Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Skuldir Grikklands 189,1% á nk. ári, skv. nýútgefnu fjárlagafrumvarpi!

Það er merkilegt í þessu samhengi að framkvæma smá upprifjun. En þegar vandræði Grikklands hófust, þá gerði upphafleg björgunaráætlun ráð fyrir 2,6% samdrætti 2010, en síðan viðsnúningi í 1,1% hagvöxt 2011, og 2,1% vöxt 2012. Í staðinn, var 4,5% samdráttur 2010, 6,9% samdráttur 2011, og hið nýja fjárlagafrumvarp Grikklands segir að samdráttur þessa árs verði 6,5%. Heildarsamdráttur kringum 25% frá upphafi kreppunnar í Grikklandi.

Skoðum aðeins tölur Eurostat: Euro area unemployment rate at 11.6%

  • "The highest increases were registered in Greece (17.8% to 25.1% between July 2011 and July 2012),"
  • "...the highest in Greece (55.6% in July 2012) "

Atvinnuleysi er nú 25,1% í Grikklandi skv. síðustu mælingu EUROSTAT og ungra 55,6%.

 

Neðangreint kom fram á miðvikudaginn

"The Greece 2013 budget details are in:

  • Public debt to GDP will hit 189.1pc (179.3pc in previous draft) 
  • Target for general government deficit of 5.2pc (vs 4.2 in previous draft) 
  • An economic contraction of 4.5pc in 2012 (vs previous estimate of a 3.8pc contraction) 
  • primary surplus of 0.4pc of GDP (vs 1.1pc in previous draft) 
  • The budget has to be approved by 11 November - brought forward from Nov 20 - on the orders of the troika as a condition of the next tranche of bailout funds."

Skuldir Grikklands á nk. ári eru því metnar 10% hærra en einungis fyrir nokkrum vikum.

Áhugavert að rifja upp, að á fyrri hluta þessa árs, gaf AGS út hagspá fyrir Grikkland. Í henni var svokölluð dökk sviðsmynd, og skv. þeirri útkomu þá óttaðist AGS að skuldir Grikklands næðu 171%.

Staða Grikklands er því orðin verulega verri, en AGS taldi líklegt fyrr á árinu í sinni dekkstu sviðsmynd.

Ástæða þess að Grikkjum hefur verið sett fyrir að klára að ganga frá málum af sinni hálfu fyrir 11. nóv. nk., er sú að þá ætla aðildarríki evrusvæðis að halda sameiginlega ráðstefnu um Grikkland.

 

Staða Grikklands er svo dökk, að þ.s. erfitt að skilja þvermóðsku aðila, gagnvart því að afskrifa að hluta skuldir landsins!

Hún er afskaplega óskynsöm - - Muhamed El-Erian, tjáir þann punkt mjög vel:

Time to decide whether Greece is in or out of the euro

"Rather than provide a solution, the current approach seeks to buy more time and to avoid fundamental decisions.

  • Judging from signalled actions (as opposed to the diplomatic words), there is insufficient commitment to retaining Greece within the eurozone, and there is no plans for an exit that minimises dislocations.
  1. If the underlying objective were for Greece to remain a eurozone member, we would see much greater emphasis on official debt forgiveness, as recommended by the IMF; and ample multi-year long-term funding would be made available at low interest rates to support growth-enhancing measures.
  2. If the objective were to safeguard Greece’s wellbeing outside the eurozone, there would be much greater emphasis on how Greece could best return to a national currency, while staying within the European Union (as opposed to the eurozone), and deal with the convertibility and debt challenges that would come with this transition."

Þetta er nákvæmlega rétt hjá yfirmanni Pimco, öll nálgun mála varðandi Grikkland er "órökrétt."

Allt málið virðist í fangelsi "pólit. skammtímasjónarmiða."

Ekkert bendir til þess að það sé að breytast.

Nema kannski, að krafa AGS um "afkriftir" skulda Grikklands, hreyfi við aðilum.

Bendi t.d. á: Progress in euro zone talks on Greece, no deal yet

Einhver "óskilgreindur" árangur varð af fundi ráðherra evrusvæðis, á miðvikudag.

En fyrst að sá er án skilgreiningar, hljómar það ekki sérdeilis sannfærandi.

---------------------------------

Reyndar hugsa ég að skynsamlegasta nálgunin væri seinni punktur El-Erian, að aðildarþjóðirnar aðstoðuðu Grikkland, við það að yfirgefa evruna. Grikklandi væri veitt efnahags aðstoð í kjölfarið, og Seðlabanki Evrópu samþykkti að halda áfram stuðningi við gríska banka um einhverja hríð á eftir.

En einhvern veginn, virðist pólit. nálgun innan evrusvæðis, mótast af - sterkri neitun um að horfast í augu við ástandið eins og það er.

Þess í stað, hefur stöðugt verið alls kyns sýndarmennska í gangi, sem skýrir vantraustið sem markaðurinn hefur gagnvart ákvörðunum og viljayfirlísingum stjórnmálastéttarinnar á evrusvæði.

Markaðurinn hefur einmitt óttast hrun Grikklands, vegna þess að það virðist ekki vera neitt "plan B." Ekkert sem markaðurinn veit um, og getur því reiknað með - gert ráð fyrir. Þannig að markaðurinn hefur þurft að reikna með hættunni, á stjórnlausu hruni Grikklands út úr evrunni.

Svo er liðið sármóðgað yfir vantraustinu.

---------------------------------

En ef aðildarþjóðunum væri alvara með það, að líta á hverja aðra sem vinaþjóðir. Ef það væri rétt sem svo margir trúa, að ESB snúist fyrst og fremst um velferð.

Þá eins og El-Erian segir í punkti 1. Þá ætti löngu síðan verið búið, að sýna það bróðurþel í verki gagnvart Grikklandi. 

Eitt hefði verið, að frysta tímabundið skuldir Grikklands. Einfaldlega setja Grikkland í greiðslustöðvun. Tja, þetta á eftir allt saman að vera skv. trú sumra velferðarklúbbur, svo því ekki?

Í greiðslustöðvun, hefði Grikkland unnið í sínum málum. Kreppan hefði orðið Grynnri. Hagkerfið "kannski" átt möguleika á því að rétta við sér "innan evru."

Fjárfestar hefðu fengist til að fjárfesta, því staðan hefði þá ekki virst svo vita vonlaus.

---------------------------------

Meðferðin á Grikklandi - - gerir það að lýgi, sem margir trúa að ESB snúist fyrst og fremst um velferð, og bróðurþel ríkja. 

Ef maður skoðar - ekki hvað er sagt - heldur hvað er gert. Þá hafa þjóðirnar sem eiga skuldirnar, fram að þessu hagað sér algerlega eins ískalt, og tja - Frakkar sjálfir á 4. áratugnum höguðu sér gagnvart Þýskalandi, þegar Þýskaland var í svipuðum vanda og Spánn er í nútildags.

Í verki hefur þetta ekkert verið annað en ísköld hagsmunagæsla, þ.e. mjög dæmigerð klassísk afstaða eigenda skulda - - þ.e. "borgið."

Eins ísköld og hún var alltaf áður fyrr.

 

Niðurstaða

Eins og sagt er, margir eru til í að vera vinir manns þegar vel gengur. En þegar gengur ílla, þá virkilega kemst maður að því sanna um það hverjir vinir manns eru. Bendi á orð El-Erian að ofan. En forstjóri Pimco sýnir vel fram á, hve órökrétt nálgunin hefur verið gagnvart Grikklandi.

Málið er, að ef maður skoðar gerðir í stað þess að einblýna á yfirlísingar - sem svo oft virðast orðin tóm. Þá get ég ekki séð betur, en að meðferðin á skuldugum aðildarríkjum evrusvæðis. Sé eins ísköld og hún hefur alltaf verið.

Þeir sem eiga skuldirnar, hegða sé í engu betur - en þegar sambærileg áratuga gömul tilvik eru skoðuð.

Peningarnir virðast meira virði - - en meint vinarþel þjóðanna þegar á reynir.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband