Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Seðlabanki Evrópu hótar að fella gríska bankakerfið!

Það hefur geisað heiftarlegt rifrildi milli stofnana Evrópusambandsins í þessari viku, og fókuspunktur þess rifrildis er Grikkland - eða nánar tiltekið, deila um hvað ber að gera nú þegar staða mála virðist aftur á byrjunarreit hvað Grikkland varðar. Deilan snýst einfaldlega um það, hvort á að veita þeim viðbótar lán upp á 60ma.€ ofan á fyrra lán upp á 110ma.€, og láta þá mál Grikklands í friði út 2013. Eða, eins og virðist nú vaxandi stuðningur við þ.e. að lengja í lánum Grikklands þeim sem fyrir eru og lækka vexti, búa til frest út 2013 með þeirri aðferð.

  • Ég tek fram, að ég er þeirrar skoðunar að meira vit sé í seinni leiðinni!

Seinni aðferðin hefur verið titluð "Soft restructuring" en Seðlabanki Evrópu, hefur líst yfir eindreginni andstöðu við allar hugmyndir í þá átt.

  • Seðlabanki Evrópu gengur svo langt þessa dagana, að hóta því að fella bankakerfi Grikklands.
  • Áhugavert er, að seðlabankinn beitti svipaðri hótun einnig gagnvart Írlandi, þegar írska stjórnin dróg lappirnar með það að samþykkja björgunarlán - sagði þeim einfaldlega að Seðlabanki Evrópu myndi hætta að fjármagna írsku bankana.
  • En, nú er þeirri hótun fremur beint að Evrópusambandinu sjálfu, en þetta myndi sennilega neyða grísku ríkisstjórnina, til að yfirgefa Evruna á stundinni, til að stöðva algerann peningaflótta út úr gríska hagkerfinu.
  • En, yfirmenn ECB virðast telja að ríkisstjórnir Evrópusambandsins, vanmeti hættuna sem að þeirra mati, stafar af niðurfærslu skulda Grikklands.

European Central Bank threatens to pull the plug on Greek lending : "However, Juergen Stark, ECB chief economist, said that if the country altered its repayment terms, the eurozone's central bank would not be able to lend to Greek banks putting up government bonds as collateral." - "A sovereign debt restructuring would undermine the eligibility of Greek government bonds," he said. "A continuation of liquidity provisions would be impossible."

Gríska bankakerfið mun þá hrynja mjög fljótt í kjölfarið, því þeir eins og þeir ísl. þegar kom fram á 2008, voru algerlega lokaðir frá millibankamarkaðinu alþjóðlega, einnig þeim evrópska - en Seðlabanki Evrópu hefur haldið þeim starfandi síðan kreppan á grikklandi hófst fyrir rúmu ári.

  • Seðlabanki Evrópu hefur sem sagt "raised the stakes" þ.e. hækkað veðmálið! 
  • Lánsmatfyrirtæki hafa einnig látið vita, að þau munu líta á slíka skuldaendurskipulagningu, sem greiðslufall.

ECB’s political tensions flare over Greece :"A Greek default, Mr Stark has warned, might...put “in the shade” the impact of the collapse of Lehman Brothers in September 2008. If other eurozone countries such as Ireland or Portugal also reneged on debt, the ECB’s losses would multiply rapidly. Governments would be forced to recapitalise the central bank at enormous cost."

  • Seðlabankamenn, virðast óttast að af stað fari stórfelld dómínó skriða, þ.s. Írland fylgi eftir Grikklandi, og einnig neiti að borga sínar skuldir.
  • Þá lendi bankakerfi Evrópu í stórfelldum vandræðum, og ríkisstjórnir muni neyðast til að endurfjármagna fjölmarga banka.

Spurningin er þá, hvort þetta er hræðsluáróður frá Seðlabanka Evrópu, sem vilji ekki þurfa að afskrifa hluta af þeim skuldabréfum Grikklands, sem hann á í sínum fórum - en ECB varar að auki við því að stofnunin getir orðið sjálf - gjaldþrota!

  • En þeir vilja meina, að ef ofangreind skriða fer af stað, þá fylgdi þrot Seðlabanka Evrópu í kjölfarið, ásamt stórfelldi bankakrýsu á meginlandi Evrópu.

Ég held að við eigum a.m.k. að taka þeirra orð alvarlega, ekki bara dissa þessu sem einhverjum hræðsluáróðri. En, Andrew Lilico, hagfræðingur við "European Economics" er sammála í reynd Seðlabanka Evrópu, að slíkt vagg sé líklegt að setja af stað stóra skriðu. Í reynd er það "scenario" sem hann setur fram, um margt líkt því sem ég sjálfur setti fram í færslunni "Er Grikkland við það að yfirgefa Evruna?" - en þó gengur hann skrefi eða tveim lengra en ég í ályktunum:

What happens when Greece defaults : "It is when, not if. Financial markets merely aren’t sure whether it’ll be tomorrow, a month’s time, a year’s time, or two years’ time (it won’t be longer than that). Given that the ECB has played the “final card” it employed to force a bailout upon the Irish – threatening to bankrupt the country’s banking sector – presumably we will now see either another Greek bailout or default within days."

Sem sagt, að annaðhvort stöndum við frammi fyrir mjög spennandi atburðarás, eða að niðurstaðan verði eftir allt saman, að sópa málinu undir teppi í 2. ár með því að moka 60ma.€ á vandann.

  • En, ekki nokkur maður mun trúa á að slíkt muni virka - og reikna má með að vaxtakrafa Grikklands og skuldatrigginga-álag, muni áfram halda að hækka.
  • En, ég á ekki í reynd von á, að gríska ríkisstjórnin muni standa við loforð sín um að selja verulegt hlutfall ríkiseigna - vegna andstöðu stéttarfélaga annars vegar og hins vegar andstöðu innan stjórnerfisins.
  • Andstaða almennings, fer einnig vaxandi í Grikklandi!

Svo hið minnsta, ég er sammála herra Lilico um það, að Grikkland muni þurfa á mjög stórfelldri skulda-afskrift þá, eftir 2013. Barclays áætlar afskriftarþört 67%, miðað við núverandi skuldastöðu.

En, viðbótar lán, mun auðvitað stækka afskriftarþörfina - en mjög sennilega verður það dæmi, algerlega að brenna peningum.

Þess vegna, getur einnig verið, að samstaða t.d. á þýska sambandsþinginu náist ekki um slíkt viðbótarlán - og ef mál þá fara þannig; þá er vart eftir annað en greiðsluþrot jafnvel þegar í stað en alls ekki seinna en á næsta ári. Þannig að Grikkland hverfi út úr Evrunni.

 

Greece suffers fresh blow as credit rating cut by Fitch :"Investors took flight as the rating of the Greek government's debt moved three notches further into 'junk' status, at 'B+'."

Greece hit by Fitch debt downgrade : "Fitch cut the rating on Greece’s long-term sovereign debt three notches, from double B plus to B plus, and put the country on “rating watch negative”."

Matið á Grikklandi var sem sagt lækkað úr BB+ yfir í B+. Að auki fylgir, að horfur séu neikvæðar.

"The yield on Greece’s 10-year government bond climbed...and was trading at 16.55 per cent in the mid-afternoon in London."

Öll lánshæfisfyrirtækin, hafa nú lækkað lánshæfismat Grikklands enn frekar. Fitch sagðis reikna með, að valið yrði að veita Grikkland viðbótar lán. En tók fram, að "soft restructuring" væri að þeirra mati greiðsluþrot, svo að þá myndi lánshæfi verða endurmetið í samræmi við það.

 

Niðurstaða

Grikklandskrýsan, sem vandræði Evrunnar hófust á, er að ná nýju hámarki. Flest bendir til að Grikkland í reynd, sé búið að gefast upp á að fylgja planinu sem frá því í fyrra. Að auki, tel ég að Grikkland muni ekki - sama hvaða loforð verða gefin - í reynd grípa til nokkurra umtalsverðra viðbótar niðurskurðaraðgerða. Né held ég, að staðið verði við loforð, um að selja þau ríkisfyrirtæki og ríkiseignir sem áður var lofað. 

Þeir munu taka því, að fá viðbótar 60ma.€, en síðan muni nánast ekkert gerast. Mig grunar að fleiri sjái það sama og ég, að stjv. á Grikklandi virðast hafa glatað viljanum. Sennilega einnig stjórnkerfið.

Þannig, að reikna má með mjög harðri andstöðu við plön - sem líklega verða niðurstaða fundarhalda helgarinnar - um að lána Grikkjum ofan á fyrra lán, frá almenningi innan Þýskalands og flr. aðildarríkja. Reikna má fastlega með, að Merkel muni eiga í miklum erfiðleikum með að fá samþykki Sambandsþingsins. 

-------------------

Ég held að við eigum ekki að dissa á aðvaranir Seðlabanka Evrópu, um að hætta sé mjög raunverulega á því, að mjög alvarleg fjármálakrýsa fari af stað ef þetta neyðarlán fæst ekki afgreitt - sem muni sennilega leiða til "contamination" þ.e. að markaðurinn muni, ókyrrast gagnvart aðilum innan Evrópu sem taldir eru í viðkvæmri stöðu innan álfunnar. 

Sú stóra krýsa sem ég hef talið alveg síðan Grikklands krýsan hófst fyrir rúmu ári vel hugsanlega - getur nú verið á næsta leiti.

 

Kv.


Á hvaða tímapunkti yrði landið greiðsluþrota? Áhættan fyrir okkur innan ERM II!

Það er draumur margra hér, að finna stöðugleika innan Evru. En, áður en þangað er komið þarf að algeru lágmarki, að vera innan ERM II í 2. ár. En, þar innan njóta gjaldmiðlar stuðnings Seðlabanka Evrópu. Þetta er þó ekki ókeypis stuðningur, eins og margir virðast halda, heldur eru þetta lán frá Seðlabanka Evrópu - sem fræðilega geta verið ótakmörkuð en af augljósum ástæðum geta í reynd ekki verið það. En ekkert land, getur auðvitað skuldað ótakmarkað.

Síðan, semja löndin vanalega um frekari aðgang að skammtímalánum Seðlabanka Evrópu þ.e. um vissan kvóta sem hvert land fær, sem lönd geta hagnýtt sér til að styðja við nálgun þrengri marka. 

Síðan má reikna með, að land hafi eigin gjaldeyrisforða - en almennt er reiknað með að lönd nýti slíkann forða fyrst og fremst, við það verkefni að halda gjaldmiðlinum algerlega stöðugum - þau 2. ár að algeru lágmarki, sem krafa er um - þá meina ég algerlega stöðugum, engin sveifla.

 

Ég rakst á grein eftir áhugaverðann Pólskan hagfræðing:

Michal Brzoza-Brzezina: Designing Poland's Macroeconomic Strategy on the Way to the Euro Area

Ég bendi á umfjöllun hans á bls. 17.

  • Sko, vandinn sem við eigum við hérlendis, er að tekjur þær sem standa undir öllum lífskjörum eru af 3. meginrótum þ.e. sjávarútv. um 40% vöruútfl. og orkufrekur iðnaður cirka 40% vöruútfl., síðan er það ferðamennska; samanlagt sjá þessar greinar okkur fyrir rúml. 90% gjaldeyristekna.
  • Þær tekjur eru undirstaða alls annars rekstrar hér, fyrir utan hátæknigreinar sem skaffa um 2% gjaldeyristekna, og lyfjaiðnaðar sem skaffar aðeins meira. Aðrir þættir mælast óverulegir. En, taka ber fram að megni svokallaðra skapandi greina, er framlag hátæknigreina.
  • Fyrir utan landbúnað, er nær engin framleiðsla til innanlandsnota sem fram fer, þ.s. innflutt hráefni er ekki umfram 50%. 
  • Það má segja, að nær öll starfsemi hér, grundvallist á megingreinunum 3.
  • Þar með talið, starfsemi á vegum ríkis og sveitarfélaga, í verslunargeiranum, og flest framleiðsla önnur (því oftast nær byggist sú framleiðsla á innfluttum hráefnum).

Það sem virkilega flækir málið, þegar kemur að vandanum við að ná í gegnum ERM II ferlið, sem hugmynd er uppi um að komast inn í sem allra - allra fyrst; er að sveiflur í okkar megingreinum koma mjög oft að utan - eru því ekki á valdi stjórnvalda.

Að auki, geta átt sér stað náttúrufarslegar sveiflur sem valda erfiðleikum í megingreinum, sem ekki eru heldur á valdi stjórnvalda.

Stjórnvöld geta því gert allt rétt frá efnahagslegum sjónarhól séð - en samt lent í vandræðum.

Til viðbótar má bæta, að vegna þess að hagkerfi okkar er óskaplega háð útflutningi því hann er grundvöllur allrar velferðar hér - þá vegur halli á viðskiptajöfnuði mjög þungt hér.

Okkur vantar í reynd þann "buffer" sem stærri lönd hafa, í formi umtalsverðs framleiðsluhagkerfis, sem nýtir innlend hráefni til framleiðslu fyrir innanlandsmarkað.

Vegna algerrar vöntunar slíkrar sveiflu temprunar, er eina leiðin til að standa straum af skuldum við erlenda aðila bein lækkun lífskjara; og þá ógnar söfnun skulda í hvaða formi sem er við erlenda aðila mjög hratt hagkerfislegri og efnahagslegi stöðu.

 

Málið er, sem ég er að velta fyrir mér, er hvað gerist ef Ísland lendir í dæmigerðu tekjusjokki vegna vegna minnkunar tekna frá einhverri megingrein, innan ERM II?

  • Ísland hefur nokkru sinni lent í tekjusjokki af stærð, sem er umfram vikmörk ERM II sem eru +/-15%. 
  • Síðast, þ.e. bankahrunið þá minnkar þjóðarframleiðslan um - eerk - 40%.
  • Það er reyndar það dramatískasta sem fram að þessu hefur gerst í okkar hagkerfissögu.
  • En sjökk á stærðargráðunni á bilinu 20% - 30% hafa átt sér stað nokkrum sinnum.
  • Hægt er að bregðast við slíku sjokki fræðilega, með snöggri launalækkun þvert yfir hagkerfið, og þá þyrfti ríkið að hafa fyrirfram helst undirbúið jarðveginn fyrir slíka lækkun, með því að gera fyrirfram kjarasamninga, sem heimila slíka lækkun launa við slíkar aðstæður - helst þarf þetta að virka alveg sjálfvirkt.
  • Annar möguleiki væri, að ef ríkið hefur ekki verið það forsjált eða ef aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki viljað samþykkja slíka fyrirfram samninga, að ríkið leiti eftir samþykki aðila vinnumarkaðarins fyrir slíkri launalækkun.
  • Slíkt er þó ekki talið auðvelt í praxís, en launamenn eðli sínu skv. eru tregir til að sjá kjör sín versna, og líklegir til að hafna slíkri bón ef þeir hafa val.
  • Þetta sést einnig á Grikklandi, Írlandi og Portúgal. En einungis Írum hefur tekist, að lækka laun í núverandi efnahagskrýsu, þannig að hagkerfið er farið að sýna fyrstu teikn um að vera farið að rétta við sér.
  • 1 dæmi af 3. fyllir mann ekki öryggiskennd um að, slík leið muni vera fær.
  • Fræðilega hefur ríkið aðgang að ótakmörkuðum 3. ára skammtímalánum frá Seðlabanka Evrópu, til þess að verja gjaldmiðilinn því að falla umfram +/-15% vikmörkin.
  • En klárt er að í reynd, þá getur ísl. ríkið ekki tekið í praxís óendanleg lán, til að verja krónuna falli, ef hún falla vill.
  • Ef t.d. hagkerfið verður fyrir höggi innan ERM II og sveiflan í gjaldeyristekjum er 25% þá ætti krónan vilja falla um þá prósentu öllu að jöfnu, en þ.e. þá umfram vikmörk - sem þíðir að ef Ísland á þá ekki sjálft digrann gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum, þá þarf ríkið að fá lán frá ECB í gegnum Seðlabankann fyrir þessu.
  • Ef við erum ekki að tala um skammtímasveiflu um nokkrar vikur, heldur lækkun sem mun taka lengri tíma að ganga til baka, þá mun stöðugt þurfa að dæla inn peningum til að styrkja krónuna - alveg stöðugt mánuð eftir mánuð.
  • Ef aðilar vinnumarkaðar eru ekki til í að koma til móts við ríkið, og lækka laun t.d. um 15-20%, þá verður hagkerfið stöðugt með viðskipta-halla á sama tíma og ríkið verður í hraðri skuldahækkun vegna stöðugrar lántöku frá Seðlabanka Evrópu.


Þá kemur "crunch" óhjákvæmilega á einhverjum tímapunkti, þ.e. að landið verður að hætta í ERM II. Síðan bætist annað við, að ef skuldir hafa safnast á ríkið að verulegu leiti, þá verður ríkið eins og í dag, að skera niður útgjöld og hækka skatta. En að auki, eins og í dag, þá yrði ríkið ásamt Seðlabankanum að viðhalda lággengisstefnu, því hér er eina leiðin til að greiða til baka skuldir við erlenda aðila sú, að halda niðri lífskjörum að nægilegu marki, svo nægur afgangur á viðskiptajöfnuði skapist fyrir afborgunum af skuldum.

Ath. þarna geri ég ekki ráð fyrir neinum eiginlegum efnahags mistökum. Einungis óheppni þ.e. að stór óhagstæð verðsveifla verði erlendis, sem hafi umtalsverð neikvæð áhrif á okkar gjaldeyristekjustöðu.

Áhættan sem svo ríkið tekur, ef það leitast við að halda landinu innan ERM II, ekki tekst að fá aðila vinnumarkaðar til að samþykkja nægilega launalækkun; er að óviðráðanleg aukning skulda fyrir rest hrekji ríkið út úr ERM II og síðan sitji landið eftir með sárt ennið og margra ára erfitt skuldabasl.

 

Niðurstaða

Ég endurtek þ.s. ég sagði nýlega, að eina leiðin til þess að Evruaðild geti gengið upp, er að hér verði komið á reglu, sem tryggi að laun lækki eins sjálfvirkt og gengið gerir í dag, þegar stórt tekjusjokk verður hjá okkar aðaltekjuskapandi atvinnuvegum. Síðan, tel ég mig hafa sýnt fram á, að ERM II aðild okkar án slíks fyrirkomulags, væri rússnesk rúlletta. En, það væri síðan einnig Evruaðildin sjálf.

Tek fram, að ég tel að Ísland geti staðið sig mikið betur en fram að þessu, við það að stýra eigin gjaldmiðli. Að í ljósi reynslunnar sé margt sem hægt er að gera, til þess að forðast tiltekin klassísk vandamál. Það sé alveg valkostur!



Kv.


Lukashenko forseti Hvíta Rússlands, á brún efnahagslegs hengiflugs. Óðaverðbólga, höft og vaxandi fjöldi mismunandi gengisskráninga, allt kunnugleg vandamál!

Lukashenko stendur frammi fyrir erfiðu vali, þ.e. að láta landið smám saman sökkva og verða að Zimbambve norðursins. Að koma efnahags Hvíta Rússlands inn í nútímann sem myndi innibera sambærilega efnahagsaðlögun og Eystrasaltslöndin framkvæmdu eftir að þau fengu sjálfstæði.

Að velja leið efnahagslegrar viðreisnar, myndi þíða að hann yrði að gefa eftir þá Sovésku ríkis-stýringu á efnahagslífinu, sem hefur þar verið - en landið hefur eiginlega framhaldið fyrirkomulagi sem stendur mjög nærri fyrirkomulagi ráðstjórnarríkjanna að flestu leiti undir hans stjórn.

Belarus – on the brink?

Ikea goes to Belarus, not Russia, to supply Russia

Fyrst aðeins um jákvæðu fréttina - að IKEA hefur ákveðið að setja upp miðstöð húsgagnaframleiðslu fyrir Rússlandsmarkað og Hvíta Rússland einnig, í Hvíta Rússlandi. Ástæða, IKEA hefur gefist upp á spillingunni í Rússlandi, og velur að koma sér fyrir í Hvíta Rússlandi í staðinn.

"Ingvar Kamprad, Ikea’s founder, was reported to have shed tears of despair after the company was forced to dismiss two of its top managers in Russia caught passing bribes to secure electricity supplies to a St Petersburg mall. “I sat in my old arm chair and I cried. I wept like a child because I was so sad,” he said, according to the Swedish newspaper Expressen."

"“There is a good supply of wood in Belarus and import from Belarus to Russia is free from import duties that would otherwise increase the price of Ikea furniture,” Ikea said in an emailed statement this week."

"At least 900 new jobs will be created in Mogilev as the new furniture cluster starts humming, according to the European Bank for Reconstruction and Development, which is supporting the venture with a €26m loan."

"Maintaining high standards may be a challenge in Belarus, which landed 127th place in Transparency International’s latest listing of 178 countries ranked in order of perceived corruption. But Russia fared even worse, coming in at 154th place between Papua New Guinea and Tajikistan."

Kemur mér á óvart að Hvíta Rússland með sitt sovéska skipulag teljist minna spillt - en það setur frekar þá óskaplega ótrúlegu spillingu sem viðgengst í Rússlandi í samhengi, en að það bendi til lítillar spillingar í Hvíta Rússlandi. En í Rússlandi virðist raunverulega ríkisstjórnin - embættismennirnir og mafían, hafa runnið í eitt. Að ekki sé verulega íkt, að segja að Rússlandi sé stýrt af glæpaklíku.

En, samt að vera ekki eins djúpt sokkið í spillingu er mikilvægt, og það að Eystrasalt-löndin komu sér úr slíku fari á sínum tíma, það var ekki auðvelt - en það tókst.

"In the shops, imported goods are seeing their prices soar. Once they are sold, they are often not restocked.

“These apples would have cost 3,000 roubles last month, now they’re going for 7,500. We change the price almost every day,” says Natalya, who runs a fruit stand in one of Minsk’s large outdoor markets."

Þarna er lýst dæmigerðu ástandi óðaverðbólgu. En, virkilega slæmu fréttirnar eru þó þær, að þegar vara selst upp, komi hún ekki endilega aftur í sölu.

En það bendir til þess, að ástandið sé að þróast yfir í skort.

"Belarus has seen its current account deficit soar to 16 per cent of GDP, and its foreign currency reserves have plummeted to less than $4bn, barely enough to cover one month of imports."

Það segir, að Hvíta Rússland sé cirka á þeim stað, sem Ísland var á 1947 þegar innflutningshaftakerfi var komið á fót. En, það var einmitt gert vegna þess að gjaldeyrisbyrgðir voru á þrotum eftir eyðslu áranna 2-ja á undan.

En viðskiptahalli þetta stór með gjaldeyrisbyrgðir u.þ.b. þrotnar, gefur einungis 2 valkosti þ.e. gengisfellingu eða innflutningshöft.

 "The central bank has refused an outright devaluation, which would restore competitiveness to Belarus’s limping exports, but also hit living standards, which could be politically dangerous. Instead, Belarus now has multiple exchange rates, ranging from the official central bank one of just over 3,000 to the dollar, to an unofficial interbank rate of about 10,000 to the dollar."

Samkvæmt þessu, er Hvíta Rússland að sigla inn í nákvæmlega sama eða nær nákvæmlega sama haftakerfið, og hér ríkti milli 1947 og 1959. En tilgangur mismunandi gengisskráninga, er að halda útflutningsgreinum gangandi, svo hagkerfið lendi ekki í stjórnlausu hruni aka Zimbabve. Formlega fær fólk laun greidd skv. opinbera genginu, sú hylling eða sjónhverfing er gefin af því að með þessu sé lífskjörum almennings viðhaldið, en þ.s. í reynd gerist -sbr. að verslanir taka ekki vörur í sölu aftur eftir að þær seljast- upp er að smám saman tæmast verslanir og vörur hætta að fást. Síðan, vegna þess að fólk þarf samt að kaupa þ.s. það vanhagar um, skapast smám saman vaxandi svartur markaður með varning - sem auðvitað er seldur gagnvart mun hærra verði eða lægra gengi en opinber skráning segir til um. Að auki, skapast svartur markaður fyrir gjaldeyri, þ.s. skipti eiga sér stað á mun óhagstæðara gengi, en hið opinbera. 

Hættan er að þetta magnar spillingu - þetta er mjög dýrt kerfi, og að auki að það í reynd ver ekki lífskjör.

Gengisfelling er í reynd betri leið - því þá sleppur hagkerfið við allt þetta svarta markaðs brask - hagkerfið sleppur einnig við vöruskortinn - aukning spillingar á sér ekki stað.

Það er hin grimma staðreynd, að þegar hagkerfi lendir í kreppu sleppur almenningur ekki.

"Belarus has been in increasingly dire economic straits for several years, as Russia ended its policy of selling it cheap crude and gas, part of which was re-exported to the west for a windfall profit. The regime attempted to continue the social bargain of providing full employment and decent salaries by conducting an extremely loose fiscal and monetary policy – which set off the current crisis."

Sósíalisma paradísin hans Lukashenko hætti að ganga upp, þegar Rússar þ.e. Putin ákváðu að hætta að halda henni uppi. Í stað þess að láta sverfa að, þá virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að halda áfram eins og ekkert væri, taka hallann að láni - vonast eftir kraftaverki.

Nú er þessi stefna komin að endimörkum.

"Last week, Russia shot down his hopes of a loan, but this week Lukashenko says that Belarus may be in line to get $6bn in help from Russia and other ex-Soviet republics.

He didn’t mention the price and it looks to be steep. The Russian press says that only $1bn of the money is in the form of a loan – the rest is payment for Belarus’s share of the natural gas pipeline running from Russia to the EU and one of the few strategic assets owned by Minsk."

Ef Lukashenko tekur þennan díl, þá selur hann eina helstu tekjulind sína. En, hann hefur skattlagt gegnumflæðið þ.e. frá Rússlandi til Evrópu.

Þetta gefur honum einungis skammtíma björgun - en gegn því að gera stöðu stjórnar hans lengra fram litið, enn erfiðari.

"Moscow is also likely to push for the privatisation of other key assets like the remaining refinery in Belarusian hands as well as mobile telephone networks and fertiliser plants.

“The government had hoped that there would be a lot of international interest in the 140 companies it is thinking of selling,” says Siarhei Chaly, an independent economist. Instead, only a handful of companies are interesting, and Russia is the likeliest buyer.

“The Russians are the only ones with leverage here,” says a western diplomat."

Það er ljóst að Rússar eru til í að hirða allar helstu eignir Hvít Rússneska ríkisins, fyrir slikk. Og það sama mun gerast, að þetta gefur Lukashenko einungis örlítið lengri heningaról. 

En, ef hann heldur síðan áfram að þverskallast, að taka hausinn upp úr sandinum - þá endar þetta algerlega óhjákvæmilega ílla.

En, meðan hann þverskallast við að viðurkenna að módelið sem ríkisstjórn hans vinnur undir getur ekki virkað, að gengisfelling og niðurskurður útgjalda er algerlega nauðsynlegar aðgerðir; þá endar þetta þannig fyrir rest að sala eigna dugar einungis til að fresta hruni - sem kemur alveg fyrir víst.

 

Niðurstaða

Ef Lukashenko tekur ekki hausinn upp úr sandinum, og sker á það Sovéska fyrirkomulag sem ríkt hefur í Hvíta Rússlandi alveg samfellt frá hruni Sovétríkjanna, svo það má nánast segja að Hvíta Rússland sé safn um stjórnarhætti gamla Sovétsins; þá endar það þannig að dæmið kemur til með að hrynja yfir hann, og síðan setja Rússar einhvern sér þægari undirseta til að stjórna.

Ég hélt að Lukashenko hefði meira stolt - en kannski er hann of heimskur til að geta skipt um stefnu, til að geta skipt um skoðun - kannski er hann eins og Erich Honecker.

Sorgleg útkoma, því landið er ekki það langt leitt, að útilokað sé að snúa við. En, þá má hann ekki afhenda Rússum þær eignir sem gefa af sér tekjur.

 

Kv.


Erum við Herúlar? Hef alltaf haft gaman af kenningu Barða Guðmundssonar!

Illugi Jökulsson, hefur síðustu daga, notað sigur Azerbaijan í Eurovision, sem átillu til að fjalla um hina fornu þjóð eða þjóðflokk Herúla. En, það hefur lengi verið uppi sú kenning að hér hafi sest sérstakur þjóðflokkur - miðað við þætti sem að fornu virðast hafa einkennt þann hóp sem settist hér að, í kjölfar sameiningar Haraldar Hárfagra á Noregi. En vísbendingar eru um að fjöldi fólks hafi flúið V-Noreg í kjölfar ósigurs sameinaðs herliðs andstæðinga Haralds í orustunni í Harðangursfirði 872.

 

Landnám Íslands!

  • Sumir telja vanda við þessa sýn, að fundist hafa sannanir fyrir byggð á Íslandi verulega fyrr, hugsanlega öld fyrr - og jafnvel umtalsverða byggð áratugum fyrr.
  • Landnám hafi því tekið mun lengri tíma - en áður hefur verið talið.

Á hinn bóginn, þarf þetta alls ekki að vera vandamál - en, landnám getur farið fram þannig að mismundandi hópar komi, af mismunandi ástæðum, á mismunandi tímum.

  • Að hér hafi verið nokkurt fjölmenni fyrir, getur verið ástæða þess, að Landnáma var skrifuð! 

Landnáma getur þá verið rétt að því leiti, að þeir höfðingjar sem þarf koma við sögu, hafi í reynd sest hér nokkurn veginn skv. þeirri tímalínu sem er líst, - en það hafi ekki verið rétt að þar hafi hvergi verið menn fyrir, heldur hafi þetta jafnvel í tilvikum verið hrein yfirtaka, innrás.

  • Hlutverk Landnámu, sé því í reynd sögufölsun.
  • Sagan sé í reynd rituð af sigurvegurunum, sem hingað hafi komið vopnaðir á víkingaskipum sínum, eftir ósigurinn fyrir Haraldi, ekki allir á sama tíma - en einhverjir komu nokkru seinna að því er virðist frá Írlandi - jafnvel N-Skotlandi, en í öllum tilvikum hafi þeir er þeir hingað komu, tekið landið af óvopnuðum íbúum sem fyrir voru, á þeim svæðum þ.s. fólk var fyrir. 
  • Landnáma hafi verið skrifuð, til að réttlæta þeirra eignarhald og um leið drottnun þeirra, og þeirra ættmenna, fyrir komandi kynslóðum.
  • Festa sem sagt, höfðingjaveldið í sessi - sem þeir skópu.
  • En sagnir eru um þrælahald - en þeir hafi frekar verið þeir sem fyrir voru, en að þeir hafi tekið fjölda þræla með sér, enda er takmarkað pláss á víkingaskipum, enda voru þeir að flytja með sér sitt fólk, sína húskarla - ásamt vistum, búsmunum og jafnvel búsmala. Vart pláss fyrir fj. þræla að auki.
  • Eftir að þrælahaldi lauk, hafi þeir sem fyrir voru skipað hóp fátækra smábænda - kotkarla og vinnufólks.

Ég veit ekki hvort nokkrum hefur dottið þessi útgáfa af sögunni til hugar, en hún er algerlega "consistent" við þeirra hegðun, sem má sjá er sigraði víkingaherinn tók yfir Eyjarnar Norður af Skotlandi, þ.s. þá voru enn samfélög Pikta, en þ.e. það síðasta sem fregnist af Piktum, en við yfirtökuna hverfa Piktar að því er virðist úr mannkynssögunni fyrir fullt og allt, sem bendir ekki endilega til að þeir hafi allir verið drepnir af aðkomufólki, heldur til þess að þeirra menning hafi algerlega verið lögð í rúst, útmáð.

Svipuð aðför hafi átt sér stað á Íslandi er þeir komu hingað, og þeirra menning -alveg eins og á S-Eyjum eins og þær voru af þeim kallaðar- orðið gersamlega drottnandi, og einnig tunga.

Drottnun þeirra yfir N-Skotlandi stóð yfir stutt, enda Skotland of fjölmennt til að þeir gætu náð þar yfirráðum til lengdar, og voru þeir víst hraktir þaðan innan fárra ára, eftir að Skotar sameinuðust gegn þeim. 

Á Írlandi voru þeir nokkru lengur, en þaðan einnig voru þeir hraktir eftir nokkra áratugi, og skv. Landnámu kom hópur þaðan, sem tók bólfestu á SV-landi. Auður Djúpúðga sem höfðingi, ásamt föruneyti. En, ég set fram þá kenningu, að það hafi í reynd verið innrás á það svæði - sem heppnaðist eins og annars staðar. En þ.e. þó ekki unnt að slá því föstu að það hafi fólk verið fyrir.

 

En voru þetta Herúlar?

Á þjóðflutningatímum, þá var mikið flakk á hópum germana. Það er hið minnsta alls ekki loku fyrir skotið, að á 8. og fram á 9. öld, hafi drottnað yfir V-Noregi, hópur herskás aðkomufólks er áður hafði hrakist annars staðar frá - sjálft. 

Þessi hópur getur þá hafa verið óvinsæll, af alþýðu - þannig að um leið og hann myndi bíða hernaðarlegann ósigur svo alvarlegann að drottnun hópsins á svæðinu væri á enda, þá ætti hópurinn ekki val um annað, en að hverfa á brott snarasta.

Hvort þetta voru Herúlar verður sennilega aldrei sannað!

En skemmtileg kenning er það engu að síður!

Og hún getur hið minnsta mögulega verið sönn!

Sjá umfjöllun Ílluga Jökulssonar:

Brutu niður Rómaveldi, en fluttust svo til Íslands?! - 17.5 2011

Eru Íslendingar komnir af Herúlum? - 16.5 2011

Við unnum Evróvísíon – af því við erum Aserar!

Wikipedia: Heruli

Ein skemmtileg tenging, er að þeir virðast hafa þjónað í her Miklagarðskeisara. En, sagnir eru um að a.m.k. einn ísl. höfðingjasonur hafi það gert um tíma. Hvort sem það gefur tengingu eða ekki.

 

 

Niðurstaða

Herúlakenningin, sennilega mun aldrei fá vísindalega viðurkenningu, þó Thor Heyerdal hafi talið hana líklega. 

En, mín skoðun hið minnsta er að líklega hafi höfðingjastéttin flust hingað með sitt hafurtask á milli 870 og 930, eins og sagt er í Landnámu, en þá hafi þeir tekið landið yfir eins og áður S-Eyjar voru teknar yfir frá Piktunum sem þar bjuggu fyrir og menning þeirra eyðilögð, útmáð með öllu.

Landnáma hafi verið skrifuð í pólitískum tilgangi, eins og lengi hefur verið talið, en á bakvið hafi legið umtalsvert dekkri tilgangur en menn hafa fram að þessu haldið, þ.e. að breiða yfir þ.s. í reynd hafi verið yfirtaka hér og þar um landið, á bestu og gjöfulustu svæðunum - "legitmice" yfirráð hins ráðandi/drottnandi hóps yfir landinu, skrifa sem sagt söguna skv. þeirra geðþótta, geðþótta sigurvegaranna og þannig, blinda komandi kynslóðum sýn á þ.s. í raun átti sér stað.

Hvað segja menn um þessa kenningu?

 

Kv.


Hvað þarf til svo Ísland geti tekið upp Evru?

Eins og þeir sem hafa lesið þetta blogg vita, þá er ég fremur skeptískur á að okkar hagkerfi eigi auðvelt með að þrífast innan annars gjaldmiðils en okkar eigin. En á hinn bóginn má snúa vandanum á hvolf.

Velta því upp hvað þarf til, að unnt sé að taka upp Evru eða einhvern annan gjaldmiðil, og láta það virka!

  • Mín greining á grunnvandanum er sára einföld, Ísland er sveiflukennt hagkerfi.
  • Evra í reynd myndi ekki skapa stöðugleika, því hún afnemur ekki hina undirliggjandi hagkerfissveiflu - þ.e. hið dæmigerða að verð geta hækkað eða lækkað, náttúran getur einnig spilað inn í og gerir.
  • Eins og Stiglitz sagði er hann var hér síðast, sem nú er orðið nokkuð síðan, þá á það við að í sveiflukenndu hagkerfi þarf einhver þáttur að taka sveifluna.
  • Valkostirnir eru ekki fjölmargir:
  1. Gengi.
  2. Laun.
  3. Hægt að setja innflutningshöft.
  4. Fjöldagjaldþrot og kreppa.

 

Valkostirnir eru í reynd 1 eða 2

Ef 1 er tekinn út, þarf að útfæra 2 þannig, að skapist sá sveigjanleiki er hagkerfið þarf.

  • Laun þurfa einfaldlega að lækka alveg sjálfvirkt skv. einhverri reikniformúlu, sem aðilar hafa fyrirfram komið sér saman um.
  • Þetta þarf að binda inn í lög, jafnvel stjórnarskrá, svo hámarks trúverðuleiki sé skapaður.
  • Væntanlega má formúlan gera ráð fyrir hækkun á móti, þegar sambærilegar hreyfingar eru í hina áttina.

Formúlan myndi hafa þjóðartekjur sem viðmið - þ.e. tekjur af öllu því sem selt er úr landi eða útlendingar kaupa hér, sem hér eru staddir.

Lækkun tekna, myndi sjálfvirkt leiða til lækkunar launa - á móti mættu laun hækka sjálfvirkt þegar þær hækka.

Það má vera, að þetta myndi þíða endalok eiginlegra kjarasamninga, þ.s. formúlan væri bundin í lög  eða jafnvel stjórnarskrá, væri þannig nokkuð sambærilegt við það fyrirkomulag sem ríkir um lánskjaravísitölu sem einnig er lögbundin.

Ef við viljum - getum við kallað þetta vísitölu: Kjaravísitalan!

 

Niðurstaða

Ég er þeirrar skoðunar að ofangreind leið, sé eina mögulega aðferðin til að unnt sé að láta upptöku annars gjaldmiðils en okkar eigin ganga upp, meðan hagkerfið er eins óstöðugt og það er.

En, ef þ.e. okkar niðurstaða að við viljum samt fara þessa leið, þá þarf slík upptaka ekki endilega vera í gegnum þá aðferð að ganga fyrst í ESB. 

Þá má vera að t.d. dollar væri betri kostur. En, faðir Evrunnar, Robert Mundell kom fram með þá ráðleggingu að taka einhliða upp dollar, sjá: Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!

Ég ætla ekki að tjá mig neitt sérstaklega um hans ráðleggingu, bendi einfaldlega um á mína umfjöllun með beinni tilvitnun í Mundell, en þær ástæður sem Mundell nefnir fyrir dollar frekar en evru koma þar fram.

 

Kv.


Hinn merkilegi 2-ja hraða vöxtur Evrópu skv. fréttum helgarinnar

Þessi mynd er tekin af vef Financal Times, sjá frétt "Solid finances help drive German economic revival" og aðra frétt "Germany powers eurozone growth", en myndin gefur mjög skýra mynd af stöðunni.

En rétt er að benda á, að verðbólga á Evrusvæðinu mælist í dag 2,6%.

Hagvöxtur undir 2,6% er því nettó samdráttur virði landsframleiðslu, þegar tekið er tillit til verðbólgu.

Miðað við þetta, sbr. bláu tölurnar er sýna spá AGS fyrir einstök lönd fyrir árið í heild, eru í reynd mjög fá lönd innan ESB og innan Evru, sem eru ekki í nettó lífskjarasamdrætti!

Nokkur aðildarlönd ESB eru ekki með í þessum tölum, vegna þess að þar er ekki enn búið að birta tölur fyrir 1. ársfjórðung 2011, svo þetta sýnir samanburð yfir þau lönd, þaðan sem tölur eru fram komnar.

http://im.media.ft.com/content/images/30eb3a9a-7d8c-11e0-b418-00144feabdc0.img

Ég bendi á töfluna "GDP compared with pre-crisis peak" en þar sést vel sá árangur sem Þjóðverjar eru sérstaklega ánægðir með, þ.e. sú staðreynd að skv. þessu eru þeir ásamt Bandaríkjunum búnir að vinna upp hagkerfistapið sem varð af kreppunni, þ.e. komnir upp fyrir þann stað þ.s. hagkerfi þeirra var fyrir kreppu.

Síðan þar fyrir neðan má sjá dæmi um hve nokkur lönd eiga langt í land með að ná aftur til sömu stöðu og fyrir kreppu!

Greina má 2 hópa ríkja:

  1. Þau sem hafa vöxt á 1. fjórðungi 2011 upp á 1% eða þaðan af meir.
  2. Þau lönd sem hafa vöxt á 1. fjórðungi 2011 innan við 1%, eða samdrátt.
  • Ein merkilegasta niðurstaðan er sennilega sú, að þó Þjóðverjar séu kallaðir vélin sem drífur Evrópu, þá er spá um vöxt þessa árs einungis cirka við spá um verðbólgu þessa árs á Evrusvæðinu, sem segir að lífskjör í Þýskalandi hvorki batna né versna.
  • Meirihluti Evrópu, verður þetta ár í nettó lífskjara skerðingu, þegar tekið er tillit til meðalverðbólgu Evrusvæðisins á bilinu 2,4% - 2,6%, en spá fyrir árið er lægri talan en þessa stundina mælist hún í hærri tölunni.
  • Atvinnuleysi í Þýskalandi, er þó skroppið saman niður fyrir atvinnuástandið fyrir kreppu, sem verður að teljast góður árangur, og vísbending um að laun í Þýskalandi muni sennilega hækka á næstu misserum, eftir því sem þrengist um aðgang eftir vinnuafli.
  • Hætta fyrir löndin með vöxt innan við 1% er, að Seðlabanki Evrópu muni ákveða að hækka vexti í annað sinn á þessu ári, við næstu mánaðamót. En vaxahækkun vegna útbreiddra skulda innan þeirra hagkerfa, myndi hafa öflug samdráttaráhrif - og jafnvel geta keyrt einhver þeirra yfir í samdrátt.
  • Sérstaklega sýnist manni Ítalía og Spánn í viðkvæmri stöðu, ef frekari vaxtahækkanir verða.
  • Þ.e. hugsanlegt áhættuatriði, meðan Grikkland - Írland og Portúgal, eru enn í skuldakrýsu og almennt talin af markaðinum, að vera ófær um að endurgreiða sínar skuldir.
  • En, kyrrstaða eða jafnvel samdráttur á Spáni og Ítalíu, gæti aukið hættuna á "contamination" þ.e. ekki síst þ.s. nú virðast standa yfir samningaviðræður um nýjan lánapakka til Grikkland upp á 60ma.€ - en ef staða Grikklands og hinna landanna heldur áfram að versna, getur ótti fjárfesta einnig beinst að Ítalíu og Spáni, sérstaklega ef vöxtur þar er enginn.

 

Niðurstaða

Jákvætt fyrir Evrópu auðvitað að hagvöxtur þar sé eitthvað að skána. En, best að gera ekki of mikið úr honum, en eftir allt saman er hagvöxtur þetta ár í Evrópu skv. spám einungis í örfáum löndum annaðhvort jafnt og verðbólga Evrusvæðis eða ofan við meðalverðbólgu svæðisins, sem skv. spám fyrir árið á að vera 2,4% en getur reynst eitthvað hærri skv. niðurstöðu sl. mánaðar er hún mældist 2,6%.

 

Kv.


Bíll framtíðarinnar?

Mjög margir spá því að rafmagnsbílar séu framtíðin, en jafnvel þeir allra - allra bestu, enn hafa nokkra galla sbr. sennilega sá besti Nissan Leaf , en í þessari video prófun á þeim bíl, er honum ekið þangað til hann deyr af rafmagnsleysi. Niðurstaða 74 enskar mílur eða rúml. 120km. Sjá einnig Nissan Leaf 80kW UK spec

Nissan Leaf 80kW UK spec:LED cluster is shaped to direct airflow away from the door morrors, reducing drag Niðurstaðan er, að þetta er prýðilegur annar bíll - en eiginlega ekki alveg nægilega praktískur sem eini bíll.

Í Bretlandi kostar hann svipað og ódýr útgáfa af BMW 300 línu, svo menn geta skoðað hvað ódýrasta útgáfa af BMW 300 dísil kostar hér, til að áætla líklegann prís á þennan Golf stærðar bíl.

Þetta er samt, velheppnað ökutæki - veitir akstursánægju, og er þá valkostur fyrir þá sem eiga peninga fyrir BMW 300, en vilja eiga bíl sem ekki hefur nokkra loftmengun, og þurfa ekki drægi að ráði umfram 100km. 

  • Í video prófuninni, er leitast við að nálgast það hvernig venjulegur ökumaður ekur bíl.
  • Þ.e. vifta er notuð á miðstöð, sem minnkar drægi. En ekki rafmagnsrúðuhitari eða útvarp.
  • Svokallað "eco mode" var ekki notað, sem minnkar hröðun umtalsvert og gerir hann minna skemmtilegann í akstri, á móti sparar rafmagn - en þeir álykta að þannig muni flestir aka.
  • Þetta skilar umtalsvert minna drægi, en þ.s. framleiðandi gefur upp sem mögulegt.
  • En, er alveg í anda við það, að framleiðendur venjulegra bensín- eða dísilfólksbíla, vanalega gefa upp eyðslutölur sem enginn venjulegur maður nær nokkru sinni.
  • Svo ég hallast að því, að þetta sé raunhæft!

 

Aðrir valkostir?

Margir myndu nefna blendingsbíla eða "hybrid". En, ég ætla að nefna bíl með fyrirkomulag sem gengur skrefinu lengra, þ.e. Chevrolet Volt. Sjá: 2011 Chevrolet Volt Road Test eða 2011 Chevrolet Volt Full Test - Road Test .

2011 Chevrolet Volt Hatchback

En, eins og t.d. Toyota Prius, þá getur hann ekið á rafmagni eingöngu. En, viðbótarskrefið sem stigið er, er að bensínvélin - þegar þú ert í rólegum akstri - fer í gang þegar rafgeymarnir tæmast, en starfar þá sem rafall þ.e. er ekki kúpluð inn í drifrásina. Á hinn bóginn, þá getur bíllinn kúplað hana inn, þannig að bæði bensínvél og rafmótor drífi bílinn í sameiningu eins og í Prius; en það gerist ef þú ert að flíta þér og gefur fulla eða nær fulla inngjöf.

Volt vísar þarna á næsta skref, þó hann klári það ekki alveg, þ.e. að vélin - bensín/dísil - sé ekki kúpluð inn í drifrás þ.e. starfi eingöngu sem rafall. En, þannig ætti að nást nær-hámarks skilvirkni út úr blendings eða "hybrid" kerfi.

 

En, er hægt að taka blendingsbíla enn eitt skref?

Já, þ.e. áhugaverð hugmynd frá Audi, sem þeir kalla "range extender" þ.e. að rafmagnsbíll sé með rafal í farteskinu sem geti verið lítil hefðbundin bensín- eða dísilvél, eða eins og í prufu eintaki Audi, eins rótor vankelvél sem vegur einungis 60 kg. og kemst fyrir undir gólfinu á skottinu, í staðinn fyrir varadekk.

Audi A1 12 kWh e-tron:The e-tron best lives up to the company's 'Vorsprung Durch Technik' mission statement

"The combination of a (three-hour) full battery charge from the household mains, and the petrol in the car’s three-gallon tank, gives a claimed 148mpg (1.9l/100km) on the upcoming EU electric vehicle test cycle."

Í staðinn, getur hann nýtt rafhlöðupakka sem sé helmingi minni og því helmingi ódýrari, en ef bíllinn gengi fyrir rafmagni eingöngu.

Vélin sé vísvitandi höfð of lítil til að geta haldið fullu í við það orkutap sem bíllinn verður fyrir, en fyrir bragðið fæst enn minni eyðsla en í blendingskerfi með stærri vél.

Að sögn Audi er um heildarsparnað að ræða, þ.e. litla vélin kosti minna en því sem nemur sparnaðinum af því, að hafa minni rafgeyma-pakka.

Mér sýnist þetta vera áhugaverð hugmynd - sennilega sé þetta eins langt og mögulegt sé að fara í því að minnka bensín- eða dísilnotkun, en vera enn að brenna bensíni eða dísil.

Ekki kom fram hvert drægið á að vera, en það fer klárlega eftir stærð rafgeyma-pakka vs. stærð vélar, en væntanlega stillanlegt á frekar víðu bili með því að hagræða þeim breitum.

 

Enn fleiri möguleikar!

Honda FCX Clarity - er orkuhlöðu (fuel cell) knúinn bíll, sem Honda hefur heimilað völdum hóp einstaklinga að nota sem einkabíl, í tilraunaskini. Þessi tilraun hefur staðið yfir í nokkur ár, en bíllinn hefur ekki verið settur í fjöldaframleiðslu. En, ennþá er tæknin nokkuð dýr. Hvert af 200 stikkjum raunkostaði um milljón dollara. 

2009 Honda FCX Clarity

En þessi bíll hefur samskonar drægi og fólk er vant í hefðbundnum bílum, og er algerlega eins þægilegur og hentugur. Verðið er þó enn, út úr kortinu. Enn vantar lausn til að framleiða vetni, með hagkvæmum hætti.

Ekki víst að sú lausn sé væntanlega alveg á næstunni.


Aðrar hugmyndir:

  •  Ræktað eldsneyti, en sú hugmynd er í reynd ekki sérlega sniðug ef hún felur í sér rækun æðri-plantna, vegna ótrúlegrar aukningar landnotkunar sem hún myndi hafa í för með sér, en því myndi fylgja fjölmörg umhverfisvandamál af öðru tagi, auk þess að matarverð myndi hækka mikið vegna hækkaðs verðlags á ræktarlandi. En, framtíð þessarar hugmyndar, liggur sennilega einkum í að nota smásægja þörunga, til að framleiða þann "bio"-massa sem til þarf. Þá má vera, að hægt sé að sameina eldsneytisframleiðslu skólphreinsun, þannig að skólphreinsunarkerfi stórborga samtímis framleiði umhverfisvænt eldsneyti. Þetta myndi draga mjög mikið úr slæmum umhverfisáhrifum, sem stafar af borgarmenningu mannkins.
  • Landbúnaður, getur framleitt metan sem bílvélar og landbúnaðartæki geta brennt.
  • Sólarorkuknúnir bílar. Þ.e. einungis fræðilega unnt, en ekki í reynd praktískt, nema hugsanlega til að auka e-h drægi rafmagnsbíla, að hafa sólarhlöður á ytra byrði, felldar inn í ytri byrðing. Fræðilega væri unnt, að hafa allan ytri byrðing bíls þannig, að efnið sjálft framleiddi rafmagn með sólarorku. En, fræðilega væri alveg hægt að setja slíka virkni í trefjaefni.


Niðurstaða

Á næstu árum munu sennilega bensín- og dísilbílar flestir þróast yfir í blendingsformið. Eins og kom fram að ofan, er nokkur sveigjanleiki mögulegur innan heildar klassa blendingsbíla. En sjálfsagt með þessum hætti, munum við hafa bensín- og dísilbíla a.m.k. næstu 20-30 árin. 

En, ef til vill lengur, sérstaklega ef umfangsmikil bio-eldsneytis framleiðsla hefst á því tímabili, með framþróun aðferða við það, að nýta smásægja þörunga til þess, sem krefst mjög mikið minna landrýmis en sú aðferðin að nýta æðri plöntur til slíkra hluta.

Það er ekki víst að vetnis-orkuhlöðu bíllinn komi nokkru sinni, þó tæknilega sé hann algerlega mögulegur, vegna vandræða við að gera framleiðslu á vetni skilvirka.

Metan verður sennilega alltaf hliðargrein, en meðfram öðru getur metanframleiðsla nýst vel einkum í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá nútíma landbúnaði.

Hreinir rafbílar, verða sennilega einnig ætíð hliðargrein. En sl. 100 ár hefur ekki tekist að auka drægi þeirra að nokkru umtalsverðu marki. Eins og að rafhlöðu tækni sé á vegg, sem hún komist ekki yfir.

 

Kv.


Barclays: Grikkland þarf 67% afskrift lána, og meðal skilahlutfall ríkisbréfa Grikklands verður 25,1%!

Þessi niðurstaða Barclays kemur mér ekki á óvart, hef heyrt þessa 67% tölu áður. En það er þó samt fengur af því, að glimta aðeins á analísu svo þekkts aðila á fjármálasviðinu!

Þeir sem hafa aðgang að vef FT: Argentina: the default scenario for Greece

NPV debt reduction in recent debt restructurings - Barclays Capital

Eins og myndin til hægri sýnir, þá er nauðsynleg afskrift skulda Grikklands, sú næst mesta af samanburðarlöndum.

En hæð súlanna sýnir hlutfall afskrifta, eftir ríkjum.

Eins og komið er fram, er afkriftin áætluð 67% skv. reiknireglu þeirri sem Barclays beitir!

Um daginn sagði Seðlabanki Evrópu, að afskrift skulda Grikklands komi ekki til greina, en benti á að grísku viðskiptabankarnir sem eiga mikið af grískum ríkisskuldabréfum, muni líklega verða gjaldþrota - auk þess að bankar víðs vegar um Evrópu myndu einnig tapa stórfé.

En, ég verð auðvitað að benda á, á móti að vegna augljóss skort á greiðslugetu Grikklands, séu hinir grísku bankar einfaldlega þá fyrir bragðið "labbandi lík" þannig séð, þ.e. þeim verði ekki forðað frá hruni, nema að utanaðkomandi aðilar bjargi þeim frá hruni. Sama geti átt um einhvern fj. banka í öðrum Evrópuríkjum.

Greece -- Combinations of fiscal adjustment and debt haircuts - Barclays Capital

Myndin hér til hægri sýnir að 12,8% sveifla frumjöfnuðar þarf til þess, að ríkissjóður Grikklands endurgreiði allar skuldir niður að 60% markinu.

Áhugavert er að íhuga til samanburðar upplísingar sem koma fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar fyrir þetta ár, en skv. því var bæting frumjöfnuðar frá 2009 = 4%, á þessu ári skal batinn milli ára vera 3,8% og nást fram smávegis afgangur á frumjöfnuði, 2,5% 2012 og síðan 2% 2013, er afgangur frumjafnaðar á að vera orðinn 5% af landsframleiðslu, þá planið að halda honum cirka á því bili næstu árin.

Punkturinn er að samanlagt er þetta:  12,3%.

Áhugavert, að Barclays skuli telja, að svo mikil leiðrétting frumjafnaðar í tilviki Grikklands sé líklega ekki gerleg, og miðað við myndina virðist Barclays ekki reikna með meira leiðréttingu frumjafnaðar sem praktískri en í kringum 7% af þjóðarframleiðslu.

Íhugunarvert í ljósi þess að AGS og ríkisstjórnin, virðast telja þetta fullkomlega gerlegt hérlendis!

Fjárlagafrumvarpið

  • "Miðað við afkomu ársins 2009 á rekstrargrunni og áætlaða afkomu í ár sem birt er í frumvarpinu verður bati á frumjöfnuði á árinu 2010 rétt um 4%,...Á næsta ári er stefnt að því að batinn á frumjöfnuðinum verði litlu minni, eða 3,8%, og að hann verði síðan nálægt 2,5% árið 2012 og um 2% árið 2013." bls. 24
  • "Á árinu 2013 er því gert ráð fyrir að afgangur á frumjöfnuði verði orðinn ríflega 5% af VLF og að afgangur á heildar-jöfnuði verði um 2,5%. Eftir það verði leitast við að halda afkomunni í því sem næst óbreyttu horfi þannig að jafnt og þétt verði unnt að lækka skuldabyrðina og draga þar með úr vaxtakostnaði." bls. 24

Preliminary recovery values under different primary balance and exit yields - Barclays Capital

Eins og sést hérna, miðað við niðurstöðu Barclays, að 67% afskrift skulda ríkissjóðs Grikklands sé þörf, þá sést vel að þá reiknast þeim að eigendur grískrar ríkisbréfa fái greitt fyrir rest á bilinu 25,1% - 28,1%.

"Twenty-five cents in the euro would be a landmark in the history of sovereign debt restructuring. Not only that, it’s really still not being priced either in Greek debt or CDS. In the latter market, recoveries of 40-45 have been more common."

Recovery rates on defaulted sovereign bond issuers - Moody's

Síðasta myndin er frá Moodies, og sýnir sögulegar endurheimtur ríkisbréfa, að afloknum ríkisgjaldþrotum.

Eins og sést, eru þau skil sem Barclays áætlar fyrir grísk ríkisbréf í lægri kantinum, miðað við það sögulega samhengi sem fram kemur.

Ef Barclays hefur rétt fyrir sér, en a.m.k. ber að sýna niðurstöðum sérfræðingateymis þess risafjármálafyrirtækis virðingu; þá er þetta ákveðinn áfellisdómur yfir Evrópu, að þar verði eitt af mestu fjárhagstöpum sögunnar miðað við skilahlutfall.

Grikkland er bara fyrst í röðinni, en markaðurinn er einnig haldinn sterktri vantrú á endurgreiðslugetu Írlands og Portúgals, þó markaðurinn sé ekki enn farinn að áætla tap neitt í líkingu við ofangreint áætlað tap af bréfum gríska ríkisins fyrir fjárfesta.

 

Niðurstaða

Ekki síst er áhugavert fyrir okkur, að sjá þessa niðurstöðu Barclays í samhengi, við áætlun ríkisstjórnar Íslands og AGS, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ársins 2011. En, þar virðist vera ráðgerð aðlögun fjárlaga upp á 12,3%. En í ljósi afstöðu Barclays til Grikklands, þ.s. þeir virðast telja aðlögun fjárlaga umfram 7,4% af landsframleiðslu ópraktíska; gefur manni ef til vill eina ástæðuna enn, til að efast um það hve praktískt séð möguleg markmið efnahagsáætlunar AGS og ríkisstjórnarinnar raunverulega eru.

 

Kv.


AGS segir að hagvöxtur á Íslandi verði með því lakasta sem þekkist meðal ríkja, sem hafa notið aðstoðar AGS!

Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti sem AGS birti á vef sínum fyrir skömmu, sjá IMF Survey . En þarna sést mjög vel að skv. spá fyrir þetta ár verður Ísland í hópi þeirra ríkja, sem hafa notið aðstoðar AGS, sem sýna einna hægastan hagvöxt - eftir að hagvöxtur hefst. 

Þetta virkilega ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart!

Ísland er nefnilega dregið niður af eftirfarandi þáttum:

  • Mjög miklum skuldum fyrirtækja en fyrir ári voru 50% lána til þeirra í vanskilum. 1/3 var með neikvæða eiginfjárstöðu. Enn, er eftir að ganga í gegnum endurskipulagninu megnisins af atvinnulífinu.
  • Gríðarlegum skuldum barnafjölskylda, sem miðað við líkega framvindu mun þíða að sú kynslóð barna sem er að alast upp, mun fá lakari tækifæri lélegri lífskjör en kynslóðin á undan.
  • Mestu gjaldeyrisskuldum ríkisins frá upphafi sem hlutfall tekna, sem neyða ríkið til að skera mikið niður, og hækka skatta - hvort tveggja samdráttar-aukandi.
  1. Ekki síst, raungjaldþrota bankakerfi. sem er sem dauð allt um kirkjandi hönd á fyrirtækjum og almenningi. (Ég vísa til 3. áfanga skýrslu AGS bls. 45)
  2. Hangandi yfir okkur sem Damoklesar-sverð; krónubréf - aflandskrónur + inneignir erlendra aðila í fjármálakerfinu af öðru tagi er vilja út er vitað, samtals nærri 1.200ma.kr.
  • Að lokum, miðin eru fullnýtt, ekki mikinn viðbótar hagvöxt þaðan að fá, álver á fullum afköstum - það eina sem virðist aukast er ferðamennska - en það dugar ekki eitt sér.

Svo er nokkuð undra að hagvaxtarforsendur séu ákaflega lélegar.

Stærsta vandamálið er hin óskaplega skuldsetning, - vandamál 2. er hin dauða hönd bankakerfisins.

Það þyrfti kraftaverk til þess, að út úr þessum ósköpum myndi koma umtalsverður hagvöxtur. Þess vegna, hafa allar yfirlísingar umtalsverðann hagvöxt verið svo ótrúverðugar. Meira að segja yfirlísingar um vöxt í kringum 2-3%. Jafnvel slíkur vöxtur virðist mér vart mögulegur. Heldur sé þetta ávísun á stöðnun þ.e. 0-1% vöxtur - það sé skárri útkoman, hin er áframhaldandi samdráttur - a.m.k. ekki minna líkleg.

 

Rifjum upp orð Þorbjörns Atla Sveinssonar hagfræðings - Krónan of sterk!

  • "Þorbjörn benti á að samanlögð krónustaða erlendra aðila nemi um 900 milljörðum króna."
  • "Þar af eru svokallaðar aflandskrónur 400 milljarðar, og innlendar eignir skilanefnda bankanna sem kröfuhafar þeirra fá í sinn hlut um 500 milljarðar."
  • "Að teknu tilliti til undirliggjandi gjaldeyrisflæðis krónunnar, skorti á „raunverulegum“ gjaldeyrisforða og takmarkaðs vilja Íslendinga til að selja erlendar eignir fyrir íslenskar krónur, mun verða afar erfitt að afnema gjaldeyrishöft á því tímabili sem Seðlabankinn hefur gefið sér. 
  • "En fyrir skömmu kynnti Seðlabankinn áætlun um afnám hafta, sem gildir á árunum 2011-2015."
  • "Endurgreiðslur af erlendum lánum eru þungar á næstu árum og endurfjármögnun er vart í augnsýn."
  • "Gjaldeyrisþörfinni verður að óbreyttu ekki mætt með öðru en veikingu krónunnar eða notkun á gjaldeyrisforða Seðlabankans."
  • "Þorbjörn benti á að gjaldeyrisforði Seðlabankans væri að langmestu leyti skuldsettur og til skamms tíma."
  • "Svigrúm Seðlabankans til gjaldeyriskaupa verður því afar lítið, nema talsverð veiking verði á gengi krónunnar. Því blasir við, að mati Þorbjörns, að krónan muni veikjast, nema aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum batni verulega á næstu tveimur árum."

 

Til samanburðar: Gjaldeyrisforði landsins skv. Seðlabanka Íslands!

"Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 765,4 ma.kr. í lok mars..."  

 

Ég held að það þurfi ekki frekari vitnan við, að sá forði er klárlega í minnsta lagi sbr. 900ma.kr. í eigu erlendra aðila, sem Ísland mun þurfa að glíma við - en hæsta máta er líklegt að þeir muni vilja skipta þeim krónum í gjaldeyri, sem sannarlega mun reina á forðann.

Þá er eftir að ræða um afborganir af AGS lánum, og öðrum skuldum ríkisins.

En, samt þá er ekki allt talið, því einnig þarf að gera ráð fyrir gjaldeyrisskuldum fyrirtækja sem starfa innan gjaldeyrisskapandi greina, en mjög erfitt verður fyrir ríkið að komast hjá því að þau nýti tekjur sem komast í þeirra hendur t.d. í gegnum sölu á fiski á erlendum markaði, til að greiða af skuldabréfi erlendis.

Með öðrum orðum, aðgangur ríkisins er langt í frá "exclusive".

 

Staða landsins er óskaplega erfið og viðkvæm!

Eftirfarandi kemur fram í nýjustu Peningamálum Seðlabanka:

  • "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu.  - bls. 38.
  • "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu."  - bls. 38.

 

Allt séð í samhengi - verður ekki í reynd séð að Ísland geti hækkað laun, jafnvel þó við séum einungis að tala um þær litlu launahækkanir, sem samið hefur verið um þ.e. 4% í ár og 3% næstu 2. ár.

En, að nettó viðskiptajöfnuður landsins skuli í reynd vera svo lítill, setur í samhengi hvað Þorbjörn átti við, þegar hann sagði svigrúm Seðlabanka að óbreittu til að kaupa á frekari gjaldeyri, vera lítið.

Munum einnig, að á næsta ári eiga afborganir af AGS lánapakka að hefjast - launahækkanir hafa tilhneygingu hér að leiða til aukins innflutnings sem minnkar gjaldeyrisafgang!

 

IMF Staff Report Iceland Fourth Review

..........................................2010.........2011........2012.........2013..........2014........2015

Nominal GDP (bln ISK)........1551.4.....1628.2......1726.2......1820.2......1934.2.....2052.7 

Extraordinary financing........51.3.........11.5.........-3.1..........-3.9..........-3.0..........-3.2

Kostnaður við greiðslur af AGS láni.....................51,8.ma....71.ma........58,03.........65,7

 

  • Sem sagt á árunum 2012- 2015 mun ríkið greiða frá 50ma.kr. upp í 70ma.kr. af AGS! 
  • Ég held ekki að það sé hægt að íkja neitt með því að segja, að hér er allt spennt út á istu nöf!

Með lélegar hagvaxtarforsendur - með klárlega ekki nægt fé á gjaldeyrissvarasjóði svo áfram mun þurfa að hafa mikinn brúttó afgang af gjaldeyrisviðskiptum - verður ekki annað sagt en að staðan sé óskaplega viðkvæm!

Verð að segja, að ég sé ekki að í reynd höfum við efni á nokkrum launahækkunum - ítreka það!

Ekki allra næstu árin a.m.k!

 

Niðurstaða

Góðir Íslendingar - við erum mitt í djúpri kreppu, og miðað við stöðuna heldur hún áfram næstu árin, ásamt stöðugum brottflutningi vinnandi handa og háum tölum yfir atvinnuleysi.

Til þess að sú staða verði önnur en nú er útlit fyrir, þarf eitthvað stórt að gerast!

Ekki er að sjá að bættra lífskjara sé að vænta allra næstu árin - frekari versnun kjara er líklegri sýnist mér en að þau fari að batna!

---------------------

Sennilega þurfum við að reisa þessi álver sem við höfum verið að rífast um, eftir allt saman!

 

Kv.


Reiknað með að Grikkland þurfi nýjann björgunarpakka, 60ma.€, ofan á fyrri 110ma.€ pakka og þ.e. einungis til að fleyta Grikklandi út 2013.

Þetta er sennilega líklegasta niðurstaðan, að ákveðið verði að veita Grikklandi annan björgunarpakka ofan á þann fyrri frá sl. ári, það verði lausnin að íta vandamálinu áfram út árið 2013. Hvað svo gerist 2014, góð spurning - ætli að þá verði ekki búinn til enn einn lánapakkinn. En, þetta virðist vera lausnin, að ef land er gjaldþrota veita því lán á háum vöxtum, og ef það virkar ekki - þá auðvitað enn eitt lánið ofan á það fyrra, og svo koll af kolli. Þetta er samt ekki örugg útkoma, því allir vita í reynd að ef Grikkland að mati markaða getur einungis borgað cirka 50% núverandi skulda, þá eru viðbótarlán - að brenna peningum. Andstaða við slíka notkun á skattfé Evrópubúa fer vaxandi.

 

Greece Says Audit Will Show €60 Billion Need :"Greece is projected to need around €27 billion in new assistance next year and another €32 billion in 2013." - "Among the options being discussed is extending Greece's current maturities..." - "A new memorandum of understanding may set state-owned properties as collateral, the official said." - ""I expect a new set of measures for Greece which will have a strict timeframe and guarantees that it will be seen through," the senior Greek government official said." - "The possibility that Greece could default on its debt next year without more external aid has created a new emergency for European governments, the European Commission and the European Central Bank."

 

Sko, þ.e. einmitt málið - að peningurinn frá björgunarsjóðnum klárast á næsta ári, og þá skv. áætlun á Grikkland að fara út á lánamarkaði, og fara að selja skuldir. En, skv. hinni bjartsýnu áætlun átti Grikkland að ná viðsnúningi á óskaplegum halla, ná að afnema halla á frumjöfnuði þ.e. áður en kostnaður af skuldum er reiknaður inn í dæmið, og þannig vinna nægt traust til að geta farið út á markaði á nýjann leik.

Þetta plan mjög klárlega mun ekki ganga upp, sannarlega hefur Grikkland minnkað halla á þessu eina ári úr 15% í cirka 10%, sem reyndar er ekki smár hlutur. En, að sá árangur sé samt fullkomlega ónógur - sýnir hvað planið var í reynd óraunhæft.

Sú hugmynd, að hafa ríkiseignir sem veð - minnir mann á sambærileg ákvæði Svavars samningsins alræmda.

Vegna vaxandi andstöðu skattborgara meðlima ríkja Evru, við það að aðstoða ríki í vanda með eigin skattfé; þá virðist sem að líklegt sé að Grikkjum verði gerð jafnvel enn stífari og harðari skilyrði en áður.

 

S&P moves to cut Greek credit rating :"Standard & Poor’s has cut Greece’s credit rating by two notches, warning that any voluntary debt restructuring by Athens would amount to a default." - "The downgrade to B, six notches into junk territory, comes after European politicians acknowledged publicly that Greece’s €110bn rescue package was insufficient and more help would be needed."

 

Takið eftir að skv. lækkun S&P er lánshæfi Grikklands komið 6 prik inn fyrir rusl.

Þ.e. rusl og 6 prik þar fyrir innan. Mega rusl :)

 

Greece in line of fire over inability to hit targets :"George Papaconstantinou, finance minister, came under pressure on Friday at an unscheduled meeting of eurozone finance ministers to work harder at implementing his €50bn privatisation programme, drawn up in February..." - "A senior European official involved in the meeting said: “The key issue was really to make clear to Papaconstantinou that Greece must deliver on privatisation and structural reforms ... The Europeans want sufficient guarantees that the privatisation programme will succeed.”" - "The finance ministry has outlined a list of disposals, including equity stakes in state-controlled utilities, concessions to operate regional ports and airports, and leases for development of state-owned land. A detailed timetable of sales will be included in the updated reform programme, together with revenue targets of €15bn by 2013 and the remainder by 2015." - "European officials believe a successful privatisation programme – which would bring in more than 20 per cent of GDP in new cash by 2015 – coupled with extra financial help could yet overcome fears over allocating Greece fresh funds." - "“The clock is ticking as to when Greece will run out of cash,” said Sony Kapoor, managing director of Re-Define, an economic consultancy." - "The senior European official warned a debt restructuring could be disastrous for Greek banks, which hold about €50bn in government bonds. “The ECB is vehemently against this and the Commission is also emphasising the risks of a chain reaction,” the official said. “People don’t see how messy and risky it can be. The domestic banking sector would melt down.”"

 

Það sem ég óttast, er að vegna andstöðu skattborgara meðlima landa Evru við það að láta Grikki fá meiri peninga, þá leiðist löndin til þess að setja Grikklandi svo ströng skilyrði - að þau skilyrði í reynd hrekji Grikki til að grípa til óyndisúrræðis.

Þá meina ég, að yfirgefa Evruna!

Jafnvel, þó mjög líklega fari þá þeirra eigið bankakerfi niður, eins og gerðist með okkar banka.

En ef skilyrðin eru of harkaleg, geta þau snúist í höndunum á aðildarlöndum Evrusvæðis, og hrundið Grikkjum í þá átt, sem þau vilja forðast. En, ástandið gæti orðið það slæmt, að hin leiðin - virðist ekki svo hræðileg eftir allt saman, þó hræðileg sé.

Takið eftir hve Grikkjum er gert að selja gríðarlega miklar eignir í eigu gríska ríkisins sbr. flugvelli, ríkisjárnbrautir, veitufyrirtæki o.s.frv. - á aðeins 3. árum.

Ath. þetta er inni verstu kreppu sem Grikkland hefur lent í síðan, á 4. áratugnum.

 

Greece: the tussle with Brussels :"It’s groundhog day in the eurozone....The bail-out has exacerbated Greece’s indebtedness problem; its re-entry to the debt markets as a sovereign borrower early next year, envisaged in the bail-out plan, looks impossible." - "To avoid having to restructure, Athens would have to implement even more comprehensive structural and social reforms than those that have already caused civil unrest, as well as a frankly unrealistic pledge to privatise €50bn of state assets by 2015. Greece needs to execute these measures if it is to exit its crippling crisis eventually; but they should not be done in fire-sale circumstances."

 

Það er einmitt málið - þetta er brunaútsala eigna gríska ríkisins. Reynið að gera ykkur í hugarlund hvernig ísl. þjóðin myndi við bregðast, ef AGS segði við okkur - þið verðið að selja Landsvirkjun og fáið ár til þess að koma því í verk. Það yrði allt vitlaust, og þ.e. einmitt þ.s. er að gerast í Grikklandi. Síðustu helgi, varð Papandreo að lofa starfsfólki gríska veitufyrirtækisins, að halda 51% eignarhlut - þegar starfsmenn hótuðu verkfalli og að slökkva ljósin í Grikklandi. Starfsfólk annarra þjónustufyrirtækja í eigu ríkisins, er ekki líklegt að bregðast betur við. 

Þegar fólkið sér að auki, að hraðinn á sölunni og auðvitað tímasetningin mitt í dýpstu kreppu í nútímasögu Grikklands, sem mun triggja léleg verð - í reynd að einkaaðilar komist yfir þau fyrir slikk. Mun andstaðan magnast og magnast, og magnast. 

Mér sýnist að kröfugerð sú er gríska stjórnin stendur frammi fyrir, og verður að flestum líkindum ítrekuð aftur, og mjög líklega nýjum kröfum bætt við að auki; sé nánast klæðskerasaumuð til að sannfæra Grikki, grísku þjóðina, um að gera uppreisn gegn sjálfu planinu; ákveða að fara eigin leið.

Það væri þá, að segja upp Evrunni og taka drögmuna upp að nýju, lofa bankakerfum álfunnar að verða fyrir höggi.

Verst að þeirra eigið bankakerfi, getur hrunið með í farvatninu. En, þegar fólki verður heitt í hamsi, Grikkir eru þekktir fyrir blóðhita, getur ímyslegt gerst.

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá, að það er ekki til nein góð lausn á vanda Grikklands. Landið er gjaldþrota. Meiri lán breita engu um það. Ekki verður staðan trúverðugri. Eina sem hugsanlega jákvætt fæst úr því, er meiri tími fyrir hin Evrópuríkin, til að búa sig undir óhjákvæmilegt hrun Grikklands. 

En, er það í reynd hagsmunir grikkja að bíða? Það er vitað, að á endanum mun Grikkland hrynja. Ef bankakerfi þeirra getur ekki lifað af hrun, er það þegar dauðvona hvort sem er - engin von til að halda því uppi, ef eina leiðin til þess, er að halda áfram að vinda upp á stöðu sem fullkomlega er öruggt að mun aldrei ganga.

Þá geta menn alveg eins tekið einn stórann uppskurð á draslið.

Það er hugsun sem mig grunar að geti orðið ofan á, hjá grísku þjóðinni - þegar hún fer í alvöru að skilja frammi fyrir hvaða afarkostum hún stendur.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband