Innlendar fjármálastofnanir virðast eiga í dag um 1300 íbúðir. Hvernig er best að taka á þessu vandamáli?

Þetta kom fram í MBL í morgun, þ.e. eftirfarandi: -sjá frétt- Bankarnir eiga nú 390 íbúðir

  • "Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eiga nú 390 íbúðir eða íbúðarhús sem þeir hafa eignast vegna skuldauppgjörs eða nauðungarsölu." 
  • "Íbúðalánasjóður hefur aftur á móti eignast tæplega 900 íbúðir vegna þess að lántakendur hafa ekki getað staðið í skilum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum hefur íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs vegna vanskila fjölgað mjög hratt síðasta ár en um mitt ár 2009 átti sjóðurinn um 250 íbúðir."
  • Samanlagt gerir þetta 1290 stikki.
  • Bent hefur verið á að hátt hlutfall hjá Íbúðalánasjóði, séu eignir sem aldrei hefur verið búið í sem verktakar hafi verið að byggja, og Íbúðalánasjóður tekið yfir við þeirra gjaldþrot.
  • En, hann á örugglega samt sem áður ekki færri yfirteknar íbúðir frá ábúendum en bankarnir.

 

Legg til eftirfarandi lausn

Einfaldast er að ríkið semji við bankana um það, að ríkið taki yfir þessar eignir gegn því að taka lánin yfir einnig. Þá getur ríkið framkv. sína stefnu um þær eignir/skuldir óhindrað.

  • Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).


Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota bönkum yfir í íbúðalánasjóð. Þ.e. ríkið taki þau lán yfir - þetta styrkir um leið eiginfjár stöðu bankanna.

  • Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti.
  • Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
  • Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
  • Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
  1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
  2. Kaupleigu fyrirkomulag þ.e. markaðsleiga + álag.
  3. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
  • En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.

Ríkið mun hvort sem er þurfa að styrkja eiginfjárstöðu bankanna og þetta er ekki slæm leið til þess

Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review

Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".

  • 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
  • 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
  • 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.

Ég held að þetta þarfnist ekki frekari útskýringar.

  • Eins og ég skil þetta, er raunveruleg eiginfjárstaða, sennilega nú þegar, neikvæð.
  • Það þíðir ekki endilega að bankarnir muni rúlla nú þegar eða á allra næstu vikum, eða jafnvel mánuðum - þ.s. þó eignasafn sé mjög lélegt má vera þeir hafi nægilegt lausafé til að starfa.

Stóri vandinn fyrir hagkerfið er að án eiginfjár styrkingar verða þeir eins og dauð hönd á hagkerfinu, sem allt dregur niður, allt niður bremsar!

Seðlabankinn í sinni nýjustu spá, vill treysta á innlenda fjárfestingu og innlenda neyslu, til að leiða hagvöxt næstu misserin.

En, þá þarf bankakerfið að vera fært um að hliðra til með skuldurum að nægilegu marki. En, það getur það ekki, miðað við núverandi eiginfjár stöðu.

Kannski getum við slegið 2. flugur í einu höggi, þ.e. bjargað þeim fjölskyldum sem ekki geta björg sér veitt og með sömu aðgerð, styrkt bankana svo að þeir geti hliðrað til við aðra skuldara í minni vandræðum - svo hagkerfið geti tekið af stað!

Ps: Þetta kemur í sjálfu sér ekkert í veg fyrir aðrar almennar aðgerðir t.d. lagfæringu á vísitölugrunni. Gamlir hæstaréttardómar, segja að sú leið sé fær - þ.s. að endurreikna skuldir skv. breittri vísitölu. Hefur verið gert áður. Sjá þessa færslu: Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!

Ps2: Ekki kemur þetta heldur í veg fyrir þetta aðgerð: Vek athygli aftur á hugmyndum Ottós B. Ottósonar hagfræðing -   Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 847403

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 259
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband