Getur verið að hvorttveggja Hamas og ríkisstjórn Ísrael, ætli sér að græða á núverandi átökum?

Erlend fjölmiðlaumræða er miklu mun íhugulli, heldur en umræðan hér á Íslandi. Þar má sjá margvíslega áhugaverða punkta. Einn er sá, sem ekki hefur komið fram hér í fréttum, að nokkrum vikum áður en ríkisstjórn Ísraels hóf nýjar árásir á Gaza strönd. Hafði verið nýr stígandi af eldflauga-árásum, frá Gaza yfir til Ísraels. Hingað til, hefur slíkur stígandi ávallt leitt til þess, að Ísraelar hafa ráðist á svæðið.

Spurningin er einfaldlega sú, hvort að Hamas hafi beinlínis viljað framkalla einmitt þá útkomu? En þeim hafi vart dulist, að líkur væru miklar á innrás Ísraela á svæðið eða a.m.k. umfangsmiklum loftárásum, ef þeir hæfu að skjóta flaugum yfir til Ísraels í einhverju verulegu magni á ný.

Tvær kenningar eru uppi, um af hverju:

  1. Sú fyrri, bendir á það að margvísleg öfgasamtök á Gaza, hafi verið að eflast á kostnað Hamas. Sem hafi, verið að deila á Hamas, fyrir meinta linkind við Ísrael. Þeir hópar, sumir al-Qaeda tengdir, hafi verið andvígir öllum tilraunum til friðsamlegra samskipta, litið á allt slíkt sem svik við málsstað Palestínumanna. Þ.s. aðstæður á svæðinu eru hreinast sagt ömurlegar, sem Hamas hafi ekki tekist að bæta. Hafi smám saman verið að fjara undan Hamas. Ekki þó þannig, að Fatah hreyfingin væri að græða fylgi, heldur hina enn öfgafyllri en Hamas. Með því að sverfa til stáls, sé Hamas að bregðast við þeirri þróun, leitast við að ná til sín einhverju af því fólki, sem hafi verið að leita til hinna rótækari hópa.
  2. Kenning 2, lítur að öðru. En hún bendir á að Egyptaland hefur nú forseta, sem tilheyrir "Bræðralagi múslima" hreyfingu sem "Hamas" hafi sprottið upp úr. Þó "Bræðralag múslima" sé ekki skipulögð baráttuhreyfing eða skæruhreyfing eða hryðjuverkahreyfing (eftir því hver segir frá) af því tagi sem "Hamas" er. Hamas vonist eftir því, að forseti Egyptalands hinn nýi, beiti sér með allt öðrum hætti í deilu Hamas við Ísrael, en gerði Mubarak fyrir nokkrum árum. Ef svo er, þá virðist að e-h slíkar vonir séu að rætast. Því Múmaeð Morsi, hefur fordæmt árásir Ísraela á Gaza, og að auki víg Ísraela á yfirmanni vígasveita Hamas. Samtímis því, að Morsi hefur sagst ætla að beita sér fyrir friðsamlegri lausn. Það má vera, að Hamas vonist eftir því - - að útkoman, þegar vopnuð átök taka enda, verði ívið hagstæðari fyrir það. Að forseti Egyptalands er miklu mun vinasamlegri Hamas, en Mubarak var. T.d. ef Egyptaland samþykkir að hafa landamærin við Gaza "opin." Í stað þess, að Egyptaland hefur tekið í reynd þátt í viðskiptabanni Ísraels á Gaza svæðinu. Ef þ.e. svo, að Hamas vonist eftir hagstæðari friði. Er það töluvert "desperat" aðgerð.

Af hverju vill ef til vill ríkisstjórn Ísraels "stutt stríð"?

  • Kenningin er sú, að þetta tengist kosningum í Ísrael eftir nokkra mánuði. En báðir megin ríkisstjórnarflokkarnir, hafa verið undir væntingum í skoðanakönnunum. Og kenningin er því sú, að formennirnir tveir. Séu að vonast eftir því. Að stutt stríð verði þeim til vinsælda. Ef svo er, þá auðvitað er það einnig töluvert hættuspil. En slíkt getur snúist í höndunum á þeim.
  • En þeir geta ekki endilega reiknað með því, að Egyptaland verið eins þægilegt við Ísrael, og það var síðast þ.e. 2007. 

Bendi á áhugaverða umfjöllun Der Spiegel:

Netanyahu's Extremely Risky Gamble

Egypt Faces Fraught Diplomatic Test

Fræðilega, geta öll 3 atriðin farið saman, þ.e. Hamas óttist streymi Gaza búa yfir til enn öfgafyllri hreyfinga, Hamas vonist eftir hagstæðari friði; og að ríkisstjórn Ísraels haldi að stríð geti verið hagstætt fyrir hana í þingkosningum á næstkomandi ári.

Fórnarlömbin eru að sjálfsögðu íbúar Gaza, sem tilheyra ekki stríðandi hreyfingum - þ.e. hvorki Hamas né öðrum öfgahreyfingum þar.

Hver veit, ef Hamas tekst að ná fram, opnum landamærum við Egyptaland?

Þá kannski, tekst Hamas að vinna aftur hylli íbúa Gaza.

Sem væri útkoma, sem myndi sennilega ekki koma vel út fyrir þá Netanyahu og Barak. En hver grætur það, ef þeir tapa næstu kosningum?

Sjá einnig flr. fréttir:

Israeli forces prepare for war as troops mass on Gaza border

New Arab Leaders Scramble to Contain Gaza Conflict

Israel bombs Gaza government buildings

 

Niðurstaða

Það virðast vera miklar líkur á innrás hers Ísraela inn á Gaza svæðið, eins og 2007. Það sérkennilega er, að Ísrael vill í reynd sennilega ekki algerlega brjóta Hamas á bak aftur, þó svo það sé sagt í yfirlísingum. Því Ísraelar vita fullt vel. Að það myndi líklega leiða til þess, að enn varasamari hópar næðu völdum á svæðinu. Samtímis, vilja þeir eyðileggja sem mest af því safni vopna sem Hamas hefur með smygli áskotnast smám saman, sbr. eldflaugar sem draga alla leið til Tel Aviv. Sem Íranar hafa verið að gefa Hamas sveitunum. Svo líklega, fer Ísraelsher inn - sækir að tilteknum afmörkuðum punktum. Sem leyniþjónustan telur innihalda byrgðir. Skipulega eyðir þeim búnaði. 

Fer svo út aftur. Saminn er friður á ný. Á meðan, mun Hamas leitast við að fella einhverja af innrásarhernum, helst að ná því að eyðileggja einhverja skriðdreka - tókst það ekki síðast. 

Hin áhugaverða spurning er, hvað gerir Egyptaland? Engin hætta á þáttöku í stíðinu. En það getur verið, að Hamas takist að knýja fram - opin landamæri gagnvart Egyptalandi.

Egypski forsetinn hefur augljóslega samúð með Hamas, og nú er "lýðræði" í Egyptalandi. Þó herinn hafi enn mjög mikil völd. 

Atburðarás næstu daga, getur reynst vera áhugaverð.

Spurning einnig um það - hver ræður meiru innan Egyptalands, herinn eða forsetinn.

Fjölmennar mótmælaaðgerðir á torgum Egyptalands, skaða ekki forsetann sennilega í því tilviki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 847104

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 433
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband