu." Heldur, var um að ræða, óskaplega röð mistaka tengdum Íraksstríðinu - sem er reyndar stórmerkilegt að Demókrötum tókst ekki að gera sér meira mat úr.

Öfugt við Bush, á Obama ekkert "stóráfall" að baki, eða sögu stórfelldra mistaka eða hrakfalla.

Obama getur vel rökstutt, að ég gerði A og kom í veg fyrir B, sem hefði verið mun verra ástand.

Einhvern veginn er eins og, "neistinn" sé horfinn.

  • Valið er á milli þreitts forseta, sem mun litlu áorka, héðan í frá.
  • Eða, manns - - sem hefur verður að segjast töluvert geggjaðann flokk að baki sér, sem mun leitast við að toga sem mest í hann.
  • Sá hefur að baki sér ríkisstjóratíð þ.s. hann í reynd stóð sig ágætlega, var hófsamur og vel liðinn.
  • Stóra spurningin er - - verður hann eins og ríkisstjórinn, eða mun flokkurinn binda hendur hans, og neyða hann til þess að taka of harkalega "niðurskurðarstefnu?"

Valið virðist milli pólit. kyrrstöðu í reynd áframhaldandi pattstöðu.

Eða, ástands sem getur bundið enda á hana, en má vera að leiði fram verri útkomu.

  • Bandaríkin standa frammi fyrir útgjaldavanda! 
  • En öfugt við Evrópu, geta þau raunverulega leyft sér, að fara leið sem myndi fela í sér beggja blands leið, þ.e. hækkun skatta ásamt niðurskurði.
  • Því skattar í Bandar. eru umtalsvert lægri - - þ.s. er áhugavert, að þau ættu í reynd að lækka fyrirtækjaskatta, sem merkilegt nokk eru hærri en í Evrópu almennt séð. Á sama tíma ættu þau að hækka tekjuskatta á almenning, en fyrirtækin skaffa störfin svo rökrétt er að þau séu tiltölulega hóflega skattlögð, á sama tíma og almenningur nýtur þjónustu hins opinbera er því rökrétt að standi undir því kerfi að stærstum hluta með sínum sköttum.
  • Skattkerfið fyrir fyrirtæki, í reynd mismunar stórum fyrirtækjum á kostnað smærri, því smærri fyrirtækin hafa ekki efni á að hafa "senatora" á launaskrá, sem fá í gegn hagstæðar undanþágur í skattalög. En í Bandar. er skattalöggjöf mér skilst eins og gatasigti, sem veldur því að stórfyrirtæki borga oftast nær mun minni skatt en þau smærri.
  • Vandinn er sá, að nýsköpun á sér yfirleitt stað í smærri fyrirtækjum og svokölluðum "start-up."
  • Svo, kerfið í reynd er hamlandi á nýsköpun - fyrir fjölgun starfa.

Þessi breyting að lækka skatthlutfallið, en samtímis afnema undanþágurnar, myndi í reynd hækka skatta á stóru fyrirtækin, meðan að skattar myndu lækka á smærri til miðlungs. Leiða líklega á lengri tíma, til fjölgunar starfa ásamt meiri nýsköpun. Hvort tveggja skila meiri hagvexti.

Romney talar reyndar um að afnema "holur" í skattalöggjöf. En ekki hvaða.

Meðan að Obama, hefur fram að þessu, ekki virst hafa haft nokkurn áhuga á því, að einfalda og gera skilvirkari um leið, bandar. löggjöf gagnvart fyrirtækjum.

Stefna hvorugs virðist "sannfærandi."

Það virðist niðurstaðan.

 

Niðurstaða

Obama með því að leggja litla áherslu á stefnumál, vera með "neikvæða" kosningabaráttu eins og barátta Bush 2004 var, í stað þess að hafa hana jákvæða - - má vera að hafi í reynd veitt Romney sóknarfæri. 

Romney hefur í reynd ekki þurft annað en að koma fram, og vera alþýðlegur. Brosa. Til að, grafa undan þeirri "skrímslis ímynd" sem auglýsingar Obama framboðsins virðast hafa verið að draga upp.

Á sama tíma, hefur hann komist upp með að gagnrýna stefnu Obama, og kynna sína eigin. Því áherslan, sé svo lítil hjá hinu framboðinu á að kynna stefnumál og á að, svara yfirlísingum mótherjans.

Þess í stað sé öldum ljósvakans drekkt með "neikvæðum auglýsingum" um Romney.

Sem allir vita að er í reynd ekki skrímsli. 

Hvað ef, framboð Obama hefði haft allt aðra nálgun - - á stefnu? Er Obama búinn sjálfur að gefa þá "von" upp á bátinn, sem var hans meginþema síðast? Eða, meinti hann það aldrei?

 

Kv.


Gætum við lent í sambærilegum sjávarflóðum og Bandaríkin?

Það er áhugavert að sjá eyðilegginguna meðfram strönd Bandaríkjanna, eftir fellibylinn Sandy. Skv. fréttum, þá er þetta dýpsta lægðin sem nokkru sinni hefur skollið á New York og nágrenni, eða 940 millibör. Fyrir bragðið koma óvenjuhátt sjávarflóð eða 4,2-5 metrar. Samtímis, að rýkti fárviðri með vindátt beint á ströndina.

Hlekkur á myndir

Þetta er sennilega dramatískasta myndin, tekin í miðju óveðrinu er það stendur sem hæst, og sýnir Sandy vera að leggja í rúst ströndina við Atlantic City

Hurricane Sandy: death toll rises as storm hits land. Deaths reported in New York as the historic storm hits land in southern New Jersey

Mynd tekin úr þyrlu af strönd í New Jersey.

This aerial view, taken during a search and rescue mission by 1-150 Assault Helicopter Battalion, shows the damage caused by Superstorm Sandy to the New Jersey coast Long Beach Island - New Jersey.

A flooded section of Harvey Cedars on Long Beach Island, New Jersey

Breezy Point Queens New York.

This aerial photo shows burnt-out homes in the Breezy Point section of the Queens borough of New York South Bethany Delaware.

Floodwaters from Superstorm Sandy surround homes in South Bethany, Delaware Eyðilagður skemmtigaður á bryggju, New Jersey strönd.

A rollercoaster is battered by waves near a storm-destroyed pier off the New Jersey coast in this aerial photograph provided by the US Air Force

Der Spiegel með sérstaka frétt um eyðilegginguna á Breezy Point:

Sandy Turns Queens Paradise into Hell

Látnir í Bandaríkjunum vegna óveðursins virðast vera a.m.k. 80, þar af 38 í New York:

As Recovery Continues, City’s Death Toll Reaches 38

 

Það íslenska veður sem næst þessu kemur er líklega Básendaveðrið 9. janúar 1799!

Þá meina ég sérstaklega, þegar tekið er mið af umfangi sjávarflóðs. En í þessu veðri skv. því sem mér hefur verið sagt af sagnfræðingi sem þekkir vel til sögu Reykjavíkur og nágrennis, þá hafi flætt yfir það svæði þ.s. nú er gamla miðbæjarkvosin, en þá átti enn eftir að byggja hana. Eyðið milli sjávar og Tjarnar, hafi farið alveg á kaf þegar sjávarflóðið náði sinni hæstu stöðu, þannig að sjór streymdi beint inn í Tjörn.

Að auki, hafi flætt sjór yfir Álftanes - og ráðendur á Bessastöðum þá, leitað í vígi upphlaðið sem þá stóð við Bessastaði undan flóðinu.

Miklar skemmdir urðu á jörðum víða á Reykjanesskaga þ.s. sjór gekk upp á land, bæði á jörðunum sjálfum sem á húsnæði.

Að auki, tók af með öllu svokallaðan "Básendakaupstað" og lagðist sá af, í kjölfarið fluttist verslunin þaðan til Hafnarfjarðar.

BÁSENDAVEÐRIÐ 1799 EFTIR ÁRNA ARNARSON

Wiki - Básendaflóðið

Í vetur var rætt nokkuð um hugsanlegt eldgos á höfuðborgarsvæðinu.

En mögulegt sjávarflóð er hið minnsta ekki síður hætta.

En land hefur verið að síga við Faxaflóa á Reykjavíkursvæðinu, land stendur því lægra í dag í Reykjavík en það gerði 1799.

Á móti kemur hefur verið umtalsvert byggt upp af landfyllingum milli Tjarnar og hafs, en mig grunar samt þó að núverandi hæð varnargarða sé ekki næg - - ef gerir sambærilegt veður við sambærilegar aðstæður, og átti sér stað 9. jan. 1799.

Þá gæti átt sér stað alveg óskaplegt tjón á húseignum meðfram allri ströndinni, sjór gengið inn í garða - inn í hús, jafnvel brotið þau niður að einhverjum hluta.

Hugsanlega, færu allar götur í kaf á Reykjavíkursvæðinu, á því svæði sem liggur lægst - alveg frá Seltjarnarnesi, og alla leið til Hafnarfjarðar, hugsanlega endurtæki sig að Álftanes færi að verulegu leiti á kaf.

Sjór gengi einnig á land, víða á ströndinni, á Reykjanesi en einnig á Snæfellsnesi eins og þá gerðist.

Miðað við tjónið sem gæti átt sér stað!

Eru líkur á að Ísland yrði að gefa út alþjóðlega beiðni um neyðaraðstoð.

 

 

Niðurstaða

Það skapaðist nokkur umræða fyrr á árinu um hugsanlegt eldgos við Reykjavík, og menn veltu fyrir sér hvernig gengi að tæma borgina. Augljóst er að það myndi ganga ílla. Enda einungis einn vegur úr bænum, ef vegir í átt til Reykjaness eru tepptir.

Ef það skapast hætta vegna sjávarflóðs, út af veðri af þeim skala er hér skall á 9. jan. 1799. Þá væri ekki um annað að ræða, en að fólk myndi flýgja innan borgarinnar á svæði sem stæðu hærra.

Þá inn í skóla, íþróttahús og annað þess konar. En vegir út úr borginni, gætu verið ófærir í báðar áttir við þær aðstæður.

Ég held að Ísland sé ekki vel undir það búið, að stórfelldar náttúruhamfarir myndu eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu.

Augljóst virðist að beiðni um alþjóðlega neyðaraðstoð yrði að senda út í kjölfar á slíku.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband