Var konum skipulega haldið niðri í nær öllum samfélögum heims um árþúsundir?

Datt inn í þessa umræðu vegna þess, að VG-lýsti yfir því að rétt væri að kenna "kynjafræði" í grunnskólum. Tek fram að ég hef ekki kynnt mér kenningar svokallaðra kynjafræðinga, einungis heyrt samfélagsumræðu sem á sér stað öðru hvoru, þegar einstaklingar rísa upp og tala um baráttu fyrir jafnrétti - en stundum virðist gjósa upp sú hugsun að á eldri tíð, hafi konum skipulega verið haldið niðri.

Ég vil meina að baki þeirri hugmynd, að sú staðreynd að í flestum samfélögum eldri tíðar, voru konur mjög sjaldan í valdamiklum embættum, þíði að um skipulegt misrétti hafi verið að ræða. 

Sé byggð á grundvallarmisskilningi - jafnvel þekkingarskorti.

Mig grunar að margir sem hafa alist upp við nútímaþægindi, geri sér enga grein fyrir því hvernig var að lifa, í samfélögum fyrri tíðar.

 

Ég er með allt aðra kenningu um ástæðu þess, að hin hefðbundna verkaskipting karla og kvenna var til staðar á árum áður!

Málið var að barnadauði var gríðarlega mikið meiri fyrir tilkomu sýklalyfja, en þekkist í dag.

Sem dæmi, missti fjölskylda föður míns 2 börn, úr sjúkdómum sem í dag eru auðlæknanlegir.

Þó var sú fjölskylda vel stæð, með vinnufólk. En sjúkdómar fóru ekki í manngreinarálit. Börn ríkra sem fátækra dóu, þegar "pestirnar" gengu.

Það var algengt, að fjölmennar fjölskyldur misstu hluta barna sinna, úr umgangspestum.

Stundum gengu skæðari afbrigði þeirra pesta, sem jafnvel leiddu til þess að dæmi eru um að fjölmenn fjölskylda missti öll sín börn í einu.

Það er kannski erfitt fyrir fólk að skilja, hvernig fólk gat lifað við þetta. En svona hafði þetta þá alltaf verið.

Að auki, voru ekki til staðar þau heimilistæki sem auðvelda heimilisstörf - föt voru handþvegin. Sem var miklu mun tímafrekari athöfn, en að þvo í þvottavél. 

Útistörf voru einnig tímafrekari, ekki einungis vegna þess að ekki voru til staðar vélar til að létta þau störf, heldur einnig vegna þess að fólk varð að vinna lengur - því tekjur per vinnustund voru mun lægri.

Þetta virkaði þannig:

  1. Vegna þess, að það var mikill barnadauði, varð hver gift kona öllu að jafnaði, að eignast eins mörg börn og hún heilsu sinnar vegna var fær um.
  2. Einnig vegna þess að heilsugæsla var lakari, var það ekki íkja sjaldgæft að konur létust í tengslum við barnsburði.
  3. Að auki, vegna þess að börn voru að jafnaði fleiri per heimili svo nokkurn veginn væri tryggt að eitthvert þeirra lifði, og vegna þess að heimilistæki voru ekki til staðar - - tóku heimilisstörf nærri allan tíma þess sem vann heimar fyrir. Eðlilega var það konan, en líkur eru miklar á að kona við heimilisstörf á fyrri tíð sé ófrísk og að auki með barn á brjósti.
  4. Á sama tíma, vann sá sem vann úti fyrir einnig myrkranna á milli, því fyrir flr. var að sjá og samtímis, voru tekjur mun lakari per vinnustund en þekkist í dag.
  • Þannig var þetta í öllum samfélögum heims - lífsbaráttan var hörð.
  • Því alls staðar var mikill barnadauði.
  • Alls staðar skorti heimilistæki og tæki til að auðvelda vinnu úti fyrir.
  • Öll samfélög voru miklu mun fátækari en í dag.

Hin hefðbundna vinnuskipting, stafaði ekki af því, að það hafi verið eitthvert heimssamsæri um að halda konum niðri, heldur af því að það var samfélagsleg nauðsyn - að konur ættu mörg börn.

Og því að eiga mörg börn, fylgdi gríðarleg vinna.

Karlarnir unnu útistörfin - að jafnaði. Synirnir komu með, þegar þeir urðu stálpaðir. Meðan dæturnar aðstoðuðu móður sína inni fyrir.

 

Jafnrétti verður í reynd mögulegt á 20. öld!

Það gerist þannig, að fyrst koma fram sérstaklega eftir Seinna Stríð, byltingarkennd sýklalyf sem stórfellt minnka barnadauða.

Það tekur einhvern tíma fyrir samfélögin, að átta sig á því að það hefur orðið byltingarkennd breyting.

Breytingin byrjar í reynd á réttum tíma, eftir að þessi byltingarkennda breyting á sér stað, þ.e. með börnum þeirra sem voru foreldrar rétt eftir að Seinna Stríði var lokið, og síðan hefur næsta kynslóð á eftir ávallt tekið mál lengra

Um svipað leiti, koma einnig byltingarkennd heimilistæki þ.e. ísskápar, ryksugur, þvottavélar. Samtímis því, að framleiðslutækni er einnig að batna. Útistörfin samtímis verða auðveldari, og einnig minna tímafrek.

Þetta þíðir að bæði kynin hafa meiri tíma en áður, sérstaklega á þetta við konur.

Það síðan þíðir, ásamt því að tæknin hefur leitt til meiri auðs í samfélögum vesturlanda, lífskjör fara batnandi.

Að hin hefðbundna verkaskipting smám saman hverfur - þegar konur skynja að hin hefðbundnu gildi, eru orðin óþörf. Gera sína uppreisn, og komast upp með það.

Enda, með þeim breytingum sem hafa átt sér stað þ.e. tæknibreytingum og byltingarkenndum lyfjum, var hefðbundna verkaskiptingin orðin óþörf.

Það er einmitt punkturinn - - hennar var þörf á öldum áður.

En í dag, fyrir tilstuðlan lyfja sem stórfellt hafa bætt lífslíkur fólks, og tækni sem skapar öllum mun meiri tíma fyrir sjálfa sig en áður; þá verður jafnrétti í reynd mögulegt.

Ekki bara það - - í reynd, er jafnrétti "samfélagsleg nauðsyn" í dag.

Það kemur til af því, að með því að konum er mögulegt, að gera fjöldamargt annað en að eiga og ala önn fyrir börnum, þá leysist mikill kraftur úr læðingi. Ég er að tala um viðbótar vinnandi hendur, og auðvitað flr. að skapa og hugsa, en áður.

Þetta er örugglega hluti af því, af hverju þróun í öllu er jafnvel enn hraðari í dag en fyrir tja, 30 árum.

 

Niðurstaða

Það er ef til vill margir sem átta sig ekki á samhengi jafnréttis við þær tækniframfarir sem áttu sér stað í heiminum á 20. öld. Punkturinn er einmitt sá, að þær framfarir hvort sem við erum að tala um framfarir í læknisvísindum eða tækni - hefur í reynd gert jafnrétti mögulegt. Er það áður var það ekki.

Það að í öllum samfélögum heims var til staðar hefðbundin verkaskipting á öldum áður, er ekki sönnun þess að það hafi verið skipuleg kvennakúgun áður fyrr.

Heldur, sýnir þetta að slík verkaskipting rýkti alls staðar, að um samfélagslega nauðsyn var að ræða.

Það er auðvitað gríðarlega mikilvæg breyting, að tæknin skuli hafa losað konur úr þeim viðjum "samfélagslegrar nauðsynjar" sem áður fyrr hélt þeim niðri.

Sá aukni kraftur sem hefur verið í samfélögum vesturlanda sl. 30-50 ár, er örugglega a.m.k. að stórum hluta því að þakka að jafnrétti varð mögulegt.

Sjálfsagt ein af mikilvægustu breytingum allra tíma.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Málið er nú aðeins flóknara en þetta.  Í mörgum samfélögum var konan álitin eign mannsins.  Ekki jafningi sem sá um barnseignir og heimilisstörfin, heldur eign. Konur fengu yfirleitt ekki að mennta sig, þær voru álitnar minna virði en karlmenn, fengu ekki að eiga neitt sjálfar, ekki að kjósa...  Konur voru lengst af álitnar vera ófullkomnar mannverur sem stóðu karlmönnum að baki í einu og öllu. Þær höfðu lítið sem ekkert sjálfstæði. 

Þetta heitir kvennakúgun.  Kannski þarf ekki að kalla hana "skipulega", ég held ekki að karlmenn hafi verið að plotta um að halda konum niðri.  Þeir einfaldlega treystu konum ekki til að gera neitt og fannst að þær ættu bara að eignast börn og sjá um heimilisverkin - ekkert annað.

Meira jafnrétti hefði vel getað verið mögulegt fyrir löngu síðan.  Þó svo að kona fengi t.d. kosningarétt og leyfi til að eiga eitthvað sjálf, þýðir það ekki að hún myndi hætta að eignast börn...

Rebekka, 3.11.2012 kl. 19:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það var ekki hin norræna hefð, að konan væri eign.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2012 kl. 23:52

3 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég held að það sé einmitt mikið til í því sem þú ert að segja. Mér finnst fólk ekki hugsa út í það, að við getum ekki dæmt fortíðina með forsendum nútímans. Svo er eitt sem þú nefnir ekki, en hefur gríðarleg áhrif á stöðu mála, en það eru getnaðarvarnirnar. Hvar stæðu jafnréttismálin ef fólk gæti ekki stjórnað barneignum?

Theódór Gunnarsson, 4.11.2012 kl. 09:01

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Góður punktur hjá þér. Og þ.e. einmitt málið að án þekkingar á forsendum eldri tíðar, getur gagnrýni mjög harkalega misst marks.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.11.2012 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 755
  • Frá upphafi: 848196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband