AGS segir að hagvöxtur á Íslandi verði með því lakasta sem þekkist meðal ríkja, sem hafa notið aðstoðar AGS!

Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti sem AGS birti á vef sínum fyrir skömmu, sjá IMF Survey . En þarna sést mjög vel að skv. spá fyrir þetta ár verður Ísland í hópi þeirra ríkja, sem hafa notið aðstoðar AGS, sem sýna einna hægastan hagvöxt - eftir að hagvöxtur hefst. 

Þetta virkilega ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart!

Ísland er nefnilega dregið niður af eftirfarandi þáttum:

  • Mjög miklum skuldum fyrirtækja en fyrir ári voru 50% lána til þeirra í vanskilum. 1/3 var með neikvæða eiginfjárstöðu. Enn, er eftir að ganga í gegnum endurskipulagninu megnisins af atvinnulífinu.
  • Gríðarlegum skuldum barnafjölskylda, sem miðað við líkega framvindu mun þíða að sú kynslóð barna sem er að alast upp, mun fá lakari tækifæri lélegri lífskjör en kynslóðin á undan.
  • Mestu gjaldeyrisskuldum ríkisins frá upphafi sem hlutfall tekna, sem neyða ríkið til að skera mikið niður, og hækka skatta - hvort tveggja samdráttar-aukandi.
  1. Ekki síst, raungjaldþrota bankakerfi. sem er sem dauð allt um kirkjandi hönd á fyrirtækjum og almenningi. (Ég vísa til 3. áfanga skýrslu AGS bls. 45)
  2. Hangandi yfir okkur sem Damoklesar-sverð; krónubréf - aflandskrónur + inneignir erlendra aðila í fjármálakerfinu af öðru tagi er vilja út er vitað, samtals nærri 1.200ma.kr.
  • Að lokum, miðin eru fullnýtt, ekki mikinn viðbótar hagvöxt þaðan að fá, álver á fullum afköstum - það eina sem virðist aukast er ferðamennska - en það dugar ekki eitt sér.

Svo er nokkuð undra að hagvaxtarforsendur séu ákaflega lélegar.

Stærsta vandamálið er hin óskaplega skuldsetning, - vandamál 2. er hin dauða hönd bankakerfisins.

Það þyrfti kraftaverk til þess, að út úr þessum ósköpum myndi koma umtalsverður hagvöxtur. Þess vegna, hafa allar yfirlísingar umtalsverðann hagvöxt verið svo ótrúverðugar. Meira að segja yfirlísingar um vöxt í kringum 2-3%. Jafnvel slíkur vöxtur virðist mér vart mögulegur. Heldur sé þetta ávísun á stöðnun þ.e. 0-1% vöxtur - það sé skárri útkoman, hin er áframhaldandi samdráttur - a.m.k. ekki minna líkleg.

 

Rifjum upp orð Þorbjörns Atla Sveinssonar hagfræðings - Krónan of sterk!

  • "Þorbjörn benti á að samanlögð krónustaða erlendra aðila nemi um 900 milljörðum króna."
  • "Þar af eru svokallaðar aflandskrónur 400 milljarðar, og innlendar eignir skilanefnda bankanna sem kröfuhafar þeirra fá í sinn hlut um 500 milljarðar."
  • "Að teknu tilliti til undirliggjandi gjaldeyrisflæðis krónunnar, skorti á „raunverulegum“ gjaldeyrisforða og takmarkaðs vilja Íslendinga til að selja erlendar eignir fyrir íslenskar krónur, mun verða afar erfitt að afnema gjaldeyrishöft á því tímabili sem Seðlabankinn hefur gefið sér. 
  • "En fyrir skömmu kynnti Seðlabankinn áætlun um afnám hafta, sem gildir á árunum 2011-2015."
  • "Endurgreiðslur af erlendum lánum eru þungar á næstu árum og endurfjármögnun er vart í augnsýn."
  • "Gjaldeyrisþörfinni verður að óbreyttu ekki mætt með öðru en veikingu krónunnar eða notkun á gjaldeyrisforða Seðlabankans."
  • "Þorbjörn benti á að gjaldeyrisforði Seðlabankans væri að langmestu leyti skuldsettur og til skamms tíma."
  • "Svigrúm Seðlabankans til gjaldeyriskaupa verður því afar lítið, nema talsverð veiking verði á gengi krónunnar. Því blasir við, að mati Þorbjörns, að krónan muni veikjast, nema aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum batni verulega á næstu tveimur árum."

 

Til samanburðar: Gjaldeyrisforði landsins skv. Seðlabanka Íslands!

"Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 765,4 ma.kr. í lok mars..."  

 

Ég held að það þurfi ekki frekari vitnan við, að sá forði er klárlega í minnsta lagi sbr. 900ma.kr. í eigu erlendra aðila, sem Ísland mun þurfa að glíma við - en hæsta máta er líklegt að þeir muni vilja skipta þeim krónum í gjaldeyri, sem sannarlega mun reina á forðann.

Þá er eftir að ræða um afborganir af AGS lánum, og öðrum skuldum ríkisins.

En, samt þá er ekki allt talið, því einnig þarf að gera ráð fyrir gjaldeyrisskuldum fyrirtækja sem starfa innan gjaldeyrisskapandi greina, en mjög erfitt verður fyrir ríkið að komast hjá því að þau nýti tekjur sem komast í þeirra hendur t.d. í gegnum sölu á fiski á erlendum markaði, til að greiða af skuldabréfi erlendis.

Með öðrum orðum, aðgangur ríkisins er langt í frá "exclusive".

 

Staða landsins er óskaplega erfið og viðkvæm!

Eftirfarandi kemur fram í nýjustu Peningamálum Seðlabanka:

  • "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu.  - bls. 38.
  • "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu."  - bls. 38.

 

Allt séð í samhengi - verður ekki í reynd séð að Ísland geti hækkað laun, jafnvel þó við séum einungis að tala um þær litlu launahækkanir, sem samið hefur verið um þ.e. 4% í ár og 3% næstu 2. ár.

En, að nettó viðskiptajöfnuður landsins skuli í reynd vera svo lítill, setur í samhengi hvað Þorbjörn átti við, þegar hann sagði svigrúm Seðlabanka að óbreittu til að kaupa á frekari gjaldeyri, vera lítið.

Munum einnig, að á næsta ári eiga afborganir af AGS lánapakka að hefjast - launahækkanir hafa tilhneygingu hér að leiða til aukins innflutnings sem minnkar gjaldeyrisafgang!

 

IMF Staff Report Iceland Fourth Review

..........................................2010.........2011........2012.........2013..........2014........2015

Nominal GDP (bln ISK)........1551.4.....1628.2......1726.2......1820.2......1934.2.....2052.7 

Extraordinary financing........51.3.........11.5.........-3.1..........-3.9..........-3.0..........-3.2

Kostnaður við greiðslur af AGS láni.....................51,8.ma....71.ma........58,03.........65,7

 

  • Sem sagt á árunum 2012- 2015 mun ríkið greiða frá 50ma.kr. upp í 70ma.kr. af AGS! 
  • Ég held ekki að það sé hægt að íkja neitt með því að segja, að hér er allt spennt út á istu nöf!

Með lélegar hagvaxtarforsendur - með klárlega ekki nægt fé á gjaldeyrissvarasjóði svo áfram mun þurfa að hafa mikinn brúttó afgang af gjaldeyrisviðskiptum - verður ekki annað sagt en að staðan sé óskaplega viðkvæm!

Verð að segja, að ég sé ekki að í reynd höfum við efni á nokkrum launahækkunum - ítreka það!

Ekki allra næstu árin a.m.k!

 

Niðurstaða

Góðir Íslendingar - við erum mitt í djúpri kreppu, og miðað við stöðuna heldur hún áfram næstu árin, ásamt stöðugum brottflutningi vinnandi handa og háum tölum yfir atvinnuleysi.

Til þess að sú staða verði önnur en nú er útlit fyrir, þarf eitthvað stórt að gerast!

Ekki er að sjá að bættra lífskjara sé að vænta allra næstu árin - frekari versnun kjara er líklegri sýnist mér en að þau fari að batna!

---------------------

Sennilega þurfum við að reisa þessi álver sem við höfum verið að rífast um, eftir allt saman!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mér fannst það svolítið sláandi að þú skyldir skrifa:

"Allt séð í samhengi - verður ekki í reynd séð að Ísland geti hækkað laun, jafnvel þó við séum einungis að tala um þær litlu launahækkanir, sem samið hefur verið um þ.e. 4% í ár og 3% næstu 2. ár."

Í flestum þróuðum löndum þættu slíkar launahækkanir mjög miklar. Þeim sem finnast slíkar hækkanir litlar gera það líklega vegna þess að þeir hafa lifað áratugum saman í verðbólguþjóðfélagi og það erfitt að slíta sig frá þeim hugsunarhætti sem því fylgir.

Ég velti því fyrir mér hvernig staðan verður ef evran verður tekin upp. Þá verður ekki lengur hægt að hækka launin x% or lækka gengið x% og enda á sama stað.

Hörður Þórðarson, 12.5.2011 kl. 04:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt, þetta var eiginlega eftirgjöf hjá mér gagnvart þeim almannaróm, að þetta væru litlar hækkanir. Á sumum mátti skilja að nú ætti helst að sækja allt lífskjaratapið í einum rikk.

En, við verðum að fara að trappa okkur niður, ef við viljum minni óstöðugleika og verðbólgu í framtíðinni - skilja að landið í reynd hefur ekki pening fyrir launahækkunum umfram tekjuhækkun sjálfs hagkerfisins.

-----------------------

Akkúrat, og þá getur reynst fjandanum erfiðara að auki, að bregðast við því ef útflutningsverð lækka samtímis á áli og fiski sem dæmi, þó hagkerfið geti ef gleypts skammtímasveiflu sem væri ekki umfram 10% þá gildir annað um t.d. 3. ára samfellda sveiflu.

En, það að einungis Írum hafi tekist að beita verðhjöðnun launa til að snúa viðskiptahalla yfir í hagnað, ekki beinlínis fyllir manni öryggiskenn um að Ísland sé fært um að búa við slíka spennitreyju.

En, við myndum endast mun skemur en Portúgalar, í ástandi viðvarandi viðskiptahalla - en sögulega séð veldur viðskiptahallai alltaf vandræðum hér innan 2-3. ára, þannig að við hefðum ekki þeirra úthald í rúman áratug.

En hafandi í huga, hve innra hagkerfið hér er agnarlítið, mjög lítill hluti starfa í reynd haldið uppi af innlendri framleiðslu fyrir innanlands markað, er byggist á innlendum hráefnum; þá vantar eiginlega hér þann böffer fyrir utanaðkomandi sveiflum, sem umtalsvert innra hagkerfi er í flestum ríkjum. Sem gerir okkur óskaplega viðkvæm fyrir sveiflum í viðskiptajöfnuði.

Þetta er að mínu viti eitt lykilatriðið í því, að gera Evruaðild mjög prakístk séð erfiða fyrir okkur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.5.2011 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 846640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband