Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
20.11.2012 | 23:52
Ef Spánn hefði sinn eigin seðlabanka
Ég rakst á ágæta grein eftir Sebastian Mallaby á vef Financial Times. En þar rekur hann, að þrátt fyrir allt hefur eitt og annað tekist á Spáni. En þó þegar það er sett í samhengi við heildarvanda Spánar. Að þá virðist það ekki líklega duga til.
Spain is in need of urgent repair
- "For 10 years after the launch of the euro, its workers bid up wages: labour costs jumped 55 per cent compared with a rise of 22 per cent in Germany."
- "Outsized wage gains were not offset by gains in productivity, which lagged behind Germanys by a whisker."
- "The upshot was that uncompetitive Spain ran a vast current account deficit, peaking in 2007 and 2008 at about 10 per cent of gross domestic product a gap that dwarfed the infamous external deficit run by the US."
- "But in 2011 and early 2012, Spains wages fell relative to Germanys and its productivity gains were larger; the...Spanish private sector has achieved a fall in unit labour costs versus Germany of 8.7 per cent."
- " Thanks to renewed competitiveness, Spains exports rose 7.6 per cent last year and will rise another 2.1 per cent this year, despite recession in Spains export markets."
- "Add in the cyclical effect of falling imports and the countrys external deficit has fallen remarkably, from 10 per cent of GDP to this years forecast 2.4 per cent."
Tek fram að í einangrun er þetta mjög fínn árangur, að minnka viðskiptahalla án gengisfellingar úr 10% í 2,4%.
Vandinn er, að Spánn verður að búa til "afgang" af erlendum viðskiptum, ef Spáni á að vera mögulegt að - - lækka skuldir.
Þannig, að þrátt fyrir að spænsk stjv. séu greinilega að gera sitt besta, þá þarf mun meira til.
Það er, frekari launalækkanir - frekari lífskjaralækkanir - enn meiri minnkun á innlendri eftispurn, til að búa til nægilega digran afgang af útflutningstekjum; til að nægilegt nettó innstreymi fjármagns myndist inn í hagkerfið til að standa undir hinni miklu skuldabyrði þess.
-------------------------
Þetta þíðir að Spánn er "kannski" kominn "hálfa leiðin" í aðlögunarferlinu - - spurning hvort að spænskt samfélag getur haldið það út, þegar með rúmlega 25% atvinnuleysi, þar af rúml. 50% meðal yngri aldursflokka.
Hvernig myndi eigin seðlabanki gagnast við þessar aðstæður?
Eins og Mallaby bendir á, þá myndi hann geta eins og seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlandseyja. Haldið niðri vaxtakostnaði í samfélaginu.
Í Bretlandi og Bandaríkjunum, sé vöxtum í samfélaginu haldið undir mældum hagvexti.
Sem þíðir, að það verður jákvæð hringrás þ.s. tekjur fyrirtækja aukist hraðar, og því fari skuldabyrðin smám saman minnkandi, bæði innan samfélagsins og fyrir ríkið.
En á Spáni þ.s. vöxtum sé stýrt af væntingum markaðarins, Seðlabanki Evrópu hefur ekki hafið sambærileg inngrip - til að framkalla aðra útkomu en þá er markaðurinn framkallar.
Þá er það öfugt, að vextir eru mun hærri.
Þannig að í staðinn, er stöðug upphleðsla á skuldabyrði.
Innan samfélagsins sem og hjá ríki, og því opinbera.
-------------------------
Markaðurinn sé búinn að keyra upp verulega vexti sem fáanlegir eru. Og það, sé að drepa atvinnulífið - almenning og sjálft ríkið, sem og sveitafélög.
**Áhugavert að íhuga, að Seðlabanki Íslands, virðist byggja peningastefnu sína á stefnu Seðlabanka Evrópu, einmitt þeirri stefnu sem reynst hefur svo ílla á evrusvæði.**
Það er töluvert gagn af eigin gjaldmiðli
Ef Spánn hefði enn haft pesóið eins og Svíþjóð enn hefur sína krónu. Þá hefði Pesóið eins og sænska krónan gerði, fallið töluvert vandræðaárið 2008. Sem hefði þá, mildað efnahagsáfallið eins og átti sér stað í Svíþjóð. Get einnig nefnt Pólland.
Fall pesósins hefði umsnúið viðskiptajöfnuði Spánar, ekki niður á -2%, heldur alla leið yfir í nægilega stóran plús, í einu vetfangi.
Því að eftir hrunið á Spáni, þá hefði markaðurinn framkallað það verð á Pesóinu, er hefði skilað þeirri stöðu. Að viðskiptajöfnuðurinn hefði náð að standa undir erlendum skuldbindingum.
Þ.s. Spánn hefur öflug fyrirtæki, hefðu þau verið snögg að nýta sér bætt samkeppnisskilyrði. Þanng, að atvinnulífið hefði eflst fremur hratt í kjölfarið.
Með þann uppgang fljótlega í gangi, þá hefði ríkið getað hafið niðurskurðarferli. Án þess, að valda neinum umtalsverðum vandkvæðum. Því uppgangur atvinnulífsins hefði komið inn í staðinn, veitt mótvægi þegar ríkið dregur sig til baka.
Þessi stöðuga vonda skuldahringrás sem nú er til staðar, hefði ekki átt sér stað.
--------------------
Það er einmitt vandinn, að ríkið er að neyðast til að skera niður, meðan atvinnulífið er enn statt í því ferli, að lækka kostnað og fækka störfum. Sem heild, sé það enn að draga saman seglin.
Þá verður annarskonar útkoma er ríkið dregur sig til baka, þ.e. aukinn samdráttur í hagkerfinu eða klassískur niðurspírall, því atvinnulífið er ekki í aðstöðu til að auka umsvif á móti er ríkið dregur sig til baka, þannig að ríkið líklega nær ekki að minnka skuldir þrátt fyrir harðan niðurskurð því vextir eru of háir, auk þess að aukning í hraða samdráttar hagkerfisins skapar hækkun skulda sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu er þjóðarframleiðslan dregst saman.
Líkleg útkoma, að skuldir aukast þó ríkið sé í bullandi niðurskurði, og haldi áfram að aukast, þó frekari niðurskurði sé beitt. Því, við hverja viðbótar aðgerð, verði ávallt viðbótar samdráttur. Og þá eina ferðina enn, hækkun skulda sem hlutfalls þjóðarteknar er hagkerfið minnkar.
Spurning hvort Mariano Rajoy, geti varist því að Spánn endurtaki dauðaspíral þann, sem Grikkland er í?
- Það er mjög skiljanlegt, að spönsk stjv. eru að leitast við, að fá Seðlabanka Evrópu til að gefa út vaxtaþak, sem yrði varið - hvað sem á gengi. Ef Spánn samþykkir að óska aðstoðar, þannig að "ECB" geti hafið kaup án takmarkana.
- Að auki, að Spánn sé að leitast við að ná fram sem mestri lækkun vaxta - - einfaldlega vegna þess, að það er síðasta hálmstráið. Til að halda Spáni innan evrunnar.
- Ef vextir verða ekki lækkaðir og það "hressilega" þá mjög líklega gengur dæmið ekki upp!
- Því miður virðist fátt benda til þess að slíkt verði reyndin, því "ECB" þverneitar að verja e-h tiltekið þak, gefur ekkert upp með það við hvaða vexti hann myndi miða inngrip sín.
- En innan "ECB" virðist ríkja sú sýn, að það eigi sem minnst að skipta sér af "markaðsvöxtum" en þeir séu "aðhald markaðarins" aðeins þegar þeir verði "excessive" sé rétt að skipta sér af.
- Ef vextir séu lækkaðir "of mikið" muni það minnka hvatningu til niðurskurðar og aðhalds.
- Eins og Seðlab. Ísl. virðist "ECB" ekki sjá hve gríðarl. skaðsamt það er, að vextir eru mun hærri en hagvöxtur, þannig að skuldakostnaður "spíralar" stöðugt upp, sem þá skapar stöðugt viðbótar samdráttaráhrif. Er örugglega stór hluti ástæðu þess, að hagkerfin í vanda eru stöðugt að skila lakari árangir en hagspámenn "ECB" reikna með.
Niðurstaða
Því miður þrátt fyrir að ríkisstjórn Spánar sprikli eins og hún getur, virðist manni ólíklegt að Spánn komist hjá því að yfirgefa evruna fyrir rest. En akkúrart hvenær er erfiðara að spá fyrir um. Það er hugsanlegt að Spánn haldi út allt nk. ár, en það má einnig vera að svo verði ekki.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2012 kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2012 | 22:23
Ömurlegt að vera Grikki í dag
Las áhugaverðan pistil á vef Wall Street Journal - For Greeks, Crisis Reverses a Generation of Progress - en þar tekur blaðamaður nokkur persónuleg viðtöl við Grikki sem áður töldust til millistéttar, sem hafa dottið niður í "fátækt" eftir að starfið þeirra hvarf. Og vinnu var hvergi að fá. Og síðan kláraðist réttur þeirra til að fá bætur. Sem þíddi að úr vöndu var að ráða.
Fj. Grikkja sé í dag, farinn að leita til baka úr borgunum inn í sveitirnar á ný, einfaldlega vegna þess að í gamla þorpinu eða gamla býlinu sem foreldrar viðkomandi áttu, sé þó enn unnt að tryggja sér fæði og húsaskjól. Þó hlutskiptið sé sú sama fátækt, og kynslóðir viðkomandi höfðu áður lifað við.
Ég hvet fólk til að lesa þessi tilfinningaþrungnu viðtöl!
Áhugaverðir punktar:
- "Greek minimum-wage earners' purchasing power has dipped to levels last seen in the 1970sduring an era of rapid development that created the urban middle classaccording to a study by the Labour Institute, a union-affiliated think tank. Average income is down to where it was more than 10 years ago."
- After decades of narrowing the gap with the EU's more affluent members, Greece is diverging again. Output per capita, which hit 94% of the EU average in 2009, fell back to 82% last year, a level last seen in the early 1990s.
Eins og kemur fram þarna - - eru lífskjör Grikkja fallin baka cirka til fyrri hl. 10. áratugarins.
Og Grikkland er enn að falla hratt, með þessu áframhaldi niður á lífskjör 9. áratugarins.
Önnur áhugaverð grein: Greek companies face 'annihilation' amid debt crisis
- Sú grein sýnir hið algera svartnætti er rýkir hjá stjórnendum í Grikklandi, en hátt hlutfall þeirra sér ennþá framundan, frekari minnkun viðskipta og uppsagnir starfsfólks.
Svo er það áhugaverður pistill í Der Spiegel eftir Stefan Keiser:
Germany's Trouble With the Truth
Ég er ekki alltaf 100% sammála Keiser, en í þetta sinn - er allt rétt sem hann segir!
Ríkisstjórn Þýskalands er akkúrat eins og hann segir, að leika mjög ljótann pólitískan leik, með Grikkland teimt á asnaeyrunum, meðan hörmungar almennings aukast dag frá degi.
Síðan er það áhugavert viðtal við Hans Werner Sinn, maður sem sannarlega hefur ekki farið í felur með sínar skoðanir, en hann er yfir hagfræðistofnun sem er algerlega sjálfstæð svokölluð IFO stofnun, og þ.e. eitt og annað sem stofnunin hefur rannsakað, og komist að. Sem er á skjön við þá sýn sem aðdáendur evrunnar halda statt og stöðugt fram.
'Temporary Euro-Zone Exit Would Stabilize Greece'
"Sinn:...If Greece exited the monetary union, the Greeks would purchase their own goods again, and wealthy Greeks would return to invest. And if Portugal leaves, it will have similar positive experiences. The Ifo Institute has studied some 70 currency devaluations and found that recovery begins after one to two years. We are, of course, also suggesting just a temporary exit. Greece and Portugal have to become 30 to 40 percent less expensive to be competitive again. This is being attempted through excessive austerity measures within the euro zone, but it won't work. It will drive these countries to the brink of civil war before it succeeds. Temporary exits would very quickly stabilize these countries, create new jobs and free the population from the yoke of the euro."
Takið eftir rauða hlutanum - - þetta er mjög svipuð niðurstaða og ég man eftir, að var kynnt í skýrslu B.I.S. (Bank of International Settlements) árið 2010: Man það v. þess, að ég hef haldið þeirri skýrslu á lofti reglulega: Quarterly Review - June 2010
Lesa kaflann: "Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"
- Það er nefnilega vandi við kenningar evrusinna, um það hve gengisfellingar séu slæmar.
- Að, þegar hagsagan er skoðuð, standast þær fullyrðingar engan veginn.
- Enda er afstaða evrusinna hvort sem það eru evrusinnaðir hagfræðingar eða aðrir, fyrst og fremst hugmyndafræðilegs eðlis, ekki rökfræðilegs.
Ef Grikkland myndi fara út úr evrunni, sannarlega lækka lífskjör skarpt fyrst í stað - en þau munu minnka hvort eð er.
En málið er að þá nær hagkerfið gólfi, sem þíðir að verð eigna gerir það einnig, sem þíðir að loks koma þeir sem eiga peninga; og fara að fjárfesta.
Hvort sem það eru ríkir Grikkir eða aðrir ríkir. Sannarlega græða þeir þegar eignirnar verða þetta verðlitlar, - - - en ath. að það er þróun sem hvort eð er, er framundan.
Spurning að fara þangað strax eða eftir eitt, tvö eða þjú ár til viðbótar.
Kostur við fyrri gengisfellingarleiðina, að þá getur enduruppbygging hafist.
Eins og Sinn segir, ætti að aðstoða Grikkland við það verk, að hverfa úr evrunni. Ef evran verður áfram, þá fræðilega getur þá Grikkland komið aftur inn síðar.
Með aðstoð, væri flýtt fyrir endurreisn Grikklands, lágmarkað hætta á óstöðugleika.
Niðurstaða
Það er víst fundur um málefni Grikklanda meðal stjórnenda evrusvæðis á þriðjudag 20/11. Þar á að leita að niðurstöðu um 3. björgun Grikklands. En ég er ekki bjartsýnn á að sú niðurstaða verði vitræn. Nánast það eina sem virðist geta skapað vitræna útkomu, er þrýstingur AGS - sem heimtar nú að skorið verði af skuldum Grikklands. Sem myndi þíða að Angela Merkel yrði að viðurkenna að þýskir skattborgarar séu búnir að tapa hluta af því fé sem hefur verið lánað. Að auki, yrði hún þá að taka tillit til þess taps, í fjárlögum ríkisins. Finna einhvern niðurskurð einhvers staðar, skera e-h af vegna þess að peningarnir væru gufaðir upp.
En hún eins og Keiser bendir réttilega á, mun leitast við að láta sem að það fé sé ekki þegar tapað, leitast við að framlengja "björgun Grikklands" sem enn eina "sýndarbjörgunina." Allt á altari skammtíma pólitísks útreiknings.
Kaldrifjaður pólitíkus hún Angela Merkel.
Kv.
18.11.2012 | 23:31
Nýjasta hugmyndin í Brussel, að búa til fjárlög til eins árs, fyrir 26 lönd!
Sápuóperan í kringum fjárlagadeiluna er að fara á nýtt stig, skv. frétt Financial Times. En að sögn blaðsins, þá hefur þeirri hugmynd skotið upp. Að leggja til hliðar umræðuna um ný fjárlög til 7 ára. En þess í stað, einbeita sér að ná fram fjárheimildum fyrir 2013. Þar sem að sögn blaðsins, embættismenn í Brussel séu farnir að óttast, að afstaða Breta sé of ósveigjanleg. En þeir hafa krafist harðari niðurskurðar en nýjar tillögur Framkvæmdastjórnarinnar leggja til. Tillögum sem ríkisstj. Frakklands hefur mótmælt, en af annarri ástæðu - þ.e. vegna niðurskurðar á fjárlögum til landbúnaðar og framlaga til jaðarsvæða.
Sjá frétt: EU makes budget plans without UK
Það er óneitanlega nýstárleg hugmynd, að búa til fjárlög án eins aðildarríkisins, þ.e. Bretlands."The alternative budget being considered in Brussels would be done on an annual basis, which under EU rules requires qualified majority votes."
Skv. embættismönnunum, sé það tæknilega mögulegt, því samþykkt fjárlaga til eins árs, sé á grunni reglunnar um vegin meirihluta, svo tæknilega sé unnt að samþykkja fjárlög til eins árs - án Breta.
"But one problem is that the revenue component of the budget requires unanimous approval of members states."
Nema, að þegar kemur að því samþykkt heimilda til handa Framkvæmdastjórninni, til að leggja gjöld á aðildarlöndin. Þá þurfi þau öll að samþykkja.
Galli við þessar hugmyndir er einnig, að ríkisstjórn Svíþjóðar hefur heimtað niðurskurð. Þó afstaða Breta sé metin ívið harðari. Það er alls ekki víst, að það verði einungis Bretar sem beita neitunarvaldi.
Forseti Frakklands, talar á þeim nótum, að framlög til landbúnaðar - verði að verja, umfram allt.
Fundurinn á mánudag 19/11, getur því reynst vera dramatískur.
En það á að gera atlögu að því, að ná samkomulagi.
Einhver þarf augljóslega að gefa eftir.
Hvað ef svo ólíklega vildi til, að samstaða næðist milli 26 ríkja, en ekki 27?
Fyrst að reglan kveður á um samþykkt allra ríkjanna, þ.e. þegar kemur að því að samþykkja rétt Framkvæmdastjórnarinnar til að leggja á gjöld, fyrir samþykktum kostnaði.
Þá er erfitt að sjá út, hvernig það væri yfirleitt mögulegt, að ganga framhjá neitunarvaldi Bretar. Ef það væri einungis þeirra neitun, í veginum.
Það var sannarlega búinn til nýr sáttmáli á sínum tíma, utan um svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála." Sem Þjóðverjar löggðu höfuðáherslu á að ná fram.
En þ.e. stigsmunur á milli þess, að búa til nýjan sáttmála utan um - nýjar reglur.
Og að búa til nýjan sáttmála, utan um grunnstarfsemi ESB - þá sem fyrir er.
Tja, kannski komast menn að því að það sé virkilega mögulegt.
En þá eru menn komnir mjög langt með að, íta Bretlandi alla leið út úr ESB.
Ef það er ekki lengur hluti af fjárlögum ESB, sem væntanlega þíddi að Bretar hættu að borga til sambandsins. Sem væri óneitanlega nýstárleg staða.
Niðurstaða
Það virðist liggja þrúgandi örvænting yfir, fyrst að menn í Brussel eru farnir að ræða svo örvæntingarfullar lausnir. Fylgjumst áfram með þessari nýju sápuóperu í Brussel. En það verða örugglega áhugaverða fréttir um það, hvað gerðist eða þá gerðist ekki, síðdegis á morgun mánudag 19/11.
Kv.
18.11.2012 | 00:12
Getur verið að hvorttveggja Hamas og ríkisstjórn Ísrael, ætli sér að græða á núverandi átökum?
Erlend fjölmiðlaumræða er miklu mun íhugulli, heldur en umræðan hér á Íslandi. Þar má sjá margvíslega áhugaverða punkta. Einn er sá, sem ekki hefur komið fram hér í fréttum, að nokkrum vikum áður en ríkisstjórn Ísraels hóf nýjar árásir á Gaza strönd. Hafði verið nýr stígandi af eldflauga-árásum, frá Gaza yfir til Ísraels. Hingað til, hefur slíkur stígandi ávallt leitt til þess, að Ísraelar hafa ráðist á svæðið.
Spurningin er einfaldlega sú, hvort að Hamas hafi beinlínis viljað framkalla einmitt þá útkomu? En þeim hafi vart dulist, að líkur væru miklar á innrás Ísraela á svæðið eða a.m.k. umfangsmiklum loftárásum, ef þeir hæfu að skjóta flaugum yfir til Ísraels í einhverju verulegu magni á ný.
Tvær kenningar eru uppi, um af hverju:
- Sú fyrri, bendir á það að margvísleg öfgasamtök á Gaza, hafi verið að eflast á kostnað Hamas. Sem hafi, verið að deila á Hamas, fyrir meinta linkind við Ísrael. Þeir hópar, sumir al-Qaeda tengdir, hafi verið andvígir öllum tilraunum til friðsamlegra samskipta, litið á allt slíkt sem svik við málsstað Palestínumanna. Þ.s. aðstæður á svæðinu eru hreinast sagt ömurlegar, sem Hamas hafi ekki tekist að bæta. Hafi smám saman verið að fjara undan Hamas. Ekki þó þannig, að Fatah hreyfingin væri að græða fylgi, heldur hina enn öfgafyllri en Hamas. Með því að sverfa til stáls, sé Hamas að bregðast við þeirri þróun, leitast við að ná til sín einhverju af því fólki, sem hafi verið að leita til hinna rótækari hópa.
- Kenning 2, lítur að öðru. En hún bendir á að Egyptaland hefur nú forseta, sem tilheyrir "Bræðralagi múslima" hreyfingu sem "Hamas" hafi sprottið upp úr. Þó "Bræðralag múslima" sé ekki skipulögð baráttuhreyfing eða skæruhreyfing eða hryðjuverkahreyfing (eftir því hver segir frá) af því tagi sem "Hamas" er. Hamas vonist eftir því, að forseti Egyptalands hinn nýi, beiti sér með allt öðrum hætti í deilu Hamas við Ísrael, en gerði Mubarak fyrir nokkrum árum. Ef svo er, þá virðist að e-h slíkar vonir séu að rætast. Því Múmaeð Morsi, hefur fordæmt árásir Ísraela á Gaza, og að auki víg Ísraela á yfirmanni vígasveita Hamas. Samtímis því, að Morsi hefur sagst ætla að beita sér fyrir friðsamlegri lausn. Það má vera, að Hamas vonist eftir því - - að útkoman, þegar vopnuð átök taka enda, verði ívið hagstæðari fyrir það. Að forseti Egyptalands er miklu mun vinasamlegri Hamas, en Mubarak var. T.d. ef Egyptaland samþykkir að hafa landamærin við Gaza "opin." Í stað þess, að Egyptaland hefur tekið í reynd þátt í viðskiptabanni Ísraels á Gaza svæðinu. Ef þ.e. svo, að Hamas vonist eftir hagstæðari friði. Er það töluvert "desperat" aðgerð.
Af hverju vill ef til vill ríkisstjórn Ísraels "stutt stríð"?
- Kenningin er sú, að þetta tengist kosningum í Ísrael eftir nokkra mánuði. En báðir megin ríkisstjórnarflokkarnir, hafa verið undir væntingum í skoðanakönnunum. Og kenningin er því sú, að formennirnir tveir. Séu að vonast eftir því. Að stutt stríð verði þeim til vinsælda. Ef svo er, þá auðvitað er það einnig töluvert hættuspil. En slíkt getur snúist í höndunum á þeim.
- En þeir geta ekki endilega reiknað með því, að Egyptaland verið eins þægilegt við Ísrael, og það var síðast þ.e. 2007.
Bendi á áhugaverða umfjöllun Der Spiegel:
Netanyahu's Extremely Risky Gamble
Egypt Faces Fraught Diplomatic Test
Fræðilega, geta öll 3 atriðin farið saman, þ.e. Hamas óttist streymi Gaza búa yfir til enn öfgafyllri hreyfinga, Hamas vonist eftir hagstæðari friði; og að ríkisstjórn Ísraels haldi að stríð geti verið hagstætt fyrir hana í þingkosningum á næstkomandi ári.
Fórnarlömbin eru að sjálfsögðu íbúar Gaza, sem tilheyra ekki stríðandi hreyfingum - þ.e. hvorki Hamas né öðrum öfgahreyfingum þar.
Hver veit, ef Hamas tekst að ná fram, opnum landamærum við Egyptaland?
Þá kannski, tekst Hamas að vinna aftur hylli íbúa Gaza.
Sem væri útkoma, sem myndi sennilega ekki koma vel út fyrir þá Netanyahu og Barak. En hver grætur það, ef þeir tapa næstu kosningum?
Sjá einnig flr. fréttir:
Israeli forces prepare for war as troops mass on Gaza border
New Arab Leaders Scramble to Contain Gaza Conflict
Israel bombs Gaza government buildings
Niðurstaða
Það virðast vera miklar líkur á innrás hers Ísraela inn á Gaza svæðið, eins og 2007. Það sérkennilega er, að Ísrael vill í reynd sennilega ekki algerlega brjóta Hamas á bak aftur, þó svo það sé sagt í yfirlísingum. Því Ísraelar vita fullt vel. Að það myndi líklega leiða til þess, að enn varasamari hópar næðu völdum á svæðinu. Samtímis, vilja þeir eyðileggja sem mest af því safni vopna sem Hamas hefur með smygli áskotnast smám saman, sbr. eldflaugar sem draga alla leið til Tel Aviv. Sem Íranar hafa verið að gefa Hamas sveitunum. Svo líklega, fer Ísraelsher inn - sækir að tilteknum afmörkuðum punktum. Sem leyniþjónustan telur innihalda byrgðir. Skipulega eyðir þeim búnaði.
Fer svo út aftur. Saminn er friður á ný. Á meðan, mun Hamas leitast við að fella einhverja af innrásarhernum, helst að ná því að eyðileggja einhverja skriðdreka - tókst það ekki síðast.
Hin áhugaverða spurning er, hvað gerir Egyptaland? Engin hætta á þáttöku í stíðinu. En það getur verið, að Hamas takist að knýja fram - opin landamæri gagnvart Egyptalandi.
Egypski forsetinn hefur augljóslega samúð með Hamas, og nú er "lýðræði" í Egyptalandi. Þó herinn hafi enn mjög mikil völd.
Atburðarás næstu daga, getur reynst vera áhugaverð.
Spurning einnig um það - hver ræður meiru innan Egyptalands, herinn eða forsetinn.
Fjölmennar mótmælaaðgerðir á torgum Egyptalands, skaða ekki forsetann sennilega í því tilviki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2012 | 23:08
Mun olíubyltingin í Bandaríkjunum, leiða til drottnunar Demókrataflokksins?
Spurning sem ég læði að. En þ.e. þekkt að ríkjandi stjórnarflokkar græða á því er vel gengur. Eins og fram hefur komið í fréttum vikunnar, þá stefnir í það á þessum áratug. Að Bandaríkin verði mesta olíuframleiðsluþjóð heimsins. Innan tveggja áratuga er það a.m.k. hugsanlegt að Bandaríkin verði sjálfum sér næg um orku.
---------------------------------------
US energy is changing the world again
Daniel Yergin tekur fram nokkrar staðreyndir um orkubyltinguna sem er að eiga sér stað:
- "US oil output has risen 25 per cent since 2008..."
- "IEA estimates it will increase a further 30 per cent by 2020, to 11.1m barrels per day."
- " US petroleum imports have fallen from 60 per cent of consumption in 2005 to 42 per cent today."
- "In a decade, shale gas has risen from 2 per cent of US natural gas production to 37 per cent."
- "The US has overtaken Russia as the worlds largest natural gas producer..."
- "The development of shale gas and oil involves long supply chains, with substantial sums being spent across the country." - "...more than 1.7m jobs have been created."
- "It is these jobs that have made Mr Obama and many state governors supportive of shale gas and tight oil(owing to the density of rocks from which it is produced)."
- "The other increasingly important impact is on global competition. US natural gas is abundant and prices are low a third of their level in Europe and a quarter of that in Japan."
- "This is boosting energy-intensive manufacturing in the US, much to the dismay of competitors in both Europe and Asia. "
- "Billions of dollars of investment are now slated for US manufacturing because of this inexpensive gas."
- "The US will continue to be an oil importer for a long time but imports will decline sharply..." - "The USs imported oil will increasingly come from the western hemisphere, especially Canada, which already supplies almost 30 per cent of total US oil imports."
---------------------------------------
Það er alveg hugsanlegt, að það skelli kreppa á í Bandaríkjunum á nk. ári. Út af "fiscal cliff" þ.e. sjálfvirkar útgjaldalækkanir (skv. samkomulagi Demókrata og Repúblikana haustið 2011, skv. lögum sem þá voru samþykkt af báðum) samtímis því að skattalækkun "Bush" stjórnarinnar rennur út. Samanlagt skilst mér, að skellurinn sé upp á 5% af þjóðarframleiðslu.
Í dag er hagvöxtur ekki nema á bilinu milli 1,5-2%. Þannig, að þessi í 5% samdráttaraðgerð myndi líklega íta hagkerfinu undir "0" í samdrátt.
Það hefur verið ákveðin spenna á alþjóðamörkuðum út af umræðunni á Bandaríkjaþingi, en Obama hefur nú keyrt umræðuna í fullan gang. Og heimtar sínar lausnir.
Það þarf að nást einhver millileið - því það held ég græðir enginn á því, að keyra svo harðar samdráttaraðgerðir snögglega, einmitt núna.
Sérstaklega, þegar uppsveiflan er "raunverulega" að hefjast.
- En eins og Yergin útskýrir, er mikill uppgangur í olíu- og gasiðnaðinum, í þeim fylkjum þ.s. hin nýju vinnslusvæði eru.
- Þetta sé þegar farið að skila nýjum fjárfestingum, í orkufrekri vinnslu - vegna þess að verð á gasi hefur lækkað verulega, því verðið á rafmagni framleitt af gasorkuverum.
- Þessi tegund af fjárfestingu, komi til með að aukast á nk. árum.
- Þetta muni skapa nýjar skatttekjur fyrir ríkið - það sé ekkert plat.
- Það sé óþarfi að taka mjög harkalegan niðurskurð akkúrat núna, því tekjurnar séu á leiðinni á næstu misserum; þá minnki hallinn á bandar. ríkissjóðnum algerlega af sjálfu sér.
---------------------------------------
Ef aftur á móti, ekkert samkomulag verður. "Fiscal cliff" skellur yfir, bandar. hagkerfið sem heild er keyrt yfir í samdrátt.
Þá sé þó ekki ástæða að ætla, að uppbyggingin sem ég er að tala um að ofan, verði fyrir hnekki.
Heldur, mun þá útkoman líklega verða - - skammvinn kreppa.
- En kreppa á nk. ári í Bandar. getur verið örlagarýk fyrir evrusvæði - - því hún myndi verulega magna kreppuna þar, sem þegar er til staðar.
- Það ofan í, samræmdar niðurskurðaraðgerði sem í gangi eru af ríkisstj. þess svæðis.
- Spurning hvort slík skammvinn kreppa í Bandar. - myndi samt duga til að ganga af vissum gjaldmiðli í Evrópu dauðum?
Ástæða þess að mig grunar að næsti forseti eftir Obama verði Demókrati?
Er einmitt sá uppgangur sem er framundan, og virðist ljóst að mun gæta í vaxandi mæli út það kjörtímabil Obama sem hefst 1. jan. 2013.
Þegar það nálgast lok, á seinni helming ársins 2016, þá ætti sá hagvöxtur að vera búinn að skapa nægilega styrkan viðsnúning. Til þess, að -- allt tal um "hnignun Bandaríkjanna" sé þá rækilega gleymt.
Þá getur staðan verið sú, vegna þess hverjir eru við stjórn.
Að þá standi Demókratar nokkuð með "pálmann" í höndunum.
Demókratar gætu grætt nokkuð rækilega á því, að vera svo heppnir að þetta gerist í þeirra stjórnartíð.
Ég meina, demókratar sem ríkisstjórar, demókratar sem þingmenn, og sá sem Obama mælir með og styður sem næsta forseta; ætti þá að eiga afskaplega góða möguleika á kjöri.
Nema einhver afskaplega lélegur kandídat yrði fyrir valinu.
- Það gæti því verið framundan tímabil, nokkurrar drottnunar flokks Demókrata innan Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Ég skal segja eitt, að ég er afskaplega feginn því. Að Bandaríkin eru að vinna alla þessa olíu, vitandi vits að það þíðir, að hagkerfi Bandaríkjanna mun rísa á ný. Sem leiðir til þess, að þau styrkjast hvort tveggja í senn sem hagkerfi og sjálfsögðu einnig sem herveldi. En öflugt hagkerfi og öflugur her, fer saman.
Ekki vegna óskaplegrar dýrkunar á Bandaríkjunum. Heldur vegna þess, að það mun þá þíða. Að Kína mun ekki drottna yfir heiminum.
Heldur verður heimurinn "duopoly" en ekki "monopoly." Hversu slæmir sem menn telja Kana, þá held ég að drottnun Kínverja væri verulega verri.
---------------------------
Evrópa verður að sjálfsögðu ekkert veldi í framtíðinni. Hún er nú stödd í upphafi langvarandi hnignunarspírals. Að flestum líkindum.
Kv.
16.11.2012 | 01:22
EUROSTAT segir landsframleiðslu Íslands minnka um 6,5% milli ársfjórðunga!
Það er áhugavert að skoða niðurstöður um stöðu 3. ársfjórðungs sem fram komu á fimmtudag frá EUROSTAT, sjá: GDP down by 0.1% in the euro area and up by 0.1% in the EU27. Ef staða evrusvæðis sem heildar er skoðuð, er efnahagur þess nú statt 0,6% neðan við stöðu 3. fjórðungs 2011. Sem hljómar ekki sem mjög harkaleg kreppa. Á hinn bóginn, dylur það meðaltal misjafnan árangur einstakra ríkja. En þó, hefur á síðustu misserum mjög verulega hægt á í þeim löndum þ.s. enn er vöxtur. Vantar einhverra hluta vegna tölur fyrir Grikkland í samanburðinum, frá fjórðungi til fjórðungs.
- Takið eftir tölum fyrir Ísland, en skv. tölumr EUROSTAT virðist hafa verið, mun stórfelldari minnkun milli 2. og 3. fjórðunga á Íslandi, en ég hafði gert mér nokkra grein fyrir.
- Verður forvitnilegt að sjá, hvort ísl. fjölmiðlar fjalla um þá útkomu?
...................1. ársfjórðungur.....2. ársfjórðungur.....3. ársfjórðungur
Evru17...................0.0.....................-0.2..........................-0.1
Belgía....................0.0.....................-0.5...........................0.0
Þýskaland...............0.5......................0.3...........................0.2
Eystland.................0.4......................0.6...........................1.7
Írland...................-0.7......................0.0
Spánn...................-0.4.....................-0.4.........................-0.3
Frakkland...............0.0......................-0.1...........................0.2
Ítalía....................-0.8.....................-0.7..........................-0.2
Kýpur...................-0.6.....................-0.9..........................-0.5
Malta....................-0.3......................1.3
Holland..................0.1......................0.1..........................-1.1
Austurríki...............0.3......................0.1..........................-0.1
Portúgal................-0.1.....................-1.1..........................-0.8
Slóvenía.................0.0......................1.0
Slóvakía.................0.5......................0.6...........................0.6
Finnland.................0.8.....................-1.1...........................0.3
-----------------------------------------------------------------------------
Ísland....................3.6......................0.3...........................-6.5
Mér skilst af erlendum fréttum, að franska stjórnin sé fegin niðurstöðunni, en skv. þessu hefur Frakklandi tekist að komast hjá að teljast í kreppu sem skv. Framkv.stj. er 2 fjórðungar samfellt í samdrætti.
Spurning þó hvað gerist á nk. ári, en ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt aðgerðir sem beinast að minnkun ríkishalla í Frakklandi, sem nema um 2% af þjóðarframleiðslu Frakklands.
Miðað við hve lítil hreyfingin er á hagkerfi Frakklands nú, ætti sú aðgerð að taka 2% af þjóðarframleiðslunni með niðurskurði + skattahækkunum, að leiða til nettó útkomunnar "samdráttar."
------------------------
Á móti eru víst skv. fréttum Hollendingar í nokkru áfalli, en þar var búist við mun minni samdrætti en nú mælist eða 0,5%. En þeir fengu þess í stað 1,1%.
En síðasta ríkisstj. hafði áður en hún hætti, hleypt af stað "sparnaðaraðgerðum" sem eins og áformað er í Frakklandi, eiga að draga úr halla.
Spurning hvort munurinn milli 2. og 3. fjórðungs, sé að einhverju leiti áhrif þeirra aðgerða?
------------------------
Þjóðverjar eru ekki heldur ánægðir, en þeim líst ílla á hve hagvöxtur minnkar þar jafnt og þétt. Ástæða þeirrar minnkunar í hagvexti, virðast vera minnkun eftirspurnar frá viðskiptalöndum Þýskalands í vandræðum.
En þ.e. klassískt orsakasamband, að þegar viðskiptalönd lenda í vanda, þá hafi það einnig neikvæð áhrif á þau lönd sem eru að selja þangað vörur.
------------------------
Austurríki allt í einu sýnir smávegis samdrátt, eftir röð mjög hægs vaxtar.
Virðist hægja á samdrætti á Ítalíu. Vantar þó að sjá tölur fyrir 4. fjórðung, svo ljóst verði hvort þ.e. "trend" þ.e. einhverskonar viðsnúningur. Gæti verið árstíðabundið.
- Hvergi á evrusvæði er neinn umtalsverður hagvöxtur.
- Almennt, doði og deifð eða mild kreppa.
- Fyrir utan löndin í vanda.
Niðurstaða
Hvað ætli að hafi gerst á Íslandi milli 2. fjórðungs og þess 3? Þetta eru svakalegar tölur. Maður hefur fundið fyrir því, að hægt hefur á síðan í sumar. En grunaði ekki að það væri svo "hastarlegt."
Sannarlega hafa fiskverð lækkað. Gengið hefur nokkuð verið lækkað á móti. Síðan ný vaxtahækkun. Spurning hvort ísl. hagkerfið sé aftur á niðurleið, í kjölfar þess "stimulus" er það fékk á sl. ári frá hækkandi fiskverðum vs. makríl vs. loðnu?
-----------------------------
Evrusvæði heldur áfram í hægri en að því er virðist "öruggri" kreppu. Ég sé ekkert framundan annað en að sú kreppa haldi áfram. Og að auki, fari versnandi. En fj. ríkja hefur kynnt viðbótarsparnaðaraðgerðir, það ofan í vöxt sem er mjög veikur í besta falli. Getur vart annað en t.d. í Frakklandi, skapað viðsnúning yfir í samdrátt. Kallað á minnkun neyslu o.s.frv.
Spurning á hvaða punkti fjölgun landa í kreppu, leiðir fyrir rest til kreppu einnig í Þýskalandi. En sú útkoma er rökrétt.
Því lönd sem selja lenda alltaf í vanda, þegar löndin sem kaupa eru í kreppu - - nema þau hafi aðra markaði upp á að hlaupa.
Hvar eru þeir þá?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2012 | 23:01
Framkvæmdastjórn ESB - "engin krafa um frekari niðurskurð á Spáni, út 2013"!
Þetta kom fram í Financial Times: No further austerity for Spain, says Rehn. Þetta kemur á óvart, því skv. nýjustu hagsspá Evrópusambandsins er ljóst, að hallinn á ríkissjóð Spánar verður meiri á þessu ári, en spænsk stjv. hafa lýst yfir að hann verði. Hingað til síðan kreppan hófst, hefur ný lakari spá frá Framkvæmdastjórninni, alltaf leitt til nýrrar kröfu um niðurskurð.
En við erum að tala um Spán í þessu tilviki.
Það getur þítt að þarna sé e-h annað í gangi en blasir við.
- Mig grunar, að þetta sé "samningstilboð" til Spánar, frá Framkvæmdastjórninni.
En til upprifjunar, hefur verið í gangi nú á 3. mánuð, ákveðið "game of chicken" milli ríkisstjórnar Spánar, og í reynd stofnana ESB - sem og aðildarríkja. Sérstaklega þó við Seðlab. Evr.
En í september staðfesti Seðlabanki Evrópu formlega tilboð um "kaup án takmarkana" og það var vitað, að því er í reynd beint að Spáni.
En Spánn hefur fram að þessu, ekki stigið það skref sem "ECB" gerði að skilyrði, nefnilega að óska eftir aðstoð "ESM" þ.e. til björgunarsjóðs evrusvæðis.
Ríkisstjórn Spánar hefur verið að sækjast eftir einu öðru sbr.:
- Að Seðlab. Evr. gefi upp vaxtaþak þ.e. viðmið sem ávallt yrði varið, en í tilboði ECB liggur ekki fyrir hve hátt ECB myndi hleypa vaxtakröfu t.d. Spánar, þegar hann myndi kaupa. Eðlilega, vill Spánn sem lægst "þak." Fram að þessu hefur ECB þverneitað að gefa út slíka yfirlísingu.
- Við Framkvæmdastjórn ESB, þá er það auðvitað sú krafa um aðhald sem Framkvæmdastjórnin gerir - - nú lofar hún að Spánn þurfi ekkert frekar að skera niður út 2013.
- Gagnvart aðildarríkjum, sérstaklega Þýskalandi, snýr það að fá fram einhverskonar tryggingu fyrir því, að skilyrðin sem farið yrði fram á af þeirra hálfu, væru ekki of erfið að mati Spánarstj.
- Ég held samt, að Mariano Rajoy. Muni ekki hlaupa til, og óska eftir "aðstoð" svo ECB geti hafið kaup.
Ríkisstj. Spánar hefur nú að fullu lokið fjármögnun fyrir þetta ár - - henni finnst sjálfsagt ekkert liggja á.
Vaxtakrafan er nú í kringum 5% í stað þess að vera yfir 7% fyrir 10 ára bréf, og það liggur eingöngu í væntingum markaða - að kaup ECB á ríkisbréfum Spánar muni gerast á endanum.
Og þá ekki eftir mjög langan tíma.
Þessi deila hefur nú farið úr forgrunni fjölmiðlaumræðu - - meðan Grikklandskrýsan hefur á ný farið í forgrunn.
Þessi deila er þó í reynd töluvert mikilvægari - - enda, Spánn það stór biti, töluvert stærra hagkerfi en Portúgal, Írland og Grikkland samanlagt; að ljóst er að það væri banabiti evrunnar.
Ef Spánn hrökklast út - eða ákveður að fara.
Sem þíðir auðvitað, að Spánarstjórn hefur samningsaðstöðu sem litlu ríkin 3 höfðu ekki, og hafa ekki.
Enn einu sinni, er efnahagskrýsa Grikklands verri en reiknað var með!
Það er komnar nýjar tölur frá "hagstofu" Grikklands: Greeces recession deepens amid austerity
Skv. þeim tölum sem nú er verið að vinna með, nú þegar verið er að semja um framtíð Grikklands. Er viðmiðið að gríska hagkerfið dragist saman um 6,5% 2012.
"The economy shrank by as much as 6.7 per cent in the first nine months of 2012..."Gross domestic product dropped 7.2 per cent compared with a year earlier, according to a flash estimate announced on Wednesday by Elstat, the independent statistical agency,"
Skv. Elstat, þá er samdráttur 3. fjórðungs 7,2%; á meðan að fyrstu 9 mánuði ársins hafi gríska hagkerfið minnkað um 6,7%.
"The situation isnt expected to improve much in the fourth quarter, said Platon Monokroussos, head of markets research at Eurobank."
Síðan er verið að láta Grikkland, skera enn meira niður - sem að sjálfsögðu mun framkalla minnkun hagkerfisins, vel umfram þau 4,5% sem skv. hinni nýju spá; er framreiknaður samdráttur 2013.
Þá að sjálfsögðu, verður skuldastaða Grikklands ekki 191% á nk. ári, heldur nær 200%.
Niðurstaða
Stofnanir ESB halda áfram að þrýsta á Spánarstjórn, að láta af "þrjóskunni" og óska eftir aðstoð. Á sama tíma, og Spánarstjórn virðist róleg með ástandið. Mér sýnist allt benda til þess, að spá mín frá september standist. Að ríkisstj. Spánar muni ekki "blikka" fyrr en mál eru komin fram á einhverja blábrún á ný. Sem líklega úr þessu er ekki fyrr en á nk. ári. Kannski er uppgjör 2012 liggja fyrir.
Nýjustu tölur frá Grikklandi undirstrika enn eina ferðina, hve gersamlega fráleitt það er að reikna með því að Grikkland muni endurgreiða skuldirnar við aðildarríkin.
Sem virðist ekki hindra pólit. stéttina í Evr. í því að halda farsanum áfram.
Kv.
14.11.2012 | 00:37
Hvað er raunverulega í gangi í tengslum við Grikkland?
Eins og ég fjallaði um þann 8/11 sl. - Grikkland gjaldþrota þann 16/11 nk? - þá spáði ég því, að Grikkland myndi ekki raunverulega verða gjaldþrota þann 16/11 nk. Þ.e. að Grikkland myndi fá að redda sér, með trixi sem Seðlabanki Evrópu tekur þátt í. Og, einmitt það hefur orðið.
En til upprifjunar, þá virkar trixið þannig, að gríska ríkið gefur út skammtímabréf. Þau kaupa grískir banka - þó sjóðir þeirra séu galtómir og þeir gjaldþrota í reynd. Til þess að það gangi upp, þá afhenda þeir Seðlabanka Grikklands, sem einnig á raunverulega enga peninga, (annars gæti hann lánað gríska ríkinu með beinni hætti) og fá í staðinn svokallað "emergency liquidity assistance - E.L.A." þ.e. fá evrur í staðinn. Seðlabanki Grikklands, starfandi sem eining innan Seðlabanka Evrópu, fær þær evrur sendar skv. fyrirmælum höfuðstöðva ECB beint þaðan.
En ECB hefur sjálfur sagt, að grísk ríkisbréf séu ónýtur pappír, neitar því að taka við þeim, þ.e. höfuðstöðvar ECB segjast ekki lengur taka þau gild. Svo grískir bankar geta ekki lengur fengið neyðarlán beint frá höfuðstöðvum ECB. En, þeir geta fengið sömu evrur, í gegnum útibúið í Aþenu. Enda væru þeir bankar annars löngu fallnir, Grikkland hrunið úr evrunni.
Skemmtilegur farsi í boði Seðlabanka Evrópu.
Sem bjó til það leikrit, að gríska ríkið yrði að borga af skuld sinni við ECB fyrir ákveðinn dag, neitaði að gefa hænufet - - en er síðan að redda greiðslunni.
Greece wins time on bailout impasse
"Athens on Tuesday sold 4.06bn in one-month and three-month Treasury bills which, together with funds expected to be raised from non-competitive bids, should allow it to redeem bills coming due on Friday. "
Ha - ha, "non competitive bids." Allt skipulagt fyrirfram.
Hvað var þá samkomulag fjármálaráðherra evrusvæðis um, sl. mánudag?
Þessi fína mynd af þeim
Málið er að það er grundvallarágreiningur kominn upp milli AGS sem krystallast í yfirlísingu ráðherra evrusvæðis. Og síðan, hegðun Lagarde þegar Juncker var að tala á tröppunum fyrir framan, í kjölfarið.
- Þeir sem sagt, samþykktu eins og RÚV sagði frá, að Grikkland myndi fá 2-ára framlengingu á sparnaðaraðgerðum, þ.e. dreifa þeim á 2 viðbótar ár. Sem er ákveðin mildun. OK.
- En, þeir vilja meina, að Grikkland nái 120% skuldastöðu sbr. 190% á nk. ári, 2022. Í stað þess sem áður var talað um, sem árið 2020.
Þetta er augljós pólitísk froða og, best að vitna beint í - Der Spiegel:
EU-IMF Spat over Greece Worries Investors
"As such, Juncker insisted during the Monday press conference that Greece be given until 2022 to cut its debt, whereupon Lagarde demonstratively rolled her eyes and turned away. When the audience laughed at her antics, Juncker said: "That wasn't a joke.""
Þ.s. ráðherrarnir virðast gera, er að þeir láta alveg vera að uppfæra gamla planið, sem gersamlega augljóslega getur ekki gengið upp með skuldir sem verða 190% á nk. ári, þ.s. viðmiðið var áður 120% 2020.
Grikkland fær 2-ára frest, verður nýja viðmiðið þar með, sama staða 2022.
Ekki nokkur hin minnsta tilraun gerð, til að gera þetta "trúverðugt."
Það á einfaldlega að spila látbragðsleikrit - - bluffa málið nokkra mánuði til viðbótar.
Það eru kosningar nk. haust í Þýskalandi - sjálfsagt er það þangað til.
-------------------------
En núna er AGS allt í einu komið með smá bakbein - - og þverneitar að spila þetta leikrit.
Heimtar, að miða áfram við 2020.
Og að auki, að það fari fram frekari niðurskurður skulda Grikklands.
Á sama tíma, taka t.d. þýsk stjv. það alls - alls ekki í mál.
- Í reynd stendur málið í algerri pattstöðu.
- En AGS er sjálfsagt að bíta í skjaldarrendur, vegna þess að málið allt er farið að ógna trúverðugleika AGS á alþjóðavettvangi.
- Á sama tíma, hefur AGS eigin sérfræðinga, og að auki - hóp skipaða ekki einungis möppudýrum frá Evrópu, heldur fólki mun víðar að. Þarna gætir því, viðhorfa fá öðrum heimsálfum.
- Lagarde, hefur hugsanlega fengið nokkra endurmenntun, frá þeim hópi. Sem hefur ekki hina Evr. "insular" heimssýn.
Þetta þýðir að deilan um það, hvort Grikklandi verður bjargað eða ekki, er í reynd óleyst.
- Deilan snýst náttúrulega um peninga - - þ.e. ef AGS fær sitt fram, þurfa menn að samþykkja tap.
- En evr. pólit. stéttin, vill í lengstu lög fresta að taka það tap til greina.
Sérstaklega, þ.s. tapið myndi bitna á evr. skattgreiðendum - - evr. pólitíkusarnir yrðu að útskýra fyrir eigin kjósendum, að verul. hluti þeirra peninga sem hefðu verið lánaðir til Grikklands, af þeirra eigin skattpeningum - - væri tapað fé.
Þetta er augljós eiturpilla, sem þýska ríkisstjórnin, vill ekki taka til greina fyrir kosningar.
Sennilega hugsa flr. ríkisstjórnir e-h svipað.
Þá á auðvitað AGS - að hætta allri þátttöku í þessu dæmi öllu.
Það hlýtur að vera málið - að kostnaðurinn fyrir trúverðugleika AGS, sé orðinn of mikill.
Niðurstaða
Öll þróun evrukrýsunnar hefur einkennst af krónískri tregðu hinnar ráðandi pólit. stéttar evrusvæðis, að viðurkenna vandann eins og hann er. Hvergi hefur það komið betur í ljós, en í tengslum við vanda Grikklands.
Það er ekki lengra síðan í mars 2012, að AGS samþykkti fyrri áætlunina. Þá óttaðist AGS í dökkri sviðsmynd, að skuldir Grikkland gætu orðið 170% árið 2014. En nú liggur fyrir að þær fara í 190% á nk. ári.
Núna 8 mánuðum síðar, virðist að AGS sé búið að fá nóg. Þegar allt og sumt sem á að gera af hálfu pólitíkusa evrusvæðis, er að uppfæra fantasíuna frá mars sl. um 2 ár.
Síðan fara eina ferðin enn í þann þykjustuleik, að Grikkland muni raunverulega geta borgað.
Það eina furðulega er, að AGS hafi ekki fengið upp í kok - fyrr.
Kv.
13.11.2012 | 00:23
21. öldin, öld Bandaríkjanna? - verður "Peak Oil" frestað?
Alþjóðlega orkustofnunin, "I.E.A. - North America leads shift in global energy balance: IEA World Energy Outlook. Gaf út skýrslu sem fær marga til að standa á öndinni. En skv. henni, hefur algert endurmat átt sér stað síðan í fyrra. Þarna kemur til það óskaplega "boom" í vinnslu á olíu og gasi sem hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sl. 5 ár.
- Bandaríkin urðu sjálfum sér næg, hvað gas varðar - þegar 2010. Á þessu ári, voru gerðir fyrstu sölusamningarnir, um útflutning á gasi - - : Shale gas: Terminal decline no longer. Skv. greininni, stefnir í að Bandaríkin setji heimsmarkaðinn fyrir gas, á annan endann.
- Skv. IEA verða Bandaríkin, stærsta olíuframleiðsluríki heims upp úr 2020.
- Cirka 2035 verða þau nærri því sjálfum sér næg um orku - innflutningur hættir innan þess áratugar.
Fyrirtæki í Evrópu eru þegar farin að vara eigin stjv. við þeirri þróun, að sífellt hækkandi orkuverð í Evrópu, meðan orkuverð sé hratt lækkandi í Bandar.; sé ógnun fyrir samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu:
Europes fears over US energy gap
- "In a report to be published in coming days, the BDI forecast US electricity generated from natural gas would remain at 16 per megawatt hour (MWh) until 2020 some 40 per cent less than the last peak, around 25MWh in 2008."
- "In contrast, German prices for electricity will rise from 48MWh to 61MWh, an increase of 27 per cent by the end of the decade."
Þetta er gríðarlegur munur - sem mun þíða, flótta fyrirtækja frá Evrópu til Bandaríkjanna.
Sérstaklega í greinum, sem þurfa að nota mikið af orku.
Þetta að auki, getur snúið við því "trendi" sem hefur gætt síðan á 10. áratugnum, þ.e. hnignun bandar. iðnaðar; þess í stað er líklegt að ný iðnvæðing eigi sér stað.
Mér skilst að þegar sé þess farið að gæta, að fyrirtæki sem höfðu flúið til Kína; séu farin að snúa við - setja aftur upp sjoppu á fyrri heimaslóðum.
Það getur þítt, að hnignun lífskjara millistéttarinnar í Bandar., sem hefur sannarlega verið fyrir hendi síðan á 10. áratugnum, hætti - - en Stefán Ólafsson hefur endurtekið haldið því fram, að sú hnignun sé stjórnarstefnunni í Bandar. að kenna; meðan að ég hef bent honum á að líklegri ástæða sé, samkeppnin frá Asíu.
Nú getur þetta snúist allt við, en laun hafa hækkað nokkur í Kína síðari ár, sem dregur úr samkeppnishæfni Kína, í láglaunageirum, samtímis því að Kína stendur veikar fyrir - þegar kemur að kostnaði við útvegun orku.
Ég fjallaði um þetta nýlega einnig sbr: Spár um hnignun Bandaríkjanna virðast orðum auknar!
Mér sýnist þvert á móti - - að í ljósi þessarar nýju þróunar; muni Bandaríkin stóreflast á ný.
Sjá umfjöllun alþjóðlegra fjölmiðla:
IEA Pegs U.S. as Top Oil Producer by 2020
US to overtake Saudi Arabia in oil as China's water runs dry
U.S. Oil Output to Overtake Saudi Arabias by 2020
U.S. to overtake Saudi Arabia in oil production
Þetta er virkilega risabreyting!
Ef við getum gert ráð fyrir því, að sá gríðarlegi uppbyggingarhraði, á hinum nýju olíu- og gasvinnslusvæðum innan Bandaríkjanna, viðhaldist á núverandi dampi.
Þá rætist þessi spá - - þ.e. atriði sem við getum ekki verið 100% viss um.
Öfugt við Evrópu, sé ég ekki það sem raunhæfan möguleika, að umhverfisverndarsamtök verulega hindrað þessa þróun, þó þau berjist eins og þau geti - enda er aðferðin við hina nýju vinnslu þ.e. "fracking" mjög umdeild.
En miðað við það, hve Bandaríkin græða gífurlega á þessu, sé ég ekki sem raunhæfan möguleika að þessi þróun verði hindruð - af slíkum mótþrýstingi, þó vera megi að dómsmál geti tafið.
- Það að Bandaríkin verði á 4. áratug þessarar aldar, sjálfum sér næg um orku, setur Bandaríkin sem stórveldi, í algerlega - einstaka stöðu.
- En Kína, þó svo þar sé einnig til staðar mikið magn af gasi og hugsanlega olíu, í sambærilegum jarðlögum og í Bandaríkjunum - má reikna með að Kína fari að beita sér fyrir sambærilegri uppbyggingu vinnslu og er að eiga sér stað innan Bandar., þá eru mörg þeirra svæða "snauð af vatni" en gríðarl. magn vatns þarf. Það virðist því ólíklegt, að Kína geti leikið eftir árangur Bandaríkjanna, nema að það verði einhver óskapleg önnur orku-uppbygging, t.d. kjarnorka. En slík orka er "mjög dýr."
- IEA velti fyrir sér, hvort Bandaríkin muni áfram, standa í þeim kostnaði að halda uppi fjölmennum her og flota, á Persaflóasvæðinu. Ef Bandaríkin sjálf, þurfa ekki lengur á þeirri olíu að halda?
- Þetta er reyndar fín spurning - - > En mig grunar, að þó svo Bandar. verði sjálfum sér næg, þá hafi það áfram fyrir þau "gildi" að halda stöðvunum v. Persaflóa, því þó olían þar þá skipti Bandar. þá ekki lengur beint máli, þá á annað við um fj. annarra ríkja - - sérstaklega innan Asíu.
- Í dag, með því að hafa olíuna á því svæði "undir sinni vernd." Þá má segja, að í því liggi ákveðið "blackmail." Þ.e. í tilviki Kína, þá er það mögulegt fyrir Bandar. að stöðva olíuflutninga - þangað.
- Tek fram, fræðilega mögulegt, en það þíðir samt, að Kína örugglega tekur tillit til þeirrar staðreyndar, að Bandar. ráða Persaflóasvæðinu, og er varfærnari í samskiptum v. Bandaríkin, en annars væri.
- Það á að sjálfsögðu einungis við - - svo lengir sem Bandar. halda stöðvum sínum þar.
- Þeir gætu ákveðið að halda þeim samt - - þá sem megintilgang, að viðhalda með því ákveðnu taki á 3. ríkjum.
Hvað með umhverfismál?
Augljóst, verður engin leið til að sannfæra Bandaríkin um að draga úr losun "CO2" á næstu áratugum.
Önnur ríki, munu horfa til þessarar þróunar í Bandar. - öfundaraugum.
Og, taka sig til, að nýta sambærileg svæði - hvar sem þau eru að finna.
- Þetta er þ.s. ég átti við, er ég stakk upp á því, að "peak oil" seinki.
Þetta þíðir þá einnig, að olíuverð - hækkar ekki eins hratt, og menn voru að tala um, tja - einungis á sl. ári.
"Peak oil" mun samt líklega eiga sér stað, en kannski 30 árum síðar.
Þetta auðvitað þíðir, að heimurinn - - mun ekki taka þau skref til minnkunar losunar á koltvíoxíði, sem margir loftslagsfræðingar, telja nauðsynlegt.
Sem væntanlega þíðir, að heimurinn mun standa frammi fyrir - töluverðri hitun lofthjúpsins á þessari öld, þ.e. e-h í líkingu við hærri spárnar frekar en þær lægri.
- Er það slæmt?
Vandinn er - - að það veit í reynd enginn!
Við vitum að Jörðin hefur á sl. 200 milljón árum, margsinnis sveiflast milli "heits" og "kalds" fasa. Síðustu 10 milljón ár eða svo, hefur Jörðin verið í "köldum" fasa.
Í dæmigerðum "heitum" fasa, þá eru engir jökulísar á plánetunni, og yfirborð hafa er umtalsvert hærra, sem þíðir t.d. að stór innhöf væru til staðar sbr. að sennilega væru sléttur Bandar. haf, einnig stór hluti Evrópu t.d. láglendi Frakklands allt neðansjávar, að auki má vera að innhaf myndist aftur í hluta Sahara, einhverjum hluta sléttanna í S-Rússlandi, ekki má gleyma Amasón kvosinni. Mörg önnur svæði víða um heim færu í kaf.
En svona lagað þróun, tekur töluverðan tíma að eiga sér stað, þ.e. risajöklarnir á Grænlandi og S-Skautslandinu, taka a.m.k. 1-2 þúsund ár að hverfa.
Einu sinni átti sér stað hreint magnaður heitur fasi "PaleoceneEocene Thermal Maximum."
Mér skilst að, þetta sé heitasta tímabil sem vitað er um - - tja, það voru barrtré að vaxa á N-Grænlandi, og á eyjum sem í dag eru rétt hjá N-Pólnum. Og þau uxu sannarlega á S-Skautslandinu.
Ég hef ekki hugmynd hvernig lífið var nærri miðbaug, kannski voru þau svæði einfaldlega ekki lífvænleg.
Það voru dýr sambærileg v. flóðhesta, að svamla á eyjum v. S-Grænland. Þá hefur verið Afríkuloftslag, v. syðsta odda Grænlands og Labrador.
--------------------------------
Ég nefni þetta íktasta dæmi sem þekkt er, einfaldlega til að setja það í samhengi við "loftslagsumræðuna."
Jörðin er sem sagt ekki á leiðinni, að verða að nýjum Venus.
En það má samt vera, að búsvæði færist til.
Og það, getur valdið verulegum búsifjum, hér og þar um Jörðina.
- Mér sýnist þó eitt ljóst - - að Jarðarbúar, stefna á "aðlögun."
- Í stað þess, að forða þeirri þróun.
Niðurstaða
21. öldin getur reynst vera "öld Bandaríkjanna" ekki síður en að vera "öld Kína." Það getur farið þannig, að í stað kapphlaups milli risaveldanna Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, verði það kapphlaupið milli risaveldanna Bandaríkjanna og Kína.
Bandaríkin séu ekki á útleið sem stórveldi. Dollarinn sé ekki á útleið heldur. Sú hnignun "hlutfallslega" sem gætt hefur í Bandar. síðan upphaf 10. áratugarins, snúist við - við taki ný uppbygging nk. 20-30 ár.
Bandaríkin, verða þá áfram, meginstoð svokallaðra vesturvelda.
Og vesturveldin, halda stöðu sinni - verða ekki endilega algerlega drottnandi, en verða á sama tíma, ekki endilega augljóslega veikari aðilinn, á móti Asíuríkum sem ef til vill munu tengja sig við Kína, ásamt Kína.
Það verður þá áframhaldandi "styrk staða Bandaríkjanna" sem tryggir að vesturveldin, verða áfram "meginafl" á plánetu Jörð.
Þau ríki sem tilheyra Vestrinu, verða þá að sætta sig við það, að vera á sporbaug í kringum hið drottnandi veldi "vesturheims."
Evrópa er ljóst í dag - - að verður ekki veldi við hlið Bandaríkjanna. Skuldakreppan er í reynd dauðdagi þeirra drauma.
------------------------
Fyrir Ísland: Þá er það bandalag við Bandaríkin. Sú hugmynd að Evrópa geti komið í stað þeirra, er augljóslega röng. Bandaríkin, í ljósi hnignunar Evrópu sem séð verður, fátt mun geta stöðvað. Fyrir bragðið ef e-h er, verða enn meira drottnandi á N-Atlantshafssvæðinu en verið hefur sl. 30-40 ár.
Það er engin hnígandi sól hjá Bandaríkjunum, en sól Evrópu er greinilega komin með roða hinnar hnígandi kvöldsólar.
Þessi nýja þróun ef e-h er, gerir hugmyndina um aðild, enn minna vitræna en áður.
------------------------
Ps: Mig grunar að næsti forseti Bandaríkjanna eftir Obama, verði Demókrati.
Það er vegna þess, að skv. ofangreindum upplýsingum, er uppgangur í startholunum í Bandaríkjunum, sem standa mun yfir lengur en líklega það kjörtímabil forseta er hefst frá og með 1. jan. 2013.
Vanalega græða ríkjandi forsetar á því þegar vel gengur, og að auki - það eykur líkur á því, að sá sem fráfarandi forseti mælir með sem arftaka, nái kjöri. Til viðbótar, getur það einnig reynst vera gróði þingliðs Demókrata, ef þessi uppgangur er virðist framundan - mun raunverulega eiga sér stað.
Ef Romney hefði sigrað um daginn, þá hefðu Repúblikanar heimt inn þennan gróða. En í staðinn, er líklega framundan tímabil forseta Demókrata. Ekki gott að segja hve langt það verður.
En þessi uppgangur, getur varað nokkurn tíma.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2012 | 21:04
Um 16.000 manns, hafa ekki alltaf efni á að borða sig mett!
RÚV fjallaði á sunnudagskvöld um nýja alþjóðlega könnun, sem Capacent Gallup sá um að framkvæma hérlendis. Það er ein spurningin sem vekur athygli, sjá frétt RÚV:
Nærri 16 þús. fá ekki nóg að borða
Spurning:
- "Hefur það komið fyrir á síðustu 12 mánuðum að þú og/eða fjölskylda þín hafið ekki fengið nóg að borða?"
- "1% þeirra sem svöruðu spurningunni hér á landi sagði að þetta hefði oft komið fyrir."
- " 4% sögðu að stundum hefði það hent að ekki hefði verið nóg að borða."
- "Þá sögðu 4% til viðbótar að þetta hefði sjaldan komið fyrir."
- "91% kannaðist ekki við matarskort."
- " Í heild sögðust því 5% að oft eða stundum ekki hafa satt hungur sitt."
- "Þetta jafngildir því að nærri 16 þúsund Íslendingar fái ekki að borða nægju sína."
Það fylgir ekki sögunni, hvernig Ísland stendur í sbr. v. önnur vesturlönd.
Það má velta fyrir sér - hvort fólk er að falla milli stafs og hurðar.
En ég er ekki endilega viss, að allt þetta fólk sé í "augljósa hópnum" þ.e. hópnum með lægstu tekjurnar, það er vel hugsanlegt að einnig sé þarna fólk með yfir lægstu tekjum, sem hefur komið sér í vanda vegna skulda.
Á því ekki fyrir mat út mánuðinn t.d. þegar tekið er tillit til kostnaðar af skuldum.
Eitt sem við höfum síðan upp úr 1970 talið eiga við Ísland, er - að þó við séum ekki endilega rík, þá hafi allir nóg til að bíta og brenna - eins og þ.e. kallað.
Því má ekki gleyma, að Ísland var einu sinni "bláfátækt" alveg eins og "fátækt Afríkuríki."
Það er ekki lengra síðan en í byrjun 7. áratugarins, þegar enn voru dæmi um börn sem voru vannærð.
Árin þar á undan, var slík bitur fátækt langt í frá sjaldgæf.
Sem betur fer - er til staðar gott fólk sem aðstoðar náungann sinn með matargjöfum.
Það er örugglega að bjarga fólki frá hungri í einhverjum tilvikum.
Svo skipta "skólamáltíðir" örugglega mjög mikli máli, í því að tryggja að það endurtaki sig ekki gamla sagan um "vannærð börn."
Það sem þetta segir okkur - er að það er mjög nauðsynlegt fyrir "heill almennings" að það takist á næstu árum, að hefja landið úr því skuldafeni, sem óskynsöm stjórnun á sl. áratug kom því í.
Áherslan að mínu viti, þarf að vera á - aukinn útflutning.
Það liggur mikið á að standa fyrir skynsamri atvinnu-uppbyggingu, svo þeirri vá - sem fátækt og jafnvel hungur er, verði ítt á brott.
Hvað vil ég gera:
- Mér lýst best á að auka hér fullvinnslu á áli, fyrir nokkrum árum var fyrirtækið Alpan hér rekið, sem lagði upp laupana eftir að hafa starfað í nokkurn árafjöld. Ég er ekki endilega að segja að við eigum að endurreisa Alpan. Heldur, að það sé nauðsynlegt, að framleiða úr því áli sem hér er.
- Þannig á að vera mögulegt, að auka þau útfl. verðmæti, svo unnt verði að hífa hér aftur upp lífskjör. Þannig fáum við einnig meira fyrir rafmagnið, sem við seljum til álveranna.
- Ég er að pæla í því, að mynduð verði atvinnusvæði í kringum hvert álver. Þetta krefst ekki beint nýrra álvera, þó það sé alls ekki svo að frá því sjónarmiði séu ný endilega neikvæð. Alls ekki.
- Þá má hugsa það svo, að ef það á að reisa nýtt álver, verði atvinnusvæði með fyrirtækjum sem fullvinna það ál - ekki endilega allt, en a.m.k. hluta af því; skipulagt samtímis og verið er að skipuleggja að koma álverinu sjálfu á fót.
- Ítreka, að fókus minn er samt frekar á að, reisa atvinnusvæði við þau álver sem þegar eru komin. Þó ég sé ekki endilega að segja, nei við nýju álveri.
- Það má hugsa sér, að þarna sé "tollsvæði" þ.e. innan hliðs sé varan ekki innan lands frá tollsjónarmiði. Svo að fyrirtæki á svæðinu ættu að geta flutt inn aðföng "tollfrjálst."
Smám saman myndist iðnaðarhverfi í kringum hvert álver.
Þ.e. mín framtíð fyrir Ísland - iðnvæðing, að Ísland verði nokkurs konar "Þýskaland" norðursins.
Þetta væru störf er krefðust þekkingar - og yrðu líklega "vel launuð."
Þannig, að þá um leið eflist þéttbýlið á þeim svæðum þ.s. álverum er fyrir komið, í gegnum þá starfsemi sem byggist upp í framhaldinu.
Í kringum þetta þarf að stórfellt efla - verkmenntun á Íslandi. Alla leið niður á grunnskólastig. En fj. þeirra sem hrökklast úr grunnskóla, hentar ekki hefðbundið bóknám, gæti blómstrað á sviði verkmennta. Smíðagreinar, á ég við, að yrði "aðalnámsgrein" hjá þeim - sem færu á "smíðabraut."
Ath., sbr. v. Þýskaland er ekki út í hött, en á 19. öld átti sér þar stað uppbygging "stálvera" sem í kringum byggðist síðan fullt af annarri starfsemi, sem framleiddi vélar og tæki, vopn einnig.
Stálið var grunnurinn af þýsku iðnvélinni, sem upp byggðist frá og mið miðri 19. öld.
Ég er að tala þá um að grunnur ísl. iðnvélarinnar, verði ál.
Og að auki, að sá grunnur verði knúinn með rafmagni frá vatnsaflsvirkjunum og að einhverjum hluta rafmagni frá gufuvirkjunum, sbr. að uppbygging Þjóðverja byggðist á orku frá kolaorkuverum. Enn er kolaorkan ómissandi, sérstaklega eftir að Þjóðverjar hafa ákveðið að leggja af kjarnorkuverin sín.
Iðnaður er alltaf knúinn með orku frá einhverri auðlind, í Þýskalandi er sú auðlind í formi kola. Hér er það í formi vatns frá bráðnun jökla eða gufu úr iðrum jarðar. Hvort tveggja "endurnýjanlegar" orkuauðlindir.
Ég er sem sagt að tala um - "atvinnustefnu" eins og Þjóðverjar keyrðu á slíka uppbyggingu á sínum tíma.
---------------------------
Tek fram að ég er ekkert á móti annarri uppbyggingu sbr. að nefnt hefur verið, frekari uppbygging á sviði fiskeldis en t.d. virðast aðstæður til þess henta á Vestfjörðum. Að auki má nefna, að loðdýrarækt er komin á góðan grundvöll, og frá honum má byggja stærra og meira.
Síðast en ekki síst, dreymir marga um hátæknigreinar sérstaklega hugbúnaðargerð. Galli við það er sá, að þetta eru allir í heiminum nánast að reyna. Nóg af samkeppni, á ég við. Sem þíðir ekki, að ég sé á móti því. En það eru líklega einungis aðstæður til þess að skapa einhverskonar "kýsildal dal Íslands" í Vatnsmýrinni. Þ.s. eru nú tveir háskólar. Snjallara, að gera Vatnsmýrina að kýsildal Íslands, en að íbúabyggð.
Það gæti verið "tækifæri Reykavíkur." Ekkert að því.
Sé ekki að uppbygging iðnsvæða, skaði aðra uppbyggingu.
Við eigum að keyra á þetta allt.
Niðurstaða
Sú fátækt sem kemur fram í ofangreindri könnun, sýnir vel fram á þörfina fyrir "endurreisn Íslands." Ég á þá við, að nú sé þörf á sameiginlegu átaki, til uppbyggingar atvinnulífs.
Þannig lyftum við okkur aftur upp.
Útrýmum fátækt á ný.
Snúum til baka niðurskurði velferðarmála sem á sér nú stað.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2012 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar