Lukashenko forseti Hvíta Rússlands, á brún efnahagslegs hengiflugs. Óðaverðbólga, höft og vaxandi fjöldi mismunandi gengisskráninga, allt kunnugleg vandamál!

Lukashenko stendur frammi fyrir erfiðu vali, þ.e. að láta landið smám saman sökkva og verða að Zimbambve norðursins. Að koma efnahags Hvíta Rússlands inn í nútímann sem myndi innibera sambærilega efnahagsaðlögun og Eystrasaltslöndin framkvæmdu eftir að þau fengu sjálfstæði.

Að velja leið efnahagslegrar viðreisnar, myndi þíða að hann yrði að gefa eftir þá Sovésku ríkis-stýringu á efnahagslífinu, sem hefur þar verið - en landið hefur eiginlega framhaldið fyrirkomulagi sem stendur mjög nærri fyrirkomulagi ráðstjórnarríkjanna að flestu leiti undir hans stjórn.

Belarus – on the brink?

Ikea goes to Belarus, not Russia, to supply Russia

Fyrst aðeins um jákvæðu fréttina - að IKEA hefur ákveðið að setja upp miðstöð húsgagnaframleiðslu fyrir Rússlandsmarkað og Hvíta Rússland einnig, í Hvíta Rússlandi. Ástæða, IKEA hefur gefist upp á spillingunni í Rússlandi, og velur að koma sér fyrir í Hvíta Rússlandi í staðinn.

"Ingvar Kamprad, Ikea’s founder, was reported to have shed tears of despair after the company was forced to dismiss two of its top managers in Russia caught passing bribes to secure electricity supplies to a St Petersburg mall. “I sat in my old arm chair and I cried. I wept like a child because I was so sad,” he said, according to the Swedish newspaper Expressen."

"“There is a good supply of wood in Belarus and import from Belarus to Russia is free from import duties that would otherwise increase the price of Ikea furniture,” Ikea said in an emailed statement this week."

"At least 900 new jobs will be created in Mogilev as the new furniture cluster starts humming, according to the European Bank for Reconstruction and Development, which is supporting the venture with a €26m loan."

"Maintaining high standards may be a challenge in Belarus, which landed 127th place in Transparency International’s latest listing of 178 countries ranked in order of perceived corruption. But Russia fared even worse, coming in at 154th place between Papua New Guinea and Tajikistan."

Kemur mér á óvart að Hvíta Rússland með sitt sovéska skipulag teljist minna spillt - en það setur frekar þá óskaplega ótrúlegu spillingu sem viðgengst í Rússlandi í samhengi, en að það bendi til lítillar spillingar í Hvíta Rússlandi. En í Rússlandi virðist raunverulega ríkisstjórnin - embættismennirnir og mafían, hafa runnið í eitt. Að ekki sé verulega íkt, að segja að Rússlandi sé stýrt af glæpaklíku.

En, samt að vera ekki eins djúpt sokkið í spillingu er mikilvægt, og það að Eystrasalt-löndin komu sér úr slíku fari á sínum tíma, það var ekki auðvelt - en það tókst.

"In the shops, imported goods are seeing their prices soar. Once they are sold, they are often not restocked.

“These apples would have cost 3,000 roubles last month, now they’re going for 7,500. We change the price almost every day,” says Natalya, who runs a fruit stand in one of Minsk’s large outdoor markets."

Þarna er lýst dæmigerðu ástandi óðaverðbólgu. En, virkilega slæmu fréttirnar eru þó þær, að þegar vara selst upp, komi hún ekki endilega aftur í sölu.

En það bendir til þess, að ástandið sé að þróast yfir í skort.

"Belarus has seen its current account deficit soar to 16 per cent of GDP, and its foreign currency reserves have plummeted to less than $4bn, barely enough to cover one month of imports."

Það segir, að Hvíta Rússland sé cirka á þeim stað, sem Ísland var á 1947 þegar innflutningshaftakerfi var komið á fót. En, það var einmitt gert vegna þess að gjaldeyrisbyrgðir voru á þrotum eftir eyðslu áranna 2-ja á undan.

En viðskiptahalli þetta stór með gjaldeyrisbyrgðir u.þ.b. þrotnar, gefur einungis 2 valkosti þ.e. gengisfellingu eða innflutningshöft.

 "The central bank has refused an outright devaluation, which would restore competitiveness to Belarus’s limping exports, but also hit living standards, which could be politically dangerous. Instead, Belarus now has multiple exchange rates, ranging from the official central bank one of just over 3,000 to the dollar, to an unofficial interbank rate of about 10,000 to the dollar."

Samkvæmt þessu, er Hvíta Rússland að sigla inn í nákvæmlega sama eða nær nákvæmlega sama haftakerfið, og hér ríkti milli 1947 og 1959. En tilgangur mismunandi gengisskráninga, er að halda útflutningsgreinum gangandi, svo hagkerfið lendi ekki í stjórnlausu hruni aka Zimbabve. Formlega fær fólk laun greidd skv. opinbera genginu, sú hylling eða sjónhverfing er gefin af því að með þessu sé lífskjörum almennings viðhaldið, en þ.s. í reynd gerist -sbr. að verslanir taka ekki vörur í sölu aftur eftir að þær seljast- upp er að smám saman tæmast verslanir og vörur hætta að fást. Síðan, vegna þess að fólk þarf samt að kaupa þ.s. það vanhagar um, skapast smám saman vaxandi svartur markaður með varning - sem auðvitað er seldur gagnvart mun hærra verði eða lægra gengi en opinber skráning segir til um. Að auki, skapast svartur markaður fyrir gjaldeyri, þ.s. skipti eiga sér stað á mun óhagstæðara gengi, en hið opinbera. 

Hættan er að þetta magnar spillingu - þetta er mjög dýrt kerfi, og að auki að það í reynd ver ekki lífskjör.

Gengisfelling er í reynd betri leið - því þá sleppur hagkerfið við allt þetta svarta markaðs brask - hagkerfið sleppur einnig við vöruskortinn - aukning spillingar á sér ekki stað.

Það er hin grimma staðreynd, að þegar hagkerfi lendir í kreppu sleppur almenningur ekki.

"Belarus has been in increasingly dire economic straits for several years, as Russia ended its policy of selling it cheap crude and gas, part of which was re-exported to the west for a windfall profit. The regime attempted to continue the social bargain of providing full employment and decent salaries by conducting an extremely loose fiscal and monetary policy – which set off the current crisis."

Sósíalisma paradísin hans Lukashenko hætti að ganga upp, þegar Rússar þ.e. Putin ákváðu að hætta að halda henni uppi. Í stað þess að láta sverfa að, þá virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að halda áfram eins og ekkert væri, taka hallann að láni - vonast eftir kraftaverki.

Nú er þessi stefna komin að endimörkum.

"Last week, Russia shot down his hopes of a loan, but this week Lukashenko says that Belarus may be in line to get $6bn in help from Russia and other ex-Soviet republics.

He didn’t mention the price and it looks to be steep. The Russian press says that only $1bn of the money is in the form of a loan – the rest is payment for Belarus’s share of the natural gas pipeline running from Russia to the EU and one of the few strategic assets owned by Minsk."

Ef Lukashenko tekur þennan díl, þá selur hann eina helstu tekjulind sína. En, hann hefur skattlagt gegnumflæðið þ.e. frá Rússlandi til Evrópu.

Þetta gefur honum einungis skammtíma björgun - en gegn því að gera stöðu stjórnar hans lengra fram litið, enn erfiðari.

"Moscow is also likely to push for the privatisation of other key assets like the remaining refinery in Belarusian hands as well as mobile telephone networks and fertiliser plants.

“The government had hoped that there would be a lot of international interest in the 140 companies it is thinking of selling,” says Siarhei Chaly, an independent economist. Instead, only a handful of companies are interesting, and Russia is the likeliest buyer.

“The Russians are the only ones with leverage here,” says a western diplomat."

Það er ljóst að Rússar eru til í að hirða allar helstu eignir Hvít Rússneska ríkisins, fyrir slikk. Og það sama mun gerast, að þetta gefur Lukashenko einungis örlítið lengri heningaról. 

En, ef hann heldur síðan áfram að þverskallast, að taka hausinn upp úr sandinum - þá endar þetta algerlega óhjákvæmilega ílla.

En, meðan hann þverskallast við að viðurkenna að módelið sem ríkisstjórn hans vinnur undir getur ekki virkað, að gengisfelling og niðurskurður útgjalda er algerlega nauðsynlegar aðgerðir; þá endar þetta þannig fyrir rest að sala eigna dugar einungis til að fresta hruni - sem kemur alveg fyrir víst.

 

Niðurstaða

Ef Lukashenko tekur ekki hausinn upp úr sandinum, og sker á það Sovéska fyrirkomulag sem ríkt hefur í Hvíta Rússlandi alveg samfellt frá hruni Sovétríkjanna, svo það má nánast segja að Hvíta Rússland sé safn um stjórnarhætti gamla Sovétsins; þá endar það þannig að dæmið kemur til með að hrynja yfir hann, og síðan setja Rússar einhvern sér þægari undirseta til að stjórna.

Ég hélt að Lukashenko hefði meira stolt - en kannski er hann of heimskur til að geta skipt um stefnu, til að geta skipt um skoðun - kannski er hann eins og Erich Honecker.

Sorgleg útkoma, því landið er ekki það langt leitt, að útilokað sé að snúa við. En, þá má hann ekki afhenda Rússum þær eignir sem gefa af sér tekjur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband