Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
18.11.2010 | 03:11
Írska ríkisstjórnin gerir hvað hún getur, til að komast hjá því að samþykkja aðstoð frá björgunarsjóði ESB!
Það kemur þeim sem stóðu fyrir tilurð björgunarsjóðs ESB að sjálfsögðu á óvart, að ríkisstj. í vanda sé treg til að þiggja aðstoð. Við fyrstu sín getur þetta virst sérkennileg afstaða af hálfu írskra stjv., en nánar skoðað er þetta ekki endilega svo.
- Þetta er ákvörðun sem Írlandi ber að taka, og það kemur ekki hinum ríkjunum strangt til tekið við.
Ástæða fyrir þrýstingi frá þeim, er sú að aðrar ríkisstj. innan ESB óttast að fall bankakerfisins á Írlandi geti leitt til dóminó áhrifa á þeirra banka, þannig að þeir falli einnig. Þ.e. mjög hugsanlegt.
Svo, að verið er að beita þeim rökum, að Írland hafi ábyrgð - Írlandi beri að standa með öðrum ríkjum Evrópu.
En er það svo? Munum, að írskir skattborgara munu þurfa að borga þau lán sem verið er að neyða niður í kok írskra stjv. og írsku þjóðarinnar.
Þ.e. því alveg gild niðurstaða frá sjónarhóli Íra, að neita að taka við þessum pakka, ef þ.e. þeirra niðurstaða að þeir hafi annan skárri valkost - eða að annar valkostur sé hið minnsta ekki endilega verri.
Europe heads back into the storm :"Dublin has cash to get by for another half a year."
Eins og fram kemur, þá þurfa írsk. stjv. ekki peninga akkúrat í augnablikinu, svo þau geta sagt "nei".
En þegar Grikkland hrundi, þá voru bara nokkrir dagar í gjaldþrot. Svo er ekki með Írland.
Þannig að samnings aðstaða írskra stjv. er allt önnur en var hjá grískum stjv. í vor 2010.
Er ekki betra á láta bankana sökkva?
Vandi írskra banka er orðinn það slæmur, þrátt fyrir gríðarlegann fjáraustur, og byrðin það þung fyrir ríkið að halda þeim uppi, að þetta er að verða spurning um gjaldþrot bankanna eða ríkisins.
Eins og sést hérna fer ástand bankanna versnandi - sbr. írskir bankar fengu 130 milljarða Evra lán frá seðlabanka Evrópu (ECB) í október sl. Hækkun um 34,9 milljarða Evra milli
mánaða.
Dublin feels pressure on rescue package :"With the rescue mission poised to begin negotiations with the Irish government on Thursday, analysts said there was growing evidence that bank deposits were dwindling, after Irish Life & Permanent said corporate customers had withdrawn 600m more than 11 per cent of the total over a matter of weeks in August and September." - "Bank of Ireland reported a similar trend last week and Allied Irish Banks, which is due to release third-quarter results by Friday, is expected to have been hit by a similar exodus."
Gríðarlega alvarlegar fréttir, að aðilar séu farnir að forða fé úr írska bankakerfinu, en hafandi í huga tryggingu írksra stjv. sem enn er í gildi, þá bendir það væntanlega til þess að trúverðugleiki þeirrar tryggingar sé einfaldlega farinn að dala í augum fjárfesta - þ.e. þeir séu farnir að fyllast efasemdum um að írsk. stjv. séu fær um að standa við hana annars vegar og hins vegar farnir að óttast það að líkur fari vaxandi að á þetta reyni.
Dublin feels pressure on rescue package :"European bankers said the revelation that, in the two months to the end of October, the Irish central bank had to provide 20bn in exceptional liquidity assistance outside the ECB programme suggested that some banks had already reached the ceiling of assets they could use to tap ECB liquidity."
Og enn verður það svartara, í ljósi þess að stjv. hafa samt þurft að leggja fram neyðarfjármögnun upp á umtalsverðar fjárhæðir sl. 2 mánuði, til banka sem eru orðnir það ílla staddir að meira að segja ECB vill ekki lengur lána þeim.
Þetta ástand kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, en þetta líkist atburðarásinni árið 2008 mánuðina fyrir hrun hérlendis.
Threat from bank funding constraints :"Even the relatively solid Bank of Ireland is now dependent on the ECB for a large chunk of its funding as interbank loans have dried up. Bank of Ireland told the market last week that its funding line from central banks had jumped from net 8bn at the end of June to about 20bn in the third quarter a figure equal to 10 per cent of its total assets."
Eins og um okkar banka eftir mitt ár 2006, virðast írskir bankar nú vera í algeru frosti frá svokölluðum millibankamarkaði þ.e. bankar annars staðar vilja ekki lengur lána þeim fé. Þess vegna hafi sókn þeirra í neyðarfjármögnun ECB aukist svo stórum.
Spurningin er: er ekki betra að búa til nýja banka eins og við ísl. gerðum, fremur en að halda áfram að moka peningum í þ.s. virðast vera botnlausar hítir?
Þ.e. enginn vafi á því, að það þarf að bjarga írska bankakerfinu, en þ.e. ekki endilega svo að halda áfram að moka peningum í núverandi bankastofnanir sé rétta leiðin til þess!
Munum að þ.e. írskur almenningur, sem mun vera látinn borga brúsann - ef stjv. láta undan þrýstingi um að gera einmitt þetta, þ.e. að taka dýrt lán á háum vöxtum rúml. 5%-6%, til að fjármagna frekari slíkann fjáraustur.
Svo það má segja að ég styðji írsk stjv. í því að standa þarna á móti - en þ.e. ekki á þeirra könnu, að taka á sig slíkar byrðar, vegna þess að stjv. annarra ríkja óttast dómínó áhrif á sín bankakerfi.
Europe heads back into the storm :"Preparations must now be made for dealing with a run on banks by depositors or wholesale lenders. Countries that have yet to put in place special insolvency regimes Ireland included must do so without delay. They must allow states swiftly to take control of banks so as to keep operations going during a panic and quickly allocate losses by forcibly restructuring wholesale debt or converting it into equity."
En, víða um Evrópu eru bankakerfi enn íþyngd af hættulegum skuldum og lítið hefur verið gert til þess að þvinga fram afskriftir ónýtra og lítils eða einskis virði lána. Þannig að hættan á samevrópskum stormi, þ.e. bankakrýsu, er alls ekki lítil.
Þ.e. einmitt fremur líklegt að hrun írskra banka, muni leiða til slíkra dómínó áhrifa.
Þ.e. því sannarlega skiljanlegt út frá hagsmunum hinna ríkjanna, að þau leitist til við að þvinga Írland til að leika biðleik fyrir þeirra hönd, með því að sökkva Írlandi enn dýpra í skuldir, svo ef til vill nokkrir mánuðir til viðbótar geti liðið án þess að tekið sé á vandamálinu í hinum ríkjunum.
En, ef til vill er nóg komið.
Eins og ritsstjóri Financial Times segir, rétt að taka nú til hendinni þvert yfir Evrópu og taka þá hreinsun sem þarf, og er sennilega ekki í reynd betra að halda áfram að fresta.
Niðurstaða
Ég held barasta, að það sé sennilega betra fyrir Írland, að segja þvert "nei" við björgunarpakkanum, sem verið er að leitast við að neyða írsk. stjv. til að taka.
Kv.
17.11.2010 | 03:23
Eina leiðin til að bjarga Evrunni, er sennileg með því að aðildarríki Evrunnar taki upp sameiginlega hagstjórn á einhverju formi!
Gavyn Davies sem er alþjóða hagfræðingur, skrifaði á bloggið sitt mjög góða grein um Evruna og vandamál hennar. Hann bendir á nokkrar áhugaverðar staðreyndir.
- Heilt yfir litið, er Evrusvæðið að mörgu leiti í betri málum en Bandaríkin og Japan.
- Vandinn liggur í því, að sum svæði innan Evrunnar eru í verri vanda en önnur svæði, og þau geta raunverulega sett allt á hliðina.
- Lausnin virðist því einföld - að taka stórt skref í átt að myndun sameiginlegs ríkis.
"Consequently, if the EU could wave a magic wand and create a fiscal union tomorrow, its overall budgetary position would be easily the best in the developed world. There would be no European sovereign debt crisis. It is very important to remember this, because it shows that the solution to this problem lies in Europes own hands."
Á myndinni fyrir neðan sýnir Gavyn þetta með skýrum hætti. Fyrsta súlan er skv. gögnum frá AGS, sem sýnir hvað AGS telur að ríki þurfi að spara mikið hjá sér. Miðsúlan sýnir þann niðurskurð sem mismunandi ríki hafa þegar tilkynnt um. Afstasta súlan er mat Gavyns á því hvað þarf að gera "over the medium term" eins og hann kallar það.
Sjá grein: Europe must compromise to solve its debt crisis
Þ.s. hann er að tala um, er að það þarf að framkvæma raunverulega millifærslur á fjármagni sem einungis er hægt að framkvæma af aðila sem hefur fjárlaga vald og umtalsverðan hluta af heildar skattfé til umráða.
Það má segja, að annað af tvennu þurfi að leggja Evrusvæðið niður eða að taka stórt skref til aukinnar sameiningar.
Ef þið skoðið myndina, þá virðist einungis fjárhagslegur halli Írlands vera óhóflegur langt umfram þ.s. gerist og gengur.
Þ.s. þá vantar, er þ.s. Bandar. geta gert þ.e. alríkisstjórnin með cirka 70% af öllu skattfé, getur aðstoðað svæði í vanda, með því að veita þeim beina fjárhagslega aðstoð svo byrðin á eitt svæði verði ekki of mikil.
En, ESB og Evrusvæðið, með innan við 1% af skattfé innan ESB, getur það í reynd ekki.
Punkturinn er að núverandi uppsetning Evrusvæðisins hefur feilað "big time" og það verður að framkv. breytingar á reglum, svo það geti lifað áfram. Þær þurfa að auki að vera verulegar.
Mig grunar þó að það verði mikil hindrun til þessa, að þetta mun fela í sér stórt viðbótar valda afsal Evrusvæðis ríkja - þannig að þá megi jafnvel tala um endanlegt fullveldis afsal!
Tregða til þess að framkv. þessa byltingu verður mikil - og umræða innan sambandsins undanfarna mánuði hvetur alls ekki til bjartýni í þess átt, sbr. hve mikil andstaða var við það að opna sambandssáttmálann um daginn en Merkel knúði það samt fram, en með breytingu sem í reynd er sáralítil í samanburði við þ.s. sennilega þarf, til að tryggja áframhaldandi tilvist Evrusvæðisins.
Þ.e. ekki síst þess vegna, vegna augljósrar tregðu aðila, að ég er skeptískur á áframhaldandi tilvist Evrunnar eftir næsta ár.
Það verður til mikilla muna verri krýsa á næsta ári en í ár, þ.s. þá munu sparnaðar aðgerðir koma til framkvæmda og þær munu örugglega drepa núverandi hagvöxt innan sambandsins, sem að sjálfsögðu mun magna upp það vandamál sem allir sjá, að standa undir vaxandi skuldum.
So why have the financial markets taken such a pessimistic view of the default risk in these countries? I think we all know the answers. :
- Within a monetary union, the fiscal tightening cannot be cushioned by a currency devaluation,
- and it may therefore become so painful for the economy that it becomes politically untenable.
- And, also within a monetary union, the resolution of a banking crisis cannot be helped by the actions of an independent central bank,
- so rescuing the banks can become an impossible burden for a small economy to bear. (This is especially the case if the banking sector is large relative to rest of the economy, and if the full scale of its losses remain somewhat obscure.)
- Consequently, the chances of troubled economies being able to stay the course during a fiscal retrenchment are less than would be the case for a country which can pursue an independent monetary and exchange rate policy - the UK, for example.
- Þarna lýsir Gavyn vel hvernig núverandi fyrirkomulag gengur ekki upp.
- Ljóst er orðið að hjálparlaust ráða tiltekin svæði innan Evrunnar ekki við þau vandamál sem þau svæði glíma við.
- Mikil og vaxandi hætta er um að sú aðlögun sem verið er að knýja á um, reynist ómöguleg í framkvæmd þannig að þá skapast tilvistarkreppa fyrir sjálft myntbandalagið.
- Eins og hann bendir á, miðað við hvernig Evrusamstarfið er uppbyggt, er auðveldara fyrir aðildarríki ESB þau sem enn hafa eigin sjálfstæðan gjaldmiðil, að ráða við þau vandamál sem fjármálakreppan hefur framkallað.
- Þannig, að lausnin liggi í því að skapa þau skilyrði innan myntbandalagsins, að það sé létt undir með þeim ríkjum sem eru í vanda - samhliða því að reglur eru stórlega hertar til að hindra að tjónið eigi sér stað á nýjan leik.
- Ein leið til þessa er að mynda sameiginlega fjármálastjórnun þannig að sameiginlegt fjármálaráðuneyti taki að sér sameiginlega fjármálastjórnun ásamt því að fá yfirráð yfir verulegum hluta skattfjár aðildarríkja Evrunnar.
- Þá geta slíkar stórfelldar millifærslur átt sér stað.
- Given the reasonably good fiscal arithmetic for the eurozone as a whole, and the relatively small scale of the peripheral economies, it should not be beyond the wit of man (and, in Mrs Merkels case, woman) to find such a solution. However, there are obvious political difficulties on all sides. Without such action, the options facing the eurozone will shortly become much more stark.
Án þessara aðgerða - munu líkurnar á hruni Evrunnar halda áfram að vaxa. Og því miður fara þær líkur hratt vaxandi. Núna er t.d. í gangi krýsa sem lítið hefur komist í fjölmiðla á Íslandi, en mikil hækkun hefur orðið á vaxtakröfu undanfarnar vikur fyrir Írland, Portúgal og jafnvel Ítalíu og Spán.
ESB hefur ákveðið að senda sendinefnd til Írlands, en allir vita að sú á að framkvæma sjáfstæða úttekt á vandamálum Írlands, og að sú krafa er núna orðin mjög sterk að Írland leiti sér aðstoðar - ekki síst frá öðrum aðildarlöndum ESB.
Debt crisis team heads for Dublin: European Union authorities and Dublin have agreed that a team of EU and International Monetary Fund officials will visit Ireland for what senior European officials called a short and focused discussion on the countrys debt crisis, the clearest sign yet that a bailout for the countrys ailing banks is imminent.
Enn er látið sem svo að ekkert hafi verið ákveðið. En klárlega er undirbúningur undir björgun Írlands í fullum gangi, og klárt að stutt er í að Írland gangi í raðir Grikkland í sjúkradeild ESB.
Hvenær kemur þá röðin að Portúgal? Það getur ekki verið mjög langt í burtu í tíma!
Niðurstaða
Án mjög umfangsmikilla breytinga mun Evrusvæðið sennilega líða undir lok. Ég spái því að sá atburður eigi sér stað á næsta ári.
Sjá einnig: Fiscal union is crucial to the euros survival
Kv.
14.11.2010 | 20:03
Lífeyrissjóðir halda uppi vöxtum í þjóðfélaginu!
Ástæður fyrir háu vaxtastigi hafa verið greindar af ágætum hagfræðingi, sem leggur til að raunvextir lífeyrissjóða verði lækkaðir í 2,2% þ.e. raunvextir á fé bundnu í þeim.
Ég hef rætt við þann mann, og eftir útskýringar undir 4 augu, er ég sammála hans skýringum. Nefnilega að núverandi binding 3,5% - að viðbættum vaxtamun, sem gerir 5-5,5% raunvexti á verðtryggðum lánum. Sé orsök viðvarandi hás vaxtastigs í okkar þjóðfélagi.
Svo lausnin er einföld, að lækka vexti á bindingu lífeyrisfjár í 2,2%:
- Vextir lækka á Íslandi, þvert yfir hagkerfið.
- Minnkar áhættusækni atvinnulífs hérlendis - dregur úr töpum af þess völdum.
- Auðveldar nýfjárfestingu hérlendis.
- Mun stuðla að auknum hagvexti hérlendis.
- Minnkandi verðbólgu.
- Gera stórfelld hagkerfis töp sjaldgæfari.
- Stuðlar að bættum lífskjörum almennings.
- Auknum tekjum fyrirt. - alm. - og hins opinbera.
- Gerir fjárhag lífeyriskerfisins, traustara en áður.
Sumar þessara fullyrðinga hljóma ef til vill undarlega, í fyrstu:
Varðandi vexti í samfélaginu, hafa raunvextir sjóðanna á útlánastarfsemi milli 5-5,5%, verið gólf fyrir raunvexti á Íslandi. Bankar og fjármálastofnanir hafa fram að þessu ekki treyst sér til að krefjast lægri raunvaxta fyrir veitt lán. Svo, hugmyndin er að með því að gera sjóðunum kleyft að bjóða lægri vexti þ.e. 3% líklega. Þá muni aðrar fjármálastofnanir áfram fylgja því nýja vaxtagólfi, og vera til í að lækka sig í það að krefjast t.d. 4% raunvaxta í stað 6% - sem virðist algengast.
Þó þetta virðist ekki mikið þá munar mikið um þetta á lánum með marga greiðsludaga.
Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna
Lækkun vaxta af fasteignalánum úr 4,5-5% í 3% felur í sér lækkun árlegra vaxtagreiðslna að íbúðarlánum um 24 milljarða króna. Kostnaðurinn af þessari aðgerð til frambúðar svarar til þess að höfuðstóll allra lána sé lækkaður um rúmlega 20%. Miðað við að vextir verðtryggðra íbúðalána séu að jafnaði um 4,8% jafngildir lækkun vaxta í 3% um 23% lækkun á núvirði lánanna séð frá lánveitendum. Í raun er hér um að ræða flata eftirgjöf skulda þar sem núvirði allra fasteignalána lækkar. Miðað við að verðtryggð fasteignalán séu um 1240 milljarðar króna kostar þessi leið lánveitendur um 250 milljarða króna.
Ofangreind röksemdafærsla sérfræðingahópsins, er algerlega frá forsendum fjármálastofnana - þ.e. vörslumanna núverandi kerfis. En hún inniber útreikning miðað við tiltekna tegund lána, hvað þau verða minna dýr fyrir lántakendur ef vextir lækka.
Sá útreikningur að sjálfsögðu gildir fyrir öll önnur lán sem eru til langs tíma, sem dæmi lán til þess að fjármagna nýja fjárfestingu.
Það ætti að vera fremur augljóst að ef fjármagns kostnaður er lækkaður, þá minnkar það eitt og sér - án tillits til nokkurs annars - líkur þess að ný fjárfestingar fyrirtæki gangi ekki upp, vegna þess að næg framlegð náðist ekki fram, til að standa undir fjárfestingunni.
Það að færri nýfjárfestingar fyrirtæki fara á hausinn, mun þíða að fleiri ná að lifa af til að skila hagnaði til samfélagsins, og því að skila auknum vexti hagkerfisins.
Ofangreindur útreikningur sýnir einnig hvernig þessi aðgerð getur með alveg þráðbeinum hætti bætt lífskjör almennings - en að svo sé er klárt, þ.s. lækkaður vaxtakostnaður þíðir að hver sá er skuldar á meira eftir við hver mánaðarmót.
Að auki, skilar aukinn hagvöxtur hagkerfisins sér einnig til almennings í formi aukinna tekna. En ekki einungis til almennings, heldur einnig í auknu skáttfé til ríkis og hins opinbera. Þá á ríkið og hið opinbera auðvitað ráð á því að gera meira fyrir almenning.
Ég tel þetta stuðla að lækkun verðbólgu, vegna þess að háir vextir auka líkur á gjaldþrotum allra þeirra sem standa í nýjum fjárfestingum, og hrinur gjaldþrota sem koma stöðugt upp öðru hverju, skila sér í því sem við köllum kreppu og falli gengis krónunnar, sem síðan veldur verðbólgu. Ég tel að lægri vextir muni fækka slíkum slæmum atburðum, því fækka kreppum og því fækka þeim skiptum sem krónan fellur verulega í virði á skömmum tíma, sem framkallar tímabundið verðbólguskot.
Gjaldþrotahrinur:
- Loðdýraræktar ævintýrið.
- Fiskeldis ævintýrið.
- Hugbúnaðar iðnaðurinn.
- Nýsköpun, felur alltaf í sér tímabil þ.s. verið er að afla sér þekkingar, þ.s. verið er að læra á nýja tegund af starfsemi.
- Á sama tíma, er framlegð slíkrar starfsemi undir því sem hún getur hugsanlega orðið seinna.
- Slík starfsemi þarf þolinmótt fjármagn þ.e. fjármagn sem til er í að bíða eftir því að starfsemin fari að skila fullum afköstum, á meðan að arðurinn af henni er þá lítill.
- Slík starfsemi á því erfitt með að standa undir mjög miklum vaxtakostnaði, meðan starfsemin er enn að skjóta rótum - starfsmenn enn í miðjum klíðum að lára á aðstæður - finna út hvað sé hagkvæm tilhögun, o.s.frv.
- Ef eigi að síður, vaxtakostnaður er mjög mikill - þá er hætta á að menn fari að stytta sér leið, til að ná fram aukinni framleg sem fyrst, hætta á mistökum magnast.
Ég tel með öðrum orðum, miklar líkur þess að sú staðreynd að raunvextir hafa síðan 1979 verið cirka 6% að meðaltali, sé stór hluti skýringarinnar að ofangreind ævintýri brugðust og fjöldagjaldþrot áttu sér stað.
- Svo ég byð ykkur að íhuga hvernig Ísland væri, ef mun hærra hlutfall þessara fyrirtækja hefði lifað?
- Við hefðum því stærri loðdýraiðnað en í dag - stærri fiseldisinað en í dag og að lokum, stærri hugbúnaðargeira.
Þ.s. ég er að segja, er að lækkun vaxtakröfu til lífeyrissjóða sé ein megin forsenda þess, að hægt verði að byggja hér upp þær nýju greinar í framtíðinni - sem auka eiga tekjur landsins og almennings, gera þjóðfélaginu það kleyft að borga hér mannsæmandi laun.
Traustari starfsemi lífeyrissjóðanna:
Þetta er ekki erfitt að útskýra miðað við ofangreindar forsendur. En, bættur hagur lánþega fækkar þeim sem ekki munu geta staðið í skilum, þ.e. útlánatöpum fækkar. Að auki hækka aðrar innlendar eignir sjóðanna í verði þ.e. verðbréf og skuldabréf fyrirtækja, þegar atvinnulífinu og hagkerfinu almennt vegnar vel.
En, stærsta málið er, að með því að lækka vaxtakröfuna, þá er sjóðunum heimilt að fjárfesta í traustari pappírum.
- Sem dæmi hefur þeim alltaf verð óheimilt að kaupa bandar. og þýsk ríkisskuldabréf, en þau hafa rámar mig alltaf borið lægri vexti síðustu 20 ár en 3,5% raunvexti.
- Erlendis er alls ekki litið svo á að lífeyrissjóðir eigi vera áhættu fjárfestar. En, þ.e. akkúrat þ.s. 3,5% reglan ýtir þeim út í að vera.
- Þvert á móti er litið svo á, að slíkir sjóðir eigi alltaf að einbeita sér að traustum fjárfestingum, þ.s. áhættan á töpum sé lítil.
Þumalfingursreglan er sú:
- Því hærri sem vaxtakrafan er, því stærri er áhættan, og því meiri hætta á því að tapa.
- Því lægri sem vaxtakrafan er, því minni er áhættan, og því minni hætta á því að tapa.
- 3,5% reglan virkar því þveröfugt, þ.e. í stað þess að tryggja tiltekna arðsemi, tryggir hún reglubundin og stórfelld fjárfestingatöp.
- Ég fullyrði að arðsemi þeirra undanfarin 20 ár, hafi ekki verið yfir 2,2% árlegri arðsemi - miðað við þau töp sem orðið hafa á undanförnum árum og síðast af völdum hrunsins á Íslandi.
Sem sagt:
Ef við reiknum með minnkaðri áhættu sjóðanna - ekki einungis vegna fjárfestinga sinna, heldur einnig útlána. Hags þeirra af batnandi hag hagkerfisins, o.s.frv.
- Þá held ég að sjóðirnir í reynd tapi ekki á þessu þ.e. nettó - eða að það tap sé óverulegt.
- Auðvitað munu talsmenn sjóðanna samt koma fram með útreikninga sem eiga að sýna fram á svimandi töp - en þeir framreikningar munu þá byggjast á þeirri forsendu að framtíðin verði ólík fortíðinni, þ.e. að vaxtastefnan muni ekki halda áfram að framkalla regluleg stórfelld töp á fjárfestingum og útlánastarfsemi.
- Slíkir útreikningar verða auðvitað einungis tölfræðileg lýgi.
Ég segi fyrir mína parta - að ég myndi hafa mun meira traust til sjóðanna, ef ofangreind breyting yrði innleidd.
Þetta er að mínu viti, ein af þeim breytingum sem þarf að innleiða, sem lærdóm af hruninu.
Ein leiðanna að betra Íslandi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2010 | 16:12
Skv. greiningu erlends sérfræðings, fá ísl. stjv. falleinkunn! Mjög áhugaverð greining "Stjórnenda sálfræðings"!
Varðandi falleinkunn okkar stjórnvalda okkar, þá er það mín útlegging miðað við þ.s. Dr. Muskat hefur fram að færa.
- En, lestur viðtalsins við hann, skapaði kaldan svitahroll hjá mér!
- En, þetta er eins og að lesa lýsingu á okkar stjv. og hegðun þeirra, þ.e. lýsing hans á því hvað sé dæmigerð hegðun stjv. sem fara í neikvætt hegðunarferli!
-------------------------Fyrir neðan viðtalið v. Dr. Muskat!
Dr Jack Muskat is a management psychologist with over twenty years consulting and business experience with individuals and organizations. He is an acknowledged expert on issues relating to organizational culture and leadership, succession planning, strategic management and corporate distress. Dr. Muskat received his Ph.D. in Applied Psychology from the University of Toronto. He is a member of the Canadian and American Psychological Associations and is a recognized speaker and published author.
Q: Dr Muskat can you tell us a bit about your experience in dealing with organisations and leaders under stress?
JM: Well usually I only like to get involved in situations where there is a high probability of a successful restructuring or exit from crisis. The key indicators for a successful exit from distress are usually all or a combination of the following factors: it is a situation that matters in terms of the dollar amounts; it is politically and economically sensitive; there may be international implications; it might also feature multiple investment parties and in all cases there is a significant debt load. You also have to have the right leadership team in place.
Q: So you are saying if all of these factors are present the odds of turning things around are good?
JM: Not exactly, what I mean is that when all of the factors are present that the odds for a successful crisis management outcome should be good. What I find frequently is that psychological factors erode the odds of turning a situation around. Whether the cause of distress is management weakness, inadequate financial controls, fraud, weak strategy or execution or some external factors; what we usually see in most stress situations is that is that leaders are frequently first caught is a cycle of denial that is then followed by a cycle of blaming others for the problems. If this goes on for too long the opportunity to successfully turn things around will disappear and failure becomes the only option. I can tell you that the foregoing sequence of events is already in motion in a number of Sovereigns who find themselves under financial pressure.
Q: How so?
JM: It all comes down to the personalities involved. What I have found is that when leaders are under stress it is very common for them to slip into behaviour patterns that are extremely counterproductive. I say this because we use a variety of tools to diagnose the issues and to determine whether the incumbent leadership in a crisis situation is psychologically suited to managing the crisis, stabilizing matters and capable of executing a credible recovery plan.
Q: Can you provide some examples please?
JM: Well you have start from the reality that the leaders in a crisis situation are usually new to these type of events. Typically you dont find crisis managers working full time leading a company or in a Government waiting for the day when something blows up. The leadership is a crisis is more typically untested and new to the situation. This means three things: (1) there may be feeling of guilt or anger associated with the crisis as they find it difficult to distance themselves emotionally from the situation; (2) there may very well be a competency problem amongst the leadership in that they are incapable of dealing with the issues; and (3) there may be a bandwidth or capacity problem within the organisation as the leadership becomes engulfed in problems that are increasing at a rate faster than its ability to solve them. Alternatively you may find that the peson selected because of relevant credentials has not bothered to properly analyze the crisis and evaluate his prescriptions in the context of what the situation really might require.
Q: What happens then?
JM: This is where the trouble really starts. If you have a leadership in a predicament like that they may react in a variety of ways, all of them counterproductive: (1) they could bury their heads in the sand and refuse to acknowledge the problems or that their preferred way of dealing with them wont work; (2) they become defensive and attack anyone who looks into how the issues are being handled with the intention of offering sound advice; (3) they might engage in magical thinking, that is, believing that a painless solution is available to them if only they do one simple thing; (4) they might engage in nihilistic thinking, believing that the situation is so bad that it doesnt matter if it gets worse; (5) they may panic and opt for a destructive course of action; or finally (6) the leadership may engage in all of these behaviours.
Q: Wow, that sounds like it would be impossible to deal with.
JM: It gets worse. If these types of behaviours are present it might also be accompanied by physical symptoms that further detract from the ability of these leaders to make the correct decisions lack of self esteem, feelings of failure, sleeplessness, poor eating habits, lethargy, withdrawal from social interactions. All of these conditions lead to inertia, poor decision making and a tendency to always be in a reactive mental state. Frequently valuable time and energy is wasted by these type of leaders in diverting scarce resources and attention to issues that are not germane to resolving the actual causes of the crisis. This is usually known as rearranging the deck chairs on the Titanic. We all know how that situation turned out
Q: So how do you handle this and recover the situation?
JM: You have to get the right leadership installed. Our screening techniques allow us to determine if any of these destructive behaviours are present within a leadership group and whether the leadership group has the right aptitudes to deal with the crisis and apply solutions. In a crisis situation the best leader is one that knows how to admit to and correctly prioritize the actual problems, knows that they must urgently identify the best possible advisors, and then is prepared to receive and process advice in order to create a plan to lead the way out of the mess. On top of them being able to then stick to and execute a credible plan, you also want leaders who can frame the situation in such a way as to inspire others to support the crisis management plan. This is important because you want to maximize the likelihood of emerging from the problem. A good example of this is the current leadership in Great Britain. They have a debt crisis there and the new Government has just delivered an austerity budget. However by evoking nostalgic memories of the post-WWII rationing period and the British stiff upper lip they have got the British public behind them and that has measurably increased the odds that the debt management plan will work there. The same cannot be said for many other crisis-hit economies, a number of which we at Recovery Partners expect will hit the proverbial wall in the near term, barring a change in course.
Q: Thank you for these valuable insights Dr Muskat. It is clear that from what you have said, that the probability of a policy mis-step or other dangerous miscalculation is relativley high in the current environment as it relates to Sovereign Debt in a number of countries.
JM: It certainly does seem so.
-------------------------Viðtali v. Dr. Muskat lokið!
Mér sýnist þetta allt eiga við:
- there may be feeling of guilt or anger associated with the crisis as they find it difficult to distance themselves emotionally from the situation;
- there may very well be a competency problem amongst the leadership in that they are incapable of dealing with the issues; and
- there may be a bandwidth or capacity problem within the organisation as the leadership becomes engulfed in problems that are increasing at a rate faster than its ability to solve them. Alternatively you may find that the peson selected because of relevant credentials has not bothered to properly analyze the crisis and evaluate his prescriptions in the context of what the situation really might require.
Það batnar ekki þegar lengra er lesið:
- they could bury their heads in the sand and refuse to acknowledge the problems or that their preferred way of dealing with them wont work; (Þingvallastj)
- they become defensive and attack anyone who looks into how the issues are being handled with the intention of offering sound advice; (Stj. Steingr. J og Jóhönnu)
- they might engage in magical thinking, that is, believing that a painless solution is available to them if only they do one simple thing; (Stj. Steingr. J og Jóhönnu) - (ESB aðild)
- they might engage in nihilistic thinking, believing that the situation is so bad that it doesnt matter if it gets worse; (Þessa gætir nú meðal VG-a, þeirra sem tala um hagvöxt sem óþarfa)
- they may panic and opt for a destructive course of action, (ekki komið enn)
- or finally; the leadership may engage in all of these behaviours. (ekki alveg allur listinn kominn)
Að lokum þetta:
- It gets worse. If these types of behaviours are present it might also be accompanied by physical symptoms that further detract from the ability of these leaders to make the correct decisions lack of self esteem, feelings of failure, sleeplessness, poor eating habits, lethargy, withdrawal from social interactions. All of these conditions lead to inertia, poor decision making and a tendency to always be in a reactive mental state.
- Frequently valuable time and energy is wasted by these type of leaders in diverting scarce resources and attention to issues that are not germane to resolving the actual causes of the crisis. This is usually known as rearranging the deck chairs on the Titanic. We all know how that situation turned out
Sbr. - Enn stefnt að því að rannsaka hvernig Ísland hafnaði á lista hinna viljugu þjóða - sem vart telst til þörfustu mála í dag, þ.s. allt er vitað sem skiptir máli.
Eða - Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðaráætlun í loftlagsmálum - þó svo þetta sé þannig séð jákvætt mál, þá er þetta ekki endilega þ.s. liggur á að hrinda í verk akkúrat núna.
Ekki síst - ESB aðildarferlið - sem mun ekki breyta nokkrum hlut það kreppuástand sem landið er í - svo þ.e. vart hægt að sjá að gagn sé í því þegar á málið er horft eingöngu út frá hagþróun - enda mörg ár í að sá hagur sem stefnt er að ná fram náist - a.m.k. 10-15 ár. Svo, þetta mál hefði alveg mátt bíða.
Niðurstaða
Mér sýnist fengur af greiningu Dr Muskat. Mjög áhugavert að sjá það, að okkar stjórnmálamenn eru ekki endilega það versta í heimssögunni. Heldur eingöngu dæmi um hegðun slæmra stjórnenda.
En þ.e. óhjákvæmileg niðurstaða að núverandi og síðasta ríkisstjórn, séu einmitt dæmi um flest það slæma sem Dr. Muskat tínir saman um hvað sé dæmigert um það hvernig ekki á að leysa úr hlutum.
Þetta er ekki nýtt. Þessi tilfinning manns hefur verið sterk alla tíð síðan kreppan skall á. Að stjórnmálin og stjórnkerfið, sé einhvern veginn "insular" um sína hugsun, og sé einfaldlega ekki að nýta sér þá miklu reynslu sem til er þegar saga annarra ríkja sem hafa lent í kreppum er skoðuð.
En, allt þ.s. gerst hefur hér hefur gerst annars staðar áður. Fjölmörg ríki á umliðinni öld, lentu í bankakreppum. Þ.e. lærdómur þarna úti. Þ.eru víti til varnaðar sem hægt er að forðast.
En, einhvern veginn, virðist þröngsýnin og eingangrun í hugsun, vera svo föst í skorðum innan okkar stjórnkerfis og stjórnmála - að útlit er fyrir að Ísland muni nokkurn veginn, endurtaka nær fullkomlega nær þá verstu röð mistaka sem hægt er að framkvæma.
Óhamingju Íslands virðist nánast allt efla þessa dagana!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2010 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2010 | 20:40
Endurreisn bankanna virðist misheppnuð!
Því miður er útlit fyrir að endurreisn bankanna, hafi mistekist. En ef þ.e. rétt sem kom fram á fundi ríkisstjórnar með bankamönnum, að einungis hafi verið fenginn fram 28% afsláttur á húsnæðis lánum, þegar lánapakkar voru keyptir út úr þrotabúum bankanna, og færðir yfir í nýju bankana. Þá get ég ekki túlkað það öðruvísi en þannig, að þarna hafi verið framin stórfelld afglöp af þeim sem sömdu fyrir okkar hönd, um þessi kaup.
- En, það skipti öllu máli við endurreisn bankanna, að flytja þá lánapakka yfir á eins hagstæðum kjörum og mögulegt væri.
- En, reglan er einföld þ.e. því lægra verð því betri eiginfjárstaða endurreistra banka, og í beinu framhaldi, því sterkari staða til framkvæmdar nauðsynlegra afskrifta.
- Þarna virðist staðfest að kaupverð á lánapökkum hafi verið allof hátt!
- Af því leiðir endurreistir bankar með veika stöðu - og því ekki í aðstöðu til að þjóna hagkerfinu sem skildi.
Skuldir heimilanna: Bankarnir segja svigrúm til afskrifta fullnýtt
"Fram kemur að nýju bankarnir keyptu húsnæðislánin að meðaltali á 72 prósent af kröfuvirði af gömlu bönkunum samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið hafi sent efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Afföllin hafi verið samtals 90 milljarðar.
Haft er eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, að þar á bæ hafi menn verið að bæta í þá sjóði sem ætlað sé að standa straum af niðurfærslum húsnæðislána vegna svokallaðrar 110 prósenta leiðar, lækkunar höfuðstóls gengistryggðra lána, og svo þeirra aðgerða sem væntanlegar eru eftir að frumvarpið um uppgjör gengistryggðra og erlendra lánasamninga verður að lögum. Það þýði í raun að svigrúmið sem myndaðist sé horfið, eða að bankinn sjái fram á að það hverfi á næstunni."
- Fyrr á árinu, voru önnur mistök komin fram þ.e. þau afglöp stjórnv. að hafa ekki tekið tillit til þess möguleika, þegar samið var um yfirfærslu lánapakka að tiltekin tegund lána geti verið ólögleg.
Eins og fram kemur að neðan, veldur þetta bönkunum umtalsverðu fjárhagslegu tjóni, sem einnig dregur úr getu þeirra til þess að koma til móts við lántakendur, atvinnurekendur hvort sem er launþega.
Þskj. 225 206. mál.: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara.
"Fjármálaeftirlitið gerir ráð fyrir að vænt tap lánastofnana vegna gengistryggðra bíla- og íbúðalána geti orðið allt að 108 milljarðar kr. og þar af eru 50 milljarðar kr. vegna einstaklinga og 58 milljarðar kr. vegna fyrirtækja."
- Samkvæmt mati AGS, sjá að neðan, þá er staða bankakerfisins orðið það slæm hérlendis, að slæm lán miðað við bókfært virði eru 45% af heildarvirði lána.
Bókfært virði að sjálfsögðu er sama og yfirtökuverð - þannig að þetta segir að lánabækur bankanna, hafi hrakað síðan yfirfærsla lánapakka átti sér stað.
- Það segir einnig, að þeir sem sömdu við erlendu bankamennina, hafi vanmetið ástandið hérlendis, þ.e. talið efnahags ástand skárra en það hefur reynst vera.
- En hver man ekki eftir ítrekuðum yfirlísingum stjórnarliða frá því sumarið 2009, þess efnis að staða Íslands væri ekki tiltakanlega verri en annarra Evrópuríkja. Stöðugu tali um bjartsýni um framvindu mála hér á landi. Fólk sem sagði annað, var sagt bölsýnt og púað niður!
- Slíkt tal, hefur vart aukið vilja erlendra bankamanna, til að gefa eftir um verð, þegar mótherjarnir þeirra við samningaborðið, voru stöðugt að tala ástandið hérlendis upp í stað þess að tala það niður, sem maður hefði haldið að væri eðlilegri samingatækni.
- Niðurstaðan er því, að endurreisn bankanna sé klúður a.m.k. á skala við Icesave samnings klúðrið.
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
- 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
- 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.
- Hin erfiða og þrönga fjárhagslega staða bankakerfisins er gríðarlega slæmt vandamál einmitt núna því skv. spá Seðlabanka og ASÍ, þá verður ekki af framkvæmdum við risaálver á næsta ári.
- Að auki eru núverandi álver í fullri framleiðslu, og geta ekki aukið hana.
- Fiskistofnar eru að auki fullnýttir og engar viðbótar tekjur að fá því frá auknum afla (svo fremi sem við samþykkjum viðmið Hafrannsóknarstofnunar).
- Seðlabankinn hefur ákveðið að hagvöxtur næsta árs, verði því drifinn af:
- aukningu almennrar neyslu!
- aukningu fjárfestingar!
Skv. niðurstöðu starfsmanna Viðskiptaráðuneytisins: Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010
- Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
- Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
- Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi.
- Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
- Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
- Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.
- Að sjálfsögðu, má segja nákvæmlega sömu hlutina um skuldir almennings - þ.s. að aukning neyslu á að vera stór þáttur í hagvexti næsta árs, sem sagt - að ef almenningur nær ekki endum saman, þá verður hann ekki drifkraftur hagvaxtar, með aukinni neyslu.
Það er því gríðarlega bagalegt, að ríkisstjórnin skuli hafa klúðrað endurreisn bankanna svo, að útlit er fyrir að geta þeirra til að veita eftirgjöf á skuldum, lækka greiðslubyrði skuldara, sýnist vera mjög klárlega afskaplega takmörkuð.
Hversu bagalegt þetta er, hefur nú byrst enn betur þegar loks er komin fram úttekt á vanda heimila í landinu:
Sjá skýrsluna: Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann
| Einhleypir | Hjón/sambýlisfólk | Alls |
Eiga ekki fyrir neyslu | 4.033 | 3.064 | 7.097 |
Eiga fyrir neyslu en eru í greiðsluvanda | 6.324 | 4.342 | 10.666 |
Eru í greiðsluvanda | 10.357 | 7.406 | 17.763 |
Eru í skuldavanda | 9.341 | 11.007 | 20.348 |
Eru bæði í greiðslu- og skuldavanda | 4.729 | 3.336 | 8.065 |
Eru í greiðslu- eða skuldavanda | 14.969 | 15.077 | 30.046 |
Samantekt á vandanum:
- 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
- 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
- 24,4% heimila í greiðsluvanda!
- 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
- 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
- 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!
- Aukin neysla/aukin fjárfesting eiga að knýja hagvöxt næsta árs!
Því miður verð ég að segja, að útlitið fyrir hagvöxt næsta árs, er alls ekki gott!
Ef ekki verður af hagvexti á næsta ári?
- Þá tel ég víst, að bankakerfið muni gerast mjög fallvalt - en mig grunar að eiginfjárstaða sé þegar við núll eða jafnvel neikvæð, en þeir hafi nægt lausafé til að starfa - fyrst um sinn a.m.k.
- Slæmum lánum mun fjölga!
- Virði eigna mun lækka - svo færri lán reynist hafa fullnægjandi veð.
- Þá þarf ekki mikið til að slæm lán fari yfir 50%.
- Ég spái því þá, að ríkisstjórnin muni lenda í því að þurfa að styrkja þá fjárhagslega - svo þeir falli ekki.
- Á sama tíma, reynist halli einnig meiri en reiknað er með, þörf á niðurskurði meiri - samtímis því að fjárinnspýting auki skuldir ríkisins.
- Meðan á þessu gengur, haldi gjaldþrotum áfram að fjölga og fjöldi þeirra sem leita sér eftir mataraðstoð áfram að aukast.
- Ofan í þetta, bætist við brottflutningur fólks af landi brott.
Þ.s. ég er að tala um er ósjálfbært ástand - þ.s. stöðugt hækkandi skuldir, stöðug fækkun vinnandi handa, ásamt stöðugt vaxandi skuldum ríkisins - sem kallar á stöðugan viðbótar niðurskurð; sé líklegt til að framkalla jafnan og þéttan neikvæðan spíral fyrir hagkerfið.
Þetta er ósjálfbært vegna þess, að ef þessu heldur áfram, þá kemur fyrir rest einhvers konar hrun - og síðan gjaldþrot a.m.k. út á við!
Ég sé ekki neina betri leið til að snúa þessu við - en almenna afskrift!
- En þ.e. einmitt málið, að almenn afskrift virkar best, vegna þess að hún afskrifar mest hjá millitekjuhópum.
- En, það eru millitekjuhópar, sem eru kjarni neysluþjóðfélagsins - þannig að afskriftir hjá þeim skila mun meira til hagkerfisins, en afskriftir hjá lágtekjuhópum eingöngu.
- En, áhersla vinstrimanna á afskriftir nær eingöngu hjá lágtekjuhópum og síðan þeim sem eru í óleysanlegum vanda, mun staðfesta hagkerfis stöðnunina - því slíkar afskriftir munu ekki skila aukningu neyslu eins og hin aðgerðin gerir, þ.s. lágtekjuhópar eru mun minna virkir þátttakendur í neysluþjóðfélaginu!
- Það má vera að þetta kosti minna í dag - þ.s. afskriftir lágtekjuhópa eru klárlega ódýrari vegna þess að þeir skulda lægri upphæðir.
- En, á móti fær ekki ríkið til sín þá tekjuaukningu, sem aukning neyslu getur skilað - sem er þá hreint tap á móti.
Því miður virðist ríkisstjórnin vera föst í feni skammtímasjónarmiða!
Niðurstaðan verður þá; hagvöxtur næsta árs langt undir væntingum!
Kostnaður vegna skuldavandræða mun þá fara stig vaxandi áfram og hætta á uppþotum magnast enn!
Kv.
11.11.2010 | 19:57
Er Írland við það að rúlla á hliðina? Órói markaða gagnvart Írlandi, virðist allt í einu aukast hröðum skrefum!
Því miður eru horfur á Írlandi afskaplega dökkar. Svo sterkur er orðrómurinn orðinn um það að beiðni írskra stjv. um neyðaraðstoð sé alveg á næsta leiti, að Barroso var spurður að því beint af blaðamönnum á G20 fundinum, sem stendur enn yfir.
---------------------Skoðum fréttir:
"José Manuel Barroso: "The European Commission president, said Ireland had not requested financial assistance from the European Union but that the bloc was prepared to assist Dublin if requested."
New wave of Irish home loan defaults feared: "David Duffy, an economist with the Economic and Social Research Institute, a Dublin think-tank, estimates by the end of this year almost 200,000 borrowers or a quarter of all mortgage holders" will be in negative equity, when their borrowings exceed their home values...."A 12-month moratorium is in place to prevent banks from enforcing repossessions, provided the borrower is co-operating."
Irish bond yields leap after selling wave: "Benchmark 10-year bond yields rose by more than half a percentage point to 8.64 per cent on Wednesday while the countrys spread over benchmark German bonds soared to 6.19 percentage points..."
Bond sell-off takes Ireland closer to tipping point: "At the heart of the volatility in the eurozone bond market, according to investors, was a decision by one of Europes biggest clearing houses, LCH.Clearnet, to require banks or institutions wanting to use Irish bonds as collateral in the repurchase markets to raise cash to pay an extra margin of 15 per cent." - "The LCH.Clearnet move means market participants would have to deposit cash with the clearing house equivalent to 15 per cent of their transaction as an indemnity against the risk of default. Market participants estimate that Irelands banks could have anywhere between 4bn and 8bn of bonds cleared through LCH.Clearnet." - "One large hedge fund manager estimated that the banks would have to lodge between $1bn and $1.5bn in cash with LCH.Clearnet in order to avoid default and the forced unwinding of repo transactions. Some banks dumped bonds into the market in order to raise cash and buy other bonds that they could still repo."- "Don Smith, economist at Icap, said: Irish bond yields keep on rising and today was yet more bad news. Investor confidence has been shaken in Ireland and the move by LCH.Clearnet is a very bad sign. It is potentially a tipping point that the Irish may find difficult to recover from."
---------------------Fréttaskoðun lokið!
Írland í dag er líkt Íslandi að ótrúlega mörgu leiti
- Þetta gerir Írland svo áhugavert því þ.e. á Evrusvæðinu og meðlimur að ESB.
- Það lenti í sambærilegum vanda, þ.e. bóluhagkerfi svo krassi.
- Írskum stjv. tókst þó að koma í veg fyrir tafarlaust hrun sinna banka, með aðstoð Seðlabanka Evrópu.
- En, á hinn bóginn ákváðu þeir síðla sumars, að leggja niður stærsta bankann sinn, Anglo Irish. Sem verður gerður upp, og allar eignir hans seldar. Þetta var gert í kjölfar nýrra slæmra fregna af rekstri þess banka.
- Þessu uppgjöri Anglo Irish hefur fylgt gríðarlegur viðbótar kostnaður á fjárlögum í ár, sem hefur sett fjárlagahallann í ár upp í 30% af þjóðarframleiðslu þ.e. 10 faldur heimill fjármálahalli skv. reglum Evrusvæðisins.
- Þetta hefur að sjálfsögðu sett fjárlög stj. á Írlandi í uppnám, sem og endurreisnar áætlun þeirra.
- Nýlega var eftir írskum hagfræðingi haft, að kostnaður af endurreisn írskra banka geti numið öllum skatttekjum Írlands í 6 ár.
- Írsk stjv. ákváðu að draga sig út af fjármálamörkuðum, eftir eins sölu síðsumars, og telja sig hafa fé fram á mitt næsta ár.
- Á Írlandi, eins og fram kemur að ofan, er einnig húsnæðislána skuldakreppa sbr. að 1/3 lánþega muni sennilega hafa neikvæða eiginfjárstöðu við lok árs - sambærilegar tölu á Íslandi eru 28% þ.e. cirka 1/4. Svo húsnæðiskulda kreppan, er ef til vill jafnvel verri þar en hér.
Niðurstaða
Ég finn til með vinum okkar Írum. En, þetta lítur ekki vel út!
Kv.
10.11.2010 | 23:32
41% heimila er skulda fasteignalán í vanda. Skv. mínum skilningi á niðurstöðum sérfræðingahóps um skuldavanda heimila
Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimila, virðist við fyrstu sýn vera mjög mikilvægt plagg.
Ekki síst vegna þess, að hún ætti að jarða í eitt skipti fyrir öll, mótbárur þeirra sem halda því fram, að vandinn sé óverulegur.
En niðurstaðan er skýr, vandinn er gríðarlegur. Hann er útbreiddur. Þetta er mjög alvarlegt þjóðfélagsmein!
Það þarf öflugar mótaðgerðir, hið allra fyrsta!
Sjá skýrsluna: Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann
Fasteignaskuldir heimila 1. október 2010.
Milljarðar króna
Verðtryggð fasteignalán | 1.236 |
Gengistryggð fasteignalán 1) | 117 |
Óverðtryggð fasteignalán | 39 |
Fasteignalán, alls | 1.392 |
1) Fyrirvari er um þessa fjárhæð vegna dóma Hæstaréttar.
- Þarna sést hver upphæð fasteignaveðlána er. Skv. þessu þ.e. upphæðinni 1.392 ma.kr. eru fasteignaveðlán mjög hátt hlutfall af landsframleiðslu, sem skv. 3. Áfangaskýrslu AGS var 1.620,5 ma.kr.
- 1.392/1.620,5 = 86%
Fasteignaskuldir heimila eftir lánveitanda 1. október 2010
Íbúðalánasjóður
| 579 |
Lífeyrissjóðir | 183 |
Bankar og sparisjóðir | 630 |
Fasteignalán alls | 1.392 |
- Þarna sést að Lífeyrissjóðir eiga minnst af fasteignalánum, af þeim meginstofnunum þjóðfélagsins sem eiga fasteignaveðlán.
| Hlutfall lántaka með yfir 90 daga vanskil |
Viðskiptabankar | 10,4% |
Íbúðalánasjóður | 6,4% |
Lífeyrissjóðir | 4,0% |
- Tölurnar um hlutfall vanskila, hafa mjög mikið verið misnotaðar af fj. fólks, til að ýja að því að skuldavandi heimila, sé óverulegur.
- "Úttekt séreignasparnaðar. Frá mars 2009 til júlí 2010 hafa heimilin tekið út séreignasparnað sem nemur um 40 milljörðum króna og hafa um 48.500 þús. manns nýtt sér þessa heimild."
Þessar upplýsingar koma fram í skýrslunni og eru mjög sláandi, þ.e. að það nálgist 50þ. manns, sem talið hafa sig hafa þörf fyrir að taka út séreignasparnað. Þ.s. ég efast um að fólk geri það upp til hópa af nauðsynja lausu, þá bendir þetta til að tölur nefndarinnar um skuldavandann, sé síst ofmat!
- Í október 2009 voru sett lög nr. 107/2009 um að öll fasteignalán skuli taka greiðslujöfnun frá og með nóvember 2009, nema viðkomandi lántaki segi sig frá henni. Í kjölfarið sagði rétt um helmingur lánþega sig frá greiðslujöfnuninni, þannig að einungis um helmingur fasteignalána eru í dag með greiðslujöfnun.
Hafa ber í huga að það eru meiri líkur en minni til þess að þeir sem eru með greiðslujöfnun hafi séð fram á greiðsluvanda og því valið þessa leið og þá um leið meiri líkur en minni til þess að þeir sem ekki sáu fram á greiðsluvanda hafi ákveðið að segja sig frá henni.
Þar af leiðandi má leiða að því nokkuð góðar líkur að vanskil væru meiri ef greiðslujöfnun hefði ekki komið til.
Þetta eru einni sláandi upplýsingar, að liðlega helmingur heimila taki þátt í greiðsluaðlögun. En, hún er hagstæð fyrir skuldara um þessar mundir, meðan laun eru lág og lækkandi. En, þetta snýst við og mun gera greiðslubyrði meiri en ella, ef það tekst að umsnúa kreppunni í hagvöxt, þannig að laun fari að hækka á ný. Þá munu skuldarar greiða í staðinn hærra af lánunum en ella.
- "Þann 25. október voru 2.117 einstaklingar (2,17% af heildarfjölda einstaklinga) með lán í frystingu hjá stóru viðskiptabönkunum þremur."
Þennan hóp ætti í reynd að leggja beint við lán sem ekki eru í skilum, því klárlega eru lán ekki fryst ef viðkomandi hefði möguleika til að standa skil!
Leiðrétting höfuðstóls. Um 3.500 einstaklingar hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól lána hjá bönkunum, alls að fjárhæð 12 ma.kr.
110% leið. Rúmlega 1.600 manns hafa fengið afskrifaðar skuldir í bönkum eftir hinni svonefndu 110% leið að upphæð 8 ma.kr.
Sértæk skuldaaðlögun. Þann 25. október sl. höfðu bankanir afgreitt alls 138 einstaklinga í sértækri sértæka skuldaaðlögun og svipaður fjöldi mála er nú í vinnslu.
Umboðsmaður skuldara var með 1.104 mál í vinnslu þann 1. október sl. Af þeim voru 804 vegna greiðsluaðlögunar. Þann 14. október sl. breyttust lög um greiðsluaðlögun á þann veg að frestun greiðslna hefst þegar við móttöku umsóknar.
Eins og sést af þessum tölum, þó nokkur hópur hafi nýtt sér hin mismunandi úrræði, virðist af tölum teknum saman um fj. fólks í vanda, sem að samt sem áður séu tiltölulega fáir að nýta sér þessi úrræði.
- 72.800 heimili alls með fasteignaskuldir!
Hærra neysluviðmið(neysluviðmið Umboðsmanns skuldara + 100%)
| Einhleypir | Hjón/sambýlisfólk | Alls |
Eiga ekki fyrir neyslu | 4.033 | 3.064 | 7.097 |
Eiga fyrir neyslu en eru í greiðsluvanda | 6.324 | 4.342 | 10.666 |
Eru í greiðsluvanda | 10.357 | 7.406 | 17.763 |
Eru í skuldavanda | 9.341 | 11.007 | 20.348 |
Eru bæði í greiðslu- og skuldavanda | 4.729 | 3.336 | 8.065 |
Eru í greiðslu- eða skuldavanda | 14.969 | 15.077 | 30.046 |
- Skv. þessu eru 30.046/72.800 = 41,27% hlutfall heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
- Heimili í greiðsluvanda 17.763/72.800 = 24,4%
- Heimili í skuldavanda 20.348/72.800 = 27,95%
- Heimili í gr.- og skuldavanda 8.065/7.2800 = 11,08%
- Heimili í skuldavanda, eru þau sem skulda umfram veðhæfi eignar.
- Heimili í greiðsluvanda, þau sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum.
- Samtalan er því yfir heimili sem annaðhvort ráða ílla við sínar skuldir eða skulda meira en virði eignar.
- Það er virkilega mikilvægt að loks hafa fengið þessar tölur. Þær leiðindaraddir sem lengi hafa talað vandann niður, ættu nú að þagna!
----------------------------tekið beint úr skýrslu
Gagnlegt getur verið að skipta þeim heimilum sem eru með fasteignaskuldir í fimm hópa.
Hópur 1. Eru í greiðsluvanda, þ.e. greiðslubyrði lána eða upphæð húsaleigu er hærri en greiðslugeta þeirra segir til um, og eru í umtalsverðum vanskilum.
Hópur 2. Í skuldavanda, þ.e. skuldir eru umfram eignir.
Hópur 3. Eru ekki með nægjanlegar ráðstöfunartekjur til að standa undir greiðslum af lánum. Hefur hins vegar tekist að standa í skilum með lán með því að taka út séreignarsparnað, ganga á annan sparnað eða losa fé á annan hátt.
Hópur 4. Hefur tekist að standa í skilum með því að draga verulega úr neyslu.
Hópur 5. Eru með háar ráðstöfunartekjur og fer létt með að greiða af húsnæðislánum.
- Í þessari skýrslu er sjónum einkum beint að þeim sem eru í greiðsluvanda og að nokkru þeim sem eru í öðrum hópnum.
- Hópur þrjú er viðkvæmur að því leyti að ekki má við miklu til að hann lendi í vanda.
- Besta vörnin gegn því eru að skapa skilyrði til hagvaxtar sem mun auka ráðstöfunartekjur þess hóps sem annarra.
----------------------------
Ég get ekki verið meira sammála, en þeirri ábendingu að hagvöxtur sé mikilvæg leið til að bæta stöðu skuldara.
Því liggur mjög á að koma hagvexti af stað, því lengur sem líður í samdrætti því verri verður staða allra.
----------------------------tekið beint úr skýrslu
- Sértæk skuldaaðlögun og greiðslujöfnun: Þessi aðgerð hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 2.100 heimili, eða um 29,5%. Með greiðslujöfnun á öll lán myndi fólki í greiðsluvanda fækka um tæplega 1.550 eða um 20%. Kostn.: 12,9 ma.kr.
- Flöt niðurfærsla skulda: Í þessu mati er eingöngu tekin til skoðunar niðurfærsla höfuðstóls um 15,5%. Þessi aðgerð hefði í för með sér að fólki sem eru í greiðsluvanda fækkar um 1.500 eða 21%. Þegar hærra viðmiðið er lagt til grundvallar fást hærri tölur eða að fólki í greiðsluvanda myndi fækka um 2.100. Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 19,4%. Kostn: 186 ma.kr.
- Niðurfærsla skulda m.v. upphaflega lánsfjárhæð: Þessi aðgerð hefði í för með sér að fólki sem eru í greiðsluvanda fækkar um 1.250 eða 17,6%. Ef hærra neyluviðmiðið er lagt til grundvallar yrði fækkunin meiri eða 1.750. Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 16,4%. Kostn.: 155 ma.kr.
- Niðurfærsla skulda að fasteignamati: Þessi aðgerð hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.250 eða 17,6%. Ef hærra neysluviðmiðið er lagt til grundvallar yrði fækkunin 1.470. Í því fráviksdæmi eru mun fleiri heimili í greiðsluvanda og hlutfallsleg fækkun yrði 13,8%. Lækkun niður í 100% af fasteignamati kostar hins vegar um 125 milljarða króna. Væri sett á þak á niðurfærslu t.d. sem nemur 20 m.kr. á hvert heimili myndi kostnaður við 110% leiðina lækka um rúma 10 milljarða kr.
- Hækkun vaxtabóta: Sú hækkun vaxtabóta sem hér er lýst hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.450 eða sem nemur 20,5%. Þegar fjöldi heimila í greiðsluvanda er metin eftir hærra neysluviðmiðinu fjölgar í hópi þeirra sem eru með hærri tekjur..Af þessu leiðir að allstór hluti þeirra sem teljast í greiðsluvanda eftir hærra neysluviðmiðinu fá lægri vaxtabætur en áður. Niðurstaðan er sú að heimilum í greiðsluvanda eftir þessu viðmiði fækkar um 1.050 eða sem nemur 10% heimila í vanda.
- 8.5 Lækkun vaxta á fasteignalánum í 3%: Lækkun vaxta af húsnæðislánum myndi hafa í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 2.600 eða 36,3%. Metið á fráviksdæminu með hærra neysluviðmið myndi heimilum í geiðsluvanda fækka enn meira eða um 3.770 sem er 35,3% af heimilum í greiðsluvanda með þessari viðmiðun. Miðað við að verðtryggð fasteignalán séu um 1240 milljarðar króna kostar þessi leið lánveitendur um 250 milljarða króna.
- Stiglækkandi niðurfærsla að fasteignamati: Þessi leið hefði í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 1.450 eða 20,5%. Metið á fráviksdæminu með hærra neysluviðmið myndi heimilum í geiðsluvanda fækka enn meira eða um 1.800 sem er 16,7% af heimilum í greiðsluvanda með þessari viðmiðun. Kostn.: 135ma.kr.
Varðandi val leiða, þá finnst mér ekki það vera höfuðatriði hver kostnaðurinn er við viðkomandi leið.
- Kostnaður auðvitað er mikilvægt atriði.
- En, hitt finnst mér einnig skipta miklu máli, er árangurinn sem viðkomandi leið skilar.
- Í því skyni þurfum við þá einnig að vega og meta, hvað það akkúrat er sem við viljum ná fram!
- Mikilvægt atriði í mínum augum, er að stuðla að hagvexti.
- Ekki síður en það markmið, að fækka fólki í vandræðum.
- Í mínum augum er það einmitt einn höfuðkostur flats niðurskurðar, að þá fái margir þeir sem ekki eru í vanda einnig skuldalækkanir.
- Ég veit að jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn eru þessu gríðarlega ósammála, og telja einmitt þetta atriði sérdeilis ósanngjarnt.
- En einhvern veginn þurfum við einnig, að framkalla þann hagvöxt upp á 2,1% sem Seðlabankinn, vill að eigi sér stað á næsta ári, og drifkraftur hans á að vera aukning neyslu og aukin fjárfesting.
- En, flöt lækkun ætti einmitt að vera hvað öflugasta leiðin, til að efla framlag neytenda og einstaklinga til hagvaxtar.
- Að því leiti hefur hún því kost yfir aðrar leiðir.
- Tekjuaukning vegna aukinnar veltu hagkerfisins kemur því á móti kostnaði.
- Að auki, þá er eðlilegt að draga frá þann gróða sem á sér stað, með því að skuldurum í vanda fækkar, gæði lánasafna batnar o.s.frv.
Ég er þó einnig skotinn í leiðinni, að lækka vexti verðtryggðra fasteignalána í 3%!
Þ.e. ekki síður nauðsynleg aðgerð, myndi lækka raunkostnað við 40 ára fasteignalán um rúml. 20%, en ekki síst stuðla að lækkun vaxta í þjóðfélaginu.
Ef út í það er farið, þarf að gera hvorttveggja. En, þá ef til vill má lækkun lána yfir línuna vera lægra hlutfall - ef til vill úr 16% í 10%.
Saman væri þetta mjög öflug leið fyrir skuldara - sjá hér útlistun á þeirri leið: Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings
Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010
- Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
- Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
- Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi.
- Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
- Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
- Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.
- Þetta er niðurstaða starfsm. Viðskiptaráðuneytis, að án lækkunar greiðslubyrði eða lækkunar skulda atvinnulífsins, muni hagvöxtur ekki nást fram.
- Þessu sama má beina að einstaklingum, því neysla er einnig hluti af hagvexti, og ef létt er undir með þeim, þá eykur það möguleika á hagvexti.
En einhvernveginn þarf að skapa forsendur fyrir draumum Seðlabankans um 2,1% hagvöxt á næsta ári, drifinn af aukningu neyslu og fjárfestinga.
Annars verður bara ekkert af þeim hagvexti!
Niðurstaða
Ég fagna skýrslu sérfræðingahópsins. Hún er mikilvægt plagg. Hún einnir jarðar væntanlega með endanlegum hætti, fullyrðingar þeirra, þá gagnumræðu, að ástand skuldara/almennings sé ekki alvarlegt, að þeir sem eru í vanda séu tiltölulega fáir o.s.frv.
Varðandi val á leiðum, þá ber að mínu mati að íhuga einnig framlag þeirrar leiðar til hagvaxtar, ekki síður en skilvirkni leiðar til fækkunar fólks í skuldavanda.
Ég vill leggja þau sjónarmið að jöfnu!
Kv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta kemur fram í nýju tölublaði veftímarits Viðskiptaráðuneytis svokölluðu Hagsýn.
Sjá: Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010
--------------------------------------tekið beint úr ritinu!
- Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
- Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
- Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi.
- Mikilvægt er að auka fjárfestingu á Íslandi en hlutfall hennar af landsframleiðslu var aðeins um 14% árið 2009 en þyrfti að vera um 20% til þess að viðhalda nærri 3% hagvexti til lengri tíma.
- milli 5 og 7 þúsund fyrirtæki með neikvætt eigið fé, þ.e. skulda meira en reksturinn getur staðið undir til lengri tíma. Þetta er um þriðjungur íslenskra fyrirtækja.
- Gífurlegur samdráttur var í fjárfestingu árið 2009 og er skuldahreinsun lífvænlegra fyrirtækja ein meginforsenda þess að fjárfesting taki við sér á ný.
- Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
- Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
- Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.
- Úrvinnsla skuldamála fyrirtækja hefur gengið allt of hægt á undanförnum mánuðum.
- Óvissa bankanna um svigrúm þeirra til aðgerða hefur tafið fyrir verkefninu.
- Nú liggur fyrir að svigrúm bankanna til niðurfærslu lána til fyrirtækja er umtalsvert.
- Lánastofnanir hafa mikla hagsmuni af endurskipulagningu, til að tryggja endurgreiðslur lána til framtíðar.
- Fyrirtækin hafa mikla hagsmuni af því að skuldir þeirra verði samræmdar greiðslugetu og þeim þar með tryggt að þau geti starfað áfram, eflt rekstur sinn og fjölgað starfsfólki.
Ég er sammála öllu þessu nema því, að svigrúm bankanna sé umtalsvert!
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
- 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
- 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.
Ég held að þetta þarfnist ekki frekari útskýringar.
- Eins og ég skil þetta, er raunveruleg eiginfjárstaða, sennilega nú þegar, neikvæð.
- Það þíðir ekki endilega að bankarnir muni rúlla nú þegar eða á allra næstu vikum, eða jafnvel mánuðum - þ.s. þó eignasafn sé mjög lélegt má vera þeir hafi nægilegt lausafé til að starfa.
- Þ.s. þetta þíðir er að svigrúm bankanna til að veita fyrirtækjum tilhliðrun vegna skuldastöðu, er þvert á móti mjög takmörkuð.
- Það eru mjög slæmar fréttir, hafandi í huga að endurskipulagning fjárhags fyrirtækja er forsenda hagvaxtar á næsta ári!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2010 kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2010 | 15:15
Innlendar fjármálastofnanir virðast eiga í dag um 1300 íbúðir. Hvernig er best að taka á þessu vandamáli?
Þetta kom fram í MBL í morgun, þ.e. eftirfarandi: -sjá frétt- Bankarnir eiga nú 390 íbúðir
- "Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eiga nú 390 íbúðir eða íbúðarhús sem þeir hafa eignast vegna skuldauppgjörs eða nauðungarsölu."
- "Íbúðalánasjóður hefur aftur á móti eignast tæplega 900 íbúðir vegna þess að lántakendur hafa ekki getað staðið í skilum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum hefur íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs vegna vanskila fjölgað mjög hratt síðasta ár en um mitt ár 2009 átti sjóðurinn um 250 íbúðir."
- Samanlagt gerir þetta 1290 stikki.
- Bent hefur verið á að hátt hlutfall hjá Íbúðalánasjóði, séu eignir sem aldrei hefur verið búið í sem verktakar hafi verið að byggja, og Íbúðalánasjóður tekið yfir við þeirra gjaldþrot.
- En, hann á örugglega samt sem áður ekki færri yfirteknar íbúðir frá ábúendum en bankarnir.
Legg til eftirfarandi lausn
Einfaldast er að ríkið semji við bankana um það, að ríkið taki yfir þessar eignir gegn því að taka lánin yfir einnig. Þá getur ríkið framkv. sína stefnu um þær eignir/skuldir óhindrað.
- Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).
Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota bönkum yfir í íbúðalánasjóð. Þ.e. ríkið taki þau lán yfir - þetta styrkir um leið eiginfjár stöðu bankanna.
- Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti.
- Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
- Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
- Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
- Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
- Kaupleigu fyrirkomulag þ.e. markaðsleiga + álag.
- Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
- En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.
Ríkið mun hvort sem er þurfa að styrkja eiginfjárstöðu bankanna og þetta er ekki slæm leið til þess
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
- 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
- 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.
Ég held að þetta þarfnist ekki frekari útskýringar.
- Eins og ég skil þetta, er raunveruleg eiginfjárstaða, sennilega nú þegar, neikvæð.
- Það þíðir ekki endilega að bankarnir muni rúlla nú þegar eða á allra næstu vikum, eða jafnvel mánuðum - þ.s. þó eignasafn sé mjög lélegt má vera þeir hafi nægilegt lausafé til að starfa.
Stóri vandinn fyrir hagkerfið er að án eiginfjár styrkingar verða þeir eins og dauð hönd á hagkerfinu, sem allt dregur niður, allt niður bremsar!
Seðlabankinn í sinni nýjustu spá, vill treysta á innlenda fjárfestingu og innlenda neyslu, til að leiða hagvöxt næstu misserin.
En, þá þarf bankakerfið að vera fært um að hliðra til með skuldurum að nægilegu marki. En, það getur það ekki, miðað við núverandi eiginfjár stöðu.
Kannski getum við slegið 2. flugur í einu höggi, þ.e. bjargað þeim fjölskyldum sem ekki geta björg sér veitt og með sömu aðgerð, styrkt bankana svo að þeir geti hliðrað til við aðra skuldara í minni vandræðum - svo hagkerfið geti tekið af stað!
Ps: Þetta kemur í sjálfu sér ekkert í veg fyrir aðrar almennar aðgerðir t.d. lagfæringu á vísitölugrunni. Gamlir hæstaréttardómar, segja að sú leið sé fær - þ.s. að endurreikna skuldir skv. breittri vísitölu. Hefur verið gert áður. Sjá þessa færslu: Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!
Ps2: Ekki kemur þetta heldur í veg fyrir þetta aðgerð: Vek athygli aftur á hugmyndum Ottós B. Ottósonar hagfræðing - Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla að leitast við að fjalla um málið af sanngyrni. En, ástæða þess að ég tel bankakerfið vera akkílesar hælinn, er sú eins og fram hefur komið í 3. áfangaskýrslu AGS, þá eru eignir bankanna ákaflega lélegar.
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
- 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
- 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.
Ég held að þetta þarfnist ekki frekari útskýringar. En, þetta er staðan eins og hún var síðsumars, er 3. áfangaskýrsla AGS kom út.
- Eins og ég skil þetta, er raunveruleg eiginfjárstaða, sennilega nú þegar, neikvæð.
- Það þíðir ekki endilega að bankarnir muni rúlla nú þegar eða á allra næstu vikum, eða jafnvel mánuðum - þ.s. þó eignasafn sé mjög lélegt má vera þeir hafi nægilegt lausafé til að starfa.
- Seðlabankinn, hefur í reynd verið að redda þeim fjármagni - sbr.
Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
- "Í viðskiptum sínum við Seðlabankann í kjölfar fjármálakreppunnar hafa viðskiptabankarnir nánast einvörðungu lagt fé inn í Seðlabankann, annað hvort með því að leggja það inn á innlánsreikningasína eða með kaupum á innstæðubréfum með 28 daga bindingu."
- "Frá því að Seðlabankinn hóf útgáfu innstæðubréfa til að sporna við ofgnótt lausafjár í bankakerfinu í október 2009 hafa daglánavextir á millibankamarkaði haldist rétt ofan við vexti sem bankinn býður á lausar innstæður, en þeir vextir mynda neðri mörk vaxtagangs bankans."
- "Þessi þróun endurspeglar að lítil sem engin ásókn hefur verið í daglán eða veðlán bankans og virkni þeirra vaxta á markaðsvexti því afar takmörkuð."
Þ.s. þetta rósamál inniheldur er það, að Seðlabankinn hefur verið að fjármagna innláns reikninga Bankanna, með því að selja þeim skuldabréf. Ekki kemur fram þarna hjá Seðlabankanum, hvað upphæðir þetta eru - en þ.s. ég hef heyrt að snemma á þessu ári, hafi þær tölur þegar hlaupið á milli 100 og 200 milljörðum.
Eins og fram kemur að ofan, er nánast engin útlánastarfsemi í gangi hjá bönkunum, en skýringin miðað við lögmál framboðs og eftirspurnar hlýtur að vera verðið, þ.e. skortur á eftirspurn þíðir að verðið í boði sé of hátt fyrir markaðinn.
Þannig að vaxtastefnan, framkallar þessa hringavitleysu þ.s. lán seljast ekki geta bankarnir ekki fjármagnað útlánasöfn sín, svo Seðlabankinn gerir það í staðinn. Og, ríkið þarf að borga bönkunum vexti þ.s. það að sjálfsögðu ber ábyrgð á Seðlabankanum.
- Augljóslega ráða bankarnir ekki við umtalsverð viðbótar útlánatöp.
- Þeir munu einnig eiga mjög erfitt með að höndla það, að ef umtalsverð viðbótar lækkun verður á eignum þeim á Íslandi, sem nýtt eru sem veð.
- Svo fyrirsjáanlega, munu aðgerðir miðast við það, að lágmarka frekari afskriftir lána - hvort sem er til fyrirtækja eða almennings.
- Að auki, verður mikið lagt á sig, til að viðhalda því verðlagi fasteigna sem ríkir - og því reynt að finna leið til þess, að þær hundruð eigna sem bankarnir hafa verið að taka yfir fari ekki á markað, og felli öll verð sennilega um háa prósentu tölu.
- En hvernig rímar þetta við þörfina fyrir að framkalla hagvöxt?
- Seðlabankinn vill ná hagvexti upp í rúml. 2% - sem skoða má sem markmiðið sem stefnt sé að. Skv. Spá ASÍ verður hagv. næsta árs 1,7%.
- En, ef aukin fjárfesting og neysla á að vera drifkrafturinn, þá er einmitt þörf fyrir umtalsverðar afskriftir og/eða lækkun greiðslubyrði - svo einhver von sé til að markmiðið náist.
- En, alvarleg skuldastaða atvinnulífs og almennings, er einmitt um þessar mundir, stórfelld bremsa á getu þeirra aðila til þess að fjárfesta og/eða eyða.
- Þetta er þ.s. ég á við, þegar ég segi bankakerfið vera akkílesarhælinn. Þetta er eins skýrt dæmi um "catch 22" og hægt er að framkalla!
Hvað um álverin? Aukningu á útflutningi?
- Niðurstaðan virðist, ekkert risaálver á næsta ári. Persónulega, efast ég um að það komi yfirleitt.
- Að auki, eru núverandi álver rekin með fullum afköstum, svo þau skila ekki auknum útflutningi.
- Fiskur, ef við miðum við að Hafrannsóknarstofnun hafi nokkurn veginn rétt fyrir sér, þá eru miðin fullnýtt, og geta líklega ekki skilað verulegri tekjuaukningu.
- Nýjar greinar - hann Árni Páll talaði í dag um eflingu nýrra greinar. OK, þ.e. í fínu lagi. En, slíkt er ekki hrist úr erminni með hraði. Nýjar greinar tekur 10-15 ár.
- Þá skilst betur, af hverju Seðlabankinn tala um innlenda fjárfestingu og neyslu, sem meginstoð hagvaxtar á næstunni - þ.s. þ.e. ekkert annað í boði, til skamms tíma.
- Það er samt vel hægt að koma álverunum af stað - en þá þurfa Íslendingar að sætta sig við erlenda eignaraðild á þeim virkjunum er til þarf, hið minnsta 25-30 ár.
Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!
......................................................2010
Tekjur.............................................461,9
Gjöld..............................................560,7
Heildarjöfnuður...............................-98,8
Heildarjöfnuður, hlutfall af VLF (%)....-6,1
Halli vs. tekjur*................................21,4% (bæti sjálfur þessari tölu inn)
Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)
- Sjá: Spá ASÍ "Til samanburðar eru heildarútgjöld ríkisins til menntamála á árinu 2011 áætluð 56,5 milljarðar og til heilbrigðismála 97,6 milljarðar."
- Vaxtagjöld ríkisins eru hrikalegur vandi - sbr. liðlega 16% af hlutfalli tekna, sem er hærra en kostar að reka menntakerfið en ívið lægra en kostar að reka heilbrigðiskerfið.
- Það segir okkur, að ríkið geti mjög treglega bætt á sig frekari skuldum - en á sama tíma á ég mjög erfitt með að sjá hvernig ríkið getur komist hjá því!
- Ást., ekki einungis það að halli verði pottþétt meiri en ríkið ráðgerir í núverandi fjárlögum - heldur hitt, að ég á erfitt með að sjá, að ríkið komist hjá því, að leggja viðbótar fjármagn í bankana.
- Skv. fjárlögum, þá treystir ríkið algerlega á þá tekjuaukningu sem stórfelldar virkjana og stóryðjuframkv. eiga að framkalla, þegar á næsta ári. En, bæði ASÍ og Seðlabankinn, sleppa þeim stórframkv. úr sínum spám. Svo hæpnar eru þær framkv. orðnar.
- Ríkið er þarna milli 2-ja elda, en án stórframkv. þarf að tryggja hagvöxt með öðrum aðferðum. En, bankarnir geta ekki afskrifað - sem segir að ríkið þarf að setja nýtt fjármagn í þá.
- Þá hækka skuldir þess, en ef ekki verður framkv. slík viðbótar fjárinnspýting, þá á ég mjög erfitt að sjá, að nokkur von sé til, að bankakerfið geti hliðrar að nægilegu marki til með skuldurum landins, þ.e. einstaklingum og fyrirtækjum, svo að umtalsverð aukning verði á getu þeirra aðila til að stuðla að hagvexti.
- Þá verður annað af tvennu, enginn hagvöxtur á næsta ári eða mjög óverulegur, jafnvel samdráttur eitt árið enn, síðan áfram mjög lítilfjörlegur hagvöxtur næstu ár þar á eftir. Ef það verður reyndin næstu árin, mjög óverulegur hagvöxtur þ.e. milli 0 og cirka 0,5% upp í 1% í það allra mesa - þá get ég ekki séð að skuldastaða ríkisins sjálfs, sé sjálfbær!
- En, hagvöxtur og það verulegur, er forsenda þess, að ríkið sjálft komist yfir skaflinn framundan, þ.e skuldavegginn!
Það eru grimmir valkostir sem við stöndum frammi fyrir.
Og einungis grimmir!
Þetta þurfa allir að skilja, og hafa það samhengi í huga, þegar leiðir úr vandanum eru íhugaðar.
- Vegna þess, að allar leiðir eru grimmar, þá má íhuga leiðir, sem eru drastískar - þ.e. vel hægt að lækka skuldir hérlendis. Jafnvel um tugi prósenta.
- Þumalfingursreglan er sú, að því stærri sem lækkunin er, því róttækari er aðgerðin.
- Valkostur við að hafa bankakerfið áfram sem akkílesarhæl næstu árin - og það verður dýrt einnig - er að gera það upp á nýjan leik, búa til nýja banka og í gegnum það ferli fá fram í eitt skipti stóra lækkun skulda. Sú aðgerð mun auka skuldir ríkisins, en ég er samt sem áður ekki viss, að á endanum muni það kosta ríkið meir, en að reyna að lifa með núverandi zombí bankakerfi.
- Vek athygli aftur á hugmyndum Ottós B. Ottósonar hagfræðing - Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings
- Ein fær leið til viðbótar, er að breyta vísitölunni er stýrir verðtryggingunni. Gamlir hæstaréttardómar, segja að sú leið sé fær - þ.s. að endurreikna skuldir skv. breittri vísitölu. Hefur verið gert áður. Sjá þessa færslu: Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!
- Sú hrikalegasta af þeim öllum, sem raunverulega eru færar, er eftirfarandi leið: Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana! Hún skilar einnig mestu lækkuninni, en að sama skapi stærstu afleiðingunum. Það helst í hendur. En þ.e. engin ókeypis leið til!
Tillögur sjálfstæðimanna - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin, verja velferð með ábyrgum ríkisfjármálum, efla atvinnulífið og fjölga störfum.
- Ímsar af hugmyndum Sjálfstæðismanna eru góðra gjalda verðar.
- En, ég get ekki séð að þær taki á þeim grunn vanda:
- Ríkið skuldar of mikið.
- Bankarnir eru zombí bankar.
- Þetta er eins og að ætla að gefa í, en þ.e. sprungið á báðum að aftan!
Niðurstaða
Við virðum standa frammi fyrir efnahags stöðnun, með nær gjaldþrota ríkisvald - nær gjaldþrota bankakerfi, atvinnulíf sem mikið til er einnig gjaldþrota og auk þessa, heimili sem einnig eru fjölmörg við gjaldþrot.
Ef þetta á ekki að leiða til langvarandi stöðnunar og alvarlegs atgerfisflótta næstu ár, þá þarf mjög róttækar aðgerðir! En, engin vettlingatök munu duga.
- Við þurfum sennilega að sætta okkur við, að einkaframtak eigi og reki virkjanir við álver hér fyrir sunnan og fyrir norðan. Ég geri þó þá kröfu að sett verði sólarlags ákvæði í þá samninga, þannig að LV eignist þær virkjanir eftir 25-30 ár.
- Ef, þetta er ekki gert, þarf einhverja mjög róttæka aðgerð, sem hafa mun miklar afleiðingar. En, án álvera, mun innlenda hagkerfið þurfa að standa undir hagvexti eitt og sér, og ég get ekki séð það vera fært um slíkt, nema með framkv. einhverrar stórrar aðgerðar, sem kemur við kaun margra.
- Hugsanlegt er bil beggja, þ.e. eitt álver hér fyrir sunnan, en smækkað niður þ.s. óvissa er um raunverulega virkjanagetu svæða, og á sama tíma skuldalækkanir t.d. með lagfæringu vísitölu.
Það sem ég er að tala um er lækkun skulda: það er ekki hægt að lækka þær, án þess að það bitni á þeim sem eiga fjármagn í ísl. krónum.
- Lagfæring vísitölu - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes
- Lækkun yfir línuna skv. tillögum Framsóknarfl eða HH.
- Eða leið - Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Árni Páll - sagði í fréttum Stöðvar 2 að lækkun yfir línuna, myndi orsaka mikinn landflótta þ.s. ríkið þyrfti þá að greiða svo mikla skaðabætur til aðila, sem yrðu fyrir tjóni - afleiðingin miklar skattahækkanir.
Hann á þar við Lífeyrissjóði, held ég. En, benda má á, að þó sannarlega sé réttmæt krafa að þeir fái það tjón bætt, liggur ekki á að greiða þeim þann kostnað til baka alveg strax.
Sú endurgreiðsla má alveg bíða þangað til að hagvöxtur hefur staðið yfir um nokkra hríð, og ríkið er farið að verða aflögufært, þ.e. búið að greiða verstu skuldirnar. En, skuldbindingar sjóðanna eru eftir allt saman miðaðar við áratugi.
Það má einfaldlega redda þessu með skuldabréfi - sem ríkið byrjar að greiða af segjum eftir 6. ár eða jafnvel 10.
Á hinn bóginn, ef lagfæring er framkv. með breytingu á vísitölunni, þá er ríkið ekki skaðabótaskilt skv. gömlum Hæstaréttardómum. Þetta er þó sennilega smá aðgerð, þ.e. sú breyting/lækkun verður aldrei um háa prósentu tölu.
Mesta lækkunin verður með þessari aðferð - Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Valkostirnir eru allir slæmir - en án umtalsverðs hagvaxtar, verður greiðsluþroti sjálfs ríkisins ekki forðað, en án verulegrar tekjuaukningar, fara vaxtagjöld þess áfram hækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu, sem þíðir að þá hnignar allri innlendri starfsemi þess ár eftir ár. En, síðan kemur loks að því, að greiða þarf af AGS lánunum.
Ísland hefur sennilega ekki í mjög langan tíma, haft meiri þörf fyrir mikilhæfann leiðtoga, sem þorir að taka djarfar og áhættusamar ákvarðanir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar