Á hvaða tímapunkti yrði landið greiðsluþrota? Áhættan fyrir okkur innan ERM II!

Það er draumur margra hér, að finna stöðugleika innan Evru. En, áður en þangað er komið þarf að algeru lágmarki, að vera innan ERM II í 2. ár. En, þar innan njóta gjaldmiðlar stuðnings Seðlabanka Evrópu. Þetta er þó ekki ókeypis stuðningur, eins og margir virðast halda, heldur eru þetta lán frá Seðlabanka Evrópu - sem fræðilega geta verið ótakmörkuð en af augljósum ástæðum geta í reynd ekki verið það. En ekkert land, getur auðvitað skuldað ótakmarkað.

Síðan, semja löndin vanalega um frekari aðgang að skammtímalánum Seðlabanka Evrópu þ.e. um vissan kvóta sem hvert land fær, sem lönd geta hagnýtt sér til að styðja við nálgun þrengri marka. 

Síðan má reikna með, að land hafi eigin gjaldeyrisforða - en almennt er reiknað með að lönd nýti slíkann forða fyrst og fremst, við það verkefni að halda gjaldmiðlinum algerlega stöðugum - þau 2. ár að algeru lágmarki, sem krafa er um - þá meina ég algerlega stöðugum, engin sveifla.

 

Ég rakst á grein eftir áhugaverðann Pólskan hagfræðing:

Michal Brzoza-Brzezina: Designing Poland's Macroeconomic Strategy on the Way to the Euro Area

Ég bendi á umfjöllun hans á bls. 17.

  • Sko, vandinn sem við eigum við hérlendis, er að tekjur þær sem standa undir öllum lífskjörum eru af 3. meginrótum þ.e. sjávarútv. um 40% vöruútfl. og orkufrekur iðnaður cirka 40% vöruútfl., síðan er það ferðamennska; samanlagt sjá þessar greinar okkur fyrir rúml. 90% gjaldeyristekna.
  • Þær tekjur eru undirstaða alls annars rekstrar hér, fyrir utan hátæknigreinar sem skaffa um 2% gjaldeyristekna, og lyfjaiðnaðar sem skaffar aðeins meira. Aðrir þættir mælast óverulegir. En, taka ber fram að megni svokallaðra skapandi greina, er framlag hátæknigreina.
  • Fyrir utan landbúnað, er nær engin framleiðsla til innanlandsnota sem fram fer, þ.s. innflutt hráefni er ekki umfram 50%. 
  • Það má segja, að nær öll starfsemi hér, grundvallist á megingreinunum 3.
  • Þar með talið, starfsemi á vegum ríkis og sveitarfélaga, í verslunargeiranum, og flest framleiðsla önnur (því oftast nær byggist sú framleiðsla á innfluttum hráefnum).

Það sem virkilega flækir málið, þegar kemur að vandanum við að ná í gegnum ERM II ferlið, sem hugmynd er uppi um að komast inn í sem allra - allra fyrst; er að sveiflur í okkar megingreinum koma mjög oft að utan - eru því ekki á valdi stjórnvalda.

Að auki, geta átt sér stað náttúrufarslegar sveiflur sem valda erfiðleikum í megingreinum, sem ekki eru heldur á valdi stjórnvalda.

Stjórnvöld geta því gert allt rétt frá efnahagslegum sjónarhól séð - en samt lent í vandræðum.

Til viðbótar má bæta, að vegna þess að hagkerfi okkar er óskaplega háð útflutningi því hann er grundvöllur allrar velferðar hér - þá vegur halli á viðskiptajöfnuði mjög þungt hér.

Okkur vantar í reynd þann "buffer" sem stærri lönd hafa, í formi umtalsverðs framleiðsluhagkerfis, sem nýtir innlend hráefni til framleiðslu fyrir innanlandsmarkað.

Vegna algerrar vöntunar slíkrar sveiflu temprunar, er eina leiðin til að standa straum af skuldum við erlenda aðila bein lækkun lífskjara; og þá ógnar söfnun skulda í hvaða formi sem er við erlenda aðila mjög hratt hagkerfislegri og efnahagslegi stöðu.

 

Málið er, sem ég er að velta fyrir mér, er hvað gerist ef Ísland lendir í dæmigerðu tekjusjokki vegna vegna minnkunar tekna frá einhverri megingrein, innan ERM II?

  • Ísland hefur nokkru sinni lent í tekjusjokki af stærð, sem er umfram vikmörk ERM II sem eru +/-15%. 
  • Síðast, þ.e. bankahrunið þá minnkar þjóðarframleiðslan um - eerk - 40%.
  • Það er reyndar það dramatískasta sem fram að þessu hefur gerst í okkar hagkerfissögu.
  • En sjökk á stærðargráðunni á bilinu 20% - 30% hafa átt sér stað nokkrum sinnum.
  • Hægt er að bregðast við slíku sjokki fræðilega, með snöggri launalækkun þvert yfir hagkerfið, og þá þyrfti ríkið að hafa fyrirfram helst undirbúið jarðveginn fyrir slíka lækkun, með því að gera fyrirfram kjarasamninga, sem heimila slíka lækkun launa við slíkar aðstæður - helst þarf þetta að virka alveg sjálfvirkt.
  • Annar möguleiki væri, að ef ríkið hefur ekki verið það forsjált eða ef aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki viljað samþykkja slíka fyrirfram samninga, að ríkið leiti eftir samþykki aðila vinnumarkaðarins fyrir slíkri launalækkun.
  • Slíkt er þó ekki talið auðvelt í praxís, en launamenn eðli sínu skv. eru tregir til að sjá kjör sín versna, og líklegir til að hafna slíkri bón ef þeir hafa val.
  • Þetta sést einnig á Grikklandi, Írlandi og Portúgal. En einungis Írum hefur tekist, að lækka laun í núverandi efnahagskrýsu, þannig að hagkerfið er farið að sýna fyrstu teikn um að vera farið að rétta við sér.
  • 1 dæmi af 3. fyllir mann ekki öryggiskennd um að, slík leið muni vera fær.
  • Fræðilega hefur ríkið aðgang að ótakmörkuðum 3. ára skammtímalánum frá Seðlabanka Evrópu, til þess að verja gjaldmiðilinn því að falla umfram +/-15% vikmörkin.
  • En klárt er að í reynd, þá getur ísl. ríkið ekki tekið í praxís óendanleg lán, til að verja krónuna falli, ef hún falla vill.
  • Ef t.d. hagkerfið verður fyrir höggi innan ERM II og sveiflan í gjaldeyristekjum er 25% þá ætti krónan vilja falla um þá prósentu öllu að jöfnu, en þ.e. þá umfram vikmörk - sem þíðir að ef Ísland á þá ekki sjálft digrann gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum, þá þarf ríkið að fá lán frá ECB í gegnum Seðlabankann fyrir þessu.
  • Ef við erum ekki að tala um skammtímasveiflu um nokkrar vikur, heldur lækkun sem mun taka lengri tíma að ganga til baka, þá mun stöðugt þurfa að dæla inn peningum til að styrkja krónuna - alveg stöðugt mánuð eftir mánuð.
  • Ef aðilar vinnumarkaðar eru ekki til í að koma til móts við ríkið, og lækka laun t.d. um 15-20%, þá verður hagkerfið stöðugt með viðskipta-halla á sama tíma og ríkið verður í hraðri skuldahækkun vegna stöðugrar lántöku frá Seðlabanka Evrópu.


Þá kemur "crunch" óhjákvæmilega á einhverjum tímapunkti, þ.e. að landið verður að hætta í ERM II. Síðan bætist annað við, að ef skuldir hafa safnast á ríkið að verulegu leiti, þá verður ríkið eins og í dag, að skera niður útgjöld og hækka skatta. En að auki, eins og í dag, þá yrði ríkið ásamt Seðlabankanum að viðhalda lággengisstefnu, því hér er eina leiðin til að greiða til baka skuldir við erlenda aðila sú, að halda niðri lífskjörum að nægilegu marki, svo nægur afgangur á viðskiptajöfnuði skapist fyrir afborgunum af skuldum.

Ath. þarna geri ég ekki ráð fyrir neinum eiginlegum efnahags mistökum. Einungis óheppni þ.e. að stór óhagstæð verðsveifla verði erlendis, sem hafi umtalsverð neikvæð áhrif á okkar gjaldeyristekjustöðu.

Áhættan sem svo ríkið tekur, ef það leitast við að halda landinu innan ERM II, ekki tekst að fá aðila vinnumarkaðar til að samþykkja nægilega launalækkun; er að óviðráðanleg aukning skulda fyrir rest hrekji ríkið út úr ERM II og síðan sitji landið eftir með sárt ennið og margra ára erfitt skuldabasl.

 

Niðurstaða

Ég endurtek þ.s. ég sagði nýlega, að eina leiðin til þess að Evruaðild geti gengið upp, er að hér verði komið á reglu, sem tryggi að laun lækki eins sjálfvirkt og gengið gerir í dag, þegar stórt tekjusjokk verður hjá okkar aðaltekjuskapandi atvinnuvegum. Síðan, tel ég mig hafa sýnt fram á, að ERM II aðild okkar án slíks fyrirkomulags, væri rússnesk rúlletta. En, það væri síðan einnig Evruaðildin sjálf.

Tek fram, að ég tel að Ísland geti staðið sig mikið betur en fram að þessu, við það að stýra eigin gjaldmiðli. Að í ljósi reynslunnar sé margt sem hægt er að gera, til þess að forðast tiltekin klassísk vandamál. Það sé alveg valkostur!



Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""En ekkert land, getur auðvitað skuldað ótakmarkað.""

Ég held að þetta sé ekki rétt nema þá í þeim skilningi að að ótakmarkað, infinity ? er ekki til í bókfærslu og því ekki hægt að bókfæra það.

Ef vextirnir eru óendanlega lágir og láninð til óendanlega langs tíma þá verða óendanlega miklar skuldir sjálfbærar.

í reynd er þetta að gerast  gerst í Japan. Þeir eru að vísu ekki komnir í ? enda tekur það ? langan tíma .

En annars fín greining á hættunni við  ERM II.

það má kannski bæta við þetta að ef samnigar eiga að lækka laun við þessar aðstæður þá þurfa þeir lík að lækka  þau nógu mikið og vand séð hvernig hægt er að reikna það út þannig að öruggt sé.

Guðmundur Jónsson, 20.5.2011 kl. 10:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Óendanlegt merkið virðist ekki vera til á blog.is og kerfið setur spurningamerki í staðin 

? = óendanleg   

Guðmundur Jónsson, 20.5.2011 kl. 10:16

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vandi flestra er hráefnisleysi, orkuleysi, ferðmannaleysi.  Vandin hér er að byggja okkar velferðarforsendur á okkur eigin grunni. Að mati ýmis lykilaðila t.d. í ESB eða gera það við gerum best.  Hér er gert út á fjármagnsveltu, ég veit það gildir almennt.  Stöðuleiki felst í að hámarka innri hagnað, þekking sem skortir hér.  Hér má hámarka fjölda þeirra sem byggja hávirðisauka rekstur á íslenskun hráefni og orku. Hámarka útfluttning  á sömu fullvinnslu inn á sem flesta hátekju markaði heimsins, á sem fjölbreyttustu formi.  Einfalt verður flókið og fjölbreytt. Grisja niður rekstur sem er gjaldeyrisfrekur og ekki virðisaukaskapandi innanlands.   Forgangs raða á öllum tímum með áhersluna inn á við. Almenningur þar húsnæði, klæði og fæði, þetta er ekki skort vandamál hér.  Eina vandamálið  hér er skuldsetning í krafti veltudýrkunnar. Ranghugmyndir um raunvaxtakröfu í alþjóða samhengi.   Eigin gjaldmiðill í augum ESB er heimild til að innlendar lántöku til greiða niður útflutning í innri keppni meðlima Ríkja. Flokkast sem yfirdráttur. Val möguleiki sem hér ekki er meðvitaður höfuðglæpur, yfirdráttur eða fara fram úr árs fjárlögum, fimm ára fjárlögum eða jafvel 30 ár fjárlögum.  Eigin gjaldmiðill  er ekki heimild til erlendrar lántöku, í ESB.  Annars mun ríkja frelsi innan ESB.  Taka upp evru skapar traust hjá Miðstýringunni í ESB Seðlabanka EU, þá selur hann okkur evru skammt  miðað við 5 ára uppkjör á raunþjóðartekum.  Umframagnið er líka reiknað með. Við fáum það sem við þurfum að evru til viðhalda okkar innra hagkefri.  Ávinngurinn af því er að þau ríki sem auka heildar innri hagvöxt hlutfallslega mest, hagnast hlutfallslega mest af evru sölu í öllum ríkjum.   Það er alveg augljóst mál að hér telja aðilar að í ESB sé grunnurinn frelsi frumskóarins, ESB er skipt upp í sameiginlega Miðstýrðan lávirðisauka grunn  [VAT max max 3,0%?].  til tryggingar innri hagvaxtar uppbyggingu í Meðlima Ríkjum.   Við inngöngu liggur fyrir hvað við gerum best í grunninum, við gefum frá okkur ýmislegt sem varðar grunninn og önnur ríkji gera betur, og fáum ýislegt í staðin í samræmi við það sem við gerum best.   Sagt út í loftið þá er velta þessa grunns kanski 80 % af heildar veltu ESB.  Þetta er stöðuleikinn með fáum eignaraðilum og litluma mannafala, og einföldum stýrireglum. 20 % er svo óstöðuleikin og tækifæri til auka sinn innri hagnað.    Grunnur í ESB er aðalatriði, þetta er ekki spruning um framsali á valdi yfir grunninu, þar sem grunnurinn er ekki breytanlegur hefur þetta ekki með val eða vald að gera.  Þetta er grunnhugsun ráðandi aðila EU. Skilja á milli þess sem er hægt að fastsetja og einfaldi rekstri og skilja frá hinu sem er ekki þess eðlis.   Föst útgjöld heimilsins eru valbundinn, minni hlutinn er valfrjáls.  Þetta kerfi er mjög rökrétt og agað.  Hinsvegar tel ég ekki að þetta falli í kramið hér. Íslendingar þurfa fyrst að temja sér  að sætta sig við það sem þeir geta ekki breytt. Þetta er örugglega minna frelsi til athafna en Íslendingar hafa þekkt eða vanist almennt hingað til.

ESB bíður örugglega að Meðlima Ríki taki allt eða ekkert. Höfnun á aðalatriðum er tekið sem virðingarleysi við Miðstýringuna og Meðlima ríki hennar. Negla niður stöðuleikann.  Flest ríki ESB í dag líta á þetta sem best og eina valkost sem þau hafa haft, og munu hafa um aldur og ævi.  Það tekur tíma að temja þá sem hafa vanist minni aga.

Júlíus Björnsson, 20.5.2011 kl. 13:01

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

""In case of an instant specula-tive pressure against a member’s currency, the ECB can provide a very short term lending facility. However, the intervention requirement can be suspended if the intervention is in contradiction with the primary objective of the ECB or the na-tional central bank. ""

Það er stöðugt verið að telja fólki trú um, að Seðlabanki Evrópu, sé einhvers konar "free ride" fyrirkomulag. En sjá hérna að ofan.

Hvort er líklegra, að lönd sem vilja inn borgi sjálf kostnað við eigin aðlögun? En eins og sagt er, ber hver og einn virðingu fyrir því sem hann eða hún sjálf eða sjálfur vann fyrir.

Eða, að Þjóðverjar og Weber seðlabankastjóri (ath. þjóðverjar höfnuðu á sínum tíma að setja á fót neyðarsjóð er undirbúningur undir stofnun Evru var í gangi því þeir óttuðust að þá fengu þeir reikninginn af sukki annarra þjóða) hafi samþykkt "free ride" þ.s. aðildarlöndin bera kostnaðinn af aðlögun nýs aðilarlands að Evru, í gegnum ECB?

En aðildarlöndin bera ábyrgð á hinum sameiginlega Seðlabanka, og Þjóðverjar stærsta hagkerfið mest. Þeir hafa alltaf verið tregir til að borga reikninga annarra.

En, að sjálfsögðu er engin sanngyrni í því, að aðildarlöndin fyrir borgi fyrir aðlögun nýrra landa.

Málið er, að einmitt í því að löndin innan ERM II sjálf borga fyrir aðlögunina að Evru, felst skóli.

Engin fer í gegn óbarinn biskup - má kannski snúa út úr gömlu máltæki.

------------------

Þ.s. ég er að segja, er að tengingin mun aldrei bera meira traust, en það lánstraust Ísland hefur.

Ekkert instant traust á "no time" eins og stöðugt er íjað að.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.5.2011 kl. 15:56

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er búin lesa lög EU um Seðlabanka EU,  1. hann er hagstjórnatól  hæfmeirihluta Commissionarinnar í Brussel, sem er ekki kosin lýræðslegri kosningu  held tilnefnd  að lykil ríkjum. Úr hópi umsækjand sem greinlega verða velja hollustu við ESB meira en sitt eigið ríki til að verða valdir.

Fjárfestingabanki EU [er þrautavarsjóður] 50% eign Frakka og Þjóðverja  er annað hagstjónartól Commissionarinnar.   

Aðferir slíkra tóla er stjórna fjármagnflæði í megin dráttum, með meðmælum og sölu trygginga. 

Undir Seðlabanka ESB er svo þjóðarSeðlabankakerfi Evru Ríkja.

Commission markar aðalatriði, Seðlabanki ESB tekur svo við. Kerfið er tví skipt fyrst flokka evru ríki með 2,0 % verðbólgu  +-0,5% og draslið með 3,0% verðnólgu -+0,5% þolmörk.  Efri deildin má gefa út evrur til sölu.   Evrur deildin vinnur í samræmi við óskir Seðlabanka ESB og mótar stefnu fyrir þá neðri.  Undir þessu er svo einkabanka kerfi sem þrífst á tryggingum og meðmælum Seðlabankanna.  Einkabankakerfi áður í þágu almenning og vsk fyrirtæki, nú skattstofn nr 1. í flestum ríkjum ESB. Geir Horde var mjög stoltur fyrir hönd hægri vinstrimanna þegar hann muna hafa sagt vaxtageirann búinn að fara upp fyrir viriðisauka geirann: sem þrífst á neytendum með fjárráð. Vaxtageirinn mismunar hinsvegar ekki og er hrifinn af öllu reiðufé þetta er talið  ekki rasimi eða ekki aðskilnaðarstefna.  Duglegir geta unnið sig úr skuldum eins og dæmin sanna. Leti macht nicht freiheit, of cource.  Hagfræði virðist öll vera heilaþvottur á sérstökum persónleikum.

Völd eru peningar, lýðræði er kjaftæði, allir sem hafa verið sjóðstjórar, vita hver ræður þegar upp er staðið.   Sá sem rekur sjóðstjórann. Peningar eru ávísun á val og vald er að eiga valkost að upplýstu eigin vali.

Júlíus Björnsson, 20.5.2011 kl. 16:32

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Einar

Eftir því sem ég kemst næst þá er þessi umræða eingöngu fræðileg:

Hin síðari ár hefur ERM-II eingöngu verið notað sem lokapróf fyrir hagkerfi ríkja sem síðasti liður í upptöku evrunnar. Aðal atriðið er einmitt að kanna hvort að gengi gjaldmiðils þeirra sé "rétt" skráð gagnvart evrunni. Yfir þetta tveggja ára tímabil er grannt fylgst með öllum hagtölum til að meta hvort að rekstur hins opinbera sé hallalaus - eða því sem næst - og skuldastaðan sjálfbær á umræddu gengi. Einnig hvort að vextir og verðbólga séu innan marka. Punkturinn er að sannfæra alla aðila um að gjaldmiðli viðkomandi ríkis sé skipt út fyrir evru á gengi sem getur talist sanngjarnt og eðlilegt fyrir alla aðila.

Þetta er hlutverk ERM II í dag enda er það svo að ríki hefja þáttöku í ERMII þegar sýnt þykir að þau uppfylli öll skilyrði fyrir upptöku evrunnar að tveimur árum liðnum og geti þá í beinu framhaldi tekið upp evruna. Með öðrum orðum - ef efnahagsaðstæður ríkja eru þannig að ólíklegt þykir að þau uppfylli skilyrðin fyrir upptöku evrunnar að tveimur árum liðnum þá fara þau ekki inn í ERM II - enda eiga þau þangað ekkert erindi.

Ef ESB samþykkir einhverra hluta vegna að taka ríki inn í ERM-II sem er í gjaldeyriskreppu eða í efnahagslegum vandræðum þá er um að ræða nýja og gjörbreytta notkun á þessu fyrirkomulagi. Ég hef hvergi séð stafkrók á erlendum vefsíðum um nokkrar slíkar vangaveltur af hálfu sambandsins. Ef til þess kemur að ESB/ECB rétti íslandi einhverskonar hjálparhönd í gjaldeyrismálum þá held ég að það yrði með einhverjum allt öðrum hætti en að samþykkja inngöngu okkar í ERM-II sem að óbreyttu hentar okkur alls ekki og enn síður þeim.

kv.

Ólafur Eiríksson, 20.5.2011 kl. 22:09

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ólafur, ég er alveg sammála þér, og nokk viss um að Íslandi yrði gert fyrst að aðlaga krónuna að markaðsvirði þ.e. afnema höftin, áður en það myndi geta komið til greina að íhuga slíka tengingu. Enda, meikar tenging almennt séð ekki sens nema á því sem næst markaðsvirði hjá báðum gjaldmiðlum.

Menn virðast dreyma um, að Seðlabanki Evópu gefi okkur peninga til að losa okkur úr þessari klemmu. Mig grunar, að á bakvið þetta plea standi auðmenn sem vilja komast með fé sitt út úr hagkerfinu, vita að króna mun verða að falla - en vonast eftir því að þurfa ekki sjálfir að taka á sig það tjón.

Draumórar að mínu mati. En takk fyrir innlitið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.5.2011 kl. 23:58

8 Smámynd: Snorri Hansson

Ég þekki mikinn áhugamann um að Ísland gangi í EU. Hann ferðast reyndar töluvert í boði EU. Hann  er mjög ánægður með vega kerfi  Írlands ,sem hann segir að EU hafi byggt að fullu.  Þegar hann ekur veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar  Þá finnur hann best segir hann  hvað Ísland þarf endilega að ganga í sambandið. Ég hef reyndar ekki sagt honum að ég hef lesið að allir þessir peningar sem fóru í þessar gríðarlegu vegagerðir  voru teknir að láni fá þýskalandi  og er vænn partur af ástæðu þess að fjármál Írlands  eru í rúst vegna skulda.

Snorri Hansson, 21.5.2011 kl. 02:43

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríki sem hættir að gefa út eigin ávísanir .t.d Peseta á Spáni.  og kaupir í stað evrur af Seðlabanka Evrópu , fer ekki mikið fram úr fjárlögum. Því að skammurinn sem það má kaupa af evrum fyrir peseta er ákveðinn á medium term: fimm ára fresti, sennilega miða við raunhagvöxt  síastliðin 5 ár , eða innri þjóðartekur á  tímanum.  Við losnum við krónu úr umferð ef við viljum láta skammta okkur evrur, hún lifir enn sem innragengi Íslands. Næsti bæri við þetta er að láta Krónu fljóta gagnvart evru og pundi, Sænsku krónum,.... .  Hér er Icesave smámál miðað við gengið á krónunni sem UK borgar, eða ESB. Seðlabankarnir mæla með gengi gagnvart krónu við sína fjárfesta. Kallað hér vegna bankaleyndar: erlendir fjárfestar.  Kemur miklu óorði á alvöru einkaframtak: þykir kostur hjá vinstri kommum.  Þegar kreppan var að byrja hjá millistéttinni fó að halla undam ýmsum restri sem beindist að þessum hópi.  Þá er upplagt að gera samning um nánast kaupleigu.  Nýr aðili kaupir 5 milljarða rekstur á kúlubréfi til 5 ára á 15.000.000 þar eigandi fær allt til baka ef hann sá nýji getur ekki borgað.  Ný aðili kemur inn með lánsfé i milljara í reiðufé, sem fleytir halla rekstri í nokkra mánuði.  Grikkir og Spánverjar eru að reyna að fá afslátt af evru. Tæknilega er það brot á innri samkeppni í ESB. Íslendingar eru það siðlausir að þeir skilja ekki hvað yfirdráttur merkir í samkeppni.

Júlíus Björnsson, 21.5.2011 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 84
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 436
  • Frá upphafi: 847077

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 413
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband